Page 1

1

1


2

2


Mafían 6.tölublað 2013 Ritstjóri Úlfar Viktor Björnsson bhsulfarviktor@gmail.com Markaðsstjóri Elías Arnar Hjálmarsson elli.hjalmarsson@gmail.com Hönnun og umbrot Elvar Smári Júlíusson es.juliusson@gmail.com Prentun Oddi

3

3


Skólaverkefni eftir Agnesi Láru Árnadóttur nemenda á Listnámsbraut

4

4


Efnisyfirlit Ávarp Ritstjóra .................................................................. bls. 6 Ávarp Formanns ............................................................... bls. 8 Jón Jónsson ...................................................................... bls. 10 Pizzatown .......................................................................... bls. 18 Árangurssaga Arneyjar ................................................... bls. 19 Where is the Löve? ........................................................... bls. 20 Nefndir nemendafélagsins ............................................. bls. 22 Mér var nauðgað ............................................................ bls. 24 Sturlaðar Staðreyndir ...................................................... bls. 26 Hvernig skal komast í gegnum Breiðholtið ................... bls. 28 Unnsteinn Manuel ........................................................... bls. 30 Endalaus flótti í leit að betra lífi ...................................... bls. 38 Viðburðir ársins ................................................................ bls. 40 Blóði drifinn Borgarholtsskóli .......................................... bls. 52 Ylfa Rúnars ....................................................................... bls. 54 Sölvi Tryggva .................................................................... bls. 60 Ingi Bogi aðstoðarskólameistari....................................... bls. 66

5

5


6

6


ávarp ritstjóra Ágæti lesandi. Eftir óralanga bið hefur tölublað Mafíunar loksins litið dagsins ljós. Mafían kom síðast út fyrir heilum 5 árum síðan. Það þýðir að elstu nemendur skólans og jafnvel heil kynslóð útskriftarnemenda hafa klárað námið án þess að til útgáfu hafi komið. Ég hef oft verið þekktur sem „gæinn sem skrifar pistlana“ eða „gaurinn með bloggið“. Ég ákvað því að nú ætti að verða að þessu og að ég myndi taka þetta verkefni að mér. Mig hafði lengi langað til að gefa út tímarit, þótt aldrei hafi orðið að því. Ég á svolítið til með að hoppa úr einu í annað og viðurkenni fúslega fljót-

7

færni mína. Ég renndi því frekar blint í sjóinn en í hreinskilni sagt var ég svolítið áhyggjufullur yfirreynsluleysi mínu. Þetta hefur verið heilmikið basl en ég ákvað þó að frekar myndi ég leggja allan minn metnað og gera þetta af heilum hug. Með mér í lið fékk ég Elías Arnar markaðsstjóra sem hefur verið mín stoð og stytta fyrir þetta blað og að sjálfsögðu vil ég þakka öllum þeim sem að lögðu vinnu til þess að þetta blað yrði að veruleika. Sumarið 2011 fékk ég vinnu í Jafningjafræðslu Hins Hússins þar sem við meðal annars skrifuðum pistla í blöð og tókum viðtöl. Ég væri þá að ljúga ef ég

segði að það hafi ekki gefið mér smá grunn á blaðaskrifum. Útgáfa Mafíunar var þó að mörgu leyti frábrugðin og ég hefði aldrei trúað því hvað þetta s t a r f e r l æ rd ó m s r í k t . Heilt yfir gekk útgáfan mjög vel, fjármögnun fyrir blaðinu var árangursrík og efnið er að mínu mati áhugavert og skemmtilegt til lesturs. Ég reyndi að hafa efnið fjölbreytilegt og eitthvað fyrir alla. Meðal viðmælenda minna var snillingurinn Unnsteinn Manuel úr Retro Stefson og einn flottasti fjölmiðlamaður landsins Sölvi Tryggvason. Ég vona að þú, ágæti lesandi, njótir þess að lesa blaðið og hafir gagn og gaman af.

7


8

8


ávarp formanns Minn minnisstæðasti atburður í Borgó er Busadagurinn 2007 (do the math, ég er búinn að vera hérna lengi), fengum okkar eigin bol, rauðan og sætan, merktur númerinu 38, ég þekkti tvo «hópstjóra» þannig að ég var skíthræddur, það var ekki allur fjandinn bannaður þá og ég var látinn skríða í gegnum fiskislor og álíka viðbjóð. Ég mætti á ballið, hvít skyrta og svart bindi, eða ekki, svona man ég ekkert, ofanálag var ég eins og hobo í úlpunni minni. Það var haldið á Broadway en ég hafði aldrei áður komið þar inn, sjúklega spenntur og mættur á slaginu. En það var enginn þar, örfáir busar sem að vissu ekki þessar ótöluðu reglur menntaskólasamkvæma, kúl fólkið lætur bíða eftir sér. Ég tyllti mér niður með einum félaga mínum úr ensku, Júlí Heiðari og við slöppuðum af þangað til að dansinn byrjaði, þar sem

9

ég dansaði af mér rassinn, kvöldið endaði svo á því að ég var sleiklaus og pabbi kom að sækja, enda var það ekki fyrr en á busaballinu á þriðja árinu mínu sem ég fór fyrst í ballsleik. Það sama ár ákvað ég að taka þátt í nemendaráðinu, það vantaði fólk þegar önnin var nýbyrjuð og ég tók þá ákvörðun að fara í ritnefnd, sem var hætt við þannig að ég skellti mér í málfundafélagið, gerði Gettu Betur og MoRFÍs að mínum aðaláhugamálum, þó svo að ég hafi ekki gegnt miklu gagni fyrsta árið, stjórnin sá um mestallt enda var Birta varaformaður í MoRFÍs liðinu. Ég er núna að klára mitt fjórða og skemmtilegasta ár í nemendaráðinu. Ég hef raðað upp og gengið frá borðunum í matsalnum oftar en einhver annar nema húsverðirnir, þó svo að hann sé bara einn núna. Ég kynntist fleiri snillingum á þessu tímabili en

ég mun einhverntímann, talað við stjörnur eins og Óla Geir og Góa. Það að fara í nemendaráðið var það besta sem ég gat gert í menntaskóla, mamma hætti að væla í mér að fara að æfa einhverja íþrótt eða fá mér áhugamál, því hver þarf á því að halda. Ég kynntist mun fleirum en ég gæti ímyndað mér að ég hefði gert annarsstaðar. Ég hvet alla sem hafa áhuga á því og metnað til þess að kynna sér störf okkar og bjóða sig fram í kosningunum í lok apríl. Það þarf öflugt fólk í starfið og vonast ég sérstaklega eftir því að mínir kæru busar bjóði sig fram í eitthvað þar sem að þeirra áhugasvið liggur. Að lokum vil ég þakka öllum Borghyltingum fyrir ótrúlega öflugt og gott skólaár og óska ykkur til hamingju með nýja skólablaðið.

9


10

10


Jón Jónsson 11

Jón Ragnar Jónsson hefur verið að skjótast upp á stjörnuhiminn Íslendinga um þessar mundir og má með sanni segja að hann sé að gera góða hluti þar. Á síðasta ári fékk hann draum sinn uppfylltan þegar hann skrifaði undir samning hjá útgáfustjóranum L.A. Reid í Epic Records sem tilheyrir Sony samsteypunni. Hann segist þó langur vegur framundan og hlakkar til að sjá hvert framhaldið liggur en segist ætla fyrst og fremst að einbeita sér að fjölskyldunni sinni, en hann á von á nýjum meðlim innan nokkurra mánaða með unnustu sinni. 11


Ætli Hitler myndi fýla mig? Margt hefur drifið á daga Jóns enda virkilega upptekinn maður. Fyrir utan það að vera einn af okkar flottustu tónlistarmönnum er hann lærður hagfræðingur, ritstjóri hjá Monitor, knattspyrnumaður hjá FH, og að sjálfsögðu kærasti, ástmaður og verðandi faðir. Maður spyr sig, hvernig hefur einn maður svona mikinn tíma til þess að sinna svona mörgu? Hvernig byrjaði þetta allt hjá honum? Hvað er hann að bralla þessa dagana? Við fórum og hittum á Jón þar sem hann var önnum kafinn í vinnunni sinni að undirbúa næsta tölublað. Þar leyfði hann okkur að rýna betur inn í líf sitt, líf snillingsins með fögru röddina sem að þjóðin hyggst elska.

Söng í slökkvitækið hjá ömmu og afa

Jón segir tónlistaráhuginn hafi í rauninni alltaf verið til staðar. „Ég hef verið að syngja frá því ég man eftir mér. Ég held að ég hafi verið 4 ára þegar lagið Sókrates var í Eurovision og ég kunni það alveg aftur á bak og áfram. Það eru til einhverjar myndir af mér syngja í slökkvitækið heima hjá ömmu og afa.“ Jón fór strax í Tónlistarskóla Hafnarfjarðar þegar hann var aðeins 6 ára gamall. Það var þó ekki fyrr en um 8 ára aldurinn þegar hann valdi sér hljóðfæri og varð klassískur gítar fyrir valinu. „Ætli ég hafi ekki verið eitthvað rúmlega 10 ára þegar pabbi var búinn að kenna mér grip og eitthvað svoleiðis. 12

Þá var maður líka byrjaður að geta samið lög, sem voru náttúrlega ekkert geggjuð lög en það var allavega byrjunin.“ Hann segir aldrei hafa komið upp eitthvað eitt augnablik sem honum datt allt í einu að fara að hafa áhuga á tónlist heldur er þetta eitthvað sem að hefur þróast með árunum. „Maður fær náttúrulega reynslu á því að vera í tónlistarskóla, einnig var gríðarleg reynsla að vera í söngleikjunum í Verzló, að vera á sviði og syngja fyrir framan fullt af einhverju liði og fara í alvöru stúdíó og taka upp lögin.“ Það var þó ekki fyrr en þegar hann hóf nám í Boston árið 2006 þegar hann byrjaði að íhuga sína eigin tónsmíð. 12


„Manni fannst mjög töff að einhverjir Kanar voru að hrósa einhverju lagi sem maður hafði gert“. Eftir að hafa spilað þar á einhverjum tónleikastöðum og fengið feykigóð viðbrögð ákvað hann að láta til skarar skríða og gefa út lag á Íslandi og var fyrsta lagið sem fór í spilun „Lately“. „Það er ágætislag svosem... kærastan þolir það ekki.“ segir Jón og hlær.

Ástarlögin ekki samin um kærustuna

Flestir sem að þekkja til texta Jóns Jónssonar vita að hann gefur út mikið af fallegum ástarlögum. En Jón segir þau ekki vera samin sérstaklega um kærustu hans. „Ég skil alveg að fólk skuli halda það og í sjálfu sér er það pottþétt eitthvað í undirmeðvitundinni því hún er auðvitað eina kærastan mín ever, mín eina reynsla á því að vera eitthvað með hinu kyninu.“ Hann segir mikið af þessum textum bara uppspuni og eitthvað sem maður gæti ímyndað sér eftir að hafa horft á bíómynd. „Mikið af þessum textum er t.d. um gaur sem er búinn að vera að sofa hjá einhverri stelpu en hún vill meira og hann er að átta sig á einhverju sem að ég hef aldrei gert.“ Hann segir þó inn á milli séu alveg persónulegir textar og að það sé oft kveikjan á textasmíð hans.

„Ég er bara fljótandi niður einhverja á sem að tekur mig eitthvað“

„Það var bara það að tvíburasystir mín var búin að ákveða að fara í Verzló og líka einhverjir vinir mínir úr Setbergsskóla, sem var grunnskólinn minn semsagt... ég hefði alveg eins getað farið bara eins og flestir sem ég var með í fótbolta, í 13

Flensborg í Hafnarfirðinum.“ Hann segir að á fyrsta árinu lærðu allir það sama og fékk hann þar smjörþefinn af öllum fögunum. Hagfræðin var honum nokkuð auðveld og ákvað hann því að fara í hana. „En svo er maður líka það steiktur að þetta var þannig að það var strax einhver ákveðinn kjarni sem að myndaðist í bekknum mínum og það voru nánast allir í honum

fínt nám sem að lá vel fyrir sér þar sem að hann hefur gaman af stærðfræði og álíka fögum. Hagfræðin mun að sjálfsögðu nýta sér vel í tónlistarbransanum. „Það er mjög hentugt að hafa yfirumsjón með þessu sjálfur, ekki bara stóla á einhverja aðra.“ Hann segir námið vera í rauninni alveg eins og með tónlistarpælinguna. „Líf mitt er svolítið svona. Ég er bara fljótandi niður einhverja

sem fóru á hagfræðibraut í Verzló.“ Jóni gekk mjög vel og fékk prýðiseinkunn á stúdentsprófinu. „Síðan fór ég með félaga mínum úr Verzló í hagfræðina, hundleiddist reyndar í Háskóla Íslands – ég var ekkert að læra, við vorum bara að fíflast eitthvað á þjóðarbókhlöðunni allan daginn, mjög grillað.“ Eftir það ákvað hann að taka smá „break“ og fara að upplifa eitthvað nýtt - því skellti hann sér til Boston á fótboltastyrk. „Ég var allt í einu með einhvern námsráðgjafa á línunni sem spurði mig: „Jæja hvað ætlarðu að læra?“ og ég bara svaraði: „Uuuu... hagfræði bara.“ En ég var ekkert búinn að pæla mikið í því þannig.“ Hann segir þó hagfræðinámið hafa verið mjög praktískt og

á sem að tekur mig bara eitthvað. Það er aldrei neitt eitthvað harðákveðið.“

Verðlaun fyrir framlag sitt í félagslífinu

Jón segir félagslífið í háskólum sé miklu stærra batterí, hver deild hefur sitt félagslíf. „Maður hefur séð marga sem að voru nánast að læðast innum veggi menntaskólans sem að algjörlega blómstra í háskóla“. Hann hafði ekki áhuga á að gerast einhver gúrú í félagslífinu í HÍ á meðan hann var all-in í Verzló. „Við vorum fjórir sem fengum verðlaun á útskriftinni fyrir framlag okkar í félagslífinu – ég, Kristján Sturla sem er á hljómborðinu með mér í hljómsveitinni minni, Rúnar Ingi auglýsingarleikstjóri sem var með okkur í bekk og var 13


að leikstýra einhverri Prins Póló auglýsingu um daginn sem fór á forsíðu á einhverjum kúl vefmiðli, og síðan náttúrlega Björn Bragi uppistandari og sjónvarpsmaður. Það var mikill heiður að fá þessa viðurkenningu.“

