Page 1

Undanúrslit 13. febrúar 2012


Kæri HK-ingur. HK er komið í dauðafæri á að komast í stærsta leik vetrarins í handboltanum, sjálfan úrslitaleik Eimskips-bikarsins. Nokkuð sem alla handboltamenn landsins langar til að upplifa. Leiðin hingað til hefur verið nokkuð skemmtileg en HK drógst í fyrstu umferð gegn 1. deildarliði Fjölnis og síðan í 16-liða úrslitum gegn Stjörnunni. Þeir leikir unnust nokkuð örugglega og var HK því komið í pottinn í 8-liða úrslitum en dregið var þann 16. nóvember síðastliðinn. Þá kom upp sú skemmtilega staða að HK drógst gegn ÍBV 2 en það er lið sem skipað er gömlum ÍBV kempum eins og Sigmari Þresti Óskarssyni, Guðfinni Kristmannssyni, Arnari Péturssyni auk Erlings Richardsonar, þjálfara HK. Það sem gerði þá stöðu e.t.v. enn skemmtilegri var að ÍBV 2 lagði einmitt HK 2 í 16-liða úrslitunum. Leikurinn fór fram föstudagskvöldið 9. desember síðastliðinn og var frábær stemmning í Eyjum á leiknum og troðfullt hús. Sigur okkar manna var mjög öruggur 40-18 og því ljóst að félagið ætti góða möguleika á að komast í sjálfan bikarúrslitaleikinn. Þegar dregið var í bikarnum þann 26. janúar var ljóst að HK myndi fá heimaleik sem er mjög mikilvægt. Liðið, leikmenn og þjálfarar eru búnir að leggja mikið á sig í landsleikjahlénu og ljóst að menn ætla sér alla leið. Nú er tækifærið að komast í bikarúrslit í fyrsta sinn síðan 2005. Stuðningur ykkar skiptir nú sköpum. Erfiður leikur er framundan og þá er stuðningurinn úr stúkunni sem kemur mönnum í gegnum leikinn. Áttundi maðurinn vinnur leiki. Sjáumst öll í Digranesi á mánudagskvöldið og styðjum okkar lið. Áfram HK Handboltakveðja Jón Rafn Ragnarsson Formaður handknattleiksdeildar

Alexander Arnarson Málarameistari


Spurningakeppni þjálfaranna

Svör Kidda :

1. Hvenær var HK stofnað ? 2. Hver var fyrsti formaður HK ? 3. Hver er fyriliði HK í mfl kvenna ? 4. 3 landsliðsmenn á EM hafa leikið í HK-búning hverjir ? 5. Hver var annar forseti íslands ? 6. Hver er bæjarstjóri Kópavogs ? 7. Botnaðu „ það skiptir miklu máli að styðja sína byggð“ (HK-lag) ? 8. Hvað heita „synir“ Andrésar Andar ? 9. Hvort er Ómar Stefánsson rétt- eða örvhentur ? 10. Hver er uppáhalds tónlistar maður/hljómsveit Kidda/Erlings ? 11. Lokaorð ? Svör Erlings:

1.

26.jan 1970

1.

2.

Þorvarður Áki

2. Tengdapabbi Óla Stef eða nei bíddu er það ekki Þorvarður Áki ?

3.

Kolla markmaður

4.

Sverre, Bjöggi og Óli !

5.

Ásgeir Ásgeirsson

6. Man ekki en fyrir mér er aðeins einn „boss“ í Kópavogi og þið megið giska ! Hann er pottþétt í stúkunni !!! 7.

Góður stuðningur liðið áfram knýr (byggð-knýr ?)

26.jan 1970

3.

Kolla markmaður , þetta er of létt hjá þér maður !

4.

Ertu að grínast ? Bjöggi, Sverre og Óli !

5. Ha,Ha,Ha, Ha, ég er þess fullviss að Kiddi hafi svarað þessu rétt ! Ásgeir Ásgeirsson. 8,5 í sögu kallinn minn !!! 6. Var ekki búið að segja honum upp ? Þá er svarið enginn !!

8. Ripp, Rapp og Rupp að sjálfsögðu ! Las þetta sem barn og unglingur !!!

7. „og sýna í verki óbilandi tryggð „ Lærði þetta utanbókar áður en ég kom til HK ! Á ég að halda áfram ?

9. Örvhenda undrið hefur snert margan mannin á vellinum og er ég einn af þeim !

8. Hey , HALLÓ !!!! Er ekki öll ljós kveikt heima ???? Þeir eru kallaðir 3R eða Ripp, Rapp og Rupp !!! Svona eins og SG (spice girls)

10. Hann er ekki mikið fyrir að spila tónlist en ég man þó eftir „Spice Girls“ út í eyjum en aðeins fyrir leiki þó ! 11. Er búið að velja útsvarslið Kópavogs fyrir næsta ár – nei djók !!! Áfram HK ......

