__MAIN_TEXT__

Page 1


© Copyright: Ellert Grétarsson. Útgefandi: Náttúruverndarsamtök Suðvesturlands 2012. Ljósmyndir :Ellert Grétasson. Umbrot: Ellert Grétarsson.


REYKJANESSKAGI Ruslatunnan í Rammaáætlun


Dapurleg framtíðarsýn Af 19 virkjunarhugmyndum á Reykjanesskaga voru einungis þrjár settar í verndarflokk í þingsályktunartillögu að Rammaáætlun um vernd og nýtingu náttúrusvæða.

Öllum helstu náttúruperlum svæðisins verður fórnað undir jarðvarmavirkjanir. Reykjanesskaginn verður eitt samfellt orkuvinnsluvæði undirlagður orkumannvirkjum, s.s. borstæðum, stöðvarhúsum, háspennulínum, hitaveiturörum og línuvegum. Brennisteinsvetnismengun og náttúruspjöll er framtíðin á Reykjanesskaga.


Blysför við Grænavatn í janúar 2012 til heiðurs Sigurði Þórarinssyni.

Reykjanesfólkvangur - Krýsuvík Sigurður Þórarinsson, jarðfræðingur, var ötull talsmaður náttúruverndar. Hann ýtti við samvisku landa sinna gagnvart umgengni við íslenska náttúru og stóð að samningu fyrstu almennu laganna um náttúruvernd hér á landi. Rekja má upphaf þess til Grænavatns í Krýsuvík þar sem Sigurði blöskraði umgengnin við vatnið sem hann sagði notað eins og ruslatunnu. Hann vakti athygli ráðamanna á málinu og kom því á rekspöl. Sigurður lagði grunninn að því að Reykjanesfólkvangur var stofnaður að lögum árið 1975.

Það er því heldur kaldranalegt að einmitt þetta svæði skyldi vera notað sem ruslatunna í Rammaáætlun.


Horft yfir Grænavatn að Hverafjalli. Undir hlíðum þess er gert ráð fyrir 5 - 8 þúsund fermetra borstæði.


Grænavatn er forn sprengigígur myndaður snemma á Nútíma.

Vindsorfið móberg á Sveifluhálsi.


Viรฐ Austurengjahver.


Við Hverafjall í Krýsuvík. Grænavatn t.v. og Gestsstaðavatn t.h. Undir þessari hlíð er gert ráð fyrir 5 - 8 þúsund fermetra borstæði.


Arnarvatn á Sveifluhálsi er forn eldgígur. Ein tillaga Landsnets gerir ráð fyrir háspennulínu hér yfir hálsinn.


Göngufólk á Sveifluhálsi. Sveifluhálsinn og Krýsuvíkursvæðið er afar vinsælt meðal göngufólks og útivistarunnenda. Þar er að finna stórbrotna náttúru í nágrenni við mesta þéttbýlissvæði landsins.


Kynngimagnað hálendislandslag Sveifluhálsins heillar marga. Horft til suðurs af Norðlingahálsi, Arnarvatn fjær. Fyrir liggur tillaga um lagningu háspennustrengs þar yfir hálsinn. Niðri í dældinni má greina gönguhóp, sem er agnarsmár í þessu stórbrotna landslagi.


Horft ofan af Miðdegishnúki á Sveifluhálsi yfir Móhálsadal til suðvesturs. Ögmundarhraun þekur botn dalsins en það rann í Krýsuvíkureldum 1151. Hér sjást sjást nokkir þeirra eldgíga sem þá mynduðust á 25km langri gossprungu.


Fjær sést Núpshlíðarháls og Keilir. Í fjarska glittir í Reykjanesbæ. Samkvæmt tillögu Landsnets gæti farið svo að háspennustrengur yrði lagður hér yfir.


Seltún í Krýsuvík


Seltún í Krýsuvík


Litadýrð í Seltúni


Sumarkvöld við Austurengjahver í Krýsuvík.


Kleifarvatn.

Göngufólk í kynngimögnuðu landslagi og dulúð þokunnar á Sveifluhálsi á Jónsmessunótt.


Í Sogum við Trölladyngju er einstök litadýrð.


Trรถlladyngjusvรฆรฐiรฐ - Sog


Skammt norðaustan við Trölladyngju er Lambafell, klofið í tvennt af mikilli gjá sem hægt er að ganga í gegnum.