Þetta tók smá stund

Hann segist vera búinn að læra mikið síðan hann tók upp fyrstu lögin. „Maður veit eflaust hvað á að gera og hvað ekki þegar maður er kominn ennþá lengra“. Jón telur að heppnin hafi verið með honum vegna þess að hann þekkti nokkra inná útvarpstöðunum. „Þannig maður gat allavega komið sér í einhver viðtöl en það er ekki þar með sagt að þjóðin sé eitthvað að meta mig. Þannig þetta tók smá stund. Fyrst var það Margrét Erla Maack sem er núna í Kastljósinu og Heiða Ólafsdóttir sem var einu sinni í Idol og hefur verið í helgarvaktinni á Rás 2, þær voru með þátt sem hét HM og var á morgnanna eins og Virkir Morgnar eru núna. Þær tóku mig í spjall og þannig tókst lagið þar inn í lúppuna og maður fór eitthvað upp á RÚV og spjallaði þar við Óla, Palla og þessa dúdda. Þannig Rás 2 var svona fyrst til þess að spila þetta.“ Friðrik Dór bróðir hans var líka mikil hjálp þar sem að hann var á undan Jóni að setja lag í spilun, þar vill Jón meina að FM áhuginn hafi kviknað. „Síðan gef ég lagið „When You‘re Around“ og það fer mjög vel í landann og flaug mjög hátt.“ Hann segir að þá fyrst voru allar útvarpstöðvarnar meðvitaðar og að gat hann þá komið með nýtt lag sem að yrði spilað samtímis á þessum stöðum. „Þá kemur náttúrlega mesti success-inn.“ Hann ful14

lyrðir að til þess að koma sér á framfæri er bara í raun og veru að nýta sér einhver tengsl og reyna að vera með vandað efni. „Ég var ekki að spila eins og brjálæðingur eða reyna að gera eitthvað tímamóta tónlistarmyndband eða neitt svoleiðis heldur var þetta meira bara almenn gleði og hressleiki.“

Með kvíðahnút í maganum

Aðspurður hvort hann muni nokkuð koma til með að gleyma Íslandinu góða ef heimsfrægð ber á dyr segist Jón vera með hálfgerðan kvíðahnút yfir því að þurfa að flytja út. „Ég hef það svo gott á Íslandi. Ég á frábæra vini, fjölskyldu, kærustu og verðandi barn. Á fallega íbúð og bý nálægt Kaplakrika.“ Hann fullyrðir að Kaplakriki er fallegasti staður

á Íslandi enda FH-ingur í húð og hár.

„Gúglaði“ sjálfan sig

Langflestir tónlistarmenn hafa „gúglað“ sig í forvitni og er Jón enginn undantekning. „Í seinni tíð er það nú minna, þetta var meira spennandi svona fyrst. Það var gaman að sjá eins og fyrst var Facebook heimasíðan mín frekar neðarlega en eftir því sem maður fær fleiri „like“ fer maður ofar í Google leitarvélinni. Það voru líka einhverjar myndasíður af einhverjum manni. Það var svo fyndið að það var einhver gæi, einhver Jon Jonsson sem að er held ég eitthvað íslensk ættaður, pabbi hans er Íslendingur eða eitthvað – hann vann einhverja módelkeppni í Californiu sem var eitthvð „man hunt“ eða eitthvað álíka og það var fyrst bara myndir af þessum gæja, 14


„helcuttaður“ gæi.“ Jón vill samt meina að honum þyrfti að leiðast rosalega mikið ef hann myndi fara að „gúgla“ sjálfan sig núna.

„I just have bad lip!“

Jón er mikill húmoristi og lýsti fyrir okkur virkilega vandræðalegu augnabliki sem hann lenti í þegar hann var í Boston. „Ég var á leiðinni heim af fótboltaæfingu með Pétri Óskari félaga mínum og við erum nýkomnir af íþróttasvæðinu og þá parkerar gaur á mentos bíl og tekur upp mentos nammi og segir: „Hey guys come! I have mentos... hey, come, come... free! It‘s for everybody!“ Og hann var með eitthvað skrýtna efri vör, alveg eins og hann væri að bagga! Og ég bara: „Hey, do you have snus? You have snus in your lip?“ Og hann reyndi að snúa sér við og tala við einhvern annan og ég bara: „No, no, I understand... You have Mentos in your lip?“ og hann eitthvað: „No, no... I Just have a bad lip!“ Þá leit hann bara svona út og ég alveg: „Shit!“ og drullaði mér í burtu. Þetta var alveg vandræðalegt sko. Hann talaði líka skringilega... „I just have a bad lip“. Veit ekki alveg hvað gerðist hjá foreldrum hans í genasamsetningunni.“ segir Jón og skellur uppúr.

ég og ef það á að hækka í tónlistinni og fara að syngja eða tralla á gítarinn þá er ég alltaf klár“. Hann segist hafa fundið strax fyrir þessu og þess vegna hafi aldrei byrjað að drekka áfengi. „Ég hef alltaf verið með bein í nefinu þannig það var enginn sem gat verið eitthvað „Gaur, fáðu þér maður!“ Í dag ber fólk bara fáránlega mikla virðingu fyrir því.“ Honum finnst þó gaman að bjóða fólki í matarboð til sín og geta veitt þeim rauðvín eða hvítvín með matnum. „Það er alls ekki eitthvað að ég sé alveg „Ekki drekka! Ef þið eruð með mér þá drekkið þið ekki!“

Alveg jafn ruglaður og allir hinir

Frá blautu barnsbeini hefur Jón verið staðráðinn í að drekka ekki og hefur hann staðið við það. „Það er í rauninni enginn ástæða fyrir því. Ef við færum út að skemmta okkur saman þá mynduð þið örugglega fatta það. Ef það er einhver fyrstur á dansgólfið þá er það 15

15


„Þetta er Jón Jónsson maður!“

„Einu sinni var ég á Neskaupstað á einhverri Verslunarmannahelgi, sem var örugglega eitt lortaðasta gigg sem ég hef farið í. Þá var einhver gaur fyrir utan sem ætlaði að vera með eitthvað bögg, svo fattaði félagi hans og sagði „Þetta er Jón Jónsson maður!“ Þá brást gaurinn við: „Jaaá... Jón Jónsson marr! Hvað er að frétta mar!?“ Maður er bara þakklátur fyrir að fólk hafi áhuga á manni.“

Reynir að hafa áhuga á fólki

Að eigin sögn er Jón virkilega jákvæður og bóngóður. „Það getur stundum verið galli – að geta ekki sagt nei. Því maður vill ekki gera of mikið og gara allt bara svona „la la“. Ekki misskilja mig, ég er ekki eitthvað óþolandi sjálfselskur eða eitthvað þannig. Stundum þegar maður er búinn að vera að gera eitthvað mikið þá þarf maður að passa sig að vera ekki alltaf eitthvað. „Heyrðu veistu hvað ég var að gera í dag?“ Frekar að segja: „Hvað er að frétta af þér?“ Þetta á sérstaklega við um kærustuna. Því ég reyni vanalega að hafa áhuga á fólki, maður þarf stundum að spyrja: „Jæja, hvað varst þú 16

að gera í skólanum?“ eða eitthvað álíka“. Halda haus og vera trúr sjálfum sér Jón segir það lykilatriði til þess að ná framförum í tónlistinni að vera trúr sjálfum sér og ekki gefast upp ef að á móti blæs. „Af því ef eitthvað er þá batna lagasmíðar og allt svoleiðis. Eftir því sem þú gerir meira þeim mun meira áttaru þig á hver sé þín hilla í tónlistinni.“ segir söngfuglinn. „Líka þegar ég segi samkvæmur sjálfum sér er því það mun alltaf skína í gegn ef þú myndir vera að gera eitthvað sem í raun og veru þú fýlar ekki sjálfur. Um leið og fólk áttar sig á að það sé ekki einlægni á bak við eitthvað að þá held ég að það sé fljótt að snúa baki við þér.“

og tvo fingur og samt spilað þetta lag.... en við vonum að það gerist ekki.“

Langar að „tjilla“ með Bítlunum

Aðspurður hvert hann myndi vilja fara ef hann gæti farið aftur í tímann varð Jón hálf orðlaus. „Sæll, þessi er mjög góð! Damn it! Ég myndi örugglega fara þangað sem Hitler var og sjá hvort hann myndi ekki fýla mig. Nei djók. Þeir voru alltaf að djóka með þetta í Boston af því ég er svo mikill aríi, hávaxinn og ljóshærður.“ Hann segist vilja fara og hafa það gott með Bítlamönnum á fyrstu tveimur árunum þeirra þegar þeir voru sem rólegastir og bara að hafa gaman. Ekkert orðnir of „artí“. „Eða fara á þjóðfundinn þegar Jón Sigurðsson voru með þarna Vitnar í Beyoncé „Vér mótmælum allir!“. Nei, „Já, ég hef oft verið stressaður. ég veit það ekki.“ segir Jón Ég held það sé svolítið og kúkaði á sig úr hlátri. mikilvægt að vera það allavega af og til.“ segir Jón Eftir 20 ár og vitnar í setningu sem að Þegar Jón er spurður hvað söngdívan Beyoncé sagði hann haldi að hann muni forðum. „Þann dag sem hún vera að gera eftir tuttugu ár mun ekki finna fyrir smá hnút var hann ekki lengi að svara: í maganum áður en hún færi „Þá verð ég að undirbúa á svið, þá myndi hún hætta í útskriftarveislu fyrir frumburðinn tónlist“. Hann segist þó ekkert minn. Djöfull er það magnað vera stressaður þegar hann fer maður!“ Og það leynir sér ekki eitthvert einn með gítarinn að að Jóni hlakkar virkilega til spila „When You‘re Around“ þess að takast á við föðurhlutfyrir eitthvað fólk. „Ég gæti í al- verkið. vörunni misst heyrnina, sjónina -úvb 16


17

17


Pizzatown Hingað og ekki fokking lengra. Ég get ekki horft upp á þetta meir. Hvað í andskotanum er málið með alla þessa pizzastaði sem verið er að troða upp á okkur Grafarvogsbúa? Ég hef búið í þessu hverfi núna í rúm 19 ár og ég gæti ekki einu sinni talið alla þessa pizzastaði sem hafa opnað hér og lokað til skiptis. Hefur enginn pælt í því hvaða skilaboð er ver-

ið að gefa okkur? Að við séum öll feitir hverfisbúar sem veltum okkur upp úr djúpsteikingarolíu og hvítu hveiti alla daga ársins. Ég vil bara þakka Dísu í World Class fyrir að hafa opnað stöð við Spöngina til þess að bjarga okkur úr viðjum offitunnar. Það vekur mig einnig alltaf til umhugsunar þegar ég labba framhjá gluggunum í World Class með pizzakassa

Dominos

Hrói Höttur

Eini stabílli pizzastaðurinn sem er kominn til þess að vera er væntanlega Dominos vegna þess að þeir gera bestu pizzurnar með besta hráefninu. Tilboðin hjá þeim eru hentug sérstaklega fyrir okkur „feita“ fólkið í hádegishléum. Ég veit ekki hvar ég væri eftir sum djömm hefði ég ekki Dominos mér til halds og trausts. Ég myndi gefa fimm, en það er alltaf hægt að gera betur sagði einhver skarpur maður eitt sinn við mig

Ókei, hvar ætti maður að byrja? Þessi staður er búinn að vera alveg þó nokkuð lengi hangandi á brúnni þarna í Rimahverfinu en lætur sig aldrei hverfa fyrir fullt og allt. Pizzurnar eru fullkomnlega óætar hjá þeim en brauðstangirnar reyndar ágætar en þó algjör saltstækill. Ég vil meina að þetta sé ein leiðin til þess að láta greyið Grafarvogsbúa fá bjúg svo þeir „lúkki“ ennþá feitari en þeir eru í raun og veru. Fyrir utan það að þeir hafa bara opið þegar þeim hentar. Noobs.

Pizzan

Wilson’s

Þessi er ekkert mikið síðri en Dommarinn og jafnvel mun ódýrari. Pepperoni og piparostur er alveg eðal hjá þeim og síðan er eins og þeir missa allan sveppakassann yfir sveppapizzurnar. Fyrir þá sem ekki vita var Papinos pizza á sama stað áður en þessi staður opnaði. Af hverju var því breytt veit ég ekki, en ég held að það hafi alveg verið pretty good move.

18

í einni og kók í hinni. Spriklandi próteinlepjandi fólkið á hlaupabrettunum er þá korter í það að beinlínis fokka á mig. Mosó a.k.a. „pizza-town“ hefur aldrei átt roð í okkur Grafarvogsbúa hvað pizzuát varðar. Nice try though, Dóri DNA. En fyrst allir þessir pizzustaðir eru nú hingað komnir ætla ég að gera smá úttekt og samanburð á þeim.

WTF! Ég átti ekki til orð þegar ég sá Wilson‘s opna í Brekkuhúsum eftir virkilega misheppnaða og sorglega tilraun annars pizzastaðs sem bar nafnið Trocadero og var í eigu mjög svo krúttlegra gamalla hjóna. Ég ákvað þó að láta á þetta reyna – ég hefði reyndar frekar átt að sleppa því. Hvílíkur viðbjóður. Botninn var svampkenndur og sósan eins og tómatsósa á bragðið. Hvernig er hægt að feila svona á pizzabakstri? Ég gæti meirisegja gert betri pizzu með bundið fyrir augun (challenge accepted!). Ég væri örlátur ef ég gæfi þessum stað hálfa stjörnu en hann verðskuldaði ekki einu sinni einn fjórða af henni.

