__MAIN_TEXT__

Page 1

Verkstjórinn 62. árgangur 62 árgangur, október 2012 Hlíðasmári 8, 201 Kópavogi, Furuvellir 13, 600 Akureyri


Sími

Netfang

Forseti Kristján Örn Jónsson

864-4140

kristjano@vssi.is

Varaforseti Steindór Gunnarsson

898-9760

steindorg@simnet.is

Verkstjórafélögin

Félagsgjald

Formaður

Sími

Netfang

Gjaldkeri

Sími

Netfang

Brú félag stjórnenda

4.565 kr.

Skúli Sigurðsson

898-4713

skuli@odr.is

Jóhann Baldursson

898-0054

Johannb@krokur.net

Þór félag stjórnenda

3.300 kr.

Ægir Björgvinsson

840-0949

aegirb@simnet.is

Rúrik Lyngberg Birgisson

660-9680

veftor@simnet.is

Verkstjórafélag Hafnarfjarðar

2.500 kr.

Steindór Gunnarsson

898-9760

steindorg@simnet.is

Reynir Kristjánsson

664-5671

reynirkr@simnet.is

Verkstjórafélag Suðurnesja

2.500 kr.

Úlfar Hermannsson

897-9535

ulfarh@internet.is

Ingvar Jón Óskarsson

896-1718

ijo@simnet.is

Jaðar félag stjórnenda

3.000 kr.

Kristján Sveinsson

660-3286

kristjans@n1.is

Einar P. Bjargmundsson

858-1121

einar@hbgrandi.is

Verkstjórafélag Borgarness

2.000 kr.

Einar Óskarsson

617-5351

einaro@limtrevirnet.is

Jón Heiðarsson

617-5320

jonh@limtrevirnet.is jonheid@simnet.is

Félag stjórnenda við Breiðafjörð

2.500 kr.

Þorbergur Bæringsson

894-1951

baeringsson@simnet.is

Andrés Kristjánsson

864-8852

vfst@simnet.is

Verkstjórafélag Vestfjarða

2.500 kr.

Sveinn Guðjónsson

863-3871

skg@frosti.is

Guðmundur Ásgeirsson

893-3609

gsa@samskip.is

Verkstjórafélag Norðurlands Vestra

2.000 kr.

Hörður Þórarinsson

848-4180

hordurtho@visir.is

Ragnar Árnason

862-6142

ragnar.a@simnet.is ra@vegag.is

Berg félag stjórnenda

3.291 kr.

Gunnar B. Gestsson

899-1012

gbgestsson@gmail.com van@van.is

Sigurður Einar Tryggvason

894-4725

siggi@frost.is

2.500 kr.

Benedikt Jóhannsson

864-4963

benni@eskja.is

Elís Hlynur Grétarsson

863-1022

osnes@simnet.is

Verkstjórafélag Vestmannaeyja

1.800 kr.

Borgþór E. Pálsson

823-6333

brottugotu8@simnet.is

Gunnar Geir Gústafsson

892-0281

ggg@isfelag.is

Vörður félag stjórnenda Suðurlandi

0,7% af öllum greiddum launum

Jón Ó. Vilhjálmsson

660-2211

jono@islandia.is jono@sorpa.is

Sveinn Þórðarson

894-1104

sth@vegag.is

Jóna Dóra

480-5007

stjornandi@stjornandi.is

931

Skipholti 50d, 105 Rvk Pósth: 5286, 125 Rvk 562-7070 Fax: 562-7050

933

934 932

Hafnargata 15, 230 Kef. 421-2877 Fax: 421-1810

937

938

939 941

942 936

462-5446 Fax: 462-5403 Stjórnendafélag Austurlands

944

474-1123 Sigurbjörg Fax: 474-1124

946

947

Austurvegur 56, 600 Selfoss 480-5000 Fax 480-5001

Verkstjórasamband Íslands

Heimilisfang

Sími/Fax

Netföng starfsmanna

Kennitala

Banki

Hlíðarsmára 8, 201 Kópavogur

Sími: 553-5040 Fax: 568-2140

vssi@vssi.is

680269-7699

0130-26-375

Kristján Örn Jónsson

kristjano@vssi.is

Helga Jakobs

helga@vssi.is

Jóhanna M. Guðjónsdóttir

jmg@vssi.is


Óskum félögum okkar og fjölskyldum þeirra farsældar á nýju ári

Verkstjórar Ef skipt er um vinnustað, tilkynnið það verkstjórafélagi ykkar. Fylgist með því að vinnuveitandi greiði samningsbundin gjöld í sjúkra- og orlofssjóði. Réttindi til bóta úr sjúkrasjóði eru háð greiðslum frá vinnuveitanda. Kynnið ykkur réttindi til bóta úr sjúkrasjóði, að loknum samningsbundnum greiðslum frá vinnuveitanda. Íbúð sjúkrasjóðs að Lautasmára 5, Kópavogi er til leigu fyrir verkstjóra af landsbyggðinni í veikindatilvikum.

Leitið upplýsinga Sími 553 5040


Þór félag stjórnenda Pósthólf 4233

Stofnað 2. nóvember 1935

Allar upplýsingar um félagið gefur Ægir Björgvinsson Sléttuhrauni 34, 220 Hafnarfirði. Sími: 840-0949 Netfang: aegirb@simnet.is

VERKSTJÓRAFÉLAG AKUREYRAR OG NÁGRENNIS FURUVÖLLUM 13 Á 2. HÆÐ • SÍMI 462 5446 • FAX 462 5403 • 600 AKUREYRI • KT. 540775-1179 HEIMASÍÐA: www.van.is • NETFANG: van@van.is


Brú, félag stjórnenda

Skipholt 50d · Pósthólf 5286 ·125 Reykjavík Sími: 562 7070 · Myndriti: 562 7050 Kt. 680269-6619 · Stofnað 3. mars 1919 Netfang: bfs@bfs.is · veffang: www.bfs.is

SKRIFSTOFA félagsins er opin virka daga frá kl. 9-14

Skrifstofa Austurvegi 56 800 Selfossi Sími: 480 5000 Fax: 480 5001 Netfang: stjornandi@stjornandi.is


VIRK Í síðasta árgangi Verkstjórans var vakin athygli á VIRK starfsendurhæfingarsjóði. Þar sem góð vísa er aldrei of oft kveðin þykir ástæða til að vekja aftur athygli á sjóðnum hér í Verkstjóranum. Í skýrslu forseta til landsfundar kemur fram að virk starfsendurhæfing hafi sannað ágæti sitt. Sambandið hafi leitað til VIRK með fjölda mála með góðum árangri og að Alda Ásgeirsdóttir, fulltrúi VSSÍ í sjóðnum, hafi verið ötul við að koma einstaklingum í endurhæfingu sem vísað hafi verið til hennar. Ársskírsla VIRK sýnir að yfir 70% skjólstæðinga sjóðsins hafi farið til vinnu á ný sem telja verður stórkostlegan árangur. Tekjur sjóðsins eru 0,13% af heildarlaunum launþega og bundnar kjarasamningum og lögum. Greiðslu-

skylda launþega nær til þeirra sem vinna samkvæmt gildandi kjarasamningum svo og allra einyrkja á landi hér. Með öðrum orðum nær greiðsluskyldan til allra launþega landsins. Rétt er og skylt að benda lesendum á vef starfsendurhæfingarsjóðs en þar er að finna allt um starfsemi VIRK. Slóðin á vefinn er www.virk.is Lesendur Verkstjórans, og þá sér í lagi þeir sem misst hafa vinnuna, eru hvattir til að lesa sig til um starfsemi VIRK á vef þeirra. Svo ömurlegt sem það er að missa vinnuna þá er það hálfu ömurlegra að leggja árar í bát. Til að forðast það er virkasta leiðin að hafa samband við VIRK. ÁBÁ.

Launakönnun Á vef Verkstjórasambands Íslands www.vssi.is er að finna niðurstöður af launa- og kjarakönnun sem Capacents gerði fyrir Verkstjórasambandið í febrúar - apríl 2012. Hugmynd ritstjóra var að birta þess könnum í Verkstjóranum en satt best að segja þá féllust honum hendur þegar málið var skoðað. Örugglega er ekkert við sjálfa könnunina að athuga en fyrir venjulega Jóna þá þarf að liggja vel og lengi yfir texta og launatöflum til þess að eitthvað af þessum vísdómi síist inn í heilabúið. Að viðbættum aðfararorðum þessarar könnunar þá eru sjálfar töflurnar aðeins nítján talsins og kæmu til með að spanna yfir margar blaðsíður ef birtar yrðu. 6 - VERKSTJÓRINN

Af þessu má ljóst vera að sérstakur kálfur hefði þurft að fylgja blaðinu svo að öllu þessu efni yrði til skila haldið. Fangaráð ritstjóra er því að benda verkstjórum á vef sambandsins þar sem menn geta spreytt sig á að lesa og skilja allt það sem þessi fróðlega könnun hefur fram að færa. Þar sem launamál hástéttarinnar hafa verið til umfjöllunar undanfarnar vikur vill ritstjóri benda skýrsluskoðendum á að þeir geta ekki búist við að finna 35.000,- kr. greiðslu fyrir unna klukkustund í launatöflunum. ÁBÁ.


Verkstjórinn 62. árgangur Efnisyfirlit VIRK ...........................................

Bls. 6

Launakönnun .............................

6

34. Landsfundur VSSÍ 2012 ..................................

8

Landsfundur VSSÍ 2012 Skýrsla forseta ........................... 13 Landsfundur VSSÍ ..................... 17 Skýrslur félaga ........................... 18 Menntunarsjóður VSSÍ .............. 26 Sameiginleg bókunarmiðstöð VSSÍ .............................. 27 Menntun verkstjóra /stjórnenda .................................. 28 Endalausir möguleikar á Grundartanga ......................... 32 Grundartangi og sagan ............. 35 Kælismiðjan Frost ehf. Akureyri...................................... 36 Póstkassar í Eyjafirði ................. 38 Við Seljalandsfoss ...................... 39 Vatnsendi Ólafsfirði ................... 40 Vélfag ehf. Ólafsfirði................... 42 Bæjarútgerð Hafnarfjarðar ...... 46 Vélsmiðjan Vík hf. Grenivík ...... 50 Teighöggið .................................. 52 Stiklur ......................................... 53 Veiðileyfi?.................................... 55 Launafl ehf. Reyðarfirði ............. 56 Leiðréttingar .............................. 58 Minningargreinar....................... 59 Minning ...................................... 60 Heimilisföng verkstjórafélaganna og formanna þeirra .......................................... 62 Orlofsheimili verkstjórafélaganna ................... 63 Kápa: Holtavörðuheiði Ljósm.: Ágúst Ó. Halldórsson

Október 2012

Frá ritstjóra Satt best að segja þá er ritstjóri ekki alveg með það á hreinu hverju hann vill koma á framfæri undir þessum lið. Nöldur hans um pennaleti verkstjóra hefur fyrir löngu gengið sér til húðar og árangur þessa nöldurs nær enginn orðið. Auðvitað er það ekki á könnu ritstjóra að standa með pískinn yfir hausamótum þeirra sem eiga að skrifa í blaðið. Það eiga þeir hinir sömu sjálfir að gera til að koma hugðarefnum sínum til umbjóðenda sinna. Í undangengnum ritstjórnargreinum hefur aðeins verið fjallað um landsmálin og bent á að launamisrétti í landinu skipti þjóðinni í tvennt. Engin breyting er í sjónmáli. Enn er höggvið í sama knérunn og hæstu og lægstu laun fjarlægjast jafnt og þétt. Árslaun verkafólks ná ekki mánaðarlaunum þeirra hæst launuðu. Stenst eitt þjóðfélag slíkt ranglæti? Svari nú hver fyrir sig. Verkstjórinn er nú fyrr á ferðinni en vanalega. Ástæðan er sú að álitið var að ódýrar yrði að prenta hann yfir sumarmánuðina þegar minna væri umleikis í prentverkinu. Reyndin var sú að þessi slaki á verkefnastöðu hjá prentverkinu kom ekki. Hugmynd ritstjóra var að blaðið gæti komið út í júlí, ágúst en þegar ljóst var að svo yrði ekki kom slaki í efnisöflunina. Blaðið er þó fyrr á ferðinni en vanalega og ætti jólablókaflóðið ekki að trufla lestur þess. Ritstjóri vonar að blaðið fræði lesendur sína um stöðu verkstjórastéttarinnar og ekki myndi saka ef það gleddi þá ögn í komandi skammdegi. Ritstjóri.

VERKSTJÓRINN, málgagn verkstjórastéttarinnar, ársrit, kom fyrst út 1943. Útgefandi: Verkstjórasamband Íslands, Hlíðasmára 8, 201 Kópavogi. Ábyrgðarmaður: Árni Björn Árnason. Upplag 4000 eintök.

VERKSTJÓRINN - 7


34. Landsfundur VSSÍ 2012 Ljósm. ÁBÁ.

Landsfundur Verkstjórasambands Íslands var haldinn 5. maí 2012 á Grand Hótel Reykjavík. Á fundinum flutti forseti sambandsins, Kristján Örn Jónsson, skírslu um gang mála frá síðasta þingi sem haldið var á Sauðárkróki. Skírslu Sjúkrasjóðs verkstjóra fyrir sama tímabil flutti Reynir Kristjánsson, formaður stjórnar sjóðsins. Reikninga Verkstjórasambands Íslands og Sjúkrasjóðs verkstjóra flutti Gunnar Hólmsteinsson, endurskoðandi reikninga samtakanna.

Að loknum flutningi á nefndum skírslum stigu nefndarformenn í pontu. Lögðu þeir fram drög að nefndarálitum til skoðunar fyrir fundarmenn og til umræðna um þau. Rétt þykir að árétta að nefndarálitin eru í raun hugleiðingar nefndarformanna um hina ýmsu málaflokka sem nefndir komandi þings VSSÍ 2013 mun síðan fá til endanlegrar afgreiðslu sem lögð verða fyrir þingfulltrúa. Á Landsfundinum var rædd framtíðarsýn VSSÍ og samþykkt ályktun fundarins. Landsfundi var slitið seinni hluta dags en um kvöldið var sameiginlegur kvöldverður fyrir þingfulltrúa og maka. ÁBÁ.

Allsherjarnefnd.

Landsfundarfulltrúar. 8 - VERKSTJÓRINN

Við sem byggjum þetta land veltum því mikið fyrir okkur hvað það er sem við þurfum til að láta okkur líða vel. Við viljum læknisþjónustu, skóla, verslanir með þær vörur sem eru okkur nauðsynlegar og líka þær ónauðsynlegu. Við viljum einnig aðstöðu til að stunda áhugamál okkar og svo mætti lengi telja.


Ef eitthvað af þessu er ekki til staðar verðum við óánægð og förum að kvarta. Til þess að við getum þegið og notfært okkur þessa þjónustu þurfum við að geta greitt fyrir vörurnar og þjónustuna. Þá þurfum við vinnu því vinnan skapar laun. Atvinnuástand hér hjá okkur er víða mjög dapurt um þessar mundir og atvinnuleysi með því mesta sem þekkst hefur hér á landi í áratugi. Þetta er þó svæðaskipt og er atvinnuleysið mest á suðvesturhorni landsins. Samkvæmt upplýsingum Vinnumálastofnunar eru 39 verkstjórar á atvinnuleysisbótum. Atvinnulausir verkstjórar hjá VF. Suðurnesja, félagi stjórnenda á Suðurnesjum eru 10 talsins og hjá Brú, félagi stjórnenda í Reykjavík eru þeir einnig 10 talsins. Minna er um atvinnuleysi hjá öðrum félögum en fjögur félög innan VSSÍ eru ekki með neinn á atvinnuleysisskrá. En eins og menn vita eru verkstjórar yfirleitt ekki atvinnulausir og fara ekki í verkföll. Á landsvísu hefur atvinnulausum fækkað lítillega milli áranna 2011 og 2012 eða úr 8,6% í 7,1% miðað við marsmánuð og er það spor í rétta átt. Við hjá Verkstjórasambandi Íslands þurfum, eins og aðrir Íslendingar, að vinna að því að dregið verði úr atvinnuleysi á landinu því næg atvinna er grundvöllur velferðar. Það er ósk mín að það komi fram í áliti Landsfundar til stjórnvalda að atvinnuleysi verði afnumið og það fjármagn sem þarf til uppbyggingar verði dregið fram í dagsljósið. Fyrirsögn greinar í Morgunblaðinu frá því í marsbyrjun hljóðar svo: „Engin önnur leið er út úr erfiðri stöðu á Suðurnesjum en að bæta atvinnuástand.“ Þetta var viðtal við mann, framarlega í atvinnulífinu, en fyrirsögnina má lagfæra og setja annað orð fyrir Suðurnes og þá gæti hún hljóðað svo: „Engin önnur leið er út úr erfiðri stöðu á landinu en bætt atvinnuástand.“

Gluggað í gögnin.

sín. Hann kallar saman stjórnarfundi með viku fyrirvara á um 2 mánaða fresti en oftar ef þurfa þykir. Stjórnarfundir eru löglegir sé löglega til þeirra boðað og meirihluti stjórnar er mættur. Skylt er forseta að kalla saman stjórn til aukafunda ef þrír stjórnarmenn óska þess. Heimilt er á tímabilinu 1. júní til 1. september að fella niður fundi vegna sumarleyfa. Framkvæmdarstjóri VSSÍ sér um framkvæmd mála og daglegan rekstur í umboði stjórnar VSSÍ.“ Lagt er til að í 13. gr. komi ný málsgrein á milli 1. og 2. mágreinar er varðar hlutverk varaforseta og hljóði svo: „Varaforseti leysir forseta af í forföllum hans og sinnir þeim verkefnum sem forseti og stjórn felur honum.“ 13. gr. verður þá svohljóðandi: „Forseti VSSÍ hefur eftirlit með því að kjörnir stjórnarmenn ræki skyldur sínar. Hann hefur einnig eftirlit með störfum fastanefnda og sér um að þær ræki störf sín. Hann kallar saman stjórnarfundi með viku fyrirvara á um 2 mánaða fresti en oftar ef þurfa þykir.

Úlfar Hermannsson, formaður Allsherjarnefndar.

Laganefnd. Núgildandi 13. gr. í lögum Verkstjórasambands Íslands er svohljóðandi: „Forseti VSSÍ hefur eftirlit með því að kjörnir stjórnarmenn ræki skyldur sínar. Hann hefur einnig eftirlit með störfum fastanefnda og sér um að þær ræki störf

Hvað næst? VERKSTJÓRINN - 9


Forseti VSSÍ og varaforseti.

Varaforseti leysir forseta af í forföllum hans og sinnir þeim verkefnum sem forseti og stjórn felur honum. Stjórnarfundir eru löglegir sé löglega til þeirra boðað og meirihluti stjórnar er mættur. Skylt er forseta að kalla saman stjórn til aukafunda ef þrír stjórnarmenn óska þess. Heimilt er á tímabilinu 1. júní til 1. september að fella niður fundi vegna sumarleyfa. Framkvæmdarstjóri VSSÍ sér um framkvæmd mála og daglegan rekstur í umboði stjórnar VSSÍ.“ Núgildandi 1. mgr. 11. gr. í lögum Verkstjórasambands Íslands er svohljóðandi: „Stjórn VSSÍ skipa níu menn sem kosnir eru í lok hvers sambandsþings. Kjósa skal tvo varamenn í stjórn sem sitji stjórnarfundi með málfrelsi og tillögurétt. Forseti og varaforseti skulu kosnir sérstaklega. Stjórnin kýs úr sínum hópi ritara og gjaldkera. Stjórnin tilnefnir menn í samninganefndir. Kjörtímabil stjórnar er á milli sambandsþinga. Kosnir skulu 2 skoðendur reikninga og 2 til vara.“ Lagt er til að 1. mgr. 11. gr. verði breytt með eftirfarandi hætti: „Stjórn VSSÍ skipa níu menn er kosnir eru í lok sambandsþinga sem haldin eru á tveggja ára fresti. Kjörtímabil stjórnar og varamanna er fjögur ár. Stjórnarmenn eru ekki allir kosnir á sama sambandsþingi, fimm skal kjósa á sama þingi og fjóra á næsta þingi á eftir. Forseti og varaforseti skulu kosnir sérstaklega, forseti á því þingi sem meirihluti stjórnar er kosinn og varaforseti á næsta þingi á eftir. Kjósa skal tvo varamenn í stjórn sem sitji stjórnarfundi með málfrelsi og tillögurétt, þá skal ekki kjósa á sama þingi.“ Stjórnin kýs úr sínum hópi ritara og gjaldkera. „Stjórnin tilnefnir menn í samninganefndir á hverju þingi. Kosnir skulu 2 skoðendur reikninga og 2 til vara á hverju þingi.“ 10 - VERKSTJÓRINN

1. mgr. 11. gr. verður þá svohljóðandi: „Stjórn VSSÍ skipa níu menn er kosnir eru í lok sambandsþinga sem haldin eru á tveggja ára fresti. Kjörtímabil stjórnar og varamanna er fjögur ár. Stjórnarmenn eru ekki allir kosnir á sama sambandsþingi, fimm skal kjósa á sama þingi og fjóra á næsta þingi á eftir. Forseti og varaforseti skulu kosnir sérstaklega, forseti á því þingi sem meirihluti stjórnar er kosinn og varaforseti á næsta þingi á eftir. Kjósa skal tvo varamenn í stjórn sem sitji stjórnarfundi með málfrelsi og tillögurétt, þá skal ekki kjósa á sama þingi. Stjórnin kýs úr sínum hópi ritara og gjaldkera. Stjórnin tilnefnir menn í samninganefndir á hverju þingi. Kosnir skulu 2 skoðendur reikninga og 2 til vara á hverju þingi.“ Greinargerð með lagabreytingu. Tilgangur þessarar lagabreytingar er að tryggja það að nýja stjórn skipi reyndir stjórnarmenn hverju sinni. Stjórnarmenn búa jafnan yfir þekkingu og reynslu sem vont er að missa alla á einu bretti. Reynslan hefur einnig sýnt að algengast er að stjórnarmenn sitji a.m.k. í fjögur ár svo sú breyting að lengja kjörtímabilið úr tveimur árum í fjögur raskar ekki venjum í kringum stjórnarkjör. Eðlilegast þykir að forseti og varaforseti verði ekki kjörnir á sama þingi og að forseti fylgi kjöri á meirihluta stjórnar. Sama gildir um varamenn að þeir séu kjörnir á sitthvoru þinginu. Varðandi ritara og gjaldkera verða þeir eðli málsins samkvæmt kjörnir af meirihluta stjórnar og þannig líklega einnig til fjögurra ára þó ekki sé girt fyrir það í lagaákvæðinu vilji menn haga því kjöri með öðrum hætti. Lagt er til að tilnefningar í samninganefndir og kjöri á skoðunarmönnum verði óbreytt og fari þannig fram á hverju þingi eða á tveggja ára fresti. Borgþór E. Pálsson, formaður Laganefndar.

Launa- og atvinnumálanefnd VSSÍ. Samningar: Fyrir tveimur árum síðan flutti ég skýrslu Launa- og atvinnumálanefndar hér á sama stað. Því miður má segja að við stöndum í sömu sporum og þá, atvinnuleysið er of mikið eða 8 % í febrúar síðast liðnum og verðbólga í mars síðast liðnum var um 6,5% samkvæmt tölum Hagstofunnar. Þetta atvinnuleysi hefur haft í för með sér miklar eignaupptökur á heimilum og fyrirtækjum. Atvinnulífið er að missa þolinmæðina vegna verkefnaþurrðar.


Ríkisstjórnin hefur ekki borið þá gæfu að koma hjólum atvinnulífsins í gang, bankarnir eru enn lokaðir fyrir útlánum nema á himinháum vöxtum. Þess vegna hlýtur það að vera krafa verkstjórasamtakanna, eins og t.d ASÍ, að Íslenska þjóðin fái öfluga hagstjórn, nýjan stöðugan gjaldmiðil eða að minnsta kosti að gjaldmiðil sem tengist einhverju myntbandalagi til að stöðva þennan óstöðugleika í gengismálum á Íslands. Samkvæmt tölum Hagstofunnar þá hefur kaupmáttur launa rýrnað um 7,5% frá árinu 2007. Launavísitala hefur hækkað um 33% frá árinu 2007 en á sama tíma hefur almennt verðlag hækkað um 44%. Uppsafnaður kaupmáttur ráðstöfunartekna hefur hinsvegar minnkað um rúm 27% á árunum 2007 til 2010 samkvæmt tölum Hagstofunnar. Ástæður þessarar rýrnunar ráðstöfunartekna eru meðal annars skattahækkanir og breytingar á skattakerfinu. Persónuafsláttur hefur ekki fylgt launahækkunum, bætur hafa verið frystar eða lækkaðar og gjöld hækkuð. Útborguð laun félagsmanna hafa rýrnað um 13% frá 2007 til 2011. Kaupmáttarrýrnun er misjöfn á milli launahópa því fólk er með t.d. börn á framfæri, leigir eða skuldar húsnæði en þessi hópur varð fyrir kaupmáttarrýrnun uppá 27% en aðrir uppá ca. 12-13% . Það er mjög erfitt að sjá fyrir sér miklar breytingar til batnaðar fyrir launafólk á næstu mánuðum. Ekki þarf annað en að sjá hvert eldsneytisverð er að fara, bara hækkanir og aftur hækkanir á öllum sviðum bæði hjá sveitafélögum og ríki. Launavísitala í febrúar 2012 var 427,1 stig og hækkaði um 2,1% frá fyrri mánuði. Síðastliðna tólf mánuði hefur launavísitalan hækkað um 11,3%. Kaupmáttur launa hefur aukist um 4,6% síðustu 12 mánuði. Vísitala kaupmáttar launa í febrúar var 112,0 stig og hækkaði um 1,1% frá fyrri mánuði. Í launavísitölu febrúarmánaðar gætir áhrifa hækkana sem kveðið var á um í kjarasamningum milli aðildarfélaga Alþýðusambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins sem undirritaðir voru 5. maí 2011. Í þeim var kveðið á um hækkun á kjarasamningsbundnum kauptöxtum um 11.000 krónur og almenna hækkun launataxta um 3,5% hinn 1. febrúar 2012. Í sömu samningum var kveðið á um 50.000 króna eingreiðslu sem kom til hækkunar á launavísitölu í maí 2011. Í launavísitölu febrúarmánaðar gætir ekki lengur áhrifa þessarar eingreiðslu. Það eiga allir kjarasamningar að halda til febrúar 2013 nema endurskoðunarnefnd komist að annarri

„Kalt er konulausum.“

niðurstöðu við endurskoðun kjarasamninga á vetri komandi. Nú undanfarið hefur það komið fram í fjölmiðlum að líkur á að kjarasamningar haldi í febrúar 2013 séu litlar en það eru 8 mánuðir í þennan ákvörðunarpunt. Unnið er að því að ljúka stofnendasamningi við Vegagerðina og ríkið svo og við endurskoðun á aðalkjarasamningi við SA. Aðrir kjarasamningar eru í góðu vinnuferli. Á síðast Sambandþingi, sem haldið var á Sauðárkróki, ályktaði Launa- og atvinnumálanefnd svohljóðandi: Markmið: Leggur til að launajafnræði verði milli kynja og að lámarks orlofsdagafjöldi verði 28 dagar (en ekki 25 eins og er í dag) og eftir 10 ár verð dagarnir 31. Leggur til að fundinn verði leið til að samninganefnd VSSÍ fá aðgang að frumgerð kjarasamninga svo að við getum komið okkar sérkröfur að. Þá væntanlega í gegnum SA. Að allir nýir starfsmenn skulu sækja viðurkennt námskeið í skyndihjálp eigi síðar en þremur mánuðum eftir að hann hóf störf. Almennt skal miða við að starfsmenn sæki viðurkennd námskeið í skyndihjálp í dagvinnu annað hvert ár. Leggjum til að launakönnun verði gerð annað hvert ár eða að minnsta kosti ári fyrir lok kjarasamninga til upplýsinga fyrir starfandi stjórnendur og til stuðnings þeim sem eru að hefja ný störf og eru að gera fastlaunasamning. Leggur til að samninganefnd VSSÍ komi manni að í forsendunefnd kjarasamninga. Góðir fundamenn. Okkur, sem sitjum í Launaog atvinnumálanefnd, er oft vandi á höndum þegar kemur að sérkröfum okkar samtaka þar sem samningar undanfarin ár eru nánast eins hjá öllum stéttarfélögum. VERKSTJÓRINN - 11


Eins og áður hefur komið fram þá eru þetta hugleiðingar formanns Launa- og atvinnumálanefndar og er það von mín að þessi upplestur hafi skotið upp í huga ykkar hugmyndum sem við ræðum síðar. Skúli Sigurðsson, formaður Launa- og atvinnumálanefndar.

