Page 1

Kyn 173

Hvað veist þú um nauðganir?

Haust 2012

Hvað er nauðgun?

Sagt er og satt er

Viðlög og meðferð.

Hvernig er nauðgun skilgreind og hverjar eru afleiðingar?

Hér kemur fram það sem sagt og er og hvað er satt um nauðganir.

Hver eru viðurlögin?

Bls. 1

Meðferðir og þjónusta vegna nauðgana.

Bls. 3.

Bls. 6

Hvað er nauðgun? Nauðgun er einn af alvarlegustu glæpunum sem beinast að einstaklingum, aðeins mannsmorð er litið alvarlegri augum samkvæmt hegningarlögum. Nauðgun er kynbundið ofbeldi. Nauðgun er oft skilgreind sem kynferðislegt ofbeldi þar sem einhver þrengir sér eða gerir tilraun til að þrengja sér inn í líkama annarrar manneskju gegn vilja hennar og brýtur því á sjálfsákvörðunarrétt og sjálfstjórn þolandans. Afleiðingar nauðgana eru gríðarlega miklar og eru þær mjög mannskemmandi fyrir þolanda. Þolendur upplifa sig oft á tíðum sem mjög skítugar manneskjur og að þær séu öðruvísi en annað fólk. Þolendur þjást oft af sjálfshatri og eiga þeir einnig oft mjög erfitt með náin samskipti við annað fólk. Þeir eiga erfitt með að treysta fólki og einnig erfitt með að segja nei.

Vitneskja bjargar mannslífum! •

• •

Ef þú hefur minnsta grun um að kynferðislegt ofbeldi eða nauðgun hafi átt sér stað ber þér skylda til að segja frá. Ekki láta alla ábyrgðina liggja hjá þolendanum. Trúðu frásögnum þolenda. Þögnin er versti óvinurinn.

Vissir þú? •

18 tilkynntu hópnauðgun til stigamóta 2011.

• Í flestum tilfellum eru karlmenn gerendur, eða í 95% tilfella gegn stúlkum og 80% tilfella gegn drengjum. • Karlmenn eru uþb 10-15% af þeim sem leita til Stígamóta vegna kynferðisofbeldis. •

10-30% stúlkna og 5-15% drengja hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi fyrir 18 ára aldur.


Týpískar tilfinngar hjá fólki sem hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi: • Mér finnst ég vera skítug(ur), eins og það sé eitthvað að mér... • Ég er öðruvísi en annað fólk... • Ég hata sjálfa(n) mig... • Ég er misheppnuð(-aður), ég á erfitt með að skila af mér góðu verki... • Ég verð óörugg(ur) þegar allt er rólegt og þægilegt.. • Ef ég slaka á, þá missi ég stjórn á tilfinningum mínum... • Líkami minn er oft dofinn, tilfinningalaus... • Ég hlusta ekki vel á líkama minn, (svengd, þreyta, verkir)... • Ég á erfitt með að segja NEI... • Ég forðast kynlíf, innst inni óska ég þess að þurfa aldrei að lifa kynlífi framar... • Ég fæ ekki mikla ánægju út úr kynlífi, yfirleitt stunda ég kynlíf fyrir aðra... • Ég á erfitt með að sýna börnunum blíðu... • Ég á erfitt með að setja börnunum mörk... Hvert er hægt að leita eftir nauðgun? • Stígamót. Hverfisgötu 5, 105 Reykjavík. Sími: 562-6868. Opnunartími: 09:00-18:00 alla virka daga. • Neyðarmóttaka fyrir þolendur nauðganna. Landsspítalinn, Fossvogi. Sími: 525-1700. • Slysa- og bráðamóttaka FSA á Akureyri. Sími: 463-0800. • Rauðakrosshúsið. Sími: 800-5151. • Kvennaathvarfið. Sími: 800-6205.

Hvað get ég gert ef vinkonu/vini mínum er nauðgað? • Trúðu frásögn hennar/hans og hlúðu vel að henna/honum. • Vertu hjá henni/honum og veittu allan þann stuðning sem þú getur. • Hlustaðu á hana/hann og fáðu hana/hann til að tala um það sem gerðist, því meira sem hún/hann talar um atburðinn því betra fyrir hana/hann. • Ekki taka af henni/honum ráðin.

