Page 1

Miðvikudagurinn 8. ágúst Íbúar Árborgar skreyta húsin sín í litum hverfanna. Þátttakan hefur verið frábær undanfarin ár og vonumst við til að hún haldi áfram að aukast. Hvaða gata mun hljóta nafnbótina, Skemmtilegasta gatan í Árborg, og hver mun vinna best skreytta húsið.

Fimmtudagurinn 9. ágúst 13:00 - Bíóhúsið 25% afsláttur ef verslað er á netinu og afsláttarkóðinn: SUMARASELFOSSI er notaður. Gildir alla helgina! 15:00 - Afmæliskaffi í Tryggvaskála Afmæliskaffi frá 15:00 - 17:00 í Tryggvaskála, kaffiboð fyrir alla íbúa Sveitarfélagsins Árborgar sem fæddir eru árið 1943 og fagna því 75 ára afmæli á þessu ári. Þeim er boðið til kaffisamsætis ásamt mökum og mun Karítas Harpa sjá um söngatriði fyrir gesti. 16:00 - Myndlistasýning í Listagjánni Hrönn Traustadóttir verður með sýningu í Listagjánni á Sumar á Selfossi. Hrönn verður á staðnum við opnunina og mun segja frá sýningunni. Hvetjum alla til að mæta og skoða þessa frábæru sýningu.

20:00 - "Í síðasta skipti" tónleikar Friðriks Dórs Fjölskyldutónleikar í Sigtúnsgarðinum með vinsælasta söngvara landsins. Ekki missa af þessu einstaka tækifæri að sjá þennan frábæra tónlistarmann flytja sína helstu slagara. Veitingar á vægu verði í tjaldinu. Miðasala hefst þriðjudaginn, 7. ágúst kl 17:00 fyrir utan Bónus og kostar miðinn 1.500 í forsölu en 2.500 við dyr. #sumaráselfossi 23:00 - Frón verður með 2 fyrir 1 alla helgina, sjá nánar á facebooksíðunni " FRÓN Næturklúbbur" 23:00 - Happy Hour á Kaffi Selfoss

Föstudagurinn 10. ágúst 09:00 - Myndlistasýning í Listagjánni Hrönn Traustadóttir verður með sýningu í Listagjánni á Sumar á Selfossi. Hrönn verður á staðnum við opnunina og mun segja frá sýningunni. Hvetjum alla til að mæta og skoða þessa frábæru sýningu.

11:00 - Veiðisafnið Stokkseyri Veiðisafnið á Stokkseyri er opið og tilvalið fyrir alla fjölskylduna að gera sér leið á Stokkseyri að skoða GÍRAFA, ljón, krókudíla og sjaldséð dýr. Veiðisafnið er opið frá 11:00 - 18:00 alla daga. Aðgangseyri 1.500,- fyrir fullorðna en 750,- fyrir börn (6-12 ára) frítt fyrir þau yngstu. 13:00 - Myndlistarsýning í Hótelinu Í húsnæði hótelsins er ljósmyndasýning á vegum Blik ljósmyndaklúbbsins og myndlistasýning á vegum Myndlistafélags Árnesinga. Þess má geta að Hótel Selfoss er miðsvæðis á Selfossi og er stutt í alla þjónustu. Riverside Spa er snyrtistofa og heilsulind þar sem notarleg er að slaka á meðan þeim sem þér þykir vænt um og njóta líðandi stundar. 14:00- Olísmótið í knattspyrnu Hið stórglæsilega mót knattspyrnudeildar Selfoss og Olís, Meistaradeild Olís í kattspyrnu, hefst kl 14:00 á Jáverkvellinum. Þar munu leikmenn 5. fl. karla etja kappi og munu verðandi landsliðsmenn í knattspyrnu láta ljós sitt skína. Mætið og fylgist með og styðjið ykkar lið til sigur. Fylgjast má með mótinu á www.olismot.is og á facebooksíðunni Meistaradeild Olís Selfossi. 15:00- Arionbankadagurinn Fjölskyldudagur Arion banka fer fram á Arion banka planinu frá kl 15:00 17:00. Hoppukastalar frá Sprell, andlitsmálun og Sparilandskallar Arion banka mæta með gleði oðg gjafir fyrir þau yngstu. Dagur sem þú vilt ekki láta fram hjá þér fara. 17:00 - Fallegasta gatan í Árborg Sveitarfélagið Árborg mun útnefna fallegustu götu sveitarfélagsins. Íbúum götunnar verður boðið að vera viðstödd afhjúpun skiltisins þegar úrslit liggja fyrir. 20:00 - Stórtónleikar með Sverri Bergmann, Jóhönnu Guðrúnu ásamt hljómsveitinni Albatross Við kynnum með stolti BESTU söngvara landsins Sverri Bergmann og Jóhönnu Guðrúnu sem munu taka "singalong" lög í hæsta gæðaflokki við glæsilegt undirspil hljómsveitarinnar Albatross. Betri söngvarar hafa aldrei stigið á svið á sama tíma á Selfossi. Enn á ný færum við ykkur það besta í íslenskri tónlist. Miðasala hefst þriðjudaginn 7. ágúst kl 17:00 - 18:00 fyrir utan bónus á Selfossi og verður á sama tíma fram að tónleikum. Miðaverð er 2.500 í forsölu en 3.500 við dyr. Þetta eru tónleikar sem þú mátt ekki láta framhjá þér fara. Veitingar verða á vægu verði í tjaldinu.

