Page 1

HEIMILI ÞITT. LITIRNIR ÞÍNIR. Fallegir litir fyrir heimilið þitt!

Veldu litina sem henta þér og heimili þínu best. Viltu finna ró eða fyllast andagift? Með málningu frá Gjøco færðu hvoru tveggja!

INTERIØR 02

INTERIØR 10

INTERIØR 25

FASHION 15

FASHION 40

FASHION 80

Þak Vatnsþynnt, fullmött, innanhúss PVAmálning sem notuð er í grunn og efsta málningarlag í þak sem er úr byggingarplötum, múrhúð, steypu, striga og gifsi. Málningarverkfæri verður að hreinsa með vatni.

Stofa og dagstofa Vatnsþynnt, silkimött akrýlmálning sem notuð er sem milli og efsta málningarlag á veggi úr byggingarplötum, veggfóðri, trefjaglersstriga, múrhúð, steypu og gifsi. Er einnig hægt að nota sem grunn. Málningarverkfæri verður að hreinsa með vatni.

Blautherbergi Vatnsþynnt, hálfglansandi sem hægt er að nota sem milli og efsta málningarlag á veggi sem eru úr byggingarplötum, veggfóðri, trefjaglersstriga, múrhúð, steypu og gifsi. Málningarverkfæri verður að hreinsa með vatni.

Timbur, þil og innréttingar Vatnsþynnt, silkimött olíumálning fyrir notkun innandyra. Er notuð sem milli og efsta málningarlag á hurðum, gluggum, gluggakörmum, listum, húsgögnum, innréttingum og þiljum innandyra. Málningarverkfæri verður að hreinsa með vatni.

Timbur, þil og innréttingar Vatnsþynnt, hálfsilkimött glansandi olíumálning fyrir notkun innandyra. Er notuð sem milli og efsta málningarlag á hurðum, gluggum, gluggakörmum, listum, húsgögnum, innréttingum og þiljum innandyra. Málningarverkfæri verður að hreinsa með vatni.

Timbur, þil og innréttingar Fullglansandi vatnsþynnt olíumálning fyrir notkun innandyra. Er notuð sem milli og efsta málningarlag á hurðum, gluggum, gluggakörmum, listum, húsgögnum, innréttingum og þiljum innandyra. Málningarverkfæri verður að hreinsa með vatni.

BLISS 10

BLISS 30

SUPERMATT ROM 01 GRUNNUR

SUPERFINISH 15

SUPERFINISH 40

Veggur og þil Silkimött heilsusamleg akrýlmálning sem notuð er á vegg, þil, trefjaglersstriga, veggfóður, múrhúðun og steypu. Laus við leysiefni, málningarlykt og skaðlega uppgufun. Mælt með af Astma og ofnæmissamtökum Noregs. Málningarverkfæri verður að hreinsa með vatni.

Veggur, þil og listar Hálfglansandi heilsusamleg akrýmálning fyrir vegg, þil, lista, trefjaglersstriga, veggfóður, múrhúðun og steypu. Laus við leysiefni, málningarlykt og skaðlega uppgufun. Mælt með af Astma og ofnæmissamtökum Noregs. Málningarverkfæri verður að hreinsa með vatni.

Akrýlveggmálning Vatnsþynnt, heilmött akrýlmálning sem gefur litadýpt og fallegan friðsælan árangur án endurspeglunar. Notuð sem milli og efsta málningarlag á veggi úr t.d. byggingarplötum, veggfóður sem hægt er að mála yfir, múrhúð, steypu og gifsi. Fyrir þil er mælt með Gjøco Super­finish eða Fashion 40.

Timbur og þil Vatnsþynnt, silkimött sérstaklega þróuð akrýlmálning sem milli og efsta málningarlag á hurðir, glugga, gluggakarma, lista, innréttingar og þil. Málningin hefur mjög góða viðloðun og þekur vel, einnig fyrir olíugrunnað undirlag. Veitir slitsterkt og hart yfirborð sem auðvelt er að þrífa. Málningarverkfæri verður að hreinsa með vatni.

Innréttingar, hurðir og listar. Vatnsþynnt, hálfglansandi sérstaklega þróuð akrýlmálning sem milli og efsta málningarlag á hurðir, glugga, gluggakarma, lista, innréttingar og þil. Málningin hefur mjög góða viðloðun og þekur vel, einnig fyrir olíugrunnað undirlag. Veitir slitsterkt og hart yfirborð sem auðvelt er að þrífa. Málningarverkfæri verður að hreinsa með vatni.

www.gjoco.no

Grunnur Vatnsþynntur, mattur grunnur fyrir notkun innandyra. Hindrar að kvistur sjáist í gegnum málninguna. Kemur í veg fyrir að nikótín, sót og ýmis litaefni komi í gegn á máluðu yfirborði eins og þil, gifs- og byggingarplötum, veggfóðri og á gömlum múr, múrhúð eða steypu. Hindrar vel og einangrar mislitað undirlag. Má ekki nota á nýja steypu. Málningarverkfæri verður að hreinsa með vatni.

