Page 1

lifandi lífsstíll

Okkar loforð:

1 1. árgangur 1 2. tölublað 1 nóvember 2012

Lífrænt og náttúrulegt

Engin óæskileg aukefni

TímaritLifandi Lifandi markaðar Tímarit markaðar

Ný og glæsileg verslun í Fákafeni Lifandi stemmning, spennandi vörur og ljúffengur matur

Persónuleg þjónusta


lifandi lífsstíll

1 1. árgangur 1 2. tölublað 1 nóvember 2012

2

Í lífrænum landbúnaði er búfénaður að mestu leyti fóðraður með grasi og jurtum en ekki korni eins og algengt er. Þá er dýrunum tryggt eðlislægt líferni og útivist árið um kring. Við trúum því að þetta stuðli að hollari afurðum og að sjálfsögðu velferð dýranna.

ni in s ju r e v h u r e i ð m í bo – mestu gæði se hráefni nt – áhersla á lífræ

Með gæði og gleði að leiðarljósi Kæru lesendur. Það er skemmtilegt að hugsa um heilsuna, njóta lífsins og góðs matar. Það er gleðiefni hvað framboð og aðgengi að lífrænum og náttúrulegum vörum er að aukast. Við finnum það sterkt í samfélaginu, ekki síst á frábærum viðtökum við nýju versluninni okkar í Fákafeni, að það að velja lífrænt er ekki lengur bara áhugamál lítils hóps brautryðjenda heldur er að verða almennt og sjálfsagt. Hálfgerð bylting. Fyrir mig snýst heilsusamlegur og lifandi lífsstíll fyrst og fremst um gæði í öllu sem maður gerir og því sem maður borðar. Hins vegar þarf það ekki að vera „allt eða ekkert“ heldur er hvert lítið skref í áttina að betri heilsu og grænni lífsstíl það sem skiptir máli. Aðalatriðið er að lifa lífinu á eigin forsendum og njóta þess! Ég vona að 2. tölublað af Lifandi lífsstíl muni veita ykkur innblástur og áhugaverðan fróðleik um hollustu og heilbrigði í sátt við menn, dýr og umhverfið. Verið hjartanlega velkomin í matvöruverslanir og veitingastaði okkar í Fákafeni, Borgartúni og Hæðasmára. Við leggjum mikið upp úr persónulegri þjónustu, spennandi og fjölbreyttu vöruúrvali sem og fallegu umhverfi og notalegri stemmningu. Njótið vel! Arndís Thorarensen, framkvæmdastjóri.

Ábyrgðarmaður: Arndís Thorarensen Ritstjórn: Ásdís Ýr Pétursdóttir

Hönnun og umbrot: Jónsson & Le’macks / jl.is Ljósmyndari: Steingrímur Árnason

Ferskvörur í Lifandi markaði Lífræn heilkorna súrdeigsbrauð frá Sandholti á hverjum degi og nýbakaðar lífrænar skonsur og croissant með kaffinu. Auk þess bjóðum við lífrænt brauð frá Brauðhúsinu og úrval af bakkelsi frá Sólheimum í Grímsnesi.

Lifandi markaður hefur tekið í fóstur fimm íslenskar landnámshænur á Tjörn á Vatnsnesi og fáum við eggjasendingu vikulega. Hænurnar fá eins mikla útivist og þær kjósa allt árið um kring og hafa frjálsan aðgang að fóðri og vatni eftir þörfum. Auk þess seljum við vistvæn brúnegg.

Ferskt kjöt frá Kjöthöllinni, sérvalið og án aukefna. Ferskur ósprautaður kjúklingur frá Holtakjúklingi. Frosið lífrænt lambakjöt frá Brekkulæk og lífrænt nautakjöt frá Búlandi. Carpaccio, grafið naut og kindakæfa án aukefna frá Sogni.

Í verslunum okkar bjóðum við upp á fjölbreytt úrval lífrænna ávaxta og grænmetis sem við flytjum inn sjálf. Við leggjum einnig mikla áherslu á að bjóða gott úrval af íslensku grænmeti og ferskum kryddjurtum.

Ferskur fiskur – úrvalið endurspeglar það ferskasta hverju sinni.

Lífrænar mjólkurvörur innihalda meira af Omega-3 fitusýrum en hefðbundar. Við bjóðum fjölbreytt úrval, bæði af lífrænum og hefðbundnum mjólkurvörum, eins og mjólk, ostum, smjöri, jógúrti, skyri og fleira.

Við bjóðum einnig reyktan og grafinn villtan lax og frosinn túnfisk og skelfisk.

Forsíðumynd: Sveinn Speight

www.lifandimarkadur.is @lifandimarkadur


lifandi lífsstíll

1 1. árgangur 1 2. tölublað 1 nóvember 2012

ENGIN BÓMULL?

ERU BINDIN OG TAPPARNIR MÍNIR EKKI ÚR BÓMULL? Það kemur þér áreiðanlega á óvart að miklar líkur eru á því að bindin og tapparnir þínir séu ekki úr bómull. Organyc er úr 100% lífrænni, yndislega mjúkri og þægilegri bómull og engar aðrar vörur hafa meiri náttúrulega rakadrægni. Hvað annað viltu hafa næst líkama þínum? FÁÐU ÓKEYPS PRUFU Í LIFANDI MARKAÐI

