Page 1

Skátablaðið 1. tölublað 67. árgangur 2013

• Flokkakerfið virkar vel ! • Foreldrasamstarf-reynsla Fossbúa • Róverskátinn Marta • Skátastarf og heimurinn • Nú taka allir þátt • Skátastarfið í sumar


Ávarp ritstjóra Það eru liðin 6 ár frá því að síðasta Skátablað kom út undir minni ritstjórn. Margt hefur breyst á þessu árum sem liðin eru, kannski sú stærsta þegar við tölum um Skátablaðið er að það er nú allt prentað í lit. En við horfum til þeirra breytinga sem hafa átt sér stað í skátastarfinu sjálfu að þá er það í raun nokkuð magnaður árangur sem við sjáum fram á þar. Nýjar handbækur fyrir þrjú yngstu aldurstigin hafa litið dagsins ljós, skýrari fókus á allt starfið og hvað við stöndum fyrir. Síðastliðið ár hefur verið unnið markvisst að því að fjölga fullorðnum sjálfboðaliðum í skátastarfinu og við erum að sjá góðan árangur af því starfi nú þegar.

Í þessu Skátablaði horfum við til eldri aldurshópana Rekk- og Róverskáta. Hvað eru skátar á þessum aldri að fást við og hvaða möguleikar eru þarna úti. Við skoðum líka áhugaverða nálgun á foreldrasamstarfi Fossbúa á Selfossi og hvernig Flokkakerfið er að virka í reynd. Framundan eru skemmtilegir tímar í skátunum. Á dagatalinu okkar eru skráðir 10 viðburðir sem standa öllum til boða auk þeirra eru fjölmargar útilegur og önnur tækifæri til að taka þátt í fjölbreyttu skátastarfi. Ekki hika við það kæri skáti, skelltu þér út og taktu þátt í sumar.

Gleðilegt sumar!

Jón Ingvar Bragason Viðburðastjóri BÍS

Skátablaðið, 1. tölublað, 67. árgangur 2013. Útgefandi: Bandalag íslenskra skáta Ábyrgðarmaður: Hermann Sigurðsson, framkvæmdastjóri BÍS Ritstjóri: Jón Ingvar Bragason. Útlit og umbrot: Gunnar Steinþórsson. Ljósmyndir: Ingibjörg Hannesdóttir og ýmsir aðrir skátar. Prentun: Litlaprent

SKÁTABLAÐIÐ

Skátablaðið kemur að jafnaði út einu sinni á ári og er sent öllum skátum og styrktarfélögum skátahreyfingarinnar. Greinar sem birtar eru undir nafni höfundar þurfa ekki endilega að túlka skoðanir Bandalags íslenskra skáta.

2

Bandalagsstjórn Skátahöfðingi: Bragi Björnsson, lögfræðingur Aðstoðar skátahöfðingi: Fríður Finna Sigurðardóttir, læknir Formaður fjármálaráðs: Kristinn Ólafsson, viðskiptafræðingur Formaður dagskrárráðs: Unnur Flygenring, rekstarfræðingur Formaður aðþjóðaráðs: Hulda Sólrún Guðmundsdóttir, sálfræðingur Formaður upplýsingaráðs: Benjamín Axel Árnason, rekstarfræðingur Formaður fræðsluráðs: Ólafur Proppé, fv. Rektor Bandalag íslenskra skáta. Aðsetur: Hraunbæ 123, 110 Reykjavík, sími: 550 9800, fax: 550 9801 Netfang: skatar@skatar.is Vefsíða: www.skatar.is Skrifstofutími: 9-17 alla virka daga Bandalag íslenskra skáta er aðili að WOSM, World Organisation of the Scout Movement og WAGGGS, World Association of Girl Guides and Girl Scouts. Ný umhverfisstefna Skátablaðsins: Til þess að lágmarka umhverfisáhrifin sem prentun og póstburður blaðsins felur í sér er blaðinu nú aðeins dreift í einu eintaki á fjölskyldu. Aukaeintök er hæglega hægt að nálgast í Skátamiðstöðinni eða fá send heim að dyrum. Hafið samband við skatar@skatar.is eða í síma 550 9800.


gja

in ð f ö h a t á k s p r a Áv

i

Skátahöfðing

SKÁTABLAÐIÐ

mfélagslegri kallað eftir sa ið ik m er r di og Nú um stun manna á milli í samskiptum um gl re la al ða si , og á allt ábyrgð ikið vantraust m ja rík t is rð ðsi því miður vi að kennsla í ð er eftir því la al K . nu gi rh la aldu ópa í samfé skólastarfi allra í ur lið ur st fa í sambandi fræði verði rf á því. Í þv þö ll fu er og hugsanlega ðir siðir í sam gli á því að gó hy at a kj ave er rétt að kjarninn í skát milli hefur verið á na r an m m skiptu reyfingin hefu it ár sem skátah ð ra nú sem fyrr ve nd hu á u byggir kir skátar geti na ns starfinu í þa an le ís át sk að r ú lla ka tr ð ka r Ég hef þá i. Allt starf ok sem samfélagi yma lu ge ðs að ræ fa ðf verið starfand ha si m þá u, se íslenskri æsku átahreyfinguna og skátaheitin og hvernig langt útfyrir sk ði r skátalögunum si næ ða la gó ðs æ um fr irra sem eftir. Sú ran boðskap rra barna en þe okkar í na fi an er a hreinan og tæ hv ld fjö um til ð því skátar ná samskiptum vi annars í sumar átastarf m.a. sk við viljum haga ið nd bu m fð ðu stunda he ynd. sumarnámskei séu sinni víðustu m Úlfljótsvatni, á á Íslandi í dag að r a alðu át æ sk st m að ðu bú örg eru opin nt á að ótum sem m Baden-Powell Ýmsir hafa be ð am vi át sk tu ri á ös ka bl æ víðt skáta og r þeim sem hann s eru því mun r rf ta ga as þe ekki ósvipaða át r sk na if rin menningi. Áhr skátahreyfinga Sú siðferðisupphafsmanni . 00 19 ldur. in ót bjart framen margur he um aldam r sem fti og það er lo na á rin snéri til London di ga an tin kk yl toriðnb Sól fer nú hæ armenningar neikvæðni og fann hjá sér kveðja einnig hnignun borg nn að ha g la að er ss ú au N þe i og tr sti, undan. ti varð til móti jákvæðn yggilegt á pb di up an við honum blas i os lk br fó ka gu tryggni og ta vit ævintýranna a að bjóða un sem höfðu oka og halda á þörf til að reyn kp um ld ba í gi s ni ði in er eð ðf artsýninni pakka gl byggt á si og tjalda þar bj im tóku u he úr tt n frístundastarf, la ná al i kr um ns ni í einstakri ísle tönn. Ungmen hafði fært í staðist tímans nn una. ha m se allar mínar í sátt við náttúr sboðskap ði er di ðf an si gn og ég veit að fa um , ra ta ge þess . au .k þr m a. og arinnar Það ætli ég búning útilífs hagsæld þjóð rsta , æ st um st ng re la sb g ævintýralegan ði da ðfer m er í fa sem dögg áhyggjur af si ahreyfingin se rfi munu hver ta as og úr varð skát át sk í si ey . mínog peningal ing í heiminum með félögum ndi gu la Ís ile á út í di r in fe æskulýðshreyf er r ég n á fullt a svo allsæl í fyrir sólu þega skátahreyfingi á fjöll og skríð ungmenna a ng Þetta sýnir að og ga a rn ég ba að hafa um. Þá mun ki einungis til fyrir það lán, það a á kk um þa lít og samtímans ek ar n át min Við sk rast skáti. svefnpokann til fullorðinna. rskálarnar 33 árum að ge ga rir heldur einnig fy vo á un ð rð ló vö r tekið þá ák að leggja okka . Það gerum sem áskorun, gs la fé m sa ks vona ngu íslens enn allir, ég kynnast sm að d á n við uppbyggi st la g ko o um ar Kæru skát stundir gefa sem flest skemmtilegar við með því að þroska börn og fn ig ja i nn íð þa b r og ka að yk astarfsins gir og ævintýrum skát sumar. ðir, virkir, ábyr tæ fs ál sj a rð og gleðilegt ve ungt fólk til að taklingar. hjálpsamir eins

3


FLOKKAKERFIÐ VIRKAR VEL!

