__MAIN_TEXT__

Page 1

63. árgangur / 2. tbl. / Desember 2013

Stálsmiðjan-Framtak Verkstjórinn heimsækir Stálsmiðjuna-Framtak þar sem er unnið að fjölbreyttum verkefnum. Á myndinni má sjá starfsmenn vinna við að setja niður aflvélar í Búðarhálsvirkjun. – Bls 16.

Námskeið fyrir stjórnendur:

Mikill ávinningur fyrir fólk og fyrirtæki Nýsköpunarmiðstöð Íslands hefur í mörg ár boðið upp á námskeið á sviði verkstjórnarfræðslu. Þykir árangurinn af þeim afar góður og ásókn mikil í námið. Einnig hafa margir sótt vel heppnuð námskeið hjá Dale Carnegie. Kristján Óskarsson verkefnisstjóri segir í viðtali við Verkstjórann að þeir sem sæki námskeiðin hjá Nýsköpunarmiðstöðinni séu þeir sem hafi mannaforráð hjá fyrirtækjum. Hann segir að um sé að ræða fjölbreyttan hóp karla og kvenna og að í námskeiðunum, sem oftast eru greidd af fyrirtækjunum, sé fólginn mikill ávinningur fyrir báða aðila.

Á vaktinni í hálfa öld Guðni Hannesson, verkstjóri hjá framkvæmdasviði Reykjavíkurborgar lætur af störfum næsta vor eftir

Sjá bls. 12

Jóla- og áramótakveðjur

50 ára farsælan feril. – Bls. 20.

Verkstjórasamband Íslands óskar félagsmönnum verkstjóra- og stjórnendafélaganna gleðilegra jóla og farsældar á næsta ári.


LEIÐARINN

Kristján Örn Jónsson, forseti VSSÍ skrifar

Nútímalegra stjórnarform VSSÍ

Á

landsfundi 2012 var nokkuð rætt um að skoða framtíðarplan VSSÍ og þá helst með það fyrir augum hvernig hægt væri að auka þjónustuna við félagsmennina og ná til nýrra félagsmanna. Í byrjun árs 2013 er ákveðið og samþykkt á stjórnarfundi að fara í endurskipulagningu á framtíðarásýnd VSSÍ með þetta í huga. Til að fylgja verkefninu eftir var leitað til Þórðar Sverrissonar hjá Capacent til að stýra og halda utan um þá vinnu. Undirbúningur verkefnisins hófst fljótlega en aðal vinnan svo unnin á þinginu á Akureyri í vor.

stjórnarform sambandsins“ þar var grunnurinn lagður að framhaldsvinnunni. Í umræðu á fundinum komu fram margvíslegar skoðanir og er það gott. Með því var hægt að fjölga púslum í spilið. Í lok þess fundar var samþykkt að fylgja planinu, þó ekki frá orði til orðs, heldur grunnplaninu. Samþykktin var forsenda þess að hægt var að halda vinnunni áfram. Eftir fundi í stjórnum félaga var meiri samhljómur við þessa vinnu hjá flestum þeirra. Verkefnið varð að vinna í sem víðtækustu sátt og tala sig niður á sameiginlega niðurstöðu.

Mikill samhljómur var með þingfulltrúum í þessari vinnu, lagt var kapp á víðsýni og láta ekki nærumhverfið trufla. Strax eftir þing var skipað í sex vinnuhópa sem höfðu hver sitt verkefni í skipulagi sambandsins og félaganna. Nefndirnar voru „Nútímalegra stjórnarform sambandsins“ „Markaðssetning stjórnendafélaganna“ „Rýni bóta sjúkrasjóðs“ „Orlofshús sem sóknarfæri“ „Ráðgefandi menntunarsjóður“ og „Efling félagsmanna í launasamtölum“.

Allar nefndirnar sex hafa skilað góðri vinnu og tillögum. Að loknum umræðum um tillögurnar í stjórn voru þær lagðar fyrir aukaþingið 7. desember sl. Stjórnskipaðar nefndir munu í framhaldinu vinna og útfæra tillögurnar og leggja fyrir þingið 2015 til endanlegrar samþykktar. Að því loknu verður þeim hrundið í framkvæmd.

Ákveðið var að efna til framhaldsþings í lok árs til lokafrágangs verkefnisins. Á fyrsta fundi komu fram róttækustu tillögurnar frá nefnd um „Nútímalega

Það er von okkar, sem stöndum að þessum breytingum, að með þeim séum við að koma nær nútímalegum stjórnunarháttum ásamt því að mæta kröfum félagsmanna um auðveldara aðgengi að kostum þess að vera innan okkar raða.

Verkstjórinn - 63. árgangur, 2. tbl. Desember 2013 63. árgangur / 2. tbl. / Desember 2013

Stálsmiðjan-Framtak Verkstjórinn heimsækir Stálsmiðjuna-Framtak þar sem er unnið að fjölbreyttum verkefnum. Á myndinni

U

Útgefandi:

Verkstjórasamband Íslands

Ritstjóri:

Kristján Örn Jónsson (ábm).

Umsjón og umbrot: Athygli ehf.

má sjá starfsmenn vinna við að setja niður aflvélar í Búðarhálsvirkjun. – Bls 16.

Námskeið fyrir stjórnendur:

Mikill ávinningur fyrir fólk og fyrirtæki Nýsköpunarmiðstöð Íslands hefur í mörg ár boðið upp á námskeið á sviði verkstjórnarfræðslu. Þykir árangurinn af

Textagerð:

Guðjón Guðmundsson, Valþór Hlöðversson o.fl.

Auglýsingar:

Ingibjörg Ágústsdóttir, inga@athygli.is

þeim afar góður og ásókn mikil í námið. Einnig hafa margir sótt vel heppnuð námskeið hjá Dale Carnegie. Kristján Óskarsson verkefnisstjóri segir í viðtali við Verkstjórann að þeir sem sæki námskeiðin hjá Nýsköpunarmiðstöðinni séu þeir sem hafi mannaforráð hjá fyrirtækjum. Hann segir að um sé að ræða fjölbreyttan hóp karla og kvenna og að í námskeiðunum, sem oftast eru greidd af fyrirtækjunum, sé fólginn mikill ávinningur fyrir báða aðila.

Á vaktinni í hálfa öld

Prentun: Litróf

Guðni Hannesson, verkstjóri hjá framkvæmdasviði Reykjavíkurborgar lætur af störfum næsta vor eftir

Sjá bls. 12

Jóla- og áramótakveðjur

2

50 ára farsælan feril. – Bls. 20.

Verkstjórasamband Íslands óskar félagsmönnum verkstjóra- og stjórnendafélaganna gleðilegra jóla og farsældar á næsta ári.

Dreift til félagsmanna í Verkstjórasambandi Íslands og á fjölda vinnustaða um land allt.

M

HV

ERFISME

R

KI

ISSN 2298-3201

141

912

Prentsmiðja


Horfðu björtum augum fram á veginn Sameinaði lífeyrissjóðurinn leggur áherslu á gagnsæi og öfluga upplýsingagjöf sem tryggir þér auðvelda og skýra yfirsýn yfir öll þín lífeyrismál.

Vefurinn okkar, lifeyrir.is, er aðgengilegur og notendavænn bæði fyrir sjóðfélaga og launagreiðendur. Á lifeyrir.is • sérðu stöðu lífeyrisréttinda og séreignar • finnur þú ítarlegar upplýsingar um rekstur sjóðsins • geturðu kynnt þér fjárfestingarstefnu og eignir sjóðsins • geta launagreiðendur skilað iðgjaldaskilagreinum á einfaldan og öruggan hátt og myndað kröfu í netbanka sínum

Kynntu þér málin á lifeyrir.is eða fáðu upplýsingar hjá starfsfólki í síma 510 5000. Sameinaði lífeyrissjóðurinn Borgartúni 30 105 Reykjavík www.lifeyrir.is


Ný brú yfir Múlakvísl að taka á sig mynd

N

Sveinn Þórðarson, brúarsmiður hjá Vegagerðinni og stjórnarmaður hjá Verkstjórasambandi Íslands.

ú er unnið að gerð nýrrar brúar yfir Múlakvísl og verður hún tekin í notkun eftir tæpt ár. Brúin kemur í stað bráðabirgðabrúar sem var reist í kjölfar þess að jökulhlaup hreif með sér þá gömlu.

„Við byrjuðum í nóvember í fyrra að reka niður steypta staura sem brúin stendur á og lukum því verki í febrúar. Við rákum hvern staur um 14-18 metra niður í aurinn,“ segir Sveinn.

Vegagerðin hefur unnið að framkvæmdum við undirstöður brúarinnar frá því í janúar 2012 en þætti Vegagerðarinnar í framkvæmdinni er nú lokið að sinni en um sjálfa brúarsmíðina sér Eykt ehf. Áætlaður kostnaður við brúna er hálfur milljarður króna.