3


lifandi lífsstíll

1 1. árgangur 1 2. tölublað 1 nóvember 2012

4

D-vítamín Skærasta stjarna fæðubótarefnanna Sú umfangsmikla umræða sem hefur skapast í kringum D-vítamín undanfarin ár ætti ekki að hafa farið fram hjá neinum. Ástæðan fyrir umræðunni er sú að niðurstöður fjölda rannsókna sýna fram á að D-vítamín sé svo miklu meira en það beinavítamín sem það er þekkt fyrir. Annað sem fjöldi rannsókna hefur sýnt fram á er að skortur á D-vítamíni sé afar algengur og að langstærsta hluta almennings skorti D-vítamín nema hugsanlega yfir sumarmánuðina. Erfitt að fá D-vítamín úr sólinni D-vítamín er gjarnan kallað „sólarvítamínið“ þar sem líkami okkar býr það til þegar sólargeislar lenda á húðinni. Venjulegur matur inniheldur ekki nægjanlegt magn D-vítamíns til að uppfylla þarfir okkar, en D-vítamín finnst aðallega í feitum fiski og eggjarauðu. Rannsóknir hafa sýnt að fjöldi hindrana sé fyrir því að nútímamaðurinn geti fengið nægjanlegt D-vítamín úr sólu. Það á sérstaklega við um fólk sem býr á norðlægum slóðum, eins og Íslandi og því mikilvægt að taka það inn sem fæðubótarefni. Til er fjöldi tegunda af D vítamíni og eru D2 (úr plönturíkinu) og D3 (úr dýraríkinu) þekktust. Rannsóknir hafa sýnt að virkni D3 er mun meiri en D2 og í mörgum tilvikum er inntaka á D2 forminu jafnvel óæskileg.

Áhrif D vítamíns Talið er að D-vítamín hafi bein áhrif á stóran hluta gena sem hafa með sjúkdóma að gera. D-vítamín er meðal annars einstaklega mikilvægt fyrir virkni ónæmiskerfisins, hefur mikið forvarnagildi gegn flestum krabbameinum, hefur áhrif á fjölda sjálfsónæmissjúkdóma og geðsjúkdóma eins og þunglyndi. Hversu mikið D vítamín? Hinn opinberi ráðlagði dagskammtur er 600 IU (International Units eða alþjóðaeiningar) eða 15 míkrógrömm (10 míkrógrömm jafngilda 400 IU). Sérfræðingar á sviði D-vítamíns eru sammála um að þessi skammtastærð sé of lítil til að virkja fyrirbyggjandi áhrif D-vítamíns og hámarka heilbrigði. Margir sérfræðingar ráðleggja 75 IU fyrir hvert kíló líkamsþyngdar sem er líklega besta ráðið þar sem það gerir einnig ráð fyrir að þungir einstaklingar og ófrískar konur þurfi stærri skammta. Þó svo að D-vítamín sé fituleysanlegt vítamín þá hefur verið sýnt fram á að það safnist ekki fyrir í líkamanum eins og áður var talið, heldur nýti líkaminn það eftir þörfum. Til að framkalla eitureinkenni þarf nokkra tugi þúsunda alþjóðaeininga af D-vítamíni á dag.

Þrotlaus vinna er lykillinn að árangri Kári er einn af frambærilegustu og efnilegustu íþróttamönnum sem Ísland hefur alið. Þetta sýndi hann og sannaði á sínum fyrstu Ólympíuleikum nú í sumar. Hann á sannarlega bjarta framtíð sem maraþonhlaupari enda á meðal 40 bestu hlaupara í heimi. Við vildum forvitnast um hvað Kári gerir til að viðhalda orku og heilbrigði, en Kári hefur tekið inn NOW fæðubótarefnin um skeið. Hvað borðar þú í morgunmat? „Ég borða yfirleitt AB-mjólk með Rapunzel, lífrænu ávaxtamúslí og drekk 2-3 vatnglös. Síðan tek ég að sjálfsögðu vítamín – ADAM fjölvítamín, D-vítamín, Omega-3 og Spirulina frá NOW.“

Vissir þú?

Hvaða NOW vörur eru í uppáhaldi hjá þér? „Ég er ótrúlega hrifinn af öllum þeim NOW vörum sem ég hef notað en mér dettur fyrst í hug Electro Endurance. Þar er allt sem ég þarf eftir æfingu í einni blöndu. Það skiptir miklu máli að nærast sem allra fyrst eftir

Vínsteinslyftiduft má nota í bakstur í staðinn fyrir venjulegt lyftiduft. Það er mun hollara þar sem það er án allra óæskilegra efna eins og áls. Hentar fólki með glúteinóþol eða ofnæmi.

æfingu til að líkaminn hafi næga orku til að vinna úr áreitinu sem hann varð fyrir á æfingunni. Í Electro Endurance eru steinefni, kolvetni, prótein og amínosýrur. Mér finnst frábært að fá þetta allt á einfaldan hátt úr einni blöndu og ég er fljótari að jafna mig á milli æfinga.“ Hvert er leyndarmálið að baki framúrskarandi árangurs? „Það er lítið um leyndarmál þegar kemur að þessum fræðum. Á bakvið framúrskarandi árangur er einfaldlega gríðarlega mikil vinna. Þá þarf að hafa gott hugarfar, rétta næringu, góða þjálfun, aðstöðu og alla þessa smærri þætti í lagi. Þetta helst allt saman í hendur en grunnurinn að góðum árangri er ekkert nema þrotlaus vinna.“

Naturata steikingarolía er kaldpressuð lífræn sólblómaolía. Vegna þess hve hitaþolin hún er, hentar hún mjög vel til steikingar, djúpsteikingar og í bakstur.


lifandi lífsstíll

1 1. árgangur 1 2. tölublað 1 nóvember 2012

5

Ert þú að drekka aukefnabombu eftir æfingu? Mesta úrval hágæða íþróttabætiefna án aukefna er í Lifandi markaði NOW Sports er fyrsta heildstæða íþróttafæðubótarlínan sem framleidd er samkvæmt kröfum heilsusamfélagsins. Hún er unnin úr hráefnum í mestu mögulegu gæðum til að hámarka virkni og árangur í ræktinni og er án sætuefna, litarefna, ódýrra uppfylliefna, bragðefna og annarra óæskilegra efna. Viðbrögðin hafa verið gríðarlega jákvæð hjá þeim sem hafa prófað línuna og reyndustu menn eru undrandi yfir þeim mun sem þeir fundu á sér eftir að hafa skipt yfir í þessi hágæða hreinu fæðubótarefni.