2


1 2

Sagt er og satt er um nauðganir: Sagt er: •

Nei þýðir já – Hún vill láta nauðga sér, býður upp á það með klæðaburði og hegðun, hún er bókstaflega að BIÐJA um að henni sé nauðgað. Aðeins vissum hópi samfélagsins er nauðgað – Fátækum konum er nauðgað en ekki þeim sem eru vel staddar, það eru bara konur sem eru kynferðislega virkar sem er nauðgað. Nauðganir eru uppspuni – Þolandi lýgur til um að hafa verið nauðgað því hann vill ná sér niður á gerenda. Þolandi lýgur til að fá athygli og samúð. Það er alltaf hægt að stoppa nauðgun – Ef þolandi vildi ekki láta nauðga sér gat hann bara veitt mót spyrnu og stöðvað geranda. Það er ekki hægt að nauðga einhverjum sem vill það ekki og ef einhverjum hefur verið nauðgað ber hann þess merki, er með marbletti og aðrað áverka. Konum er bara nauðgað – Körlum er ekki nauðgað, þeir myndu ekki láta nauðga sér. Konum er nauðgað því þær geta ekki eins vel varist árásum og karlar. Nauðgara eru skrímsli - Þeir sem nauðga eru haldnir geðröskunum, þeir eru andlega veikir því ekkert gæti fengið ‚‚venjulegan‘‘ mann til að nauðga. Þeir eru líka haldnir fíkniefna og áfengis vanda.

Fjöldi nauðgana á hverja 100.000 íbúa í samanburði við Bandaríkin.

BNA ÍSL

2005

2004.

31,8 24,9

32,1 17,6 The FBI. [Án árs]

Satt er: • Nei þýðir

NEI – Enginn VILL láta nauðga sér. Enginn býður upp á nauðgun. Nauðgun er mjög grimdarlegt ofbeldisverk, sem felur í sér vald einnar manneskju (gerandi) yfir annari (þolandi). Án tillits til áðstæðna á hver sem er þolandi nauðgunar RÉTT á að segja nei hvenær sem er! Öllum er nauðgað – Fjöldi rannsókna, bæði erlendra og í rannsóknum frá Stígamótum hefur komið í ljós að allir geta átt það á hættu að verða nauðgað, þolandi er ekki settur í manngreiningaálit. Nauðgun er ekki uppspuni – Erlendar rannsóknir hafa sýnt að aðeins 2% af nauðgunar málum eru upplognar, það er sama hlutfall og í öðrum tilkynntum afbrotum. Þolandi er fórnarlamb – Þolandi er fórnarlamb árásar. Hvort sem þolandi hafi stirnað upp af hræðslu eða reynt að berjast um á hæl og hnakka er ekki þar með sagt að hann hafi getað stöðvað nauðgunina. Ekki er öllum nauðgað með slíku afli, sumum eru byrluð róandi lyf, aðrir eru misnotaðir þegar þeir eru í annarlegu ástandi. Öllum er nauðgað – Þolendur nauðganna eru konur, karlar og börn. Nauðgara eru meðal Jónar – rannsóknir á dæmdum kynferðisofbeldismönnum hafa sýnt að þeir eru almennt ekki haldnir geðröskunum og búa ekki með meira andlegt álag og aðrir. Sumir hafa verið misnotaðir sem börn, en flestir ekki. Nauðgara nauðga bæði undir áhrifum lyfja og áfengis og alsgáðir. Engar rannsóknir hafa ná að einangra einhver persónuleikaeinkenni né lífsreynslu sem leiðir til þess að einstaklingur nauðgi eða beiti öðru kynferðisofbeldi. 3


1

Tölfræðilegar upplýsingar um nauðganir.

Nauðgun –  Tafla  1   Faðir/stjúpfaðir   Móðir/stjúpmóðir   Giftur  inn  í  fjölskylduna   Bróðir/stjúpbróðir   Systir/stjúpsystir   Frændi/frænka   Afi   Amma   Maki   Fjölskylduvinur   Umsjónaraðili  utan  fjölskyldunnar   Vinur/kunningi   Vinnuveitandi/yfirmaður   Samstarfsmaður   Ókunnugur   Anna/önnur   Fagaðili   Óvíst  

2011 2.60%   0.00%   1.00%   0.50%   0.00%   2.60%   1.00%   0.00%   18.50%   2.10%   0.00%   34.90%   1.50%   1.50%   26.70%   5.60%   1.50%   0.00%  

- Lorem Ipsum

(Anna Þóra Kristinsdóttir. 2011)

Tafla 1: Sýnir gerendur í nauðgunamálum árið 2011. Eins og sjá má eru karlar í meirihluta sem gerendur. Í lang flestum tilfellum er gerandinn einhver sem er tengdur þolandanum á einhvern hátt.

Tafla 2   Nauðgun   Hópnauðgun   Lyfjanaugðun   Annað   Ekki  viss   Alls  

Fjöldi 122   18   8   11   10   169  

Hlutfall 72.20%   10.70%   4.70%   6.50%   5.90%   100%  

Tafla 2 : Sýnir mismunandi birtingarmyndir nauðgana í íslensku samfélagi.

(Anna Þóra Kristinsdóttir. 2011)

Tafla 3   Þvingunaraðferðir  við  beitingu  ofbeldis   Líkamsmeiðingir   Vopna/áhöld   Hótanir   Annað   (Anna Þóra Kristinsdóttir. 2011)

Fjöldi 102   24   141   80  

Tafla 3: Sýnir mismunandi þvingunaraðferðir við beitingu ofbeldis.

