__MAIN_TEXT__
feature-image

Page 1

ÁRSSKÝRSLA 2012


2

ÁRSSKÝRSLA GOLFKLÚBBSINS ODDS 2012

EFNISYFIRLIT: Efnisyfirlit........................................................................................... 2 Dagskrá aðalfundar........................................................................... 3 Skýrsla stjórnar Golfklúbbsins Odds starfsárið 2011-2012........ 4 Ársreikningur og sundurliðanir fyrir starfsárið 2011..................... 11 Áritun stjórnar............................................................................... 11 Áritun endurskoðenda................................................................. 12 Rekstrarreikningur........................................................................ 13 Efnahagsreikningur....................................................................... 14 Sjóðstreymi.................................................................................... 15 Skýringar ....................................................................................... 16 Sundurliðanir................................................................................. 17 Stjórnir og nefndir............................................................................. 20 Skýrslur nefnda.................................................................................. 21 Aganefnd........................................................................................ 21 Afreksnefnd .................................................................................. 22 Kvennanefnd.................................................................................. 24 Mótanefnd..................................................................................... 26 Barna- og unglinganefnd............................................................. 27 Helstu niðurstöður viðhorfskönnunar........................................... 28 Tölfræði............................................................................................... 30 Helstu stuðningsaðilar GO.............................................................. 31 Myndir úr starfi GO ......................................................................... 32

Ljósmyndirnar í árskýrslunni eru teknar af Helgu Björnsdóttur og Emil Emilssyni.


GOLFKLÚBBURINN

ODDUR 3

Aðalfundur Golfklúbbsins Odds. Haldinn í golfskálanum Urriðavelli, þriðjudaginn 4. des. 2012. DAGSKRÁ AÐALFUNDAR: 1. Kosning fundarstjóra og fundarritara 2. Skýrsla stjórnar um störf og framkvæmdir á liðnu starfsári. 3. Kynning á endurskoðuðum ársreikningi félagsins. 4. Umræður um skýrslu stjórnar og ársreikning sem síðan skal borinn upp til samþykktar. 5. Umræður og atkvæðagreiðsla framkominna tillagna skv. 19. gr. ef einhverjar eru. 6. Afgreiðsla tillagna til lagabreytinga. 7. Ákveðið árg jald og önnur g jöld fyrir næsta starfsár. Fjárhagsáætlun næsta árs kynnt. 8. Kosning stjórnar og varamanna í stjórn. 9. Kosning tvegg ja skoðunarmanna reikninga og eins til vara. 10. Önnur málefni ef einhver eru.


4

ÁRSSKÝRSLA GOLFKLÚBBSINS ODDS 2012

SKÝRSLA STJÓRNAR GOLFKLÚBBSINS ODDS STARFSÁRIÐ 2011 – 2012 Síðastliðið starfsár var það tuttugasta í röðinni en Golfklúbburinn Oddur var stofnaður 14. júní 1993 og fagnar því 20 ára afmæli á næsta ári. Seg ja verður að veður hafi leikið við okkur á starfsárinu. Vorið var einstaklega gott og aldrei fyrr hefur völlurinn verið opnaður jafn snemma inn á sumarflatir, eða í síðustu viku aprílmánaðar. Þriðja árið í röð var svo hægt að hafa völlinn opinn fram yfir miðjan október. Eins og undanfarin ár er rekstur félagsins í járnum og viðvarandi aðhaldsaðgerðir ásamt auknum þunga í fjáröflunum skila félaginu að þessu sinni lítilsháttar hagnaði. Ég mun gera stöðu fjármála sérstaklega skil síðar í skýrslunni enda eitt veigamesta verkefni stjórnar á liðnu starfsári.

STJÓRN Á síðasta aðalfundi voru kjörin í stjórn Ingi Þór Hermannsson, formaður, Sigurjón Jónsson og Svavar Geir Svavarsson. Fyrir í stjórninni sátu Guðmundína Ragnarsdóttir og Þorvaldur

Horft yfir 10. flöt.

Þorsteinsson. Kristjana Þorsteinsdóttir var kjörin varamaður. Sem fyrr sat Sigurður Ingi Halldórsson stjórnarfundi sem áheyrnarfulltrúi samkvæmt samningi við landeigendur. Stjórnin hélt 10 bókaða fundi á árinu auk óbókaðra vinnufunda.

FÉLAGSMENN Skráðir félagsmenn í Oddi voru 1.143 í lok starfsársins. Það er lítilsháttar fækkun frá fyrra starfsári. Uppslýsingar um skiptingu félagsmanna eftir kyni, forg jöf og aldri er að finna á öðrum stað í ársskýrslunni. Samkvæmt tölum af golf.is spiluðu félagsmenn 22.718 hringi á vellinum í sumar. Ánæg julegt var að sjá hversu almenn notkun félagsmanna er orðin á skráningarkerfinu og hversu samviskusamlega félagsmenn afbóka rástíma sem þeir geta ekki nýtt. Lítið reyndi á reglurnar og viðurlögin sem sett voru á síðasta ári og fyrir vikið var lítið um ónýtta rástíma í sumar.


GOLFKLÚBBURINN

ODDUR 5 Klúbbmeistarar Odds 2012, Andrea Ásgrímsdóttir og Rafn Stefán Rafnsson.

FÉLAGSSTARF Félagsmönnum var í fyrravetur send skoðanakönnun þar sem spurt var hvort áhugi væri fyrir félagsstarfi af ýmsum toga yfir vetrarmánuðina. Í stuttu máli má seg ja að lítill áhugi hafi verið fyrir öðru en púttmótum. Æfingaaðstaðan okkar í Kauptúni varð því að miðstöð félagsstarfs á síðasta vetri. Ánæg julegt var að sjá hversu margir nýttu sér aðstöðuna og þá félagslegu samheldni sem þar ríkti. Settur var upp golfhermir og unglingarnir í klúbbnum bökuðu vöfflur og buðu upp á kaffi um helgar. Síðustu vikur hafa farið í að bæta aðstöðuna enn frekar. Kominn er nýr golfhermir og byggt verður landslag undir púttflötina og nýtt teppi lagt á. Meistaramót klúbbsins var haldið í júlí að venju. Met þátttaka var að þessu sinni. Er það ánæg julegt því markmið stjórnar undanfarin ár hefur verið

Verðlaunahafar í Meistaramóti Odds 2012.

að gera Meistaramótið að hápunkti félagsstarfs á hverju ári. Það er mat okkar að breytingar á umg jörð, flokkaskiptingu og keppnisfyrirkomulagi hafi haft jákvæð áhrif á þátttöku og ánæg ju allra óháð því hvar menn eru staddir getulega. Klúbbmeistarar urðu þau Andrea Ásgrímsdóttir og Rafn Stefán Rafnsson. Mikill áhugi er einnig fyrir innanfélagsmótunum í Húseignamótaröðinni. Keppnin var bæði liðaog einstaklingskeppni. Alls voru 5 mót haldin og vegleg verðlaun veitt eftir hvert mót og fyrir sigur á mótaröðinni. Þórður Ingason alþjóðadómari hélt fræðslufundi um golfreglurnar og golfkennarateymið okkar hélt námskeið fyrir nýliða. Þá má ekki gleyma vorfundinum, sem er að verða fastur liður í starfinu okkar í upphafi sumars. Í Oddi eru hlutfallslega fleiri konur en í öðrum


6

ÁRSSKÝRSLA GOLFKLÚBBSINS ODDS 2012

Hart barist á Húseignamótaröðinni.

klúbbum innan GSÍ að jafnaði, enda er kvennastarfið okkar kraftmikið og eftir því tekið. Gerð er nánari grein fyrir starfi kvennanefndar á öðrum stað í skýrslunni.

