Page 1


Viljinn 2. tbl. 104. árgangur. Maí 2012

Ritstjórn Viljans 2011-2012

Publisher N.F.V.Í

Editor-in-chief Rafn Erlingsson

Editors

Áslaug Björnsdóttir Edda Konráðsdóttir Hildigunnur Sigvaldadóttir Magnús Mar Arnarson Sara Sigurðardóttir Þórey Bergsdóttir

Design

Rafn Erlingsson

Photographers

Rafn Erlingsson Sara Sigurðardóttir Hildigunnur Sigvaldadóttir Kristinn Pálsson

Áslaug Björnsdóttir

Edda Konráðsdóttir

Hildigunnur Sigvaldadóttir

Magnús Mar Arnarsson

Sara Sigurðardóttir

Þórey Bergsdóttir

Cover model

Sigurbjörn Ari Sigurbjörnsson, 4-H

Printing

Stafræna Prentsmiðjan

Special thanks to:

Hörn Valdimarsdóttir, 5-A Elísabet Ormslev Ari Páll Ísberg, 6-X Sigríður Erla Sturludóttir, 6-A Arnar Geir Sæmundsson, 6-E Davíð Baldursson, 6-R Gísli Grímsson, 6-R Gísli Gillhjól Gísli Karl Ingvarsson, módel Gísli Konráð Björnsson Gísli Viðar Eggertsson, 5-X Allir hinir Gíslarnir Guðrún Haraldsdóttir, 5-T Hilmar Ragnarsson, 6-R Vera Pálsdóttir, 5-S Leikskólin Furuborg Allir viðmælendur Greinahöfundar Öll model


Efnisyfirlit

42

22

11

Grillnefnd 7%

% irð ir 5

Fé h

37

% ð5

ará

un

xm

Ha

16

Ga

5% Marka ðsnefn d

26

An n

Hugleiðingar ritstjóra. . . . .4 Sindri in for the win. . . . . .6 Vandræðaferð til Spánar . . . 7 Strákakvöld. . . . . . . . . . 8 Ástarbréf . . . . . . . . . . . 9 Godzillarave. . . . . . . . 10 Ertu lélegur í íþróttum?. . . 11 Póllandsferð . . . . . . . . 12 GVÍ vika . . . . . . . . . . 14 Kenýa . . . . . . . . . . . 15 Með/á móti sumarfríi. . . . . 16 Tískumyndaþáttur. . . . . 18 The Ultimate FX. . . . . . 22 Úrslit Spur og Bekeví. . . . 24 Fyndasti verzlingurinn . . . 25 Aldrei fór ég Suður. . . . . 26 Lífið eftir Verzló . . . . . . 27 Heimshornaflakk. . . . . . 28 Gangatíska. . . . . . . . . 30 Að verða ríkur . . . . . . . 33 Ný stjórn N.F.V.Í.. . . . . . 34 Ertu þunn/ur?. . . . . . . . 35 Teachers in the wild. . . . 36 Klíkuskapur í Verzló. . . . 37 Hvað tekur við? . . . . . . 38 Peysufataball. . . . . . . . 40 Viljinn mælir með . . . . . 41 Gef skít í allar skoðanir. . . 41 Illmenni . . . . . . . . . . 42

Ske

Íþró 27%

Ma

Lis

Nemó 20%

Stjó

Vilj

Ma

Ljó

36

Vef

Fré

V78

Gri

Féh

Ha

Ne

Íþr

12

18


Hugleiðingar ritstjóra Afhverju fæst ekki bjór í 10-11? Eins gott að stelpurnar verði flottar á Mallorca í útskriftarferðinni

ég na ni o v vin full Djö nited a n U að deildi

ættu u h og j r e v g Afh oslin mns G a d n Rya el McA ? n h Rac sama

4

Afhverju eru ekki básaklósett í skólanum?

Mjá, ég er kisi

Fékk Verzló gulleplið?


Sindri for the win in

the Forsetinn

É

g ákvað að taka mig til og skrifa smá pistil þar sem ég er ekkert allt of duglegur að taka þátt í félagslífinu hér í skólanum. Ég ætla að segja ykkur frá því hvernig lífið mitt væri í skólanum ef allt hefði gengið eins og ég gerði ráð fyrir í upphafi.

K

osningavikan 2011 hefði verið öðruvísi því ég hefði verið í framboði. Ég var klár með kosningaherferð þar sem „Sindri for the win in the Forsetinn“ var slagorðið mitt. Það hefði verið umtalað í skólanum. „Hver er þessi Sindri Snær sem er að bjóða sig fram í forsetann? Er hann ekki að grínast með þessa mynd af sér?“ Kosningaherferðin hefði verið löng og ströng og ég hefði unnið fólk á mitt band með sælgæti, kókómjólk og hnitmiðuðum bröndurum. Þegar úrslitin voru ráðin og tilkynnt um að Sindri Snær hefði sigrað, hefði orðið ótrúlegt móment. Ég hefði stormað upp á svið og staðnæmst hjá púltinu og ekki vitandi mitt rjúkandi ráð. Klökkur myndi ég þakka mömmu og pabba fyrir allan stuðninginn og segja svo asnalegan brandara því ég hefði ekkert annað að segja. Ég orðinn forseti, vá! Ég myndi byrja á því að kalla stjórnina mína saman og fara að skipuleggja nýtt ár með nýjum og betri áherslum. Fundir, fleiri fundir og ég alltaf í skólanum á kafi. Breytingarnar yrðu róttækar. Ég myndi berjast fyrir því að það yrði lagður gervigrasvöllur á marmarann því það eru allir orðnir þreyttir á þessum plat marmara. Ég fengi líka heitan pott og gufubað í íþróttaklefana, því nýta mætti sturtutímana mun betur. Í stað þess að taka stutta fangelsissturtu og hanga upp í stofu í hálftíma þá gætu allir slakað á í pottinum og farið í gufubað. Líka gott fyrir húðina. Djöfull myndi ég líka berjast fyrir því að hafa eitthvað óhollt í matbúð. Ég gæfi annan handlegginn fyrir bakarísbollurnar hans Tóta. Einnig myndi ég hafa miðilsfund í bláa sal annan hvern mánuð með Þórhalli miðili bara svona til að hressa fólkið við. Að lokum myndi ég hafa pylsuvagn fyrir utan öll böll. Það er mikið skemmtilegra að standa í röð á leiðinni á ball með eina pullu og kók. Bara ef ég hefði ekki verið veikur í kosningavikunni...

6


Vandræðaferð til Spánar V

ið tvær vinkonurnar fórum í eftirminnilega ferð til Spánar í sumar. Það var sól, það var hiti, það voru skemmtistaðir en það eina sem vantaði var örlítill félagskapur. Íslendingarnir á okkar hóteli voru frekar fáir en það vildi svo skemmtilega til að við kynntumst tveim myndarlegum Englendingum, Henry og Johnatan. Á aðeins nokkrum dögum áttu þeir eftir að skapa ansi vandræðalega stemningu það sem eftir var ferðarinnar.

Þ

etta byrjaði allt þegar þeir buðu okkur að hitta sig á hótelbarnum. Við hittumst þá nokkrum sinnum í kjölfarið en fljótlega fórum við Henry að tala meira saman. Þar sem Johnatan var verulega feiminn átti hann erfitt með að tala við vinkonu mína. Þetta varð því allt mjög vandræðalegt þar sem við Henry töluðum endalaust saman á meðan þau tvö þögðu. En skyndilega fékk Henry alveg „frábæra“ hugmynd. Við myndum bara redda og koma þeim saman. ...þau voru bara on þessu Ég var ekki alveg viss um vinkona mín myndi it! Kossar og ég veit ekki hvað nú segja við þessu en ákvað að spyrja hana hvað henni hvað og hvað fyndist um Johnatan. Hún sagðist hafa lítinn áhuga enda hafði hann sagt fátt. Næstu kvöld á eftir var Henry stöðugt að koma með skot á Johnatan og reyna að fá hann til að tala við vinkonu mína. Eitt kvöldið var Henry búin að ræða við Johnatan lengi vel og „peppann“ uppí að tala við vinkonu mína svo hann ákvað að láta loksins til skara skríða. Hvorug okkar hafði nokkra hugmynd um hvað þeir höfðu planað í sameiningu fyrir þetta kvöld. Við ákváðum að fara á skemmtistað stutt frá hótelinu og fengum okkur í kjölfarið örlítið í tánna. Við Henry höfðum setið og spjallað í rúmlega klukkustund þar sem okkur var skyndilega litið á Johnatan og vinkonu mína. Og viti menn, þau voru bara on it! Kossar og ég veit ekki hvað og hvað. Henry leit á mig með „mission accomplished“ svip en á sama augnabliki leit vinkona mín á mig með „hvað er ég að gera“ svip. Eftir stutta stund ákváðum við að fara. Henry var ennþá alveg harðákveðin í að koma þeim saman svo hann tók mig með sér inná sitt herbergi í því skyni að leyfa þeim turtildúfunum að vera ein á okkar herbergi. Við löbbuðum saman upp stigann þar sem leiðir okkar skildust. Vinkona mín setti upp örvæntingafullan svip en þar sem ég var búin að fá mér nokkra tók ég lítið eftir því. Eftir að ég skildi við vinkonu mína þá elti Johnatan hana upp á herbergi. Hún átti erfitt með að neita honum um að koma inn þar sem hann gat ekki farið inn á sitt eigið herbergi (ekki það að hann hafi spurt hvort hann væri velkominn). Hún átti erfitt með Vinkona mín vissi ekki hvert hún átti að snúa sér þegar að neita honum um að hún kom inná herbergið en fékk ágætis hugmynd. koma inn þar sem hann Hún myndi nú bara redda gat ekki farið inn á sitt sér úr þessari klípu með því að bjóða Johnatan út á eigið herbergi svalir með sér. Þannig gætu þau bara setið úti og spjallað án vandræða þar til ég léti sjá mig. Hún opnaði svalahurðina og gekk út. En það vildi þó svo skemmtilega til að pabbi minn stóð út á svölunum við hliðiná. Pabbi fór að forvitnast um hvað við værum að gera en áður en vinkona mín kom upp orði setti pabbi upp svip sem engin orð fá lýst. Vinkona mín skildi ekki neitt í neinu fyrr en henni verður litið fyrir aftan sig og sér Johnatan standa á nærbuxunum fyrir aftan sig til í tuskið. Vinkona mín reyndi að ljúka samræðunum við pabba á snöggan hátt, án þess að svipurinn á honum breyttist nokkuð. Síðan lokaði hún hurðinni og stóð í stutta stund á móti gaurnum sem nú var komin úr öllu. Hún náði þó að senda gaurinn út á gang með fötin sín í hendinni. Í örvæntingu sinni hringdi hún síðan á hótelherbergi strákanna þar sem Henry svaraði en rétti mér strax símann. Þar byrjaði vinkona mín á að segja mér að hún gæti aldrei horft framan í pabba minn aftur. Ég dreif mig í flýti upp á herbergi þar sem ég fékk að heyra alla sólarsöguna. Johnatan sást ekki í sólarhring eftir þetta. Stemningin við morgunverðarhlaðborðið var vægast sagt vandræðaleg daginn eftir. Fátt var sagt fyrst um sinn þar til pabbi lítur á vinkonu mína, síðan á mig og segir glottandi: ,,jæja, hvar varst þú svo í gærkvöldi?“.

Þorgeir Vilberg Sigurðsson

shit..pirrandi að mæta tilbúinn að taka á því í gymminu seint á föstudegi..svo er lokað! hvað gera menn?

Gísli Grímsson

Vá ef ég væri aftur í framboði núna þá myndi ég fokking rústa því, easy dæmi!

Þóra Katrín Þórsdóttir

Fokk ég er eina sem geri eh í þessu 6.bekkjarráði!!

Gunnhildur Jónsdóttir

Hversu lélegir eru kjólarnir í ár? Golden Globes

Sigurður Hrannar Björnsson

Gaman að vakna hálf 6 og fara til Keflavíkur og svo er flugið manns á morgun...