18


Árangurssagan mín Í dag er 1 og hálft ár síðan ég breytti mínum lífstíl og alls eru farin af mér 26 kíló og mér hefur aldrei liðið jafn vel. Í ágúst 2011 byrjaði ég að sjá myndir af stelpum sem ég þekkti sem voru að ná góðum árangri á Herbalife námskeiðum. Ég var þá svo hörð á því að nú skildi þessi óholli lífstíll minn hætta! Ég gat ekki meira. Vanlíðan sem var búinn að fylgja mér svo lengi þurfti bara að hætta. Ég fann mér þá Herbalife leiðbeindanda og fór á lífsstílsnámskeið á vegum Herbalife - fékk þá kennslu með hvernig ég ætti að næra mig rétt með hollu fæðu og bætti inn Herbalife sem fæðubót. Áður borðaði ég alltaf óhollt og kunni ekki einu sinni að stoppa! Ég var alltaf kvíðin fyrir því þegar ég sá vini mína tagga mig í myndir á facebook, því ég vildi ekki þurfa horfa á hversu stór og mikil ég var orðin og vildi alls ekki að aðrir sæu það af því ég skammaðist mín. Ég ákvað þá að skella mér á eitt 8 vikna Herbalife námskeið. Þetta námskeið GJÖRBREYTTI 19

lífi mínu! Ég náði árangri og það var sko alls ekki leiðinlegt! Andlega líðan mín og heilsan var orðin mikið betri strax eftir eina viku og ég fann virkilega hvað mér leið betur. Ég hafði mikið meiri orku og sjálfstraustið mitt hækkaði svakalega. Ef að ég hefði ekki kynnst Herbalife þá veit ég ekki hvar ég væri í dag, líklegast í hærri þyngd en ég var þá og enn með sama vanlíðan. Ég hélt ALDREI að þetta myndi gerast. Ég hugsaði alltaf með mér «æji, ég er orðin alltof þung núna og ég mun aldrei ná að létta mig». NEI - NEI! Þetta gerðist, og ég missti 10,2 kíló á 8 vikum! Og munurinn var frábær, bæði líkamlega og andlega. Leyfðu mér að hjálpa þér eins og var hjálpað mér! Ég skal sýna þér að ÞÚ getur þetta ef að ég gat gert þetta! Ef þig langar til að grennast, byggja þig upp, bæta orkuna, bæta árangur í ræktinni/ íþróttum eða einfaldlega líða betur og líta betur út þá skal ég hjálpa þér. Því ef ég gat þetta þá geta þetta allir!

Hvað er í boði? • Frítt lífsstílsmat • Vikuleg eftirfylgni – oftar ef þarf • Vigtun • Ummálsmælingar • Fyrir/eftir mynd • Fituprósentumælingar (líkamsskanni sem mælir allt t.d. líffræðilega aldur, vöðvaþyngd, fituprósent og fleira) • Matarplan • Þyngdaráskoranir fyrir keppnisfólkið –> Peningaverðlaun í boði Ég mun taka vel á móti þér Arney Ingibjörg Sigurbjörnsdóttir Tölvupóstur: arney2810@hotmail.com  Sími: 867-0858 19


Where is the löve? Fyrrverandi nemandi minnist 5 ára veru sinnar í Borgó

VÁÁÁÁÁÁÁááááááá, Borgó, hvar á ég að byrja... Ég var í Borgó í 8 ár eða eitthvað svoleiðis.. Nei meira svona 5 ár, þetta leið samt eins og 1 ár. Sérstaklega minnistæður er mér fyrsti skóladagurinn, hann hljómar eitthvað í þessa áttina. Ég labbaði inn í nýju Supra skónnum mínum, stífpússuðum og flottum, var í glænýjum þröngum gallabuxum með derhúfu og auðvitað tanaður. Ég hélt í áttina að matsalnum að athuga aðstæður en heyrði öskrað, EKKI INN Á SKÓNNUM. Ég var snöggur að hlaupa að skóhillunum og skilja suprurnar eftir. En eftir þetta birti nú aldeilis til, þessi skóli var snilld, ég hitti líka fullt af fólki sem var í svipuðum pælingum og ég, þ.e.a.s hanga niðrí matsal þangað

til að næsta manneskja ætlaði heim í Fifa, eða í World Class að vöðva sig í drasl. Ég var kannski ekkert alltaf duglegur í skólanum, en við vorum flottir í ræktinni við strákarnir maður, tókum iðulega myndir og settum á facebook og fengum fullt af likeum og commentum. Það er svolítið það sem að lífið snýst um á menntaskólaaldrinum þrátt fyrir að sumir misskilji það og sitji límdir að lesa um Max Weber og Durkheim eða jafnvel lærandi ættfræði goðanna í Íslensku. Borgó var alltaf með bestu böllinn og ég lét ég mig ekki vanta þar.. þar var flott að segja hæ við alla sem að maður sagði ekki hæ við í skólanum og uppskera vandræðaleg augnablik daginn eftir ball þegar að maður mætti man-

neskjuni á ganginum. Nemendafélagið í skólanum var duglegt að nýta sér mig í allskyns vitleysu og tóku þau það oftar en ekki upp á video og gerðu alveg æðisleg myndbönd. Ef að þið hafið ekki séð Glæsiballs vidjóin með mér, ég tala nú ekki um auglýsingarnar fyrir busaböllin og lokaböllin. Djeeesús geriði ekki annað en að halda böll? Öll mín ár í Borgó voru æðisleg og skólinn virðist öll ár síðan vera stappaður af allskyns ævintýrafólki eins og mér og það er einmitt það skemmtilegasta við skólann, hann er blanda af fólki frá svo ótrúlega ólíkum bakgrunnum að þetta verður allt ein stór súpa af kjaftæði, sem er einmitt svo ótrúlega gaman. Brynjólfur Löve Mogensen

20

20


Skรณlaverkefni eftir Sigurรฐ Erik Hafliรฐason nemenda รก Listnรกmsbraut

21

21


nefndir nemendafélagsins

stjórn Formaður: Gísli Freyr J. Guðbjörnsson Varaformaður: Ívar Guðmundsson Gjaldkeri: Francisco Javier Ari Quintana Ritari: Úlfar Viktor Björnsson Markaðsstjóri: Elías Arnar Hjálmarsson Skólaráðsfulltrúi: Hera Jónsdóttir Formaður skemmtinefndar: Aron Austmann Ellertsson

22

22


leikfélag Formaður Bergþóra Kristbergsdóttir Varaformaður Júlíana Kristín Liborius Jónsdóttir Gjaldkeri Birkir Steinsson

málfundafélag

Formaður Pétur Andri Guðbergsson Í nefnd sitja Dagur Benedikt Reynisson Elvar Smári Júlíusson Jóhann Bjarni Pétursson

markaðsnefnd

Formaður Arnar Kjartansson Í nefnd sitja Daníel Óli Ólafsson Ingi Erlingsson Snæbjörn Þórir Eyjólfsson

Formaður Elías Arnar Hjálmarsson Í nefnd sitja Arney Ingibjörg Sigurbjörnsdóttir Friðbjörn Yngvi Leifsson Fríða Líf Vignisdóttir Heiðdís María Bjarkadóttir Sölvi Smárason

íþróttanefnd

nýnemaráð

Formaður Sölvi Þór Sigurðarson Bjarnarson Í nefnd sitja Geir Ulrich Skaftason Gunnar Ágúst Stefánsson

skemmtinefnd Formaður Aron Austmann Ellertsson Í nefnd sitja Egill Örn Óskarsson Hjörleifur Steinn Þórisson Íris Dóra Halldórsdóttir Lísa Rún Kjartansdóttir Rakel Sif Magnúsdóttir Talia Sif Gultekin Ugla Stefánsdóttir

23

margmiðlunarnefnd

Formaður Birna Hrönn Gunnlaugsdóttir, Í nefnd sitja Angantýr Ernir Guðmundsson Eymundur Þór Bogason Guðrún Stella Þórisdóttir Hanna Karen Stefánsdóttir Helga Valtýsdóttir Orri Karl Karlsson Hlynur Örn Gestsson Jón Róbert Árnason Sigríður Gylfadóttir Sandro Alexandre

listanefnd Elvar Smári Júlíusson Lena Rós Baldvinsdóttir

23


Mér var nauðgað

Kynferðisofbeldi er alls staðar. Við þekkjum öll einhvern eða einhverja sem hafa lent í kynferðisofbeldi hvort sem þau hafa sagt okkur það eða ekki. Ég er drengur í Borgarholtsskóla, ég er tvítugur og var kynferðislega misnotaður í æsku. Þegar að ég var fimm eða sex ára var ég kynferðislega misnotaður af nánum ættingja. Ég er ekki alveg viss hvað ég var gamall eða hversu oft þetta gerðist. En það sem ég veit er 24

að ég var sviptur sakleysi. Ég var neyddur til munnmaka og snertinga. Ég áttaði mig ekki á því að ég hafði verið kynferðislega misnotaður. Ég vissi hvað það var en fannst það ekki eiga á við mig. Það var ekki fyrr en í sjöunda bekk eða þegar að ég var svona 13 ára gamall og fór í kynfræðslu að ég áttaði mig á því að ég hafði lent í kynferðisofbeldi. Því fyrir það hafði ég bara horft á þessa reynslu sem leik. Því að ge-

randinn sannfærði mig, lítinn strák, að þetta væri allt saman leikur. Hvaða fimm ára barn finnst leikur ekki skemmtilegur? Ég skammaðist mín. Alveg ótrúlega. Ég vildi ekki að neinn vissi þetta. Ég vildi ekki að neinn horfði á mig öðruvísi, ekki venjulegan. Þetta hætti vegna þess að við fluttum þvert yfir landið. Enginn vissi þetta, engan grunaði þetta. Gerandinn hræddi mig. Ég var hræddur í mörg ár við manninn. Það var erfitt að 24


mæta í fermingar, brúðkaup eða jólaboð og faðma hann fyrir framan alla og láta eins og allt væri í lagi. Ég myndi segja öllum hvað kom fyrir, ég myndi segja fjölskyldunni, en ég er hræddur við viðbrögðin. Ég er hræddur við að fjölskyldan hafni mér eða standi með manninum. Ég myndi líka segja ykkur nafnið mitt en ég vil ekki vera þekktur á meðal bekkjarfélaga sem ,,gaurinn sem var misnotaður“. Ég hef verið kynferðislega virkur í tæp 7 ár núna. Í kringum 19 ára aldur hætti ég að fá ,,flashback“ í þessa reynslu í hvert skipti sem ég annað hvort stundaði kynlíf með öðrum aðila eða með sjálfum mér. Núna gerist það næstum því aldrei. Þið hafið örugglega öll heyrt frasann ,,það líður ekki dagur í lífi mínu þar sem að ég hugsa ekki um þetta“. Og ég er ekki að ýkja þegar að ég segi þetta. Ég hef án gríns ekki upplifað dag án þess að hugsa um þetta. Það er svo margt sem að minnir mann á þetta. Stundum þegar að ég lít á rúm, typpi, karlmann, stelpu, sængurföt eða eitthvað sem að var í kringum mig þegar 25

að þetta gerðist eða einhverjar kynferðislegar hugsanir þá poppar þetta upp í höfuðið á mér. En örugglega það versta er þegar að ég kveð mömmu mína, því að þegar að kvaddi mömmu mína og var í pössun hjá þessum aðila þá gerðist þetta. Þannig að þegar að ég kveð mömmu mína, hvort sem hún er að fara í vinnuna eða einhvert þá flýgur sú minning í höfuðið á mér. Ég hef leitað hjálpar hjá frábæru konunum á Stígamótum. En ég held að ég hafi ekki frelsast fyrr en ég var svona 17 ára gamall. Það var ekki fyrr en ég hitti gerandann og við vorum að rífast um eitthvað sem ég man ekki alveg hvað það var um. En hann hafði alltaf bara hækkað röddina og þá varð ég skíthræddur við hann, mér leið eiginlega eins og litlum, valdalausum krakka. En í þetta skiptið þegar að hann hækkaði röddina og ætlaði að hræða mig áttaði ég mig á því ég var ekki lítill strákur, ég var frekar hávaxinn og stór gaur. Ef það kæmi að líkamlegu áflogi þá gæti ég slátrað honum. Ég gæti leikið mér að honum. Og um leið

og þessi hugsun kom í höfuðið á mér þá minnkaði hann. Ég get svo svarið það að ég sá hann líkamlega minnka. Allt í einu stóð ég á móti honum og var hausi stærri en hann og var ekki hræddur lengur. Ég sagði honum að ég væri ekki hræddur við hann, sagði honum að ég gæti tekið og jarðað hann hvenær sem er. Hann sagði ekki neitt, hann sneri sér við og labbaði í burtu. Og þetta dömur mínar og herrar var eitt besta augnablik ævi minnar. Mér hafði aldrei liðið betur. Mér leið eins og ég hafi sigrað heiminn. Ég var frelsaður. Ég átta mig auðvitað á því að flestir þolendur kynferðisofbeldis geta ekki beint tekið völdin svona eins og ég gerði. Þess vegna hvet ég alla sem hafa lent í einhverskonar kynferðisofbeldi, hvort sem það var misnotkun í æsku, nauðgun, vændi eða kynferðisleg áreitni, þá hvet ég ykkur öll til þess að leita hjálpar. Því að það er ekkert sem að jafnast á við það að líða aftur vel og hafa þetta ekki hangandi yfir höfðinu. 25


STURLAÐAR STAÐREYNDIR Ari Sigfússon er eina planaða barnið af þeim sex systkinum, öll hin fimm voru slysabörn og hefur Ari því verið útskúfaður úr systkinahópnum! Arnór Steinn Ívarsson fæddist aðeins með eitt nýra fyrir alvöru!

Kristján Helgi Carrasco hefur verið valinn íþróttamaður mosó tvisvar, karatemaður Íslands seinustu þrjú árin, hefur spilað 5 leiki með landsliðinu í blaki en toppurinn á lífi hans var samt þegar hann kyssti Ásdísi Rán!

Baldvin Rafn Steinsson Indiana Svala var aðeins fjögurra ára Ólafsdóttir gamall þegar hann er ekki með neitt nefbein var notaður sem tilraunadýr þetta er bara gúmmí, sturlað í Svíþjóð eftir að hafa verið að koma við þetta fyrirbæri! greindur með húðsjúkdóm! Þetta tölublað af Mafíunni var að hluta til hannað á Benidorm þar sem að Elvar, hönnuður blaðsins, var í utanlandsferð!

26

Jóhann Guðmundsson drakk einu sinni 16 lítra af kókómjólk á einungis fjórum dögum! Guðmundur Snorri Sigurðarson var sóttur í tíma af lögreglunni og færður í yfirheyrslu vegna þess að hann var grunaður um að hafa stolið 6 milljónum úr Krónunni þar sem hann var að vinna! Auðvitað var strákurinn saklaus! Elías Arnar Hjálmarsson er sonur þekkts trúbadors á kanaríeyjum og bróðir rappara!

Jón Ómar Grétarsson var 100kg þegar hann var 14 ára, tók sig á og fór niður í 58kg á aðeins fimm Gísli formaður mánuðum, nú er hann aftur fór einu sinni í tvo eins sokka! komin upp í tæp 100kg en í þetta sinn pure vöðvar!

26


#NFBHS

Ragnheiður Eik og systir hennar eru fæddar á nákvæmlega sama dag með eins árs millibili árið 1995 og 1996, þvílík tilviljun! Gísli formaður var í Húsmæðraskóla Íslands!