Framtíðarnefnd. Samkvæmt þinggögnum var starfstími nefndarinnar framlengdur til Landsfundar 2012 og sitja eftirtaldir menn í nefndinni: Sveinn Þórðarson (sth@vegag.is) Sveinn Guðjónsson (skg@frosti.is) Einar Sveinn Ólafsson (einar@thorverk.is) Elís Grétarsson (osnes@simnet.is) Magnús Guðnason (jonamekk@mmedia.is) Skúli Björnsson (skuli@ts.is) Skúli Björnsson var skipaður formaður framtíðarnefndar eftir að Sveinn Þórðarson sagði sig frá verkefninu eftir farsælt starf. Eftirfarandi tillögur voru settar upp og sendar á alla nefndarmenn og hefur ekki borist eitt einasta viðbragð frá nefndarmönnum og verður talið að enginn hafi neitt við þær að athuga. Neðanskráðar tillögur voru lagðar fyrir Landsfund en allar höfðu áður verið lagðar fyrir þing VSSÍ 2011 af Framtíðarnefnd að undanskilinni tillögu nr. 12 frá Elís Grétarssyni og nr. 13 sem unnin var út frá hugmyndum Einars Sveins Ólafssonar. 1. Nýtt nafn á sambandið með undirtitli „Samband stjórnendafélaga á Íslandi“ þar sem nú stefnir í að flest félög innan sambandsins breyti nafni sínu á næstu árum. 2. Styðja við sameiningarhugmyndir félaga innan sambandsins, athuga með fósturfélagaformið þannig að stærri félög tækju smærri félög í fóstur og myndu gefa út sameiginleg fréttabréf ofl. 3. Styrkja enn frekar sameiginlega heimasíðu félaganna undir einu veffangi t.d. stjornandi.is 4. Stjórn sjúkrasjóðs er heimilt að veita allt að 35% af rekstrarhagnaði næst liðins árs til heilsueflingar félagsmanna. 5. Merkt smávara og merktur fatnaður, pennar, húfur, endurskinsvesti til útivistar ofl. 6. Markviss dreifing Verkstjórans á fyrirtæki og opinbera staði, dreifður sem allra víðast. Ná sambandi við sem allra flesta félaga í gegnum tölvupóst. 12 - VERKSTJÓRINN

7. Punktakerfi endurmenntunar og að í samningum sé stjórnendum heimilt/skylt að sækja endurmenntun 5-10 daga á ári á launum. 8. Þing VSSÍ samþykkir að leggja til við aðildarfélög að samræma innheimtu á félagsgjöldum þeirra, sem eru á atvinnuleysisbótum til að halda tengingunni við félagsmenn. 9. Sameiginlegur orlofshúsavefur, framhald á því sem verið er að byrja á í sumar í orlofsmálum. 10. Stefnt skal að því að stjórn VSSÍ sé skipuð virkum stjórnendum þ.e. þeim sem eru á vinnumarkaði og eins skal stefnt að því að allir þingfulltrúar komi úr röðum virkra stjórnenda. 11. Það mætti hugsa sér að þeir stjórnendur, sem ekki eru lengur greiðandi félagar, hefðu þingfulltrúa á þingum, sem væru tilnefndir frá félögunum, t.d. einn úr hverjum landshluta. Suðurland-Suðurnes einn, Stór Reykjavíkursvæðið einn, Vesturland-Vestfirðir einn, Norðurland einn og Austurland einn. Samtals gerir þetta fimm þingfulltrúa. 12. Að sjúkrasjóður verði með markvisst eftirlit og þá fyrirbyggjandi aðgerðir að helstu heilsukvillum félagsmanna. 13. Til að vinna að framtíðarstefnumörkun VSSÍ verði komið á stefnumótunarfundi sem stýrt væri af fagfólki í þess konar vinnu. Til fundarins yrðu boðaðir formenn aðildarfélaga, aðal- og varastjórnarmenn VSSÍ. Tekið verði fyrir í þeirri vinnu: Styrkleikar, veikleikar, tækifæri, ógnanir og út frá því hvert skuli stefna. Þessari vinnu verði lokið í tíma þannig að niðurstaða og tillögur verði teknar til umfjöllunar og afgreiðslu á næsta Sambandsþingi VSSÍ á Akureyri vorið 2013. Skúli Björnsson, formaður framtíðarnefndar.

ÁBÁ.


Landsfundur VSSÍ 2012

Skýrsla forseta Ljósm. ÁBÁ.

Stjórn VSSÍ hefur haldið sex fundi frá þinginu á Sauðárkróki 4. júní 2011. Farið hefur verið yfir álit þingnefnda auk annarra mála sem tekin hafa verið fyrir.

34. Þing VSSÍ: Verkstjórafélagi norðurlands vestra og Verkstjórafélagi Borgarness eru þakkaðar frábærar móttökur, viðurgjörningur og aðstaða öll á þinginu. Sérstaklega ber að þakka Herði Þórarinssyni, formanni Verkstjórafélags norðurlands vestra, fyrir þátt hans í skipulagi og undirbúningi fyrir þingið sem lenti óneitanlega mest á honum. Við setningu þingsins flutti Björn Björnsson erindi um Skagafjarðarhéraði og sagði gamansögur af sveitungum sínum. Björn var svo fararstjóri í makaferðinni við mikinn fögnuð þátttakenda. Þingið á Sauðárkróki var mikið vinnuþing þar sem nefndirnar skiluðu góðum álitum en vegna tímaskorts fengu þau ekki næga umfjöllun.

Launa og kjaramál: Aðalkjarasamningar hafa verið undirritaðir við alla samningsaðila Verkstjórasambandsins en unnið er að stofnanasamningum. Gerður var samningur við Vegagerðina fyrir vaktstjóra. Starf og starfsheiti eru nýmæli sem verið hafa í þróun síðastliðna tvo vetur.

Vandamál komu upp vegna bókunar sem gert var við stofnanasamning annars félags sem skekkti launastöðuna gagnvart félögum VSSÍ. Unnið hefur verið að stofnanasamningi fyrir félagsmenn hjá vegagerðinni en ekki hefur tekist að ljúka honum vegna skipulagsbreytinga innan stofnunar. Við gerð samnings við Samtök sveitafélaga var tekið upp svokallað starfsmat. Með starfsmatinu er opnað fyrir það að félagsmenn, sem ráðnir eru til sveitarfélaganna, geti haldið félagsaðild ef það starf sem þeir eru ráðnir til fellur þar undir. Nú er unnið að starfsmati verkstjóra hjá Hafnarfjarðarbæ en vinnan við það hefur dregist verulega á langinn. Unnið er að samlestri á síðustu þrem samningum við Samtök atvinnulífsins, þ.e. samningunum frá 2004 - 2007, 2008 og 2011 en að því verki loknu verða þeir gefnir út. Við þessa vinnu komu fram varnaðarorð frá SA um að fella út úr samningunum starfsheitið „verkstjóri“. VERKSTJÓRINN - 13


Fulltrúar stinga saman nefjum.

Starfsheitið verkstjóri/stjórnandi mun því standa í samningunum þar sem verkstjóri stóð áður.

Atvinnumál: Frá síðasta ári hefur atvinnulausum verkstjórum fækkað. Nokkrir hafa fallið af skrá vegna aldurs en aðrir fengið vinnu. Samkvæmt skrá Vinnumálastofnunar er greiddar atvinnuleysisbætur til 39 verkstjóra en mun fleiri gætu verið án atvinnu og telur sambandsstjórn þá geta verið um 70 talsins. Atvinnuleysi þessara manna hefur staðið mislengi, jafnvel meira en fjögur ár. Atvinnuleysi er eins og áður mest á suðvestur horninu. Reynt hefur verið að tryggja réttindi þessara manna með því að láta þá greiða 1% af atvinnuleysisbótum í sjúkrasjóð. Það er þó undir hverjum og einum komið hvort hann lætur taka þetta gjald af bótunum sínum. Svo að félögin haldi einhverju eftir af félagsgjaldinu hefur VSSÍ endurgreitt aðildargjaldið til félaganna. Sú endurgreiðsla nam á síðasta ári um 385 þúsund krónum.

Sjúkrasjóður: Rekstur sjóðsins hefur gengið vel. Greiðslur til skjólstæðinga hans á liðnu ári voru 82,4 miljónir eða rúm 70% af innkomu ársins en var um 80% árið áður. Fjárhagur sjúkrasjóðs er traustur eins og fram kemur í reikningum. Á þinginu á Sauðárkróki var „Heilbrigðisstofnuninni á Sauðárkróki“ færður skiptibekkur að gjöf og var bekkurinn afhentur á meðan á þinginu stóð. Nokkrar breytingar voru samþykktar á reglugerð sjúkrasjóðs á þinginu, má þar nefna hækkun greiðslna 14 - VERKSTJÓRINN

sjúkradagpeninga í 80% af meðallaunum síðustu 12 mánaða. Um leið var greiðslutími þeirra styttur í 12 mánuði í stað 16 mánaða með skerðingum áður. Þessi langi greiðslutími dagpeninga með skerðingum hafði sýnt sig að vera til bölvunar fyrir félagsmanninn. Greiðslur úr Starfsendurhæfingarsjóði voru hærri en þessar greiðslur úr sjúkrasjóði en þær varð að klára áður en endurhæfingarsjóður tók við. Margar aðrar breytingar voru gerðar á réttindum sjóðsfélaga. Reglugerð sjúkrasjóðs er kynnt á heimasíðu VSSÍ og í blaðinu Verkstjórinn. VIRK, starfsendurhæfing hefur sannað gildi sitt. Leitað hefur verið til VIRK með fjölda mála með góðum árangri. Alda Ásgeirsdóttir fulltrúi VSSÍ í sjóðnum hefur verið ötul við að treysta, styðja og koma í endurhæfingu þeim sem við höfum vísað til hennar. Í ársskýrslu VIRK kemur fram að yfir 70% skjólstæðinga þeirra fara til vinnu á ný. Þetta er stórkostlegur árangur sem ekki hefði náðst nema í samvinnu við atvinnurekendur í stjórnum lífeyrissjóðanna.

Lífeyrismál: Nokkuð hefur verið deilt á setu vinnuveitenda í stjórnum lífeyrissjóðanna. Þessir menn hafa eins og allir aðrir stjórnarmenn unnið af heilum hug fyrir sjóðsfélagana enda sjóðsfélagar sjálfir. Það sjá það allir sem vilja að það er betra að hafa þá með sér þegar unnið er að réttindamálum sjóðsfélaga. Lestur skýrslu úttektarnefndar Landsamtaka lífeyrissjóða er um margt fróðleg lesning en 33. kafli hennar fjallar um Sameinaða lífeyrissjóðinn. Þar er fjallað um hlutina eins og þeir gerðust, hvernig staðið var að fjárfestingum og að hverra ráðgjöf. Það sem vekur forvitni í skýrslunni er að á aðalfundinum 2005 var deilt harkalega á stjórn sjóðsins fyrir slaka ávöxtun. Á þessum tíma voru eignir sjóðsins samkvæmt fjárfestingastefnu um 50% í erlendum bréfum. Eftir þennan fund var fjárfestingastefnunni breytt nær því sem tíðkaðist í öðrum sjóðum. Í skýrslunni kemur fram að ef fyrri stefnu hefði verið haldið hefði tap sjóðsins orðið mun minna. Hér fyrir neðan er greinargerð um rekstur Sameinaða lífeyrissjóðsins sem fengin er frá sjóðnum. Starfsemi Sameinaða lífeyrissjóðsins 2011: Raunávöxtun sjóðsins var 1,9% á árinu 2011 sem er nánast sama niðurstaða og árið áður. Þrátt fyrir meiri stöðugleika í rekstrinum er ávöxtun sjóðsins þó enn


1,6 prósentustigi undir langtímamarkmiði í ávöxtun lífeyrissjóða. Innlend hlutabréfaeign sjóðsins, sem að uppistöðu er í Framtakssjóði Íslands, Marel og Össuri, skilaði góðri ávöxtun á síðasta ári. Einnig var góð ávöxtun af innlendri skuldabréfaeign sjóðsins. Hins vegar varð lækkun á erlendum hlutabréfamörkuðum og hafði það áhrif til lækkunar á ávöxtun sjóðsins á árinu en 27% eigna hans voru í erlendum gjaldeyri um sl. áramót. Virkir sjóðfélagar voru 9.686 og hafði þeim fækkað um 200 á árinu 2011 sem er þó mun minni fækkun milli ára en verið hefur síðustu ár. Lífeyrisþegar voru 5.245 á árinu og fengu þeir greiddan lífeyri að fjárhæð 3,8 milljarða króna. Lífeyrisgreiðslur eru verðtryggðar og taka mánaðarlega breytingum vísitölu neysluverðs. Hrein eign til greiðslu lífeyris nam 114,3 milljörðum króna í árslok og hækkaði um 8,9 milljarða króna milli ára. Nafnávöxtun Sameinaða lífeyrissjóðsins var 7,2% á árinu sem jafngildir 1,9% raunávöxtun. Sérstakt gjald, sem lagt var með lögum á lífeyrissjóði í lok árs 2011, er fært undir rekstrarkostnað sjóðsins en með samkomulagi sem gert hefur verið við ríkisvaldið hafa verið lögð drög að því að gjaldið, sem var 88,1 millj. kr. vegna ársins 2011, verði fellt niður og endurgreitt. Að þessu gjaldi frátöldu jókst rekstrarkostnaður sjóðsins um 4,6% frá fyrra ári. Áfallnar skuldbindingar umfram eignir voru 13,2 milljarðar króna í árlok 2011 en heildarskuldbindingar umfram eignir 12,3 milljarðar. Tryggingafræðileg staða sjóðsins var mínus 6,6% sem er innan þeirra heimilda sem lög leyfa án þess að grípa þurfi til réttindabreytinga. Stjórn sjóðsins hyggst ekki leggja fram tillögu til breytinga á lífeyrisréttindum á komandi ársfundi. Ellilífeyrisþegum fjölgar jafnt og þétt hjá sjóðnum og lífeyrisgreiðslur til þeirra hækka því hlutfallslega meðan litlar breytingar verða á öðrum tegundum lífeyrisgreiðslna. Það er athyglisvert að ekki er aukning á örorkulífeyrisumsóknum þrátt fyrir erfitt atvinnuástand. Ýmsar skýringar kunna að vera á þessu en benda má á þann árangur sem VIRK, Starfsendurhæfing, hefur náð með aðstoð við fólk sem vegna veikinda eða slysa hverfur tímabundið af vinnumarkaðnum. Séreignardeild: Alls voru eignir séreignardeildar 5.149 milljónir króna í árslok 2011 og hækkuðu um 324 milljónir króna frá fyrra ári. Lífeyrisgreiðslur úr deildinni voru enn miklar

vegna áhrifa laga um tímabundna heimild til úttektar séreignarsparnaðar. Greiðslurnar hækkuðu frá fyrra ári og námu 579 milljónum króna samanborið við 437 milljónir króna árið 2010. Rétthafar í séreignardeild voru 8.874 og fækkaði um 179 frá fyrra ári. Raunávöxtun Aldursleiðar 4 var 9,2%, en þessi sparnaðarleið er sú langstærsta í séreignarsparnaði sjóðsins. Þessi ágæta ávöxtun skýrist fyrst og fremst af góðri ávöxtun innlendra skuldabréfa. Raunávöxtun annarra leiða var milli 0% og 6%. Áhrifa lækkana á erlendum hlutabréfamörkuðum gætti helst í Aldursleið 1 en einnig í Aldursleið 2. Nauðsynlegt er að fylgjast vel með í ávöxtunarleiðum séreignasparnaðar og hvílir sú ábyrgð á hverjum og einum sjóðsfélaga.

Menntunarmál: Ásókn í menntunarstyrkina hefur aukist til muna á milli ára og nema greiðslur úr báðum sjóðunum rúmum 12 milljónum á síðasta ári. Það ánægjulega er að fyrirtækin eru að sækja um styrki í meira mæli en áður og greiða í flestum tilfellum mismuninn á kostnaði við námið. Stjórnunarnám hjá endurmenntunardeildum Háskólanna hafa verið nokkuð sótt þrátt fyrir háan námskeiðskostnað. Sjóðurinn hefur reynt að koma vel til móts við þá sem sækja Háskólanámið en eflaust mætti gera betur. Námskeið Dale Carnegie hafa verið vinsælust bæði af einstaklingum og fyrirtækjum. Það hefur sýnt sig að skortur er á stjórnendanámi sem þessu. Í samvinnu við NMI hafa stjórnir Menntunarsjóðs SA og VSSÍ unnið að gerð stjórnendanáms. Búið er að seta upp námsefnið og skilgreina námskröfurnar að hluta en þegar því verður lokið er eftir að finna kennsluefni og skrifa nýtt ef þörf er á. Þetta er tímafrekt og kostnaðarsamt verkefni enda er lagður metnaður í það af allra hálfu. Áætluð verklok eru í lok árs 2013.

Félagsmál: Starfsemi skrifstofu hefur verið með hefðbundnu sniði þ.e. að sinna félagsmönnum á sem bestan hátt. Mikið hefur verið leitað eftir aðstoð til skrifstofu VSSÍ vegna atvinnutengdra mála svo sem gerð ráðningasamninga, launabreytinga, gjaldþrota fyrirtækja og réttindagæslu vegna uppsagna o.fl. Lögfræðikostnaður hefur aukist verulega vegna réttindagæslu félagsmanna. VERKSTJÓRINN - 15


Árangur hefur ekki alltaf náðst þegar mál hefur verið höfðað vegna ágreinings á milli aðila. Misbrestur hefur verið á því að öll spil hafi í upphafi verið lögð á borðið þannig að allur sannleikurinn hafi komið fram áður en í mál er farið. Af þeim sökum hafa málalok sumra þessara mála komið mjög á óvart. Þess ber þó að geta að aldrei hefur verið farið í mál nema að ráði lögfræðinga VSSÍ sem vissulega hafa einnig ráðlagt sambandinu frá málarekstri. Launakönnun var gerð á árinu í samvinnu við Capasent en henni var sleppt á síðasta ári. Launakönnunin er VSSÍ og vinnuveitendum mikil hjálp til ákvörðunar um launakjör stjórnenda. Þingnefndir 34. þings VSSÍ unnu vel og lögðu margar áhugaverðar tillögur fyrir þingið og stjórn VSSÍ. Tíminn til umfjöllunar um þær á þinginu var skammur, því ákvað stjórn sambandsins að taka þær til framhaldsumræðu á Landsfundinum. Þegar Framtíðarnefndin var sett á laggirnar á sínum tíma var hún skipuð mönnum sem voru nýgengnir í verkstjórafélög og var það gert til þess að fá nýjar hugmyndir og áherslur. Á sínu fyrsta þingi lagði nefndin til mjög róttækar tillögur. Voru þær lagðar fram eins og önnur álit nefnda til umræðu og samþykktar. Eftir á að hyggja voru það mistök að ætla svo róttækum tillögum að vera samþykktar eftir nánast enga umræðu. Þessu vinnulagi verður að breyta því betra er að taka tillögurnar til áframhaldandi umræðna eins og gert er hér á Landsfundinum. Sem dæmi má nefna nafnabreytingu félaganna en sú tillaga hefði þurft að fá góða og málefnalega umræðu svo samræmi hefði orðið við breytingar á nöfnum félaganna jafnframt því hvað gera þarf í framhaldi á breyttu nafni félags. Í vetur var Frímann-orlofshúsakerfi kynnt á stjórnarfundi og leist stjórnarmönnum vel á kerfið til úthlutunar sumarhúsa svo og hvernig það heldur utanum rekstur þeirra. Í haust var ákveðið, eftir kynningu á rafrænum skilagreinum frá DK hugbúnaði, að kaupa kerfið og auka með því þjónustu sambandsins. Um síðustu áramót var byrjað að taka á móti rafrænum skilagreinum en þrátt fyrir fögur fyrirheit hugbúnaðarmanna gekk á ýmsu fyrsta mánuðinn eða jafnvel tvo. Nú eru hlutirnir farnir að ganga nokkuð vel fyrir sig en eru þó enn að slípast. Ef til vill stafar þetta meira af upplýsingarskorti og æfingarleysi en að kerfið standi ekki fyrir því sem af því er vænst. Með því að taka upp rafræna skráningu er verið að taka eitt skref af mörgum til þess að svara kröfu nútímans. 16 - VERKSTJÓRINN

Sem áður hefur verið unnið að afsláttarkjörum fyrir félagsmenn og er VSSÍ aðili að Bykoklúbbnum og Kjaraklúbbi Húsasmiðjunnar þannig að félagsmenn geta fengið góða afslætti hjá þessum aðilum ásamt afsláttum hjá fjölda annarra fyrirtækja víðsvegar um land. Verkstjórum og stjórnendafélögunum er bent á að sækja afslætti hjá fyrirtækjum hvert á sínu svæði og koma upplýsingum um þá til skrifstofu VSSÍ. Allir félagsmenn hafa fengið félagsskýrteini sem hjálpar þeim að nálgast þá afslætti sem samið hefur verið um til félagsmanna. Það er ekki nóg að semja um afslætti ef þeir eru svo ekki notaðir. Það er t.d. umhugsunarvert hvað fáir hafa notfært sér umsaminn afslátt hjá N1 en þar eru góðir afslættir af eldsneyti og öðrum bílavörum.

Kynningarmál: Verkstjórinn kom út í lok nóvember síðastliðin og er glæsilegur að vanda. Honum er dreift víða og er mjög góður til kynningar á samtökunum. Í blaðinu eru margar greinar þar sem sagt er frá rekstri fyrirtækja heima í héraði. Þessar greinar vekja alltaf mikla athygli og eru einhver besta auglýsing sem samtökin geta fengið. Það fann forseti er hann heimsótti nokkur fyrirtæki á Akureyri og afhenti blaðið ásamt öðru kynningarefni á samtökunum. Forráðamönnum þessara fyrirtækja fannst það mjög jákvætt að sjá þá umfjöllun. Þetta er góð auglýsing fyrir samtökin og ekki síður fyrir fyrirtækin. Um leið og forseti þakka ritstjóranum Árna Birni fyrir ótrúlegt harðfylgi við efnisöflun og eigin skrif þakkar hann þeim sem sendu inn greinar og hjálpuðu með því til við að gera blaðið svona glæsilegt. Ritstjóri hafði orð á því að hann vildi flýta útgáfu Verkstjórans og gefa næsta blað út ekki seinna en í október eða nóvember sem þíðir að efnisöflun þarf að hefjast nú þegar. Á síðasta þingi tilkynnti Árni Björn að koma færi að leiðarlokum hans í ritstjórastóli, næsta blað yrði trúlega hans síðasta. Því er komið að því að ákveða hvað og hvernig framhaldið verður með útgáfu blaðsins. Til kynningar á verkstjóra- og stjórnendafélögunum og eins VSSÍ á að nýta sér sterkan sjúkrasjóð og öfluga menntunarsjóði en fleira þarf til. Sambandið þarfnast nýrra hugmynda í samkeppni við önnur félög um félagsmennina. Nýjar hugmyndir koma með nýjum mönnum. Eru þeir sem standa í


forystu VSSÍ og félaganna of þaulsetnir í stjórnum? Er það ekki skylda forystumanna að laða að efnilegt fólk og kynna því starfsemi félaga og samtakanna? Það er skylda þeirra, sem í forystu standa að tryggja framtíð félaganna.

Niðurlagsorð: Stiklað hefur veri á stóru um starfsemi stjórnar frá síðasta þingi til dagsins í dag og farið yfir það helsta sem við hefur verið að glíma. Hvað félögin varðar þá veldur aldursdreifingin innan þeirra áhyggjum. Fjölgun yngri félaga er eitt helsta verkefnið í dag. Hvers vegna ná samtökin ekki til yngra fólks? Eru verkstjórafélögin stöðnuð og fráhrindandi? Hvaða breytingar þarf að gera til að ná til stjórnenda og láta þá finna hvar félagsaðild þeirra er best borgið? Vinnuveitendum eru mjög meðvitaðir um þá breytingu sem orðin er á stöðu verkstjóra og stjórnenda fyrirtækja. Verkstjórum fækkar en stjórnendur koma í staðinn. Ekki er vafi á að það ferli, sem hafið er hjá nokkrum verkstjórafélögunum, að skipta yfir í stjórnendafélag sé spor í rétta átt en fylgja þarf breytingunni eftir með kynningarátaki.

Það er ykkar, sem Landsfundinn sitjið, að leggja til hvernig staðið verður að því. Á mörgum þingum hafa orðið miklar breytingar til batnaðar. Má þar nefna störf nefnda og álitin sem frá þeim koma. Þau verða sífellt markvissari en enn vantar á umræðu um þau hjá ykkur ágætu Landsfundarfulltrúr. Það eruð þið sem ákvarðið hvert framhald þeirra verður. Með því setið þið líka þrýsting á stjórn VSSÍ að framfylgja þeim. Það er vont ef góðar en róttækar tillögur fái ekki næga umfjöllun. Forseti þakkar stjórnarmönnum VSSÍ og samstarfskonum sínum, þeim Helgu Jakobs skrifstofustjóra og Jóhönnu Guðjónsdóttur skrifstofustúlku, árangursríkt, ánægjulegt og frábært samstarf á liðnu starfsári. Kristján Örn Jónsson, forseti VSSÍ.

Athuga: Skýrsla forseta til Landsfundar, sem hér er birt, er allmikið stytt en í heild sinni er hún varðveitt í höfuðstöðvum samtakanna og þar öllum frjáls til aflestrar. ÁBÁ.

Landsfundur VSSÍ Á Landsfundi Verkstjórasambands Íslands, sem haldinn var á Grand Hótel Reykjavík þann 5. maí 2012  voru neðanskráðar ályktanir samþykktar. Ályktun 1. Landsfundur VSSÍ skorar á ríkisstjórn Íslands að tryggja betra  atvinnuástand á landinu. Ein leið úr erfiðri stöðu heimila í landinu er bætt atvinnuástand. Ályktun 2. Landsfundur VSSÍ skorar á ríkisstjórn Íslands að beita sér fyrir afnámi verðtrygginga í íslensku viðskipta- og atvinnulífi.

Ljósm. Friggi Magg.

Ályktun 3. Landsfundur VSSÍ skorar á ríkisstjórn Íslands að leiðrétta verðtryggð  húsnæðislán sem eru mörgum heimilum erfið. VERKSTJÓRINN - 17


Skýrslur félaga

Ljósm. ÁBÁ.