María Guðlaug

Viiijj fékk annan Iphone frá mömmu og pabba, bara til öryggis ef ég myndi óvart rispa hinn! Hentar vel þar sem ég er svo mikill klaufabárður .. gott að eiga svona hugulsama foreldra!

Halla Berglind Jónsdóttir

Hér er ég núverandi Verzlingur, sitjandi á Stjörnutorgi að flexa #koolkid #svöng #nenniþessuekki

Hrafnkell Ásgeirsson

Var að fá nýtt mail, forseti@verslo.is #forseti #stjórn

Ína Björk Helgadóttir

Búinn að fá nóg af því að læra undir sögupróf. Er ekki málið að verða veisted í kvöld????, enda svo kvöldið á að kúka á sig! Sumarið... er komið!

Bergrún Mist Jóhannesdóttir

Ég vil bara minna á að ég er Frú Féhirðisins. Svo þekki ég líka Forsetann frekar vel en hann var með Gunnari í skóla. Líka formaður Skemmtó :) ég kom mér greinilega í elítuna þegar ég valdi mér kærasta.

Ingibjörg Sigvaldadóttir

Hver er sætust... essa ég.. essa ég.. já það er ég :D

Rebekka Guðmundsdóttir

okei smá hint fyrir ykkur boys out there, það eru sko gluggar fyrir framan hlaupabrettin, ég sé ykkur horfa á rassinn á mér....

Sigurbjörn Ari Sigurbjörnsson big black asian dildo

Liljar Már Kristjánsson penis

7


Strรกkakvรถld N.F.V.ร.

8


Ástarbréf Á

stin, ó ástin, ást mín til þín Rafn Erlingsson. What a man, þessi gleraugu, þetta hár og þessi vöðvastælti líkami þinn. Bókstaflega allt við þig fær mig til að vilja dansa því ég er svo hrifin af þér. Ég gæti fundið ástæðu fyrir hverja einustu stjörnu á himninum, fyrir því að vera hrifin af þér en ég er hrædd um að ég myndi verða uppiskroppa með stjörnur. Ef þú bara vissir hvað ég hef hugsað lengi um þig á þennan hátt og að þú hefur verið targetið mitt síðan í grunnskóla. Þar tók ég nefnilega eftir þér fyrst silast um gangana ósofinn í kósíbuxunum og nánast ekkert hefur breyst síðan þá. Ó hvað ég man eftir þessum íþróttamannslegu lærum í páskagulum stuttbuxunum á Fjölnisvellinum í gamla daga. Framtíðin var björt þá en svo missti ég sjónar á þér þegar þú fórst í Verzló, þá voru myrkir tímar án þín. Svo lágu leiðir okkar aftur saman þegar ég fór í Verzló og trúðu mér það var sko engin tilviljun hvaða skóla ég valdi. Auðvitað valdi ég nákvæmlega sama skóla og þú. Síðan ég byrjaði í skólanum hef ég geymt allt sem hefur komið út tengt þér og allar myndir sem hafa birst í Verzlunarskólaútgáfum af þér. Ég bjó meira að segja til vegg í herberginu mínu sem er tileinkaður þér svo þú ert eiginlega alltaf hjá mér. Ég lét þar að auki stækka ritstjóramyndina þína í raunstærð. Rafn ég vil bara að þú vitir að þú ert prinsinn minn á marmaranum, þú ert aðal maðurinn minn í stjórninni. Ég vildi óska að ég væri sængin þín, ég vildi óska að ég væri koddinn undir höfði þínu. Ég vil vera í kringum þig, ég vil halda utan um þig og vera heppna manneskjan sem kyssir þig góða nótt á hverju kvöldi. Þannig að frá og með þessari stundu veistu þá hvað býr í brjósti mér þó svo að ég viti að ekkert verði úr þessu, útaf þessari kærustu þinni. En ég hef fundið það næsta sem kemst því að vera með þér, ætli ég verði bara ekki að láta mér lynda við bróður þinn, Rafn Jr. En ef þú getur fundið stað í hjarta þínu fyrir mig mun ég ávallt bíða eftir þér. XOXO, Ein ástfangin <3 P.s. Ég var að ljúka við að skoða allar tögguðu myndirnar þínar á facebook í svona fimmta skiptið, takk fyrir að vera svona sætur.

9


Godzillaraveball รก NASA


Íþróttir fyrir þá sem kunna ekki íþróttir A Áslaug Ritnefnd

llan þann tíma sem ég hef fengið á þessari jörðu hef ég verið umkringd heimsklassa íþróttaálfum og vöðvatröllum. Alltaf hef ég verið slánalega geimveran sem fær boltann í höfuðið og enginn vill hafa með sér í liði. Því hef ég komist að þeirri niðurstöðu að boltaíþróttir, ásamt fjölda annarra íþrótta, eru bæði tilgangslausar og sársaukafullar. Ekki eru þó allar íþróttir sem við slánarnir teljumst vanhæfir í og safnaði ég því saman nokkrum af mínum uppáhalds íþróttagreinum. Hér mun ég sýna mínum líkum hvernig hljóta megi sæmdarheitið íþróttamaður. Eftirfarandi íþróttir eru hugmyndir sem nota má í skóla íþróttum:

Fallhlífin
 Koma svo! Nú skulum við öll grípa í gríðarstóra litskrúðuga nælontjaldið og sveifla því taktfast upp og niður. Náðuð þið þessu? Svona virkar leikurinn. Kannski ákveður íþróttakennarinn að krydda örlítið upp á hann; fleygja nokkrum tennisboltum á tjaldið og hrópa „POPPKORN“. Kannski ekki. Hvernig sem fer mun það að sveifla þessu, upp og niður, veita þér mun meiri ánægju en fótboltaæfingin sem þú pínir þig á eftir skóla. Einnig er þetta mjög góður undirbúningur fyrir þá ofurhuga sem setja sér það markmið að gerast fallhlífastökkvarar.

Kóngulóarbolti Eins og áður kom fram tel ég fótbolta vonlausa íþrótt. Ástæða þess er þó ekki vangeta mín til að sparka í bolta heldur sú að hann virðist, af einhverjum ástæðum, alltaf dragast í átt að andliti mínu. Aftur á móti er það íþróttin sem ég kýs að kalla „kóngulóarbolta“ sem ég vil tvímælalaust koma á framfæri. Hvað er betra en að horfa á aragrúa fullorðinna einstaklinga skríða um gólf í kóngulóarstellingum og reyna, eftir bestu getu, að sparka í boltann? Mikil gleði myndast á leikvellinum þegar íþróttin er spiluð og fá leikmennirnir oft mikið út úr því að traðka á fingrum hvers annars eða sparka í andlitið á einhverjum. Þetta kalla ég sko alvöru íþrótt. Því finnst mér að leggja ætti niður Ólympíuleikana í núverandi formi og taka upp eitthvað í líkingu við þetta. Ég er viss um að fleiri myndu nenna að horfa. Allavega ég.

Brennibolti í andlitið Vissulega lítur það út fyrir að vera sárt, en er það í rauninni svo? Bara örlítið, en um leið og blóðnasirnar stöðvast og sviminn líður hjá finnurðu vart fyrir neinum sársauka lengur. Þessar örfáu sekúndur af blóði og svima eru algerlega þess virði þar sem þær heimila þér að taka þátt í einni stórkostlegustu íþrótt veraldar: að sleppa úr íþróttatíma. Hvers konar siðspilltur íþróttakennari myndi láta þig halda leiknum áfram eftir að hafa fengið brennibolta á fleygi ferð beint í andlitið? Það væri hrein og bein mannvonska. Þá er mun betra að skella

sér í sturtu og hvíla sig það sem eftir er af deginum. Því næst geturðu slakað örlítið á, borðað nestið þitt, lesið Viljann og jafnvel hæðst að þeim aumingjum sem voru svo óheppnir að vera ekki slegnir niður af gúmmíbolta.

Vera ekki valinn síðastur Ekkert er verra en að þurfa að bíða í örvæntingu eftir að heyra nafn sitt kallað í því skyni að vera valinn í lið. Alltaf eru það vöðvastæltu íþróttagarparnir sem fengnir eru til að pikka þá út sem þeim þykja bestir og líklegastir til sigurs. Undantekningalaust eru það síðan slánalegu vesalingarnir sem standa einir eftir og enginn hefur minnstu hugmynd um hvað heita. Slíkur vesalingur myndi gera hvað sem er til að koma í veg fyrir örlög þessi. Örlögin sem eru verri en dauðinn sjálfur.

Komast hjá því að fara í sturtu Íþróttakennarinn endar tímann oftar en ekki á því að segja okkur að fara í sturtu. Honum getur ekki verið alvara. Hann hlýtur að taka bara svona til orða, ekki satt? Getur ekki bara búist við því að þú farir í sturtu með öllu þessu fólki sem sumt, en alls ekki allt, er nú þegar komið á kynþroskaskeiðið og gæti limlest þig með blautu handklæði. Best er því að komast alfarið hjá því að fara í sturtu. Þá skellirðu þér einfaldlega úr íþróttagallanum, bætir á þig svitalyktaeyði, til að kæfa fnykinn og heldur af stað í næsta tíma. Eftir það mun sennilega enginn vera var við það að líkaminn þinn sé þakinn þurrum svita. Ef svo óheppilega vill til að einhver spyr hvaða viðurstyggilega fýla sé í loftinu þá segirðu bara að þetta hljóti að vera af manneskjunni sem situr hinum megin í stofunni. Mikið varstu fljótur að hugsa, skunkurinn þinn. Þú ert ógeðslegur.

11


Hóhó í Póló K

raká er næst stærsta borg Póllands og höfuðborg Malopolski sýslu. Þangað fóru rúmlega 60 fróðleiksþyrstir Verzlingar í lok mars. Tilgangur Guðrún Gígja ferðarinnar var að sjá með eigin augum og kynnast betur 5-B sögunni sem við lærðum um núna eftir jól. Eftir nokkuð langt ferðalag frá Íslandi til Kaupmannahafnar, með stórkostlegu stoppi yfir nótt, þar sem fylgst var með æsis-pennandi kosningum og heilsað uppá félaga okkar Billy nokkurn Booze, var keyrt til Malmö og þaðan flogið til Katowice, sem er í rúmlega klukkutíma fjarlægð frá Kraká. Hostelið Rynek 7 við aðaltorgið tók hlýlega á móti okkur og fengu stelpurnar herbergi á 3. hæðinni sem virtust vera stíliseruð af sama hönnunarteymi og hannaði Vindáshlíð, en strákarnir fengu efstu hæðina útaf fyrir sig þar sem voru engar kojur, heldur flippaðar veggmyndir og sér baðherbergi. Enginn kvartaði þó því það var lítið sem ekkert sofið í Kraká. Svo tóku strákarnir það bara á sig að bjóða okkur í kaffi og kleinur.