Arnar Kjartansson er með sjúkdóm sem 1 af hverjum 10.000.000 manna eru með! Húðsjúkdómalæknirinn hans Arnars er með sama sjúkdóm!

myndi lifa það af en strákurinn er sprelllifandi í dag! Hera Jónsdóttir fékk exi í puttana á 6. sýningu Grimmd í Tjarnarbíó! (úr tré)

Ívar Guðmundsson Lena Rós Rakel Sif átti ekki iPad fyrir u.þ.b. ári en í er eini nemandinn í sögu talar einstaklega mikið upp úr dag er hann þekktur sem Íbbi Borgarholtsskóla sem hefur svefni en að sjálfsögðu meira iPad! fengið útprentað sér leyfi í vöku! frá Inga Boga aðstoðarInfamous strákarnir skólameistara um að mega Júlíana Kristín Liborious var eru ekki bara þykkir heldur líka vera inni á skónum - þetta einu sinni skinka og íslands- drulluköttaðir! gerði alla starfsmenn Borgó meistari í stangastökki! brjálaða! Gilbert Bryon Kristján Ari kennari braut á sér hausinn þegar hann breytti einu sinni nafnalögum var 15 ára og fékk blæðingu Danmerkur svo að hann gæti inná heila og læknirinn sagði skýrt dóttur sína það sem hann að það væri ekki séns að hann vildi! 27

27


Hvernig skal komast í gegnum

BREIÐHOLTIÐ án þess að verða skotinn

1. Vertu á varðbergi. Ekki sýna að þú sért hræddur en fylgstu vel með umhverfinu þínu. Þú veist aldrei hvar hætturnar leynast í Breiðholtinu. 2. Forðastu umferðarteppur. Ég til dæmis reyndi alltaf að keyra lengri leiðina í skólann. Breiðhyltingar þola ekki umferðarteppur og þekktustu ástæður fyrir skotárásum í Breiðholtinu eru bílar sem keyra á 20 km. hraða. 3. Ekki láta Breiðhylting verða öfundsjúkan. Keyrðu um á bíl sem Breiðhyltingi langar lítið í. Ég valdi mér til dæmis Peugoet 206 því engum Breiðhyltingi langar í «franska druslu». Passaðu þig líka að vera ekki með dýra hluti uppi við, eins og síma. Þeir enda á svarta markaðnum áður en þú getur hrópað upp «hjálp». 4. Forðastu augn-kontakt. Ef þú horfir of lengi í augun á Breiðhyltingi (og það er ekki lengi) þá heldur hann að þú viljir «í hann» eins og þeir orða það. Ef Breiðhyltingur yrðir á þig eftir að þú leist í augu hans bakkaðu hægt í burtu og láttu svo eins og þú sért dauður. Horfðu eins mikið niður og þú getur til þess að forðast augnsambandið.

28

5. Klæddu þig mjög hlutlaust. Ekki til dæmis vera í afgerandi rauðum eða bláum lit. Gengin skipta sér upp eftir litum og þú vilt ekki vera í öðru hvoru þeirra á röngum stað. 6. Ferðastu í hóp. Styrkur kemur með fjölda. Vonandi virkar fjöldinn til þess að hræða þá í burtu sem vilja þér illt. 7. Vertu með látlaust vopn á þér. Piparúði er góð hugmynd, allavega í þeim aðstæðum þar sem engar byssur eru. Æfið hvernig á að nota piparúðan heima og verið með hann á stað þar sem er auðvelt að ná í hann. 8. Ekki hjálpa liggjandi Breiðhyltingi. Ef þú sérð einhvern liggja í götunni eða á gangstétt, ekki hjálpa þeim. Manneskjan er líklega ekki dáin eða særð, hún er frekar mjög full og er að reyna að sofa af sér. Þú vilt ekki vekja upp þunnan Breiðhylting. 9. Ekki stíga upp í bíl með Breiðhyltingi. Þú gætir endað í Nova Scotia sem þræll.

28


Skรณlaverkefni eftir Andra Mรกr Bryde nemenda รก Listnรกmsbraut

29

29


30

30


UNNSTEINN MANuEL 31

Það v ar kaldur og rigningarmikill dagur. Ég sat á bókakaffihúsinu G l æ t u n n i , s ö t r a ð i kaffibolla og lét vel um mig fara. Stuttu seinna arkaði inn Unnsteinn Manuel, sjálfur söngvarinn úr Retro Stefson og ég tók á móti honum. Við fórum á aðra hæð og spjölluðum saman um hvað hann hefur verið að bralla undanfarið. Unnsteinn hefur farið um víðan völl þar sem tækifærin hafa raðast upp í hrönnum. Það varð þó ekki fyrr en seint á síðasta ári að hljómsveitin hans, Retro Stefson byrjuðu að hljóma í eyrum meirihluta landsmanna og frægðin byrjaði að gera vart við sig. Hann rifjaði upp ferilinn sinn með okkur ásamt fleira flippuðu dæmi. 31


Fyrsta giggið á hommabar í Texas

Sagan á bakvið Retro Stefson

Unnsteinn byrjaði í Tónlistarskóla Reykjavíkur aðeins sex ára gamall. Þeir bræður voru þar saman og byrjuðu að læra grunninn í tónlist. „Maður lærði þar á nótur, takt og blokkflautu í tvö og þrjú ár og svo fórum við, þegar við vorum komnir í 3. bekk, að ráða á hvaða hljóðfæri við vildum spila. Ég fór á píanó, Logi fór á gítar og Haraldur fór á slagverk. Svo fór allt í eitthvað rugl og við hættum að læra heima.“ Unnsteinn segist síðan hafa stofnað rapphljómsveit þar sem bróðir Haralds var einn meðlimanna, Jóhann Kristófer og frændi 32

þeirra Sigurbjartur. Hljómsveitin fékk nafnið Rapp 101 og var stofnuð í kringum árið 2001. „Það er til vídjó af þessu sem ég þarf að finna einhvern tímann, þar sem við vorum í Stundinni Okkar að taka lagið“. Tvemur árum síðar stofnuðu þau pönkhljómsveit sem hét Veran. „...og svo var til einhver önnur hljómsveit sem hét Veran svo við breyttum því í Veran Castro.“ Þessi hljómsveit var skírð í höfuðið á litlu systur Haraldar sem að heitir Vera. „Við vissum að Sigurrós hafi skírt hljómsveitina sína eftir litlu systir söngvarans.“ Eftir nokkur ár varð síðan þjóðþekkta hljómsveitin Retro Stefson til.

Beilaði á nótunum

„Nei, ekki fyrir fólk. Bara einn. Ég spila bara á hvítu nóturnar“ sagði Unnsteinn aðspurður að því hvort að hann spilaði ennþá á píanó. Þeir bræður voru mjög ungir að aldri þegar þeir byrjuðu að semja sína eigin tónlist en það byrjaði allt saman í blokkflaututíma. „Við áttum að semja lag og ég og Haraldur gerðum lag sem hét „Sorglega lagið“. Ég veit ekkert hvað varð um það. Og svo sannfærði ég mömmu um að kaupa Apple tölvu inn á heimilið, svona MacMini og þá fórum við að taka upp tónlist. Fljótlega þegar ég byrjaði að spila á rafmagnsgítar 32


sjálfur, og þá fór ég að taka upp tónlist og semja þannig. Það var mjög lærdómsríkt að semja tónlist á meðan ég var að taka það upp. Útaf ég svona eiginlega beilaði bara á nótunum mjög snemma í tónlistarskólanum.“

þar. Þá get ég alveg hætt í tónlistinni þegar ég er búinn að spila þar og farið bara að múra“ segir Unnsteinn með stjörnur í augunum. Eftir stutt spjall um hvað Íslendingar eiga til með að ruglast á spænsku og portúgölsku var þetta orðið að magnaðri sérkennslu og alveg greinilegt að Unnsteinn „Við urðum ekkert er vel að sér í landafræði. „Það strax vinsælir“ Unnsteinn telur það óhugsandi er töluð portúgalska í Brasilíu. að halda upp á eitthvað eitt Mamma okkar er frá Angóla, lag sem hann hefur samið portúgölsk nýlenda eins og sjálfur frekar en eitthvað an- Brasilía var. Þegar íslenskt fólk nað. „Það væri eins og að ætlar að segja eitthvað á gera upp á milli barnanna sin- portúgölsku þá segir það alltaf na. Qween var mjög kúl þegar H í staðinn fyrir J. Eins og „Jose við gáfum það út vegna þess Morinho, sem er alveg kolað við vorum ekkert það vin- rangt. Það er bara í spænsku.“ sælir á Íslandi þegar við gáfum Unnsteinn hefur búið víðsvegar það út.“ Hann segir að þeir um heiminn. Hann fæddist í voru búnir að spila ótrúlega Norður-Portúgal í borg sem mikið fyrir aragrúu af fólki og mjög margir búnir að sjá þá. „Það eru til tónlistarmenn sem verða bara strax vinsælir en við vorum alls ekkert þannig.“ Í staðinn fyrir að fara aftur til Þýskalands urðu þeir því að vera hér heima og spila á fullu hverja helgi, sem var að sögn Unnsteins mjög skemmtilegt. „Svona fyrsta alvöru hittið.“ Eftir þetta hefur hvert verkefnið á fætur öðru raðast upp að Stefson strákunum, enda um mikla snillinga að ræða. T.a.m. voru þeir aðeins 14 og 16 ára þegar þeir spiluðu fyrst á Iceland Airwaves og hafa þeir spilað sjö sinnum á þeirri mögnuðu hátíð síðan. heitir Aveiro en sú borg hefur mikil viðskiptatengsl í gegnum Strandfestival á Brasilíu Ísland, þar er fluttur inn salfiskur Er við spurðum Unnstein að því frá Íslandi. Þar bjó hann hvað væri hið fullkomna land þangað til hann var 5 ára gatil þess að spila svaraði hann á mall. Einnig hafa þeir bræður svipstundu og eru þar greinibúið í Þýskalandi. „Pabbi elti lega skýr markmið á hans ferli. mömmu upp í strætó og bauð „Ég væri til í að spila í Brasilíu. henni á kaffihús. Rómó.“ segir Á svona strandfestivali. Río de Unnsteinn og hlær. Janeiro. Ég væri til í að spila 33

Kynþáttafordómalaust Ísland?

Þegar við spurðum Unnstein um hvort að hann hafi lent í kynþáttafordómum var hann ekki lengi að hugsa sig um. „Nei, maður lendir ekki í því á Íslandi.“ Hinsvegar snerist sagan við þegar við töluðum um kynþáttafordóma á Portúgal. „Það eru kynþáttafordómar í Portúgal, eins og afríska fólkið í Portúgal er alltaf önnur stétt, sama hvort það sé efnameiri þá mun hún alltaf vera það í hvernig er komið fram við það allsstaðar sem það fer. En svo er núna kreppa í Portúgal eins og var hér bara miklu verri og þá fór fólk að flýja en í staðinn fyrir að flytja til Noregs eins og fólk gerði á Íslandi gerðu þá flúði fólk til Angóla því það er

ríkasta land í Afríku. Eins og BigMac vísitalan, þar sem almenningur ætlast til þess að þú getir eytt. Þá reiknaru út hvað BigMac kostar, hér myndi hann kosta svona 1500 krónur, í Portúgal kostar hann kannski 500 kr, í Osló kostar hann 3000 kr og í Angóla kostar það sama og þar.“ 33


„Við Logi rífumst mjög mikið“

Unnsteinn segir ekki verða nein átök eða rifrildi milli þeirra hljómsveitameðlima jafnvel þótt þeir spili nánast alltaf saman og vinni mikið saman. „Það gengur náttúrlega ekki að vera sammála öllu. Ef allir væru sammála öllum þá væri allt ógeðslega lélegt“. Hann telur það gríðarlega mikla vinnu að túra með strákunum og það sé alveg 24/7 æfing. „En nei, við lendum ekkert í einhverjum svaka átökum. Nema við bræður. Við Logi rífumst mjög mikið.“

Björk er fyrirmyndin

„Eini frægi tónlistarmaðurinn sem að mér finnst magnað að sjá, það er Björk. Ég hef hitt allskonar útlenskt fólk og hún fær mig til að fara alltaf smá hjá mér“ segir Unnsteinn þegar við töluðum um helstu fyrirmyndir í tónlistinni og hvaða fólki hann væri til í að vinna með. „Það er líka allskonar rapptónlistarfólk sem ég væri til í að vinna með. Gott að sjá eins og seinasta Kanye West platan og sjá alla sem koma að henni. Eitthvað svona klikkað lið sem kemur að henni. Eins og gæinn sem pródúserar Phoenix og Rapture – hann er með lag á Watch the Throne og svo er Bon Icer, hann er að vinna að Kanye West plötunni og Mohawk sem er skoskur hiphop producer. Það er endalaust að liði sem hann sankar að sér.“

Hjóluðu nokkra tíma á dag

Unnsteinn fór að hlæja þegar við minntumst á hjólaatriðið í Glow myndbandinu þeirra og spurðum hann hvort það hafi verið gaman. „Nei, það 34

var mjög leiðinlegt. Við vorum að hjóla í nokkra tíma á dag í svona þrjá daga. Og svo fórum við og tókum eina svona green- screen töku. Það var ekkert notað úr því reyndar. Stysti tíminn fór svo í bílaatriðið, það var svona tveir tímar í Breiðholti. Það var mjög skemmtilegt.“ Það má til gamans geta að Illusion-strákarnir (sjá viðtal við Illusion) tóku upp þetta tónlistarmyndband ásamt Henrik sem sá um eftirvinnslu og Sigga Eyþórsson sem sá um klippivinnslu. „Það voru margir sem héldu að þetta væri fake, rauði reykurinn í dekkjunum – og flestir sem halda að þetta hafi verið fake voru kvikmyndagerðarmenn. En þetta var allt satt, þetta var svona rautt gúmmí í dekkjunum.“