Skátablaðið heimsækir stelpusveit fálkaskáta Mosverja. Þegar Skátablaðið sótti Mosverja heim var stelpusveit fálkaskáta í skemmtilegu vatnsboðhlaupi fyrir utan skátaheimilið. Flokkarnir í sveitinni kepptu sín á milli og sveitarforingjarnir þeirra Ingveldur Ævarsdóttir og Jóhanna Andrésdóttir stóðu álengdar og hvöttu stelpurnar til dáða.

Húsnæðið sprungið „Við erum með yfir 100 skáta í Mosverjum og þar af tæplega 50 fálkaskáta skráða í félagið okkar, 30 í þessari stelpusveit og ríflega 15 í strákasveit á þessum aldri. Þau eru mjög virk og mæta vel, enda hluti að skátastarfinu að þau fá að velja sér sín eigin verkefni innan þess þema eða dagskráráherslu sem við foringjarnir setjum“ segir Inga Ævars eins hún er oftast kölluð, sveitarforingi stelpusveitarinnar. „Við erum búin að vera að innleiða flokkakerfið á ný inn í félagið okkar skv. nýja starfsgrunninum og gengur ótrúlega vel. Húsnæðið okkar er eiginlega sprungið og starfsemin orðin svo mikil og krakkarnir það virkir að við erum farin að leita okkur að stærra og hentugra húsnæði. Yfirvöld í bænum eru mjög jákvæð gagnvart okkar starfi svo við erum bjartsýn á framtíðina.

SKÁTABLAÐIÐ

Skemmtilegt að fá að skipuleggja fundina sína sjálf

4

Inga segir mæting og virkni skátanna sé mun betri eftir að flokkakerfið varð virkt í sveitinni. Krökkunum finnist gaman að velja verkefni í gegnum lýðræðisleikina og þau séu ótrúlega fljót að venjast þessu nýja fyrirkomulagi að þurfa sjálf að komast að niðurstöðu innan flokksins hvað skuli gera innan þess þema sem ákveðið er hverju sinni. Einnig sé það mjög lærdómsríkt fyrir þau að þurfa að hugsa fyrir hlutum eins og hvað þurfi til þess framkvæma það sem þau ákveða að gera og meta hvort og þá hvernig þau þurfi hjálp og frá hverjum. Þetta sé vinnulag sem þau séu fljót að tileinka sér.

Enginn vill missa af flokksþingi „Það vill enginn missa af því að mæta þegar haldið er flokksþing og teknar ákvarðanir um skipulag á

næstu fundum“ segir Inga og Jóhanna, eða bara Hanna eins og stelpurnar kalla hana, tekur undir það og bætir við: „Þegar flokkarnir eru að ákveða hvað á að gera hefur hver um sig meira vægi í að ákveða hvað á að gera, heldur en ef öll sveitin væri að ákveða eitthvað. Ef maður er lítill og feiminn í stórri sveit þorir maður kannski ekki að beita sér, en getur betur verið með í að segja hvað maður vill í litlum hópi eins og flokknum“. „Stelpurnar í sveitinni eru mjög duglegar og finnst gaman að vinna í skapandi verkefnum. Sökum stærðar sveitarinnar eru alltaf einhverjir flokkanna í útiverkefnum, sem er í sjálfu sér mjög gott, enda hægt að vera skapandi á margan hátt, bæði úti og inni! Hugmyndirnar vantar alla vega ekki þó þær séu auðvitað missniðugar að okkar mati, en stundum koma stelpurnar með frábærar hugmyndir sem okkur hefði aldrei dottið í hug. Þá á auðvitað að hvetja þær áfram í því“ segja sveitarforingjarnir.

Leiðsögn sveitarforingja í stað fyrirmæla Að nota flokkakerfið í sveitarstarfi er að sögn Ingu og Hönnu léttara fyrir sveitarforingja að mörgu leyti. „Það er kannski svolítið mál í byrjun að koma því á, getur komið upp drama hér og þar eins og eðlilegt er á þessum aldri“, segja þær kímnar, „en þegar það er orðið virkt léttist undirbúningur fundanna mikið og við sveitarforingjarnir förum meira í leiðbeinendahlutverk frekar en stjórnunarhlutverkið sem við vorum kannski meira í áður. “ Krakkarnir virtust allavega vera glöð og ánægð, ekki annað að sjá í heimsókn Skátablaðsins, þar sem allir flokkar sameinuðust í einum hring eftir fjör og hlátur fundarins, héldust í hendur og sungu bræðralagssönginn saman áður en hlaupið var inn í bíla foreldranna sem biðu fyrir utan í rökkrinu.


Flokkarnir 5 í stelpusveit fálkaskáta Mosverja völdu sér skemmtileg nöfn á flokkana sína. Þeir heita: Angry birds, Rassálfarnir, Svampur Sveinsson, Fönix og Skessur

Í flokknum Fönix erum miklar listakonur eins og sjá má á einkennum eða merki sem þær eru búnar að hanna fyrir flokkinn sinn.

Ingveldi Ævarsdóttur og Jóhönnu Andrésdóttur finnst ekki leiðinlegt í sveitarforingjahlutverkinu enda augljóslega vinsælar hjá krökkunum.

Sveitin fór líka saman í skemmtilegan leik innan dyra, stelpurnar glaðar og rjóðar eftir útiveruna.

Mikið fjör var úti í vatnsboðhlaupinu þar sem flokkarnir kepptu sín á milli við að flytja vatn í ýmsum undarlegum ílátum. Rassálfarnir unnu að þessu sinni.

Fundurinn endaði svo á rólegri nótum í bræðralagssöngnum.


Foreldrasamstarf – reynsla Fossbúa Foreldrar eru allt að helmingur sjálfboðaliða í skátastarfi og einn stærsti markhópurinn þegar kemur að því að fjölga sjálfboðaliðum fyrir skátafélög. Gott foreldrasamstarf er því lykilatriði til að tryggja sjálfbærni skátafélaga og vöxt þeirra sem hafa hug á því að færa út kvíarnar. Ýmis skátabandalög, til dæmis þau bresku, dönsku og kanadísku, segja gott foreldrasamstarf vera einn lykilinn að miklum umbótum sem hafa orðið í skátastarfi landanna undanfarin ár. Gott foreldrasamstarf skátafélaga einkennist meðal annars af reglulegu upplýsingaflæði um skátastarfið, frumkvæði að samskiptum og beinar óskir til foreldranna um afmörkuð verkefni.

SKÁTABLAÐIÐ

Mörg skátafélög á Íslandi eiga gott foreldrasamstarf eins og dæmin sanna og eiga auðvelt með að fá foreldra í sjálfboðastarf. Foreldrasamstarfið hjá skátafélaginu Fossbúum er dæmi um það hvernig gott foreldrasamstarf - upplýsingaflæði, frumkvæði að samskiptum, óformlegt spjall og beinar óskir um aðstoð við afmörkuð verkefni - hefur leitt af sér fjölda nýrra sjálfboðaliða í skátastarfi á núverandi starfsári. Ása Sigurlaug Harðardóttir, Bandalagi íslenskra skáta, fékk Auði Lilju Arnþórsdóttur, félagsforingja, og Ingu Úlfsdóttur, ritara Fossbúa til að segja nánar frá þessu.

6

Gott foreldrasamstarf er lykillinn Hjá okkur Fossbúum er mikil áhersla lögð á reglulegt upplýsingaflæði til foreldra um skátastarfið, segja þær stöllur. Er það stjórn félagsins sem ber ábyrgð á því, til þess að sveitarforingjarnir geti einbeitt sér að skátastarfinu - þótt þeir eigi auðvitað óformleg samskipti við foreldra þegar tækifæri gefast til. Foreldrafundur er haldinn á haustin, þar sem skátastarfið er útskýrt og foreldrar eru látnir vita að það sé í þeirra

