Page 42

Á NÆSTUNNI

Næstu námskeið Excel - formúlur og trix Ætlað þeim sem þegar hafa stigið sín fyrstu skref í Excel. Farið er yfir ýmsar algengar aðgerðir sem auðvelda birtingu gagna, greiningar og útreikninga. Kennari: Grímur Sæmundsson, kerfisfræðingur og MBA. Hann hefur starfað sem ráðgjafi undanfarin 15 ár og hefur langa reynslu af kennslu og þjálfun. Tími: Fös. 27. apríl kl. 9-17. Verð: 57.000 kr.

Listmeðferð - grunnhugtök, aðferðir og kenningar Námskeið á meistarastigi, ætlað áhugasömum um listmeðferð eins og þeim sem vinna að bættri líðan, auknum þroska og/eða að auðvelda fólki nám. Fjallað um megin aðferðir, hugtök og kenningar listmeðferðar. Fyrirlestrar, verkefnavinna, umræður og vinnustofur þar sem þátttakendur upplifa persónulegt sköpunarferli og möguleika þess í tengslum við hugtök og kenningar listmeðferðar. Kennari: Dr. Unnur G. Óttarsdóttir, listmeðferðarfræðingur. Hún starfar við listmeðferð á eigin stofu og ýmsum stofnunum/skólum. Tími: Fös. 4. maí kl. 14-19, lau. 5. maí kl. 10-17, fös. 25. maí kl. 14-19 og lau. 26. maí kl. 10-17 - 25 st. Verð: 68.500 kr.

Ný persónuverndarlöggjöf Ný lög um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga taka gildi 25. maí nk. Með lögunum verða töluverðar breytingar á réttarreglum sem gilda um meðferð persónuupplýsinga. Fjallað um það sem felst í hinum nýju reglum og hvernig stofnanir og fyrirtæki geta uppfyllt kröfur þeirra. Kennari: Hörður Helgi Helgason lögmaður hjá Landslögum. Hann hefur á undanförnum árum veitt stofnunum/fyrirtækjum ráðgjöf á sviði persónuverndar, nú einkum um innleiðingu nýrra persónuverndarreglna. Tími: Fös. 11. maí kl. 14-18. Verð: 25.000 kr.

Inntökupróf fyrir leiðsögunám veturinn 2018-19 Leiðsögumenn hafa fjölbreytta starfsmöguleika enda er námið fjölbreytt. Fjallað er um jarðfræði Íslands, sögu og menningu, gróður, dýralíf, atvinnuvegi og íslenskt samfélag, bókmenntir og listir. Helstu ferðamannastaði á Íslandi, ferðamannaleiðir, náttúruvernd, umhverfismál og leiðsögutækni. Auk þess sem farið er í vettvangsferðir. Inntökuskilyrði námsins er 21 árs aldurstakmark, stúdentspróf eða sambærilegt nám og þurfa nemendur að standast munnlegt inntökupróf á því tungumáli sem þeir hyggjast leiðsegja á. Inntökupróf: þri. 29. maí. Verð: 12.000 kr. SÓLBORG, NORÐURSLÓÐ 2 600 AKUREYRI IS SÍMI [+354] 460 8090 FAX [+354] 460 8999 simenntunha@simenntunha.is www.simenntunha.is

Dagskra 16 18  

Dagskráin 18. apríl - 25. apríl 2018

Dagskra 16 18  

Dagskráin 18. apríl - 25. apríl 2018

Advertisement