MÓTAMÁL Mótahald var með svipuðu sniði og í fyrra. Áfram var lögð áhersla á að dreifa mótum jafnt yfir sumarið, hafa að jafnaði ekki mót tvær helgar í röð og ekki fleiri en eitt í hverri viku ef frá eru talin innanfélagsmót. Nokkrum mótum var raðað á föstudaga eftir hádegi enda sýnir tölfræðin okkur að minnst eftirspurn félagsmanna eftir rástímum er á þeim tíma. Lítið er um opin mót á Urriðavelli en mikil eftirspurn er eftir fyrirtækjamótum og urðum við að vísa nokkrum beiðnum frá í sumar. Þá var haldið eitt GSÍ mót á vellinum og að þessu sinni komu bestu og efnilegustu unglingar landsins í heimsókn og kepptu á Arion banka mótaröð unglinga. GOLFKENNSLA Phill Hunter og Magnús Birgisson störfuðu enn á ný með klúbbnum að þjálfun barna- og unglinga sem og afrekssveita og við almenna golfkennslu til félagsmanna. Golfkennararnir Andrea Ásgrímsdóttir og Rögnvaldur Magnússon störfuðu einning með þeim í sumar ásamt unglingum úr

afrekssveitum sem hjálpuðu til við barna- og unglinganámskeið. Um 25% félagsmanna nýttu sér þjónustu kennarateymisins á síðasta sumri út frá niðurstöðum viðhorfskönnunarinnar sem gerð var í nóvember. Könnunin sýnir að mikil ánæg ja er með þeirra störf. Aðstaða til kennslu yfir sumarmánuðina er öll til fyrirmyndar og mikið notuð af félagsmönnum. Helst vantar okkur frekari aðstöðu til vippæfinga og til að æfa styttri högg en því miður eru engar áætlanir um að bæta úr því í náinni framtíð. En aðstaðan okkar í Kauptúni var kærkomin viðbót og gerir okkur kleift að koma betur undirbúin til leiks að vori. Í sumar var þriðjungur bolta á æfingasvæði endurnýjaður og haldið verður áfram með endurnýjun á næsta ári.

BARNA- OG UNGLINGASTARF Fjölgun varð á milli ári í barna- og unglingastarfi klúbbsins. Hátt í 40 börn og unglingar stunduðu æfingar af krafti hjá klúbbnum í sumar. Jafnvel þótt klúbburinn teljist varla samkeppnisfær í þessum efnum við næstu nágranna okkar, ekki síst vegna skorts á almenningssamgöngum og fjármagni, þá er það mikill áhugi stjórnarinnar að efla þetta starf samanber þær áherslur sem lagðar voru í stefnumótun félagsins sem unnin var árið 2010. Ánæg julegt var að fá tíðindi frá Garðabæ um tvöföldun á fjárframlagi til þessa málaflokks á milli ára. Styrkur Garðabæjar til barna- og unglingastarfs nam 2 milljónum á starfsárinu og hjálpar okkur verulega til þess að sinna yngstu félagsmönnum okkar með sóma. Unglingarnir okkar sýndu miklar framfarir í sumar sem m.a. sást á Meistaramótinu okkar þar sem þeir kepptu í sínum forg jafarflokkum og seg ja má að þeir hafi komið, séð og sigrað. Við sendum keppendur í sveitakeppnir GSÍ í unglingaflokkum. Krakkarnir voru klúbbnum sínum til fyrirmyndar og áttu ágætu gengi að fagna. Auk æfingahópa var boðið upp á fjölda námskeiða fyrir börn í sumar og alls sóttu 116 krakkar námskeiðin. Nú eru vetraræfingar barna- og unglinga hafnar í Kauptúni og verða í boði fram á vor gegn hóflegu æfingag jaldi.


GOLFKLÚBBURINN

ODDUR 7

Barnastarf í miklum blóma.

AFREKSSTARF Sem fyrr voru auk unglingahópanna fjórir afrekshópar í þjálfun hjá kennarateyminu okkar, afreksveit karla og kvenna ásamt sveit eldri karla og eldri kvenna. Afrekssveit kvenna vann sér strax sæti í 1. deild á ný en því miður olli árangur karlasveitarinnar og begg ja öldungasveitanna vonbrigðum en sveitirnar þrjár féllu niður um deild. Val í æfingahópa hefur verið í gagnsæju ferli í samræmi við þau viðmið sem stjórn og afreksnefnd settu. Það verður hinsvegar að seg jast eins og er að þeir kylfingar sem völdust til þátttöku og gáfu kost á sér í afreksstarfið nýttu sér æfingar illa á starfsárinu. Sú staðreynd kallar á endurskoðun á þessu ferli og verður það unnið með Phill og Magnúsi á næstu vikum. Sjá nánar um afreksstarf og barna- og unglingastarf síðar í skýrslunni. VEITINGAR Veitingarekstur var nú annað árið í röð í höndum Nikka og Pálínu og þeirra ágætu starfsmanna. Mikil ánæg ja er með þjónustu, viðmót og veitingar meðal félagsmanna af viðhorfskönnunum okkar að dæma. Það er mjög ánæg julegt því að fátt er betra eftir golfhring en að tilla sér niður í mat og drykk og efla tengsl við aðra félagsmenn. Við þökkum þeim hjónum og starfsfólki þeirra fyrir samstarfið á liðnu ári. VELLIRNIR OG UMHVERFIÐ Á undanförum árum hefur mörgum þúsundum

Glæsilegar veitingar á Meistaramótinu.

plantna verið komið fyrir við Urriðavöll og Ljúfling. Engin undantekning varð á þessu ári þegar rúmlega 2.000 plöntum var plantað víða á svæðinu. Félagar í Oddfellowhreyfingunni hafa haft veg og vanda af gróðursetningunni en undanfarin þrjú ár hafa félagar í Oddi einnig tekið þátt í verkefninu. Að þessu sinni voru gróðurdagarnir tveir og mæting okkar með ágætum. Ég vil nota tækifærið og þakka þeim félögum okkar sem tóku þátt fyrir þeirra framlag. Gróðursetningin er sannanlega farin að setja svip sinn á vellina. Taka má umhverfi Ljúflings sem skýrt dæmi um það. Fyrirsjáanlegt er að þessi gróðursetning mun verða til mikillar prýði á svæðinu þegar fram líða stundir. Á árinu tókst að sigla í höfn einu mikilvægasta verkefni síðari ára þegar tenging komst á við vatnsveitu Garðabæjar og vatnsmagn á svæðinu jókst til mikilla muna. Fram til þessa hafði einungis verið notast við vatn úr borholu sem hvergi nærri dugði á þurrkaköflum. Aukin vökvun hafði sitt að seg ja með í hversu góðu ástandi vellirnir voru í sumar þrátt fyrir mikið álag. Garðabær samþykkti að taka þátt í kostnaði við þessa framkvæmd og kunnum við þeim bestu þakkir fyrir. Að auki var talsvert gert til þess að bæta vatnskerfið sjálft á árinu. En vissulega má sjá álagsskemmdir, sérstaklega á Urriðavelli við teigana á 12. braut og á mótum 4. og 5. brautar. Gerðar voru tilraunir með gervigras við 12. braut og hugmyndir eru uppi um að gera stíg vinstra megin við flötina á 4. braut og leiða umferðina þaðan inn á 5. braut aftast við kvennateiginn. Sú framkvæmd yrði til þess fallin að dreifa álaginu betur en ekki síður til þess að auka öryggi kylfinga á mótum þessara tvegg ja brauta.


8

ÁRSSKÝRSLA GOLFKLÚBBSINS ODDS 2012

lítillega á undanförnum tveimur árum og veldur síhækkandi eldsneytisverð eflaust einhverju þar um.

Gróðurdagur á blíðum vordegi.

Hafist var handa við gerð nýs stígs á 13. braut og vonir standa til þess að hægt verði að gera hann tilbúinn að mestu á næsta ári. Einhver bið verður þó á að hann verði lagður malbiki. Vonir standa til að hægt verði að hefja lagningu heitavatnslagnar á næsta starfsári en í dag er einungis notast við rafhitun. Umtalsverður rekstrarlegur ávinningur yrði fyrir klúbbinn af þeirri framkvæmd. Allar nýframkvæmdir eru þó háðar samþykki og fjármagni frá eigendum svæðisins. Þá fór ekki fram hjá neinum meistaralegt handbragð okkar fastráðnu vallarstarfsmanna sem lögðu stíga og gerðu tröppur við teigana á 4. og 15. braut. Þeir eiga mikið hrós skilið fyrir þá framkvæmd. Af öðrum framkvæmdum á starfsárinu er það helst að nefna að sandgryfjur við 12. flöt voru endurbyggðar sem og brautargryfja á 6. braut.

