Page 1

Leikskrá #KJÖRÍSBIKARINN

LAUGARDALSHÖLL 7. - 9. APRÍL


SAMSTARFSAÐILAR BLÍ

TAKK FYRIR STUÐNINGINN


VELKOMIN Á KJÖRÍSBIKARHELGINA 2017 Ágætu áhorfendur og keppendur verið velkomnir á úrslitahelgi Kjöríssbikarsins. RÚV heldur nú í fyrsta sinn svokallaða meistaradaga þar sem íþróttir, sem eru að öðru jöfnu ekki mjög sýnilegar í sjónvarpi, verða meira í sviðsljósinu. Blaksambandið tekur þátt í þessu samstarfi með RÚV ásamt fleiri sérsamböndum og ef vel tekst til þá munu meistaradagar væntanleg verða fastur liður í framtíðinni. Úrslitaleikirnir í Kjörísbikarnum verða sýndir í beinni útsendingu á RÚV þar sem meira verður lagt í umgjörð og útsendingu en áður. Blakið hefur verið í töluverðri sókn á undanförnum misserum. Til marks um það þá eru lið Aftureldingar og Vestra í karlaflokki komin í fyrsta sinn í undanúrslit bikarkeppninnar. Yngri landsliðunum hefur fjölgað og verkefni allra landsliða hafa aldrei verið fleiri en nú í ár. Þar ber hæst keppni A landsliða karla og kvenna í annarri umferð Heimsmeistarakeppninnar, sem fer fram í Frakklandi og Póllandi seinnipartinn í maí. Þar munu karlarnir meðal annars keppa við lið Frakka, sem eru núverandi Evrópumeistarar og konurnar keppa við silfurlið Serbíu frá síðustu Ólympíuleikunum. Það verður fróðlegt að fylgjast með okkar fólki í þessum átökum. Í beinu framhaldi af HM keppa liðin svo á Smáþjóðaleikunum sem haldnir verða í San Marínó. Dagana 12.-14. maí næstkomandi mun Blaksambandið halda úrslitakeppni Evrópukeppni Smáþjóða. Þar mun A landslið karla keppa við lið frá Luxemborg, Kýpur og Norður Írlandi. Þetta verður í fjórða sinn á jafnmörgum árum sem BLÍ heldur alþjóðlegt mót þar sem áhorfendum gefst kostur á að sjá okkar besta blakfólk etja kappi við erlenda andstæðinga. Oft er talað um að áhorfendur séu aukamaður í keppnisliði. Stuðningur áhorfenda skiptir því miklu máli í allri keppni. Það er von mín að þið áhorfendur góðir eigið eftir að skemmta ykkur vel við að hvetja ykkar lið í lokakeppni Kjöríssbikarsins og þið fjölmennið jafnframt í Laugardalshöllina 12.- 14. maí til þess að hvetja karlalandslið okkar til sigurs. Ég óska öllum þátttakendum góðs gengis og vona að allir njóti þess að vera í Höllinni. Góða skemmtun ! Jason Ívarsson Formaður BLÍ


ÞRÓTTUR NESKAUPSTAÐ

# 2 4 6 8 9 10 11 12 13 17 18 19/14

Nafn Kristrún Thanyathon Rodpitak Hrafnhildur Ásta María Rún Karlsdóttir Aníta Rakel Hauksdóttir Særún Birta Eiríksdóttir Heiða Elísabet Gunnarsdóttir María Bóel Guðmundsdóttir Gígja Guðnadóttir Ana María Vidal Bouza Valdís Kapitola Þorvarðardóttir Tinna Rut Þórarinsdóttir Anna Karen Marinósdóttir

Þjálfari: Borja González Vicente #KJÖRÍSBIKARINN

Hæð Staða 163 Kantur/díó 175 Miðja 178 Kantur 184 Miðja 177 Miðja 182 Uppspilari 175 Kantur/díó 179 Kantur/díó 172 Kantur/uppspilari 165 Frelsingi 170 Kantur/díó Frelsingi/uppspilari/díó 170