u: orts vörur er p S W O N r a All stevíu »» Sættar með a am og annarr »» Án aspart efna »» gervi sætu sa »» Án súkraló a »» Án litarefn ingarefna »» Án uppfyll arefna »» Án rotvarn s »» Án glúten »» Án soja »» Án gers »» Án sykurs

Argan / Marokkó olía 100% hrein – 100% lífræn Argan olía er án efa eitt það heitasta í heilsugeiranum dag. Hún er svo öflug að það fer ekki á milli mála eftir prófun. Þú finnur strax mun á húð og hári. Gullið frá Marokkó Argan olían kemur frá Marokkó og er talin eitt best geymda fegrunarleyndarmál marokkóskra kvenna. Olían er unnin úr Argan trénu sem vex þar í landi, þekkt fyrir margskonar virkni og er afar E-vítamínrík. Olían er vatnskennd svo húðin drekkur hana í sig án þess að fitna. Sama má segja um hárið, því olían gerir það einstaklega heilbrigt og glansandi.

Engifer er dásamlegt að nota í te þegar kuldi eða flensa sækir að. Það hefur einnig áhrif á ógleði og bætir meltinguna. Það er upplagt að renna við hjá Lifandi markaði og fá sér lífrænt engiferskot – það rífur í!

Berðu saman innihald Vert er að skoða innihald sambærilegra olía á markaðnum því þær innihalda jafnvel einungis örfá prósent af sjálfri Argan olíunni. Hins vegar inniheldur Argan olían frá NOW 100% hreina lífrænt vottaða Argan olíu sem er einstakt hér á landi. Notkun: Hár: Settu 1-2 dropa í lófann og berðu í rakt hár. Leyfðu hárinu að þorna eða notaðu hárblásara. Húð: Nuddaðu 1-2 dropum á hreina húð. Hentar öllum húðgerðum og er talin viðhalda sýrustigi húðarinnar sem stuðlar að auknu jafnvægi.

Piparmynta er upplögð til að losna við bauga, með því að merja fersk piparmyntublöð í mortéli og bera á undir augu. Best er að endurtaka þetta tvisvar í viku til að ná sem bestum árangri.

Einn öflugasti eftiræfingadrykkurinn: Carbo Gain, Dextrose og Whey Isolate Tryggðu líkamanum uppbyggingu eftir erfiða æfingu. Þekktustu styrktarþjálfarar eru sammála um mikilvægi þess að taka inn fljótmelt kolvetni og prótein að lokinni æfingu. Blanda af kolvetnum (Carbo Gain og Dextrose) og

próteini (t.d. Whey Isolate) tryggir endurnýjun vöðva og aminosýrubirgða. Whey Isolate próteinið frá NOW hentar einstaklega vel í eftiræfingadrykk þar sem það meltist hratt og nær því að veita líkamanum aminosýrur stuttu eftir æfingu.

Glucomannan Konjac trefjar

– Nýtt!

Glucomannan trefjarnar eru unnar úr Konjac rótinni sem er þekkt fyrir þann eiginleika að koma jafnvægi á blóðsykurinn og draga úr hungurtilfinningu en trefjarnar sextíufaldast í rúmmáli þegar þeim er blandað út í vatn. Þetta eru því gleðitíðindi fyrir þá sem þjást af blóðsykursvandamálum eða þurfa að léttast. Klínískar

rannsóknir hafa staðfest að Glucomannan trefjarnar séu góðar við hægðatregðu og hjálpa til við að halda blóðfitu í jafnvægi. Eins og með allar trefjar þá er mikilvægt að taka þær með miklu vatni. Best er að taka þær 30 mínútum fyrir máltíð og byrja á litlum skammti. Í tveimur msk af hnetusmjöri eru um 7 grömm af próteini. Hnetusmjör er hægt að nota á óteljandi vegu, hvort heldur í bakstur, í hrákökur, í þeyting eða bara ofan á brauð, t.d. með niðurskornum grænum eplum. Hrikalega gott!


lifandi lífsstíll

1 1. árgangur 1 2. tölublað 1 nóvember 2012

Af hverju að velja lífrænt?

ur m e k n a ð a v H ? n n i þ n n i r u t ma ann h g i n r e v h Veistu ur? er framleidd

Lífræn hugmyndafræði snýst um órjúfanlega heild heilsu, umhverfis og mannúðar. Lífræn matvæli eru ræktuð á þann hátt sem náttúran ætlaði matjurtum og dýrum að vaxa — eins og í gamla daga, áður en nútíma framleiðsluaðferðir komu til sögunnar. Þá eru mannúðlegar aðferðir í hávegum hafðar, bæði hvað varðar meðferð dýra og aðstæður vinnuafls. Einnig eru strangari kröfur gerðar til framleiðsluaðferðanna og þeirra efna sem bætt er út í lífrænar vörur.

6


lifandi lífsstíll

1 1. árgangur 1 2. tölublað 1 nóvember 2012

7

Lífrænn jólabakstur með Rapunzel Lífrænar vörur í jólabaksturinn með siðgæðisvottunina „Hand in Hand“ og þau einstöku gæði sem einkenna vörurnar frá Rapunzel

70% súkkulaði Dökkt hágæða súkkulaði er ómissandi í jólabaksturinn því það gefur kröftugt bragð, er silkimjúkt og afar hentugt í jólasmákökurnar eða hvaða bakstur sem er. Það er að sjálfsögðu líka ljúffengt eitt og sér en þá mælum við sérstaklega með 85% súkkulaðinu frá Rapunzel.

Hreint kakó Kakóið frá Rapunzel er einstak­ lega bragðgott í jólabaksturinn. Það er enda unnið á afar mildan hátt til að tryggja að bragðgæði kakóbaunarinnar næringarríku fái að halda sér. Svo inniheldur það að sjálfsögðu 100% hreint kakóduft.

