Page 1

HVERAFUGLINN 2. árg. 11. tbl. 3. júní 2010

Mynd: Guðmundur Erlingsson

Hverafuglinn er farinn í frí fram á haust

BREIÐUMÖRK 2b HVERAGERÐI - S: 483 4467

Höfum lengt opnunartímann yfir sumarið Pizzur-smáréttir-Bar Munið okkar vinsælu tilboð NÝJUNG Í HÁDEGI 16" 2 álegg + hvítl.brauð 2. l.gos HLAÐBORÐ Í HÁDEGI Heimsent verð: 2.790.-ísk. Súpa, heitur réttur, kaffi 16" 2 álegg, sótt á 1.700.-ísk. Gæði-Þjónusta Lipurð-Stöðugleiki Veisluþjónusta

Verið ævinlega velkomin, Linda,Tryggvi og Gullý Hofland


Hverafuglinn

2 Hverafuglinn er gefinn út af Yfirliti ehf Ritstjóri og ábyrgðamaður: Bryndís Sigurðardóttir. Umsjón með útgáfu: Soffía Valdimarsdóttir. Hverafuglinn er gefinn út í 2000 eintökum og dreift frítt í Hveragerði og nágrenni. Sími 896 9838 hverafuglinn@hverafuglinn.is, hros@hverafuglinn.is skammir@hverafuglinn.is, frettirogauglysingar@hverafuglinn.is

Já og amen alla tíð aldrei gagnast kóng´eða lýð Gagnrýnin hugsun er kóróna hvers hugsandi manns, veldissproti vísindanna og grunnforsenda framþróunar. Þeir sem aldrei spyrja munu einskis verða vísari. Svo einfalt er það. Að láta hjá líða að skyggnast undir, þar sem allt virðist slétt og fellt, þykir mörgum sjálfsagt en er hverju samfélagi hættulegt. Því hafa Íslendingar nýlega kynnst á eigin skinni í boði hömlulausrar frjáls- og einstaklingshyggju hægri afla í stjórnmálum. Um leið og ég þakka Hvergerðingum samfylgdina í vetur langar mig að biðja ykkur einnar bónar. Ég vil að þið veltið því fyrir ykkur (í stundarfjórðung eða svo) hvort blómlegt yfirbragð Hveragerðisbæjar nú um stundir standist skoðun. Hvenær á maður blóm og hvenær á maður ekki blóm? Hversu skilyrðislaust skyldi maður njóta gæða sem fengin eru að láni með vöxtum? Þið sem hafið kokgleypt yfirborðsmyndina að undanförnu (gagnrýnilaust vel að merkja) og kusuð að staðfesta hana síðastliðinn laugardag, ættuð ennfremur að spyrja þess hvað framboð A og D lista kostuðu og hverjir borguðu. Bregðist mér ekki hyggjuvitið mun þar miklu muna. Þess vegna skora ég hér með á bæði framboðin að opna bókhald sitt og gera það aðgengilegt á heimasíðum sínum. Þá munu þeir sem rænu hafa á að spyrja, væntanlega fá svar við því hvað það kostar að komast til valda í Hveragerði í dag . Leyndarhyggja í stjórnmálum á engan veginn við á þeim tímum sem við lifum nú í skugga hruns, sem varð ekki síst vegna þess að þeir sem vissu þögðu og við hin spurðum ekki eins eða neins. Því ekki að byrja að breyta þessu strax? Þrátt fyrir allt, og um leið og ég kveð að sinni (þar sem þetta er síðasti fuglinn sem flýgur í hús þetta misserið) vil ég þó óska nýrri bæjarstjórn velfarnaðar í störfum sínum fyrir okkur öll í framtíðinni. Aldísi Hafsteinsdóttur bæjarstjóra óska ég til hamingju með einstaklega sannfærandi og um margt verðskuldaðan persónusigur sinn. Bless í bili. Soffía Valdimars