VINAVELLIR Í upphafi sumars var samið við eftirfarandi velli um afslátt á vallarg jöldum: • Strandarvöll við Hellu • Húsatóftarvöll við Grindavík • Þorláksvöll við Þorlákshöfn • Hamarsvöll við Borgarnes • Garðavöll á Akranesi. • Glannavöll við Bifröst Spiluðum hring jum á vinavöllum hefur fækkað

STARFSFÓLK Það hefur mætt mikið á Emil Emilssyni framkvæmdastjóra og Tryggva Ölveri Gunnarssyni vallarstjóra, undanfarin ár að gæta aðhalds í rekstri um leið og gerðar eru miklar kröfur um gæði og þjónustu. Fórst þeim það vel úr hendi í ár sem fyrr og er þeim ásamt öðru starfsfólki okkar færðar þakkir fyrir gott og óeiging jarnt starf á árinu. Í föstum störfum á skrifstofu, auk Emils, starfar Erna Flygering. Við umsjón valla og tækja, auk Tryggva Ölvers, starfa þeir Halldór Leifsson, Kristinn S. Jónsson og Maron Tryggvi Bjarnason, sem hóf störf hjá okkur á árinu við viðhald véla og tækja og kom í stað Kristins Guðjónssonar sem hætti störfum í upphafi árs. Gleðig jafarnir Svavar Geir og Valdimar Lárus skiptust á að standa vaktina í afgreiðslu og þjónustu við kylfinga. Sinntu þeir því af kostgæfni eins og þeirra var von og vísa og var mikil ánæg ja með þeirra störf samkvæmt viðhorfskönnuninni. Þá var þjónusta við kylfinga á velli aukin, en ég kýs að nota orðið þjónusta fremur en eftirlit yfir þau störf. Ánæg julegt var að fá Baldur Hólmsteinsson, þann „gamla“ félaga okkar til verkefnisins, en með honum sinnti Árni Jörgensen einnig þjónustunni. Auk fastráðinna starfsmanna störfuðu 13 manns við umhirðu vallarins. FJÁRMÁL Eins og ég hafði orð á í upphafi þá hafa fjármál klúbbsins vegið þungt í störfum stjórnar á starfsárinu. Meginverkefnið hefur verið að reyna að trygg ja rekstrargrundvöll klúbbsins til lengri tíma. Í því sambandi var lögð mikil vinna í að afla nýrra tekna og þá fyrst og fremst frá fyrirtækjum og stuðningsaðilum. Til liðs við okkur kom Samskip sem aðalstuðningsaðili til næstu þrigg ja ára. Auk þeirra vil ég einnig nefna Avis bílaleigu og Samsung sem komu myndarlega að stuðningi við klúbbinn á árinu. Vil ég nota tækifærið og þakka þessum fyrirtækjum og öðrum sem hafa stutt okkur á árinu fyrir þeirra framlag og stuðning. Að auki er vert að nefna tvöföldun á rekstrarframlagi frá Garðabæ þó vissulega hafi


GOLFKLÚBBURINN

ODDUR 9

Öflugt kvennastarf er í Golfklúbbnum Oddi

væntingar okkar staðið til þess að bærinn aðstoðaði enn frekar við leigu á okkar íþróttamannvirkjum til jafns við aðra íþróttastarfsemi í Garðabæ. Ljóst er að rekstrarkostnaður klúbbsins mun þyng jast umtalsvert á næstu þremur árum. Munar þar mestu um að hefja þarf endurnýjun tækja og einnig verður að gefa aðeins eftir í aðhaldsaðgerðum sérstaklega er varðar viðhald vallanna. Það er mat stjórnar að samningur við GOF um leigu valla og mannvirkja hafi gefist vel og hafi verið gott skref fyrir báða aðila, okkur í Oddi sem og landeigendur. Í ákvæðum samningsins var gert ráð fyrir endurskoðun við lok þessa starfsárs. Í ljósi þess kostnaðarauka sem blasir við klúbbnum á komandi árum lögðum við mikla áherslu á lækkun leigugreiðslu fyrir afnot af aðstöðu og tækjum í endurnýjuðum samningi. Það er skemmst frá því að seg ja að í loftinu liggur samkomulag um 20% lækkun á leigufjárhæð á milli ára en það er þó ófrágengið þegar þessi skýrsla er rituð. Á þeim grunni sjáum við fram á jákvæða rekstrarniðurstöðu á næsta ári og jafnvel árið þar á eftir, en þá mun kostnaður vegna tækjaendurnýjunar koma inn af fullu þunga og róðurinn þyng jast á ný. Jákvæð rekstrarniðurstaða þessa árs mun hjálpa okkur við það verkefni þegar fram í sækir. Sem fyrr segir ber að þakka þessa niðurstöðu aðhaldi í rekstri, góðum árangri í fjáröflunum og einstaklega góðu sumri veðurfarslega sem hefur mikil áhrif á vallartekjur. Einnig skipti miklu máli fyrir rekstrarniðurstöðuna í ár að GOF féll frá verðbótaþætti samningsins. Nánar verður gerð grein fyrir rekstri starfsársins hér á eftir.

Glæsileg hleðsla við 15. teig.

STEFNUMÓTUNIN VÍSAR VEGINN Stefnumótun félagsins sem unnin var í upphafi árs 2010 hefur verið leiðarljós í störfum stjórnar frá þeim tíma. Óhætt er að seg ja að margt hafi áunnist á þeim þremur starfsárum sem liðin eru. Verður hér tæpt á því helsta: a) Vetraraðstaða Opnun æfingaraðstöðu í Kauptúni og komið hefur verið til móts við óskir um vetrarspil á Urriðavelli. b) Golf fyrir alla Barna- og unglingastarf vex með ári hverju. Konum hefur fjölgað í klúbbnum og eru hlutfallslega fleiri konur í GO en hjá GSÍ að jafnaði. Vaxandi ásókn fjölskyldufólks í klúbbinn. c) Félagsandi og félagsstarf Lögð er áhersla á fræðslustarf og upplýsingamiðlun og hefur heimasíða klúbbsins verið endurnýjuð. Ný umg jörð sköpuð um meistaramót og innanfélagsmót. Ánæg ja með veitingasölu eflir félagsanda og aðstaða í Kauptúni stuðlar að félagsstarfi á heilsársgrunni


10

ÁRSSKÝRSLA GOLFKLÚBBSINS ODDS 2012

Vetraraðstaða Golf fyrir alla

Félagsandi og félagsstarf

Reglur og umg jörð

1 Vetrargolf (+++) Afreks- og · Bæta aðstöðu til þess fjölskyldustefna (+++)

Efla félagsanda (++) · Skáli · Kynningar

Klúbbur með alþjóðlegt 27 holur (++) golfumhverfi (++) · Reglur og umg jörð

2 Æfinga- og vetraraðstaða (+)

Félagsmenn (++) Öflugt félagsstarf (++) Betrumbæta · Klúbbur fyrir alla · Þar sem hjartað slær skráningakerfi t.d. aldurshópa og bæði kyn sjálfvirkt (+) · Öflugt barna- og unglingastarf · Skilgreina stefnu klúbbsins varðandi alla félagsmenn

3 Efla félagsandann og þekkingu (+)

d) Reglur og umg jörð Umg jörð og umhirða er með því besta sem þekkist og stenst alþjóðlegan samanburð. Snyrtimennska í hávegum höfð hvar sem komið er. Komið hefur verið á skráningakerfi og eftirliti með rástímum til að trygg ja betra aðgengi að velli. Fjármálaumsýsla, bókhald og félagaskráningar eru eins og best verður á kosið. e) Stækkun og afköst Hugmyndir um stækkun ræddar reglulega við landeigendur og sjónarmiðum um stækkun vallarins komið á framfæri gagnvart skipulagsyfirvöldum. f) Ímynd Með þátttöku í Golf Iceland og samstarfi við hótelkeðju eru erlendir gestir boðnir velkomnir. Svæðið okkar hefur mjög jákvæða ímynd. Urriðavöllur, öll aðstaða og umhverfi er mjög eftirsótt af fyrirtækjum til mótahalds og margir kylfingar kynnast Urriðavelli og umhverfi í fyrsta sinn með þeim hætti. Einnig eru kylfingar hvattir til fyrstu kynna við okkar dásamlega umhverfi að hausti, þegar þeim er boðið í heimsókn á niðursettu vallarg jaldi. Allt þetta gerir Odd að einum eftirsóttasta golfklúbbi landsins.

AÐ LOKUM Áfram verður unnið að því að færa klúbbinn okkar að þeirri sýn sem mótuð var í stefnu mótunarvinnunni. Við höfum líka reynt að hlusta á, bæði í samtölum og með viðhorfskönnunum, hvaða áherslur félagsmenn vilja sjá í starfsemi klúbbsins á komandi ári. Ég vil þakka þeim sem gáfu sér tíma

Skilvirkt eftirlit (+) · Betri aðgang fyrir félagsmenn

Stækkun og afköst

Ímynd Eftirsóknarverðastur (+) (sem völlur)

Stækkun (++) · aukin afköst

27 holur eftir 5 ár (++) 36 holur eftir 10 ár

til að svara viðhorfskönnun okkar og fyrir þær ábendingar sem þar birtust. Við munu leitast við að bregðast við þeim eftir því sem tími og fjármunir leyfa. Á næsta ári munum við fagna því að 20 ár eru liðin frá stofnun Golfklúbbsins Odds. Stefnt er að því að minnast þessara tímamóta með ýmsum hætti á árinu og hugmynd stjórnar er að skipa sérstaka afmælisnefnd til að legg ja línur um hvernig áfanganum verði fagnað og draga fram helstu viðburði í starfi klúbbsins. Fyrir aðalfundinn verður lögð fram tillaga að reglugerð um heiðursveitingar. Á 20 ára afmæli er við hæfi að heiðra og þakka frumkvöðlum og þeim sem hafa lagt félaginu til ómælda vinnu í langan tíma og gert stórt átak í félagsstörfum innan Odds. Að lokum vil ég þakka meðstjórnendum mínum, öllum sjálfboðaliðum sem lögðu vinnu af mörkum við nefndarstörf eða með öðrum hætti svo og velunnurum fyrir ánæg julegt samstarf og ykkar þátt í því að efla starfsemi Golfklúbbsins Odds. Stjórn Odds óskar félagsmönnum sínum farsældar á nýju ári og þakkar samstarf á liðnu ári.

f.h. stjórnar Golfklúbbsins Odds Ingi Þór Hermannsson, formaður.