„Gerðu eitthvað nýtt“

Unnsteinn telur að frumleiki sé lykillinn að velgengninni í tónlistinni. „Ekki vera að gera eitthvað lag sem einhver annar er búinn að gera. Eins og ef þú sest við tölvu og ætlar að gera eitthvað „house“ lag – af hverju ertu að því? Það er búið að gera mörgþúsund þannig lög. Ef þú ætlar að gera eitthvað „techno“ lag. Gerðu bara eitthvað allt annað – gerðu eitthvað nýtt! Síðan eru margir sem að fatta ekki að vinna endalaust, því það gerist ekkert á einum degi. Maður verður að vinna þangað til þér verður illt. Og þá verðuru bara að vinna meira. Það er alveg eiginlega fáránlegt sko.“ Hann telur ekkert sérstakt áreiti sem að fylgir frægðinni. „Ekki nema bara eftir miðnætti á dansgólfinu.“ Unnsteinn segir að þessari velgengni fylgir mikið svefnleysi. „Ég fæ mjög lítinn svefn, og sérstaklega þegar við erum 34


að ferðast. Og ég mæli ekkert með því að fyrir alla að verða listamenn. Oft hugsa ég hvort ég ætti bara að fá mér venjulega vinnu og svona.“

ofan á einhverri rútu sem var búið að breyta í svið og svo alveg í seinasta laginu þá kemur stormur og eldingar og rafmagnið fór af sviðinu... það var mjög gaman.“ Unnsteinn Skemmtilegasta giggið hélt áfram að lýsa undarlegum aðstæðum. „Svo einu var í Póllandi Stefson bróðirinn vill meina sinni vorum við að fara að spila að engir tónleikar eru eins en á tískuvikunni í Berlín með Mos sum giggin hafa þó verið be- Def og þá kom aftur stormur tri en önnur. „Það er búið að og það fauk bara allt og fyrri vera mjög gaman að spila í hljómsveitin var búin og þegar Póllandi og bara magnað að koma til Póllands. Og það voru svona skemmtilegustu giggin, ekkert af því þau voru mikið öðruvísi en önnur, en það var „perfectað“ og ótrúlega gott „crowd“ sem þekkti lögin. Við vorum að spila í svona 3000 manna tjaldi á útihátíð og þar var flott kerfi og flottar aðstæður og allt fullkomið og það gekk einhvernveginn allt upp.“ átti að fara að tilkynna okkur á svið þá sagði hún „Það þurfa Fyrsta giggið á einhverallir að fara núna“. Þetta var skonar B5 fyrir miðaldra á gamla flugvellinum í Indidrottningahomma ana Jones þá var atriði þar Það hefur þó ekki allt ver- í Temple Of Doom. Þetta er ið fullkomið hjá þessum svona risaflugvöllur sem er ekfagmönnum. „Við höfum síðan kert notaður lengur og þar eru spilað á rosa skrýtnum stöðum, bara svona flottir viðburðir þar t.d. á hommabar í Texas sem og tónleikar. Þá var sagt „Þið voru fyrstu tónleikarnir okkar í þurfið að fara núna, það er Bandaríkjunum. Það var svona að koma stormur“. Og það B5 fyrir miðaldra drottninga- var geðveik sól og það skildi homma, sem var mjög skem- enginn af hverju og svo kom mtilegt líka. Við spiluðum líka í þetta á ítölsku og öllum svona Austurríki á einskonar surf-festi- tískutungumálum. Svo fóru vali, sem Redbull var að halda, fatahönnuðirnir og byrjuðu að þar voru allir á ströndinni allan hlaupa útum allt. Síðan kom daginn. Flottar gellur og sætir allt í einu svart ský og allt tekst strákar og algjört surfcrew. á loft á tíu mínútum. Það eru til Það var geðveikt og geðveikir myndir af þessu á Facebooktónleikar. Við vorum að spila 35

inu okkar þar sem er bara allt í helli. Og það var mjög gaman.“

Þórður Jörundsson vaknaði ekki

Þeir sem ekki tóku eftir að það vantaði Þórð á gítar á Kimba myndbandinu þeirra var ástæðan sú að hann svaf yfir sig fyrir tónlistarmyndbandsupptökur. „Þar er ég með einhvern fermingardraslgítar af því að hann var með allar græjurnar inni hjá sér. Við förum meirisegja heim til hans en hann bara vaknaði ekki. Það var mesta klúðrið.“

Ef ekki tónlist, hvað þá?

Aðspurður hvað þeir fellar myndu gera ef tónlistin hefði ekki skilað sér svaraði Unnsteinn: „Ef tónlistarbransinn hefði ekki ráðið förum hjá ykkur, hvað hefði þá tekið við? Ég hugsa að ég hefði farið út í eitthvað kvikmyndatengt. Ég var alltaf í því í Austurbæjarskóla í kvikmyndagerð, ég fékk 10 í því. Og mér fannst mjög gaman að semja tónlistina við stuttmynd sem ég var að gera og tvinna það saman. Ég hugsa að það væri eitthvað sem lægi beint við. Logi var í MH í 2-3 ár en síðan fórum við til Þýskalands og hann hefur ekkert farið aftur. En ég held að Logi myndi ekki gera neitt annað en tónlist, hann myndi bara deyja eða eitthvað. Og hann fór bara á fullu að læra DJ-a og pródúsera. Hann var að gefa út sólóplötu fyrir klúbba í fyrradag (27. nóvember) 35


og er búinn að fá heilmikla spilun í technoþáttum á BBC, dupstep þættirnir. Logi hefur nóg að gera í tónlistinni. En síðan eru hinir krakkarnir í hljómsveitinni eru öll annað hvort bara í 9- 5 vinnu eða í háskólum. Gylfi sem að spilar á trommur er í myndlist í LHÍ, Yngvi sem spilar á píanó er í tölvunarstærðfræði í HR og Haraldur Ari er í leiklistarnámi í London í mjög fínum skóla sem heitir Central School of Speech and Drama“

Græða ekki pening á þessu

Unnsteinn vill ekki meina að þetta sé „money-making business“ heldur þvert á móti. „Fyrir hljómsveitina, við græðum í rauninni engan pening fyrir þetta. Við fáum borgað fyrir

36

að spila á tónleikum og böllum og svoleiðis, en það fer allt í næsta flug og fara aftur út og kynna sig meira. En vinna okkar bræðra er allt öðruvísi, eins og ég var t.d. að syngja á jólatónleikum með Ragga Bjarna og Logi er t.d. að DJ-a á fullu hverja helgi og pródúsera lög fyrir aðra og það eru allskonar svoleiðis leiðir sem við náum að vinna okkur inn pening með.” Peningalega séð segist Unnsteinn ekki græða neitt á tónlistarmyndbandi, en upp á auglýsinguna að gera þá borgar það sig oft. „Það er enginn að borga þér til þess að búa til þessi myndbönd. PoppTíví er ekkert að kaupa myndbönd af þér eða neitt þannig. Þetta er í rauninni bara einskær áhugi. Peningaspursmál, við erum allavega ekki með konur

og börn sem þarf að fæða. Svo við þurfum ekki að hafa jafnmiklar áhyggjur og margir aðrir tónlistarmenn.“

„Basic“ dagur Unnsteins

Dagurinn í dag var ég á fundi frá hádegi þangað til 3, síðan fór ég í viðtal, svo fer ég á annan fund á Skype þegar ég kem heim. Þá fer ég að æfa fyrir gigg. Eftir það reyni ég að borða kvöldmat og svo fer ég að spila í kvöld fyrir ÍslandPalestínu félagið á Hótel-Borg. Svo eru aftur tónleikar klukkan 10 með Benna Hemm Hemm. Allir dagar eru örugglega svona 50% af þessu, þetta er mjög „basic“ dagur hjá mér. Sérstaklega núna þegar maður er að kynna plötu.“ -úvb

36


37

37


Endalaus flótti í leit að betra lífi

Tilgangurinn minn með þessari grein er ekki að láta vorkenna mér eða líta á mig á annan hátt en aðra. Mínir nánustu vinir vita ekki margt af því sem mun koma fram hérna því þetta er ekki eitthvað sem lýsir mér sem manneskju heldur hefur kennt mér að meta það sem ég hef í lífinu og gert mig að betri manneskju fyrir vikið. Fyrir þá sem vita ekki hver ég er þá heiti ég Biljana Boloban og ég fæddist í upphafi Yugoslaviu stríðsins. Ég fæddist þann 21. september 1993 í Króatíu. Þen38

nan dag var pabbi minn því miður ekki viðstaddur og ástæðan fyrir því var sú að hann vildi ekki taka þátt í stríðinu þannig hann var sendur í fangelsi. Hann fékk þó að sjá mig fyrst þegar ég var 2ja mánaða gömul. Þegar ég var tveggja ára gömul þá þurftum við að yfirgefa heimili okkar og flýja frá landinu. Ástæðan fyrir því að við þurftum að flýja var sú að við vorum Serbar sem bjuggu í Króatíu. Ferðin okkar var mjög erfið. Við þurftum að flýja í sitthvoru lagi. Við mamma

fórum saman og pabbi minn fór með afa mínum til að sameina hann og ömmu mína. Eftir að hann fann loksins ömmu mína fór hann að leita að okkur mæðgunum. Á meðan pabbi var að leita að okkur þá vorum við mæðgunar í trukkum með fullt af öðrum konum og börnum. Mamma hefur sagt mér hvað henni þótti erfitt að þurfa að klípa mig svo ég fengi eitthvað að borða og drekka á meðan við vorum í þessum trukkum. Þegar við komumst loksins yfir til Serbíu sameinuðumst 38


við pabba og við flökkuðum milli staða og vorum heppin ef við fengum mat og gistingu einhversstaðar. Það var ekki í boði að snúa tilbaka til Króatiu, þar sem húsið okkar var eyðilagt og öllum eignum okkar stolið. Eftir tveggja mánaða flakk sáum við auglýsingu í blaðinu um að amma og afi hafi verið að leita að okkur. Amma og afi voru búin að finna húsnæði fyrir sig gegn því að vinna fyrir fólkið sem þau bjuggu hjá. Við fengum mat og gistingu hjá þeim í mánuð þangað til að við gætum staðið á okkar eigin fótum. Við fengum húsnæði í sama bæ og amma og afi. Þetta var ekki húsnæði eins og þið ímyndið ykkur, þetta var mögulega jafnt stórt og herbergið ykkar. Við vorum ekki með hita og rafmagn, fórum í sturtu úti og klósettið var úr viði þar sem ekkert sturtaðist niður. Þegar ég var þriggja ára gömul eignaðist ég svo fallega litla systur. Lífið var ekki dans á rósum fyrir hana heldur, þar sem ég þurfti að sjá um hana frá því að hún var eins árs gömul og ég aðeins fjögurra. Ástæðan fyrir því að ég þurfti að sjá um okkur tvær var sú að foreldrar okkar þurftu að vinna til þess að geta séð fyrir okkur og þau höfðu ekki efni á því að senda okkur í leikskóla. Það var oft þannig að þau fengu ekki einu sinni launin sín þar sem þau voru að vinna svart. Ég man þó ekki eftir miklu frá þessum tímum en ég man þó eftir einni nótt þegar ég var fimm ára gömul. Ég var sofandi í rúminu okkar þegar ég allt í einu vaknaði við að sjá rottu 39

beint fyrir framan andlitið á mér og síðan beit hún mig beint fyrir ofan vörina mína. Viku seinna þá var systir mín einnig bitin af rottu í puttann. Bróðir pabba míns og konan hans bjuggu á Íslandi á þessum tíma og vissu hvernig ástandið hjá okkur var orðið. Þau ákváðu að gera eitthvað í þessum málum og höfðu samband við Rauða Krossinn á Íslandi. Í framhaldi á því þá hafði Rauði Kross Íslands samband við Rauða krossinn í Serbíu og ári seinna fengum við að koma til Íslands. Það var mjög erfitt fyrir okkur að kveðja alla fjölskylduna okkar og fara út í þessa óvissu. Þegar við komum til Íslands þá var tekið vel á móti okkur. Við fengum okkar eigin íbúð, MEÐ KLÓSETTI og ELDHÚSI. Ég og systir mín fengum meira segja dótakassa. Við vitum samt ekkert hvað varð um ættingja okkar, hvort þeir séu ennþá á lífi eða ekki. Það eina sem ég veit er að náinn frændi minn var skotinn. Ég mun vera ævilega þakklát fyrir allan þann stuðning sem við höfum fengið frá Íslandi og Rauða Krossinum. Ef það væri ekki vegna þeirra, þá veit ég ekki hvernig væri komið fyrir okkur í dag. Eins og ég sagði hérna fyrir ofan er tilgangurinn með þessari grein að opna augu fólks fyrir því hvað við höfum það gott hérna á okkar litla Íslandi. Þótt það komi slæmir dagar af og til, þá verður allt betra á endanum. Ég vil einnig minna fólk á hvað það er rosalega mikilvægt að styrkja svona góð málefni, hver sem þau eru, því að margt smátt gerir eitt stórt. -Biljana Boloban, borghyltingur

39


40

40


Busadagur

Busadagur Borgarholtsskóla árið 2012 var með öllu ógleymanlegur. Það var lítið sem ekkert sem fór úrskeiðis og dagurinn gekk eins og í sögu. Busadagurinn var haldinn með hefðbundnu sniði þetta árið enda hefur sú hefð verið gríðarlega vinsæl síðustu ár.

Hópstjórar mættu snemma morguns og klæddu sig upp sem trúða og máluðu sig og tóku svo „vel“ á móti busunum sem mættu í skólann þennan örlagaríka dag. Busarnir voru klæddir upp í græna boli sem stóð á „Busadrasl 2012“ en Serrano hjálpaði nemendaráðinu að gera þessa boli að veruleika. Busarnir mættu svo að sjálfsögðu í skólann klædd samkvæmt busareglunum sem settar höfðu verið, með buxur ofan í sokka, allt á röngunni og öll hálf öfugsnúin. Busar nir fengu sína

41

nauðsynlegu busun upp í Borgarholtsskóla um morgunin en þar var ýmist tússað, varalitað, málað eða tuskað busana til og margir hverjir látnir syngja upp á sviði og gera ýmsa óþægilega hluti. Enginn var þó þvingaður sem neitaði busun en auðvitað neituðu þessir frábæru busar engu.

Þegar leið á daginn var svo farið með busana í göngutúr niður í Gufunesið þar sem sjálf busavígslan fer fram árlega. Busarnir voru teknir úr skólastofum og settir í hópa fyrir utan skólann. Þeir voru svo látnir skríða, rúlla sér og fara í kollhnís alla leið niður í Gufunesbæ. Þegar komið var niður í Gufunesbæ tók við þrautabrautin. Sú þrautabraut var enginn dekurmeðferð en busarnir voru látnir skríða í gegnum eurobretti sem við höfðum sett saman en á meðan busarnir skriðu voru hóp-

stjórar að dæla yfir þá ýmis konar viðbjóði eins og lýsi, salsa sósu og kavíar. Þegar busarnir höfðu loks sloppið úr göngunum þá enduðu þeir í tjörn sem hafði myndast í Gufunesinu en þau þurftu að vaða yfir þessa tjörn og ná til Gísla Freys formanns sem vígði loks busana með mysu yfir ennið líkt og Rafiki gerði við Simba í Lion King (1994). Þetta gekk allt mjög vel og þetta var falleg athöfn sem gleymist aldrei. Við vonum að busavígslur eins og þær gerast bestar verði aldrei lagðar niður eins og er barist um sumstaðar en þetta er eitthvað sem lifir með okkur alla ævi sem skemmtun og upplifun en ekki sem pynting og leiðindi. Þetta eru ógleymanlegir dagar bæði fyrir hópstjórana og busana sjálfa en busadagurinn árið 2012 er dæmi um góðan dag.