Við verkið var notað niðurrekstrartæki með vökvahamri í eigu Vegagerðarinnar. Alls voru um 240 staurar steyptir í Vík í Mýrdal og þeir fluttir að Múlakvísl þar sem þeir voru reknir niður í aurinn. Alls fóru yfir 200 rúmmetrar af steypu í staurana. Steyptir voru átta staurar á hverjum degi.

Sveinn Þórðarson, brúarsmiður hjá Vegagerðinni og stjórnarmaður hjá Verkstjórasambandi Íslands, segir að nýja brúin verði um þrjú hundruð metrum austan við bráðabirgðabrúna. Brúin verður um 160 metra löng í sex höfum. Akbrautin sjálf verður níu metra breið.

Fyrsti sökkullinn fyrir nýju brúna var steyptur um miðjan september og sjálf brúarsmíðin er því að hefjast á fullu. Eykt ehf. stefnir að því að steypa gólfið í brúna fyrir áramót, en hún verður formlega tekin í notkun í september á næsta ári.

Nýja brúin yfir Múlakvísl verður hið glæsilegasta mannvirki.

4


5


Ægir Björgvinsson, formaður Þórs, félags stjórnenda.

Æ

gir Björgvinsson er formaður Þórs, félags stjórnenda. Ægir er fæddur á Patreksfirði en flutti ungur til Hafnarfjarðar þar sem hann hefur búið nánast óslitið síðan. Þó bjó hann um þriggja ára skeið í Noregi. Ægir segir Þór einkum vera félag iðnlærðra stjórnenda. Ægir hóf snemma afskipti af félagsmálum og var fyrst trúnaðarmaður um tveggja ára skeið fyrir Félag járniðnaðarmanna, (nú VM) strax og hann hafði lokið námi í rennismíði. „Ég réði mig til Héðins í skipaþjónustu 1992 og þá gekk ég í Þór. 2007 var ég fenginn til að verða gjaldkeri félagsins og fyrir tveimur árum var ég kosinn formaður,“ segir Ægir.

smiðjunni og Guðfinnur Þorbjörnsson frá Vélsmiðjunni Héðni. Eftir nokkrar umræður var samþykkt að stofna félag og kosin var fjögurra manna nefnd til að gera uppkast að lögum fyrir félagið og undirbúa stofnfund sem síðan var haldinn 2. nóvember 1935. Ægir segir að félagið sé opið félagsmönnum hvarvetna á landinu. „Sérhæfing okkar hefur verið sú að hjá okkur voru áður fyrr eingöngu iðnlærðir stjórnendur en svo víkkuðum við það út vegna þess að stjórnendur í iðnfyrirtækjum voru margir ekki iðnlærðir, heldur með aðra stjórnendamenntun.“ Hann segir að flestir í félaginu komi frá höfuðborgarsvæðinu.

Stofnað í Reykjavík 1935 Félagið á sér langa sögu og verður 80 ára 2015. Upphafið má rekja til laugardagsins 5. október 1935. Þá mættu 10 verkstjórar úr vélsmiðjunum Hamri, Héðni, Landssmiðjunni og Slippfélaginu á fund að Norðurstíg 7 í Reykjavík til þess að ræða stofnun verkstjórafélags. Þetta voru Bjarni Jónsson, Árni Jónsson og Victor Strange frá Hamri, Lárensíus Rósmarsson og Benedikt Guðbjörnsson frá Stálsmiðjunni, Júlíus Nýborg og Þórður Stefánsson frá Slippfélaginu í Reykjavík, Guðmundur Runólfsson, Ágúst Brynjólfsson og Einar Bjarnason frá Lands-

6

Vildu sameinast öðrum félögum „Félagið gengur ágætlega þótt vissulega sé það ekki fjölmennt. Það eru 64 greiðandi félagar og 90 í heildina með eldri félögum. Fjárhagslega er félagið ágætlega sett en umsvifin eru heldur ekki mikil. Þetta snýst langmest um sumarbústaðina okkar og samskipti við Verkstjórasamband Íslands sem sér orðið um okkar sameiginlegu mál, eins og utanumhald og greiðslur úr sjúkra- og menntunarsjóðum.“


Þór, félag stjórnenda:

Félag sem er öllum opið „Við höldum félagsfund einu sinni á ári. Þá er staða félagsins rædd og farið yfir praktísk mál eins og ástand sumarhúsanna og hvað sé framundan hjá félaginu. Annars hittumst við á fimm ára fresti en þá bjóðum við mökum/félögum okkar til mikillar afmælisveislu og skemmtunar.“ Félagið á tvo sumarbústaði í Svartagili í Norðurárdal í Borgarfirði. Mikil ásókn er í bústaðina og umsýsla með þá stór liður í starfi félagsins. Húsin eru um 45 m2 hvort. Svefnaðstaða er fyrir 6 manns í hvoru húsi og auk þess svefnpokapláss og á pöllunum eru heitir pottar.

„Undanfarin ár hefur síðan farið talsverð vinna hjá okkar félagi í endurskipulagningu og áherslur hvað varðar félagaöflun. Við vorum raunar byrjaðir á því áður en stefnumótunarvinna sambandsins fór í gang. Við fórum í naflaskoðun og vildum í rauninni sameinast öðrum félögum og létum reyna á það. En önnur félög vildu ekki sameinast þótt við settum ekki önnur skilyrði en þau að tekið yrði upp nýtt nafn. Menn voru tilbúnir að fá okkur inn með okkar félaga en án nafnabreytinga.“ Ægir segir að starfsemin sé í föstum skorðum og hann segir það gleðilegt að félagsmenn hafa ekki verið atvinnulausir á því samdráttarskeiði sem verið hefur undanfarin ár.

Vinnustaður Ægis, Stálsmiðjan-Framtak, er í Garðabæ og félagsmenn Þórs koma flestir af höfuðborgarsvæðinu.

7


Lítil virkni starfsmanna:

Efnahagslífið gæti verið að tapa 50 milljörðum króna D

ale Carnegie hefur í samstarfi við MMR látið framkvæma vinnustaðagreiningar í íslenskum fyrirtækjum þar sem lagt er mat á fjölmarga þætti, þ.á m. ánægju og áhuga starfsmanna, hollustu og líðan á vinnustað. Könnunin leiðir í ljós að rúmlega fimmtugur starfsmanna í íslenskum fyrirtækjum er óvirkur. Leiða má líkum að því að kostnaður vegna þessa geti hlaupið á um 50 milljörðum króna á ári fyrir íslenskt atvinnulíf. Jón Jósafat Björnsson, framkvæmdastjóri Dale Carnegie á Íslandi, segir að kannanir af þessum toga hafi fram til þessa verið þeim annmörkum háðar að þær byggja á gögnum frá fyrirtækjum sem sjálf hafa valið að fara í slíka greiningu. Samstarf Dale Carnegie og MMR gekk hins vegar út á það að fá breiðan grunn upplýsinga um íslenska fyrirtækjamenningu, óháð því hvort fyrirtæki hafi valið að fara í slíka greiningu. Í könnuninni var rætt við vinnandi Íslendinga og virkni þeirra á vinnustað greind. Að því loknu var niðurstöðum raðað eftir starfsgreinum.

Alveg nýjar upplýsingar „Þetta þýðir að nú geta t.d. fjármálafyrirtæki keypt virknirannsókn fyrir sinn vinnustað og borið niðurstöðurnar saman við alla starfsmenn sem vinna innan fjármálageirans á Íslandi. Út úr þessu eru að koma algjörlega nýjar upplýsingar sem við höfum ekki haft aðgang að áður,“ segir Jón Jósafat. Niðurstöðurnar eru þær að 22% allra starfsmanna, sem

8

eru á launum hjá íslenskum fyrirtækjum, teljast vera óvirkir. Þeir sjá enga framtíð á sínum vinnustað og finna hvorki til með starfinu né fyrirtækinu, þeim leiðist og hugsa oft um að hætta störfum og eru í mörgum tilfellum að leita sér að annarri vinnu. „Það má með rökum segja að þessir starfsmenn séu óþarfir, þeir skemmi út frá sér á vinnustaðnum. Þetta er ekki slæmt fólk en er hins vegar á slæmum stað, starfslega séð. Það er á ábyrgð stjórnandans að kveikja neistann eða koma þessum starfsmönnum á annan stað,“ segir Jón Jósafat. Í könnunni kemur fram að 34% teljast hins vegar virkir og draga í raun vagninn hjá fyrirtækjunum. Þetta eru þeir sem vinna lengur þegar þörf krefur og sem líta á starf sitt sem árangursdrifið. Þeir hafa frumkvæði og drífa hlutina áfram. 48% íslenskra launþega teljast vera í millihópnum. Þetta eru þeir sem eru hvorki virkir né óvirkir. Þeir gera það sem lagt er fyrir þá, fá sín laun en eru hvorki vakandi né sofandi yfir starfinu. Jón Jósafat segir að óvirki hópurinn á Íslandi sé í stærra lagi í alþjóðlegum samanburði og verði að leita allt til Kína eftir sambærilegu hlutfalli. Óvirki hópurinn er umtalsvert stærri en t.d. í Bandaríkjunum.

