Ratatoskur fréttablað 1. F

Page 1

Ratatoskur Ratatoskur - Fréttablað Goðheima

1. F.

Mars 2021

Meðal efnis í blaðinu: 

Týndir munir

Heitar ástríður Svaðilfara

Bræður drápu afa sinn

Týr heimtar slysabætur

Freyr bálskotinn

Gæðingaspjall

Bannaðar sögur af Þór

Skip til sölu

Minningarorð um Baldur

Matargagnrýni

Botnlausir úlfar

Viðtal við Baldur í gegnum miðil´

Í Ásgarði leiðist engum

Heil hæð fyrir snyrtidót Sifjar

Þór á fylleríi í Útgarði

Týr með stáleistu

Freyja framleiðir snyrtivöru

Ástarsaga af Frey

Gamlar sögur lifna við Blaðið sem hér kemur út inniheldur greinar sem nemendur í íslensku í 1F hafa skrifað og tengjast goðafræði Snorra-Eddu. Blaðinu er ætlað að veita lesendum innsýn í heim goðafræðinnar á nýstárlegan hátt. Hér miðla nemendur með sínum hætti sögum og

fróðleik úr goðafræðinni, bregða upp myndum af kostulegum persónum og setja á svið atriði þar sem húmorinn er ekki langt undan! Allar greinarnar eru einstaklingsverkefni. Nemendur sáu sjálfir um

prófarkarlestur og bera með mér ábyrgð á innihaldi þessa blaðs. Góða skemmtun lesturinn!

við

Elín Una Jónsdóttir íslenskukennari

Jötunn kvartar undan síendurteknu ofbeldi Þórs Jötunn einn úr Jötunheimum hefur sent blaðinu bréf þar sem hann kvartar undan síendurteknu ofbeldi Þórs. Jötuninn segir frá því þegar Þór réðst á hann og henti honum til hægri og vinstri. Jötuninn segir einnig frá því þegar smiður kom og ætlaði að byggja vegg í kringum Ásgarð. Þessi smiður var

enginn venjulegur smiður heldur bergrisi. Þór réðst á hann og drap hann m eð Mjölni. Jötuninn er orðinn mjög þreyttur á hegðun Þórs og líður e k k i s v o n a hegðun. Hann ákvað þess vegan að skrifa bréf um ofbeldi Þórs í von um að þessi hegðun hætti.

Arnar Högni Arnarson

Jötnar eru orðnir mjög þreyttir á Þór


Bls. 2

Ratatoskur

Týndir munir:

Máltíð með Þór í fundarlaun

Þrumuguðinn Þór skildi ómetanlega dýrgripi eftir í vagni sínum í stutta stund og var þeim stolið á meðan.

Nýleg mynd af Mjölni

M j ö l n i r e r hamar hans sem líka kallast Þórshamar. Hann er aðaltákn Þórs og öflugasta vopn hans í baráttunni við Jötna. Hann saknar Mj ölnis sárt og vonar að hann f i n n i s t s e m fyrst. Járnglófar Þórs eru líka týndir en þá setur hann alltaf upp áður en hann notar Mjölni. En þjófurinn tók líka meira

frá honum því hann finnur heldur ekki meging j a r ð i r s í n a r sem hann herðir um mitti sitt til að öðlast meiri kraft. Þór vonar auðvitað að þessir gripir finnist sem fyrst og í fundarlaun verður máltíð með honum og blaðamanni þar sem við borðum hafra Þórs. Hafrarnir eru nesti Þórs Hafrarnir tveir, Tanngrisnir og Tanngnjóstur,

dragsvagn Þórs en eru að auki nesti hans hvert kvöld. Hvert kvöld borðar Þór hafrana, safnar svo beinum þeirra saman á húðirnar, sveiflar hamri sínum Mjölni yfir þá og þá rísa hafrarnir upp aftur. Það er spennandi upplifun að sjá það og mjög góð fundarlaun. Ef þú finnur dýrgripi Þórs þá máttu

hafa samband við mig eins fljótt og hægt er.

Eva S. Pedersen

Heitar ástríður: Viðtal við Svaðilfara ,,Við fórum svo beint í forleik og að lokum fékk ég á broddinn”

Svaðilfari, hestur smiðsins, lenti í unaðslegum atburði seinustu helgi. Hann lýsir því sem gerðist í viðtali við blaðamann frá Ratatosk. „Kvöldið var fremur tómlegt en svo sá ég gullfallega meri sem stóð við skóginn og elti hana þangað. Hún var alltaf einu skrefi á undan mér en svo stoppaði hún undir risastóru gullregni í miðjum skóginum. Við

spjölluðum örlítið um hvað kvöldið væri fallegt og hvað máninn lýsti upp heiminn, við fórum svo beint í forleik og að lokum fékk ég á broddinn. Ég stakk honum inn mjúklega og merin stundi ljúfum tónum. Eftir ágætlega langan tíma þá greindist ég með sáðlát átta sinnum sem fór inn í hana öll skiptin.“ Þetta var brot að því sem Svaðilfari graði sagði í viðtalinu. Babb í bátinn: Merin var Loki En núna er komið smá babb í bátinn þar sem Svaðilfari var að frétta að merin hafi verið Loki allan tímann og að Loki væri óléttur. Svaðilfari sagðist vera miður sín vegna þess a ð h a n n h é l t að merin myndi giftast honum eftir þetta æðislega fullnægjandi kvöld. Þar sem

Svaðilfari var í djúpri ástarsorg þá náðum við honum bara í stutt viðtal um þessar fréttir. Ætlar að taka þátt í uppeldinu ef Loki vill „Þetta var versta tilfinning sem ég hef fundið síðan ég var lítið folald en þá fór risastór hlussa á hestbak á mér. Ég hugsa að ég muni taka þátt í uppeldinu á folaldinu okkar Loka ef það er það sem Loki vill. Vesalings Svaðilfari vissi ekki að þetta væri í vændum þegar hann leit augum merina í fyrsta skiptið. Svaðilfari nefndi að hann muni passa sig að verða aldrei ástfanginn aftur eftir þessa reynslu.