12

F

yrsta kvöldið komumst við að því að matur og mjólk í Kraká kostar svipað mikið og Subway máltíð hér heima. Þá er ég líka að tala um að aðalréttur og drykkir á fínum veitingastað við aðaltorgið, með hvítum dúkum, jakkafataklæddum þjónum og live píanóspili (ef þú varst heppinn spilaði píanóleikarinn Harry Potter þemað). Þannig að í Kraká höguðum við okkur eins og kóngar! Mæli samt ekki með því að ef þú, lesandi góður, ferð til Kraká, að fara 11 stelpur saman út að borða og ákveða að taka „wooh girl“ kvöld. Það leggst illa í pólska þjóna. Sunnudagurinn var síðan tekinn snemma og hópnum smalað í kirkjuna við torgið þar sem við fórum í kaþólska messu, á pólsku. Fólk var í misgóðu formi eftir langt ferðalag og fæstir út sofnir, en öllum þótti það upplífgandi og mikil vítamínsprauta fyrir átök dagsins. Eftir messuna tók við göngutúr um Kraká undir stjórn Halls og Óla Njáls, þar sem skoðaðir voru merkilegir staðir í Kraká og annað skemmtilegt, eins og t.d. drekabein sem vernda borgina. Óli Njáll sýndi síðan að hann tekur kraftgöngu alvarlega þegar hann rauk á eftir nokkrum glorsoltnum nemendum sem stálust inn á McDonalds til að seðja sárasta hungrið. Þeir nemendur voguðu sér ekki úr hópnum aftur eftir það. Á mánudaginn var síðan keyrt útúr

Þar skoðuðum við margt áhugavert, til dæmis tvö tonn af hári sem rakað var af gyðingum og fangelsi með pyndingarklefum. bænum og farið í Auschwitz. Þar skoðuðum við margt áhugavert, til dæmis tvö tonn af hári sem rakað var af gyðingum og fangelsi með pyndingarklefum. Og svo fórum við inn í gasklefa. Sjálfri þótti mér samt saltnámurnar í Wieliczka standa uppúr. Eftir sveittustu, heitustu og troðnustu 40 mínútna strætóferð heims, komum við að námunum. Þar var okkur skipt í tvo hópa og var annar hópurinn með hann Tomas sem guide og ber hann titilinn guide ferðarinnar. Eftir að hafa gengið niður rúmlega 30 stiga ofan í jörðina tók við langur túr um námurnar, sem voru fáránlega stórar og ótrúlega flottar. Bara svo að fólk geri sér grein fyrir því hversu stórar þær voru, þá var stór kirkja þarna og hver salurinn á eftir öðrum, en við sáum bara hluta af námunum. Allavega flottustu saltnámur sem ég veit um og ef þú átt leið til Póllands þá myndi ég segja að þetta væri ,,must see”. Fyrstu kvöldin hélt fólk sig heima því Kraká var ný og framandi, en eftir að hafa rölt hana nokkru sinnum um daginn fór maður að vera öruggari í kvöldgöngu eftir kvöldmat. Þá tóku Verzlingar ástfóstri við stað sem kallast Diva. Þar fengum við að dansa brjálað


hvar sem við vildum, meira að segja uppá barborðinu, en Diva tók enga ábyrgð á skófatnaði gesta ef barþjónn skyldi óvart kveikja í þeim. Við fengum líka að kynnast því af eigin reynslu að það er skynsamlegt að læsa herbergjum og passa vel upp á hlutina sína, þó að við værum eina fólkið á hostelinu. Eitt kvöldið birtist óvæntur gestur af götunni í herbergi 2. Svo ákváðu sumir að fara svo varlega að geyma vegabréfið sitt undir dýnu svo enginn myndi taka það en uppgötva það svo á leiðinni útá flugvöll að vegabréfið væri enn á öruggum stað; undir dýnu á uppi á hosteli. Ferðin til Kraká mun sitja lengi í minnum okkar ferðalanga og langar okkur öllum aftur, enda heyri ég á hverjum degi einhvern segja: ,,Oh! Hvenær förum við aftur til Póllands?” P.s. ekki tala illa um hárið á konunni fyrir framan þig í röðinni í pólskri búð. Hún gæti verið íslensk. Og gert status um hversu kjánaleg þú sért.

Týndur ferðarinnar

Lýður

Brandari ferðarinnar?

Hvar er Lýður?

Dans ferðarinnar 90 gráðurnar

Par ferðarinnar

Hlynur og Hulda

Staður ferðarinnar Dansgólf ferðarinnar

Lúmskur snillingur

Barborðið á Diva

ferðarinnar

Schindlersafnið

bílstjóri ferðarinnar

Diva

Vonbrigði ferðarinnar

Stripparinn sem teiknaði typpið á andlitið hans Ása

Strætóbílstjórinn í ómerkta strætónum sem sagðist vera á leiðinni í mollið en fór svo bara eitt minnsta í mollið

Dólgssetning ferðarinnar

,,Segðu henni að fokka sér eða ég fokka henni upp!“ –Gunnsa

Flegnasti bolur ferðarinnar

Beaterinn hans Péturs (Peter the Wife beater)

Partypleis ferðarinnar Herbergi 6

Lúllupleis ferðarinnar Herbergi 3

Rithöfundur ferðarinnar Þórhallla með bókina sína

Setning ferðarinnar

„Eru bara Pólverjar að vinna hérna?“ og „I support gay sex!“

Orð ferðarinnar iiigh

Maður ferðarinnar Beggi

Gosbrunnur ferðarinnar Danni Ingvars í vaskinn

10% afsláttur fyrir framhaldsskólanema gegn framvísun skólaskírteinis

Warehouse Kringlunni

finndu okkur á facebook

13


Góðgerðarvika G

VÍ vikan byrjaði alls ekki með pompi og prakt þar sem hún byrjaði ekkert á mánudeginum, heldur byrjaði hún á þriðjudeginum. Arab og Star vígðu vikuna með viðeigandi hætti. Þeir tóku sig til og dönsuðu frumbyggjadans að hætti Masaai fólksins ásamt nokkrum vel völdum. Þó við segjum sjálfar frá að þá var það eeeeiitt það beeeeesta. Unaðshornið var óviðeigandi, sleiksjúkir Verzlingar gátu þar fengið útrás fyrir sleik og snertiþörf sinni. Það fannst öllum rjómabrauðskastið í stjórnina snilld, nema stjórninni sjálfri. Þau eru ennþá í fýlu. Heitasta hljómsveitin, Blár Ópal, tryllti svo lýðinn meðan á kökukastinu stóð. Beilerar GVÍ vikunnar þetta árið voru M.O.C. sem ætluðu að flytja Lion King lagið sem var valið frumlegasta Vælsatriðið árið 2011 en þau bara mættu alls ekkert. Flott hjá þeim. Marmarinn hefur aldrei í lífinu verið jafn troðinn og þegar Retro fokking Stefson gerðu allt vitlaust með Qween. Til þess að toppa hádegið þá gæddu Verzlingar sér á delicious Vesturbæjarís. Note to Aron Már: Næst þegar ég býð þér ísinn minn, ekki segja já takk. Leyfðu mér bara að borða hann sjálf. Eftir svakalegt hádegi mættu allir brosandi í tíma. Hlaupararnir stóðu sig vel í ár og komu sprettandi inn í korterinu eftir 37 km hlaup. Þau fengu góðar móttökur og eiga mikið hrós skilið. Í hádeginu var líf og fjör á marmaranum. Styrmir og steFáni skiptu um hárlit og þrír grjótaðir bekkjabræður þeirra, Lúlli, Höddi og Siggi létu gata á sér geirurnar hjá Sessu á Tattoo&Skart, úff. Götunin vakti mikla athygli. Ekki einungis hjá nemendum skólans heldur einnig hjá þeim sem horfðu á Týndu Kynslóðina. Maggi sorry með vaxið og allt, vonum að þetta verði komið fyrir Mæjó. Strákarnir í 6-F fá allir sleik frá Ebbu fyrir framtakið. Elísabet Hanna sýndi mikið hugrekki þegar hún hélt á litlu krúttlegu músinni hans Arnars Huga í hálfa mínútu, hvílík hetja. Svo ætlaði allt um koll að keyra þegar Aron Már steig upp á svið og tók dansinn í brúðarkjólnum. Fleiri snillingar tóku þátt í vikunni og eiga þeir ekki síður hrós skilið. Þið sem eigið eftir að borga fyrir áheitin, pay up! Takk allir sem eru búin að styðja okkur þetta skólaárið, við skemmtum okkur konunglega í Kenía! Erla, Fanney, Rakel og Sunna

14


Kenía

15


Elísabet Hanna skrifar með sumarfríi:

Hver elskar ekki gott pottapartý?

Þ

ú svarar seinustu spurningunni á prófinu þínu, sólin skín inn um gluggann og „What time is it, summer time it’s our vacation, what time is it? Party time, that’s right, say it loud” úr High School Musical hljómar hátt í hausnum á þér. Lagið stigmagnast, þú veist að eftir örskamma stund labbar þú héðan út, burt frá öllum skyldum og stressi, og tekur fagnandi á móti frítíma og frelsi. Þú lítur í kringum þig og sérð glottið á öllum vinum þínum sem eru alveg jafn spennt yfir því sem koma skal.

E

kki nóg með frítíma og frelsi heldur birtast þér fúlgur fjár við næstu mánaðarmót og loksins geturðu kallað þig eitthvað annað en fátækan námsmann en það er nafnið sem við höfum flest gengið undir síðan við byrjuðum í Verzlunarskólanum. Loksins getur þú safnað þér upp fyrir því sem þig er búið að langa í síðan veturinn byrjaði eða einfaldlega fyrir framtíðinni, húsi eða bíl. Þegar sumarfrí gengur í garð er eins og eitthvað breytist í umhverfinu, allir verða hamingjusamir, spenntir og orkumiklir sem er meira en hægt er að segja um hræin sem ganga um skólann að vetri til. Ekki nóg með það heldur byrja fuglarnir að syngja, tréin að dafna og fólk fer út úr húsi. Þetta eru breytingar sem bókstaflega er hægt að sjá. Neikvæðnin virðist hverfa með skammdegisþunglyndinu og slabbinu, viðmót hjá fólki verður almennt betra gagnvart öllu og verður jákvæðni ríkjandi í samfélaginu. Sumar, sumar, sumar. Það eina sem drífur námsmenn áfram eftir áramót er ljósið sem sumarfríið er. Það eina sem kemur námsfólki á lappir í enda mars er sú staðreynd að innan skamms er þessi skólatörn búin og þú getur valið þér launalaust frí og sofið í þrjá mánuði ef áhugi er fyrir hendi. Það eina sem talað er um á göngum skólans er sumar þetta og sumar hitt og alltaf er jafn mikil spenna í röddinni hjá viðmælendum. Það væri ekkert að hlakka til ef sumarfríið væri ekki til staðar. Nemendur gætu ekki ferðast til útlanda vegna fjölda fjarvista sem myndu hrannast upp inn á upplýsingakerfinu þegar farið væri í ferðalögin og værum við öll föst á þessari eyju frá því að við myndum stíga fæti inní skólastofnun aðeins sex ára gömul. Sumarfríið er líka vettvangur sem kennir okkur á atvinnulífið. Við nýtum okkur tímann til að sækja um vinnur, verðum starfsmenn á hinum ýmsu sviðum og sumir geta ef til vill komist að því hvað hentar þeim í lífinu og hvað ekki. Eftir allan tímann sem við höfum eitt í nýjum vinnum verðum við vön þegar við þurfum að halda út í alvöru heiminn og byrja að vinna og veljum rétta starfið. Ef að fólk vill heldur sleppa sumarfríinu og stunda nám að sumri til er það valmöguleiki, sumarskóli, sem hægt er að velja en það er ekki valmöguleiki sem ætti að skylda. Margir Verzlingar eru þar að auki uppteknir á sumrin við að læra fyrir endurtektarprófin sín og gætu ekki komið því inn í stundaskránna ásamt fullum skóla. Ekki nóg með það að skylda fólk til að sitja inni í góða veðrinu heldur er líka verið að skemma fyrir kennurunum. Kennararnir vilja líka fara í frí, kennarar nir vilja líka eyða ...allir verða hamingjusamir, tíma með fjölog spenntir og orkumiklir sem er skyldu vinum því meira en hægt er að segja um þau eru bara lítil lömb, hræin sem ganga um skólann að eins og við, sem vilja nýta vetri til. sólina útí haga. Það á að nýta sumarfríið til þess að læra á lífið, taka asnalegar ákvarðanir, skoða nýja staði og prófa nýja hluti. Hvernig er hægt að vera á móti sumarfríi? Afhverju að vera á móti sumarfríi? Það eru bara eintóm leiðindi og mannillska. Það að vera á móti sumarfríi er sambærilegt við að vera á móti íspinnum, sólbaði, útlandaferðum, svefni, peningum, bústaðarferðum, útiveru og pottapartýum. Og hver elskar ekki gott pottapartý? Þeir sem eru á móti sumarfríinu geta setið heima hjá sér í sumar með skeifu á vör en við hin ætlum að nýta tímann, tækifærin og sólina. Endum þetta á orðum hinna vitru, sem ég mæli með að fólk fletti upp og fylgjum þeim í sumarfríinu sem nálgast óðfluga:

What time is it? It’s summertime. We’re lovin’ it. Come on and say again now. What time is it. It’s party time. Let’s go and have. The time of our lives.

