Page 1

Leiðbeinandi er Viktoría Jensdóttir, verkfræðingur Viktoría er iðnaðarverkfræðingur frá Háskóla Íslands og starfar sem deildarstjóri Öryggis, umhverfis og umbóta hjá Össuri, hún stýrir einnig Lean málefnum Dokkunar og hefur kennt Lean Thinking við Háskóla Íslands ásamt því að sinna sjálfstæðum Lean verkefnum hjá ýmsum fyrirtækjum á Íslandi. Viktoría hefur einnig víðtæka reynslu af Lean úr stórum framleiðslufyrirtækjum og úr skrifstofuumhverfinu. Hún hefur setið fjölmörg námskeið á vegum Lean Enterprise Institue, lært af fjölmörgum erlendum ráðgjöfum og setið hinar ýmsu Lean ráðstefnur. Viktoría hélt fyrirlestur um Kaizen á ráðstefnunni Lean Ísland 2012 og mun núna í maí tala á ráðstefnunni Lean Ísland 2013 og þá um hvernig Össur notar A3 til að koma stefnunni áfram í framleiðsludeildunum.

BEZTA Lean námskeiðin eru klárlega í anda BEZTA námskeiðslínu Dokkunnar þar sem einkunarorðin eru „það er ekki það sem þú veist sem breytir heiminum heldur það sem þú gerir“. Í BEZTA er lögð áhersla á að kenna aðferðir sem beita má við stjórnun verkefna, teymisog hópvinnu og stöðugt umbótastarf á öllum sviðum. Opið rými er fastur liður í Bezta námskeiðum en þar gefst þátttakendum kostur á að hafa áhrif á dagskrá og taka virkan þátt í umræðum um viðkomandi málefni. Allar nánari upplýsingar á dokkan.is og í síma 555-7420 og 897-7420

Dokkan // dokkan@dokkan.is // 555-7420 // www.dokkan.is

B E Z TA LE A N : 2 hnitm iðuð nám skeið


I.

15. maí kl. 12.00 – 16.45 á Nauthóli við Menntaveg

A3 í stjórnun verkefna og greiningu vandamála Um A3 og námskeiðið A3 eða þristur er eitt af verkfærum Lean og notað við verkefnastjórnun og við greiningu og lausn margskonar vandamála. Heitið A3 vísar í stærð blaðsins sem notað er til að setja upp verkefnið / vandamálið hverju sinni. Til að nota A3 verður notandinn virkilega að vita hvert verkefnið eða vandamálið er og vera hnitmiðaður í vinnubrögðum. Til eru mismunandi form af A3 sem henta misvel eftir eðli viðfangsefnisins hverju sinni. Á námskeiðinu verður m.a. farið yfir nokkur A3 form og hvernig á að setja upp og vinna með A3. Einnig verður farið í vandamálagreiningu með A3 og að lokum tekinn einn raunverulegur þristur með þátttakendum.

Opið rými Opna rými námskeiðsins hefst um kl. 15.00. Þar fá þátttakendur tækifæri til að ræða Lean málefni af fullum krafti og miðla þekkingu og reynslu sín á milli.

II.

17. maí kl. 12.00 – 16.45 á Nauthóli við Menntaveg

Kaizen, að halda Kaizen verkefnastofu Um Kaizen og námskeiðið Eitt af því sem einkennir menningu fyrirtækja sem náð hafa góðum tökum á Lean eru svokölluð Kaizen – en Kaizen er japanskt hugtak og merkir stöðugar umbætur. Eitt mikilvægasta skrefið í innleiðingu Lean er að þjálfa umbótasérfræðinga innan fyrirtækisins í að leiða Kaizen verkefni faglega og á markvissan hátt. Á námskeiðinu er kennt að leiða stór og smá Kaizen verkefni og farið yfir Kaizen formið, hvað þarf að gera, hvað þarf að undirbúa, hver á að gera hvað og hvernig eftirfylgni er háttað. Einnig verður fjallað um hvernig má hvetja starfsmenn til að tileinka sér Kaizen andann, því það er lykilatriði að starfsmenn komi með uppástungur að Kaizen verkefnum til að tryggja stöðugt umbótastarf. Að lokum verður minnst á aðrar aðferðir m.a. Value Streem Mapping, sem leið til að finna Kaizen.

Opið rými Opna rými námskeiðsins hefst um kl. 15.00. Þar fá þátttakendur tækifæri til að ræða Lean málefni af fullum krafti og miðla þekkingu og reynslu sín á milli.

A3 og kaizen  
A3 og kaizen  
Advertisement