Page 1

Sumar í garðinu m

HANDBÓK GARÐEIGANDANS

Reiknaðu út efnismagn í girðinguna og pallinn á BYKO.is

1


Algengustu Pinotex litirnir

Viðarvörn á pallinn

Algengustu Pinotex litirnir

RAUÐVIÐUR 607

TEKK 613

HNOTA 630

MAHÓNÍ 511

FURA 602

KIRSUBER 698

GRÆNT 821

GRÁ SLIKJA 216

GLÆRT

FURA 602

HNOTA 630

GRÆNT 821

Reiknaðu út efnismagn í girðinguna og pallinn á BYKO.is

10 x 45 mm

0058104

Fura alhefl. AB-gagnv.

45 x 45 mm

0058502

Fura alhefl. AB-gagnv.

22 x 34 mm

0058251

Fura alhefl. AB-gagnv.

45 x 70 mm

0059503

Fura alhefl. AB-gagnv.

22 x 45 mm

0058252

Fura alhefl. AB-gagnv.

45 x 95 mm

0058504

Fura alhefl. AB-gagnv.

22 x 58 mm

0058253

Fura alhefl. AB-gagnv. 45 x 120 mm

0058505

Fura alhefl. AB-gagnv.

22 x 70 mm

0059253

Fura alhefl. AB-gagnv. 45 x 145 mm

0058506

Fura alhefl. AB-gagnv.

22 x 95 mm

0058254

Fura alhefl. AB-gagnv. 45 x 195 mm

0058508

Fura alhefl. AB-gagnv. 22 x 120 mm

0058255

Fura alhefl. AB-gagnv. 45 x 220 mm

0058509

Fura alhefl. AB-gagnv. 22 x 145 mm

0058256

Fura alhefl. A-gagnv.

70 x 70 mm

0059753

Fura alhefl. AB-gagnv.

27 x 45 mm

0058272

Fura alhefl. A-gagnv.

95 x 95 mm

0059954

Fura alhefl. AB-gagnv.

27 x 70 mm

0058273

Fura alhefl. AB-gagnv.

27 x 95 mm

0058324

Fura alhefl. AB-gagnv. 22 x 45 mm

0059252

Fura alhefl. AB-gagnv. 27 x 120 mm

0058325

Fura alhefl. AB-gagnv.

22 x 95 mm

0059254

Fura alhefl. AB-gagnv.

34 x 45 mm

0059382

Fura alhefl. AB-gagnv.

27 x 95 mm

0059324

Fura alhefl. AB-gagnv.

34 x 70 mm

0059383

Fura alhef.

95 x 95 mm

0058954

Fura alhefl. AB-gagnv.

34 x 95 mm

0059384

Fura alhefl. AB-gagnv. 34 x 120 mm

0059385

Fura alhefl. AB-gagnv. 34 x 145 mm

0059386

21 x 95 mm 0053254

Lerki

Heflað 27 x 117 mm 0053265

Lerki

Heflað 27 x 143 mm 0053266

Lerki

Heflað

90 x 90 mm 0053954

Lerki

Rásað 27 x 117 mm 0053275

Lerki

Rásað

27 x 143 mm 0053276

fura - brún Bangkirai

Heflað

Plastaefni

Lerki

fura

fura

AB-gagnv.

Fura

Lerki

Viðarvörn á girðinguna

gegnsætt ▲

A-gagnv.

Bangkirai

Rásað

19 x 90 mm 0039479

Bangkirai

Rásað

21 x 145 mm 0039481

Bangkirai

Rásað

90 x 90 mm 0039484

Plastpallaefni Brúnt

23 x 146 mm 0039520

Plastpallaefni Ljósgrátt 23 x 146 mm 0039510 Plastpallaefni Dökkgrátt 23 x 146 mm 0039514

2


SUMAR Í GARÐINUM HANDBÓK GARÐEIGANDANS EFNISYFIRLIT Búðu til þinn eigin sælureit. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 5-9 Trépallar. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 10-19 Girðingar og handrið. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 20-33 Girðingaeiningar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 34-37 Teikningar af görðum með skýringarmyndum. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 38-43 Heitir pottar. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 44-46 Tröppur í garðinum . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 47-48 Sorpgeymslur . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 49 Leiksvæðið í garðinum . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 50-53 Lýsing í garðinum . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 54-55 Viðarvörn og timburlitir. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 56-57 Reglugerðir . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 58 Festingar fyrir palla og girðingar. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 59

gátlisti garðeigandans: 3 fjöldi bílastæða

heitur pottur

sprengt grjót

handrið

trépallur

tjörn

hlaðið grill

göngustígar

holtagrjót

listaverk

áhaldageymsla

tröppur, stígar

vegghleðsla

girðingar

matjurtagarður

leiksvæði

skjólveggur

snúrustaurar

sorpgeymsla

sleðabrekka

safnkassi

stoðveggir

hengirúm

o

© 2006 BYKO og Björn Jóhannsson, landslagsarkitekt / umsjón byko: Konráð Vilhjálmsson, Margrét Möller, Stefán Valsson / Björn Jóhannsson, landslagsarkitekt / myndir: Grímur Bjarnason, Árni Sæberg, Björn Jóhannsson, o.fl. / hönnun og umbrot: VERT

texti og teikningar:

3


BÚÐU TIL ÞINN EIGIN

HANDBÓK GARÐEIGANDANS

4


SÆLUREIT H

andbókinni Sumar í garðinum er ætlað að auðvelda garðeigendum, hönnuðum, verk­tökum og öðrum fagmönnum að útfæra og fram­­kvæma í garðinum. Í henni eru ljós­ myndir til að kveikja hugmyndir, teikn­ingar til að auðvelda fram­kvæmdir og faglegur texti sem útskýrir hvernig best sé að standa að verkinu. Texti úr byggingar­reglugerð, leið­beiningar frá Bruna­málastofnun og upp­ lýsingar frá Veður­stofu Íslands eru til stuðn­ ings þannig að garður­inn verði skjólsæll, öruggur og í samræmi við lög og reglur. Með handbók þessari og nánari aðstoð hjá fag­mönnum BYKO er stuðlað að því að enn­ fleiri geti eignast sælureit í garðinum. Gömul hefð er fyrir því að garðeigandi skipu­­leggi sjálfur sinn eigin garð og fái þannig út­rás fyrir sköpunargáfuna. Þannig getur hver garð­ur fengið sitt persónulega yfirbragð. Margir fram­kvæma einnig sjálfir, enda um holla og góða hreyfingu að ræða. Oft er garðurinn skipu­lagður jafnóðum og framkvæmt er, en framkvæmda­tíminn getur verið allt frá nokkrum vikum upp í mörg ár. Þannig getur garðurinn ýmist orðið fullmótaður fljótlega eða tekið breytingum á löngum tíma. Ef garðurinn er unninn í áföngum er stöðugt hægt að breyta og bæta eftir því sem hugmyndir mótast og hafa margir fallegir garðar orðið til á þann hátt. Fyrir þá sem vilja fá vel skipulagðan garð í fyrstu umferð er hér á eftir lýst nokkrum þáttum sem gætu auðveldað leið­ina að fallegum og nota­drjúgum garði.

5

Í H VA Ð A R Ö Ð Á AÐ VINNA VERKIÐ? Afla gagna Til þess að sannreyna stað­setn­ingu húss á lóð, rétt lóðarmörk, hæð á lóðar­mörkum og aðra grunnþætti þarf góðar upp­lýsingar um lóðina. Á byggingarn­efndar­teikn­ingum af húsi og á mæli- og hæðarblöðum lóð­arinnar má finna slíkar upp­lýsingar. Þessar teikningar fást hjá bygg­ing­arfulltrúa og skipu­lagsdeildum við­komandi bæjar­félags. Einnig eru sum bæjarfélög komin með loftmyndir sem skoða má í gegnum veraldarvefinn.


Til þess að útbúa fallegan garð þarf góða framkvæmdaáætlun og rétta forgangsröðun á verktíma.

Ganga um svæðið Með því að skoða svæðið og ganga um það næst tilfinning fyrir þeim möguleikum sem það býður upp á. Svæðið má skoða á ýmsum tímum dags og við mis­munandi veður- og birtuskilyrði. Einnig getur verið gott að taka myndir, því ýmislegt sést á myndum sem erfiðara getur reynst að greina á staðnum.

gangs­raða. Framkvæmdaröðin getur farið eftir því hvernig er að komast í garðinn með vélar og verkfæri. Víða er auðvelt að komast í suma hluta garðsins en erfiðara í aðra og oft þarf að fara í gegnum stóran hluta garðsins, garð nágranna eða jafnvel í gegnum húsið sjálft. Þannig er ekki gott að byrja úti við götu ef eina leiðin inn í garðinn liggur þar. Vélavinnan fær því forgang í framkvæmdaröðinni. Ef aðgengi er auðvelt að öllum hlutum garðsins geta aðrar þarfir og óskir eigenda ráðið ferðinni. Þannig má meta hvort pallur eigi að koma fyrst eða hvort nauðsynlegra sé að helluleggja innkeyrsluna til að minnka áhrif frá möl og óhreinindum sem borist geta inn á nýleg gólfefni.

Útbúa óskalista Listi sem segir til um hvað fyrirhugað er í garð­ inum er gott skref í þá átt að móta skipulagið. Með því að skrifa niður það sem hugurinn girnist er skipulagsvinnan hafin. Einnig má nota gátlista garðeigandans og merkja þar við það sem til greina kemur. Á þessu stigi er gott að skoða bækur, tímarit og bæklinga til að afla hugmynda og fá upplýsingar um hvernig standa skuli að framkvæmdum. Gera framkvæmdaáætlun eða teikningu Með góðri framkvæmdaáætlun getur verkið heppnast vel. Ein besta gerð slíkrar áætlunar er teikning, því með henni má ákveða hvað á að framkvæma og í hvaða röð er best að gera það. Teikning getur verið óljós hugmynd eða nákvæm út­færsla á framkvæmdum. Nokkrar grófar út­­lín­ur rissaðar inn á byggingarnefndarteikningu – þótt einfaldar séu – eru mun betri en engin teikn­ing. Best er að teikningin sé í réttum hlut­föllum og þá er kvarðinn 1:100 oft notaður. Í þessum kvarða samsvarar 1 cm á teikningu 1 m á lóðinni.

HANDBÓK GARÐEIGANDANS

Óskalistinn er oft fyrsta skrefið í að útbúa fallegan garð.

Forgangsraða framkvæmdum Yfirleitt eru garðframkvæmdir unnar í nokkrum áföngum. Þess vegna er nauðsynlegt að for­

Hefja verkið Þegar búið er að móta framkvæmdaáætlun má hefja verkið. Það er í góðu lagi að hönnunin haldi áfram eftir að byrjað hefur verið og breytingar verði á framkvæmdatíma. Þó þarf að passa að breytingarnar rýri ekki heildarsvip garðsins. Ef verktaki hefur verið ráðinn í verkið er gott að fá í upphafi mat hans á kostnaði til að fyrirbyggja óþægilega bakreikninga.

6


Smáatriði skipta líka máli.

Búðu til þinn eigin sælureit Hvaða fagmenn þurfa að koma nálægt g a r ð f­ r a m k v æ m d u n u m ? Menn eru mislaghentir en stundum er það þó eigandinn sem sér um alla þætti garð­fram­ kvæmdanna. Algengara er að fengnir séu fag­ menn í ýmsa hluta verksins. Eftirfarandi er upp­ talning á helstu fagmönnum sem nýst gætu við framkvæmdirnar. Hönnuður Í sumum tilvikum landslagsarkitekt, garð­ hönnuð­ur, arkitekt eða garðyrkjumaður, en oftast garðeigandinn sjálfur. Hönnuðurinn þarf að koma með hugmyndir að útfærslu, sjá um að hinir ýmsu hlutar garðsins gangi vel saman og að hugmyndir séu framkvæmanlegar. Garðyrkjumaður Garðyrkjumaðurinn hefur yfirumsjón með verk­ inu. Hann sér um jarðvegsframkvæmdir, hellu­ lagnir og allt sem snertir gróður. Oft er þetta sá sem stjórnar verkinu og kallar til sín þá iðnaðar­ menn sem þarf til að klára verkið. Smiður Smíðar girðingar, palla og annað sem er unnið úr timbri í garðinum. Hann þarf að vinna í sam­ vinnu við garðyrkjumanninn, rafvirkjann og pípu­­­lagningamanninn. Pípulagningamaður Sér um snjóbræðslulagnir undir stéttir, teng­ing­

7

Safnkassar þykja ómissandi í nútímagarði.

ar á heitum pottum og aðrar mögulegar vatnsog rennslislagnir. Rafvirki Setur upp og tengir ljós en oft þarf garðyrkju­ maður eða smiður að vera búinn að leggja ídrátt­ar­rör í jörðina og jafnvel setja upp ljósin. Múrari Sér um að steypa stéttir og garðveggi, auk þess sem flísalagnir og vandaður yfirborðsf­ rágangur veggja falla undir múrarann.

Að setja garðinn í réttar hæðir Eitt það vandasamasta við að útbúa garð er að vinna úr hæðarlegunni. Hvernig yfirborð á að halla, hvar setja þarf tröppur og hvernig ganga á

frá brekkum. Ákvarðanir um þetta er hægt að taka um leið og framkvæmt er eða með því að skrifa hæðarkóta inn á teikningu. Því nákvæmari sem hæðir á teikningu eru því auðveldari verður framkvæmdin. Þá er hægt að áætla þrepafjölda, halla í grasbrekkum, umfang stoðveggja o.fl. Stundum þarf að breyta út frá teikningu vegna flutnings á jarðvegi en það er þó auðveldara að breyta út frá teikningu en að hafa enga fast­ mótaða ákvörðun í byrjun. Halli á yfirborði hefur tvennan tilgang: að hleypa burt vatni og tengja saman mishá svæði. Oft þarf að taka sérstakt tillit til hjólastóla, barnavagna og reiðhjóla. Halli er mældur í prósentum (%) eða prómillum (‰) og eftirfarandi tafla sýnir kjörhalla við ýmsar aðstæður. Einnig má finna upplýsingar um stærð­ ir þrepa í kaflanum um tröppur og upp­lýsingar um hæðarkóta í kaflanum um hellur og hellulagnir.


Með gleri má létta ásýnd skjólveggja.

Hver eru einkenni garðs sem þarfnast ekki mikils viðhalds? Flestir vilja fá að njóta garðsins en ekki liggja á hnjánum við að reyta arfa allt sumarið. Allir garðar þarfnast viðhalds. Það þarf að slá gras, sópa hellur, verja timbur og hreinsa malarsvæði. Einnig þarf að klippa og snyrta gróður. Sumir vilja hafa nóg fyrir stafni allt sumarið og má þá finna gnægð verkefna í ræktun. Fyrir þá sem vilja helst nýta garðinn til sólbaðs og afslöppunar má með markvissri hönnun

Ta f l a y f i r h a l l a y f i r b o r ð s s t e f n u Teg­und svæðis Hellu­lögð ver­önd

Há­marks- halli, %

Lág­marks- halli, %

Æski­leg­ur halli, %

2,5

1

1,5–2

Hellu­lögð inn­keyrsla, stæði

5

0,5

2–3

Hellu­lögð stæði, hliðar­halli

8

0,5

1–3

Hellu­lögð inn­keyrsla, akst­urs­braut

20

0,5

1,5–10

Hellu­lagðir stíg­ar

10

0,5

1–5

Hellu­lagðir stíg­ar, hlið­ar­halli

4

1

1,5–2

10

á ekki við

5

Ská­braut fyr­ir hjóla­stól

5

á ekki við

4

Ská­braut fyr­ir hjóla­stól, hliðar­halli

3

0

0–2

Ská­braut fyr­ir barna­vagna og reiðhjól

Gras­flöt til leikja

5

2

3

Gras­brekka

25

á ekki við

10–20

Trjá- og runna­beð

15

0,5

5–10

2

0

0

Tré­pall­ar Notanlegt horn í viðhaldslitlum garði.

HANDBÓK GARÐEIGANDANS

8


Hér vinna vel saman samræmdir litir, falleg form og blómlegur garður.

Búðu til þinn eigin sælureit

9

Vinnusvæðið í garðinum. Þvottasnúrur og góðar geymslur eru ómissandi í stórum og fallegum garði.

Með góðum undirbúningi má tryggja að framkvæmdin takist vel.

halda viðhaldi í lágmarki. Stórir hellulagðir og timburklæddir fletir eru viðhaldslitlir en trépall þarf að verja með pallaolíu á eins til tveggja ára fresti. Grasflöt þarf að slá á einnar til þriggja vikna fresti og þess vegna er viðhaldsþörfin stöðug á henni. Það er þó ekki á færi margra að helluleggja eða smíða trépall yfir meirihluta garðsins og því er grasið oft valið sem yfirborðsefni. Með góðri sláttuvél getur nánast hver sem er hugsað um grasflöt. Nokkur atriði skipta máli við hönnun og skipulag grasflata: Ávalar útlínur geta létt sláttuvinnuna því þá þarf ekki að draga vélina aftur á bak í hornum. Einnig er betra að vera ekki með mikið af beðum í flötinni.

Gróðurval hefur mikið að segja. Þéttir runnar, sem plantað er með stuttu millibili, geta myndað þekju sem hylur moldina og heldur þannig frá henni illgresi. Einnig má segja að sumt viðhald ráðist af hugarfari. Hversu vel garður þarf að vera hirtur er auðvitað á valdi eigandans. Mosi er gott dæmi um vágest eða velkominn þátt í samspili heildarmyndar. Hann sest að þar sem raki er, skuggi og súr jarðvegur. Hann vex því í grasflötum, á veggjum og í fúgum hellulagna. Sumum finnst mosinn ómissandi í fallegum og vel grónum garði en aðrir gera allt sem þeir geta til að uppræta hann.

Hvernig eldist garðurinn? Heildarútlit garðsins skiptir ekki síður máli en hinir einstöku þættir hans. Svipað og maðurinn hefur garðurinn sitt lífshlaup. Frá því hann er skapaður vex hann og dafnar, breytist og eldist. Sumir hlutar hans þroskast og verða fallegri með aldrinum, meðan aðrir dofna og veðrast. Gróðurinn er í mestum blóma eftir fyrsta áratuginn en á þeim tíma þurfa pallar, stéttir, veggir og húsgögn ákveðna aðhlynningu til að veðrast ekki of mikið.


TRÉPALLAR T Fjölbreyttir eiginleikar timburs gera það að vænlegum kosti fyrir verönd.

il þess að auka nota­gildi garðs­ins – og þar með lífs­gæði sín – geta garð­eig­end­ ur val­ið að hafa fal­lega ver­önd úr timbri við hús sitt. Það hafa marg­ir gert og því sjást nú oft í íbúða­hverf­um mynd­ar­leg­ir tré­pall­ar við hús, mis­jafn­lega stór­ir og í mörg­um út­færsl­ um. Fyr­ir þá sem nýta vel þessa tré­palla er það eins og að hafa aukastofu eða her­bergi og í góðu veðri á sumr­in er hægt að slaka á í skjól­sæl­um og fal­leg­um garði.

Fyr­ir nokkrum ára­tug­um voru tré­pall­ar fyrst og fremst al­geng­ir við sum­ar­hús. Helsta ástæð­an fyr­ir því hef­ur lík­lega ver­ið hversu auð­velt er að flytja timb­ur en það er frek­ar létt sam­an­bor­ið við önn­ur efni eins og steypu eða nátt­úru­steina. Í dag er timb­ur í palla við íbúð­ar­hús orð­ið al­geng­ ara, úr­val­ið meira, með­höndl­un betri og reynsla kom­in á járn­fest­ing­ar, skrúf­ur og und­ir­stöð­ur.

Hvers vegna að fá sér tré­pall? Hvort sem ver­ið er að út­færa nýj­an garð eða breyta göml­um þarf að taka ákvarð­an­ir um hvaða efni eigi að nota í úti­vist­ar­svæð­in í garð­ in­um. Timb­ur er að­eins eitt af þeim mörgu yf­ir­ borðs­efn­um sem not­uð eru í garða en fjöl­breytt­ ir eig­in­leik­ar þess gera tré­palla að væn­leg­um kosti þeg­ar út­búa á ver­önd. Tré­pall­ar eru fljót­ir að þorna eft­ir rign­ing­ar. Það er bæði vegna þess að vatn hrip­ar vel nið­ ur um bil­ið á milli klæðn­ing­ar­borða en einnig vegna þess að vel var­ið timb­ur hrind­ir frá sér vatni. Þess vegna gefst vel að vera með tré­pall við heita pott­inn. Pall­ar eru mjúk­ir und­ir fæti þannig að þægi­­­legt er að ganga á þeim, hvort sem mað­ ur er ber­fætt­ur eða í sokk­um. Sami eig­in­leiki veld­ur því að þeir sem hrasa og detta á tré­palli fá mjúka lend­ingu. Það er einnig minni hætta á að glös eða aðrir brotthættir munir brotni þeg­ar þeir falla á tré­pall. Börn eru dett­in og gjörn á að meiða sig í fjör­ug­um leik. Þess vegna er tré­pall­ ur­inn góð­ur stað­ur fyr­ir leik af ýms­um toga og

HANDBÓK GARÐEIGANDANS

10


Gömul, virðuleg birkitré utan pallsins gefa honum hlýtt yfirbragð.

er til­val­ið að stað­setja sand­kassa eða lít­ið leikja­ hús á pall­in­um.

Tré­pall­ar í mikl­um land­halla Þar sem land hall­ar eru tré­pall­ar hentug­ir því hægt er að byggja palla í mis­mun­andi hæðum og láta þá fylgja lands­lag­inu. Ef hæð­ar­mis­mun­ ur er mik­ill og land­ið bratt má byggja slétta palla, tengja þá sam­an með þrep­um og fylgja þannig land­hall­an­um. Á bröttum svæð­um get­ur ver­ið erfitt að vinna með vél­skóflu eða gröfu. Oft er mun auð­veld­ara að grafa fyr­ir und­ir­stöð­um und­ir tré­pall en að skipta um jarð­veg og breyta land­mót­un­inni fyr­ir harð­ari yf­ir­borðs­efni. Það er einnig mögu­legt að lyfta palli upp fyr­ir land­ið, svip­að og bryggju, og ná þannig lá­réttu svæði þar sem áður var brekka. Þetta er einnig góð­ur kost­ur ef vot­lendi er á svæði þar sem pall­ur er fyr­ir­hug­að­ur.

Göm­ul tré og stór­ir runn­ar Það get­ur ver­ið erfitt að taka ákvörð­un um að fella göm­ul tré og marg­ir telja að þau hafi sál. Ef gam­alt og virðu­legt tré vex á svæði þar sem dval­ar­svæði er fyr­ir­hug­að er tré­pall­ur oft eini raun­hæfi kost­ur­inn. Með því að nota steypt­ar und­ir­stöð­ur eða fleygund­ir­stöð­ur fyr­ir pall­inn er unnt að halda jarð­raski í lág­marki og skerða ræt­ur trés­ins sem allra minnst. Pall­inn má síð­ an byggja í kring­um tréð þannig að það líti út fyr­ir að vaxa upp úr pall­in­um. Hlý­legt yf­ir­bragð

11

tré­palls­ins og virðu­leiki gamla trés­ins skapar ákveðið sam­spil sem hjálp­ar til að gera heild­ar­ mynd garðs­ins fullkomna. Fyr­ir þá sem vilja sitja í skugga get­ur gamla tréð einnig ver­ið fyr­ir­taks sól­hlíf.