16


Kjartan Þórisson skrifar á móti sumarfríi:

Endalaus og síendurtekin vonbrigði

S

umarið er tíminn … Bubbi hefur svosem rétt fyrir sér þegar hann kreistir út úr sér þessa þriggja orða setningu með titrandi og niðurdrepandi röddu sinni. Sumarið er tíminn, en ég get sagt ykkur það að fyrir mér er það ekki sá hamingjusami og áhyggjulausi, frelsiskenndi og hjartahlýjandi tími sem hann syngur um. Þvert á móti er sumarið fyrir mér tími vonleysis, eymdar, sálarakulda og andlegra þyrnirunna. Og djúpt niðri held ég að þið séuð sammála mér.

É

enn og aftur inn í skólastofuna, leggja töskuna niður og fá loksins að dotta á skólaborðinu yfir róandi babbli kennara um námsefni komandi árs. En eftirbragðið getur líka verið súrt. Fyrstu vikurnar eftir sumarfrí eru gangar skólans fylltir af sykursætum sykurpúðasögum af ljúfum stundum undir stjörnubjörtum himni. Alltaf einu stigi of góðar til þess að vera sannar, en hljóma samt nógu vel til þess að brenna hjarta mitt og sál þegar ég hugsa um mínar sumarstundir, þær þegar ég grét úti í rigningunni, vaselínsmurður og niðurbrotinn á pallinum mínum, á meðan allir aðrir á yfirborði þessarar plánetu voru greinilega að eiga ógleymanleg kvöld eftir kvöld, eftir kvöld. En innst inni held ég að öllum öðrum líði svona, og í rauninni vona ég það, ég vona að guð sé ekki svo slæmur að ég sé sá eini sem horfir á sumarið eins og eintóm, endalaus og síendurtekin vonbrigði. Ég er búinn í skólanum 9. maí. Í ár byrjaði skólinn eftir sumarfrí 19. ágúst. Þetta gefur okkur hundraðogtveggja daga sumarfrí. Þið verðið að skilja að það er enginn að biðja ykkur um að vera í skólanum allan þennan tíma, þetta eru bara 102 dagar sem við gætum í rauninni notað hvernig sem er ef ekki væri fyrir þetta samansafn af tilgangsleysi þarna rétt um mitt árið. Við gætum deilt þessum dögum jafnt út í allt árið, innleitt þriggja daga skólavikur og samt ennþá verið með jólafrí, páskafrí og vetrarfrí! Trúið mér þegar ég segi að þið munuð aldrei komast jafn nálægt því að hafa fimm daga helgar. Blaz er sammála mér, bailum á sumarfríi.

g, ásamt öllum öðrum, hef ávallt gert mér gríðarlegar væntingar til þeirrar stundar þegar seinasta prófinu lýkur, seinasta skiptið sem ég geng niður endalausa stigann niður frá fjórðu hæð, seinasta skiptið sem ég staulast framhjá styttu Merkúrs með mína kvenlegu hliðartösku lafandi niður á læri. Ég ætla ekki að ljúga að neinum, þetta er yndislegt augnablik. Bros á allra vörum, hlátursköll heyrast frá hverju horni og ef vel er leitað má jafnvel sjá glitta í bros hjá Vidda harðstjóra… Kannski ekki bros en frekar svona, gleðibundnar tilfinningar… Eða allavegana tilfinningar, það að segja að þær séu gleðibundnar er kannski skrefi of langt gengið. Þetta er góð stund, en því miður endist hún álíka stutt og góða skap fyrrverandi kærustu minnar. Það þarf ekki að bíða lengi eftir ...einungis til þess að hryllingnum. Ekki að löngu þar til þú getir skotist í barnaolíuna líður langdegis-þunglyndið og eldhúspappírinn á meðan skríður upp á mig. Ég sofna í sól, ég vakna hún skýst í burtu. í sól. Það er enginn leið fyrir mig að vita hvort ég sé búinn að sofa í þrjátíu mínútur eða þrjátíu klukkutíma. Enginn leið fyrir mig að skríða fram úr rúminu, enginn drifkraftur, ekkert sem ég þarf að gera nema að dröslast niður í miðbæ, setja á mig skúringarhanskana og byrja að þrífa klósettin á hótelinu sem að heldur mér í þrælavinnu. Það er ótrúlegt hvað fólk ber litla virðingu fyrir klósettum hótela. Hvað hefur fólk eiginlega verið að borða þegar að úrgangur þeirra frussast upp á vask? Til þess að hugreysta mig eftir að hafa orðið vitni af svona ódæði hvísla ég að mér að ég ætli bara að mála bæinn eldrauðann seinna um kvöldið, en svo vitum við auðvitað öll hvernig það fer. Ég og besti vinur minn, Samsung tv-remote, sofnum saman klukkan hálf ellefu með hausinn á kafi í troðfullri skál af útrunnum Cheetos ostaputtum yfir Miss Congeniality 2. Ekki hrista hausinn, þið þekkið líka þessa tilfinningu og ég veit það. Þú heldur að þú ætlir í flúðasiglingu með nýja size6-summerloveinu þínu, njóta Það versta er samt að það er ekki ástríðufullra kossa á bátnum hægt að hitta fólk á sumrin. Allir eru vinnandi og elskast á árbakkanum en morgunvaktir þegar þú vinnur kvöldvaktir og því miður virkar þetta bara ekki síðan kvöldvaktir þegar þú vinnur morgunvaktir. þannig. Og það sem þú gerir í staðinn? Horfir á fyrstu seríu af The Walking Dead í þriðja sinn á jafnmörgum vikum, biður mömmu þína um að kaupa Vesturbæjarís með þreföldu oreo einungis til þess að þú getir skotist í barnaolíuna og eldhúspappírinn á meðan hún skýst í burtu. Það versta er samt að það er ekki hægt að hitta fólk á sumrin. Allir eru vinnandi morgunvaktir þegar þú vinnur kvöldvaktir og síðan kvöldvaktir þegar þú vinnur morgunvaktir. Um kvöldið eru síðan allir þreyttir eftir langan vinnudag og fara snemma að sofa. Seinna í júlí þegar þú ert svo búinn að vinna þá fara vinir þínir til útlanda, einhverneginn allir á sama tíma auðvitað og þegar þau koma heim ert þú að fara til Finnlands að rækta krækiberjalyng á bóndagarði móðursystur þinnar. Í raunveruleikanum er eini góði parturinn við sumarfrí sá að það er alltaf geggjað að koma til baka í skólann. Eftir þrjá mánuði án mannlegra samskipta er ómótstæðilegt að hitta gamla vini aftur, ganga

17


Tíska Ljósmyndari:

Sara Sigurðardóttir

Myndvinnsla:

Hildigunnur Sigvaldadóttir

Módel

Alexander Örn Júlíusson Hildur Gunnarsdóttir

18

Hann: GK | Hún: GK


Hann: GK | HĂşn: Topshop

19


20

Hann: GK | HĂşn: Topshop


Ekki tíska Ljósmyndari: Rafn Erlingsson

Ekki myndvinnsla: Rafn Erlingsson

Módel

Kristín Dóra Ólafsdóttir

21


The Ultimate FX TheUltimateFX er YouTube síða tvíburabræðranna Jakobs Gabríels (3-I) og Jónasar Braga (3-S). Þeir nota síðuna undir stuttmyndir og tæknibrellur sem þeir búa sjálfir til með hjálp félaga sinna Arnars (3-U), Heimis (3-I), Jóns Ágústar (3-S) og Víðis Helga. Þeir hafa fengið yfir 100.000 áhorf á Facebook enda eru myndböndin þeirra mjög flott og fagmannleg. Flestir Verzlingar hafa séð tæknibrellur eftir þá, en þeir hjálpuðu 12:00 nefndinni í ár með sumar tæknibrellur. Við heyrðum í honum Jakobi Gabríel og spurðum hann út í síðuna. Eruð þið búnir að vera lengi í bransanum? Já, alveg frá fyrsta verkinu okkar eru það um sex ár. Það var stuttmynd sem við gerðum í 6. bekk í Laugarnesskóla. Sú stórmynd hét „Dalurinn“ (2006). Næstu stuttmyndir okkar voru gerðar í 7. bekk og hétu „Tunnelen“ og „Rendyrs Pulver“ og voru á dönsku. Eftir það gerðum við ekki stuttmynd fyrr en í 9. bekk í Laugalækjarskóla en það var „Tunnelen 2: Stigning af den faldne“ Hún er

tæknibrellum og pælt í því hvað ég ætti mikið eftir ólært. En ég hef alltaf reynt að halda áfram og reynt að læra eitthvað nýtt. Nú í dag kann ég fullt af brellum sem ég hefði aldrei getað ímyndað mér fyrst þegar ég byrjaði. Hvert stefnið þið? Hollywood baby! Auðvitað vil ég fara út og fá tækifæri til að vinna með stjörnunum, það er

„Tunnelen

2: Stigning af den faldne“ Hún er 40 mínútna langt blóðbað. 40 mínútna langt blóðbað. Í þeirri mynd komu fyrstu tæknibrellur okkar fram. Eftir það fengum við mikinn áhuga á þeim. Árið 2011 fórum við félagar til norðurhluta Noregs á „Barents Youth Film Festival“ fyrir hönd Íslands. Þar gerðum við stuttmynd með krökkum frá ýmsum löndum. Það var mjög áhugavert að kynnast nýjum aðferðum og fá stutta innsýn inn í erlenda kvikmyndagerð. TheUltimateFX er nú komið með 31 myndband á tveimur árum og yfir 100.000 áhorf ! Hafið þið lært eitthvað? Já alveg helling! Það voru oft stundir þar sem ég hélt að ég myndi bara gefast upp eftir að hafa séð stórmyndir með rosaflottum

allavega markmiðið, en ég veit að ég þarf að vinna mikið til þess að sá draumur geti ræst. Hvar getur maður séð myndböndin ykkar? Þau eru á Youtube. Það getur verið smá erfitt að finna þau, en ef maður skrifar inn www. youtube.com/theultimatefx þá kemur síðan upp. Það er líka hægt að nálgast síðuna á facebook. Þá þarftu bara að leita af „TheUltimateFX“. Á facebook síðunni er líka fullt af myndum af væntanlegum verkefnum sem við erum að vinna að og annað gotterí. Eruð þið lengi að búa til eitt myndband? Það fer eftir hversu flókið það er. Eins og nýjasta myndbandið okkar, „That Guy In Your Neighborhood“, tók aðeins um það bil eina viku að gera. En annað myndband sem við gerðum og var bara einni mínútu lengra tók um tvo mánuði. Búið þið til ykkar eigin sound? Nei. Það er félagi okkar Felix Kessler frá Þýskalandi sem gerir hljóðin. Ég kynntist honum í gegnum Youtube og

22

sá að hann gerði rosa flott hljóð. Ég spurði hvort hann vildi gera hljóðin fyrir okkur og hann var til í það. Hvað er framundan? Við erum að vinna að stærsta verkefni okkar hingað til sem er „hasarmyndband“. Það myndband verður um 9-10 mínútur að lengd. Annars erum við líka að hugsa um að gera aðeins venjulegri stuttmyndir og ætlum að reyna að taka þátt í stuttmyndakeppnum, eins og „Ljósvakaljóð“ sem var haldið fyrir nokkrum vikum. Í sumar ætlar kannski Heimir vinur okkar að byrja á sinni fyrstu kvikmynd, sem verður um 90 mínútur og munum við örugglega hjálpa eitthvað til með það. TheUltimateFX verður sívinsælla með hverjum degi. Stefnið þið á videonefndina í skólanum? Veit ekki alveg. Ég hef svo mikinn áhuga á að halda áfram með Youtube síðuna að ég veit ekki hvort það gefst tími til að vinna að einhverju öðru. En við munum örugglega sækjast eftir samstarfi með þeim og öðrum margmiðlunarnefndum í skólanum, enda er gaman að nota hæfileikana sína.