23:00 - Ingó Veðurguð Ingólfur Þórarinsson eins og við íbúar Árborgar þekkjum hann mun halda uppi stuðinu í tjaldinu með frábærri tónlist fram á nótt. Ingó þarf ekki að kynna frekar það vita allir hvaða gæðum hann býr yfir. 23:00 - Frón verður með 2 fyrir 1 alla helgina, sjá nánar á facebooksíðunni " FRÓN Næturklúbbur" 23:00 - Happy Hour á Kaffi Selfoss

Laugardagurinn 11. ágúst 07:30 - Skjótum upp fána Selfyssingar taka daginn snemma, skjóta upp fána og gera sig klára fyrir morgunmat í hátíðartjaldi. 09:00 - Morgunmatur í hátíðartjaldi í Sigtúnsgarði Fyrirtæki á Selfossi bjóða til morgunverðar í hátíðartjaldi í Sigtúnsgarði. Guðni bakari, HP Kökugerð, MS, Ölgerðin, Krambúðin, Bónus og Flytjandi bjóða til veislunnar. Sumar á Selfossi viðurkenningar afhentar. Fjölmennum í morgunverðinn í bæjargarðinum og tökum þátt í skemmtilegri samverustund. #sumaraselfossi 09:00 - Olísmótið Olísmótið heldur áfram. Mætum og hvetjum okkar lið til sigurs. 10:00 - Myndlistarsýning í Hótelinu Ljósmyndasýning á vegum Blik ljósmyndaklúbbsins og myndlistasýning á vegum Myndlistafélags Árnesinga. 10:00 - Umhverfisverðlaun Árborgar Afhending viðurkenninga fyrir fegurstu garðana og snyrtilegasta fyrirtækið í Árborg fer fram í morgunverðarhlaðborðinu í hátíðartjaldinu í Sigtúnsgarði. 11:00 - Brúarhlaup Brúarhlaupið er orðinn fastur viðburður meðal íbúa Árborgar. Hlaupið er orðið stór partur af hátíðinni Sumar á Selfossi og hverjum við sem flesta til að taka þátt, unga sem aldna. Ræst er á mismunandi stöðum en allir koma í mark í Sigtúnsgarðinum. Í boði verður: 2,8 km skemmtiskokk, 5km og 10km hlaup og 5km hjólreiðar. #sumaraselfossi 11:00 - Myndlistasýning í Listagjánni Hrönn Traustadóttir sýnir verk sín. 13:00 - Sprell leiktæki opna Leiktækjaleigan Sprell með fjölbreytt tæki fyrir krakka á öllum aldri í bæjargarðinum allan daginn. Frábær fjölskyldutilboð í boði.

11:00 - Loftboltinn & teyjutrampólín opnar Hverjum langar ekki að skora á einhvern í loftbolta. Komdu og taktu á því með öllum í fjölskyldunni, stórfjölskyldunni, vinahópnum, saumaklúbbnum í öruggu umhverfi í lofbólu í Sigtúnsgarðinum. Þú munt ekki sjá eftir því. 13:00 - Skemmtigarðurinn opnar Skemmtigarðurinn mun vera með Vatnabolta, Lazertag og Bogfimi í boði á hátíðarsvæðinu. Ekki láta þessa frábæru afþreyingu framhjá þér fara. 13:00 - Handverksmarkaður á hátíðarsvæði Hæfileikaríkt handverksfólk með margbreytilegt handverk til sölu og sýnis frá öllum landshornum. 13:00 - Bíóhúsið 25% afsláttur ef verslað er á netinu og afsláttarkóðinn: SUMARASELFOSSI er notaður. 13:30 - Suðurlandströllið Sterkustu menn Íslands og þó víðar væri leitað keppa í aflraunum. Keppni hefst á árbakkanum fyrir neðan Pylsuvagninn þar sem keppt verður í réttstöðulyftu. Keppni heldur svo áfram í Sigtúnsgarðinum kl. 14:00 þar sem keppt verður í sirkushandlóðum og bændagöngu. Hrikalegir kraftakarlar þarna á ferð. #sumaraselfossi 14:00 - Neutral Froðufjör með Brunavörnum Árnessýslu Froðufjör í samstarfi við Brunavarnir Árnesssýslu og NEUTRAL. Slökkviliðsmenn munu sjá um að sprauta froðu niður vesturbrekkuna í Sigtúnsgarðinum. Líkt og í fyrra verður NÓG AF FROÐU og kjörið fyrir alla að koma og leika sér þar. #sumaraselfossi 15:00 - Barnadagskrá á útisviði Sirkus Íslands mun mæta á Selfoss með RISA sýningu fyrir alla aldurshópa sem inniheldur glæsileg sirkusatriði, loftfimleika og aðara magnaða stemmningu. Þess má geta að karakterar úr sýningunni munu ganga um svæðið bæði fyrir og eftir sýningu.