4


2

Ferill kynferðisafbrota hjá lögreglu og ríkissaksóknara sem tilkynnt voru til lögreglu 2008 Fjöldi 50 40

Viðhorf og viðbrögð samfélagsins: Gömul viðhorf til nauðgana eru þau að konur geti nánast sjálfar sér um kennt þar sem þær eru fáklæddar, drukknar eða daðrandi. Þó að flestir séu þó sammála um að þessi viðhörf séu löngu úrelt og röng er þó merkilega mikið eftir af þeim allt í kring um okkur. Þessi viðhorf koma til dæmis mjög skýrt fram í umræðum um nauðganir en þar er talað um að konur verði að passa sig á hvernig þær haga sér til að þeim verði ekki nauðgað. Viðhorf sem þessi eiga þátt í því að draga úr því að konur sæki lögbundinn rétt sinn fyrir dómi og valda því að ofbeldismenn ganga lausir. Fólk bregst því oft ekki rétt við og trúir ekki frásögn þolendans og eru meðvirk með gerandanum, allir eru meðvirkir í þögninni.

43

30 20 10

16

1

0

8

Rannsókn hætt Fellt niður hjá Skilorðisbundin eða vísað frá ríkissaksóknara frestun ákæru hjá lögreglu

Dómur

Ferlar (Lögreglustjórinn á Höfuðborgarsvæðinu og Ríkislögregustjórinn. 2008)

Graf 2: Sýnir meðferð kynferðisafbrota hjá lögreglu og ríkissaksóknara sem tilkynnt voru til lögreglu 2008. Eins og sjá má var 43 af 68 rannsóknum hætt eða vísað frá hjá lögreglu. 16 mál voru felld niður hjá ríkissaksóknara og ekki nema 8 mál sem var dæmt í. (

Fjöldi tilkynntra kynferðisafbrota 120 100 80 60

96 78 52

40 20

20

15

24

14

10

9

0

(Ríkislögreglustjóri. 2009.)

Graf 3: Sýnir fjölda tilkynntra kynferðisafbrota. Eins og sjá má eru nauðganir í mjög stórum hluta eða 130 mál af 318 málum eða rúmlega 1/3. 5


Viðurlög við nauðgunum samkvæmt hegningarlögum: 194. gr. : Hver sem með ofbeldi eða hótun um ofbeldi þröngvar manni eða konu til holdlegs samræðis eða annarra kynferðismaka skal sæta fangelsi ekki skemur en 1 ár og allt að 16 árum. Til ofbeldis telst svipting sjálfræðis með innilokun, lyfjum eða öðrum sambærilegum hætti. 195. gr. : Hver sem með annars konar ólögmætri nauðung þröngvar manni til samræðis eða annarra kynferðismaka skal sæta fangelsi allt að 6 árum. - Þess má geta að enginn á Íslandi hefur fengið lengri dóm en 8 ár vegna nauðgunar.

Meðferð og þjónusta vegna nauðgana Læknisskoðun og meðferð, þar með talin kvenskoðun. • Tekin eru sýni og lyf gefin til að útiloka hugsanlegar ´sykingar og þungun. • Áverkar eru metnir og meðhöndlaðir Réttarlæknisfræðileg skoðun og taka og varðveisla sakargagna • Nákvæm skýrsla er gerð eftir sögn brotaþolanda, andleg líðan metin og lýsing af útliti og ástandi brotaþola skráð niðu. • Nákvæm líkamsskoðun gerð. • Tekin DNA sýni til rannsóknar. • Fatnaður og önnur sakargöng eru tekin og geymd. • Teknar ljósmyndir af sýnilegum áverkum. Þjónusta sálfræðings • Ráðgjöf fyrir brotaþola og hans nánustu. • Sáfræðingur veitir brotaþola andlegan stuðning, ráðgjöf og hjálp að kostnaðarlausu. • Sálfræðingur hefur samband við brotaþola og aðstandendur barna innan 18.ára aldurs og ákveður samvinnu við aðra aðila og frekar eftirfylgd. Þjónusta lögmanns • Allir brotaþolar eiga rétt á viðtali við lögmanni að kostnaðarlausu. • Lögmaður er brotaþola til halds og trausts og veitir lögfræðilega ráðgjöf um skýrslutöku, meðferð sakargagna, meðferð málsins í réttarkerfinu og sómsuppkvaðningu. • Lögmaður er viðstaddur skýrslutöku hjá rannsóknarlögreglu. • Lögmaður undirbýr kröfu um miskabætur fyrir brotaþola. Endurkoma á neyðarmóttökuna • Eftirfylgd er vegna frekari sýnatöku, þungunar og áverkaskoðunar. • Stundum er þörf fyrir frekari greiningu og myndatöku af áverkum. • Metin er líkamleg og andleg líðan brotaþola og þörf fyrir frekari aðstoð fagaðila. • Blóðsýnatökur vegna mögulegra smitsjukdóma.

nauðgun  
nauðgun  
Advertisement