Page 1


Viljinn 3. tbl. 103. árgangur. September 2011

Publisher N.F.V.Í

Editor-in-chief

Ritstjóra ávarp!

Rafn Erlingsson

Editors

Áslaug Björnsdóttir Edda Konráðsdóttir Hildigunnur Sigvaldadóttir Magnús Mar Arnarson Sara Sigurðardóttir Þórey Bergsdóttir

Síðustu dagar og vikur hafa einkennst af svefnleysi, stressi og ábótavantri skólasókn (eins og ykkur sé ekki sama). Ég vona samt að það hafi verið þess virði og að ykkur líki við blaðið okkar. Ef ekki, þá líkar okkur a.m.k. við það. Bless og takk - ekkert snakk

Design

Rafn Erlingsson Hildigunnur Sigvaldadóttir

Photographers

Þórdís Þorkelsdóttir Sara Sigurðardóttir Hildigunnur Sigvaldadóttir Rafn Erlingsson Þórdís Erla Sveinsdóttir Kristinn Pálsson

Cover model

Sigurður Dagur Sturluson

Printing

Stafræna Prentsmiðjan

Special thanks to:

Þórdís Þorkelsdóttir, 5-R Ólafur Víðir Björnsson, íslenskukennari Þröstur Geir Árnason, íslenskukennari Þorgerður Aðalgeirsdóttir, þýskukennari Sigríður Erla Sturludóttir, forseti NFVÍ Jón Axel Ólafsson, 6-B Sigurður Dagur Sturluson, 4-E Rakel Lind Ragnarsdóttir, 3-V Jörundur Jörundsson, 6-H Elísabet Ólafsdóttir 5-A Hjördís Jóhannsdóttir, 6-U Guðmundur Már Þórsson, 4-A Valur Páll Eiríksson, 4-A Lísa Rán Arnórsdóttir, 4-S Arnar Geir Sæmundsson, 6-E Guðrún Gígja Georgsdóttir, 5-B Þorgeir Vilberg Sigurðsson 6-Y Þórdís Erla Sveinsdóttir, 6-A Davíð Baldursson, 6-R Anton Egilsson, 6-F Gísli Karl Ingvarsson, háskólastrákur Katrín Steinunn, 5-R Mamma Jörundar Húsdýra & Fjölskyldugarðurinn Spútnik Kormákur & Skjöldur Nostalgía Rokk og Rósir

Þið sem þekkið mig vitið að stundum á ég það til að vera öðruvísi og skera mig út úr. Ég þorði samt ekki að fara of mikið út fyrir „normið“ í þetta skiptið. Ég vildi ekki eyðileggja hina glæstu ímynd Viljans og auk þess erum við Verzlingar svo íhaldssamir. En í ár endurvöktum við busamyndirnar og erum með fallegri nefnd en síðustu ár. Fyrir utan það ætti engum að bregða.

Ritstjórn Viljans 2011-2012

Fyrir hönd fallegstu Verslunarskólans, Rafn Erlingsson

nefndar


Efnisyfirlit Lokaball . . . . . . . . . . . 4 Litir regnbogans . . . . . . . 5 Útskriftarferð. . . . . . . . . 6 Plötugagnrýni . . . . . . . . 9 Rock Werchter. . . . . . . 10 Lakkalakk . . . . . . . . . 12 N.F.V.Í.. . . . . . . . . . . 14 Nýnemar. . . . . . . . . . 18 Símamyndir . . . . . . . . 24 Stunu-ostakaka. . . . . . . 25 Miðstjórnarferð. . . . . . . 26 Reykjavik Fashion Journal. . . 27 Hollt Snakk. . . . . . . . . 28 Tískuþáttur. . . . . . . . . 30 Golfmót . . . . . . . . . . 34 Busaviðtöl . . . . . . . . . 35 Tónlistarhorn Magga. . . . 36 Nýja Matbúð. . . . . . . . 38 Katrín Steinunn. . . . . . . 41 Myndaalbúm Viljans. . . . 42

4

14

26 26

18

42 34 25 38

30

6


Lokaball

4


S

umarið einkenndist af mikilli litadýrð og eitt stærsta trendið í tískuheiminum voru áberandi og skærir litir. Það hefur löngum verið sannað að litir hafa áhrif á tilfinningar fólks því við greinum liti í heilanum en ekki með augunum. Svokölluð lita „meðferð“ sem er að ná vaxandi vinsældum innan náttúrulækninga, er rakin aftur til Sara forn Indlands og til græðaranna í Egyptalandi og er notuð til að vinna Ritnefnd gegn stressi, þunglyndi, kvíða og til að auka orku sjúklinga. Hér koma staðreyndir sem þú vissir kannski ekki um liti. Það er um að gera að vanda valið þegar verslað er föt eða þegvar mála á herbergi því að litirnir skipta meira máli en við höldum.

Rauður er mjög ertandi litur. Hann fær adrenalínið til að flæða, lætur hjartað slá hraðar og hraðar á öndun. Rauður er fyrsti liturinn sem nýfædd börn greina og örvar þroska heila þeirra. Auk þess örvar rauður litur munnkirtlana og sannað er að fólk dvelst lengur í rauðu umhverfi. Því eru margir matsölustaðir málaðir rauðir. Þegar fólk stendur frammi fyrir áskorunum eða þegar fólk vill ná athygli annarra klæðist það rauðu. Kannski vegna þess að rauður gefur aukið sjálfstraust. Flest sigursæl íþróttalið klæðast rauðu þar sem það virkar ógnvekjandi á hin liðin. Ef þú ætlar að vera sexí þá skellirðu þér í rauðan kjól. Sálfræðingar segja að menn laðist helst að rauðum lit. Lögreglan tekur líka oftast eftir rauðu þannig að ef þú ekur um á rauðum bíl ertu líklegri til að fá sekt auk þess sem flest stolin farartæki eru rauð.

Gulur

Gulur litur vekur athygli, þess vegna eru mörg umferðarskilti gul. Gulur er mjög örvandi og getur hraðað efnaskiptum líkamans. Hann getur líka valdið skapsveiflum og sýnt hefur verið fram á að börn gráta meira í gulu umhverfi.

Grænn

Ef þú ert þreyttur og átt erfitt með að halda augunum opnum er mælt með að þú horfir í grænan lit. Grænt hefur róandi og slakandi áhrif á flesta einstaklinga. Sjúklingar eru sums staðar settir í græn herbergi til að róa þá.

Blár

Sumir eru einbeittari, meira skapandi og standa sig betur í bláu umhverfi, þess vegna eru flestir líkamsræktarsalir málaðir bláir. Blár er líka litur friðar og róar og sumum finnst hann vera tákn um tryggð og öryggi. Blár er talinn verkjastillandi og gott fyrir veika að vera í bláu umhverfi. Athygli vekur að fleiri lög hafa verið samin um bláa litinn en nokkurn annan lit. Rannsóknir sýna að það að vera í kóngabláu verndar húðina frá sólargeislunum þar sem dökkblár dregur til sín flesta UV-geisla svo að færri lenda á húðinni. Einnig hefur verið sýnt fram á að ljósblár minnkar matarlistina, sennilega vegna þess að hann finnst ekki oft í mat í náttúrunni. Margir megrunarkúrar mæla því með að borða af ljósbláum diski.

Hvítur

Hvítur er litur hreinleikans og stendur fyrir eitthvað nýtt, ást, frið og frelsi. Brúður klæðist hvítu. Það er gott að vera í hvítu á sumrin því hvítur litur kastar frá sér sólargeislunum svo manni verði ekki of heitt.

Appelsínugulur

Appelsínugulur er hamingjusamur og glaðlegur litur. Klæddu þig í appelsínugult og vertu glaðari!

Bleikur

Bleikur er litur æsku og sakleysis. Hann er kvenlegur og róandi og hefur verið notaður í fangelsum til að róa fangana.

Svartur

Fólk nýtur oft meiri virðingar ef það klæðir sig í svart. Ef þú vilt virðast vera með hlutina á hreinu, klæddu þig þá í svart. Ekki skemmir fyrir að svartur er líka grennandi. Prestar og nunnur klæðast svörtu til að sýna undirlægni við vilja guðs. Þegar votta á virðingu klæðist fólk svörtu, t.d. við jarðafarir.

Fjólublár

Fjólublár er litur kóngafólksins og tákn um traust, fágun og ríkidæmi. Ástæðan fyrir þessu er að fjólublár er sá litur sem erfiðast er að blanda og því var erfitt að lita föt fjólublá í gamla daga. Aðeins ríka fólkið hafði efni á að ganga í fjólubláu.