Sveigj­an­leiki timb­urs Ef ver­önd­in á að liggja að nátt­úru­svæði með kjarri eða holta­grjóti er auð­velt að saga timbrið og laga það að nátt­úr­unni. Það má einnig stað­ setja stóra nátt­úru­steina inn á pall­in­n til að tengja hönn­un hans við um­hverf­ið í kring eða nota stein­ana til að brjóta upp eins­leitt út­lit. Þar sem lög­un húss er óreglu­leg má saga timbrið þannig að það falli vel að hús­inu.


að mo

Staða Staða sólar milli sólar milli kl. 7 og kl.87 og 8 að morgni að morgni Staða Staða sólar sólar milli kl. 10 kl. og 10 11 og 11 milli Staða sólar milli kl. 13 og 14

Staða Staða sólar milli sólar milli kl. 16 kl. og 16 17 og 17

Staða Staða sólar sólar milli kl. 13 kl. og 13 14 og 14 milli

Staða Staða sólar sólar milli kl. 22 kl. og 22 23 og 23 milli

ða Staða ar milli sólar milli 19 kl. og 19 20 og 20

Á rúmgóðum palli má finna sólarsvæði allan daginn.

Hvar á tré­pall­ur­inn að vera? Hér á landi er það yf­ir­leitt sól­skin­ið sem ræð­ur því hvar pall­ur er stað­sett­ur. Reynt er að finna þau svæði þar sem skjólið er best og sól­in staldr­ar lengst við. Þessu er stund­um öf­ugt far­ið í heit­ari lönd­um og þar eru pall­ar oft hafðir í for­ sælu til að veita hvíld frá heit­um sól­ar­geisl­um. Til þess að átta sig á bestu stað­setn­ing­unni

HANDBÓK GARÐEIGANDANS

fyr­ir pall þarf að skoða vel hvern­ig sól­in fær­ist Staða yfir sólar him­imilli n­inn. Sól­in skín á hlið­ar húss­ins á mis­ kl. 19 og 20 mun­andi tím­um dags. Þannig skín morg­un­sól­in úr austri, há­deg­is­sól­in úr suðri, eft­ir­mið­dags­sól­ in úr vestri og kvöldsól­in, sem get­ur ver­ið svo dýr­mæt á hlýj­um sum­ar­kvöld­um, úr norð­vestri. Út frá þessu má sjá að hægt er að stað­setja tré­pall­ana í sam­ræmi við þann tíma dags sem á að nota þá. Flest­ir miða við miðj­an dag­inn og kvöld­ið en heit­asti tími dags­ins er yf­ir­leitt milli kl. 13 og 15. Það má þó ekki van­meta morg­ un­svæð­in sem snúa í suð­aust­ur, sér­stak­lega ef þau falla inn í horn. Vegg­ir húss­ins, skjól­ vegg­ir og pall­ur­inn draga í sig hit­ann frá því eldsnemma á morgn­ana og því geta þessi suð­ aust­lægu svæði ver­ið orð­in mjög hlý og nota­leg um há­­deg­is­­bil­ið. Það næsta sem þarf að huga að er hvar út­gang­ar úr húsi eru því teng­ing palls­ins við her­bergi húss­ins get­ur skipt veru­legu máli um hvern­ig hann nýtist. Því styttri sem fjar­lægð­in er frá eld­hús­inu út á pall­inn, því auð­veld­ara er að halda mat­ar­boð og veisl­ur í garð­in­um. Ef heit­ur pott­ur er í garð­in­um skipt­ir máli að göngu­leið frá bað­her­bergi að heita pott­in­um sé stutt og liggi ekki um svæði með efn­um sem eru við­ kvæm fyr­ir bleytu.

Hvað á tré­pall­ur að vera stór? Hvað er spotti lang­ur? Þetta eru svip­að­ar spurn­ing­ar að því leyti að spotti get­ur ver­ið hvaða lengd sem er og pall­ur get­ur ver­ið allt frá því að rúma einn stól upp í það að hægt sé að

12


morgni Staða sólar milli kl. 10 og 11

Staða sólar Staða sólar milli kl. 13 og kl. 14 13 og 14 milli

Staða sólar Staða sólar milli kl. 22 og kl. 23 22 og 23 milli

Staða sólar milli kl. 16 og 17

Staða Staða sólar millisólar milli kl. 19 og kl. 20 19 og 20

Staða sólar milli kl. 22 og 23

Trépallar leika á hon­um bolta­í­þrótt­ir. Mestu máli skipt­ir að pall­ur­inn rúmi þau hús­gögn og all­ar þær at­hafn­ir sem gert er ráð fyr­ir. Það þarf að vera mögu­ legt að koma garð­hús­gögn­um fyr­ir á pall­in­um þannig að vel rúmt sé um þau. Einnig þarf að gera ráð fyr­ir göngu­leið­um um pall­inn. Breidd göngu­leiða get­ur ver­ið allt frá 90 cm og upp í 200 cm eft­ir hlut­föll­um og heild­ar­stærð palls­ins. Þannig væru mjó­ar göngu­leið­ir á litl­um palli en breið­ar á stór­um palli. Skýr­ing­ar­mynd­irn­ar sýna stærð nokk­urra garð­hús­gagna og með hjálp þeirra er auðvelt að finna út hvað pall­ur þarf að vera stór.

Hvaða mögu­leik­ar eru í út­liti palls­ins? Lög­un og form tré­palls get­ur ver­ið afar mis­ mun­andi. Hann get­ur ver­ið allt frá því að vera kant­að­ur með einni þykkt af klæðn­ingu og upp í að vera blanda af mjúk­um og hvöss­um lín­um með mis­mun­andi teg­und­um af klæðn­ingu. Fer­ kant­að­ur pall­ur er frek­ar lát­laus og get­ur með ein­fald­leika sín­um ýtt und­ir að arki­tektúr húss­ins fái að njóta sín. Þetta er ein­faldasta bygg­ing­ ar­form­ið og því oft val­kost­ur fyr­ir þá sem ætla að smíða pall­inn sjálf­ir. Til þess að lífga að­eins upp á form palls­ins er hægt að hafa pall úr tveim­ur fer­hyrn­ing­um og láta klæðn­ing­una liggja

Með því að víxla klæðningarborðum langsum og þversum má brjóta upp langar og beinar línur.

13


Með því að snúa klæðningu palls á mismunandi vegu má brjóta upp útlitið.

Fura alhefl. AB-gagnv.

22 x 45 mm

0058252

Fura alhefl. AB-gagnv.

22 x 70 mm

0059253

Fura alhefl. AB-gagnv.

22 x 95 mm

0058254

Fura alhefl. AB-gagnv. 22 x 120 mm

0058255

Fura alhefl. AB-gagnv. 22 x 145 mm

0058256

Klæðningar í mismunandi breiddum. Hægt er að fá klæðningu frá 45 mm breidd upp í 120 mm eða 145 mm.

HANDBÓK GARÐEIGANDANS

hvora í sína átt­ina. Skálín­ur eru ann­ar mögu­leiki sem get­ur gef­ið tré­palli skemmti­legt yf­ir­bragð. Þá eru horn palls­ins ská­skor­in og klæðn­ing­in jafn­vel einnig lát­in liggja á ská. Þeg­ar skálín­ur eru not­að­ar skipt­ir máli að halda sig við sömu horn­in þannig að lín­urn­ar séu all­ar í 45° af­stöðu við hús­ið eða 30° og 60°. Ef not­að­ar eru marg­ ar mis­mun­andi lín­ur er hætt við að út­færsl­ur verði flókn­ar eða jafn­vel að pall­ur­inn líti út fyr­ir að vera skakk­ur. Oft má miða við lín­ur í formi húss­ins sem pall­ur­inn teng­ist. Mjúk­ar lín­ur og bog­ar geta gef­ið palli óvenju­legt og hlý­legt yf­ir­ bragð. Þetta eru vanda­söm form því að sög­un á klæðn­ingu þarf að vera mjög ná­kvæm og oft þarf auka­und­ir­stöð­ur við út­kanta bog­anna. Einn van­met­inn og lít­ið not­að­ur mögu­leiki

til þess að fá til­breyt­ingu í pall­inn er að nota klæðn­ingu í mis­mun­andi breidd­um. Klæðn­ing er fáanleg frá 45 mm breidd upp í 120 mm. Ef pall­ar eru á tveim­ur eða fleiri hæð­um get­ur ver­ ið fal­legt að brjóta upp út­lit­ið með til­breyt­ingu í klæðn­ing­ar­breidd og einnig stefnu klæðn­ing­ar­ inn­ar. Ef tveir pall­ar liggja sam­an má nota breiða klæðn­ingu á þann stærri og mjóa á þann minni og und­ir­strika mis­jafn­ar stærð­ir þess­ara tveggja svæða. Einnig er mögu­leiki á því að blanda sam­an breidd­um, t.d. þrjár breið­ar og tvær mjó­ ar til skipt­is. Þar sem mik­ið á að leggja í út­lit­ið má nota harð­við en end­ing­ar­tími hans er mun meiri en í mýkri viði. Rás­að yf­ir­borð hefur í för með sér að hann er ekki eins háll í bleytu.

14


Óregluleg misbreið pallaklæning. Þeir sem þora geta raðað misbreiðum borðum saman á óreglulegan hátt.

Trépallar

Tré­pall­ar við sum­ar­bú­staði Við sum­ar­bú­staði er vin­sælt að hafa tré­palla og er þá al­geng­ast að grind­in und­ir bú­staðn­um sé fram­lengd og pall­aklæðn­ing sett ofan á hana. Ef þessi að­ferð er not­uð get­ur hljóð borist mjög vel inn í bú­stað­inn. Þess vegna er gott að skoða

15

þann mögu­leika að hafa tré­pall­inn eða hluta hans á grind og und­ir­stöð­um sem ekki eru hluti af grind húss­ins. Þannig er hægt að minnka lík­ ur á að hljóð ber­ist inn í hús­ið. Þetta gef­ur líka mögu­leika á flókn­ari form­um og að hafa pall­inn á mis­mun­andi hæð­um.

Rúmgóður pallur með góðri skjólgirðingu, en hér má njóta sólar bæði kvölds og morgna.


Hvað þarf mikið pláss á pallinum?

Fyrir hringlaga borð með 4–6 stólum þarf að gera ráð fyrir 4 m² svæði og 9 m² alls með athafnasvæði.

Hefðbundið gasgrill þarf tæpan fermetra en ef athafnasvæðið á að vera gott þarf að gera ráð fyrir 5 m².

Fyrir bekk sem er um 150 cm á breidd þarf að áætla tæpa 2,5 m² sem athafnasvæði fyrir bekkinn.

Sólstóll þarf um 2 m² svæði en um 3,5 m² með nauðsynlegu athafnasvæði.

Trépallar

Pallur úr harðvið með rásuðu yfirborði. Glæsileiki pallsins leynir sér ekki.

Við­hald tré­palla

Harð­við­ar­pall­ar

Eins og annað í görð­um þurfa trépallar við­hald. Reglu­legt við­hald fel­ur í sér að bera á pall­inn á eins til tveggja ára fresti. Yf­ir­leitt er not­uð við­ar­ vörn með litlu lit­ar­magni en lit­ur­inn minnk­ar áhrif sól­ar­ljóss á við­inn. Ef mik­ill lit­ur er í við­ar­vörn­inni geta slit­flet­ir á palli orð­ið áber­andi. Þeg­ar pall­ ur­inn er smíð­að­ur skipt­ir máli að það lofti um grind­ina því það kem­ur í veg fyr­ir að raki sitji á timbr­inu og minnk­ar lík­ur á fúa.

Það fær­ist í auk­ana að harð­við­ur sé not­að­ur í palla í stað hinn­ar hefð­bundnu gagn­vörðu furu. Hægt er að nota eik, ma­honí eða beyki en all­ ar þess­ar teg­und­ir þarf að sér­panta. Al­geng­ur harð­við­ur sem ekki þarf að sér­panta er bang­kirai sem kem­ur frá Indónesíu og massaranduba sem kemur frá Brasilíu. Þessi við­ur er af­greidd­ur í 145 mm breið­um borð­um sem eru rásuð til þess að minnka lík­ur á að fólki skriki fót­ur á pall­in­um.

HANDBÓK GARÐEIGANDANS

Harðviður með rásað yfirborð er ekki háll í bleytu. Efri myndin sýnir fínar rásir og sú neðri grófar.

Öðrum ­meg­in eru gróf­ar rás­ir og fín­ar hinum meg­in. Á fjöl­förn­um stöð­um og göngu­leið­um má láta gróf­ari hlið­ina snúa upp en þá fín­ni á dval­ar­ svæð­um.

16


Hvað þurfa garðhúsgögnin mikið pláss?

Hefðbundinn pottur er rúmir 4 m² en að viðbættu athafnasvæði er plássþörfin 9 m².

Fyrir sandkassa sem er 1,2 x 1,2 m er mjög gott að hafa öryggissvæði sem nær um 50 cm út fyrir kassann.

Leiðbeiningar um smíði

Tveir þægilegir stólar og lítið kaffiborð taka um 3,5 m².

Svæði fyrir 3 misstór blómaker er um 2,5–3,5 m².

TRÉPALLS Teikna og útfæra

F

Birkikjarr á staðnum Einir

1800

Loðvíðir

1470

Tréþrep

1900

N

34 x 95 22 x 34

yrsta skref­ið við að smíða tré­pall er að 22 x 34 22 x 34 ákveða hvar hann á að vera. Þetta má 34 x 95 x 95 reka nið­ gera ann­að­hvort með því45að ur hæla á svæð­inu og setja síð­a22nx 95/22x34 snúru á milli eða nota lit úr úða­brúsa til þess að af­marka svæð­ið. Oft 95 x 95 er þó auð­veld­ara að teikna eða skissa pallinn upp á blað en þá þarf fyrst að teikna upp hús­ið 45 x 95 í mæli­kvarða þannig að auð­velt sé að stað­setja pall­inn eft­ir teikn­ing­unni. 330

Trépallur (hæð 2,60)

Fjallarós Birkikjarr á staðnum Birkikjarr á staðnum Bekkur, hæð 55 cm

Einir

Trépallur (hæð 2,00)

Vaftoppur Skjólgirðing G6

Trépallur úr gagnvarinni furu, klæðningarborð 27x70 mm (hæð 1,40)

Malarstígur Trétröppur T6

750

Sturta og snagar

Grunn­teikn­ing á að vera til af flestum hús­ 45 x 95 um þar sem út­lín­ur lóð­ar­inn­ar sjást. Þessi teikn­­ 1 ing er hluti af bygg­ing­a7r­nefnd­ar­teikn­ing­um og geym­­ir bygg­inga­full­trúi 5 hvers sveit­ar­fé­lags ein­tak afBátaskýli, teikn­ ing­unni. Hægt2 er að fá af­rit á skrifstofu t.d. Lillevilla-hús sveitarfélagsins. Í flest­u6 m til­vik­um eru þess­ar teikn­ ing­ar í kvarð­an­um ein­um á móti hund­rað (1:100) 3 Trépallur og 4 bryggja (hæð 0,40) en í þeim kvarða er 1 cm á teikn­ing­unni sam­svar­ andi 1 m úti í garði. Ef ekki er hægt að nálg­ast 3 teikn­ing­ar af hús­inu er ráð að mæla hlið­ar þess og teikna inn á rúðu­strik­að blað (eða milli­metra­papp­ír) í þess­um sama kvarða (1:100) þannig að 1 metri mæld­ur verð­ur 1 cm á teikn­ing­unni. Grunn­teikn­ing­in er síð­an lögð á borð og límd nið­ur með máln­ing­ar­lím­bandi. Ofan á teikn­­ing­una er sett­ur hálf­gegn­sær papp­ír (skissu­­papp­ír eða trans­papp­ír; ekki er mælt með bök­un­ar­papp­ír sem

Skjólgirðing G6 Fjallafura Heitur pottur, rafkyntur og með nuddi

Tröppur T6 Skriðmispill Þyrnirós

Birkikjarr á staðnum

Malarstígur

Stöðuvatn eða tjörn (hæð 0,00)

Vatnsbakki úr stórsteinamöl

Í upphafi skal ávallt endinn skoða. Góður árangur er tryggður með fyrsta flokks undirbúningi.

17


Frágangurinn skiptir máli: Ljós, húsgögn, innstungur, skrúfur og samskeyti borða í hornum.

Leiðbeiningar um smíði Trépalls er sleip­ur og erf­ið­ur í með­för­um) og límd­ur við borð­ið. Næst eru út­lín­ur húss­ins teikn­að­ar á papp­ír­inn með því að draga þær í gegn. Í fram­ haldi af því er hægt að teikna upp form palls­ins. Þeg­ar lög­un­in er orð­in eins og við vilj­um hafa hana er önn­ur hálf­gegn­sæ papp­írs­örk lögð yfir og gerð teikn­­ing að grind tré­palls­ins og und­ir­ stöð­un­um. Út frá þess­um tveim­ur teikn­ing­um má síð­an mæla út og merkja fyr­ir pall­in­um. Teikn­ing­arn­ar sýna stað­setn­ingu á und­ir­stöð­um og milli­bil dreg­ara og bita mið­að við mis­mun­ andi klæðn­ing­a­þykkt­ir.

Pall­ur­inn smíð­að­ur Það þarf að ákveða hæð palls­ins en oft er reynt að hafa hann að­eins neð­ar en gólf­flöt húss­ins. Þá get­ur vatns­bretti fyr­ir neð­an þrösk­uld út­­ gangs út á pall­inn ráð­ið hæð­inni en 2–5 cm upp að vatns­bretti er oft ákjós­an­leg hæð. Stund­­um geta þó aðr­ar að­stæð­ur ráð­ið hæð­inni og þarf að meta þær á hverj­um stað fyr­ir sig. Grind tré­palls­ins er um 27 cm á þykkt og því þarf að grafa út fyr­ir henni um 30 cm frá end­ an­legu yf­ir­borði palls­ins. Síð­an eru und­ir­stöð­ur stað­sett­ar og graf­ið fyr­ir þeim. Not­að­ir eru 75 cm lang­ir blikk­hólk­ar og frost­frí grús

Bangkirai er brúnn harðviður, en sé hann ekki með­ höndlaður með olíu verður yfirborð hans fljótlega grátt. Sterkt samspil er einkenni þessa svæðis þar sem pallur og bekkir eru klæddir með breiðum harðviðarborðum.

HANDBÓK GARÐEIGANDANS

18


sett með­fram. Einnig er mögu­legt að nota staurafleyga en þeir eru rekn­ir nið­ur í jörð­ina. Þver­bönd­in eru síð­an stillt af (með há­marks 2 metra milli­bili) og klof­in flat­járn bolt­uð við þau. Þar sem pall­ur mæt­ir húsi er dreg­ari eða biti bolt­að­ur við hús­ið, allt eft­ir því hvern­ig klæðn­ ing­in á að snúa. Í stað þess að bolta dreg­ara við hús­ið má nota bjálka­skó upp við sökkul­inn en það kem­ur í veg fyr­ir raka­mynd­un þar sem timbrið mæt­ir steyp­unni. Dreg­ar­arn­ir eru síð­an stillt­ir í rétta hæð og stífað­­ir af með því að setja hæla í jarð­veg­inn eða tengja þá hvern við ann­an. Að því loknu er steypu hellt í hólk­ana. Ým­ist er hægt að hræra steypuna á staðn­um en ef um stór­an pall er að ræða, get­ur ver­ið hag­kvæmara að panta steypu­­bíl með dælu og steypa þá í alla hólk­ana í einu. Passa þarf að yf­ir­borð steypunn­ar liggi ekki við timbrið og að yf­ir­borð henn­ar halli frá miðju þannig að vatn renni frá. Þeg­ar steyp­an hef­ur þorn­að eru bit­arn­ir lagð­ir út en venju­legt bil milli þeirra er 50 cm (40 cm ef mjórri klæðn­ing, t.d. 27 x 45 mm, er not­uð). Bit­arn­ir eru fest­ir með þakásanker­um við dreg­ar­ana. Síð­an er klæðn­ing­in lögð á og skrúf­uð nið­ur og er þá mið­að við 5 mm á milli borða til þess að gera ráð fyr­ir raka og hita­ þenslu í efn­inu. Síð­ast er kant­borð­ið skrúf­að á út­kant palls­ins. Ef klæðn­ing og kant­borð eru úr harð­viði þarf að bora fyr­ir skrúf­un­um. Til þess að frá­gang­ur­inn verði fal­legri má bora víð­ara gat efst þannig að haus skrúf­unn­ar falli að yf­ir­borði trés­ins.

19

Fínleg áferð gróðurs, malar og rása í palli mynda fallega heild.

Bangkirai, grófa hliðin snýr upp og viðurinn er aðeins farinn að grána. Slitsterk harðviðarborðin eru rásuð til að auka fótfestu.


GIRÐINGAR OG HAND G

irð­ing­ar eru einn þeirra mörgu þátta sem huga þarf að þeg­ar út­búa á góð­an garð og í nú­tíma­garði gegna þær stóru hlut­ verki og geta skipt sköp­um um það hvern­ig garð­ur­inn nýt­ist.

Mik­ið úr­val af góð­um fest­ing­um og sveigj­an­leiki timb­urs­ins ger­ir kleift að reisa girð­ing­ar með fjöl­breyttu út­liti.

Af mörg­um hlut­verk­um girð­inga eru eft­ir­far­andi al­geng­ust:

Garð­eig­end­um eru sett tak­mörk fyr­ir því hvaða fram­kvæmd­ir eru leyfi­leg­ar á lóð­um þeirra. Þess vegna er viss­ara að kynna sér regl­ur og tak­ mark­an­ir áður en haf­ist er handa við að hanna garð­inn og fram­kvæma. Í bygg­ing­ar­reglu­gerð er mjög skýrt kveð­ið á um hverj­ar tak­mark­an­irn­ar eru. Girð­ing­ar mega aldrei fara yfir 1,8 m hæð og þær sem eru ná­lægt lóð­ar­mörk­um þurfa að vera jafn langt fyr­ir inn­an þau eins og þær eru háar. Þannig þarf girð­ing sem er 1,2 m á hæð að vera stað­sett 1,2 m fyr­ir inn­an lóð­ar­mörk. Girð­ing á lóð­ar­mörk­um þarf sam­þykki allra lóð­ ar­eig­enda. Einnig geta ver­ið tak­mark­andi skil­ mál­ar í deiliskipu­lagi hverf­is­ins og þá er hægt að nálg­ast hjá við­kom­andi sveit­ar­fé­lagi. Ef garð­eig­and­inn vill reisa girð­ingu sem er fyr­ir utan ákvæði bygg­ing­ar­reglu­gerð­ar þarf hann að sækja um leyfi bygg­ing­ar­nefnd­ar í sínu sveit­ar­fé­lagi. Emb­ætt­is­menn sveit­ar­fé­lags­ins láta í té upp­lýs­ing­ar um hvaða gögn þeir vilja fá en bygg­ing­ar­nefnd­in veit­ir síð­an leyfi fyr­ir fram­kvæmd­inni. Al­geng­ast er að far­ið sé fram á breyt­ingu á að­al­teikn­ingu húss­ins og sér þá að­ili með leyfi sem að­al­hönn­uð­ur (t.d. arki­tekt húss­ ins) um þær breyt­ing­ar.

Að mynda skjól. Að skil­greina lóð­ar­mörk eða loka

garð­in­um. Að búa til ör­ugg svæði fyr­ir börn. Að halda gælu­dýr­um inni eða

skepn­um úti. Að hlífa gróðri fyr­ir veðr­um eða

ágangi dýra og manna. Að mynda af­lok­að svæði

(eða „her­bergi“) ut­an dyra. Að minnka áhrif hljóð­meng­un­ar. Að varna falli þar sem

Falleg sögun og fræsing setja svip á þennan handriðsstaur.

HANDBÓK GARÐEIGANDANS

hæð­ar­­mun­ur er mik­ill.

Girð­ing­ar og garð­vegg­ir eru úr ýms­um efn­ um og má þar helst nefna timb­ur, grjót, torf, hleðslu­steina og steypu. Hér á landi eru tré­ girð­ing­ar einna al­gengast­ar enda búa þær yfir mörg­um góð­um eig­in­leik­um. Þær eru auð­veld­ar í upp­setn­ingu og þægi­legt er að flytja efni í þær á milli staða. Slíkt get­ur skipt miklu máli fyr­ir þá sem eiga sum­ar­hús eða búa fjarri þétt­býli.

Hvern­ig girð­ing­ar má reisa á einka­lóð?