9. Þetta vita allir sem hafa fylgst með handbolta síðustu 20 ár Ö-Ö-Ö-Ö-Örvhentur TOUCHDOWN !!! Hvað er ég kominn með mörg stig 12 af 11 eða ? 10. Þetta er eitthvað sem ekki margir vita en hann er „true fan“ Paul Young“ og ef þú hlustar vel að þá raular hann setninguna „we been living in a world with a common people, daddy´s gonna buy you a „ (man ekki meir) ótt og títt. Það fór alveg með hann þegar hann missti af tónleikunum hans í Hörpu nú um daginn. 11. Eru einhver verðlaun ?

Eins og lesa má þá voru þeir félagar í feikna stuði og reyttu af sér hvern brandarann á fætur öðrum og þurfti ritnefnd að skera niður mörg gullkorn sem af þeirra vörum komu. Þetta var æsispennandi keppni og það sem ekki var rétt hjá þeim köppum var fyrsti formaður HK var Magnús Gíslason nokkur en Þorvarður Áki var fyrsti löglegi formaður HK ! Bæjarstjóri Kópavogs er Guðrun Pálsdóttir (ennþá) . Svo var Kiddi út á túni þegar kom að að botna spurningu 7 en Erlingur hafði hana rétta ! Í spurningu 8 voru þeir í annarlegu ástandi því Andrés átti enga syni heldur voru Ripp,Rapp og Rupp frændur hans. Þannig að niðurstaða liggur fyrir að Erlingur leggur Kristinn að velli með 1 stigi og hlýtur bakkelsi frá Reyni bakara í lok leiks.


1 Björn Ingi Friðþjófsson 15 Arnór Freyr Stefánsson 16 Valgeir Tómasson 2 3 4 6 8 9 11 13 15 19 22 23 31 33 50

Bjarki Már Gunnarsson Björn Þórsson Björnsson Bjarki Már Elísson Tandri Már Konráðsson Leó Snær Pétursson Birkir Örn Arnarsson Ólafur Bjarki Ragnarsson Atli Ævar Ingólfsson Kristján Orri Víðisson Garðar Svansson Daníel Berg Grétarsson Ólafur Víðir Ólafsson Sigurjón Friðbjörn Björnsson Vilhelm Gauti Bergsveinsson Atli Karl Bachmann

Erlingur Birgir Richardsson Þjálfari Kristinn Guðmundsson Þjálfari Gunnþór Hermannsson Liðsstjóri Haukur Már Sveinsson Sjúkra- og lyftingaþjálfari


1 Magnús Gunnar Erlendsson 19 Sebastian Alexandersson 2 4 5 9 11 13 14 15 18 21 23 93

Sigfús Páll Sigfússon Matthías Bernhöj Daðason Halldór Jóhann Sigfússon Stefán Baldvin Stefánsson Jóhann Karl Reynisson Einar Rafn Eiðsson Sigurður Eggertsson Ingimundur Ingimundarson Ægir Hrafn Jónsson Garðar Benedikt Sigurjónsson Róbert Aron Hostert Arnar Birkir Hálfdánarson Ármann Ari Árnason Elías Bóasson Guðjón Finnur Drengsson Guðmundur Birgir Ægisson Haraldur Daði Hafþórsson Hákon Stefánsson Jóhann Gunnar Einarsson Jón Arnar Jónsson

Einar Jónsson Þjálfari Hilmar Þór Arnarson Magnús Kári Jónsson Særún Jónsdóttir


mögulegt er.

Leiðin í undanúrslitin Fjölnir 13-36 HK

Haukar 2 25-38 Fram

Stjarnan 24-33 HK ÍBV 2 18-40 HK

Valur 2 24-40 Fram Stjarnan 2 28-34 Fram

HK - Fram Úrslitaleikur í Laugardalshöll 25 feb 2012

HK og Fram mættust síðast í bikarkeppninni árið 2004 í Framheimilinu í 8 liða úrslitum og lauk leiknum með eins marks sigri Fram 24 - 23 en það ár fór Fram alla leið í úrslitaleikinn en máttu þola tap þar gegn KA 23 - 31. HK hefur þrisvar sinnum komist í úrslitaleik bikarkeppninnar. Fyrst árið 2001 þar sem þeir töpuðu gegn Haukum 21-24 en síðast árið 2005 þar sem þeir töpuðu gegn ÍR 32 - 38. Árið 2003 varð HK bikarmeistari eftir sigur á Aftureldingu 24 - 21 en þá var einmitt núverandi fyrirliði HK, Vilhelm Gauti Bergsveinsson, einnig fyrirliði liðsins og í leiknum fór Ólafur Víðir Ólafsson, einnig núverandi leikmaður HK, á kostum og skoraði 10 mörk.

Áfram HK Kópavogsbær


Varahlutir


Velkomin

Við sameinumst um að gera góða þjónustu enn betri.

Verið velkomin(n) í útibú Íslandsbanka við Digranesveg 1. Við leggjum okkur fram um að veita einstaklingum og fyrirtækjum persónulega og góða þjónustu. Við erum með heitt á könnunni og tökum vel á móti þér. Starfsfólk Íslandsbanka í Kópavogi

islandsbanki.is | Sími 440 4000

Leikskrá: HK - Fram undanúrslit bikar 2011-2012  

Leikskrá sem gefin var út fyrir leik HK og Fram í Eimskipsbikar Karla tímabilið 2011-2012

Read more
Read more
Similar to
Popular now
Just for you