Litir Regnbogans

Rauður

5


Útskriftarferð

Það eru ekki allir svo heppnir að fá að fara í útskriftarferð. Undirritaðir ákváðu þó að taka þetta skrefinu lengra og fara tvisvar. Hafandi farið einu sinni nú þegar og á leiðinni aftur í vor ákváðum við að deila aðeins með ykkur smá visku sem okkur hefur áskotnast á ferðum okkar um strendur Spánar. Hér á eftir fylgja nokkrir punktar um hvað skuli varast og hvað skuli ekki varast í ferð sem þessari.

Arnar Geir Heimsborgari

Innfæddir

McDonalds

Mögulega það mikilvægasta sem þú munt gera í ferðinni er að vingast við innfædda á staðnum. T.d. má nefna að með því að fá sætu barstelpuna með þér í lið tryggirðu þér betur blandaða drykki, raðir verða óþarfar og svo er líka bara ósköp gaman að þekkja sætu barstelpuna. Einnig er mikilvægt að tryggja vinskap við lágmark einn þjón á hótelveitingastaðnum til að tryggja þér sem besta þjónustu þar. Mönnum hefur líka reynst vel að gefa hreingerningardömunni vænt þjórfé strax á fyrsta degi og þá sleppur þú við kvartanir frá henni, sama hversu slæm umgengnin er. Hún mun einnig bóna gólfið svo vel að þú getur speglað þig í því. Svo er ekki leiðinlegt að vera eini maðurinn á hótelinu með silkiáklæði á rúminu. Líkur eru á því að allir aðrir á svæðinu séu aldraðir, feitir og fullir Bretar svo að bar- og veitingastaðaþjónarnir eru í raun þeir einu sem vert er að kynnast.

Kaupa eins marga ostborgara á McDonalds og mögulegt er. Það er fátt skemmtilegra en að sjá svipinn á afgreiðslumanninum á McDonalds þegar þú valsar inn, létt kenndur, og biður um 150 ostborgara „to go“. Það er síðan ekki til þess að skemma gleðina að mæta á sundlaugarbakkann með gómsæta ostborgara handa þunnum fyrrverandi skólafélögum.

Undantekning:

Regla númer 1, 2 og 3! Aldrei taka fyrsta tilboði. Það er alltaf hægt að prútta. Nemendur á viðskiptabraut: Þið munuð að öllum líkindum fá allt á besta mögulega verði. Nemendur á eðlisfræðibraut: Að öllum líkindum munið þið enda á því að borga vændiskonu fyrir það eitt að láta ykkur í friði.

Ef þú kynnist sextugum Breta að nafni Joe í pílukasti þá í guðanna bænum, spjallaðu við hann, hlustaðu á hann og lærðu af honum. Kenndu honum að synda en mundu að segja honum að skilja úrið sitt eftir á bakkanum þar sem það er mjög ólíklega vatnshelt.

6

Vændiskonur og svartir sólgleraugnasölumenn

Rafn Ritstjóri

Svaðilfarir Undirritaðir eru tilbúnir að votta það að ykkur mun aldrei líða betur heldur en þegar þið liggið lengst úti á rúmsjó á vindsæng vopnuð tveimur kútum af guðdómlegum veigum. Hélduð þið að þetta gæti ekki orðið betra? Viti menn, viti menn, kútarnir fljóta! Úti á miðjum rúmsjó hefurðu einnig afsökun fyrir því að pissa á þig. Einnig er ráðlagt að velja sér staur, bauju eða einhvern álíka krefjandi áfangastað til að synda að og nýta sem griðarstað (ef þú notar gleraugu, skyldu þau eftir, það er mjög slæmt að vera hálfblindur alla útskriftarferðina þína).

Hafa skal í huga að vissulega er margt annað sem vert er að hafa í huga í ferðum sem þessari en þetta var svona það sem okkur þótti mikilvægast. Af einhverjum „óskiljanlegum“ ástæðum er minnið ekkert það allra besta eftir þessa ferð en við getum þó kvittað undir það að allar minningar sem eftir urðu eru vægast sagt góðar.


7


dag!! er málið í KEEP CUP rðamál fjölnota fe g o t n æ sv u - Umhverfi g hannað eð litina o m r é þ tu - Leik útlit þitt eigið

+

ttur af 3O kr.afslá áli 191 144 Kaffihús

ota m kaffi í fjöln

RISABÁTARAÐ AÐEIGIN EIGINVALI VALI 22RISABÁTAR EÐA22PIZZUR PIZZURM/2 M/2ÁLEGGJUM ÁLEGGJUM EÐA 2LGOS GOS &&2L

20%afsláttur afslátturafafmatseðli matseðli 20% 15%afsláttur afslátturafaftilboðum tilboðum &&15% fyrirVerzlinga Verzlingaí allan í allanvetur vetur fyrir

www.kaffitar.is

15% námsmannaafsláttur* *gildir ekki með öðrum tilboðum

Sneið og 33cl gos - 550 kr. 2 sneiðar og 0,5l gos - 1000 kr. Opnunartími: mán-fim 11-23, fös 11-06, lau 12-06 og sun 12-23

Sjáðu matseðilinn á www.gamlasmidjan.is

8

www.gamlasmidjan.is

s. 578 8555

Lækjargata 8

191 144 Kaffihús

I RÍKU

ttur af

L T I KAFFISOP

dag!! er málið í KEEP CUP rðamál fjölnota fe svænt og - Umhverfi nnaðu na og ha ér með liti - Leiktu þ útlit þitt eigið

S I F F A K +

3290 kr. kr. 3290

kaffi í fjö

C

3O kr.lnaofstalámáli

C

www.kaffitar.is

FJÖLSKYLDU FJÖLSKYLDU

R Í U K I R L T OPI


Plötugagnrýni:

Leoncie er tákn um gæði! I

ÍKUR

ndverska prinsessan Leoncie hefur lengi vel verið skærasta stjarna Íslands í tónlistarheiminum og var það mikil þjóðarsorg þegar hún yfirgaf land og þjóð og flutti til Bretlands hér um árið. Þegar undirritaður gaf sig á tal við prinsessuna sagði hún að það væru tvær ástæður fyrir ákvörðun sinni að flytja til London. Sú fyrri var sjálfsögðu að hin íslenska Madonna er hreinlega of stór fyrir Ísland en seinni ástæðan var að hún varð fyrir hrottalegu einelti að hálfu íbúa Sandgerðisbæjar þar sem hún bjó um árabil. Þrátt fyrir það lifir Leoncie ennþá í hjörtum okkar Íslendinga en líflegir tónar með Hinrik skondnum og erótískum textum einkenna oft lög Icy Spicy Leoncie. 6-D En hér ætla ég að rýna í hina frábæru plötu Leoncie sem kallast Radio Rapist Wrestler. Þessi magnaða breiðskífa hefur selst í tugþúsundum eintaka hér á landi og inniheldur 13 lög sem eru hvert öðru betra. Fyrsta lagið á plötunni er hið geysivinsæla lag Radio Rapist þar sem Leoncie fær heldur betur að njóta sín. Ég leyfi mér að fullyrða það að Tina Turner er með tærnar þar sem Leoncie er með hælana, því Leoncie nær svo hátt upp en getur líka sungið ótrúlega lágt niðri. Eftir að hafa hlustað á Radio Rapist hugsaði ég með mér að lag númer tvö gæti ekki verið betra. En mér skjátlaðist svo sannarlega því þjóðlagasveiflan Wrestler var annað lagið á plötunni. Það er synd og skömm hvað Wrestler fékk litla útvarpsspilun á sínum tíma, en aðeins Útvarp Saga setti það í spilun. Enda er sú útvarpsstöð lang fremst meðal jafningja. Það er ekki til einn Íslendingur sem kannast ekki við næsta lag á plötunni en það er auðvitað Love in a Pub. Samkvæmt heimildum mínum er Love in a Pub tileinkað yfirkennaranum Þorkeli Diego, en mikið neistaflug var á milli þeirra þegar þau hittust á skemmtistaðnum Gauki á stöng hér um árið. Diego-faðirinn vildi hins vegar ekkert með hana hafa. Eftir þessa ótrúlegu diskóballöðu, sem Love in a Pub er, þá kemur örlítil lægð á plötunni. Næstu fimm lög: Killer in the Park, Pole Club Song, I Want Your Love, Change of Scene og Come to Me If You Wanta Have Some Fun eru öll ágætis tónsmíðar – og þá kannski sérstaklega Pole Club Song – þó að undirritaðir ætli ekki að kryfja þau nánar. Níunda lagið á plötunni er það eina sem hefur íslenskan titil en það nefnist Ást á pöbbnum. Þar sýnir indverska þokkadísin að hún er ekkert síðri að semja íslenska texta en þá ensku, svo að ég taki dæmi um snilli hennar þá segir hún í laginu: „Hann vildi kaupa hús en hann á varla fyrir ölkrús“ Ég fullyrði það að allir sjá þarna hversu fær Leoncie er í raun og veru því það er ekki margur tónlistarmaðurinn sem hefur hæfileikana í textasmíð sem þessa. Lagið Rocky er það tíunda í röðinni en í því lagi segir hún hina víðsfrægu línu: „Rocky, you are my scorpion king“. Enn og aftur sannar Leoncie sig sem framúrskarandi textahöfund ásamt því að hljómsborðssólóið í bakgrunni er alls ekkert síðra. Mér skilst að það sé eiginmaður hennar, Viktor, sem spilar á hljómborðið. Eftir að hafa hlustað á þessi unaðslegu 10 lög gat ég hugsanlega ekki beðið um meira en Leoncie var á öðru máli. Ellefta lagið var