GOLFKLÚBBURINN

ODDUR 11

ÁRSREIKNINGUR OG SUNDURLIÐUN STJÓRNAR FYRIR STARFSÁRIÐ 2012 1. NÓVEMBER 2011 TIL 31. OKTÓBER 2012

ÁRITUN STJÓRNAR Á ÁRSREIKNINGINN

Stjórn Golfklúbbsins Odds og framkvæmdastjóri staðfesta hér með ársreikning klúbbsins fyrir tímabilið 1. nóvember 2011 til 31. október 2012 með undirskrift sinni. Garðabæ, 30. nóvember 2012.

Í stjórn Golfklúbbsins Odds:

Framkvæmdastjóri


12

ÁRSSKÝRSLA GOLFKLÚBBSINS ODDS 2012

ÁRITUN ÓHÁÐS ENDURSKOÐANDA Til stjórnar og félagsmanna í Golfklúbbnum Oddi. Við höfum endurskoðað meðfylg jandi ársreikning Golfklúbbsins Odds fyrir árið 2012. Ársreikningurinn hefur að geyma rekstrarreikning, efnahagsreikning, sjóðstreymi, upplýsingar um helstu reikningsskilaaðferðir og aðrar skýringar. Ábyrgð stjórnenda á ársreikningnum Stjórnendur eru ábyrgir fyrir gerð og glöggri framsetningu ársreikningsins í samræmi við lög um ársreikninga nr. 3/2006. Stjórnendur eru einnig ábyrgir fyrir því innra eftirliti sem þeir telja nauðsynlegt til að gera þeim kleift að setja fram ársreikning sem er án verulegra annmarka, hvort sem er vegna sviksemi eða mistaka. Ábyrgð endurskoðanda Ábyrgð okkar felst í því áliti sem við látum í ljós á ársreikningnum á grundvelli endurskoðunarinnar. Endurskoðun felur í sér aðgerðir til staðfestingar á fjárhæðum og öðrum upplýsingum í ársreikningnum. Val endurskoðunaraðgerða byggist á faglegu mati endurskoðandans, þar með talið á þeirri hættu að verulegir annmarkar séu á ársreikningnum, hvort sem er vegna sviksemi eða mistaka. Við áhættumatið er tekið tillit til þess innra eftirlits sem varðar gerð og glögga framsetningu ársreiknings, til þess að skipulegg ja viðeigandi endurskoðunaraðgerðir, en ekki til þess að gefa álit á virkni innra eftirlits félagsins. Endurskoðun felur einnig í sér mat á því hvort reikningsskilaaðferðir og matsaðferðir sem stjórnendur nota við gerð ársreikingsins séu viðeigandi sem og mat á framsetningu hans í heild. Við teljum að við endurskoðunina höfum við aflað nægilegra og viðeigandi gagna til að bygg ja álit okkar á. Álit Það er álit okkar að ársreikningurinn gefi glögga mynd af afkomu klúbbsins á rekstrarárinu 2012, fjárhagsstöðu hans 31. október 2012 og breytingu á handbæru fé á rekstrarárinu 2012, í samræmi við lög um ársreikninga.

Garðabæ, 3. desember 2012

Davíð Einarsson

Helgi F Arnarson


GOLFKLÚBBURINN

ODDUR 13 REKSTRARREIKNINGUR 1. NÓVEMBER 2011 TIL 31. OKTÓBER 2012 Skýringar 1.11.2011- 31.10.2012 Rekstrartekjur: Félagsg jöld.......................................................................................... 2 88.682.268 Vallartekjur .......................................................................................... 3 25.645.346 Styrkir og fjáraflanir ........................................................................... 4 16.970.917 Aðrar tekjur......................................................................................... 5 9.402.217 140.700.748 Rekstrarg jöld: Vörunotkun......................................................................................... 6 Laun og launatengd g jöld.................................................................. 7 Íþróttastarf.......................................................................................... 8 Rekstur Urriðavallar........................................................................... 9 Rekstur golfskála og bygginga.......................................................... 10 Rekstur véla og tækja......................................................................... 11 Skrifstofu og stjórnunarkostnaður................................................... 12

1.11.201031.10.2011 85.042.892 23.898.822 10.119.118 9.802.231 128.863.063

2.555.596 61.342.486 12.165.794 34.529.187 6.376.158 14.899.848 6.685.854 138.554.923

2.832.258 51.618.084 13.596.097 33.402.781 6.036.993 12.511.780 9.234.136 129.232.129

Rekstrarhagnaður fyrir fjármagnsliði

2.145.825

(369.066)

Fjármunatekjur og (fjármagnsg jöld) Vaxtatekjur og verðbætur................................................................. Vaxtag jöld og verðbætur ..................................................................

809.602 (367.759) 441.843

779.888 (493.337) 286.551

Hagnaður (tap) tímabilsins

2.587.668

(82.515)


14

ÁRSSKÝRSLA GOLFKLÚBBSINS ODDS 2012

EFNAHAGSREIKNINGUR 31. OKTÓBER 2012

EIGNIR Skýringar 31.10.2012

31.10.2011

Veltufjármunir Viðskiptakröfur................................................................................... Birgðir, endursöluvörur ..................................................................... 6 Handbært fé ....................................................................................... 13

5.947.277 1.721.086 14.546.173 22.214.536

3.784.496 1.458.767 12.121.666 17.364.929

Eignir samtals

22.214.536

17.364.929

Eigið fé Óráðstafað eigið fé............................................................................ 14

8.209.950

5.622.282

Skammtímaskuldir Ógr laun og launatengd g jöld........................................................... 15 Ýmsar skammtímaskuldir................................................................... 16

5.343.680 8.660.906 14.004.586

4.965.032 6.777.615 11.742.647

Skuldir samtals

14.004.586

11.742.647

Eigið fé og skuldir samtals

22.214.536

17.364.929

EIGIÐ FÉ OG SKULDIR


GOLFKLÚBBURINN

ODDUR 15 SJÓÐSTREYMI 1. NÓVEMBER 2011 TIL 31. OKTÓBER 2012

Skýringar 1.11.2011- 31.10.2012 Rekstrarhreyfingar Hreint veltufé frá rekstri: Hagnaður (tap) ársins ....................................................................... Rekstrarliðir sem ekki hafa áhrif á fjárstreymi: Afskriftir ........................................................................................ ..... Lækkun (hækkun) rekstrartengdra eigna: Viðskiptakröfur og aðrar skammtímakröfur................................... Birgðir endursöluvörur....................................................................... Hækkun (lækkun) rekstrartengdra skulda: Skammtímaskuldir.............................................................................. Handbært fé frá rekstri (til rekstrar)

1.11.201031.10.2011

2.587.668

(82.515)

0 2.587.668

0 (82.515)

(2.162.781) (262.319)

2.084.829 (1.134.237)

2.261.939 (163.161)

(392.084) 558.508

2.424.507

475.993

0 0 0

0 0 0

0 0 0

0 0 0

Hækkun á handbæru fé

2.424.507

475.993

Handbært fé í byrjun tímabils...........................................................

12.121.666

11.645.673

Handbært fé í árslok

14.546.173

12.121.666

Fjárfestingahreyfingar Framkvæmdir á golfvelli ................................................................ ... Fjárfesting í varanlegum rekstrarfjármunum ................................. Fjármögnunarhreyfingar Ný langtímalán ................................................................................... Afborganir langtímalána....................................................................