Hvert er orsakasambandið? „Við höfum mestan áhuga á því að skoða orsakasamhengið í þessu máli. Hvað er það sem gerir menn virka eða óvirka? Þegar við höfum greint hlutina eru það þrjú atriði sem standa algjörlega upp úr:


Jón Jósafat Björnsson, framkvæmdastjóri Dale Carnegie á Íslandi.

Í fyrsta lagi tjáskipti við næsta yfirmann, sem vegur langmest af þessum þremur þáttum. Starfsmenn vilja samband við yfirmann sem byggist á því að hann finni að hann skipti yfirmanninn máli.

Teg:

K 2.21

110 bör max 360 ltr/klst

Háþrýstidælur

Annað atriði er trú á yfirstjórn fyrirtækisins. Starfsmenn vilja að yfirstjórnin hafi framtíðarsýn og að starf þeirra sé einhvers virði.

Þegar gerðar eru hámarkskröfur Teg:

Þriðja veigamesta atriðið er stolt yfir fyrirtækinu. Neikvæð umfjöllun um fyrirtæki hefur neikvæð áhrif á virkni starfsmanna þess.“ Jón Jósafat segir að íslensk fyrirtæki bregðist of seint stjórnunarlega séð við þessum málum. Þarna hafi Dale Carnegie hlutverki að gegna með stjórnunarnámskeiðum og ef það er eitthvað sem segja má að sé kjarninn í starfsemi fyrirtækisins þá er það að laga samskipti. Með því að taka á samskiptum yfirmanna og undirmanna megi fækka í þeim hópi sem telst vera óvirkur og fjölga þeim sem teljast vera virkir. Og þetta sé ekki óyfirstíganlegt mál. „Breska viðskiptaráðuneytið hefur lagst í miklar rannsóknir á þessum málum. Þar liggur fyrir niðurstaða um hvað þetta kostar breskt efnahagslíf á ársgrundvelli. Ef beitt er höfðatölureikningi gæti íslenskt efnahagslíf verið að tapa hátt í 50 milljörðum kr. á ári vegna óþarfrar óvirkni starfsmanna,“ segir Jón Jósafat að lokum.

K 5.700

140 bör max 460 ltr/klst

Teg:

T 300

Snúningsdiskur Gerir pallinn eins og nýjan

Teg:

K 6.600

150 bör max 550 ltr/klst

Teg:

K 4.200

Teg:

K 7.700/K 7.710

160 bör max 600 ltr/klst

130 bör max 450 ltr/klst

K Ä R C H E R

S Ö L U M E N N

Skeifan 3E-F · Sími 581-2333 · Fax 568-0215 · www.rafver.is F A G M E N N S K A

A L L A

L E I Ð

9


GREINARKORNIÐ Skúli Sigurðsson, varaforseti VSSÍ skrifar

Margt á döfinni hjá Brú

B

rú, félag stjórnenda var stofnað 3. mars 1919 og er því elsta starfandi stjórnendafélag á Íslandi. Eins og gefur augaleið þá hefur margt breyst á þessum 94 árum. Þá börðust menn með kjafti og klóm til að fá það sem okkur finnst sjálfsagðir hlutir í dag. Má nefna sem dæmi að eftir mikla baráttu var starfið verkstjóri viðurkennt sem millistjórnandi, en í dag þykir starfsheitið verkstjóri sjálfsagt og bráðnauðsynlegt til að framfylgja óskum atvinnurekenda.

Óbreytt félagsgjald Frá því í september 2008 hefur verið nokkuð erfiður tími hjá Brú, félagi stjórnenda vegna þess að margir okkar félagsmanna misstu vinnuna. Sem betur fer virðist sem nú horfi til betri vegar og vonum við að svo verði áfram. Brú, félag stjórnenda ákvað árið 2008 að hækka ekki félagsgjaldið vegna þess að við mátum það svo að ekki væri stemning fyrir því. Félagið hefur greitt íþrótta- og tómstundastyrk í nokkra áratugi og hefur þessi styrkur notið mikilla vinsælda, en hann nemur kr. 12.000 á hverju 12 mánaða tímabili. Við höfum heyrt kvartanir um að þessi styrkur hafi ekki hækkað í mörg ár, það er rétt. Stjórnin mat stöðuna þannig að ekki væri mikið svigrúm til hækkana, meðal annars vegna þess að félagsgjaldið var ekki hækkað og ákveðið var að byggt yrði nýtt sumarhús í Skorradal. Stjórnin vildi auka möguleika okkar félagsmanna á því að geta notið þeirrar friðsældar og afslöppunar sem dvöl í Skorradal gefur félagsmönnum og fjölskyldum þeirra. Brú, félag stjórnenda á þrjú nýleg sumarhús sem eru búin mjög nútímalegum þægindum og eru húsin stór, tvö í Skorradal og eitt í Grímsnesi. Eftir sumarúthlutun orlofshúsa til félags-

manna Brúar þá standa þessi orlofshús öllum félagsmönnum innan VSSÍ til boða. Til að tryggja sér hús þá verður greiðsla að hafa borist skrifstofu Brúar í síðasta lagi 3 virkum dögum eftir pöntun.

Öldungaráð Til frekari upplýsinga þá er rétt að minnast á það að Brú, félag stjórnenda hefur greitt útfararstyrk (í dag kr. 125.000) við andlát okkar félagsmanns. Þessi styrkur er til viðbótar þeim útfararstyrk sem sjúkrasjóður VSSÍ greiðir á hverjum tíma. Fyrir rúmu ári var ákveðið að koma á fót svo kölluðu „öldungaráði“ en markmið þess er að kalla saman þá félagsmenn sem eru komnir á aldur og líka þá sem hættir eru að vinna af einhverri ástæðu. Það sem öldungaráðið hefur í huga er að koma saman, t.d í kaffispjalli, fara eitthvert saman í skoðunarferðir og hvaðeina sem fólki dettur í hug. Brú, félag stjórnenda greiðir allan kostnað sem þessu fylgir. Öldungaráðið hefur komið nokkrum sinnum saman, en viðbrögð okkar félagsmann hafa ekki verið í samræmi við væntingar. En við ætlum ekki að gefast upp og það er stefnan að halda þessari tilraun áfram.

Nýtt námskeið Brú, félag stjórnenda ásamt öðrum aðildarfélögum, ætlar að halda námskeið á næstunni sem heitir „Starfslok“. Þetta er 3ja daga námskeið sem er í aðalatriðum þannig: Dagur 1: K  ynning á Lífeyristryggingum/Tryggingastofnun. Réttindi félagmanna (stéttarfélaga). Dagur 2: R  éttindi úr lífeyrissjóði, næring og heilsa. Dagur 3: Heilsa og hreyfing, réttindi vegna heilbrigðisþjónustu, starfslok, hvað svo? Kynning á námsog starfsráðgjöf.

Munið Sjúkrasjóðinn Starfsmenn sambandsins vilja benda á að Sjúkrasjóður VSSÍ er farinn að greiða fyrir umfangsmikla heilsufarsskoðun í forvarnarskyni sem fer fram hjá Heilsuvernd. Raunhæfur viðmiðunaraldur á þörf slíkrar skoðunar er

10

45-50 ára og svo með reglulegu millibili eftir þann aldur. Þessa skoðun ættu allir félagsmenn að nýta sér og lítur sjóðurinn á hana sem mikla og góða forvörn og sem fyrirbyggjandi fyrir hina ýmsu sjúkdóma.


MAKING MODERN LIVING

Lykillinn að þægindum CF2+ þráðlausar gólfhitastýringar frá Danfoss Danfoss er ekki bara orðið alþekkt samheiti yfir hitastjórnbúnað. Í meira en 75 ár höfum við framleitt allt frá smæstu íhlutum upp í heil hitaveitukerfi. Öll þessi ár höfum við haft það að leiðarljósi að viðskipti þín við okkur séu hagkvæm. Það er leiðarljós okkar núna, og mun verða í framtíðinni.

Áratuga reynsla okkar hefur skipað okkur í fremstu röð þegar litið er til nýsköpunar. Vöruþróun okkar stjórnast af þörfum viðskiptavinanna. Þess vegna erum við í fararbroddi þegar litið er til íhluta, sérfræðiþekkingar og heildarlausna fyrir hitastjórnbúnað og kerfi.

Við stefnum stöðugt að því að bjóða vörur og lausnir sem færa notendum háþróaða notenda og umhverfisvæna tækni, lágmarks viðhald, hámarks þjónustu og hámarks hagkvæmni.

CF2+ þráðlausa gólfhitastýringin er gott dæmi um það, smekkleg hönnun, áreiðanleg tækni, einföld í uppsetningu og notkun. Færir þér nákvæma hitastýringu í hvert herbergi og hámarkar þar með þægindin.

