Page 1

Kjarni skátastarfs

 | Kjarni skátastarfs

1


Kjarni skátastarfs © Bandalag íslenskra skáta Bandalag íslenskra skáta, Reykjavík 2013 Ritstjórn: Benjamín Axel Árnason og Ólafur Proppé Aðstoð við þýðingar og textagerð: Ása Sigurlaug Harðardóttir Útlitshönnun og umbrot: Birgir Ómarsson og Guðmundur Pálsson Prentun: Litlaprent Bókin er að hluta til þýdd og staðfærð útgáfa bókarinnar The Essential Characteristics of Scouting sem gefin var út af the World Organization of the Scout Movement (WOSM) í september 1998. Ljósmyndir: Ljósmyndir eru úr ljósmyndasafni BÍS og er ljósmyndurum þakkað framlag til þessarar bókar. 1. prentun nóvember 2013. Öll réttindi áskilin. Bók þessa má ekki afrita með neinum hætti, svo sem með ljósmyndun, prentun, hljóðritun eða á annan sambærilega hátt, að hluta til eða í heild, án skriflegs leyfis ritstjóra og útgefanda. ISBN: 978-9979-850-28-1

Bandalag íslenskra skáta Hraunbæ 123 – 110 Reykjavík Sími: 550 9800 – skatar@skatar.is – www.skatar.is

2

Kjarni skátastarfs | 


Kjarni skátastarfs Skátastarf er markviss menntun

Skátahreyfingin er uppeldishreyfing Grunngildi skátahreyfingarinnar Skátaaðferðin Skátastarf á Íslandi Fullorðnir sjálfboðaliðar í skátastarfi Upphaf og saga skátastarfs

 | Kjarni skátastarfs

3


Efnisyfirlit Inngangur..........................................................................................................................................6 Skátahreyfingin er uppeldishreyfing.................................................................................................7 Menntakerfi skátahreyfingarinnar...........................................................................................................9 Grunngildi skátahreyfingarinnar.....................................................................................................11 Samfélagsleg grunngildi skátahreyfingarinnar . ....................................................................................12 Siðferðileg grunngildi skátahreyfingarinnar...........................................................................................14 Aðferðafræðileg grunngildi skátahreyfingarinnar..................................................................................17 Skátaaðferðin..................................................................................................................................18 Lykilþættir Skátaaðferðarinnar..............................................................................................................18 „Hverjir” ............................................................................................................................................19 „Hvað“...............................................................................................................................................19 „Hvernig“ ..........................................................................................................................................21 Skátaaðferðin í framkvæmd.................................................................................................................24 Skátaflokkurinn...................................................................................................................................29 Skátasveitin........................................................................................................................................ 30 Uppbygging skátasveitarinnar..............................................................................................................33

4

Kjarni skátastarfs | Efnisyfirlit


Skátastarf á Íslandi.........................................................................................................................36 Upphaf skátastarfs á Íslandi ................................................................................................................36 Skipulag skátastarfs á Íslandi...............................................................................................................37 Bandalag íslenskra skáta......................................................................................................................37 Skátafélög...........................................................................................................................................38 Fullorðnir sjálfboðaliðar í skátastarfi..............................................................................................39 Mikilvægi sjálfboðaliða........................................................................................................................39 Eitt sinn skáti, ávallt skáti . ..................................................................................................................40 Engin þörf á að hafa verið skáti sem barn eða unglingur . ...................................................................40 Fjölgun fullorðinna sjálfboðaliða..........................................................................................................41 Af hverju velja fullorðnir að taka þátt í skátastarfi?...............................................................................41 Leiðtogaþjálfun fyrir fullorðna sjálfboðaliða ......................................................................................42 Upphaf og saga skátastarfs............................................................................................................44 Robert Baden-Powell...........................................................................................................................45 Skátahreyfingin verður til.....................................................................................................................45 Skátahreyfingin um víða veröld............................................................................................................47 Lokaorð...........................................................................................................................................48

Efnisyfirlit | Kjarni skátastarfs

5


Inngangur Ritið Kjarni skátastarfs er skrifað fyrir alla sem hafa áhuga á að kynna sér þá hugmynda- og aðferðafræði sem skátahreyfingin um víða veröld byggir á. Efnið á erindi við alla sem hafa áhuga á uppeldi og menntun ungs fólks og því hvernig lífsleikni og samfélagsvitund getur eflt einstaklinginn og bætt hvert samfélag. Skátahreyfingin er uppeldishreyfing sem stefnir að því að hver skáti læri smám saman á þroskaferli sínum frá barnsaldri til fullorðinsára að vera sjálfstæður, virkur og ábyrgur og láta gott af sér leiða í samfélaginu. Skátastarf er óformlegt uppeldisstarf sem byggir á því að efla sjálfsnám ungs fólks með því að nýta tómstundir þess til uppbyggjandi verkefna. Hér er gerð grein fyrir markmiðum skátahreyfingarinnar, þeim grunngildum sem starfið byggir á og Skátaaðferðinni, sem einkennir skátastarf um allan heim. Það er einungis ein Skátaaðferð og hún er kynnt í þessu riti. Aðferðin er löguð að aldri og þroska skátanna. Þess vegna er táknræn umgjörð skátastarfs breytileg fyrir ólík aldursstig. Þrátt fyrir það er grunnurinn hinn sami fyrir alla skáta. Skáti merkir í raun könnuður og sem könnuður er skátinn ávallt viðbúinn, kannar ný svið, nemur nýjar lendur í hópi jafningja, sama á hvaða aldri hann er; sem barn, ungmenni eða fullorðinn. Kjarni skátastarfs á erindi við alla, hvort sem þeir hafa verið skátar í æsku eða aldrei kynnst skátastarfi af eigin raun. Lestur ritsins eykur vonandi þekkingu lesandans á skátastarfi og skátahreyfingunni, dýpkar skilning á markmiðum hennar og Skátaaðferðinni.

6 6

Kjarni Kjarni skátastarfs skátastarfs || Inngangur Inngangur


Skátahreyfingin er uppeldishreyfing Hvað er menntun? „Menntun felst í færni til að skapa sér sjálfstæða þekkingu sem gagnast í daglegu lífi og til að tileinka sér greinandi og gagnrýna hugsun sem er forsenda virkrar þátttöku í lýðræðisþjóðfélagi.“ Maria Montessori

Samkvæmt skilgreiningu alþjóðasamtaka skáta er skátahreyfingin fyrst og fremst uppeldishreyfing. Uppeldi og menntun er ævilangt ferli sem felur í sér alhliða þroska og aukna færni. Hugtakið menntun á því ekki eingöngu við um formlegt nám eða skólagöngu.

Menntun er ævilangt ferli: Manneskjan byrjar að þroskast í æsku og heldur því áfram alla ævi. Í þroskaferlinu eru tímabil sem einkennast af auðveldum og erfiðum viðfangsefnum og stundum er mikil þörf á stuðningi. •

Þroskinn er alhliða: Tilgangurinn með menntun er að einstaklingurinn verði sjálfstæður,

virkur og ábyrgur þjóðfélagsþegn:

- Sjálfstæður: Geti tekið eigin ákvarðanir og stjórnað eigin lífi.

- Virkur: Hafi frumkvæði, sé til staðar fyrir aðra, standi við orð sín og ljúki því sem hann

- Ábyrgur: Beri ábyrgð á afleiðingum gjörða sinna. Leitist við að fylgja eigin gildismati og

„Að læra af reynslunni er fyrst og fremst í því fólgið að taka eftir afleiðingum athafna og finna orsakatengsl milli athafna og afleiðinga.“ John Dewey

byrjar á. lifa samkvæmt eigin sannfæringu.

Sem einstaklingur: Aukin færni á öllum þroskasviðunum sex: Í líkamsþroska, vitsmuna-

þroska, tilfinningaþroska, persónuþroska, félagsþroska og andlegum þroska.