“...hin íslenska Madonna er hreinlega of stór fyrir Ísland

nefnilega jólalag. Ég held að allir Íslendingar viti hvar þeir voru staddir þegar þeir heyrðu Mr. December í fyrsta sinn. Sjálfur var undirritaður á Bylgjulestinni á Flúðum haustið ´97. Seinustu tvö lög á þessari geysivinsælu plötu eru smellirnir My One True Love og Baby I’m Feelin’ All Mixed Up sem fjalla báðir um eiginmann hennar, kyntáknið Viktor. Eftir að hafa hlustað á þessu plötu fjórum sinnum í gegn varð mér ljóst að lögin urðu bara betri og betri. Mæli eindregið með því fyrir alla landsmenn að fara í næstu hljómplötuverslun og kaupa sér þessa vönduðu plötu, ef hún er ekki orðin uppseld nú þegar. Íslendingar ættu að vera stoltir af Leoncie því hún er svo sannarlega okkar fremsta poppgyðja og má með réttu kalla hana hina íslensku Madonnu. Leoncie - Radio Rapist Wrestler Radio Rapist-Wrestler fær fullt hús stiga og svo miklu meira en það!

VVVVV

Bergþór Vikar Geirsson

Jææja, nú er djamm í kvöld! menn byrjaðir að finna á sér, vonast til að geta tekið einhverja skemmtilega píu heim :-) giirls, call me

Bergþór Vikar Geirsson

hórurnar á Istegade stóðu fyrir sínu í gærkvöldi

Bergþór Vikar Geirsson Afhverju er fokking red tube niðri?!

Bergþór Vikar Geirsson ég ELSKA red tube !

Jón Axel Ólafsson

Ef ég væri kona í dag, væri ég með egglos

Hrefna Marcher Helgadótir

ég bara elska froðupartý og óla geir!!! ... nuffsaid

Bryndís Hjörleifsdóttir Var að kúka 2 kg fkn næs maður!

9


Edda Ritnefnd

Kristín Björk 6-B

Salka 6-B

Elísabet 6-B

Miðvikudagur Við vinkonurnar mættum á Werchter ráðvilltar í belgískri sveit með þunga bakpoka fulla af spenningi. Þá tók við þriggja tíma bið eftir að tjaldstæðið yrði opnað. Eftir biðina skelltum við tjöldunum upp með króníska svitalykt í fötunum vegna óbærilegs hitastigs. Því næst var svæðið skannað og við blöstu vellyktandi kamrar og engar sturtur heldur aðeins vaskar með köldu vatni. Ein heppin tók fyrstu nóttina með trompi eftir of stóran skammt af kebabi og ældi í gríð og erg, tjaldnágrönnum sínum til mikillar mæðu.

Fimmtudagur

Föstudagur Vöknuðum í svita og hita í loftlausu tjaldinu. Við böðuðum okkur við vaskana með því að fylla flöskur af vatni og skvetta yfir hver aðra. Við slepptum fyrstu tónleikum dagsins til þess að geta sólað okkur og fengið smá flögnun á nebbann. Svo var sett í skinkugírinn til þess að sjá KE$HA drekka blóð og fara í handahlaup. Það var mögulega besti (lesist versti) flutningur hátíðarinnar. Eftir að hún lauk sér af tók við VEISLA á stóra sviðinu. White Lies, The National, Arctic Monkeys og Kings Of Leon. Matt Berninger, söngvari The National, gerðist svo djarfur að kasta sér í fang aðdáenda sinna og gekk ótrauður í gegnum lýðinn syngjandi Terrible Love, öryggisvörðunum til mikillar gleði. Arctic Monkeys stóðu ekki undir væntingum allra því þeir spiluðu nánast ekkert gamalt efni en Kings Of Leon stóðu svo sannarlega undir væntingum.

Vöknuðum í svitabaði með gleði í hjarta enda fyrsti tónleikadagurinn runninn upp. Hátíðin hófst á stóra sviðinu með glaumgosunum í OFWGKTA (Odd Future Wolf Gang Kill Them All) en þeir trylltu lýðinn þrátt fyrir að Tyler hafi verið í hjólastól. Eftir þeirra framkomu fórum við yfir í Pyramid Marque og sáum TV On The Radio, Aloe Blacc og James Blake. Sá síðastnefndi stóð upp úr að okkar mati en hann töfraði áhorfendur upp úr skónum með kurteisi sinni og undurfögrum tónum. Seinna um kvöldið þegar dimma tók þyngdist tónlistin og við tóku Queens Of The Stone Age og Linkin Park. Á QOTSA beindist athygli okkar þó meira að því að safna 20 tómum glösum til þess að fá einn frían drykk. Á Linkin Park var sungið með öllum lögum (PoppTV gláp fortíðarinnar kom sér vel) og slammað var eftir bestu getu. Nokkrar af okkur duttu svo í lukkupottinn þegar þær rákust á meðlimi OFWGKTA. Chemical Brothers lokuðu kvöldinu með brjáluðu ljósashow-i í rigningarstemmingu.


Laugardagur Vöknuðum sveittar að venju. Við höfðum ákveðið að vera alveg fremst á VIP svæðinu um kvöldið og fylgdum því auðvitað eftir. Það þýddi að mikil lífsreynslubið væri fram undan því þegar inn á VIP svæðið var komið var mikil áhætta að yfirgefa svæðið og treysta á að komast aftur inn. Um miðjan daginn hófst því 8 klukkustunda bið eftir Chris Martin, án neyslu matar og drykkjar og án nokkurrar losunar líkamans. Biðin einkenndist af því að sjá Taylor Momsen, Bruno Mars, Elbow, PJ Harvey og Portishead. Flutningur þeirra er þó í móðu í minningu okkar vegna Coldplay eftirvæntingarinnar. Þegar þeir stigu á svið örvuðust tárakirtlar áhorfenda og hamingja heltók tæplega 100.000 tónleikagesti. Fiðrilda-confetti og risablöðrum rigndi yfir fjöldann sem kunni hvert einasta orð laganna. Tilfinningin var ólýsanleg og minningin um hana mun lifa lengi.

Do’s . • • • • • • • • •

Gott er að fá sér morgunmat á Vitamin Bar. Klósettbíllinn með alvöruklósettum sem kostar 50 cent er góður þegar maður hefur fengið nóg af kömrum. Taktu með þér fullhlaðna myndavél. Sniðugt er að taka með aukasíma því erfitt er að hlaða símann sinn. Mættu snemma á tónleikasvæðið ef þú vilt vera framarlega. Taktu með nóg af cash. Aðeins einn hraðbanki. Safnaðu glösum og flöskum og fáðu frían drykk fyrir! Kynntu þér intimate wipes. Fáðu þér dry shampoo.

Don’ts . •

Ekki vera í óþægilegum skóm.

Ekki vera Baba

Ekki vera á tjaldstæðinu á milli 21:00 og 00:00 vegna fljúgandi hryllingsdýra!

Ekki borða núðlur á Wok n’ Roll nema þú fílir magakveisur.

Sunnudagur Vöknuðum enn sveittari en vanalega. Tókum smá sólbaðslögn fram yfir fyrstu tónleika dagsins og byrjuðum á því að sjá Kasabian í picnic stemningu á grasinu. Færðum okkur svo yfir á Two Door Cinema Club og dilluðum okkur í sólskininu. Brandon Flowers tók svo við af þeim og vakti upp nostalgíutilfinningu með Mr. Brightside og Read My Mind. Unaðstilfinning flæddi svo um líkamann þegar Fleet Foxes stigu á svið. Þeir félagar hlutu mikið lof áhorfenda og flutningur þeirra situr svo sannarlega eftir. Svengdin fór að segja til sín og héldum við þá á Kínabásinn Wok n’ Roll og fengum okkur núðlur. Því næst tók Robyn við borðandi banana í platform skóm. A-Trak hitaði svo upp fyrir lokahnykk hátíðarinnar, Black Eyed Peas. Að sjá Fergie hrista rassinn með berum augum, Will.i.am spranga um í speglabúningi og Taboo fara á háhest út í crowdið var upplifun sem við höfum allar með tölu þráð heitt síðan við vorum 12 ára. Hátíðinni lauk svo með flugeldasýningu og confetti. Seinna um kvöldið reyndust núðlurnar, sem við gæddum okkur á fyrr um daginn, vera matareitrun í boxi. Við tók frussukúkur og uppköst hjá fjórum meyjum hópsins sem kryddaði verulega heimferðina af hátíðinni.