Danfoss stjórnbúnaður fyrir hitakerfi fæst í öllum helstu lagnaverslunum landsins 11 Danfoss hf. • Skútuvogi 6 • 104 Reykjavík • Sími: 510 4100 • veffang: www.danfoss.is


Frá móttöku Verkstjórasambandsins í Hlíðasmáranum. Þar voru samankomnir nokkrir félagsmenn sem nýlega luku stjórnendanámskeiði Verkstjórasambandsins.

Stjórnendanámskeið Verkstjórasambandsins:

Einungis gott starfsfólk er sent á námskeiðin

V

erkstjórasambands Íslands efndi til móttöku á skrifstofum sínum í Hlíðasmára í nóvember. Það voru félagsmenn sem voru að ljúka námskeiði á sviði verkstjórnarfræðslu sem boðið var og var glatt á hjalla og mikið skrafað og skeggrætt. Stjórnendanámskeið Verkstjórasambandsins hafa verið í boði um nokkurra ára skeið og þykir árangurinn af þeim ótvírætt góður og er ásókn mikil í námið. Kristján Óskarsson, verkefnisstjóri hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands, heldur utan stjórnendanámskeiðin. „Við höldum tvö til sex námskeið á ári með tólf til sextán þátttakendum á hverju námskeiði. Við höfum gert þetta allar götur síðan 1962 en hamskipti hafa orðið á innihaldi námskeiðanna í gegnum tíðina,“ segir Kristján.

12

Kristján Óskarsson, verkefnisstjóri hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands.


Hann segir að þeir sem sæki námskeiðin séu þeir sem stjórni verkefnum eða verkum frá degi til dags eða hafi mannaforráð hjá íslenskum fyrirtækjum. „Þetta er fjölbreyttur hópur og hlutfall kvenna á námskeiðunum er á bilinu 15-20%. Tilgangurinn er sá að bæta stjórnunar­ kunnáttu þátttakenda þannig að þeir geti gert góðan vinnustað betri.“ Kristján segir að það séu hagsmunir fyrirtækja að senda starfsmenn sína á námskeiðin. Oftast greiði fyrirtækin námskeiðsgjöld og/eða stéttarfélög viðkomandi starfsmanns. Í einstaka tilfellum þarf starfsmaður sjálfur að greiða gjaldið en í flestum tilvikum er það atvinnurekandinn eða stéttarfélagið.

„Sömu fyrirtækin hafa sent sína starfsmenn á þessi námskeið áratugum saman. Við gerum ákveðnar kröfur og þær snúast fyrst og fremst um þáttöku þeirra og framlag í námskeiðinu og mætingu. Við viljum að menn taki þátt í því sem fer fram á námskeiðinu. En nú er það svo að við erum eingöngu að fá gott fólk á þessi námskeið. Þátttakendur eru í burtu úr vinnunni í tvær vikur og það eru einungis góðir starfsmenn sem fyrirtækin senda á námskeiðin,“ segir Kristján.

Við lærðum margt á námskeiðinu

F

riðbjörn Jónsson starfar hjá K2, sem er fyrirtæki sem sérhæfir sig í þrifum á loftræstikerfum. Hann er verkstjóri og segir námskeiðið hafa verið sér afar mikilvægt og gott innlegg í starfið. Þröstur Sigtryggsson er almennur starfsmaður en stefnir á að verða verkstjóri. „Ég væri ekki annars á þessu námskeiði,“ sagði Þröstur. „Á námskeiðinu er eiginlega allt sem viðkemur verkstjórn. Allt frá því hvernig verkefnum er deilt niður, hvernig tekið er á erfiðleikum sem geta komið upp hjá manni sjálfum eða starfsmönnum. Einnig er farið yfir fjármálin og hvernig hægt er að hafa deildina arðbæra. Ábyrgð verkstjóra getur meðal annars verið sú að hvert verk skili hagnaði. Þá er drepið á sálfræðileg málefni, ekki síst hvað snertir samskipti. Okkur er kennt mikið á þessu sviði,“ segir Þröstur. Friðbjörn segir að hátt í 15 kennarar kenni á námskeiðinu og þar sé einnig farið yfir rétta líkamsbeitingu, öryggismál og margt fleira.

Námskeiðið stendur yfir í tvær vinnuvikur og þáttakendur gera ekki annað meðan á því stendur. Þeir Þröstur og Friðbjörn voru einmitt að ljúka námskeiðinu og sögðu þeir ekki leika vafa á því að það myndi skila sér í því að þeir yrðu betri verkstjórnendur. „Ég er strax búinn að sjá fjölmarga hluti sem ég get bætt í mínu starfi og í samskiptum við mína undirmenn. Námskeiðið hefur algjörlega breytt því hvernig ég horfi á starfið,“ segir Þröstur. Námskeiðið auðveldar því þáttakendum starfið í sínum fyrirtækjum og skilar um leið fyrirtækjunum miklum ávinningi. „Námskeiðið kennir okkur að horfa inn á við. Ef frammistaða okkar er ekki góð er varla við því að búast að frammistaða undirmanna okkar verði góð. Við erum fyrirmynd á vinnustaðnum,“ segir Friðbjörn, sem er með þrjá undirmenn hjá sínu fyrirtæki.

13


Skúli Sigurðsson, formaður Brúar, félags stjórnenda og varaforseti VSSÍ:

Félögin þurfa að vera sýnilegri og straumlínulagaðri S

kúli Sigurðsson er formaður Brúar, félags stjórn­ enda. Skúli starfaði á Eskifirði í 18 ár og var verkstjóri hjá Hraðfrystihúsi Eskifjarðar í rúm 12 ár og þá var hann félagsmaður í Verkstjórafélagi Austurlands. Skúli ásamt fjöldskyldu fluttist til Reykjavíkur 1995 og gekk í Verkstjórafélag Reykjavíkur sama ár. Það félag var stofnað 3. mars 1919 en heitir nú Brú, félag stjórnenda. Skúli og félagi hans, Jóhann Baldursson, ákvaðu að mæta á sinn fyrsta aðalfund hjá Verkstjórafélagi Reykjavíkur árið 1997 og þá var hann kjörinn í stjórn. Árið 2000 var hann kjörinn formaður félagsins og félagi hans gjaldkeri. Skúli segir að þegar hann gekk í Verkstjórafélag Reykjavíkur þá hefðu 35-50 félagar mætt á aðalfundi og yfirleitt alltaf þeir sömu. Hann fór í stjórn Verkstjórasambands Íslands árið 2000. „Síðan hef ég verið formaður Brúar. Með mér í stjórn hafa verið mjög öflugir og fórnfúsir einstaklingar. Ég hef haft verulega gaman af því að vinna með öllu þessu fólki undanfarin ár.“ Fyrir rúmum tveimur árum var nafni Verkstjórafélags Reykjavíkur breytt í Brú, félag stjórnenda. Var það gert meðal annars vegna þess að tímarnir kölluðu á slíkar breytingar. „Við ákváðum að hafa félagið opið þannig að aðildin einskorðast ekki við búsetu í Reykjavík. Þess vegna geta menn hvarvetna af landinu orðið félagar en við erum fyrst og fremst að þjóna félagsmönnum á StórReykjavíkursvæðinu. Við erum líka að horfa til þess að fyrr eða síðar sameinast flest þessi félög hér á höfuðborgarsvæðinu, hvort sem það verður í minni tíð eða síðar. Það er reyndar í farvatninu í stefnumótun Verkstjórasambandsins að reyna að auka samvinnu félaganna og sameina félög, sé vilji fyrir því,“ segir Skúli. Á höfuðborgarsvæðinu eru nú þrjú félög starfandi, þ.e.

14

Skúli Sigurðsson ásamt nokkrum vinnufélögum hjá Olíudreifingu á Hólmaslóð í Reykjavík.

Formaður Brúar í smiðjunni hjá Olíudreifingu.


Skúli Sigurðsson, formaður Brúar, félags stjórnenda.

Brú, félag stjórnenda, með 662 félagsmenn, Þór, félag stjórnenda er með 90 félagsmenn og Verkstjóra- og stjórnendafélag Hafnarfjarðar sem er með um 166 félagsmenn.

útiveru og dans auk félagsstarfanna. Það eru því ekki margar stundir lausar hjá honum í hverjum sólarhring. „Þegar maður hefur gaman að hlutum þá finnur maður sér alltaf tíma.“

Öflugt og stöndugt félag

VSSÍ í markvissri stefnumótun

„Brú er mjög öflugt og stöndugt félag, sem heldur vel utan um sína félagsmenn. Brú er með opna skrifstofu frá kl 09:00-14:00 alla virka daga og þar er einn starfsmaður. „Við eigum þrjá skuldlausa sumarbústaði og skrifstofuhúsnæði í Skipholti 50d. Tveir sumarbústaðir eru í Skorradal og sá þriðji í Grímsnesi. Þessi hús eru öll u.þ.b. 100 fermetrar að stærð og ásókn í þau er mikil. Orlofshúsin eru kannski stóra málið gagnvart félagsmönnum okkar en svo koma auðvitað upp margvísleg álitamál sem þarf að sinna og aðstoða okkar félagsmenn, t.d inni á vinnustöðunum og þá aðallega gagnvart vinnu­ veitendum. Þá sjáum við um að sækja rétt félaga okkar,“ segir Skúli.