Fæðingarár 2000 2000 1998 2001 1999 2000 2001 1998 1983 2000 2000 2001


AFTURELDING

# 1 3 4 5 6 8 10 11 12 13 14 15

Nafn Sigdís Lind Sigurðardóttir Velina Apostolova Kristina Apostolova Karitas Ýr Jakobsdóttir Karen Björg Gunnarsdóttir Fjóla Rut Svavarsdóttir Kristín Salín Þórhallsdóttir Thelma Dögg Grétarsdóttir Steinunn Guðbrandsdóttir Kate Yeazel Hilma Jakobsdóttir Ceannia Kincade

Staða Miðja Kantur Frelsingi Uppspilari Kantur Miðja Uppspilari Kantur/Dió Miðja Dio Frelsingi Kantur

Hæð 179 175 163 166 175 183 167 177 176 188 153 180

Fæðingarár 1997 1989 1994 2000 1980 1989 1990 1997 2000 1993 2000 1994

Þjálfari: Edurardo Berenguier Herrero Aðstoðarþjálfari: Reynir Árnason Aðstoðarþjálafri:Kolbrún Gísladóttir Sjúkraþjálfari: Kristín Reynisdóttir #KJÖRÍSBIKARINN


STJARNAN

# 1 2 3 5 6 7 9 10 12 14 15 16

Nafn Brynja María Ólafsdóttir Dýrleif Hanna Sigmundsdóttir Ragnheiður Tryggvadóttir Nicole Hannah Johansen Laufey Hjaltadóttir Ásthildur Gunnarsdóttir Rósa Dögg Ægisdóttir Pálmey Kamilla Pálmadóttir Sóley Berg Victorsdóttir Erla Rán Eiríksdóttir Heiðrún Ómarsdóttir Katrín Sara Reyes

Þjálfari: Michael Pelletier Aðstoðarþjálfari: Matthew Gibson Aðstoðarþjálfari: Rosilyn Rae Cummings Sjúkraþjálfari: Margrét H. Indriðadóttir #KJÖRÍSBIKARINN

Staða Kantur Miðja Kantur Kantur Frelsingi Kantur Uppspilari Díó Frelsingi Díó Miðja Díó

Hæð 173 176 171 171 168 177 172 172 167 187 174 176

Fæðingarár 1983 1990 1998 1994 1992 1984 1992 1992 1998 1990 1992 1994


HANDKNATTLEIKSFÉLAG KÓPAVOGS

# 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20

Nafn Amelía Rún Jónsdóttir Hjördís Eiríksdóttir Matthildur Einarsdóttir Edda Björk Ásgeirsdóttir Ólöf Erla Jónsdóttir Guðbjörg Valdimarsdóttir Aleksandra Agata Knasiak Birta Björnsdóttir Laufey Björk Sigmundsdóttir Fríða Sigurðardóttir Sigríður Gísladóttir Elísabet Einarsdóttir Hanna María Friðriksdóttir Kristey Lilja Valgeirsdóttir Steinunn Helga Björgólfsdóttir Guðný Rut Friðriksdóttir Birta Rós Þrastardóttir Ventseslava Toteva Marinova Sóley Sævarsdóttir Meyer Anastasija Silina

Staða Kantur Kantur kantur/díó uppspilari kantur kantur/díó frelsingi uppspilari/frelsingi díó miðja miðja kantur miðja kantur frelsingi kantur/miðja miðja uppspilari miðja díó

Hæð 167 179 170 175 170 176 162 170 179 178 185 183 183 170 163 170 177 176 172 181

Fæðingarár 2000 1992 2001 1998 2000 1996 1999 1990 1983 1980 1998 1998 1995 1994 1991 1985 2000 1986 1995 2001

Þjálfari: Emil Gunnarsson Aðstoðarþjálfari: Massimo Pistoia Aðstoðarþjálfari: Ólafur Jóhann Júlíusson #KJÖRÍSBIKARINN