41


42

42


Busaball Busaballið í ár var ekkert grín en staðsetningin, line-upið, tímasetningin, miðaverðið og síðast en ekki síst peppið var vægast sagt ótrúlegt. Við erum að tala um það að ballið var haldið á Gullhömrum í ár en þetta var í fyrsta skiptið sem Borgarholtsskóli hélt ball á þessum glæsilega stað og hann stóðst svo sannarlega væntingar Borghyltinga. Það mættu hátt í 800 manns á ballið sem setur þetta ball í hóp stærstu skemmtana í sögu Borgarholtsskóla. Það sem olli þessari gríðarlegu sölu var að sjálfsögðu peppið í nemendum skólans en það sem hafði ennþá meiri áhrif var line-upið. Það var ekkert sparað þegar það var ákveðið en við erum að tala um að DJ Jay-O hitaði upp lýðinn eins og hann gerir best, síðan stigu Agent Fresco upp á svið og stóðu sig eins og

43

hetjur, ekki má svo gleyma strákunum í Infamous sem héldu uppi stuði langt fram á kvöld, Úlfur Úlfur ásamt Emmsjé Gauta trylltu svo mannskapinn en toppur kvöldsins var að sjálfsögðu trúbadorhljómsveitin Buffið sem reif þakið af Gullhömrum með þeim afleiðingum að ballið varð að ljúka klukkan 02:00.

sannaðist að Borghyltingar verða ekkert þreyttir eftir miðnætti frekar en aðrir. Ballið hófst klukkan 22:00 og var í heila fjóra klukkutíma og Borgarhyltingar mættu bókstaflega með harðsperrur í skólann daginn eftir. Þeir fengu reyndar sem betur fer frí í fyrstu tvemur kennslustundum dagsins.

Þetta ball var einnig fyrsta ball Borgó í langan tíma sem hefur verið haldið til klukkan 02:00 en þarna

Það sem hafði svona góð áhrif á þetta ball hefur eflaust verið hvernig við Borghyltingar tókum í það en það skiptir höfuðmáli þegar kemur að góðu félagslífi að taka þátt og peppa aðra í að taka þátt. Miðaverðið voru litlar 2000 krónur og gefnir voru fjölmargir miðar fyrir þá sem ekki áttu svona mikið klink. Við stóðum öll saman í því að draga innipúkana og blöðruhausana með okkur sem endaði líka svona svakalega vel. Ef öll böll væru eins og Busaball Borgó árið 2012 þá yrði ég aldrei stúdent.

43


44

44


80’S BALL

mættu allir hestar í héraðinu á þetta ball en fólk úr öllum skólum landsins var samankomið til þess að ferðast aftur í tímann sem er einfaldlega Þegar allir miðar voru alltaf gaman. foknir út í veður og vind var komið að því að skemmta Line-up kvöldsins var ekki sér. Gísli Freyr formaður af verri gerðinni en DJ Jayvor tók á móti ballgestum O hitaði upp líkt og á Miðasalan var með mjög með því að gefa þeim öllum okkar böllum enda óhefðbundnum hætti en glow-sticks þó svo að þau er enginn annar maður hafi að mestu verið óþörf hæfur í slíkt starf. Gamli þökk sé nokkrum vel sökum klæðaburðar allra vinur okkar hann Steindi völdnum aðilum úr nemendaráðinu þá varð sem voru á ballinu. Það Jr. steig svo á svið ásamt Bent en þeir virtust þessi miðasala ein sú hafa peppað lýðinn 30 peppaðasta sem marár fram í tímann. Buffið gir hafa orðið vitni af. tók svo við en þið vitið Það var spiluð 80´s öll hvað það þýðir, baltónlist nánast alla vilið kláraðist með glæsikuna og krakkar úr nebrag, þeir sungu fyrir mendaráðinu mættu í Borghyltinga öll skólann í 80´s fötum og helstu 80´s lög sögunvöktu svo mikla athygli nar og gerðu okkur að röðin í miðasöluna eldgömul í þokkabót. var lengri en röðin á Þetta kvöld var ógleyBestu útihátíðina 2011. manlegt og hjörtu okÞeir sem keyptu ekki kar Borghyltinga vona miða voru annaðhinnilega að 80´s ball vort veikir heima eða Borgó sér komið til að ekki í Borgó. Svo má vera. auðvitað ekki gleyma 80´s ball Borgarholtsskóla var haldið á Spot þann 8. nóvember en þrátt fyrir að vetrarþunglyndið var að reyna að kæfa fólk þá seldist nánast upp á þetta ógleymanlega ball. Line-upið, miðaverðið og gamla góða peppið okkar sá til þess.

45

snilldar candyfloss vélinni sem var fenginn daginn fyrir ballið en það er fátt skemmtilegra en að mönsa floss í tíma.

45


46

46


Söngkeppni Þetta árið var Söngkeppni Borgarholtsskóla haldin hátíðlega í tónlistarhúsi Hörpunnar þann 14. febrúar og fór kvöldið algjörlega fram úr okkar væntingum. Ég og Egill Örn vorum ráðnir í það að kynna þetta hæfileikaríka fólk sem við eigum á svið í Hörpunni og var mikil eftirvænting hjá okkur og hreinlega öllum skólanum. Við Egill vorum lítið stressaðir fyrir þessum viðburði og höfðum margar vikur til þess að undirbúa okkur, það var síðan ekki fyrr en þegar 3 klukkutímar voru til stefnu þegar ég tók “panic attack” og varð mjög stressaður því að við höfðum varla ákveðið hvað við ætluðum að segja uppi á sviði. Egill náði að róa mig niður og þetta gekk eins og í sögu.

Við Egill höfðum reyndar ákveðið bara eitt áður en dagurinn rann upp og það var að mæta í kjólum uppá svið fyrir eitt atriðið, við gerðum okkur bara hreinlega grein fyrir því hvað marga dreymdi um að sjá okkur í kvenmanns fötum.

Það voru margir bakvið okkur í þessari keppni sem þarf að nefna en miklir meistarar voru mættir til að setja upp sviðið og taka upp keppnina, þar var margmiðlunarnefndin í essinu sínu, Dagur uppi í stjórnunarklefa að stjórna liðinu, Jóhann á myndavél að taka upp, Elvar að taka myndir af Baksviðs á söngkeppninni var okkar gullfallegu keppendum mikil stemning þar sem við og svo var Nilli þarna líka… en kynnarnir og keppendur fen- ég hef ekki hugmynd hvað gum svakalegt VIP herbergi hann var að gera, örugglega til þess að hanga í þegar ön- bara að banga chicks. Ívar nur atriði voru í gangi. Þarna Guðmundsson var baksviðs voru leðursófar, PS3 og kaldur með okkur og stýrði okkur eins á krana, djók. Við fengum tvö og herforingi, hann hjálpaði herbergi með nokkrum stólum manni úr kjólnum og festi og lítið sjónvarp til þess að hor- míkrafóninn á mann og sagði fa á atriðin. Keppendur létu okkur hvað við værum fallegir, fara vel um sig á meðan við mikill fagmaður þar á ferð. Egill klæddum okkur í kjólanna og í stresskasti til að ná að vera Kvöldið var gífurlega vel ready fyrir næstu innkomu. heppnað, Harpan var glæsileg, stútfullur salur og atriðin öll mögnuð og greinilegt að það eru margir söngfuglarnir sem dröslast í Borgarholtsskóla klukkan átta á morgnanna. Fyrir mína hönd og félaga míns Egils Arnar, viljum við þakka ykkur fyrir þetta kvöld sem verður lengi í minningu okkar og verður munað sem stærsta og flottasta söngkeppni sem Borgarholtsskóli hefur haldið. Takk fyrir mig. Viva Borgó. Hjörleifur Steinn Þórisson

47

47


48

48


glæsiball Það má með sanni segja að í ár hafi Glæsiballið verið tekið á næsta level. Við fengum það nefnilega í gegn að halda það á Hótel Sögu með mikinn fögnuð Borghyltinga. Fólk var almennt spennt fyrir loksins almennilegri árshátíð sem er ekki haldin í matsalnum heldur en í alvöru fancy veislusal. Við fengum snillinginn Jóhannes Hauk til liðs með okkur og var hann veislustjóri kvöldsins og reitti af sér brandarana. Einar töframaður frumsýndi nýtt svokallað Vegas-show og fékk hann ungar píur upp á svið. Hver og einn má dæma hversu óviðei-

49

gandi hann á köflum var en skemmtilegur var hann, það má hann eiga. Helga Braga kom síðan og dansaði við Dum Tek Tek sem er gamalt Eurovisionlag við frábærar undirtektir allra kvenna. Ég gat ekki betur séð en að strákarnir nutu þess alveg nokkuð vel líka. Kennararnir í Borgó frumsýndu Harlem Shake myndbandið sitt sem þeir höfðu tekið í byrjun kennarafundar og fór það eins og eldur í sinu á internetinu. Þá voru tilnefndir aðilar sem að skáru fram úr á ýmsum sviðum og þau atkvæði voru talinn af hlutlausum aðilum oft

og mörgum sinnum svo ekkert myndi fara úrskeiðis. Páll Óskar söng og plötusnúðaðist svo eins og hann gerir best og var dansgólfið algjörlega stappað af glöðum og fallegum Borghyltingum að skemmta sér saman. Húsfyllir var á ballinu og allir virtust skemmta sér konunglega. Þetta kvöld var ógleymanlegt í alla staði enda langt síðan að maður gat skemmt sér eins vel á Glæsiballi Borgó. Við vonum að þetta verði að árlegum viðburði framvegis. Takk æðislega fyrir þetta kvöld.

49


50

50


51

51


52

52


Blóði drifinn Borgarholtsskóli Af Grimmd, túrblóði og lukkudýraleysi.

Júlíana Kristín Liborius Jónsdóttir skrifar: Síðastliðinn febrúarmánuður var blóði drifinn fyrir nemendur og starfsfólk Borgarholtsskóla. Inngangurinn að matsalnum líktist meira blóðugum glæpavettvangi í mynd eftir Quentin Tarantino, frekar en matstofu nemenda skólans. Þrátt fyrir þann algenga misskilning að það hafi verið vegna túrblæðinga lukkudýrs skólans,** var það ekki raunin, við eigum ekkert lukkudýr.* Líkt og glöggir nemendur skólans ættu að vita, var það vegna frumsýningu Leikfélag Borgarholtsskóla á leikverkinu Grimmd í Tjarnarbíói. Leikritið Grimmd, var eitt það metnaðarfyllsta verk sem að Leikfélag Borgarholtsskóla hefur staðið að og heilmikil vinna fór í undirbúning og æfingar. Það var leikstýran Jenný Lára Arnórsdóttir sem að fór með leikstjórn þetta árið og stóð hún sig með prýði við að draga það skuggalegasta fram í ungum og efnilegum leikurum skólans. Hún ásamt hópnum vann handritið upp úr þremur hryllingssögum, Handalausa Mærin, Váli Vélaður og Einitréð. Þessar sögur eru vægast sagt hrottalegar og ekki fyrir alla. Sviðið var blóði drifið, hausar og hendur flugu í allar áttir. Undirferli, svik og prettir voru höfð að leiðarljósi og enginn fékk að

53

taka blygðunarkenndina með sér heim. Nemendur skólans sáu svo um að vinna allar hliðar leiksýningarinnar - hönnun, markaðssetningu, búninga, smink, leikmuni, lýsingu og hljóðmynd. Auk þess sem að tónlistarmenn skólans spiluðu lifandi tónlist á sviðinu, á meðan að verkinu stóð. ,,Þetta var mjög skemmtilegt, mikil reynsla jafnframt því að vera mjög erfitt líka” segir Hera Jónsdóttir meðlimur Leikfélags Borgarholtsskóla. Aðspurð segist hún klárlega ætla að taka þátt á næsta ári og mælir eindregið með því að aðrir geri það sama, enda er Leikfélag Borgarholtsskóla opið hverjum sem er. ,,Þó svo að æfingarferlið sé erfitt þá er það svo þess virði þegar það kemur að sýningum, þá sér maður árangurinn og maður getur skemmt sér á sviðinu og gert sitt allra besta. Ég mun klárlega taka þátt á næsta ári og mæli með því að aðrir geri það líka. Þetta er mjög gefandi og skemmtilegt og hver sem er getur gert þetta.» Hera stefnir á að fara í leiklistarnám erlendis að Borgarholtsskóla loknum og segir hún leikfélagið og Grimmd góða byrjun á ferlinum. Ekki náðist í Bergþóru Kristbergsdóttur, formann Leikfélag Borgarholtsskóla, við gerð þessarar

greinar. En það hefur þó verið staðfest að hún sé flutt til Indlands að sofa af sér frumsýningargeðveikina. Þetta hafði hún þó að segja rétt fyrir sýningu ,,Höfum bara þetta því ég hef ekki tíma fyrir neitt annað. Bæbæ”. *Þeir aðilar sem að hafa eitthvað við það að athuga að Nemendafélag skólans hafi ekki útvegað lukkudýr, sameinist með mér fyrir utan stofu 124 klukkan 12:40, þriðjudaginn 30. apríl. YKKUR Á EKKI AÐ STANDA Á SAMA! NIÐUR MEÐ ÞETTA LUKKUDÝRSLEYSI!! **Þeir aðilar sem að sjá eitthvað athugavert við það að lukkudýr skólans fari á túr, ættu að hafa samband við móður sína. Ef að hún er ekki til taks, mun ég persónulega svara spurningum eftir kröfufundinn þann 30. apríl.