höndum að sjá um fjáraflanir, sé áhugi fyrir því, þar sem ekki sé hægt að leggja það á sveitarforingjana, sem þurfa að einbeita sér að skátadagskránni. Eftir það fá foreldrar upplýsingabréf í tölvupósti um það bil einu sinni í mánuði, þar sem þeir eru fræddir um skátastarf almennt, sveitarstarfið framundan og ýmis mál sem koma upp. Segja má að á landsmótinu í sumar hafi tónninn settur varðandi samstarf við foreldra skátanna í vetur. Þar voru foreldrar sem skipuðu fararstjórn félagsins og hafði þar hver sitt afmarkaða hlutverk. Þannig var eitt foreldri ábyrgt fyrir eldhúsmálum, annað átti að annast velferð barnanna og það þriðja var tjaldbúðarstjóri. Þeim til aðstoðar voru tveir stjórnarmeðlimir. Fararstjórnin skiptist svo á að gista í tjaldbúðinni. Með þessu móti var hægt að dreifa álaginu á nokkrar herðar, þannig að enginn var úrvinda í mótslok og sveitarforingjarnir fengu að upplifa sitt landsmót líka. En foreldrar komu meira að málum á landsmótinu. Þeir sáu alfarið um eldamennsku fyrir skátana og röðuðu sér þar á hálfsdags langar eldhúsvaktir. Er skemmst frá því að segja að mjög auðvelt var að manna allar vaktir. Foreldrar höfðu líka skráð sig á niðurtekt tjaldbúðar, frágang á útbúnaði, flutning á honum heim á Selfoss og að hengja tjöld upp til þerris o.s.frv. Allt þetta gerði það að verkum að í mótslok höfðu foreldrar nær allra skáta komið að mótinu á einn eða annan hátt. Það var því auðsótt mál nokkrum mánuðum seinna þegar félagsútilega stóð fyrir dyrum að fá foreldra í samstarf. Eins og jafnan áður, mönnuðu foreldrar eldhúsið en nú bættist við nýtt verkefni; að sjá um að koma yngstu skátunum í ró að kvöldi svo að foringjarnir fengju líka eitthvað fyrir sig í útilegunni. Þetta reyndist auðsótt mál. Nokkrir foreldrar gistu og aðstoðuðu við þetta og höfðu bara gaman af. Í haust komu upp agavandamál hjá nokkrum skátasveitum sem stjórn félagsins ákvað að leysa með því að sitja á fundum til stuðnings sveitarforingjunum. Fljótlega varð þeim ljóst að þetta skapaði ákveðna hættu á því að brenna út. Þá var ákveðið að setja skátunum fjórar einfaldar reglur: Regla 1: Hlusta; 2: Hlýða; 3: Taka þátt; 4: Ganga vel um. Foreldrum var sendur tölvupóstur þar sem þeir voru upplýstir um þessar nýju reglur og óskað var eftir aðstoð þeirra.


b) skýr lýsing á því í hverju aðstoðin fælist - verklýsing og c) ákveðið upphaf og endir á verkefninu.

Fólk var beðið að vera viðstatt einn fund ef það hefði tök á. Auk þess var verklýsingin skýr: Foreldrarnir áttu bara að vera sveitarforingjunum innan handar um að hafa agamálin í góðum farvegi en ekki taka beinlínis þátt í dagskrá fundarins.

Foreldrarnir vita um hvað skátastarfið snýst Þar sem upplýsingaflæðið hefur verið gott og foreldrarnir með á nótunum var svörunin mjög góð og þátttaka foreldra á fundunum í vetur hefur verið það mikil að agavandamálin hafa snarlega minnkað. Það jákvæðasta í þessu öllu er: Sveitarforingjarnir geta sinnt skátadagskránni án þess að vera að drukkna í öðrum verkefnum, þeir finna stuðning reyndra fullorðinna sjálfboðaliða í kringum sig og líkurnar aukast á því að þeir verði lengur sjálfboðaliðar í skátastarfi án þess að brenna út. Á sama tíma verður foreldrum ljóst mikilvægi góðs skátastarfs. Hið sama var uppi á teningnum þegar sveitarforingjarnir voru í haustprófum í framhaldsskólum sínum í desember. Þá komu inn foreldrar til að hugsa um fundina á meðan, meðal annars með föndur og heimsókn í slökkviliðsstöðina þar sem einn pabbinn

vinnur. Líklega verður sami háttur hafður á þegar vorpróf framhaldsskólanna skella á foringjum félagsins. Foreldrar hafa líka staðið að gönguhópi Fossbúa sem hefur það að markmiði að fá skátafjölskyldur til að njóta útivistar saman. Gengið hefur verið í nágrenni Selfoss og hefur þetta mælst vel fyrir. Þá hefur hópur foreldra tekið að sér hússtjórn skátafélagsins og kom sá hópur sterkur inn við flutninga félagsins í nýtt skátaheimili um áramótin. Reynsla okkar Fossbúa er sú að auðvelt er að fá foreldra til samstarfs. Einkum ef hlutverk þeirra eru vel skilgreind og ljóst er frá upphafi að það er bara verið að biðja um einn hlut en ekki marga. M.ö.o. við biðjum um litla fingur og látum hann okkur nægja en tökum ekki alla höndina. Skátafélög þurfa að gera aðkomu foreldra að skátastarfinu þeim auðvelda og vera óhrædd að leita til þeirra með hin ýmsu mál. Þau félög sem það gera standa sterkari að vígi og hafa jafnframt eignast hauka í horni.

Ákveðið verkferli er þegar samið er við sjálfboðaliða í skátastarfi samkvæmt góðu verklagi í skátastarfi, Aðgerðaáætlun Skáta og siðareglum Æskulýðsvettvangsins, sem voru samþykktar á síðasta Skátaþingi. Hjá BÍS er nú í vinnslu handbók fyrir skátafélög með leiðbeiningum þar að lútandi.

SKÁTABLAÐIÐ

Í tölvupóstinum var a) bein ósk um aðstoð,

7


Andrés „Angrybirds maðurinn“ á Roverway í Finnlandi

Flestir íslenskir skátar þekkja alþjóðlega skátamótið Roverway enda var mótið haldið hér á landi árið 2009 með um 4000 þáttakendum. Nú var röðin komin af Finnum að halda mótið árið 2012 og þangað fóru sjö íslenskir skátar frá þremur skátafélögum. Íslenski hópurinn var annars vegar 5 þátttakendur ásamt fararstjóra og 1 starfsmaður. Mótið er þannig uppsett að það skiptist annarsvegar í ferðahluta þar sem ferðast er í 50 manna skátasveitum, og hins vegar mótshluta þar sem allir þátttakendur koma saman á hefðbundnu skátamóti. Þátttakendur velja sér ferðirnar áður og íslenski hópurinn valdi að kynnast höfuðborginni Helsinki ásamt því að upplifa skátaútilegu í finnskum skógi. Mótið var sett á þremur stöðum í Finnlandi eftir því hvaða ferðir þátttakendur tóku þátt í. Íslenski hópurinn fór á mótssetningu í Helsinki og vakti það lukku að íslenska skyrið lék þar eitt af aðalhlutverkum ásamt finnska jólasveininum. Að lokinni mótsetningu fóru íslensku þátttakendurnir í sína ferð en Andrés Þór úr Landnemum fór á Roverway sem starfmaður og fór því beint á mótssvæðið að undirbúa mótið. Skátablaðið tók Andrés tali um spurði um þátttöku hans í mótinu.

Hvernig tilfinning var að vera eini Íslendingurinn á starfsmannasvæðinu? Það var pínu skrítið en rosalega gaman að fara svona einn frá sínu landi á tjaldsvæðið en eg var fljótur að kynnast fólki.

SKÁTABLAÐIÐ

Hvað varstu þú að gera á meðan þátttakendur voru í ferðum um allt Finnland?

8

Þessa fjóra daga áður en þátttakendurnir komu þá var deiginum skipt í tvennt. Helmingur fólksins fór í starfsmanna þjálfun þar sem við lærðum m.a. um hvaða dýr við gætum séð og hvað við ættum að gera ef við myndum sjá þau. Líka hvað við ættum að gera ef eldur myndi kvikna í skóginum og pínu um roverstarf í öðrum löndum. Hinn helmingurinn af deginum fór í uppbyggingu tjalda, búa til hlið, setja upp fánastangir og þannig og um kvöldið var svo ball, kvöldvaka eða eithvað hullum hæ.

Hvert var þitt hlutverk sem starfsmaður á mótinu? Ég var í Forest Fun dagskráþorpinu þar sem við vorum með klifur og eina svakalegustu apabrú sem sést hefur í Evrópu. Einnig var hægt að útbúa vönd úr birki sem Finnar nota til að slá sig í saununni og að sjálfsögðu var hægt að fara í alvöru útgáfu af finnska leiknum Angry Birds. Ég fékk það hlutverk að sjá um Angry Birds leiki til að byrja með og fékk í kjölfarið viðnefnið „Angrybirds maðurinn“ . Seinni hlutann sé ég um póst þar sem þátttakendur voru að brennimerkja í timbur. Einnig aðstoðaði ég við hátíðardaginn sem fékk nafnið LoverWay þar sem þátttökulöndin bjóða upp á landkynningar og þjóðarrétti.

Hvað gerðu íslensku hópurinn eftir mótið?

Við vorum tvo daga eftir mótið í Helsinki en þar sem íslensku þáttakendurnir voru búnir skoða það helsta í borginni var ákeðið að taka bátinn yfir til Tallinn og skoða hina sögufrægu og best varðveittu miðaldarborg Evrópu.