20


RIÐ

Hvern­ig á girð­ing­in að líta út? Út­lit girð­ing­ar skipt­ir miklu máli og ætti helst að vera í sam­ræmi við hús­ið, garð­inn og um­hverf­ið. Oft fer út­lit­ið þó eft­ir því hvern­ig hún á að not­ ast. Þannig eru girð­ing­ar sem skýla fyr­ir vind­um háar og þétt­ar en lóð­ar­marka­girð­ing­ar lág­ar með gisn­um riml­um. Til eru ótal fal­leg­ar út­færsl­ur og oft erfitt að velja á milli. Bygg­ing­ar­stíll húss­ins get­ur gef­ið hug­mynd­ir um sam­ræmda heild­ar­mynd. Þannig geta lá­rétt­ar lín­ur í húsi far­ið vel með lá­réttri klæðn­ingu í girð­ingu. Á sama hátt geta áber­andi þak­k­ant­ar húss boð­ið upp á að reist­ar séu tví­ skipt­ar girð­ing­ar með flétt­um eða riml­um í efri hlut­an­um. Stund­um er það ein­fald­leiki í smíð­um

21

Girðing sem leyfir útsýnini að njóta sín.

sem ræð­ur ferð­inni en lóð­rétt klæðn­ing er auð­ veld í smíð­um og við­haldi. Hægt er að velja um mis­mun­andi timb­ur­ stærð­ir og þær geta haft áhrif á létt­leika girð­ ing­ar­inn­ar en oft er tal­að um létt­ar og þung­ar girð­ing­ar eft­ir því hvern­ig sam­spil þeirra er við nán­asta um­hverfi sitt. Lit­ur girð­ing­ar get­ur einnig ver­ið áber­andi þátt­ur í heild­ar­út­liti garðs­ins. Til er mik­ið úr­val þekj­andi og hálf­þekj­andi lita og því ætti að vera auð­velt að finna lit við hæfi. Ef um skjól­girð­ingu er að ræða get­ur skipt máli hvort girð­ing­in er ljós eða dökk því ljós­ar girð­ing­ar end­ur­kasta sól­ar­geisl­un­um og geta átt þátt í að gera sól­ baðs­svæð­in enn heit­ari.


Mælt var á tímabilinu maí – sept., milli kl. 9 og 22.

Vindmælingar

Tíðni vindátta. Myndirnar sýna hversu oft vindurinn blæs úr hverri átt

REYKJAVÍK (Korpúlfsstaðir)

REYKJAVÍK (Öskjuhlíð)

GARÐABÆR (Vífilsstaðir)

KEFLAVÍK

Áhrif húsa á skjólm ­ y n d ­u n Til þess að mynda gott skjól þarf að átta sig á því hvaða þætt­ir hafa áhrif á vind­inn og hvern­ ig. Í flest­um görð­um eru það gróð­ur, girð­ing­ar, laut­ir, stoð­vegg­ir, hæð­ir og hól­ar sem leggjast á eitt að mynda skjól. Þó er besti skjólgjaf­inn í hverj­um garði yf­ir­leitt íbúð­ar­hús­ið sjálft og þess vegna borg­ar sig að skoða lög­un þess og eig­in­leika. Þeir eig­in­leik­ar húss sem mest áhrif geta haft eru:

Hæð húss­ins; tveggja hæða hús veita meira skjól en einn­ar hæð­ar.

Þak­halli; vindi get­ur sleg­ið ofan af þaki og yf­ir­leitt er betra skjól við gafl­ana á þeim hús­um sem eru með tví­hallandi þaki.

Inn­skot eða inn­horn sem snúa í sól­ar­átt; þessi svæði geta ver­ið mjög skjól­góð.

Myndin sýnir skjólmyndun við hús.

Myndin sýnir skjólmyndun þar sem skjólveggir beina vindi frá húsinu.

HANDBÓK GARÐEIGANDANS

Gróður og girðingar með fléttum dempa loftstreymi við pallinn.

22


EYRARBAKKI

STYKKISHÓLMUR

AKUREYRI

EGILSSTAÐIR

Girðingar og handrið Úr hvaða átt blæs v i n d ­u r i­ n n ? Ríkj­andi vind­átt­ir og haf­gol­an Aðalfor­send­an fyr­ir því að geta mynd­að skjól er að vita hvað­an vind­ur­inn blæs. Með því að hafa upp­lýs­ing­ar um ríkj­andi vind­átt­ir á hverj­ um stað má fá nokk­uð góða mynd af því fyr­ir hvaða átt­um þarf að mynda skjól. Veð­ur­stofa Ís­lands hef­ur gert vindrós­ir sem sýna tíðni vind­átta á til­tekn­um stöð­um. Vindrós­irn­ar sýna vind­átt­ir á átta mis­mun­andi stöð­um á land­inu. Þar af eru þrír á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Mæl­ing­ arn­ar sem not­að­ar voru við gerð vindrós­anna fóru fram frá byrj­un maí til loka sept­em­ber árin 2000 til 2004 og ein­skorð­ast við tím­ann frá kl. 9 til kl. 22. Töl­urn­ar við lóð­rétta ás­inn á hverri mynd sýna hlut­falls­lega hversu oft vind­ur­inn blæs úr hvaða átt. Með því að skoða vindrós­ irn­ar er hægt að finna fyr­ir hvaða vind­átt­um þarf helst að skýla. Í þröng­um fjörð­um er al­geng­ast að vind­ur­ inn blási inn eða út fjörð­inn og þarf því bara að skýla fyr­ir tveim­ur átt­um. Á suð­vest­ur­horni lands­­ins, þar sem vind­ur­inn get­ur blás­ið úr öll­ um átt­um, þarf einnig að taka til­lit til þess veð­ urs sem fylg­ir hverri vind­átt. Al­geng­ast er þar að suð­læg­um átt­um fylgi skýj­að veð­ur og rign­ ing en að sól­skin fylgi norð­læg­um átt­um. Fyr­ir flesta skipt­ir máli að skýla fyr­ir þeim vind­um sem gjarn­an eru ríkj­andi í „sól­baðsveðri“ og á höf­uð­borg­ar­svæð­inu eru það norð­læg­ar átt­ir og haf­gol­an.

23

Þessi mynd sýnir hvernig form þaks getur haft áhrif á skjólmyndun.

Svo­nefnd haf­gola er fyr­ir­bæri sem á mörg­ um stöð­um þarf að taka sér­stakt til­lit til. Á sól­­ skins­dög­um hitn­ar land­ið meira en sjór­inn og þá streym­ir loft­ið frá haf­inu og inn á land­ið. Haf­gol­an nær sjald­an meiri hraða en 10 m/s. Það er samt þess virði að gera ráð fyr­ir áhrif­um henn­ar þeg­ar ver­ið er að reisa skjól­veggi því

hún er al­geng­ust á góð­viðr­is­dög­um þeg­ar önn­ ur vind­áh ­ rif eru lít­il eða eng­in. Haf­golu gæt­ir að­al­lega frá há­degi, þeg­ar sól­in hef­ur hit­að land­ið, og fram eft­ir degi. Hér verða umhverfi og útsýni hluti af heildar­ myndinni. Með lágum girðingum myndast skjól án þess að útsýni tapist.


Góðar girðingar mynda gott skjól fyrir gróðurinn. Hér sjáum við girðingu með léttu yfirbragði í samspili við blómlegan gróður.

Girðingin myndar skjól en handriðið í framhaldi klárar umgjörðina um pallinn.

H á a r g i r ð ­i n g ­a r g e t a v a r p ­a ð l ö n g ­u m s k u g g ­u m Girð­ing­ar geta varp­að skugga og þannig rýrt nota­gildi dval­ar­svæð­is. Al­gengt er að byggð­ur sé lít­ill pall­ur og há girð­ing reist með­fram hon­ um. Slík­ur pall­ur get­ur ver­ið frá­bær yfir há­sum­ ar­ið þeg­ar sól­in er hæst á lofti. Hann er aft­ur á móti ekki jafn góð­ur á haustin og vor­in þeg­ar sól­in er lægra á lofti og skugg­ar lengri. Teikn­ ing­arn­ar sýna lengd skugga frá skjól­girð­ingu, sem er 1,8 m á hæð, á mis­mun­andi tím­um árs­ ins og mis­mun­andi tím­um dags (sjá bls. 30). Til

þess að minnka áhrif skugga er hægt að hafa girð­ing­una í 0,5–1,5 m fjar­lægð frá pall­in­um og gróð­ur í bil­inu sem mynd­ast þar á milli. Upp­ lagt er að nota skugga­þol­inn, lág­vax­inn gróð­ur í þessi svæði (t.d. birkikvist, himala­ja­eini, stóra­burkna, skrið­mispil eða hélurifs).

H v a ð a á h r i f h a f a g i r ð i­ n g a­ r á h á ­v a ð a ? Um­ferð­ar­há­vaði get­ur haft mik­ið um það að segja hvort frið­sælt er í garð­in­um. Við mikl­ar um­­ferð­ar­æð­ar kann há­vað­inn að verða það mik­ill að erfitt er að tala sam­an. Girð­ing­ar geta ver­ið góð vörn gegn slík­um há­vaða. Þegar girð­ing­ar eru sérstaklega reistar til að minnka áhrif hljóðs þarf að huga sérlega vel að eftirfarandi atriðum:

Girð­ing­arn­ar þurfa að ná upp fyr­ir sjón­lín­una að hljóð­gjafa, t.d. vél­ar­hæð í bíl­um. Klæðn­ing­in þarf að vera al­veg þétt þannig að hvergi glitti í gegn. Áhrif girð­ing­ar­inn­ar eru mest ef stutt er frá hljóð­gjaf­an­um (um­ferð­inni) og að því svæði sem á að skýla. Best er að girð­ing­in sé stað­sett sem næst hljóð­ gjaf­an­um. Girð­ing­ar með gróft eða óreglu­legt yf­ir­ borð gefa bestu hljóð­deyf­ing­una.

HANDBÓK GARÐEIGANDANS

24


Stórir aflokaðir pallar henta bæði sem leiksvæði og til sólbaða.

Bil milli rimla í handriði skal aldrei vera meira en 100 mm.

Girðingar og handrið Ö r ­u g g t s v æ ð i f y r ­i r b ö r n ­i n e ð a g æ l u ­d ý r i­ n Girð­ing­ar geta átt stór­an þátt í að auka ör­yggi barna ut­andyra. Með þeim má girða þar sem börn geta leik­ið sér, ör­ugg fyr­ir um­ferð og öðr­ um hætt­um. Leik­svæði eiga helst að vera á skjól­sæl­um og sól­rík­um stöð­um sem sjást vel frá hús­inu og dval­ar­svæð­un­um í garð­in­um. Þannig get­ur ver­ið gott að leik­svæð­ið sé hluti af eða tengt dval­ar­svæð­um þeirra sem eldri eru. Girð­ing­ar sem um­lykja þessi leik­svæði þurfa að vera a.m.k. 1,0 m á hæð og með lóð­ rétt­um riml­um því auð­velt er að klifra yfir girð­ ingu með lá­rétt­um riml­um. Til þess að koma í veg fyr­ir að höf­uð barns fest­ist á milli rimla skal bil­ið aldrei vera meira en 100 mm. Riml­arn­ir þurfa einnig að vera þannig gerð­ir að ekki sé auð­velt að klifra yfir girð­ing­una. Þetta má gera með því að saga fláa efst á hverja rim þannig að efri hlut­inn myndi odd.

Girðingar úr fléttum mynda virðulegan inngang fyrir þennan garð.

25


Lárétt lína handriðs samsvarar sér vel við lárétta línu þakkantsins.

Girðingar og handrið G i r ð ­i n g ­a r o g g r ó ð ­u r Sam­spil girð­inga og gróð­urs er einkum á tvenn­an hátt. Ann­ars veg­ar eru girð­ing­ar reist­ar til þess að skýla gróðri fyr­ir vind­um eða ágangi manna og dýra. Hins veg­ar er gróð­ur sett­ur með­fram girð­ingu til þess að brjóta upp eins­ leitt út­lit þeirra. Girð­ing­ar sem skýla gróðri fyr­ir ágangi þurfa að vera 0,4–0,9 m háar og get­ur hæð­in ráð­ist af því hversu mik­ið er áætl­að að mæði á þeim. Sé girð­ing­in inni á lóð er nóg að hún sé um 0,4 m en snúi hún að fjöl­förnu al­menn­ings­svæði þarf hún að vera allt að 0,9 m að hæð. Ef girð­ing á að skýla gróðri fyr­ ir vind­um fer hæð henn­ar eft­ir áætl­aðri hæð plöntu­teg­und­anna. Skjól­girð­ing­ar fyr­ir gróð­­ur þurfa ekki að vera al­veg þétt­ar og má bil­ið milli borða í klæðn­ingu vera 10–90% af breidd borð­anna. Þannig get­ur bil milli borða sem eru 100 mm breið ver­ið 10 til 90 mm. Eft­ir því sem plant­an er tal­in við­kvæm­ari fyr­ir vind­ um eru borð­in höfð þétt­ari. Hægt er að milda yf­ir­bragð langra og hárra girð­inga með því að gróð­ur­setja við þær. Gróð­ ur við girð­ingu get­ur einnig auk­ið heild­ar­sam­ ræmi við um­hverf­ið auk þess sem vaxt­ar­skil­ yrði þar eru góð vegna skjóls­ins sem girð­ing­in veit­ir. Dæmi um nokkra lág­vaxna blóm­strandi runna sem þola flest vaxt­ar­skil­yrði eru; birkikvist­ur, hansarós, fjallarós og runna­mura.

Gróðurinn er mikilvægur í heildarmyndinni.

HANDBÓK GARÐEIGANDANS

26


Girðingar í sama lit og húsið geta virkað sem framlenging á því.

Breiður handlisti og mjóir rimlar mynda fallegt samspil.

G i r ð ­i n g ­a r s e m h a n d ­r i ð Stund­um eru að­stæð­ur þannig í garð­in­um að hætta er á falli, t.d. við tröpp­ur, þar sem pall­ur er hærri en land­ið og þeg­ar göngu­leið­ir liggja fyr­ir ofan stoð­veggi eða aðra upp­hækk­un. Fyr­ ir­komu­lag hand­riða er háð bygg­ing­ar­reglu­gerð og í henni eru góð­ar leið­bein­ing­ar um út­færslu þeirra. Lág­marks­hæð hand­riðs er 0,8 m en þægi­leg hæð get­ur ver­ið á bil­inu 0,8–1,1 m. Riml­ar eiga helst að vera lóð­rétt­ir og há­marks­ bil á milli þeirra 100 mm. Önn­ur bil í hand­rið­inu mega held­ur ekki vera meiri en 100 mm. Hand­ list­inn get­ur ver­ið hvort sem er kúpt­ur eða flat­ ur. Kúpt­ur listi er þægi­leg­ur við­komu en stund­ um er gott að geta lagt eitt­hvað frá sér á hand­ list­ann án þess að það velti af.

27


Hér fáum við að sjá inn í tvo garða þar sem skjólgirðingar gegna stóru hlutverki. Annar garðurinn er vel afgirtur en hinn lokaður að hluta.

Viðh ­ a l d t r é ­p a l l a Eins og á við um ann­að í görð­um þurfa tré­­ pallar viðhald. Reglu­legt við­hald fel­ur í sér að bera á pall­inn á eins til tveggja ára fresti. Yf­ir­ leitt er not­uð við­ar­vörn með litlu lit­ar­magni en lit­ur­inn minnk­­ar áhrif sól­ar­ljóss á við­inn. Ef mik­ ill lit­ur er í við­ar­vörn­inni geta slit­flet­ir á pall­in­um orð­ið áber­andi. Þeg­ar pall­ur er smíð­að­ur skipt­ir máli að gæta þess að lofti um grind­ina en það kem­ur í veg fyr­ir að raki sitji í timbr­inu og minnk­ar lík­ur á fúa.

HANDBÓK GARÐEIGANDANS

28


Til að skapa góða heildarmynd og gera garðinn fallegan þarf að huga vel að smáatriðunum.

Girðingar og handrið

29


Skuggar frá 1,8 m hárri girðingu á mismunandi tímum Morgunskuggi

Hádegisskuggi

Síðdegisskuggi

Kvöldskuggi

1. maí kl. 9:00

1. maí kl. 13:00

1. maí kl. 17:00

1. maí kl. 19:00

21. maí kl. 9:00

21. maí kl. 13:00

21. maí kl. 17:00

21. maí kl. 20:00

20. júní kl. 9:00

20. júní kl. 13:00

20. júní kl. 17:00

20. júní kl. 21:00

10. júlí kl. 9:00

10. júlí kl. 13:00

10. júlí kl. 17:00

10. júlí kl. 21:00

9. ágúst kl. 10:00

9. ágúst kl. 13:00

9. ágúst kl. 16:00

9. ágúst kl. 20:00

8. september kl. 10:00

8. september kl. 13:00

8. september kl. 15:00

8. september kl. 18:00

8. október kl. 10:00

8. október kl. 13:00

HANDBÓK GARÐEIGANDANS

8. október kl. 17:00

30


Þau eru mörg handtökin sem þarf við smíði trépalls. Myndin hér að neðan sýnir pall í smíðum. Girðingin er klædd beggja vegna með láréttri klæðningu í samræmi við lágreist húsið. Verið er að klæða pallinn í kringum pottinn. Inni á pallinum er gert ráð fyrir gróðurbeði með myndarlegum blómstrandi runnum.

SMÍÐI GIRÐINGA Und­ir­stöð­ur girð­inga Girð­ing­ar má reisa á marg­an hátt og fag­menn eru ekki endi­lega sam­mála um hvaða að­ferð sé best enda henta þær mis­jafn­lega við mis­mun­ andi að­stæð­ur. Hér á eft­ir fara verk­lýs­ing­ar á nokkrum að­ferð­anna en á blaðsíðum 48–67 eru teikn­ing­ar af þeim.

Staur steypt­ur í hólk

Efni og fest­ing­ar Í flest­ar girð­ing­ar er not­uð gagn­var­in og al­hefl­ uð fura en það þýð­ir að timbrið er slétt og horn­in eru ávöl. Gagn­vörn­in felst í því að fúa­varn­ar­efni er þrýst inn í við­inn og kem­ur það í veg fyr­ir að timbrið fúni. Þessi vörn kem­ur þó ekki í veg fyr­ir yf­ir­borðs­skemmd­ir og þarf að verja sér­stak­lega gegn þeim með því að bera fúa­varn­ar­efni á yf­ir­ borð. Fúa­varn­ar­efni er hægt að fá í mörg­um lit­um og get­ur því sett mik­inn svip á heild­ar­út­lit girð­inga. Járn­fest­ing­ar eru not­að­ar við sam­setn­ingu girð­inga. Vinkl­ar, bita­skór, gata­plöt­ur og bolt­ar eru sink­húð­uð til að verja gegn ryði. Skrúf­ur og saum­ur eru úr ryð­fr­íu stáli en það hef­ur gef­ið betri raun en gal­van­is­er­ing eða sink­húð­un.

31

Þessi að­ferð er ein sú al­geng­asta. Not­að­ur er hólk­ur úr léttu efni sem mót fyr­ir steypuna. Nota má hólk úr plasti, pappa, steypu eða blikki. Graf­in er hola jafndjúp og lengd hólks­ins. Þver­ mál hol­unn­ar þarf að vera um 0,5 m. Hafa skal veggi hol­unn­ar sem næst lóð­rétta því ef hol­an er þröng að neð­an og breið­ari efst get­ur frost­ lyft­ing ýtt upp grúsinni og þar með staurn­um. Hólkn­um er kom­ið fyr­ir í hol­unni og frostfrírri grús mok­að í kring. Grús­ina þarf að þjappa vel en best er að gera það í nokkrum lög­um. Vatn er lát­ið renna í grús­ina. Síð­an má þjappa með sver­um tré­staur en þó ekki svo mik­ið að hólk­ ur­inn falli sam­an eða lög­un hans breyt­ist. Girð­ ing­ar­staur­inn er því næst stillt­ur af í hólkn­um og stíf­að­ur. Nauðsynlegt er að hann gangi al­veg nið­ur í holu­botn­inn. Dren­möl er mok­að með­fram staurn­um þannig að hún nái um 100 mm upp á staur­inn. Þetta er gert til þess að staur­inn myndi ekki vasa í steyp­unni þar sem vatn get­ur set­ið. Steyp­unni er síð­an hellt með­fram staurn­um og yf­ir­borð henn­ar lag­að þannig að vatn renni frá hon­um. Þeg­ar steyp­an er orð­in þurr er ráð­legt að láta vatn renna í grús­ina í kring­um hólk­inn


Staurafótur, boltaður, 95 mm. (0290107).

Blikkhólkar Ø = 200 mm. Blikkhólkar fyrir undirstöður (0251655).

Pallaundirstöður Ø = 200 mm. Fljótlegt er að koma forsteyptum undirstöðum fyrir þegar smíða á pall (0251660).

Girðingaundirstöður Ø = 200 mm. Forsteyptar undirstöður til að koma fyrir staurum í girðingu (0251661).

og þjappa enn bet­ur. Veikasti hlut­inn í þess­ ari út­færslu er þar sem staur­inn geng­ur nið­ur í steypuna; þess vegna þarf yf­ir­borð steypunn­ar að halla frá staurn­um.

Staur steypt­ur í hólk með járn­fest­ing­um

Staurafleygar henta vel þar sem jarðvegur er óhreyfður og geta verið góðar undirstöður fyrir trépalla.

Til eru nokkr­ar gerð­ir af járn­fest­ing­um fyr­ir girð­ ing­ar­­staura. Með­al þeirra eru klof­in flat­járn og fyr­ir steypu. Ef klof­in flat­járn eru not­uð skipt­ir máli að járn­in snúi þvert á vind­átt­ina og að ekki sé bil á milli staurs­ins og steyp­unn­ar. Not­að­ur er hólk­ur úr léttu efni sem mót fyr­ir steypuna. Graf­in er hola, að­eins dýpri en lengd hólks­ins. Þver­mál hol­unn­ar þarf að vera um 0,5 m. Vegg­ir hol­unn­ar þurfa að vera sem næst lóð­rétt­ir því ef hol­an er þröng að neð­an og breið­ari efst get­ur frost­lyft­ing ýtt upp grúsinni og þar með staurn­ um. Hólkn­um er kom­ið fyr­ir og frostfrírri grús mok­að í kring. Þessa grús þarf að þjappa vel því í sterk­um vindi er mik­ið álag á und­ir­stöð­ una. Ef not­að­ur er blikk­hólk­ur er best að vökva vel með vatni og þjappa síð­an með sver­um tré­staur, ekki þó svo mik­ið að hólk­ur­inn falli sam­an og lög­un­in breyt­ist. Flat­járn­in eru bolt­ uð við staur­inn og staur­inn stillt­ur af. Síð­an er steypt í hólk­inn. Passa þarf að ekki sé bil milli steypunn­ar og staurs­ins og að vatns­halli sé frá staurn­um á yf­ir­borði steypunn­ar. Þeg­ar steyp­an er orð­in þurr er grús­in í kring­um hólk­inn vökv­uð meira og þjöpp­uð aft­ur.

Staur á staura­fest­ingu Staura­fest­ing er sér­hann­að­ur járn­fleyg­ur sem

HANDBÓK GARÐEIGANDANS

Galvaniseraðir staurafleygar, rekist í jörð, 96x96 mm. (0291103).

rek­inn er nið­ur í ósnert­an jarð­veg sem und­ir­ staða fyr­ir girð­ingu eða pall. Fest­ing­in er hönn­ uð þannig að staurinn lyft­ist ekki þótt frost­lyft­ing verði í jarð­veg­in­um í kring. Staura­fest­ing­ar má nota í lág­ar, opn­ar girð­ing­ar sem ekki taka á sig mik­inn vind. Ef þessi út­færsla er not­uð er mælt með því að horn séu á girð­ing­un­um til að auka styrk þeirra.