Freyja Rún Geirsdóttir


Ratatoskur - Fréttablað Goðheima

Bls. 3

Bræður skapa jörð: Drápu afa sinn Bræðurnir Óðinn, Vili og Vé gáfu mannkyninu líf þegar þeir drápu jötuninn Ými og fluttu hann í mitt Ginnungagap. Afrek þeirra eru þó meiri háttar, því þegar þeir drápu Ými rann svo mikið blóð úr sárum hans að það náði að drekkja ætt hrímþursa. Þeir bræður hafa fallist á að veita lesendum Ratatosks innsýn í hvernig jörðin varð til. Þreyttir á galtómu gati „Við vildum búa til jörð enda vorum við orðnir ansi þreyttir á því að búa í galtómu Ginnungagapi. Þá var ekkert annað í stöðunni en að drepa afa

okkar, jötuninn Ými og búa til úr honum jörð. Eftir að hafa dre ið hann færðum við líkið í mitt tómið og hófumst handa við að búa til jörðina. Hold og blóð nýtt Holdið hans varð að löndunum og blóðið var tilvalið til þess að búa til stöðuvötn og hafið. Síðan rifum við úr honum tennur og bein og sköpuðum þannig fjöll í öllum stærðum og gerðum. Því næst fleygðum við hausnum á honum hátt upp í loftið og þannig varð himinn til. Hvítu fallegu skýjabólstrarnir sem svífa fallega um

himinhvolfið eru gerðir úr heilanum hans. Hárið slitið af Engin jörð þrífst án skógar og því var ekki annað í stöðunni en að slíta af honum allt hárið og gera úr því tré. Í lokin sáum við einhverjar beinflísar eftir sem nýtast sem þetta fína virkisverk í kring um jörðina, segja þeir bræður að lokum.“ Blaðamaður s tenst ekki matið að spyrja þá hvort þeir upplifi sig ekki sem guði eftir að hafa tekist að skapa jörð úr jötninum en við því fékkst því miður ekkert svar.

,,Þá var ekkert annað í stöðunni en að drepa afa okkar, jötuninn Ými og búa til úr honum jörð”

Eiður Darri Jóhannsson

Slysabætur í Valhöll: ,,Það vantar á mig hægri höndina!” Lífið getur oft tekið óvænta stefnu og þá sérstaklega ef fenrisúlfurinn kemur við sögu. Fyrir stuttu síðan lenti sá sem hér ritar í vinnuslysi ef svo má að orðum komast, þar sem ég er nú áberandi hugrakkastur af öllum hér í Valhöll. Það endaði ekki betur en svo að það vantar á mig hægri höndina. Það hefur verið mikið áfall og svipt mig miklum lífsgæðum að þurfa að læra lifa með þeirri fötlun sem ég nú glími við. Þegar kemur að slysum

eins og þessu, sem gerir goð og æsi óvinnufær með öllu, er lágmark að eiga rétt á slysabótum, hér í Valhöll er raunin allt önnur. Undirritaður fór að kynna sér sín réttindi og niðurstaðan úr því er, sorglegt að segja, ENGIN! Hvorki slysabætur né örorkubætur. Þeir sem lifa með fötlun hér í Valhöll eru gjörsamlega sviptir öllu, hvernig eiga íbúar hér að sjá fyrir sér? Hvað með fjölskyldufólk? Það er þess vegna sem undirritaður skorar á stjórnvöld hér í landi til að grípa til

aðgerða og það strax. Húsin hérna eru öll risa stór og ekki er neitt djók að rekja þær og sérstaklega þegar þú ert búinn að missa jafn mikið og ég er búinn að gera. Valhöll er ekki slæmur staður og ég vil ekki vera vanþakklátur en það eru hlutir sem þeir þurfa að laga og ætla ég að ýta undir það og eru allir guðir og æsir sem eru sammála mér að koma í hópinn.

Þórunn Tinna Jóhannsdóttir

Týr vill fá slysabætur og skorar á stjórnvöld að grípa til aðgerða.


Page 4

Freyr alveg bálskotinn í Gerði

,,En síðan sá ég hana og Ó MÆ GOD! Ég var bara orðlaus“

Freyr sagðist vera alveg bálskotinn þegar hann sá Gerði í Hliðskjálf. „Ég var bara að labba um Valhöll og sá Hliðskjálf og fór þangað til að skoða. Ég sá fyrst bara einhverja gamla jötna, eitthvað í sundi en síðan sá ég hana og Ó MÆ GOD! Ég var bara orðlaus.“ Þetta sagði Freyr þegar það var tekið viðtal við hann um Gerði nokkra daga eftir að hann fór í Hliðskjálf. Stinnur á alla kanta

Nýleg mynd af Gerði

Gerður er dóttir Gymis og Aurboða en hún er bergrisaættar. Gerður er talinn vera allra kvenna fegurst og þá ekki skrítið að Freyr varð orðlaus. Freyr sagði að allar hans tilfinningar fóru beint til hennar strax þegar hann sá hana í Hliðskjálf. „ Allar mínar tilfinningar fóru beint til Gerðar enda var hún svo falleg. Ég sat heima og gat ekkert gert ég bara stóð og hreyfði mig ekki og sagði

ekki neitt. Ég var bara eiginlega í áfalli. Allur líkami minn varð stinnur á alla kanta, já á alla kanta. Síðan voru allir eitthvað að reyna tala við mig og ég sagði þeim bara að fara, ég vildi bara stara á hana og ekkert vera að tala við einhverja lúða hérna í Valhöll. Eftir nokkra daga kom skósveininn minn Skírnir og talaði eitthvað við mig því allir voru að tala um mig í Valhöll, hafa áhyggjur af mér og hvað ég var eitthvað dónalegur við fólk? En ég var það ekkert. Eftir gott spjall við Skírni (fínn gæi, mæli með er á lausu) lét ég hann fara til hennar og biðja hennar. Hann fer á morgun og ætla ég nefnilega að gefa honum sverðið mitt þegar hann kemur til baka“. Orti vísur til Gerðar komnar á Vísufy Eins og heyra má var Freyr bara sáttur og

Ratatoskur Bekkjarblað 1. F

getur hann ekki beðið eftir að sjá hana. Freyr sat einn í salnum sínum sömu nótt og orti nokkrar vísur. Hann langar nefnilega að verða frægt vísnaskáld og fara út um alla jörð og kveða. Hér fyrir neðan eru kvæðin hans til Gerðar: Lögun þín laðast að mér langar þig að fá. Sjúga þig, anda að mér Óstöðvandi þrá. Kríthvít brjóst þín, kirsuberin, eplagrænir augasteinar, fjólubláar flauelskinnar, blásvart hár þitt breiðir yfir. Hún er mild hún er góð, lamandi og hlý. Hún er líf hún er sál, líður hjá sem ský. ,,Vísurnar eru komnar á Vísufy, endilega skoðið það“ segir Freyr. Óskar Snorri Óskarsson

Gæðingaspjall: Gæðingar í Ásgarði

Hér má sjá Ásbyrgi sem myndaðist eftir hóf Sleipnis

Margir gæðingar eru til í Ásgarði. Fyrst má nefna Sleipni, hraðasti og besti hestur sem til hefur verið bæði hjá mönnum og ásum. Sleipnir er grár og hefur átta fætur. Eig a n d i h a n s er alföður, betur þekktur sem Óðinn. Foreldrar

Sleipnis eru Svaðilfari og Loki Laufeyjarson. Svo er það Hrímfaxi, hestur Nóttar. Hrímfaxi hleypur umhverfis jarðar og döggvir jörðina með méldropum sínum.

Síðan er það Skinfaxi, hann er hestur Dags Dellingssonar. Hann hleypur líka umhverfis jarðar og fax hans lýsir allt loft og jörðina.