11


Það var í lok maí á þessu ári sem ný verslun bættist við flóru tískuverslana landsins, en það var vefverslunin Lakkalakk. Eigendurnir eru tískusysturnar Ása og Jóna Ottesen og eru þær þekktar fyrir fallegan smekk og gríðarlegan áhuga sinn á tísku. Við settum okkur í samband við systurnar og spurðumst örlítið fyrir um nýju búðina og álit þeirra á tískunni í dag.

Hvernig mynduð þið lýsa ykkar stíl? Við erum með ólíkan stíl að vissu leyti, ég (Ása) er meiri töffari í mér og elska „biker“ leðurjakka, klæðist mikið í svörtu og gæti alveg hugsað mér að eignast mótorhjólastígvél. Jóna er meiri rómantíker, elskar pastelliti og fallega kjóla. Þetta er fín blanda því það hjálpar til við vöruúrvalið

Hvað er það sem vekur áhuga ykkar á tísku? Það er svo ótrúlega margt heillandi við tískuna. Við erum hrifnastar af því hvað það er alltaf mikið að gerast umhverfis hana, alltaf eitthvað nýtt í Áslaug gangi og aldrei lognmolla í kringum Ritnefnd hana. Svo er þetta líka bara eitthvað meðfætt, við höfum alltaf haft mikinn áhuga á að líta vel út og klæðast smart fötum.

Hvernig mynduð þið skilgreina tískuna í dag? Tískan í dag er auðvitað mjög fjölbreytt. Hún skiptist í allskonar „trend“og við erum sérstaklega hrifnar af öllu „bohem“ og hippalegu. En það er flottast að blanda saman mörgum „trendum“ og það er einkennandi fyrir tískuna í dag; margt í gangi sem hægt er að púsla saman á skemmtilegan hátt.

Hvenær kviknaði áhugi ykkar á tísku? Ég (Ása) hef verið svona 12 ára þegar ég fór að pæla í tísku. Þá stalst maður í að skoða Freemans bæklingana hjá mömmu og lét sig dreyma um falleg föt. Jóna hefur alltaf verið tískudrós, byrjaði mjög ung að varalita sig og safnaði sér fyrir kúrekastígvélum 9 ára gömul.

Hvernig fenguð þið þá hugmynd að stofna vefverslun? Hugmyndina fengum við í einu af okkar fjölmörgu skype-samtölum á milli Íslands og New York. Innblásturinn kemur því að miklu leyti frá Ameríku en okkur hefur báðum dreymt um að opna búð og vefverslun er frábær vettvangur fyrir okkur sem búum í sitthvoru landinu og getum sinnt allri landsbyggðinni.

Hvar sjáið þið verslunina ykkar eftir 5 ár? Enn flottari, enn stærri og enn betri.

12


Eigið þið ykkur einhvern uppáhalds hönnuð? Ekki neinn sérstakan, það er breytilegt eftir árstíma hver nær að heilla mann. En ég (Ása) er mjög skotin í Aftur og væri alveg til í að eignast fallegar flíkur frá þeim.

Hvað er það sem veitir ykkur innblástur varðandi tísku? Fólkið á götunni, vinkonur okkar, tískubloggin og svo bara það sem heillar hverju sinni. Oft vaknar maður með einhverja flík á heilanum, en er samt ekki viss afhverju.

Hvaða flík vilduð þið óska að fleiri myndu klæðast? Hmmmmm, ég vildi óska að fleiri myndu klæðast fallegum „vintage“ flíkum. Maður á ekki að vera hræddur við að kaupa notuð föt. Þarna eru nefnilega algerir gullmolar inn á milli og svo er það líka miklu skemmtilegra að eignast flík sem enginn annar á, heldur en að mæta í sama kjól og 5 aðrar stelpur á eitt ball.

Eruð þið með einhver einföld tískuráð fyrir ráðvillta Verzlinga? Ekki fara í föt sem klæða ykkur ekki vel þótt þau séu í tísku. Maður á alltaf að klæða sig eftir vexti og vera í því sem manni líður vel í.

Að lokum, hver er spurningin sem þið vilduð að fleira fólk myndi spyrja ykkur en þið hafið aldrei haft tækifæri til að svara? (og hvert er svarið?) Já það er nú spurning... það mætti kannski segja að fáir spyrja okkur úti í fólkið sem vinnur með okkur í síðunni, en við viljum þakka Kolfinnu og Margréti fyrir ljósmyndirnar, Bjarka, Ingva og Tinnu fyrir gerð síðunnar, fyrirsætum og förðunarfólki fyrir frábær störf, mömmu fyrir alla þolinmæðina og hjálpina og auðvitað kærustum okkar sem við eigum allt að þakka.

13


Valdapýramídi NFVÍ

Forseti: Sigríður Erla

Féhirðir: Ari Páll

Íþró Félagið heitir Íþróttafélag N.F.V.Í. Skal það sjá um íþróttamál innan skólans og standa fyrir íþróttatengdum atburðum. Nefndina skipa Hilmar Steinn, Selma, Marteinn, Sigríður Katrín, Hinrik Wöhler, (formaður), Styrmir, Hermann Ágúst og Hilmar

Málfó Félagið heitir Málfundafélag Verzlunarskóla Íslands. Tilgangur félagsins er að gefa félagsmönnum kost á að æfa sig í ræðumennsku og framsögn. Félagið skal einnig styrkja málefnalega umræðu í skólanum og standa fyrir málfundum. Nefndina skipa Gísli Þór, Aron Björn, Hersir, Gunnhildur, Kristín Dóra (formaður), Kristín Björk og Málfríður

Nemó Nefndin heitir nemendamótsnefnd N.F.V.Í. Hlutverk nefndarinnar er að undirbúa og halda nemendamót Verzlunarskóla Íslands. Nefndina skipa Eva Dögg, Rebekka, Unnur (formaður), Indíana, Elísabet Hanna, Mímir, Daníel og Magnús

14


Listó Félagið heitir Listafélag Verzlunarskóla Íslands. Hlutverk þess er að glæða áhuga nemenda á listum, þroska listgáfur þeirra og fegurðarskyn. Nefndina skipa Gísli Grímsson (formaður), Elísa Rut, Ásgrímur, Hildigunnur Anna, Unnur Rún, Auður og Sveinn Breki

Skemmtó Nefndin heitir Skemmtinefnd N.F.V.Í. Hlutverk hennar er að sjá um söngkeppnna Vælið og nýnemadaginn. Hún skal jafnframt standa fyrir fleiri atburðum sem þykja lyfta félagsanda nemenda. Nefndina skipa Davíð, Leifur, Arnar Geir, Starkaður, Birna Dís, Ebba Katrín, Katrín (formaður) og Anton

V78 Nafn blaðsins er Verzlunarskólablaðið. Hlutverk blaðsins er að draga upp mynd af skólalífinu og þeim anda sem í skólanum ríkir hverju sinni og að kynna þau mál sem efst eru á baugi í skólanum hverju sinni Nefndina skipa Snorri, Kristinn (ritstjóri), Pétur, Hrafnkell, Anna Björk, Hjördís Lára og Andrea Röfn

Viljinn Blaðið heitir Viljinn. Hlutverk þess er að fjalla um atburði innan skólans í máli og myndum. Blaðið skal jafnframt lýsa þeim anda sem ríkir innan skólans hverju sinni. Nefndina skipa Hildigunnur, Þórey, Sara, Edda, Magnús Mar, Rafn (ritstjóri) og Áslaug

15


12:00

Auglýsingaráð

Baldursbrá

Hlutverk nefndarinnar er að gefa út frétta- og skemmtiþáttinn 12:00 sem byggir jafnt á leiknu efni sem efni teknu upp á viðburðum skólans.

Hlutverk ráðsins er að útbúa auglýsingar og vekja á annan hátt athygli á atburðum nemendafélagsins svo tekið sé eftir í skólanum.

Hlutverk nefndarinnar er að skipuleggja lagasmíðakeppnina Demó og tónlistarhátíð í tengslum við það.

Grillnefnd

GVÍ

Hagsmunaráð

Hlutverk nefndarinnar er að grilla á ýmsum atburðum á vegum nemendafélagsins.

