Page 1

SeoFoss

Auรฐveldar dagleg verk og tryggir arรฐsemi

part of


SEOFOSS SeoFoss er haugmelta úr vandlega samsettum steinefnum sem hafa framúrskarandi hæfileika til jónaskipta. Innihaldsefnin í SeoFoss eru fínar agnir sem gerir það að verkum að þær stækka yfirborð agna og auka þar með jónaskipti. SeoFoss virkar með því að skipta á neikvæðum og jákvæðum jónum. Það ferli bindur ammóníak í mykjunni. Þá virkar SeoFoss sem böffer í mykjunni og takmarkar útskolun áburðarefna. Aukin jónaskipti hafa einnig áhrif á lyktina af mykjunni og takmarkar einnig uppgufun á ammóníaki. SeoFoss hefur einnig frábær áhrif á mykjuna og auðveldar dreifingu með því að gera hana einsleitari. SeoFoss hefur þegar verið reynd og prófuð hjá þó nokkrum hjörðum svína og nautgripa með frábærum árangri hvað varðar einsleitni, lykt og hæfni til að binda ammóníak. SeoFoss hefur einnig verið prófuð af SEGES’ (Landbrug & Fødevarer F.m.b.A.) vítt og breitt um Danmörk þar sem SEGES mældi hæfni vörunnar til bindingar köfnunarefnis í þeim tilgangi að sjá hvort hún gæti aukið uppskerumagn pr hektara. Agnir í SeoFoss hafa stærra yfirborð en í öðrum sambærilegum vörum, sem eykur enn frekar á hæfni þess til að bæta einsleitni.


• Örugg og auðveld meðhöndlun búfjáráburðar • Meiri einsleitni • Bindur köfnunarefni (N) • Minnkar lykt • Auðvelt í notkun • Myndar himnu á mykju í haughúsum • Auðveldar vinnuferlið!


SEOFOSS BÆTIR EINSLEITNI Þurrefni

Mykja

Það getur verið erfitt að hræra saman mykjuna og þurrefnið vegna yfirborðsspennu í mykjunni. Það þýðir minnkuð einsleitni.

Þurrefni

®

Samræmd og einsleit mykja þar sem þurrefni og mykja eru blönduð saman.


AFHVERJU AÐ NOTA SEOFOSS? Það eru margar góðar ástæður til að nota SeoFoss. Það tryggir allt að 1,4 kg meira af köfnunarefni (N) á rúmmeter af mykjunni ef SeoFoss er notað allt árið í útihúsinu. SeoFoss gerir mykjuna einsleitari og bætir því flæði í leiðslum. Þar sem ammóníak er bundið við mykjuna minnkar lykt töluvert. Þar að auki er mikið auðveldara að vinna með mykjuna. • SeoFoss bindur köfnunarefni í mykjunni sem gerir hana að betri áburði • SeoFoss eykur einsleitni mykjunnar sem þýðir að dreifing áburðarefna

verður jafnari

• SeoFoss minnkar lykt með því að binda köfnunarefni í mykjunni. Það

þýðir betra umhverfi bæði utandyra og innandyra fyrir dýr jafnt sem

menn • SeoFoss sparar vinnuafl og tíma

SeoFoss til að auka hagnað Notaðu SeoFoss í útihúsunum og ammóníak fer fljótlega að bindast mykjunni. Með þessu er fullkomið flæði í leiðslum tryggt og síðast en ekki síst; aukið köfnunarefni fyrir uppskeruna þína.


UMSAGNIR Lizette Pilegaard, framkvæmdarstjóri hjá Claus Clausen í Vojens, Danmörk, segir um SeoFoss: “Við notum SeoFoss því það auðveldar okkur vinnuna við mykjuna. Mykjan er einsleitari og meðfærilegri og SeoFoss hefur einnig bætt andrúmsloftið í húsunum. Nú notum við SeoFoss þar sem við vitum af vandamálum og við munum halda því áfram. Undanfarin ár höfum við reynt að auðvelda okkur verkið með að nota háþrýstidælur. Mykjan var svo þykk að hún hreyfðist ekki án aðstoðar. Það er að hluta til vegna hálmsins sem við notum í gotstíurnar, sem olli því að mykjan þornaði og varð þéttari. Þá ákváðum við að prófa SeoFoss. Við sáum það fljótlega að varan byrjaði að virka og helmingurinn af gömlu, þurru mykjunni var horfinn þremur vikum síðar. Það tók áður allan morguninn að losa um mykjuna, en í dag eyðum við aðeins tíma í það að opna niðurföll. Þetta þýðir líka að mykjan er auðveldari í meðhöndlun og við þurfum ekki að nota háþrýstidælur. Við prófuðum SeoFoss í loftræstistýrðu rýmunum okkar, aðallega til að auka magn köfnunarefnis í mykjunni. Köfnunarefnismagnið jókst um 300 gr N í hverjum rúmmeter af mykju í loftræstistýrðu rýmunum, og um 1 kg N í hverjum rúmmeter af mykju í gotstíunum. Okkur þykir það spennandi möguliki að nota SeoFoss á öll svæði húsanna, ef við þurfum að leggja áherslu á aukningu köfnunarefnis. Þegar svínin eru komin í eldisrýmin, þynnum við SeoFoss með því að blanda það með vatni. Það gerir að verkum að auðvelt er að hella því um rifurnar niður í haughúsið, án þess að gera stíurnar blautar. Ef eldisrýmið er tómt þá dreifum við SeoFoss á gólfgrindurnar þar sem við vitum að mykjan á til að verða þykkari.”