53


54

54


Ylfa rúnars 55

Ylfa Rúnarsdóttir er 19 ára fyrrum borghyltingur og á heldur betur framtíðina fyrir sér í brettaíþróttum. Hún hefur haft nóg fyrir stafni undanfarna daga enda þurfti hún að yfirgefa Borgó mjög fljótlega fyrir langþráðan draum sem að beið hennar í Svíþjóð. Þar fór hún í nám í skíðaog brettaskólanum Rymdgymnasiet og segir hún líka það virkilega vel enda liggur hennar aðaláhugi þar. Mafíugengið spurðist út í líf hennar og hvað hún væri að bralla núna þessa dagana. 55


að detta nokkrum sinnum stoppar mig ekki

Ástfangin af sportinu

Ylfa segist algjörlega yfir sig ástfangin af brettaíþróttinni, hún sé bæði mjög hrifin af hjólabrettum og snjóbrettum. „Þegar ég var yngri fannst mér alltaf kúl að vera á bretti, ég leit mikið upp til stóru frændsystkina minna sem voru á snjóbretti og það var þá sem ég fékk hugmyndina fyrst. Ég er að gera það sem mér finnst allra skemmtilegast, fíflast á snjóbretti á hverjum degi með góðum vinum, elska lífið og nýt þess að vera til.“ Að sögn Ylfu fékk hún sitt fyrsta snjóbretti aðeins 13 ára gömul en það hafi ekki verið prufað fyrr en veturinn eftir. Það var þó ekki fyrr en 56

árið 2010 sem hún byrjaði að stunda snjóbretti að alvöru og njóta þess eins og hún gerir í dag. „Það sem heillar mig mest við brettaíþróttina er frelsið. Allt sem maður gerir er rétt ef maður ákveður að það sé rétt. Að vera skapandi og koma með nýjar hugmyndir af því sem maður vill gera er bara jákvætt. Að læra ný trick og sjá sjálfan sig taka framförum er æðislegt. Félagsskapurinn og lífstíllinn í kringum íþróttina er gulli betri og það er eitt af því sem gerir þetta svona fullkomið“ segir Ylfa og það er alveg óhætt að segja að henni líði hreinlega best með brettið við fætur hennar. „Þá er ég á réttum stað.“

Svipað og afreksbrautin í Borgó

Skóli Ylfu er í Norður-Svíþjóð og heitir Rymdgymnasiet og brautin hennar er kölluð V.I.G. eða „vinter idrotts gymnasiet“. „V.I.G. leggur áherslu á snjóbretti og freestyle skíði, svona svipað og afreksbrautin í Borgó þar sem hálfur dagurinn fer í brettamennsku. Áður en tímabilið byrjar þá æfum við m.a. styrk, þol, jafnvægi og trampólín.“ Ylfa segir þetta vera frekar lítill skóli og mjög heimilisleg stemning - hann sé mjög erfiður en algjörlega þess virði. „Ég útskrifast með stúdentspróf í Geim-tæknifræði, sem klárlega opnar allar leiðir fyrir mig. En það kemur 56


upp á móti öll brettamennska sem innifellst í stundatöflunni og hversu létt það er fyrir mig að fá frí sem ég þarf til að komast að keppa út um allt í Svíþjóð og löndunum hér í kring. Svo lengi sem ég segi við kennarana í skólanum að ég sé að fara að keppa eða fara að renna mér á snjóbretti hvar sem er þá er það ekkert mál að fá frí.“ Hún segir skólann mjög jákvæður fyrir þessu og styður vel undir allt sem tengist snjóbrettaáhugamálinu hennar.

dettur í hug.“ Þessari íþrótt fylgir visst adrenalín og getur verið nokkuð hættuleg ef maður er ekki með snögg viðbrögð. „Þegar maður rennir sér í parki þá fær maður mikið „flow“ og frelsi og það er hægt að vera heilan dag án þess að verða þreyttur á því að gera það sama, það eru endalausir möguleikar.“ Ylfu finnst þó skemmtilegast að renna sér á götunni og setja uppsetningar sjálf á handriðum og veggjum. „Það er í uppáhaldi vegna þess að þar er allt svo hrátt og maður getur ekki hætt við þó að maður sé hræddur því Japanska púðrið það er ekkert annað í boði. Að á to-do listanum Það eru margir staðir sem Ylfa taka sig á og gera það sem langar til þess að prófa. „Eitt maður hélt að maður gæti af mínum draumum er einmitt ekki gert er frábær tilfinning.“ að ferðast um og prófa allt Ekkert hættulegri sem finnst en það sem situr efst núna í huga er Park City, en aðrar íþróttir Breck og Big Bear Mountain Að mati Ylfu er brettaíþróttin og síðan er japanska púðrið alls ekkert hættulegri en aðrar eitthvað sem mig íþróttir. „Að vísu þarf maður langar að prófa einhvern að þora að taka skrefið og tímann á ævinni. „Mér finnst gera eitthvað sem maður skemmtilegast að renna mér í hefur aldrei gert áður og veit parki og á götunni á handriðum ekki hvort maður hafi stjórn og öllu mögulegu sem manni á, til þess að læra íþróttina.

57

Maður kemst ekkert lengra ef maður gerir alltaf það sama og þorir ekki að taka sénsinn á því að detta.“ Ylfa segir það einfaldlega fylgja íþróttinni að detta mikið og það myndi ekkert breytast hvort sem maður sé flinkur eða ekki í henni. „Að reyna eitthvað nýtt og erfiðara og að detta nokkrum sinnum stoppar mig ekki“. Ylfa hefur þó hlotið skaða í kjölfar íþróttarinnar, t.d. hefur hún fengið heilahristing, olnboginn hefur dottið úr lið, hún hefur fengið skurð á maga, bakmeiðsli og fleiri „minniháttar meiðsl“ eins og þessi sterka stelpa vill orða það.

Skíðin heilla ekki

Aðspurð hvort Ylfa myndi einhvern tímann láta koma til greina að skipta yfir í skíði segist hún svo ekki vera. „Skíði hafa aldrei freistað mín neitt svakalega, en ég hef prófað að standa á skíðum einu sinni hérna úti. Þegar ég prófaði skíðaskó í fyrsta skiptið ákvað ég að það væri ekkert fyrir mig. Ég held það sé ekki hægt að hanna óþægilegri skóbúnað.“

57


Sjálf er Ylfa styrkt af NIKITA sem léttir henni námið mjög mikið fjárhagslega. „Jaðarsport í Hafnarfirði hjálpa mér líka með hjólabrettin, sem NIKITA framleiða ekki.“

Ýmir og Stymmi kenna mér Lenny pósið

Í snjóbrettaheiminum hefur Jamie Anderson staðið uppúr sem helstu fyrirmyndir Ylfu. „Hún er með svo sjúkan stíl og svo skemmtilegan persónuleika. En annars eru það klárlega Ýmir og Stymmi stóru bræður mínir, þeir kenna mér Lenny pósið og fleira sem maður þarf að kunna í lífinu“.

Elsku Borgó...

Ylfa er Borghyltingur í húð og hár og það er öllu óhætt að viðurkenna að það leynist smá söknuður hjá henni þegar hún hugsar um félagslífið sem Borgó býður uppá. „Elsku Borgó... það er alltaf gaman að dansa og gera sig að fífli í góðra vinahópi.“ Ylfa segir að Busaballið og Halloween- ballið árið 2010 hafi staðið uppúr en gaman er að segja frá því að hún mætti á það klædd sem blökkumaður.

Næstu 10 árin

„Ég ætla að halda áfram að elska og njóta þess að verða betri og betri á bretti, kannski ferðast ég um heiminn og kíki á það sem mér finnst spennandi en það er allavega á hreinu að ég ætla sko alls ekki að þroskast upp úr því að leika mér og gera það sem mér þykir gaman“. -úvb

58

58


Skólaverkefni eftir Erlu Önnu Ágústsdóttir nemenda á Listnámsbraut

KIRIYAMA FAMILY MIÐNÆTURTÓNLEIKAR 31.ágúst 2012 midi.is

59

NAUTHÓLSVÍK 59


60

60


SÖLVI tryggva 61

Sölvi Tryggvason er án efa okkar allra flottasti og fjölhæfasti fjölmiðill sem íslenska þjóðin á og hefur hann verið að gera svakalega góða hluti núna undanfarið. Það er ekki langt síðan að hann tók umræðu um nauðgunarlyf og ræddi þann alvarleika til mergjar. Ekki nóg með það þá má segja að hann hafi tekið stökk fram á við þegar hann kom upp með þætti sína á SkjáEinum – þar urðu allir landsmenn meðvitaðir þegar hann kom upp um allskonar mál, þ.m.t. nauðganir og íslenskan barnaklámhring sem er starfræktur á netinu. Við fengum hann í smá spjall til okkar og fengum að skyggnast inn í líf þessa manns. Fær maður, sem að gefur eins mikið af sér til samfélagsins og Sölvi gerir, tíma og næði til þess að slaka á? 61


Snobb einkennir fjölmiðla Forvitinn að eðlisfari

„Ég var í sálfræði í Háskóla Íslands og svo fór ég í fjölmiðlafræði og hafði áhuga á þjóðmálum og að kynnast ólíkum hlutum. Það mætti segja að það hafi verið svona það sem kom mér af stað í byrjun.“ Sölvi segist alltaf hafa verið forvitinn í eðli og hafi það komið sér á þann stað sem hann er

núna. Það skilar sér algjörlega að vera forvitinn og að líta gagnrýnum augum á það sem er að gerast í kringum okkur. Sölvi átti sína eigin bloggsíðu sem hann skrifaði nánast á hverjum degi pistla, hann fékk mikla gagnrýni á sig í báðar áttir – sumir ánægðir og aðrir ekki .

Fær hótanir og símhringingar

Þau eru mörg verkefnin sem Sölvi hefur tekið að sér og öll miserfið. En Sölvi segir það velta algjörlega á viðbrögðunum hvaða mál sé erfiðara en annað. „Stundum er maður að taka á málum sem að geta verið erfið og stundum þegar ég hef verið að fjalla um viðkvæm mál eins og undirheimana, þegar maður tekur viðtal við fólk sem hefur lent í einhverri erfiðri lífsreynslu og það hefur farið að gráta í viðtali

62

eða eitthvað slíkt, það getur tekið svolítið á.“ Hann segir einnig sum mál verið mjög erfið einfaldlega vegna þess að það hafa myndast mikil læti eftir það. „Þegar ég fer að fjalla um forsjálmál að þá hef ég fengið að lenda í því að fá símhringingar á kvöldin, einhverjir að hóta manni og eitthvað svoleiðis.“ Sölvi tekur þessum hótunum misrólega. „Það fer eftir því hvaðan þær koma. Yfirleitt verður maður að reyna að vera mjög harður þegar maður fær svoleiðis og bara svara þessu strax og stoppa þetta af í fæðingu. Það á ekkert að líða fyrir neitt svoleiðis“.

Tók sjálfur inn nauðgunarlyf

Þeir sem að þekkja til Sölva vita að hann er virkilega einlægur og ábyrgur maður og tileinkar sér öll þau verkefni sem hann tekur sér fyrir hendur og gerir þau vel, þrátt fyrir dálitla óþolinmæði. Það skilaði sér heldur betur þegar að hann tók sjaldheyrða umræðu um nauðgunarlyf og krufði hana til mergjar. „Ég hafði fengið inn á borð til mín nokkrar sögur þegar ég var að 62


óska eftir ábendingum með efni frá stelpum sem hafa lent í því að vera byrlað nauðgunarlyf og fannst það þyrfti að tala um þetta. En þegar ég spurði þær hvort þær væru tilbúnar til þess að koma í viðtal, þá var svarið yfirleitt „nei“. Þannig ég fór aðeins að skoða hvað hefur verið gert í fjölmiðlum um þetta og það hafði enginn tekið neitt almennilega á þessu. Það heyrist svona eitt og eitt tilvik þar sem einhver telur sig hafa lent í þessu eða einhver skemmtistaður sem hefur verið með eitthvað tilvik en það hefur aldrei verið gerð einhver almennileg úttekt af þessu, þannig ég fór bara af stað í þeirri von að mér tækist að fá viðtöl við einhver fórnarlömb, af því það er ekkert hægt að gera svona umfjöllun nema að fá einhverja sem að hafa lent í þessu. Og það gekk eftir, en það var svolítið mál að ná fólk í viðtal fyrst.“ Eftir þetta kviknaði upp sú hugmynd að Sölvi myndi sjálfur prófa að taka inn lyfið. „Við ræddum svolítið um þetta af því að yfirleitt eru menn nú að troða sjálfum sér ekki í umfjöllun – af því að þáttagerðarmaðurinn er ekki umfjöllunarefnið. En í þessu tilviki fannst okkur það réttlætanlegt bara til þess að sýna fram á áhrif lyfsins að ég myndi taka það og ég held að svona eftiráhyggja að þetta hafi verið rétta ákvörðunin. Það vekur mestan áhuga að fjalla um eitthvað ef maður hefur persónulega reynslu.“ Sölvi segist hafa verið mjög sljór eftir að hafa innbyrgt lyfið og ekki náð að tjá sig eðlilega. „Þetta var ekki meint „blackout“, heldur rosa mikill sljóleiki og eftir á man ég ekki alveg 63

hvað ég var að segja... Ég gerði þetta um miðjan dag og drakk bara einn bjór, ef ég hefði verið búinn að drekka 10 bjóra og þetta hefði verið klukkan 3 þá hefði ég örugglega bara hrunið útaf og ekkert verið vakandi.“

að þá er álagið töluvert mikið, starfsumhverfi fjölmiðlamanna á Íslandi er ekkert sérstaklega gott. Við fáum mjög lítinn tíma til að vinna hlutina miðað við fjölmiðlamenn í útlöndum, hvort sem það er í sjónvarpi eða dagblöðum. Þess vegma er fjölmiðlaefni erlendis oft á tíðum hjá stóru fjölmiðlunum Skiptimiði á mun vandaðara en á Íslandi af eiturlyfjamarkaðnum Sölvi segir það virkilega erfitt því að þáttagerðarmennirnir að vita hvort að þér hafi ver- hafa ið byrlað nauðgunarlyf eða meiri tíma til þess að vinna ekki ef þú stendur ekki þann með hlutina heldur en hér.“ sem gerir það að verki. „Þá er segir Sölvi en bætir þó við að það bara rosa erfitt – nema þetta sé að mestu leyti svipað það er einna helst ef þú ert og hann gerði ráð fyrir og í góðra vinahópi og fólk allt ekkert sem hann telur mikið í einu sér að þú ert kominn öðruvísi. í tómt rugl og það er engin Léttari efnin sýnileg ástæða – ef þú færir inn á slysavarðarstofu og það oftast erfiðari er tekið nógu snemma sýni. Hann Sölvi á sér þó nokkrar Þá er hægt að sjá lyfin en fyrirmyndir í fjölmiðlum, til það er mjög fljótt að fara úr dæmis má nefna Mike Wallíkamanum. Þú þarft að ko- lace í 60 mínútum sem hemast inn á slysavarnarstofu in- fur alltaf verið uppáhalds nan 10 tíma eftir að þú færð sjónvarpsspyrill Sölva, Larry það.“ King og margir fleiri. „Ég hef Hann telur að þetta lyf sé mjög gert ýmislegt í fjölmiðlum, erfitt að taka úr umferð og sér ég var í „Ísland í dag“ í tvö ekki fyrir sér að það muni ger- ár rúm og síðan var ég með ast í framtíðinni. „Það sem er spjallþátt og þá var ég líka mest notað að nauðgunarlyfi að taka léttari efni og léttari er framleitt bara í heimahúsum viðtöl. En þá komst ég að því og bara notað sem skiptimiði að fólk heldur oft að þungu á eiturlyfjamarkaðnum. Það efnin séu það eina sem er er mjög auðvelt að verða sér erfitt við fjölmiðla. En góðir úti um þetta, því miður.“ sjónvarpsmenn þurfa að geta tekið létt efni án þess að það sé kjánalegt og skilað því frá Starfsumhverfi sér þannig það sé skemmtilegt fjölmiðlamanna en ekki kjánalegt. Það er mikil ekki gott kúnst og mikið erfiðara heldur Fjölmiðla- og blaðamennskuen flestir gera sér grein fyrir.“ na telur Sölvi almennt alveg Sölva finnst Ryan Seacrest í eins og hann gerði ráð fyrir. American Idol vera einn bes„Þetta er náttúrlega starf sem ti sjónvarpsmaðurinn núna. er mjög skemmtilegt af því það „Hann er alltaf léttur – almener alltaf nóg að gera. Þetta er ningur gerir sér ekki grein fyrir mjög fjölbreytilegt, þú ert að því hvað hann er að gera er tala við ólíkt fólk og takast á við erfitt og hvað það eru fáir ólík málefni. En á móti kemur 63