Litirnir á myndunum skal líta á sem leiðbeiningar um liti og Gjøco er ekki ábyrgt fyrir frávik í litum. Litakort eru til leiðbeiningar og litur getur verið mismunandi vegna undirlags, ljóss og glansa.

Hönnun: Eggedosis • Ljósmyndir: Studio400, Karolina Gorzelanczyk • Útlitshönnun: Pål Sandnes & Lisa Marie Maur • Þakkir til Gunn Lystad, Maximal Farge & Interiør AS

INNI


GLANSANDI EÐA MATT?

GLJÁSTIG:

Hér er að finna stutta kynningu á gljástigum, ásamt nokkrum ráðleggingum hvað hentar fyrir hina ýmsu veggi á þínu heimili. Gljástigin segja til um hve glansandi málningin er á kvarðanum 0 til 100 og er 100 mest glansandi. Hve glansandi málningu þú ættir að nota fer eftir mati á því hvað er hentugt og hvað er fallegt. Með glansandi málningu sjást ójöfnur greinilegar og undirlagið þarf meiri grunnvinnu, en að sama skapi er glansandi yfirborð slitsterkt og auðveldara að halda hreinu. Mött málning felur ójöfnur í undirlaginu og veitir glæsilegan og nútímalegan árangur. Óhreinindi og ryk eiga auðveldara með að setjast á matta málningu og það er þess vegna sem ráðlagt er að nota ekki matta málningu á eldhús og baðherbergi.

01 Fullmatt

05 Matt

10 Silkimatt

Litaðu tilveru þína og dragðu fram það sem er mikilvægt fyrir þig!

VERKLEGI ÞÁTTURINN Þetta eru algengustu ráðleggingarnar fyrir hina mismunandi veggi og í flestum tilfellum er auðveldara að halda heimilinu hreinu. Loft: Venjulega ætti að mála loft í möttum lit til að fela ójöfnur og forðast flekki. Silkimatt er notað fyrir þilloft í stofu og í eldhúsi. Veggur: Mött málning er best fyrir steypta veggi, gifsveggi, þilveggi og strigaveggi. Í barnaherberginu og á ganginum auðveldar silkimött málning þrif. Í eldhúsinu ætti að nota silkimatta málningu. Einnig er mælt með silkimattri málningu á þilveggi. Listar og karmar: Mælt er með silkimattri/hálfglansandi málningu fyrir hurða- og gluggakarma ásamt öðrum listum og körmum. Ef þú vilt ekki draga fram loftlistana er hægt að mála þá með sömu málningu og loftið. Bað: Í baðherberginu er notuð hentug málning fyrir blautherbergi.

Slík málning er venjulega hálfglansandi og í henni er efni gegn myglusvepp og efnið lokar litlum götum betur. Þilveggir í baðherbergi eru meðhöndlaðir á sama hátt og í þurrum herbergjum. Bæði er mælt með silkimattri og hálfglansandi málningu. Gólf: Við mælum með hálfmattri málningu fyrir allar gerðir af gólfum. En það gerir gólfið slitsterkara og auðveldara er að hreinsa það. FALLEGT Hér eru nokkur ráð til þeirra sem hugsa ekki að mestu um þrif! Hægt er að breyta tilfinningunni fyrir herberginu með ólíku gljástigi. Mattir veggir virðast vera lengra í burtu, en glansandi veggir virðast vera nær. Langur og þröngur gangur verður styttri ef notuð er glansandi málning á styttri vegginn og mött málning á lengri vegginn. Ef þú vilt hafa meira líf í herberginu getur þú málað einn vegg með öðru gljástigi í stað gagnstæðs litar. Þú nærð svipuðum áhrifum, aðeins með fínna birtingarformi.

15 Silkimatt

25 Hálfglansandi

40 Hálfglansandi

80 Glansandi


HVER ER ÞINN LITUR? Málningin sem breytir húsakynnum í heimili. Heima er best! Heimilið þitt er eitthvað það mikilvægasta sem þú átt. Ekki nokkur annar staður segir meira um hver þú ert og hvað þú vilt hafa í kringum þig. Einstaklingarnir sem búa hér, hlutirnir og litirnir eru þrír mikilvægir þættir hvers heimilis. Þá tvo fyrstu sérð þú um sjálfur, en við viljum gjarnan ráðleggja þér um val á litum.

LITIR MÓTA HEIMILI ÞITT Öll verðum við fyrir áhrifum af litunum í kringum okkur. Þegar þú velur liti fyrir heimili þitt verður þú að hugsa um hvað þér líkar og í hvað þú ætlar að nota herbergin.

Enginn er eins og það á einnig við þegar kemur að litum. Heimili þitt á fyrst og fremst að vera staður þar sem þú getur slappað af og fundið næði. Það er því mikilvægt að þú veljir þá liti sem þér líkar best við. Annað hvort færðu hugmyndir frá síðustu tískusveiflum eða lætur börnin ákveða litinn.

