Ársrit

Page 8

2011 – ÁRSRIT KNAT TSPYRNUDEILDAR BREIÐABLIKS

Sigur og tap gegn Rosenborg í Meistaradeildinni 13.

Kristinn Steindórsson gerði seinna markið gegn Rosenborg.

Áhorfendur fjölmenntu á Kópavogsvöllinn og studdu vel við Blikaliðið.

8

júlí 2011 var merkisdagur í sögu Breiða­bliks, þá fór fram ­fyrsti leikur meist­araflokks karla í Meistara­deild Evrópu. Andstæðingar okkar voru ekki af verri gerðinni, margfaldir Noregsmeistarar í Rosen­borg frá Þrándheimi. Rosen­borg hefur tekið þátt í Evrópu­keppnum frá árinu 1965. Þeir léku sinn fyrsta leik í Evropukeppni gegn KR. Rosenborg vann sinn fyrsta stóra titil þegar þeir urðu bikarmeistarar 1960 og síðan hefur félagið landað mörgum slíkum til viðbótar og ennfremur unnið norsku deildina 22 sinnum, þar af 13 ár í röð á árunum 1992 til 2004. Rosenborg tók þátt í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu ellefu sinnum á tólf árum frá 1995 til 2006, þar af átta sinnum í röð sem var met þar til Manchester

United sló það árið 2004. Á þessum árum bar Rosenborg meðal annars sigurorð af liðum á borð við AC Milan, Juventus og Real Madrid. Eitt af aðalmálunum fyrir leik Rosenborg og Breiðabliks snérist um það hvort að Elvar Freyr Helgason myndi spila en hann var nýgengin til liðs við AEK Aþenu frá Breiðabliki. Ekkert varð þó af því að Elfar spilaði þenn­ an leik og Ólafur þjálfari gerði nokkrar óvæntar breytingar á byrjunarliði Blika í leiknum. Hann setti hægri bakvörðinn Arnór Svein Aðalsteinsson í hafsentinn við hliðina á Kára Ársælssyni og Rafn Andri fór í hægri bakvörðinn í staðinn. Þessi hægri bakvarðarstaða átti svo eftir að verða erfið fyrir Blika restina af sumrinu 2011. Blikar byrj­


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.