Kristín HelgaBjarmadóttir


Ratatoskur - Fréttablað Goðheima

Page 5

Skip til sölu? Fullkomið fyrir afmæli eða brúðkaup Freyr hefur auglýst fræga skipið sitt, Skíðblaðni, til sölu. Skíðblaðnir er stórt og gott skip og var það búið til með mestum hagleik. Smíðað af Ísvaldsynum dvergunum. Skíðblaðnir getur borið stóran hóp fólks, tilvalinn til þess að halda veislu. Einnig getur hann borið vopn og herbúnað. Því er hann fullkomið skip til að halda afmæli eða

brúðkaup því allir komast fyrir og allt sem fylgir þeim, einnig kemst fyrir borð og stólar, kökur og kræsingar. Ef að það er ekki veður til þess að fara út að sigla, ekki hika við að skella ykkur í eitt gott ferðalag því að Skíðblaðnir fer hvert sem þú vilt, sama hvort það er vindur eða ekki. Það hefur alltaf byr í segli. Þótt

það sé ekki bryggja í nánd við hús þitt þá er það ekki vandamálið, hægt er að vefja Skíðblaðni saman í dúk og hafa í vasanum þínum. Skipið er ómetanlegt en Freyr ætlar að selja það á eina milljón! Endilega sendið skilaboð í síma 123-7171 ef þið hafið áhuga.

Hægt er að vefja skipinu saman eins og dúk og geyma í bakpokanum.

Þórhildur Júlía E. Sæmundsen

Bannaðar sögur: Hin ósögðu atvik Þórs Þór er sterkastur allra ása og allra vera í heiminum en hann er ekki sá klárasti svo hér koma fram sögur um Þór sem ,,hann” bannaði öllum að segja frá. Er Þór fyrst fékk hamarinn sinn þá kastaði hann honum svo fast að hann fór hringinn í kringum jörðina og Þór fékk hann síðan í hnakkan á sér og var í roti í mánuði. Hann vaknaði ekki fyrr en hann fann lyktina af miði og er hann vaknaði þá drakk hann jafn mikið af lítrum og eru í Laugarvatni!

Þór ástfanginn af Loka Síðan var það þegar Þór

og hann Loki fóru saman á barinn þá breytti Loki sér í mjög huggulegan kvenmann og Þór gekk upp að Loka og sagði mjög fullur: ,,Vá hvað þú ert sæt,” og settist hjá honum Loka án þess að vita að þetta væri hann. Þá sagði Loki: ,,Mér finnst þú afskaplega myndarlegur.” Þeir voru búnir að tala saman í nokkra klukkutíma þegar þeir/þau ákváðu að fara af barnum og ætluðu eitthvert þangað sem þeir/þau gætu verið í næði þá allt í einu fór Loki aftur í sitt eigið form. Þór byrjaði þá að gráta því hann var næstum því ástfangin af henni. Honum (Þór) fannst hún (Loki) ein fallegasta kona sem hann

hafði á ævinni séð.

Datt úr kerrunni og týndi höfrunum Síðasta vandræðilega saga af honum er þegar Þór fór með höfrunum sínum í ferð um heiminn og allt í einu datt hann einhvern vegin úr vagninum og hafrarnir stoppuðu ekki svo Þór þurfti að fá hjálp frá föður sínum, Óðni, sem hjálpaði með að finna þá. Eftir þetta var talað um þetta um allan Ásgarð og Þór var ekki ánægður með sig.

Drakk heilt Laugarvatn af bjór!

Vignir Öxndal Ingibjörnsson

Glæný mynd af Þór


Page 6

Ratatoskur Bekkjarblað 1. F

Minning: Kveðja frá Heði til Baldurs

,,Baldur var fallegur og góður drengur sem lifði allt of stutt“ „Loki plataði mig til að gera þetta“

Í gær var sorglegur dagur því Baldur lést. Eftir að hafa valdið bróður mínum dauða fór ég mikið að hugsa um líf hans. Baldur var fallegur og góður drengur sem lifði allt of stutt. Frá því að hann var barn þá var hann alltaf bestur af okkur systkinunum, hann hlýddi alltaf foreldrum okkar og var aldrei með vesen, á meðan við hinir krakkarnir vorum að láta eins og fífl var Baldur þægur og að leika sér í fallegum leikjum. Á meðan Þór, Freyr og Loki voru ekkert að pæla í því hvernig þeir komu fram við foreldra okkar, og bara alla í kring, kom Baldur alltaf vel fram við alla sem hann hitti og myndi aldrei einu sinni hugsa um að segja eitthvað dónalegt við foreldra okkar.

Hugrakkur stríðsmaður Eftir því sem Baldur eltist varð hann bara enn fallegri og betri maður. Hann ólst upp í að verða hugrakkur stríðsmaður og enn var hann góður við alla. Baldur bjó á stað sem er kallaður Breiðablik sem er alveg jafn fallegur og Baldur, hann átti konuna Nönnu Nepsdóttur og þau eiga afkvæmið Forseta. Baldur var góður eiginmaður og faðir og tel ég Forseta mjög heppin að fá að vera sonur hans. Sorgin ríkir Núna þegar Baldur er látinn ríkir mikil sorg í Ásgarði, enginn hefði getað ímyndað sér að Baldur yrði drepinn. Ég hefði ekki einu sinni getað ímyndað mér að Loki gæti drepið hann. Ég á

enn erfitt með að trúa því að Baldur sé dáinn og það er svo erfitt að sjá fjölskylduna mína svona langt niðri af sorg. Loki ógeð Það hræðilegasta við þetta er að Loki plataði mig í að gera þetta, hann misnotaði blindni mína og lét mig hafa spjót úr mistilteini. Ég er svo óendanlega brjálaður við þetta ógeð sem hann Loki er, mig langar að berja hann með grjóti í höfuðið. Hann sagði mér að ég ætti ekki að vera út undan bara af því að ég er blindur, ég treysti honum. Af hverju þurfti ég að treysta honum. Ef ég hefði ekki verið svona vitlaus væri bróðir minn enn lifandi. Þetta er allt mér að kenna. Eva María Ólafsdóttir Kolbeins

Loki plataði Höð til að skjóta að Baldri

Heitar ástríður: Áttu fallega og glitrandi stund í skóginum ,,Ég varð náttúrulega trítilóður, sleit mig úr öllum böndum og fór á hraðasta spretti til hennar. Vá!”

Það hefur eflaust spurst út að Svaðilfari á von á afkvæmi. Við vildum vita meira um þetta, hver var sú heppna? Er þetta ástarsamband eða einnar næturg aman? Eigum við að búast við meira af heitu slúðri frá Svaðilfara?