Í spilaranum Gísli Birgir Sveinsson

Port of Morrow The Shins

Lenti í fáránlegu atviki í gær.. var í sleik við einhverja stelpu og kærastinn hennar kom og skallaði mig í öxlina... af hverju öxlina?

Pétur Geir Magnússon

The Very Best Of Mozart

var beðinn um eiginhandaráritun af 10 ára stelpu í kringlunni í dag. Ljúfa líf að vera nemóstjarna....

Mozart Hilmar Steinn Gunnarsson

The Ultimate Experience Jimi Hendrix

Kill for Love Chromatics

Situr á dollunni að skutla Obama í hvíta húsið!

Davíð Baldursson

Þetta er búið, þetta er búið, nýtt líf, hreinsa borðið, erum laus við monsterið, laus við monsterið eins og við köllum það!

Gísli Grímsson

Edrúmennskan bjargaði mér, annars sæti ég inni

Kindred Burial

Rúnar Alex Rúnarsson á svo sæta frænku Andrea Röfn

$O$ Die Antwoord Bjarki Fannar Kolbeinsson What up Djammfólk !!!!!

FJÖLSKYLDU

Gunnhildur Jónsdóttir BBB - Bjór, Bitches og Burger

Steindór Snær Ólason

Ætla fá mér einkanúmer á bílinn, er að spá í HUZZLER eða VERZLO...

Jón Þór Sigmundsson

vandræðalegt hvað ég er að fá mér poke eftir að ég er búinn að vera worka svona mikið í gymminu.. búin að rífa 100póka múrinn!

C

3290 kr.

2 RISABÁTAR AÐ EIGIN VALI EÐA 2 PIZZUR M/2 ÁLEGGJUM & 2L GOS

20% afsláttur af matseðli & 15% afsláttur af tilboðum fyrir Verzlinga í allan vetur

Hilmar Ragnarsson

Ég var að kíkja yfir gauraúrval Versló í morgun og sá engan fallegri en mig.

Stefán Arnar Alexandersson

Elska að koma heim eftir erfiðan skóladag og kúka, svo ég tala nú ekki um ef ég er einn heima, þá get ég kúkað með opna hurð!

Aron Austmann Ellertsson þolir ekki hárin milli rasskinnanna

Arna Margrét Ægisdóttir

Ég er heit gugga og þrái einn kóng í kvöld


Úrslit Spur og Bekeví

24


Fyndasti ma冒ur Verzl贸

25


Þú gerir ekki rassgat einn -Aldrei fór ég suður 2012

N

ú undanfarið hefur verið mikið fjallað um rokkhátíð alþýðunnar, Aldrei fór ég suður, í rokkhöfuðborg Íslands, Ísafirði eða betur þekkt sem Ibizafjörður. Nánast hvert mannsbarn á Íslandi veit hvað það gengur Kristín út á að fara aldrei suður. Þannig var það 6-U nú samt ekki fyrir níu árum þegar ég, ung og óhörðnuð stúlkan, fór á fyrstu hátíðina í einhverri fiskiverksmiðju niðri á höfn. Þetta var eitthvað sem nánast enginn hafði heyrt um. En þessi reynsla umturnaði lífi mínu og síðan þá hef farið í öll níu skiptin sem komin eru. Hátíðin verður bara betri og betri með árunum og get ég með sanni sagt að þessar síðustu tvær, 2011 og 2012, voru hreint út sagt unaðslegar.

Þ

að er ekki til nein betri leið til að upplifa landsbyggðina heldur en að fara á Aldrei fór ég suður. Gista á Ísafirði á krúttlegu gistiheimili eða jafnvel bara í bílskúr rétt eins og ég. Fá sér morgunmat í Gamla bakarí því heyrst hefur að það sé besta bakarí landsins og vinna í missioninu að fara í sund í hverri einustu laug Ísafjarðarbæjar sem eru fjórar talsins! Forsprakki hátíðarinnar og þjóðarstoltið Mugison tjáði mér það í fúlustu alvöru að hátíðin var haldin fyrst í gríni og sé það ennþá. En hann ætlar samt, snillingurinn sem hann er, að halda áfram að halda þessa stórfenglegu hátíð svo lengi sem hann hefur heilsu til enda virkilega flottur náungi. Ef ég væri efnilegur tónlistamaður myndi ég líka hiklaust sækjast eftir því að fá að spila á hátíðinni því Aldrei fór ég suður hugsar vel um sína með plokkfisk, sundlaugapartýum, gistingu og flugi, allt frítt. Það eina sem þú þarft að gera er að gefa vinnuna þína. Hátíðin í ár innhélt kanónur líkt og Retro Stefson, Sykur, Pál Óskar, Mugison sjálfan, Reykjavík!, Jón Jónsson, Ham og Pollapönk. En minni óþekktari bönd gáfu þeim ekkert eftir og sýndu ísfirsku un-

26

glömbin á aldrinu 15-17 ára í hljómsveitinni Klysju hvað í þeim bjó með kröftugu rafrokki blandað metal. Nolo og Gangrelated sýndu einnig frábær tilþrif á sviðinu eins og nánast hvert einasta band nema Gísli Pálmi sem gugnaði, mörðurinn sem hann er, og mætti ekki. Dúkkulísurnar fögnuðu 30 ára starfsafmæli, jafn vinsælar og í upphafi sem sást best á því þegar allur salurinn tók undir með „Svarthvítu hetjunni“. Það eru svo sannarlega ekki allir gerðir fyrir þungarokk en það er eitthvað við svona hátíð sem fær allan salinn til að head banga í takt við „Dauð hóra“ með Ham og „Kvaðning“ með Skálmöld.

Forsprakki hátíðarinnar og þjóðarstoltið Mugison tjáði mér það í fúlustu alvöru að hátíðin var haldin fyrst í gríni og sé það ennþá. Hápunktur hátíðarinnar var samt sem áður þegar hljómsveitin Reykjavík! kallaði Halldóru upp á svið og vildi fá hana til að syngja með sér. Það næsta sem tónleikagestir sáu var að Sverrir, einn hljómsveitameðlima, skellti sér á skeljarnar og bað dömuna um að giftast sér. Fallegasta stund sem menn hafa orðið vitni af. Ég sver það, ég táraðist! Ég legg til að þeir sem vilja upplifa alvöru rokkstemmingu í skemmunni á Ísafirði hoppi upp í bíl um næstu páska, pakki Timberland skónum (það virðist sem svo að allir Verzlingar eigi eitt par af þeim) og lopapeysunni. Ég get sko lofað því að áhyggjurnar af svimandi háum bensínkostnaði og ört minnkandi magn fés á reikningnum hverfa eins og dögg fyrir sólu. Því þegar maður mætir í skemmuna með djús í annarri til að hlusta á fagmannlega blöndu af óþekktum efnilegum böndum ásamt stærri númerum nær maður að sleppa fram af sér beislinu eins og aldrei fyrr. Áhyggjurnar eiga engan rétt á sér því það eru allir vingjarnlegir og hjálpfúsir á Ísafirði. Hvergi nema á Aldrei fór ég suður eru allir ein stór fjölskylda. Sauðsvartur almúginn á nefnilega ágætan möguleika á að detta í gott eftirpartý með helstu stjörnum sviðsins áður um kvöldið.


Gísli Grímsson:

Lífið eftir Verzló Ú

ff. Nú er komið að því að skólagöngu minni í Verzlunarskólanum fer að ljúka. Eins ótrúlegt og það hljómar þá eru fjögur ár ekki lengi að líða. Þó að fjögur ár séu 1/5 af öllum þeim tíma sem ég hef lifað, þá er það samt fljótt að líða. Fyrir stuttu fór ég að hugsa um daginn sem ég ákvað að fara í Verzló. Ég fór í skólakynningu ásamt nokkrum öðrum krökkum í skólanum mínum. Áður en ég fór í þessa kynningu þá hafði ég aldrei pælt neitt í Verzló. Ég hafði aldrei séð 12:00, Listóleikritið né Nemóleikritið. Ég var ekki einn af þeim sem ákvað að fara í Verzló þegar ég var í 7.bekk. En eftir þessa kynningu þá heillaðist ég gjörsamlega af skólanum. Ég veit ekki nákvæmlega hvað það var sem gerði mig dolfallinn fyrir Verzlunarskólanum en trúlega var það allur metnaður í öllu sem maður sá.

Þ

egar maður byrjar svo í 3.bekk þá er eins og maður sé hvítt óskrifað blað. Maður kemur inn í samfélag ásamt rúmlega 1200 öðrum strákum og stelpum og þekkir þannig séð nánast engan. Þú veist ekkert um hvernig næstu fjögur ár verða og ekki séns að maður hugsi þá hvað sé stutt þar til Verzló klárist. En tíminn er hverfull og fyrr en maður veit af þá er maður að ljúka síðasta venjulega föstudeginum á sinni skólagöngu. Blendnar tilfinningar eru hjá fólki við það að fara ljúka skólagöngu sinni í Verzló. Sumir segja að það sé fínt að nú klárist þetta á meðan aðrir eru mjög tregir að viðurkenna það að nú sé kominn tími til þess að kveðja þetta stóra samfélag. Þegar maður lítur aftur yfir farinn veg þá finnur maður hvað það er sem veldur því að maður vill ekki kveðja. Í fyrsta lagi er það allt fólkið sem maður hefur kynnst á þessum fjórum árum. Þegar maður útskrifast þá er enginn Marmari sem maður fer á til að hitta alla þessa vini og kunningja sem maður á í dag. Ekki það að allir missi tengsl en maður hættir að hitta daglega alla þá sem maður var vanur að hitta daglega og spjalla við á Marmaranum. Í öðru lagi þá eru það allar minningarnar sem hafa myndast í gegnum skólagönguna. Morfískeppnir, leikritin, stemmningin í Bláa Sal rétt áður en 12:00 byrjar, Miðstjórnarferðirnar, Kórferðirnar, bústaðaferðirnar, busavígslan, Togarinn, leyniherbergið, Vælið, golfmótið og öll chillin á Marmaranum er það sem maður á ekki afturkvæmt á næsta misseri. Í þriðja lagi er það að tilheyra einhverri heild sem er drifin áfram af krafti og metnaði í alla staði. Það standa allir saman í að gera allt vel. Það er ástæðan fyrir því að Verzló er talinn vera einn af bestu skólum landsins. Vegna þess að allir eru drifnir áfram í því að gera gott enn betra. En nú er kominn tími til þess að þroskast upp úr þessum áfanga og finna sér nýtt athvarf til að þroskast í. Eftir Verzló er maður í raun aftur orðinn hvítt óskrifað blað, nýr kafli í bók lífsins hefst og þessum lýkur. Hvort sem það verði að fara í háskóla, fara að vinna í nýrri vinnu eða fara að ferðast um heiminn þá er maður samt alveg eins og busi að labba upp á 4. hæð á fyrsta skóladeginum. Maður er óviss og spenntur á sama tíma þegar nýr kafli byrjar. Lífið eftir Verzló er kannski ekkert svo slæmt. Það er bara öðruvísi með öðruvísi áherslum. Í staðinn fyrir að hlaupa inn í Bláa Sal að ná sæti áður en 12:00 byrjar í hádeginu á fimmtudegi þá verður maður kannski að hlaupa inn á fund í símafyrirtæki sem varðar fjarskipti í frystitogurum á Íslandsmiðum. Persónulega myndi ég velja Bláa Sal en hver velur fyrir sig. Það sem skiptir

