ÍSLAND - Atvinnuhættir og menning 2010

Page 54

56 | Ísland – Atvinnuhættir og menning

íslensk verðbréf hf.

Í

www.iv.is

Stjórn Íslenskra verðbréfa Magnús Gauti Gautason stjórnarf.m. Stefán Halldórsson Halldór Halldórsson

slensk verðbréf eru elsta starfandi eignastýringarfyrirtæki landsins en þjónusta þess hefur staðið óslitið síðan 1987. Meðal viðskiptavina eru lífeyrissjóðir, sveitarfélög, félagasamtök og einstaklingar. Ólíkt ýmsum öðrum fjármálafyrirtækjum sinna Íslensk verðbréf ekki útlánum, fyrirtækjaráðgjöf eða tengdri þjónustu, heldur miðast öll starfsemin að því að ná hámarks­ árangri á sviði eignastýringar. Félagið fjárfestir ekki í stökum verðbréfum í eigin reikning og því eru hagsmunaárekstrar milli þess og viðskiptavina ekki mögulegir.

Söguágrip

Kaupvangsstræti 2, aðsetur félagsins á árunum 1992 til 1997.

Skrifstofa félagsins í Reykjavík, Sigtún 42.

Starfsemi Íslenskra verðbréfa er byggð á grunni Kaupþings Norðurlands sem hóf starfsemi þann 11. apríl árið 1987. Fyrsta aðsetur félagsins var að Ráðhústorgi 5 á Akureyri en þar voru tveir starfsmenn til að byrja með. Fyrsti framkvæmdastjórinn, Andrea Rafnar, réðst tímabundið til starfa, en fljótlega tók Jón Hallur Pétursson við af henni. Fyrsti formaður stjórnar var Pétur Blöndal. Helstu verkefnin fyrstu árin fólust í hlutafjár- og skuldabréfaútboðum fyrir ýmis sveitarfélög og fyrirtæki á landsbyggðinni. Félagið stóð einnig að stofnun Hlutabréfasjóðs Norðurlands og Sjávarútvegssjóðs Íslands. Kaupþing Norðurlands hlaut löggildingu sem verðbréfafyrirtæki árið 1995 og gerðist aðili að Verðbréfaþingi Íslands sama ár. Árið 1999 var félagið keypt af nokkrum sparisjóðum og lífeyrissjóðum á landsbyggðinni og lauk þar með afskiptum Kaupþings af því. Í kjölfarið breyttist heiti starfseminnar yfir í Íslensk verðbréf og hefur svo verið síðan. Á þeim tímapunkti taldi starfsmannafjöldinn 16 manns og eignir í stýringu námu 5 milljörðum króna. Þessar upphæðir áttu eftir að margfalda sig og til samanburðar námu eignir í stýringu um 105 milljörðum króna á miðju árinu 2010. Frá árinu 2002 hafa höfuðstöðvar Íslenskra verðbréfa verið að Strandgötu 3 á Akureyri en sumarið 2009 var opnuð skriftstofa að Sigtúni 42 í Reykjavík. Í dag eru starfsmenn 20 talsins og stór hluti þeirra hefur starfað hjá félaginu í 10 ár eða lengur. Framkvæmdastjóri er Einar Ingimundarson og stjórn skipa Magnús Gauti Gautason, Stefán Halldórsson og Halldór Halldórsson.

Sjóðir Sjóðum Íslenskra verðbréfa er stýrt af Rekstrarfélagi verðbréfasjóða ÍV hf. en sama félag annast allan daglegan rekstur og ber ábyrgð á starfseminni. Rekstrarfélagið býður upp á fjölmarga sjóði sem fjárfesta í innlánum, skuldabréfum og hlutabréfum. Skammtímasjóður ÍV fjárfestir í innlánum fjármálastofnana, stuttum ríkisverðbréfum og ríkisvíxlum. Sjóðurinn er ákjósanlegur kostur fyrir þá sem vilja ávaxta fé til skemmri tíma. Stærð sjóðsins tryggir góð kjör á innlánamarkaði. Sparisafnið fjárfestir í stuttum ríkisbréfum, ríkisvíxlum, skráðum skuldabréfum og innlánum. Meðallíftími fjárfestinga er um 1-5 ár og því sveiflast sjóðurinn minni en lengri skuldabréfasjóðir. Áskriftarsjóður ríkisverðbréfa fjárfestir eingöngu í skuldabréfum með ábyrgð ríkissjóðs. Sjóðurinn fjárfestir bæði í verðtryggðum og óverðtryggðum ríkisbréfum og er meðallíftími sjóðsins um 5-7 ár.


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.