Ætlar þú að fara á næsta Roverway í Frakklandi 2016 Ég vona að allir séu orðnir spenntir fyrir roverway 2016 í Frakklandi annað hvort sem þátttakendur eða starfsmenn. Ég veit að ég er að fara aftur. Að taka þátt í alþjóðlegu skátamóti er hápunkur skátastarfsins hjá mörgum enda frábær upplifun þar sem saman koma þátttakendur frá mörgum þjóðlöndum. Roverway er fyrir skáta á aldrinum 16-23 ára og næsta mót verður haldið Í Frakklandi árið 2016. Ætlar þú ekki fara?


Róverskátinn Marta – Formúlan er 1=2 Ég heiti Marta Magnúsdóttir og

Á landsmótinu okkar síðasta sumar var róverskátakvöld

um þessar mundir á ég fjögurra

þar sem við fengum nammi og post-it miða.Niðurstaðan

ára skátaafmæli. Á síðustu fjórum

af þeirri kvöldstund virðist í grófum dráttum vera sú að

árum hef ég skemmt mér kon-

róverskátar vilja fá eitthvað skemmtilegt að gera.

unglega, lært afskaplega mikið og eignast marga vini! Formúlan á bakvið það hefur verið eitthvað á þessa vegu: 1=2, en mín tilfinning er sú að ég fæ það sem ég gef til skátastarfsins tvöfalt til baka.

Við höfum ekki alla burði núna til að halda svaka flotta róverviðburði en leitum ekki langt yfir skammt; nágrannar okkar Danir eru til dæmis með nokkra mjög flotta viðburði og þegar flugverð er orðið jafn lágt og raun ber vitni sé ég fátt því til fyrirstöðu að við hópumst á danska róverviðburði eftir að hafa selt nokkrar klósettpappírsrúllur.

Ég byrjaði í skátunum sem rekkaskáti svo ég veit ekki

Ég

hvernig það er að vera dreka-, fálka- eða dróttskáti. En ég

hvað skemmtilegt – að gera eitthvað skemmtilegt!

skora

á

þá

róverskáta

sem

vilja

gera

eitt-

hef samt þá skoðun að rekka- og róveraldurinn hafi alla

Einfaldar hugmyndir: Notaðu netið! Það eru margar al-

burði til þess að vera langskemmtilegasti/ævintýralegasti

þjóðlegar „skátagrúppur“ á Fésbókinni, þar er hægt

tími «skátaævinnar».

að spyrjast fyrir um mót þar sem róverskátar eru þátttakendur á, finnst ekki heil sveit? Hvað með það, farið

Haldi einhver að róverskátaraldur = foringjastörf, þá er sá

bara eitt, tvö eða þrjú! Finndu skátaviðburði sem þú

hinn sami á miklum villigötum. Foringjastörf eru góð og gild en róverskátar hafa ótal önnur tækifæri til að mennta/ manna sig. Mitt skátastarf einkennist helst af því sem ég hef áhuga á, útlöndum og útivist. Við erum vonandi flest búin að átta okkur á því að við getum farið okkar eigin leiðir í skátastarfi. Skátaheitið á ekki einungis við er við berum skátaklútinn okkar og snilldin fer að ljóma þegar daglegt líf fer að einkennast af skátaheitinu Af mínum ótal minningum frá síðustu fjórum árum eiga margar það sameiginlegt að hafa orðið að veruleika við hrökkva eða stökkva aðstæður. Ég hef séð auglýsingar eða

gætir tekið að þér að staðfæra hingað heim. Skáta-

heyrt af einhverju og einfaldlega ákveðið að framkvæma

sveitin á líklega einhverja grillaða hugmynd, fram-

það, hvað sem það kann að vera. Í mínum huga þarfnast

kvæmið hana bara, og ef það vantar pening þá má

það varla umhugsunar að ákveða að gera eitthvað sem

sækja þá hingað og þangað, t.d. gætu frumkvæðisstyrkir

bæði er skemmtilegt og þroskandi. Svo fyrir utan tifið í

Evrópu unga fólksins allt eins heitið róversveitastyrkir.

klukkunni sem minnir mig á að ég verð ekki endalaust á

Ég hlakka til komandi róverskátaára minna og vona að skátar

þátttakandaaldri.

19 ára og eldri fjölmenni á Spejderman í Grundarfirði 15. júní!

SKÁTABLAÐIÐ

Marta Magnúsdóttir. Skátafélagið Örninn Róver – ultra gray

9


Skátastarf og heimurinn „Skátalíf er flott, flott, flott. Skátalíf er gott, gott, gott. Skátalíf er æði, æði, æði... Svo er það svo þroskandi fyrir heilann!“ Þessi alkunni sannleikur, sem hér hefur verið gerður ódauðlegur í formi hróps sem hljómað hefur kringum ótal varðelda eflaust gegnum áratugina, hefur verið mér einkar hugleikinn undanfarið, og þá ekki síst seinasti hlutinn. Að halda því fram að eitthvað sé þroskandi fyrir heilann segir manni á sama tíma allt og ekki neitt um mikilvægi og jákvæð áhrif þess að taka virkan þátt í skátastarfi frá barnsaldri þar til löngu eftir að seinustu unglingabólurnar sleppa takinu. Skátastarf er þroskandi fyrir heilann segja sumir, því í skátunum er mikið lagt upp úr því að einstaklingar temji sér sjálfsbjargarviðleitni, og tengi hugvitið við þær gáfur sem líkamlegt atgervi og útsjónarsöm handlagni geta falið í sér. Sem dæmi um slíkt má nefna þegar praktískir skátar með þessi gildi að vopni leysa vandamál á borð við leka inni á baðherbergi með því að grafa síki í kringum klósettið, eða grafa sig í fönn þegar langt er í næsta strætó í skólann á mánudagsmorgni.

SKÁTABLAÐIÐ

Skátastarf er þroskandi fyrir heilann segja aðrir, vegna þess að skátar þurfa oft að takast á við óvæntar aðstæður í öllum veðrum og vindum og læra og beita réttum viðbrögðum við komu á slyssstað (og kyngja kergjunni þegar sést í blóð, ælu eða hor) þjálfast skátinn í snarræði og skjótri hugsun, ásamt því að öðlast aðlögunarhæfni sem heimfæra má uppá fleiri aðstæður en hjálparsveitaræfinguna, skátamótið eða fyrsta skátastefnumótið, þegar gleymdist að kaupa inn fyrir pylsupastað og hikebrauðið.

10

Ef nægt framboð væri af bæði plássi og tíma gæti upptalningin haldið áfram í það endalausa, enda af nógu að taka þegar að því kemur að reifa jákvæð áhrif skátastarfs á bæði einstaklinga og samfélagið í heild. Eitt af því fjölmarga sem þroskar skátaheilann verður þó ekki komist hjá því að nefna, nokkuð sem fer minna fyrir í umræðunni sökum þess líklegast hversu ómeðvituð þjálfunin og áhrifin eru, sem hafa þó engu minna vægi en það starf og sú kennsla sem fram fer beint og óbeint á skátafundum og í útilegum.

Skátastarf, aukinheldur alþjóðlegt skátastarf, þroskar heilann með því að víkka sjóndeildarhringinn á alla kanta á minni og stærri skátamótum, í alþjóðasamstarfi og með reglulegum samskiptum skátaflokka landa og jafnvel heimsálfa á milli. Það að læra um aðra menningarheima og hvernig skátastarf fer fram í öðrum samfélögum sem eru oft svo ólík þeim íslenska raunveruleika sem við þekkjum þýðir að við stækkum og leggjum rækt við þær óravíddir hugans, þar sem rými fer að myndast fyrir vangaveltur um hvaða fyrirframgefnu hugmyndir sem þar kunna að hafa leynst um þá íbúa heimsins sem gera hlutina öðruvísi en við. Skátastarf þroskar og stækkar heila og hug okkar allra með því að minnka fjarlægðir á milli okkar allra; á alheimsmótum, og í raun á öllum skátamótum, taka skátar höndum saman í smækkaðri og samansúrraðri útgáfu af heiminum og með samvinnu, leikjum, söng og jafnvel saklausum kossi bakvið runna á Hömrum eða undir tré í Gilwell Park, má vinna margfalt stærri þrekvirki en áratuga viðræður milli áhrifamanna á vegum stríðandi fylkinga sem hvorki hafa né munu nokkru sinni afreka. Alþjóðleg skátamót og skátaráðstefnur bjóða uppá einstakt tækifæri til að gefa vinalistanum á Facebook hressilegt trukk, skiptast á skyrtum, merkjum, klútum, símanúmerum og einstaka sinnum trúlofunarhringum, eiga djúpar og innilegar samræður við aðra skáta sem fara að mestu leyti fram með handapati og búkhljóðum, en fyrst og fremst „tengja saman lönd við lönd og líf vort helga frið“, því hvern langar svosem að fara í stríð við vini sína? Skátamót erlendis og hérlendis, á öldum ljósvakans eða úti í dalverpi, með rigningu og roki, sólbruna, kalsárum, kakói, kvöldvökum, Páli Óskari, grillveislum, Bear Gryllsveislum, póstaleikjum, gönguferðum, áskorunum, hópefli, þrautaráðningum og heitupottasúrringum gætu hugsanlega orðið eitt mikilvægasta framlag skátastarfs til friðar vonandi um allan heim. En hverjum hefði dottið í hug að það gæti verið svona gaman? Skátalíf er gott, gott, gott. Skátalíf er flott, flott flott. Skátalíf er æði, æði, æði....Svo er það svo þroskandi fyrir heiminn.