Hlutverk nefndarinnar er að sjá um styrkjasöfnun, undirbúning og skipulagningu áheitadags NFVÍ.

Hlutverk Hagsmunaráðs er að standa vörð um hagsmuni nemenda skólans og beita sér fyrir umbótum í kennslumálum.

Miðstjórn

16

Kvasir

Leynifélagið

Ljóslifandi

Hlutverk nefndarinnar er að gefa út frétta- og afþreyingarblaðið Kvasi.

Nafn leynifélagsins er leynilegt og öll starfsemi þess. Allir meðlimir félagsins njóta nafnleyndar í hvívetna.

Hlutverk nefndarinnar er að skipuleggja stuttmyndasamkeppnina Ljósið og kvikmyndahátíð í tengslum við það, og leitast auk þess við að efla áhuga nemenda á kvikmyndalistinni.

Nördafélagið

Ritari stjórnar

Spyrna

Hlutverk nefndarinnar er að sjá um skipulagningu LAN móta á vegum NFVÍ.

Hlutverk ritara er að sjá um ritun fundargerða á Stjórnarfundum.

Hlutverk nefndarinnar er að gefa út bílaþáttinn Spyrnu og efla áhuga nemenda á bílasporti


DHT

Fréttaskot

Gabríel

Hlutverk nefndarinnar er að hafa yfirumsjón með allri hljóðuppsetningu á viðburðum nemendafélagsins og halda utan um tækjabúnað þess.

Hlutverk nefndarinnar er að fylgjast með hvað er fréttnæmt af nemendum skólans og fjalla um litla sem stóra atburði á vegum N.F.V.Í.

Gabríel hefur það hlutverk að leika á tilkynningartrompet N.F.V.Í. hvenær sem forseti félagsins kemur opinberlega fram.

Harmónía

Hljómsveitin

Ívarsmenn

Hlutverk nefndarinnar er að gefa út slúður- og afþreyingarblaðið Harmóníu.

Hlutverk hljómsveitarinnar er að spila lifandi tónlist á atburðum nemendafélagsins, í hléum á marmara og við önnur tækifæri eftir því sem þurfa þykir.

Hlutverk nefndarinnar er að spila tónlist á atburðum nemendafélagsins sem og í hléum á marmara ásamt fleiri tónlistartengdum verkefnum.

N F V Í ‘ 1 1 -’ 1 2 Ljósmyndanefnd

Lögsögumenn

Markaðsnefnd

Hlutverk nefndarinnar er að sjá um ljósmyndun fyrir atburði nemendafélagsins sem og á völdum atburðum.

Hlutverk Lögsögumanna er að stjórna klappliði skólans.

Hlutverk nefndarinnar er að sjá um markaðsmál NFVÍ og gefa út nemendaskírteini.

Vefnefnd

Verzló Waves

Videonefnd

Hlutverk nefndarinnar er að hanna og setja upp vef Nemendafélagsins, halda honum við og sjá um tæknileg mál honum tengd.

Hlutverk nefndarinnar er að sjá um skipulagningu Verzló Waves tónlistarhátíðarinnar.

Hlutverk nefndarinnar er að sjá um upptöku og myndbandsvinnslu fyrir nemendafélagið. Er þar með talin klipping og eftirvinnsla.

17


3-A

18

3-B


3-D

3-E

19


3-F

20

3-I


3-R

3-S

21


3-T

22

3-U


3-V

3-X

23


Hrafnkell Oddi Guðjónsson

Síðasta kvöldið á spáni sem þýðir djamm sem þýðir að hörn fær sér 10 sex on the beach cockteila og 6 san miguel bjóra og hoppar í sundlaugina í öllum fötunum og biður bartenderinn um fjórfaldan g&t og deyr síðan klukkan 11

Starkaður Hróbjartsson

Skóli hvað, sjómennska er eina vtið!

Þorvaldur Einarsson

hvað er meðlag vanalega mikið? pían á vopnó er að fara fram á einhvað bull!!!

Marteinn Urbancic

Þessi 92 árgangur er bara sultuárgangur!

Elísa Rut Hallgrímsdóttir Konur kunna ekki að keyra !

Kristinn Pálsson

Komst á feitan séns með flugfreyju í gær! Vúbbídú!

Jón Óli Ómarsson

pottaparty opið fyrir 2 guggur ? eher game?

Sveinn Breki Hróbjartßon bitches on my mind

Sveinn Breki Hróbjartßon

Pollrólegur að borga skólagjöldin sem nema litlar 99.000 Kr. Tek það náttúrlega bara uppúr rassvasanum - Sjáumst á skólasetningunni elzku Verzló reefir og tófurh!!! heheheeee

Guðrún Halla Pálsdóttir

va hvað eg var liggjandi þiggjandi slefandi gefandi i gær ! haha býst við að lífið sé eins og teningur, maður vill alltaf fa SEX hah !

Bergrún Mist Jóhannesdóttir BBB, Breezer, Busar og bjartsýni

Jenný Harðardóttir

Sá það skrýtnasta í heimi áðan, var úti að ganga á malbikaðri götu rétt hjá Helgarfelli (malbikuð gata þar sem bílar keyra, ekki alveg í alfaraleið). Maður kom skokkandi framhjá mér berfættur í stuttbuxum og bol með áletruninni “guantanamo bay escape prisoner “. Ef auglýst er eftir strokufanga þá skokkaði hann allavega framhjá mér.

Dorothea Halldorsdottir

Ég hata þegar vinkonur mínar hata mig því ég er einfaldlega fallegri en þær

Dorothea Halldorsdottir

Er ekki enn komin yfir það hvað vinkonur mínar hata mig mikið af því að ég er mikið falllegri en þær! Lífið er erfitt gott fólk !

24

Síma myndir


Stunu-ostakaka Áslaugar (Cheesecake to sigh for) Botn: 150 g hafrakex 80 g smjör 4 msk kókosmjöl

Aðferð: Blandið saman í matvinnsluvél: kexi, kókosmjöli og bræddu smjöri. Setjið í kringlótt „pie“-form (25 cm í þvermál) og þrýstið vel niður og upp á hliðar formsins. Kælið síðan botninn í um 30 mínútur.

Fylling: 225 g rjómaostur 1/2 bolli sykur 1/2 bolli sýrður rjómi 1 tsk vanilludropar 1 pakki Cool Whip (fæst í Hagkaup) 1 bolli jarðaber (helst frosin svo hægt sé að bræða þau og fá safann úr þeim)

Aðferð: Hrærið rjómaostinn vel og bætið sykri, sýrðum rjóma og vanillu dropum út í. Bræðið jarðaberin svo þau verði lin og safarík. Stappið þau saman í eins konar jarðaberjamauk og blandið svo við fyllingu. Þegar öllum hráefnum hefur verið hrært saman skuluð þið hella fyllingunni í formið og kæla kökuna í að minnsta kosti 4 tíma áður en hún er borin fram.

Kakan er svo skreytt með ferskum jarðaberjum.

25


Miรฐstjรณrnarferรฐ

26


Ef það er eitthvað sem við stelpurnar elskum að gera þá er það að skoða erlend tískublogg og vefverslanir og láta okkur dreyma um að eignast allar þær forboðnu flíkur sem þar er að finna. Oftast leggur maður þó ekki í að panta sér þær vegna hræðslu við að eitthvað fari úrskeiðis í pöntuninni og að varan muni jafnvel týnast á leiðinni. Fyrrverandi Verzlingurinn og eBay-drottningin, hún Erna Hrund Hermannsdóttir, hefur skapað lausn á þessu vandamáli með því að opna vefverslun og tískublogg Edda sem ber nafnið Reykjavík Fashion Journal. Á síðunni má finna alls kyns fatnað, skó, Ritnefnd fylgihluti og snyrtivörur sem Erna hefur grafið upp á eBay. Vefverslunin er milliliður sem einfaldar þér kaup á vörum af eBay og kemur þeim beint til þín. Ég tók stutt tal við Ernu um vefverslunina og tískuáhuga hennar.

Hvað vakti hugmyndina að síðunni? Hugmyndin er búin að vera í hausnum á mér lengi eða alveg síðan ég varð sjálf alveg húkkt á eBay. Vinkonur mínar eiga það mikið til að biðja mig um að finna fyrir sig og kaupa föt á eBay því þeim fannst þetta svo flókið. Svo ég ákvað að taka þetta skrefinu lengra og hjálpa öllum sem hafa áhuga á að versla á eBay.

Hvernig hafa viðbrögð fólks verið við síðunni? Er mikið að gera? Já, það er búið að vera mikið að gera undanfarið sem er alveg frábært. Gaman að sjá hvað fólk tekur bæði blogginu og versluninni vel.

