Verkstjórinn

Page 38

Verkstjórafélag Reykjavíkur 90 ára Frá austfjörðum. Ljósm. ÁBÁ.

„Á öndverðu ári 1919 hófust nokkrir verkstjórar í Reykjavík handa um að beita sér fyrir félagsstofnun. Hinn 12 febrúar efndu þeir til fundar í húsi K.F.U.M. og boðuðu á þann fund alla verkstjóra í Reykjavík er til náðist. Eigi hefur verið bókað hverjir fundarboðendur voru en heima hjá Bjarna Péturssyni, verkstjóra Þingholtsstræti 8 höfðu nokkrir verkstjórar komið saman í byrjun ársins og rætt um nauðsyn félagsstofnunar. Fundarefnið var tillaga um það að verkstjórar í Reykjavík mynduðu með sér félag í því skyni að efla samvinnu meðal verkstjóra og hrinda í framkvæmd málum, er orðið gætu til gagns og þrifa fyrir stéttina. Var fundurinn því eindregið fylgjandi að hugmynd þessi gæti hið fyrsta komið til framkvæmda. Kaus hann í því skyni 5 manna undirbúningsnefnd til að beita sér fyrir stofnun slíks félags og semja frumvarp að lögum þess. Að undirbúningi loknum skyldi nefndin boða til stofnfundar. Í nefndina voru kosnir: Bjarni Pétursson, Jón Jónatansson, Jóhannes Hjartarson, Jón Magnússon, Jónbjörn Gíslason.“ Svo segir í 60 ára riti Verkstjórafélags Reykjavíkur sem ritstýrt var af Adolf J. E. Petersen. Stofnfundurinn var síðan haldinn í húsi K.F.U.M. 9 mars 1919. Fyrstu stjórn félagsins skipuðu formaður Bjarni Pétursson, ritari Jón Jónatansson, féhirðir 38 - VERKSTJÓRINN

Jóhannes Hjartarson, varaformaður Jónbjörn Gíslason, varaféhirðir Jón Erlendsson og vararitari Pétur Hansson. Endurskoðendur voru kosnir Ari Antonsson og Chr. Nielsen. Á þennan fund mættu 22 verkstjórar, sem allir teljast stofnfélagar Verkstjórafélags Reykjavíkur. Á fyrsta fundi V.F.R. kom fram tillaga þess efnis að félagið beitti sér fyrir því að kom á föstum matmálstímum. Einnig kom fram tillaga um að félagið kæmi sér upp sjóði til sjúkra- og slysatrygginga. Strax á fyrsta starfsári var stofnaður styrktarsjóður og var hann aðallega ætlaður til aðstoðar mökum verkstjóra við fráfall þeirra og eins ef verkstjórar ættu við erfið veikindi að stríða. Þessi styrktarsjóður er starfræktur enn þann dag í dag. Stjórn félagsins kom sér saman um ákveðna kaffi og matatíma á ákveðnum tímum og sendi þessa tillögu til vinnuveitenda og Dagsbrúnar en undirtektirnar voru afar neikvæðar. Þetta var rætt á fundi félagins 8. janúar 1920 og var þar samþykkt að strax næsta dag skyldu verkstjóra láta tillögu sína koma til framkvæmda. Er skemmst frá því að segja að á skömmum tíma tókst verkstjórum með ákveðnu og samstilltu átaki að koma á föstum matar- og kaffitímum. Árið 1920 hóf V.F.R. að beita sér fyrir byggingu skýlis


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.