höfuðmáli eftir allt saman er að vænta lífsins eftir Verzló ekki alltof mikið heldur lifa því á meðan maður er í Verzló. Ekki vera að stressa sig á smáhlutum eins og að fá 6,3 í staðinn fyrir 9,5 í kaflaprófi fyrir íslensku eða stærðfræði. Þegar uppi er staðið og maður er orðinn hundgamall á spítalabörum með næringu í æð að hlusta á eitt leiðinlegasta útvarpsefnið á Rás 1 vegna þess að maður hefur ekki orku í að skipa um rás þá er maður ekki að fara að loka augunum og hugsa til þess hve gaman var að læra þremur klukkutímum lengur fyrir kaflapróf heldur þegar maður fór með félögum sínum í húsbíl á mánudögum fyrir kaflapróf með gítar og spjall fram á nótt. Þegar maður fór í snjóstríð við MR-inga í staðinn fyrir að mæta í líffræðitíma. Þegar maður vann hörðum höndum við að setja upp og æfa leikrit langt fram á nótt og svaf í tvo tíma í staðinn fyrir að hafa að ekki vilja fara út í eitthvað mission vegna þess að maður verður svo ónýtur á að fá ekki níu tíma svefn. Þegar ég stóð á sviðinu í Bláa Sal að fara að frumsýna leikritið 10 litlir negrastrákar í 3.bekk ásamt níu öðrum frábærum krökkum þá heyrði ég svolítið sem ég hef reynt að lifa með síðan. Klukkan var 19:45, við vorum að klára í upphitun fyrir frumsýninguna og dyrnar inn í Bláa Sal áttu að opnast fyrir fólki eftir 2 mínútur. Kliðurinn í fólki heyrðist inn í sal og stressið, spennan og gleðin var í hámarki. Við í leikhópnum ásamt leikstjóranum okkar Orra Hugin stóðum í hring og horfðum í augun á hvert öðru og gátum ekki hætt að brosa vegna þess að nú var afrakstur tveggja mánaða þrautlausrar vinnu að fara koma í ljós. Þá sagði Orri leikstjóri: „Þessi tilfinning sem þið eruð með í maganum núna, þessi gleði og spenna, þetta er það sem lífið snýst um. Það einfaldlega snýst um að liffa og haffa kaman.“ Það er ástæða þess að ég á erfitt með að kveðja Verzló. Vegna þess að í þessi fjögur ár þá er ég búinn að liffa og haffa kaman allan tímann.

27


Heimshornaflakk N

ú líður að útskrift hjá nemendum 6. bekkjar og eru því margir farnir að huga að því hvað mun taka við eftir Verzló. Sumir ætla beint í háskóla en aðrir ætla að taka sér frí Edda Hildigunnur til þess að vinna eða ferðast. Þeir sem ætla að Ritnefnd Ritnefnd ferðast verða að hugsa sig vel um og skipuleggja vel hvert þeir vilja fara og hvað þeir vilja gera áður en lagt er af stað. Það eru auðvitað ýmsir kostir í boði og því þarf að vanda valið. Við höfum tekið saman helstu staði sem okkur langar að heimsækja í hverri heimsálfu.

Evrópa Skoða Eiffelturninn og Louvre í París Fara á gondóla í Feneyjum Skoða hringleikahúsið í Róm Ferðast um grísku eyjarnar og syngja „Mamma mia“ Rápa um rauðahverfið í Amsterdam

N-Ameríka

Fara til London og sjá Big Ben, Westminister Abbey og Madame Tussauds vaxmyndasafnið

Skoða Grand Canyon

Skoða Stonehenge

Tapa öllum peningunum í Las Vegas

Skíða í Ölpunum

Skoða stjörnur í Hollywood

Skoða Vetrarhöllina og fara svo á eina ballettsýningu eða svo í Rússlandi

Fara í Universal studios, Disneyland, Harry Potter garðinn og finna barnið í sér Skoða Frelsisstyttuna og fara upp í Empire State bygginguna í New York Synda með höfrungum á Hawaii Skoða Yellowstone Fara í ísbjarna safari í Kanada

S-Ameríka Fara til Perú og skoða Inkaborgina Machu Picchu Fara á kjötkveðjuhátíðina í Ríó og dilla rassinum Skoða Iguazu Falls Týnast í Amazonskóginum Fá sér steik og dansa tangó í Argentínu Fara á fótboltaleik í Brasilíu og sjá stóra rassa

28


Asía Njóta ásta í Taj Mahal Labba Kínamúrinn Fara á skíði innandyra í Dubai, fara upp í Burj Khalifa og lifa í vellystingum Skoða borgina Petru í Jórdaníu Njóta sín á Maldives eyjunum Fljóta um í Dauðahafinu Skoða forboðnu borgina

Afríka Skoða píramídana í Egyptalandi Fara til Cape Town og upp á Table mountain Fara í safari í Serengenti þjóðgarðinum Skoða Victoria Falls Kíkja á kakófólkið í Namibíu Kúka í holu í Kenýa Renna sér niður sandöldurnar í Sossusvlei

Eyjaálfa

Láta ræna sig í Jóhannesarborg

Skoða Óperuhúsið í Sydney Kafa um kóralrifið mikla, The Great Barrier Reef Klappa kengúrum á Kengúrueyju Halda á kóalbjörnum og slöngum í Australia Zoo Skoða Ayers Rock (Uluru), eitt þekktasta kennileiti Ástralíu Fara í teyjustökk í Queenstown, Nýja Sjálandi Bora bor í Bora-Bora Fara á kajak í Tonga Grafa sér holu á Hot Water Beach

29


Gangatíska

Kristín Hulda Gísladóttir Bolur: Nonnabúð Síðermabolur: American Apparel Pils: Zara Skór: Einvera Hringur: H&M

30

Eiríkur K. Björnsson

Jakki: Fékk hann frá afa Eika Golla: Sævar Karl Buxur: Kolaportið Skór: Kron

Arna Margrét Ægisdóttir Skór: GS Leggings: H&M Netabolur: H&M Vesti: Urban Outfitters


Verzlinga

Haukur Örn Hauksson Húfa: H&M Jakki: H&M Skór: Timberland Buxur: Jack and Jones Skyrta: River Island

Þórhalla Arnardóttir Jakki: Collection Kjóll: H&M Sokkabuxur: Levante Skór: Tamaris Hálsmen: Hjartaarfi

Darri Freyr Atlason Peysa: Urban Outfitters Bolur: Urban Outfitters Buxur: Levis Skór: Converse

31


FÍTON / SÍA

N1 KORTIÐ SKILAR SPARNAÐI OG PUNKTUM UM ALLT LAND! Ert þú að missa af þínum ávinningi?

32


Draumurinn um að verða ríkur A

llir hafa látið sig dreyma um að verða ríkir og ímyndað sér hversu mikið léttara lífið yrðu þá. En því miður er bara ekkert sérstaklega létt að verða ríkur og fæstum sem tekst það. Þessar manneskjur eru undantekningar og eiga það sameiginlegt Sara að hafa byrjað með ekkert milli handanna Ritnefnd nema góða hugmynd og hæfileika sem færðu þeim milljarða. Það er um að gera að taka þetta fólk til fyrirmyndar!

Bill Gates.

Howard Schultz Formaður og framkvæmdastjóri Starbucks Hann ólst upp í mikilli fátækt í Brooklyn og barðist gegn fátæktinni með því að stunda körfubolta, hafnabolta og rugby. Hann var fyrstur til að útskrifast í fjölskyldunni sinni. Hann fór að vinna hjá frægri kaffibaunabúð, Starbucks og fékk stöðuhækkun sem markaðsstjóri fyrirtækisins. Eftir það skildi hann við fyrirtækið og stofnaði sitt eigið kaffifyrirtæki sem hét Ciornale. Skömmu eftir það keypti hann Starbucks.

Stofnandi Microsoft

J.K. Rowling

Flestir hafa heyrt um tölvurisann Bill Gates en hann hefur setið um árabil á lista yfir ríkustu menn heims. Bill er eðalnörd og fékk fljótt áhuga á forritun. Fyrsta forritið sitt bjó hann til í 8. bekk, tölvuleik sem hægt var að spila á móti tölvunni. Skólinn hans réð hann seinna til að búa til prógram sem hélt utan um stundaskrár allra nemenda skólans. Sagan segir að hann hafi breytt kóðanum þannig að hann lenti sjálfur aðallega í tímum með stelpum. Hann útskrifaðist með 1590 af 1600 stigum á SAT prófunum sínum og fór í Harvard. Þaðan tók hann sér svo frí til að stofna Microsoft og sneri aldrei aftur í skólann.

Höfundur Harry Potter bókanna

Roman Abramovich

Þáttastjórnandi

Rússneskur risi Flestir þekkja hann sem eiganda Chelsea en hann á líka fjárfestingafyrirtækið Millhouse LLC. Hann átti erfiða æsku, missti báða foreldra sína aðeins 4 ára og ólst upp hjá ömmu sinni og frænda. Hann byrjaði að vinna sem sölumaður á götunni og einnig sem vélvirki í nálægri verksmiðju. Milljóna fyrirtæki sitt stofnaði hann þegar hann var í hernum þar sem hann seldi stolið bensín til yfirmanna sinna. Þegar hann var þrítugur var hann orðinn mjög náinn forseta Rússlands, Boris Yeltsin og var nokkrum árum seinna kosinn landstjóri í rússneska héraðinu Chukotka.

Mark Zuckerberg Stofandi Facebook Allir sem hafa séð myndina The Social Network þekkja þessa sögu og allir Verzlingar þekkja facebook og vita hvernig það virkar. Þessa hrikalega ávanabindandi síðu stofnaði Mark með þremur bekkjarfélögum sínum frá Harvard. Síðan fór í loftið frá herbergi hans á heimavistinni og náði strax gífurlegum vinsældum. Hann er einn yngsti milljarðamæringur í heiminum.

Amancio Ortega Gaona Eigandi Zöru Gaona er ríkasti maður Spánar og var 10. ríkasti maður í heiminum árið 2009. Pabbi hans var verkamaður sem vann við að leggja járnbrautir. Gaona byrjaði sjálfur að vinna í ýmsum bola-búðum í Coruna á Spáni. Hann stofnaði fyrst Confecciones Goa, sem bjó til baðsloppa. Árið 1975 opnaði hann búðina Zara sem varð að einni stærstu tískukeðju í heiminum. Hann heldur lágum prófíl og hefur aldrei gefið viðtal í fjölmiðlum.

Hana langaði alltaf að verða rithöfundur og byrjaði snemma að skrifa þó að ekki hafi orðið mikið úr fyrstu sögum hennar. Sagan um Harry Potter kviknaði í langri lestarferð frá London til Manchester. Sagan var nokkur ár í gerð og þegar hún var loksins tilbúin tók yfir ár að finna útgefanda, en það var frekar lítið útgáfufélag, Bloomsbury, sem gaf hana út. Fyrsta upplag var aðeins 1000 eintök og 500 af þeim fóru til bókasafna. Nú eru bækur af fyrsta upplaginu taldar vera virði um 4,5 milljónir kr. stykkið.

Oprah Winfrey Ólst upp í Missisippi og átti mjög erfið uppvaxtarár þar sem hún var misnotuð af ættingjum og vinum móður sinnar. Hún flutti til Nashville til pabba síns sem var rakari. Eftir það fóru hlutirnir að batna. Þegar hún var 18 ára vann hún fegurðarsamkeppni og í kjölfar þess fékk hún vinnu hjá útvarpsstöð fyrir svarta. Eftir þá reynslu fékk hún stöðu í sjónvarpi og seinna meir sinn eigin þátt.

