Verkstjórinn

Page 47

þolinmæði og bjartsýni sé drifkrafturinn, því að það er svo auðvelt að missa vonina þegar illa gengur. Símon heldur áfram að fræða okkur: „Haustið 2009 áttum við orðið skel í söluhæfri stærð og ákváðum að reyna fyrir okkur á innanlandsmarkaði með hana. Keypt var skegghreinsivél frá Ítalíu og hafist var handa við að fá vinnsluleyfi og var það í höfn í janúar 2010. Það gekk afar brösulega að fá veitinghúsin til að taka þessa vöru og setja hana á matseðlana og minnist ég sérstaklega veitingahúsanna á suðurströndinni, kokkarnir þar höfðu aldrei prófað að elda bláskel. Við vorum að senda og dreifa nokkrum tugum kílóa á viku það vorið en svo þegar sumarið kom með útlenda ferðamenn jókst salan verulega. Salan hjá okkur hefur margfaldast og með stöðugu framboði og góðri vöru hefur tekist að koma bláskel inná flesta þá veitingastaði sem hafa einhvern metnað í sjávarfangi og eins er bláskelin seld í smásölu á höfuðborgarsvæðinu.“ Íslensk bláskel þykir holdmikil og bragðgóð og leggja þeir félagar metnað í að viðskiptavinir fái gæða vöru á réttum tíma og telja þeir að íslensk bláskel sé komin til að vera valkostur í sjávarfangi á Íslandi um ókomna framtíð. Þara er hægt að matreiða á fjölbreyttan hátt og hann þykir góður og hollur En það er fleira sem þeir vilja nýta úr auðlind Breiðafjarðar. Samhliða bláskeljaræktuninni eru þeir byrjaðir að verka sjávargróður ( þang og þara) og þar eru mikil tækifæri. „Það kom okkur á óvart hvað mikið af beltisþara festist á línurnar og hvað hann vex hratt við þessi skilyrði. Þessa afurð viljum við nýta í stað þess að henda henni í hafið aftur. Þarna eru um verðmæti að ræða sem rétt er að nýta. Gæðin er eru mikil og

Girnilegur matur.

Alex Páll Ólafsson vitja um línurnar.

alltaf hægt að ganga að honum og tína af línunum. Við höfum komið okkur í sambönd við innlenda aðila og eru þeir farnir að kaupa af okkur þarann þurrkaðan. Við vinnum að vöruþróun með þarann. Eitt af því sem við erum að byrja á er að salta þararblöðin og selja þau þannig til útlanda“ segir Símon Sturluson Það er eins og með bláskelina að Íslendingar eru ekki vanir að borða þara. Það þarf að kenna Íslendingum að meta þessa hollustu úr hafinu. „Ég kalla þarann og annan sjávargróður sjávargrænmeti. Hvað er þetta annað? Þarinn er góður matur. Ég hef smakkað hann eldaðan á ýmsan hátt. Hann er hitaeiningasnauður og afar ríkur af steinefnum og trefjaefnum sem draga í sig kólesteról og þungmálma. Við flytjum inn afurðir úr sjávargróðri fyrir 30 milljónir á síðasta ári. Það er óþarfi að flytja þessa vöru inn þegar hægt er að framleiða hana hér á landi. Nú er komið að okkur að læra að borða hana.“ segir Símon. Íslensk bláskel ehf. hefur hafið sölu á söltuðum beltisþara til Frakklands og einnig að safna sölvum og þurrka. Þararæktun hentar prýðilega samhliða bláskeljarræktun. Hægt er að samnýta báta, húsnæði, mannskap og sölu- og dreifingakerfi. Að lokum sagði Símon frá því að ýmsilegt væri hægt að selja sem áður hefur ekki verið talin söluvara. Ein er afurðin sem Íslensk bláskel er byrjuð að senda frá sér. Það er sjór á flöskum. Veitingamennirnir á Sjávarkjallaranum vilja fá hreinan A-vottaðan sjó héðan til að elda bláskelina frá okkur uppúr og það er lítið vandamál að uppfylla þær óskir. Það verður fróðlegt að fylgjast með vexti Íslenskrar bláskeljar ehf. og eitt er víst að áhuginn og dugnaður hefur fleytt þeim Símoni og Alex Páli yfir erfiðasta hjallann. Gunnlaugur Auðunn Árnason. VERKSTJÓRINN - 47


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.