Bourbon vanilla

Nougat súkkulaði Algjört lúxusnammi fyrir þá sem vilja leyfa sér smá munað. Svo má jafnvel að bragðbæta súkkulaðibitakökurnar með ljúffengu unaðslega mjúku súkkulaði með nougat keim. Þetta súkkulaði er upplagt að bjóða gestum eða gæða sér á á aðventunni.

Kókosmjöl Þarf vart að kynna enda eitt af grunnvörunum í jólabaksturinn og ómissandi í hinum fjölmörgu heilsu jólauppskrifum, sérstaklega hráfæði.

Bourbon vanilluduftið er ein vinsælasta varan frá Rapunzel enda á það sér engan líka. Þú þarft aðeins hnífsodd af því í jólauppskriftina, þeytinginn og aðrar uppskriftir þar sem vanilla kemur við sögu, því bragðgæðin eru einstök enda unnin úr 100% lífrænni vanillustöng og engu aukalegu bætt við. Þetta er vara sem á heima á öllum heimilum landsins.

Rapunzel er 35 ára gamalt fyrirtæki sem sérhæfir sig í ræktun og framleiðslu á fyrsta flokks lífrænt vottuðum afurðum. Rapunzel gerir miklar kröfur til hráefnavals bæði hvað varðar almenn gæði og gæði lífrænnar ræktunar. Rapunzel leggur mikla áherslu á sanngjarna viðskiptahætti með Hand in Hand verkefni sínu. Rapunzel sameinar hugmyndina um vottaða lífræna ræktun og heiðarleg viðskipti.

Þegar þú vilt sameina gæði og gott bragð, veldu þá Rapunzel.


lifandi lífsstíll

1 1. árgangur 1 2. tölublað 1 nóvember 2012

8

Lifandi stemmning, spennandi vörur, ljúffengur matur

r Lifandi markaðu úrvali státar af mesta lífrænna vara á landinu.

Ný glæsileg matvöruverslun og veitingastaður í Fákafeni „Það er gaman að hugsa um heilsuna. Við viljum skapa umhverfi þar sem er skemmtilegt að koma að versla og borða góðan, hollan mat. Nú, eða bara slaka á í sófahorninu og njóta kaffibolla í fallegu og kósý umhverfi.“

Stærsta verslun Lifandi markaðar til þessa opnaði á dögunum í Fákafeni 11. Úrval ferskvöru hefur verið stóraukið, eins og grænmeti, ávextir, kjöt, fiskur, mjólkurvörur og tilbúnir réttir til að elda heima. Loforð Lifandi markaðar er að selja einungis gæðavörur án óæskilegra fyllingar- og aukefna. Vöruúrvalið samanstendur af hreinum mat og hreinlætis- og snyrtivörum úr heilnæmum hráefnum sem eru að stærstum hluta lífrænt vottaðar. Verslanir Lifandi markaðar eru hannaðar af Leifi Welding.

Arndís Thorarensen, framkvæmdastjóri Lifandi markaðar.

Náttúrulegar snyrtivörur í uppáhaldi

Ásdís Birna Þormar, verslunarstjóri Lifandi markaðar í Fákafeni.

Ásdís hefur mikla þekkingu og reynslu úr heilsugeiranum þar sem hún hefur starfað í 13 ár, þar af í þrjú ár hjá Lifandi markaði. Hún er lærður nuddari og starfaði sem slíkur um skeið og lærði svo heildræna næringarfræði (holistic nutrition) í Bauman College í Bandaríkjunum. „Það hefur hefur verið mjög spennandi að taka þátt í að þróa verslunina

í Fákafeni frá grunni,“ segir Ásdís. „Þetta er ofsalega lifandi starf og við leggjum okkur fram um að veita persónulega þjónustu og góðar upplýsingar um þær vörur sem við erum með.“ Notar einungis náttúrulegar snyrtivörur „Fyrir utan lífrænt ferskt grænmeti og ávexti, kaupi ég

alltaf allar snyrtivörur hér í Lifandi markaði. Ég hef prófað nánast allar vörurnar enda finnst mér það mikilvægt til að geta miðlað reynslunni til viðskiptavina. Þessa dagana er ég að prófa nýju Marokkó/Argan olíuna sem er frábær fyrir húð og hár.“


lifandi lífsstíll

1 1. árgangur 1 2. tölublað 1 nóvember 2012

9

Elskar gott kaffi Billa, eins og hún er alltaf kölluð, er kennari að mennt en þegar henni var boðið starf á Grænum kosti fyrir rúmu ári var ekki aftur snúið. „Ég varð hreinlega ástfangin af starfinu. Svo þegar mér bauðst að taka við veitingastaðnum hjá Lifandi markaði í Fákafeni þurfti ég ekki að hugsa mig um tvisvar. Hér ríkir svo fallegt og jákvætt andrúmsloft og mér finnst frábært að umgangast svona mikið af fólki,“ segir Billa. „Svo náttúrulega þegar maður er farinn að borða svona dásamlegan og hreinan mat reglulega þá fer maður að finna hvað það gerir mikið fyrir mann.“ Uppáhaldsréttur Billu: kaffi, kaffi, kaffi „Ég á mér engan uppáhaldsrétt – mér finnst allt mjög ljúffengt sem í boði er hjá okkur. Hins vegar elska ég kaffi og er ánægðust með að geta boðið alvöru kaffi hér í Fákafeninu. Við erum með kaffi beint frá bónda frá Kaffismiðjunni og lífrænt kaffi frá Rapunzel. Bara dásamlegt!“

Alvöru kaffihús og glæsilegur safabar

Hollir réttir, morgunverður og alvöru kaffi

Bráðhollur og bragðgóður hafra- eða chiamorgungrautur.

