__MAIN_TEXT__

Page 1

asm n i k t s

4 jan,

ur

ng a g r

16

20 í n jú

Sy

MYNDASAGA UPPÁHALDIÐ KROSSGÁTA


EFNISYFIRLIT

2

Einelti - myndsaga leikin af krökkum í Systkinamiðjunni .............................

bls. 4

Slóvakía ...............................................

bls.

Uppáhald systkini míns ......................

bls. 8

Gátur ....................................................

bls. 10

Krossgáta ............................................

bls. 11

Myndir af hópum ................................

bls. 12

Svör við gátum ....................................

bls. 12

6


NÝR VEFUR SYSTKINASMIÐJUNNAR Í langan tíma hefur það verið á dagskránni að koma vef Systkinasmiðjunnar á miðlægt kerfi þar sem margir geta sett inn efni og séð um vefinn. Nú hefur það loksins tekist en um leið breyttum við um vefslóð. Nú finnur þú vefinn okkar undir www.systkinasmidjan.com. Ef það er eitthvað sem þú vilt sjá á vefnum okkar þá endilega láttu vita en allar upplýsingar um okkur eru undir HAFA SAMBAND á vefnum.

Myndir og efni frá HÓPUM verður áfram að einhverju leiti á gamla vefnum en smátt og smátt verður allt flutt yfir. Einnig erum við að leggja niður Facebook síðuna en taka upp grúbbu með sama nafni. Allt er þetta gert til að auðvelda samskipti okkar við þá sem eru í smiðjunni. Við erum ekki með á döfinni að taka upp aðrar samskiptaleiðir á vefnum enda krakkarnir ekki á þeim aldri að nota þær leiðir.

www.systkinasmidjan.com

3


EINELTI SYSTA KOMDU OG BJARGAÐU MÉR!!!

ÉG LEM ALLA SEM ERU SKRÝTNIR

EF ÞÚ LEMUR BRÓÐIR MINN LEM ÉG ÞIG

ERU GLERAUGUN MÍN NOKKUÐ BROTIN?

Í systkinasmiðjunni ræðum við oft um einelti. Hér fyrir ofan sjáið þið hvernig stundum er leyst úr því máli. Okkur datt í hug hvort ekki væri hægt að leysa málið öðruvísi. Á næstu síðu sérðu söguna örlítið breytta. Okkur fannst sú leið gæti verið betri fyrir alla en auðvita virkar hún ekki alltaf. En kannski væri ekki vitlaust að reyna hana fyrst.


SYSTA KOMDU OG BJARGAÐU MÉR!!!

ÉG LEM ALLA SEM ERU SKRÝTNIR

VIÐ SKULUM LÁTA MÖMMU VITA AF ÞESSU. HÚN VEIT SENNILEGA HVAÐ ER BEST AÐ GERA

DÓTTIR ÞÍN LEGGUR SON MINN Í EINELTI

NÚ BIÐST ÞÚ AFSÖKUNNAR Á HEGÐUN ÞINNI

ALLT ER FYRIRGEFIÐ OG ÞAU URÐU GÓÐIR VINIR Á ENDANUM...EÐA HVAÐ? ÞAÐ ER LÍKA HUGMYND AÐ RÆÐA VIÐ KRAKKANA Í SKÓLANUM UM ÞÆR FATLANIR SEM ÝMSIR GETA VERIÐ AÐ EIGA VIÐ. SUMIR ERU HRÆDDIR VIÐ ÞAÐ SEM ER ÓKUNNUGT EN UM LEIÐ OG ÞEIR VITA UM HVAÐ MÁLIÐ SNÝST VERÐA HLUTIRNIR OFT EINFALDARI.


SLÓVAKÍA Við fengum hóp frá Slóvakíu í heimsókn til okkar en í Slóvakíu eru engar smiðjur eins og Systkinasmiðjan og höfðu þau áhuga á að skoða starfið hjá okkur. Síðan fórum við leiðbeinendurnir til Slóvakíu og kynntum Systkinasmiðjuna fyrir ýmsum aðilum þar. Okkur var tekið mjög vel og var sýndur mikill áhugi á hvernig við gerum hlutina hér á Íslandi. Hvort framhald verður á þessu samstarfi á eftir að koma í ljós. En þegar hópurinn kom til okkar fékk Eyrún, sem er í blaðamannahópnum, tækifæri til að spyrja þau nokkurra spurninga um hvernig málum er háttað hjá þeim. Ef það er ekki félagsskapur eins og Syst­ kinasmiðjan hjá ykkur, hvað hafið þið þá fyrir systkini barna með sérþarfir? Það er ekkert fyrir systkini barna með sérþarfir hjá okkur og systkini í þannig stöðu fara í sitthvorn skóla þar sem ekki er boðið upp á stuðning í almennum skólum fyrir börn með sérþarfir. Hvernig er komið fram við fólk með sér­ þarfir? Þeim er strítt, þau lögð í einelti en það á líka við um systkini þeirra. Þetta á örugglega við alls staðar í heiminum en við þurfum að gera betur. Hvaða menntun er í boði fyrir börn með sérþarfir? Nemendur með sérþarfir fara í sér skóla og ef þau klára hann geta þau mögulega farið í aðra skóla. Einnig er mikið um úrræði eins og dagvist en hún er oftast

