Page 10

Skólahjúkrun Markmið skólaheilsugæslu er að stuðla að því að börn fái að vaxa, þroskast og stunda nám sitt við bestu andlegu, líkamlegu og félagslegu skilyrði sem völ er á. Heilsugæsla skólabarna er framhald af ung- og smábarnavernd. Skólaheilsugæslan leitast við að efla heilbrigði nemenda og stuðla að vellíðan þeirra. Starfsfólk skólaheilsugæslu vinnur í náinni samvinnu við foreldra / forráðamenn, skólastjórnendur, kennara og aðra sem koma að málefnum nemenda. Allar upplýsingar um einstaka nemendur eru trúnaðarmál. Fræðsla / heilbrigðishvatning / forvarnir Skólaheilsugæsla sinnir skipulagðri heilbrigðisfræðslu og hvetur til heilbrigðra lífshátta. Öll tækifæri sem gefast eru nýtt til að fræða nemendur og vekja þau til umhugsunar og ábyrgðar á eigin heilbrigði. Foreldrar geta leitað eftir ráðgjöf skólaheilsugæslunnar varðandi vellíðan, andlegt, líkamlegt og félagslegt heilbrigði barnsins. Svefn, nesti og skjólfatnaður Reglulegur og nægjanlegur svefn er mikilvægur fyrir heilsu og þroska barna. Börn þurfa að sofa 10-12 klst. á nóttu. Skóladagur nemenda er langur og því mikilvægt að borða reglulega og hafa með sér hollt og gott nesti.

10

Hitað upp fyrir Brekkósprettinn þriðjudaginn 6. september í haust.

HEILBRIGÐI & HEIÐARLEIKI - DYGÐIR BREKKUBÆJARSKÓLA 2011 - 2012

Dygðir Brekkubæjarskóla 2011-2012  

Dygðir Brekkubæjarskóla 2011-2012

Dygðir Brekkubæjarskóla 2011-2012  

Dygðir Brekkubæjarskóla 2011-2012