Skýrslur aðildarfélaga VSSÍ voru í þetta sinn ekki lesnar upp á Landsfundi svo sem venja hefur verið en þessi í stað lagðar prentaðar fram á fundinum. Samkvæmt hefð verða skýrslurnar birtar hér í Verkstjóranum styttar og endursagðar. Finnist meinbugir á endursögninni skal á það bent að hægt er að nálgast skýrslurnar í heild sinni á skrifstofu sambandsins. ÁBÁ.

Verkstjórafélag Hafnafjarðar

Aðalfundur Verkstjórafélags Hafnafjarðar, fyrir árið 2011, var haldinn 21. apríl 2012. Á fundinn mætti forseti VSSÍ, Kristján Örn Jónsson, og reifaði þar hin ýmsu mál verkstjórasamtakanna. Störf stjórnar voru með hefðbundnum hætti síðasta 18 - VERKSTJÓRINN

starfsár. Tólf stjórnarfundir voru haldnir í húsnæði félagsins að Hellisgötu 16 og að auki nokkrir aukafundir. Um síðustu jól sendi félagið öllum félagsmönnum jólakort og vasabók félagsins. Félagið á tvö góð sumarhús sem eru Reynisstaðir í Úthlíð í Biskupstungum og Dalakofinn í Reykjadal við Flúði. Rekstur sumarhúsanna hefur gengið vel og er mjög góð nýting á báðum bústöðunum Um síðustu áramót voru félagar í VFH 179 lasins. Þar af voru 140 gjaldskildir, 39 aldraðir og 3 heiðursfélagar. Fjárhagsstaða félagsins er mjög góð. Á aðalfundinum voru félagsmenn hvattir til að skoða menntunarmöguleika og styrki þeim tengdum. Félagið er með heimasíðu þar sem koma munu fram tilkynningar um félagsstarfið í framtíðinni. Félagið sendi þrjá fulltrúa á 34. þing VSSÍ sem haldið var 2-4 júní 2011 á Sauðárkróki. Stjórn félagsins skipa: Steindór Gunnarsson formaður. Gunnar Guðnason ritari. Reynir Kristjánsson gjaldkeri. Ásmundur Jónsson meðstjórnandi. Bergsveinn S. Bergsveinsson meðstjórnandi. Guðbjartur Þormóðsson meðstjórnandi.


Brú, félag stjórnenda

Aðalfundur Brúar, félags stjórnenda í Reykjavík var haldinn mánudaginn 19. mars í fundarsal Brúar að Skipholti 50d. Á félagaskrá um áramótin 2011 og 2012 voru 657 einstaklingar, þar af 487 skattskyldir. Árið 2011 voru 17 nýir félagsmenn skráðir í félagið. Fækkað hefur í félaginu um þrjá félagsmenn á milli ára en 9 félagsmenn létust á milli aðalfunda. Fjárhagsstaða félagsins er sæmileg og var tekjuafgangur ársins 2011 kr. 2,9 milljónir en árið 2010 var hann 6,6 milljónir króna. Um áramótin 2011 var handbært fé í félagssjóði 34,3 milljónir en skuldir sjóðsins voru 10,4 milljónir króna. Í Styrktar- og minningarsjóði og vinnudeilusjóði voru 13,9 milljónir króna. Fastafjármunir Bfs. í lok árs 2011 voru ca. kr. 149 milljónir króna en til fastafjármuna félagsins teljast húsnæði Bfs. í Skipholti 50d, tvö orlofshús, Styrktarog minningarsjóður, Vinnudeilusjóður og handbært fé. Aðildarfélagsgjöld félagsins til VSSÍ er nú 5,6 milljónir á ári eða 925,- kr. fyrir hvern félagsmann. Félagið gaf út tvö blöð af 12. árgangi Stjórnandans á liðnu ári og eitt tölublað er komið út á þessu ári. Veg og vanda af útgáfu blaðsins undanfarin ár hafa haft Eygló Guðmundsdóttir skrifstofustjóri, Aðalsteinn Dalmann Októsson, Atli Viðar Kristinsson, Jörgen Berndsen, Tómas Waage og Jóhann Baldursson. Heimasíða Brúar er í stöðugri endurnýjun en þar má finna upplýsingar um fundi og allt er varðar launa- og réttindamál félagsmanna. Slóðin á heimasíðu félagsins er www.bfs.is. Allir kjarasamningar eiga að halda fram í febrúar 2013 nema endurskoðunarnefnd komist að annarri niðurstöðu. Unnið er að því að ljúka stofnendasamningi við Vegagerð og ríkið svo og við endurskoðun á aðalkjarasamningi við SA.

Haldnir voru 3 fundir í Trúnaðarráði á árinu 2011. Engin námskeið voru haldin árið 2011. Íþróttastyrks nutu 173 félagsmenn á árinu 2011 en hver félagsmaður á rétt á kr. 12.000,- á hverju 12 mánaða tímabili. Heildarupphæð sem greidd var á árinu 2011 nam kr. 1.673.995,-. Átta félagsmenn nýttu sér styrk til heyrnartækjaeða gleraugnakaupa, samtals kr. 163.000,-. Árið 2011 fengu 2 félagsmenn fræðslustyrk frá Brú, félagi stjórnenda að upphæð kr. 67.500,-. Styrkir til námskeiða, íþrótta, tómstunda og til gleraugna- og heyrnartækjakaupa nam alls kr. 1.904.495,-. Útfararstyrkir voru greiddir vegna 9 aðila alls kr. 1.066.368,-. Jólatrésskemmtun félagsins var haldin 27. desember 2011 að Hótel Loftleiðum og var aðgangur ókeypis fyrir félagsmenn og gesti þeirra. Alls mættu 325 á skemmtunina þar af 172 börn. Fjármál orlofssjóðs er í góðu lagi og var handbært fé í sjóðnum kr. 20,7 milljónir um síðustu áramót. Eignir orlofssjóðs eru nú um kr. 75,3 milljónir. Sumarhúsin í Skorradal og í Grímsnesi hafa notið mikilla vinsælda og hefur umgengni verið ágæt í báðum húsum. Sumarbústaðirnir í Vaðnesi voru seldir á síðasta ári og var nokkuð góð sátt um sölu húsanna. Keypt var nýtt 87 m2 sumarhús í Grímsnesi fyrir 22,0 milljónir króna og stendur húsið við Áshvamma 8. Leigður var einn tjaldvagn hjá Seglagerðinni Ægi í 10 vikur á liðnu sumri og leigðust 8 vikur af þessum tíu. Íbúð var tekinn á leigu á Akureyri í 8 vikur og gekk leiga hennar vel. Félagið var með veiðikort og útilegukort og gekk salan á þeim mjög vel. Bfs. keypti nokkrar nætur á Edduhótelum, sem var úthlutað eins og um sumarhús væri að ræða, og hefur þessi háttur verðið hafður á í nokkur ár og gefist vel. Vinnuferðir eru farnar í Skorradal, Vaðnes og í Grímsnesið vor og haust til að búa orlofshúsin undir sumar- og vetrarleigu. Tíu fulltrúar frá Bfs. mættu á Sambandþing VSSÍ sem haldið var á Sauðárkróki 2-4 júní 2012. Forseti VSSÍ setti þingið 2. júní en því lauk 4. júní með skemmtiferð að Hólum í Hjaltadal og með sameiginlegum kvöldverði og dansleik. Á þinginu var Jóhann Baldursson, gjaldkeri Bfs., kosinn í sambandsstjórn. Einn þingfulltrúa Brúar, félags stjórnenda, Aðalsteinn Dalmann Októson, tilkynnti að vegna aldurs myndi hann ekki sitja fleiri þing sambandsins en á 40 ára tímabili hefur hann setið 20 þing. Nú er liðið eitt ár frá nafnbreytingu á félaginu og VERKSTJÓRINN - 19


má segja að það hafi gengið mun betur en vonir stóðu til að vinna nýja nafni félagsins fastan sess. Stjórnin samþykkti nýtt merki fyrir félagið og var það unnið af Salbjörgu Ritu Jónsdóttur myndverkakonu sem einnig hannað merki á alla pappíra fyrir Bfs. Stjórn Bfs verður nú sem aldrei fyrr að horfast í augu við sparnað og ráðdeildasemi þar sem tekjuafgangur hefur dregist saman á milli ára. Það er krafa félagsins að í landinu sé öflug hagstjórn og að nýr stöðugur gjaldmiðill verði tekinn upp eða að núverandi gjaldmiðill tengist einhverju því myntbandalagi sem stöðvar óstöðugleikann í gengismálum á Íslands. Um áramótin 2011-2012 var ákveðið að ganga til samstarfs við öll aðildarfélög VSSÍ um innheimtu félagsgjalda í gegnum bókhaldskerfi sem heitir DK. Með þessu kerfi fer öll innheimta í sameiginlegan pott og úr honum renna síðan allar greiðslur á rétta staði. Með þessu fyrirkomulagi verður öll innheimta rafræn og einfaldari. Ef horft er yfir árið 2011 er ljóst að rekstur og félagsstarf Bfs. hefur gengið stóráfallalaust og er ekkert í spilunum sem bendir til breytinga á komandi ári. Skrifstofa félagsins að Skipholti 50d er opin alla virka daga frá kl 09:00 – 14:00 og eru starfmenn þar Eygló Guðmundsdóttir skrifstofustjóri og Sigrún Halldórsdóttir. Stjórn félagsins skipa: Skúli Sigurðsson formaður Pálina K. Árnadóttir ritari Jóhann Baldursson gjaldkeri Guðni Hannesson varaformaður Jón Hersteinn Jónasson meðstjórnandi Atli Viðar Kristinsson varamaður Sigurður H. Harðarson varamaður.

Verkstjórafélag Borgarness og nágrennis

Við Borgfirðingar róum í sama dallinum og með nánast sömu áhöfn. Eins og gengur flísast utan af hópnum en verr gengur að fylla í skörðin og gerist maður dálítið áhyggjufullur á stundum vegna þess. 20 - VERKSTJÓRINN

Félagsvitund fólks er að dala og æ fleiri halda að réttindi og afkoma sé ekki í okkar eigin höndum heldur einhverra annarra sem eiga að sjá um þetta fyrir almenning án hans afskipta. En svona er þetta bara ekki og ef einstaklingurinn er ekki meðvitaður um eigin skyldur og réttindi er hann á hálum ís. Starfsemin hjá okkur Borgfirðingum hefur tekið nokkrum breytingum síðastliðið ár og er það aðallega fólgið í gagngerri breytingu á starfi orlofssjóðsins okkar. Við höfum til fjölda ára haldið úti ferðavögnum til afnota fyrir félagsmenn en höfum í nokkurn tíma verið að vinna okkur út úr þeirri starfsemi án þess að minnka stuðning félagsins við orlofsferðir félaganna. Endirinn varð sá að allir ferðavagnar voru seldir en tekin upp sú nýbreytni að félagar geta sótt um styrk til orlofssjóðs sem er þó bundinn við einhverskonar ferða- eða frítímaaðgerðir sem flokkast undir sumarleyfishald. Gegn framvísun nótu fær svo viðkomandi endurgreiðslu frá orlofssjóði að ákveðnu marki. Þetta hefur gefist vel og verður þróað áfram á næstu árum þar til jafnvægi næst á milli inn og útstreymis í sjóðnum. Stutt er í aðalfund hjá félaginu og er ekki annað vitað en að stuðningur verði áfram við þetta fyrirkomulag. Annað hefur gengið sinn vanagang og sennilega ekkert slæmt við það. Eftirleikur hrunsins virðist ekki ætla að hafa stórkostleg áhrif á félagssvæðinu og er það ágætt. Þó hafa einhverjir félagar færst til og aðrir dottið út vegna þess að þeir pössuðu ekki upp á greiðslur til félagsins. Enn ber á því að vinnuveitendur vilja ráða félagaaðild starfsmanna sinna og því miður er þetta ekki síst hjá sveitarfélögunum sem ættu kannski síst að beita sér á þann hátt. Það er hinsvegar líkt og að eiga við marghöfða þurs að fást við þessi mál. Við Borgfirðingar tókum þátt í þinghaldi VSSÍ í fyrra. Þó að mest af undirbúningsvinnunni lenti á félögum okkar hjá Verkstjórafélagi Norðurlands vestra þá var samstarfið ánægjulegt. Það sem þó var betra var að þingið var ágætt og allt gekk upp enda Hörður og hans menn greinilega vandanum vaxnir. Eins og ykkur er flestum kunnugt hef ég gert nokkuð af því að þrýsta á um sameiningu félaga eftir svæðum og hefur sitt sýnst hverjum í þeim efnum. Þetta hjartans mál mitt gengur ekki hratt og svo sem óvíst um lyktir. Ég hef margsagt að ég tel mun sterkara að hafa færri en öflugri félagseiningar sem geta betur sinnt félögum á hverju svæði og verið virkari. Mín sýn er sameinað N-V kjördæmið eða frá Hvalfjarðabotni vestur og norður um að Eyjafirði.


Þetta eru í dag fimm félög en gætu auðveldlega verið eitt með trúnaðarmann eða „sendiherra“ á hverjum stað. Þetta verður þó tíminn að leiða til lykta á komandi árum. Einar Óskarsson.

Stjórn félagsins skipa: Einar Óskarsson formaður. Valdimar Guðmundsson varaformaður. Jón Heiðarsson gjaldkeri. Björn Hermannsson ritari. Gísli V. Halldórsson meðstjórnandi.

Rekstrarhagnaður félagssjóðs árið 2011 var kr. 1.181.704,Rekstrarhagnaður Orlofssjóðs árið 2011 var kr. 2.504.932,Skuldir og eigið fé var um áramót kr. 20.543.449,Atvinnuástand á svæðinu hefur verið gott og má þakka það mikilli uppbyggingu á Grundartangasvæðinu. Stjórn félagsins skipa: Kristján Sveinsson formaður. Magnús Óskarsson varaformaður. Guðbrandur Þorvaldsson ritari. Einar P. Bjargmundsson gjaldkeri. Stefán Þórðarson meðstjórnandi.

Jaðar, félag stjórnenda Berg, félag stjórnenda

Aðalfundur félagsins var haldinn 20. mars 2012. Störf stjórnar voru nokkuð hefðbundin starfsárið 2012. Haldnir voru 9 stjórnarfundir auk þess sem stjórnarmenn komu saman til að afgreiða mál er upp komu á árinu. Orlofshúsanefnd, sem skipuð var árið 2010, sat nokkra fundi með stjórninni. Um síðastliðin áramót voru virkir félagar 84 talsins en alls eru 95 einstaklingar í félaginu. Karlmenn 81 og 14 kvenmenn. Félögum fjölgaði um 13 frá árinu 2010. Formaður okkar, Birgir Elínbergsson, átti við mikil veikindi að stríða allt síðasta ár og barðist við illvígan sjúkdóm. Birgir lést á Landsspítalanum 3. janúar 2012. Á félagsfundi 22. janúar 2011 var samþykkt að festa kaup á sumarhúsi við Norðurás 9 í Kambshólslandi í Svínadal. Á þessum fundi var einnig samþykkt að selja húsbifreið okkar sem félagsmenn höfðu nýtt mjög vel. Góður hagnaður var af sölu bifreiðarinnar. Mikill tími fór í að ganga frá kaupum á sumarhúsinu og gera það klárt til útleigu fyrir sumarið. Mikil og góð aðsókn hefur verið í sumarhúsið sem var í útleigu allar vikur sumarsins og einnig var mikil aðsókn í helgarleigur í á liðnum vetri. Fulltrúar félagsins á 34. þingi VSSÍ á Sauðárkróki voru Kristján Sveinsson gjaldkeri og Magnús Óskarsson meðstjórnandi.

Aðalfundur félagsins var haldinn 17. apríl 2012 að Furuvöllum 13 Akureyri og var samþykkt á honum að breyta nafni félagsins úr Verkstjórafélagi Akureyrar og nágrennis í Berg, félag stjórnenda. Í félaginu voru um liðin áramót 233 félagsmenn þar af 19 konur. Gjaldfríir félagsmenn eru 61 talsins. Á milli aðalfunda voru haldnir átta stjórnarfundir og bar þar hæst ákvörðun um byggingu nýs sumarhúss á Vatnsenda en aðalfundur 2011 hafði falið stjórninni að ganga frá því máli. Skrifað var undir verksamning um byggingu 98 m2 húss á haustmánuðum við GJ smiði ehf. á Ólafsfirði. Í húsinu eru þrjú svefnherbergi og samliggjandi stofa og eldhús. Verkinu skal skila 1. júní 2012. Eggert H. Jónsson formaður og Þórhalla Þorsteinsdóttir ritari gáfu ekki kost á sér til áframhaldandi stjórnarstarfa. Stjórn félagsins skipa: Gunnar B. Gestsson formaður. Sveinn Egilsson varaformaður. Sigurður E. Tryggvason gjaldkeri. Stefán K. Pálsson ritari. Bjargey Pétursdóttir meðstjórnandi.

VERKSTJÓRINN - 21


Stjórnendafélag Austurlands

Aðalfundur Stjórnendafélags Austurlands var haldin 30. apríl 2012 á Hallormsstað og mættu 31 félagsmenn á fundinn. Telst það góð mæting miðað við undanfarna aðalfundi. Gestur fundarins var Kristján Örn Jónsson forseti VSSÍ. Haldnir voru 4 stjórnarfundir á milli aðalfunda. Félagar um áramótin voru 379 talsins, þar af eru 54 konur. 34 félagar eru 67 ára og eldri. Rekstur félagsins hefur gengið vel og safnar félagið nú netföngum félagsmanna til að auðvelda stjórn félagsins að vera í sambandi við félagsmenn. Sumarið 2011 leigði félagið sumarbústað að Kiðabergi í Grímsnesi og var aðsókn að honum mjög dræm. Ákveðið var á aðalfundinum í ár að vera ekki með bústað í sumar. Vel gengur að leigja út íbúðir félagsins í Reykjavík og má segja að þær séu í leigu allt árið. Báðar íbúðirnar hafa verið yfirfarnar, þær málaðar og ýmislegt fleira gert. Í stað þess að leigja ekki sumarhús í sumar verður leiga lækkuð á íbúðunum félagsins yfir sumartímann og þær leigðar í viku í einu. Umsóknarfrestur um íbúðirnar er til 15. maí en eftir þann tíma verður VSSÍ boðnar þær til útleigu fyrir alla sambandsfélaga. Félagið greiðir útilegukortið niður um 50% og einnig stendur félagsmönnum veiðikort til boða. Nafni félagsins hefur verið breytt úr Verkstjórafélag Austurlands í Stjórnendafélag Austurlands. Launakönnun VSSÍ var framkvæmd í febrúar síðast liðnum og er vonast til að góð þátttaka hafi verið í henni svo að hægt verði að búa til viðmiðunartaxta sem fólk getur farið eftir. Félagsmenn eru hvattir til að fylgjast vel með frítökurétti sínum og ekki láta hann safnast upp því að leiðinda mál hafa skapast af því. Félagið á formann Framtíðarnefndar VSSÍ, Skúla Björnsson, og eru félagsmenn hvattir til að styðja hann í því starfi. 22 - VERKSTJÓRINN

Félagsmönnum er bent á góða menntunarsjóði þar sem hægt er að sækja um margskonar styrki. Einnig er félagsmönnum bent á að „Verkstjórinn“, er alltaf er móttækilegur fyrir góðar greinar. Félagið mun hér eftir sem hingað til veita nemendum Framhaldsskólanna á félagssvæðinu viðurkenningar í lok skólaárs. Brýnt er fyrir félagsmönnum að vera vakandi fyrir þeim aðilum sem kunna að eiga heima í félaginu og hvetja þá til félagsaðildar. Stjórn félagsins skipa: Benedikt Jóhannsson formaður. Heimir Ásgeirsson varaformaður. Skúli Björnsson ritari. Elís Hlynur Grétarsson gjaldkeri. Magnús Guðnason meðstjórnandi.

Vf. Suðurnesja, félag stjórnenda á Suðurnesjum

Félagar í Vf. Suðurnesja, félagi stjórnenda á Suðurnesjum voru 235 talsins um síðustu áramót og voru karlar 186 en konur 49. Greiðandi félagar voru 188. Þrátt fyrir að ástand atvinnumála sé ekki gott á félagssvæðinu þá hefur orðið fjölgun um 9 félagsmenn og bendir þetta til einhverra breytinga á atvinnulífi svæðisins. Verner Holding hefur opnað gagnaverið á Ásbrú og þó svo að ekki verði margir fastastarfsmenn þar þá vinna nokkuð margir við innréttingar og aðra uppbyggingu á svæðinu. Miklar umræður hafa verið um orkumál vegna álvers og annarrar uppbyggingar í Helguvík. Vonandi styttist sá tími að þar fyllist allt af lífi og þar verði vinna fyrir sem flesta. Víst er að möguleikar fyrir margskonar fyrirtæki sem eru hér til staðar og þarf ekki annað en að líta upp í Ásbrú þar sem mikið er af húsnæði fyrir alls konar starfsemi svo og íbúðarhúsnæði. Það sem vantar er fjármagn, góðar hugmyndir og framtak. Orlofsmál eru alltaf ofarlega í hugum félagsmanna og er mikið lagt upp úr góðum orlofseignum. Íbúð félagsins á Egilsstöðum var seld á síðasta ári og voru því aðeins til leigu yfir orlofstímann íbúðin á Akureyri og orlofshúsið á Húsafelli.


Um mitt sumar var fest kaup á orlofshúsi í Hraunborgum í Grímsnesi. Þetta er hið vandaðasta hús og stendur við Álfasteinssund 20. Íbúð félagsins að Furulundi á Akureyri var leigð í 14 vikur af 16 eða 88% yfir orlofstímann og orlofshúsið á Húsafelli 9 vikur af 16 eða 69%. Stjórnin er bjartsýn á næsta orlofstímabil þó svo að eitt hús bætist við þar sem ekki er nema rúmur klukkutími akstur að húsinu í Grímsnesi frá Suðurnesjum. Verkstjórasambandið vinnur nú að því að gera lausar leiguvikur aðgengilegri fyrir félagsmenn í öðrum félögum. Eftir 15. maí er hægt að sjá hvar lausar vikur er að finna með því að fara inn á heimasíðu VSSÍ en þar liggja allar upplýsingar fyrir. Stjórn félagsins skipa: Úlfar Hermannsson formaður. Valur Ármann Gunnarsson varaformaður. Birna Sigbjörnsdóttir ritari. Ingvar Jón Óskarsson gjaldkeri. Ólafur P. Hermannsson meðstjórnandi. Svanbjörg K. Magnúsdóttir meðstjórnandi.

Vörður, félag stjórnenda á Suðurlandi

Aðalfundur félagsins var haldinn 29. mars 2012 og mætti Kristján Örn Jónsson, forseti VSSÍ á fundinn. Þetta er fyrsta árið í nokkuð mörg ár þar sem félagið á engan mann í stjórn VSSÍ og er það miður. Félagið hlýtur að keppa að því að þar verði breyting á. Svo fjölmennt félag sem Vörður, félag stjórnenda á Suðurlandi er á það að hafa afl til þess að koma þar inn manni. Það eykur víðsýni stjórnar VSSÍ að stjórnarmenn komi úr sem flestum aðildarfélögum. Félögum fjölgaði á síðasta ári um 5 og eru nú 205 fullgildir vinnandi einstaklingar í félaginu en heildarfjöldinn með öldruðum og öryrkjum er 233. Breytt var reglum menntasjóðs Varðar þannig að rýmkaðar voru reglur og einnig tekið tillit til sjóða sem VSSÍ hefur yfir að ráða. Komið var á starfslokanámskeiði með félögum á svæðinu sem Fræðslunet Suðurlands hélt. Nokkrir

félagar Varðar tóku þátt í námskeiðinu, sem telja verður jákvætt, því að ekki er sama hvernig fólk líkur starfsferli sínum. Félagið stóð að námskeiðshaldi fyrir stjórnendur á svæðinu. Haft var samband við Dale Carnegie sem kynti námskeiðið í janúar á þessu ári og hélt það síðan í mars. Fjárhagur félagsins er að styrkjast með hagnaði af rekstri orlofssjóðs og einnig er afgangur af félagssjóði. Tekjur félagsins eru að aukast sem gefur vísbendingu um að laun séu að hækka því félagsgjaldið er % af launum. Félagið er enn að greiða af lánum af Birkihlíð og er nokkuð í land að klára það. Húsið er nánast fullnýtt sem er mjög ánægjulegt og sýnir að rétt er að hafa orlofshúsin í veglegri kantinum. Íbúðin á Akureyri er í vetrarleigu sem gerir félaginu kleift að greiða niður hótelkostnað félagsmanna yfir vetrartímann. Gefin hafa verið út fréttabréf og hefur starfsmaður félagsins, Jóna Dóra, haft veg og vanda af þeim. Þá hefur félagsmönnum verði færðar dagbækur sem eru bæði til þess að kynna félagið og að tengja almenna félaga betur við félag sitt. Allt starf í kringum stjórnendafélögin er að batna til mikilla muna og vill stjórn félagsins þakka Kristjáni, forseta sambandsins, það en hann kemur úr grasrótinni og skilur allan gang mála í félögunum til botns og betur en sá sem kemur úr annarri átt. Vörður beitir sér nú með hópi sem er að þrýsta á stjórnvöld um að draga ekki úr starfsemi Heilbrigðisstofnunar á Suðurlandi. Það er óásættanlegt að starfsemi Heilbrigðisstofnunar á Suðurlandi verði þannig í framtíðinni að það komi niður á fyrirtækjum og íbúum svæðisins. Breyting varð í stjórn félagsins þar sem Torfi Áskelsson varaformaður óskaði efir lausn frá stjórnarsetu af persónulegum ástæðum. Í orlofsnefnd félagsins eru Jón Ólafur Óskarsson, Birkir Pétursson og Gestur Haraldsson. Stjórn félagsins skipa: Jón Ó. Vilhjálmsson formaður. Viðar Þór Ástvaldsson varaformaður. Sveinn Þórðarson gjaldkeri. Birkir Pétursson ritari. Gestur Haraldsson varamaður. Ólafur Ragnarsson varamaður. Guðmundur Guðbrandsson varamaður.

VERKSTJÓRINN - 23


Verkastjórafélag Norðurlands vestra

Aðalfundur félagsins verður haldin 11. maí 2012 í Kaffi Krók á Sauðárkróki. Sama fyrirkomulagi hefur verið á starfsemi félagsins undanfarin ár. Rekstur þess hefur gengið vel og skiluðu sjóðir þess afgangi á reikningsárinu. Félagar um liðin áramót voru 91 talsins. Atvinnuástand er gott á svæðinu og tekjur félagsins í góðu jafnvægi. Rekstur orlofshús félagsins hefur gengið vel og aðsókn að því farið vaxandi. Félagið bauð öllum félagsmönnum uppá orlofsstyrk og nýttu allir félagsmenn sér það. Á síðasta ári var ársþing VSSI haldið á Sauðárkróki í boði félagsins og Verkstjórafélags Borganess. Borgnesingum eru færðar bestu þakkir fyrir gott samstarf. Stjórn félagsins skipa: Hörður Þórarinsson formaður. Víglundur Rúnar Pétursson varaformaður. Ragnar Árnason gjaldkeri. Stefán Hafsteinsson ritari.