Nú er óendanlega mikið af hlutum á eBay, ertu með einhverja sérstaka eBay-leitunaraðferð? Já, ég er með mín trikk við að finna hluti til að sigta út og finna það sem ég er að leita að. En svo mæli ég bara með því að fólk gefi sér tíma til að skoða og leita á eBay því á endanum finnur maður það sem maður leitar að.

Hvernig velurðu vörurnar í verslunina? Ætli minn smekkur sé ekki í fyrirrúmi í verslununni en ég reyni nú að hafa mikla fjölbreytni og bæti nánast

daglega inn nýjum vöru. Svo ef fólk er að leita að einhverju sérstöku getur það sent inn beiðnir um vörur á ernahrund@reykjavikfashionjournal.com og ég fer þá í að reyna að finna vöruna eða þá sambærilega.

Áttu þér eitthvert uppáhald í vefversluninni (flík/skó/skart)? Í augnablikinu eru það YSL like hringarnir sem ég er búin að vera að leita að lengi á eBay og fann svo loksins, ég er sjálf búin að fá mér einn lit en langar helst í einn eða tvo aðra.

Er þetta eitthvað sem þú munt halda áfram með í framtíðinni? Já, alveg hiklaust, mér finnst þetta ótrúlega gaman og þá sérstaklega að sjá hvað margir skoða síðuna og versla hjá mér. Núna er fyrirkomulagið þannig hjá mér að ég panta vörurnar jafnóðum en ef þetta heldur áfram að ganga svona vel sé ég ekkert því til fyrirstöðu að fara að panta inn vörur og eiga smá lager. Gæti verið gaman að geta tekið þátt í mörkuðum og þess háttar.

27


Hollt snakk Nú í byrjun skólans er um að gera að reyna að breyta um lífsstíl og fara að huga að hollustunni. Það sem flestir brenna sig á er að borða hollar máltíðir yfir daginn en gleyma sér svo og fá sér eitthvert gums milli mála og oft á kvöldin. Þetta ,,snakk“ safnast saman yfir daginn og áður en við vitum af erum við búin að innbyrða alltof mikið af hitaeiningum í gegnum eitthvert rusl. Í staðinn fyrir að grípa í eitthvað óhollt á milli mála þegar við finnum að við verðum svöng er betra Sara að seðja hungrið með næringarríku og hollu snakki sem gefur okkur alvöru orku Ritnefnd og vítmín en ekki bara skammtímaorku. Hollur matur getur innihaldið mikið af hitaeiningum eins og óhollur matur en það eru næringarefnin sem skipta mestu máli, hvort þetta séu góðar kaloríur eða slæmar. Það að tileinka sér hollari lífsstíl er mikil vinna og eitthvað sem þarf að huga að á hverjum degi. Best er að vera meðvitaður um hvað maður er að láta ofan í sig hverju sinni án þess þó að missa sig í einhverjum vonlausum kaloríutalningum. Gott er að reyna að minnka við sig óhollustuna smám saman en ekki ætla sér að cut-a allt út í einu, það endist oftast ekki. Bara smá skref eins og að fá sér ís með ávöxtum í staðinn fyrir súkkulaði er skref í rétta átt. Mörg smá skref gera eitt stórt. Hér kemur listi yfir óhollt snakk sem við eigum til að grípa í yfir daginn og hvernig hægt er að betrumbæta það eða skipta því út fyrir hollustu sem er ekkert síðri á bragðið.

28

VS.

Hollt

Kex er stórhættulegt. Það er það sem maður fær sér oftast milli mála og fólk gerir sér ekki grein fyrir að ein saklaus kexkaka getur innihaldið jafnmikið af kaloríum og heil samloka.

Best er að borða ferska ávexti milli mála. Þeir eru handhægir og góðir. Prófaðu t.d. eplasneiðar með smá hnetusmjöri, það er lúx. En stundum langar mann bara í eitthvað crunchy. Þá er málið einfalt, poppkex. Það er eins og að borða loft, tóm snilld! Svo er náttla hægt að fá með smá súkkó og kókos sem er líka snilld.

Mjólkurhristingur

Óhollt

Skyr boozt! Tilvalið alltaf. Mun betri kostur og æðislega bragðgott. Skelltu fullt af ávöxtum með í mixarann og þú ert kominn með vítamínbombu! Einnig er hægt að skipta skyrinu út fyrir jógúrtís og fá semihollan eftirétt sem hægt er að gúffa í sig án samviskubits.

Snakk. Ekki nóg með að snakk sé fokkin feitt þá verður maður líka andfúll af því.

Mun sniðugra er að fá sér popp (ekki örbylgju- eða ostapopp) eða grænmeti með ídýfu. Ef þú villt taka hollustuna alla leið þá er um að gera að skipta ídýfunni út fyrir hummus. Hummus fæst með mörgum bragðtegundum og er líka gott í staðinn fyrir pítusósu á pítur eða á taco.


Óhollt Bland í poka. Sykur og gerviefnasprengja.

Rjómaís. Allir kannast við að detta í ísbíltúr og fá sér einn djúsí bragðaref með nóg af gumsi.

Súkkulaði. Okei, ég viðurkenni það að stundum verður maður bara að fá smá súkkulaði en í staðinn fyrir risadraum eða þrist er betra að fá sér ...

Bakkelsi, sætabrauð og kökur

VS.

Hollt Lokaðu augunum á meðan þú gengur fram hjá nammibarnum í Hagkaup og labbaðu beint að hnetubarnum í staðinn Hnetur eru spriklandi af omega-3 og mjög næringarríkar. Reyndu samt að forðast mjög saltaðar hnetur. Þurrkaðir ávextir eru líka mjög góðir og hollir þó þeir innihaldi vissulega mikinn ávaxtasykur. Smakkaðu þurrkaðar döðlur eða fíkjur, apríkósur eða epli. Það er namm ...

Þá er nær að fá sér heldur jógúrtís eða frosið jógúrt en það inniheldur mun minni fitu og bragðast næstum alveg eins. Í staðinn fyrir súkkulaðikurlið og snickersbitana er um að gera að fá sér frískandi banana, kiwi eða jarðarber út á ísinn. Einnig er hægt að vera sniðugur heima og búa sér til bananafrostpinna. Það er ofur einfalt, þú skerð banana í tvennt, stingur í hann pinna og skellir honum í frysti. Hægt er að gera þetta aðeins meira aðlaðandi með því að dýfa banananum í hnetusmjör eða smá súkkulaðisíróp. Namm ...

... dökkt súkkulaði. Það er hollara. Eða bara jarðarber með súkkulaði. Þá ertu að fá holl og gómsæt jarðarber og innbyrðir mun minna af súkkulaði en þú myndir annars gera. Þetta er líka mjög sexí og gaman að borða og fínt í alls konar boð eða bara á kósíkvöldi með kæró um leið og horft er á góða bíómynd.

Hægt er að fá sér hafraklatta sem eru mjög bragðgóðir og hollari en súkkulaðibitakökur. Bakaðir ávextir geta líka verið mjög góðir, sérstaklega með smá ís. Stundum verður maður samt að leyfa sér að borða smákökur og svona. Góð regla er að borða ekki nema maður hafi bakað það sjálfur. Til er fullt af ljúffengum uppskriftum á Netinu þar sem sykri er skipt út fyrir agave-síróp eða hungang og ekki er notað hvítt hveiti heldur spelt eða möndluhveiti. Prófaðu þessar uppskriftir, margar þeirra eru æðislegar og maður þarf ekki að hafa samviskubit á meðan maður gæðir sér á gúmmulaðinu!

Morgunkorn. Margir detta í þann pakka að koma svangir heim eftir skóla, nenna ekki að búa sér til neitt og grípa bara í skál af cheerios. Flest morgunkorn er ekki hollt, það er bara kjaftæði. Sumir segja að morgunkorn innihaldi jafnmikla næringu og kassinn utan um það. Just say‘in.

Ef þú nennir ekki að búa þér til neitt sem ég skil fullvel og villt bara eitthvað fljótlegt fáðu þér þá frekar múslí. Næstum eins og morgunkorn, bara hollara. Jógúrt og múslí er líka gullin blanda. Ef þú fílar ekki múslí með fullt af þurrkuðum ávöxtum og gúmmulaði þá er líka hægt að fá það með súkkulaði. En smakkaðu fyrst hitt. Þér á eftir að líka það.

