Page 17

HEILBRIGÐI & HEIÐARLEIKI - DYGÐIR BREKKUBÆJARSKÓLA 2011 - 2012

Nokkur hollráð varðandi svefn Notið rúmið aðeins til að sofa í. Sjónvarpið út úr svefnherberginu! Helst tölvu og síma líka (margir halda því fram að rafeindatæki mengi út frá sér og trufli þannig svefn). Myrkvið svefnherbergið og sofið við opinn glugga. Loftflæðið á að tryggja nægt súrefni. Heitt bað og/eða róandi tónlist auka líkur á góðum svefni. Gott er að leiða hugann að einhverju jákvæðu, t.d. með hjálp uppbyggjandi bóka. Nudd á bak, hendur eða fætur hjálpar manni að slaka vel á fyrir svefn. Dagbókarfærsla fyrir svefn getur létt af manni áhyggjum. Ef maður vaknar um miðja nótt og fer að hugsa um vandamál er ráð að losa sig undan því með því að fara fram úr, skrifa áhyggjuefnið niður og minna sig á að taka það upp næsta dag.

17

Dygðir Brekkubæjarskóla 2011-2012  

Dygðir Brekkubæjarskóla 2011-2012

Dygðir Brekkubæjarskóla 2011-2012  

Dygðir Brekkubæjarskóla 2011-2012