Steven Jobs Einn af stofnendum Apple Ásamt vini sínum stofnaði hann Apple Inc. Saman þróuðu þeir og settu á markað Macintosh sem var jafnframt fyrsta tölvan til að nota mús. Steven var lengi framkvæmdastjóri Apple en auk þess keypti hann Pixar af George Lucas og sat í stjórn Walt Disney. Undir stjórn hans gaf Pixar út Toy Story sem varð mjög vinsæl. Í kjölfarið fylgdu fleiri myndir eins og Toy Story 2, Bug’s Life og Monsters, Inc.

Ingvar Kamprad Stofnandi IKEA Hann var númer 11 yfir ríkustu menn heims árið 2011. Það sást fljótt að Ingvar hafði viðskiptavit en hann byrjaði sem lítill strákur að selja eldspýtur til nágranna sinna í litla sænska smábænum þar sem hann ólst upp. Hann komst að því að hann gat fengið magnafslátt af eldspýtum frá Stokkhólmi og grætt þó hann seldi þær ódýrt. Seinna þandi hann út viðskipti sín og fór að selja fisk, jólaskraut, fræ, penna og pensla auk eldspýtnanna. Í 17 ára afmælisgjöf fékk hann pening frá pabba sínum fyrir góðan árangur í skóla. Þann pening notaði hann til að stofna IKEA.

33


Ný stjórn N.F.V.Í. Forseti: Hrafnkell Ásgeirsson Hrafnkell, hvernig ætlarðu að halda kjallaranum hreinum næsta vetur? Með því að sjá til þess að þær nefndir sem eru að nota nemendakjallarann þrífi eftir sig. Banna þeim að nota hann í framtíðinni ef þau gera það ekki. Sigríður, einhver tips um hvernig best sé að þrífa kjallarann? Með því að allir gangi frá eftir sig og haldi ekki að Hótel mamma sjái um þrifin!

Féhirðir: Gunnar Gylfason Gunnar, hvað ætlarðu að gera við peningana sem Ari gaf þér? Þrífa hann persónulega einu sinni í viku. Ari, hvað hefurðu fyllt oft á bílinn fyrir peninga nemendafélagsins? Á ekki bíl sem ég get fyllt.

Ritsýra Verzlunarskólablaðsins: Anna Björk Hilmarsdóttir Anna, núna náði Kiddi að tvinna saman glæstan ritstjóra- og fótboltaferil. Ætlar þú þér það sama? Nei, ég lagði takkaskónna á hilluna fyrir þremur árum síðan. Hinsvegar eiga andsæringar allan hug minn í dag þar sem ég hef stundað það síðan ég hætti í boltanum. Ég mun reyna að tvinna ritstjóraferilinn og andsæringarnar saman á sama hátt og Kiddi tvinnaði ritstjóra- og fótboltaferil sinn saman. Kristinn, hvor er betri, Kiddi ritstjóri eða Kiddi Ronaldo? Kiddi ritstjóri, meira gagn í honum. Hinn er álíka góður að skora og Fernando Torres.

Forðmaður Málfundafélagsins: Gunnhildur Jónsdóttir Gunnhildur, ætlar Verzló að vinna Morfís og Gettu betur á næsta ári? Já, ég ætla sjálf að vera í liðunum og sjá persónulega til þess! Kristín Dóra, afhverju unnum við ekki Morfís og Gettu betur í ár? Því við réðum of fallega þjálfara sem varð til þess eins að liðsmenn misstu einbeitingu.

Formaður Skemmtinefndar: Leifur Hreggviðsson Leifur, verður Verzló skemmtilegri á næsta ári? Já. [Innskot ritstjóra: Mjög leiðinlegt svar, skólinn verður greinilega leiðinlegur]

Katrín, er Leifur nógu skemmtilegur til þess að vera formaður skemmtinefndar? Já. [Innskot ritstjóra: Mjög leiðinlegt svar, Leifur er greinilega leiðinlegur]

34

Formaður Listafélags: Auður Finnbogadóttir Auður, ætlar þú að leika í leikritinu? Nei, en ég ætla að leika mér að leikritinu. Gísli, ætlar þú að leika í leikritinu? Já, ég ætla mér að gera það.


Góð ráð við timburmönnum Formaður Íþróttanefndar: Marteinn Urbancic Marteinn, ætlar þú að halda krullumót? Nei, ég mun ekki setja það í forgang þar sem mjög erfitt er að verða sér út um þann búnað sem þarf í krullumót. Hinrik, hefur Marteinn tíma í að sinna bæði formannsstöfum og módelstörfum? Sjálfur hafði ég miklar áhyggjur af þessu þegar ég var að bjóða mig fram, þar sem ég er líka módel. Er reyndar ögn djarfara módel en Marteinn. En ég sat fyrir í öllum af helstu tískublöðum Austur-Þýskalands ásamt því að gegna þessu embætti hef ég tröllatrú á að suðræna kyntáknið hann Marteinn nái sama árangri og ég. It’s only fashion, who cares?

Vatn Áfengisneysla veldur vökvatapi og vökvatap veldur timburmönnum. Drekktu vatn með og á eftir áfengisneyslu. Einnig er gott ráð að vakna snemma, fá sér vatn, fara aftur að sofa og sofa út! Forðast skal kaffi þar sem það þurrkar upp líkamann.

Kynlíf&kúr Stundaðu kynlíf eða kúrðu með einhverjum sem þér þykir vænt um. Líkamleg snerting leysir úr læðingi allskonar „feel good“ hormón sem verka gegn þynnkunni. Trixið er samt að gera það með einhverjum sem maður þekkir og treystir. Kynlíf með ókunnugum hjálpar ekki gegn timburmönnum.

Farðu í nudd Ef þú hefur engan til að njóta líkamlegrar snertingar með er gott ráð að fara í nudd. Nudd leysir einnig úr læðingi hormón eins og oxytocin sem gerir mann glaðlegri.

Formaður Nemendamótsnefndar: Mímir Hafliðason Mímir, hvað ætlarðu að gera við allar Bugsy Malone leikskrárnar? Nota þær aftur í næstu sýningu Unnur, hvað á Mímir að gera við allar Bugsy Malone leikskrárnar? Nota þær aftur á næsta ári í Bugsy Malone 2. Líma bara nýjar myndir yfir hinar. Það er gríðarlega hagstætt.

Fáðu þér Ómega-3 Fáðu þér Ómega-3 töflur áður en þú ferð að sofa og svo aftur þegar þú vaknar. Sýrurnar gera allskonar gott fyrir þig, auk þess sem þær hafa jákvæð áhrif á andlega heilsu þína. Einnig hafa þær góð áhrif á hjarta- og æðakerfið og gegna mikilvægu hlutverki í uppbyggingu heila og miðtaugakerfis. Win-win situation.

Æfðu Ritstýra Viljans: Svanhildur Gréta Svanhildur, hvernig ætlarðu að láta Viljann höfða meira til stráka? Banna allar greinar um fegurðarráð, liti og regnboga. Svo ætlar Steinn að sjá um að fela leyni-tits á ýmsum stöðum í blaðinu. En auðvitað verða líka leyni-abs fyrir stelpurnar! Rafn, höfðar Viljinn til stráka? Auðvitað. Það hafa pizzustaðir auglýst hjá okkur og strákar elska pizzur!

Léttar æfingar hjálpa gegn timburmönnum. Mikilvægast er að drekka nægan vökva með og ekki taka of hart á því.

Banana-bláberjagrænkáls-sítrónu smoothie Andoxunarefni, kalín, sykrur, vítamin og meltingarensím. Allt þetta hjálpar þér að ná bata.

35


Teachers in the wild

36


Klíkuskapur í Verzló? Í

byrjun annar voru sex nemendur úr hverjum bekk Versló fengnir til að svara spurningum sem vörðuðu bæði nemendafélagið og skólann. Niðurstöðurnar voru vægast sagt ótrúlegar á sumum sviðum en þá allra helst í Sigurður spurningu sem varðaði tækifæri á að taka 4-F þátt í starfi á vegum nemendafélagsins. Einnig var áhugavert að sjá hversu margir hafi reynt að smygla áfengi inn á böll NFVÍ en um 16% viðurkenndu að hafa gert það auk þess sem fólk var almennt sammála um að verðlagið í Matbúð væri aðeins of hátt.

S

amkvæmt niðurstöðum könnunarinnar fara u.þ.b. 240 hungraðir Verzlingar í Bónus á hverjum degi en hluti þeirra gæti verið á meðal þeirra 100 Verzlinga sem sakna gömlu Matbúðar og vilja ólmir fá hana aftur í stað þeirrar nýju. 60% svarenda voru þó alsælir með hina nýju eða vildu hafa vöruúrvalið blandað. Verzlingar eru þó almennt nokkuð ánægðir með matarúrvalið heima hjá sér en um 65% taka mjög reglulega með sér nesti að heiman. Það vakti einnig mikla kátínu meðal rannsóknarmanna hversu fáir félagsmenn réðu við spurninguna: „Hvar neytir þú áfengis?“ En rúmur helmingur þeirra sem neituðu sögðust „ekki neita áfengis“, „ekki neyta áfengi“ og jafnvel „ekki neita áfengi“. Út frá því mætti draga þá ályktun að alla vega þeir Verzlingar sem ekki neyta áfengis séu ekkert sérlega góðir í stafsetningu. Annað sem vakti athygli var að aðeins einn þátttakenda sagðist neyta áfengis með munninum, það er enn hulin ráðgáta hvernig afgangurinn fer að því. Það sem vakti þó mesta athygli Hagsmunaráðs var hvernig NFVÍ kom út úr könnuninni. Þar kom fram að töluverður meirihluti félagsmanna hafði sleppt viðburði á vegum félagsins vegna þess að hann var of dýr eða 6 af hverjum 10. Auk þess taldi helmingurinn að ódýrara væri að stunda nám við annan framhaldsskóla óháð skólagjöldum, það er greinilega ekki ókeypis að vera Verzlingur. Verzlingar eru einnig reglulega upptekið fólk en um helmingur þeirra sem tók ekki þátt í félagsstörfum gerði það vegna anna á öðrum sviðum þó sumir væru einfaldlega hræddir um að komast ekki inn.

Yfir helmingi þátttakenda fannst klíkuskapur vera meiri en lýðræði og 22% fannst vera sitt lítið af hvoru. Stóra klíkumálið hefur líklega ekki farið framhjá neinum Verzlingi en klíkuskapur í nefndaskipan og öðru hefur verið mikið í umræðunni á skólaárinu sem er að líða undir lok.

Annað sem vakti athygli var að aðeins einn þátttakenda sagðist neyta áfengis með munninum, það er enn hulin ráðgáta hvernig afgangurinn fer að því.

ánægð/ur með nefndir NFVÍ? ErtuErtuánægð/ur með nefndir NFVÍ?

Könnunin sýndi fram á það að það voru ekki einhverjir örfáir hávaða-seggir sem báru ábyrgðina á umræðunni heldur voru nánast allir Verzlingar sammála. Spurningin hljóðaði nákvæmlega svona: Finnst þér NFVÍ stuðla að lýðræði eða klíkuskap? Niðurstöðurnar sem flestir óska sér er að algjört lýðræði ríki í nemendafélagi eins og okkar en aðeins 1,76% voru á því máli. Tveimur prósentum fannst mjög mikið lýðræði vera við lýði og þremur prósentum fannst örlítið meira lýðræði vera. Yfir helmingi þátttakenda fannst klíkuskapur vera meiri en lýðræði og 22% fannst vera sitt lítið af hvoru. Sem nemanda og félagsmanni í einu stærsta nemendafélagi á landinu finnst mér fáránlegt að NFVÍ skuli vera svo langt frá lýðræði og raun ber vitni. Ég vona innilega að nýkjörin stjórn bæti úr þessum málum svo allir nemendur geti átt jafna möguleika á þátttöku í starfi fyrir nemendafélagið. Klíkuskapur mun alltaf vera til staðar en tölur eins og þessar þekkjast vart í stærstu spillingarríkjum í okkar tíma. Ég ætla þó ekki að líkja nemendafélaginu við spillingarríki en þetta eru ekki niðurstöðurnar sem við eigum að sætta okkur við. Eða hvað? Það er kannski efni í aðra könnun.