Þór, félag stjórnenda

Aðalfundur félagsins var haldinn 29. mars 2012 í sal V.S. Framtaks að Vesturhrauni 1 Garðabæ. Á fundinn mætti Steindór Gunnarsson frá verkstjórasambandinu og fræddi hann fundarmenn um starf sambandsins og stöðu sjúkrasjóðsins. Félagar í Þór eru 89 talsins og af þeim eru 61 gjaldskyldir. 24 - VERKSTJÓRINN

Útleiga orlofshúsa gekk mjög vel á síðasta tímabili og voru nánast allar vikur sumarsins bókaðar. Vandamál hefur verið með vatnsbólið og vatnið úr því ekki drykkjarhæft og þurfti því að vera með kostnaðarsamar vatnsvélar í orlofshúsunum. Á aðalfundinum var stjórninni veitt umboð til að ná í kalt vatn frá orkuveitunni og leggja það í röri undir Norðurá að orlofshúsunum. Áætlað er að þessu verði lokið fyrir sumarútleiguna sem hefst 1. júní 2012. Rekstur félagsins er í góðu jafnvægi og voru 6 stjórnarfundir haldnir á árinu. Einar Sveinn Ólafsson lét af formennsku í félaginu en í hans stað var kosinn Ægir Björgvinsson sem áður gegndi gjaldkerastöðunni. Við gjaldkerastöðunni tók Rúrik Birgisson. Stjórn félagsins skipa: Ægir Björgvinsson formaður. Jón Þ. Oliversson varaformaður. Rúrik Birgisson gjaldkeri. Hilmar Kristinson ritari. Magnús Þórsson meðstjórnandi.

Verkstjórafélag Vestfjarða

Starfsemi félagsins hefur verið með hefðbundnum hætti. Leiga á orlofsíbúð gengur ágætlega og er nú búið að setja upp internettengingu í íbúðina. Fjöldi félagsmanna er 69 talsins. Þar af eru karlar 65 og 4 konur. Öryrkjar eru 2 og 9 aldraðir. Afkoma félagsins er viðunandi. Stjórn félagsins skipa: Sveinn Guðjónsson formaður. Smári Garðarsson varaformaður. Guðmundur Áseirsson gjaldkeri. Ásdís Hansdóttir ritari. Guðmundur Gíslason meðstjórnandi.


Verkstjórafélag Vestmannaeyja

Aðalfundur félagsins var haldinn 30. mars 2012 og mættu 16 manns á fundinn. Á árinu var einn almennur félagsfundur haldinn um samningana, tveir bókaðir stjórnarfundir auk óformlegra funda. Um síðustu áramót voru félagar 96 talsins, 91 karl og 5 konur. Gjaldskyldir eru 79 en 17 gjaldfríir. Verkstjórasambandið innheimtir félags- og orlofssjóðsgjöld félagsins og er stjórn félagsins sátt við þá tilhögun. Orlofshús félagsins, Hvíld, var leigt út í 110 daga á liðnu starfsári eða í 14 vikur og 4 helgarleigur. Umsóknum til dvalar í húsinu líkur 15. maí og verði leigutíminn ekki nýttur af félagsmönnum verða lausum vikur ráðstafað til Verkstjórasambandsins. Á síðasta aðalfundi var rætt um stækkun á Hvíld og er það verk nú hafið. Dale Carnegie hefur áhuga á sex vikna námskeiðshaldi í Eyjum ef næg þátttaka fæst og er kennslan bundin við tvo tíma í viku. Einar Bjarnason og Gunnar Geir Gústafsson vina nú að því að koma þessu námskeiði á koppinn. Stjórn félagsins skipa: Borgþór Eydal Pálsson formaður. Gunnar Geir Gústafsson gjaldkeri. Einar Bjarnason ritari. Alexander Matthíasson meðstjórnandi. Víkingur Smárason meðstjórnandi.

ÁBÁ.

Félag stjórnenda við Breiðafjörð

Aðalfundur Félags stjórnenda við Breiðafjörð var haldinn 16. nóvember 2011. Á fundinum var nafni félagsins breytt úr Verkstjórafélagi Snæfellsness í Félag stjórnenda við Breiðafjörð. Í félaginu eru nú 150 manns sem skiptast þannig á milli staða að flestir eru í Stykkishólmi, síðan í Grundarfirði og Snæfellsbæ. Með stjórn félagsins starfar orlofshúsanefnd sem sér um eigur félagsins sem eru tvær íbúðir í Reykjavík og sumarhús í Svartagili í Borgarfirði. Á síðasta ári sendi félagið út tvö dreifibréf þar sem kynntur var möguleiki á leigu sumarhúsa annarra verkstjórafélaga. Allar lausrar vikur eru tilkynntar VSSÍ og fara þær í sameiginlegar pott sem allir eiga aðgang að. Á heimasíðu VSSÍ má sjá þær vikur sem lausar eru. Íbúðir félagsins í Reykjavík hafa verið þokkalega nýttar en síðasta sumar var minni íbúðin í fasta leigu. Undanfarin ár hefur félagið boðið uppá leigu á tjaldvögnum. Félagsmenn hafa leigt vagnana hjá Tjaldvagnaleigu Agnars Stykkishólmi og hefur félagið niðurgreitt kostnaðinn við leiguna. Aðeins einn vagn stóð félaginu til boða á liðnu sumri. Í Svartagili hefur ekki náðst nógu góðri nýtingu á húsinu sem skapast fyrst og fremst af því að skortur hefur verið á vatni en vonandi stendur það til bóta. Það er nokkuð stór biti fyrir ekki stærra félag en þetta að eiga tvær íbúðir í Reykjavík og sumarhús í Borgarfirði. Mikil þörf er því á fjölgun í félaginu því til styrktar og til að auðvelda rekstur þess. Öflugur sjúkrasjóður verkstjóra er eitt þeirra atriða sem auðveldar félaginu að afla nýrra félaga. Sjúkrasjóður verkstjóra hefur nú greitt kr. 3.259.017,til félagsmanna í Verkstjórafélagi Snæfellsness Til að auðvelda innkomu nýrra félaga hefur verið lögð áhersla að skipta um nöfn á félögunum þannig að heitið verkstjórafélag er að detta út og ný nöfn að koma inn. Þetta er einfaldlega gert á þeim forsendum að starfsheitið verkstjóri er að stórum hluta að detta VERKSTJÓRINN - 25


út og tæknimenntaðir menn að koma inn í staðinn sem stjórnendur. Það hefur gengið illa að fá slíka menn til að ganga í Verkstjórafélag. Heimasíða Verkstjórasambands Íslands er mjög aðgengileg fyrir alla. Þar inni er heimasíða Félag stjórnenda við Breiðafjörð sem á eftir að ganga betur frá og uppfæra. Á síðunni er að finna þau réttindi sem menn eiga í sjúkrasjóði og nálgast þau eyðublöð, sem nota þarf til umsókna í sjóðinn. Atvinnuástand í röðum verkstjóra á félagssvæðinu hefur verið mjög þokkalegt. Enn er þó mikið óvissuástand í atvinnumálum og berjast mörg fyrirtæki enn í bökkum. Kjarasamningar voru gerðir 22. júní 2011 en í þeim felst 4,25% hækkun frá 1.júní ásamt kr. 10.000,bónus á orlofsuppbót og kr. 15.000,- bónus á desemberuppbót, sem verður þá kr. 63.800,-. Blaðið Verkstjórinn kemur út um áramót eins og venjulega og að beiðni ritstjórans þá sendi félagið grein í blaðið. Lögfræðingur sambandsins veitir félagsmönnum ókeypis aðstoð eina klukkustund í mánuði og er hægt að panta tíma hjá Verkstjórasambandinu.

Í dreifibréfinu, sem sent var út í sumar, var athygli félagsmanna vakin á afsláttarverðum sem félagsmenn eiga rétt á hjá hinum ýmsu stofnunum. Til að nýta afslættina þarf viðkomandi að gefa upp kennitölu VSSÍ sem er 680269-7699 og sýna félagsskýrteini. Á síðasta aðalfundi var ákveðið að félagið greiddi kr. 10.000,- í styrk til félagsmanna sem iðka líkamsrækt eða sundi og voru greiddir 12 slíkir styrkir. Á síðasta stjórnarfundi ákvað stjórn félagsins að gera það að tillögu sinni að árgjöld næsta árs hækki úr kr. 2300,- á mánuði í kr. 2500,Heildarskuldir félagsins eru 1,7 milljón króna en eignir eru 2 íbúðir í Reykjavík og sumarhúsið í Borgarfirði. Ef litið er til eigna félagsins og skulda þá hlýtur þessi útkoma að teljast viðunandi hjá ekki stærra félagi Stjórn félagsins skipa: Þorbergur Bæringsson formaður. Unnur María Rafnsdóttir ritari. Andrés Kristjánsson gjaldkeri. Ægir H. Þórðarson meðstjórnandi.

Menntunarsjóður VSSÍ Ljósm. Friggi Magg.

Frá síaðasta þingi VSSÍ hafa verið haldnir nokkrir óformlegir fundir í stjórn Menntunarsjóðs. Eins og ákveðið var á þinginu voru styrkir til menntunar og tómstunda hækkaðir verulega til samræmis við SA sjóðinn. Þetta hefur mælst vel fyrir og sá áróður að mennt sé máttur hefur skilað þeim árangri að greiðslur úr sjóðnum hafa farið úr kr. 2,859.936,- fyrir árið 2010 í kr. 5.167.602,- fyrir árið 2011. Verkstjórar eru í aukum mæli að bæta við menntun sína á framhaldsskólastigi og á háskólastigi. Einnig er aukning á að verkstjórar endurmennti sig hver í sínu fagi. 26 - VERKSTJÓRINN

Aukning er á því að atvinnurekendur sæki um styrki í nafni starfsmanna sinna og er það vel því að þá nýtist styrkupphæðin að fullu þar sem ekkert af henni fer þá í skatta. Þó að staða sjóðsins sé sterk þá er ekki tilefni til breytinga á úthlutunarreglum þar sem útstreymi úr sjóðnum hefur aukist mikið svo sem sjá má með samanburði áranna 2010 og 2011. Einnig er þessi þróun strax sjáanleg það sem af er ársins 2012. Jóhann Baldursson, formaður Fræðslunefndar.


Sameiginleg bókunarmiðstöð VSSÍ Ljósm. ÁBÁ.

Í september 2011 samþykkti stjórn VSSÍ að kaupa sameiginlegt bókunarkerfi fyrir öll verkstjórafélögin af dk hugbúnaði sem séð hefur um félagakerfi fyrir okkur frá árinu 2002 en nýja bókunarkerfið er staðsett á skrifstofu VSSÍ. Fyrirspurnum um hvort við getum tekið á móti rafrænum skilagreinum hefur fjölgað undanfarin ár og er þetta því svar við kalli nútímans. Markmiðið með sameiginlega bókunarkerfinu er að allar skilagreinar félaganna fari á einn stað og allar greiðslur fari inn á einn og sama reikning en með því eiga innheimtur og greiðslur að verða markvissari. Í janúar 2012 var öllum launagreiðendum sent bréf um upplýsingar og leiðbeiningar um nýju bókunarmiðstöðina. Í byrjun febrúar var kerfið tekið í gagnið og er það farið að renna nokkuð smurt nú þegar sumri hallar. Enn er nokkur handskráning og eitthvað um að greiðslur fari ekki inná nýja sameiginlega reikninginn heldur fari á reikninga félaganna. Rafrænum skilagreinum fjölgar í hverjum mánuði en handskráningum fækkar að sama skapi. Það er mat okkar á skrifstofu VSSÍ að bókunarmiðstöðin sé til mikilla bóta og skil til sjóða VSSÍ og aðildarfélaganna verði mun skilvirkari fyrir vikið.

boðið á fund á skrifstofu VSSÍ og nýja bókunarmiðstöðin kynnt af Þóru Sveinsdóttur frá dk hugbúnaði. Urðu miklar og fjörugar umræður og svaraði Þóra fjölda spurninga sem brunnu á fundargestum. Búið var að kynna bókunarmiðstöðina áður fyrir þeim starfsmönnum sem vinna við hana, þ.e. skrifstofu VSSÍ, Brú félagi stjórnenda, Berg félagi stjórnenda og Stjórnendafélagi Austurlands. Nú eiga öll aðildarfélögin möguleika á að tengjast bókunarmiðstöðinni og hafa nokkur félög nýtt sér það. Er það von okkar að sem flest félög sjái sér hag í því að beintengja félagakerfið sitt bókunarmiðstöð VSSÍ. Starfsfólk VSSÍ.

Gjaldkerafundur 2012. Þann 4. maí sl. var öllum gjaldkerum aðildarfélaganna ásamt endurskoðendum og starfsmönnum félaganna

Gjaldkerafundur. VERKSTJÓRINN - 27


Menntun verkstjóra/stjórnenda Ljósm. Friggi Magg.

Undanfarin tvö ár hefur stjórn Menntunarsjóðs VSSÍ og SA ásamt Nýsköpunarmiðstöð Íslands (Verkstjórafræðslunni) unnið að gerð nýs námsframboðs fyrir verkstjóra og aðra millistjórnendur. Gylfi Einarsson var fengin til að vinna verkefnið ásamt verkefnisstjórn sem skipuð er fulltrúum samstarfsaðilanna. Gylfi hefur leitað í smiðju færustu sérfræðinga á þessu sviði. Þetta hefur verið tímafrek vinna enda mjög verið vandað til verksins. Náminu er skipt upp í fimm lotur sem síðan er skipt í áfanga. Leitast er við að leggja mat á þá þekkingu, leikni og hæfni sem verkstjórum er nauðsynleg til að sinna sínum mikilvægu störfum.

„Þekking, leikni og hæfni Hugtökin þekking, leikni og hæfni eru notuð við gerð námsbrautalýsinga, áfangalýsinga og námskeiðslýsinga. Þau eru jafnframt notuð í starfslýsingum, verklýsingum og kröfum af ýmsu tagi, s.s. kröfum til hæfnisvottunar. Hugtakið lærdómur hefur verið notað sem safnheiti yfir þekkingu, leikni og hæfni og er þýðing á enska heitinu „learning outcome“. Hér er vísað til kröfunnar um að nemandi eigi að hafa skilgreinda þekkingu, leikni og hæfni að loknu tilteknu námi og kennslu. Hæfni verkstjóra og annarra millistjórnenda byggir á þekkingu þeirra og leikni auk sjálfskilnings, viðhorfa og siðferðis. Ekki er nóg að búa yfir þekkingu, heldur þurfa stjórnendur einnig að geta greint hana og miðlað. Á sama hátt birtist leikni stjórnenda ekki einungis í því að læra aðferðir. Þeir þurfa að geta valið á milli og beitt viðeigandi vinnubrögðum, verkfærum og aðferðum í samræmi við tilvik og aðstæður. 28 - VERKSTJÓRINN

Hæfni verkstjóra og annarra millistjórnenda felst einnig í að viðhalda og afla nýrrar þekkingar, leikni og hæfni. Í því ferli skiptir námshæfni, upplýsingalæsi, skapandi hugsun og hagnýting þekkingar höfuðmáli. Sérstaklega ber að leggja áherslu á síðast talda atriðið. Þekking á borð við það sem hér er fjallað um kemur ekki að gagni nema hún sér notuð. Annar mikilvægur þáttur í starfi verkstjóra og annarra millistjórnenda er miðlun þekkingar til samstarfsmanna. Slíkt krefst þolinmæði, virðingar fyrir samstarfsmönnum og umfram allt umhyggja fyrir þeim og hagsmunum fyrirtækisins. Nú er skilgreining á tveimur viðamestu lotunum lokið þ.e. „1. Ég-verkstjórinn“ og „2. Ég og samstarfsfólkið“. Hverri lotu er skipt í áfanga „þekking“ „leikni“ og „hæfni“ er skilgreind. Vinnu við skilgreiningu á inntaki þriðju lotunnar, „Fyrirtækið – Skipulag“ er á lokastigi. Lokið verður við að skilgreina inntak fjórðu lotu; „Fyrirtækið – Rekstur“ og fimmtu lotu „Fyrirtækið – Umhverfið“ fyrir áramót. Þá mun hefjast vinna við val á kennurum, hönnun námskeiða, gerð námsefnis, skipulagi miðlunar, gerð verkefna og skilgreiningu á for- og lokakröfum væntanlegra þátttakenda. Ýmislegt er eflaust til en gæti þurft að endurskrifa. Annað þarf væntanlega að semja frá grunni. Stefnt er að því að kynna námið í júní á næsta ári. Ef allt gengur eftir er möguleika að hefja kennslu þá um haustið eða í síðasta lagi um áramót. Kristján Örn Jónsson.


VERKSTJÓRINN - 29


Á undanförnum árum höfum við hjá Alcoa Fjarðaáli tekist á við það krefjandi verkefni að byggja upp stórt fyrirtæki frá grunni. Þjálfun og fræðsla starfsfólks hefur skipt miklu máli í því ferli og þá ekki síst stjórnendahópsins, þeim hópi sem virkjar fólkið með sér og fær það til að vinna sem teymi. Við höfum í tvígang fengið Dale Carnegie til að aðstoða okkur við að þjálfa stjórnendur og sérfræðinga fyrirtækisins. Fyrra námskeiðið var liður í því að innleiða stöðluð vinnubrögð og efla getu hópsins til að takast á við störf sín. Reynsla fólks af því var góð og fóru fljótlega að heyrast raddir þess efnis að gott væri að byggja á þeim góða grunni sem námskeiðið gaf og bæta við tólum og tækjum hjá stjórnendum til að ná fram því besta hjá sínu fólki. Það varð úr að stjórnendahópurinn sat annað námskeið hjá Dale Carnegie og var áherslan það skiptið á breytingastjórnun, því þótt við störfum eftir ferlum og leggjum áherslu á stöðluð vinnubrögð er einnig mikið lagt upp úr frumkvæði og sífelldum umbótum. Þá fékk hópurinn góða innsýn í breytingastjórnunarferlið, sem nýtist afar vel við dagleg störf okkar í fyrirtækinu. Ég get með sanni sagt að námskeiðin hjá Dale Carnegie hafa aukið hæfni okkar hjá Fjarðaáli til að takast á við krefjandi verkefni, eiga góð og uppbyggileg samskipti og leiða breytingar á farsælan hátt.

30 - VERKSTJÓRINN

Janne Sigurðsson, forstjóri Alcoa Fjarðaráls


Unnur MagnĂşsdĂłttir, eigandi Dale Carnegie

AĂ°eins 39% starfsmanna Ă­ orku- og veitufyrir tĂŚkjum segjast fĂĄ hrĂłs frĂĄ yfirmĂśnnum fyrir vel unnin stĂśrf skv. nĂ˝rri kĂśnnun sem MMR vann Ă­ samvinnu viĂ° Dale Carnegie. Hvernig er staĂ°an Ă­ Þínu fyrirtĂŚki? „Ég leit ekkert ĂĄ mig sem einhvern leiĂ°toga og var Ăž.a.l. ekkert aĂ° spĂĄ Ă­ hvaĂ°a aĂ°ferĂ°ir vĂŚru best til Ăžess fallnar aĂ° fĂĄ fĂłlk Ă­ liĂ° meĂ° mĂŠr, aĂ° fĂĄ fĂłlk til aĂ° mynda sem besta liĂ°sheild, aĂ° fĂĄ fĂłlk til aĂ° axla ĂĄbyrgĂ° og eiga sem ĂĄrangursrĂ­kust samskipti viĂ° mitt fĂłlk. NĂş hef ĂŠg verkfĂŚrin og Ăžetta er allt svo miklu auĂ°veldara og auĂ°vitaĂ° ĂĄnĂŚgjulegra.“ Svona eru dĂŚmigerĂ°ar ĂĄrangurssĂśgur Ăžeirra sem Ăştskrifast af stjĂłrnendanĂĄmskeiĂ°um Dale Carnegie Ă­ samstarfi viĂ° VSSĂ? en viĂ° erum nĂş aĂ° hefja okkar ĂžriĂ°ja samstarfsĂĄr meĂ° stjĂłrnendaĂžjĂĄlfun. NĂĄmskeiĂ°iĂ° hefur notiĂ° mikilla vinsĂŚlda enda er uppbyggingu nĂĄmskeiĂ°sins Ăžannig hĂĄttaĂ° aĂ°

åvinningur af Þjålfuninni nýtist strax å vinnustaðnum. Þåtttakendur få í hendur verkfÌri til að takast å við åskoranir í stjórnun og efla með sÊr leiðtogahÌfni. Meðal Þess sem farið er í å nåmskeiðinu er umrÌða um muninn å Því að vera leiðtogi eða stjórnandi en margir hafa vaxið upp í stjórnendastarfið ån Þess að líta å sig sem stjórnanda eða hljóta til Þessa sÊrstaka Þjålfun. Æfðar eru aðferðir til að hvetja, hrósa, byggja upp samvinnu, framselja åbyrgð, taka å mistÜkum og taka frammistÜðuviðtÜl. Einnig eru kynnt tÌki til tímastjórnunar, aðferðir til að tryggja Üruggari åkvaðanatÜku og skipulagning verkefna, svo eitthvað sÊ nefnt. Þåtttakendur

vinna raunveruleg verkefni sem hafa mÌlanlegan årangur og nýta Þannig aðferðir nåmskeiðsins strax í starfsumhverfi sínu. DÌmi um slík verkefni er innleiðing å gÌðaferlum, bÌtt nýting å hråefni, bÌtt aðkoma fyrirtÌkisins, fyrirbyggjandi viðhaldsvinna, nýskÜpun af ýmsu tagi og fleira og fleira en Þåtttakendur velja sÊr sjålfir verkefni sem eru aðkallandi í Þeirra starfsemi en hafa hugsanlega setið å hakanum.

„Eimskip boĂ°aĂ°i stĂłran hĂłp stjĂłrnenda af Ăśllu landinu ĂĄ stjĂłrnendaĂžjĂĄlfun Dale Carnegie meĂ° ĂžaĂ° aĂ° mark‡ “ˆsˆ>sĂƒĂŒĂžĂ€ÂŽÂ?>Ă??Âœ}iy>‰ĂƒĂŒÂ?Â?Ă€Â˜i˜`>Â…Â?Ă•ĂŒĂ›iÀŽÕ“ĂƒÂ‰Â˜Ă•Â“Â° ?Â“ĂƒÂŽiˆsˆsvÂ?Ă€vĂ€>“ÖÀÛCÂ˜ĂŒÂˆÂ˜}Փ“>Ă€}Ă€>Âœ}Ă›Âˆs iÀՓ>v>Ă€ĂƒĂŒÂœÂ?ĂŒ>vœŽŽ>Ă€vÂ?Â?ŽˆĂƒi“ĂŒÂ?ÂŽĂƒĂŒ?Ă›ÂˆsĂ&#x;Â“Ăƒ>ÀŽÀivÂ?>˜`ˆ?ĂƒÂŽÂœĂ€>Â˜ÂˆĂ€‰Ă?Â??Â?vĂ•Â˜ÂˆÂ˜Â˜ÂˆÂ°-ĂŒÂ?Â?Ă€Â˜i˜`Ă•Ă€Ă•Â˜Â˜Ă•Â…>}˜Ă&#x;ĂŒ Ă›iÀŽiv˜ˆĂƒi“˜Ă&#x;ĂŒĂŒĂ•ĂƒĂŒLCsˆĂ?iˆ“ĂƒÂ??Â?vՓÂœ}vĂžĂ€ÂˆĂ€ĂŒCÂŽÂˆÂ˜Ă•Â°6ˆsiÀՓĂ?iĂƒĂƒvĂ•Â?Â?Ă›ÂˆĂƒĂƒ>svĂžĂ€ÂˆĂ€Ă›ÂˆÂŽÂˆsLÖՓĂ›ÂˆsĂžwĂ€Â&#x;yĂ•}Ă€Âˆ Âœ}ÂŽĂ€>vĂŒÂ“iÂˆĂ€ÂˆÂ…Â?ÂŤÂˆĂƒĂŒÂ?Â?Ă€Â˜i˜`>°º Sif SvavarsdĂłttir, verkefnastjĂłri Ă­ frĂŚĂ°slu hjĂĄ Eimskip MeĂ°al Ăžeirra fyrirtĂŚkja sem sĂłtt hafa ĂžjĂĄlfun hjĂĄ Dale Carnegie er Alcoa Â?>Ă€s>?Â??,iĂžs>Ă€wĂ€sˆi˜Ă›ÂˆsÂ…Â&#x;vՓ‰ ĂŒĂ›Â‰}>˜}Â…>˜˜>s˜?Â“ĂƒÂŽiˆsvĂžĂ€ÂˆĂ€Ă?>Õ° Ăžar hafa bĂŚĂ°i einstaklingar og hĂłpar nĂ˝tt sĂŠr einstakar ĂžjĂĄlfunaraĂ°ferĂ°ir œŽŽ>À°>˜˜i-ˆ}Ă•Ă€sĂƒĂƒÂœÂ˜vÂœĂ€ĂƒĂŒÂ?Â?Ă€Âˆ Ăƒi}ÂˆĂ€“°>>sĂƒĂ–ĂƒjĂ€ĂƒÂ˜Âˆs˜>Ă?Â??Â?vĂ•Â˜ sem starfsmenn og stjĂłrnendur ?Â?Ă›iĂ€ĂƒÂˆÂ˜Ăƒvi˜}Ă•Â…>w>Ă•ÂŽÂˆsvÀՓŽÛCsˆ Âœ}>Ă•sĂ›iÂ?`>sˆ˜˜Â?iˆsˆ˜}Ă•? LĂ€iĂžĂŒÂˆÂ˜}Փ° HB Grandi er annar viĂ°skiptavinur Ăƒi“?ÂŽĂ›>s‰Ăƒ>Â“ĂƒĂŒ>Ă€wĂ›Âˆs6-->s bjóða Ăśllum stjĂłrnendum bĂŚĂ°i ĂĄ

sjĂł og landi stjĂłrnendaĂžjĂĄlfun hjĂĄ

>Â?i >Ă€Â˜i}ˆi°->Â“ĂƒĂŒ>Ă€ws}iÂŽÂŽ>v>Ă€ vel og var mikil ĂĄnĂŚgja meĂ° ĂžaĂ°. š-i}Â?>“?>sĂ?>sÂ…>wÂ?ĂžvĂŒĂƒĂŒÂ?Â?Ă€Â˜Â‡ i˜`ՓœŽŽ>ÀՍ]iyĂŒĂ??‰>sLiÂˆĂŒ> ĂƒjĂ€?Ă•ÂŤÂŤLĂž}}ˆÂ?i}>˜Âœ}Â??ÂŽĂ›Cs>˜ hĂĄtt Ă­ hlutverki sĂ­nu sem leiĂ°togi hĂłps meĂ° ĂžvĂ­ aĂ° leiĂ°a Ă­ staĂ° Ăžess aĂ° skipa. Ă samt ĂžvĂ­ unnu allir hagnĂ˝t Ă›iÀŽiv˜ˆÂœ}Â…Ă•}Â“ĂžÂ˜`>Ă›ÂˆÂ˜Â˜Ă•Ăƒi“ iy`Ă•Ăƒ>Â“Ă›ÂˆÂ˜Â˜Ă•Âœ}Â?Ă•ÂŽĂ•Â…>}Ă€CsˆĂƒĂ›Âœ eitthvaĂ° sĂŠ nefnt. NĂĄmskeiĂ°iĂ° skilaĂ°i ÂœÂŽÂŽĂ•Ă€ĂŒÂˆÂ?L>ÂŽ>Â&#x;yĂ•}Ă€ÂˆiÂˆÂ˜ĂƒĂŒ>ÂŽÂ?ˆ˜}Փ]Âş Ăƒ>}sˆ6ˆÂ?Â…Â??Â?“ÕÀ6ˆÂ?Â…Â??Â?Â“ĂƒĂƒÂœÂ˜] deildarstjĂłri hjĂĄ HB Granda.

VERKSTJĂ“RINN - 31

Ă rmĂşla 11 Äą 108 ReykjavĂ­k Äą SĂ­mi: 555 7080 Äą Fax: 555 7081 Äą www.dale.is


Gísli Gíslason, hafnarstjóri Faxaflóahafna:

Endalausir möguleikar á Grundartanga

Iðnaðar- og hafnarsvæðið á Grundartanga. Ljósm. Emil Þór Sigurðsson.