Staur sett­ur í sand Þessi teg­und af jarð­fest­ingu hent­ar mjög vel á stöð­um þar sem vindá­lag er lít­ið. Þetta er einnig heppi­leg að­ferð ef skipta þarf um staura reglu­ lega. Not­að er steypt múffurör sem mót fyr­ir steypuna. Graf­in er hola jafndjúp lengd rörs­ins. Þver­mál hol­unn­ar þarf að vera um 0,5 m. Veggi hol­unn­ar skal hafa sem næst lóð­rétta því ef hol­an er þröng að neð­an og breið­ari efst get­ur frost­lyft­ing ýtt upp grúsinni og þar með staurn­ um. Rör­inu er kom­ið fyr­ir og mik­il­vægt er að múff­an snúi nið­ur því ann­ars er hætta á frost­ lyft­ingu. Síð­an er frostfrírri grús mok­að í kring. Grús­in er bleytt vel og þjöpp­uð í nokkrum lög­ um. Staur­inn er síð­an stillt­ur af í rör­inu og lát­inn sitja á jarð­veg­in­um í holu­botni. Holta­sandi með mikl­um þjöpp­un­ar­eig­in­leik­um er síð­an mok­að í rör­ið með­fram staurn­um og vatn lát­ið renna í gegn­um hann. Gott er að þjappa sand­inn í þrem­­ur til fjór­um lög­um.

Staur steypt­ur í holu Mok­uð er hola með 400-500 mm þver­máli. Mikil­­­vægt er að hlið­ar hol­unn­ar séu nokkurn veg­inn lóð­rétt­ar til að koma í veg fyr­ir frost­lyft­

32


Smíði girðinga ingu. Síð­an er staur­inn stillt­ur af og stíf­að­ur. Um 100 mm lag af dren­möl er sett í holu­botn­inn og steypu síð­an hellt með­fram staurn­um. Vatns­halli þarf að vera á yf­ir­borði steypunn­ar þannig að vatn­ið renni frá staurn­um. Þessi að­ferð hent­ ar vel þar sem hægt er að moka eða bora nær lóð­rétta holu. Veik­ur punkt­ur í þess­ari út­færslu er þar sem staur­inn geng­ur nið­ur í steypuna og mik­il­vægt að vatn nái ekki að sitja þar.

Með réttum verkfærum verður verkið léttara.

Staur á lóð­rétt­um stoð­vegg Þessi leið er góð til að af­marka lóð eða ef leysa þarf hæð­ar­mun þar sem girð­ing­á að koma. Hér ganga staurafleyg­ar fyr­ir steypu ofan í steypt­an vegg. Ef hæð­ar­mun­ur­inn er meiri er ráð­legt að leita ráð­gjaf­ar hjá verk­fræð­ingi sem get­ur reikn­ að út hvern­ig lög­un veggj­ar­ins þarf að vera og styrk­ur járna­grind­ar­inn­ar, því taka þarf til­lit til jarð­vegs­þunga, frost­lyft­ing­ar og vindá­lags.

Hæð girð­ing­ar Hæð girð­ing­ar ræðst gjarnan af því hvern­ig á að nota hana. Nokkur atriði til glöggvunar á hæð girðingar fyrir mismunandi notkun má sjá í töflu hér að að neðan.

Hæð girðingar 0,7 m–1,1 m

1,1–1,3 m

1,3–1,6 m

1,6–2,0 m

2,0 m og hærri

• Skjól­girð­ing fyr­ir gróð­ur.

• Girð­ing sem hljóð­tálmi fyr­ir

• Girð­ing sem veit­ir skjól þeg­ar set­ið

• Girð­ing sem veit­ir gott skjól fyr­ir

• Girð­ing not­uð til þess að skýla

• Skjól­girð­ing til að loka

• Girð­ing sem skýl­ir fyr­ir vindi í

• Þeg­ar stað­ið er upp sést yfir þessa

• Girð­ing í þess­ari hæð tek­ur á sig

• Mælt með því að láta verk­fræð­ing

mik­inn vind og þarf þess vegna

reikna út vindá­lag þannig að

góð­ar und­ir­stöð­ur og fest­ing­ar.

und­ir­stöð­ur og upp­bygg­ing

girð­ing­ar­inn­ar stand­ist það.

fyr­ir gang­andi um­ferð.

• Girð­ing til að halda gælu­dýr­um inni. • Girð­ing til að búa til ör­ugg svæði

33

fyr­ir ung börn.

venju­lega fólks­bíla­um­ferð. sól­baði á sól­bekkj­um.

er við borð, t.d. á mat­ar­tím­um. hæð á girð­ingu.

• Góð hæð fyr­ir hljóð­tefj­andi girð­ingu.

flest svæði.

stór­um svæð­um.


HANDBÓK GARÐEIGANDANS

34


Girðingaeiningar geta á einfaldan hátt fallið vel inn í gróið umhverfi.

GIRÐINGAEININGAR G

irð­inga­ein­ing­ar eru létt­ar grind­ur úr gagn­vörðu timbri sem raða má sam­an og fá þannig heild­stæð­an svip girð­ing­a í garð­in­um. Þær eru hugs­að­ar bæði fyr­ir leik­menn sem fram­kvæma sjálf­ir og eins fyr­ir þá sem fá fag­menn til að vinna verk­ið. Með þess­um mögu­leika er hægt að fá vand­að og fag­legt út­lit án þess að þurfa að smíða flókn­ustu hluta girð­ing­anna en skáliggj­andi klæðn­ing og tré­möskvar eru sein­leg og vanda­söm vinna. Með ein­ing­un­um má á þægi­leg­an hátt loka af hluta garðs­ins eða loka hon­um öll­um. Þær gefa gott skjól, varn­a því að börn hlaupi út á götu og eiga stór­an þátt í að styrkja fjöl­breyti­leika og feg­urð garðs­ins.

S t æ r ð i­ r o g s t í l l

Raða má saman misstórum girðingaeiningum til að fá fjölbreytt útlit með heildstæðum svip.

35

Girð­inga­ein­ing­ar eru til í ýms­um stærð­um og fjöl­ breyti­leiki í út­liti ger­ir það að verk­um að þær henta víða. Al­geng­ar hæð­ir eru 1,8 m og 0,9 m. Hærri hæð­in mið­ast við há­marks­hæð girð­inga í bygg­ing­ar­reglu­gerð (nr. 441 frá 1998) en all­ar girð­inga­fram­kvæmd­ir eru háð­ar því sem þar stend­ur. Lægri hæð­in er hent­ug sem landamæra­girð­ing og til að halda börn­um eða gælu­dýr­um í garði. Einnig má nota lægri ein­ing­arn­ ar sem hand­rið við pall og í dreif­býli geta þær feng­ið það hlut­verk að halda hús­dýr­um utan einka­garða. Til eru ein­ing­ar sem tengja sam­an þess­ar tvær hæð­ir þannig að ekk­ert er því til fyr­ir­stöðu að vera með mis­ jafna hæð á mis­mun­andi stöð­um í garð­in­um og auka þannig fjöl­breytileika hans. Hægt er að velja úr nokkrum stíl­brigð­um eða kerf­ um en í hverju kerfi er fjöldi mis­mun­andi ein­inga. Sam­spil tré­möskva (fléttna) og heill­ar klæðn­ing­ar gefa mögu­leika á fjöl­breytt­um út­færsl­um. Klæðn­ing­ar­borð­in geta ver­ið ým­ist lá­rétt, lóð­rétt eða á ská. Tré­möskvarn­ ir og jafnt út­lit klæðn­ing­ar­borða gefa í senn kost á fjölbreytni og heild­stæð­um stíl. Vel sést í gegn­um möskvana þannig að sam­spil girð­inga og gróð­urs get­ ur einnig orð­ið sann­fær­andi.

Hvar á að nota g i r ð ­i n g a ­e i n ­i n g ­a r ? Á slétt­lendi þar sem pláss­ið er nóg er notk­un girð­inga­ ein­inga auð­veld­ust. Þar geta stærð­ir ein­ing­anna ráð­ið bili milli stauranna en sam­ræmt bil milli staura gef­ur þægi­lega hrynj­andi fyr­ir aug­að. Þar sem á að loka öll­ um garð­in­um eru ein­ing­arn­ar yf­ir­leitt hag­kvæm­ari en að smíð­a girðingu á staðn­um. Hér þarf þó að hafa í huga að lang­ar, bein­ar, full­l­ok­að­ar girð­ing­ar taka á sig mik­inn vind og því er hætt við að þær skekk­ist. Til að fyr­ir­byggja þetta má brjóta upp legu girð­ing­anna með inn­skot­um inn í garð­inn, t.d. með tveggja til þriggja ein­inga milli­bili. Horn­in sem mynd­ast auka heild­ar­styrk girð­ing­ar­inn­ar, auk þess sem setja má fal­leg­an gróð­ur í skot­in til að gleðja augu veg­far­enda. Með því að nota ein­ing­ar með tré­möskvum (flétt­um) er hægt að minnka vindá­lag­ið en möskvar á vel út­hugs­uð­um stöð­um auka fjöl­breyti­leika í út­liti. Einkum reynist erfitt að nota girð­ inga­ein­ing­ar í mikl­um halla og á stöð­um þar sem bili milli staura verður ekki hnikað til. Hand­lag­inn smið­ur get­ur þó lag­að til eina og eina ein­ingu, t.d. með því að mjókka hana, og er vel þess virði að skoða þann mögu­ leika áður en ákveð­ið er að nota dýr­ari lausn­ir.

H v e r n ­i g á a ð v e l j a s a m ­ a n e i n ­i n g ­a r n ­a r ? Girð­inga­ein­ing­ar gefa sterk­an heild­ar­svip og hafa því veru­leg áhrif á yf­ir­bragð garðs­ins og sam­spil hans við um­hverf­ið. Til þess að vel tak­ist til eru nokk­ur at­riði, bæði praktísk og fag­ur­fræði­leg, sem vega þungt í skipu­lagn­ingu með girð­inga­ein­ing­um. Skjól­mynd­un er al­geng­asta ástæð­an fyr­ir hárri girð­ingu en tryggja þarf að girð­ing skýli fyr­


S a m ­r æ m i v i ð h ú s o g u m ­h v e r f i Oft er hægt að end­ur­spegla ráð­andi lín­ur í húsi eða um­hverfi lóð­ar. Þær hafa áhrif á hvort klæðn­ing í girð­ingu kem­ur best út lá­rétt, lóð­rétt eða á ská. Einnig get­ur rétt notk­un á möskva­ ein­ing­um gef­ið girð­ingu létt og gagn­sætt út­lit og auk­ið þannig heild­ar­sam­ræmi húss, garðs og um­hverf­is.

L e g a g i r ð ­i n g a Að­als­merki flestra garða er gróð­ur­inn en á með­an aðr­ir þætt­ir garðs­ins eld­ast og veðr­ ast stækk­ar gróð­ur­inn og verð­ur blóm­legri. Þess vegna er skyn­sam­legt að skoða gróð­ur­ val og stað­setn­ingu um leið og ákvarð­an­ir um girð­ing­ar eru tekn­ar. Vel val­inn gróð­ur beggja vegna girð­ing­ar og fjöl­breyti­leiki í hæð, gerð og legu henn­ar trygg­ir feg­urð garðs­ins í fram­ tíð­inni.

S m á ­a t ­r i ð ­i n s k i p t a m á l i ir til­ætl­uð­um átt­um. Of al­gengt er að girð­ing­ar séu sett­ar upp þannig að þær magni vind­styrk líkt og trekt eða myndi hvirfla vegna end­ur­ kasts vinds sem kem­ur ofan af þaki. Til að fyr­ir­byggja slík mis­tök þarf að skoða ríkj­andi vind­átt­ir á staðn­um og taka mið af þeim. Vert er að hafa í huga að skjól­girð­ing­ar stoppa ekki vind­inn held­ur eiga þær þátt í að beina hon­um ann­að. Þess vegna þarf að gera sér grein fyr­ir skjól­svæð­un­um og einnig að áætla hvert vind­ arn­ir leita.

HANDBÓK GARÐEIGANDANS

Girð­inga­ein­ing­ar setja mik­inn svip á garð­inn og með góð­um loka­frá­gangi fær hann sinn eig­in sér­staka stíl. Raf­lýs­ing, blóma­pott­ar, sum­ar­ blóm, lista­verk og fal­leg garð­hús­gögn eru allt at­riði sem vert er að taka með í hönn­un­ina. Vönd­uð raf­lýs­ing gef­ur garð­in­um ljóma og þar með þá til­finn­ingu að við séum stödd í allt öðr­ um garði en þeim sem við njót­um á sól­rík­um sum­ar­dög­um. Þá má lýsa upp girð­ing­ar með nið­ur­felld­um ljós­um sem beina geisl­un­um upp eft­ir þeim og „teikna“ á þær keilu­laga mynst­

36


Glæsileg útfærsla sem fellur vel að gróðri og öðrum þáttum í umhverfinu.

Tvær útfærslur af því hvernig hægt er að festa einingarnar við staurana.

Girðingaeiningar ur. Girð­ing­arn­ar má prýða með vegg­ljós­um sem ým­ist lýsa upp eða nið­ur. Það má einnig hengja blóma­körf­ur á þær. Ekki má gleyma því að innstung­ur á vel völd­um stöð­um koma sér vel fyr­ir ljósa­ser­í­ur um jól­in og fær­an­leg úti­ljós.

U p p ­s e t n i­ n g g i r ð ­i n g a ­e i n ­i n g a Staur­un­um er kom­ið fyr­ir á sama hátt og ef um væri að ræða girð­ingu smíð­aða á staðn­um, en því er lýst í girð­inga­hluta hand­bók­ar­inn­ar. Þeim er stillt upp með því að nota stíf­ur og sett­ir í rétta línu með hjálp snúru og síð­an er lóð­rétt staða þeirra tryggð með halla­máli. Staurana þarf að stilla mjög vand­lega af svo að ekki mynd­ist óeðli­legt bil milli staurs­ins og ein­ing­ ar­inn­ar. Þeg­ar ein­ing­arn­ar eru fest­ar við staurana eru not­að­ar til þess fransk­ar skrúf­ur. Not­uð eru 2 til 6 stk. 150 mm lang­ar skrúf­ur í hverja ein­ingu, allt eft­ir stærð og lög­un ein­ing­ar­inn­ar. Skrúf­urn­ar eru látn­ar ganga lá­rétt en á ská í gegn­um staur­inn og í girð­inga­ein­ing­una. Fyr­ ir skrúf­un­um þarf að bora með löng­um bor til þess að bor­vél­in kom­ist fyr­ir. Einnig má nota fram­leng­ingu á bor­vél­ina. Til þess að frágang­ ur­inn verði fal­legur má bora víð­ara gat efst þannig að haus skrúf­unn­ar falli að yf­ir­borði viðarins.

37

Girðingaeiningar á að festa við staurana með löngum ryðfríum skrúfum. Borað er fyrir skrúfunum í gegnum einingarnar með 60 cm millibili. Dæmi: Í girðingaeiningu sem er 1,80 m á hæð eru settar 3 skrúfur hvorum megin, en skarast um 30 cm (ekki hver á móti annarri). Skrúfuhausunum er sökkt inn í viðinn.


GARÐUR # 1 LÁTLAUSI GARÐURINN

Helstu einkenni Þessi garður byggist á einföldum útfærslum. Pallurinn er ferkantaður og því auðveldur í smíðum og hellulögðu svæðin eru útfærð úr misstórum ferköntuðum hellum með munstri sem auðvelt er að leggja. Ekki ætti að þurfa að saga hellur til þess að útfærslan gangi upp.

Sérstaða Hagkvæmni er aðalsmerki þessa garðs. Stéttar, pallur og stígur eru ódýr í byggingu. Girðingar eru í því lágmarki sem þarf til að mynda skjól gagnvart veðrum, vindum og nágrönnum.

Garður 3 - Látlausi garðurinn

Helstu einkenni: Þessi garður byggist á einföldum útfærslum. Pallurinn er ferkantaður og því auðveldur í smíðum og hellulögðu svæðin eru útfærð úr misstórum ferköntuðum hellum með munstri sem auðvelt er að leggja. Ekki ætti að þurfa að saga hellur til þess að útfærslan gangi upp. Sérstaða: Hagkvæmni er aðalsmerki þessa garðs. Stéttir, pallur og stígur eru ódýr í byggingu. Girðingar eru í því lágmarki sem þarf til að mynda skjól gagnvart veðrum, vindum og nágrönnum.

1 500

Trépallur TrépallurPA3, PA3, sniðmynd sniðmynd

7 6

450

3 2

1200

9

4

8

11Bitar: Bitar:45 45x x95 95mm mm (0058504) gagnvarin fura, (0058504) gagnvarin fura, alhefluð, alhefluð,millibil millibil 0,5 0,5 m. m. Boltar:Borðaboltar Borðaboltar12 12x x 22 Boltar: 180 heitgalvaniseraðir heitgalvaniseraðir 180 (31122180), 22 stk. (31122180), stk. Dregarar:45 45xx145 145 mm mm 33 Dregarar: (0058506) gagnvarin (0058506) gagnvarin fura, fura, alhefluð, millibil 2 m. alhefluð, millibil 2 m. Jarðvegur: Jarðvegur á 44 Jarðvegur: Jarðvegur á staðnum. staðnum. 5 Kantborð: 22 x 95 mm 22 x 95 mm 5(0058254) Kantborð:gagnvarin fura, (0058254) gagnvarin fura, alhefluð, fest með ryðfríum alhefluð, fest með A4 tréskrúfum 4,5ryðfríum x 50 mm A4 4,5 x 50 mm UZtréskrúfum (30114550). UZ (30114550). x 95 mm 6 Klæðning:27 27 x 95 mm 6(0058324) Klæðning:gagnvarin fura, (0058324) fura, alhefluð, bilgagnvarin milli borða 5 mm alhefluð, milli borða fest meðbil ryðfríum A-4 5 mm fest með ryðfríum A-4UZ tréskrúfum 4,5 x 60 tréskrúfum (30114560).4,5 x 60 UZ (30114560).

77Samfestingar: Samfestingar: Galvaniseraðar járnfestingar, Galvaniseraðar járnfestingar, þakásankeri 210 B210 B BYG-þakásankeri (33702212) fest (33702212) festmeð með galvaniseruðum galvaniseruðumskrúfum skrúfum5,0 5,0 x x40 40(33799540) (33799540)eða eða galvaniseruðum kambsaum galvaniseruðum kambsaum 4,0 88 stk. í í 4,0x x40 40(33799440) (33799440) stk. hvert hvertjárn. járn. 88Staur: 95 x 95 mm Staur: 95 x 95 mm (0059954) gagnvarin (0059954) gagnvarinfura, fura, alhefluð. alhefluð. 9 Staurafleygur: 9 Staurafleygur: Galvaniseruð Galvaniseruð staurafesting í jörð staurafesting í jörð 103 x 750 mm (0291103). 96 x 750 mm (0291103).

Útgangur úr húsi

Úlfareynir

TrépallurPA3, PA3, Trépallur grindarteikning grindarteikning

2000

3

1

4250

Himalajaeinir

Skjólgirðing G3, hæð 1,8 m

5

Birkikvistur

7 4 5

6

11 Bitar: 45 xx 95 95 mm mm (0058504) (0058504) Bitar: 45 gagnvarin fura, alhefluð, alhefluð, millibil millibil gagnvarin fura, 0,5 0,5 m. m. 2 Dregari: 45 x 145 mm 2 Dregari: 45 x 145 mm (0058506) gagnvarin, alhefluð (0058506) gagnvarin, alhefluð fura, millibil hámark 2 m. fura, millibil hámark 2 m. 3 Dregari við hús: 45 x 145 mm hús: 45 xalhefluð 145 mm 3 Dregari við (0058506) gagnvarin, (0058506) gagnvarin, alhefluð fura, boltaður við sökkul eða fura, boltaður við sökkul eða vegg húss með múrboltum vegg húss með UPAT-múrboltum 10 x 100 HG (33110090). x 100 HG 22 (33110090). 410 Kantborð: x 95 mm 22 x 95 mm 4 Kantborð:gagnvarin (0058254) fura, (0058254) gagnvarin fura, alhefluð. alhefluð.

5 Klæðning: 27 x 95 mm 5 Klæðning: 27 x 95 mm (0058324) gagnvarin, alhefluð (0058324) gagnvarin, alhefluð fura, bil milli borða 5 mm, fest fura, bil milli borða 5 mm, fest með ryðfríum A4 tréskrúfum 4,5 með ryðfríum A4 tréskrúfum 4,5 x 60 mm UZ (30114560). x 60 mm UZ (30114560). 6 Samfestingar: Ryðfríar Ryðfríar 6 Samfestingar: járnfestingar, þakásankeri járnfestingar, BYG-þakásankeri 210 B (33702212) fest með 210 B (33702212) fest með galvaniseruðum skrúfum 5,0 x galvaniseruðum skrúfum 5,0 x 40 (33799540) eða 40 (33799540) kambsaum eða galvaniseruðum 4,0 galvaniseruðum kambsaum 4,0 x 40 (33799440) 8 stk. í hvert x 40 (33799440) 8 stk. í hvert járn. járn. 7 Undirstaða:Undirstaða á 7 Undirstaða: staurafleyg (sjáUndirstaða sniðmynd).á staurafleyg (sjá sniðmynd).

2000 500

6550

handbók fyrir garðeigendur

2

Limgerði úr ilmbjörk

38


5

2

1

6

700

95 x 95

Hellulögð stétt: Garðhellur 30 x 30, 30 x 15 og 15 x 15

1800 1800

22 x 95 Trépallur PA3 úr gagnvarinni furu, klæðningarborð 27 x 95 mm

3

700

700

Sunnukvistur

4

95 x 95

Tréstiklur 80 x 80 cm

Skjólgirðing SkjólgirðingG3, G3,útlit útlit

45 x 95

45 x 95

700

5

3

27 x 95

95 x 95

4

22 x 34 34 x 95

3

45 x 95

2 3

750

Rifs

Rifs

3

39

8

700

3

250

79

2 2

3

4

k

3

6 1

1

7

5 6 4

5 Malarstígur úr grágrýtismulningi með tréstiklum úr gagnvarinni furu

Hellulögð stétt: Garðhellur 30 x 30, 30 x 15 og 15 x 15

700

1800

6 150 óhefluð gagnvarin fura 150 xx 150 mm óhefluð, fura

Skjólgirðing G3, sniðmynd 1 Drenmöl: Möl sem hleypir vatni vel í gegnum sig. 2 Grús: Frostfrí fjölkorna grús með mikla þjöppunareiginleika. 3 Jarðvegur: Jarðvegur á staðnum. 4 Steypa: Staurasteypa, quikret (49811018). Hellulögð stétt: Garðhellur 30 x 30,Blikkhólkur 750 mm Ø 5 Steypumót: 30 x 15 og 15 (0251655). x 15 200 mm 6 Vatnshalli: 5% halli sem veitir vatni frá staurnum.

2 Malarstígur M3, M3, sniðmynd Malarstígur sniðmynd Skýringar 5Skýringar

1 Grús: Frostfrí, fjölkorna grús 1 Grús: Frostfrí, fjölkorna grús með mikla þjöppunareiginleika. með mikla þjöppunareiginleika. 2 Jarðvegur: Jarðvegur á staðnum. 23 Jarðvegur: Jarðvegur á Möl: með 4 Grágrýtismulningur staðnum. kornastærð 10-20 mm. 34 Grágrýtismulningur með Möl: Steypa: Staurasteypa, 1 kornastærð (0225504). 10-20 mm. Steypufesting: Múrfesting 45 Steypa: quikret 3 Staurasteypa, 450 (33709001). (49811018). Steypumót: Blikkhólkur 750 56 Steypufesting: BYG-múrfesting mm Skjólgirðing Ø 200 mm (0251655) 500 (33709001). G3, sniðmynd klipptur í tvennt. 6 Steypumót: Blikkhólkur 750 vatni vel 1 Drenmöl: Möl sem hleypir mm Øí gegnum 200 mmsig. (0251655) klipptur í tvennt. 2 Grús: Frostfrí fjölkorna grús með mikla þjöppunareiginleika. 3 Jarðvegur: Jarðvegur á staðnum. 4 Steypa: Staurasteypa, quikret (49811018). 5 Steypumót: Blikkhólkur 750 mm Ø 200 mm (0251655). 6 Vatnshalli: 5% halli sem veitir vatni frá staurnum.