Sem hluti af samfélagi: Einstaklingurinn sýnir æ meiri umhyggju fyrir öðrum eftir því sem

hann þroskast og á auðveldara með að setja sig í spor annarra. Hann áttar sig á því að hann

er hluti af sögu og þróun samfélags.

Hugtökin menntun og þroski fylgjast allaf að. Menntun leiðir af sér þroska og eykur hæfni til að lifa í samfélaginu.

Skátahreyfingin er uppeldishreyfing | Kjarni skátastarfs

7


Fjórar grunnstoðir menntunar Grunnstoðir menntunar eru fjórar: •

Að auka þekkingu með því að tengja nýja þekkingu við það sem áður var lært og

endurnýja sífellt þekkingu sína. Þannig eykst hæfnin til að njóta þess sem lífið býður upp á.

Að læra að framkvæma og starfa með öðrum. Þetta eflir færni í samskiptum og nýtist á

vinnumarkaði sem og í lífinu almennt.

Að læra að lifa í samfélagi við aðra, geta sett sig í spor annarra og vinna með öðrum.

Í þessu felst skilningur á lýðræðislegri hugsun og aukin færni í að jafna ágreining og að

stuðla að friði og réttlæti.

Að eflast sem manneskja, öðlast aukinn þroska og sjálfstæði og að læra að taka

skynsamlegar og ábyrgar ákvarðanir. Í þessu samhengi er augljóst að við menntun og

sjálfsmenntun þarf að taka tillit til allra eiginleika hvers einstaklings og byggja á styrk og

færni hvers og eins.

„Menntun er það að verða að manni, að nýta þá möguleika til þroska sem við fáum í vöggugjöf. Menntun er ekki það að vita mikið, að vera fróður, heldur að vera leitandi að tengja saman hugsun, gagnrýni og athafnir.“ Ólafur Proppé

Þrjú menntakerfi Hver einstaklingur tekur út þroska sinn og menntast á fleiri en einum vettvangi. Sameinuðu þjóðirnar (UNESCO) skilgreina þrjú menntakerfi. •

Formlegt menntakerfi (formal education) er stigskipt og aldursskipt menntakerfi sem nær

frá leikskóla yfir í æðri menntastofnanir. Yfirleitt rekið af eða viðurkennt af opinberum aðilum

– ríki eða sveitarfélögum.

Óformlegt menntakerfi (non-formal education) er skipulögð dagskrá og viðburðir

– jafnvel námsbrautir – sem eiga sér stað utan formlega menntakerfisins og er ætlað að

þjóna tilteknum hópi fólks með skilgreind lærdóms-, menntunar- og uppeldismarkmið.

Oftast rekið af óopinberum aðilum, félagasamtökum eða sjálfseignarstofnunum.

Formlaust nám (informal education) er sá þroski sem hver og einn öðlast í daglegu lífi í

samveru með fjölskyldu, vinum, jafningjum eða vinnufélögum. Einnig koma til sögunnar

fjölmiðlar og aðrir áhrifavaldar sem hafa áhrif á viðhorf, gildismat og þekkingu.

Stundum er talað um „skóla lífsins“.

8

Kjarni skátastarfs | Skátahreyfingin er uppeldishreyfing

„Menntunin segir mönnum hvað máli skiptir og hvað ekki, til hvers þeir geta lifað lífinu og hvernig þeir eiga að fara að því; hún kennir mönnum að beita eigin dómgreind, nýta frelsi sitt til að móta sína eigin lífshætti og lífsstíl.“ Páll Skúlason


Menntakerfi skátahreyfingarinnar Sem uppeldishreyfing fyrir börn og ungt fólk fellur starf skátahreyfingarinnar mjög vel undir ofangreinda skilgreiningu á óformlegu menntakerfi. •

Markmiðið er að stuðla að þroska barna og ungs fólks þannig að það verði sjálfstæðir, virkir

og ábyrgir einstaklingar í samfélaginu.

Það felur í sér allar fjórar grunnstoðir menntunar; að auka þekkingu, að læra að framkvæma,

að læra á lífið og að eflast sem manneskja.

Að auki einkennist nálgun skátahreyfingarinnar af eftirtöldu: •

Heildstæðu uppeldi barna og ungs fólks.

Hún leitast við að ná uppeldismarkmiðunum með því að stuðla markvisst að sjálfsuppeldi og

reynslunámi einstaklingsins.

Sem óformleg menntun er skátastarf viðbót við annað í uppeldi og menntun ungs fólks.

Ofangreind atriði eru skýrð nánar hér fyrir neðan.

Heildstætt uppeldi ungs fólks Í augum skátahreyfingarinnar er sérhvert ungmenni: Flókin manneskja sem mótast af umhverfi sínu. Þar af leiðandi snýst skátastarf um að stuðla að alhliða og heildstæðum þroska hvers og eins: •

Þroskasviðin sex eru innbyrðis tengd og hafa áhrif hvert á annað.

Víðtæk reynsla eflir heildarþroska einstaklingsins.

Einstaklingur með eigin sögu, eiginleika, þarfir, hæfni og þroska. Þar af leiðandi miðar skátastarf við það að hver og einn öðlist heildarþroska á eigin verðleikum: •

Sérhvert ungmenni þroskast á sínum hraða. Þroski á ólíkum sviðum gengur misjafnlega hratt

fyrir sig, með þroskastökkum á sumum sviðum og hléum á öðrum. Reynt er að styðja hvern

og einn til þroska eftir því sem við á.

Hver og einn er einstakur og því skal hlúð að hæfni hvers og eins á eigin forsendum.

Hann er ávallt hvattur til að gera sitt besta og því er reynt að þroska hæfni á forsendum

hvers og eins („gera sitt besta“).

Óaðskiljanlegur hluti af samfélaginu sem hann tilheyrir. Skátastarf snýst því um að efla þroska og tengsl einstaklings við samfélagið. •

Ungmennin læra að upplifa sig sem þátttakendur í samfélagi og rækta með sér tilfinningu

þess að tilheyra. Það hjálpar honum eða henni að finna tilgang í lífinu. Ungmenni þurfa að fá

tækifæri til virkni í samfélaginu og að auka vitund sína um tengslin við fjölskyldu,

nærsamfélag og heiminn í heild. Þannig eykst skilningur á menningarlegri arfleifð, náttúrunni

og umhverfinu.

Skátahreyfingin er uppeldishreyfing | Kjarni skátastarfs

9


Sjálfsmenntun og reynslunám Á grundvelli ákveðinna grunngilda, leitast skátahreyfingin við að stuðla að þroska ungs fólks með skýrt skilgreindri uppeldisaðferð – Skátaaðferðinni. Í því felst að hverjum skáta gefst kostur á að setja sér þroskamarkmið: •

Þegar skátinn hefur ákveðið að gerast skáti og farið með skátaheitið hefur hann lofað

sjálfum sér að vera „virkur við eigið uppeldi“. Starfið þróast svo með tímanum.

Skátastarfið hefur ekki þann tilgang að fá ungmenni til að fylgja tilteknu þröngu kerfi.

Skátanum gefst kostur á að efla færni sína til að ná þroska á sem flestum sviðum.

Hægt er að tala um árangur af skátastarfi þegar skátinn hættir í formlegu skátastarfi með

jákvætt viðhorf til fullorðinsáranna og tekst á við þau einbeittur og meðvitaður um að lifa

lífinu sem sjálfstæður, virkur og ábyrgur einstaklingur. Markmiðið er að skátinn verði

„leiðtogi í eigin lífi“.