16

ÁRSSKÝRSLA GOLFKLÚBBSINS ODDS 2012

SKÝRINGAR 1. Yfirlit um helstu reikningsskilaaðferðir 1.1 Grundvöllur reikningsskila Ársreikningurinn er gerður í samræmi við lög um ársreikninga. Gerð er grein fyrir helstu reikningsskilaaðferðum, sem í meginatriðum eru þær sömu og árið á undan, að öðru leyti en því sem fram kemur hér á eftir. Við gerð reikningsskilanna þurfa stjórnendur að meta ýmis atriði og gefa sér forsendur um mat á eignum, skuldum, tekjum og g jöldum. Þó svo möt þessi séu samkvæmt bestu vitund stjórnenda geta raunveruleg verðmæti þeirra liða sem þannig eru metnir reynst önnur en niðurstaða samkvæmt matinu. 1.2 Viðskiptakröfur Viðskiptakröfur eru færðar á nafnverði að frádreginni niðurfærslu til að mæta þeim kröfum sem kunna að tapast. Niðurfærslan er byggð á mati á tapsáhættu gagnvart einstökum kröfum og kröfunum í heild. Kröfur sem eru endanlega tapaðar eru færðar út úr bókum félagsins. 1.3 Birgðir Vörubirgðir eru metnar til eignar á innkaupsverði.

1.4 Handbært fé Handbært fé samanstendur af sjóði, óbundnum bankainnistæðum að frádreginni skuld við lánastofnanir. Yfirdráttur við lánastofnanir er færður á meðal skammtímaskulda. 1.5 Samningur við Golfklúbb Oddfellowa Þann 25. nóvember 2010 var undirritaður samningur við Golfklúbb Oddfellowa um leigu á öllum eignum Golfklbúbbs Oddfellowa í Urriðavatnsdölum. Nánar er hér um að ræða 18 holu golfvöll GOF ásamt æfingaaðstöðu, golfskála, vélageymslu með tilheyrandi lausafé og níu holu æfingarvellinum Ljúflingi. Þá tekur GO á leigu vélar og tæki GOF, samkvæmt tækjalista. Samningurinn gildir frá 1.11.2010 til 31.10.2015. Leigug jaldið fyrir ofangreind afnot eru kr. 26.000.000 árlega vísitölutryggt, auk þess kr. 9.000.000 fyrir afnot af vélum og tækjum. Á rekstrarárinu 2011-2012 féll GOF frá verðbótaþætti samningsins auk þess sem afnot af vélum og tækjum var lækkað í kr. 5.000.000.


GOLFKLÚBBURINN

ODDUR 17 SUNDURLIÐANIR 2. Félagsg jöld Félagsg jöld ......................................................................................... Inntökug jald ....................................................................................... 3. Vallartekjur Urriðavöllur......................................................................................... Ljúflingur ............................................................................................. Tekjur af mótahaldi ............................................................................ Gjöld v. vallartekna og mótahalds .................................................... Tekjur af boltavél á æfingasvæði ...................................................... Gjöld af boltavél á æfingasvæði ....................................................... Aðrar vallartekjur ............................................................................... 4. Styrkir og fjáröflun Styrkir og stuðningur fyrirtækja ...................................................... Styrkir sveitarfélaga ........................................................................... Aðrar fjáraflanir.................................................................................. 5. Aðrar tekjur Leigutekjur af golfskála...................................................................... Lottó-getraunir .................................................................................. Vörusala .............................................................................................. Aðrar tekjur ........................................................................................ 6. Vörunotkun Innkaup til endursölu ......................................................................... Vörubirgðir í ársbyrjun ...................................................................... Vörubirgðir í árslok ............................................................................

1.11.2011- 31.10.2012

1.11.201031.10.2011

87.732.268 950.000 88.682.268

84.422.892 620.000 85.042.892

5.994.850 6.812.500 12.285.344 (3.388.974) 4.430.200 (527.074) 38.500 25.645.346

5.511.768 6.360.490 11.103.950 (3.065.456) 3.988.070 0 0 23.898.822

10.850.500 6.100.000 20.417 16.970.917

7.116.539 2.700.000 302.579 10.119.118

2.684.050 834.304 3.399.863 2.484.000 9.402.217

2.310.561 811.009 3.117.558 3.563.103 9.802.231

2.817.915 1.458.767 (1.721.086) 2.555.596

3.966.495 324.530 (1.458.767) 2.832.258


18

ÁRSSKÝRSLA GOLFKLÚBBSINS ODDS 2012

SUNDURLIÐANIR 1.11.2011- 31.10.2012 7. Laun og launatengd g jöld Launagreiðslur 44.981.061 Breyting á áföllnu orlofi .................................................................... 0 Tryggingarg jald ................................................................................... 4.036.655 Lífeyrissjóðsg jöld ............................................................................... 4.196.720 Sjóðag jöld .......................................................................................... 728.070 Aðkeypt vinna .................................................................................... 2.667.550 Bifreiðaafnot og bifreiðakostnaður starfsmanna .......................... 1.954.282 Ábyrgðartryggingar ........................................................................... 78.078 Fæðiskostnaður vallarstarfsmanna ................................................. 2.263.106 Endurgreiddur fæðiskostnaður ....................................................... (326.012) Önnur launatengd g jöld ................................................................... 238.158 Vinnufatnaður .................................................................................... 524.818 61.342.486 8. Íþróttastarf Þáttaka í mótum ................................................................................ 240.401 Rekstur keppnissveita ....................................................................... 0 Verðlaun ............................................................................................. 0 Þjáflun og kennsla .............................................................................. 3.584.500 Æfingaraðstaða Kauptúni ................................................................ 1.585.865 Aðildarg jöld til GSÍ ........................................................................... 4.559.528 Vallarg jöld á vinavelli.......................................................................... 2.195.500 12.165.794 9. Rekstur Urriðavallar Leiga til GOF ..................................................................................... 26.000.000 Almennt viðhald vallar ...................................................................... 2.636.071 Áburður og fræ .................................................................................. 4.594.674 Túnþökur ............................................................................................. 270.000 Jarðefni, mold, sandur og akstur ..................................................... 835.770 Aðrar framkvæmdir á velli ................................................................ 192.672 34.529.187 10. Rekstur golfskála og bygginga Viðhald húss og áhalda ..................................................................... 1.148.634 Rafmagn og hiti ................................................................................. 3.043.397 Rekstur öryggiskerfa ......................................................................... 424.915 Sorphirða ............................................................................................ 877.681 Annar kostnaður ................................................................................ 881.531 6.376.158

1.11.201031.10.2011 37.678.391 (770.000) 3.707.937 3.505.503 656.584 2.479.208 1.742.407 60.478 2.286.493 (261.180) 87.995 444.268 51.618.084 920.393 554.071 166.000 3.228.500 1.921.173 4.877.710 1.928.250 13.596.097 26.454.515 1.090.887 3.683.815 355.000 1.733.835 84.729 33.402.781 512.409 3.252.808 393.835 1.101.984 775.957 6.036.993


GOLFKLÚBBURINN

ODDUR 19 SUNDURLIÐANIR 11. Rekstur véla og tækja Varahlutir og viðgerðir tækja ............................................................ Eldsneyti og olíur ............................................................................... Vátryggingar og skattar ..................................................................... Smááhöld, verkfæri og rekstravörur ................................................ Leiga á tækjum frá GOF................................................................... 12. Skrifstofu og stjórnunarkostnaður Sími, nettengingar, burðarg jöld o.fl. ............................................... Ritföng, prentun, ljósrit, bækur og blöð ......................................... Tölvu- og hugbúnaðarþjónusta ........................................................ Áhöld og tæki skrifstofu ................................................................... Fundarkostnaður, ráðstefnur........................................................... Auglýsingar ....................................................................................... Gjafir, risna ......................................................................................... Vátryggingar........................................................................................ Aðkeypt bókhalds- og sérfræðiþjónusta........................................ Annar kostnaður................................................................................. 13. Handbært fé Íslandsbanki; 0513-26-1502 ........................................................... Íslandsbanki; 0546-26-1502 ......................................................... Íslandsbanki; 0546-26-803........................................................... Íslandsbanki; 0546-14-401460 .................................................... Sjóður .................................................................................................. 14. Óráðstafað eigið fé Óráðstafað eigið fé 1/11 .................................................................... Hagnaður (Tap) ársins........................................................................ 15. Ógreidd laun og launatend g jöld Ógreidd laun ...................................................................................... Ógreitt áfallið orlof............................................................................ Ógreidd launatengd g jöld ................................................................ Ógreidd staðgeiðsla og tryggingarg jald.......................................... 16. Ýmsar skammtímaskuldir Ógreiddir reikningar og kostnaður .................................................. Uppg jörsreikningur virðisaukaskatts...............................................