Faxaflóahafnir eiga allt landið á iðnaðar- og hafnarsvæðinu á Grundartanga og sjá um rekstur hafnarinnar þar. Upphaflega keypti ríkið hluta Klafastaðalands fyrir verksmiðju Íslenska járnblendifélagsins sem var þá í meirihlutaeigu ríkisins. Það var í lok áttunda áratugarins. Árið 2000 keypti svo Grundartangahöfn Klafastaðalandið af Guðmundi Sigvaldasyni eiganda þessa. Sjö árum seinna, árið 2007, keyptu svo Faxaflóahafnir, sem stofnaðar voru árið 2005, Katanesland af ríkinu og með fylgdu lóðirnar undir járnblendiverksmiðjuna og álverið. Faxaflóahafnir eiga því nú liðlega 690 hektara lands á Hvalfjarðarströndinni sem samsvarar góðri bújörð. Á hluta þessa lands er deiliskipulagt iðnaðarsvæði þar sem stóriðjurnar tvær, Elkem og Norðurál, taka mesta plássið en smærri þjónustu- og framleiðslufyrirtæki hafa haslað sér völl líka. Skógrækt er á landinu sem Faxaflóahafnir hlúa að auk fjölbreyts lífríkis. Þar plantaði Guðmundur Sigvaldason trjám um 1980 og grisjun er þegar hafin. Líftré hafa verið flutt af svæðinu, m.a. til Akraness og á golfvöllinn í Borgarnesi auk Reykjavíkur. Nú er ætlunin að endurheimta Katanestjörnina sem nánast er þornuð upp og hver veit nema Katanesdýrið fræga láti þá sjá sig á 32 - VERKSTJÓRINN

ný. Gísli Gíslason hafnarstjóri segir að fyrir 1980 hafi það verið orðið skipulagsleg ákvörðun sveitarfélaganna á svæðinu að gera þetta að iðnaðarsvæði. Á Grundartanga vinna um eitt þúsund manns í föstum störfum. Auk þess skapast mörg hliðarstörf við þjónustu beggja vegna Hvalfjarðar en mest í næsta nágrenni; á Akranesi, í Hvalfjarðarsveit, Borgarbyggð og allt vestur á Snæfellsnes og í Dali. Eftir að járnblendiverksmiðjan var byggð á Grundartanga varð ekki mikil þróun þar næstu árin en á árunum 19961998 varð mikill vöxtur. Norðurál hóf starfsemi með um hundrað starfsmenn í upphafi sem nú eru orðnir yfir 600 talsins. Síðan hafa þjónustu- og framleiðslufyrirtæki sest þar að. Við sameiningu hafnanna í Reykjavík, Akranesi, Grundartanga og Borgarnesi árið 2005 í Faxaflóahafnir hófst skipuleg uppbygging á landinu með mikilli skipulagsvinnu í samvinnu við Hvalfjarðarsveit sem fer með skipulagsmál á svæðinu. Þá var horft til fjölbreyttari starfsemi en fyrir var og jafnframt að stækka höfnina en allar aðstæður til hafnargerðar eru auðveldar á Grundartanga. Dýpi er gott og á stundum helst til mikið auk þess sem skjólgott er við höfnina enda ekki mörg dæmi um óhöpp vegna veðurs í yfir þrjátíu ára sögu hafnarinnar.


Viljum fjölbreytta starfsemi Gísli Gíslason segir að leitað hafi verið að starfsemi sem passaði inn á svæðið frá því Faxaflóahafnir tóku það yfir. „Þetta hefur fyrst og fremst verið þjónustustarfsemi við stóriðjurnar, vélsmiðjur og fleira í þeim dúr. Síðan bættist Lífland við með fóðurframleiðslu sem er allt annars eðlis en sú starfsemi sem fyrir var. Það fyrirtæki þarf höfn til að taka á móti hráefninu og frá skipi fer allt hráefni inn í verksmiðjuna í lokuðu kerfi, þannig að önnur starfsemi á svæðinu hefur engin áhrif þar. Við viljum umfram allt að þessi fjölbreytta starfsemi geti þrifist á Grundartanga og innan allra umhverfisreglna sem gilda. Það er alveg ljóst að það getur ekki öll starfsemi verið þarna vegna umhverfisreglna en samt er ljóst að það er víður og mikill akur sem getur rúmast þarna í góðri sátt. Upp úr áramótum eru tvö fyrirtæki að bætast við á Grundartanga það eru Kratus sem vinnur úr álgjalli og GMR sem endurvinnur járn. Þegar horft er á endurvinnslustarfsemi þeirra þá hlýtur það að vera mjög jákvætt inn á þetta svæði,“ segir Gísli.

Rúmur hálfur kílómetri í viðlegukant

hendingaröryggi raforku. „Við höldum því fram að Grundartangasvæðið, sem atvinnu- og iðnaðarsvæði, sé það svæði á landinu sem langbest sé í stakk búið hvað innviðina varðar.“

Í lengri framtíð verður Grundartangi flutningahöfnin Því hefur oft verið haldið fram að Grundartangahöfn sé framtíðarflutningahöfn fyrir suðvesturland, þar sem nóg landrými sé þar og engin byggð þrengi að. Gísli segir ekki komið að því en þetta gæti orðið í lengri framtíð. „Fjárfestingar skipafélaganna eru í Reykjavík. Hins vegar höfum við séð þá tíma þegar innflutningur og útflutningur var hvað mestur að þá var þörf fyrir einhvers konar yfirfallshöfn sem Grundartangi getur auðveldlega tekið við. Helsti kosturinn við Grundartanga er að hann fær að vera i friði fyrir þéttbýli. Ef við berum þetta iðnaðarsvæði saman við önnur svo sem í Reykjanesbæ, Straumsvík og á Reyðarfirði þá er það Grundartangi sem er fjærst þéttbýli. Þaðan eru fjórir og hálfur kílómetri í næsta þéttbýli meðan hin eru innan eins eða tveggja kílómetra frá þéttbýli. Þessir staðarkostir koma til með að hjálpa verulega til við uppbyggingu á Grundartanga. Þar er líka gott land og það er t.d. hægt að nýta efni úr lóðum til uppfyllingar. Það er verulegur sparnaður að geta þannig búið til land á hafnarsvæðinu.“ Gísli segir sparlega farið með Kataneslandið og hluti af umhverfisstefnu hafnarinnar sé að halda landgæðum þar áfram. „Við ætlum að endurheimta þá frægu Katanestjörn sem nánast var þornuð, svo er skógrækt þar og við ætlum

Upphaflega var höfnin á Grundartanga bara ein bryggja út frá járnblendiverksmiðjunni. „Þetta var 170 metra viðlegukantur sem eingöngu þjónaði járnblendiverksmiðjunni. Þegar Norðurál hóf starfsemi var 200 metrum bætt við kantinn og síðan hefur öðrum 200 metrum verið bætt við þannig að núna er þarna 570 metra viðlegukantur. Þá er verið að undirbúa 120 metra lengingu til viðbótar. Sú framkvæmd fer á fulla ferð eftir áramót og þá verður þetta orðinn lengsti hafnarbakki á landinu og hann er reyndar í hópi þeirra lengstu í dag. Mat okkar er að þetta styrki alla starfsemi þarna á svæðinu.“ Gísli segir að Landsnet sé að fara af stað með mjög mikilvæga framkvæmd sem er að endurnýja spennuvirkin á Grundartanga og styrkja flutningsGísli Gíslason, hafnarstjóri á skrifstofu sinni í Reykjavík. Ljósm.: Haraldur Bjarnason. netið og auka þannig af-

VERKSTJÓRINN - 33


Faxaflóahöfnum mjög sátt. Við getum verið tilbúin með lóðir með skömmum fyrivara. Helsti þröskuldurinn er hve flókið og seinvirkt er að breyta skipulagi samkvæmt núverandi skipulagslögum. Það er brýnt að hafa sveigjanleika í skipulagi á svona svæði og snöggar afgreiðslur. Hins vegar hefur þróunin í skipulagsmálum verið þannig að það er á brattann að sækja. Þetta hefur orðið stirðara með hverju árinu og þetta er eitthvað sem stjórnvöld og sveitarfélög þurfa að gefa gaum. Við erum oft að gera okkur lífið allt of erfitt í einföldum málum. Það er til skammar að það taki 8-9 mánuði að fara með lítilsháttar lóðamarkabreytingu í gegnum skipulagsferlið.“ Grundartangi að vetrarlagi. Þrjú skip í höfn. Ljósm.: Gísli Gíslason.

að auka hana enn frekar. Með þessu leggjum við okkar mótvægi við koltvísýringslosun þarna, svo ég tali nú ekki um búbótina fyrir ferðamennskuna sem það yrði ef Katanesdýrið léti sjá sig þar aftur.“ Gísli segir spennandi verkefni að skoða að endurnýtingu á orkunni sem fer út í loftið frá járnblendiverksmiðjunni. Sú orka sem þannig fengist gæti nýst til hita eða raforku á svæðinu en þar er ekki hitaveita í dag. Faxaflóahafnir eru ekki með neina fasta starfsmenn á Grundartanga. „Við erum raunar ekki með fasta starfsmenn í neinni höfn. Þetta er svona fljótandi gengi sem sinnir öllum höfnunum frá Reykjavík til Borgarness. Svo nýtum við okkur þjónustu fyrirtækja á Grundartanga eins og t.d. Klafa sem er þar með uppskipunar- og útskipunarþjónustu. Öryggisgæslan er líka í höndum verktaka.

Hugsanlega slippur líka Gísli segir að í framtíðaplönum sé gert ráð fyrir slipp við Grundartanga. „Ef Íslendingar ætla að taka þátt í þjónustu við stærri skip en togara þá er þetta staðurinn til að koma slíkri starfsemi upp. Þarna er öruggt hafnarlægi og mikið dýpi, of mikið á köflum, þannig að menn hafa sagt í gríni að þarna væri gott kafbátalægi. Möguleikarnir á Grundartanga eru í raun ótæmandi. Á síðustu árum hafa allmargir komið og lýst yfir áhuga á Grundartanga. Sumt af því er starfsemi sem við höfum ekki haft áhuga á en annað áhugavert. Nú eru þarna, auk Norðuráls og Elkem, fyrirtækin Hamar, Lífland, Stálsmiðjan, Héðinn, GMR, Gratus, GT Tækni, Klafi og svo hafa verið tímabundin fyrirtæki þarna eins og við gámaviðgerðir og fleira. Þetta hefur verið hægt og bítandi að byggjast upp. Ef við náum einum til tveimur nýjum fyrirtækjum á Grundartanga á ári þá erum við hjá 34 - VERKSTJÓRINN

Fjöldi tonna en ekki svo mikil verðmæti Tekjur Grundartangahafnar eru um 10% af heildartekjum Faxaflóhafna. Gísli segir að þangað komi um 300 skip á ári og tekjurnar séu mestar af farminum hvort sem hann fer í land eða um borð. „Í tonnum talið er þetta mikið. Ætli það séu ekki um ein og hálf milljón tonn sem fara um Grundartangahöfn en mikið af þessu er í lágum verðflokki því hráefnið er ekki hátt verðlagt og verðið ræður hafnargjöldum. Þarna er hins vegar sóknarfæri að auka tekjurnar með því að auka flutninga. Skipafélögin hafa ekki enn sýnt því áhuga að koma sér fyrir á Grundartanga en auðvitað eru Eimskip, Samskip og Nesskip með fastar siglingar á Grundartanga. Til Grundartanga kemur að jafnaði eitt skip á dag en að vísu koma álagsdagar þar sem mörg skip eru í einu og því erum við að lengja kajann núna.“ Gísli segir vatnsveitumál helsta flöskuhálsinn á Grundartanga. „Vatnið í dag kemur frá vatnsveitum Elkem og Norðuráls og við erum í viðræðum núna við þau fyrirtæki um að auka vatnsflæðið niður á tangann. Í framtíðinni þarf að koma öflug vatnsveita og við höfum skoðað alla möguleika í stöðunni og nú standa tveir upp úr. Annars vegar við Geldingaá í Leirársveit og hins vegar að safna vatni norðan Akrafjalls. Það yrði þá iðnaðarvatn sem notað yrði til kælingar því núna er verið að kæla búnað í stóriðjuverunum með hágæðavatni. Þá yrði hægt að skipta á því og vatni af minni gæðum. Þetta er mikilvægt verkefni sem mjakast áfram. Svo eru það þessir möguleikar sem ég nefndi áður að koma upp hitaveitu á svæðinu. Vatnið sem notað er við þéttingu í hreinsivirki járnblendiverksmiðjunnar er heitt og örugglega hægt að nota það til hitunar á Grundartanga,“ segir Gísli Gíslason, hafnarstjóri Faxaflóahafna, eiganda alls landssvæðis á Grundartanga. Haraldur Bjarnason.


Grundartangi og sagan Ljósm. ÁBÁ.

Grundartangahöfn og iðnaðarsvæðið þar eru í landi Klafastaða, sem tilheyrði áður Skilmannahreppi, en er nú Hvalfjarðarsveit. Jörðin liggur að landi Eystraog Vestra-Kataness, sem áður var í Hvalfjarðarstrandarhreppi, en nú Hvalfjarðarsveit. Báðar jarðirnar tilheyra landnámi þeirra Þormóðs og Ketils Bresasona, sem námu Akranes allt, og eru nú hluti af iðnaðar,- athafna og hafnarsvæðinu á Grundartanga.

Katanesdýrið Jörðin Katanes á sér sögu frá landnámstíð og eru leiddar líkur að því að bæjarnafnið sé dregið af írska eða skoska nafnorðinu kati, sem er fornt báts- eða skipsheiti, sbr. Caithnes í Skotlandi. Það er í góðu samræmi við að Katanes var forn ferjustaður en þaðan var stysta leiðin yfir Hvalfjörð til Hvaleyrar sunnan fjarðarins. Í Kataneslandi eru skráð á annað hundrað örnefni og langtum fleiri en á nokkurri annarri bújörð í landnámi Bresasona. M.a. er þar vogur eða vík sem heitir Leynir og svo Katanestjörnin sem frægust er fyrir Katanesdýrið en sá kvittur komst á kreik árið 1874 að í tjörninni væri verustaður dýrs eða ófreskju og er all nokkur saga til um glímu bænda og búaliðs við að vinna á dýrinu. Var dýrið m.a. sagt hafa: „sex stórar klær á hverjum fæti eða löpp, en fæturnir stuttir, kjafturinn ákaflega mikill og framtennur fjórar í, miklar og hvassar, eyru hafði það lafandi, en þó sáu menn það reisa þau beint upp. Hvorki sáu menn hár né hreistur á húð þess, heldur því líkast sem hausinn og halinn væri húðlaus og sæi í rauða kvikuna”.

Katanesdýrið eins og menn ímynduðu sér að það hefði litið út. Teikning í eigu Þjóðminjasafnsins.

Lof um far fyrir sig og hundinn Þegar bændur voru úrkula vonar um að finna dýrið og vinna á því brugðu þeir á það ráð að grafa mjóan skurð, Dýrskurð, frá sjó og upp í suðausturhorn tjarnarinnar til að fanga mætti ófreskjuna á þurru. Skömmu eftir aldamótin 1900 voru aftur uppi ráðagerðir um að þurrka Katanestjörn til að vinna land og var þá grafinn breiður skurður, Bjarnaskurður, en klöpp var fyrir og verkið gagnslaust. Um árið 1950 var verkið hins vegar fullkomnað með skurði sem kallast Affallið. Spölkorn utan (vestan) við Affallið eru leifar ferjubryggju sem 1946-1947 var hlaðin til að þjóna fyrirhuguðum ferjuflutningum yfir fjörðinn. Er haft fyrir satt að bóndinn sem gerði samning við ferjuáhugamenn hafi kveðið á um að hann fengi fyrir lífstíð ókeypis fyrir sig og hundinn sinn í ferjuna. Haraldur Bjarnason VERKSTJÓRINN - 35


Kælismiðjan Frost ehf. Akureyri

Ljósm. ÁBÁ.

Kælismiðjan Frost ehf. Fjölnisgötu 4 Akureyri var stofnuð í árslok 1993 og eins og nafnið bendir til fæst fyrirtækið við að skapa kulda í veröldinni. Að vísu ekki með kælingu á heimi öllum en í afmörkuðum rýmum og þá í þeim tilgangi að halda matvælum óskemmdum til lengri tíma. Kælismiðjan Frost hf. stendur á gömlum merg því að ættir sínar getur fyrirtækið rakið allt aftur til ársins 1946 en það ár stofnað Sveinn Jónsson fyrirtækið „Sveinn Jónsson Kælivélar“ sem seinna breyttist í „SJ Frost“. Fyrirtæki þetta var rekið sem einkafyrirtæki um áratugaskeið en árið 1982 var það gert að hlutafélagi og fékk þá nafni Frost hf. Forsöguna að stofnum Kælismiðjunnar Frost hf. má rekja til 1. janúar 1993 en þá sameinuðust fyrirtækin Vélsmiðjan Oddi hf. og Slippstöðin hf. undir heitinu Slippstöðin Oddi hf. Með þessum gjörningi rann kælideild Vélsmiðjunnar Odda hf. inn í hið nýja fyrirtæki en fljótt kom í ljós að kælideildarmenn undu hag sínum fremur illa í hinu nýja fyrirtæki. Því var það að 29. desember 1993 var Kælismiðjan Frost hf. stofnuð og voru stofnaðilar nokkrir fyrrum starfsmenn Slippstöðvarinnar Odda hf., Eignarhaldsfélag Alþýðubankans og fyrri eigendur SJ Frosts. 36 - VERKSTJÓRINN

Þar sem flestir fyrrverandi starfsmenn Vélsmiðjunni Odda hf. yfirgáfu Slippstöðina Odda hf., fljótlega eftir samruna nefndra fyrirtækja, þá var nafni þess breytt 2. apríl 1996 í Slippstöðin hf. Slippstöðin hf. og Stálsmiðjan hf. gengu síðan í eina sæng 1. janúar 2000 og gáfu sér nafnið Stáltak hf. Stáltak hf. ætlaði sér stóra hluti og keypti Kælismiðjuna Frost hf. og var þá komið fyrirtæki sem hafði víðfeðma reynslu á öllum sviðum járniðnaðar og kælitækni. Stáltak hf. fór af stað með miklum látum og ætlaði sér ekki öllu minna hlutverk en að gleypa allan heiminn en bitinn sá stóð illa í fyrirtækinu og reyndin varð allt önnur en í upphafi var ætlað. Áður en tveggja ára afmælið gekk í garð var Stáltaki hf. forðað frá gjaldþroti með því að skipta því upp, 1. september 2001, í þrjú eignarhaldsfélög sem fengu nöfnin Slippstöðin ehf., Stálsmiðjan ehf. og Kælismiðjan Frost ehf. Haustið 2005 lét eigandi þessara félaga, Stáltak hf., boð út ganga að Kælismiðjan Frost ehf. væri til sölu. Þegar þessi tíðindi bárust starfsmönnum Kælismiðjunnar Frost ehf. drógu þessir aðilar upp veski sín og keyptu fyrirtækið ásamt Eignarhaldsfélaginu Kaldbaki og Óskari Þórðarsyni, fyrrverandi fram-


kvæmdastjóra Kælismiðjunnar Frosts ehf. en hann seldi seinna KEA eignahlut sinn. Árið 2012 standa mál svo að eignahlutur starfsmanna er 60%, Eignarhaldsfélagið Kaldbakur á 20% og KEA 20%. Eftir kaup þessara aðila var Gunnar Larsen tæknifræðingur ráðinn framkvæmdastjóri fyrirtækisins og stendur hann enn við stjórnvölinn. Ber er hver að baki nema sér bróður eigi og að baki Gunnars standa öflugir menn með mikla reynslu og margir hverjir lykilmenn fyrirtækisins frá öndverðu. Guðmundur Hannesson, sölu- og markaðsstjóri; Bragi H. Kristjánsson, þjónustustjóri og yfirverkstjóri; Sigurður E. Tryggvason, innkaupa- og lagerstjóri og Karl Á. Halldórsson skrifstofustjóri. Sem alkunna er þá dugar föngulegt lið stjórnenda einu fyrirtæki skammt ef áhöfnin er ekki af sama meiði. Í hópi handverksmanna er að finna þrautreynda menn með áratuga reynslu í kælitækni og menn sem af áhuga tileinka sér fræðin. Í raun þarf ekki annað en að líta yfir sviðið frá árinu 2005 því að þar má sjá að fyrirtækið hefur vaxið jafnt og þétt nema á milli áranna 2009 og 2010 en þá stóð veltan í stað. Hagnaður hefur aftur á móti verið af rekstri þess öll árin. Veltan árið 2005 var 350 milljónir króna en árið 2011 var hún komin upp í 1.350 milljónir króna. Fyrirsjáanlegt er að reksturinn 2012 verður meiri en nokkru sinni fyrr því að um mitt árið er hann kominn í veltu ársins á undan. Kælismiðjan Frost hf. er með höfuðstöðvar sínar að Fjölnisgötu 4 á Akureyri og starfsstöð að Lyngási 20 Garðabæ. Láta mun nærri að báðir þessir armar fyrirtækisins séu jafnstórir og telji að jafnaði hver um sig 18 til 20 manns. Verkaskipting á milli þessara arma er í grófum dráttur sú að Reykjavíkurarmurinn gengur að mestum hluta út á að þjónusta viðskiptavini í formi viðgerða og eftirlits. Vöktun smærri kælikerfa, svo sem í verslunum og smærri kælirýmum, er snar þáttur í þessari þjónustu og er hún framkvæmd er í gegnum tölvukerfi. Gæsla stærri kælikerfa er aftur á móti í höndum vélstjóra hvers fyrirtækis fyrir sig. Akureyrararmur fyrirtækisins sinnir aftur á móti meira nýsmíðaverkefnum sem í heild eru um 70% af allri veltunni. Smíði á forðatönkum, eimsvölum og öðru því sem eitt kælikerfi þarfnast hefur dregist saman undanfarin ár þar sem aðkeyptur búnaður er ódýrari. Þessa þróun má sjá hjá mörgum framleiðslufyrir-

Gunnar Larsen.

Guðmundur Hannesson.

Bragi H. Kristjánsson.

Sigurður E. Tryggvason.

tækjum og stafar hún af sérhæfni sem leiðir til lægri verða. Þjónusta Kælismiðjunnar Frosts ehf. við sjávarútveginn sveiflast í kringum 70% af veltu fyrirtækisins og vegur því þungt. Margskonar nýjungar ryðja sér til rúms við nýtingu afla og í raun má Karl Á. Halldórsson. segja að ný öld sé gengin í garð hvað vinnslu afla áhrærir. Mörg fyrirtæki í sjávarútvegsgeiranum hafa staðið í mikilli endurnýjun á vinnslubúnaði um borð í skipum og þar sem landvinnsla er framkvæmd. Við þessa endurnýjun er hlutur Kælismiðjunnar Frosts ehf. ekki lítill hvað varðar hönnun kælikerfa, uppsetningu þeirra og frágang. Það nýjast á þessu sviði er vinnslulína fyrir uppsjávarfisk og má til fróðleiks benda á vinnslulínu sem Skaginn hf. á Akranesi framleiðir. Ein slík var sett upp fyrir útgerðaraðila á NesVERKSTJÓRINN - 37


kaupsstað en þar sá Kælismiðjan Frosts ehf. um allt kælikerfið. Í gegnum þessi fiskvinnslulínu renna 500 tonn á sólahring án þess að mannshöndin snerti það á einum einasta fiski. Þó að vinnslulínan sé alsjálfvirk þá stjákla í kringum hana tíu til tuttugu manns við eftirlitsstörf. Þessi fjöldi starfsmann er ekki nema lítið brot af þeim mannafla sem til þyrfti ef línan væri ekki til staðar. Auk sparnaðar í mannahaldi þá er orkusparnaður einnig umtalsverður. Gengið var frá hliðstæðri vinnslulínu í Færeyjum í sumar þar sem Kælismiðjan Frost ehf. annaðist allan kælibúnað. Þetta fiskvinnsluver afkastar í dag 600 tonnum af uppsjávarfiski á sólahring en með litlum tilkostnaði má stæka línuna í 1000 tonna afköst. Allt frá því að fiskurinn er veiddur og þar til hann er framreiddur á disk neytandans er hann ekki snertur af mannshendinni. Veiðarnar ganga þannig fyrir sig að fiskurinn er fangaður í flottroll sem dregið er af tveimur skipum. Þriðja skipið dólar á eftir þeim tveimur sem trollið draga og dælir fiskinum úr trollpokanum um leið og hann sýnir sig þar inni. Þegar æskilegu aflamagni er náð er siglt með aflann til lands og honum dælt inn á nefnda aðgerðarlínu sem flokkar hann, haussker, slógdregur, vigtar og setur í poka. Fiskipokarnir eru síðan frystir án minnstu pressu, þeim pakkað í kassa, kassarnir settir á vörubretti og þau flutt um heim allan.

Þessi háttur á veiðum og vinnslu tryggir hámarksgæði því að fiskurinn merst hvorki í trollpokanum né við löndun þar sem honum er dælt úr trollinu jafnóðum og hann ratar þar inn og síðan úr skipinu inn á vinnslulínuna. Fyrir nokkrum áratugum hélt kælimiðillinn Freon innreið sína og ruddi að mestu út hefðbundnum kælimiðli þeirra tíma, Ammoníakinu. Segja má að allt sé í heiminum hverfult því að nú hafa vísindin komist að þeirri niðurstöðu að Freon eyði ósonlagi jarðar og slíkt er alveg harðbannað. Mikil vinna hefur farið í það hjá Kælismiðjunni Frost ehf. að stoppa þessa óheilla þróun. Á þeim bæ hafa menn unnið hörðum höndum við niðurrif Freonfrystikerfa og að setja upp í þeirra stað gömlu góðu Ammoníakfrystikerfin. Vísindin staðhæfa að Ammoníakið sé umhverfisvænt en Freonið hinn mesta skaðvald umhverfi sínu. Burt séð frá hvað er umhverfisvænt og hvað ekki þá hefur Freonið, sem er lyktarlaus gastegund, valdið mörgum dauðsföllum með því að læðast aftan að mönnum og ryðja frá þeim súrefni. Slík grimmdarverk tekst Ammoníakinu ekki að fremja því svo megn er lyktin af þessum kælimiðli að allt kvikt er búið að forða sér í burtu löngu áður súrefni í loftinu þrýtur. Á miðju ári 2012 er enga slagsíðu að sjá á Kælismiðjunni Frost ehf. Akureyri og siglir fyrirtækið hagstæðan byr frá einu verki til þess næsta. Von „Verkstjórans“ er að sú sigling standi um ókomin ár. ÁBÁ.

Póstkassar í Eyjafirði

ÁBÁ.

38 - VERKSTJÓRINN

ÁBÁ.

ÁBÁ.

ÁBÁ.

ÁBÁ.

ÁBÁ.


Póstkassar í Eyjafirði

ÁBÁ.

ÁBÁ.

Við Seljalandsfoss Seljalandsfoss streymir glettinn af stalli, og syngur sitt fagra ljóð. Töfrandi miklar þó minningar kalli myndir, úr dýrmætum sjóð. Regnboga-höll sem hvelfist hér yfir heillar og dregur að. Óskir sem rætast og elskan sem lifir, einkenna þennan stað. Sungin voru hér saknaðarljóðin við svalandi blíðan foss. Kyrjað hefur hér kankvís þjóðin og kysst fyrsta unaðar koss.

ÁBÁ.

ÁBÁ.

Þá var hér aðeins sandur svartur sveipaður dulúð og þrá. Nú er hér gróður grænn og bjartur sem græðir hvert titrandi strá. Æskan unir hér enn við veginn hún elskar að iðka það, að brölta í sífellu bakdyramegin og blotna við fossins bað. ÁBÁ.