29


30

Föt hennar:Rokk & Rósir, Nostalgía og Spútnik Föt hans: Kormákur & Skjöldur, Levis og Spútnik Hún: Nostalgía Módel: Rakel Lind Ragnarsdóttir og Sigurður Dagur Sturluson Förðun: Hann:Viljastúlkur Kormákur & Ljósmyndari: Rafn Erlingsson skjöldur Myndvinnsla: Rafn Erlingsson og Hildigunnur Sigvaldadóttir


31


32


33


Golf m贸t

34


Marta Kristín 3-T

Snæbjört Sif 3-V

Þóra Kristín 3-D

Gunnar Ari 3-B

Jón Torfi 3-T

Logi Bergþór 3-I

Ert þú hinn týpíski Verzlingur? Jájá… Ætlaru að vera marmarakóngur? Neee… Málfó eða Íþró? Íþró. Heitasti Verzlingurinn? Ebba Katrín. Ertu stressaður fyrir busuninni? Mér er alveg sama. Hræða steratröllin á Marmaranum þig? Ég fer aldrei á marmarann. Leyndur hæfileiki? Get talað hreinu Andrésar máli. Stjörnutorg eða Bónus? Bara Bónus. Ef þú værir dýr, hvaða dýr værir þú? Tígrisdýr.

Heitasti Verzlingurinn? Hildigunnur Sigvalda. Unnur Eggerts eða Katrín Eyjólfs? Unnur. Hvað tekuru í bekk? Ég veit það ekki. Hvað viltu verða þegar þú ert orðin stór? Læknir. Ef þú værir dýr, hvaða dýr væriru? Ljón. Hvað heitir forsetinn? Ég man það ekki. Í hverju sefuru? Í nærbuxum. Semdu ferskeytlu, NÚNA! U……….. Hefuru heimsótt hellinn? Er hann þarna niðri? Nei ekki enþá. Ertu stressaður fyrir busuninni? Nei.

tt

Hei

Gælunafn? Snæ. Úr hvaða skóla ertu? Smáraskóla. Hvað heitir forsetinn? Veit ekki. Ertu stressuð fyrir busuninni? Nee… Hefuru heimsótt hellinn? Nei. Í hverju sefuru? Nærbuxum og bol. Special skills? Að detta. Ertu sulta? Nei.

Stórir skartgripir

Nýja matbúð

Stórir áberandi skartgripir gera fallega fatasamsetningu ennþá fallegri.

Þó að við söknum öll Tóta gamla þá var hans tími kominn og við bjóðum nýju matbúð hjartanlega velkomna. Ódýr og hollur kostur!

Loafers

Úr hvaða skóla ertu? Réttó. Hvað viltu verða þegar þú verður stór? Ég veit ekki. Málfó eða Íþró? Hvað er það? Viljinn eða Kvasir? Viljinn? Ertu með vörtu á tánni? Nei. Hræða steratröllin á Marmaranum þig? Nei. Hvað tók langan tíma að finna outfit fyrir fyrsta daginn? Frekar stuttan tíma. Ef þú værir dýr, hvaða dýr værir þú? Fugl eða eitthvað.

Ertu með bringuhár? Nei. Hvað tekuru í bekk? Veit það ekki. Ert þú hinn týpíski Verzlingur? Samkvæmt Snobbinu já. Ætlaru að verða marmarakóngur? Ég tel mig ekki vera spaða. Ertu stressaður fyrir busuninni? Nei ég hef heyrt að hún sé mjög væg hérna í Verzló. Unnur eða Katrín Eyjólfs? Ertu með myndir af þeim? Sigrún Halla eða Ingibjörg Ósk? Hverjar eru það? Í hverju sefuru? Nærbuxum. Hefuru heimsótt hellinn? Ég hef farið í helli já…

Kal

t

Heitasti Verzlingurinn? Þekki ekki marga. Ari Páll eða Hinrik Wöhler? Ari hehe. Ertu sulta? Já. Ertu svona týpísk ‘95 settan inn? Nei er er sko ‘96… Hefuru stundað sifjaspell? Já það hef ég. Viljinn eða Kvasir? Viljinn. Ertu með vörtu á tánni? Nei. Tók langan tíma að finna outfit fyrir fyrsta daginn? Alltof langan, vandræðalega langan…

Að planka

Sorry en þetta er bara alveg búið...

Fallegir og klassískir.

Þeir sem voru það heppnir að ná að festa kaup á Airwaves miða geta byrjað að láta sér hlakka til en það er bara rúmur mánuður í þessa snilld.

Gallabuxna leggings

Afhverju eruði ekki að ná þessu...leggings eru ekki buxur!!

Mynstraðar neglur Eru bara subbulegar, keep it simple, keep it clean!

Meistaramánuðurinn Skoraðu á sjálfan þig og lifðu eins og meistari í 30 daga. Meistaramánuðurinn felur í sér að vakna fyrr, hreyfa sig og borða betur en aðra daga. Þetta er gott stuff: www.globalchampionmonth.com

Busar Rífandi kjaft við eldri bekkinga og þykjast vera meira en þeir eru. Ekki cool.

35


Tó n l i s t a r s t u n d með Magnúsi Junip Junip er sænsk indie hljómsveit sem var stofnuð árið 1999. José González(gítar og söngur), forsprakkari hljómsveitarinnar og lagahöfundur stofnaði bandið ásamt æskuvinum sínum, Elias Araya(trommur) og Tobias Winterkorn(orgel og synth). Þeir hafa gefið út nokkrar smáskífur en aðeins eina plötu sem fékk nafnið Fields og kom út á síðasta ári. Platan er 11 laga meistaraverk sem hefur fengið topp dóma hjá öllum helstu gagnrýnendum.

Fields (2010) er frábær plata sem ég get hlustað á aftur og aftur. Þetta er ekki beint þessi plata sem er sett í tækið fyrir djammið en hún passar nánast við allar aðrar aðstæður. Melódísk gítarstef í bland við djúpa bassatóna og taktfastar trommur eru áberandi ásamt rödd José sem margir hafa líkt við englarödd. Junip bræður hafa gert mjög góða hluti með þessari plötu enda eru þeir bæði þéttir og flottir tónlistamenn. Allir tónlistáhugamenn ættu að kynna sér málin.

Junip - Fields

VVV

Bon Iver er bandarísk folk hljómsveit sem var stofnuð árið 2007. Hljómsveitin samanstendur af Justin Vernon (söngvari, gítarleikari), Sean Carey (trommur, píanó), Michael Noyce (baritone gítar, gítar) og Matthew McCaughan (bassi, trommur), einnig radda þeir allir. Nafn hjómsveitarinnar er fengið úr frönsku (Bon Hiver) sem þýðir góður vetur. Bon Iver spila rólega og þægilega svo kallaða sunnudagstónlist. Algengur misskilningur er að fólk haldi að Justin Vernon sé einn og sér Bon Iver, hann er einungis lagahöfundur og andlit hljómsveitarinnar en ekki hjarta.

Bon Iver

Bon Iver(2011) heitir nýja platan þeirra sem kom um mitt ár. Bon Iver menn hittu beint í mark með þessari plötu. Hún var frábær í fyrstu hlustun og svo verður hún bara betri og betri. Ég þori meira að segja að segja þetta sé með betri rólegu plötum aldarinnar. Hún er góð við lærdóminn, ferðalagið, fyrir svefninn ... nánast hvað sem er. Skyldueign!

Bon Iver - Bon Iver

VVVVv 36


Washed Out Washed Out, eða Ernest Greene eins og hann heitir, er 28 ára tónlistarmaður frá Ameríkunni. Hann spilar svokallaða Chillwave tónlist sem hefur slegið í gegn á seinustu árum. Hann byrjaði að spila undir nafninu Washed Out árið 2009 og sló í gegn með laginu sínu Feel It All Around sem flestir ættu að þekkja. Hann var að gefa út nýjan disk sem fékk það frábæra nafn Within And Without.

Within And Without(2011) er vægast sagt töff plata. Ef þú fílar að leggjast upp í rúm og hlusta á tónlist þá er þessi diskur tilvalinn. Dáleiðandi taktar og ferskir hljómar. Hún byrjar mjög rólega en vinnur sig svo hægt og rólega upp en heldur samt sama stíl alveg í gegn. Tónlistargagnrýnendur eru á einu máli og fær platan framúrskarandi dóma hvert sem litið er. Það má segja að chillwave sé komið til að vera og Washed Out einnig. Washed Out - Within and Without

VVV v

Aphex Twin Aphex Twin, eða Richard D. James, er 40 ára snargeggjaður raftónlistarmaður sem pælir lítið í hvað örðrum finnst og fer sínar eigin leiðir í einu sem öllu enda er hann rauðhærður. Tónlistin hans er ekki fyrir alla og er oft á tíðum bara læti sem erfitt er að skilja. Þessi læti hafa samt alltaf sinn tilgang í lögunum. Hann segir þau vera til þess að ná athygli fólks sem er ekki í sama heimi, það er varla venjulegt, eða hvað?