6

mjög langt frá heimili þeirra svo þau þurfa að vera þar alla vikuna og eru þá ekki með fjölskyldunni. Einnig er hægt að fara í einkaskóla og eitthvað um að krökkum með sérþarfir er kennt heima. En margir foreldrar sem eiga börn með sérþarfir þurfa að vera heima og geta ekki unnið frá börnum sínum. Þegar börnin verða 20 ára fá þau pening frá ríkinu og sum þeirra komast að í húsnæði fyrir fatlaða þar sem séð er um þau. Það er reynt að finna út þörf einstaklinga með sérþarfir svo betur sé hægt að velja heimili og vinnu við hæfi. Þau vinna auðvelda og einfalda vinnu og fá laun til að borga leigu og mat. Þetta er þó ekki í boði fyrir alla þar sem ekki er næginlega mikið framboð fyrir alla. Af hverju komu þið til Íslands? Ég hitti Vilborgu í Brussel og við fórum að spjalla um þessi mál. Það er margt að hjá okkur í Slóvakíu en við erum að vinna í að auka úrræði og ég myndi gjarnan vilja sjá bæði munaðarleysingjahæli og stofnanir fyrir fatlaða hverfa og lít til ykkar hér á Íslandi í því sambandi. En við ætlum að einbeita okkur að því að stofna Systkinasmiðju í Slóvakíu og fáum til þess aðstoð frá ykkur hér.


7


UPPÁHALD SYSTKYNI MÍNS Við báðum krakkana í smiðjunni að mæta með eitthvað sem væri í uppáhaldi hjá systkini þeirra og ræddum svo saman um það. Við tókum myndir af öllum og birtum þær á vefnum okkar en hér eru til gamans nokkrir af krökkunum og þau segja okkur aðeins frá hlutnum. Ekki gátu allir mætt með hlutinn þar sem hann var stór eða þau bara máttu ekki fá hann lánaðan enda í uppáhaldi hjá systkininu. Þá var bara að redda sér með myndum.

Elva Dís Bróðir minn á þennan og hann elskar hann af því hann er mjúkur, hann er stór, hann getur verið ofan á honum og knúsað hann og látið hann vernda sig í leikjum. Hann á marga svona litla, en heldur mest upp á þennnan því hann er stór og mjúkur.

8

Þórdís Uppahaldið hennar systur minnar er Engilráð og stumparnir. Hún er alltaf með þau. Henni finnst mjög gaman að horfa á strumpana og Engilráð. Hún sefur alltaf með Engilráð og getur ekki sofnað án hennar

Andrea Þetta eru klemmur sem bróðir minn notar til að hrista. Þær róa taugakerfið hans, en hann er með þær allsstaðar.


Kristjón Ég valdi Legó og ipad sem uppáhald bróður míns því hann eyðir jafnmiklum tíma í bæði og leikur mikið með bæði.

Viktoría Bróðir minn elskar keilu og við eigum tölvuleik sem heitir Wii. Hann hefur oft verið að spila keilu, en hann fékk „perfect game“ og 10 strike eða hæsta skorið sem hægt er að fá í leiknum. Þetta var á afmælisdaginn hans þegar hann var 7 ára svo hann var mjög glaður.

Sunna Bróðir mínum finnst rosalega vænt um þennan voffa. Hann lætur stundum eins og hann sé lifandi og vill ekki að mamma og pabbi taki hann frá honum. Hann vill rosalega sjaldan fara frá honum.

Guðrún Bróðir minn bara elskar gítarinn sinn, spilar mikið á hann og spilar mikið lög eins og ACDC og svona.

9


gátur 1. Hvaða mál kunna allir en enginn talar? 2. Hvað er aldrei hægt að setja í pott? 3. Hvað hverfur ef þú segir það? 4. Þú ert með þrjár eldspítur. Getur þú gert fjóra án þess að brjóta þær? 5. Hvernig sérðu í gegnum veggi? 6. Hvað geriru ef þú sérð grænan karl? 7. Hvað sést einu sinni í hverri mínútu, en aldrei í þúsund ár? 8. Hvað ferðast um heiminn en er alltaf kjurrt á sama stað? 9. Hvað er í endan á regnboga? 10. Hversu margir mánuðir hafa 28 daga? 11. Hvaða tala getur aldrei lækkað? 12. Hvenær þarf að bíða eftir einum? 13. Þrír læknar sögðu að Róbert væri bróðir þeirra. Róbert sagðist ekki eiga neinn bróðir. Hver þeirra er að ljúga?

LAUSNIR VIÐ GÁTUM: 1. Líkamstáknmál. 2. Handfangið á pottinum. 3. Þögnin. 4. Gerir töluna 4 úr þeim. 5. Með því að horfa út um glugga. 6. Ferð yfir. 7. M. 8. Frímerki. 9. A. 10. Allir mánuðirnir. 11. Aldur. 12. Þegar S er á undan honum. 13. Enginn…læknarnir eru systur Róberts.

10


KROSSGÁTA

11


Nokkrir byrjendur úr smiðjunni Það er alltaf jafn gaman fyrir okkur í Systkinasmiðjunni að kynnast nýjum krökkum og við erum strax farnar að hlakka til að hitta bæði nýja og eldri krakka næsta haust. Ekki nást alltaf myndir af öllum hópum þegar við erum í smiðjunni enda oft gaman og mikið í gangi svo þannig hlutir gleymast. En hér eru nokkrir hópar frá síðustu árum sem náðust á mynd. Það eru til myndir af flest öllum námskeiðum á vefnum okkar og hvetjum við alla til að kíkja á þær.

AKRANES 2013

reykjavík 2013

reykjavík 2014

reykjavík 2014

selfoss 2014

akureyri 2014

reykjavík 2016

Profile for BROSblaðið

Brosbladid2016  

BROSblaðið er unnið af unglingahóp Systkinasmiðjunnar sem er fyrir systkini barna með sérþarfir.

Brosbladid2016  

BROSblaðið er unnið af unglingahóp Systkinasmiðjunnar sem er fyrir systkini barna með sérþarfir.

Advertisement