__MAIN_TEXT__

Page 1

ENDURMENNTUN HÍ

Brandon Rennels um SIY-námskeiðið hjá Endurmenntun HÍ

Aðferð Google til að öðlast hugarró þrátt fyrir álag Núvitund og taugavísindi eru ef til vill ekki það sem fólk flest tengir við dagleg störf. Þó eru þetta lykilatriði í nútímavinnu­sálfræði, upphaflega komin frá Google. Endurmenntun Háskóla Íslands hefur boðið upp á námskeið sem vinnandi fólki er ætlað að „skoða eigin huga“ þegar nútímatækni er að gera allt vitlaust. Umsjón kynningar: Gísli Kristjánsson Myndir: Aðsendar

sama heiti meðal starfsmanna tölvurisans Google um nokk­­ urt skeið. Chade-Meng Tan var sjálfur einn af fyrstu starfs­­ mönnum Google og leiddi með­al annars þróun á leitar­­vél­­ inni fyrir farsíma. Hjá Google byrjaði Meng svo að þróa æfingar og þjálfun sem myndu auka vellíðan í starfi með því að blanda saman fornum hugleiðsluaðferðum og nýjustu rannsóknum í tauga­­ vísindum. Á undanförnum árum hef­­ ur Endurmenntun lagt mik­­ inn metnað í að fá erlenda sérfræðinga til að halda nám­­skeið á ýmsum sviðum. Þeirra á meðal hafa verið nokkrir sérfræðingar frá Harv­ ard-háskóla. Með þessu vill Endur­­menntun stuðla að enn fjölbreyttara framboði nám­­ skeiða. Kostir þess að sækja námskeið með erlendum sérfræð­­ingum hér á landi frem­­ ur en erlendis eru lægri kostn­­ aður og sparnaður á tíma og fyrir­­höfn og oft á tíðum styrkir það tengslanetið.

þrátt fyrir álag. Lykilatriði í vinsældum námskeiðsins er að það var þróað meðal starfsfólks Google – þar sem ekki þýðir að bjóða upp á bull – og í sam­­ starfi við virta vísindamenn í taugafræðum.“ Hann viðurkennir engu að síður að mörg hugtök í þess­­ um fræðum minni á Austur­­ landaspeki enda byggt að hluta á reynslu þaðan. „Þessi aðferð – Search Inside Yourself – er ósköp veraldleg og ekki trú en sækir samt í hug­­leiðsluaðferðir sem eiga upp­­haf sitt í gamalli visku í Aust­urlöndum. Þessi viska ásamt nýjustu taugavísindum er notuð til að hjálpa fólki við hvers­dagsleg vandamál í dag. Þetta er ekki byggt á ein­ hverju heimspekikerfi öðru en því að viðurkenna að við erum öll mannleg og mætum öll áþekkum erfiðleikum í vinnunni og daglegu lífi. Ég sjálfur byggi bæði á reynslu af starfi með hinum virta Thich Nhat Hanh og öðrum þjálfurum í núvitund og sem venjulegur ráðgjafi á fyrirtækjamarkaði.“

Þróað hjá Google Bandaríkjamaðurinn Brandon Rennels verður með hið eftirsótta námskeið Search Inside Yourself á vegum Endurmenntunar Háskóla Íslands. „Ég byggi bæði á reynslu af starfi með hinum virta Thich Nhat Hanh og öðrum þjálfurum í núvitund og sem venjulegur ráð­ gjafi á fyrirtækjamarkaði.“

Þ

etta er í annað sinn sem námskeiðið Search Inside Your­­­ self á vegum sam­­ nefndrar stofnunar í stjórnun er haldið hér. Námskeiðinu var afar vel tekið meðal þátt­­­ 74 FRJÁLS VERSLUN 2 tbl. 2017

takenda síðastliðið vor. Kennari í ár er Brandon Rennels. SIY-stofnuninni var komið á laggirnar af Chade-Meng Tan, höfundi metsölubókarinnar Search Inside Yourself, en hann þróaði og hélt námskeið undir

Í viðtali við Frjálsa verslun seg­ ir Brandon að vissulega séu í boði margar aðferðir eða tækni til að takast á við álag í starfi og daglegu lífi. „Aðferðin í Search Inside Your­­self byggist á blöndu af núvitund (mindfulness), tilfinn­­ingagreind og nýjustu þekk­­ingu í taugavísindum. Reynsl­­an sýnir að með þessari aðferð er hægt að ná tökum á streitu og öðlast hugarró

Merkilegar niðurstöður í taugavísindum Í þessum fræðum er mikið vísað í nýjustu rannsóknir í tauga­­vísindum, rannsóknir sem fara fram við virta háskóla. Þó eru þeir sem námskeiðin sækja engir taugasjúklingar. Brandon útskýrir þetta nánar: „SIY-aðferðin byggist að hluta á nýjustu rannsóknum á tengslum taugakerfis og núvitundar. Þetta er tiltölu­­

Á undanförnum árum hefur Endurmenntun lagt mikinn metnað í að fá erlenda sérfræðinga til að halda námskeið á ýmsum sviðum. Þeirra á meðal hafa verið nokkrir sér­ fræðingar frá Harvardháskóla.

mælanlegur í heilanum.“ SIY-aðferðin varð til hjá Google. Við spyrjum því Brandon hvort nútíma­­tölvu­­ tækni krefjist annars konar hugsunar en hefðbundin störf við framleiðslu. Hann tekur undir þetta: „Margt hefur breyst með nýrri tækni, þar á meðal að streymi upplýsinga til okkar hefur margfaldast. Heilinn verður að vinna úr miklu meiru en áður. Það verður stöðugt erfiðara að halda athyglinni í öllum

„Það var enginn hörgull á efasemdafólki þegar þetta starf hófst hjá Google; ófáir verk­­ fræð­­ingar og tölvunar­­fræð­­ingar hristu bara hausinn. Mikil áhersla var lögð á vísindin að baki núvitund en það voru æfingarnar sem skiluðu ár­­ angri. Þær skiptu mestu máli og öfluðu námskeiðunum vin­­ sælda. Síðan hefur þetta verið kennt á ótal vinnustöðum og nýtur í dag viðurkenningar. Fólk segir að þetta hjálpi því bæði í vinnunni og heima.