3

750

Malarstígur úr grágrýtismulningi Alaskayllir með tréstiklum úr gagnvarinni furu

4

5 Vatnsbretti: Endatimbri 3 klæðningar lokað með 27 x 95 (0058504) gagnvarin fura, G3, sniðmynd Skjólgirðing 1 Drenmöl: Möl sem hleypir vatni vel (0058324) gagnvarinni alhefluð. 1 Drenmöl: Möl sem hleypirmm vatni í gegnum sig. x 95 vel furu, alheflaðri, fest með Klæðning: 22 xí gegnum 95 mm sig. 2 95 2 Grús: Frostfrí grús með ryðfríum 2 Grús:fjölkorna Frostfrí með A-4 tréskrúfum 4,5 x (0058254) gagnvarin fura, fjölkorna grús mikla þjöppunareiginleika. 50 mm UZ (30114550). mikla þjöppunareiginleika. alhefluð, bil milli borða 25 mm. 3 Jarðvegur: Jarðvegur Jarðvegur á staðnum.á 6 Vinklar: BYG-vinkill 50 x 50 x 3 Jarðvegur: 3 Skrúfur: Klæðning fest með 4 Steypa: Staurasteypa, 35 mm (33707349) festur með ryðfríum A-4 staðnum. tréskrúfum 4,0 xquikret x 95 4 Steypa: Staurasteypa, (49811018). galvaniseruðum skrúfum 5,0 x 4545mm UZ (30114045) eða Blikkhólkur 750 mm Ø 40 mm (33799540) eða Steypumót: 4,5 x545 mm(0225504). UZ (30114545), galvaniseruðum kambsaum Steypumót:Blikkhólkur 750 mm 200 mm5(0251655). 2 stk. á þremur stöðum í hvert 4,0 x 40 mm (33799440). Ø 200 borð.6 Vatnshalli: 5%mm halli(0251655). sem veitir 6 Vatnshalli: 5% halli sem veitir 95 x 95 mm Staurar: 4 vatni frá staurnum. vatni frá staurnum. (0059954) gagnvarin fura, alhefluð. 700

khólkur 750 mm Ø 5). ralli ilmbjörk sem veitir m.

Trékantur: 150 x 150 mm 1 Grús: Frostfrí, fjölkorna grús Garðhellur 307x 30, Trépallur PA3 úr gagnvarinni Hellulögð stétt: gagnvarin fura, með mikla þjöppunareiginleika. 30 x 15 og 15(0029606) x 15 furu, klæðningarborð Garðhellur 30 x 30, óhefluð. 2 Jarðvegur: Jarðvegur á 27 x 95 mm 30 x 15 og 15 8 Tréstikla: 22x x15 95 mm staðnum. (0058254) gagnvarin, alhefluð 3 Möl: Grágrýtismulningur með fura, skrúfuð saman með kornastærð 10-20 mm. Tréstiklur 80 x 80 cm ryðfríum A-4 tréskrúfum 4,0 x 45 4 Steypa: Staurasteypa, quikret mm UZ (30114045). (49811018). 9 Vatnshalli: 5% halli sem veitir 5 Steypufesting: BYG-múrfesting vatni frá timbrinu. 500 (33709001). 6 Steypumót: Blikkhólkur 750 45 x 95Gras mm Ø 200 mm (0251655) klipptur í tvennt.

250

Skjólgirðing G3, hæð 1,8 m

lkorna grús með ginleika. egur á staðnum. teypa, quikret 150 x 150 mm óhefluð, gagnvarin fura

Skjólgirðing G3, útlit 22 x 95 45 x 95 mmG3, sniðmynd 1 Bitar: Skjólgirðing

700

m hleypir vatni vel Gras Gras

3

Sunnukvistur Malarstígur M3, sniðmynd Skýringar 45 x 95stétt: Hellulögð

250

3, sniðmynd

750

3 4

700

700

2

145 x 95 Tréstiklur 80 x 80 cm

6

3

2

2 95 x 95

1

1800

22 x 95

1

700

5 4 6

79

250

Hellulögð stétt: Garðhellur 30 x 30, 30 x 15 og 15 x 15

45 x 95 Rifs

3

1800

nvarinni

750

3 Sunnukvistur

22 x 34

34 x 95 8

1800

95 x 95

3

5

2 6

Malarstígur úr grágrýtismulningi með tréstiklum úr gagnvarinni furu

7

250

250

700

55Vatnsbretti: 11Bitar: Bitar: 45 45 xx 95 95 mm mm Vatnsbretti: Endatimbri Endatimbri klæðningar (0058504) (0058504)gagnvarin gagnvarinfura, fura, klæðningarlokað lokaðmeð með 27 27xx 95 95 mm (0058324) alhefluð. Gras alhefluð. mm (0058324)gagnvarinni gagnvarinni furu, 22Klæðning: 22 xx 95 95 mm furu,alheflaðri, alheflaðri,fest festmeð með Klæðning: 22 mm ryðfríum (0058254) ryðfríumA-4 A-4 tréskrúfum tréskrúfum4,5 4,5xx (0058254)gagnvarin gagnvarinfura, fura, 50 alhefluð, 50mm mmUZ UZ(30114550). (30114550). alhefluð,bil bilmilli milliborða borða25 25mm. mm. 66Vinklar: 50 x 50 50 xx 50 x 3 Skrúfur: Klæðning fest með Vinklar: Vinkill BYG-vinkill 3 Skrúfur: Klæðning fest með 35 festur með ryðfríum A-4 tréskrúfum 4,0 x 35mm mm(33707352) (33707349) með 150 óhefluð, gagnvarin furafestur ryðfríum tréskrúfum 4,0 x x 150 mmgalvaniseruðum skrúfum 5,0 45 mm UZA-4 (30114045) eða galvaniseruðum skrúfum 5,0xx 45 mm UZ (30114045) eða 40 4,5 x 45 mm UZ (30114545), 40mm mm(33799540) (33799540)eða eða 4,5 x 45 mm UZ (30114545), galvaniseruðum 2 stk. á þremur stöðum í hvert galvaniseruðumkambsaum kambsaum 2 stk. á þremur stöðum í hvert 4,0 borð. 4,0xx40 40mm mm(33799440). (33799440). borð. 4 Staurar: 95 x 95 mm Staurar: 95 x 95 mm 4 (0059954) gagnvarin fura, (0059954) gagnvarin fura, alhefluð. alhefluð. 27 x 95

Alaskayllir

Gras

250

1800

22 x 34 34 x 95 45 x 95

700

Skjólgirðing G3, hæð 1,8 m

aeinir

250

1800

700

700

kvistur

700

27 x 95

5 4

7 Trékantur: 150 x 150 mm 7 Trékantur: 150 x 150 mm 6 (0013505) fura, (0029606) gagnvarin fura, óhefluð. óhefluð. 8 Tréstikla: 22 x 95 mm 8 Tréstikla: 22 x 95 mm (0058254) gagnvarin, alhefluð gagnvarin, fura, (0058254) skrúfuð saman með alhefluð fura, skrúfuð saman með ryðfríum A-4 tréskrúfum 4,0 x 45 ryðfríum A-4 tréskrúfum 4,0 x 45 mm UZ (30114045). Mala mm UZ (30114045). 9 Vatnshalli: 5% halli sem veitir Skýr vatni 9fráVatnshalli: timbrinu. 5% halli sem veitir 1 Grú vatni frá timbrinu. með 2 Jar staðn 3 Mö korna 4 Ste (498 5 Ste 500 6 Ste mm Ø klipp


GARÐUR # 2 BARNVÆNI GARÐURINN

Helstu einkenni Næst húsinu er pallur lokaður með handriði og hliði og er svæðið því eftirlæti foreldra með lítil börn. Svæðin innan garðsins eru rúmgóð og formin eru kröftug. Girðingarnar einkennast af sterklegu útliti en þær eru jafnframt hljóðtálmar gagnvart umferðarhávaða.

Sérstaða Útfærslan er á stórri baklóð sem útfærð er sem heild. Pallur, stígar og stéttar umlykja grasflöt og eru því í góðum tengslum við þetta aðalleiksvæði garðsins.

1800

1

20 00

20 00

1 Skógartoppur

0 50

5800

0 50

7 4

7 4

5

Trépallur 27PA5, x 70 grindarteikning mm (0058273) 5 Klæðning: Trépallur PA5, grindarteikning 1 Bitar:alhefluð 45xx95 95fura, mm(0058504) (0058504) gagnvarin, bil milli 1 Bitar: 45 mm gagnvarin, alhefluð fura, A4 borða 5 mm, fest með ryðfríum gagnvarin, alhefluð fura, millibil 0,5 m. ði og er , tréskrúfum 4 5 x 60 mm U2 millibil 0,5 m. 2 Dregarar: 45 x 145 mm (30114560). eru rúmgóð 2 Dregarar: 45 x 145 mm (0058506) gagnvarin, alhefluð fura, Galvaniseraðar r eru 6 Samtengingar: , alhefluð fura, (0058506) gagnvarin millibil 2 m. járnfestingar, BYG - þakásankeri 210 millibil 2 m. 3 Dregari við B (33702212) festhús: með 45 x 145 mm Dregari við hús: 45 xalhefluð 3 og 145 mmfura lur, stígar (0058506) gagnvarin, galvaniseruðum skrúfum 5,0 x 40 (0058506) gagnvarin, fura, boltaður við sökkul eðaalhefluð vegg húss iksvæði (33799540) eða galvaniseruðum boltaður við sökkul eða vegg með múrboltum x 100 HGhúss kambsaum 4,0 x 40 10 (33799440) 8 með UPAT múrboltum 10 x 100 HG (33110090). stk. í hvert járn. . 22 x 95 mm (0058254) (33110090) 4 Kantborð: Steypt undirstaða. 7 Undirstaða: Kantborð: 4 22 x 95 mm (0058254) gagnvarin fura, alhefluð. gagnvarin fura,27alhefluð. 5 Klæðning: x 70 mm (0058273) gagnvarin, alhefluð fura, bil milli 70 mm (0058273) 5 Klæðning: borða 5 mm, 27 festx með ryðfríum A4 gagnvarin, alhefluð bil milli tréskrúfum 4,5 x 60 fura, mm U2 borða 5 mm, fest með ryðfríum A4 (30114560). 4,5 x 60 mm U2 6tréskrúfum Samtengingar: Galvaniseraðar (30114560). þakásankeri 210 járnfestingar, Samtengingar: 6 (33702212) B með 10 Pílárar: 22 x 34fest mmGalvaniseraðar galvaniseruðum 40 járnfestingar, BYGskrúfum - þakásankeri 210 (0058251) gagnvarin, 6 Hliðarklæðning: 22 x5,0 34 xmm B (33702212) fest með (33799540) galvaniseruðum alhefluð fura. eða (0058251) gagnvarin galvaniseruðum skrúfum 5,0 x 40 kambsaum 4,0 x 40 (33799440) 11 Staurar: 95 xfura. 95 mm alhefluð eða galvaniseruðum 8(33799540) stk. í hvert járn. (0059954) gagnvarin 7 Jarðvegur: Jarðvegur 4,0Steypt x 40 (33799440) Undirstaða: undirstað. 8 fura,7kambsaum alhefluð. stká. ístaðnum. hvert járn. 12 Steypa: Staurasteypa quikret 8 22 x 34 mm (0058251) Listar: Undirstaða: . Steypt undirstaða 7 (49811018). gagnvarin, alhefluð fura. 13 Steypufesting: BYG9 Pallaklæðning: 27 x 70 mm múrfesting 500 gagnvarin, alhefluð (0058273) (33709001) 2 stk. fura, bil milli borða 5 mm, fest 14 Steypumót: Blikkhólkur 750 með ryðfríum A4 tréskrúfum 4,5 mm Ø 200 x 60mm mm(0251655). U2 (30114560).

Skógartoppur

N

3

6

6

Trépallur PA5 úr gagnvarinni furu, klæðningarborð 27x70 mm

2 1 2600

2

7 4

Skógartoppur 2600

5800

5 Klæðning: 27 x 70 mm (0058273) gagnvarin, alhefluð fura, bil milli borða 5 mm, fest með ryðfríum A4 tréskrúfum 4,5 x 60 mm U2 (30114560). 6 Samtengingar: Galvaniseraðar járnfestingar, BYG - þakásankeri 210 B (33702212) fest með galvaniseruðum skrúfum 5,0 x 40 6600 (33799540) eða galvaniseruðum kambsaum 4,0 x 40 (33799440) 8 stk. í hvert járn. 7 Undirstaða: Steypt undirstaða.

20 00

1800

5

0 50

6600

Fjallafura Fjallafura

Geislasópur

Geislasópur

5

Gljámispill Gljámispill

6

Trépallur PA5 úr gagnvar furu, klæðningarborð 27x70 mm

.

2

Grasflöt Hellulögn: Álfaberg, móbrúnt

Fjallafura

Grasflöt

Geislasópur

H

.

.

.

10 Pílárar: 22 x 34 mm (0058251) gagnvarin, Fjallafura alhefluð fura. Fjallafura 2600 Hellulögn: 11 Staurar: 95 x 95 mm 6600 Álfaberg, móbrúnt (0059954) gagnvarin fura, alhefluð. 12 Steypa: Staurasteypa quikret (49811018). 13 Steypufesting: BYGGljámispill múrfesting 500 (33709001) 2 stk. 14 Steypumót: Blikkhólkur 750 mm Ø 200 mm (0251655).

8

Hringstikla

Fjallafura

Geislasópur Hringstikla Grasflöt Loðkvistur

Hellulögn: Álfaberg, móbrúnt

Geislasópur Loðkvistur

9 6

3

Skjólgirðing G5, hljóðtálm

13 14

12 4 7

12 Fagursýrena 4 Purpurabroddur 7

9

Hlið

.

10 Pílárar: 22 x 34 mm (0058251) gagnvarin, 10 5 1 alhefluð fura. 11 Staurar: 95 x 95 mm (0059954) gagnvarin fura, alhefluð. 12 Steypa: Staurasteypa quikret (49811018). 9 13 Steypufesting: BYG6 500 múrfesting (33709001) 2 stk. 1 750 14 Steypumót: Blikkhólkur mm Ø 200 mm (0251655).

N

3

5800

1800

rúmgóð nu er pallur lokaður með handriði og hliði og er umeð lítil börn. Svæðin innan garðsins eru rúmgóð nar einkennast af sterklegu útliti en þær eru stígar og vart umferðarhávaða. væði órri baklóð sem útfærð er sem heild. Pallur, stígar og ru því í góðum tengslum við þetta aðalleiksvæði

3 14

N

3

æni g er garðurinn

6 GARÐEIGANDANS HANDBÓK

Himalajaeinir

Hringstikla Fjallarós Birkikvistur Himalajaeinir Fagursýrena Alaskayllir Purpurabroddur

Sunnukvistur Geislasópur Alaskayllir

Fjallarós Birkikvistur Loðkvistur

Hansarós Sunnukvistur

40


3 Dregari við hús: 45 x 145 mm (0058506) gagnvarin, alhefluð fura, boltaður við sökkul eða vegg húss með UPAT-múrboltum 10 x 100 HG (33110090). 4 Kantborð: 22 x 95 mm (0058254) gagnvarin fura, alhefluð.

B (33702212) fest með galvaniseruðum skrúfum 5,0 x 40 (33799540) eða galvaniseruðum kambsaum 4,0 x 40 (33799440) 8 stk. í hvert járn. 7 Undirstaða: Steypt undirstaða.

4 Grús: Frostfrí fjölkorna grús með mikla þjöppunareiginleika. 5 Handlisti: 45 x 120 mm (0058505) gagnvarin, alhefluð fura.

6600

13 Steypufesting: múrfesting 500 (33709001) 2 stk 14 Steypumót: Bli mm Ø 200 mm (0

(0058273) gagnvarin, alhefluð fura, bil milli borða 5 mm, fest með ryðfríum A4 tréskrúfum 4,5 2600 x 60 mm U2 (30114560).

10

5

8

1

Gljámispill

Pallahandrið P5, útlitsteikning

10 22 xx 34 34 mm mm 10 Pílárar: Pílárar: 22 (0058251) (0058251)gagnvarin gagnvarin, alhefluð fura. alhefluð fura. 11 Staurar: 95 x 95 mm 11 Staurar: 95 x 95 mm (0059954) gagnvarin (0059954) gagnvarin fura, alhefluð. fura, alhefluð. 12 Steypa: Staurasteypa 12 Steypa: Staurasteypa quikret (0225504). (49811018). 13 Steypufesting: Múrfesting 13 Steypufesting: 450 (33709001) 2 BYGstk. múrfesting 500 14 Steypumót: (33709001)750 2 stk. Blikkhólkur mm Ø 200 mm 14 Steypumót: Blikkhólkur 750 (0251655). mm Ø 200 mm (0251655).

6 Hliðarklæðning: 22 x 34 mm (0058251) gagnvarin alhefluð fura. 7 Jarðvegur: Jarðvegur á staðnum. 8 Listar: 22 x 34 mm (0058251) gagnvarin, alhefluð fura. 9 Pallaklæðning: 27 x 70 mm (0058273) gagnvarin, alhefluð fura, bil milli borða 5 mm, fest með ryðfríum A4 tréskrúfum 4,5 x 60 mm U2 (30114560).

1 Bitar: 45 x 95 mm (0058504) gagnvarin, alhefluð fura. 2 Boltar: Borðaboltar 12 x 180 heitgalvaniseraðir (31122180) 2 stk. 3 Dregarar: 45 x 145 mm (0058506) gagnvarin, alhefluð fura, millibil 2 m. 4 Grús: Frostfrí fjölkorna grús með mikla þjöppunareiginleika. 5 Handlisti: 45 x 120 mm (0058505) gagnvarin, alhefluð fura.

10

5

9 6

11 9 Fjallafura

1 Hellulögn: Álfaberg, móbrúnt

9 2

3 13 14 12 4 7

7

8

1

Hringstikla

9 6

11 9

1

3

9 2

13 14 12 4 7

7

Fagursýrena Purpurabroddur

Himalajaeinir Alaskayllir

4

2

Fjallarós Birkikvistur

2

1

6

200

800

1500

1350

5 3

1500

45 x 95

95 x 95

1450 1500

Trétröppur

45 x 95

1350

Pallahandrið P5

Garðakvistur Snjóber

Skjólgirðing SkjólgirðingG5, G5, hljóðtálmi, hljóðtálmi,útlit útlit og og grunnmynd grunnmynd

Bitar: x 95 mm (0058504) 1 1Bitar: 4545 x 95 mm (0058504) gagnvarin fura, alhefluð. gagnvarin fura, alhefluð. Klæðning: x 145 mm 2 2Klæðning: 2522 x 150 mm (0058256)gagnvarin gagnvarinfura, fura alheflað, (0028256) 3 Samfestingar: Ryðfríar óhefluð. Tvöföld klæðning, bilA4 tréskrúfur 6,0 mm. x 100 mm UZ milli borða 100 Samfestingar: Ryðfríar A4 3 (30116100).

tréskrúfur 6,0 x 100 mm UZ (30116100).

44 Skrúfur: Skrúfur:Klæðning Klæðningfest festmeð með ryðfríumA4 A4tréskrúfum tréskrúfum4,0 4,0xx ryðfríum 45 45 mm mm UZ UZ(30114045) (30114045) og og A4 A4 tréskrúfum tréskrúfum5,0 5,0 xx80 80mm mm (30115080). (30115080). Staurar:95 95xx95 95mm mm 55 Staurar: (0059954) gagnvarin gagnvarin fura, fura, (0059954) alhefluð. alhefluð. 6 Vatnshalli: Staurendi sagaður 6 Vatnshalli: Staurendi sagaður með20-60° 20–60°halla hallaþannig þannigað að með vatnleki lekiaf afendatimbrinu. endatimbrinu. vatn

800

22 25 xx 145 150

200

45 x 95

Hellulagður stígur: Álfaberg, móbrúnt

5 2

Grasflöt

900

4 1

Gultoppur Runnamura

3

mi

Skjólgirðing G5, hljóðtálmi, sniðmynd 1 Grús: Frostfrí, fjölkorna grús með mikla þjöppunareiginleika. 2 Holtasandur: Holtasandur með mikla þjöppunareiginleika, vökvaður og þjappaður í lögum.

250 500

41

3 Jarðvegur: Jarðveguráá 3 Jarðvegur: Jarðvegur staðnum. staðnum. 4 Múffurör: Steypt frárennslisrör 4 Múffurör: Steypt frárennslisrör ø 250 mm. ø 250 mm. 5 Staur: 95 x9595x mm (0059954) 5 Staur: 95 mm (0059954) gagnvarin, alhefluð fura. gangvarin, alhefluð fura.


GARÐUR # 3 SUMARHÚSALÓÐ MEÐ HEITUM POTTI

Helstu einkenni Í þessum garði skiptir útiveran jafn miklu máli og veran í bústaðnum. Pallar á tveimur hæðum, góðir skjólveggir og heitur pottur gera dvölina í bústaðnum eftirminnilega.

Sérstaða Íslenskt birkikjarr og rúmgóðir pallar tengja bústaðinn við umhverfið. Á mótum náttúrulega umhverfisins og pallanna eru harðgerðir runnar en þeir mynda litríkt samspil við birkikjarrið.

Ilmbjörk

Ilmbjörk

á Pallahandrið P9

Bílastæði

Skjólgirðing G9

ðning: 27 x 95 mm agnvarin, alhefluð borða 5 mm. ngar: Galvaniseraðar BYG-þakásankeri 2212). x 95 mm (0058324) hefluð fura, bil milli

Aðkoma

Trépallur PA9: klæðning 27 x 95 m

taurasteypa, quikret

Sumarhús 50-70 m2

ting: BYG-múrfesting 001) 2 stk. ót: Blikkhólkur 750 mm (0251655). : 5% halli sem veitir brinu.

Þyrnirós

Skjólgirðing G9

Pallahandrið P9

5

Heitur pottur

Fjallafura

Alaskayllir

7 10

Trépallur PA9: 1m neðar en efri pal

Vaftoppur Fjallafura

2 4 3 16 14

Trépallur, klæðning 27 x 95 mm Tréþrep

Sunnukvistur

Bekkur hæð 55 cm

Gljámispill

15 13

N

6 8

handbók fyrir garðeigendur

Ilmbjörk

42


fura fest með A-4 tréskrúfum 4,5 x 50 mm UZ (30114550).

(0058506) gagnvarin, alhefluð fura, millibil 2 m.

