Page 1

Kafli 7 1.) a) Skýrið verðmyndun á frjálsum markaði. Seljandi hefur frjálsan vilja um ásett verð á vörur sem hann hyggst selja. b) Hvers vegna er talað um að það sé byggt á samningni? Þegar Kaupandi og seljandi koma saman þá er verð seljanda yfirleitt hærra en kaupandi er til í að borga. Kaupandi leggur framm tilboð sem er töluvert lægra en hann væri til í að borga fyrir vöruna og þá hefst prúttið. Seljandi lækkar vöruna sína og kaupandi hækkar boðið sitt svo mætast þeir á miðri leið. 2.) Í hverju fellst verðlagningarstefna fyrirtækis? Finna í raun milliveginn milli kaupenda og seljanda þannig báðir koma tilturlega sáttir frá viðskiptum. 3) Hvaða inrri þættir hafa áhrif á verðákvörðun? -Verðlagningar sem ræðst af innri þáttum: 1: Markmið í verðlagningu 1a : Að halda fyrirtæki í rekstri 1b: Að hámarka hagnað til skamms tíma 1c: Að ná hámarksmarkaðshlutdeild 1d: Að bjóða mestu vörugæði 2: Sóluráða verðlagningarstefna 3: Kostnaður verðlagningarstefna 4: Stjórnunarþætti 4) Hvaða ytri þættir hafa áhrif á verðákvörðun? -Verðlagning sem ræðst af ytri þáttum: 1: Tegund markaðar 1a: Í fullkominni samkeppni 1b: Einkasölusamkeppni 1c: Fákeppni 1d: Í einokun 2: Eðli eftirspurnar 3: Samkeppni 4: Aðrir ytri þættir ( góðæri, kreppa ofl.) 5.) Nefnið 4 Tegundir markaða. A: Fullkomin samkeppni: Mörg, smá fyrirtæki að keppa á opnum markaði. Enginn þeirra hefur áhrif á verð á markaði. Það er því ekki um neina verðlagningastefnu að ræða heldur spurning hvort fyrirtæki geti haldið meðalframleiðslukostnaði undir þessu verði. Annas fer fyrirtækið á hausinn. B: Einkasölusamkeppni: Markaður með svipaðar vörur en samt ólíkar, vörur sem gegna sama hlutverki en hafa misjafna eiginleika þó það megi nota vörurnar á sama hátt. Vörumerki eru áberandi og verðlagning er mismunandi. C: Fákeppni: Þar sem fá stór fyrirtæki berjast um einn markað. Vörurnar geta verið ólíkar eða mjög einsleitar. Grimm samkeppni. Verðlagning háð hegðun keppinauta. Geta verið hindranir vegna mikilla fjárfestinga við nýja tækni og fleira.


D: Einokun: Þá er aðeins einn seljandi á markaðinum. Hann getur ákveðið verð þannig hann hámarkar hagnað sinn. Skilyrði eru þó sett frá hinu opinbera á t.d raforkusölu og annað. 6. Hvað gerði Enron fyrirtækið á raforkumarkaði í Kaliforniu rétt fyrir árið 2000? Þegar skilyrðunum var aflétt í Kaliforniu gafst raforkueinkasalanum Enron tækifæri til að leika sér að markaðinum til að ná fram miklum verðhækkunum á rafmagninu. Þeir slóu út rafmagninu í Kaliforníu og í gríð og erg og sögðu að það væri of mikið álag á raforkuverinu, sem varð til þess að raforkuverðið fór hækkandi. Þetta olli gríðalegri óánægju meðal almennings 7. Hvernig getur eðli eftirsurnar haft áhrif á verðlagningu vöru ? Óhagstætt er fyrir seljendur að hafa verð það hátt að það neytendur eru ekki tilbúnir að borga fyrir vöruna. Þess vegna því lægri sem vara er í verði því meiri verður eftirspurnin eftir henni. Fyrirtæki reyna að finna sanngjarnt verð sem neytendur eru tilbúnir að borga fyrir vöru og þar mætist farmboð og eftirspurn. 8. Þarf að taka mið af verði keppinauta ? Nauðsynlegt er fyrir fyrirtæki sem bjóða sambærilegar vörur að vera meðvitaðir um verð keppinauta. Fyrirtæki sem berjast um markað reyna oftast að vera betri í verði enn samkeppnisaðilinn til þess að fá fleirri viðskipti en ellar. Einnig þurfa fyrirtæki sem selja t.d flugvélar að taka mið af verði sem leiðandi fyrirtæki á þeim markaði selur sínar flugvélar á t.d BOEING og þurfa því að selja sínar vélar á sama/svipuðu verði. 9. Hvaða aðrir ytri þættir geta haft áhrif á verðlagningu ? - Efnahagsástand: auðveldara er að selja vörur á dýru verði í góðæri en kreppu. - Það getur verið dýrt fyrir fyrirtæki ef hugur almennings snýst gegn þeim ( vegna barnaþrælkunar, ódýrs vinnuafl frá suður-Asiu ) - Þegar fyrirtæki bera hagnað sinn til annara landa til að sleppa við skattgreiðslur í löndum dæmi: starbucks í Bretlandi. Þá hættu viðskiptavinir að versla af þeim svo þeir neyddust til að koma með hagnaðinn til baka og skattgreiða hann eða bara hætta með verslunina. 10. Útskýrðu jafnvægisverðlagningu ! Jafnvægisverð er það verð sem fyrirtæki þarf að fá fyrir vöru miðað við að þeir selji “X” margar vörur svo þeir nái framleiðslukostnaði og standi í núlli. Þetta jafnvægismagn má reikna á mjög einfaldan hátt . Fastur kostnaður / Verð – BEK. Fyrirtæki leggja síðan einhverja prósetnu á þessa upphæð og allt umfram jafnvægisverð er hagnaður. 11. Hvernig má það vera að hátt verð leiði til minni hagnaðar fyrirtækis en lágt verð á vöru ? Mikilvægt er að finna rétt verð á vöru með því að vita hver eftirspurn er miðað við verð. Eftirspurn eftir vöru sem kostar 6.000kr er mun minni en eftirspurn eftir sömu vöru sem myndi kostar 4.000kr . Það segir sig að ef við seljum 3000 eintök á 6000kr og 5.000 eintök á 4.000kr þá er meiri hangaður af því að vera með verðið á 4000kr eða 20milljónir miðað við 18milljónir á 6000kr.


12. Hvað sagði Jeremy Clarkson um Mazda MX5 ? “Ef þig vantar sportbíl þá er MX5 besti bíllinn. Enginn annar sportbíll er eins góð kaup. Enginn annar þeirra mun veita þér eins mikla skemmtun. Ég gef honum fimm stjörnur af fimm mögulegum en vildi gefa honum fjórtán stjörnur”.

Kafli 7  
Read more
Read more
Similar to
Popular now
Just for you