Við tókum Svaðilfara þessa fallegu meri. Ég sjálfan tali og hann sagði v a r ð náttúrulega okkur meira frá þessu. trítilóður, sleit mig úr ,,Ég var náttúrulega öllum böndum og fór á bara að sinna minni hraðasta spretti til vinnu þetta kvöld og hennar. Vá, vindurinn var svo sem ekki að sem blés á móti mér búast við neinu. Síðan þegar ég hljóp til hennar, þegar ég horfði inn í ég var svo spenntur að skóginn sá ég eitthvað snjóhríð hefði getið verið hreyfast, ég horfði á móti mér en ég myndi snögglega á það og sá þá samt þjóta áfram. Frh. á næstu síðu


Ratatoskur - Fréttablað Goðheima

Page 7

Hitnaði í kolunum Ég hljóp eftir henni tímum saman, ég held við höfum verið þarna alla nóttina. Það hitnaði í kolunum á milli okkar og ég held að fallega og glitrandi stundin sem átti sér stað sé bara á milli okkar, ef þú veist hvað ég meina,’’ segir Svaðilfari. Ástin bar ávöxt Hefur eitthvað meira ræst úr sambandi ykkar? ,,Við erum að taka þessu rólega, hún byrjaði allt í einu að fitna svakalega en ég lagði nú tvo og tvo saman, það helltist síðan alveg gleði yfir mig því nú mun ég eignast lítið folald. Eftir mikla bið kom fallegi Sleipnir okkar, hann er grár og að vísu með 8

fætur en ætli það eigi ekki að vera þannig, við foreldrarnir eru nú með 4 fætur hvor. Ég veit ekki hvort við ætlum að deila forræðinu eða hvort hún vilji að hann dvelji meira hjá henni, hún talar nú eiginlega ekkert við mig. Ég held að ég sé ekki tilbúinn að skuldbinda mig í samband, allavega ekki strax þannig við förum hvor okkar leið,’’ segir Svaðilfari að lokum.

en ég held að Svaðilfari sé sáttur. Lilja Dögg Jóhannsdóttir

Þetta var viðtal við Svaðilfara, hann eignaðist Sleipni með meri sem síðar kom í ljós að var Loki. Þetta er nú pínlegt fyrir Loka Hér er borgarsmiðurinn með Svaðilfara trítilóðan. Loki bíður í bakgrunni.

Veðurhornið auglýsir: Útifatnaður til sölu Veðurhornið er fataverslun sem býður upp á mjög mikið og gott úrval af allskonar útifatnaði. Við seljum föt sem henta í alls konar veður. Jötuninn Hræsvelgur á arnarham og þegar hann undirbýr sig til flugs beinir hann út vængina og veldur það m i k l u m vindum. Þegar vindurinn er mikill þykir það gott að klæða sig í mikið af hlýjum og góðum fötum. Við erum öll komin með leið á öllum þessum vindum, er

það ekki? Þá er tilvalið fyrir þig að versla inn hentugan fatnað. Mikið úrval af úlpum, vindjökkum og alls konar kuldaskóm. Þegar Svásuður, faðir sumars fer að skína þá verður hlýtt og gott. Þegar þetta tiltekna veður er tilstaðar mælum við með því að velja klæðnað í léttari kantinum. Úrval af stuttbuxum, strigaskóm í öllum stærðum, sumarhöttum og bæði langermabolum og stutt-

ermabolum litum.

í

öllum

Vetrarfaðir er kallaður Vindlóni eða Vindsvalur og hann var grimmur og kaldlyndur og hefur vetur þeirra skaplyndi. Þannig það er gott að hafa það í huga þegar þú velur útifatnað fyrir veturinn, að hann skýli þér fyrir miklum kulda. Vetrarúlpur, snjóbuxur, ullarföt og hlýir sokkar eru allt hlutir sem að eru í boði hjá okkur, og á góðu verði.

Ekki hika við að hafa samband ef eitthvað er e k k i s k ý r t , sjáumst vonandi sem fyrst við Veðurhornið.

María Elísa Malmquist Aradóttir

Ath. Veðurhornið býður ekki upp á fatnað fyrir jötna!


Ratatoskur - Fréttablað Goðheima

Page 8

Matargagnrýni: Steikin

lifnaði við!

Ég fór til Ásgarð til þess að prófa mat sem þeir eru að bjóða upp á þar. Þegar ég koma inn í höllina var strax tekið á móti mér af einni af ásynjunum, Hún sýndi mér til borðs og strax og ég settist niður kom maturinn. Höllin var alveg ótrúleg. Höllin var öll ótrúlega hrein, ekki eitt rykkorn sást og

maturinn var ótrúlegur. Það sem mér var boðið upp á að drekka var mjöður og áfengi sem var svakalega ljúffengt, síðan fékk ég að borða gölt sem heitir Sæhrímnir. Gölturinn var frábærlega góður. Mér brá samt verulega þegar hann lifnaði aftur við! Já, gott fólk, hann getur lifnað aftur við sem ætti bara

ekki að vera hægt en þetta er nú Ásgarður. Allt í allt þá mæli ég gífurlega mikið með að fara til Ásgarðs og smakka matinn þar. Þetta er frábær staður með frábært fólk.

Matargagnrýnandi blaðsins mælir með Sæhrímni í Valhöll:

Takk kærlega fyrir mig, Tómas Henry Arnarsson

Sæhrímnir á góðri stund

Yfirburða sjálfsöryggi Alföður: ,,Ég get allt!” Eitt sinn tók ég viðtal við alfaðirinn sjálfan, og masaði hann aðeins um sig sjálfan og getu sína. Kímnigáfa og keppnisskap hans er þó mörgum til mikillar skemmtunar. Skoraði ég á hann í allskyns þrautir og gátur, og vann hann allar þrautir og leysti allar gátur. Jafnvel þær þyngstu sem ég kann, leysti hann! Fyrsta gátan fór svo: Á fjórum stend ég fótum hér, fangi sný að sveinum, háir og lágir lúta mér, ég lýt þó aldrei neinum. Svaraði Óðinn þá rétt: „stóll“. Önnur gátan fór svo: Ég er hús með öngum tveim, í mér liggja bræður fimm; í hörðum kulda hlífi ég þeim, þó hríðin verði köld og grimm.

Svaraði Óðinn þessari einnig rétt, því svaraði hann: „vettlingar“. Þriðja og síðasta gátan fór svo: Ég er í öllu og öllu á, alls staðar sjáanlegur, fleiri en hundrað heiti á, hvergi þreifanlegur. Óðinn er mjög góður í að leysa gátur

Tók Óðinn sinn tíma í að hugsa sig um en svaraði þó loks á endanum rétt, svaraði hann: „litur“. Lagði ég einnig fyrir hann þrjár þrautir og keppti ég sjálf á móti goðinu í þeim öllum. Vann hann einnig þær allar…

Tara Karítas S. Óðinsdóttir

Ég er í öllu og öllu á, alls staðar sjáanlegur, fleiri en hundrað heiti á, hvergi þreifanlegur.

Hver er ég?