STJARNAN

# 1 3 5 6 7 9 11 13 14 15 17 20

Nafn Matthew Gibson Michael Pelletier Ólafur Finnbogi Ólafsson Egill Þorri Arnarsson Janis Novikovs Ismar Hadziredzepovic Róbert Karl Hlöðversson Benedikt Baldur Tryggvason Austris Bukovskis Kristófer Björn Proppé Kolbeinn Tumi Baldursson Benedikt Rúnar Valtýsson

Þjálfari: Rosilyn Rae Cummings Aðstoðarþjálfari: Hannes Ingi Geirsson Aðstoðarþjálfari: Vignir Hlöðversson Aðstoðarþjálfari: Rósa Dögg Ægisdóttir Sjúkraþjálfari: Margrét H. Indriðadóttir #KJÖRÍSBIKARINN

Staða Uppspilari Kantur Díó Díó Kantur Miðja Díó Kantur Frelsingi Miðja Frelsingi Miðja

Hæð 193 195 189 184 183 198 189 190 180 199 181 190

Fæðingarár 1989 1991 1989 1995 1991 1978 1978 1995 1995 1993 1991 1996


HANDKNATTLEIKSFÉLAG KÓPAVOGS

# 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 14 15 16 17 20

Nafn Kjartan Fannar Grétarsson Marteinn Möller Markús Ingi Matthíasson Stefán Gunnar Þorsteinsson Máni Matthíasson Theódór Óskar Þorvaldsson Magnús Ingvi Kristjánsson Andreas Hilmir Halldórsson Felix Þór Gíslason Lúðvík Már Matthíasson Andrea Carnaroli Kári Hlynsson Ágúst Máni Hafþórsson Nökkvi Freyr Halldórsson Bergur Einar Dagbjartsson Arnar Birkir Björnsson

Staða Miðja Miðja Kantur Frelsingi Uppspilari Kantur Kantur Díó Kanntur Uppspilari Miðja Díó Miðja Díó Kantur Frelsingi

Hæð 198 203 193 180 190 201 191 205 190 188 186 185 192 188 191 183

Fæðingarár 1982 1993 2001 1995 1999 1997 1991 1993 1995 1996 1988 1997 1992 1999 1997 1990

Þjálfari: Massimo Pistoia Aðstoðarþjálfari: Ólafur Jóhann Júlíusson Aðstoðarþjálfari: Emil Gunnarsson Aðstoðarþjálfari: Lúðvík Már Matthíasson Sjúkraþjálfari: Elsa Sæný Valgeirsdóttir #KJÖRÍSBIKARINN


AFTURELDING

# 1 3 4 7 8 9 11 12 14 15 17 18

Nafn Reynir Árnason Kjartan Davíðsson Krzysiek Majewicz Sebastían Sævarsson Meyer Ingólfur Hilmar Guðjónsson Geomar Orbon Völundur Ísar Guðmundsson Eduardo Berenguer Antonio Burgal Piotr Kempisty Alexander Stefánsson Hilmir Berg Halldórsson

Þjálfari: Edurardo Berenguier Herrero Aðstoðarþjálfari: Piotr Kempisty Liðsstjóri: Guðrún K Einarsdóttir #KJÖRÍSBIKARINN

Staða Frelsingi Frelsingi/Kantur/Díó Kantur Miðja Uppspilari Uppspilari Frelsingi Kantur/Miðja Miðja Kantur/Díó/Frelsingi Díó Uppspilari

Hæð 180 170 186 190 188 170 170 192 195 196 195 184

Fæðingarár 1988 1999 1990 1991 1991 1993 1997 1989 1988 1979 1990 2000


VESTRI

# 1 3 4 5 7 9 10 11 12 13 15 17

Nafn Gunnar Páll Eydal Birkir Eydal Jón Kristinn Helgason Magnús Bjarnason Tihomir Paunovski Benedikt Guðnason Kjartan Óli Kristinsson Hafsteinn Már Sigurðsson Sigurður Jón Hreinsson Bjarni Pétur Marel Jónasson Karol Mariusz Maliszewski Gísli Steinn Njálsson

