Skátablaðið 01-2013

Page 12

Nú taka allir þátt! Í takt við tímann Landsmót skáta 2014 Undirbúningur fyrir Landsmót skáta 2014 er nú að fara á fullt. Mótið verður haldið á Hömrum, Akureyri dagana 20.-28. Júlí, taka frá þessa viku strax því allir mæta á landsmót skáta. Þema mótsins er „í takt við tímann“ og verður flakkað um tíma og rúm á mótinu. Þátttakendur kynnast mismunandi tímabilum, allt frá landnámi til nútíma Ipad kynslóðar til framtíðardrauma næstu kynslóða.

Vertu í sambandi Mótsstjórn leggur mikla áherslu á gott og stöðugt upplýsingastreymi. Allar helstu upplýsingar verða á heimasíðu mótsins skatamot.is þar sem helstu upplýsingar um mótið munu birtast á næstu vikum. Á facebook síðu mótsins verður reglulega færðar fréttir af undirbúningi og helstu málum í tengslum við mótið. Boðað verður til sérstakra kynningarfunda og opnar undirbúningsferðir verða í boði í sumar og næsta vetur.

Fyrir hverja er landsmót? Á landsmótum er boðið uppá glæsilega dagskrá fyrir skáta á aldrinum 10-22. Á þessu móti verður lögð áhersla á að bjóða uppá sérstaka dagskrá fyrir fálka-, drótt-, rekka-, og róverskáta. Hamrar hafa áður hýst tvenn landsmót skáta og svæðið allt býður uppá fjölbreytta mjöguleika þegar kemur að dagskránni. Það sem er líka sérstakt við landsmót skáta er að um það bil helmingur þátttakendana kemur erlendis frá og

eykur þar með fjölbreyttnina og flóruna á mótunum, margir hafa eignast vini þar fyrir lífstíð.

Fararstjóri – velja strax í dag Það er mikilvægt að velja fararstjóra sem allra fyrst. Þannig verður skátafélagið betur undirbúið og getur hafið markvissan undirbúning fyrir ferð á landsmót skáta strax. Það er að mörgu að huga við undirbúning skátafélaga en stærsta verkefnið er að auka stemminguna í félaginu þannig að allir skátar mæti á Landmót skáta 2014.

Í hnotskurn

SKÁTABLAÐIÐ

Hvað: Landsmót skáta 2014

12

Hvar: Umhverfis- og útilífsmiðstöð skáta Hömrum, Akureyri Hvenær: 20.-28. júlí 2014 Þema: Í takt við tímann Mótsgjald: 54.000 kr (5000 afsláttur sé greitt fyrir 15. janúar 2014.)


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.