Viðbót við annað í lífi ungmenna Eins og kom fram í kaflanum um menntakerfin þrjú hér að framan, koma þau öll þrjú að þroskaferli hvers einstaklings. Skátastarf er hluti af óformlega menntakerfinu og þar af leiðandi er hægt að segja að framlag skátahreyfingarinnar sé viðbót við formlega menntakerfið og „skóla lífsins“. Innan skátahreyfingarinnar er ekki lögbundið formlegt uppeldis- og menntunarstarf eins og er í skólum. Uppeldismarkmiðunum er heldur ekki náð á tilviljunarkenndan hátt eins og gerist í formlausu námi innan fjölskyldna, meðal jafningja, á vinnustöðum eða vegna áhrifavalda á borð við internet, sjónvarp eða aðra fjölmiðla. Skátastarfið gegnir afmörkuðu hlutverki. Það kemur ekki í staðinn fyrir fjölskyldulíf, skólagöngu eða aðrar stofnanir sem hafa áhrif á þroska barna og ungmenna. Þar af leiðandi er hlutverk skátaforingja og annarra leiðtoga í skátastarfi sérstaklega skilgreint. Þeir eru því ekki ígildi kennara, foreldra, yfirmanns, íþróttaþjálfara eða prests.

10 10

Kjarni Kjarni skátastarfs skátastarfs || Skátahreyfingin Skátahreyfingin er er uppeldishreyfing uppeldishreyfing


Grunngildi skátahreyfingarinnar Grunngildi skátahreyfingarinnar eiga uppruna sinn í hugmyndum og skrifum Baden-Powell frá upphafi tuttugustu aldar og í samþykktum alþjóðasamtaka skáta eftir að skátahreyfingin var formlega stofnuð sem alþjóðahreyfing árið 1920. Grunngildi skátahreyfingarinnar eru af þrennum toga: 1.

Samfélagsleg gildi sem tengjast hlutverki skátahreyfingarinnar: • Skátahreyfingin er alþjóðleg uppeldis- og friðarhreyfing sem stuðlar að menntun ungs

fólks með sjálfsnámi og sjálfsuppeldi.

• Skátahreyfingin er opin öllum og óháð stjórnmálasamtökum. 2.

Siðferðileg gildi sem finna má í: • skátaheiti og • skátalögum.

3.

Aðferðafræðileg gildi sem fólgin eru í Skátaaðferðinni: • Stigvaxandi sjálfsmenntun. • Kerfi innbyrðis tengdra lykilþátta.

Grunngildi skátahreyfingarinnar mynda sameiginlega grundvöll skátastarfs og skilgreina þannig sérstöðu þess. Ef þau eru ekki grundvöllur starfsins má spyrja hvort um raunverulegt skátastarf sé að ræða.

Grunngildi | Kjarni skátastarfs

11


Samfélagsleg grunngildi skátahreyfingarinnar Markmið skátahreyfingarinnar Markmið skátahreyfingarinnar er að leggja sem mest af mörkum við uppeldi ungs fólks, á grundvelli siðferðilegs gildakerfis sem byggist á skátaheitinu og skátalögunum, til þess að skapa betri heim þar sem fólk öðlast lífsfyllingu sem einstaklingar og sinna uppbyggjandi hlutverkum í samfélaginu. Þetta er gert með því að: •

Virkja ungt fólk á þroskaskeiði þeirra með óformlegu uppeldis- og menntakerfi.

Beita sérstökum aðferðum sem gera hvern einstakling virkasta áhrifavaldinn í eigin uppeldi

og þroskaferli til að verða sjálfstæður, virkur og ábyrgur einstaklingur í samfélaginu.

Hjálpa ungu fólki að byggja upp eigið gildakerfi sem grundað er á siðferðilegum lífsgildum,

félagslegu réttlæti og persónulegri staðfestu í anda skátalaga og skátaheitis.

Skátahreyfingin stuðlar að menntun ungs fólks með sjálfsnámi og sjálfsuppeldi Þegar Baden-Powell sneri aftur til Englands frá Suður-Afríku í upphafi 20. aldarinnar veitti hann eftirtekt „þúsundum drengja og ungra manna sem voru fölir, horaðir, hoknir og brjóstumkennanlegir, keðjureykjandi og jafnvel betlandi“. Hann hafði áhyggjur af þessari hnignun siðferðis hjá ungu fólki og þeirri hættu sem það skapaði fyrir samfélagið. Skátahreyfingin varð þannig til út frá hugsjón hans um að bæta samfélagið, sem hann trúði að gæti aðeins orðið með því að efla einstaklinginn. Baden-Powell leit á „persónuleika“ einstaklinganna sem mesta styrk samfélagsins. Árið 1913 skrifaði hann eftirfarandi um uppeldismarkmið skátastarfs: „Menntun til að efla sjálfstraust, skyldurækni, hugprýði og þolgæði, virðingu fyrir sjálfum sér og öðrum – í einu orði sagt allt það sem skapar sterkan persónuleika.“

Skátahreyfingin er fyrir ungt fólk, með ungu fólki Skátahreyfingin er ekki aðeins hreyfing fyrir ungt fólk sem er stýrt af fullorðnum. Hún er líka hreyfing ungs fólks, studd af fullorðnum. Þar af leiðandi er skátahreyfingin lærdómssamfélag fyrir ungt fólk og fullorðna sem deila eldmóði og reynslu. Þessi grunnregla ætti að vera við lýði í skátastarfi allra skátafélaga. Gefa þarf skátum á öllum aldursstigum tækifæri til að taka þátt í ákvarðanatöku sem hefur áhrif á skátastarfið. Með aldrinum eykst ábyrgð þeirra í ákvarðanatöku og framkvæmd verkefna. Skátastarf gefur unglingum og ungu fólki tækifæri til að þjálfa hæfnina til að taka eigin ákvarðanir og öðlast meira sjálfstæði. Skátastarf er í raun leiðtogaþjálfun sem leiðir bæði til virkrar þátttöku í samfélaginu og til þess að verða „leiðtogi í eigin lífi“. Uppeldishreyfing sem hefur þann tilgang

12

Kjarni skátastarfs | Grunngildi


að skapa ungu fólki tækifæri til að þroskast og verða virkir í samfélagi nær mestum árangri ef ungmennunum er fylgt eftir í gegnum unglings- og ungdómsárin.

Skátahreyfingin er opin öllum „Skátahreyfingin er opin öllum, án tillits til uppruna, kynþáttar eða trúar.“ Þessi yfirlýsing í grundvallarlögum alþjóðasamtaka skáta er mjög skýr. Samsvarandi yfirlýsingu er að finna í lögum Bandalags íslenskra skáta: „BÍS virðir sérhverja lífsskoðun sem samræmist skátaheitinu og skátalögunum. Í skátastarfi og við inngöngu nýliða skal virða og engan greinarmun gera vegna kynþáttar, litarháttar, kynferðis, tungu, trúar, stjórnmálaskoðana eða annarra skoðana, þjóðernis, uppruna, eigna, ætternis, kynhneigðar eða annarra ástæðna.“ Það að skátahreyfingin sé opin öllum merkir ekki að skátastarf sé fyrir alla – heldur að hún sé opin fyrir alla sem vilja fylgja markmiðum hennar, grunngildum og Skátaaðferðinni. Lokaákvörðunin um að taka þátt eða ekki er í höndum hvers og eins. Það er ekki á valdi fullorðinna að ákveða hvort barn eða unglingur sé „ákjósanlegt“ í skátastarfi eða að miða þátttöku við ákveðinn þjóðfélagshóp. Skátahreyfingin er „uppeldishreyfing“ sem hefur þá skyldu að samþykkja alla sem vilja taka þátt í skátastarfi. Skátahreyfingin er ekki hreyfing fyrir útvalda. Hins vegar er ljóst að skátahreyfingin getur aðeins tekið á móti einstaklingum með miklar sérþarfir þegar aðstæður og mannafli er fullnægjandi til að mæta þörfum þeirra, svo sem hentugt húsnæði og hæfir foringjar sem hafa lokið fullnægjandi leiðtogaþjálfun.