16:00 - Göngum um Selfoss Gengið verður á Langanesið að þessu sinni og njótum við liðsinnis og fræðslu frá Sigríði Karlsdóttur þegar við göngum Ártúnið, Þorbjörn Sigurðsson í Vík mun leiðsegja hópnum í Miðtúni og endar svo gangan við Hrefnutanga þar sem Einar Guðmundsson tekur á móti okkur við "Gandígarð" og segir okkur sögur þar. Boðið verður að vanda upp á kaffi og kleinur í göngulok við Hrefnutanga. Það er vissulega margt yfir að fara í bænum okkar í sögum af húsum og skemmtilegu fólki og hefur verið einstaklega ánægjulegt hversu mikinn áhuga íbúarnir hafa fyrir þessum árlegu menningargöngum okkar og því vert að halda þeim áfram.

23:30- Stuðlabandið í hátíðartjaldinu Hið sjóðandi heita band, Stuðlabandið, mun sjá um að halda gleðinni áfram í Hvítatjaldinu Sigtúnsgarðinum fram á rauða nótt. Ekki hægt að biðja um það betra. FRÍTT INN - veitingar í boði á vægu verði. 23:00 - Frón Frón verður með 2 fyrir 1 alla helgina, sjá nánar á facebooksíðunni " FRÓN Næturklúbbur" 23:00 - Kaffi Selfoss Opið til 01:00 öll kvöld og Happy Hour alla daga með frábærum tilboðum á barnum.

Sunnudagurinn 12. ágúst

Allir velkomnir! 17:00 - Stórsýning BMX brós í boði Pylsuvagnsins Stórglæsileg og kraftmikil sýning BMX BRÓS í Sigtúnsgarðinum í boði Pylsuvagnsins á Selfossi. Um er að ræða 30 mínútna powersýningu þar sem færustu hjólasnillingar landsins sýna snilli sína. Sýning sem þú vilt ekki missa af. Eftir að sýningu er lokið mun áhorfendur geta prófað hjólin og spyrja allra þeirra spurninga sem á þeim þrýtur.

09:00 - Úrslit Olísmótssins Úrslitaleiki í Olísmótinu fara fram. Mættu og sjáðu góða og upprennandi knattspyrnudrengi leika listir sínar. 10:00 - Myndlistasýning í Hótelinu Glæsileg myndlistarsýning sem enginn má láta framhjá sér fara. 15:00 - Fjölskyldubíó í Bíóhúsinu Ljúkum þessari frábæru helgi með því að fara með alla fjölskylduna í bíó í Bíóhúsinu.

18:00 - Götugrill og garðagleði Íbúar Árborgar sýna öllum hvað sé mikil samstaða í þeirra götu. Íbúar hittast og grilla og gera sér glaðan dag og hópast síðan allir saman í skrúðgöngum í bæjargarðinn og syngja af lífs og sálarkröftum á sléttusöngnum. 21:30 - Hátíðarávarp Hátíðarávarp fulltrúa sveitarfélagsins verður áður en sléttusöngur hefst. 21:45 - Sléttusöngur Árborgarinn Magnús Kjartan Eyjólfsson, heitasti trúbador landsins um þessar mundir, mun af sinni einstöku snilld leiða fjölmennasta kór Suðurlands í sléttusöngnum í Sigtúnsgarðinum. Íbúar hverfanna eru hvattir til að streyma tímanlega saman í Sigtúnsgarðinn. Fyrir flugeldasýningu verða svo veitt verðlaun fyrir skemmtilegustu götu Selfoss, sem mun hljóta þá nafnbót næsta árið. Hvaða gata verður það? #sumaraselfossi 23:00 - Flugeldasýning BÁ Bílverk Bílverk BÁ bjóða upp á glæsilega flugeldasýningu. Sýningin er í öruggum höndum félaga úr Björgunarfélagi Árborgar.

#sumaraselfossi

Profile for Elli Joð

Dagskrá Sumars á Selfossi 2018  

Dagskrá Sumars á Selfossi 2018  

Profile for ellijod