„Verkstjórasambandið er að straumlínulaga alla sína starfsemi og um það snýst stefnumótunarvinnan. Fyrir tveimur árum var tekið stórt skref í þá átt þegar tekið var upp bókunarkerfi þar sem skilagreinar frá atvinnu­ rekendum eru sendar inn á rafrænu formi sem skapar mikla hagræðingu. Stefnan er sú að eftir nokkur ár þurfi ekki að handfæra skilagreinar. „Núna setur atvinnu­ rekandi skilagreinina á netið og þaðan fer hún inn í bókunarvél sem deilir upphæðum sem dregnar eru af launum félagsmanna sem er í formi félagsgjalda, í orlofssjóð og sjúkrasjóð og fleira með sjálfvirkum hætti. Bókunarkerfið vex hröðum skrefum í átt að rafrænu formi og þetta er í takt við það sem önnur stéttarfélög hafa verið að gera,“ segir Skúli.

Skúli var kjörinn varaforseti á 35. þingi Verkstjórasambandsins sem haldið var í maí s.l. á Akureyri. Auk þess er hann formaður launa- og atvinnumálanefndar VSSÍ. Þar hefur hann unnið að samningamálum gagnvart atvinnurekendum. Hann situr í stjórn sjúkrasjóðs VSSÍ og er varamaður í fulltrúaráði Sameinaða lífeyrissjóðsins, svo eitthvað sé nefnt. Skúli er í fullu starfi hjá Olíudreifingu og því vaknar sú spurning hvernig hann finni tíma til allra félagsstarfanna. „Þetta leysist mikið með vinnu á kvöldin og um helgar,“ segir Skúli. Hann er líka mikill áhugamaður um golf,

Skúli segir að stærstu verkefnin framundan séu breytingar á formi félaganna í takt við nýja stefnumótun Verkstjórasambandsins. Ætlunin er að hafa t.d. kynningarfulltrúa sem fari í fyrirtækin og hitti þá sem hafa með mannaráðningar að gera, með þá stefnu að sækja nýja félaga sem eiga erindi inn í aðildarfélögin. Aðildarfélögin þurfi að vera sýnilegri, að öðru leyti ganga aðildarfélögin sína hefðbundnu leið. Yfirleitt eru stærstu verkefnin rekstur orlofshúsa auk ýmiss erindareksturs fyrir félagsmenn.

15


Stálsmiðjan 80 ára:

Vilja reisa stóra þurrkví á Grundartanga S

tálsmiðjan-Framtak, áður Stálsmiðjan, hefur verið hluti af miðbæjarmynd Reykjavíkur svo lengi sem elstu menn muna. Fyrirtækið fagnar á þessu ári 80 ára afmæli sínu og hélt upp á það með glæsibrag í Víkinni á Grandagarði í byrjun september. Félagið á rætur í miðborg Reykjavíkur og starfar þar enn að hluta en meginstarfsemin er í 2.800 fermetra húsnæði í Garðabæ. Innan tíðar flytur síðan Stálsmiðjan slippstarfsemina úr gömlu höfninni í Reykjavík vestur á Grundartanga.

Snorri segir að saga fyrirtækisins nái í raun allt aftur til ársins 1918 þegar fyrirtækið Hamar var stofnað. Árið 1933 stofnuðu síðan Hamar og Héðinn Stálsmiðjuna í Reykjavík og sá hún um allt þykkt stál fyrir fyrirtækin tvö. Um miðjan níunda áratuginn keypti Hamar hluta Héðins í Stálsmiðjunni. Hamarsnafnið var síðar lagt niður og fyrirtækið upp frá því einungis nefnt Stálssmiðjan. Þannig má segja að rætur fyrirtækisins nái allt aftur til ársins 1918.

Slippur og túristar í miðbænum

Árið 1998 hófst samstarf milli Stálsmiðjunnar, kælismiðj­ unnar Frosts og Slippsins á Akureyri og upp úr því samstarfi varð til fyrirtækið Stáltak sem var risi á sínu sviði. Upp úr samstarfinu slitnaði þó tveimur árum síðar og þá keyptu nokkrir starfsmenn Stálsmiðjuna, þeirra á meðal Snorri.

Stálsmiðjan-Framtak er enn með starfsemi í gamla slippnum við Mýrargötu en hefur flutt stálsmíðadeild, renniverkstæði og skrifstofur í húsnæði sitt í Vesturhrauni í Garðabæ. Auk þess er fyrirtækið með starfsemi á Grundartanga. Snorri Guðmundsson er verkstjóri og einn eigenda fyrirtækisins. Við hittum hann að máli niðri við slippinn í Reykjavík þar sem saman fer í sátt og samlyndi blómstrandi ferðamannaiðnaður og upptaka, hreinsun og viðgerðir á stórum skipum sem smáum, erlendum ferðamönnum til óblandinnar ánægju.

16

Snorri hefur marga fjöruna sopið og verið í þessum „bransa“ í rúm 40 ár. Hann lauk námi frá Vélskóla Íslands og hóf smíðatímann, 18 mánuði, hjá Hamri árið 1972, „og hér er ég enn,“ segir Snorri, sem á fyrirtækið ásamt átta öðrum einstaklingum.


HEIMSÓKNIN

Starfsemin í slippnum vekur athygli þeirra sem leið eiga um svæðið, ekki síst erlendra ferðamanna.

2.800 fermetra húsnæði í Garðabæ Árið 2005 keypti Stálsmiðjan vélaverkstæðið Framtak. „Það stefndi allt í það að við misstum aðstöðuna hérna í slippnum þar sem vélaverkstæðið okkar var og þyrftum að koma okkur einhvers staðar fyrir. Vélaverkstæðið okkar var auk þess orðið ansi rýrt í roðinu. Samlegðaráhrifin vegna kaupanna á Framtaki hafa virkað mjög vel fyrir okkur.“ Húsnæði fyrirtækisins í Vesturhrauni er um 2.800 fermetrar að stærð og þar er öll megin starfsemin. Með auknum verkefnum hefur þó þrengst um starfsemina og því standa fyrir dyrum flutningar á dótturfyrirtækinu Framtaki-Blossa á Dvergshöfða í Reykjavík. Við það stækkar smiðjan og aðstaðan batnar. Framtak–Blossi ehf. rekur stærsta sérhæfða dieselverkstæði landsins. Það er með umboð fyrir DENSO og Delphi og er eina dieselverkstæðið á Íslandi sem er viðurkennt sem „BOSCH Diesel Center“. Þjónustan útheimtir háþróaðan tækjabúnað og mikla sérhæfingu starfsfólks.

Snorri Guðmundsson, verkstjóri og einn eigenda Stálsmiðjunnar-Framtaks.

Stálsmiðjan-Framtak hefur verið á hálfgerðum hrak­ hólum með hina hefðbundnu slippstarfsemi sína í

17


Reykja­vík og hefur mjög verið þrengt að fyrirtækinu. Í mörg ár hefur verið rætt um að það fái lóð undir slipp á Grundartanga og þangað stendur til að flytja þá starfsemi. „En nú virðist sem borgaryfirvöldum þyki svo mikil prýði og aðdráttarafl af starfsemi okkar hérna í Reykjavíkurhöfn að þau vilja helst ekkert fyrir okkur gera,“ segir Snorri kíminn. Hann segir að þetta gangi þó ekki til lengdar því allt stefni í þá átt að íbúðabyggð færist enn nær athafnasvæðinu. Slippur og íbúabyggð fari illa saman. Núna tekur Stálsmiðjan upp á milli 40-50 skip í slipp. Meðaltími hvers skips í slipp er nálægt hálfum mánuði. Fyrr en síðar flytur Stálsmiðjan því slippstarfsemina á Grundartanga og þar verður fyrirtækið vestast á svæðinu. „Okkar draumur er að sprengja okkur þar inn í klöppina og reisa þar þurrkví. Með þessu fengjum við betri frið með starfsemina í tengslum við sandblástur og málun og verðum ekki öðrum til óþæginda.“

Hafa þurft að horfa á eftir verkefnum Í slippnum í Reykjavík eru tvær dráttarbrautir og Snorri segir að það sem fyrirtækinu vanhagi um séu stórbrotnari verkfæri til að taka upp stærri og þyngri skip. Þróunin undanfarin ár hefur verið sú að skipin í fiskveiðiflotanum stækka og um leið hefur Stálsmiðjan mátt horfa á eftir verkefnum annað, t.d. norður til Akureyrar eða suður til Hafnarfjarðar. „Svo er náttúrulega einfaldasta mál að sigla skipunum út til viðgerða og við erum í bullandi samkeppni við útlönd,“ segir Snorri. Hann segir að samkeppnisstaðan við láglaunalönd eins og Pólland, Litháen og Lettland sé ekki þægileg en hún hafi eðlilega batnað mikið eftir hrunið. Nú sé hins vegar aftur farið að harðna á dalnum enda þurfi íslenskur skipasmíðaiðnaður ekki eingöngu að keppa við lág laun í samkeppnislöndunum heldur einnig ríkisstyrki. „Við höfum til dæmis keypt unnið stál frá Lettlandi og fengið það á sama verði og óunnið stál. Það virðist því

Þú færð það allt hjá DONNU Ný grjónadýna frá GERMA Nýtt PAD500 hjarta­ stuðtæki sem leiðbeinir bæði um hjartahnoð og stuð, engir aukahlutir aðeins notast við venjuleg rafskaut. Verð frá kr. 199.600 m. vsk.