Skátahreyfingin er óháð stjórnmálasamtökum Skátahreyfingin er frjáls og óbundin stjórnmálaflokkum. Þegar einstaklingar koma fram í nafni skátahreyfingarinnar mega þeir ekki tengja sig stjórnmálaflokkum þar sem slíkt væri ógnun við sjálfstæði skátahreyfingarinnar. Það sama gildir um útgáfu eða yfirlýsingar í nafni skátahreyfingarinnar. Þetta merkir þó ekki að skátastarf sé algjörlega aðskilið félags- eða stjórnmálalegum raunveruleika. Sú menntun sem felst í skátastarfi getur ekki átt sér stað í tómarúmi og hreyfingin þarf að geta varið þau gildi sem hún stendur fyrir og skapa kjöraðstæður fyrir það uppeldi sem hún boðar. Þess vegna hamlar ekkert skátahreyfingunni frá því að taka afstöðu í tilteknum málefnum, eins og til dæmis hvað varðar réttindi barna, að því tilskildu að afstaðan sé í samræmi við uppeldismarkmiðin og grunngildin og að umræðan sé ekki hluti af valdabaráttu eða átökum, sem skátahreyfingin tekur ekki þátt í. Ekkert kemur í veg fyrir að félagar í skátahreyfingunni starfi á sama tíma með stjórnmálaflokki, ef það er gert í eigin nafni en ekki skátahreyfingarinnar.

Grunngildi | Kjarni skátastarfs

13


Siðferðileg grunngildi skátahreyfingarinnar Siðferðileg gildi skátahreyfingarinnar er að finna í skátaheitinu og skátalögunum. Fyrirmynd þeirra er í samþykktum alþjóðahreyfinga skáta – en orðalag er svolítið mismunandi eftir löndum,

Bræðralagssöngur skáta vísar til skáta­hreyfingarinnar sem alþjóðlegrar friðarhreyfingar:

menningarheimum og tungumálum.

Skátaheitið Skátaheitið er loforð sem skátinn gefur sjálfum sér, eins konar persónuleg áskorun um að gera sitt besta. Þegar skátinn vinnur skátaheitið er hann að taka fyrsta meðvitaða skrefið á sjálfsnámsbrautinni til að verða sjálfstæður, virkur og ábyrgur samfélagsþegn. Texti skátaheitisins er stuttur og einfaldur: Ég lofa að gera það sem í mínu valdi stendur til þess að gera skyldu mína við guð og ættjörðina, að hjálpa öðrum og að halda skátalögin. Skátarnir lofa því ekki að þeim muni aldrei mistakast að standa við heitt sitt. Þeir einfaldlega lofa því að gera sitt besta til að standa við orð sín.

Siðferðileg gildi skátahreyfingarinnar eru oft flokkuð á eftirfarandi hátt: •

„Skyldan við guð“ – tengsl einstaklingsins við leitina að lífsgildum sem eru ofar honum

sjálfum.

„Skyldan við aðra“ – tengsl einstaklingsins við samfélagið og ábyrgð hans innan þess.

„Skyldan við sjálfan sig“ – ábyrgð einstaklingsins á að þroska hæfileika sína eins og

mögulegt er.

Skátahreyfingin er ekki bundin tilteknum trúarbrögðum, löndum eða landsvæðum, ríkjum eða menningarheimum. Hún er alþjóðleg uppeldis- og friðarhreyfing sem leggur áherslu á mótun sjálfstæðra og heilsteyptra einstaklinga, sem taka á virkan hátt og af fullri ábyrgð þátt í uppbyggingu samfélagsins, hvort sem það er innan fjölskyldunnar, í skólanum, á vinnustaðnum, í viðkomandi þjóðfélagi eða í alþjóðlegu samfélagi allra manna.

14

Kjarni skátastarfs | Grunngildi

Vorn hörundslit og heimalönd Ei hamla látum því, að bræðraland og friðarbönd vér boðum heimi í. Nú saman tökum hönd í hönd Og heits þess minnumst við, að tengja saman lönd við lönd og líf vort helga frið. Jón Oddgeir Jónsson


„Guð“ í skátaheitinu vísar til andlegs þroska skátans sem hugsandi heilsteypts einstaklings sem byggir líf sitt á lífsgildum eins og kærleika, ígrundun, siðgæði, umburðarlyndi og samhjálp. Að sjálfsögðu leggur svo hver og einn sína merkingu í guðs-hugtakið í takti við þau trúarbrögð sem hann eða hún aðhyllist, hvort sem það er kristni, íslam, búddismi, ásatrú eða annað. Varast ætti, í því fjölmenningarsamfélagi sem Ísland er orðið, að tengja skátastarf um of við tiltekin trúarbrögð eða beina hefðbundna trúariðkun. „Ættjörðin“ í skátaheitinu vísar til þess samfélags sem við búum í, þeirrar menningar sem við þekkjum best og að sjálfsögðu þess lands sem við byggjum. Í augum ungs skáta vísar „ættjörðin“ til nánasta umhverfis og nærsamfélags í faðmi fjölskyldu og skóla. Eftir því sem einstaklingurinn þroskast, víkkar þessi sýn og nær til Íslands alls, íslenskrar menningar, tungumáls og íslenskrar náttúru. Fyrir hinn fullorðna og þroskaða skáta vísar „ættjörðin“ til náttúrunnar allrar, fjölbreyttra menningarheilda og alls mannkyns. Þó að skátar hér á landi leggi áherslu á íslenskan menningararf, íslenska fánann og íslenska þjóð, ber að varast að tengja skátastarf um of við þjóðerni og alls ekki við þjóðernisstefnu eða þjóðernisskrum. „Að hjálpa öðrum“ í skátaheitinu vísar til þeirra mikilvægu tengsla sem eru milli einstaklings og samfélags. Það vísar til samfélagslegrar ábyrgðar hvers og eins. Þroski mannsins er algerlega háður gagnvirkum samskiptum einstaklingsins við aðrar manneskjur, við samfélag manna. Þess vegna er beinlínis rangt og varasamt að tengja „að hjálpa öðrum“ einungis við það að hjálpa þeim sem eiga bágt – við góðmennsku eða manngæsku. Að sjálfsögðu ber að hjálpa þeim sem þjást, eru fátækir eða í jaðarhópum, eru einangraðir eða utanveltu. En við gerum það ekki einungis af því að við erum svo góð og fórnfús – heldur á grundvelli manngildishugsjónar okkar og hugmynda um réttlæti, jafnræði, jafnrétti og sjálfbærni til handa öllum samfélögum og öllum mönnum, konum og körlum. Við hjálpum öðrum til þess að allir fái sem jöfnust tækifæri í lífinu og þannig eflum við samfélagið í heild. Að lokum áréttar skátaheitið viljann til „að halda skátalögin“. Það snýst ekki um að kunna lögin utan að eða að virða þau sem utanaðkomandi reglur – eins og umferðarreglur. Loforðið um að gera sitt besta til að halda skátalögin er eitthvað meira. Það snýst um að lifa skátalögin – að gera þau að hluta sannfæringar okkar – hluta af okkur sjálfum. Þá verða skátalögin eðlilegur hluti af persónuleika okkar, viðmóti og hegðun. Þetta þroskaferli snýst um breytingu frá blindri hlýðni við lærðar reglur til siðferðilegs sjálfstæðis. Um það snúast skátalögin. Að lifa skátalögin er ekki bara loforð sem við gefum fyrir unglingsárin eða á meðan við erum í formlegu skátastarfi. Loforðið gildir allt lífið, í skátastarfi og utan þess. Þetta er það sem margir eldri skátar eiga við þegar þeir segja „eitt sinn skáti, ávallt skáti“.