18.2% Hlutlaus

75.5% Já

Marka

18.2% Hlutlaus

An n

rtu ánægð/ur með nefndir NFVÍ?

6.3% Nei ráð

a un

Íþró 27%

5%

irð ir 5

%

m

x Ha

Fé h

75.5% Já

Grillnefnd 7%

Gabrí

Skem

ðsnefn

d 5%

Ef nei, hvaða nefndir ertu óánægð/ur með? 6.3% Nei

Nemó 20%

Marka Listó

Málfó

Stjórn

Viljinn Aðrar nefndir/embætti eru Fréttaskot, Gabríel, Listafélgið, Ljósmyndanefnd, Málfundafélagið, Marmarinn, Skemmtinefnd, stjórnin í heild, V78, Vefnefnd og Viljinn. Þau fengu 2,4% hvert.

Marm

Ljósm 37


Hvað tekur við hjá rauðhærðum?

Fanney 6-R

Styrmir 6-F

Rannveig Gauja 6-U

Hvenær byrjaðiru í átaki fyrir útskriftarferðina? Æi, nenni ég bara átaki? Nei. Hvað er það pirrandi að heyra stelpur tala um að kötta fyrir útskriftarferð?

Ertu tilbúinn í útskriftaferðina? Ég er ekki alveg tilbúinn andlega. En er 100% klár líkamlega, enda í frábæru formi. Mamma sér svo um að pakka. Við herbergisfélagarnir þurfum svo aðeins að funda, því Stebbi vill sofa út en Sindri ekki. Og Sindri vill hafa Helgu hjá sér allar stundir en Stebbi tekur það ekki í mál.

Hvað stendur uppúr á skólagöngu þinni í Versló? Tíminn í Versló er búinn að vera frábær frá A-Ö en held að Nemendamótin standi upp úr.

Hversu spennt ertu fyrir útskriftaferðinni? Nei sko ÉG GET EKKI LÝST ÞVÍ HVAÐ ÉG ER SPENNT!!!!

Einhver ráð til busanna? Reyna komast sem mest hjá því að læra og njóta þess að vera í Verzló.

Hvað er það besta við að verða stúdent? Það besta við að verða stúdent er að nú getur maður ráðið nákvæmlega hvaða nám maður fer í og getur gert það sem maður vill. Og svo bara að fá hvítu húfuna.

„Ég geri eitthvað skemmtilegt fyrir mínar Aukakrónur“ Næstum 30 þúsund manns nota Aukakrónur til að kaupa allt frá matvælum til trygginga hjá tæplega 300 fyrirtækjum um land allt. Byrjaðu að safna Aukakrónum strax í dag.

Mánudagur » ÓB

Laugardagur

Fimmtudagur » Caruso


Elías 6-Y

María 6-F

Hvers áttu helst eftir að sakna við Verzló? Korters-grautarins. Ég þarf að borga fyrir hann í HÍ.

Hvert er stefnan sett í framtíðinni? Kaupa eitthvað voða krúttlegt hús í Vesturbænum og lifa hamingjusömu lífi til æviloka eftir að námi lýkur.

Hvert langar þig helst að ferðast í framtíðnni? Ég er enginn rosalegur ferðalangur, en ég ætla mér pottþétt til Japan í nokkrar vikur.

Hvers áttu ekki eftir að sakna frá Verzló? Rökræðum Stefáns við hina ýmsu kennara og samnemendur og cooper hlaupaprófanna.

Bjarki Fannar 6-B Hvað tekur við eftir Verzló? Lögfræði í HÍ örugglega. Hvert er planið fyrir sumarið? Djamma í öllum bæjum á landinu.

Jónsson & Le’macks

jl.is

sÍa

Fimmtudagur 15. apríl Laugardagur Miðvikudagur

Föstudagur » Eva

Laugardagur

Það er auðvelt að safna. Þú færð Aukakrónur fyrir: » alla innlenda veltu af kreditkorti » viðskipti við samstarfsaðila » þjónustuþætti hjá Landsbankanum

Landsbankinn

landsbankinn.is

410 4000


Peysufatadansleikur


Viljinn

mælir með Ice Sound Ice Sound er tónlistarsamskiptasíða sem er enn í mikilli þróun. Síðan er bæði gerð handa tónlistarmönnum til að koma tónlist sinni á framfarir og fyrir tónlistarunnendur til að uppgötva nýja tónlist. Markið síðunnar er að opna eigin heimasíðu þar sem fólk getur átt samskipti við fólk og deilt tónlist sem það hefur áhuga á. Þú finnur Ice Sound á Facebook, Twitter, Tumblr og Soundcloud .

Gef skít í

allar skoðanir

H

ópur manna ferðast gegnum regnskóg. Skyndilega tekur einn mannanna fram byssu og beinir að manni skammt frá. Sá er með hatt og vopnaður svipu. Áður en byssan fær tækifæri til að hleypa af skoti er Heimir hún komin úr hönd mannsins. Indiana 3-I Jones stendur þar, eitilsvalur, og pakkar svipunni aftur við beltið sitt.

S

Að gefa blóð Blóðgjöf er lífgjöf. Í hvert skipti sem þú gefur blóð bjargarðu mannslífum, en blóðbankinn þarf að meðaltali um 70 blóðgjafir á dag! Auk þess færðu frítt að borða fyrir og eftir blóðgjöfina!

Slutty Brownies Smákökudeig + browniemix + oreo = himnaríki í munni.

Hjólabrettum Þau eru sumarleg, töff, umhverfisvæn og frábær fararkostur.

Keilu Mannstu hvað þér fannst gaman í keilu þegar þú varst minni? Svo hættirðu bara allt í einu að fara í keilu! Keila er snilld og frábær fyrir hópefli. Svo er líka frítt í öll tækin í Keiluhöllinni í Öskjuhlíð.

Tonic Góður svaladrykkur fyrir sumarið. Gott að kickstarta sumrinu með smá tonici í prófunum. Fyrir þá sem finnst tonic of þurrt eitt og sér má bæta við dassi af sítrónusafa.

Hvítasunnudegi Hvítasunnudagur er frábær dagur. Í ár kemur hann upp 27. maí, en Verzlingar útskrifast einmitt þann 26. Hvítasunnudagurinn kemur því í veg fyrir að fólk skemmti sér of mikið á útskriftarkvöldinu. Til gamans/ miður má geta að Eurovision er einnig 26. maí. Aumingja Kristinn Pálsson getur því hvergi djammað.

Hugh Laurie Geggjaður leikari, betri grínisti og klikkaður tónlistarmaður. Mælum sérstaklega með plötunni Let Them Talk.

vona hljómar fyrsta kvikmyndaminningin mín. Ég var fljótur að undrast á því hversu mikið þessi miðill gat gert við fólkið sem horfði á. Spenna, grín, drama, hasar. Það voru til endalausar tegundir og allir fundu sér eitthvað til hæfis. Það þurfti þó bara nokkrar Indiana Jones-myndir og ég var kominn með framtíðina mína. Ég var aðeins átta ára þegar ég bjó til mína fyrstu stuttmynd, tekin upp og klippt í splunkunýjum Sony Ericsson síma. Það var eini tilgangur símans í mínum augum. Fleiri manns bættust við og kvikmyndadellan styrktist við það. Stuttmyndirnar þróuðust fljótt og amatör og samhengislausu myndirnar voru allt í einu skemmtilegar og vel gerðar. Frammistöðurnar okkar sem leikarar eru hins vegar allt annað mál.

Ég var aðeins átta ára þegar ég bjó til mína fyrstu stuttmynd, tekin upp og klippt í splunkunýjum Sony Ericsson síma. Ég hafði aldrei pælt í því hvað ættinni minni fannst um áhugamálið mitt. Í rauninni gaf ég skít í allar skoðanir og gagnrýni svo lengi sem það var ekki í vegi fyrir mér. Þegar ég byrjaði í Verzló í haust vissi ég að núna þyrfti að ákveða hvaða menntun menn væru að sækjast eftir. Ég var enn staðráðinn að verða kvikmyndagerðarmaður, helst leikstjóri og handritshöfundur, og ákvað að hafa ekkert aukaplan. Eða kannski ætti ég að vera prófessor, tannlæknir eða hvað með lögfræðast aðeins í Héraðsdómi? En þetta voru ekki mínar hugsanir, þetta voru raddir fjölskyldumeðlimna sem höfðu vægast sagt tekið örugga leið í lífinu. Engir sénsar og bara kósí og huggulegt með skammt af miklum lærdómi. Er þetta ekki komið gott, er eina sem ég fæ að heyra úr þessu fólki nú til dags þegar rætt er um hobbýið mitt. En auðvitað brást ég ekki planinu mínu að verða kvikmyndaleikstjóri og hamdi mig um að gefa ákveðnum aðila hnefann í smettið. En það eru jákvæðir hlutir við allt. Upp úr öllu þessu komst ég í raun að því hvern ég á að tala við innan ættarinnar. Ég sé ekki lengur stórfjölskylduna með barnaaugum. Frænkan sem var aldrei á staðnum, afinn með stóra skapið ásamt ömmunni sem fyllti á snúðadiskinn jafn óðum og hann kláraðist. Núna er frænkan skyndilega orðinn stærsti stuðningsaðilinn minn og dælir í mig upplýsingum og tækifærum á meðan amman og mamman reyna lúmskt að snúa manni í aðra átt, beint á líffræðibrautina í MR. Afinn er hinsvegar næstum jafn hlutlaus og Sviss en hallar sér örlítið til frænkunnar. Allt í lagi, sumarplanið mitt að koma kvikmynd í gang gæti myndað fjarmálavandamál en ég er einfaldlega of þrjóskur að hlusta á gagnrýnisraddir. Enda er alltaf von fyrir mér að gera hlutina sem ég ætla mér að gera. Von er kraftmesta tilfinningin og svo lengi sem það er einhver pínulítil von verð ég til staðar. Ég er ekki að hugleiða allt þetta til að dissa ættina mína heldur til að segja ykkur öllum að hunsa allar gagnrýnisraddir og gera það sem ykkur sýnist vera rétt. Þannig gerast hlutirnir.

Do, or do not. There is no try.

41


Illmenni Módel Darth Maul (forsíða): Sigurbjörn Ari Sigurbjörnsson, 4-H Sadako Yamamura: Kristín Yuxin Bu, 3-V Vincent Vega: Arnar Þór Ólafsson, 5-U Jules Winnfield: Freyr Saputra Daníelsson, 3-R Poison Ivy: Svanhildur Gréta Kristjánsdóttir, 5-A Freddy Krueger: Friðrik Karl Karlsson, 6-B Dracula: Sigurbjörn Bernharð Edvardsson, 4-D Jigsaw: Egill Sigurðarson, 6-H Grimmhildur grámann: Karólína Maríudóttir, 4-E Alex DeLarge: Bjarki Vilmarsson, 6-H Jóker: Aron Már Ólafsson, 5-F Ljósmyndarar Edda Konráðsdóttir Hildigunnur Sigvaldadóttir Rafn Erlingsson Myndvinnsla Hildigunnur Sigvaldadóttir Förðun Elísabet Ormslev Viljastúlkur


Við bjóðum Námsvild

20% afsláttur af bíómiðanum og meira popp og gos Þegar þú greiðir með Stúdentakorti Íslandsbanka í Smárabíói, Háskólabíói og Borgarbíói Akureyri færðu stórt gos og popp á verði miðstærðar og 20% afslátt af bíómiðanum – alla daga.

Afslátturinn gildir hvorki með öðrum tilboðum né á sýningar í lúxussölum.

Við bjóðum góða þjónustu islandsbanki.is | Sími 440 4000

Viljinn  

Fjórða og síðasta tölublað Viljans skólaárið 2011-2012. Annað tölublað 2012

Viljinn  

Fjórða og síðasta tölublað Viljans skólaárið 2011-2012. Annað tölublað 2012

Advertisement