Bjartar sumarnætur í Hveragerðiskirkju Já, það verða Bjartar sumarnætur. Hátíðin verður styttri að þessu sinni (engir peningar frá Hveragerðisbæ í ár), svo það verða aðeins tvennir tónleikar: Laugardaginn 5. júní kl. 20 og sunnudaginn 6. júní kl. 17. Aðalstyrktaraðili hátíðarinnar er Menningarráð Suðurlands. Hulda okkar Jónsdóttir mun aftur taka þátt í hátíðinni. Aðrir flytjendur eru Peter Máté, píanó, Ástríður Alda Sigurðardóttir, píanó, Elín Ósk Óskarsdóttir, sópran, Gunnar Kvaran, selló og

Guðný Guðmudsdóttir. Guðný mun leika bæði á fiðlu og víólu sem íslenskur hljóðfærasmiður, Hans Jóhannsson, hefur smíðað. Efnisskrá hátíðarinnar er að venju fjölbreytt og skemmtileg og miðaverði stillt í hóf, kr. 2000 á eina tónleika, en kr. 3.500 á báða. Þið, sem eruð ekki vön að hlusta á klassíska tónlist, þið ættuð bara að prófa! Anna Jórunn Stefánsdóttir, formaður Tónlistarfélags Hveragerðis og Ölfuss

Erum kominn með

Minnum á að panta Minnum tíma fyrir hundana í tíma fyri snyrting snyrtingu tímalega Erum kominn með fyri flottar fyrir gjafavörur jólin.

Vorum að taka uppgjafavörur nýjar flottar gott verð ;) gott verð ;) íslenskar vörur fyrir heimilið, Opið mánudaga til föstudaga 12 til 18 börn og fullorðna. Opið mánudaga til laugardaga 13 til 17 föstudaga Sundfatalína einnig 12 til 18 Sunnumörk 2. Hveragerði. S: 4 laugardaga 13 til 17 væntanleg í Sunnumörk 2. Hveragerði. S: 483-30202 Sunnumörk næstu viku. Hveragerði s: 483-3020

Verið velkomin

Opið mánud. til föstud. kl. 10 - 18, laugard. kl. 11 - 17 Sími 896 9838

hverafuglinn@hverafuglinn.is,

Næsta blað kemur út eftir sumarfrí. Sæl að sinni

Öll almenn prentþjónusta Sími 487 5551

svartlist@simnet.is


Glansmynd af Hveragerði Ljóst er að nýafstaðnar sveitarstjórnarkosningar í Hveragerði snerust fyrst og fremst um persónu sitjandi bæjarstjóra, sem var í baráttusætinu og lagði því bæði starf sitt og bæjarfulltrúasætið að veði. Útkoman varð stórsigur Dlistans og því ekki annað hægt en að óska Aldísi og hennar fólki til hamingju. Kosningabarátta A-listans snerist hins vegar eingöngu um málefni. Frambjóðendur listans unnu ötullega að því að kynna bæjarbúum þessi málefni bæði í ræðu og riti. Megináhersla var lögð á að vernda það góða starf sem fram fer í grunn –og leikskólum, rétta við fjárhag bæjarins,

sem er afleitur, og gera alvöru úr síendurteknum loforðum um uppbyggingu íþróttamannvirkja í bæjarfélaginu. Sjálfstæðimenn veittu engin málefnaleg svör við þessum áherslum A-listans, kusu að svara engu. Þess í stað var dregin upp glansmynd af því hve allt væri í góðu lagi í Hveragerði og hve mikilvægt það væri að viðhalda núverandi stöðu. Á svipaðan hátt og Íslendingar trúðu glansmyndinni, sem dregin var upp af efnahagslegri stöðu þjóðarbúsins rétt fyrir hrun, trúðu kjósendur sjálfstæðismanna í Hveragerði því miður þeirri glansmynd sem D-listinn kaus að bjóða bæjarbúum upp á.