Grunngildi | Kjarni skátastarfs

15


Skátalögin Siðferðileg gildi skátahreyfingarinnar eru sett fram á skipulegan hátt í skátalögunum. Skátalögin eru þó miklu meira en bara skipulagskerfi hugmynda. Þau eru í raun hegðunarmynstur sem ungt fólk getur valið að fylgja og nota til að móta stefnu sína í lífinu. Til þess að vera sjálfum sér samkvæmur þarf hver einstaklingur að hugsa og haga sér í samræmi við eigin gildi. Skátalögin eru ekki tilskipun heldur tilboð um viðhorf og hegðun. Tilboðið er heillandi, sett fram á einfaldan og auðskilinn hátt á einföldu og aðgengilegu máli. Þegar skátarnir eru tilbúnir til að vinna skátaheitið lofa þeir sjálfum sér að reyna að framfylgja þeim gildum sem koma fram í skátalögunum og gera þau þannig að persónulegum lífsgildum sínum.

Skátalögin •

Skáti er hjálpsamur

Skáti er heiðarlegur

Skáti er glaðvær

Skáti er samvinnufús

Skáti er traustur

Skáti er nýtinn

Skáti er náttúruvinur

Skáti er réttsýnn

Skáti er tillitssamur

Skáti er sjálfstæður

Frá 10-11 ára aldri, þegar börn fara að hugsa rökrétt, þróa þau smám saman með sér siðferðilegt sjálfstæði. Þau verða fær um að dæma fólk eftir gjörðum þess og benda á sérstaka þætti í fari þess. Þau skynja galla og veikleika og trúa ekki lengur í blindni á „yfirvaldið“. Þess vegna fara þau sjálf að dæma um eigin athafnir og annarra. Börn viðurkenna siðferðilegar reglur sem leið til að deila réttindum og skyldum innan þess hóps sem þau tilheyra. Allt fram til 12 ára aldurs samþykkja þau reglur sem nokkurs konar samning milli einstaklinga. Eftir það öðlast þau smám saman skilning á að reglur eru ekki ósnertanlegar heldur er hægt að breyta þeim með samkomulagi. Smám saman, sérstaklega á seinna stigi gelgjuskeiðsins í kring um 15 ára aldurinn, fer unglingurinn svo að móta með sér altæk gildi eins og réttlæti, samvinnu, jafnrétti og virðingu.

Aðferðafræðileg grunngildi skátahreyfingarinnar Skátaaðferðin - Stigvaxandi sjálfsmenntun Skátastarf byggir á hugmyndinni um sjálfsmenntun og sjálfsuppeldi. Hver skáti er einstakur og ber ábyrgð á að taka út alhliða þroska og nýta möguleika sína. Í sjálfsmenntun felst hugmyndin um „menntun innan frá“, andstætt „kennslu utan frá“. Skátinn er lykilþátttakandi í menntuninni, hann sjálfur er „kennarinn“. Skátaaðferðin er til þess ætluð að leiða og hvetja skátann til að verða öflugur en jafnframt heilsteyptur einstaklingur. Sjálfsmenntunin er líka stigvaxandi í takti við aldur og þroska.

16

Kjarni skátastarfs | Grunngildi


Skátaaðferðinni er ætlað að: •

Hjálpa hverjum skáta að nota og þroska eigin hæfni, áhugamál og lífsreynslu.

Styðja skátann í að öðlast nýja hæfni og þróa ný áhugamál.

Hjálpa skátanum að finna uppbyggjandi leiðir til að mæta eigin þörfum.

Opna dyrnar að sjálfstæðu lífi, á þeim hraða sem hentar hverjum og einum.

Kerfi innbyrðis tengdra lykilþátta Skátaaðferðin er kerfi innbyrðis tengdra lykilþátta. Þess vegna er heitið „Skátaaðferðin“ í eintölu en ekki fleirtölu. Hvern þessara þátta væri hægt að líta á sem eina sjálfstæða aðferð, en við getum aðeins talað um Skátaaðferðina þegar allir þættirnir eru saman komnir. Hver einstakur lykilþáttur hefur sjálfstætt uppeldis- og menntunargildi og hver þáttur fyrir sig eykur áhrif hinna. Allir lykilþættirnir þurfa að vinna saman til þess að kerfið virki. Beita verður Skátaaðferðinni í samræmi við þroska skátanna. Drekaskátar, 7-9 ára, eru til dæmis of ungir til þess að tileinka sér algild lífsgildi eins og jafnrétti og umburðarlyndi eða til þess að taka að sér leiðtogahlutverk í litlum hópi. Þess vegna er flokkakerfið ekki notað í starfi drekaskáta og með þeim er einungis lögð áhersla á fyrstu fjórar greinar skátalaganna. Skátaaðferðin hentar best í starfi með börnum og ungu fólki á aldrinum 10-22 ára. Hlutverk fullorðnu foringjanna er að sjá til þess að starf skátanna sé í takti við aldur þeirra og þroska – til þess að þeir læri af reynslunni og verði smám saman sjálfstæðir, virkir og ábyrgir. Við eðlilegar aðstæður þar sem öryggis og frjálsræðis er gætt velja skátarnir sjálfir mátulega ögrandi verkefni til að takast á við. Í því er uppeldis- og menntunargildi skátahreyfingarinnar fólgið. Þó að unnið sé eftir öllum lykilþáttum Skátaaðferðarinnar í skátastarfinu eru þeir ekki allir sýnilegir í einu. Sumir eru aðeins virkir baksviðs á tilteknum tímapunkti. Með tímanum, til dæmis eftir nokkra fundi, ferðir og útilegur hafa þó allir þættirnir verið virkjaðir.

Grunngildi | Kjarni skátastarfs

17


Skátaaðferðin Lykilþættir Skátaaðferðarinnar Skátaaðferðin er uppeldis- og menntunaraðferð skátahreyfingarinnar. Hún felst í að efla sjálfsmenntun skátanna sem leiðir til aukins þroska bæði einstaklinga og hópa. Hún kemur til viðbótar öðru í uppeldi og menntun hjá fjölskyldu, í skóla og öðru frístundastarfi. Nauðsynlegt er að skilja hvernig lykilþættirnir tengjast og vinna saman til að átta sig á hvernig aðferðin virkar í raun. Skátaaðferðin er eins árangursrík og raun ber vitni þegar þessir þættir eru samræmdir og í jafnvægi. Alþjóðasamtök skáta skipta Skátaaðferðinni gjarnan í þrennt: •

Hverjir – eru þátttakendur eða gerendur í skátastarfinu?

Hvað – er gert í skátastarfnu?

Hvernig – er skátastarfið framkvæmt?

„Hverjir” Ungu skátarnir, fullorðnu foringjarnir og tengslin þeirra á milli Efst á myndinni, í norður á áttavitanum, eru börnin eða ungmennin og neðst (suður) eru sveitarforingjarnir sem eru fullorðnir sjálfboðaliðar sem eru á ólíkum aldri en þó aldrei yngri en átján ára. Örvarnar á myndinni tákna gagnvirkt samband þeirra á milli.

18

Kjarni skátastarfs | Skátaaðferðin


Fullorðnir styðja við skátastarf á þremur sviðum sem öll eru í samræmi við hin ólíku hlutverk þeirra: •

Leiðbeinandi sem styður við ferli sjálfsmenntunar og tryggir að reynsla unga fólksins stuðli

að þroska þess.

Leiðtogi í hverju verkefni sem tryggir að verkefnin gangi upp. Ekki er hægt að ætlast til

þess að einn og sami fullorðni sjálfboðaliðinn hafi til að bera alla þá færni sem krafist er fyrir

öll verkefni.

Stuðningur við hópinn í heild sem gætir þess að tengslin innan skátasveitarinnar séu

jákvæð og gefandi. Til þess að þetta gangi upp er mikilvægt að tengsl fullorðnu sjálf­boða­-

liðanna og ungu skátanna byggist á gagnkvæmri virðingu og trausti og að báðir aðilar geti

fellt sig hvorir við aðra.