Guðrún Björg Ingimundardóttir


11

SKÁTABLAÐIÐ


Nú taka allir þátt! Í takt við tímann Landsmót skáta 2014 Undirbúningur fyrir Landsmót skáta 2014 er nú að fara á fullt. Mótið verður haldið á Hömrum, Akureyri dagana 20.-28. Júlí, taka frá þessa viku strax því allir mæta á landsmót skáta. Þema mótsins er „í takt við tímann“ og verður flakkað um tíma og rúm á mótinu. Þátttakendur kynnast mismunandi tímabilum, allt frá landnámi til nútíma Ipad kynslóðar til framtíðardrauma næstu kynslóða.

Vertu í sambandi Mótsstjórn leggur mikla áherslu á gott og stöðugt upplýsingastreymi. Allar helstu upplýsingar verða á heimasíðu mótsins skatamot.is þar sem helstu upplýsingar um mótið munu birtast á næstu vikum. Á facebook síðu mótsins verður reglulega færðar fréttir af undirbúningi og helstu málum í tengslum við mótið. Boðað verður til sérstakra kynningarfunda og opnar undirbúningsferðir verða í boði í sumar og næsta vetur.

Fyrir hverja er landsmót? Á landsmótum er boðið uppá glæsilega dagskrá fyrir skáta á aldrinum 10-22. Á þessu móti verður lögð áhersla á að bjóða uppá sérstaka dagskrá fyrir fálka-, drótt-, rekka-, og róverskáta. Hamrar hafa áður hýst tvenn landsmót skáta og svæðið allt býður uppá fjölbreytta mjöguleika þegar kemur að dagskránni. Það sem er líka sérstakt við landsmót skáta er að um það bil helmingur þátttakendana kemur erlendis frá og

eykur þar með fjölbreyttnina og flóruna á mótunum, margir hafa eignast vini þar fyrir lífstíð.

Fararstjóri – velja strax í dag Það er mikilvægt að velja fararstjóra sem allra fyrst. Þannig verður skátafélagið betur undirbúið og getur hafið markvissan undirbúning fyrir ferð á landsmót skáta strax. Það er að mörgu að huga við undirbúning skátafélaga en stærsta verkefnið er að auka stemminguna í félaginu þannig að allir skátar mæti á Landmót skáta 2014.

Í hnotskurn

SKÁTABLAÐIÐ

Hvað: Landsmót skáta 2014

12

Hvar: Umhverfis- og útilífsmiðstöð skáta Hömrum, Akureyri Hvenær: 20.-28. júlí 2014 Þema: Í takt við tímann Mótsgjald: 54.000 kr (5000 afsláttur sé greitt fyrir 15. janúar 2014.)


Skátastarfið í sumar Ný íþróttagrein er að riðja sér til rúms á íslandi að frumkvæði nokkra hressra skáta. Dróttskátum og eldri gefst kostur á að kynnast þessari íþrótt eina kvöldstund og takast á í skemmtilegri rötunarkeppni.

RosA sumar 24.-26. maí Rekka- og Róverskátum býðst að starta sumrinu með frábærri helgi á Úlfljótsvatni. Skátarnir mæta einir eða með sinni sveit og mynda teymi um helgina sem vinnur að krefjandi verkefni að eigin vali í sumar. Uppskeruhátíð verður haldin í lok september.

Drekaskátamót 1.-2. júní Búast má við fjölda drekaskáta á Úlfljótsvatn í byrjun júní við leik og störf. Mótið er orðin fastur liður í starfi margra drekaskátasveita þar sem tekist er á við fjölbreyttar þrautir og ný vinabönd myndast.

Komdu á kamarinn - Vormót Hraunbúa 7.-9. júní Það er löngum orðið fastur liður hjá mörgum að skella sér í „rigninguna“ í Krýsuvík á Vorumót Hraunbúa. Allir eru velkomnir fálkar-, drótt-, rekka-, og róverskátar og ættu að finna eitthvað við sitt hæfi í póstaleikjum og fjallaklifri. Sjá nánar á www.hraunbuar.is

Viðeyjamamót Landnema 20.-23. júní Það þarf ekki að fara langt út fyrir miðbæinn til að komast í tæri við náttúruna. Skátar skella sér með viðeyjarferjunni á flott mót landnema í Viðey þar sem boðið er uppá fjölbreytta og skemmtilega dagskrá á jónsmessunni. Toppurinn er að sjálfsögðu rómatískt bryggjuball. Nánar á www.videyjamot.is

Euro-Mini-Jam í Liechtenstein 27. júlí – 2. ágúst Smáþjóðamót skáta fara fram í Liechtenstein í ár. Fyrsta mótið var haldið fyrir þremur árum á Íslandi að frumkvæði íslenskra skáta. Gert er ráð fyrir um 100 þátttakendum frá 7 löndum.

World Scout Moot Kanada 8.-18. ágúst Fríður hópur Róverskáta skella sér á heimsmót í Ottawa í Kanada. Gert er ráð fyrir 5000 þátttakendum á aldrinum 18-25 ára. Það er möguleiki að bætast í hópinn fyrir lok maí, ekki láta þetta einstaka tækifæri fram hjá þér fara.

Gilwell leiðtogaþjálfun 15.-19. ágúst Þessa dagana er verið að innleiða nýja foringjaþjálfunarbraut skáta og í ágúst gefst tækifæri á að taka skref 3, 4 og 5 saman á langri helgi á Úlfljótsvati. Aldurstakmark er 19 ára til að taka þátt í Gilwell leiðtogaþjálfun.

SKÁTABLAÐIÐ

Rathlaup 16. maí

13


Skátastarf – skemmtilegt

ævintýri með skýr uppeldismarkmið Ævintýri og óformlegt reynslunám Skátahreyfingin hefur það að markmiði sínu að þroska börn og ungt fólk til að verða sjálfstæðir, virkir og ábyrgir einstaklingar í samfélaginu. Barn eða ungmenni sem tekur þátt í skátastarfi upplifir ævintýri ásamt vinum sínum í skátaflokknum. Ungi skátinn lærir um leið að setja sér raunhæf markmið og takast á við persónulegar áskoranir. Þannig er skátastarf vettvangur þar sem skátinn þroskar með sér hæfileika á hinum ýmsu sviðum, án þess að vera mjög meðvitaður um það á meðan á því stendur. Nám skátans fer því fram í gengum leiki og samvinnu ólíkt hefðbundnu formlegu námi, en er um leið vel skipulagt, formað kerfi með skýrum gildagrunni, sem hver og einn á auðvelt með að ganga inn í á sinn eigin hátt. Því má segja að skátastarfið sé spennandi ævintýri fyrir börn og ungmenni sem er með skýr uppeldismarkmið sem fullorðnir foringjar kunna góð skil á hvernig best er að ná með skátaaðferðinni.