Á veitingastað Lifandi markaðar er boðið upp á holla rétti, súpu, salatbar, nýkreista safa og þeytinga. Helsta nýjungin er morgunverður og kaffi beint frá bónda frá Kaffismiðjunni og lífrænt kaffi frá Rapunzel.

Marsibil Sigríður Gísladóttir Þjónustustjóri veitingastaðar í Fákafeni

Kaffismiðju-cappuccino og lífrænt Sandholts croissant

490 kr. – tilboð! (áður 760 kr.)

Þeytingur mánaðarins:

Morgunhani

Nýr þeytingur - næringarrík byrjun á góðum degi 1 banani 1 skeið súkkulaðiprótein frá NOW 1 msk hnetusmjör 3 msk haframjöl

HVAR ERUM VIÐ? Borgartún 24 105 Reykjavík Sími: 585 8701

Fákafen 11 Ný ing 108 Reykjavík staðsetn tæði Sími: 585 8715 næg bílas

Hæðasmári 6 201 Kópavogur Sími: 585 8710

Opnunartími: Virka daga kl. 9-20 Laugardaga kl. 10-17

Opnunartími: Virka daga kl. 8-20 Laugardaga kl. 10-18 Sunnudaga kl. 12-18

Opnunartími: Virka daga kl. 10-20 Laugardaga kl. 11-17

Þráðlaust net á öllum stöðunum

1 msk kókosolía 150 ml vatn 4-5 klakar kókosflögur til skrauts

Vörur okkar innihalda ekki: • Hvítan sykur (undanþága í glútein­ lausum vörum í verslun)

• MSG • Bleikt hveiti • Gervisætu • Trans­fitu­ sýrur

• High fruc­tose corn syrup • Paraben • Peg-efni


lifandi lífsstíll

1 1. árgangur 1 2. tölublað 1 nóvember 2012

Kokkaráð Bjössa 1. Notaðu alltaf úrvals hráefni, hreint og aukaefnalaust. 2. Gott salt og rétt notkun á sýru (edik, sítrónusafa, límónusafa) dregur fram besta bragðið í matnum. 3. Alltaf að smakka á meðan þú ert að elda. 4. Leyfðu kjötinu /grænmetinu að steikjast á pönnunni eða grillinu í góða stund áður en byrjað er að hræra og hreyfa við því. 5. Þurrkrydd skal notað í byrjun eldamennskunnar en ferskar kryddjurtir í lokin. 6. Gerðu fullt af mistökum! Það er eina leiðin til að læra. 7. Hafðu gaman af því að elda. Settu góða tónlist á fóninn og njóttu!

r a l r a K „ “ a k k o k sem

10

Nýtt matreiðslunámskeið hjá Lifandi markaði „Það rann upp fyrir mér ljós á síðasta ári, að ástríða mín væri ekki lengur í fjármálageiranum heldur í því fólgin að setja á mig svuntuna í lok dags og elda góðan mat fyrir fjölskylduna,“ segir Björn Skúlason kokkur frá Natural Gourmet Institute í New York. „Að elda er mín sköpun og þar fæ ég mína útrás.“ Björn er menntaður viðskiptafræðingur frá Bandaríkjunum og með meistaragráðu í stjórnunarsálfræði frá Essex University í Bretlandi. Hann starfaði í fjölmörg ár í fjármálageiranum en ákvað að söðla um og láta draum sinn rætast um að fara í kokkanám. Heilsusamleg „gourmet“ matargerð „Það eru mörg ár síðan við hjónin fórum markvisst að takmarka unninn mat og leggja áherslu á að elda allt frá grunni.“ Björn segir þetta meðal annars ástæðu þess að hann valdi kokkaskólann Natural Gourmet Institute í New York. Þar er áherslan á heilsusamlega matargerð og einungis unnið með lífrænt ræktað hráefni, aðallega grænmeti en einnig kjúkling, fisk og egg. „Við þurfum sem þjóð að breyta áherslunum í mataræði okkar – að hafa kjöt í minnihluta, en samt til staðar, en að auka hlutfall grænmetis.“ Björn segir námið og skólann hafa farið fram úr væntingum sínum. „Þetta er það skemmtilegasta sem ég hef gert. Þótt útkoman hefði ekki verið neitt annað en að læra að elda hollari mat fyrir fjölskylduna mína, þá var þetta þess virði. Ég er hins vegar staðráðinn í að gera eitthvað meira með þetta og mig langar að byrja á því að miðla því sem ég lærði.“ Matreiðslunámskeið fyrir karla Björn verður með sérsniðið matreiðslunámskeið fyrir

karlmenn fimmtudaginn 15. nóvember nk. hjá Lifandi markaði í Hæðasmára kl. 1922. Námskeiðið er fyrir alla karlmenn sem eru áhugasamir um eldamennsku, bæði þá sem eru að stíga sín fyrstu skref sem og ástríðukokka sem vilja læra eitthvað nýtt og spennandi. Einungis verður pláss fyrir 10 þátttakendur á námskeiðinu og mun hópurinn elda saman 2-3 gómsæta rétti frá grunni þar sem notast er við úrvals hráefni, bæði kjöt og grænmeti. „Þetta verður góð kvöldstund, nokkrir strákar að elda góðan mat, spjalla og borða svo saman.“ Hollusta snýst um gæði hráefnisins „Mín hugmynd um hollustu er ekki endilega að aðhyllast ákveðnar stefnur í mataræði, eins og grænmetisfæði, glútenlaust, paleo og þar fram eftir götunum. Málið snýst um þann einfalda sannleika að nota gott, ómengað og óblandað hráefni, og að nota góð krydd, góð sölt og góðar olíur,“ segir Björn. Hann leggur áherslu á að elda allt frá grunni og nota hreint, óunnið hráefni og sneiða hjá allskyns auka- og fyllingarefnum. „Hamborgari er til dæmis ekkert óhollur ef hann er gerður á réttan hátt. Aðalatriðið er að nota gæða­ hráefni, að þú vitir hvaðan það kemur og hvert innihaldið er.“ Heilsan okkar stærsti auður „Það er frábært að láta drauma sína rætast og starfa við það sem maður hefur ástríðu fyrir. Ég var að vinna í fjármálafyrirtæki þar sem starf mitt snerist um að hugsa um auð fólks en á ákveðnum tímapunkti áttaði ég mig á því að stærsti auðurinn sem við eigum er heilsan okkar – og heilsusamlegur lífsstíll hefst á góðri næringu.“ Skráning á námskeiðið „Karlar sem kokka“ er á www.lifandimarkadur.is