Page 9

Ratatoskur

Botnlausir úlfar til sölu í Valhöll

Þeir eru einnig botnlau sir, geta étið alveg fram á rauða nótt og eru þeir langt frá því að vera gikkir

Geri og Freki éta allan mat sem borinn er á borð

Úlfarnir Geri og Freki passa upp á það að ekki fari einn einasti matarbiti til spillis. Hjá fyrri eiganda átu þeir allan mat sem borinn var á borð en það var allt í lagi þar sem að eigandinn þurfti ekki mat. Þessir úlfar

þig. Þessir hrafnar eru hreint og beint ekki neinir eðlilegir hrafnar þar sem að þeir eru viskufuglar og eru þeir oft sendir í leiðangur fyrir eigandann sinn til að leita uppi þekkingu. Krunka að þér öllu

Þessi dýr eru þó ekki bara gráðug villidýr heldur eru þeir afar sérstakir, þeir eru tákn hinna dauðu. Þeir eru valdýr sem átu þá dánu. Þeir eru einnig botnlausir, get a étið alveg fram á rauða nótt og eru þeir langt frá því að vera gikkir.

Þessir hrafnar hafa verulega gott þol þar sem að þeir fljúga um allan heim á hverjum degi. Þeir tilla sér svo á öxl þína og krunka að þér öllu sem hefur gerst um allan heim. Þú verður samt að passa þig á því að það gæti verið erfitt að skilja þá þar sem að þeir tala ekki íslensku.

Hrafnar sem vita öll þín dýpstu leyndarmál

Knáastur þeirra allra með mjúkt tölt

Ert þú forvitinn og þarfnast þess að vita öll leyndamál vina þinna? Þá eru hrafnarnir Huginn og Muninn tilvaldir fyrir

Þarft þú að komast eitthvert og það fljótt? Þá er Sleipnir tilvalinn kostur þar sem hann kemst hratt og örugglega á

Tákn hinna dauðu

leiðarenda á sínum 8 fótum. Geðslagið í honum er frábært og hentar hann sem glæsilegur reiðhestur með tandurhreint og mjúkt tölt sem er eins og sófi að sitja í. Sleipnir er svo sannarlega alhliða hestur og myndi henta vel í tölt og fimmgangskeppnir. Þar sem að Loki er móðir Sleipnis og Svaðilfari faðir hans, er svo sannarlega hægt að segja að hann sé sérstakur hestur. Óðinn var fyrrverandi eigandi þannig Sleipnir er vel riðinn og duglegur. Ólöf Rán Pétursdóttir

Sleipnir er alhliða mjúkur töltari


Ratatoskur - Fréttablað Goðheima

Page 10

Að handan: Einkaviðtal við Baldur í gegnum miðil Já, sæl og blessuð við erum hérna mætt með goðinu Baldri sem vill svo til að dó hér fyrr í vikunni en þökk sé Maríu miðli náum við smá viðtali við hann. Fyrsta spurning okkar er hvernig þú dóst: ,,Já, það fór þannig að við félagarnir vorum bara að fíflast og eins og allir vita þá byrjar allt vesen á smá fíflaskap, þegar Loki gabbaði Höð til að kasta mistilteini í andlitið á mér og það vildi svo til að það var eini hluturinn í þessum stóra heimi sem gat drepið mig, “ segir Baldur. Ekki reiður en vonsvikinn Ertu nokkuð reiður út í Loka? ,,Nei ég myndi nú ekki segja að ég væri beint reiður en ég er frekar vonsvikin út í Loka en hann er bara svona týpa sem skellir í eitthvað svona. En það er nú smá möguleiki að það geti einhver lífgað mig við.“ Nú, hvernig förum við að

því? ,,Nú vinur minn Hermóður tók það svo hetjulega að sér að ríða niður til Niflheims og spurði Hel hvort það væri einhver séns að ég gæti snúið aftur til lífs. Hann svaraði því þannig að ef allar verur og hlutir í heimi skæla þá gæti ég snúið aftur.“ Tröllatruntan Þökk ,,Þá gekk vinkona mín Frigg að öllum hlutum og verum í heimi og spurði þau afar fallega um að ef þau gráta öll saman í kór þegar ég sný til himna að ég lífgist aftur við. En það er eitt vandamál við þetta, það er einhver bölvuð tröllatrunta að nafninu Þökk sem vil ekki skæla fyrir mig og þess vegna kemst ég ekki í Valhöll frá Niflheimum.“ Já, hún er nú meiri Trölltruntan hún Þökk. ,,Já en vissurðu að þessi trölltrunta er bara Loki í dullargerfi.“ Nú, hver andskotinn, ekki vissi ég að því. ,,Já hann leynir alltaf á sér sá

djöfull en hann fær sko að gjalda,“ segir Baldur. En hvernig fær hann að gjalda fyrir þetta? ,,Það á að binda hann niður í helli með þörmum og látið leka eitur á þann andskota.“

Ágæt mynd náðist af Baldri fyrir viðtalið

Loki breytti sér í golfsett Já, það er nú meiri refsingin enda á hann ekki betra skilið, alltaf að hrekkja mann. Einu sinni ætlaði ég að kikja í golf hjá Hótel Örk og það var nú klukkutíma keyrsla þangað. En þegar ég loksins kom á staðinn kom í ljós að Loki hafi breytt sér í golfsettið mitt og ég varð alveg snarbrjálaður. Ég varð að keyra alla leið til baka sem tók annan klukkutíma en Loki fékk þó ágætan hlátur úr þessu. En því miður höfum við ekki lengri tíma í dag þannig ég segi bara takk fyrir okkur og takk fyrir að lesa Ratatosk.

Aron Breki Friðriksson

,,Við félagarnir vorum bara að fíflast og eins og allir vita þá byrjar allt vesen með smá fíflaskap”

Loki breytti sér einu sinni í golfsett

Skáldskapur um Hel Hel er drottning í undirheiminum og ræður yfir öllu. Hún hatar Þór og Óðin og alla í Ásgarði. Dag einn fer Hel upp til Ásgarðs og ætlar að hefna sín. Hún fer upp og hittir Þór, hún réðst hann og þau eru að slást í smá stund. Þór fær leið á öllum þessum látum

og kastar Mjölni í Hel. Hel grípur hamarinn og horfir á Þór og brýtur hamarinn. Þór horfir á hana hissa og skingilega. Þór leggst í jörðina sigraður. Hel er búin að sigra Þór og eyðileggja Ásgarð. Hún labbar inn í Ásgarð að leita eftir Óðni. Hel ætlar að drepa

Óðin og ríkja í Ásgarði. Þegar Hel er næstum því kominn inn í höllina kemur Óðinn á Sleipni og rotar Hel og kastar henni aftur niður í undirheimana.

