Page 1

viljinn


Ritstjórapistill

Afhverju þú ættir að kjósa mig

Í

Elsku Verslingar! Ég heiti Rafn Erlingsson og ég hef ákveðið að bjóða mig fram til embættis ritstjóra Viljans skólaárið 2011-2012. En þessi bæklingur er ekki alvöru Vilji. Ég er bara að herma eftir alvöru Vilja til þess að sýna fram á að ég geti búið til Viljann. En þó svo að ég geti hermt eftir, þá get ég líka gert nýja hluti. Og það er einmitt það sem ég ætla að gera ef að þú, kæri samnemandi, kýst mig. Þá mun ég fara hinn gullna meðalveg í að herma eftir og að koma með nýtt í Viljanum á næsta ári.

10. bekk var ég formaður nemendafélags Rimaskóla en sem busi í Verzló var ég aðeins áhorfandi í félagslífinu og mætti á marga, ef ekki flesta viðburði skólans. Veturinn 2008-2009 var ég skiptinemi í Bandaríkjunum. Þar skrifaði ég grein um aðskilnað ríkis og kirkju sem ratati í svokallað ‘National Edition’ sem birti greinina um öll Bandaríkin. Í 4. bekk var ég sviðsmaður í Listó leikritinu og hjálpaði til við í Listó vikunni. Ég tók einnig myndir af atburðum í skólanum sem birtust í Viljanum. Núna í vetur sit ég í ljósmyndanefnd, en við sáum um myndatökur fyrir nfvi.is. Ég var einnig í leikskráarnefnd Nemó og tók ég flestar af þeim auglýsingum sem við sáum um. Ég sá um bekkjamyndatökur fyrir Verslunarskólablaðið og Peysufatabókina ásamt ritnefnd Verslunarskólablaðsins. Þá sá ég einnig um tökur og vinnslu á nokkrum af myndaþáttunum í blaðinu auk þess að gera flestar auglýsingarnar. Í febrúar, þegar vinnsla Verslunarskólablaðsins stóð sem hæst, tóks mér að troða mér bakdyramegin inn í nefndarstörfin, var með þeim nánast allan sólarhringinn og hjálpaði til við hönnun og uppsetningu blaðsins. Ég setti einnig upp 6 kosningabæklinga núna í kosningavikunni, þar á meðal minn eigin.

Rafn Erlingsson

-Frambjóðandi í Viljann

Eftirtaldir

aðilar

styðja framboð mitt: Fannar Ingi Hjalti Sigmundsson Kristín Björk Baldur Jón Anna Katrín Ingvar Haraldsson Helen Hergeirsdóttir Daníel Kári Vala Kristín Elín Lára

Formaður 12:00 Formaður 6. bekkjarráðs Formaður Auglýsingaráðs Formaður Baldursbráar Formaður Fréttaskots Formaður Grillnefndar Formaður GVÍ Formaður Íþró Formaður Listó Formaður Ljóslifandi

Þar skrifaði ég grein um aðskilnað ríkis og kirkju sem rataði í svokallað ‘National Edition’ sem birti greinina um öll Bandaríkin. Skannaðu QR kóðann til að lesa greinina! Anna Margrét Reynir Jónasson Steinn Orri Óskar E. Nafnleynd Reynir Hans Benedikt Eyfjörð Kári Mímisson Jóhanna Sigurjónsdóttir Heiðrún Ingrid

Formaður Ljósmyndanefndar Formaður Lögsögumanna Formaður Lögsögumanna Formaður Leynifélags Formaður Nemó ‘09-’10 Formaður Spyrnu Formaður Útvarps Formaður Versló Waves Formaður V77


Stefnumál viljans setja viljann upp sjálfur Ég hef hæfni og kunnáttu til að setja Viljann upp sjálfur. Með því mun ég spara 40 þúsund kr. á blað sem hefðu annars farið í það að borga utanaðkomandi aðila til að setja upp blaðið. Minni útgjöld. Færri auglýsingar. Flottara blað. viðhald Viljinn er flott blað. Ég tel blaðið ekki þurfa neinar massívar breytingar. Það þarf einungis að viðhalda því sem flottu blaði. En þó hef ég nokkrar breytingar í huga. koma til móts við stráka Síðustu tvö ár hefur Viljinn verið meira stílaður á stelpur heldur en á stráka og ég persónulega lít á Viljablöðin í vetur sem tísku- og menningartímarit. Ég vil koma til móts við stráka og aðrar týpur en ‘artý’ týpuna.

3. bekkjarmyndir

Í upphaf skólaársins vil ég taka bekkjarmyndir af busunum og gefa þeim kost á að kaupa myndirnar á prenti.

halda í fasta liði... Ég vil halda í allt sem er gott í Viljanum. Liðir eins og Sugardaddy cookin’, heitt/kalt, flottir myndaþættir, miðjuplaggöt og facebook statusa. Einnig mun ég stefna að því að Verslingar verði notaðir sem módel í allar auglýsingar.

...og bæta við

Auk þess að halda í allt það góða, vil ég bæta ýmsu við. Ég vil efla til allskonar keppna. Má þar nefna greina-, mottu, og ljósmyndakepnir. Einnig vil ég leyfa ljóðaunnendum að njóta sín, m.a. með ljóðakeppnum. Ég hef einnig ákveðnar hugmyndir í hausnum varðandi útfærslur á myndaþáttum.