A-listinn lagði einnig ríka áherslu á að auglýst yrði eftir bæjarstjóra eftir kosningar og hann ráðinn á faglegum forsendum. A-listinn er afl lýðræðis, félagshyggju og jöfnuðar og telur því óásættanlegt að bæjarstjóri sé einnig sitjandi bæjarfulltrúi. Frambjóðandi sem jafnframt er sitjandi bæjarstjóri hefur óneitanlega mikið forskot á aðra frambjóðendur. A-listinn telur að það ætti að vera grundvallarregla í lýðræðissamfélagi að allir frambjóðendur séu í svipaðri stöðu til að koma málefnum sínum á framfæri. Rétt er að halda því til haga að með þessu erum við ekki að gagnrýna persónu núverandi

bæjarstjóra, heldur einungis fyrirkomulagið. A-listinn vill að lokum þakka frambjóðendum listans og öllum stuðningsmönnum fyrir ómetanlegt framlag þeirra. Það eru forréttindi að starfa með fólki sem vinnur af slíkum dugnaði og fagmennsku. Kosningabarátta A-listans var byggð á málefnalegum og heiðarlegum grunni. Þannig teljum við að heyja eigi kosningabaráttu. Þannig munum við starfa áfram og ná árangri, Hvergerðingum til hagsbóta. Vonandi verða allar ákvarðanir bæjarstjórnar á komandi kjörtímabili teknar á málefnalegum grunni. A-listinn mun styðja framgang allra mála sem eru Hvergerðingum til hagsbóta, en veita öðrum málum harða og málefnalega andstöðu í bæjarstjórn. A-listinn í Hveragerði

Skemmtileg fermingaruppákoma á hvítasunnudag Fyrir fermingarathöfnina í Hveragerðiskirkju á hvítasunnudag hittust óvænt þrjár skólasystur úr Gagganum á Akureyri. Þær Guðbjörg Vignisdóttir, Hulda Einarsdóttir og Sæbjörg Jónsdóttir eru allar Akureyringar og skólasystur þaðan. Guðbjörg og Hulda eru einnig fæddar sama daginn (8. sept.) og eru fermingarsystur. Þær eru allar fæddar 1949. Það vildi þannig til að dætur þeirra þriggja voru að

ferma börnin sín sama daginn í Hveragerðiskirkju. Þær búa allar í Hveragerði og börnin eru í sama bekk í Grunnskólanum í Hveragerði. Þetta voru sem sagt þrjú af níu fermingarbörnum sem fermdust í þessari athöfn. Gömlu skólasysturnar vissu ekkert um þessa tilviljun en hittust óvænt þarna fyrir athöfnina. Á meðfylgjandi mynd eru ömmurnar með barnabörnin sem fermdust þennan dag: Sigrún Kristjánsdóttir.

Frá vinstri: Hulda Einarsdóttir, Jörvar Ísberg, Sæbjörg Jónsdóttir, Sædís Lind Másdóttir, Guðbjörg Vigninsdóttir og Guðbjörg Valdimarsdóttir. (Dæturnar heita: Guðrún Lilja Jóhannsdóttir, Sigurbjörg Hlöðversdóttir og Sigrún Kristjánsdóttir)


Hverafuglinn

4

Sögulegur sigur - áfram Hveragerði !

Að afloknum sveitarstjórnarkosningum viljum við nýkjörnir bæjarfulltrúar D-listans þakka bæjarbúum veittan stuðning og það traust sem okkur er sýnt með kjörinu. Úrslitin hér í Hveragerði fóru langt fram úr okkar björtustu vonum. Fimm bæjarfulltrúar af sjö og 64,4% atkvæða. Langbesti árangur D-lista á landsvísu er staðreynd og einn stærsti sigur landsins á heildina litið. Þessi góði árangur setur ábyrgð og skyldur á herðar okkur bæjarfulltrúunum. Ábyrgð sem við munum leggja okkur fram um að standa undir.

Þjóðarhagur er nú kenndur við „hrunið“ og tekur til öngþveitis í efnahag. Landsmenn standa á hliðarlínunni og súpa þar seyðið af margs konar vandræðagangi. Varla er stætt á að rita hvern pistilinn af öðruim án þess að nefna málið; en af litlu er að taka úr eigin reynsluheimi. Þó má minnast sumarsins 2006 og hitans í steinlagðri Kaupmannahafnarborg, 30° á Celcius dögum oftar. Þar kom að hitinn mældist 22° og fórum við þá tvær saman inn í borgina að vitja eigna Íslendinga þar. Magasin du Nord er frá fornu fari rómað verslunarfyrirtæki, í

