__MAIN_TEXT__

Page 1

65. árgangur / 2. tbl. / Desember 2015

Hverf sáttur frá verki Kristján Örn Jónsson, fyrrum forseti VSSÍ hættir sem framkvæmdastjóri sambandsins 1. mars á næsta ári. Hann segist sáttur við stöðu Verkstjórasambandsins þegar hann horfi til baka. „Þetta er miklu stærra samband og öflugra en áður var og nú eru um 800 fleiri félagsmenn í aðildarfélögunum en voru þegar ég hóf minn ferlil hérna. Mest af þessari fjölgun hefur orðið á síðustu tveimur árum. Lykillinn að fjölguninni áfram er sá að við séum að minnsta kosti ekki lakari en önnur félög í að vinna fyrir okkar fólk, helst betri.“

Bls. 4

Orlofsmál og kjarasamningar Sveinn Guðjónsson er verksmiðjustjóri hjá Hraðfrystihúsinu Gunnvör í Hnífsdal og jafnframt formaður Stjórnendafélags Vestfjarða. Hann segir að fiskvinnslan sé þungamiðjan í atvinnulífinu á Vestfjörðum.

Bls. 24

Gleðileg jól! Verkstjórasamband Íslands óskar félagsmönnum verkstjóra og stjórnendafélaganna gleðilegra jóla og farsældar á árinu 2016.

Verk- og stjórnendanám VSSÍ: Frábært tækifæri fyrir millistjórnendur Breytingar í samfélagsgerðinni og auknar kröfur um arðsemi og skilvirkni fyrirtækja hefur lagt millistjórnendum í fyrirtækjum á herðar aukna ábyrgð. Endurmenntun verður því stöðugt mikilvægari. Verkstjórasambandið hefur brugðist við þörfinni með verk- og stjórnendanámi fyrir verðandi verk- og millistjórnendur. Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, dósent og varaforseti Viðskiptadeildar Háskóla Íslands, er einn kennaranna.

Bls. 14

Profile for Samband stjórnendafélaga

Verkstjórinn 2. tbl. 2015  

Verkstjórinn 2. tbl. 2015  

Profile for erlath
Advertisement