sem geta gert þetta. Það er ekki fyrr en þú sérð næstu kynna og hvað þeir eru lélegir í samanburðinum. Það gildir alveg sama um Ísland. Þannig berið virðingu fyrir þeim, t.d. Ragnhildur Steinunn er kynnir í Dans, dans, dans og þeir sem eru í þannig þáttum, þetta er kúnst líka. Og á svona litlu landi eins og Íslandi, þá eru ekkert margir sem gera gert það vel.“ Sölvi hefur því reynt að verða fjölhæfur í fjölmiðlum og það er kannski það sem hefur reynst svolítið „challenge“ fyrir hann að skila frá sér léttum viðtölum á almennilegan hátt. Þannig ég var að byrja með spjallþættina mína á SkjáEinum og þegar ég var í Íslandi í dag þá þurfti ég svolítið að færa mig út úr þessum fréttagír yfir í þetta. Þá var maður bara með bindið og allt voða alvarlegt, það er ekkert endilega það erfiðasta. Þá ertu bara í ákveðnu hlutverki og gefur mjög lítið af sjálfum þér. Þú ert bara mjög ópersónulegur, þú ert bara að segja fréttir og segir frá staðreyndum og þarft bara að vera svolítið alvarlegur.“ segir Sölvi og bætir við. „Það er dálítið erfitt þegar þú þarft að fara að gefa af sjálfum þér, þá geturðu ekkert falið þig lengur. Þá ertu kominn í það sama og leikarar þurfa að pæla í.“

Þurfti að klára fréttatíma oft í hláturskasti

Fyrir utan það atvik sem ger64

ðist fyrir Sölva þegar hann var að taka viðtal við töframann og vatnsglasið hans smallaðist þegar hann lagði það á borðið þá hefur margt annað fyndið

Íslandi sem að fer í stjórnmál bara af því það hefur sterkar skoðanir. Ég hef kannski sterka skoðun en síðan kannski breytist hún. Ef ég fer í stjórnmál – þá myndi ég vilja fara í stjórnmál þegar ég hefði ennþá mótaðri skoðanir.“ Sölvi segir að þegar hann horfir á aðra sem eru rúmlega þrítugir sem fara í stjórnmál þá finnst honum þeir yfirleitt þurfa að þroskast meira áður en þeir eru alveg tilbúnir með sínar lífsskoðanir og fyrir hvað þeir standa. gerst fyrir hann á meðan hann „Síðan er umhverfið líka bara hefur verið í fjölmiðlum. „Ég var dálítið leiðinlegt á Íslandi að lesa fréttir í morgunfréttum núna.“ á Stöð 2 og þá var maður stundum bara þreyttur að lesa Mun læra eða einhvern texta í fyrsta skipti í starfa í útlöndum myndavélinni, þá var sá sem Sölvi segir framtíðina vera að skrifaði fréttirnar búinn að bjarta og það standi alveg skrifa fullt af stafsetningarvillum opið að skella sér til útlanda til – það kom tvisvar eða þrisvar menntunar. „Þegar ég byrjaði fyrir að ég byrjaði að hlæja og í fjölmiðlafræði þá ætlaði ég þurfti að klára fréttatímann í ekkert endilega að fara að hláturskasti. Það er mjög erfitt. vinna við fjölmiðla. Ég var á Þegar þú byrjar að hlæja þá leiðinni í framhaldsnám og var er hrikalega erfitt að hætta. búinn að fá inn í tvem háskólum Og þegar þú ert að lesa fréttir erlendis en útaf ákveðnum þá er það síðasta sem þú vilt persónulegum ástæðum á lenda í að fá hláturskast. Það þeim tíma þá varð ég að vera er agalegt.“ á Íslandi í eitt ár í viðbót og

Þrítugir þurfa að þroskast meira

Þótt að Sölvi sé þekktur fyrir að vera með virkilega sterkar skoðanir segir hann ennþá margt eftir ólært enda ennþá ungur. Hann hefur þó oft verið í hugleiðingum og boðið að fara í stjórnmál af flokkum. „En ég hef ekki haft áhuga á því ennþá því mér finnst fullmikið af fólki í stjórnmálum á

ég ákvað að fara í eitthvað í háskólanum sem myndi gefa mér sýn á hitt og þetta. Þannig í fjölmiðlafræðinni var smá lögfræði, smá hagfræði, smá stjórnmálafræði. Ég hugsaði með mér ég græði alltaf einhvað á að fara í þetta nám. Þannig ég tók það og síðan fékk ég vinnu í kjölfarið. Mér líður eins og ég mun annaðhvort mennta mig eða starfa í 64


útlöndum.“ Hann segir þó alls ekkert víst að hann verði í fjölmiðlum að eilífu og að margir möguleikar séu honum opnir – t.d. hefur hann áhuga á heilsutengdum málum og langar að starfa eitthvað við það.

Kennir japanskar skylmingar

Það er margt sem að fólk veit ekki um hann Sölva og eitt af því er að hann er núna mjög nýlega byrjaður að kenna japanskar skylmingar. „Ég æfði í 15 ár og kenndi í fimm ár áður en ég hætti síðan.“ Hann segir einnig vera mjög duglegur að hreyfa sig. „Ég geri allt þetta hefðbundna í frístundum mínum, ég hef mjög gaman af góðum bíómyndum, les töluvert af bókum og svo ferðast ég rosalega mikið – ég reyni að nota eiginlega alla peningana mína í það. Ég er blankur eftir ferðalög bara. Ég

65

hef verið mjög heppinn með það, ég hef getað ferðast. Ég á að vísu ennþá eftir að koma til Suður-Ameríku en ég er búinn að ná að koma til nærri 30 landa og hef áhuga á að ferðast meira. Mér finnst mjög gaman að skoða heiminn. Síðan bara fer ég á kaffihús, út að borða, hitti vini og þetta týpíska.“

áhuga, þá er þetta ekki eitthvað sem þú ættir að fara út í. Þeir sem hafa mjög mikinn áhuga, þá segi ég bara fólki að gera sem mest.“ Sölvi segir mikið snobb einkenna oft fjölmiðla og það sé stundum þannig fýlingur að sumt sé fínt og annað minna fínt. „En ef þú hefur verið með útvarpsþátt á X-inu - það er eitthvað minna. En ég segi bara að öll reynsla í fjölmiðlum er góð Mælir ekki með reynsla. Því meira sem þú gerir fjölmiðlun án því betri verðuru“ segir Sölvi og brennandi áhuga kemur aftur að því áður um„Þú ættir alls ekki að stefna á rædda, með fyrirmyndir hans að fara að vinna við fjölmiðla á og Ryan Seacrest – Það er roÍslandi nema að þú hafir mjög salegur misskilningur að besta mikinn og brennandi áhuga fjölmiðlafólkið sé það sem er á því“ segir Sölvi aðspurður í alvarlegustu og þyngstu efhvaða ráð hann hefði til nunum. „Bestu fjölmiðlarnir eru Borghyltinga sem að stefna á þeir sem geta tekið viðtöl við svipaða braut og hann. „Af því lítil börn, alvarleg viðtöl, létt að það er mikið álag miðað viðtöl – þú verður að tileinka við hvað þú færð borgað. þér mjög margt. Þá er gaÞetta er hörkupúl. Þannig ef man að vera í fjölmiðlum. þú hefur ekki þeim mun meiri Ef þú getur gert ólíka hluti.“ -úvb

65


66

66


Ingi bogi 67

Ingi Bogi Bogason hefur verið aðstoðarskólameistari Borgarholtsskóla síðastliðin 2 ár og hefur staðið sig eins og hetja og hefur maðurinn svo sannarlega sýnt fram á það að hann eigi heima í Borgarholtsskóla. Ingi Bogi er mikill maður og hann er ótrúlegafjölbreyttur og skemmtilegur persónuleiki. Hann leynir á sér en hann stundar það meðal annars að smíða kajak báta og segist hafa verið vinamargur á sínum menntaskólaárum. Margur vill meina að hann taki við af Bryndísi okkar einn daginn en það er auðvitað bara rógburður. Það er margt sem við vitum ekki um hann Inga Boga en því er ekki að örvænta því við spurðum hann úr spjörunum og fengum svona áhugaverð svör! 67


Hvernig er að vera aðstoðarskólameistari? Fjölbreytilegt, krefjandi og skemmtilegt. Hvað finnst þér um nemendur skólans? Yfirleitt vel gert og aðlaðandi fólk sem veit hvað það vill. Einn og einn sem er enn að leita að sjálfum sér. Myndirðu vilja taka við af Bryndísi og verða sjálfur skólameistari? Já. Hvaða námsbraut vekur mestan áhuga hjá þér? Brautirnar eru ólíkar og allar mikilvægar eins og börnin manns. Hvaða barn vekur mestan áhuga minn? Get ekki svarað því. Ertu mikið í ræktinni? Stundum. Er sannfærður um að líkamsrækt skilar sér í skýrari anda. Mens sana in corpore sano. Segðu okkur svolítið frá kajak áhuga þínum. Eitt er að smíða kajak, annað er að róa honum. Þarf að læra betur á hann. Stefni á nokkurra daga róður í sumar, með útilegubúnað.

68

Hvað finnst þér um Gísla formann eða skeggið hans? Mér sýnist skeggið ætla að verða óaðskiljanlegur hluti af formannsembættinu. Hver er besti kennari Borgarholtsskóla að þínu mati? Nú er ég skák og mát. Veit bara að hér eru óvenju margir góðir kennarar; snjallir fræðarar, góðir fræðimenn og miklir mannþekkjarar. Skólinn væri lítils virði án þeirra. Hvað finnst þér um kæruna sem Borgarholtsskóli gerði gegn MR í Morfís? Sýnist rétt að allir leiti réttar síns þegar þeir telja á sér brotið. Heldurðu að við vinnum söngkeppnina? Er alveg sannfærður um sigur Borgó, þangað til annað kann að koma í ljós. Ætlarðu norður á söngkeppnina? Kemst ekki – en fylgist spenntur með.

Í hvaða menntaskóla varstu í? MH Ertu á lausu? Ekki það ég síðast vissi. Varstu óþekki gaurinn í menntaskóla eða stillti? Stillti strákurinn. Myndirðu fjarlæga fjarvistir gegn mútum? Nei. Ef þú gætir breytt eitthverju í Borgó, hvað yrði það? Ég myndi vilja sjá fleiri nemendur finna sjálfa sig fyrr. Allir verða að eiga sér draum sem þeir leggja allt í sölurnar fyrir. Hefurðu litað á þér hárið? Nei. Hvar finnur maður Inga Boga helst á djamminu? Á glæsiballi Borgó. Hvernig týpa varstu á þínum yngri árum? Félagslyndur og vinamargur. Einveran átti líka vel við mig í bland.

Segðu okkur eitthvað sem kemur rosalega á óvart við sjálfan þig. Mér dettur ekkert í hug. (Það kemur mér rosalega á óvart!) 68


Gjáhella 4 • 221 Hafnarfjörður • Sími 569 2100 • hedinn.is

69

69


Þjónustuaðili Mercedes Benz í 28 ár

Lakkskemman ehf. Bílamálun · Réttingar

Skemmuvegi 30, Blá gata

Sími: 557 4540 lakkskemman.is

svooogott

www.kfc.is

FAXAFENI • GRAFARHOLTI • SUNDAGÖRÐUM • HAFNARFIRÐI 70 KÓPAVOGI • MOSFELLSBÆ • REYKJANESBÆ • SELFOSSI

70


EFTIRRÉTTIR 399

Randís í formi 399.Randís í bikar 449.-

ÍS

449 VELDU RENDUR:

Veldu 3 brögð, auka kostar 50 kr.

Jarðaberja Súkkulaði Karamellu Appelsínu Grænar epla Bláar Candy flos Kirsuberja Bláar Havaii/kókos

Dumle Daim Smarties Lakkrís Súkkulaðisósa Karamellusósa

METRO Mosfellsbakarí / Hafliði SJEIK Hlégarður veislugarður SÚKKULAÐI

Í formi

249.-

í bikar

279.-

JARÐABERJA Efling KARAMELLU Itis ehf L 399.- M 499.- S 549.Ísfix ehf Timberland ehf Bílasala Guðfinns

71

71


Við bjóðum Námsvild

20% afsláttur af bíómiðanum og meira popp og gos Þegar þú greiðir með Stúdentakorti Íslandsbanka í Smárabíói, Háskólabíói og Borgarbíói Akureyri færðu stórt gos og popp á verði miðstærðar og 20% afslátt af bíómiðanum – alla daga. Afslátturinn gildir hvorki með öðrum tilboðum né á sýningar í lúxussölum.

Sjáðu nánari upplýsingar um Námsvild á islandsbanki.is Skannaðu kóðann til að ná í appið og hafðu bankann í vasanum.

Við bjóðum 72 góða þjónustu

Finndu okkur á Facebook. www.facebook.com/ Islandsbanki.Namsmenn

72 islandsbanki.is | Sími 440 4000

Mafían 2013  
Mafían 2013  

Mafían, skólablað Borgarholtsskóla 2012-2013

Advertisement