Verkstjórinn

Page 13

Skýrslur félaga til Landsfundar 2008 Mynd: Jörundur Traustason.

Á Landsfundi VSSÍ, sem haldinn var í Reykjavík 17. maí 2008 lögðu aðildarfélögin fram skýrslur sínar um starfsemina á liðnu ári. Skýrslur félaganna eru birtar hér að neðan styttar og endursagðar. Gerð var þokkaleg góð grein því í síðasta Verkstjóra hvers vegna skýrslurnar eru ekki birtar í heild og er hér vísað til þess sem þar er sagt.

Verkstjórafélag Reykjavíkur

ÁBÁ.

Félagar um síðustu áramót voru 689, þar af 505 skattskyldir. Á síðasta ári voru skráðir inn 32 nýir félagar en 24 það sem af er þessu ári, sem er um 1,0% fjölgun sé horft til heildar félagafjöldans. Fjárhagsstaða félagsins er mjög góð eins og undan farin ár en tekjuafgangur síðast liðins árs var 3,5 milljónir. Handbært fé í félagssjóði var 19,1 milljónir um síðustu áramót en handbært fé í félagssjóði árið áður var 10,7 milljónir. Eignir hafa aukist úr 105,5 milljónum árið 2006 í 117,2 milljónir árið 2007, sem er 11% hækkun á milli ára. Gefin voru út 4 tbl. af 8. árgangi Stjórnandans og eitt blað hefur verið gefið út það sem af er þessu ári. Heimasíðu VFR er stöðugt verið að uppfæra með nýjum upplýsingum en hún er tæki nútímans og mjög mikið skoðuð. Á henni er allt að finna, sem félagar í VFR þurfa á að halda.

Trúnaðarráð var kallað saman tvisvar sinnum á starfs árinu. Í hið fyrra sinni 7. febrúar þar sem 26 mönnum var sent fundarboð og 15 mættu auk stjórnar VFR og í seinna sinnið 2. maí þar sem sama fjölda var sent fundarboð og mættu þá 10 auk stjórnar VFR. Einn almennur félagsfundur „opið hús“ var haldinn 7. nóvember 2007. Á starfsárinu fengu 9 félagsmenn fræðslustyrk frá Verkstjórafélagi Reykjavíkur að upphæð kr. 199.445,- en 86 félagar fengu íþrótta- og tómstundastyrk. Í dag getur hver félagsmaður fengið 12.000,- kr á hverju 12 mánaða tímabili en þessi upphæð var hækkuð úr 9.000,- kr. VERKSTJÓRINN - 13


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.