Page 1

Saga úr sveitinni

Saga úr sveitinni

bls 1


Höfundur Bjarni Kristinsson Myndskreyting Jean Posocco Saga úr sveitinni er sjálfstæð bók úr reynslu-bóka-seríunni eftir Bjarna. Í þessari seríu eru alls 10 bækur og fjalla þær allar um reynslu barna við hin ýmsu atvik og gildi þess að vera góður við dýr og menn.


Fyrir nokkrum vikum fæddust litlir kettlingar í sveitinni. Ég var að leika mér úti á hjólinu mínu þegar ég heyrði lítið mjálm úr runnanum þar sem ég hjólaði.

Saga úr sveitinni

bls 3


Ég var ekki alveg viss í fyrstu hvað skyldi halda en fór að grennslast nánar fyrir í runnanum og þá sá ég kisu undir tré með 4 kettlinga.

Saga úr sveitinni

bls 4


Ég hljóp inn til mömmu og pabba og lét þau vita og saman fórum við öll að skoða undir tré. Þetta var kisa sem átti hvergi heima og ákvað mamma mín að við skyldum bjarga henni og kettlingunum enda ættu allir krakkar að læra það að vera góðir við dýr.

Saga úr sveitinni

bls 5


Við fórum með alla kettlingana inn í geymsluna okkar og settum þá í stóran kassa með mjúkum teppum svo þeim yrði ekki kalt og settum svo mömmuna til þeirra. Allir kettlingarnir fóru strax að mala og súpa hjá mömmunni og mér fannst við hafa gert mikið góðverk og að mamma mín væri besta mamma í heiminum að gera þetta fyrir kisuna. Saga úr sveitinni

bls 6


Næstu daga fór ég til þeirra á hverjum degi með mjólk í skál og kisumat svo að allir fengju nóg að borða og stækkuðu kettlingarnir ofsalega mikið.

Saga úr sveitinni

bls 7


Núna eru þeir orðnir 8 vikna og farnir að hlaupa um allt hlað og út um allan garðinn og farnir að leika mjög mikið hvor við annan og ég leik við þá á hverjum degi sem er svakalega skemmtilegt. Saga úr sveitinni

bls 8


Mamma mín setti auglýsingu í blaðið í dag þar sem nú er kominn tími fyrir þá að fá nýtt heimili og vona ég að við finnum eitthvað gott fólk til að eiga þá og passa.

Saga úr sveitinni

bls 9


Mér líður voðalega vel yfir því að hafa gert þetta fyrir litlu kettlingana því annars hefðu þeir kanski dáið úti í kuldanum. Ég ætla alltaf að vera góð við dýr og alltaf að bjarga dýrum í vanda þegar ég verð stór. Saga úr sveitinni

bls 10


Saga Ăşr sveitinni

bls 11


Höfundur

Bjarni Kristinsson er að feta sín fyrstu spor sem barnabóka rithöfundur og er þetta fyrsta bókin af 10 í reynslu-sögu-seríunni þar sem höfundur leitast við að láta allar sögurnar skila reynslu til barna og höfða til samvisku og góðmensku. Allar sögurnar eru með óbeinum skilaboð um að vera góður við dýr og menn og hafa einnig þann sjarma að enda vel. Bækurnar í þessari seríu eru allar sjálfstæðar og hugsaðir fyrir bæði stráka og stelpur á aldrinum 2 - 10 ára. Saga úr sveitinni

bls 12

Saga úr sveitinni