Í bæjarstjórn taka nú sæti tvær ungar konur sem báðar eru að stíga sín fyrstu skref í bæjarstjórnarmálum hér í Hveragerði og viljum við sem hlutum endurkjör óska þeim velfarnaðar í störfum sínum fyrir Hvergerðinga. Fyrir D-listann tekur sæti Ninna Sif Svavarsdóttir en fáir spáðu því fyrirfram að sú raunin gæti orðið. Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir tekur sæti fyrir A-listann ásamt Róberti Hlöðverssyni. Ný bæjarstjórn tekur við 15 dögum eftir kosningar. Það er mikilvægt að allir bæjarfulltrúar vinni saman til framtíðar. Leggi af heilum

hug fram krafta sína og reynslu og vinni þannig að því sameiginlega markmiði að efla Hveragerðisbæ í þeirri erfiðu stöðu sem sveitarfélög á landinu eru í. Við undirrituð viljum þakka öllum þeim fjölmörgu sem lögðu hönd á plóg í kosningabaráttu D-listans en það er mál manna að þessi barátta hafi verið ein sú alskemmtilegasta sem D-listinn hefur staðið að. Þetta var sigur hópsins, jákvæðninnar og gleðinnar sem réði ríkjum allan tímann. Nú hefur okkur verið falin mikil ábyrgð. Fylgi D-listans nær langt út fyrir raðir Sjálfstæð-

FÁTT UM  SVÖR

margra hæða gamalli glæsibyggingu, en hafði mátt muna fífil sinn fegri. Nú höfðu landar okkar keypt alla „forretninguna“ og tekið til kostanna. Fyrsta hæðin þegar endurnýjuð og byrjað á þeirri næstu, vöruval aukið og reyndist auðvelt að gleyma sér yfir því og þeirri innri ánægju að VIÐ skyldum eiga þetta fína fyrirtæki. Hvar fá Íslendingar alla þess peninga? spurði starfsfólkið - þegar þjóðerni okkar upplýstist. Þá tókum við hús á veitingasalnum í Hotel d‘ Angleterre og fengum þar kaffibolla og ljúffengan kökubita. Á hótelinu eru svítur sem helst engir undir þjóðhöfð-

ingja-standi gista í, og allur beini af þeirri gráðu að þjónar ganga nærri því aftur á bak og hneigja sig í hverju spori. Eðlilega vorum við stöllur fullar auðmýktar að VIÐ skyldum eiga slíkan stað. En einn þjónninn andaði í eyru okkar: Hvar fá Íslendingar alla þessa peninga? Leiðin lá á Strikið og í nafnfrægt Illum-vöruhúsið er samlandar OKKAR höfðu keypt. Matvælamarkaðurinn í kjallaranum er ólýsanlegur vegna fjölbreytninnar -eða vöruvalið á öllum fimm hæðum hússins. Við fórum í „lingerie“ deildina á þriðju hæð þar eð förunautur minn var á

ismanna. Nú ríður á að allir bæjarfulltrúar vinni saman að góðum málum og eflingu bæjarins okkar. Við munum ekki bregðast því mikla trausti sem okkur er sýnt. Hjartans þakkir enn og aftur fyrir stuðninginn. Áfram Hveragerði Eyþór H. Ólafsson Unnur Þormóðsdóttir Guðmundur Þór Guðjónsson Aldís Hafsteinsdóttir Ninna Sif Svavarsdóttir

höttunum eftir boðlegum náttkjól og gaf á að líta. Rjómalituð flík úr frönsku híalíni, öll smáfelld (plíseruð) með knipplingum við hálsmál og handlínur; fílabeinshnöppum handslípuðum og lykkjur og festingar af kínverskum alsilkiþræði. Verðið slagaði upp í sæmilega bifreið. Hvernig geta Íslendingar keypt svona stað? spurði dyravörðurinn þegar við tómhentar gengum út. Skýrslan veitir svörin: Vegna þess að orð voru innantóm og skráðar tölur á blaði  án innstæðu.    Björg Einarsdóttir. 


