Page 1

Kæru Verslingar

Fjármál

Magnús Örn Thorlacius heiti ég og hef tekið þá ákvörðun að bjóða mig fram í embætti Féhirðis. Ég geri mér vel grein fyrir því hversu krefjandi og margþætt starf féhirðis er. Féhirðir heldur utan um fjármál stærsta nemendafélags á Íslandi og er það skylda hans að tryggja félaginu öruggan fjárhagsgrundvöll og góðan rekstur. Einnig hefur hann ásamt forseta umsjón með störfum stjórnar og kemur að nær öllum viðburðum á vegum nemendafélagsins. Féhirðir þarf umfram allt að vera skipulagður og þarf hann ávallt að hafa góða yfirsýn yfir stöðu félagsins. Féhirðir þarf einnig að búa yfir vissum leiðtogahæfileikum, vera opinn í samskiptum og félagslyndur þar sem hann vinnur með mörgu ólíku fólki. Ég tel mig fullfæran til þess að sjá um starf féhirðis og tel mig gæddan þeim hæfileikum sem góður féhirðir þarf að hafa. Ég hef mikinn áhuga á þeim verkefnum sem féhirðirinn þarf að sinna og yrði þakklátur að fá að veita þessu frábæra nemendafélagi, NFVÍ, mína krafta og gefa mig allan í það að gera næsta ár hið allra besta. Ég tel mig aðeins vanhæfan til þess að sinna þessu embætti að einu leyti. Ég kann ekki að binda bindishnút.

Magnús Thorlacius

Traust og örugg fjármálastjórnun

Góð markaðsnefnd

Mikilvægt er að ná hagstæðum samningum við stórfyrirtæki um sumarið. Mikið veltur á þessum samningum og mun ég leggja mikla vinnu í að gera þá sem allra hagstæðasta.

Mikilvægt er að hafa öfluga og skipulagða markaðsnefnd. Markaðsnefndin hefur fengið aukið vægi síðustu ár og vil ég halda þeirri þróun áfram.

Ég mun gera ítarlega og vandaða fjárhagsáætlun með hjálp fagfólks þar sem tekið verður mið af fjármálum síðustu ára. Reglulega verða svo gerðar uppfærslur á fjárhagsáætluninni.

Það þarf að samræma allt markaðsstarf og auglýsingasöfnun innan nemendafélagsins svo ekki sé talað oft við sömu fyrirtæki og svo starfið sé sem skilvirkast. Markaðsnefnd mun vera hér ákveðinn miðpunktur.

Skipulag og góð yfirsýn

Meiri samvinna mismunandi nefnda

Nauðsynlegt er að féhirðir sé meðvitaður um stöðu hverrar nefndar fyrir sig. Ég mun vinna með öllum nefndum og hjálpa þeim við þau vandamál sem að þær kljást við. Ég mun svo starfa náið með fjármálastjórum V78 og Nemó og eiga með þeim reglulega fundi.

Oft nást hagstæðari samningar ef þeir eru stórir. Gætu þá t.d. Verzló Waves, Demó og Vælið gert saman samning við hljóðbúnaðarfyrirtæki um leigu á hljóðkerfi og ritnefndir gert saman samning við prentsmiðju.

Ég mun halda uppi skýru og skipulögðu bókhaldi. Sá hluti bókhaldsins sem fellur ekki undir trúnaðarmál mun síðan vera opinn öllum þeim nemendum sem hafa áhuga á því.

Ég vil að líkar nefndir vinni saman að auglýsingasöfnun og bjóði saman út auglýsingar. Gaman getur verið að vinna með annarri nefnd en manns eigin og mun þetta einnig gera auglýsingasöfnunina léttbærari og mögulega arðbærari.

Stjórn Meiri afþreying í hádegishléum Hvort sem um er að ræða tónlistaratriði, uppistand, fyrirlestra, dansatriði eða þætti í bláa sal. Svo mætti mun oftar vera tónlist í gangi á Marmaranum.

Fjölga minni atburðum Gaman væri að skoða möguleikann á því að hafa t.d. karókí kvöld. Ég hefði svo einnig áhuga á því að hafa kósý kvöld í miðri viku þar sem

nemendur skólans gætu komið í Verzló, horft á mynd í bláa sal, spilað tölvuleiki og slakað á fram eftir kvöldi. Ég vil einnig hvetja nemendur til þess að koma með hugmyndir að hvers kyns nýjungum eða atburðum.