Birgir Smári Bergsson

Hel á góðri stund


Ratatoskur - Fréttablað Goðheima

Page 11

Sungið og dansað fram að Ragnarökum: Í Ásgarður er fullur ar skemmtilegum og bráðsnjöllum karak-terum. Þrumuguðinn Þór er svo sannarlega stórmerkilegur. Þór, einnig kallaður Öku-Þór, hefur lengi verið talinn einn merkilegasti ásinn. Hann er sagður verndari ása og manna, enda er hann sterkastur allra ása. En hvernig er líf manns þegar maður er þrumuguðinn sjálfur? Engan frítíma Þegar maður er ekki úti að bjarga heiminum frá ýmsum illverkum eða slást við bergrisa, hvað er maður þá að gera? „Það er ekki eins og ég hafi einhvern rosalegan frítíma, þar sem ég er alltaf á fullu að halda öllu í lagi. En ef ég finn tíma fyrir sjálfan mig á milli þess að berja jötna og g l á pa á sp e g i l m y n d mína í læknum, þá er ég

Ásgarði leiðist manni aldrei

oftast bara að drekka öl með ásunum. Jú jú og sinna fjölskyldunni. Lenti nú reyndar í því um daginn að þurfa að leggja nokkrar gátur fyrir einhvern dverg. Hann vildi kvænast henni Þrúði minni, en þú veist, ekki séns. Hann náði reyndar að svara öllum gátunum en breyttist í stein er sólin kom á loft. Þú hefðir átt að sjá svipinn á honum.“ Gæðagripir Þórs Þór á tvo geithafra sem draga vagn sem hann ferðast á. En þessir geithafrar búa einnig yfir fleiri eiginleikum. „Já þeir Tanngrisnir og Tanngnjóstur! Þeir eru svo sannarlega gæðagripir. Ef ég er á einhverju rosalegu ferðalagi, sem ég oft er á, get ég alltaf treyst á þá. Ég get nefnilega alltaf drepið þá og étið þegar ég verð svangur. Síðan safna ég

beinunum þeirra aftur saman, sveifla honum Mjölni mínum og búmm, þeir eru komnir aftur.“ Öku-Þór á þónokkra hluti sem einkenna hann. Þeirra helstur er Mjölnir, hamarinn hans. „Já það eru ýmsar sögur sem ég gæti sagt þér sem innihalda Mjölni. Þeir snillingarnir Brokk og Sindri í Svartálfaheimi smíðuðu hann handa mér. Það skemmtilega við ha nn Mjö lni er a ð sama hvað, missir hann aldrei marks. Ég mun nú seint gleyma þeim degi sem að ófétið hann Þrymur stal hamrinum. Hann vildi fá Freyju í staðinn. Þetta var alveg ömurlegt, ég þurfti að klæða mig upp í brúðarföt og fara niður til Jötunheima. Það kom næstum upp um mig í veislunni vegna þess að ég át svo mikið, en Loki náði

að koma mér út út því. En þetta fór allt vel, náði í hamarinn og drap ófétið. Og reyndar alla ættingja hans en það er önnur saga.“ Alltaf eitthvað að gera Maður verður svo sannarlega ekki fyrir vonbrigðum þegar maður fylgist með ferðum Þórs. „Næst á dagskrá hjá okkur hér í Ásgarði verður veisluhald, en ég má víst ekki segja frá því, en það verður sungið og dansað fram að Ragnarökum. Í Ásgarði leiðist manni aldrei,“ segir Þór að lokum og er farinn að iða í skinninu að komast aftur í Valhöll þar sem næsta ævintýri bíður hans.

Guðmundur Björgvin Guðmundsson

Hjá Þór og Sif: Þriggja turna höll Við hjá Ratatoski kíktum í heimsókn til Þórs þrumuguðs nýlega og fengum skoðunarferð um Bilskirni, höllina hans. Bilskirnir er í ríkinu Þrúðvangi í Ásgarði. Þar býr Þór ásamt konunni sinni Sif og börnum sínum Móða og Þrúði, syni Þórs sem heitir Magni og syni Iðunnar sem heitir Ullur. Höllin er með þrjá turna jafnháa og þaðan er útsýni yfir allan Ásgarð. Heil hæð fyrir hárgreiðsludót Sifjar

Það eru 540 hæðir í höllinni og þær hafa allar mismunandi tilgang. T.d. er ein hæð vopnageymsla, ein er safn af málverkum alls staðar úr heiminum, heil hæð er fyrir skúringakompu svo er líka heil hæð fyrir hárgreiðsludótið hennar Sifjar.

Brokkur og Sindri hönnuðu og smíðuðu. Þeir hönnuðu einnig eldstæðið sem er hlaðið úr grágrýti frá Jötunheimum. Einnig eru skrautmunirnir í hillunum fjölbreyttir og frá mismunandi stöðum og það setur mjög líflegan blæ í eldhúsið.

Eldhúsboð úr álfabirki

Höllin er einnig sögð vera ein mesta höll sem hefur verið byggð nokkurn tímann.

Við skoðuðum sérstaklega eldhúsið þar sem það er með mjög fallega hönnun. Eldhúsborðið er úr fínasta birkivið úr Álfheimum sem dvergarnir

Heiðdís Lilja Erlingsdóttir

Eldhúsborðið er hannað af Brokki og Sindra í Álfheimum


Page 12

Ratatoskur

Útgarða-Loki segir sína hlið: Æsir eru ofmetnir Ég var sestur í Valhöll þegar besti vinur minn Þór kom upp að mér og byrjaði að segja mér frá því hvernig Útgarða-Loki plataði hann og ÚtgarðaLoki er næstum jafn slæmur og Loki. Hann sagði mér allar þessar s ögur um hvernig Útgarða-Loki var vondur. Og ég trúði því. En síðan fór ég að hugsa. Og ég komst að því að ég var bara að sjá söguna frá einu sjónarhorni. Svo ég lagði af stað, í ævintýrið mitt til Útgarða. Ég hitti þann

Hann drakk það mikið að það mátti halda að hann hefði drukkið allan sjóinn

sem kallaður er Skrýmir. Ég sagði honum að ég væri að leita að ÚtgarðaLoka til þess að spyrja hann hvernig reynsla það hefði verið að hafa Þór í heimsókn. Þá kemur í ljós að Skrýmir var Útgarða-Loki dulbúinn. Við Útgarða-Loki löbbum af stað til heimilis hans. Útgarða-Loki bakaði smákökur Þegar við mætum þá gefur hann mér sæti og byrjar að undirbúa te fyrir mig. Heppilega var hann einnig nýbúinn að baka girnilegar smákökur. Ég spyr hann hvernig Þór var og kemur í ljós að Þór er versti gestur sem hægt er að finna! Hann segir mér hvernig hann gaf Þór öl, og hann drakk og drakk. Hann drakk það mikið að það mætti halda að hann hafi drukkið allan sjóinn!

Þór er ekki eins saklaus og hann vill vera láta Sparkaði í köttinn Eftir þetta var hann mjög fullur. Það fullur að hann reyndi að halda á greyið kettinum hans Útgarða-Loka. Hann náði því ekki, og varð hann síðan það pirraður að hann sparkaði í köttinn! Þór. Besti vinur minn. Ég hafði aldrei verið jafn vonsvikinn á ævinni minni. Reyndi að kyssa fóstruna En ekki nóg með það. Fóstra Útgarða-Loka var að fá sér smá te þegar upp úr þurru kemur Þór og reynir að kyssa hana!