Mannrækt og gleði í matargerð


lífsstíll 1 1.að árgangur 2012 FERÐAFÉLAG ÍSLANDS - KYNNING 11 ,,Áhugi landsmanna á ferðum lifandi um Ísland er alltaf aukast 1 2. tölublað 1 nóvember og þar með þátttakan í starfi FÍ,“ segir Páll Guðmundsson framkvæmdastjóri FÍ

Góð heilsurækt, skemmtilegur félagsskapur og hressandi útivera

Í sumarleyfisferðum um óbyggðir Íslands þarf oftar en ekki að vaða ár eða ósa. Eftir á er fátt meira hressandi en að dýfa tánum í ískalt vatnið.

Að loknum góðum göngudegi á fjöllum, og að lokinni staðgóðri máltíð, er oft slegið upp kvöldvöku, sungið, dansað, sagðar sögur og sprellað. ,,Það er ánægjulegt að sífellt fleiri Íslendingar eru að ferðast um landið. Gönguferðir um náttúruna, bæði í byggð og óbyggðum eru aðalsmerki Ferðafélags Íslands. Gönguferðir eru allt í senn góð heilsurækt, hressandi útivera, skemmtilegur félagsskapur eða þá góð hvíldarstund frá amstri dagsins ef maður kýs að ganga einn,“ segir Páll Guðmundsson, framkvæmdastjóri Ferðafélagsins.

Valitor er aðalstuðningsaðili Ferðafélags Íslands og styður félagið til góðra verka á hálendi Íslands og óbyggðum, m.a. til fræðslustarfs, merkingu gönguleiða og öryggismála á fjöllum. Hér handsala Viðar Þorkelsson forstjóri Valitor og Páll Guðmundsson framkvæmdastjóri FÍ samkomulag á milli félaganna á tindi Hvannadalshnúks.

Útivist fyrsta skrefið að heilbrigðum lífsstíl Þeir sem taka þátt í gönguferðum Ferðafélags Íslands eru meðvitað og ómeðvitað að tileinka sér heilbrigðan lífsstíl. Það hefur verið margsannað með rannsóknum að góð gönguferð er mjög heilsusamleg fyrir líkama og sál. Að sama skapi er útivera öllum holl og þá hefur íslensk

Í sumarleyfisferðum um hálendi Íslands þarf að takast á við hinar ýmsu aðstæður. Þá er gott að hafa góðan fararstjóra eða einhvern staðkunnugan til að leiða för.

náttúra góð áhrif á sálarlífið. ,,Við höfum séð mörg dæmi um fólk sem kemur og tekur þátt í starfinu hjá okkur og byrjar að stunda gönguferðir reglulega, það hefur stórbætt þol sitt og þrek og heilsu almennt. Oft hefur fólk misst fjölmörg kíló án þess að það hafi endilega verið markmiðið. Þá er gaman að segja frá því að í mörgum lengri ferðum hjá okkur eru þátttakendur að borða mjög heilsusamlegan og kjarngóðan mat, þar sem hráefnið er oft íslenskt og helst úr heimabyggð.“   Símar rauðglóandi þegar ferðaáætlun kemur út Að sögn Páls má segja að með útgáfu ferðaáætlunarinnar í byrjun árs fari starf FÍ í fullan gang.  ,,Fyrstu daga og vikur eftir að áætlunin kemur út eru símalínurnar rauðglóandi.  Í mörgum ferðum takmarkast

fjöldi farþega við 18-20 manns og fyrstir koma fyrstir fá.“ Páll segir að Íslendingar séu jafnframt orðnir mun fyrr á ferðinni við undirbúning og skipulag á ferðum sínum en áður. Fjölmargir hafi þegar pantað í skála félagsins fyrir ferðir sumarsins en þar er gistiframboð einnig takmarkað eftir stærð skálanna, en Ferðafélagið og deildir þess eiga og reka 36 skála í óbyggðum landsins. Í Ferðafélagi Íslands eru nú tæplega 8.000 félagsmenn en Páll segir að markmiðið sé að fjölga þeim enn frekar. „Við höfum verið að horfa á norska Ferðafélagið en í því eru um 220.000 félagar og þessi lífsstíll er mun  ríkari í menningu norsku þjóðarinnar.  Það er eitthvað sem við viljum læra af og fylgja eftir, en áhuginn er alltaf að aukast meðal landsmanna.“ 


lifandi lífsstíll

1 1. árgangur 1 2. tölublað 1 nóvember 2012

12

ð!

iti e t í n n i l a v l i t –

Róaðu taugarnar með jurtatei frá Clipper

Engiferbjór nú loks fáanlegur

Þegar er orðið kalt og dimmt úti þá er fátt sem jafnast á við að hita sér gott te til að ylja líkamann. Á kvöldin er gott að einblína á jurtate sem eru ekki örvandi og sem róa taugarnar eftir annasaman dag. Rauðrunnate – ríkt af steinefnum, andoxunarefnum

og C-vítamíni. Gott við höfuðverk og svefnleysi. Má gefa ungabörnum. Gott við magakrampa, ofnæmi og exemi. Getur mildað kláða þegar það er borið á húð.