Staða Díó/uppspilari Frelsingi Miðja Miðja Uppspilari Díó Díó/kantur Uppspilari/díó Miðja Kantur Kantur Miðja

Hæð 171 168 188 189 190 177 192 179 191 179 182 178

Fæðingarár 1974 2000 1982 1975 1970 2000 1999 2001 1971 2000 1986 2001

Þjálfari: Tihomir Paunovski Aðstoðarþjálfari: Harpa Grímsdóttir #KJÖRÍSBIKARINN


VESTRI ÚR 1. DEILD Í HÖLLINA Heimildir herma að Ísfirðingar hafi unnið fyrsta öldungamótið í blaki áttunda áratugi síðustu aldar – en saga meistaraflokks karla í blaki á Ísafirði er hvorki samfelld né löng og ekki er hægt að telja upp bikarmeistaratitla – enda er þetta í fyrsta skiptið sem liðið tekur þátt í bikarkeppni. Saga þessa liðs byrjaði árið 2007 þegar nokkrar ofurbjartsýnar konur sem voru að dútla í öldungablaki á Ísafjarðarsvæðinu ákváðu að sækja um að halda öldungamót og fengu mótið. Þá var ákveðið nýta tækifærið og byrja með yngriflokkastarf og jafnframt að hóa í karlalið. Þannig stækkaði blakfélagið Skellur í Ísafjarðarbæ frá því að vera aðeins eitt öldungalið kvenna yfir í að verða alvöru blakfélag. Karlalið Skells spilaði fyrst á Íslandsmótinu í blaki í 3. deild suður veturinn 2012-2013. Síðustu ár hefur liðið rokkað á milli 1. og 2. deildar og smám saman styrkst. Ungu strákarnir sem byrjuðu að æfa blak 7-8 ára gamlir eru að verða stórir og komnir í meistaraflokksliðið, sem er þá blanda af mjög ungum og mjög göm... ehem þroskuðum leikmönnum. En meðalaldurinn er bara nokkuð góður.

#KJÖRÍSBIKARINN

Á síðasta ári var fenginn þjálfari frá Makedóníu til félagsins, Tihomir Paunovski. Hann er aðaluppspilari karlaliðsins og fyrrum atvinnuleikmaður. Tihomir er reyndur þjálfari sem hefur gert góða hluti með liðið. Blakfélagið Skellur gekk í fjölgreinafélagið Vestra árið 2016 og varð þá að blakdeild innan Vestra. Þetta er því fyrsta leiktímabilið undir merkjum Vestra. Vestri sigraði 1. deildina í vetur, en þó svo að einstaka leikmenn hafi talað digurbarklega þá hefur líklega fáum dottið það í hug í fullri alvöru að Vestri myndi spila undanúrslitaleik í bikarnum í höllinni. En strákarnir eru staðráðnir í að njóta þess í botn og gera sitt allra besta.


DAGSKRÁIN FÖSTUDAGUR 7. APRÍL kl 14:00 kl 16:00 kl 18:00 kl 20:00

Undanúrslit kvenna Undanúrslit kvenna Undanúrslit karla Undanúrslit karla

Þróttur Nes - Afturelding Stjarnan - HK Stjarnan - HK Afturelding - Vestri

SUNNUDAGUR 9. APRÍL kl 14:00 kl 16:00

Úrslit karla Úrslit kvenna

?-? ?-?

Undanúrslitin verða í beinni útsendingu á Sporttv.is Úrslitin verða verða í beinni útsendingu á RÚV #KJÖRÍSBIKARINN

Profile for Blaksamband Íslands

Kjörísbikarinn 2017 - Leikskrá  

#Kjörísbikarinn

Kjörísbikarinn 2017 - Leikskrá  

#Kjörísbikarinn

Advertisement