Stefnumál stjórnar viðhald NFVÍ er stórt og flott nemendafélag og líkt og með Viljann, þá tel ég ekki að NFVÍ þurfi á mörgum stórum breytingum að halda. Það þarf bara að viðhalda því sem flottasta nemendafélagi landsins.

dauðar nefndir Hvað gerir Spyrna, Grillnefndin, Marmarinn og Stuðarinn? Ég vil virkja þær nefndir sem fer lítið sem ekkert fyrir, eða leggja þær niður

halda í miðasölukerfið Ég tel miðasölukerfið á böllin vera gott eins og það er, þ.e. komið með skráningarlista í bekki, og tel ég það ekki þurfa á breytingum að halda.

nfvi.is

Ég vil virkja nfvi.is með því að hafa þægilegra notendaviðmót. Grunnur núverandi síðu er góður og það þarf bara að bæta við hann. Ég vil setja myndir frá öllum viðburðum skólans inn á síðuna, en 12:00 og Morfís keppnir hafa farið inn á hana í vetur og ég vil halda því áfram.

ljósabúnaður Það þarf að bæta ljósabúnaðinn í Nemendakjallaranum. Helst í síðustu viku. Ljósin þar niðri virka bara af og til sem gera aðstæður til ljósmyndunar ekki nógu góðar. Viljinn, Nemó og V77 eyddu mörgum þúsundköllum í vetur í leigu á ljósabúnaði, en það borgar sig að kaupa ný ljós í stað þess að leiga þau margsinnis

taka busa inn í nefndir Ég vil leyfa öllun nefndum að taka busaling inn í nefnd sína. Ég tel að áhugi þeirra á félagslífinu og nemendafélaginu muni aukast ef þeir vita að bekkjarsystkinum sínum vinnandi með ‘stóru’ krökkunum.


Mig langar að skrifa nokkur orð til stuðnings góðvinar míns Rafns Erlingssonar. Rafn er ekki bara fáránlega skemmtilegur og traustur vinur, heldur er hann algjör fagmaður þegar kemur að störfum fyrir Nemendafélagið. Allir myndir sem drengurinn vinnur verða eins og listaverk og hefur hann einstaklega næmt auga fyrir fallegum myndum. Allar auglýsingarnar sem Rabbi vann fyrir leikskrá Nemó, sem og texti, voru frábærlega vel unnar. Undanfarið hefur Rabbi unnið mikið með V77 og er áhugi hans og metnaður það mikill að hann gisti 3 nætur í skólanum og lagði nótt við dag til að hjálpa Heiðrúnu og félögum að ljúka blaðinu. Sjálfur tók ég þátt í einum myndþætti og lagði Rabbi mikið á sig til að ná góðum myndum við réttar aðstæður. Snjór var klofinn upp á mitti til að fara að rétta staðinn, það munaði ekki um minna. Þær nýjungar sem Rebekka og aðrir nefndarmeðlimir unnu á Viljanum á skólaárinu voru skemmtilegar og mjög þarfar, en betur má ef duga skal og ég þekki Rabba það vel að ég veit að hann myndi gera Viljann að blaði allra nemenda þar sem allir myndu finna eitthvað við sitt hæfi. Rífum Viljann uppí nýjar hæðir á næsta skólaári. Kjósum fagmennsku og fegurð í Viljann!

Bjarki Þórsson, fjármálastjóri Nemendamótsnefndar 2010-2011.

Rabbi kom mjög óvænt inn í líf mitt og Verzlunarskólablaðsins. Ég veit ekki hvernig hann rataði þangað en áður en ég vissi af var hann orðinn allt í öllu við gerð blaðsins. Rabbi elskar að taka að sér verkefni og getur á einhvern ótrúlegan hátt haft milljón hluti í gangi, unnið í þeim öllum á sama tíma og skilað þeim öllum á réttum tíma. Ég hef ekki hitt mann sem er jafn fljótur að læra og tileinka sér nýja hluti. Hann vinnur allt af mikilli fagmennsku og hefur reynst ómetanleg hjálp við gerð V77. Hann er alltaf reiðubúinn til að hjálpa, sama hvort það þjóni einhverjum tilgangi fyrir hann eða ekki. Hvað hefði ég gert án hans! Sérstaklega á löngum allnighterum á lokasprettinum þegar við unnum eins og skepnur í marga daga. Rafn er ekki bara fáránlega duglegur heldur er hann yndislegur drengur sem er ótrúlega gott að vinna með. Rafn mun sjá til þess að Viljinn verði stórglæsilegur á komandi skólaári. Setjið X við Rabba!

Heiðrún I. Hlíðberg, ritstjóri 77. árgangs Verzlunarskólablaðsins

Það getur verið erfitt að kjósa nefndarformann í kosningum í Verzló. Ástæðan er einkum sú að þeir sem gegna formennsku í stóru nefndunum sjö þurfa að takast á við svo ótrúlega fjölbreytt verkefni, og gegna ábyrgð við mismunandi störf. Þeir þurfa að geta leitt nefndina sína áfram til góðra verka og látið hlutina gerast, auk þess að vinna ásamt stjórn nemendafélgsins að því að gera félagslífið í heild sem öflugast og taka stórar ákvarðanir af réttsýni og heilindum. Það er ekkert grín. Þess vegna var ég mjög ánægður að heyra að Rafn ætlaði að bjóða sig fram til formanns Viljans. Rafn hefur unnið mikið og gott starf fyrir nemendafélagið í gegnum árin og veit ég að honum er fullkomlega treystandi fyrir því verki sem hann býður sig fram til. Ég efast ekki um að Rafn geti haldið þeim gæðum á blaðinu sem fyrir eru ásamt því að koma með góðar og skemmtilegar viðbætur við það. Nemendafélaginu væri sómi að því að hafa mann eins og Rafn sem stjórnarmeðlim og enn frekar sem formann Viljans.

Daníel Kári Snorrason, formaður Íþróttanefndar

Kosningabæklingur  
Kosningabæklingur  

Kosningabæklingur fyri kosningar í Verzló 2011

Advertisement