„Hvað“ Verkefnin og markmiðin Á myndinni af áttavitanum eru verkefnin vinstra megin (vestur) og markmiðin hægra megin (austur). Þau eru tengd saman með örvum sem sýna sambandið á milli þeirra. Skátastarf er skemmtilegt ævintýri með skýr uppeldismarkmið. Börn og ungmenni takast á við skemmtileg verkefni og lifa sig inn í ævintýri í skátastarfinu. Það er hlutverk hinna fullorðnu að sjá til þess að þetta ævintýri gefi þátttakendum í skátastarfi tækifæri til að vaxa og þroskast til að verða sjálfstæðir, virkir og ábyrgir einstaklingar. Í starfsgrunni skátastarfs eru 35 lokamarkmið á sex þroskasviðum til að vinna að þessu meginmarkmiði skátastarfs: • Líkamsþroska

• Tilfinningaþroska

• Vitsmunaþroska

• Félagsþroska

• Persónuþroska

• Andlegum þroska

Markmið hvers aldurshóps nefnast áfangamarkmið og er að finna bæði í handbókum fyrir sveitarforingja og í leiðarbókum skátanna sjálfra. Áfangamarkmiðin eru beinlínis lokamarkmiðin orðuð þannig að þau henti málþroska og aðstæðum skátanna á ólíkum aldursstigum , þ.e. drekaskátum (7-9 ára), fálkaskátum (10-12 ára) og dróttskátum (13-15 ára). Lokamarkmiðin eru svo í rauninni áfangamarkmið elstu hópanna, rekkaskáta (16-18 ára) og róverskáta (19-22 ára). Skátarnir setja sér sín eigin markmið sem nefnast persónulegar áskoranir í tengslum við áfangamarkmiðin – áskoranir sem eru viðráðanlegar hverjum og einum í tíma og rúmi. Skátarnir taka þannig virkan þátt í eigin uppeldi með því að setja sér stig af stigi meira ögrandi markmið. Það er verkefni sveitarforingjanna að styðja við lýðræðisuppeldi skátanna og sívaxandi virkni þeirra, sjálfstæði og ábyrgð við undirbúning verkefna, framkvæmd þeirra og ígrundun um hvernig til hefur tekist. Skátarnir eru hvattir til að læra af reynslunni og þar með vaxa og þroskast bæði sem einstaklingar og hópur. Þess vegna er mikilvægt að skátarnir fái sjálfir að taka þátt í að skipuleggja starfið. Ef sú vinna væri alfarið í höndum hinna fullorðnu færi lítið fyrir uppeldismarkmiðum skátahreyfingarinnar.

Skátaaðferðin | Kjarni skátastarfs

19


Einhver kann að spyrja: Hvað þá með hefðbundin „skátaverkefni“ sem gera skátastarfið að ævintýri í augum skátanna? – eins og að útieldun, tjaldbúðalíf, kvöldvökur, varðelda og yfirleitt það að bjarga sér við „ókunnar aðstæður“. Allt þetta heldur áfram að einkenna skátastarf. En margt fleira kemur líka til greina eins og fjölbreytileg verkefni tengd „undralöndum“ netheima, foritun

Þegar dró að lokum langrar æfi og síðari heimsstyrjöldin var í algleymingi, dró Baden-Powell markmið skátahreyfingarinnar saman á eftirfarandi hátt:

og hvers konar samskiptum með aðstoð tæknimiðla, o.s.frv., o.s.frv. Hugmyndir að verkefnum má finna í margs konar handbókum um skátastarf, íslenskum og erlendum, og á dagskrárvef sem er aðgengilegur á heimasíðu skáta. Auk þess er sköpunaþörf og hugmyndaauðgi skátanna sjálfra endalaus uppspretta fjölbreytilegra verkefna. Verkefni í skátastarfi eru að sjálfsögðu unnin bæði úti og inni eftir efni og aðstæðum. Aðalatriðið er að skátarnir sjálfir taki virkan þátt í að velja, undirbúa, framkvæma og ígrunda verkefnin í samræmi við aldur og þroska – að sjálfsögðu undir leiðsögn hinna fullorðnu. Mikilvægt er að rugla ekki saman markmiðum og leiðum í skátastarfi og sér í lagi að gæta þess að leiðirnar verði ekki að markmiðum. Það er ekki beint samband milli einstakra verkefna sem unnin eru í skátastarfinu og loka­ markmiðanna. Þegar Skátaaðferðinni er fylgt munu skátarnir smám saman ná markmiðum sínum. Hverjum einstökum skáta er þannig gert kleift að vinna að sínum markmiðum og þroskast á eigin hraða og öðlast smám saman sjálfstraust og færni til að meta eigin framfarir.

„Hvernig“ Hvernig er markmiðunum náð? Í miðju áttavitans á myndinni tengjast aðrir hlutar Skátaaðferðarinnar í samfellda heild. •

Skátalögin, gildi sem leggja okkur lífsreglurnar og eru sett fram á tungumáli sem börn og

ungmenni skilja vel og Skátaheitið, persónulegt loforð um að reyna að lifa samkvæmt

skátalögunum.

Flokkakerfið, sem er vettvangur óformlegrar jafningjafræðslu sem gerir flokkinn að

lærdómssamfélagi.

Táknræna umgjörðin, sem er ævintýrið sem felst í því að kanna og nema ný svið og nema

nýjar lendur í hópi jafningja.

Útilíf og umhverfisvernd, í umhverfi þar sem árangursríkast er að framkvæma mörg

verkefni flokksins og skátasveitarinnar.

Leikir og reynslunám, lærdómsvettvangur sem vekur áhuga barna og ungmenna,

auðveldar aðlögun þeirra að skátaflokknum, hjálpar þeim að uppgötva hæfileika sína og

hvetur þá til ævintýra, könnunar og uppgötvana.

Hjálpsemi og samfélagsþátttaka, sem lýsir sér í góðverkum einstaklinga og saman-

­stendur af verkum og verkefnum sem tengja skátann og þá sem minna mega sín og

gerir samfélagshjálp og viljann til að hjálpa öðrum að lífsstíl skátans.

20

Kjarni skátastarfs | Skátaaðferðin

„Við skulum því, í starfi okkar með skátunum, hafa í huga meginmarkmiðin og ekki gleyma okkur við leiðirnar að markmiðunum. Látið ekki tæknilega útfærslu skyggja á lokamarkmiðið. Skógar- eða tjaldbúðalíf, útivist og skátamót eru leiðir en ekki markmið. Markmiðið er mótun persónuleika – persónuleika sem veit hvert ber að stefna. Og stefnan snýst um að næsta kynslóð tileinki sér skynsemi í rugluðum heimi, hjálpsemi við aðra, kærleiksþjónustu og skyldu við guð og náungann.“


Skátalögin og skátaheitið Skátalögin eru leiðarljós og lífsgildi fyrir hvern einstakan skáta og fyrir skátahreyfinguna í heild sinni. Með því að festa skátalögin í sessi í daglegu lífi verða þau jákvæð lífsgildi og gott veganesti fyrir lífið. Með skátaheitinu lofar skátinn sjálfum sér að gera sitt besta til að lifa samkvæmt skátalögunum. Að vinna skátaheitið er fyrsta táknræna skrefið í sjálfsmenntun skátans. Þar sem skátalögin og skátaheitið eru nátengd er litið á þau sem einn lykilþátt í Skátaaðferðinni.