Hverafuglinn

5

Duglegir útburðir Krakkarnir í 7. bekkjum grunnskólans hafa í fjáröflunarskyni borið Hverafuglinn út í vetur. Hvernig sem hefur viðrað hafa þau hlaupið eða hjólað með glaðning til bæjarbúa sem við vonum að þeir hafi notið. Það hefur oft verið glatt á hjalla hjá okkur að útburði loknum. Þá er jafnan boðið upp á kakó og kex eða álíka. Í tilefni af sumardeginum fyrsta bakaði sérlegur umsjónarmaður útgáf-

unnar til dæmis sólgular sumarmúffur sem runnu viðstöðulaust ofan í svanga útburði sem hættu þá samstundis að væla og góla. Þó hefur kannski aldrei verið eins gaman og á dögunum þegar hópurinn borðaði saman á Hoflandsetri í boði Hverafuglsins til að fagna og þakka fyrir gott framlag krakkanna . Soffía og Bryndís, Hverafuglar.

Álnavörubúðin

Breiðumörk 2, Hveragerði sími 483-4517

Allt á einum stað Nýkomið mikið úrval af útivistarfatnaði frá North Rock á frábæru verði Göngusoftshellbuxur Softshelljakkar Dry tex innannundirbolir Flíspeysur fitnessbuxur og margt fleira. Mikið úrval, frábært verð!

NORTH ROCK Velkomin í stækkaða og endurbætta búð!


Hverafuglinn

6

Eiginlega allir lesa Hverafuglinn Okkur Soffíu finnst þetta harla gott og erum nokkuð vissar um að fæstir fjölmiðlar geti státað af sömu vinsældum hjá sínum markhópum.

Nú flýgur Hverafuglinn um bæinn í fimmtánda sinn og flytur fréttir af okkur og okkar fólki. Það má segja að blessaður fuglinn sér frekar sjálfhverfur. Á utanbæjarfólki hefur hann engan áhuga. Eftir því sem best er vitað var blaðið kærkomið bæjarbúum og mikið lesið. En hvað var lesið og hvað var ekki lesið? Var nóg fjallað um þróttir, mátti sleppa leiðaranum eða pólitíkinni? Þetta voru spurningar sem okkur Soffíu langaði að fá svör við, ekki síst þar sem póstföngin hros@hverafuglinn.is og skammir@hverafuglinn.is eru algjörlega ónotuð og því ómögulegt að vita hvað lesendur vildu helst hafa í blaðinu.

Við greiningu á hvað fólk vildi helst lesa kom margt skemmtilegt í ljós. Almennar greinar, um fólk, menningu og listir eru sigurvegarar en 60% viðmælenda lesa þær greinar alltaf. 48% lesa alltaf leiðarann og íþróttagreinar meðan 40% gengust við að lesa alltaf bæjarmálagreinar. Greinaflokkarnir skoruðu líka mismikið í „les aldrei“ hópnum. Meðan það voru aðeins 6% sem aldrei les um fólk, menningu og listir voru

27% sem aldrei lásu íþróttaefni blaðsins. 14% viðmælanda sögðust alltaf lesa allt í blaðinu. Það má því leiða að því líkum að rúmlega 270 manns taki blaðið og lesi það upp til agna. 913 lesa alltaf leiðarann og 930 lesa alltaf íþróttafréttirnar. 777 lesa allar pólitískar greinar og 1165 Hvergerðingar lesa alltaf greinar um fólk menningu og listir.

Það er gríðarlega mikil vinna að gefa út svona blað. Stundum gefur það of lítið í kassann og tímakaupið því ekki mikið. Við ætlum núna að hvíla fuglinn okkar, fara út í sólina (eða öskuna ef svo ber undir) en munum koma til baka þegar hausta tekur. Þá mun fuglinn flögra um í félagsskap haustlaufsins með fróðleik og skemmtilegheit handa okkur. Lesendur eru hvattir til að senda inn efni, greinar og myndir. Auglýsendum er þakkað fyrir sitt framlag til Hverafuglsins og svo sannarlega vonumst við eftir jafngóðum undirtektum við blaðinu í haust. Gleðilegt sumar Bryndís Sigurðardóttir