Pottafrágangur P9, sniðmynd

5 Grind: Rammar úr 45 x 45 mm (0058502) gagnvarinni, alheflaðri furu, festir saman með ryðfríum A4 8 Jarðvegur: Jarðvegur á tréskrúfum 5,0 x 80 mm UZ ir útiveran máligagnvarin oggagnvarin veran í bústaðnum. 34jafn (0058251) fura, staðnum.Pallar á 22 xmm 34 miklu mm (0058251) (30115080). Bil milli ramma 400 alhefluð, fest með A-4 9 Kantlisti: 22 x 70 mm (0059253) fura, alhefluð, fest ryðfríum með ryðfríum heitur pottur gera dvölina í bústaðnum eftirminnilega. mm. tréskrúfum 4,0 4,0 x 45x mm UZumhverfið. gagnvarin, alhefluð fura fest með tréskrúfum 45við mm UZ ðir pallarA-4 tengja bústaðinn Á 6mótum Grús: Frostfrí fjölkorna grús með (30114550). A-4 tréskrúfum 4,5 x (30114550). eru harðgerðir runnar en þeir mynda litríkt samspil við þjöppunareiginleika. 50 mikla mm UZ (30114550). Bitar: 45 x 95 mm (0058504) 22 Bitar: (0058504) Heitur pottur: Trefjaplastpottur 10 7 Pallaklæðning: 27 x 95 mm gagnvarin, alhefluð fura, millibil gagnvarin, millibil með setu allan hringinn sem situr (0058324) gagnvarin, alhefluð 0,5 m. m. 0,5 á pallinum. fura, bil milli borða 5 mm. 33 Boltar: Borðaboltar10 10 xx70 70 Boltar: Borðaboltar 8 Jarðvegur á staðnum. Jarðvegur: 11 Samfestingar: Galvaniseraðar heitgalvaniseraðir heitgalvaniseraðir (31121070), (31121070), 2 járnfestingar, 2stk. stk. 9 Kantlisti:þakásankeri 22 x 70 mm 210 B (33702212). 44 Dregarar: 45 xx 145 145 mm (0059253) gagnvarin, alhefluð mm Dregarar: 45 12 fura Seta:fest 27 með x 95A-4 mmtréskrúfum (0058324)4,5 x (0058506) (0058506)gagnvarin, gagnvarin, alhefluð alhefluð gagnvarin, alhefluð fura, bil milli fura, millibil 2 m. 50 mm UZ (30114550). fura, millibil 2 m. borða 5 mm. 5 Grind: Rammar úr 45 x 45 mm 13 Steypa: Staurasteypa, (0058502) gagnvarinni, alheflaðri (00225504). furu, festir saman með ryðfríum A4 10 Pallaklæðning: 5 Rammar úr 45 x 45 mm 27 x 95 mm Grind: 14 Steypufesting: Múrfesting tréskrúfum 5,0 x 80 mm UZ (0058502) alhefluð 450(0058324) (33709001)gagnvarin, 2 stk. (30115080). 12 gagnvarinni, alheflaðri furu, festir saman með ryðfríum A4 fura, bil milli borða 5 mm. 15 Steypumót: Blikkhólkur 750 Bil milli ramma 400 mm. 2x tréskrúfum 5,0 fjölkorna x 80 mm grús UZ með 11 Galvaniseraðar Samfestingar: mm Ø 200 mm (0251655). 6 Grús: Frostfrí ra, (30115080). Bil milli ramma 400 járnfestingar, BYG-þakásankeri 9 Vatnshalli: 5% halli sem veitir mikla þjöppunareiginleika. (33702212). vatni210 frá Btimbrinu. 7mm. Heitur pottur: Trefjaplastpottur 6 Grús: fjölkornasem grússitur með með setuFrostfrí allan hringinn 12 Seta: 27 x 95 mm (0058324) mikla þjöppunareiginleika. á pallinum. gagnvarin, alhefluð fura, bil milli ) 5 1 7 Heitur pottur: Trefjaplastpottur borða 5 mm. með setu allan hringinn sem situr 13 Steypa: Staurasteypa, quikret á pallinum. (49811018). 10 8 Jarðvegur: Jarðvegur á staðnum. 14 Steypufesting: BYG-múrfesting 2 9 Kantlisti: 22 x 70 mm 500 (33709001) 2 stk. (0059253) gagnvarin, alhefluð 15 Steypumót: Blikkhólkur 750 fura fest með A-4 tréskrúfum 4,5 x mm Ø 200 mm (0251655). 50 mm UZ (30114550). 16 Vatnshalli: 5% halli sem veitir 11 vatni frá timbrinu.

Pottafrágangur P9,

12 27 x 95 mm 10 Pallaklæðning: (0058324) gagnvarin, alhefluð fura, bil milli borða 5 mm. 119Samfestingar: Galvaniseraðar járnfestingar, BYG-þakásankeri 210 B (33702212). 5 (0058324) 1 27 x 95 mm 12 Seta: gagnvarin, alhefluð fura, bil milli borða 5 mm. 1310 Steypa: Staurasteypa, quikret (49811018). Bílastæði 14 Steypufesting: BYG-múrfesting 500 (33709001) 2 stk. 15 Steypumót: Blikkhólkur 750 mm 11 Ø 200 mm (0251655). 16 Vatnshalli: 5% halli sem veitir vatni frá timbrinu.

Aðkoma Ilmbjörk

280

510

ð með sniðmynd heitum potti Lóðrétt Bekkklæðning: 11 Bekkklæðning: Lóðréttborð borð22 x

mm Ø 200 mm (0251655). 16 Vatnshalli: 5% halli sem veitir vatni frá timbrinu.

Pallahandrið P9

5 7 10

Sumarhús 50-70 m2

2 4 3 16

6

14

510

790

Skjólgirðing G9

Aðkoma

5

6

Alaskayllir

78 10

8

2

Sumarhús 50-70 m

280

2 4 3

Trépallur, klæ

16 6

1800

5 10

22 x 95

2

1800

45 x 95

1880

16

Fjallafura Trépallur, klæðning 27 x 95 mm Tréþrep

5 Bekkur hæð 55 cm

Skjólgirðing G9, útlit

Skjólgirðing G9, útlit

6 8

45 x 95 Fjallafura

Ilmbjörk

Vaftoppur

14

15 13

mm

4545 x 95 mm 1 1Bitar: Bitar: x 95 mm (0058504) (0058504)gagnvarin gagnvarinfura, fura, alhefluð. alhefluð. 2222 x 95 mm 22Klæðning: Klæðning: x 95 mm (0058254) (0058254)og og22 22xx45 45mm mm (0058252) til skiptis, (0058252) til skiptis, gagnvarin gagnvarin fura alhefluð, bil fura alhefluð, bil milli borða milli 25 borða mm. 25 mm. í klæðningu: 33Skrúfur Skrúfur í klæðningu: Klæðning með ryðfríum Klæðningfest fest með ryðfríum A4A4tréskrúfum tréskrúfum4,0 4,0x x4545mm mm UZUZ (30114045) (30114045)eða eða4,5 4,5x x45 45 mm (30114545), mmUZUZ (30114545),22stk. stk.áá þremur stöðum í hvert borð. þremur stöðum í hvert borð.

9595 x 95 mm 44Staurar: Staurar: x 95 mm (0059954) (0059954)gagnvarin gagnvarinfura, fura, alhefluð. alhefluð. SjáSjá un55Undirstöður: Undirstöður: undirstöðuteikningar dirstöðuteikningar í ígörðum görðum 1–8. 1 - 8. Endatimbri 66Vatnsbretti: Vatnsbretti: Endatimbri klæðningarlokað lokaðmeð með klæðningar 27 x 27mm x 95 mm (0058324) 95 (058324) gagnvarinnifuru, furu, fest með gagnvarinni fest með ryðfríum tréskrúfum 4,5 ryðfríumA4A4 tréskrúfum 4,5x x 50 50mm mmUZ UZ(30114550). (30114550).

BYG-vinkill 77Vinklar: Vinklar: Vinkill 5050 x x 50 50x x35 35mm mm(33707349) (33707352) festur með galvaniseruðum festur með galvaniseruðum skrúfum skrúfum5,0 5,0x x40 40mm mm (33799540) (33799540)eða eða galvaniseruðum kambsaum galvaniseruðum kambsaum 4,0 4,0x x40 40mm mm(33799440). (33799440). Ilmbjörk

Ilmbjörk 45 x 120

Fjallarós

22 x 34

Pallahandrið P9, Pallahandrið P9, útlitsteikning

llur

100

9 5

1100

100

950

1 11

8

6 12

3

1 10

6 1

2

6

2 14 15

14 15

13

13 7

43

4

7

4

7

Heitur pottur

Bekkur hæð 55 cm

6

4 3

Fjallafura

1

8 950

8

Alaskayllir

1650

7

15 13

3

4

260

790

45 x 95

Fjallarós

2

31

95 x 95 27 x 95

2

14

Skjólgirðing G9

6 Dögglingskvistur

15 13

útlitsteikning 1 Bitar: 45 x 95 mm 1 Bitar: 45 x 95 mm (0058504) gagnvarin, (0058504) alhefluð fura. gagnvarin, alhefluð fura. 2 Boltar: Borðaboltar 10 x 2 Boltar: Borðaboltar 10 x 8080 heitgalvaniseraðir heitgalvaniseraðir (31121080) 2 stk. (31121080) 2 stk. 3 Dregarar: 45 45 x 145 mm 3 Dregarar: x 145 mm (0058506) gagnvarin, (0058506) gagnvarin, alhefluð fura, millibil 2 m.m. alhefluð fura, millibil 2 4 Grús: fjölkorna Frostfrí 4 Grús: Frostfrí fjölkorna grús með mikla grús með mikla þjöppunareiginleika. þjöppunareiginleika. 5 Handlisti: x 120 5 Handlisti: 45 x45120 mmmm (0058505) gagnvarin, (0058505) gagnvarin, alhefluð fura. alhefluð fura. 6 Hliðarklæðning: 6 Hliðarklæðning: 22 x22 70x 70 mm (0059253) gagnvarin, mm (0059253) gagnvarin, alhefluð fura. alhefluð fura. 7 Jarðvegur: Jarðvegur 7 Jarðvegur: Jarðvegur á á staðnum. staðnum. 8 Kantlisti: 22 x 70 mm 8 Kantlisti: 22 x 70 mm (0059253) gagnvarin, (0059253) gagnvarin, alhefluð fura. alhefluð fura.

9 Listar: 22 x 34 mm 9 Listar: 22 x 34 mm (0058251) gagnvarin, (0058251) gagnvarin, alhefluð fura. alhefluð fura. 10 Pallaklæðning: Pallaklæðning: 27 10 27x x95 95 mm (0058324) gagnvarin, mm (0058324) gagnvarin, alhefluð fura, bil milli alhefluð fura, bil milli borða borða 5 mm, mm, fest 5 fest með með ryðfríum ryðfríum A4 A4 tréskrúfum 4,5 x 60 mm U2 tréskrúfum 4 5 x 60 mm U2 (30114560). (30114560). 11 Pílárar: 11 Pílárar:22 22xx70 70mm mm (0059253)gagnvarin, gagnvarin, (0059253) alhefluð fura. Millibil 100 alhefluð fura. mm. 100 mm. Millibil 12 Staurar: Staurar: 95 12 95 xx95 95 mm mm (0059954)gagnvarin gagnvarin fura, (0059954) alhefluð. 13 Steypa: Staurasteypa, Steypa: Staurasteypa, (0225504). quikret (49811018). 14 Múrfest14 Steypufesting: Steypufesting: BYGing 450 (33709001) 2 stk. múrfesting 500 15 Steypumót: Blikkhólkur (33709001) 2 stk. 750 mm Ø 200Blikkhólkur mm 15 Steypumót: (0251655). 750 mm Ø 200 mm (0251655).

22 x 70

22 x 34 45 x 95

Ilm


HEITIR POTTAR A

ð slaka á í heit­um potti eft­ir erf­ið­an vinnu-­­ dag, umluk­inn leynd­ar­dóms­fullri gufu, er mun­að­ur sem marg­ir vilja leyfa sér. Þarna líð­ur þreyt­an úr lík­am­an­um og þyngd­ar­leys­ið í heita vatn­inu mýk­ir vöðvana og hress­ir upp á sál­ina. Til að þessi draum­ur geti orð­ið að veru­ leika þarf góð­an und­ir­bún­ing. Velja þarf potti stað, tryggja ör­yggi, finna út úr pípu­lögn­um og sjá til þess að kröf­ur bygg­ing­ar­reglu­gerð­ar séu upp­fyllt­ar.

Þ a r f l e y f i f y r i­ r h e i t ­u m p o t t i ?

Þreytan líður úr líkamanum í heitum potti innan um leyndardómsfulla gufuna.

HANDBÓK GARÐEIGANDANS

Til þess að heit­ur pott­ur sé full­kom­lega lög­ leg­ur þarf að teikna hann inn á að­al­teikn­ingu við­kom­andi húss og fá sam­þykki hjá bygg­ ing­ar­full­trúa sveit­ar­fé­lags­ins. Arki­tekt­ar, bygg­ ing­ar­fræð­ing­ar og verk­fræð­ing­ar með leyfi sem að­al­hönn­uð­ir geta út­bú­ið slíka teikn­ingu og skrif­að upp á hana. Bygg­ing­ar­full­trúi get­ur

einnig veitt leyfi fyr­ir minni­hátt­ar breyt­ing­um án þess að lagð­ar séu inn teikn­ing­ar eða önn­ ur hönn­un­ar­gögn. Þá er rétt að spyrj­ast fyr­ir um það hjá sveit­ar­fé­lag­inu hvað þurfi að fylgja um­sókn um heit­an pott en sam­þykki full­trú­ans á fyrst og fremst að tryggja að ör­ygg­is­kröf­ um sé full­nægt og að ekki sé á ein­hvern hátt geng­ið á rétt ná­granna. Í bygg­ing­ar­reglu­gerð er heit­ur pott­ur skil­greind­ur sem set­laug og þar seg­ir að laug­in verði að vera 0,4 m hærri en göngu­svæð­ið í kring og að hún verði að vera út­bú­in læs­an­legu loki.

Hvar á að s t a ð ­s e t j a p o t t ­i n n ? Pott­ur sem er langt frá húsi hef­ur þann kost að baðsvæð­ið er vel að­skil­ið frá öðr­um dval­ ar­svæð­um garðs­ins. Þannig er ólík­legt að vatns­sull og há­reysti frá baðsvæð­inu trufli aðra í garð­in­um. Þá eru sturta, snag­ar fyr­ir föt, raf­lýs­ ing og jafn­vel bún­ings­að­staða at­riði sem geta ráð­ið því hvern­ig pott­ur­inn nýt­ist því óþægi­ legt get­ur ver­ið að hlaupa lang­ar leið­ir hálf­ber í svarta­myrkri. Þeg­ar pott­ur er stað­sett­ur ná­lægt húsi er al­gengt að hon­um sé val­inn stað­ur við suð­ur­­vegg því þar er sól­in sterk­ust. Þetta get­ur ver­ið góð stað­setn­ing, sér­stak­lega með til­liti til vetr­ar­sól­ar, en heit­ir pott­ar nýt­ast ekki síð­ur á þeim árs­tíma. Stað­setn­ing­in má þó ekki vera á kostn­að besta sól­baðs­svæð­is­ins og ef pláss­ið er af skorn­um skammti má hugs­an­lega stað­ setja hann þar sem kvöldsól­ar nýt­ur. Ef reikn­að

44


er með mik­illi notk­un þarf að skoða af­stöðu sól­ baðs­svæð­is, mat­ar­borðs og potts­ins, þannig að há­reysti í potti trufli til dæm­is ekki borð­hald. Flest­ir vilja að laug­ar­svæð­ið sé vel lok­að frá um­hverf­inu. Þetta á sér­stak­lega við ef ætl­un­in er að baða sig án sund­fata. Ef baðsvæð­inu er lok­að með skjól­veggj­um þarf að gera ráð fyr­ir að slík­ir vegg­ir varpi skugg­um og eru skugg­ arn­ir tals­vert lengri að vetri en sumri. Á sum­ um svæð­um er hins veg­ar mögu­leiki á fal­legu út­sýni úr pott­in­um og þá þarf að meta hversu mik­ið má sjást inn og hversu mik­ið út. Fyr­ir þá sem eru með börn og ung­linga á heim­il­inu get­ur það ver­ið ör­ygg­is­at­riði að laug­ in sjá­ist vel inn­an úr húsi, t.d. út um stofu- eða eld­hús­glugga. Þannig er hægt að hafa auga með því sem ger­ist í pott­in­um á með­an unn­ið er í eld­hús­inu eða slak­að á.

Va l á h e i t u m p o t t i Sum­ir pott­ar eru eins og bað­ker með lág­ marks­bún­aði; hægt er að láta vatn­ið renna í þá fyr­ir bað­ferð­ina og úr þeim á eft­ir. Það er þó til ým­iss kon­ar bún­að­ur til að auka mun­að­inn, t.d. vatns- og loft­bólunudd. Í sum­um pott­um er þetta stað­al­bún­að­ur og með öðr­um fáanlegt sem auka­bún­aður. Vatns­nudd­ið er hugs­að til þess að nudda stífa vöðva, sér­stak­lega í baki og öxl­um, en loft­bólurn­ar koma hreyf­ingu á vatn­ið og skapa þannig vellíð­an. Lög­un potts­ins er ann­að sem þarf að hafa í huga. Tvær helstu út­færsl­urn­ar eru pott­ar með bekk all­an hring­inn, þar sem set­ið er hlið við

45

hlið, og pott­ar þar sem skel­in er lög­uð þannig að hægt sé að sitja eða liggja í mis­mun­andi stell­ing­um.

P í p u ­l a g n ­i r Mun­ur get­ur ver­ið á því hversu lang­an tíma tek­ ur að fylla heit­an pott og hef­ur það áhrif á nýt­ ing­ar­mögu­leika. Tím­inn ræðst af vatns­rennsl­inu og stærð potts­ins. Ef það tæki klukku­­tíma að fylla 1800 lítra pott væri 1200 lítra pott­ur með sama bún­aði 40 mín­út­ur að fyll­ast. Báð­ar þess­ ar stærð­ir eru al­geng­ar og 20 mín­útna auka­bið get­ur gert út­s­lag­ið um hvort tími er til að lauga sig. Vatns­rennsl­ið fer eft­ir leiðsl­un­um og blönd­ un­ar­tæk­inu en all­ar að­gerð­ir sem minnka við­ nám auka rennsl­is­hrað­ann. Leiðsl­ur geta ver­ið missver­ar en því sver­ari sem leiðsl­urn­ar að blönd­un­ar­tæk­inu eru því hrað­ar kemst vatn­ ið að tæk­inu. Sömu­leið­is flýt­ir sver leiðsla frá tæki að potti fyr­ir rennsli í pott­inn. Þá er ráð­ legt að hafa beygj­ur á leiðsl­um sem fæst­ar til að minnka við­nám­ið. Því stærra og vand­aðra sem blönd­un­ar­tæk­ið er, því minna við­nám veit­ir það og þess vegna get­ur vatn­ið runn­ið bet­ur frá því. Til að fyr­ir­byggja slys þyk­ir sjálf­sagt að setja bruna­ör­ygg­is­loka við blönd­un­ar­tæki en þessi bún­að­ur kem­ur í veg fyr­ir að of heitt vatn renni í pott­inn ef blönd­un­ar­tæki bila. Á lok­an­um er há­marks­hit­inn stillt­ur og hann lok­ar sjálf­virkt fyr­ir vatn­ið ef hit­inn fer upp fyr­ir há­mark­ið. Best er að stað­setja blönd­un­ar­tæki inn­

an­dyra og með því vernda þau fyr­ir ágangi veð­urs. Frost er einn skæð­asti óvin­ur pott­eig­ and­ans og get­ur vald­ið því að leiðsl­ur springi og dæl­ur hætti að virka. Þannig má einnig hafa dæl­ur fyr­ir vatns­nudd og loft­ból­ur inn­an­dyra og fjarri pott­in­um þar sem því verð­ur við kom­ ið. Þetta þýð­ir einnig að há­vaði í dæl­um trufl­ar ekki bað­gesti. Til þess að koma í veg fyr­ir að vatn sitji í leiðsl­unni út að pott­in­um og frjósi þar


Heitir pottar er hún lát­in halla að pott­in­um og tæm­ing­ar­loki hafð­ur á neðsta hluta leiðsl­unn­ar. Oft er skrúf­ að frá þess­um loka um leið og lát­ið er renna úr pott­in­um en af­rennsli úr pott­um á að fara í skolp­leiðsl­ur bæj­ar­fé­lags­ins eins og bað­vatn.

R a f k­ y n t ­i r p o t t ­a r Raf­kynt­ir pott­ar koma til­bún­ir með öll­um bún­ aði og að­eins þarf að fylla þá með vatni og stinga í sam­band. Þess­ir pott­ar eru fær­an­leg­ ir og því má flytja þá með sér ef skipt er um hús­næði. Þar sem að­stæð­ur leyfa má einnig hugsa sér að hafa pott­inn inni á vet­urna og úti á sumr­in. Kost­ur­inn við þessa potta er að vatn­inu í þeim er hald­ið við stöðug­an hita þannig að ekki þarf að bíða eft­ir að þeir fyllist. Á vet­urna þarf þó að gæta þess að þeir séu alltaf í gangi þannig að ekki geti fros­ið í leiðsl­um. Ef þeir eru tæmd­ir þarf að sjá til þess að vatn í leiðsl­ um og dæl­um sé fjar­lægt. Það sama gild­ir um þessa potta og aðra að þeg­ar þeir eru tæmd­ir á vatn­ið að fara í skolp­leiðsl­ur.

U m ­h v e r f i h e i t a p o t t s i­ n s Tré­pall­ur eða hell­ur um­hverf­is pott­inn er val sem marg­ir standa frammi fyr­ir. Tré­pall­ur hef­ur þann kost að hann er fljót­ur að þorna og hitn­ar fljótt í sól, auk þess sem hann er mjúk­ur und­ ir fæti. Hell­ur gefa hins veg­ar þann mögu­leika að hægt er að setja snjó­bræðslu í stétt­ina og auka þannig notk­un­ar­mögu­leika á vet­urna. Til að gera að­stöð­una við pott­inn nýti­legri má lyfta tré­pall­in­um um­hverf­is hann um 0,40 m og fá þannig að­stöðu til að setj­ast og leggja frá sér gúmmí­end­ur, plast­glös, hand­klæði og ann­ að það sem fylg­ir potta­líf­inu. Nokkr­ar ein­fald­ar leið­ir má fara til að gera um­hverfi heita potts­ins sem mest að­lað­andi. Þar sem vetr­ar­notk­un er mik­il eru raf­lýs­ing og sí­grænn gróð­ur ómissandi hluti baðsvæð­is­ ins. Ein­ir, smávaxnar fur­ur og geisla­sóp­ur eru allt plönt­ur með fal­legt vetr­ar­út­lit og það lífg­ar upp á svæð­ið að stað­setja þær við pott­inn og göngu­leið­irn­ar að hon­um. Raf­lýs­ing þarf að vera góð en þó þannig að bað­gest­ir fái ekki of­birtu í aug­un. Til þess að full­komna ró­andi áhrif vatns­ins og guf­unn­ar úr pott­in­um má líka skreyta baðsvæð­ið með ol­íu­lukt­um, kyndl­um eða kert­um og ná þannig fram þægi­legri og róm­an­tískri stemn­ingu.

Það getur verið notalegt að hafa sturtu nálægt heita pottinum.

HANDBÓK GARÐEIGANDANS

46


Myndin sýnir eina af ótal útfærslum á trétröppum sem tengja palla í hallandi landslagi.

Tröppur úr óvörðum, gráum harðviði.

TRÖPPUR Í GARÐINUM Þ

eg­ar hús eru byggð í halla þarf oft að gera sér­stak­ar ráð­staf­an­ir til að kom­ast á milli svæða í garð­in­um. Göngu­stíg­ar mega ekki vera mjög bratt­ir og ef hall­inn er mik­ill eru tröpp­ur eða stig­ar eina raun­hæfa lausn­ in. Tröpp­ur er hægt að út­færa á ýms­an hátt því sveigj­an­leiki timb­urs býð­ur upp á marg­ ar góð­ar lausn­ir.

H v a ð s e g ­i r b y g g ­i n g ­a r­ reglug ­ erð um stærð­ i r á t r ö p p ­u m ? Í bygg­ing­ar­reglu­gerð­inni eru mjög góð­ar leið­ bein­ing­ar um tröppu­stærð­ir (sjá bls. 82). Þar er mælt með því að halli á stiga ut­andyra sé ekki meiri en 30° og að hæð­ar­mun­ur sé ekki meiri en 1,5 m fyr­ir hvern stiga. Ef hæð­ar­ mun­ur­inn er meiri er skot­ið inn palli, sem ekki er styttri en 0,9 m, í miðj­um stiga, en hann er bæði til hvíld­ar og til þess að minnka áhrif­in af falli, sem get­ur alltaf orð­ið. Land­halli ræð­ur því hversu marg­ir pall­arn­ir verða og lengd hvers palls. Hæð upp­stigs á hvert þrep er á bil­inu 120160 mm. Hæð fram­stigs­ins er síð­an fund­in með eft­ir­far­andi reikni­reglu: 4 x hæð (upp­stig) + breidd (fram­stig) = 960 mm Þetta þýð­ir að þrep með upp­stig­inu 120 mm hef­ur fram­stig­ið 480 mm og þrep með upp­stigi 120 mm hef­ur fram­stig 320 mm.