Flokkakerfið Skátaflokkurinn er grunneining í skátastarfi. Flokkinn mynda 5-8 skátar sem eru jafningjar og einn af þeim er valinn flokksforingi. Tveir til fimm skátaflokkar mynda svo skátasveit. Hver flokkur vinnur margs konar verkefni og skipuleggur starfið í sameiningu, mismikið þó eftir aldri. Flokkurinn deilir ábyrgð og ákvarðanatöku, hann velur, undirbýr, framkvæmir og metur verkefnin. Þetta er gert undir leiðsögn fullorðinna skátaforingja. Kerfið gerir ráð fyrir að skátarnir taki virkan þátt í ákvarðanatöku sveitarinnar í samvinnu við fullorðna skátaforingja. Flokkakerfið byggir á eðlislægri tilhneigingu ungs fólks til að mynda vinahópa og er farvegur fyrir uppbyggjandi jafningjaáhrif. Í flokknum eflist hver skáti og allur hópurinn í senn. Innan flokksins þróast lýðræðisleg hugsun, samkennd og samvinna. Flokkakerfið er burðarás Skátaaðferðarinnar í starfi allra skáta nema þeirra yngstu, þ.e. drekaskáta (7-9 ára). Drekaskátar hafa yfirleitt ekki náð þeim félagsþroska sem til þarf og starfa því fyrst og fremst í drekaskátasveitum undir beinni stjórn fullorðnu sveitarforingjanna.

Táknræn umgjörð Tákn er eitthvað kunnuglegt og skiljanlegt sem táknar tiltekna hugmynd eða eitthvað sem er umfangsmeira en táknið sjálft. Tákn eru oft notuð, til dæmis í auglýsingum, til að hjálpa fólki að skilja og tengja sig við hugmyndir með því að skírskota til ímyndunaraflsins. Tilgangurinn með táknrænni umgjörð er að ýta undir ímyndunarafl barna og ungs fólks, ævintýraþrá, sköpun og hugvit, á þann hátt sem örvar þroska þess. Hún hjálpar þeim að skilja hin ólíku þroskasvið, gildin í skátastarfi og stuðlar að samkennd í skátaflokknum og skátasveitinni. Nafnið „skáti“ er tilvísun í táknræna umgjörð skátastarfs. Orðið „skáti“ er hljóðmynd enska orðsins scout sem stendur fyrir starf og framlag könnuða, landnema, veiðimanna, sjómanna og annarra brautryðjenda. Skátastarf stendur fyrir ævintýri, samheldni, athygli, útsjónarsemi og einfalt, heilsusamlegt líf í óbyggðum. Þetta eru allt eiginleikar sem Baden-Powell, stofnandi skátahreyfingarinnar, vildi efla og hann lýsir í bók sinni Scouting for boys, sem hann skrifaði til að hvetja ungmenni síns tíma til dáða.

Skátaaðferðin | Kjarni skátastarfs Skátaaðferðin | Kjarni skátastarfs

21 21


Þar sem skátastarf nær nú til fleiri aldurshópa en í upphafi hefur hvert aldursstig sérstaka táknræna umgjörð, byggða á ólíkum sögusviðum og táknrænum fyrirmyndum sem samræmast þroska og þörfum skátanna.

Útilíf og umhverfisvernd Með náttúrunni er átt við náttúrulegt umhverfi, fjöll, fjörur, kletta og grundir, sem andstæðuna við manngert umhverfi í þéttbýli. Náttúran vísar einnig í það sem Baden-Powell kallaði hina „samstæðu heild óendanleikans, sögunnar og smáatriðanna“ og stöðu mannkynsins innan hennar. Miðað við þá gífurlegu möguleika sem náttúran býður upp á fyrir líkamlegan, vitsmunalegan, tilfinningalegan, persónulegan, félagslegan og andlegan þroska einstaklingsins, er hún ákjósanlegur vettvangur fyrir skátastarf.

Skátarnir þroska með sér uppbyggileg tengsl við náttúruna. Baden Powell sagði: „Fyrir þá sem hafa augu til að sjá og eyru til að heyra er skógurinn allt í senn rannsóknarstofa, félagsmiðstöð og musteri.“ Að sjálfsögðu eiga þessi orð við um allt náttúrulegt umhverfi.

Leikir og reynslunám Reynslunám er andstæðan við formlega kennslu. Reynslunám verður til þegar þátttaka og upplifun leiðir til aukins þroska. Skátastarfið byggir á því að læra í gegnum leiki, reynslu og upplifun. Reynslunám er þroskandi ef skátinn ígrundar og leggur mat á eigin reynslu af athöfnum eða hugsunum. Slagorðin „Learning by doing“ eru stundum misskilin og þá talin merkja að fólk þroskist beint af athöfnum sínum. Vissulega lærum við ýmsa leikni með endurteknum athöfnum (æfingum) – eins og að skrifa með penna, dansa, leika fótbolta, syngja eða skipta um gír við akstur. En ef ætlunin er að vaxa og þroskast sem manneskja á öllum þroskasviðum lærum við af reynslunni með því að doka við, endurmeta og ígrunda – jafnvel með því að skoða eigin afstöðu og skoðanir og vaxa þannig upp úr eigin fordómum um menn og málefni. Þess vegna er mikilvægt að skátastarf einkennist ekki mest af því að láta skátana hafa nóg að „gera“ við að „upplifa“ og jafnvel „gleyma sér“. Eins og það getur verið skemmtilegt – þá er líka mikilvægt að veita skátunum tækifæri til og leiðbeina þeim við að ígrunda hvað hefur gerst og hvers vegna. Þannig lærum við ekki einungis af athöfnum okkar heldur líka, og ekki síður, af reynslu okkar. Reynslunám snýst um að brjótast út úr hefðinni og það er forsenda skapandi starfs.

Hjálpsemi og samfélagsþátttaka Hjálpsemi er í hugum flestra nátengd skátum og skátastarfi. Hún er hin sýnilega leið til að vinna að tilgangi skátastarfs í heiminum með því að „gera heiminn betri“. Hjálpsemi verður ekki kennd með lestri eða fyrirlestrum. Hana þarf að rækta. Þannig verður hún einstaklingum töm og eðlileg. Við það að sýna öðrum hjálpsemi upplifir skátinn þá vellíðan og það stolt sem fylgir því að verða öðrum að liði. Slík tilfinning er góð og gefandi. Hjálpsemin felur þannig í sér endurgjöf sem skilar sér margfalt, án þess að það hafi verið ætlunin. Með því að leiða skátann endurtekið inn í þennan gefandi „heim

22

Kjarni skátastarfs | Skátaaðferðin


hjálpseminnar“, upplifir hann aftur og aftur þá góðu tilfinningu sem fylgir því að láta gott af sér leiða og smám saman verður hjálpsemin honum sjálfsögð og eðlislæg. Æfing í hjálpsemi á að vera almenn og sjálfsögð í skátastarfi því kærleikurinn felst í því að setja sig í annarra spor, finna til með öðrum og hjálpa þeim. Í kveðjubréfi sínu til skáta, sem fannst eftir lát hans, segir Baden Powell: „Mesta hamingjan er í því fólgin að veita öðrum hamingju.“ Hjálpsemin krefst oft hugrekkis og getur kostað átak og jafnvel fórnir, sérstaklega ef hún er ekki í samræmi við félagslegan þrýsting – þess vegna þarf að rækta hana og þjálfa. Bæði skátaflokkar og skátasveitir vinna að margs konar verkefnum sem flokkast undir samfélagsþátttöku í samræmi við aldur og þroska skátanna.

