Page 1

Creaplus Malty Delight 10-40% Creaplus Malty Delight er gróf brauðablanda sem er þó mjúk og létt í sér. Þessi brauðablanda er einstaklega bragðgóð og einföld í notkun en Creaplus Malty Delight er blandað 10-40% á móti deigi. Creaplus Malty Delight kemur í 10 kg pokum og er líftíminn 6 mánuðir. Uppistaðan í blöndunni eru rúgkjarnar, maltflögur, sólblómafræ, náttúrulegt súrdeig úr hveiti og hörfræ. Önnur hráefni í blöndunni eru rúgmjöl, dextrósi, hveitiglúten, salt, bindiefni: natrium stearoyl-2-lactylate (E481), mono- og díglyseríð úr fitusýrum (E471), þráavarnarefni: Ascobic sýra (E300), ensím

QuickMix aðferð Uppskrift Creaplus Malty Delight Vatn Ger

% 100 50 2

Í þessari aðferð er Creaplusið (100%) látið liggja í bleyti í vatni (50%) og geri (2%). Eftir 20-30 mínútna hvíld er hægt að bæta blöndunni í 10-40% hlutfalli við önnur deig. Bætið blöndunni við deig sem er búið að fullvinna og hnoðið síðan á hægum hraða í 2-3 mínútur.


Torsadé Uppskrift magn Hveiti 1 kg Salt 20 g S500 20 g Ger 15 g Vatn ±680 g

% 100% 2% 2% 1,5% 68%

+Quickmix Malty Delight 400 g 40%

Vinnsluaðferð: Blandið öllum hráefnum (nema Quickmix) saman á hægum hraða í 4 mínútur. Aukið hraðan og blandið í um 8 mínútur. Bætið Quickmixinu við og blandið á hægum hraða í 2-3 mínútur. Deighiti: 24°C. Leyfið að hefast í 90 mínútur (í plastskál sem hefur verið fituð með olífuolíu.). Setjið deigið á hveitisáldrað borð og skiptið deiginu upp 90 -160g hluta. Snúið varlega tvisvar upp á hvern hluta. Leyfið að hvíla í 30-60 mínútur. Bökunarhiti: 230 °C með smá gufu Bökunartími: ±30 mínútur.

charleston Uppskrift magn Rúgmjöl 400 g Hveiti 600 g Kanill 2g Salt 20 g S500 20 g Ger 10 g Vatn ±700 g

% 40% 60% 0,2% 2% 2% 1% 70%

+Quickmix Malty Delight 350 g 35%

m/kanil

Vinnsluaðferð: Blandið öllum hráefnum (nema Quickmix) saman á hægum hraða í 4 mínútur. Aukið hraðan og blandið í um 8 mínútur. Bætið Quickmixinu við og blandið á hægum hraða í 2-3 mínútur. Deighiti: 24°C. Leyfið að hefast í 90 mínútur. Hnoðið deigið og leyfið að hvíla í 60 mínútur. Skiptið deiginu upp í 350 g hluta. Sláið upp. Leyfið að hvíla í 45 mínútur. Bökunarhiti: 230 °C með smá gufu Bökunartími: ±25 mínútur.

Creaplus malty delight  

Þrjár uppskriftir fyrir atvinnubakara!

Read more
Read more
Similar to
Popular now
Just for you