Eftir að hún slær hann í burtu, reynir hann að byrja slag með henni. Á þessum tímapunkti notar fóstran sérstakan mátt sinn og svæfir Þór. Ég vissi aldrei að Þór væri svona slæmur. Eins mikið og það brýtur hjartað mitt, þurfti ég að reyna að gleyma því hversu slæmur Þór er. Svo þetta gerist ekki aftur.

Jóhannes Torfi Torfason


Ratatoskur - Fréttablað Goðheima

Page 13

Sjáandi sér Fenrisúlf Í norrænni goðafræði er talað um Fenrisúlf sem er ein mesta ófreskjan í fræðunum. Þetta var hinn frægi úlfur. Stór jötunn sem gat farið í úlfsham í Eddukvæðunum. Fenrisúlfur er sonur Loka og Angurboðu og bróðir Heljar og Miðgarðsorms. Fenrisúlfur stækkaði ört og sem hlaut þau örlög að vera bundinn af goðunum í Jötunheimum vegna þess að hann ógnaði þeim og þau töldu hann því hættulegan. Sá fyrir Suðurlandsjarðskjálftann Undirrituð heyrði af sjáanda sem hafði séð Fenrisúlf í sýnum sínum og vildi koma á framfæri hans sýn á aðstæður þegar hann var bundinn. Undirrituð fór því á fund sjáandans. Þessi sjáandi hefur margoft komið fram með sýnir sem hafa verið sannar. Þessi sjáandi sá t.d fyrir jarðskjálftann á Suðurlandi í júní árið 2000 og 2008. Bankahrunið haustið 2008 og óróleikann sem nú herjar á Reykjanesskaganum en einnig um örlög margra þekktra listamanna sem fallin eru frá. Þess má geta að sjáandinn sér enginn merki um eldgoss árið 2021. Ekki fyrr en árið 2024. Því geta landsmenn verið rólegir þangað til.

Þessi mynd var tekin af Fenrisúlfi áður en hann var bundinn

Í fjötrum „Þegar goðin bundu hann varð Fenrisúlfur mjög reiður- og sár,“ segir sjáandinn. „Hann vildi skiljanlega losna enda vildi hann ekki vera bundinn. Það vill nú enginn. Fenrisúlfi tókst að losa sig úr tveimur fyrstu fjötrunum og hélt hann að hann mundi þá vera laus. Það gekk hins vegar ekki enda vildu goðin ekki losa hann. Fenrisúlfur fattaði það bara ekki fyrr en of seint. Varð Fenrisúlfur því mjög reiður og beit hægri höndina af goðinu Tý. Hann var stór og sterkur, með eðli rándýrs.“ Erfiðir tímar „Þetta voru erfiðir tímar fyrir Fenrisúlf,“ segir sjáandinn og heldur áfram „Hann vill koma því til skila að hann hafi verið óganandi, stór, litið óhugnandi út, -en ekki vondur. Hann dreymdi um frægð og frama og var bara að verja sig. Hann hafi legið þarna

bundinn, svangur, slefandi með sverð á milli gómanna og var óttalega hræddur og einmana. Það hafi ekki verið séð vel um hann og hafi hann oftast verið svangur og aleinn“. Sjáandinn segir í heimildum þessum að Fenrisúlfur hafi verið úrkula vonar um að losna nokkurn tíma úr fjötrunum þegar Ragnarök komu og hann losnaði. Hann hafi þá verið búinn að byggja upp svo mikla reiði að hann drap Óðinn þegar hann losnaði.

,,Hann hafði legið þarna bundinn, svangur, slefandi með sverð á milli gómanna og var óttalega hræddur og einmana“

Endalok úlfsins Í Ragnarökum, drap Fenrisúlfur sjálfan Óðin. Sonur Óðins, Víðar, hefndi hins vegar föður síns og drap Fenrisúlf. Undirrituð spyr sig hvernig yrði horft á þessa meðferð dýrs í dag. Um það verður rætt í næstu grein. Góðar stundir. Jóhanna Hannesdóttir

Fenrisúlfur hefur byggt upp mikla reiði


Page 14

Hraustir menn: Stáleistu á stærð við keilukúlur Það er nú ekkert leyndar mál að Týr hefur besta líkamann af öllum goðunum (fyrir utan höndina sem vantar)

Þegar verið er að tala um menn með stáleistu á stærð við keilukúlur er ekki hægt að hoppa yfir Tý. Hann er svo sannarlega goð á meðal manna og ekki bara af því að póstnúmerið hans er í Ásgarði. Menn eins og Týr myndu ekki hika við að gefa upp hægri hendi fyrir rétta málstaðinn. Síðan er hann svakalegur dýravinur. Nóg með orðaleikina, því ég náði einkaviðtali við hann Tý þann 31. febrúar síðastliðinn. Týr var að koma úr löngu og erfiðu ferðalagi þegar við mæltum okkur mót. Við settumst niður

og spjölluðum á fyrir fram ákveðinn stað á fyrir fram ákveðnum degi. Það fyrsta sem Týr spurði mig var hvort það myndi vera mikið af bröndurum og gríni í greininni. Tja, smá hvít lygi skaðar engan. Síðan byrjaði ég viðtalið: Jæja, Týr. Það er nú ekkert leyndarmál að þú hefur besta líkamann af öllum goðunum. Hvað hefur þú að segja við því? TÝR: Það er heiður að hafa fengið þann titil Ég meina klárlega! Hver annar myndi fá þennan titil, Bragi? *spyrill hlær

TÝR: Bragi er mér líkt og bróðir og hann er einn klókasti maður sem ég hef þekkt. Hví gjörir yður lítið úr eðalmanni? Þetta var nú bara létt spaug. TÝR: Ég skil. Og þannig lauk þessu æsispennandi viðtali við guðinn sjálfan, hann Tý. Þið þurfið ekki að bíða lengi, elsku lesendur, því ég nældi mér í viðtal við hina fögru, fögru Freyju og verður sú grein birt bráðlega.

Anna María Gísladóttir

Þessi einstaka mynd náðist af Tý þegar hann stakk hendinni í kjaft Fenrisúlfs

Nýleg mynd af Tý

,,Apple-y ever after”: Iðunn og Bragi Par mánaðarins í mars hjá Ratatoski eru Iðunn og Bragi.