Verzló hefur upp á að bjóða. Ég mun beita mér fyrir því að hæfasta fólkið sem að kostur er á verði valið inn í nefndir gegnum viðtöl og að allir þeir sem vilji taka þátt í félagslífinu geti það.

Nemendakjallarinn Ég myndi vilja taka all hressilega til í nemendakjallaranum í byrjun skólaárs og mála þar einstök herbergi og veggi. Ég halda þeirri kósý stemningu sem nemendakjallarinn á að hafa og jafnvel koma þar upp meiri afþreyingu. Vitaskuld hvet ég einnig fólk til að ganga hreinlega um.

Önnur stefnumál Hafa sveitaball með inniföldum rútuferðum til og frá ballstað. Ég er þegar byrjaður að kanna þennan möguleika. Ég myndi vilja koma upp ákveðinni fjáröflun fyrir útskriftarferð 6. bekkjar sem að færi þannig fram að vikulega yrðu seld ýmis matvæli, drykkir og snarl í hádegishléum á Marmaranum. Fá pulsuvagn fyir utan ballstað eftir böll sem sæi um að færa ballgestum ylvolgar pulsur eftir ball. Einnig gæti þetta mögulega verið fjáröflun fyrir útskriftarferð 6. bekkjar. Ef mikil aðsókn er í 12:00 vil ég búa til annan sketsa þátt.

Endurvekja teiknimyndaklúbbinn. Bæta við sérstöku COD lani. Halda kosningar miðannarböllum.

um

þema

á

Halda „Steiktu stjórnina“ reglulega. Fá öll myndbönd á vegum nemendafélagsins inn á vefsíðu NFVÍ. Einnig myndi ég vilja selja auglýsingar á vefsíðuna.

til busa starfsemi

Hafa einhvers konar létta þemadaga í venjulegri skólaviku. Eins og t.d. höfuðfatadag.

verkahring videonefndar hún sjái um að gera

Ef áhugi er fyrir því hjá nemendum vil ég gefa út DVD disk með atburðum ársins ásamt sketsum og öðrum myndböndum.

Engin spilling

Gefa út kynningarbækling um alla viðburði og nemendafélagsins.

Allir nemendur Verzlunarskólans eiga að hafa jafna möguleika til þess að taka þátt í því frábæra félagslífi sem að

Víkka þannig

út að

myndbönd og trailera til þess að auglýsa böll og ýmsa viðburði, bæði stóra sem smáa. Gæti þetta aukið aðsókn og áhuga á ýmsum minni atburðum.


Reynsla Verzló

• • • • • •

Magnús Thorlacius í Féhirði

Önnur reynsla

Var í Verzló Waves nefndinni í 5.bekk Var í Útvarpsnefnd í 4.bekk Hef alltaf tekið þátt í Spur og Bekeví. Hef alltaf tekið virkann þátt í félagslífi Verzló og sinnt ýmsum störfum fyrir nemendafélagið. Er á hagfræðibraut og státa af meðaleinkunn upp á 10 í bókfærslu og 9 í viðskiptagreinum. Eini keppandi Ljóssins 2011 og þar af leiðandi óumdeildur sigurvegari.

• •

Vann í Reykjadal sumarið 2010 en það eru sumarbúðir fyrir fötluð börn og ungmenni. Starfsmenn Reykjadals hlutu hvatningarverðlaun ÖBÍ árið 2010 fyrir gott starf. Hef lokið Dale Carnegie námskeiðinu „Næsta kynslóð“. Tók þátt í Bráðger börn ásamt nokkrum öðrum krökkum fyrir hönd Varmárskóla í grunnskóla.