Sveigjanleiki timburs býður upp á margar góðar tröppulausnir.

47


Tröppur í garðinum H v e r n ­i g t r ö p p ­u r e r g o t t a ð s e t j ­a s t í ? Stund­um hafa þrep ann­að hlut­verk en að auð­ velda göngu upp og nið­ur. Þeg­ar hæð­ar­mis­ mun­ur er mik­ill á milli tveggja tré­palla og þrep­ in snúa móti suðri geta þau nýst sem sól­baðs­ bekk­ir og hvíld­ar­sæti. Stór og sól­vermd þrep eru einnig vin­sæl til leikja, t.d. með dúkk­ur eða leik­fanga­bíla. Upp­stig í slík­um tröpp­um má vera held­ur meira, t.d. á bil­inu 250-300 mm og fram­stig­ið verð­ur að vera 400-500 mm, en það er góð breidd fyr­ir lít­ið leik­svæði eða sitj­anda á full­þroska ein­stak­lingi.

Hvar er hægt að nota t i m b ­u r í t r ö p p ­u r ?

Látlausar tröppur skreyttar blómum.

H a n d r­ i ð m e ð ­f r a m tröppu ­m Gott er að hand­rið séu með­fram tröpp­um og ef tröppubreidd fer yfir 0,9 m þá skulu vera hand­ rið báð­um meg­in. Ef hætta er á falli má hafa lóð­rétta rimla í hand­rið­inu og er þá bil­ið milli rimla mest 100 mm. Ekki er mælt með lá­rétt­um riml­um vegna þess hversu auð­velt er að klifra í slík­um hand­rið­um. Hæð hand­riðs á að vera minnst 0,9 metr­ar, mælt frá tröppu­nefi.

Timb­ur hent­ar mjög vel í þrep á flest­um stöð­ um. Ef slík þrep eiga að not­ast all­an árs­ins hring er þó ráð­legt að klæða þau með járn­ mott­um sem koma í veg fyr­ir að menn renni til og detti. Einnig má nota rás­að­an harð­við, en rás­irn­ar veita vatni frá yf­ir­borð­inu. Timb­ur er einnig hent­ugt til að gera þrep í skóg­ar­stíga vegna þess hversu létt það er og auð­velt að flytja, sér­stak­lega í bratt­ar brekk­ur þar sem ágang­ur er mik­ill.

Breiðar trétröppur mynda gott aðgengi milli svæða.

HANDBÓK GARÐEIGANDANS

48


Í þessar tröppur má setjast og njóta sólar.

Þessi mynd sýnir sorptunnugeymslu staðsetta á bak­við tré­vegg ­þannig að hún sjá­ist ekki frá göt­unni.

SORPGEYMSLUR Í

flest­um stærri bæj­ar­fé­lög­um er sorpi við ein­býl­is­hús safn­að í sér­stak­ar sorp­tunn­ur. Þær eru ým­ist hafðar í geymsl­um inn­an­dyra eða úti á lóð. Þær sem eru stað­sett­ar á lóð­ inni má fela með frek­ar ein­föld­um að­gerð­ um með því að setja þær á bak við tré­vegg þannig að þær sjá­ist ekki frá göt­unni eða með því að setja þær í lok­að skýli. Lok­uð skýli tryggja að tunn­urn­ar fjúki ekki og auð­ veld­ara er að láta slík­ar geymsl­ur falla inn í um­hverf­ið held­ur en svört sorp­í­lát­in. Þess­ar geymsl­ur falla þó mis­jafn­lega að út­liti húss­ ins en með því að gera þær úr timbri má tengja lit þeirra við hús­ið og styrkja þannig heild­ar­svip­inn.

H v a r á s o r p ­s k ý l ­i ð að vera? Sorpgeymsla.

49

Sorp­skýli þarf að vera stað­sett þannig að að­gengi sé bæði fyr­ir íbúa húss­ins og þá sem þurfa að hirða sorp­ið. Þannig skipt­ir máli að ekki sé langt frá dyr­um húss­ins að skýl­inu. Það þarf að vera greið leið að skýl­inu þannig að ekki sé hætta á að tunn­urn­ar rek­ist utan í bíla á lóð­ inni. Til að auð­velda sorp­hirðu á vet­urna er rétt að gera ráð fyr­ir að göngu­leið sorp­hirðu­manna að skýl­inu sé búin snjó­bræðslu.

Bruna­mála­stofn­un hef­ur gef­ið út leið­bein­ ing­ar um stað­setn­ingu sorp­skýla. Þannig eiga sorp­­skýli að vera í minnst þriggja metra fjar­lægð frá glugg­um eða þak­skeggi ef mælt er lá­rétt, en fimm metra ef mælt er lóð­rétt. Lóð­rétt­ar mæl­ing­ ar eiga helst við ef um er að ræða tveggja hæða hús eða hærri. Skýl­in mega standa al­veg upp við vegg á stein­húsi en að lág­marki tvo metra frá járn­klædd­um vegg og í þriggja metra fjar­lægð ef vegg­ir húss eru úr timbri.

H v a ð þ a r f s o r p s­ k ý l i­ ð að vera stórt? Bygg­ing­ar­reglu­gerð seg­ir til um hversu stór sorp­tunnu­skýli eiga að vera. Sam­kvæmt henni eiga að vera skýli fyr­ir tvær tunn­ur við ein­býli. Stærð skýl­is fyr­ir tvær tunn­ur er 2,0 m (lengd) x 0,9 m (breidd) x 1,4 m (hæð). Þess­ar stærð­ ir eiga við inn­an­mál skýl­is­ins og með­fylgj­andi teikn­ing­ar sýna út­færslu á tveim­ur skýl­um sem eru 0,9 m x 2,0 m með 1,4 m sem með­al­hæð til þess að auð­velt sé að opna og loka tunn­un­um. Þeir sem telja nóg að vera með eina tunnu geta breytt skýl­un­um með því að setja þil í miðj­una, lás á aðra hurð­ina og gera ráð fyr­ir að geyma garð­verk­færi í öðr­um helm­ingn­um yfir sum­ar­tím­ann.


LEIKSVÆÐIÐ Í GARÐINU Þ

að er sam­dóma álit sér­fræð­inga í upp­eld­is­mál­um að hreyf­ing og úti­vera hafi já­kvæð áhrif á sál­ar­líf og þroska barna. Þess vegna er gott leik­svæði við heim­il­ið þátt­ur í upp­eld­inu. Með því gríð­ar­lega fram­boði af „hreyf­ing­ar­lausri“ af­þr­ey­ingu sem er að finna inn­an­dyra, t.d. í tölv­um og sjón­varpi, er ærin ástæða til þess að vanda skipu­lag og gerð leik­svæða. Þætt­irn­ir sem vega einna þyngst eru fjöl­breytni, ör­yggi og að leik­svæð­in henti þeim ald­urs­hóp­um sem þau eru ætl­uð fyr­ir.

Marg­ir hafa sett upp af­mörk­uð leik­svæði í garð­in­um og kom­ist svo að raun um að all­ur garð­ur­inn er nýtt­ur til leikja. Þess vegna þarf bæði að vera sér­stakt leik­svæði og einnig þarf all­ur garð­ur­inn að vera barn­vænn. Með því er fyrst og fremst átt við að börn séu ör­ugg í garð­in­um og eigi ekki á hættu að slasa sig. Leik barna er gjarn­an skipt í hreyf­ingu og sköp­un. Hin ýmsu leik­tæki, svo sem ról­ur, renni­braut­ir, sand­kass­ar, kast­al­ar, klif­ur­grind­ur og kof­ar, örva báða þætt­ina en á mis­jafn­ an hátt. Þannig örva klif­ur­grind og renni­braut að­al­lega hreyfi­þroska en sand­kassi og leikkofi örva sköp­un­ar­gáf­una. Sand­ur­inn er eins og leir lista­manns­ins sem hægt er að móta á ýms­an hátt og kof­inn get­ur orð­ið höll þar sem tröll, drek­ar og kon­ung­bor­ið smá­fólk lend­ir í hverju æv­in­týr­inu af öðru. Kast­ali tek­ur til beggja þátt­anna, sér­stak­lega ef sand­kassi er á neðri hæð­inni.

Garðu ­ r i­ n n s e m l e i k ­s v æ ð i Stíg­ar um garð­inn, rúm­góð­ir tré­pall­ar, slétt­ar gras­flat­ir og vel stað­sett­ar girð­ing­ar eru allt at­riði sem gera garð barn­væn­an. Leik­ur get­

HANDBÓK GARÐEIGANDANS

ur far­ið fram á sól­pall­in­um þar sem skjól er gott og góð teng­ing er við hús­ið. Þó þarf að passa að hver hafi sitt pláss og er pall­ur­inn því skipu­lagð­ur þannig að fyrst er tek­ið frá pláss fyr­ir mat­ar­borð­ið, grillið og sól­stól­ana og síð­an er leik­svæð­ið skipu­lagt. Ról­ur, renni­braut­ir og kast­al­ar geta ver­ið fjarri að­al­dval­ar­svæð­un­um en leik­tæki fyr­ir yngstu börn­in, eins og sand­ kassa, er best að stað­setja við pall­inn eða dval­ar­svæð­ið þar sem auð­velt er að fylgj­ast með börn­un­um. Á pall­in­um má einnig gera ráð fyr­ir leik með létt leik­föng, t.d. brúð­ur og bíla, en til þess þarf ein­ung­is autt pláss ein­hvers stað­ar á pall­in­um. Eft­ir því sem börn­in eld­ast eykst hreyfi­ þörf þeirra. Stíg­ar sem liggja um garð­inn mynda fyr­ir­taks göt­ur fyr­ir þrí­hjól, reið­hjól og leik­fanga­bíla, auk þess sem þeir tengja sam­ an mis­mun­andi hluta garðs­ins. Gald­ur­inn við hönn­un á legu þess­ara stíga er að mynda hring­leið og ekki er verra ef hring­leið­irn­ar eru fleiri en ein. Skipu­lag stíg­anna hef­ur síð­an áhrif á hvern­ig gras­flat­ir mót­ast í garð­in­um en þær ráða miklu um heild­ar­­yf­ir­bragð hans. Lög­un þeirra má gera fjöl­breytta með gróðri í jöðr­um, auk þess sem hæð­ir og hól­ar geta boð­ið upp á vin­sæl­an leik jafnt sum­ar sem vet­ur. Sum­um görð­um þarf að loka til að tryggja að börn hlaupi ekki út á götu, sér­stak­lega í hverf­um þar sem um­ferð bíla er mik­il. Hægt er að loka að­eins hluta garðs­ins og af­marka sem leik­svæði. Þetta geta jafn­vel ver­ið girð­ ing­ar sem reist­ar eru til bráða­birgða en síð­an

50


Leiksvæðið í garðinum getur verið hluti af dvalarsvæðum fjölskyldunnar.

UM fjar­lægð­ar þeg­ar börn­in eld­ast. Þó að girð­ing­ arn­ar eigi að­eins að lifa í stutt­an tíma þurfa þær að vera ör­ugg­ar. Há­marksbil milli rimla í slík­um girð­ing­um er 100 mm, en ef bil eru á milli 100 og 300 mm er hætta á að börn festi höf­uð­ið í þeim. Gerð­in skipt­ir einnig máli; lá­rétt­ir riml­ar hvetja til klif­urs og því betra að hafa riml­ana lóð­rétta eða á ská.

Þ r o s k i o g l e i k ­u r á m i s ­m u n ­a n d i a l d r i Við skipu­lagn­ingu á leik­svæði er gott að vita eitt­hvað um þroska­fer­il barna. Fer­ill­inn er sá sami hjá flest­um börn­um en ein­stak­ling­arn­ir eru mis­jafn­ir og því er ekki víst að öll börn falli al­veg inn í eft­ir­far­andi skil­grein­ing­ar. Við eins árs ald­ur eru börn að taka sín fyrstu skref og því þarf að gera ráð fyr­ir sléttu svæði sem er bæði auð­velt að ganga og skríða á. Þá hent­ar vel leik­ur í mik­illi ná­lægð við hús­ið því þar er hægt að hafa auga með börn­un­um. Sand­kassi með til­heyr­andi skófl­um og föt­um, stór­gerð­ir bíl­ar, brúð­ur og hringl­ur henta þess­ um aldri. Ef leik­svæð­ið er fjarri að­al­dval­ar­svæð­ inu er rétt að gera ráð fyr­ir bekkj­um, borð­um og annarri að­stöðu fyr­ir þá full­orðnu sem eru að fylgj­ast með. Við tveggja til þriggja ára ald­ur er sand­kass­ inn enn­þá vin­sæll en auð­veld­ara reyn­ist að hlaupa og leika sér á grasi. Hlut­verka­leik­ir eru al­geng­ir og þá koma litl­ir kof­ar að góð­um not­ um. Á þess­um aldri eru börn einnig far­in að klifra en best er að það sé í um­sjá full­orð­inna.

51

Af­lok­að svæði nýt­ist eink­ar vel á þess­um aldri því leið­bein­ing­ar í dag geta ver­ið gleymd­ar á morg­un og því hætta á að missa börn út úr garð­in­um í þær hætt­ur sem þar leyn­ast. Fjög­urra til sex ára aukast hlut­verka­leik­irn­ ir enn og klif­ur upp og nið­ur tröpp­ur, hóla og hæð­ir verð­ur stór hluti leiks­ins. Börn­in nota mik­ið þrí­hjól og jafn­vel reið­hjól og hlut­verk garðs­ins alls sem leik­svæð­is eykst. Við sjö til tíu ára ald­ur mega leik­tæki­fær­in vera meira krefj­andi og klif­ur í grind­um, stig­um og á þar til ­gerð­um veggj­um verð­ur mögu­leiki. Hóp­ leik­ir og leik­ir sem flétt­að er sam­an við lær­dóm

geta ver­ið heppi­leg­ir og því er rækt­un með börn­ um skemmti­leg til­breyt­ing. Eft­ir 10 ára ald­ur­inn eru börn far­in að skynja bet­ur hættu í um­hverf­inu og geta því far­ið að nota línu­skauta, reið­hjól og hjóla­bretti sem far­ ar­tæki. Þau leita meira í leik og íþrótt­ir utan garðs­ins. Inni í garð­in­um er orð­ið at­riði að til sé at­hvarf þar sem krakk­arn­ir geta safn­ast sam­an og tal­að sam­an án þess að yngri systk­in og for­ ráða­menn séu með nef­ið ofan í öllu. Horn­pall­ur til eig­in af­nota eða jafn­vel lít­ið bjálka­hús geta orð­ið para­dís þessa ald­urs­hóps.


Hús sérstaklega hönnuð fyrir börn til leikja.

L e i k ­t æ k i f y r ­i r h e i m ­i l ­i s ­g a r ð a Fram­boð á leik­tækj­um hef­ur ver­ið mest fyr­ ir leik­velli og op­in­bera staði. Nú er boð­ið upp á leik­tæki fyr­ir heim­il­is­garða og eru tæk­in þá hönn­uð sem slík. Gerð­ar eru sömu kröf­ur til ör­ygg­is við smíði og upp­setn­ingu en þessi tæki eru létt­ari og með­færi­legri og þurfa ekki að þola jafn mik­ið álag. Það er þó alltaf sam­spil tækj­ anna og leik­svæð­anna sem trygg­ir að ör­ygg­ið sé í lagi. Þær kröf­ur sem gerð­ar eru til leik­tækja og svæða eru eft­ir­far­andi: Að leik­svæði sjá­ist vel frá dval­ar­svæð-­ um full­orð­inna og hús­inu. Að börn­um sé kennt á tæk­in og tryggt sé að ung börn leiki sér ekki án um­sjár full­orð­inna. Að und­ir­lag og fall­svæði séu í sam­ræmi við tæk­in. Að tæk­in fái rétt við­hald.

U n d ­i r ­l a g l e i k ­t æ k j a o g ö r ­y g g ­i s ­s v æ ð i Öll leik­tæki og all­ur garð­bún­að­ur með meiri fall­hæð en 600 mm kalla á ör­ygg­is­svæði með und­ir­lagi sem demp­ar fall – séu þau ætl­uð börn­um. Þau leik­tæki sem upp­fylla við­ur­ kennda staðla hafa slíkt svæði skil­greint í leið­bein­ing­um. Þetta svæði hef­ur ver­ið reikn­ að út frá hæð tæk­is­ins og notk­un þess því að mis­mun­andi hreyf­ing get­ur vald­ið mis­mun­andi

HANDBÓK GARÐEIGANDANS

falli. Sem und­ir­lag er al­geng­ast að nota leik­ vall­aperlu und­ir ör­ygg­is­svæði en það er möl blönd­uð úr mis­stór­um ávöl­um stein­um og er sam­setn­ing stærð­anna þannig að efn­ið þjapp­ ast lít­ið sem ekk­ert. Þetta veldur því að fall­ið demp­ast ef barn fell­ur í möl­ina. Önn­ur efni með sömu eða svip­aða virkni eru gúmmí­hell­ ur, gras og trjákurl og hér á eftir er tafla sem sýn­ir há­marks fall­hæð á ým­iss kon­ar yf­ir­borð. Vert er að taka fram að mik­ill mun­ur er á mýkt grass með ann­ars veg­ar mal­arundirlagi og hins veg­ar mold­arund­ir­lagi. Ef not­uð er leik­vall­aperla eða sand­ur er lág­ marks­þykkt­in 200 mm en til að tryggja að sú þykkt sé alls stað­ar fyr­ir hendi, sér í lagi þeg­ar börn­in fara að ýta efn­inu til, er ráð­legt að hafa lag­ið 300 mm.

Umg ­ engni um l e i k ­t æ k i o g v i ð ­h a l d Flest slys sem verða í leik­tækj­um eru vegna tækja eða leik­svæða sem ekki er hald­ið nægi­ lega vel við. Gerð leik­tækj­anna þarf að sam­ ræma aldri þeirra barna sem leika sér í þeim og eft­ir­liti og við­haldi má ekki vera ábóta­vant. Því oft­ar sem tæki eru yf­ir­far­in því betra en meiri notk­un kall­ar á meira eft­ir­lit. Gott er að skoða tæk­in einu sinni í mán­uði og laga ef eitt­ hvað er að. Lág­marks­eft­ir­lit felst í að yf­ir­fara þau í byrj­un hvers sum­ars. Eft­ir­far­andi gát­listi gæti kom­ið að not­um við yf­ir­ferð­ina:

52


Geymsluhús með góða tengingu við pallinn.

leiksvæðið í garðinum

1. Kanna þykkt og ástand þess efn­is sem er á fall­svæð­un­um. Oft þynn­ist lag­ið sem er beint und­ir tækj­un­um og þá þarf að moka efn­inu til. 2. At­huga vel hvort bolt­ar, rær eða leg­ur eru laus og herða upp eða skipta um. Ef um kast­ala er að ræða þarf að skoða alla staði þar sem renni­braut­ir, ról­ur og aðr­ir hlut­ir tengj­ast tæk­inu því að þar er álag mik­ið og hætta á sliti. 3. Skoða timb­ur­hluta tækj­anna með það fyr­ir aug­um hvort hætta sé á að börn­in fái flís­ar í sig. Einnig skal að­gæta hvort uppi­stöð­ur og bit­ar eru í lagi. 4. At­huga hvort und­ir­stöð­ur eru traust­ar.

sem leikja­hús fyr­ir börn eða at­hvarf fyr­ir ung­ linga. Ef nýta á tré­palla til leikja þarf að setja upp hand­rið þar sem fall­hæð af palli er meiri en 600 mm. Ef fall­hæð­in er minni en þetta, t.d. 200-600 mm, má koma í veg fyr­ir að hægt sé að hjóla fram af með því að setja traust­an kant sem er 45-150 mm á hæð. Krökk­um finnst gam­an að „sulla“ og þar sem vatn er í görð­um þarf að gæta fyllsta ör­ygg­is. Með virkri um­sjón og eft­ir­liti með börn­um í kring­um heita potta og tjarn­ir má fyr­ir­byggja mörg slys­in og eiga áhyggju­laus­ar ánægju­stund­ir í garð­in­um.

K o f ­a r, h ú s g ­ ö g n , t r ö p p ­u r o g a ð r ­i r l e i k ­m ö g u ­l e i k a­ r Margt af því sem al­gengt er í görð­um get­ ur haft tví­þætt hlut­verk og nýst einnig til leikja. Tré­pall­ur­inn sjálf­ur, tröpp­ur á milli palla, geymslu­skúr­ar og garð­hús­gögn geta öll boð­ið upp á mögu­leika til leikja. Þar sem tví­skipta þarf palli vegna hæðar­mis­ mun­ar get­ur mynd­ast gott tæki­færi til leikja. Þá má hafa tröpp­urn­ar fáar og breið­ar svo að þær nýt­ist einnig sem sæti. Ef tröpp­urn­ar snúa mót suðri er nota­gild­ið enn meira því nota­legt er að setj­ast í þær á sól­rík­um sum­ar­degi. Gott er að at­hafna sig með ýmis leik­föng í slík­um þrep­um. Sum­ir hafa smá­hýsi á lóð­inni til að geyma garð­hús­gögn, grill og ann­að dót yfir vetr­ar­tím­ ann. Þeg­ar þessi hús eru tóm geta þau nýst

53

Ta f l a y f i r f a l l ­h æ ð o g u n d ­i r ­l a g Und­ir­lag Há­marks fall­hæð Steypa/Hell­ur. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 0,6 m Tré­pall­ur. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 0,6 m Gras (með mal­arund­ir­lagi). . . . . . . . . . . . . . . . 1,0 m Gras (með mold­arund­ir­lagi). . . . . . . . . . . . . . . 1,5 m Gúmmí­hell­ur (43 mm þykkt) . . . . . . . . . . . . . . 1,4 m Gúmmí­hell­ur (55 mm þykkt) . . . . . . . . . . . . . . 1,9 m Leik­vall­aperla (þykkt 200 mm) . . . . . . . . . . . . 3,0 m Sand­kassa­sand­ur (þykkt 200 mm) . . . . . . . . . 3,0 m Upp­lýs­ing­ar í töfl­unni mið­ast við stað­al: ÍST EN 1177

Gúmmíhellur líta ekki ósvipað út og hefðbundnar steinsteyptar hellur. Þær eru sérstaklega hannaðar til notkunar sem undirlag á leiksvæði barna – sjá töflu hér að neðan.


LÝSING Í GARÐINUM L

ýs­ing með kyndl­um, spritt­kert­um, ol­íulömp­um og raf­ljós­um eru allt leið­ir til þess að gæða garð­inn lífi á kvöld­in. Ef ver­ið er að skapa eina róm­an­tíska kvöld­stund eða ef mik­ið stend­ur til get­ur birta frá eldi gef­ið garð­in­um æv­in­týra­ljóma eitt sér­stakt kvöld. Ef lýs­ing­in á hins veg­ar að vera var­an­leg og stöðug eru til marg­ar leið­ir til þess að lýsa garð­inn upp með raf­magni. Stíg­ur sem prýdd­ur er lág­um ljósastaur­um og ligg­ur að úti­dyr­um get­ur leitt gesti að rétta staðn­um. Einnig er hægt að lýsa upp fal­leg­ustu hluta garðs­ins og skilja hina eft­ir í skugga en vel heppn­uð lýs­ing er sam­spil bæði ljóss og skugga. Með því mikla úr­vali sem til er af úti­ ljós­um ætti sér­hver að geta fund­ið eitt­hvað við hæfi til að ná fram til­ætl­uð­um áhrif­um og stíl.

Hvar á að hafa ljós­in?

Með góðri lýsingu má lengja dvalartímann í garðinum, sérstaklega á vorin og haustin.