Bragi er skáldskaparguð

Iðunn epli eins og hún er kölluð hjá guðunum er fræg hjá guðunum fyrir eplin sín sem halda goðunum ungum. Eins og sést borða þessi tvö endalaust af þessum

gómsætu eplum. Elskar að hlusta á Braga Bragi er mjög vitur skáldskapar guð sem er akkúrat fullkomið fyrir Iðunni hún elskar að hlusta á skáldskapinn í Braga á meðan hún

japlar á indælis eplunum sínum. Þau hafa verið saman öldum saman og hafa alltaf verið mjög góðir vinir og elskuhugar. Rotaði hann með epli Þau kynntust í eplagarðinum hennar Frh. á næstu síðu


Ratatoskur - Fréttablað Goðheima

Iðunnar þar sem Bragi var að njósna um Iðunni því hann var svo hrifin af henni en einn daginn sér Iðunn hann fyrir aftan stóra hrúgu af eplum, þá neglir Iðunn harða eplinu sínu í andlitið á Braga og hann dettur niður

Page 15

rotaður. Iðunn vorkennir honum og býður honum inn til sín þar sem hún gefur honum harða eplið sem hún dúndraði í hann til að éta. Það kveikti smá í Braga og hann fór að

reyna Iðunni.

mikið

við

Hafa elskast í mörg ár Hann notaði eina klassíska línu sem hljómar svona ,,Ef þú værir ávöxtur værirðu FINE APPLE,” þessi lína heillaði Iðunni upp úr skónum og þau byrjuðu að elskast og hafa verið að því í fjölda mörg ár og þau munu vonandi lifa ”apple-y ever after.”

,,Ef þú værir ávöxtur værirðu FINE APPLE“

Ragnar Ingi Þorsteinsson

Bragi og Iðunn elskast á ströndinni

Dömuboð hjá ásynjunum Ásynjurnar þarf varla að kynna. Þær hafa lengi vel hjálpað okkur mönnunum með hitt og þetta.

te, rauðvín, öl úr geitinni Heiðrúnu og fínir ostabakkar með skinkubitum af Sæhrími.

Þegar ég ætlaði að fara út að skokka sá ég boðsmiða á tröppunum, en á honum stóð að mér væri boðið í dömuboð hjá ásynjunum í tilefni þess að Freyja var að gefa út glænýja snyrtivörulínu.

Töfraformúlan gulltár

Húsið úr gulli Þegar ég mætti á Ásgarð 56 blasti við mér þetta glæsilega einbýlishús sem mætti halda að hefði verið gert úr hinu fínasta gulli. Móttökurnar voru án efa einar þær bestu sem ég hef fengið á ævinni, enda ekki að spyrja að gestrisninni hjá þeim dömum. Bornar voru á borð hinar fínustu veitingar meðal annars

Þegar búið var að bera á borð veitingar fór sjálf Freyja upp á svið að kynna snyrtivörulínuna. Freyja sagði að töfraformúlan hennar í snyrtivörunum væri að blanda saman við þær sorgartárum sínum sem eru úr skíra gulli. Dansað fram á nótt Þegar Freyja hefði lokið ræðu sinni fóru nokkrar af vinkonum hennar upp á svið m.a. Eir, Frigg og Gefjun. Vinkonurnar töluðu um hversu stoltar þær væru af Freyju fyrir að hafa náð þessum áfanga og rifjuðu þær upp

gamla tíma sem þær hefðu átt með Freyju. Dömurnar dönsuðu saman langt fram á nótt við ástarvísur sem sungnar voru af Frey, elskhuga Freyju. Kvöldið endaði vel og fór veislan vel fram í alla staði, en það var augljóst vegna allra brosmildu andlitanna í salnum.

Freyja blandar sorgartárum úr skíra gulli saman við snyrtivörurnar

Gaman var að eyða degi með ásynjunum og ræða við þær um allt á milli himins og jarðar, eða eins og ásynjurnar myndu segja það, allt á milli Ásgarðar og Yggdrasils. Vörulínuna hennar Freyju má finna á freyjacosmetics.is Snyrtivörulína Freyju heitir Freyja cosmetics Guðmundur Hilmar Hannesson.


Ratatoskur - Fréttablað Goðheima

Page 16

Freyr segir frá: Ástarsaga Ástin getur verið á marga vegu. Bæði getur hún verið það besta í lífi manns, einnig getur hún verið blekkjandi, erfið og ruglað mann alveg í rýminu. Við höfum heyrt ótrúlegustu ástarsögur frá frægu fólki um allan heim, bæði góðar og vondar. Í þetta sinn náðum við í hinn glæsilega og prúða Frey, sem hefur ótrúlega ástarsögu að segja um það þegar hann og hin guðdómalega Gerður byrjuðu saman. ,,Eitt sinn þegar ég var ungur og ólofaður stalst ég til þess að setjast í hásæti Óðins, Hliðskjálf, en þaðan sá ég út um allan heim. Á norðurhjara kom ég augu á eina heitustu og flottustu skvísu sem augu mín hafa litið. Fegurð hennar lýsti upp allan heiminn. Konan bar nafnið Gerður og var dóttir Aurboðu tröllkonu og Gymis bergrisa“ segir Freyr. Ástin braut hann ,,Ég hef aldrei orðin jafn ástfangin af konu og

Lokaskrítla:

henni Gerði. Ástin gjörsamlega braut mig þar sem ég komst ekki til hennar. Gerður er auðvitað af jötnaættum og ég myndi aldrei fá að koma og biðja hennar.“ Læsti sig inni dögum saman ,,Ég varð svo niðurbrotinn að ég læsti mig inni dögum saman og hugsaði um ekkert annað nema hana Gerði. Ég hvorki svaf, borðaði, drakk né talaði við eina einustu sál. Þetta hafði auðvitað hryllileg áhrif á náttúruna þar sem ég er frjósemisgoð og því tók náttúran með mér í þessari sorg og hætti að bera ávöxt. Fórnaði sverðinu ,Eftir langa mæðu sagði ég honum Skírni þjóna mínum frá hvernig mér leið. Sú hugmynd kom upp í hug minn að láta hann ríða til Jötunheim og biðja hennar fyrir mig. Ég vissi að Jötnarnir myndu samþykkja mál mitt en

aðeins með einu skilyrði. Að þeir fengu töfrasverðið mitt sem hafði þann eiginleika að geta barist sjálft í bardaga. Vildi ekki lifa Ég var komin það langt niður í þunglyndi að ég mig hugnaðist ekki líf mikið lengur og ef guð ástar og frjósemdar myndu deyja myndi náttúran deyja líka. Skírnir fattaði það og því var ekkert annað í stöðunni fyrir hann nema að fara að ósk minni. Þannig var sagan um hvernig ég fékk hana Gerði mína og lifðum við góðu lífi. Sverðið missti ég en það var þess virði fyrir allan peninginn,“ segir hinn ástfangni Freyr.

,,Á norðurhjara kom ég auga á eina heitustu og flottustu skvísu sem augu mín hafa litið”

Með þessari sögu er ljóst að ástin getur bæði verið frábær og sársaukafull. En þegar ástin endar svona eins og í sögu Freys er ljóst að hún getur heldur betur glatt mann. Þessi ágæta mynd náðist af Frey og Gerði um daginn Hjörtur Snær Halldórsson