Við réðumst því í gera lærða könnun. Skelltum tveimur unglingum við símann til að hringja í nokkra bæjarbúa og kanna málið. Haft var samband við 89 einstaklinga, á aldrinum 12 – 80 ára eða um 4,5 % af íbúum bæjarins 12 – 101 árs. Aðeins einn viðmælandi svaraði grundvallarspurningunni „Lest þú Hverafuglinn“ ? með svarinu „aldrei“. 75% viðmælenda les fuglinn alltaf og 25% stundum. Það má því reikna með að 99% Hvergerðinga á áðurnefndum aldri lesi Hverafuglinn alltaf eða stundum. Þetta er vel ásættanleg niðurstaða. Viðmælendur voru beðnir um að tjá sig um ánægju eða óánægju með blaðið á skalanum 1 – 5, allt frá því að vera mjög ánægður og niður í mjög óánægður. Það er skemmst frá því að segja að enginn var óánægður hvað þá heldur mjög óánægður með blaðið og aðeins 7 höfðu enga skoðun á hamingju sinni með Hverafuglinn. 92% svarenda voru ánægðir eða mjög ánægðir og má því áætla að tæplega 1800 manns lesi Hverafuglinn sér til talsverðrar ánægju.

Atvinna Starfsfólk óskast á saumastofu, sveigjanlegur vinnutími. Áhugasamir hafið samband í síma 4 800 500


Hverafuglinn

7

Leigumiðlun Hveragerðis S. 483-5900 og 846-3383 Fagvís ehf.

Mikki s: 861 9330 - Ævar s: 861 7456

Lögg. leigumiðlari Breiðumörk 13

Ágætu félagar Vetrarstarfinu er nú lokið. Við munum þó halda áfram að hittast á þriðjudögum kl. 10:00 og fara í um það bil klukkustundar langar gönguferðir. Á miðvikudögum verða svo púttæfingar á velli Golffélags Hveragerðis kl. 11:00 Vegna forfalla eru 4 sæti laus í sumarferðina. Upplýsingar hjá Hrafnhildi s. 557-1081 og Jóhanni s. 695-3122 Stjórnin.

Í dag (fimmtudaginn 3. Júní)

Fimmtudaginn 3. júní klukkan 13:00 opnar ný verslun hér í blómabænum Hveragerði. Verslunin ber nafnið Hverablóm og er staðsett að Reykjamörk 1, beint

á móti Listasafninu. Eigendur eru hjónin Jóna Sigríður Gunnarsdóttir og Guðmundur Magnús Nielsen. Í Hverablómi fást afskorin blóm ásamt sumarblómum frá Garðplöntusölunni Borg. Einnig er þar að finna fjölbreytt úrval gjafavöru og má þar nefna skartgripi frá Netskart.com, vörur fyrir grallaraspóa frá Strákabúðinni, glæsilega gjafavöru frá Home Art, gömlu góðu Yankee ilmkertin og vörur hannaðar af íslenskum listamönnum. Það er stefna eigenda að allir finni eitthvað við sitt hæfi og í öllum verðflokkum. Hluta vörunnar flytja eigendur verslunarinnar inn sjálfir og njóta viðskiptavinirnir góðs af því, þar sem sú vara skil-

�������������������������������������� ��������������������������������� ������������������������������� ������������������������������������ ����������������������������������� ������������������������������������ �������������������������������� �������������� ������������������������������ ������������������

��������������������������� ����������������������������������������������

Sumarlokun Þjónustumiðstöðin Drift, sem rekin er í samstarfi Rauða krossins og Hveragerðisbæjar fyrir fólk í atvinnuleit, verður lokuð í sumar frá og með 31. maí. Starfsemin verður tekin til endurskoðunar með haustinu og opnun þá auglýst síðar. Allar nánari upplýsingar má fá hjá Drífu Þrastardóttur í síma 895-1895 eða í hveragerdi@redcross.is ar sér á sannkölluðu heildsöluverði. Opnunartími Hverablóms er: Sunnudaga-miðvikudaga klukkan 10:00- 19:00 Fimmtudaga - laugardaga klukkan 10:00 – 21:00. Til að fagna opnuninni býður Hverablóm 10% afslátt af öllum vörum og allt að 50% afslátt á völdum vörum vikuna 3. – 10.júní. Boðið er upp á fría heim­ sendingu innan Hveragerðis en gegn vægu gjaldi í nærsveitir. Verið velkomin í Hverablóm!