Ný hönnun, ný lögun, nýir litir Samkvæmt stöðlum EN 1865 og EN 1789 um sjúkraflutninga Léttari 7,9 kg og 25% fyrirferðaminni. Lengd 208 sm, breidd 130 – 72 sm Úr eldtefjandi efnum Hólfuð að innan til að halda grjónum á réttum stað X-laga ólar halda betur um sjúkling Stíf styrking fyrir hálsliði og efra bak Áratuga reynsla á Germa ventlum Taska, dæla og viðgerðarsett fylgir með

Ferno sjúkrabörur – þegar á reynir WHELEN LED ljós og ljósabogar Stadpacks töskur Spelkur og hálskragar í úrvali

18

Móhellu 2, 221 Hafnarfjörður

Sími 555 3100 www.donna.is


vera einhver hvati til þess að vinna stálið í heimalandinu og þetta viðgengst alls staðar.“ Hjá Stálsmiðjunni-Framtaki vinna á bilinu 150-160 manns. Einnig vinnur fjöldi erlendra starfsmanna í tengslum við stór verkefni, eins og t.a.m. nú í Búðarhálsvirkjun þar sem fyrirtækið er að setja niður aflvélarnar. 25-30 manns hafa unnið á vegum fyrirtækisins við þessa framkvæmd í hátt í tvö ár.

Stálsmiðjan-Framtak sér um að setja niður aflvélar í Búðarhálsvirkjun.

„Það lítur ekkert sérstaklega vel út með verkefni akkúrat núna. Sjávarútvegurinn bjargar okkur og er mikið að endurnýja sig. En við höfum reitt okkur talsvert á verkefni í tengslum við virkjanaframkvæmdir og stóriðjuna. Við erum reyndar með stórt verk fyrir álverið í Straumsvík sem er hreinsistöð. Það verk stendur eitthvað fram á mitt næsta ár en Búðarháls klárast á þessu ári,“ segir Snorri.

MIKIÐ ÚRVAL AF DÆLUM Borholudælur

Austurdælur 12 - 24v

Austurdælur 12 - 24v

Dælur með snigilhjóli

Brunndælur

Sanddælur

Ráðgjöf - Sala - Þjónusta

Hjallahraun 2 - 220 Hfj. - s. 562 3833 - www.asafl.is - asafl@asafl.is 19


Guðni Hannesson kveður vinnustað sinn á Stórhöfða næsta vor eftir 50 ára starfsferil.

G

uðni Hannesson, verkstjóri hjá framkvæmdasviði Reykjavíkurborgar, náði þeim merkilega áfanga í síðasta mánuði að hafa starfað í samfellt 50 ár hjá sama vinnuveitandanum. Guðni, sem er fæddur lýðveldisárið 1944, man tímana tvenna. Hann tók meðal annars þátt í því að leggja bundið slitlag á götur í úthverfum borgarinnar, t.a.m. Bústaðahverfinu, þar sem voru einungis malargötur allt fram á miðjan sjöunda áratuginn. Jón Gnarr borgarstjóri heiðraði Guðna með nærveru sinni þegar daginn stóra bar upp þegar hann hafði verið fimm áratugi óslitið í vinnu hjá Reykjavíkurborg. Var Guðna færð bókagjöf sem tákn um þakklætisvott fyrir vel unnin störf á löngum ferli.

Byrjaði í grjótnámi „Ég byrjaði að vinna í grjótnámi Reykjavíkurborgar 3. nóvember 1963. Ég réði mig þangað af fúsum og frjálsum vilja en grjótnám almennt í heiminum er fangavinna,“ segir Guðni léttur í lund. Grjótið var malað niður og notað við framleiðslu á malbiki, eins og gert er enn þann dag í dag. Sömu vélar eru ennþá í notkun að stórum hluta, eins og t.d. forbrjóturinn, sem var tækið sem Guðni stjórnaði. Hann staldraði þó ekki lengur við en fram á vor 1964 í þessu starfi þegar hann hóf að stjórna mokstursskóflu í malbikunarstöð Reykjavíkurborgar. Í fjórtán ár stýrði hann tækinu og á þessum tíma átti sér stað gríðarleg uppbygging á vegakerfi borgarinnar.

Miklir uppgangstímar „Á þessum árum var gatnakerfið að mestu leyti malargötur. Í öllum úthverfum borgarinnar voru einungis

20


Þekki ekkert annað en langa vinnudaga - segir Guðni Hannesson, verkstjóri hjá framkvæmdasviði Reykjavíkurborgar sem í vor lætur af störfum eftir 50 ára feril

malargötur, Bústaðahverfi, Kleppsholti og víðar. Það voru líka þrír vegheflar í stöðugri notkun við að jafna malargöturnar og viðhalda þeim. En svo var farið í átak að malbika göturnar sumarið 1963.“ Guðni segir að þetta hafi verið miklir uppgangstímar. Byrjað var í maí og unnið fram í september við malbikun. „Það var byrjað að vinna klukkan sex að morgni og ekki hætt fyrr en klukkan níu að kvöldi alla virka daga. En það var stuttur vinnudagur á laugardögum, eða frá klukkan sex að morgni fram til klukkan fimm síðdegis. Eftir það fór ég gjarnan í útilegu með fjölskylduna, til Þingvalla eða rétt út fyrir borgina,“ segir Guðni.

á sumrin til þess að kaupa mér bíl en svo gat ég lítið notað hann yfir veturinn því þá var ekki til fyrir bensíni. Svona var þetta á þessum dögum,“ segir Guðni. Hann var í fjórtán ár hjá malbikunarstöðinni en réði sig þá sem veghefilsstjóra árið 1978. Hann sá meðal annars um að jafna gamla Gufunesveginn en um hann var talsverð umferð af sorpflutningabílum. Vegurinn lá frá austasta enda Grafarvogs, meðfram voginum til vesturs og til norðurs að Gufunesbænum. Þetta var um það bil sem byggð var að myndast í Grafarvoginum og einungis eitt íbúðarhús hafði verið reist þetta ár.

Ný verkefni Hann segir að tekjurnar hafi verið miklar yfir sumarið en á veturna hafi dregið úr öllu og einungis verið unninn einn yfirvinnutími á dag. „Ég notaði þess vegna tekjurnar

Árið 1979 tók nýtt verkefni við hjá Guðna við götuþvott á næturnar á þar til gerðum trailer. Yfir daginn var hann síðan í ýmsum efnisflutningum á tækinu. Hann var í níu

21


Guðni vann um langt árabil að viðhaldi gatnakerfisins í borginni.

ár við þessa iðju, eða fram til áramóta 1987-1988, þegar hann gerðist verkstjóri yfir gatnahreinsun borgarinnar. Hann stýrði meðal annars flota götusópa og hófst þá nýr kafli í starfsferli Guðna sem laut meira að skipulags- og eftirlitsvinnu. Þetta ár gekk hann í Verkstjórafélag Reykjavíkur, sem nú heitir Brú, félag stjórnenda. „Ég var alltaf kominn á stjá klukkan fjögur á nóttu til að fylgjast með miðbæjarhreinsuninni. Ég vann í mörg ár frá klukkan fjögur til klukkan fimm síðdegis. Ég þekki ekkert annað en langa vinnudaga.“ Guðni vann líka á vöktum við eftirlit með saltburði á götur borgarinnar. Vaktirnar voru tvískiptar, frá kl. 3 á nóttu til hádegis og frá hádegi til 11 á kvöldin og voru tveir sem stóðu þessar vaktir. Fyrir fjórum árum fór fyrst að róast hjá Guðna og vinnur hann nú að mestu „einungis“ dagvinnu með nokkrum undantekningum, t.d. þegar hann vaktar borgina með tilliti til hálku og vaknar þá oft fyrir allar aldir.

