Page 34

HEILBRIGÐI & HEIÐARLEIKI - DYGÐIR BREKKUBÆJARSKÓLA 2011 - 2012

Heiðarlegir og heilbrigðir krakkar í 3. GÞ Til að vera heiðarlegur við sjálfan sig er mikilvægt að hafa jákvæða sjálfsmynd. Nemendur í 3. GÞ hafa æft sig í að draga fram sínar sterku hliðar og hrósa sjálfum sér og samnemendum sínum. Fyrst og fremst hafa þeir horft á þá mannkosti sem hver og einn hefur fremur en að draga fram það sem þeir eru flinkir í að framkvæma. Hér á eftir fara nokkur dæmi um helstu kosti nemenda. Minn helsti kostur er að ég er góðhjörtuð. Mínir helstu kostir eru að ég sýni vináttur, er góðhjörtuð og jákvæð. Mínir helstu kostir eru hugrekki, hjálpsemi og jákvæðni. Minn helsti kostur er að ég er góður vinur. Minn helsti kostur er að ég er tillitssamur. Mínir helstu kostir eru jákvæðni, vinátta og hjálpsemi. Minn helsti kostur er að ég er þakklát. Minn helsti kostur er að ég er góður. Mynd: Nemendur í 3. GÞ í útinámi á Breiðinni

34

Dygðir Brekkubæjarskóla 2011-2012  
Dygðir Brekkubæjarskóla 2011-2012  

Dygðir Brekkubæjarskóla 2011-2012