HANDBÓK GARÐEIGANDANS

Oft er reynt að hafa sam­ræmi í út­liti ljósa þannig að ljós við göngu­leið séu t.d. í stíl við vegg­ljós og önn­ur ljós í garð­in­um. Fjöldi ljósa og þétt­leiki fer eft­ir því hve vel á að lýsa. Nokk­ur ljós af sömu teg­und geta ýtt und­ir sam­ræmt heild­ar­við­mót í garð­in­um. Val á per­um hef­ur líka áhrif á hvern­ig hrynj­and­in í lýs­ing­unni verð­ur. Per­ur eru til af mis­ jöfn­um styrk­leika og nokkrum blæ­brigð­um af gulu og hvítu en tals­verð­ur mun­ur er á raf­magns­ notk­un og end­ingu hinna ýmsu teg­unda. Nokk­ur mun­ur er á nytja­lýs­ingu og þeirri sem not­uð er til skrauts. Með nytja­lýs­ingu eru ein­stök svæði lýst upp og oft er um jafna lýs­ingu að ræða.

Dæmi um staði þar sem nytja­lýs­ing á við:

göngu­leið­ir (t.d. að inn­gangi eða sorp­skýli) tröpp­ur bíla­stæði dval­ar­svæði snúr­ur baðsvæði (þar sem heiti pott­ur­inn er)

Skraut­lýs­ingu má nota til að lýsa upp hluti eða sér­staka staði í garð­in­um en mögu­leik­arn­ir á óbeinni lýs­ingu, skugg­um, lit­um og öðr­um sér­stök­um áhrif­um eru mun meiri. Þessa lýs­ingu má t.d. nota til að lýsa upp: lista­verk blóma­potta göm­ul tré blóm­strandi skraut­runna hleðsl­ur og veggi hús­núm­er Þar sem garð­ar eru oft skipu­lagð­ir á sumr­in vilja jóla­ljós­in stund­um gleym­ast en með því að láta raf­virkj­ann setja upp nokkr­ar vatns­varð­ar teng­ing­ar eða innstung­ur í garð­in­um er hægt að gera ráð fyr­ir að klæða megi garð­inn í jóla­bún­ ing­inn.

54


Girðingar má skreyta með veggljósum.

Falleg útiljós geta sett sterkan svip á garðinn að degi jafnt sem nóttu.

Hvern­ig ljós á að velja? Hver ljós­gerð er hugs­uð til notk­un­ar við ákveðn­ ar að­stæð­ur. Al­geng­ustu ljós­in eru vegg­ljós sem fest eru við hús­ið ná­lægt úti­dyr­um en þessi ljós má einnig nota á skjól­veggi. Stund­um eru ljós felld inn í veggi og girð­ing­ar. Þetta eru yf­ir­leitt ílöng, ferkönt­uð ljós eða lít­il og kringlótt en geisl­ inn frá þeim bein­ist nið­ur og því verð­ur lýs­ing­in óbein. Sum þess­ara ljósa má einnig nota í tröpp­ ur til að lýsa upp þrep­in. Ljósastaur­ar eru til af mörg­um stærð­um og gerð­um en hæð þeirra get­ ur skipt máli. Við göngu­leið­ir má nota lága staura sem beina birt­unni nið­ur á göngu­flöt­inn. Hærri staura má nota til að lýsa upp svæði en þá skipt­ir máli að hæð þeirra og af­staða og styrk­ur ljósanna sé þannig að ekki valdi glýju í aug­um. Þannig get­ur ver­ið hent­ugt að ljós­ið sé vel yfir augn­hæð. Það eru einnig til ljós sem sett eru í gólf­flöt palls og litl­ir kast­ar­ar til að lýsa upp trjá­ gróð­ur, stytt­ur, gos­brunna, hús­núm­er eða ann­að skraut í garð­in­um.

Ým­is­legt um lýs­ingu Hægt er að velja um bæði beina og óbeina lýs­ ingu. Með óbeinni lýs­ingu er átt við að ekki sjá­ist í birtu­gjafann. Þannig get­ur ljós­inu ver­ið beint að vegg eða ein­hverju öðru. Vegg­ir og aðr­ir flet­ir taka mis­jafn­lega á móti birtu og er stund­um tal­ að um ljós­mett­un. Segja má að dökk­ir flet­ir dragi til sín birt­una en þeir ljósu end­ur­varpi henni. Gróð­ur hef­ur yf­ir­leitt mikla ljós­mett­un og end­ur­kast­ar ljósi lít­ið á með­an vatn og blaut­ir flet­ir end­ur­kasta birt­unni vel, en glampi frá vatns­

55

fleti er með­al áhrifa­rík­ari lýs­ing­ar. Skugg­ar sem varp­að er á vegg frá gróðri eða lista­verk­um geta einnig ver­ið hluti af hönn­un garð­lýs­ing­ar­inn­ar en lauf­laus tré geta gef­ið at­hygl­is­verða skugga á veggi. Ekki má held­ur gleyma áhrif­um ljós­meng­ un­ar en lýs­ing beint upp í loft­ið ger­ir stjörnu­bjart­ ar næt­ur áhrifa­minni. Einnig þarf að koma í veg fyr­ir að blinda veg­far­end­ur eða ná­granna.

Und­ir­stöð­ur og fest­ing­ar Vegna sér­staks veð­ur­fars hér á landi þarf að ganga vel frá þeim ljós­um sem sitja á jörð­inni. Ef und­ir­lag ljósanna er grús eða ann­ar frost­frír jarð­ veg­ur er yf­ir­leitt nóg að setja fest­ing­ar í lít­inn steypt­an stöp­ul og festa síð­an ljós­ið við. Til að út­búa stöp­ul­inn er t.d. hægt að steypa í stóra tóma máln­ing­ar­fötu eða bolta við til­bú­inn tröppu­stein eða kant­stein. Fyr­ir ljós hærri en 1 m er þó rétt að miða við að und­ir­stað­an gangi nið­ur sem nem­ur helm­ingi af hæð ljóss­ins. Ef und­ir­lag­ ið er mold, leir eða ann­ar frost­virk­ur jarð­veg­ur þarf und­ir­stað­an að ná 0,9 m nið­ur í jörð­ina en þá er hægt að steypa ljósa­fest­ing­arn­ar í blikk­ hólka. Raf­lagn­ir þurfa að liggja á 0,6 m dýpi og mjög gott er að setja plast­borða í 0,3 m hæð yfir strengn­um til þess að auð­velda við­hald síð­ar.

Hvern­ig er lýs­ing­unni stýrt Það eru marg­ir mögu­leik­ar á því að stýra lýs­ingu. Al­gengt er að nota ein­falda rofa til að stýra birt­ unni en þá er bara kveikt og slökkt eft­ir þörf­um.

Stað­setn­ing þess­ara rofa skipt­ir máli og suma þeirra get­ur ver­ið gott að hafa við út­göngu­dyr en aðra jafn­vel í garð­in­um. Klukk­urof­ar geta í mörg­ um til­vik­um ver­ið heppi­leg­ir, þá er hægt að slökkva ljós­in al­veg yfir sum­ar­tím­ann en velja upp­lýsta tíma á morgn­ana og kvöld­in í skamm­ deg­inu. Al­gengt er að nota ljós­stýrða rofa en þá kvikn­ar á ljós­un­um þeg­ar dags­birt­an minnk­ar. Ef um ör­ygg­is­ljós er að ræða má nota hreyfiskynjara til að kveikja ljós­in og slökkva.


VIÐARVÖRN

og timburlitir

Þ

að timb­ur sem yf­ir­leitt er not­að í palla og girð­ing­ar hér á landi er fura sem er ódýr, auð­veld í með­för­um og unn­in úr end­ur­nýj­an­ leg­um skóg­um. Til þess að end­ing­ar­tími við­ ar­ins verði sem lengst­ur þarf að verja hann ann­ars veg­ar gegn fúa í timbr­inu og hins veg­ar gegn nið­ur­broti á yf­ir­borð­inu sem vind­ur, vatn og sól­ar­ljós geta stuðl­að að. Gagn­vörn er not­uð til þess að verja gegn fúa en síð­an er yf­ir­borð­ið með­höndl­að með við­ ar­vörn.

Algengustu Pinotex litirnir sem viðarvörn á pallinn.

GLÆRT

PINE 602

TEKK 613

GRÆNT 821

H v a ð e r g a g n v­ ö r n ? Fúi í timbri mynd­ast af völd­um sveppa sem geta lif­að í viðn­um ef raka­stig­ið fer yfir 18–20%. Til þess að koma í veg fyr­ir þenn­an fúa er efna­ blöndu þrýst inn í við­inn með sér­stök­um tækj­ um. Timbrið er sett í tank og sökkt í gagn­varn­ ar­vökva. Síð­an er þrýst­ing­ur­inn auk­inn til að við­ur­inn mett­ist. Í gagn­varn­ar­blönd­unni eru fjöldi efna, með­al ann­ars kop­ar og bór, en kop­ ar­inn gef­ur viðn­um græn­leit­an blæ.

Y f ­i r ­b o r ð ­i ð m e ð ­h ö n d l ­a ð Þeg­ar með­höndla á yf­ir­borð­ið þarf raka­stig við­ ar­ins að vera minna en 20% til þess að við­ar­ vörn­in loði við og smjúgi inn í við­inn. Til þess að mæla þenn­an raka eru not­að­ir sér­stak­ir mæl­ar sem hægt er að kaupa eða leigja. Ef nota á gegn­sæja eða hálf­gegn­sæja við­ar­vörn má bera hana beint á við­inn en gæta þarf að því að setja vel í öll sár, bæði í enda­timb­ur og þar sem sag­ að hef­ur ver­ið í við­inn. Ef raka­stig við­ar­ins er hærra en 20% má bera um­ferð af grunn­við­ar­­ olíu á við­inn en hún minnk­ar lík­ur á að timbrið þorni of fljótt og sprung­ur mynd­ist. Þeg­ar timbrið hef­ur þorn­að má svo bera end­an­lega vörn á það.

V i ð a­ r ­v ö r n á p a l l i­ n n Auð­veld­ast er að nota stór­an kúst með löngu skafti til að bera á tré­pall. Not­uð er palla­ol­ía en fitu­inni­hald henn­ar er mik­ið og í henni er lít­ill lit­ ur. Ef not­uð er palla­ol­ía eða fúa­vörn með mikl­

HANDBÓK GARÐEIGANDANS

56


H v e r n ­i g e r l i t ­u r ­i n n v a l ­i n n ?

um lit verða slit­flet­ir á pall­in­um fljótt áber­andi, þ.e.a.s. þeir stað­ir þar sem mik­ið er geng­ið eða þar sem ver­ið er að færa til hús­gögn. Ef pall­ur­ inn hef­ur feng­ið að standa óvar­inn áður en bor­ ið er á hann er hætta á að hann hafi grán­að. Þetta ger­ist vegna út­fjólu­blárra geisla í sól­ar­ljós­ inu og það verð­ur að fjar­lægja grá­mann áður en ol­í­an er bor­in á timbrið. Hægt er að pússa gráa lag­ið burt en stund­um get­ur ver­ið nóg að nota klór­bland­að vatn. Bera þarf á palla sem varð­ir eru með palla­ol­íu á 1-3 ára fresti. Ef um gam­alt timb­ur er að ræða þarf að fjar­ læga alla lausa máln­ingu og tré­flís­ar með sköfu eða vír­bursta og slípa síð­an með sand­papp­ír. Einnig er hægt að leigja park­et­slípi­vél en það get­ur ver­ið sér­stak­lega hent­ugt ef bæta á nýj­um palli við þar sem gam­all er fyr­ir. Þá eru báð­ir pall­arn­ir slíp­að­ir með vél­inni áður en bor­ið er á þá. Stund­um þarf einnig að fjar­lægja græna slikju sem kem­ur vegna gróð­ur­mynd­un­ar en hægt er að fá hús­hreinsi­efni til þess.

57

V i ð a­ r v­ ö r n á g i r ð i­ n g ­u n a Það get­ur þurft að nota nokkr­ar stærð­ir af pensl­um til að bera á skraut­lega út­færð­ar girð­ ing­ar. Þar sem hægt er að koma því við er gott að bera á timbrið áður en girð­ing­arn­ar eru sett­ ar upp en til þess að það geti orð­ið þarf raka­ stig­ið í viðn­um að vera minna en 20%. Ef not­uð er gegn­sæ eða hálf­gegn­sæ við­ar­vörn þarf að hafa í huga að við­ur­inn dökkn­ar við hverja um­ferð. Það get­ur þess vegna ver­ið skyn­sam­ legt að velja ljós­an lit í upp­hafi en dekkri þeg­ar bor­ið er á girð­ing­arn­ar aft­ur 2–5 árum síð­ar. Það fer eft­ir stað­setn­ingu hversu oft þarf að bera á girð­ing­ar en þar sem sól, vatn og vind­ar mæða mik­ið á þarf að bera á oft­ar. Þeg­ar not­uð er þekj­andi máln­ing þarf að bera grunnefni á við­ inn fyrst og síð­an eina til tvær um­ferð­ir af máln­ ing­unni.

Ef æð­arn­ar í viðn­um og áferð hans eiga að njóta sín er not­uð gegn­sæ eða hálf­gegn­sæ við­ar­vörn. Græni lit­ur­inn í gagn­vörn­inni skín oft í gegn­um við­ar­vörn­ina og er því rétt að taka til­lit til þess þeg­ar lit­ur er val­inn. Hægt er að velja lit sem tón­ar við ann­að tré­verk í hús­inu þannig að girð­ ing­arn­ar séu t.d. í svip­uð­um lit­um og þak­k­ant­ar, glugga­list­ar, hurð­ir eða bíl­skúrs­hurð­ir. Ef ekki er sýni­legt tré­verk á hús­inu má nota þekj­andi máln­ingu á skjól­vegg­inn, jafn­vel til sam­ræm­is við vegg- eða klæðn­ing­ar­lit húss­ins. Rétt er að hugsa pall­inn og girð­ing­arn­ar á svip­að­an hátt og gól­f­efni og veggja­liti inn­an­dyra. Þannig get­ur pall­ur­inn ver­ið í allt öðr­um lit og með annarri áferð en girð­ing­arn­ar í kring­um hann en samt ver­ið í sam­ræmi við heild­ar­yf­ir­bragð garðs­ins og húss­ins. Brún­ir og græn­ir jarð­ar­lit­ir fara oft vel með grasi, runn­um og öðr­um gróðri og því er ekki alltaf nauð­syn­legt að sam­ræma lit­inn hús­inu til þess að girð­ing­ar njóti sín í garð­in­um.


Reglugerðir Um fram­kvæmd­ir í görð­um gilda regl­ur. Þær er að finna í bygg­ing­ar­reglu­gerð. Í reglu­gerð­inni er m.a. fjall­að um girð­ing­ar, hand­rið, tröpp­ur, set­laug­ar, leik­svæði, gróð­ur og sorp­skýli. Upp­lýs­ing­arn­ar í reglu­gerð­un­um eru góð­ar leið­bein­ing­ar auk þess sem þær minnka lík­ur á að ná­grann­ar geti geng­ið hver á ann­ars rétt með fram­ kvæmd­um í garð­in­um. Er þá m.a. átt við skerð­ingu út­sýn­is og skugga­mynd­un frá mann­virkj­um eða gróðri. Reglu­gerð­in fjall­ar einnig um ör­ygg­is­at­riði eins og hæð hand­riða og gerð trappna. Hér á eft­ir eru dreg­in út úr bygg­ing­ar­reglu­gerð 112/2012 nokk­ur at­r­iði sem nýst geta garð­eig­end­um:

Byggingarreglugerð 112/2012 2.3.5. gr. Minniháttar framkvæmdir undanþegnar byggingar­leyfi. Eftirfarandi framkvæmdir og breytingar eru undan­­þegn­ ar byggingarleyfi enda séu þær í samræmi við deiliskipulag: e. Framkvæmdir á lóð. Allt eðlilegt viðhald lóðar, girðinga, bílastæða og inn­ keyrslu. Gerð palla og annar frágangur á eða við jarðvegsyfirborð, enda rísi pallur ekki hærra en 0,3 m frá því yfirborði sem fyrir var. Pallur úr brennanlegu efni má þó ekki vera nær lóðar­mörk­um aðliggjandi lóðar en 1,0 m. Ekki er heimilt að breyta hæð lóðar á lóðarmörkum án samþykkis leyfis­veitanda og sam­ þykkis lóðarhafa aðliggjandi lóðar. Þá er ekki heimilt að breyta hæð lóðar inn­an hennar þannig að það valdi skaða á lóðum ná­granna eða skerði aðra hagsmuni nágranna, t.d. vegna útsýnis. f. Skjólveggir og girðingar á lóð. Skjólveggir og girðingar sem eru allt að 1,8 m að hæð og eru ekki nær lóðarmörkum en 1,8 m. Ennfremur girðingar eða skjólveggir sem eru nær lóðarmörkum en 1,8 m og eru ekki hærri en sem nemur fjarlægðinni að lóðarmörkum. Lóðarhöfum samliggjandi lóða er heimilt án byggingarleyfis að reisa girðingu eða skjólvegg allt að 1,8 m að hæð á lóðarmörkum, enda leggi þeir fram hjá leyfis­veitanda undirritað samkomulag þeirra um fram­kvæmdina. Hámarkshæð girðingar/skjól­veggjar í 2. og 3. málsl. miðast við jarðvegshæð við girð­ingu­/vegg eða jarðvegshæð lóðar á lóðarmörkum ef hæð jarðvegs þar er meiri en jarðvegshæð á lóð við vegginn. g. Smáhýsi á lóð. Smáhýsi til geymslu garðáhalda o.þ.h. á lóð utan byggingarreits þegar eftirfarandi kröfur eru upp­fylltar, enda sé slík bygging ekki óheimil sam­kvæmt gildandi deiliskipulagi: 1. Flatarmál smáhýsis er að hámarki 10 m².

HANDBÓK GARÐEIGANDANS

2. Fjarlægð milli smáhýsa innbyrðis og frá glugga eða hurð húss, svo og frá útvegg timb­urhúss er a.m.k. 3,0 m. 3. Veggur smáhýsis sem snýr að lóðarmörkum og er nær lóðarmörkum en 3,0 m er gluggaog hurðalaus. 4. Mesta hæð útveggja eða þaks á smáhýsi er 2,5 m mælt frá yfirborði jarðvegs. 5. Smáhýsi er án allra vatnslagna, raflagna og hitunar. 6. Ef smáhýsi er nær lóðarmörkum en 3,0 m skal liggja fyrir skriflegt samþykki lóðarhafa þeirrar nágrannalóðar og skal það lagt fram hjá byggingarfulltrúa.

skuggavarps á viðkomandi lóð og nágrannalóðum. Sé trjám eða runnum plantað við lóðarmörk sam­liggj­andi lóða skal hæð þeirra ekki verða meiri en 1,80 m, nema lóðarhafar beggja lóða séu sammála um annað. Ef lóðarmörk liggja að götu, gangstíg eða opnu svæði má trjágróður ná meiri hæð, enda komi til samþykki veg­ haldara eða umráðaaðila viðkomandi svæðis. Lóðarhafa er skylt að halda vexti trjáa og runna á lóðinni innan lóðarmarka. Sinni hann því ekki og þar sem vöxtur trjáa eða runna fer út fyrir lóðarmörk við götur, gangstíga eða opin svæði er veghaldara eða umráða­manni svæðis heimilt að fjarlægja þann hluta er truflun eða óprýði veldur, á kostnað lóðarhafa að undangenginni aðvörun.

7.2.1. gr. Almennt.

7.2.3. gr. Girðingar lóða.

Á lóðum bygginga skal hafa opið svæði sem hvetur til út­iveru, göngu, dvalar og leikja. Þar skal auk þess koma fyrir bílastæðum, bílgeymslu, sorpgeymslu, hjóla­ geymslu, gróðri og öðru því sem hæfir notkun við­ komandi byggingar og er í samræmi við ákvæði gildandi skipulags. Við skipulag lóða skal leitast við að nýta þá náttúru­ legu kosti sem fyrir eru á hverjum stað og fram koma við skoðun á landinu. Einnig skal metið gildi þess gróðurfars og trjáa sem fyrir er á lóð og reyna eftir föngum að fella það að þörfum viðkomandi lóðar. Leiksvæðum innan lóða skal komið þannig fyrir að börn þurfi ekki að fara yfir svæði þar sem bílar aka til að komast heiman frá sér á leiksvæðin. Ávallt skal tryggt fullt öryggi barna og annarra gangandi eða hjólandi vegfarenda á lóðum bygginga, sbr. ákvæði 12. hluta þessarar reglugerðar.

Hæð girðinga á lóðum skal vera í samræmi við skipu­ lagsskilmála. Afla skal byggingarleyfis vegna girðinga og skjól­ veggja á lóðum nema framkvæmdirnar séu undan­þegn­ ar byggingarleyfi skv. f-lið 1. mgr. 2.3.5. gr. Girðing eða skjólveggur á mörkum lóða er alltaf háður samþykki beggja lóðarhafa óháð hæð girðingar eða skjólveggs og skal samþykkis leitað áður en hafist er handa við smíði girðingar eða skjólveggs.

7.2.2. gr. Tré og runnar á lóðum. Ekki má planta hávöxnum trjátegundum nær lóðar­ mörkum aðliggjandi lóða en 4,0 m. Við staðsetningu trjáa á lóð sem ætlað er að vaxi frjáls skal taka tillit til

7.2.4. gr. Frágangur lóðar. Lóðarhafa er skylt að ganga snyrtilega frá lóð sinni með gróðri eða á annan hátt í sam­ræmi við samþykkta uppdrætti. Heimilt er að fresta um ótiltekinn tíma gróð­­ ur­setningu trjáa, nema mælt sé fyrir um annað í skipu­ lagi eða af viðkomandi sveitar­félagi. Lóðarhafa er skylt að ganga frá lóð byggingar í u.þ.b. rétta hæð og fjarlægja þann uppgröft, sem ekki þarf að nota á lóð, áður en byggingin er fokheld. Lýsing á lóðum skal vera þannig að hún valdi hvorki óþarfa ljósmengun, nágrönnum óþægindum né trufli umferð utan lóðar.

58


Vinkill er notaður til að festa saman grind trépalls.

Þakásankeri tengir saman bita og dregara í trépalli, eins festing fyrir báðar hliðar.

FESTINGAR

IPA-lamir notaðar t.d. á sorptunnugeymslur.

Þ

fyrir palla og girðingar

Vinklar í ýmsum stærðum eru notaðir til að festa saman girðingar.

að er lykilatriði við smíði á trépöllum og girðingum að góðar festingar séu notaðar. Þær eru ýmist úr ryðfríu stáli eða varðar með sinki til að koma í veg fyrir tæringu. Með réttri notkun á vinklum, skrúfum og öðrum festingum verður flókin og spennandi útfærsla einföld í smíðum.

Galvanisering Galvanisering er sinkhúðun sem ver járn gegn tæringu. Áætlaður endingartími er 15 til 20 ár.

Kofaloka - IPA læsing. Þægileg loka sem passar afar vel við ljósan viðinn.

Hurðalamir í stíl. Þessi gerð er sérstaklega hönnuð til að bera þunga hurð.

59

Þakásankeri tengir saman bita og dregara í trépalli hægri og vinstri.

Bjálkaskó má nota þegar grind trépalls tengist húsi. Þeir eru einnig gagnlegir ef þil í girðingu þarf að vera laust.

Ryðfríar tréskrúfur Í gagnvarinn við eru notaðar A4 tréskrúfur. A4 tréskrúfur eru ryðfríar og sýruþolnar.

Klofið flatjárn neðst á staur tryggir góða festingu í steypuna.


Framúrskarandi vörur og þjónusta á hagstæðu verði

Opnunartími á byko.is

Aðalsímanúmer 515 4000

Verslun Breidd 515 4200

Timburverslun Breidd 515 4100

Leigumarkaður Breidd 515 4020

Lagnaverslun Breidd 515 4040

BYKO Granda 535 9400

BYKO Akureyri 460 4800

BYKO Reyðarfirði 470 4200

BYKO Suðurnesjum 421 7000

BYKO Selfossi 480 4600

Ábyrgðarmaður: Árni Reynir Alfredsson. Öll verð eru birt með fyrirvara um prentvillur og/eða myndabrengl. Allar vörur fást í BYKO Breidd en minna framboð getur verið í öðrum verslunum.

Handbók garðeigandans  

Allar þær upplýsingar sem þú þarft að hafa til að gera garðinn þinn að unaðsreit sumarsins.