ÁBÁ.

Eins hafa tjaldbúar tyllt sér á bakkann, og teigað úr vatnsins hyl. Er dagskíman dvín og skyggir á slakkann fer dulúð um velli og gil. Ég elska að eyða hér unaðsstund og ætíð í huga ég hef, dúnmjúka græna og angandi grund og gróandans syngjandi stef. Undir Eyja-unaðs fjöllum ungan ég söng þér brag. Blómabreiða á bakka stöllum brosir hér enn í dag.

ÁBÁ.

ÁBÁ.

Þorbjörg Gísladóttir

VERKSTJÓRINN - 39


Vatnsendi Ólafsfirði Ljósm. ÁBÁ.

Þann 15. júní 2012 var nýtt orlofshús að Vatnsenda tekið í notkun en Verkstjórafélag Akureyrar og nágrennis hóf byggingu þess haustið 2011 en á móti því tók Berg, félag stjórnenda. Húsið er 90 fermetra G.B.G. formaður stórt og var fyrsta skóflustunga að því tekin í september 2011. Að reisa heilt hús í Ólafsfirði yfir vetramánuðina hefði einhvern tíman þótt tíðindum sæta en snjóalög nú eru allt önnur en áður var. Ekki er annað að sjá en að framkvæmdin hafi tekist með miklum ágætum. Vatnsendajörðin var keypt af Verkstjórafélagi Akureyrar og nágrennis árið 1971 og var íbúðarhús jarðarinnar fyrsta orlofshúsið í eigu verkstjóra á landi hér. Húsið bíður þess nú að vera flutt í burtu en áætl40 - VERKSTJÓRINN

anir gerðu ráð fyrir að það yrði farið áður en nýja húsið risi. Orlofshúsið frá Þak hf., sem félagið tók í notkun árið 1981, varð fyrir skemmdum þegar vatn flæddi þar um gólf síðastliðinn vetur. Húsið er nú í söluferli en þeim skilyrðum háð að það verði flutt af jörðinni.

Ljósm. ÁBÁ.

Nýja orlofshúsið.


Vatnstjónið á húsinu var bætt af tryggingarfélagi og er það skoðun undirritaðs að þá fjármuni eigi að nota til viðgerðar á því. Horfa verður til þess að umhverfi Vatnsenda hefur tekið miklum stakkaskiptum frá því að jörðin var keypt og enginn vafi er á að not verður fyrir tvö hús á þessum stað í framtíðinni. Til að gefa þessum orðum vægi má benda á að Vatnsenda er nú kominn í þjóðbraut með tilkomu jarðganga í Ólafsfjarðarmúla og í gegnum fjöllin til Siglufjarðar. Láta mun nærri að frá Vatnsenda sé nú 45 mínútna akstur til Akureyrar, 15 mínútur til Siglufjarðar og um 60 mínútur þaðan í gegnum Strákagöng í Skagafjörðinn. Með öðrum orðum þá er Vatnsendi kjörinn staður til að dvelja á vegna fjölmargra áhugaverðra staða sem þaðan eru innan seilingar. Þó að nú kunni að vera litið svo á að Berg, félag stjórnenda hafi ekki not fyrir tvö hús á þessum stað fyrir félagsmenn sína þá er sá möguleiki alltaf fyrir

Ljósm. Sveinn Eðvaldsson.

Nýja orlofshúsið að Vatnsenda í byggingu.

hendi að hafa makaskipti á húsum við önnur félög eða hreinlega leigja öðrum félögum húsið sumar og sumar eða til lengri tíma. ÁBÁ.

Sumarhús Jaðars, félags stjórnenda í Kambshólslandi í Svínadal sem félagið keypti í ársbyrjun 2011. Húsið hefur verið vinsælt meðal félagsmanna og var í útleigu allar vikur síðastliðins sumars auk þess að góð aðsókn var í það um helgar á liðnum vetri. Myndina tók Haraldur Bjarnason.

VERKSTJÓRINN - 41


Vélfag ehf. Ólafsfirði

Ljósm. ÁBÁ.

Sest upp í bílinn minn og tek stefnuna á Ólafsfjörð. Er sagt að þar starfi fyrirtæki sem framleiði fiskvinnsluvélar. Vélar sem gera að fiskinum um leið og hann rekur hausinn upp úr sjónum. Með aldrinum er ég farinn að átta mig á að allt er í heiminum hverfult. Man ekki betur en að á árum áður, þegar þorskurinn var dreginn að landi á opnum bátum, þá hafi verið að honum gert í fjöruborðinu og á bryggjunum þá best lét. Mannshöndin, með hníf í greip, var þá ein fær til slíkra verka. Undir beru lofti og í öllum veðrum var fiskurinn flattur og honum ekið til söltunar á handbörum inn í skúra á sjávarbakkanum. Skúra sem hvorki héldu vatni né vindum. Í þá daga hefði það þótt saga til næsta bæjar hefði einhverjum dottið slík firra í hug að vélar ættu eftir að taka við hlutverki mannshandarinnar. Vélarnar voru þó á næsta leyti. Vélar sem hausa fiskinn, fletja hann fyrir söltun, flaka hann og roðfletta fyrir frystingu. Upphafið að þessari vélvæðingu á Íslandi má rekja til Þýskalands en þar í landi fór maður að nafni Rudolph Baader að framleiða vélar sem til Íslands komnar kölluðust einu nafni Baader fiskvinnsluvélar. Margar af þessum þýsku vélum voru þróaðar og prófaðar hér á landi þar sem verkþekking og hugvit Íslendinga kom að góðum notum. Um tíma naut Baader aðstoðar heimamanna á Siglufirði við þróun sinna véla. 42 - VERKSTJÓRINN

Fiskverkendur á landinu keyptu þessar vinnsluvélar í frystihús sín en þegar fullvinnsla aflans færðist út á miðin var vélunum komið fyrir um borð í stærri skip. Fljótlega spratt upp stétt manna sem gengu undir heitinu BaaderÁBÁ. menn. Þessir menn sérhæfðu sig Bjarmi í viðhaldi og viðgerðum á þessum Sigurgarðarsson. búnaði. Þessir sérfræðingar komust fljótt að því að fiskvinnsluvélarnar voru mörgum góðum kostum búnar en þær höfðu einnig sína ókosti. Ókostina börðust Baadermenn á sjó og í landi við að lagfæra. Einn þeirra sem stóð í þessari orrahríð er Bjarmi Sigurgarðarsson hjá Vélfagi ehf. Bifreiðasmiður aðfluttur í Ólafsfjörðinn frá sjálfri höfuðborginni. Ástæður þess að Bjarma og kona hans, Ólöf Ýr Lárusdóttir, settust að á Ólafsfirði var sú að þeim hugnaðist ekki að ala börn sín upp á strætum borgarinnar. Vildu gefa þeim meira frjálsræði en höfuðborgin hættulaust býður upp á. Hugmynd þeirra hjóna var að dvelja á Ólafsfirði í ein þrjú ár en árin urðu töluvert fleiri áður en þau fluttu sig seinna um set til Akureyrar. Til Ólafsfjarðar kominn réðist Bjarmi til vinnu í vélsmiðju en söðlaði síðan um og fór til sjós á Mánaberg ÓF-42. Skipið var í eigu Sæbergs hf. Ólafsfirði en eftir að togarafyrirtækin á Siglufirði og Ólafsfirði runnu


saman í eitt var skráður eigandi þess Þormóður rammi - Sæberg hf. sem seinna breytti nafni sínu í Rammi hf. Verksvið Bjarma um borð í Mánabergi var að sjá um og vinna við fiskvinnsluvélar skipsins. Á ýmsu gekk í fyrstu því að litla þekkingu hafði hann á þessum búnaði og sjálfur M700 flökunarvél með ábyggðri M800 roðdráttarvél. M800 roðdráttarvél. vill hann meina að hann hafa átt svolítið erfitt með Verkaskipting þeirra hjóna er sú að forstjórastöðu að skilja gang þessara tækja og í raun hafi hann ekki skilið vélarnar af viti fyrr en á þriðja ári. Sumt skilji og utanumhald um reksturinn hefur Ólöf Ýr með hann reyndar ekki enn enda séu tækifærin fjölmörg höndum en hönnun og verklegar framkvæmdir eru á könnu Bjarma en annars ganga þau eins og aðrir til framþróunar í slíkum vélum. Bjarmi segist hafa verið svo heppinn að skip- starfsmenn í öll þau verk sem vinna þarf í litlu stjórinn á Mánabergi, Björn Kjartansson, og báts- nýsköpunarfyrirtæki í hröðum vexti. Sem fram hefur komið einskorðaði fyrirtækið sig maðurinn, Frímann Ingólfsson, hafi sýnt sér mikla þolinmæði þegar hann var að prófa sig áfram og fikta í upphafi við margskonar lagfæringar og breytingar á innfluttum fiskvinnsluvélum. Snemma setti fyrirí þessum tækjum. „Ef maður hefði aldrei fengið að prófa neitt þarna tækið þó stefnuna á að hanna og framleiða Íslenskar um borð þá hefði þetta aldrei þróast til þess sem er í vélar sem hlotið hafa nafnið Marín. Rúmum hálfum öðrum áratug eftir stofnun fyrirdag,“ segir Bjarmi og bætir við. „Mála sannast er að tækisins snýst starfsemin alfarið um eigin framleiðslu. sé mönnum treyst til verka þá fær sá er treystir það margfalt til baka.“ Í dag framleiðir Vélfag ehf. vélar til að hausa fiskFyrirtækið Vélfag ehf. varð eiginlega til í kjölfar inn, flaka hann og roðfletta. slyss sem Bjarmi varð fyrir um borð í Mánaberginu. Burðarvirki Marín fiskvinnsluvélanna er úr ryðKarfahreistur stakkst í hægra augað og hann varð að fríu stáli en áður fyrr var ál notað í burðarvirki hliðfara í land til lækninga og sá fram á að vera frá vinnu stæðra véla. Efnisvalið eitt og sér er mikil framför til sjós í einhvern tíma. Þetta varð til þess að hann frá því sem áður var en ál í vélum til sjós eru ávísun kannaði undirtektir við því að nýta reynslu sína og á mikla tæringu sem leiðir af sér minni nýtingu og tilraunir til sjós og setja á laggirnar þjónustu við fisk- gríðarlegan viðhaldskostnað. vinnsluvélar í Ólafsfirði. Allir slitfletir í vélum frá Vélfagi ehf. úr sérblöndAllt frá fyrsta degi var mikið að gera hjá Bjarma og uðu plasti og miklu endingarbetri en í vélum sem fyrir stofnaði hann ásamt konu sinni, Ólöfu Ýr Lárusdóttur, voru á markaðinum. Vélfag ehf. hefur verið leiðandi í fyrirtækið Vélfag ehf. árið 1995. notkun slíkra efna í fiskvinnsluvélum og átt gott samÍ fyrstu leigði fyrirtækið húsnæði undir starfsemina starf við erlenda plastframleiðendur við þróun þeirra. að Múlavegi 3 en keypti svo gamalt iðnaðarhús við Aðrir vélaframleiðendur, sem sumir hverjir höfðu Ægisgötu 8 og þar hefur aðsetur Vélfags ehf. verið síðan. lengst af ekki mikla trú á þessum efnum, fylgja nú Árið 2010 var hluti starfseminnar fluttur að í kjölfar Vélfags ehf. með slíka íhluti í sínum vélum. Fyrir utan heppilegt efnisval í Marín vélum Vélfags Njarðarnesi 2 á Akureyri. Þar er að finna skrifstofu, sýningarsal ásamt aðstöðu til hönnunar, teiknivinnu ehf. þá má benda á að þær eru að öðru jöfnu nettari og fyrirferðarminni en hliðstæðar vélar á markaðnum. og prófana á vélum. Á miðju sumri 2012 keypti Vélfag ehf. hús við Þessi atriði ein og sér geta skipt sköpum fyrir kaupMúlavegi 18 í Ólafsfirði og þar verður framleiðslu- andann því að óþrjótandi er plássið ekki um borð í starfsemi fyrirtækisins komin í gang fyrir áramót fiskiskipum. Marín vélarnar eru afar aðgengilegar til enda er það fyrir löngu búið að sprengja utan af sér þrifa og stillinga. Þær eru eins einfaldar og nokkur kostur er og tryggir það gangöryggi og lágmarkar gamla húsnæðið við Ægisgötu. VERKSTJÓRINN - 43


Ljósm. ÁBÁ.

Ólöf Ýr og Bjarmi við M700 flökunarvél sína.

vinnslustopp. Til að auka nýtingu og flakagæði eru farnar nýjar leiðir við ýmsar tæknilausnir í Marín vélunum. Um 20% vinnu Vélfags ehf. fer í þróunarstörf, 60% í beina framleiðslu og þau 20% sem á vantar í að þjónusta Marín fiskvinnsluvélarnar, halda námskeið og að veita Marín viðgerðarmönnum ráðgjöf. Þeir sem ekkert þekkja til fiskvinnslu leiða hugann tæpast að því hve miklu skiptir að þessar vélar vinni vel og skili eigendum sínum hámarks nýtingu. Dæmið er þó ekki flóknara en svo að 1% betra eða verra nýtingarhlutfall í flökum gerir 1 tonn af hverjum 100 tonnum og 10 tonn af hverjum 1000 tonnum. Þetta litla dæmi segir í raun alla söguna og frekari orðalengingar því óþarfar. Til að forðast skakkaföll þá þaulprófar Vélfag ehf. fiskvinnsluvélar sínar áður en þær eru settar á markað. Eftir frumprófanir í landi eru þær settar um borð í skip og prófaðar þar undir fullu álagi við aðstæður eins og þær gerast erfiðastar í fiskvinnslu. Ljóst má vera að mikið fjármagn þarf til að hleypa svona fyrirtæki af stokkunum og ég velti því fyrir mér hvaða öfl fái rekið menn til svona stórræða. Þau hjón svara þessum vangaveltum mínum á þann hátt að þau hafi byrjað með tvær hendur tómar og byggt fyrirtækið smám saman upp af þeim verðmætum sem þar urðu til. Tilgangurinn með stofnun fyrirtækisins hafi þó í upphafi einfaldlega verið sá að skapa sér atvinnu í landi. Þáttaskil hafi orðið þegar þau tóku stefnuna á að smíða nýja íslenska flökunarvél frá grunni. Stefnan var sett á að þróa og framleiða hágæðavöru með langtímahagsmuni fyrirtækisins og viðskiptavina þess í huga. Fljótlega varð ljóst að umbylta þyrfti efnisvali og ýmsum tæknilausnum í kringum hönnun flökunarvéla svo leysa mætti sem best vandamál og kostnað sem sífellt var glímt við. 44 - VERKSTJÓRINN

Haft var að leiðarljósi að þekking og reynsla hérlendis á þessu sviði myndi stuðla að betri nýtingu afla, auka verðmæti og skapa um leið atvinnu innanlands. Fjárhagslega hafi ef til vill ekki verið mikið vit í að leggja upp í þetta ferðalag. Fjárfestar á þessum tíma voru oftast á höttunum eftir skjótfengnari og meiri gróða heldur en stefna Vélfags ehf. bauð upp á. Á þessu tímabili heyrðu hjónin ansi oft frasa eins og þessa: „Af hverju látið þið ekki bara framleiða þetta í Kína? Þið græðið miklu meira á því.“ eða „Þið megið ekki hafa þetta of vandað, þá græðið þið ekkert á varahlutasölu.“ Auðvitað var nokkurt sannleikskorn í þessum frösum en það samræmdist ekki stefnu fyrirtækisins né þeirri siglingu sem það þá þegar var komið á. Hefði hins vegar þolinmótt fjármagn verið fyrir hendi í upphafi hefðu vélarnar líklega komið töluvert fyrr á markað. Í dag er svo að sjá að þokkalegur rekstrargrundvöllur sé í sjónmáli en að ná þeim áfanga var enginn dans á rósum. Unnið var hörðum höndum ár eftir ár. Allir fjármunir umfram nauðþurftir fóru í þróunarstarfið og í sjálfa framleiðsluna. Eftir þennan bardaga stóðu eigendurnir eftir veðsettir í bak og fyrir. Ólöf bendir á að nýsköpunarstyrkir í þessum geira hafi verið af skornum skammti og þeir sjóðir sem sáu tækifæri í því sem þau voru að gera hafi ekki haft úr miklu að spila svo sem Impra, Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar og Nýsköpunarsjóður. Byggðastofnun var bundin af að taka veð í fasteignum en ljóst má vera hvaða verðmiði er settur á fasteignir á svæðum eins og í Ólafsfirði. Þegar svona er í pottinn búið fara allt of fáar krónur á marga aðila. Einstök frumkvöðlaverkefni eru því oftast undirfjármögnuð þegar lagt er af stað. Hætta er á að illa fari þegar svona sé að málum staðið og líkur á að fólk ákveði að draga í land fremur en sökkva sér í persónulegt skuldafen og botnlausa vinnu. Á endanum hafi þau gefist upp á að eyða tíma í styrkjaumsóknir, og alla vinnu því samfara, en þess í stað veðjað alfarið á eigin framleiðslu og viðskiptavild þeirra er við þau skiptu. Nýsköpun er í eðli sínu áhættusöm og það er bara spurningin hver axli ábyrgðina á henni hverju sinni. Bjarmi segist þakklátur Sæbergi hf. í Ólafsfirði sem spilaði stórt hlutverk á upphafsárum Vélfags ehf. Ekki síst Gunnari Sigvaldasyni, framkvæmdastjóri þess, sem hafi alltaf var tilbúinn til að prófa nýjungar. Slíkar prófanir væru ekki sjálfgefnar því mikið er undir að vélarnar vinni eins og af þeim er


ætlast og áhætta því samfara að prófa eitthvað sem menn þekkja ekki. Frá upphafi hafi margir útgerðaraðilar sýnt fyrirtækinu velvild. Að vera staðsett í nágrenni við Sæberg hf. Ólafsfirði, síðar Ramma hf., Samherja hf. og Fiskiðjuna Skagfirðingur, síðar FISK Seafood hefur reynst fyrirtækinu happadrjúgt. Fyrirtækið hefur einnig átt gott samstarf við önnur útgerðarfyrirtæki víða á landinu um þróun og prófun ýmissa tækninýjunga. Þetta samstarf skilar sér í uppbyggingu Vélfags ehf. sem verður betur og betur í stakk búið til að koma fleiri vélum og nýjungum á markað. Það er því ekki of djúpt í árina tekið að segja samstarfið við öll þessi fyrirtæki hafi skipt sköpum um framgang Vélfags ehf. og framþróun. „Við hefðum líka átt töluvert erfiðar uppdráttar ef ekki hefði verið fyrir bakland okkar í Sparisjóði Ólafsfjarðar,” segir Ólöf og bætir við. „Stjórn sparisjóðsins og starfsfólk hefur ávallt verið vel tengt raunveruleikanum í sjávarútvegi og fiskvinnslu. Það gerir sér grein fyrir því hvaða verðmæti eru í húfi. Í umræðunni um bankana og stóru lausnirnar vill samband Sparisjóðanna og starfsfólks þess við nærumhverfi sitt og atvinnulíf stundum gleymast. Það samband verður seint metið til fjár. Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Helstu birgjar okkar höfðu líka óbilandi trú á þessu brölti okkar og sýndu oft mikið langlundargeð þegar illa áraði.“ Bjarmi tekur oftar en einu sinni fram að fyrirtækið sé hvorki byggt upp né haldið gangandi af þeim hjónum einum saman. Þau eigi því láni að fagna að hafa úrvals starfsfólk með víðtæka reynslu úr atvinnulífinu, haldgóða iðnmenntun og ómissandi þekkingu og reynslu af sjávarútvegi og fiskvinnslu. „Þetta er teymi reynslubolta í viðgerðum á fiskvinnsluvélum,“ segir Bjarmi og heldur áfram. „Það skiptir gríðarlega miklu máli að flestir starfsmanna okkar hafa yfirgripsmikla þekkingu á verklagi og vinnslu á sjávarfangi. Einnig gegna sjómenn útgerða, sem við þjónustum, mikilvægu hlutverki og eiga oft þátt í framþróun og lausnum á búnaði frá okkur. Í vinnu við að komast að rót einhvers vanda fæðast oft góðar hugmyndir. Tækifærin eru óþrjótandi í því ferli að skapa sem mest verðmæti úr því sem hver og einn hefur yfir að ráða.“ Af þessum orðum Bjarma má skilja að staðbundin þekking fólks á veiðum og vinnslu vigti hvað þyngst í þeim störfum sem unnin eru hjá Vélfag ehf. Fyrirtækið er nú með mörg járn í eldinum. Auk þeirra þriggja véla sem nú þegar eru í framleiðslu er

Ljósm. ÁBÁ.

Ólöf Ýr Lárusdóttir á skrifstofu sinni.

fjórða vélin að detta inn á markað en leyndarhjúpur hvílir yfir henni enn sem komið er svo og þeim vélum sem á eftir henni koma. Ég heyri það á Bjarma að í honum blundar draumur um að fyrirtækið og framleiðsla þess vaxi svo fiskur um hrygg að það dragi til sín hæfileikaríkt, tæknimenntað og kraftmikið fólk. Fólk sem sé tilbúið til að setjast að í byggðarlaginu og taka þátt í uppbyggingu og þróun fyrirtækisins. Ólöf bendir á að þróunar- og rannsóknarvinna svo og sölu- og markaðsstarf kalli á sérfræðinga á þessum sviðum. Stefna Vélfags ehf. sé að sækja þá þekkingu að mestu til fólks, stofnana og fyrirtækja á svæðinu. Þekking og reynsla kynslóðanna, í sjávarþorpum og bæjum við strendur landsins, sem veitt er í nýja atvinnufarvegi getur leitt til fjölbreyttari og áhugaverðari starfa fyrir unga fólkið á þessum stöðum. „ Við eigum að reyna að fá sem mestan afrakstur af breiðri þekkingu fólks, hvort sem það hefur sínar gráður úr háskólum, iðngreinum eða skóla lífsins. Það eru gríðarleg verðmæti falin í þekkingu fólks sem fæst við störf í fiskvinnslu og útgerð hér á landi og þeim megum við ekki glata. Við finnum fyrir mikilli eftirspurn eftir slíkri þekkingu erlendis frá enda eru Íslendingar sannarlega í fararbroddi á þessu sviði,” segir Ólöf. Að leiðarlokum skal á heimasíðu Vélfags ehf. bent en slóðin er www.velfag.is „Verkstjórinn“ óskar Vélfagi ehf. velfarnaðar í bráð og lengd. Ljóst er að hollur er heimafenginn baggi og allt sem stuðlar að því að Íslendingar geti verið sjálfum sér nógir á sem flestum sviðum er af hinu góða. ÁBÁ. VERKSTJÓRINN - 45


Bæjarútgerð Hafnarfjarðar Hafnarfjarðarlækur. Ljósm. Ágúst Ó. Halldórsson.

– bjargvættur og baggi Fyrsti íslenski togarinn

Fiskiðjuver bæjarútgerðar Hafnarfjarðar.

Erlend útgerð í Hafnarfirði Upp úr aldamótunum 1900 fór þilskipaútgerð í Hafnarfirði smám saman að víkja fyrir útgerð línuveiðara, vélbáta og togara. Mörg útgerðarfyrirtæki störfuðu í bænum og hefur tímabilið fram til ársins 1929 verið nefnt „tímabil hinna erlendu útgerðarmanna í Hafnarfirði“. Á árunum 1902 – 1915 voru gerð út u.þ.b. sautján þilskip frá Hafnarfirði en það var togaraútgerðin sem síðar átti eftir að skipta sköpum fyrir afkomu bæjarfélagsins. Á tímabilinu 1899 – 1931 voru gerðir út u.þ.b. 28 togarar frá bænum. 46 - VERKSTJÓRINN

Nokkur tímamót urðu í íslenskri útgerðarsögu, þann 28. september árið 1904, þegar fyrsta íslenska félagið um útgerð togskipa, Fiskveiðihlutafélag Faxaflóa, var stofnað. Félagið gerði út togarann Coot frá Hafnarfirði allt þar til hann strandaði við Keilisnes á Reykjanesi árið 1908. Að félaginu stóðu sex Íslendingar sem ýmist voru útgerðarmenn eða kaupmenn. Þessi útgerð sannaði það fyrir Íslendingum að nýtísku útgerðarhættir væru heppilegri en þilskipaútgerð og sem dæmi má nefna að eitt sinn kom Coot með um 4.000 fiska að landi eftir tæplega sólarhringsúthald en það var sambærilegur afli og fiskaðist á góðri skútu á einum mánuði. Skemmtileg tilviljun er að Fiskveiðihlutafélagið keypti togarann Coot frá Aberdeen en útgerðarfyrirtæki frá þeirri borg átti einmitt síðar eftir að marka djúp spor í útgerðar- og atvinnusögu Hafnarfjarðar.

Bookless bræður koma Fiskvinnslustöðin „Svendborg“ í Hafnarfirði var seld á uppboði í desember 1909 og var kaupandinn Einar Þorgilsson kaupmaður. Daginn eftir að hann fékk


afsalið afhent seldi hann stöðina fyrirtækinu Bookless Bros Ltd. frá Aberdeen í Skotlandi. Forsvarsmenn fyrirtækisins, bræðurnir Harry og Douglas Bookless, voru stórhuga og fyrst í stað gerðu þeir út fjóra togara frá Hafnarfirði en auk þeirra lögðu fleiri breskir togarar upp afla sinn hjá þeim. Þá keypti Bookless Bros mikinn fisk af Íslendingum, bæði í Hafnarfirði, í Reykjavík og á Reykjanesi. Ein af þeim nýjungum, sem Bookless fluttu með sér til landsins, var að þeir greiddu fyrir fiskinn sem þeir keyptu við afhendingu og í peningum en áður hafði tíðkast að greiða fyrir fisk með vöru og var verðið þá ákveðið að hausti. Þeir reistu fyrstu hafskipabryggjuna í Hafnarfirði, árið 1911, þar sem flest hafskip gátu lagst að á flóði og lögðu sporbraut frá fiskreitum fyrirtækisins að fiskverkunarhúsum þess.

Bookless bræður fara Allt frá upphafi starfsemi Bookless Bros Ltd. í Hafnarfirði, voru þeir stórir atvinnurekendur og lengst af langstærstir, auk þess sem fyrirtækið var jafnan langstærsti útsvarsgreiðandi í Hafnarfirði. Fiskvinnslustöð Bookless var ein stærsta og fullkomnasta stöð landsins á þessum tíma en upp úr 1920 fór að halla undan fæti hjá fyrirtækinu sökum mikils verðfalls á fiskmörkuðum. Fór svo að lokum að

Fiskflökun í húsi Bæjarútgerðar Hafnarfjarðar.

miðvikudaginn 15. nóvember 1922 framseldi Bookless eigur sínar í Hafnarfirði til gjaldþrotaskipta. Gjaldþrotið var mikið áfall fyrir Hafnfirðinga enda hafði fiskverkafólk, svo hundruðum skipti, starfað hjá fyrirtækinu og starfsemi þess því verið mjög mikilvæg fyrir efnahag bæjarins og íbúa hans. Í kjölfarið tók við mikið atvinnuleysi í bænum, svo mikið að bæjarstjórninni þótti ástæða til þess að auglýsa í blöðum að þar væri enga vinnu að fá og mælti gegn því að fólk flyttist til Hafnarfjarðar.