Stuðningsgreinar Það kom okkur núll á óvart þegar við heyrðum að Maggi ætlaði að bjóða sig fram sem féhirðir því hann er nákvæmlega rétti maðurinn í starfið. Eftir að hafa unnið með honum í vetur höfum við komist að því að Maggi er ógeðslega duglegur og rokkar nákvæmlega allt sem hann tekur sér fyrir hendur. Ef það kom upp eitthvað vesen með að redda einhverju eða gera eitthvað þá var það alltaf hann sem reddaði málunum eins og skot. Það er nefnilega alltaf hægt að treysta á Magga! Hann er svona gæjinn sem púllar það að vera alveg með allt á hreinu í öllu án þess að verða pirrandi týpan. Hann er sjúklega chillaður gaur on the outside en eitthvað ofur vélmenni on the inside! Við myndum treysta Magga fyrir lífi okkar og því getum við sagt án alls efa að við treystum Magga 100% til að vera féhirðir skólaársins 2011 – 2012. Jóhanna Sigurjóns, Edda Konráðs og Margrét Rajani, Versló Waves

Þegar við byrjuðum í 3-I á sínum tíma kyntumst við lífsglöðum dreng sem að kynnti sig sem Magnús úr Mosfellsbæ. Magnús hefur svo gott sem ekki hætt að brosa síðan þá, einfaldlega vegna þess að hann elskar versló, elskar nemendafélagið og elskar nemendur skólans. Magnús gefur sig 100% í allt sem hann tekur sér fyrir hendur og er afreksmaður á mörgum sviðum. Traustari mann er ekki hægt að finna og nemendafélagið þarf á því að halda þegar kemur að því að halda utan um fjárhag þess. Ekki þarf að fara mörgum orðum um það að Maggi er meira en hæfur í starfið og undirritaðir geta lofað öllum verzlingum að það mun enginn sjá eftir því að haka við Magnús Örn Thorliciouz á kjördag.

Hermann Ágúst og Halldór Snær, Harmónía

Þegar við settumst niður að skrifa þessa grein þá vorum við báðir sammála um að hafa þetta ókryddað og laust við allar klisjur þar sem okkur fannst það einfaldlega óþarft. Magnús Örn Thorlacius eða Maximus. Thorlacius eins og við köllum hann er það mikill topp náungi að okkur fannst það alveg út í bláinn. Við kynntumst honum fyrst fyrir alvöru í fjórða bekk þegar við skráðum okkur allir í Dan221 áfangann sem gekk útá það að hýsa Dani í eina viku og fara síðan til Danmerkur í eina viku. Á þessum tveimur vikum eyddum við miklum tíma með honum og strax á öðrum degi fundum við fyrir þægilegri nærveru hans. Á þessum sama degi, sagði Magnús Pétur við mig (Jónas) og Katrínu Eyjólfsdóttir orðrétt um hann: „Þessi gaur lúkkar fyrir að vera algjör toppnáungi.“ Það reyndist dagsatt og er hann búin að brennimerkja sig inn í hóp okkar bestu vina. Það sem okkur líkar hvað best við Magnús er líklegast hvað hann er opinn fyrir öllu, hann er tilbúinn að gefa öllu séns og neitar ekki neinu fyrirfram. Sem dæmi má nefna þegar Magnús Pétur náði að draga hann með sér í eitthvað hundleiðinlegt afmæli systur sinnar. Vegna allra þessara fyrrnefndu kosta treystum við honum fyrir þungu veski Verzlunarskóla Íslands því við vitum hvaða mann hann hefur að geyma. Magnús Pétur, Nemó annáll, og Jónas Guðmundsson

Stuðningsmenn Pétur Gunnarsson Verzló Waves Bjarki Þórsson Fjármálastjóri Nemó Anton Egilsson Nemó Hermann Ágúst Formaður Harmóníu Jóhanna Sigurjónsdóttir Formaður Verzló Waves

Magnús Mar Arnarson Formaður Ljóslifandi Alexander Freyr Einarsson Fréttaritari á Fotbolti.net Magnús Örn Þórsson Íþró og annáll María Ólafsdóttir Nemóstjarna Gríma Björg Thorarensen Verzló Waves

Soffía Hjördís Ólafsdótir Verzló Waves Rúrik Andi Þorfinnsson Fótboltamaður Lúðvík Már Lúðvíksson Harmónía og annáll Guðni Hallmundsson The money making machine Hörður Bjarkason Hljósveit og Nemóstjarna

Maggi  

Ég vil að líkar nefndir vinni saman að auglýsingasöfnun og bjóði saman út auglýsingar. Gaman getur verið að vinna með annarri nefnd en manns...

Read more
Read more
Similar to
Popular now
Just for you