Við verðum fyrir líkamlegum og andlegum áhrifum frá kröftum litarins, þó svo að við gerum okkur ekki alltaf grein fyrir því. Val á litum snýst um meira en hvað okkur finnst fallegt og ljótt. Hér eru nokkur atriði sem gott er að hugsa um áður en þú velur liti.

Hvort sem þú kýst fremur skarpar andstæður milli svarts og hvíts, hreina og fínlega fleti eða hlýlega tóna sem renna í hver aðra, erum við sannfærð um að þú munt finna eftirlætis litina þína hjá okkur. Hjá Gjøco er að finna mikið úrval af hágæða litum sem gefur frábæran árangur. Við erum með málninguna sem breytir húsakynnum í heimili.

Það þarf ekki mikið til að breyta hlutlausu herbergi.

Kraftmikla liti í herbergi þar sem athafnasemi er mikil Hvað ætlar þú að nota herbergið? Ef ekki á að slappa af í rýminu má gjarnan velja sterka og andstæðurýka liti. Aðrir kjósa rólegri eða svalari liti í svefnherbergið. Gerðu herbergið stærra eða minna Ertu með herbergi sem þér finnst vera stórt og tómt eða lítið og þröngt? Ljósir litir gera að verkum að við upplifum herbergið stærra en dökkir litir leiðir til hins gagnstæða. Mála eftir höfuðáttunum Gott er að hafa í huga hver stefna herbergisins er áður en þú velur liti. Herbergi sem snúa í norður fá aukna sól og hlýju með ljósum gulgrænum, gulum og rauðgulum litum. Í herbergi sem snúa í suður má

velja svalari liti eins og blátt eða grænt, sem veita herberginu frekari ferskleika. Hvað er þegar í herberginu Múrsteypa, stál og margvíslegar viðartegundir gefa herberginu svipmót. Ef þetta er eitthvað sem þú vilt hafa í herberginu er góð hugmynd að velja daufari liti sem berjast ekki um athyglina. Tilbreytingarrík herbergi eða sama lit allsstaðar Viltu hafa mörg ólík herbergi hvert með sinn lit eða er mikilvægast fyrir þig að litirnir séu allsstaðar eins á heimili þínu. Þitt heimili. Þín ákvörðun! Allar ráðleggingar eru bara ráðleggingar! Þú hefur kannski þegar hugmynd um hvaða liti þú vilt hafa. Kýst þú ljóst og opið herbergi, dimmt herbergi til að draga sig í hlé í eða litasprengingu? Aðeins þú getur svarað því. Finnur þú ekki draumalitinn þinn á litakortinu? Gjøco-söluaðilinn þinn blandar hann fyrir þig!


Mundu að þa ð er hægt að mál a með Gjøco í einm itt þeim litu m sem þú vilt ! Sýndu sölu aðila þínum draumalitin n og hann blanda r hann fyrir þig.

301 Alhvítt

334 Kaffirjómi

315 Eggjaskurn

340 Sjávarsalt

346 Vanilla

351 Perluhvítt

357 Skeljahvítt

363 Skuggagrátt

369 Vetrarljós

375 Brim

381 Mynta

387 Frost

393 Kókosmjólk

399 Særoði

404 Sahara

410 Salt

302 Snjódrífa

306 Ljós antík

338 Chai latte

341 Dalalæða

318 Kría

352 Mánaskin

358 Bergkristall

364 Lilja

370 Fjóla

376 Kóralblátt

382 Hafgola

388 Norðurljós

394 Kornakur

400 Orkídea

405 Dulbrúnt

411 Safarí

305 Eggjahvítt

313 Möndlumjólk

316 Ljós mokka

342 Baula

347 Sementsgrátt

353 Tinnugrátt

359 Maríuerla

365 Sorbet

371 Skuggaspil

377 Aftanblær

383 Paradís

389 Antíkgrænt

395 Sinnepsgult

327 Rósadraumur

406 Jarpur

412 Dögun

333 Bómullarhvítt

335 Skuggi

317 Kaffi latte

343 Ilmur

348 Hákarlsgrátt

354 Járngrátt

360 Þokugrátt

366 Harmónía

372 Sumarnótt

378 Frostnótt

384 Kóralgrænt

390 Salvía

396 Mangó

401 Piparrautt

407 Eldpipar

413 Uglugrátt

303 Kalkhvítt

336 Bólstraský

339 Cappuccino

344 Grágæs

349 Regnský

355 Granítgrátt

361 Ljós ibenholt

367 Einiber

373 Tindablátt

379 Blástál

385 Kvöldblámi

391 Amazon

397 Landmannalaugar

402 Rauðhólar

408 Haustlauf

414 Pipargrátt

304 Perlumóðir

337 Eyðimerkursandur

323 Heiðlóa

345 Næturþel

350 Anísgrátt

356 Ólífusvart

362 Krækiber

368 Svartnætti

374 Djúpið

380 Ólgusjór

386 Daggarblátt

392 Eðalgrænt

398 Engifer

403 Rúbín

409 Sólstöður

415 Kóríander