Horft yfir Núpshlíðarháls úr lofti. Djúpavatn til vinstri, Spákonuvatn til hægri. Grænavatn fjær og Sogin fyrir miðju. Móhálsadalur á vinstri hönd. Á þessu svæði er fjöldinn allur af forvitnilegum eldgígum.


Mitt í gróinni hlíð má sjá borstæði eftir tilraunaboranir HS Orku fyrir nokkrum árum sem báru ekki árangur.


Núpshlíðarháls (Vesturháls).

Horft yfir Spákonuvatn. Trölladyngja til vinstri og Grænadyngja til hægri.


Í Reykjadal er að finna mikla litadýrð.

Hengilsvæðið


Ă? Innstadal


Ă? Innstadal


Ă? Innstadal


Í Reykjadal.

Í Grændal.


Hengill


Göngufólk á Ölkelduhálsi. Fjallbúinn fylgist með ábúðarfullur.


Gunnuhver.

Reykjanes


Yst á Reykjanesi blasir við grettið og grimmúðlegt landslag sem jarðeldar liðinna árþúsunda hafa sett svip sinn á. Þar gengur úthafshryggurinn langi á land en slíkt fyrirbæri er ekki hægt að sjá annars staðar í heiminum. Síðast gaus þar á 13. öld. Í því eldgosi mynduðust Stampagígarnir og hið tröllslega Stampahraun. Þessu einstaka svæði hefur þegar verið raskað með einni virkjun og fleiri mannvirkjum. Til stendur að raska því enn frekar með jarðhitanýtingu í Stóru-Sandvík.


Valahnúkur og Valahnúkamöl. Reykjanesviti til hægri. Klettadrangurinn Karlinn til vinstri er leif af gígvegg frá því í Reykjaneseldum á 13. öld.


Hafaldan og hraunklapparnir heyja harða baráttu á Reykjanesi. Brimið þar heillar marga.


Kynjamyndir í Stampahrauni

Stampagígarnir og hraunið úr þeim geyma ævintýralegt landslag og kynjamyndir við hvert fótmál.


StampagĂ­gar og Stampahraun yngra.


Kinnagjár á Reykjanesi eru vitnisburður um landrekið á mörkum tveggja jarðskorpufleka.


Eldvörp eru tæplega 5 km löng gígaröð frá sögulegum tíma um 4 km suðvestan við Bláa lónið og Svartsengi.

Jarðgufa stígur upp úr sprungu í Eldvörpum.


Keilir.

Engir jöklar og engir fossar Á Reykjanesskaga eru engir jöklar. Þar eru heldur ekki nein vatnsföll sem heitið getur. Þess vegna halda margir að á Reykjanesskaga sé ekkert merkilegt að sjá. Er þetta viðhorf ástæða þess að yfirvöld hyggjast gera skagann að einu samfelldu orkuvinnslusvæði með öllum þeim náttúruspjöllum sem því fylgir? Eins og ljósmyndirnar á þessum síðum bera með sér hefur Reykjanesskaginn að geyma margar áhugaverðar náttúruperlur. Þó eru þetta eingöngu sýnishorn. Á svæðinu er að finna fjölmargar gönguleiðir og fjölbreytt útivistarsvæði í nágrenni við mesta þéttbýli landsins. Eru engin verðmæti í því?


Viljum við þetta í Krýsuvík?


Náttúruverndarsamtök Suðvesturlands bjóða allt náttúruverndarfólk velkomið í félagið. Vertu með í baráttunni fyrir óspilltri náttúru á Suðvesturlandi og skráðu þig í félagið með tölvupósti á ef@ismennt.is

Við erum á Facebook. Ný heimasíða verður kynnt innan tíðar.

Profile for Ellert  Grétarsson

Reykjanesskagi  

Reykjanesskagi hefur að geyma áhugaverðar náttúruperlur og stórbrotið landslag sem nú er ógnað af stórfelldum virkjunaráformum. Í þessari lj...

Reykjanesskagi  

Reykjanesskagi hefur að geyma áhugaverðar náttúruperlur og stórbrotið landslag sem nú er ógnað af stórfelldum virkjunaráformum. Í þessari lj...

Profile for ellertg
Advertisement