Fólk er fólk En verður Brandon var við mikinn menningarmun í vinnu sinni um allan heim? „Fólk er fólk, sama hvort það er frá San Francisco, Dubai eða sveitum Ohio. Oftast er fólk að fást við sömu vandamálin. Auðvitað eru menningarheimar ólíkir og hefðir og venjur í samskiptum fólks ólíkar en mín reynsla er sú að innan hvers menningarsvæðis sé mikil fjöl­­breytni. Það er gagnlegt

ENDURMENNTUN HÁSKÓLA ÍSLANDS Endurmenntun Háskóla Íslands býður upp á fjölbreytt námskeið sem fjöldi fólks úr atvinnulífinu hefur nýtt sér. Á undanförnum árum hefur verið lagður metnaður í að auka framboð námskeiða og fá erlenda sérfræðinga til að halda hér námskeið á ýmsum sviðum. Þeirra á meðal hafa verið nokkrir sérfræðingar frá Harvard-háskóla.

lega nýtt svið innan tauga­­vís­­ indanna, sem annars eru gömul grein. Síðustu ár hefur komið í ljós að allt sem við hugsum, gerum og veitum athygli hefur mælanleg áhrif á taugakerfið og heilann. Þetta er mjög for­­ vitnilegt. Heilinn hreinlega breytist með athöfnum okkar og hugsunum. Þetta kom fyrst fram í rann­­ sóknum Söru Lazar á áhrifum hugleiðslu við Harvard-háskóla árið 2005. Hún sýndi fram á að löng þjálfun við hugleiðslu leiddi til breytinga á heilanum. Þessar breytingar sjást ekki hjá þeim sem ekki stunda hugleiðslu. Breytingarnar komu fram í heilanum þar sem til­finn­­ingagreindin situr. Þetta hefur síðan verið rannsakað mjög mikið og í ljós hefur komið að þeir sem ástunda núvitund ná betri stjórn á til­­ finningum, skerpa athygli og bæta sjálfsvitund. Munurinn er

þessum flaumi. Og það er stöð­ ugt erfiðara að finna tíma til að setjast niður og hugsa sinn gang. Þetta er sérlega erfitt fyrir stjórnendur fyrirtækja, sem verða að halda athyglinni á mörgum sviðum samtímis. Þetta eykur þörfina á að þróa og skerpa athyglisgáfuna. Hraðinn í samskiptum fólks vex og mörg störf krefjast náins samstarfs við aðra. Alveg óháð starfsgreinum skipta mannleg samskipti stöðugt meira máli og með nýrri tækni bætast við samskipti við fólk í mjög ólíkum greinum. Við verðum að skerpa hugann og læra betur á okkur sjálf til að ráða við þetta. Við þurfum bæði að skilja okkur sjálf og skilja aðra.“

Hristu fyrst höfuðið En hittir Brandon oft efasemda­­ fólk á námskeiðum sem segir: Nei, þetta gagnast mér ekki?

Engu að síður er það svo að mörgum veitist erfitt að skilja þessar hugmyndir. Á nám­­skeiði í hefðbundnu fram­­leiðslu­­fyrir­­ tæki kom maður til mín í fyrsta hléi og sagði: „Ég er ekki vanur að hlusta og hugleiða. Ég gríp fram í og segi mína meiningu strax. Þannig er ég vanur að skiptast á skoðunum við annað fólk!“ Ég þakkaði honum hrein­­ skiln­­ina, sagðist þekkja þetta, en bað hann lengstra orða að sitja nú á strák sínum þó ekki væri nema fram á næsta dag. Að kvöldi annars dags kom hann til mín og sagði: „Ég held ég hefði gott af að hlusta meira.“ Þetta þótti mér mikill sigur. Mér tókst að mæta efasemdum með skilningi, hlustaði og veitti manninum athygli. Það bætir samskipti fólks ótrúlega mikið ef það finnur að á það er hlustað.“

að þekkja sérkenni og venjur einstakra menningarhópa en mestu máli skiptir að mæta öðru fólki með opnum huga, hafa augu og eyru opin og læra af öðr­um á sama hátt og þú vilt að þér sé veitt athygli.“ Námskeið Brandons verður haldið hjá Endurmenntun hinn 4. apríl næstkomandi. Skráning fer fram á endurmenntun.is.

„Aðferðin í Search Inside Yourself byggist á blöndu af núvitund (mindfuln­ ess), tilfinninga­greind og nýjustu þekkingu í taugavísindum. Reynslan sýnir að með þessari aðferð er hægt að ná tök­ um á streitu og öðlast hugarró þrátt fyrir álag.

FRJÁLS VERSLUN 2 tbl. 2017 75

Profile for Endurmenntun Háskóla Íslands

Aðferð Google til að öðlast hugarró þrátt fyrir álag  

Viðtal við Brandon Rennels, kennara á námskeiðinu Search Inside Yourself, í Frjálsri verslun. Námskeiðið verður haldið þann 4. apríl næstk...

Aðferð Google til að öðlast hugarró þrátt fyrir álag  

Viðtal við Brandon Rennels, kennara á námskeiðinu Search Inside Yourself, í Frjálsri verslun. Námskeiðið verður haldið þann 4. apríl næstk...