SKÁTABLAÐIÐ

Leiðtogi í eigin lífi

14

Skátastarf fer fram í smáum einingum sem kallast skátaflokkar. Flokkarnir byggjast upp á 5-8 manna teymi skáta á svipuðum aldri, þar sem hver skáti hefur sitt hlutverk og tekur virkan þátt í skipulagningu og ákvarðanatöku innan hópsins. Skátaflokkarnir öðlast aukið sjálfstæði eftir því sem skátarnir eldast, en þó er mikil áhersla lögð á virka þátttöku þeirra allt frá unga aldri. Þegar ungmenni ljúka hefðbundnu skátastarfi um 22 ára aldur hafa þau fengið sérlega góð verkfæri og reynslu af notkun þeirra til að taka sjálf við sínu eigin uppeldi, verða leiðtogar í eigin lífi. Skátastarf stefnir að því að bæta heiminn með því að styrkja einstaklinginn og þjálfa hann til sjálfsnáms. Það er sérstaða þess. Afurð skátastarfs sjáum við í mörgum atkvæðamiklum einstaklingum víðs vegar í þjóðfélaginu. Hjálparsveitarfólk hefur oftar en ekki skátabakgrunn, fólk í framvarðarsveit ýmissa verkefna á

sviði lýðræðis og mannréttinda, leiðsögumenn í ferðaþjónustu einnig og svo mætti lengi telja. Allt fólk sem gerir samfélagi okkar oft og tíðum mikið gagn sökum frumkvæðis og ósérhlífni.

Lýðræði og mannréttindi Með sérstökum lýðræðisleikjum hafa skátarnir áhrif á verkefnaval flokksins síns og skátasveitarinnar og læra um leið að þátttöku í ákvarðanatöku stærri hóps fylgir einnig ábyrgð. Einnig vinna skátaflokkar þannig að skátarnir fá að prófa sig í mismunandi hlutverkum innan flokksins, vera fulltrúar sín hóps í lýðræðislegum ákvörðunum með öðrum flokkum, og læra að færa rök fyrir hugmyndum sínum og skoðunum, allt í gegnum skemmtilega leiki og í hópi jafningja þar sem enginn er öðrum æðri í flokknum.

Stærsti vinahópur í heimi Önnur sérstaða skátastarfs er tenging þess við sterka alþjóðahreyfingu skáta. Stígandi skátaaðferðarinnar sem notuð er markvisst í skátastarfinu gerir ráð fyrir því að einstaklingurinn þrói með aldrinum með sér tenginu út fyrir sitt föðurland og hugsi um heiminn sem eina heild, heim sem kemur okkur öllum við. Á alþjóðavísu bjóðast eftir því sem skátarnir verða eldri sífellt fleiri tækifæri til að taka þátt í skemmtilegum verkefnum með skátum frá flestum löndum heims, með stuðningi alheimshreyfingarinnar. Með því að vera skáti má þannig segja að ungi skátinn verði hluti af stærsta vinahópi í heimi, þar sem hvar sem er í heiminum getur það átt von á að hitta jafnaldra sem hefur sama skátabakgrunn og sama gildagrunn. Reynslan sýnir að alþjóðlegt starf skátahreyfingarinnar hefur alið af sér vináttu milli þjóða, oft ævilangt. Og slík vinátta er góður grunnur að því að gera heiminn sífellt betri gegnum sérhvern einstakling. Hún varir meira segja alla ævi, því eitt sinn skáti ávallt skáti!


Tæknivædd flöskumóttaka

í Skátamiðstöðinni Ný, tæknivædd flöskumóttaka fyrir skilagjaldsskyldar drykkjarumbúðir opnaði í Skátamiðstöðinni, Hraunbæ 123, í desember. Flöskumóttakan er rekin af fyrirtækinu Grænir skátar, sem hefur unnið að söfnun skilagjaldsskyldra drykkjarumbúða frá árinu 1989.

Í móttökustöðinni í Skátamiðstöðinni er eingöngu greitt inn á debet- eða kreditkort viðskiptavina, en einnig má gefa andvirðið til góðgerðarmála. Grænir skátar munu áfram taka við óflokkuðum umbúðum að gjöf, bæði í Skátamiðstöðinni og í söfnunargáma víðs vegar á höfuðborgarsvæðinu.

Með nýrri tækni er óþarfi að telja og flokka heilar umbúðir. Slíkt er gert í sérstökum talningarvélum. Áfram er þó hægt að koma með beyglaðar umbúðir en þær eru þá taldar af starfsmönnum flöskumóttökunnar. Skilagjald er kr. 14,- fyrir hverja einingu.

Skátahópar sem eru í fjáröflun eru velkomnir með sínar flöskur og dósir. Hafið samband við okkur og við finnum tíma sem hentar.

Opnunartími móttökustöðvarinnar er alla virka daga frá 12:00 - 18:00 og laugardaga frá 12:00 -16:30.

Framleiðum góðar hugmyndir

SKÁTABLAÐIÐ

Síðastliðin ár höfum við framleitt skátapeysur fyrir skátana. Það var góð hugmynd.

Bros - Gjafaver ı Norðlingabraut 14, 110 Reykjavík Sími 569 9000 ı sala@bros.is ı www.bros.is – með þínu merki

15


I C E L A N D I C B U S C O M PA N Y

www.sba.is Leiðarlínur fyrir merki FIT

SKÁTABLAÐIÐ

 

16


Grænir skátar hafa safnað skilagjaldsskyldum drykkjarumbúðum frá árinu 1989. Á liðnu ári var hafist handa við endurnýjun söfnunargámanna sem staðsettir eru víðs vegar um höfuðborgarsvæðið. Einnig er jafnt og þétt unnið að fjölgun þeirra staða þar sem söfnunargámana er að finna. Vonast er til að í lok ársins verði þeir á flestum grenndarstöðvum þannig að fólk geti í einni ferð losað sig við pappír, plastílát á skilagjalds og skilagjaldsskyldar drykkjarumbúðir. Allur hagnaður af rekstri Grænna skáta rennur beint til þess að styrkja skátastarfið og hefur þetta um margra ára skeið verið mikilvægasta fjáröflun Bandalags íslenskra skáta.

SKÁTABLAÐIÐ

Grænir skátar um allan bæ

17


Sumarútbúnaður skátans

Sumarið er rétt handan við hornið og því ekki seinna vænna en að huga að útbúnaði skátans fyrir þann skemmtilega árstíma. Skátablaðið leitaði til skátans Smára Guðnasonar en hann vinnur hjá útivistarversluninni Fjallakofann. Þar er að finna ýmsa góða hluti sem nýtast vel í skátastarfið – og ekki skemmir að allir skátar njóta sérkjara í Fjallakofanum! Scarpa Mojito Glöggir skátar hafa eflaust tekið eftir nýjustu tískunni í skátaheiminum. Hér áður fyrr voru sandalarnir allsráðandi en núna eru litríku Mojito skórnir frá Scarpa að yfirtaka fætur skátanna. Mojito fást í öllum regnbogans litum og eru einstaklega þægilegir og léttir götuskór. Þeir hafa verið mjög vinsælir undanfarin misseri og að sögn Smára Guðnasonar, markaðsfulltrúa Fjallakofans, er velgengni Mojito að miklu leyti til komin vegna smitandi áhuga skátanna á skónum.

Light My Fire matarsett Matarsettið frá Light My Fire ætti að vera skyldueign hvers skáta. Í matarsettinu er allt sem þú þarft til að undirbúa og borða mat hvar sem er. Settið inniheldur 2 diska, bolla með loki (300ml), sigti og skurðarbretti, spork (ísl. „skaffall“) og lítið vatnshelt box til að geyma þurrefnin.

Multimat Camper25 sjálfuppblásanleg dýna Hver kannast ekki við það að fara í útilegu með einfalda og þunna einangrunardýnu? Camper 25 dýnan frá Multimat er sjálfuppblásanleg og gerir svefninn í tjaldinu ennþá þægilegri!

Multimat Compact Kumfie sessa Létt og fyrirferðalítil sessa sem getur bjargað manni frá því að blotna á rassinum á kvöldvökunni eða varðeldinum. Um að gera að hafa eina svona með sér til að grípa til þegar á þarf að halda.

Hitabrúsi fyrir kakóið Á köldum sumarkvöldum er alltaf gott að fá sér heitt kakó. Hitabrúsarnir frá Laken halda heitu í allt að 24 tíma og henta því vel til að halda drykknum eða súpunni heitu lengur.

Slackline Slackline er nýjasta sportið á Íslandi og var mikil aðsókn í það á síðasta Landsmóti skáta. Skemmtileg viðbót í útileguna, það eina sem þarf eru tveir stöðugir staurar til að strekkja línuna á milli og þá er hægt að stunda jafnvægisæfingar, halda t.d. smærri eða stærri keppnir, og hafa gaman að!

SKÁTABLAÐIÐ

LifeSystem sjúkrataska

18

Kjörorð skáta er „Ávallt viðbúinn“! Allir skátar ættu að vera með sjúkratösku í bakpokanum sínum. Trek sjúkrataskan frá LifeSystem er tilvalin fyrir skáta – inniheldur nokkra plástra, heftiplástur, grisjur og fleira.