Hellyer bræður koma Útgerðarfyrirtækið Hellyer Bros Ltd., frá Hull í Englandi, hóf rekstur sex togara frá Hafnarfirði á vetrarvertíð árið 1924. Geir Zoëga útgerðarmaður var leigutaki skipanna, en fiskveiðilöggjöf þess tíma kvað á um að útlend skip mættu hvorki stunda fiskveiðar né landa hérlendis, nema Íslendingar kæmu að rekstrinum. Þeir eignuðust fiskverkunarstöðina Svendborg og gerðu nýja fiskreiti. Stærstur var svokallaður Allansreitur en á honum standa nú byggingar Hrafnistu í Hafnarfirði, þá var fullkomnasti og stærsti togari Englendinga í eigu Hellyers, togarinn Imperialist.

Hellyer bræður fara

Fiskvinnslufólk við aðgerð á plani bæjarútgerðarinnar við Vesturgötu.

Hellyer Bros Ltd. hætti útgerð frá Hafnarfirði í nóvember 1929. Deilur fyrirtækisins við Hafnarfjarðarbæ um útsvarsgreiðslur munu hafa valdið nokkru en vinnudeilur, í febrúar og mars 1929 og tap á rekstri fyrirtækisins í Hafnarfirði, stuðluðu einnig að því að starfsemi Hellyer Bros Ltd. var hætt. Hellyers voru góðir atvinnurekendur því þeim var annt um sitt fólk, styrktu og hlúðu að þeim sem urðu fyrir áföllum og efndu til skemmtiferða á góðum stundum. VERKSTJÓRINN - 47


Bæjarútgerð Hafnarfjarðar var stofnuð 12. febrúar 1931

Fiskverkun Bæjarútgerðarinnar við Vesturgötu. Þarna er verið að taka fisk úr stafla og fara með í vask.

Eftir að Hellyers hættu starfsemi varð mikið atvinnuleysi í Hafnarfirði sem leiddi til þess að bæjarstjórn Hafnarfjarðar sá sér ekki annað fært en að grípa til róttækra aðgerða, mun róttækari en áður hafði þekkst.

Útgerð Clementínu var fyrsti vísirinn að bæjarútgerð í Hafnarfirði Vegna þessa mikla atvinnuleysis sem upp kom í Hafnarfirði á fyrstu áratugum 20 aldarinnar spruttu reglulega upp þær hugmyndir að bæjarfélagið sjálft færi í rekstur útgerðarfyrirtækis. Hugmynd um togaraútgerð á kostnað bæjarsjóðs kom fyrst fram á fundi hjá Verkalýðsfélaginu Hlíf árið 1916 og var þá lagt til að bæjarútgerð yrði eitt af baráttumálum verkalýðshreyfingarinnar og Alþýðuflokksins. Aftur vöknuðu þessar hugmyndir árið 1922 í kjölfar gjaldþrots Bookless Bros ltd. en þá var, eins og áður segir, mikið atvinnuleysi í bænum. Ekkert varð úr þessum hugmyndum að sinni en veturinn 1926-27, þegar atvinnuleysi hafði enn aukist, var samþykkt í bæjarstjórn Hafnarfjarðar að skipa nefnd til að leitast fyrir um leigu á togara. Útkoman varð sú að bæjarsjóður ásamt útgerðarfélaginu Akurgerði sf. leigðu saman e.s. Clementínu og gerðu út. Skemmst er frá því að segja að útgerðin gekk vel og skilaði nokkrum hagnaði en líta má á þessa útgerð sem fyrsta vísi að bæjarútgerð Hafnarfjarðar. Auk útgerðarinnar gerði bærinn og Akurgerði með sér samning um verkun aflans af skipinu.

48 - VERKSTJÓRINN

Um 1930 var atvinnuleysi mikið víða um land af völdum kreppunnar og var ástandið slæmt í Hafnarfirði þar sem þá höfðu tvö stór útgerðarfélög orðið að hætta starfsemi sinni vegna fjárhagsörðuleika auk þess sem Hellyer Bros. Ltd. voru horfnir á braut. Í ársbyrjun 1931 bauðst bæjarstjórn Hafnarfjarðar að kaupa fiskverkunarstöðina Edinborg sem Þórður Edilonsson hafði rekið áður og togarann Maí. Þriggja manna nefnd var sett á stofn til að skoða þetta mál og áttu sæti í henni þeir Emil Jónsson, Björn Jóhannesson og Bjarni Snæbjörnsson. Útkoman var sú að lagt var til að ganga að tilboðunum og var það samþykkt í bæjarstjórn. Í kjölfarið féllst ríkisstjórn Íslands á að leyfa bæjarsjóði að kaupa togarann og hafnarsjóði fiskverkunarstöðina. Bæjarútgerð Hafnarfjarðar var formlega stofnuð 12. febrúar 1931 og hún var fyrsta útgerðarfyrirtæki sveitarfélags hér á landi en þau urðu fjölmörg sem komu í kjölfarið.

Nýr togari en reksturinn erfiður Fljótlega þótti ljóst að heppilegra væri að gera út fleiri en einn togara, bæði vegna þess að fiskverkunarstöðin í landi var ekki fullnýtt og líka vegna þess mikla atvinnuleysis sem var í bænum. Árið 1934 var því ráðist í að kaupa nýjan togara og hlaut hann nafnið Júní. Þessi fyrstu ár fyrirtækisins og fram undir síðari heimstyrjöld gerði það skip sín fyrst og síðast út á þorskveiðar í ís og salt en einnig til síldveiða. Rekstur fyrirtækisins gekk erfiðlega fyrstu árin, einkum vegna kreppunnar sem þá ríkti, en að margra mati bjargaði það bænum frá algjöru hruni á þessum erfiðu tímum. Þegar heimsstyrjöldin síðari hófst breyttist aðstaða fyrirtækisins til muna og var það rekið með miklum hagnaði næstu ár. Sem dæmi má nefna að þá var hagnaður af rekstri Bæjarútgerðarinnar 1.400.000 kr. árið 1940 en samanlagður taprekstur fram að því hafði verið 690.000 kr.

Steyptu götu og gáfu íþróttavelli Í tilefni af 10 ára afmæli Bæjarútgerðar Hafnarfjarðar gaf hún gjafir til bæjarins og bæjarbúa og lét meðal annars steypa Strandgötuna, aðal verslunargötu bæjarins, styrktu gerð barnaleikvalla og íþróttavalla,


Laugardaginn 7. febrúar skall á illviðri og hættu togararnir þá veiðum en veður þetta herti enn á sunnudag og gerði þá afar mikla ísingu. Veðrinu slotaði ekki fyrr en á mánudagskvöld og náði Júní þá engu sambandi við Júlí og sendi í kjölfarið skeyti til Bæjarútgerðar Hafnarfjarðar um málið. Hófst þá þegar umfangsmikil leit sem í tóku þátt flugvélar frá Íslandi, Kanada, Bandaríkjunum og Nýfundnalandi auk skipa er voru á svæðinu. Leitin stóð í rúma viku en þá tilkynnti Bæjarútgerð Hafnarfjarðar að togarinn væri talinn af með allri áhöfn. Alls fórust 30 sjómenn með Júlí en samtals áttu þeir 39 börn. Tveir af togurum Bæjarútgerðar Hafnafjarðar. Í bakgrunni glittir í hús bæjarútgerðarinnar.

jarðhitarannsóknir í Krýsuvík auk þess sem það gaf tæki til ljósabaða í grunnskóla bæjarins. Þá lagði fyrirtækið fram fé til styrktar og eflingar atvinnulífinu í bænum árið 1946 með einnar miljónar króna framlagi til smíði vélbáta í Hafnarfirði en sett voru fram skilyrði fyrir því að bátarnir yrðu smíðaðir í bænum og gerðir þaðan út. Varð þetta til þess að átta vélbátar bættust við í fiskiskipaflota Hafnfirðinga.

Skuttogarar og fiskiðjuver Á eftirstríðsárunum var kominn tími til að endurnýja skipakost Bæjarútgerðarinnar og keypti hún einn af svonefndum „nýsköpunartogurum“ sem ríkisstjórnin hafði samið um smíði á í Englandi. Hlaut þetta skip nafnið Júlí. Árið 1951 festi félagið aftur kaup á „nýsköpunartogara“ og fékk hann nafnið Júní en gamli Júní hafði strandað við Vestfirði í desember 1948. Þá var Ágúst keyptur 1953 og Apríl 1960 en togarinn Maí var seldur úr landi 1955. Bæjarútgerðin reisti fullkomið þurrkhús árið 1950 auk fiskihjalla og þriggja stórra vöruskemma enda var skreiðarverkun umfangsmikil hjá fyrirtækinu á þessum árum. Þá hófst smíði hraðfrystihúss árið 1955 eftir teikningum Axels Kristjánssonar, forstjóra Rafha, og tók það til starfa í ágúst 1957 og varð strax mikil lyftistöng fyrir hafnfirskt atvinnulíf.

Júlí ferst með allri áhöfn Þann 31. janúar 1959 héldu bæjarútgerðartogararnir Júní og Júlí af stað í veiðiferð á Nýfundnalandsmið og hófu í fyrstu veiðar á svo nefndum Ritubanka en Júlí flutti sig síðar á syðstu karfamiðin við Nýfundnaland.

Úreltir togarar og vannýtt fiskiðjuver Frá 1960 varð rekstur fyrirtækisins þungur, það var rekið með miklum halla, varð fyrir áföllum og um tíma leit út að það yrði lagt niður. Hallarekstur fyrirtækisins á þessum árum stafaði fyrst og síðast af þungum taprekstri á gömlu togurunum en þeir voru þegar hér var komið sögu orðnir úreltir en einnig vó þungt að nýja fiskiðjuverið fékk ekki nægilegt hráefni til að sú fjárfesting sem í það var lagt nýttist. Ákveðið var þó að leita leiða til að láta fyrirtækið ganga og var brugðið á það ráð árið 1970 að kaupa fullkominn skuttogara sem ríkisstjórnin hafði látið smíða á Spáni, þetta var togarinn Júní og kom hann til Hafnarfjarðar 1973 en bæjarstjórn hafði áður samþykkt að stofna sérstakt útgerðarfélag um rekstur togarans með takmarkaðri ábyrgð bæjarsjóðs. Þá var farið í miklar breytingar á fiskiðjuverinu og 1977 var svo nýr Maí keyptur frá Noregi og 1980 nýr Apríl.

Óumflýjanleg endalok Mikill halli var á rekstri fyrirtækisins áfram og því fór svo að lokum að bæjarstjórn Hafnarfjarðar ákvað árið 1986 að leggja fyrirtækið niður og selja allar eignir þess. Í sögu fyrirtækisins skiptust á skin og skúrir, það var stofnað til þess í mikilli neyð og atvinnuleysi og var það þá bjargvættur á erfiðum tímum. Þegar vel áraði lagði það fé til atvinnu- og menningarmála í bænum en þegar verr gekk þurfti bæjarsjóður að hlaupa undir bagga með rekstri þess. Fyrirtækið skipti þó alla tíð miklu máli fyrir Hafnfirðinga og afkomu þeirra enda einn stærsti vinnuveitandi bæjarfélagsins um langt skeið. Björn Pétursson VERKSTJÓRINN - 49


Vélsmiðjan Vík hf. Grenivík

Ljósm. ÁBÁ.

Oft er mér hugsað til lífsbaráttunnar í litlu sjávarþorpunum við strendur landsins. Sér í lagi hvernig fólk lifði þar á árum áður. Það sótti mat úr sjónum á árbátum. Þegar best lét á trillÁBÁ. um. Áttu eina kú og Jakob Þórðarson. nokkrar kindur. Þetta dugði öllu jafnan. Lífsgæðunum var í hóf stillt. Matur, föt og húsaskjól. Nú er öldin önnur. Framþróun kallast það víst. Öll gæði umfram nauðþurftir kalla á þjónustu. Ætli það heiti ekki verslun og viðskipti. Verslun og viðskipti sogast til stærri bæja og borga. Litlu sjávarþorpin verða útundan. Þó eru enn til menn sem láta ekki sogast. Þeir vilja vera sjálfum sér nógir. Þeir vilja byggðarlagi sínu allt. Renni út á Grenivík til að líta þessa menn. Á sjávarbakkanum ofan hafnarinnar stendur hús með skilti. Vélsmiðjuna Vík hf. Smiðjan stendur á grunni Akurhólsins. Hólnum 50 - VERKSTJÓRINN

sem skýldi austurvíkinni fyrir norðangarranum. Þeir ruddu hólnum í sjóinn. Bolakofanum var þó hlíft. Hann hýsti þarfanaut sveitarinnar. Ungviðum staðarins stóð ógn af þessum kofa. Baul þaðan boðaði ekkert gott. Hvorki þegar nautið átt þar sinn sama stað né eftir að það var fellt. Lifandi mannýg naut eru hættuleg en dauð stórhættuleg. Þorgilsboli vitnar um það. Stíg út úr bílnum framan smiðjunnar. Geng inn og heilsa æðstráðanda, Jakobi Þórðarsyni. Gamall vinnufélagi. Hann sótti iðnmenntun sína í plötusmíði og vélvirkjun til Akureyrar. Heimabyggðin dró hann til baka. Við tökum tal saman. Tildrögin að stofnun Vélsmiðjunnar Vík hf. má rekja til níunda tugar síðustu aldar. Útgerðir frá víkinni höfðu látið aðra byggðarkjarna við fjörðinn þjónusta báta sína. Akureyri var þar efst á blaði. Í sjálfu sér voru menn ekki ósáttir við þessa þjónustu. Annmarki var þó á. Peningarnir sátu ekki eftir í heimabyggð. Þar stóð hnífurinn í kúnni. Menn tóku höndum saman og stofnuðu vélsmiðju. Vélsmiðju sem þjóna skyldi flota þorpsbúa og bændum ef verkast vildi.


Ljósm. ÁBÁ.

Bolakofinn.

Stofnaðilar voru þrjár stærstu útgerðir staðarins, útgerðareinyrkjar, nokkrir einstaklingar og þrír bændur. Formlega var fyrirtækið stofnað árið 1986. Stjórnarformaður fyrstu sjö árin var Heiðar Baldvinsson útgerðarmaður en næstu þrjú árin gegndi Jakob Þórðarson stöðunni. Árið 1996 tók Oddgeir Ísaksson útgerðarmaður við formannskeflinu og er það enn í hans höndum árið 2012. Strax við stofnun var Jakob Þórðarson ráðinn

framkvæmdastjóri. Hann er enn við stjórnvölinn þá þetta er skrifað árið 2012. Í upphafi, sem í dag, beindi fyrirtækið sjónum sínu að almennri viðgerðarvinnu. Veturnir voru erfiðir. Lítið við að vera. Hálfgerð verkefnaþurrð. Það vantaði nýsmíði inn í reksturinn. Teiknistofa Karls G. Þorleifssonar á Akureyri var fenginn til að hanna og teikna snjóblásara. Afkvæmið fékk nafnið Barði. Barði bjargaði fyrirtækinu yfir skammdegi nokkurra ára. Hann var dýr í framleiðslu. Kostnaður hlóðst upp. Reksturinn var þungur. Þá svartnættið var hvað svartast kom Karl G. Þorleifsson tæknifræðingur, árið 1990, með hlutafé inn í reksturinn. Það skipti sköpum. Tólf Barðar litu dagsins ljós þessi árin. Allir voru þeir knúnir aflúttökum vinnuvéla utan tveir sem lifðu sjálfstæðu lífi. Þeir sjálfstæðu voru knúnir af loftkældum 160 hestafla Deutz vélum. Vélar og aflúttök sneru vökvadælum hverjar sendu vökva í hreyfimótora blásaranna. Vegagerð ríkisins var boðin þjónusta Barða en menn á þeim bæ voru eitthvað tregir. Hugsanlega hefur málið farið í nefnd og er þar þá enn. Með aukinni þjónustu við stærri útgerðaraðila var Vegagerðin sett í skúffu. Barði var lagður til hliðar. Árið 1996 kom Útgerðarfélagið Sænes hf. Grenivík inn sem hluthafi og á nú um 60% af hlutabréfum fyrir-

Barði að störfum. VERKSTJÓRINN - 51


Barði að störfum.

tækisins. Sama ár var húsnæði fyrirtækisins stækkað um helming með viðbyggingu og þakti gólfflötur þess þá um 400 m2. Um aldamótin fjárfesti Vík hf. í tæki sem slípar innan slýfar stærri véla. Tækið skapaði aukna vinnu. Vinnu sem áður var ekki fyrir hendi. Slípivélin spannar slýfastærðir frá 170 mm. upp í 410 mm. Eftir aldamótin hefur vinna verið sótt í auknum mæli út fyrir vinnustaðinn. Akureyri er þar efst á blaði. Þangað liggur leiðin oftar en ekki. Sá hefði ekki verið talinn þjást af hárri greindarvísitölu, fyrir hálfri öld, sem talið hefði gerlegt að sækja vinnu til Akureyrar veturlangt. Í þá tíð voru vegir oft lokaðir dögum saman. Nú er öldin önnur. Daglegur mokstur ef svo ber undir.

Staðreyndir tala sínu máli. Á undangengnum vetrum hefur vinna, til Akureyrar sótt, fallið niður í tvo til fjóra dagar vetur hvern vegna ófærðar eða veðurs. Í dag siglir Vélsmiðjan Vík hf. lygnan sjó og veitir fimm til sjö manns vinnu árið um kring. Ekki svo lítið í ekki stærra samfélagi. Samfélagi sem eftir megni hefur ávalt reynt að standa á eigin fótum. Ég stend upp frá kaffibollanum og held út í haustið. Kveð hæstráðandi og spyr um félagsaðild. Búinn að vera í verkstjórafélagi á þriðja áratug. Sjúkrasjóðurinn lokkaði hann inn á sínum tíma. Hefur þó aldrei þurft á honum að halda. Ræðum aðeins hlutverk sjóðsins. Er nægjanlegt að grafa okkur gamlingjana. Væri ekki snjallara að greiða fyrir viðhald þeirra sem lagt hafa vinnuna frá sér. Gæti frestað kostnaði við greftrun í nokkur ár. Frestun kostnaðar lengir vaxtagreiðslur þeirra fjármuna sem hver einstaklingur hefur lagt til sjóðsins. Kostnaður og tekjur gætu orðið á pari. Á leið minni í bæinn velti ég fyrir mér félagsaðild stjórnenda minni fyrirtækja og einyrkja. Veit hvar þeim er best skjól búið. Vita þeir það? Er kominn langt út fyrir efnið. Efni sem á að vekja athygli á smærri byggðarlögum. Byggðarlögum sem standa á eigin fótum. Lifa af þó að margt annað hrynji. Með von um að Vélsmiðjan Vík hf. eigi langra lífdaga auðið og að allt gangi henni í haginn á komandi árum. ÁBÁ.

Teighöggið Nafntogaðir feðgar frá höfuðstað Norðurlands léku golf saman þar sem spilaður var betri bolti. Leikur þessi byggist á því báðir slá bolta af teig og er sá bolti valinn sem vænlegri er til árangurs við næsta högg. Á langri par fimm braut sló 12 ára sonurinn á undan föður sínum og náði löngu og beinu höggi. Til að slá högg sonarins út var ljóst að faðirinn yrði að slá lengra og beinna högg en hann átti í raun til í fórum sínum. Greinilegt var þó að sá gamli ætlaði að reyna og þegar hann mundaði kylfuna var ljóst að hann ætlaði ekki að láta stráksa eiga neitt hjá sér. Í baksveiflunni var karl orðinn rauðþrútinn í framan og svarblár var hann orðinn í framsveiflunni. Ekki vantaði hvellinn þegar kylfan hitti boltann og 52 - VERKSTJÓRINN

leit allt hollið í höggstefnuna til að fylgjast með svifi hans. Enginn sáu menn þó boltann og litu undrandi hver á annan. Ekki er vitað hvort faðirinn ætlaði að fara að biðja almættið ásjár en til himins leit hann með bænasvip. Sést þá hvar boltinn kemur í lóðréttu falli af himnum ofan. Eldsnöggt réttir sá gamli út hægri höndina, grípur boltann, stingur honum í vasann og segir: “Við notum drævið þitt sonur sæll.” Þó faðirinn næði ekki drævlengd sonarins þá hefur hann örugglega slegið heimsmet með þessu höggi því engar spurnir eru af öðrum kylfingum sem leikið hafa það að grípa eigið teighögg. ÁBÁ.


Stiklur

Ljósm. ÁBÁ.

Þegar riðið er um héruð blasa hvarvetna við bautasteinar genginna kynslóða. Bautasteinar sem kippa nútímamanninum aftur um aldir og neyða hann til að gefa gaum því sem var. Ekki er nokkur vafi á að hollt er það hverjum Íslendingi að líta um öxl og átta sig á að erfiðleikar dagsins í dag er hjómið eitt miðað við það sem forfeður okkar máttu þola.

Minnismerki Látra Bjargar Á Grenivík er bautasteinn förukonu sem hét Björg Einarsdóttir (1716-1784). Kona þessi ólst upp á Látrum á Látraströnd og gekk af þeim sökum undir nafninu Látra Björg. Ófríð var hún sýnum, stórvaxinn og skapstygg. Látra Björg flakkaði um sveitir og bað sér beiningar þar sem henni hugnaðist ekki vistarbönd og að vera þar með öðrum háð. Valdsmaður nokkur vandaði um við Láta Björgu vagna förumennsku hennar. Um fund þeirra orti Látra Björg.

Táli pretta illu ann, aldrei dóma grundar; máli réttu hallar hann, hvergi sóma stundar. Er þessi staka barst til eyrna valdmanns reiddist hann mjög en Látra Björg sagði að vísan hefði verið lesin aftur á bak þegar hún var honum flutt. Rétt væri hún svona. Stundar sóma, hvergi hann hallar réttu máli, grundar dóma, aldrei ann illu pretta táli. Talið er að þetta sé fyrsta sléttubandavísa Íslenskrar tungu. Rétt er að geta þess að fræðimenn eru ekki sammála um eftir hvern vísan er og hefur hún verið kennd fleirum en Látra Björgu. Ef að líkum lætur má gera því skóna að Látra Björg hafi oft átt leið um Fjörður enda skammt að fara frá Látrum. Fagurt er í Fjörðum þá frelsarinn gefur veðrið blítt, heyið grænt í görðum, grös og heilagfiski nýtt.

En þegar vetur að oss fer að sveigja, veit ég enga verri sveit, um veraldar reit, menn og dýr þá deyja. Brimasamt er á Látraströnd sem opin veit mót norðvestri og er ekki að efa að sjónarspil náttúrunnar hefur orkað sterkt á skáldkonuna. Orgar brim á björgum, bresta öldu hestar, stapar standa tæpir, steinar margir veina. Þoka úr þessu rýkur, þjóð ei spáir góðu. Halda sumir höldar hríð á eftir ríði. Látra Björg var áhorfandi að hrapi manns í fjalllendinu við Látra. Sumar sagnir herma að þar hafi farið heitmaður hennar. Fallega það fer og nett, flughálkan er undir. Hann er að hrapa klett af klett, kominn niður á grundir. Samantekt ÁBÁ. VERKSTJÓRINN - 53


Stiklur Útilegumaðurinn:

Auðhumla:

Einar Jónsson var brautryðjandi í höggmyndalist á Íslandi. Norðan Menntaskólans á Akureyri stendur listaverk hans af útilegumanninum sem ekkja hans Anna Jónsdóttir, gaf Akureyrarbæ. Einar Jónsson fæddist á Galtafelli í Hrunamannahreppi 11. maí 1874. Hann lést 18. októÁBÁ. ber 1954. Allir sem líta Útilegumann Einars Jónssonar komast ekki hjá að verða snortnir af verkinu en flest verk Einars munu vekja sömu hughrif.

Ofan bæjar, sunnan Glerár, við Norðurmjólk er stytta af kúnni Auðhumlu eftir Ragnar Kjartansson sem KEA lét reisa árið 1986. Sem kunnugt er ÁBÁ. úr Goðasögum var kýrin Auðhumla til í Ginnungagapi þegar saman komu ís og hrím úr Niflheimi og logandi eldgneistar úr Múspellsheimi. Úr spenum Auðhumlu runnu fjórar mjólkurár. Auðhumla nærðist með því að sleikja hrímsteina og þarfnaðist því ekki að í hana væri borði hey sem nútíma kýr nærast á. Í nokkur ár hefur staðið til að flytja þetta listaverk niður í Grófargilið, sem í dag nefnist Listagil, en áður fyrr var þar miðstöð mjólkurvinnslu KEA. Þrátt fyrir nokkurra ára samvinnu Akureyrarbæjar og Norðurmjólkur þá hefur þessum aðilum ekki tekist að hreyfa kúna úr stað. Engan skal þó undra þetta sleifarlag á flutningi listaverksins því mjöltum er sýnilega ekki lokið og enginn kúasmali er svo ósvífinn að hreyfa við kú sem verið er að mjólka.

Helgi magri og Þórunn Hyrna: Á klöppunum ofan og norðan við íþróttarvöllinn á Akureyri er minnisvarði um Helga magra sem fyrstur manna settist að í Eyjafirði ásamt konu sinni Þórunni Hyrnu og hjúum. Það mun hafa verið árið 890 sem Helgi magri nam Eyjafjörð. Hann tók land á Árskógsströnd þar sem hann hafði vetursetu ásamt hjúum sínum. ÁBÁ. Árið eftir flutti hann sig að Bíldsá í fjarðarbotni handan fjarðar. Frá Bíldsá lá leið Helga og konu hans fram að Kristnesi sem stendur í vesturhlíðum Eyjafjarðar inn af fjarðarbotni.

Óðinshrafninn:

ÁBÁ.

54 - VERKSTJÓRINN

Á lóð Menntaskólans á Akureyri, norðan gamla skólans, stendur listaverk Ásmundar Sveinssonar (1893 – 1982) Óðinshrafninn sem afhjúpað var 17. júní 1990. Nafnið á listaverkinu höfðar til hrafna Óðins hverjir hétu Hugin og Munin. Óðinn sendi hrafna sína dag hvern um lendur sínar að afla frétta og sátu þeir jafnan á sitt hvorri öxl hans og sögðu honum tíðindi.


Jón Stefán Sveinsson: Í fjörunni inn af Akureyri stendur stytta Nínu Sæmundsson af Jóni Sveinssyni sem fullu nafni hét Jón Stefán Sveinsson. Best þekktur er Jón Sveinsson undir höfundarnafni sínu, Nonni. Hann ritaði Nonnabækurnar sem allir Íslendingar þekkja svo og milljónir erlendra lesenda en bækurnar hafa verið þýddar á meira en þrjátíu ÁBÁ. tungumál. Nonni fæddist á Möðruvöllum í Hörgárdal árið 1857 en átta ára gamall flutti hann með fjölskyldu sinni til Akureyrar. Frá höfuðstað Norðurlands lá leið Nonna til annarra landa þar sem hann dvaldi þar til lífsgöngu hans lauk í Þýskalandi árið 1944.

Ljósm. Friggi Magg.

Áður en golfbakterían smaug inn í æðar mínar fór frítími minn í veiðar á fiski og fiðurfé. Sumar eitt var ég við veiðar í Fnjóská og hafði fyrripartur dagsins farið í að horfa á laxinn við fætur mér. Hann tók ekki. Það var alveg sama hvaða brögðum var beitt. Fiskurinn leit ekki við neinu því agni sem honum var boðið. Allar mínar flugur bleytti ég í ánni án árangurs og matarmikill maðkurinn freistaði straumbúans ekki. Spón var bannað að nota fyrripart sumars í ánni og þótti mér það miður því að ég taldi mig nokkuð lunkinn með hann. Þegar tvær klukkustundir lifðu af veiðitímanum fór ég upp í bíl minn og hugðist reyna fyrir mér á öðrum veiðistöðum. Þegar ég er að snúast þarna við bílinn bar að veiðivörð árinnar. Tilkynnir hann mér með nokkrum

Óður til framtíðar: Listaverk þetta er eftir Jóhann Ingimarsson og stendur sunnan Glerár og austan við fyrirtækið Möl og Sandur hf. Listaverkið ber nafnið „Óður til framtíðar“ og var reist þegar Möl og Sandur hf. fagnaði 50 ára afmæli sínu árið 1996.