1.11.2011- 31.10.2012

1.11.201031.10.2011

5.121.564 3.304.683 335.621 1.137.980 5.000.000 14.899.848 1

4.291.540 3.017.341 485.238 717.661 4.000.000 2.511.780

431.902 806.432 2.021.247 465.098 189.408 141.752 128.000 166.168 2.166.526 169.321 6.685.854

468.078 842.530 2.063.809 423.625 272.661 672.693 159.879 101.929 4.144.905 84.027 9.234.136

0 0 14.322.923 0 223.250 14.546.173

0 0 12.068.386 0 53.280 12.121.666

5.622.282 2.587.668 8.209.950

5.704.797 (82.515) 5.622.282

2.287.409 1.530.000 448.458 1.077.813 5.343.680

2.074.341 1.530.000 369.754 990.937 4.965.032

8.634.408 26.498 8.660.906

6.666.915 110.700 6.777.615


20

ÁRSSKÝRSLA GOLFKLÚBBSINS ODDS 2012

STJÓRN, STARFSMENN OG NEFNDIR Stjórn Ingi Þór Hermannsson, formaður Guðmundína Ragnarsdóttir, varaformaður Þorvaldur Þorsteinsson, g jaldkeri Sigurjón Jónsson, ritari Svavar Geir Svavarsson, meðstjórnandi Kristjana Þorsteinsdóttir, varamaður Fastráðnir starfsmenn Emil Emilsson, framkvæmdastjóri Erna Flygering, skrifstofustjóri Tryggvi Ölver Gunnarsson, vallarstjóri Halldór Leifsson, aðstoðarvallarstjóri Maron Tryggvi Bjarnason Kristinn Sigurður Jónsson Golfkennarar Magnús Birgisson Phill Hunter Andrea Ásgrímsdóttir Rögnvaldur Magnússon Vallarnefnd Ingi Þór Hermannsson Þorbergur Karlsson Emil Emilsson Afreksnefnd Svavar Geir Svavarsson, formaður Sigurjón Jónsson Stefán Rúnar Dagsson,

Barna- og unglinganefnd Sigurjón Jónsson, formaður Svavar Geir Svavarsson Kvennanefnd Guðmundína Ragnarsdóttir, Laufey Sigurðardóttir, Anna María Sigurðardóttir, Gunnhildur Hauksdóttir, Elísabet Katrín Jósefsdóttir, Ragnheiður Ragnarsdóttir Mótanefnd Valdimar Lárus Júlíusson, formaður Lilja Ólafsdóttir Þorkell Jónsson Júlíus Thorarensen Þór Pálsson Guðmundur Borgþórsson Aganefnd Guðmundína Ragnarsdóttir, formaður Haukur Örn Birgisson Þórður Ingason Forg jafarnefnd Svavar Geir Svavarsson


GOLFKLÚBBURINN

ODDUR 21 SKÝRSLUR NEFNDA:

SKÝRSLA AFREKSNEFNDAR Afreksnefnd Odds skipuðu Svavar Geir Svavarsson, Stefán Rúnar Dagsson og Sigurjón Jónsson Aðalverkefni nefndarinnar var að hafa umsjón með öllu afreksstarfi klúbbsins ásamt því að undirbúa sveitir undir þátttöku í sveitakeppni GSÍ sem fram fer í ágústmánuði ár hvert.

VERKEFNI NEFNDARINNAR Á STARFSÁRINU VORU ÞESSI HELST: • Fjáröflun til afreksstarfs. • Fara yfir forg jafarlista og velja í samráði við þjálfara klúbbsins (MP golf) þá aðila sem bjóða ætti að æfa með klúbbnum til að undirbúa þátttöku í sveitakeppnum. • Sjá um að farið sé eftir reglum um val í sveitir klúbbsins sem settar voru 2011. • Fá til liðs við okkur liðsstjóra fyrir sveitakeppni. • Úthlutun á fjármagni vegna sveitakeppna. Stjórn klúbbsins fól afreksnefnd að afla fjár í afrekssjóð til styrktar afreksstarfi. Fjár í afrekssjóð er aflað með sölu auglýsinga á skilrúm á æfingasvæðið „Lærling“ og með miðnæturmóti í júní. Nokkur tækifæri eru enn ónýtt til að auka fjármagn til starfsins og létta enn betur undir með klúbbnum. Það er því nauðsynlegt að koma fleiri höndum að því verki og er það stefnan fyrir næsta ár. Við val á aðilum til að æfa var forg jöf höfð til hliðsjónar og reynt að bygg ja á því sem lagt var af stað með á síðasta ári. Mæting á æfingar í eldri afrekshópum var gloppótt og ljóst að endurskoða verður hvernig því verður háttað á komandi ári. Verkefni afreksnefndar verður þá líka að virkja þátttakendur í afreksstarfi í ýmis störf á vegum nefndarinnar og þá einna helst til fjáröflunar, því það er helsta verkefni nefndarinnar ár hvert. Það er nauðsynlegt hverjum klúbbi að eiga góðar fyrirmyndir sem eru tilbúnar til að koma fram fyrir hönd klúbbsins, hvar sem þess gerist þörf, en að sjálfsögðu þarf klúbburinn að vera tilbúinn að styðja vel við bakið á sínu fólki og vonandi mun það færast til betri vegar á komandi tímum.

Við val í sveitir 2012 var stuðst við reglur sem settar voru 2011. Þessar reglur eru breytilegar á milli einstakra sveita. Í eldri sveitum karla og kvenna kom upp sú umræða í sumar að aðskilja þær meira frá öðru afreksstarfi og mögulega að auka sjálfbærni þessara sveita og verður það eitt verkefni afreksnefndar á næsta ári að skoða hvernig því gæti verið háttað svo allir séu sáttir.

SEX SVEITIR KEPPTU Í SVEITAKEPPNINNI Sveitakeppnin fór fram í ágúst og sendi GO alls 6 sveitir til þátttöku vítt og breitt um landið. Það verður að viðurkennast að töluverður ferða- og gistikostnaður fylgdi sveitunum þetta árið og því þurfti að gæta aðhalds, t.d. var skorið niður í úthlutun á fatnaði til keppnissveita sem hefur ávallt verið liður í þátttöku liðssveita okkar og þótti mörgum það miður og vonandi getur orðið breyting á því með aukinni fjáröflun sveitarmanna og kvenna. Sveitakeppni unglinga 15 ára og yngri fór fram á Akureyri 17.-19. ágúst. GO sendi ekki stúlknasveit þetta árið en í dreng jaflokki var send þunnskipuð sveit sem stóð sig með prýði, drengirnir voru 4 og léku alla leiki liðsins og álagið því talsvert, en heim kom ánægður hópur ungmenna eftir annasama helgi. Á Hellishóla var send sveit í keppni 18 ára og yngri og var hún skipuð 5 dreng jum og 1 stúlku. Sveitin átti gott mót og skemmtilega helgi, en þar unnust sætir sigrar og ekki munaði miklu að liðið kæmist í baráttu um efstu sætin, en við höfnuðum að lokum í 7 sæti. Það er öruggt að þessir unglingar eiga eftir að bæta sig mikið á komandi ári. STÚLKURNAR KOMUST UPP UM DEILD Árangur afrekssveita kvenna og karla var misgóður. Sveitakeppni kvenna fór fram á Skegg jabrekkuvelli á Ólafsfirði dagana 11. og 12. ágúst. Leiknir voru 2 hringir í höggleik og töldu fjögur bestu skor af fimm í hverri sveit hvorn daginn, sem síðan var lagt saman í eitt heildarskor. Stúlkurnar okkar enduðu í 2. sæti


22

ÁRSSKÝRSLA GOLFKLÚBBSINS ODDS 2012

Glæsileg tilþrif.

og voru einungis þremur höggum frá fyrsta sæti og sveitin komst því örugglega upp um deild. Sveitakeppni karla fór fram í Borgarnesi dagana 10.-12. ágúst. Vonir stóðu til að afrekssveit karla næði að vinna sig upp í 1. deild þar sem klúbburinn var með sterkan hóp. Þetta tókst ekki í ár og að endingu varð það hlutskipti okkar að falla niður um deild. Vonandi verður dvölin þar skammlíf. Öldungasveitirnar herjuðu á Flúðir þar sem þær áttu í strangri keppni við góðan hóp kylfinga frá öðrum klúbbum. Að endingu átti það fyrir báðum sveitunum okkar á Flúðum að ligg ja að falla niður um deild. Karlasveitin endaði í 8. sæti og konurnar okkar í 7. sæti. Við vonum að ú því rætist hið fyrsta og að okkar keppendur fái að spreyta sig gegn þeim bestu fljótt aftur, og auðvitað vonumst til að við verðum best.

Björn Öder Ólason, Hlynur Þór Stefánsson, Magnús Birgisson, Rafn Stefán Rafnsson, Siggeir Vilhjálmsson, Theodór Sölvi Blöndal, Rögnvaldur Magnússon og Árni Traustason. Liðsstjóri: Phill Hunter.