Jetboil Flash Í skátastarfinu er lögð áhersla á að flokkar eldi matinn sinn sjálfir, hvort sem það er yfir glóðum eða með prímus. Jetboil Flash er einfaldur en á sama tíma öflugur prímus sem fer vel í bakpokanum. Með þessum prímus ertu aðeins tvær og hálfa mínútu að sjóða hálfan líter af vatni! Brennarinn og gasið geymist ofan í meðfylgjandi pottinum þegar ekki er verið að nota hann.


Nú flokkum við!

430.055 maggi@12og3.is

Litrík, létt og lífleg lausn! Ecodepo flokkunarbarirnir eru ódýrir og endingargóðir pokastandar þar sem mismunandi litir eru notaðir til að greina sundur úrgang og koma honum í réttan farveg. Þeim er víða hægt að koma fyrir og þeir fara vel í flestu umhverfi. Ecodepo hefur fengið fjölda verðlauna bæði fyrir hönnun og hve auðveldir þeir eru í allri umhirðu.

Upplýsingar í síma 535 2550 Hringhella 6 • 221 Hafnarfjörður • Sími: 535 2550 • info@hafnarbakki.is • www.hafnarbakki.is

Komdu á breytingu með vindinum Leggðu þitt af mörkum til umhverfisins með „láttu þitt ekki eftir liggja“ vind hörpu. Skátar geta lagt sitt af mörkum til að vernda umhverfið, við viljum leggja okkar af mörkum til betra samfélags. Með því að endurnýta bæði náttúrulega og manngerða hluti að þá er hægt að búa til allskonar skemmtilega og nothæfa hluti eins og vind hörpu.

SKÁTABLAÐIÐ

Það sem þú þarft

20

2. Skrifa 5 skilaboð á miðana. T.d. : Ég lofa að endurvinna eins mikið og ég get, eða „ég lofa að henda aldrei rusli á víðavangi“. Ef þú ert með eitthvað skraut að þá er um að gera að nota það til að skreyta með. 3. Límdu skilaboðin á dósirnar. Finndu góðan stað úti fyrir vind hörpuna og festu hann upp með límbandinu, þannig leyfir þú þeim sem á leið hjá að lesa skilaboðin.

Meira af skemmtilegum verkefnum

1. Band (200 cm) * reglustiku * 5 tómar dósir (með á dagskrárvefnum skatar.is opnaranum á) * vír herðatré * 5 merkimiða/ pappírsmiða * skraut * lím * límband

Hvað þarf að gera Klippa bandið í eftirfarandi lengdir: 10 cm, 20 cm, 30 cm, 40 cm og 50 cm (x2). Festa bandið við dósirnar og svo herðatréið í mismunandi lengdum.


Sendum skátum okkar bestu sumarkveðjur! Antik-bólstrun, Langholtsvegi 128 Atorka ehf verktakar og vélaleiga, Vættaborgum 117 Árni Reynisson ehf, Skipholti 50d Barnalæknaþjónustan ehf, Domus Medica, Egilsgötu 3 Bifreiðaverkstæði Grafarvogs ehf, s: 577 4477, Gylfaflöt 24-30 Birtingur ehf, Stigahlíð 51 Bílasala Guðfinns, Stórhöfða 15 Brim hf, Bræðraborgarstíg 16 Lánstraust hf - Creditinfo, Höfðabakka 9 Dansskóli Jóns Péturs og Köru, Hlíðarenda Drafnarfell ehf, Fannafold 1 E.T. ehf, Klettagörðum 11 Efling stéttarfélag, Sætúni 1 Eggert Kristjánsson hf, Súðarvogi 3 Eignamiðlunin ehf, Síðumúla 21 Ernst & Young hf, Borgartúni 30 Ferðafélagið Útivist, Laugavegi 178 Fjárfestingamiðlun Íslands ehf, Síðumúla 35 Forum lögmenn ehf, Aðalstræti 6 Gallerí Fold, Rauðarárstíg 12-14 GB Tjónaviðgerðir ehf, Draghálsi 6-8 Geiri ehf, umboðs- og heildverslun, Bíldshöfða 16 Gjögur hf, Kringlunni 7 Guðmundur Jónasson ehf, Borgartúni 34 Halldór Jónsson ehf, Skútuvogi 11 Hamraskóli, Dyrhömrum 9 Happdrætti Háskóla Íslands, Tjarnargötu 4 Hótel Cabin ehf, Borgartúni 32 HS pípulagnir ehf, Hraunbæ 78 Höfði eignarhaldsfélag ehf, Suðurlandsbraut 20 Iceland Seafood ehf, Köllunarklettsvegi 2 IGS ehf, Reykjavíkurflugvelli Innnes ehf, Fossaleyni 21 ÍAV þjónusta ehf, Höfðabakka 9 Íslenskir fjallaleiðsögum ehf, Stórhöfða 33 Ísmar ehf, Síðumúla 28 Íþróttabandalag Reykjavíkur, Engjavegi 6 Íþrótta-og tómstundasvið Reykjavíkur, Borgartúni 12-14

Landssamband lögreglumanna, Grettisgötu 89 Landvernd, Skúlatúni 6 Logoflex ehf, Smiðshöfða 9 Melabúðin ehf, Hagamel 39 Melaskóli, Hagamel 1 Miðbúðin hf, Seljabraut 54 Míla ehf, Suðurlandsbraut 30 Múlaradíó ehf, Fellsmúla 28 Nathan & Olsen ehf, Klettagörðum 19 Optima, Vínlandsleið 6-8 Ó. Johnson & Kaaber ehf, Tunguhálsi 1 PLT lausnir, Sóltúni 20 Rangá sf, Skipasundi 56 Rikki Chan ehf, Kringlunni 4-12 Sálarrannsóknarfélag Reykjavíkur, Síðumúla 31 Silfurberg ehf, Suðurgötu 22 Sjúkraþjálfun Reykjavíkur hf, Seljavegi 2 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins bs, Skógarhlíð 14 Sportís ehf, Mörkinni 6 Sprettur, Laugavegi 26 Stólpi ehf - alhliða viðgerðaþjónusta, Klettagörðum 5 Söngskólinn í Reykjavík, Snorrabraut 54 Takk hreinlæti ehf, Viðarhöfða 2 Tannlæknar Mjódd ehf, Þönglabakka 1 Timberland Kringlunni og Laugavegi Tónskóli Sigursveins D. Kristinssonar, Engjateigi 1 TREX-Hópferðamiðstöðin, Hesthálsi 10 Tækni ehf, vélsmiðja, Súðarvogi 9 VATH-Verkfræðistofa Aðalsteins sf, Fífuseli 27 Veitingahúsið Caruso, Þingholtsstræti 1 Verkfræðistofan Skipatækni ehf, Lágmúla 5 VM - Félag vélstjóra og málmtæknimanna, Stórhöfða 25 Ölver, Álfheimum 74

Seltjarnarnes Nesskip hf, Austurströnd 1

Vogar V.P.vélaverkstæði ehf, Iðndal 6

Kópavogur

Íþróttasamband fatlaðra, Engjavegi 6

Allianz á Íslandi hf, Digranesvegi 1

JP Lögmenn ehf, við Höfðatorg

Deloitte ehf, Smáratorgi 3

Kjaran ehf, Síðumúla 12-14

Farice ehf, Smáratorgi 3

Kjörgarður, Laugarvegi 59

Hópvinnukerfi ehf-Focal Software & Consulting,

Knattspyrnusamband Íslands, Laugardal

Hlíðarsmára 14

Kringlan, Kringlunni 4-12

Iðnvélar ehf, Smiðjuvegi 44

Kvikk Þjónustan ehf, Vagnhöfða 5

K.S. Málun ehf, Fellahvarfi 5

Landsnet hf, Gylfaflöt 9

Kópavogsbær,

Landssamband kúabænda, Bitruhálsi 1

Litlaprent ehf, Skemmuvegi 4

SKÁTABLAÐIÐ

Reykjavík

21


Menn og mýs hf, hugbúnaðargerð, Hlíðasmára 15

Sjómanna-og vélstjórafélag Grindavíkur, Hafnargötu 9

Setberg, bókaútgáfa, Akralind 2

Vísir hf, Hafnargötu 16

Svansprent ehf, Auðbrekku 12 Tíbrá ehf, Asparhvarfi 1 Verkfræðistofan Hamraborg sf, Hamraborg 10

Garðabær Garðabær, Garðatorgi 7 Góa-Linda sælgætisgerð ehf, Garðahrauni 2 Hannes Arnórsson ehf, Móaflöt 41 Hjallastefnan ehf Val-Ás ehf, Suðurhrauni 2 Vörumerking ehf, Suðurhrauni 4a