ÁBÁ.

Súlan EA-300: Á hafnarbakkanum er minnismerki um Súluna EA-300, sem skorið er út úr ryðfríu stáli. Skipið var smíðað í Noregi 1967. Það var selt til Belgíu til ÁBÁ. niðurrifs 2010. Skipið var alla tíð gert út frá Akureyri og var mikið afla- og happaskip. ÁBÁ.

Veiðileyfi? valdsmannsvip að veiði með spón væri stranglega bönnuð og þung viðurlög lægju við brotum á því. Ég sagði verðinum sem var að þetta boðorð hefði ég ekki brotið og jafnframt að ég vissi að þetta væri seinasti dagurinn sem þetta bann gilti því spónninn yrði leifður að morgni. „Rétt er það“ segir vörðurinn um leið og hann smeygir sér undir stýri. „Ég fer nú í eftirlitsferð upp með ánni og hingað kem ég ekki aftur í kvöld.“ Það var og. Að verðinum horfnum stökk ég niður að ánni þar sem ég hafði árangurslaust boðið laxinum flugur mínar og bústnu maðka og kippti á örskotsstundu upp fjórum 8 til 10 punda löxum. Lesandanum er látið eftir að geta sér til um agnið sem ég bauð fossbúanum í lok þessa veiðidags. ÁBÁ. VERKSTJÓRINN - 55


Launafl ehf. Reyðarfirði

Launafl ehf. stofnað Þegar undirbúningur að byggingu álvers ALCOA Fjarðaáls á Reyðarfirði hófst veltu Austfirðingar því fyrir sér hvernig tilkoma þess gæti komið austfirskum iðnfyrirtækjum til góða. Umræðan leiddi til þeirrar niðurstöðu að mikilvægt væri að heimafyrirtækin tækju annað hvort upp náið samstarf eða sameinuðust til að þau gætu ráðið við hin umfangsmiklu verkefni sem sinna þurfti í væntanlegu álveri. Hinn 6. júní árið 2006 (06.06.06) var Launafl ehf. stofnað og var stofnun félagsins bein afleiðing áðurnefndrar umræðu. Að Launafli stóðu í upphafi sex austfirsk fyrirtæki: G. Skúlason, Myllan, Rafey, Rafmagnsverkstæði Árna, Stjörnublástur og Vélgæði. Megintilgangurinn með stofnun Launafls var að koma á fót sterku austfirsku fyrirtæki sem hefði burði til að gera viðhaldssamning við Magnús ALCOA Fjarðaál. Markmið stofnenda Helgason. 56 - VERKSTJÓRINN

Launafls náðist og var viðhaldssamningur gerður á milli félagsins og álversins hinn 30. mars 2007. Viðhaldssamningurinn felur í sér að Launafl á að annast viðhald allra farartækja álversins, rafveitukerfið að miklu leyti, húsakost og hreinsivirki ásamt því að annast rekstur aðalverkstæðis og kranaverkstæðis.

Frá regnhlífarfélagi til fyrirtækis með sjálfstæða starfsemi Í upphafi var Launafl hugsað sem regnhlífarfélag sem skyldi annast skipulagningu þeirra verkefna sem viðhaldssamningurinn fól í sér en ætlast var til að fyrirtækin sem stóðu að stofnun Launafls myndu leggja til starfsmenn og búnað til að sinna verkefnunum. Í fullu samræmi við þetta var verkefnastjóri ráðinn til Launafls í febrúarmánuði 2007 og var hann í fyrstu eini starfsmaðurinn. Þegar á reyndi kom í ljós að þetta fyrirkomulag gekk ekki upp og nauðsynlegt


reyndist að ráða starfsmenn beint til Launafls og taka upp sjálfstæða starfsemi á vegum þess. Ráðinn var framkvæmdastjóri Launafls í júlímánuði 2007 og fjármálastjóri í ágúst 2008 auk iðnaðarmanna til að sinna þeim verkum sem fyrirtækið hafði tekið að sér. Þó svo að Launafl tæki upp sjálfstæða starfsemi hélt víðtæk samvinna við aðildarfélögin áfram og styðja félögin hvert annað með ýmsum hætti.

Fjölbreytt starfsemi og víðtæk fagþekking Launafl sinnir fjölþættri starfsemi og hefur innan sinna vébanda iðnaðar- og tæknimenn sem búa yfir víðtækri þekkingu. Á vegum fyrirtækisins er eru starfrækt eftirtalin svið: Vélaviðgerðir, málmsmíði, rafvirkjun, farartækjaviðgerðir, bifreiðaverkstæði, pípulagnir, byggingastarfsemi, verslun-lager og tæknideild. Þá er Launafl í tengslum við aðildarfélögin eins og fyrr segir, auk austfirskra verktakafyrirtækja, sem gerir fyrirtækinu kleift að bjóða í fjölþætt verk og bjóða upp á enn fjölbreyttari þjónustu en þá sem félagið veitir almennt. Fyrir utan þá starfsemi sem tengist viðhaldssamningnum við ALCOA Fjarðaál hefur Launafl lagt álverinu til sérhæfða framleiðslustarfsmenn sem gegnt hafa ýmsum störfum við álframleiðsluna.

Starfsmannafjöldi Eftir að tekin var upp sjálfstæð starfsemi á vegum Launafls fjölgaði starfsmönnum mjög hratt. Um mitt ár 2008 voru starfsmennirnir orðnir rúmlega 140 en á meðal þeirra voru á milli 70 og 80 sérhæfðir framleiðslustarfsmenn. Á árunum 2011-2012 hafa starfsmennirnir verið um 125 talsins. Sérhæfðum framleiðslustarfsmönnum hefur fækkað mikið og hafa að undanförnu verið á bilinu 15-20 en iðnaðarmönnum og tæknimönnum hefur aftur á mót fjölgað verulega. Fyrir utan þessa 125 starfsmenn hafa gjarnan 20 til 30 starfsmenn undirverktaka starfað að verkefnum sem Launafl sinnir. Launafl hefur ávallt kappkostað að vera sveigjanlegt fyrirtæki og lagt áherslu á að geta brugðist skjótt við þegar viðskiptavinurinn hefur þurft á þjónustu að halda. Starfsmenn Launafls hafa verið búsettir víða á Austurlandi. Flestir koma frá Reyðarfirði en annars hafa starfsmenn komið af svæðinu frá Breiðdalsvík í suðri til Seyðisfjarðar í norðri.

Bílalyfta.

Húsakostur og þróun starfseminnar Í febrúarmánuði 2008 festi Launafl kaup á húsnæði G. Skúlasonar að Óseyri 9 á Reyðarfirði. Í húsinu, sem er liðlega 1000 fermetrar, var fullkomið vélaverkstæði og verslun. Allir starfsmenn G. Skúlasonar á Reyðarfirði fluttu sig þar með um set og gerðust starfsmenn Launafls. Að Óseyri 9 er rekin verslunlager, trésmíðaverkstæði, rafmagnsverkstæði og blikksmiðja. Árið 2008 festi Launafl síðan kaup á öllum hlutabréfum í Rafmagnsverkstæði Árna á Reyðarfirði og var það sameinað starfsemi Launafls 1. september það ár. Öll hlutabréf í Vélgæðum á Fáskrúðsfirði voru síðan keypt í júlí 2008 og félagið sameinað Launafli frá 1. janúar 2009. Í árslok 2007 réðst Launafl í byggingu 1300 fermetra atvinnuhúsnæðis á Hrauni 3 á álverssvæðinu. Fullkomið farartækjaverkstæði var tekið í notkun í því húsi í september 2008 og í október 2009 tók þar til starfa vel búið vélaverkstæði auk þess sem skrifstofum, starfsmannaaðstöðu og mötuneyti var þar haganlega komið fyrir. Árið 2011 festi síðan Launafl kaup á jarðhæðum Austurvegs 20 og Austurvegs 20a á Reyðarfirði og þar hófst rekstur bifreiðaverkstæðis í febrúar 2012. Vélar og tæki Fjarðablikks ehf. á Reyðarfirði voru keypt í byrjun árs 2012. Á árinu 2011 var svo komið að einungis þrjú félög áttu eignarhluti í Launafli. Þetta voru G. Skúlason, Rafey og Myllan-Stál og Vélar en síðastnefnda félagið festi kaup á eignum Myllunnar sem var eitt þeirra félaga sem stóð að stofnun Launafls eins og fyrr segir. Með tímanum hefur viðskiptavinum Launafls VERKSTJÓRINN - 57


Launafli kleift að þjóna vel öllum þeim fyrirtækjum sem reka bílaflota. Rafvirkjar Launafls starfa að raflögnum og rafmagnsviðgerðum í húsum auk þess sem gert er við heimilistæki á verkstæði félagsins. Þá er Launafl með umboð fyrir hinar þekktu Siemens rafmagnsvörur.

Mikil áhersla á gæða- og öryggismál

Verkstæðið.

fjölgað. Fyrirtækið sinnir til dæmis verkum fyrir sveitarfélagið Fjarðabyggð, Eimskip, Vegagerðina, Olíudreifingu og Samskip svo nokkrir viðskiptavinir séu nefndir. Hið vel útbúna farartækjaverkstæði gerir

Innan Launafls er mikil áhersla lögð á gæða- og öryggismál. ALCOA Fjarðaál gerir miklar öryggiskröfur og því er brýnt að öll fyrirtæki sem þjóna álverinu móti skýrar og fullnægjandi reglur á því sviði. Gæðamálin hafa einnig verið tekin föstum tökum hjá Launafli og hefur fyrirtækið fengið B-vottun samkvæmt gæðakerfi Samtaka iðnaðarins og stefnt er að því að fá A-vottun á næstkomandi hausti. Þegar A-vottun er fengin þarf litlu við að bæta til að öðlast ISO-vottun. Magnús Helgason, framkvæmdastjóra Launafls ehf.

Leiðréttingar Ljósm. ÁBÁ.

Undir þessu greinarheiti reynist ritstjóra oft erfitt fingur að hræra. Ekki svo að skilja að erfitt sé að biðja lesendur afsökunar á rangfærslum, sem ratað hafa inn á síður blaðsins, en að fyrirgefa sjálfum sér eigin afglöpin er öllu erfiðara. Nú er það svo að ritstjóri þekkir mæta vel alla stjórnendur Verkstjórafélags Akureyrar og nágrennis, sem ber nú nafnið „Berg, félag stjórnenda“. Þrátt fyrir þessa þekkingu ritstjóra á stjórnendum félagsins þá tókst honum samt sem áður að brengla nöfnum þeirra í síðasta blaði. Þessi afglöp blasa við á bls. 57 í Verkstjóranum 2011 þar sem tilgreindir eru þeir sem tóku fyrstu skóflustungu að nýju orlofsheimili að Vatnsenda í Ólafsfirði. Þar er Sveinn Egilsson, varaformaður félagsins 58 - VERKSTJÓRINN

sagður einn þeirra þriggja, sem myndina prýða, en svo er ekki því að sá er þar stendur lengst til vinstri heitir Sveinn Eðvaldsson og er í orlofsheimilanefnd félagsins. Hlutaðeigendur eru vissulega beðnir velvirðingar en þeirri hugsun verður ekki varist að þarflaust var þessum aðilum að gera ritstjóra þann grikk að bera sama nafn og þar að auki nota sama upphafsstaf í föðurnafni sínu. Innan á kápu síðasta blaðs er gjaldkeri Verkstjórafélags Akureyrar og nágrennis sagður Eggertsson og er sá hinn sami fremur óhress með að vera feðraður upp á nýtt. Gestsson hefur nefndur maður verið frá fæðingu og heitir fullu nafni Gunnar Bakkmann Gestsson. Þessi villa er þeim mun pínlegri fyrir ritstjóra að nefndur gjaldkeri er búinn að vera vinnufélagi hans áratugum saman. ÁBÁ.


Kristján Jónsson Fæddur 9. október 1928 Dáinn 16. desember 2011 Kristján Jónsson forseti Verkstjórasambands Íslands, yfir 18 ára tímabil, lést í Reykjavík 16. desember 2011. Kristján var fæddur á Seyðisfirði 9. október 1928, ólst þar upp og lauk þar almennu iðnnámi í rafvirkjun. Í framhaldi þess náms lauk hann prófi frá rafmagnsdeild Vélskóla Íslands. Starfsvettvangur Kristjáns var alla tíð hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkurborgar þar sem hann starfaði í 45 ár, lengst af þeim tíma sem verkstjóri háspennudeildar. Kvæntur var Kristján Guðbjörgu J. Óskarsdóttur og varð þeim fjögurra dætra auðið. Árið 1970 gekk Kristján í Verkstjórafélag Reykjavíkur og þremur árum seinna mætti hann sem fulltrúi félagsins á 15. þing Verkstjórasambands Íslands. Á þessu fyrsta þingi Kristjáns var hann kosinn varaforseti samtakanna og sat í stjórn þeirra sem slíkur næstu fjögur árin.

Þórarinn Sigurjónsson Fæddur 26. júlí 1923 Dáinn 20. júlí 2012 Þórarinn fæddist 26. júlí 1923 í Sætúni í Vestmannaeyjum. Hann gerðist félagi í Verkstjórafélagi Suðurlands

Forseti Verkstjórasambands Íslands var hann kosinn 1977 og þeirri stöðu gegndi hann til ársins 1995 eða í átján ár. Samfellt var Kristján í framvarðarsveit verkstjórastéttarinnar í tuttugu og tvö ár. Of langt mál yrði upp að telja öll þau ráð og nefndir sem Kristján sat í fyrir verkstjóra á þessum árum en starfsheitið eitt og sér ætti að gefa nokkra hugmynd um það. Við sem áttu því láni að fagna að starfa með Kristjáni erum þakklátir fyrir að það tækifæri gekk okkur ekki úr greipum. Kristján var baráttumaður í besta lagi, rökfastur og fylginn sér. Á góðri stundu var hann hrókur alls fagnaðar, fremstur á meðal jafningja og ófeimin við strákapörin. Alvaran var þó aldrei langt undan þegar kom að hagsmunamálum verkstjóra. Þar stóð hann vaktina, vakinn og sofinn við stjórnvölinn. Verksstjórasamtökin eiga Kristjáni mikið að þakka og eru verk hans fyrir þessa stétt manna skráð á spjöld sögunnar. Um leið og Verkstjórasambands Íslands óskar Kristjáni velfarnaðar á nýjum stigum þá sendir það Guðbjörgu og dætrum hugheilar samúðarkveðjur.

Kristján Örn Jónsson forseti VSSÍ. Árni Björn Árnason, fv. forseti VSSÍ.

1957 og var kosinn ritari í stjórn félagsins það sama ár. Kosinn formaður félagsins 1959 og gegndi því embætti til ársins 1974. Kosinn varamaður í stjórn VSSÍ 1965 og aðalmaður í stjórn 1969 til 1975. Þórarinn var gerður að heiðursfélaga Verkstjórasambands Íslands 1976 fyrir störf sín í þágu verkstjórastéttarinnar. Um leið og Verkstjórasamband Íslands þakkar Þórarni fyrir störf hans þá sendir það eftirlifandi eiginkonu, Ólöfu Ingibjörgu Haraldsdóttur og börnum, hugheilar samúðarkveðjur. Kristján Örn Jónsson forseti VSSÍ.

VERKSTJÓRINN - 59


MINNING Brú, félag stjórnenda

Verkstjórafélag Hafnafjarðar

Birgir Arnarson Keilulandi 7 108 Reykjavík. Fæddur 18. apríl 1960 – Dáinn 12. des. 2011.

Stefán Jónsson Grænumörk 2 800 Selfossi. Fæddur 19. janúar 1931 – Dáinn 2. apríl 2012.

Kristján Jónsson Sléttuvegi 23 103 Reykjavík. Fæddur 9. okt. 1928 – Dáinn 16. des. 2011. Guðjón Þorsteinsson Funalind 1 201 Kópavogi. Fæddur 17. okt. 1933 – Dáinn 6. febrúar 2012. Ólafur H. Þorbjörnsson Kleppsvegi 64 104 Reykjavík. Fæddur 5. apríl 1926 – Dáinn 28. maí 2012.

Verkstjórafélag Suðurnesja Ásmundur Cornelius Vatnsholti 1d 230 Reykjanesbæ. Fæddur 1. sept. 1946 – Dáinn 4. apríl 2012.

Jaðar, félag stjórnenda

Sigurþór Magnússon Boðaþingi 5 203 Kópavogi. Fæddur 28. júlí 1928 – Dáinn 9. ágúst 2012.

Birgir Þór Erlendsson Höfðabraut 3 300 Akranesi. Fæddur 25. sept. 1935 – Dáinn 8. nóv. 2011.

Finnbogi R. Gunnarsson Langeyrarvegi 20 220 Hafnarfirði. Fæddur 20. júní 1931 – Dáinn 14. júní 2012.

Birgir Snæfell Elínbergsson Skarðsbraut 4 300 Akranesi. Fæddur 28. mars 1951 – Dáinn 3. janúar 2012.

60 - VERKSTJÓRINN


ÁBÁ.

Verkstjórafélag Norðurlands vestra

Vörður, félag stjórnenda Suðurlandi

Magnús Ólafsson Ægisgrund 14 545 Skagaströnd. Fæddur 22. febrúar 1945 – Dáinn 23. júlí 2012.

Þórarinn Sigurjónsson Laugardælum 1 801 Selfossi. Fæddur 26. júlí 1923 – Dáinn 20. júlí 2012.

Verkstjórafélag Vestmannaeyja Stjórnendafélag Austurlands Garðar S. Ásbjörnsson Túngötu 3 900 Vestmannaeyjum. Fæddur 27. mars 1932 – Dáinn 7. maí 2012.

Berg, félag stjórnenda Bjarni R. Sigmarsson Mýravegi 117 600 Akureyri. Fæddur 15. júlí 1929 – Dáinn 19. mars 2012. Jóhann Sigurðsson Ægisgötu 2 600 Akureyri. Fæddur 25. janúar 1944 – Dáinn 14. ágúst 2012.

Hafsteinn Sigurjónsson Túngötu 15 710 Seyðisfirði. Fæddur 1. apríl 1935 – Dáinn 24. nóv. 2011. Sigurjón Ólason Kvíabrekku 6 730 Reyðarfirði. Fæddur 27. júní 1923 – Dáinn 28. febrúar 2012. Klemens Sigtryggsson Árbakka 5 710 Seyðisfirði. Fæddur 12. mars 1935 – Dáinn 2. apríl 2012.

VERKSTJÓRINN - 61


Heimilisföng verkstjórafélaganna og formanna þeirra Brú, félag stjórnenda. Skipholti 50 d, 105 Reykjavík. Sími: 562-7070. Fax: 562-7050. Netfang: bfs@bfs.is Veffang: www.bfs.is Formaður: Skúli Sigurðsson, Maríubaugi 101, 113 Reykjavík. Sími: 587-6141. GSM: 898- 4713. V.Sími: 550-9960. Netfang: skuli@odr.is Þór, félag stjórnenda. Pósthólf 290, 222 Hafnarfirði. Netfang: vefthor@simnet.is Formaður: Ægir Björgvinsson, Sléttuhrauni 34, 220 Hafnafirði. Sími: 565-1185. GSM: 840-0949. Netfang: aegirb@simnet.is Verkstjórafélag Hafnarfjaðar. Hellisgötu 16, 220 Hafnarfirði. Sími: 555-4237. Pósthóf: 185. Formaður: Steindór Gunnarsson, Spóaási 3, 221 Hafnarfirði. Sími: 555-4237. GSM: 898-9760. Netfang: steindorg@simnet.is Jaðar, félag stjórnenda á Akranesi. Kirkjubraut 5, 300 Akranesi. Sími: 660-3286. Formaður: Kristján Sveinsson, Kirkjubraut 5, 300 Akranesi. Sími: 431-2586. GSM: 660-3286. Netfang: kristjans@n1.is Verkstjórafélag Borgarness. Tungulæk, 311 Borgarnesi. Sími: 617-5351. Formaður: Einar Óskarsson, Tungulæk, 311 Borgarnesi. Sími: 437-1191. GSM: 617-5351. V.Sími: 437-1000. Netfang: einaro@limtrevirnet.is Félag stjórnenda við Breiðafjörð. Silfurgötu 36, 340 Stykkishólmi. Sími: 438-1328. Formaður: Þorbergur Bæringsson, Silfurgötu 36, 340 Stykkishólmi. V.Sími: 438-1400. GSM: 894-1951. Netfang: baeringsson@simnet.is Verkstjórafélag Vestfjarða. Heiðarbraut 7, 410 Hnífsdal. Sími: 863-3871. Formaður: Sveinn K. Guðjónsson, Heiðarbraut 7, 410 Hnífsdal. Sími: 456-3831. GSM: 863-3871. V.Sími: 450-4616. Netfang: skg@frosti.is

62 - VERKSTJÓRINN

Verkstjórafélag Norðurlands vestra. Brennihlíð 9, 550 Sauðárkróki. Sími: 453-5042. Formaður: Hörður Þórarinsson, Brennihlíð 9, 550 Sauðárkróki. Sími: 453-5042. GSM: 848-4180. V.Sími: 453-5042. Netfang: hordurtho@visir.is Berg, félag stjórnenda. Furuvöllum 13 á 2. hæð, 600 Akureyri. Sími: 462-5446. Fax: 462-5403. Netfang: van@van.is Íbúð félagsins Ofanleiti 21. Sími: 568-7039. Formaður: Gunnar Backmann Gestsson, Aðalstræti 2b, 600 Akureyri. Sími: 462-5563. GSM: 899-1012. Netfang: gbgestsson@gmail.com Stjórnendafélag Austurlands. Austurvegur 20, 730 Reyðarfirði.           Sími: 864-4921. Netfang: sta@sta.is Íbúð félagsins Sóltúni 28, Reykjavík. Sími: 562-0161. Formaður: Benedikt Jóhannsson, Ystadal 3, 735 Eskifirði.           Sími: 476-1463. GSM: 864-4963. V.Sími: 470-6000. Netfang: benni@eskja.is Vörður, félag stjórnenda á Suðurlandi. Austurvegur 56, 800 Selfossi. Sími: 480-5000. Fax: 480-5001. Netfang: stjornandi@stjornandi.is Formaður: Jón Ólafur Vilhjálmsson, Miðengi 23, 800 Selfossi. Sími: 482-1694. GSM: 660-2211. V.Sími: 520-2211. Netfang: jonov@islandia.is og jono@sorpa.is Verkstjórafélag Vestmannaeyja. Bröttugötu 8, 900 Vestmannaeyjum. Sími: 481-1248. Formaður: Borgþór E. Pálsson, Bröttugötu 8, 900 Vestmannaeyjum. Sími: 481-1248. GSM: 823-6333. V.Sími: 488-3556. Netfang: brottugotu8@simnet.is Verkstjórafélag Suðurnesja, Félag stjórnenda á Suðurnesjum. Hafnargötu 15, 230 Reykjanesbæ. Sími: 421-2877. GSM: 897-9535. Fax: 421-1810 Netfang: vfs@internet.is Formaður: Úlfar Hermannsson, Ránarvöllum 4, 230 Reykjanesbæ. Sími: 421-3965. GSM: 897-9535. Netfang: ulfarh@internet.is Verkstjórasamband Íslands. Hlíðasmára 8, 201 Kópavogi. Sími: 553-5040 og 553-0220. Fax: 568-2140 Veffang: www.vssi.is Netfang: vssi@vssi.is Íbúð Sjúkrasjóðs verkstjóra Lautasmára 5, Kópavogi. Sími: 553-5093. Framkvæmdastjóri: Kristján Örn Jónsson. Forseti: Kristján Örn Jónsson.


Orlofsheimili verkstjórafélaganna Brú, félag stjórnenda. Orlofshús: Einisfold 1, Skorradal. Orlofshús: Áshvammi 8, Grímsnesi. Uppl. Brú, félag stjórnenda. Sími: 562-7070. Netfang: bfs@bfs.is Þór, félag stjórnenda. Orlofshús: Tvö hús: Svartagili, Borgarfirði. Uppl. Rúrik Lynberg Birgisson. Sími: 660-9680. Netfang: vefthor@simnet.is Uppl. Ægir Björgvinsson. Sími: 897-4353. aegirb@simnet.is Verkstjórafélag Hafnafjarðar. Orlofshús: Úthlíð, Biskupstungum. Orlofshús: Flúðum, Gnúpverjahreppi. Uppl. Reynir Kristjánsson. Sími: 664-5671. Netfang: reynir@hafnafjordur.is Jaðar, félag stjórnenda Akranesi. Orlofshús: Norðurás 9, Kambhólslandi í Svínadal. Uppl. Baldvin Bjarki Baldvinsson. Sími: 869-0205. Netfang: baldvinbb@internet.is Verkstjórafélag Borgarness. Niðurgreiddur orlofskostnaður. Upplýsingar gefur Einar Óskarsson. Sími: 617-5351. Netfang: einaro@bmvalla.is Félag stjórnenda við Breiðafjörð. Orlofshús: Svartagili, Borgarfirði. Orlofsíbúð: Ásholti 2, Reykjavík. Orlofsíbúð: Ásholti 42, Reykjavík. Uppl. Kristín Högnadóttir. Sími: 892-0674. Netfang: vfst@simnet.is Verkstjórafélag Vestfjarða. Orlofsíbúð: Gullsmára 5, Kópavogi. Uppl. Guðmundur Ásgeirsson. Sími: 893-3609. Netfang: gsa@samskip.is

Verkstjórafélag Norðurlands vestra. Orlofshús: Vesturhópi, Vestur Húnavatnssýslu. Uppl. Ragnar Árnason. Sími: 862-6142. Netfang: ragnar.a@simnet.is Berg, félag stjórnenda. Orlofshús: Vatnsendi, Ólafsfirði. Orlofsíbúð: Ofanleiti 21, Reykjavík. Uppl. Berg, félag stjórnenda. Sími: 462-5446. Netfang: van@van.is Stjórnendafélag Austurlands. Orlofsíbúð: Tvær íbúðir: Sóltúni 28, Reykjavík. Orlofsíbúð: Hjallalundi 18, Akureyri. Uppl. Sigurbjörg Hjaltadóttir. Sími: 474-1123. Netfang: sta@sta.is Vörður, félag stjórnenda á Suðurlandi. Orlofshús: Brekkuheiði 15, Bláskógarbyggð í Brekkuskógi. Orlofsíbúð: Lönguhlíð 2, Akureyri. Uppl. Jóna Dóra Jónsdóttir. Sími: 480-5000. Netfang: stjornandi@stjornandi.is Verkstjórafélag Vestmannaeyja. Orlofshús: Flúðum, Gnúpverjahreppi. Uppl. Guðni Georgsson. Sími: 897-7531. Netfang: gudnig@simnet.is Verkstjórafélag Suðurnesja. Félag stjórnenda á Suðurnesjum. Orlofshús: Skógarhlíð Húsafelli, Borgarfirði. Orlofshús: Álfasteinssundi 20, Hraunborgum Grímsnesi. Orlofsíbúð: Furulundi 13b, Akureyri. Uppl. Róbert Ólafsson. Sími: 897-3891. Netfang: rolafss@internet.is Verkstjórasamband Íslands. Sjúkraíbúð: Lautasmári 5, Kópavogi. Uppl. Skrifstofa VSSÍ. Sími: 553-5040. Netfang: vssi@vssi.is VERKSTJÓRINN - 63


Profile for Samband stjórnendafélaga

Verkstjórinn  

Verkstjórinn 2012 - 62. árgangur

Verkstjórinn  

Verkstjórinn 2012 - 62. árgangur

Profile for erlath
Advertisement