Dæmi um hljóðfæri eða hluti, sem hann hefur notað í lögin sín, eru sandpappír, safapressa, blandari, glerkúlur og margt fleira. Við hliðina á honum er hún frumlega Björk okkar eins og Eminem. Tónlistin hans er samt ekki það eina skrítna við Richard, ónei. Húsið hans er gamall banki og bíllinn hans er skriðdreki. Skriðdrekann keypti hann á eBay ásamt kafbáti sem hann notar örugglega mjög mikið.

Rephlex Records er útgáfufyrirtækið sem gefur út allt hans efni sem er oft svo súrt að það nær engri átt. Það hafa margir velt vöngum yfir því af hverju þeir gefa út plöturnar hans og allir hafa komist að sömu niðurstöðu. Hann er eigandinn. Viðtöl við hann eru oft á tíðum mjög skemmtileg og þar segir hann það sem honum sýnist. Dæmi um það er þegar The Guardian bað hann um að lýsa sjálfum sér og hann svaraði: „I’m just some irritating, lying, ginger kid from Cornwall who should have been locked up in some youth detention centre. I just managed to escape and blag it into music.“ Þetta er mjög hress lýsing sem hittir beint í mark. Ef þið hafið tíma til þess að skoða hann þá mæli ég eindregið með vídeóunum hans sem hafa mörg hver unnið til verðlauna og eru oft mjög creepy. Lög sem þið ættuð að skoða: Alberto Balsalm, Windowlicker og Come To Daddy.

37


Ó , Tó t i h v a r e r t u ?

Ný matbúð Það hefur varla farið fram hjá nokkrum Verzlingi (nema kannski busunum) að í staðinn fyrir okurbúlluna hans Tóta er komin ný og stórglæsileg matbúð sem býður upp á úrval af heilsusamlegum mat og hollustunasli og það allt á viðráðanlegu verði. En hverju eigum við þessa ljúfu breytingu að þakka? Við í Viljanum kíktum í stutt spjall til Valgerðar í matbúð þar sem hún var í óða önn að smyrja samlokur og undirbúa hádegisverð Verzlinga. Hún og námsráðgjafarnir hafa unnið hörðum höndum að því að koma á fót nýrri matbúð og reyna eftir fremsta megni að mæta kröfum nemenda.

A

ðspurð segir Valgerður að búðin sé enn í mótun, það eigi eftir að bætast við nýjar vörur í hillurnar og stefnan sé sett á að auka fjölbreytni, meðal annars í áleggstegundum og auka vöruúrval smám saman. Hugmyndin um heilsueflandi framhaldsskóla kom upphaflega frá Lýðheilsustöð og var Verzló að vonum með þeim fyrstu til að taka þátt í því framtaki. Ekki er vitað til þess að áður hafi verið reknar svipaðar verslanir í framhaldsskólum landsins sem bjóði aðeins upp á hollustu en ekkert nammi. Alls voru 24 framhaldsskólar sem fóru af stað með þetta verkefni í haust og vonandi fylgja fleiri á eftir. Valgerður segir viðtökurnar hafa verið hreint út sagt frábærar og þakkar Verzlingum

innilega fyrir, með þessu áframhaldi komi bjartsýnar á að búðin eigi eftir að bera sig. Hún allir Verzlingar til með að verða hraustir er ekki stofnuð í gróðaskyni heldur með hag og flottir. Enn hefur enginn kvartað undan nemenda fyrir brjósti og eiga tekjurnar aðeins sælgætisskorti en þó var einn nemandi sem að mæta hráefniskostnaði. Það kemur samt hneykslaðist á að ekki væri til diet kók. vsennilega ekki í ljós fyrr en um árámótin hvort Gosdrykkir, sem innihalda mikla sýru (þar búðin standi undir sér eða hvort grípa þurfi til á meðal kristall plús), eru ekki í boði heldur verðhækkana. Þangað til getum við Verzlingar er reynt að bjóða bara upp á það hollasta. Þó verið glaðir og ánægðir með nýju matbúðina vilja þær ekki fara út í öfgar, allir þurfa okkar og við í Viljanum hvetjum alla til að vera að fá smá sykur og hægt er að næla sér duglegir að styrkja hana! í corny eða jafnvel kökur eftir hádegi. Valgerður Hvernig líst þér á nýju matbúðina? segir að þær reyni eftir Bara mjög vel. fremsta megni að nota Saknarðu einhvers úr gömlu matbúð? gæðahráefni. Booztin séu Nei. til dæmis aðeins úr ferskum Hvert er uppáhaldið þitt í nýju ávöxtum og lífrænum söfum. matbúðinni? Skutlurnar í matbúð eru Selma 6-S AB mjólkin.

Hvernig líst þér á nýju matbúðina?

Hvernig líst þér á nýju matbúðina?

Illa. Mig langar að geta keypt mér kók án þess að labba geðveikt langt.

Bara mjög vel.

Saknarðu matbúð?

Saknarðu einhvers úr gömlu matbúð?

Ási 5-B

38

Já, Tóta ... og Guggu. Þau gáfu mér alltaf frítt mjólkurglas á hverjum degi. Hvert er uppáhaldið þitt í nýju matbúðinni? Súkkulaðibitakökurnar.

Anna 6-U

einhvers

úr

gömlu

Nei, kannski peninganna minna. Hvert er uppáhaldið þitt í nýju matbúðinni? AB mjólkin með músli kemur sterk inn.


39


FEGRA HLUTIR SEM

BÆÐI SKRIFSTOFUNA OG HEIMILIÐ

SUNBURST CLOCK Hönnuður: George Nelson. Fáanleg í ýmsum litum.

UTEN SILO Hönnuður: Dorothee Becker. Fæst í 2 stærðum og 3 litum.

HANG IT ALL Hönnuðir: Ray og Charles Eames

PLASTIC CHAIR GROUP Hönnuðir: Ray og Charles Eames. Fást í mörgum litum.

HJÁ PENNANUM FÆRÐU GLÆSILEGAR OG SKEMMTILEGAR GJAFAVÖRUR FRÁ HEIMSÞEKKTUM HÖNNUÐUM. Kíktu á úrvalið í sýningarsal okkar í Hallarmúla 4.

40


Klassísk en frjálsleg Katrín Steinunn Antonsdóttir er á líffræðibraut í 5. bekk í Verzló. Margir hafa eflaust tekið eftir henni á göngum skólans þar sem hún er alltaf flott og vel til fara. Við í Viljanum ákváðum að grúska aðeins í fataskápnum hennar og fengum hana til að sýna okkur nokkur vel valin outfit auk þess sem hún svaraði nokkrum krefjandi spurningum:

Hvað ertu með í töskunni þinni? Lykla, síma, veski, varalit og sólgleraugu.

Hvernig myndir þú lýsa stílnum þínum? Stílinn minn er frekar klassískur en samt frjálslegur, ég fylgi tískunni að einhverju leyti en annars finnst mér líka gaman að blanda saman gömlu og nýju!

Eyðirðu mikið í föt? Já ... alltof miklu.

Hvar verslar þú helst? Ég versla helst í Urban Oufitters, Weekday, American Apparel, Monki og Topshop. Uppáhaldsmerki eða hönnuður? MTWTFSS weekday finnst mér mjög skemmtilegt merki og svo ef ég væri rík þá ætti ég mikið af fötum frá Marc Jacobs og Soniu Rykiel. Áttu þér tískufyrirmynd? Ekki einhverja sérstaka en fylgist þó alltaf vel með Mary-Kate Olsen.

Hvað finnst þér vera heitasta trendið í haust? Mér finnst hausttískan í ár mjög skemmtileg og litrík. Mér finnst skór með þykkum hæl mjög flottir og einnig litaðir feldir. Einhver style tips? Ekki vera í double denim og double leather :)

Hvað kaupir þú alltaf þó að þú eigir nóg af því? Kjóla, ég á endalaust af kjólum. Hvers geturðu ekki verið án? Ég get ekki verið án Levi’s stuttbuxnanna minna sem ég fann á Portobello markaðinum fyrir ári ... þær ganga við allt. Uppáhaldsflíkin þín? One sleeve gulur kjóll sem ég keypti í sumar. Dýrasta flíkin þín? Silkijakki sem ég var að kaupa mér. Mestu mistökin? Hvítu Diesel buxurnar mínar, Sparkz peysurnar og allar Pink buxurnar ...

41


Myndaalbúm Viljans

Módel: Jörundur Jörundsson

Valur Páll Eiríksson Hjördís Jóhannsdóttir Guðmundur Már Þórsson Arnar Geir Sæmundsson Guðrún Gígja Georgsdóttir

Ljósmyndun: Sara Sigurðardóttir

Hildigunnur Sigvaldadóttir

Myndvinnsla: Hildigunnur Sigvaldadóttir


Viljinn  

Fyrsta tölublað Viljans skólaárið 2011-2012. 3. tbl 2011