PRÓFANIR Myndirnar hér að neðan sýna niðurstöðu úr rannsóknum á grísamykju og gyltumykju. Bláu súlurnar sýna mælingar á mykjunni áður en SeoFoss var notað og grænu súlurnar sýna niðurstöður 21 dögum eftir að SeoFoss var notað.

Niðurstöðurnar sýna aukningu á köfnunarefni upp á allt að 1,4 kg og 700 g aukningu á ammóníum nítrat.


ÁHRIF Í LÍFGAS-VERKSMIÐJUM SeoFoss – Nauðsyn í framleiðslu lífgass • Aðstoðar virkni baktería – eykur þannig framleiðslu á lífgasi • Auðveldara að hræra í tönkunum og sparar því orku • Hjálpar til við að minnka líkur á myndun fljótandi skán • Dregur úr og bindur ammóníak • Eykur hagnað framleiðslunnar • 100% náttúruleg vara • Skaðlaus mannfólki, verksmiðjum og umhverfinu

Einsleitni mykjunnar SeoFoss starfar sem yfirborðsvirkt efni á mykjunni með því að binda fleiri lífrænar agnir við vatnið. Þetta gerir mykjuna einsleitari og því auðveldari í meðhöndlun.

SeoFoss tryggir jafna og háa framleiðslu lífgass Lífgas bakteríur lifa í litlum, vernduðum, lagskiptum þyrpingum sem samanstanda af mismnandi tegundum baktería. Þær bakteríur sem eru yst í þyrpingunum verða fyrir vatnsrofi og brotna niður í lífræn efni til að losa hvarfefni sem innihalda orku. Næsta lag baktería í þyrpingunum bera ábyrgð á gerjun hvarfefnanna sem innihalda orku. Rokgjarnar fitusýrur eru myndaðar í þessu lagi. Því næst sjá þær bakteríur sem lifa innst í þyrpingunni um það að breyta rokgjörnu fitusýrunum í ediksýru sem svo brotnar niður í metangas. Í verksmiðjunum er sífellt verið að hræra í mykjunni sem skemmir þessar bakteríuþyrpingar og getur gert útaf við þær bakteríur sem lifa innst í þeim, en það eru þær sem framleiða metangasið. Það þýðir takmörkun á frameiðslu lífgass. SeoFoss hefur stórt yfirborð með mörgum holrúmum. Í þessum holrúmum myndast skjól fyrir viðkvæmar þyrpingar baktería þar sem þær geta stækkað án þess að skemmast þegar hrært er í mykjunni.


SEOFOSS VERNDAR GAGNLEGAR BAKTERÍUR Bakteríur sem framleiða lífgas eru innst inn í þyrpingum, þar sem aðrar bakteríur veita þeim vernd og næringu. Þetta sambýli baktería tryggir hámarksframleiðslu lífgass. Mismunandi lög baktería

Skrúfa

Þegar mikið er hrært í mykjunni skemmast þessar þyrpingar baktería sem gerir það að verkum að framleiðsla lífgass takmarkast.

SeoFoss verndar þessar þyrpingar baktería fyrir skrúfunum sem hræra í mykjunni og hjálpar þannig til að viðhalda hámarksframleiðslu lífgass.

SeoFoss - ögn


NOTKUN Notkun í útihúsum 20 g af SeoFoss á fermeter af mykju.

Að reikna út það magn sem á að nota: Stærð haughúss (ásamt leiðslum) [m³] x 20 g af SeoFoss

Hvernig á að nota SeoFoss: Fullt haughús/tankur: Leystu upp reiknað magn af SeoFoss í vatni og dreifðu því jafnt yfir gólfgrindurnar og/eða settu SeoFoss beint í haughúsið/tankinn. Hrærðu vel; það þarf að hræra á fjórum mismunandi stöðum.

Tómt haughús/tankur: Leystu upp reiknað magn SeoFoss í vatni og dreifðu því yfir gólfgrindurnar og/eða settu SeoFoss beint í haughúsið/tankinn. SeoFoss mun svo blandast sjálfkrafa við það þegar meiri mykja bætist við.

Tillögur:

Fyrir 1-4 kg af SeoFoss, notið 10 lítra af vatni. Fyrir dreifingu á tún, hrærið einu sinni vel í gegnum mykjuna. Þegar haughúsið hefur verið tæmt þarf að endurtaka notkun SeoFoss.

Notkun í lífgas-verksmiðjum Dagleg notkun: 20 g af Seofoss fyrir hvern m3 lífmassa í tankinum.

Auðvelt í notkun


Ef þú hefur frekari spurningar varðandi notkun SeoFoss þá er velkomið að hafa samband við sölumenn okkar.

Elías Hartmann Hreinsson Deildarstjóri Sími: 575-6005 / 898-0824 Netfang: elias@ss.is

Sigrún Edda Halldórsdóttir Sölurágjafi Sími: 575-6027 Netfang: sedda@ss.is

Margrét Ósk Ingjaldsdóttir Söluráðgjafi Sími: 575-6007 / 868-6705 Netfang: margreto@ss.is

Guðmunda Þorsteinsdóttir Verslunarstjóri á Hvolsvelli Sími: 770-5975 Netfang: gudmunda@ss.is

SeoFoss 2016/05/19 | Gefið út með fyrirvara um prentvillur og breytingar á vörunni.

RÁÐGJÖF


Skoðið vefverslun okkar á www.buvorur.is

Fóður, fatnaður, sáðvara, plast og fleiri rekstrarvörur fyrir bændur. Erum einnig með vörur fyrir hestamennskuna og veiðina. - Sendum um allt land -

Seofoss bæklingur  
Seofoss bæklingur  

SeoFoss haugmelta sem fæst hjá Búvörur SS

Advertisement