Ritgerðasmíð

Page 33

Eiríkur Rögnvaldsson. (2008). Framtíð íslensku innan upplýsingatækninnar. Sótt 4. nóvember 2009 af http://notendur.hi.is/ eirikur/ut.pdf.

Handrit frá fyrri öldum eru yfirleitt ekki skráð á höfund, heldur á safnmark sem skiptist í þrennt; skammstöfun safns, t.d. Lbs, AM, JS; númer handrits; og stærðartákn – fol, 4to, 8vo. Síðan kemur heiti handrits með beinu letri, og þá nánari lýsing á efni þess í hornklofa, ef um ræðir: • •

Sthm. Perg. 15 4to. Íslenska hómilíubókin. Lbs 220 8vo. [Uppskrift úr orðasafni eftir Hallgrím Scheving.]

Þegar óprentuð ritgerð er notuð sem heimild er í stað útgáfustaðar og forlags vísað til skóla sem ritgerðin hefur verið skrifuð við. • •

Helgi Bernódusson. (1982). Ópersónulegar setningar. Óbirt kandídatsritgerð í íslenskri málfræði: Háskóli Íslands. Sigurður Konráðsson. (1982). Málmörk og blendingssvæði. Nokkur atriði um harðmæli og linmæli. Óbirt námsritgerð: Háskóli Íslands.

Stundum er heimildum raðað á titil, oft skammstafaðan, í stað höfundar. Þetta á t.d. við um óhöfundargreind fornrit, orðabækur sem eru verk margra, ýmiss konar safnrit o.fl. sem erfitt er að tilgreina ákveðinn höfund eða höfunda að. Ártal er þá haft aftast. • • •

DI = Diplomatarium Islandicum, Íslenzkt fornbréfasafn 12, 1. Reykjavík: Hið íslenzka bókmentafélag, 1923. ÍO = Íslensk orðabók. 3. útg. Ritstjóri Mörður Árnason. Reykjavík: Edda, 2000. Ljósv = Ljósvetninga saga. Íslenzk fornrit 10. Björn Sigfússon gaf út. Reykjavík: Hið íslenzka fornritafélag, 1940.

Nánari upplýsingar um form tilvitnana og heimildaskráa í APA-kerfinu má finna á http://www.apastyle.org/learn/faqs/index.aspx. Nauðsynlegt er að gæta þess að fullt samræmi sé milli tilvísunar í texta og heimildaskrár. Lesandinn á kröfu á því að geta gengið beint og umsvifalaust að heimild eftir tilvísun í textanum. Þetta þýðir t.d. að það er algerlega óheimilt að vísa í Íslenska orðabók (2000) í texta, en raða ritinu síðan á ritstjórann, Mörð Árnason, í heimildaskránni. Lesandinn er ekkert skyldugur til að vita hver var ritstjóri orðabókarinnar; og hann má ekki grípa í tómt ef hann flettir ritinu upp undir í í heimildaskránni. Ef heimildatilvísun hefur verið stytt inni í texta, þannig að t.d. „HB“ er látið standa fyrir „Hreinn Benediktsson (1959)“ verður lesandinn að geta flett upp á „HB“ í heimildaskránni, og fundið eitthvað sem svo: „HB=Hreinn Benediktsson (1959).“ Undir „Hreinn Benediktsson (1959)“ er síðan að finna nánari upplýsingar um heimildina. En ekki er síður ástæða til að gæta samræmis milli skráningar í heimildaskrá og heimildarinnar sjálfrar. Þannig verður t.d. að gæta þess vel að stafsetning í ritinu kann 33


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.