Síðbúnar afleiðingar krabbameinsmeðferðarinnar í börnum og unglingum

Page 17

Langtíma sálfélagsleg áhrif geta verið bæði góð og slæm og fara mikið eftir þeim varanlegu síðbúnu afleiðingum sem hljótast af sjúkdómnum og meðferð hans. Hvernig fólk tekst á við vandann er einstaklingsbundið og oftast háð upplagi hvers og eins og því hversu alvarleg vandamálin eru. Það er mikill munur á að fást við dulda erfiðleika en sýnileg vandamál. Þó að breyting á hormónastarfsemi sé alvarlegri en að missa hárið tímabundið, getur sjúklingurinn átt erfiðara með að sætta sig við hármissinn og sjáanleg ör á líkamanum. Þó að margir líti svo á að ófrjósemi sé eitt það versta sem fyrir getur komið, skiptir það engu máli fyrir þá sem ætla sér ekki að eignast börn. Fyrir utan eigin getu til að lifa við breyttar aðstæður skiptir margt annað einnig máli. Möguleikar til aðlögunar aukast við: - skilning á sjúkdómnum og meðferð, - þekkingu á hvernig hægt er að draga úr hættu á síðbúnum afleiðingum og - vitneskju um þann stuðning sem er í boði í þjóðfélaginu. Börn eldast og þroskast og ef síðbúnar afleiðingar eru ekki mjög alvarlegar geta þau lifað jafn eðlilegu lífi og hver annar. Margar rannsóknir sýna þó að þessum börnum finnst þau ekki eins og jafnaldrar sínir. Vegna reynslu sinnar finnst þeim þau vera þroskaðri en félagarnir og margir líta svo á að það sé jákvætt. Mest hætta er á sálfélagslegum afleiðingum eftir meðferð við heilaæxlum. Nánar er fjallað um þær í öðrum bæklingi.

S T Y R K TA R F É L AG K R A B B A M E I N S S J Ú K R A B A R N A

//

17


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.