Hafnarfjörður Aðalskoðun hf, Hjallahrauni 4 Ás, fasteignasala ehf, Fjarðargötu 17 Beykireykt þorsklifur ehf, Fornubúðum 5 Byggingafélagið Sandfell ehf, Reykjavíkurvegi 66 Donna ehf-Ferno Norden á Íslandi, Móhellu 2 DS lausnir ehf, Rauðhellu 5 Dverghamrar ehf, Lækjarbergi 46 Hagstál ehf, Brekkutröð 1 Hraunhamar ehf, Bæjarhrauni 10 Hvalur hf, Reykjavíkurvegi 48 Magnús Páll sf, Lækjarhvammi 16 Meta-Járnsmíði ehf, Dalshrauni 16

Skinnfiskur ehf, Strandgötu

Garður H Pétursson, Skálareykjum 12

Mosfellsbær Fagverk verktakar sf, Spóahöfða 18 Hópferðabílar Jónatans Þórissonar ehf, Barrholti 14 Nonni litli ehf, Þverholti 8

Akranes Apótek Vesturlands ehf, Smiðjuvöllum 32 GT Tækni ehf, Grundartanga Vignir G. Jónsson hf, Smiðjuvöllum 4

Borgarnes Bókhalds- og tölvuþjónustan sf, Böðvarsgötu 11 Hótel Borgarnes hf, Egilsgötu 14-16 Laugagerðisskóli, Loftorka í Borgarnesi ehf, Engjaási 2 Vatnsverk ehf, Guðjón og Árni ehf, Egilsgötu 17

Hellissandur KG Fiskverkun ehf, Melnesi 1

Raf-X ehf, Melabraut 23-25

Sjávariðjan Rifi hf, Hafnargötu 8

Stokkhylur ehf, Eyrartröð 13

Ísafjörður

Veislulist - Skútan, Hólshrauni 3

Fræðslumiðstöð Vestfjarða, Suðurgötu 12

Verkalýðsfélagið Hlíf, Reykjavíkurvegi 64

Hafnarbúðin, Hafnarhúsinu

Víking björgunarbúnaður ehf, Íshellu 7

Hamraborg ehf, Hafnarstræti 7

Álftanes Dermis Zen slf, Miðskógum 1

Reykjanesbær

Ísblikk ehf, Árnagötu 1

Bolungarvík Endurskoðun Vestfjarða ehf, Aðalstræti 19 Fiskmarkaður Bolungarvíkur og Suðureyrar ehf,

Aflbinding-Járnverktakar ehf, Kliftröð 5

Árbæjarkanti 3

Dacoda ehf, Krossmóum 4a

Glaður ehf, Traðarstíg 1

Efnalaugin Vík ehf, Baldursgötu 14

Sigurgeir G. Jóhannsson ehf, Hafnargötu 17

Fjölbrautaskóli Suðurnesja, Sunnubraut 36

SKÁTABLAÐIÐ

Flugfiskur hf, Holtsgötu 37

Promens Tempra ehf, Íshellu 8 Saltkaup hf, Cuxhavengötu 1

Langbest ehf, Víkingabraut 771 Reykjanesbær, Tjarnargötu 12 Skólamatur ehf, Iðavöllum 1 Snyrtistofan Dana, Hafnargötu 41 Toyota Reykjanesbæ, Njarðarbraut 19 Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis Verslunarmannafélag Suðurnesja, Vatnsnesvegi 14

Grindavík

22

Sandgerði

Jón og Margeir ehf, Seljabót 12

Súðavík Súðavíkurhreppur, Grundarstræti 3

Bíldudalur Hafkalk ehf, Dalbraut 56

Blönduós Ísgel ehf, Efstubraut 2 Sveitabakarí sf, Auðkúlu 1 Vilko ehf, Ægisbraut 1


Sauðárkrókur

Egilsstaðir

Kaupfélag Skagfirðinga, Ártorgi 1

Birta ehf,gleraugnaþjónusta, úr, skart og gjafavara,

Sjávarleður hf, Borgarmýri 5

Miðvangi 2-4

Skagafjarðarveitur - hitaveita, Borgarteigi 15

Bókráð,bókhald og ráðgjöf ehf, Miðvangi 2-4

Steinull hf, Skarðseyri 5

Hitaveita Egilsstaða og Fella ehf, Einhleypingi 1

Varmahlíð Akrahreppur Skagafirði,

Akureyri Fasteignasalan Hvammur ehf, Hafnarstræti 99-101

Samband sveitarfélaga á Austurlandi, Tjarnabraut 39e

Seyðisfjörður Brimberg ehf, Hafnargötu 47

Eskifjörður

Framtal sf, Kaupangi Mýrarvegi

Egersund Ísland ehf, Hafnargötu 2

G. V. Gröfur ehf, Frostagötu 4a

Eskja hf, Strandgötu 39

Grófargil ehf, Glerárgötu 36 Kjarnafæði hf, Fjölnisgötu 1b Kælismiðjan Frost ehf, Fjölnisgötu 4b Malbikun KM ehf, Vörðutúni 4 Miðstöð ehf, Draupnisgötu 3g Nomaco sf, Laufásgötu 3 Rafós sf, Skipagötu 14 Raftákn ehf, Glerárgötu 34 Samherji Ísland ehf, Glerárgötu 30 Steypusögun Norðurlands ehf, Víðivöllum 22 Ösp sf, trésmiðja, Furulundi 15f

Grímsey Sigurbjörn ehf, fiskverkun

Dalvík Promens Dalvík ehf, Gunnarsbraut 12

Ólafsfjörður Árni Helgason ehf, vélaverkstæði, Hlíðarvegi 54

Húsavík Sorpsamlag Þingeyinga ehf, Víðimóum 3

Raufarhöfn Hótel Norðurljós, Aðalbraut 2

Þórshöfn

Fáskrúðsfjörður Loðnuvinnslan hf, Skólavegi 59

Selfoss Flúðasveppir, Garðastígur 8 Fossvélar ehf, Hellismýri 7 Renniverkstæði Björns Jensen ehf, Gagnheiði 74 Stífluþjónusta Suðurlands, Miðtúni 14

Hveragerði Litla kaffistofan, Svínahrauni

Þorlákshöfn Fiskmark ehf, Hafnarskeiði 21 Frostfiskur ehf, Hafnarskeiði 6 Sveitarfélagið Ölfus, Hafnarbergi 1

Ölfus Ölfusgluggar ehf, Ferjukoti

Hvolsvöllur Eyrarbúið ehf, Þorvaldseyri Vestmannaeyjar Bylgja VE 75 ehf, Illugagötu 4 Café María, Skólavegi 1 Teiknistofa Páls Zóphóníassonar ehf, Kirkjuvegi 23

SKÁTABLAÐIÐ

Geir ehf, Sunnuvegi 3

23


HÁGÆÐA ÚTIVISTARFATNAÐUR HAGLÖFS ER STÆRSTI FRAMLEIÐANDI ÚTIVISTARVÖRU Á NORÐURLÖNDUNUM. Merkið sérhæfir sig í bakpokum, svefnpokum, gönguskóm og hágæða útivistarfatnaði. Flíkurnar eru fjölnota, hannaðar í nokkrum mismunandi lögum sem hægt er að fækka, breyta eftir veðurskilyrðum.

HAGLÖFS LIM II JACKET

HAGLÖFS LIM II Q JACKET

HAGLÖFS LIM PULL PANT

HAGLÖFS ROCC RESCUE 40

HAGLÖFS MATRIX 60

INTERSPORT LINDUM / SÍMI 585 7260 / LINDIR@INTERSPORT.IS / OPIÐ: MÁN. - FÖS. 11 - 19. LAU. 11 - 18. SUN. 12 - 18. INTERSPORT BÍLDSHÖFÐA / SÍMI 585 7220 / BILDSHOFDI@INTERSPORT.IS / OPIÐ: MÁN. - FÖS. 10 - 19. LAU. 10 - 18. SUN. 12 - 18. INTERSPORT AKUREYRI / SÍMI 460 4890 / AKUREYRI@INTERSPORT.IS / OPIÐ: MÁN. - FÖS. 10 - 18. LAU. 10 - 16. INTERSPORT SELFOSSI / SÍMI 480 4611 / SELFOSS@INTERSPORT.IS / OPIÐ: MÁN. - FÖS. 10 - 18. LAU. 10 - 16.

Skátablaðið 01-2013  

fyrsta tölublað skátablaðisins 2013

Advertisement