SVEITIR ODDS Á LIÐNU SUMRI: Sveit unglinga 15 ára og yngri: Brynjar Örn Grétarsson, Jón Otti Sigurjónsson, Eyþór Gunnlaugsson og Róbert Atli Svavarsson. Liðsstjóri: Phill Hunter

Eldri sveit karla: Magnús Theódórsson, Ragnar Gíslason, Bergþór Rúnar Ólafsson, Eggert Ísfeld Rannveigarson, Gunnlaugur Magnússon og Jóhann Ríkharðsson. Liðsstjóri: Magnús Birgisson

Sveit unglinga 18 ára og yngri: Albert Garðar Þráinsson Árni Evert Leósson, Ottó Axel Bjartmarz, Pétur Magnússon, Skúli Ágúst Arnarson og Hrafnhildur Guðjónsdóttir Liðsstjóri: Rögnvaldur Magnússon Karlasveit Odds:

Með von um bætt og betra starf á komandi ári, Svavar Geir Svavarsson, formaður afreksnefndar GO

Kvennasveit Odds: Andrea Ásgrímsdóttir, Auður Skúladóttir, Guðrún Björg Egilsdóttir, Hrafnhildur Guðjónsdóttir, Sólveig Guðmundsdóttir og Heiður Björk Friðbjörnsdóttir. Liðsstjóri: Andrea Ásgrímsdóttir. Eldri sveit kvenna: Aldís Björg Arnardóttir, Björg Þórarinsdóttir, Jóhanna Dröfn Kristinsdóttir, Magnhildur Baldursdóttir og Hulda Hallgrímsdóttir Liðsstjóri: Edda Svavarsdóttir


GOLFKLÚBBURINN

ODDUR 23

SKÝRSLA KVENNANEFNDAR 2012 Í kvennanefnd árið 2012 voru Guðmundína Ragnarsdóttir, Laufey Sigurðardóttir, Anna María Sigurðardóttir, Gunnhildur Hauksdóttir, Elísabet Katrín Jósefsdóttir og Ragnheiður Ragnarsdóttir. Nefndin hittist reglulega til að skipulegg ja kvennastarfið, sem var sérlega öflugt eins og undanfarin ár. Mikil og góð þátttaka einkenndi kvennastarfið og óhætt að taka fram að kvenkylfingar innan GO eru miklar félagsverur. Í byrjun árs var haldin púttmótaröð kvenna, loksins í „okkar“ eigin húsnæði í Kauptúni í Garðabænum. Aldrei hafa verið haldin jafn mörg mót en þau voru 10 þegar upp var staðið en það gerði fleirum kleift að taka þátt. Þátttaka var með besta móti og eftir keppni var sest niður yfir kaffibolla og kökusneið, spjallað um allt og ekkert og jafnvel tekinn hringur í golfherminum. Sumar voru reyndar búnar að hita sig upp á æfingu áður en púttmótið byrjaði.

kostum. Þá var magadanssýning og -kennsla og að lokum tryllti Herbert Guðmundsson GO konur af sinni alkunnu snilld.

KONUKVÖLD Konukvöld GO var haldið 16. mars í golfskálanum, undir þemanu „Rauðar og rokkandi“ og mættu GO konur glæsilega uppábúnar að vanda. Kvöldið, sem var með miklum hátíðarbrag, hófst með fordrykk og púttleik sem var hluti af fjáröflun fyrir kvennanefndina til kaupa á verðlaunum. Auglýstur veislustjóri veiktist á síðustu stundu en Laufey Sigurðardóttir kvennanefndarkona tók að sér stjórnina á elleftu stundu og leysti verkefnið af stakri prýði. Nokkrir myndarlegir GO karlar þjónuðu konunum til borðs af myndarbrag og virðist nú vera komin hefð á þetta fyrirkomulag. Púttdrotting GO árið 2012 var krýnd Ingibjörg Engilbertsdóttir eftir skrifstofubráðabana við Guðmundínu Ragnarsdóttir en báðar voru samtals á 86 höggum af bestu þremur hring jum mótsins. Sama var upp á teningnum hjá þeim Hildi Pálsdóttur sem hafnaði í þriðja sæti og Sólveigu Guðmundsdóttur, sem hafnaði í 4. sæti, báðar voru á samtals 87 púttum. Dregið var úr fjölda happdrættisvinninga. Ræðumaður kvöldsins var Gunnar Einarsson bæjarstjóri í Garðabæ, sem fór á

VORFERÐ Vorferð kvenna GO var farin 1. júní. Þátttaka var framar björtustu vonum og mættu 53 konur. Leiðin lá í Kiðjaberg þar sem haldið var punktamót með forg jöf og veitt verðlaun fyrir besta skor. Sólrún Steindórsdóttir var á besta skori, Anna María Sigurðardóttir hreppti 1. sætið, Guðmundína Ragnarsdóttir lenti í 2. sæti og Helga Björnsdóttir lenti í 3. sæti. Einnig voru veitt verðlaun fyrir mest 6-í spilarann sem var Margrét Árnadóttir . Mótið tókst með afbrigðum vel, völlurinn frábær og veðrið lék við mótskonur. Eftir mótið var sest að snæðingi og tóku GO konur hressilega til matar síns hjá vertinum í Kiðjabergi. Auðvitað fór einnig fram verðlaunaafhending og voru verðlaun glæsileg að vanda.

VORKVÖLD Fimmtudaginn 10. maí var haldið vorkvöld í golfskálanum undir nafninu „Vorið er komið og flatirnar bíða“. Dagskrá sumarsins var kynnt og því næst lét Þórður Ingason alþjóðlegur héraðsdómari nokkur „vel valin“ orð falla um golfreglur og nýjustu reglubreytingar í golfinu. GO konur voru mjög fróðleiksfúsar og lögðu margar spurningar fyrir Þórð sem átti auðvitað svör við alls kyns flóknum vangaveltum. Kynntur var fatnaður frá Poodle og Chevro með glæsilegri tískusýningu. Einnig var kynning á hinum skemmtilegu Hizza vörum, töskum frá Eygló Eyjólfsdóttur og Dýrleif Guðmundsdóttur og bækur frá Önnu Díu Erlingsdóttur.

VINAMÓT Í júní var haldið vinkvennamót GO og GKG, sem hefur verið árlegur viðburður síðustu ár. GKG konur komu á Urriðavöll og spiluðu við GO 12. júní og GO konur heimsóttu síðan GKG konur 19 júní.


24

ÁRSSKÝRSLA GOLFKLÚBBSINS ODDS 2012

Glæsilegir kylfingar á Pilsa- og hattamóti í ágúst.

Þátttaka í mótunum var mjög góð og var uppselt í mótin eins og virðist vera orðin venja. Úrslitin urðu þau að GKG konur sigruðu í klúbbakeppni með naumindum. Þótt við þyrftum að sjá af verðlaunaskildinum í Leirdalinn þetta árið höfum við fullan hug á að ná í hann aftur á næsta ári. Í júlí var svo haldið vinkvennamót GO og GK og er þetta í þriðja sinn sem haldið er slíkt mót. GK konur komu á Urriðavöll þann 24. júlí og GO konur fóru 1. ágúst og heimsóttu Keilis konur: Veðrið lék við golfkonur og var frábært báða leikdagana. Úrslitin urðu þau að Keilis konur unnu okkur stórt í klúbbakeppninni og má seg ja að GO konur hafi verið hálf niðurdregnar eftir seinni keppnisdaginn GO konur stefna auðvitað að því að gera betur á næsta ári og hrifsa til sín glæsilegan farandverðlaunabikar, sem GK konur hafa verið einráðar með hingað til. Það er bara spurning að fara í æfingabúðir fyrir þessa keppni á næsta ári?

GRÍN- OG GLENSMÓT SUMARSINS Pilsa- og hattamótið var haldið þann 23. ágúst á Ljúflingi. Þetta er grín- og glensmót sumarsins þar sem konur klæða sig í skemmtilega búninga og eingöngu eru leyfðar tvær kylfur. Kvennanefndin var örlát á brjóstbirtu enda veitti ekki af þar sem rigndi duglega þennan dag. Veitt voru verðlaun fyrir 3 bestu skorin og besta útfærða búninginn, sem Sigurveig H. Hafsteinsdóttir hlaut fyrir að mæta með 9 holu golfvöll á höfðinu.

