Verkstjórinn 2006

Page 25

Verkstjórinn 2006 copy

18.11.2006

11:07

Page 25

Hvaða verkefni er átt við? Samskipti við menntamálaráðuneyti og iðn- og verkmenntaskóla. Með stofnun IÐUNNAR er kominn öflugur grunnur fyrir hvers konar kynningarstarf. Eins má nefna að breiður starfsgrundvöllur IÐUNNAR gefur færi á því að laða að fleiri starfsgreinar til samstarfs í menntamálum. Umsýsla námssamninga og sveinsprófa Námssamningar • Móttaka umsókna fyrir námssamninga • Skráning gagna • Staðfesting námssamninga • Umsýsla námssamninga Þegar nemi og meistari ákveða að gera samning um starfsþjálfun nemans senda þeir umsókn um gerð námssamnings til umsýslusviðs IÐUNNAR. Námssamningurinn er gerður í fjórriti og sendur meistara til undirritunar. Nemi og meistari undirrita samninginn og senda til umsýslusviðs. Þegar samningurinn hefur verið staðfestur hjá IÐUNNI - fræðslusetri eru eintök nema og meistara send til þeirra, eitt eintak er sent í skólann og IÐAN heldur einu eintaki. Ef nemi getur ekki lokið námi sínu hjá meistaranum verða þeir að rifta námssamningnum formlega og tilgreina ástæðu riftunar. Riftunarbeiðni þarf að vera í þríriti, eintak nema, eintak meistara og eitt eintak fer til IÐUNNAR ásamt eintökum nema og meistara af námssamningnum. Sveinspróf • Móttaka umsókna • Skráning gagna • Þjónusta við sveinsprófsnefndir

Fundur á skrifstofu Verkstjórasambands Íslands. Kristín Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri VSSÍ. Hildur Elín Vignir, forstöðumaður Iðan – fræðslusetur ehf.

Sveinspróf eru haldin einu sinni til tvisvar á ári og umsóknarfrestur er auglýstur í dagblöðum. Það er háð fjölda umsækjenda hvort og hve oft sveinspróf eru haldin. Umsóknum um sveinspróf ber að skila til IÐUNNAR - fræðsluseturs fyrir auglýstan umsóknarfrest ásamt umbeðnum fylgigögnum. Upplýsingar um sveinsprófin eru settar á heimasíðu umsýslusviðs um leið og þær liggja fyrir. Prenttæknisvið IÐUNNAR Á síðustu árum hefur stafræna byltingin í myndvinnslu gerbreytt starfsháttum þeirra sem vinna við prentiðnað og ljósmyndarar, hönnuðir og prentsmiðir vinna nær eingöngu með stafræn gögn og tæki. Þekktasta forrit myndvinnslunnar er Photoshop sem sumir telja jafnmikilvæga uppfinningu og filmuna á sinni tíð. Prenttæknisvið Iðunnar fræðsluseturs stóð fyrir Íslandsheimsókn Ben Willmore, eins af þekktustu photoshopgúrúum heims í byrjun október, þar sem fagmönnum í myndvinnslu, hönnuðum, prentsmiðum og öðrum gafst kostur á að sitja tveggja daga námskeið með manni sem einn af aðalverkfræðingum NASA sagði að hefði flutt besta photoshop námskeið sem hann hefði setið. Tugir þúsunda einstaklinga allt frá byrjendum til starfandi fagmanna hafa setið námskeið hjá Willmore og ber saman um að honum takist að svipta hulunni af virkni þessa magnaða forrits. Bygginga- og mannvirkjasvið IÐUNNAR Ein af nýjungum á Bygginga- og mannvirkjasviði er nám fyrir ófaglært starfsfólk sem vinnur í byggingariðnaði. Við mannvirkjagerð starfar fjöldi manna sem ekki hefVERKSTJÓRINN – 25


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.