Kamillute – græðandi og róandi fyrir meltingarveginn og gott fyrir svefninn. Gott ráð er að setja í baðið til að róa fyrir svefninn.

Nettlute – nettlan er þekkt Lakkríste – gott fyrir maga og lækningajurt og er einstaklega meltingu. Þeir sem hafa háan járnrík. Hún inniheldur góð blóðþrýsting ættu að drekka í hófi. steinefni og vítamín.

Þeir sem hafa leitað að bragðgóðum óáfengum partýdrykk en ekki haft árangur sem erfiði geta fagnað því að til landsins er kominn óáfengur lífrænn engiferbjór. Naturfrisk er danskt fyrirtæki sem framleiðir einnig hið geysivinsæla Naturfrisk engiferöl, appelsínugos, bitter lemon og aðra ljúffenga drykki. Bjórinn er bruggaður úr fyrsta flokks lífrænum hráefnum, inniheldur mikið magn af engifer og passar hann vel einn og sér eða jafnvel sem bland í góðan kokteil.

Krabbamein, astmi, ofnæmi, exem, treg blóðrás, blöðruhálskirtilsbólga, parkinsonveiki, umgangspestir .......

Lúpínuseyðið gæti hjálpað Lúpínuseyðið sem Ævar Jóhannesson gaf fólki í rúma tvo áratugi gerði mörgum gott eins og lesa má í æviminningum hans og á vefsíðunni www.lupinuseydi.is. Hér verður ekkert fullyrt, en það skaðar ekki að lesa sögurnar og meta það sjálf hvort seyðið gæti gert ykkur gott.

www.lupinuseydi.is s. 517 0110 Fæst í heilsubúðum

Lífrænt fyrir barnið Holle barnamaturinn er einstaklega næringarríkur enda unninn úr fyrsta flokks lífrænum hrá­ efnum samkvæmt ströngustu kröfum sem Demeter vottunin tryggir. Tímamótaskref var stigið hjá Holle þegar þeir bættu við mauki sem inniheldur lífrænt

Demeter vottað kjöt en hingað til hafa eingöngu grænmetisog ávaxtamauk fengist. Nýju tegundirnar eru eru: » Spaghetti Bolognese » Gulrótar-, kartöflu- og nautakjötsmauk » Nípu-, kartöflu- og nautakjötsmauk

Þurrmjólkin frá Holle er í einstökum gæðum en mjólkin sem hún er unnin úr kemur frá kúm og geitum sem nærast eingöngu á grasi/jurtum og fá að fara út allt árið um kring sem rannsóknir hafa sýnt fram á að eykur hollustu og næringargildi mjólkurinnar.


lifandi lífsstíll

1 1. árgangur 1 2. tölublað 1 nóvember 2012 Eins og allar vörurnar frá Dr. Hauschka er förðunarlínan án allra kemískra- og óæskilegra efna. Það sem einkennir þessar vörur einna helst er hversu hreinar þær eru og þar af leiðandi þarf miklu minna af þeim en öðrum förðunarvörum á markaðnum. Þær eru því fullkomnar fyrir nútímakonuna sem er umhugað um innra, jafnt sem ytra útlit sitt.

Húð

Augu

Húðin undirbúin með Cleansing Creme kornakreminu til að taka allar dauðar húðfrumur.

Stone Colors Collection augnskuggarnir notaðir á augu og augabrúnir. Ljósasti liturinn notaður sem grunnur en næstdekksti til skyggingar. Það opnar augun og gefur fallegt augnyfirbragð.

Facial Toner spreyjað létt yfir. Rose Day Cream borið rausnarlega á húðina.

Andlit Translucent Makeup Nr. 2 farðinn borinn létt á húðina með förðunarbursta. Cover Stick Nr.1 borið undir augu til að lýsa augnsvæði vel upp.

Falleg haustförðun legum

Concealer Nr. 2 sett á roðabletti í húðinni. Translucent Face Powder Loose sett á á T-svæði til að taka mesta glansinn. Andlitið skyggt með Bronzing Powder með áherslu á að ýkja kinnbeinin.

með náttúru snyrtivörum frá Dr. Hauschka

VöðVa – og gigtarolía

Kajal Eyeliner Nr. 5 nuddaður með flötum bursta vel milli augnháranna til að þétta þau vel. Þunn lína sett meðfram augnháralínunni með svörtum Liquid Eyeliner. Volume maskari settur rausnarlega á efri augnhárin en ekki neðri.

Varir Cover Stick Nr. 1 notað til að grunna varirnar. Það er gott til að taka roða og lyfta vörunum örlítið. Inner Glow varaliturinn Nr. 13 borinn vel á með varalitapensli og Lip Gloss Nr. 4 sett aðeins í miðju varanna.

Förðun: Marta Eiríksdóttir förðunarfræðingur, jógakennari og þjónustustjóri hjá Lifandi markaði í Borgartúni Módel: Heiðdís Chadwick Hlynsdóttir Ljósmyndari: Steingrímur Árnason

Orkuskot sem virkar strax! Lífrænt grænmetisduft fyrir allaa

BólgueyðaNdi VerkjastillaNdi VöðVaslakaNdi

rá aF u r Va ós Ný Nu r kNi öN salæ a gr

Brokkál

Spínat

Rauðrófur

Salatkál – Gulrætur – Steinselja

Heilbrigð orka úr lífrænni næringu og fullt af andoxunarefnum Eykur vellíðan, skerpir hugsun, heilbrigði og frísklegt útlit. Börn, unglingar og fullorðnir finna mun á orku og úthaldi Fyrir íþróttaæfingar, skólann og vinnuna Gefur góða líðan og dregur úr sælgætislöngun Blóðsykursjöfnun úr grænmeti er æskilegust fyrir alla. Kjörið fyrir sykursjúka. Meðmæli næringafræðinga - 100% náttúrleg uppspretta