Þann 15. september var haldið lokamót kvenna GO og var leikfyrirkomulag tvegg ja kvenna „betri bolti“. Veðurguðirnir létu aðeins vita af því að komið var haust en GO konu létu það ekki á sig fá. Mótið gekk mjög vel og mættu um 80 konur til leiks, sigurvegarar mótsins voru Etna Sigurðardóttir og Laufey Sigurðardóttir. Að leik loknum var glæsilegur veislumatur borinn fram í Öðlingi. Verðlaun voru að vanda mjög glæsileg og má seg ja að borðið hafi svignað undan fjölda verðlauna sem veitt voru fyrir bestu skorin og auk þess fyrir hin ótrúlegustu sæti. Allar konurnar fóru sælar og glaðar að kvöldi loknu, allar með verðlaun í sínu farteski. Við viljum þakka þeim konum í klúbbnum sem hafa gefið kvennastarfinu verðlaun í mót sem og öllum þeim fjölda fyrirtækja sem hafa styrkt félagsstarf okkar með glæsibrag. Þær Anna María Sigurðardóttir og Laufey Sigurðardóttir, hafa nú ákveðið að láta af störfum í kvennanefdinni eftir þetta golfár. Við þökkum þeim kærlega fyrir frábærlega vel unnin og óeiging jörn störf í þágu kvennastarfsins hjá GO. Kvennanefndin er mjög ánægð með kvennastarfið árið 2012 og vonast auðvitað eftir áframhaldandi góðri þátttöku GO kvenna. Það er eindreginn vilji nefndarinnar að kvennastarfið styrkist enn frekar á komandi árum. F.h. kvennanefndar Guðmundína Ragnarsdóttir formaður


GOLFKLÚBBURINN

ODDUR 25

SKÝRSLA AGANEFNDAR

TÖLFRÆÐI

Kynjaskipting

Aganefnd þetta árið skipuðu Guðmundína Ragnarsdóttir, Haukur Örn Birgisson og Þórður Ingason. Aganefnd þurfti ekkert að koma saman þetta árið, sem er mikið gleðiefni og hlýtur að seg ja sína sögu um vel agaða GO félaga. Aganefnd vonast einnig til þess að þurfa sem minnst að starfa á næsta ári. F.h. aganefndar, Guðmundína Ragnarsóttir formaður.

Skipting félagsmanna eftir aldri

SKÝRSLA BARNAOG UNGLINGANEFNDAR

Barna- og unglingaæfingar GO eru ætlaðar félagsmönnum á aldrinum 10 til 18 ára. Yngri iðkendur eru þó velkomnir í samráði við þjálfara. Kennslan er í höndum MP golf undir stjórn Magnúsar Birgissonar, Phill Hunter, Andreu Ásgrímsdóttur og Rögnvaldar Magnússonar. Síðastliðið sumar varð töluverð fjölgun í barna og unglingastarfi GO. Haldin voru 10 námskeið í sumar, en á þau mættu 116 börn í heildina. Alls sóttu um 30 börn og unglingar reglubundnar æfingar allt sumarið og 17 sóttu einnig vetraræfingarnar. Krakkarnir voru mjög ánægð í sínu starfi og ríkti mikil gleði og samheldni í hópnum. Vetraræfingar eru hafnar núna í inniaðstöðunni í Kauptúni og verða þær með svipuðu sniði og síðastliðinn vetur. Ekkert æfingag jald verður tekið fyrir æfingarnar nóvember og desember 2012 en innheimt er fyrir tvö æfingatímabil á ári, krónur 11.900,-. fyrir hvort þeirra. Tímabilin eru frá 1. janúar til 30. apríl og 1. maí til 31. september. Höfum í huga einkunnarorð barna og unglingastarfsins: Æfa sig, vanda sig, einbeita sér og brosa. Með þökkum fyrir ánæg julegt golfsumar, Sigurjón Jónsson, formaður barna og unglingastarfs

Skipting félaga eftir búsetu

   

Bókaðir hringir á Urriðavelli eftir mánuðum Fjöldi 5.000 4.000 3.000 2.000 1.000 0

Apríl

Maí

Júní

Júlí

Ágúst

Sept.

Okt.

Alls tímar 4:26

Meðal leikhraði samkvæmt skráningarkerfi Odds

4:19 4:12 4:04 3:57 3:50 3:43

Maí

Júní

Júlí Ágúst Sept. Okt.


26

ÁRSSKÝRSLA GOLFKLÚBBSINS ODDS 2012

HELSTU NIÐURSTÖÐUR VIÐHORFSKÖNNUNAR

Hvernig finnst þér leikhraði á velli hafi almennt verið í sumar?

Ertu almennt ánægð(ur) eða óánægð(ur) með aðgengi að rástímum í sumar?

% 70

% 45 40 35 30 25 20 15 10 5 0

60 50 40 30 20 10 0

Almennt hraður

Frekar hraður

Viðunandi

Frekar hægur

Alltof hægur

Mjög ánægð(ur)

Frekar ánægð(ur)

Hvorki né

Frekar óánægð(ur)

Mjög óánægð(ur)

 

% 60

Fannst þér umgengni og umhirða vallarins vera góð?

Hversu ánægð(ur) eða óánægð(ur) ertu heilt yfir með gæði vallarins í sumar, flatir, brautir og teiga?

50

% 70

40

60 50

30

40 30

20

20

10 0

10

Mjög góð

Frekar góð

Hvorki né

Frekar slæm

Alltof slæm

   

 

0

Frekar ánægð(ur)

Hvorki né

Frekar óánægð(ur)

Mjög óánægð(ur)

 

Hvernig finnst þér vallaraðstoð / eftirlit hafa verið á vellinum í sumar?

Mjög ánægð(ur)

Hversu ánægð(ur) eða óánægð(ur) ertu með þjónustu og viðmót starfsfólks í rástímabókunum / afgreiðslu?

% 70

% 40

60 50

30

40 20

30 20

10 0

10

Mjög gott

Frekar gott

Hvorki né

Frekar slæmt

Alltof slæmt

0

Mjög ánægð(ur)

Frekar ánægð(ur)

Hvorki né

Frekar óánægð(ur)

Mjög óánægð(ur)

Nýttir þú þér vetraræfingaaðstöðuna í Kauptúni síðastlininn vetur?

 

% 60

Hversu ánægð(ur) eða óánægð(ur) ertu með æfingaaðstöðuna í Kauptúni og það sem er í boði þar?

50 40 30 20 10 0

   

   

Mjög ánægð(ur)

Frekar ánægð(ur)

Hvorki né

Frekar óánægð(ur)

Mjög óánægð(ur)


GOLFKLÚBBURINN

ODDUR 27

Nýttir þú þér kennslu hjá Golfakademíu Odds / MP golf í sumar?

Ertu ánægð(ur) með þá þjónustu sem þú hefur fengið hjá kennurum í sumar? % 60 50 40 30 20 10 0

Mjög ánægð(ur)

Frekar ánægð(ur)

Hvorki né

Frekar óánægð(ur)

Mjög óánægð(ur)

 

Hversu ánægð(ur) eða óánægð(ur) ertu með viðmót starfsfólks Öðlings?

Nýttir þú þér heimasíðu klúbbsins í sumar, www.oddur.is? % 60 50 40 30 20 10 0

Frekar ánægð(ur)

Hvorki né

Frekar óánægð(ur)

Mjög óánægð(ur)

Hversu ánægð(ur) eða óánægð(ur) ertu með þjónustu starfsfólks Öðlings, hraða á afgreiðslu o.þ.h.?

 

Hversu ánægð(ur) eða óánægð(ur) ertu með framboð á veitingum Öðlings?

% 50

50

40

40

% 60

30

30

20

20 10 0

Mjög ánægð(ur)

10

Mjög ánægð(ur)

Frekar ánægð(ur)

Hvorki né

Frekar óánægð(ur)

Mjög óánægð(ur)

0

 

Mjög ánægð(ur)

Frekar ánægð(ur)

Hvorki né

Frekar óánægð(ur)

Mjög óánægð(ur)

Hversu ánægð(ur) eða óánægð(ur) ertu með mat sem þú hefur keypt? % 50 40 30 20 10 0

Mjög ánægð(ur)

Frekar ánægð(ur)

Hvorki né

Frekar óánægð(ur)

Mjög óánægð(ur)

 


28

ÁRSSKÝRSLA GOLFKLÚBBSINS ODDS 2012


GOLFKLÚBBURINN

ODDUR 29


30

ÁRSSKÝRSLA GOLFKLÚBBSINS ODDS 2012


GOLFKLÚBBURINN

ODDUR 31


Klúbbmeistarar Odds 2012: Andrea Ásgrímsdóttir og Rafn Stefán Rafnsson.

Profile for Festi hf.

Ársskýrsla 2012  

Ársskýrsla golfklúbbsins Odds 2012

Ársskýrsla 2012  

Ársskýrsla golfklúbbsins Odds 2012

Advertisement