22

Samskiptin alltaf verið góð.“ „Það hefur ekki svo mikið breyst á þessum fimm áratugum. Vinnubrögðin eru svipuð þótt tækjakosturinn sé óneitanlega mun betri og meiri en áður. En ég hef alltaf haft gaman að vinnunni minni og alltaf liðið vel í henni. Hér eru góðir félagar og samskiptin alltaf verið góð.“ Guðni ætlar að hætta störfum næsta vor eftir 50 ára feril hjá Reykjavíkurborgar. „Ég tek því sem að höndum ber en því fylgir engin tilhlökkun að hætta að vinna. Mér líður mjög vel hérna og er heilsuhraustur og gæti þess vegna haldið áfram lengri enn.“


Stjórnendafélögin og formenn þeirra Brú, félag stjórnenda Skipholti 50d, 105 Reykjavík Sími 562-7070 - Fax 562-7050 Netfang: bfs@bfs.is Veffang: www.bfs.is Formaður: Skúli Sigurðsson, Maríubaugi 101, 113 Reykjavík Símar 587-6141 / 898-4713 / 550-9960 Netfang: skuli@odr.is Þór félag stjórnenda Pósthólf 290, 222 Hafnarfirði Netfang: vefthor@simnet.is Formaður: Ægir Björgvinsson, Sléttuhrauni 34, 220 Hafnarfirði Símar 565-1185 / 840-0949 Netfang: aegirb@simnet.is Verkstjóra- og stjórnendafélag Hafnarfjarðar Hellisgötu 16, 220 Hafnarfirði Sími 555-4237 Pósthólf 185 Formaður: Steindór Gunnarsson, Spóaási 3, 221 Hafnarfirði Símar 555-4237 / 898-9760 Netfang: steindorg@simnet.is Jaðar félag stjórnenda Kirkjubraut 5, 300 Akranesi Sími 660-3286 Formaður: Kristján Sveinsson, Kirkjubraut 5, 300 Akranesi Sími 660-3286 Netfang: kristjans@n1.is Verkstjórafélag Borgarness Tungulæk, 311 Borgarnesi Sími 617-5351 Formaður: Einar Óskarsson, Tungulæk, 311 Borgarnesi Símar 437-1191 / 617-5351 Netfang: einaro@limtrevirnet.is Félag stjórnenda við Breiðarfjörð Silfurgötu 36, 340 Stykkishólmi Sími 438-1328 Formaður: Þorbergur Bæringsson, Silfurgötu 36, 340 Stykkishólmur Símar 438-1400 / 894-1951 Netfang: baeringsson@simnet.is Verkstjórafélag Vestfjarða Heiðarbraut 7, 410 Hnífsdal Sími 863-3871 Formaður: Sveinn K. Guðjónsson, Heiðarbraut 7, 410 Hnífsdal Símar 456-3831 / 863-3871 / 450-4616 Netfang: skg@frosti.is

Verkstjórafélag Norðurlands vestra Skúlabraut 1, 540 Blönduósi Símar 452-4220 / 896-2280 Formaður: Gísli Garðarsson, Skúlabraut 1, 540 Blönduósi Símar 452-4220 / 896-2280 Netfang: gisli@sahun.is Berg félag stjórnenda Hafnarstræti 82, 600 Akureyri Sími 462-5446 Fax:462-5403 Netfang: bergfs@bergfs.is Formaður: Gunnar Backmann Gestsson, Aðalstræti 2b, 600 Akureyri Símar 462-5562 / 899-1012 Netfang: gbgestsson@gmail.com Stjórnendafélag Austurlands Austurvegur 20, 730 Reyðarfirði Símar 474-1123 / 864-4921 Netfang: sta@sta.is Formaður félagsins: Benedikt Jóhannsson, Ystadal 3, 735 Eskifirði Símar 476-1463 / 864-4963 / 470-6000 Netfang: benni@eskja.is Vörður félag stjórnenda á Suðurlandi Austurvegur 56, 800 Selfossi Sími 480-5000 Fax: 480-5001 Netfang: stjornandi@stjornandi.is Formaður: Jón Ólafur Vilhjálmsson, Miðengi23, 800 Selfossi Símar 482-1694 / 660-2211 / 520-2211 Netfang: jonov@islandia.is / jono@sorpa.is Verkstjórafélag Vestmannaeyja Bröttugötu 8, 900 Vestmannaeyjum Sími 481-1248 Formaður: Borgþór E. Pálsson, Bröttugötu 8, 900 Vestmannaeyjum Símar 481-1248 / 823-6333 Netfang: brottugotu8@simnet.is Verkstjórafélag Suðurnesja félag stjórnenda Hafnargötu 15, 230 Reykjanesbæ Símar 421-2877 / 897-9535 - Fax 421-1810 Netfang: vfs@internet.is Formaður: Úlfar Hermannsson, Ránarvöllum 4, 230 Reykjanesbæ Símar 421-3965 / 897-9535 Netfang: ulfarh@internet.is Verkstjórasamband Íslands Hlíðasmára 8, 201 Kópavogi Símar 553-5040 / 553-0220 - Fax 568-2140 Veffang: www.vssi.is Netfang: vssi@vssi.is Forseti og framkvæmdarstjóri: Kristján Örn Jónsson

23


Suðurverk vinnur nú að þverun Kjálkafjarðar. Á innfelldu myndinni má sjá Dofra á traktorsgröfunni góðu við upphaf ferilsins.

Mynd/Þórhallur Gestsson.

Suðurverk hf. stendur í ströngu:

Vestfjarðarvegi hugsanlega lokið næsta haust Suðurverk hf. hefur frá því í maí 2012 unnið að gerð nýs Vestfjarðarvegar á um 16 km kafla. Dofri Eysteinsson, framkvæmdastjóri og eigandi Suðurverks, segir að verkinu miði vel fram. Vegurinn styttist um 8 km vegna þverana tveggja fjarða, Kjálkafjarðar og Mjóafjarðar. Suðurverk bauð 2,5 milljarða króna í verkið en áætlaður verktakakostnaður var tæpir 2,6 milljarðar króna. Heildarkostnaður verður hins vegar um 3 milljarðar króna.

Viðamikil samgöngubót „Þetta er stór framkvæmd sem kostar eflaust vel yfir 3 milljarða þegar upp verður staðið með verðbótum og öðrum þáttum. Við erum að gera veg yfir Kjálkafjörð og Mjóafjörð og allt þar á milli. Framkvæmdin felur í sér styttingu á vegarkaflanum um 8 km og þetta verður dágóð samgöngubót á svæðinu,“ segir Dofri. Hann segir að hugsanlega náist að ljúka verkinu haustið 2014 en það ráðist þó að stærstum hluta af veðurfari í vetur.

24

Um 30 manns hafa unnið að verkinu fram að þessu en auk þess var sérstakur flokkur brúarsmiða á staðnum þegar brúin yfir Kjálkafjörð var steypt upp. Brúin er rúmir 100 metrar á lengd og segir Dofri að um miklar vegarbætur sé að ræða. „En það á mikið eftir að gerast þarna svo almennilegt megi teljast,“ segir Dofri.

Keypti sína fyrstu traktorsgröfu 1966 Hann hefur lengi verið viðriðinn verktakastarfsemi en keypti sína fyrstu traktorsgröfu í maímánuði 1966. Hún kostaði 421.000 krónur og var af John Deere gerð. „Árið 1967 var síðan Suðurverk sf. stofnað og vorum við tveir sem það gerðum, ég og Sveinn Þorláksson. Leiðir okkar skildu 1985 og þá breytti ég fyrirtækinu í hlutafélag,“ segir Dofri. Verktakagenin þurfti Dofri ekki að sækja langt því faðir hans, Eysteinn Einarsson, var vegaverkstjóri um langt skeið og félagi í Verkstjórasambandi Íslands. „Ég fæ því alltaf Verkstjórablaðið sent.“


Suðurverk hefur komið að fjölmörgum framkvæmdum í gegnum tíðina. Fyrirtækið lagði á sínum tíma veg með klæðningu yfir Dýrafjörð og var með verkframkvæmdir á tveimur köflum í Norðurárdalnum, Bólstaðarhlíðarbrekku, stóru snjóvarnargarðana á Siglufirði og mikið af hafnargörðum víða um land. Síðast reisti fyrirtækið hafnargarðana við Landeyjahöfn og lagði um 13 km veg að höfninni. Þá annaðist Suðurverk framkvæmdir við tvær stíflur í Kárahnjúkavirkjun ásamt stærsta hluta jarðvinnunnar hjá Bechtel á Reyðarfirði.

Næst eru það Norðfjarðargöng Dofri segir að nú sé að hefjast vinna við Norðfjarðargöng í samvinnu við tékkneska fyrirtækið Metrostav. „Við erum að koma okkur þar upp vinnubúðum þessa dagana og hafinn er gröftur jarðganga. Einnig erum við í undirverktöku hjá Ístak í tveimur stíflum í Búðarhálsi og einnig í vegagerð í Narvik í Noregi.“ Suðurverk er með mikinn flota af stórum tækjum og kvarnaðist lítið úr honum í hruninu. Fyrirtækið hefur þó jöfnum höndum selt tæki úr landi sem það hefur ekki haft þörf fyrir og segir Dofri jafnan töluverða hreyfingu á tækjaflotanum. Hjá Suðurverki hafa undanfarin ár starfað nálægt 100 manns en voru mest um 300 þegar vinna stóð yfir við Kárahnjúka og í Reyðarfirði.

Dofri Eysteinsson við grjót úr gabbrói sem hann hefur komið upp fyrir utan heimili sitt í Kópavogi.