Fæst í heilsubúðum og apótekum

Ekkert erfðabreytt – Ekkert skordýraeitur – Engar geymslugeislanir Engin aukaefni, litar- eða bragðefni.

www.annarosa.is lífræn bætiefni fyrir alla

13


Kraftmesta ofurfæði jarðar

Lepicol og Bio Kult á 20% afslætti í Lifandi Markaði frá 9. - 16. nóvember Lepicol eflir meltinguna – heldur meltingunni í jafnvægi og kemur hægðunum í lag

Lifestream Ultimate Greens – næringarrík þrenna

Spirulina, sem er blágrænn þörungur, er næringarríkasta fæða jarðar og inniheldur yfir 100 lífræn næringarefni, þar af 29 vítamín og steinefni. Það má segja að spirulina sé náttúrulegt fjölvítamín og margir kjósa að nota eingöngu Lifestream Spirulina sem slíkt. Það gefur orku, einbeitingu, góða líðan og næringu sem

líkaminn á auðvelt með að taka upp. Rannsóknir sýna að spirulina er öflug vörn gegn flensu og kvefi og hentar fólki á öllum aldri. Barley Grass kemur á réttu sýrustigi í líkamanum og er öflug planta til að gera líkamann basískan. Of súr líkami er algeng afleiðing af vestrænu fæði og getur verið undirrót margra veikinda. Barley Grass sem Lifestream notar er eingöngu unnið úr ungum ferskum blöðum plöntunnar og inniheldur mikið af vítamínum, steinefnum, ensímum og góðum trefjum sem gagnast vel til að bæta meltinguna. Lifestream Barley Grass er vottað lífrænt.

Chlorella er grænþörungur sem inniheldur mest af blaðgrænu af öllum plöntum og er því kröftugasta plantan til að hreinsa líkamann af auka- og eiturefnum, sem og þungmálum, tölvu- og farsímageislunum. Chlorella styrkir lifrina og hreinsar úr líkamanum aukefni úr matvælum eins og rotvarnarefni, skordýraeitur og geislanir sem notað er við ræktun og geymslu á ávöxtum og grænmeti. Chlorella bætir líkamslykt, gerir andardráttinn ferskari og hreinsar óhreina húð. Chlorella er gott við streitu og er ríkt af D-vítamíni og kemur jafnframt á jafnvægi á blóðfitu og blóðsykur, og bætir meltinguna. Lífrænt vottað 120 hylki, grænmetishylki umboð Celsus ehf.

Lepicol inniheldur Psyllium husk trefjar ásamt mjólkursýrugerlum

Lepicol Plús

20%

afsláttur

– örvar meltinguna og kemur hægðunum í lag Lepicol Plús inniheldur einnig meltingarenzym

FRUM

Allir þekkja það að vera þjakaðir af þreytu og doða, jafnvel þrátt fyrir nægan svefn og gott mataræði. Tilbúin verksmiðjusamsett vítamín geta aldrei líkt eftir fjölbreytni lífrænna næringarefna beint úr náttúrunni. Lifestream frá Nýja-Sjálandi notar eingöngu lífræn næringaefni sem tryggja hámarksupptöku og nýtingu eftir þörfum líkamans.

20% ttur

afslá

Bio Kult Candéa

– gegn sveppasýkingu í meltingarvegi Bio Kult Candéa hylkin björguðu lífin mínu! Ég hafði gengið á milli lækna í mörg ár, þegar ég var svo loksins greind með Candida sveppasýkingu. Ég byrjaði að nota Bio Kult Candéa hylkin og fann strax mun á mér, nú líður mér mjög vel í fyrsta skipti í mörg ár. Silja Ívarsdóttir

Vilt þú létta á líkamanum Birkisafinn frá Weleda er vatnslosandi og virkar vel á eðlilega hreinsun líkamans. Lífrænt ræktaður, án aukaefna Losar bjúg Léttir á liðamótum Losar óæskileg efni úr líkamanum Góður fyrir húð, hár og neglur Blanda má safann með vatni Má einnig drekka óblandað Útsölustaðir: Heilsuhúsið, Fræið Fjarðarkaupum, Maður lifandi, Blómaval, Lyfja og Apótekið, Lyf og heilsa og Apótekarinn, Sólarsport Ólafsvík, Lyfjaver, Femin.is, Náttúrulækningabúðin, Lyfjaval, Heilsuver, Apótek vesturlands, Reykjavíkur apótek, Yggdrasill, Árbæjarapótek, Lyfjaborg, Apótek Hafnarfjarðar, Apótek Garðabæjar, Barnaverslanir og sjálfstætt starfandi apótek um allt land

Velkomin að skoða www.weleda.is

Hreinar alíslenskar náttúruvörur. Heilbrigði og vellíðan úr nærumhverfinu. www.islenskhollusta.is


lifandi lífsstíll

1 1. árgangur 1 2. tölublað 1 nóvember 2012

15


! ð o b l i t r a n u Opn 15% tur

afslát

Rapunzel

örum v m u l l ö f a r u t t á l s f 15% a na lí u r ö v t a m n æ fr lí a ð æ g á H – hátt í 200 vörur.

Í gott form fyrir jólin

Tilboð gilda frá 9. nóvember til 16. nóvember

Spirulina 1.899 kr. Glucomannan 2.379 kr. CLA 2.399 kr.

Hágæða líkamsolíur Verð frá 1.389 kr.

úsi ar! h i f af að á k ark t t Ný andi M ino c c Lif u p

og ant Cap nt croiss kr. 0 lífræ 9 4

Taktu hress á móti vetrinum vísun Gegn fram iða þessa m

Zink 999 kr. C-1000 1.479 kr. B-100 2.799 kr.

www.lifandimarkadur.is

Lifandi Lífsstíll  

Tímarit Lifandi Markaðar

Lifandi Lífsstíll  

Tímarit Lifandi Markaðar

Advertisement