Mössum & djúphreinsum - Tjöru- og sápuþvottur Þrif að innan - Alþrif - Bón Mánamörk 3 - 5, 810 Hveragerði - ullabon@ullabon.is - www.ullabon.is

VÖNDUÐ OG GÓÐ VINNUBRÖGÐ

„Það verður hverjum list er hann leikur“

Sumarlestur 2010

sem þau hafa náð yfir veturinn í skólanum og lesi líka á sumrin. Bókasafnið hvetur til sumarlestrar í sumar eins og undanfarið, í samvinnu við grunnskólann, og fá börn í 1.-5. bekk skráningarblöð með sér heim ásamt frekari skýringum fyrir foreldra. Mikilvægt er að skrá börnin því ýmislegt er í boði eingöngu fyrir þátttakendur. Við minnum líka á sumargetraunina sem er fyrir 6-16 ára og allir geta spreytt sig á, en bókaverðlaun eru dregin út í hverjum sumarmánaðanna.

Það er eins með lestur og aðrar íþróttir að æfingin skapar meistarann. Þess vegna er mikilvægt að börnin sem farin eru að lesa sjálf viðhaldi færninni

Fylgist með á heimasíðu safnsins http://sites.google.com/ site/bokasafnidihveragerdi og á Facebook Hlökkum til að sjá ykkur. Starfsfólk Bókasafnsins í Hveragerði

Syngjandi heimsókn Förde Seniorkor heldur tónleika í Hveragerðiskirkju þriðjudaginn 8. júní klukkan 20:00. Á dagskránni eru létt norsk þjóðlög og hugsanlega einhverjir íslenskir tónar. Kórinn er skipaður eldri borgurum frá bænum Förde á Vesturströnd Noregs. Aðgangur er ókeypis. Í mörg ár hefur það verið draumur kórmeðlima að heimsækja Ísland, slóðir Ingólfs Arnarsonar, og Snorra Sturlusonar. Nú er draumurinn orðinn að veruleika og dagana 6. – 10. júní dvelja þau á Hótel Örk í Hveragerði og litast um á söguslóðum. Kórinn mun hitta eldri borgara í Hveragerði og kynna sér félagsstarf þeirra. Þau vonast til að Sunnlendingar fjölmenni á tónleikana í kirkjunni og til Noregs á slóðir Ingólfs þar. Á sínum tíma yfirgaf Ingólfur Arnarson Riverdal við Dalsfjörð í Noregi og hélt til Íslands. Í Riverdal stendur afsteypa af styttunni á Arnarhóli, í fallegum garði. Alla daga blakta þar fánar

Íslands og Noregs og heimamenn kunna vel söguna um Ingólf. Förde Seniorkor var stofnaður 2008 og eru kórfélagar 74. Kórinn var stofnaður að tilstuðlan Heilsugæslunnar í Sogni og Firðafylki http://www.sfj.no og sveitafélagsins í þeim tilgangi að auka vellíðan eldri borgara með lífsstíl þar sem alhliða meðhöndlun er viðhöfð. Kórstjórinn Jorunn Bakke Nydal, er vel þekkt í Noregi fyrir áratuga starf sem „musikterapeut“ og kórstjóri og hefur ásamt kórnum tekið þátt í verkefni þar sem tónlist er notuð í hjúkrun og til að bæta líðan fólks almennt. Sigurbjörg Árnadóttir Akureyri

Til leigu

4 herbergja raðhús til leigu, er laust nú þegar.

Upplýsingar í síma 8965003 eða netfang ujk@simnet.is

Hverafuglinn 2. árg 11. tbl 3. júní 2010  
Hverafuglinn 2. árg 11. tbl 3. júní 2010  

Bæjarblað hvergerðinga

Advertisement