Brú, félag stjórnenda

Skipholt 50d · Pósthólf 5286 ·125 Reykjavík Sími: 562 7070 · Myndriti: 562 7050 Kt. 680269-6619 · Stofnað 3. mars 1919 Netfang: bfs@bfs.is · veffang: www.bfs.is

SKRIFSTOFA

félagsins er opin virka daga frá kl. 9-14 25


Kristján Örn Jónsson, forseti VSSÍ: „Auknar kröfur eru á vinnumarkaði um að fólk leiti sér menntunar og munið að menntun verður ekki frá okkur tekin.“

Menntunarsjóðir VSSÍ

Það stefnir í metár!

Þ

ó nokkur aukning er á umsóknum í menntunarsjóðina, bæði af einstaklingum og eins hefur orðið mikil aukning á að fyrirtækin sæki til sjóðanna. Hjá fyrirtækjunum hefur bæði verið um að ræða sérsniðin námskeið að rekstri fyrirtækis og svo sérstök millistjórnendanámskeið, segir Kristján Örn Jónsson forseti VSSÍ.

Fékkstu desemberuppbótina?

Samkvæmt almennum kjarasamningum á að greiða desemberuppbótina eigi síðar en 15. desember ár hvert. Á þessu ári er desemberuppbótin þessi:  Á almennum markaði  Hjá ríkinu  Hjá Reykjavíkurborg  Hjá öðrum sveitarfélögum

52.100 kr 52.100 kr. 58.000 kr. 80.700 kr.

Skal uppbótin vera miðuð við starfshlutfall og starfstíma hjá öllum þeim sem verið hafa samfellt í starfi hjá atvinnurekanda í 12 vikur á síðustu 12 mánuðum eða eru í starfi 1. desember.

26

13,8 milljónir í styrki Undanfarin misseri hefur Verkstjórasambandið verið að kynna möguleika fyrirtækjanna til að sækja um styrki til okkar en þeir skerða ekki rétt einstakra félagsmanna til styrkja úr sjóðunum. Á árinu hafa verið greiddir styrkir upp á 13,8 milljónir til 179 einstaklinga og fyrirtækja en til þeirra hefur verið greiddur styrkur af allt að 11 félagsmönnum. Þannig hafa mun fleiri félagsmenn notið styrkja til náms en kemur fram í fjölda úthlutana. Hámarksstyrkur er 80% af námsskeiðskostnaði, þó að hámarki 110.000 kr. í hverju einstöku námi. Einstaklingur getur að hámarki fengið 110.000 kr. styrk á ári en fyrirtæki getur farið yfir það hámark. Því hefur verði lögð áhersla á að umsóknir komi frá þeim. Styrkir hafa verið veittir fyrir hvers konar starfsnám auk lífsleiknináms en þar eru styrkir heldur lægri eða allt að 80% af námskeiðskostnaði, þó að hámarki 45.000 kr. Dæmi um slíkt nám er t.d. tómstundanám af ýmsu tagi.

Menntun skiptir miklu „Það skiptir okkur miklu máli að þjónusta sjóðsins við félagsmenn og fyrirtæki sé sem best og útbreiddust og að allir geri sér grein fyrir möguleikunum til náms. Ef einhver er í vafa um styrkhæfni náms þá hafið samband við skrifstofu VSSÍ og leitið upplýsinga. Auknar kröfur eru á vinnumarkaði um að fólk leiti sér menntunar og munið að menntun verður ekki frá okkur tekin,“ segir Kristján Örn að lokum.


KVÆÐAHORNIÐ Kveðið af fjallstindi Valur Ármann Gunnarsson sendir Verkstjóranum skemmtilegt kvæði sem er að hans sögn „lítil hugleiðing frá fjallstindi.“ Fjallganga Ég held upp til fjalla og létt er mín lund mig langar að eiga þar rólega stund. Að komast frá amstri og erli í bæ ég hvergi á öðrum stað frið betri fæ.

Millifet fæðingar og dauða Tómas Waage yrkir í léttum dúr og bregður upp grínaktugri mynd af sjálfum sér: Bara ég Sagður er þann sjötta fæddur sjötta mánaðar. Viti ekki alltof gæddur: ég man ekki hvar.

Svo syngjandi glaður og sæll nú ég er því glampandi morgunsól glottir við mér. Ég tylli mér niður í laufgrænan lund og nýt þess að líta sólina um stund. Í laufinu þýtur er bifar því blær og framhjá mér liðast fram smálækur tær. Í algleymi kyrrðar nú áfram ég líð hér gæti ég dvalið um ókomna tíð. Af fjallinu ljúft var að líta þá sveit sem hafði ég búið er barnsskónum sleit. Hér ekkert mig angrar og engin er kvöl ég átti hér daglanga ánægju dvöl.

Það er allt til ógnar vansa ekki er lundin rík. Einhverstaðar uppá Lansa inni í Reykjavík. Þetta hef ég lengst af lullað lúðri angalíu. Í ýmsu hef ég svo sem sullað síðan þrjátíu og níu. En lítið veit og lítið get lítið inn til nauða. Feta þetta millifet fæðingar og dauða. Tómas Waage

En aftur til byggða til baka ég fer og bærist þá hugsun í höfðinu á mér. Ef angrar þig vinur minn erill og mergð þá þegar á morgun í fjallgöngu ferð. Valur Ármann Gunnarsson

Þjónustuskrifstofa Stjórnendafélags Austurlands er á Austurvegi 20, 730 Reyðarfirði

Opin alla virka daga Sími 864-4921 Netfang sta@sta.is - Heimasíða www.sta.is Nýir félagar velkomnir

Fá skíðavæðinu í Oddsskarði.

27


Verkstjórafélag Suðurnesja félag stjórnenda á Suðurnesjum Austurvegi 56, 800 Selfoss Sími 480 5000 - Fax 480 5001 Netfang: stjornandi@stjornandi.is

Hafnargötu 15, 230 Keflavík Sími 421 2877 - Fax 421 1810 Formaður Úlfar Hermannsson GSM 897 9535

FÉLAG STJÓRNENDA

Þór, félag stjórnenda Sími 551 0166 vefthor@simnet.is Formaður Ægir Björgvinsson GSM 840 0949 - aegirb@simnet.is

Verkstjórafélag Vestfjarða Heiðarbraut 7, 410 Hnífsdal Formaður Sveinn K. Guðjónsson GSM 863 3871

28

Berg, félag stjórnenda Hafnarstræti 82, 600 Akureyri Sími 462 5446 Netfang: bergfs@bergfs.is

Verkstjóra- og stjórnendafélag Hafnarfjarðar Hellisgötu 16, 220 Hafnarfirði Formaður Steindór Gunnarsson GSM 898 9760


Kirkjubraut 5, 300 Akranes Formaður: Kristján Sveinsson GSM 660 3286 kristjans@n1.is

Silfurgötu 36, 340 Stykkishólmi Sími 438 1328 Formaður: Þorbergur Bæringsson GSM 894 1951 baeringsson@simnet.is

Verkstjórafélag Vestmannaeyja Bröttugötu 8, 900 Vestmannaeyjum Formaður: Borgþór E. Pálsson GSM 823 6333 brottugotu8@simnet.is

Verkstjórafélag Norðurlands vestra Skúlabraut 1, 540 Blönduósi Formaður: Gísli Garðarsson GSM 896 2280 gisli@sahun.is

Verkstjórafélag Borgarness og nágrennis Tungulæk, 311 Borgarnesi Formaður: Einar Óskarsson Sími 437 1191 - GSM 617 5351 einaro@limtrevirnet.is

Verkstjórasamband Íslands Hlíðasmára 8, 201 Kópavogi Símar 553-5040 / 553-0220 Fax 568-2140 Netfang: vssi@vssi.is Veffang: www.vssi.is

29


KROSSGÁTAN

SUDOKU

Í Sudoku er þrautin fólgin í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3 reit birtist tölurnar 1-9. Í hverri níu reita línu (láréttri og lóðréttri) eiga allar tölurnar einnig að birtast og má aldrei tvítaka neina þeirra.

30


ATHYGLI EHF.

Gámurinn er þarfaþing!

Gistigámar  Geymslugámar  Salernishús » Til sölu og/eða leigu » Margir möguleikar í stærðum og útfærslum » Hagkvæm og ódýr lausn » Stuttur afhendingartími

www.stolpigamar.is

Hafðu samband!

Klettagörðum 5 | 104 Reykjavík | Sími 568 0100


- snjallar lausnir

hvert er þitt hlutverk?

Wise sérhæfir sig í viðskiptalausnum, sem einfalda þér þitt hlutverk. Wise - snjallar lausnir TM

Borgartún 26, Reykjavík » Hafnarstræti 102, Akureyri sími: 545 3200 » wise@wise.is » www.wise.is

Gold Enterprise Resource Planning Silver Independent Software Vendor (ISV)

Profile for Samband stjórnendafélaga

Verkstjórinn  

Verkstjórinn - 2. tbl. 2013

Verkstjórinn  

Verkstjórinn - 2. tbl. 2013

Profile for erlath
Advertisement