Skátaaðferðin í framkvæmd Til þess að Skátaaðferðin laði að sér börn og ungt fólk þurfa fullorðnir sjálfboðaliðar (sveitarforingjarnir) að kunna að vinna með verkefnin, áfangamarkmiðin, flokka- og sveitarstarfið og lýðræðislega uppbyggingu sveitarinnar. Skátastarf er skipulagt fyrir fimm aldursstig: • Drekaskáta (7-9 ára)

• Rekkaskáta (16-18 ára)

• Fálkaskáta (10-12 ára)

• Róverskáta (19-22 ára)

• Dróttskáta (13-15 ára) Ítarlegar handbækur hafa verið gefnar út af BÍS fyrir fullorðna sjálfboðaliða (sveitarforingja og aðstoðarsveitarforingja) sem leiða starf drekaskáta, fálkaskáta og dróttskáta. Þá hafa verið gefnar út leiðarbækur fyrir skátana sjálfa á þessum aldursstigum. Unnið er að útgáfu samsvarandi bóka fyrir tvö elstu aldursstigin. Ofangreind aldursmörk eru þó ekki algild þar sem hver skáti hefur sinn eigin þroskahraða. Það ætti því að fara meira eftir þroska einstaklingsins en aldri hvenær hann færist á milli aldursstiga. Það er metið í hverju tilfelli fyrir sig af skátanum sjálfum með hjálp flokksins og sveitarforingjans sem fylgist með framförum hans og þroska. Þegar um drekaskáta og fálkaskáta er að ræða er sjálfsagt að hafa samráð við foreldra skátans. Afmælisdagurinn sjálfur er ekki endilega besta viðmiðið, heldur miklu frekar áhugi hans á málefnum sem eiga betur við á næsta aldursstigi. Í hverju tilfelli þarf að taka tillit til vinasambanda og annarra þátta í umhverfinu.

Verkefnin Verkefni og viðfangsefni þurfa að hæfa aldurs- og þroskastigi skátanna. Valið á verkefnum flokksins þarf að vera í samræmi við getu þeirra og það efni, búnað og aðstöðu sem fyrir hendi er eða mögulegt er að útvega. Verkefnin þurfa alltaf að vera í samræmi við hæfileika og getu hvers einstaks skáta í flokknum. Ef verkefnin eru of auðveld og reyna ekki nægilega mikið á skátana missa þeir áhugann. Ef verkefnin eru hins vegar mjög erfið eða umfram getu flokksins er hætt við

Skátaaðferðin | Kjarni skátastarfs

23


að þeir verði óánægðir og vonsviknir. Í báðum tilvikum hafa viðbrögð skátanna neikvæð áhrif á samstöðuna í flokknum og gætu veikt hana. Þetta jafnvægi á milli verkefna, viðfangsefna og getu er hluti af þroskaferli flokksins og einstaklinganna þar sem árangri er náð með því að prófa sig stöðugt áfram. Ef engar framfarir verða kemur það í hlut sveitarforingjanna að hjálpa flokksforingjunum að skapa réttar aðstæður svo flokkurinn geti náð jafnvægi. Aðalatriði er að skátarnir sjálfir taki virkan þátt í að ákveða, undirbúa og framkvæma verkefnin og ígrunda hvað megi læra af reynslunni – að sjálfsögðu í takti við aldur og þroska. Stundum geta verkefnin sem skátarnir velja virst svolítið óábyrg og ef til vill glannaleg – en það er mikilvægt að þeir fái tækifæri til að læra af reynslunni, líka því sem ekki tekst eins og áætlað var. Sveitarforingjarnir eiga fyrst og fremst að efla sjálfstæði og virkni skátanna og gæta þess að öryggis sé ávallt gætt. Það eru margar leiðir til að fyrirbyggja slys og tryggja öryggi án þess að um ofverndun sé að ræða. Sveitarforingjarnir geta haft áhrif og reynt að stuðla að verkefnum sem fela í sér reynslu sem miðar að áfangamarkmiðunum.

Þrjár gerðir verkefna í skátastarfi Verkefni í skátastarfi skiptast í: • Hefðbundin verkefni • Valverkefni • Sérkunnáttuverkefni Hefðbundin verkefni eru t.d. flokksfundir, sveitarfundir, útilegur og dagsferðir, leikir, sögur og frásagnir, söngvar, kvöldvökur og varðeldar. Hefðbundnu verkefnin skapa ramma um starfið og tengjast oft „táknrænni umgjörð“ skátastarfs á hverju aldursstigi meira en önnur verkefni. Hefðbundin verkefni styrkja Skátaaðferðina með því að tryggja þátttöku skátanna í sameiginlegri ákvarðanatöku og beinni tilvísun í siðferðilegu gildin. Þau stuðla að góðum starfsanda innan skátasveitarinnar og veita ungu skátunum dæmigerða „skátareynslu“. Valverkefnin geta verið margs konar og tengjast fyrst og fremst hugmyndaauðgi skátanna sjálfra. Þau falla þó yfirleitt í eftirfarandi fimm flokka: • Útilíf og náttúruvernd

• Tækni og vísindi

• Íþróttir og heilsurækt

• Listir og menningu

• Hjálpsemi og samfélagsþátttöku Valverkefnin höfða til áhugasviðs ungu skátanna og opna huga þeirra fyrir þeim margbreytileika sem lífið og heimurinn hefur upp á að bjóða. Þau endurspegla tíðarandann og þarfir samfélagsins. Sérkunnáttuverkefni eru einstaklingsbundin og frjálst val hvers skáta fyrir sig, Þau eru þannig viðbót við verkefnin sem skátarnir vinna í skátaflokknum eða skátasveitinni. Sérkunnáttu er ætlað að hvetja skátana til að tileinka sér og æfa leikni á ákveðnum sviðum, þroska meðfædda hæfileika eða finna ný áhugamál. Ánægja og sjálfstraust skátanna eykst við að ná valdi á tiltekinni leikni.

24

Kjarni skátastarfs | Skátaaðferðin


Í raun eru hefðbundnu verkefnin og valverkefnin tengd og eitt einstakt verkefni getur bæði verið valverkefni og hefðbundið verkefni. Útilega er dæmi um hefðbundið verkefni sem felur yfirleitt í sér nokkur valverkefni. Dagskrá með of mörgum hefðbundnum verkefnum og of fáum valverkefnum getur leitt til „innhverfrar“ skátasveitar sem er sjálfmiðuð og einangruð frá umhverfinu. Slíkt starf undirbýr skátana ekki fyrir lífið heldur einungis fyrir skátastarfið. Dagskrá með of mörgum valverkefnum og of fáum hefðbundnum verkefnum getur leitt til þess að skátasveitin missi sérkenni sín. Hún getur enn verið heillandi og nytsamleg fyrir ungu skátana, en ekki með sama skátabragnum. Slíkt getur stefnt einingu sveitarinnar í hættu og dregið úr tilfinningu skátanna fyrir því að tilheyra skátasveit.

Kanna ný svið og nema nýjar lendur í hópi jafningja Höfuðatriðið er að verkefnin tengist áhuga skátanna á að kanna ný svið og nema nýjar lendur í hópi jafningja. Verkefni í skátastarfi verða að byggjast á áhuga unga fólksins og vera valin af skátunum sjálfum. Verkefnin þurfa þar af leiðandi að vera skemmtileg og spennandi fyrir þau. Þau verða að fela í sér vel skilgreind markmið, bjóða upp á áskorun og skátarnir verða að sjá tilgang þeirra. Nauðsynlegt er að verkefnaúrvalið sé fjölbreytt.

Lokamarkmið og áfangamarkmiðin Markmið skátahreyfingarinnar er að veita ungu fólki raunhæf tækifæri til að verða sjálfstæðir, virkir og ábyrgir einstaklingar í samfélaginu. Þetta markmið er síðan brotið niður í nokkur lokamarkmið innan sex þroskasviða sem eru svo umorðuð í áfangamarkmið fyrir hvert aldursstig:

Heilbrigði og hollusta (líkamsþroski) •

Velur sér lífsstíl sem hefur uppbyggjandi áhrif á líkamlega heilsu, andlega og félagslega

líðan.

Gerir sér grein fyrir líkamlegri getu sinni og eigin takmörkunum.

Hugsar vel um útlitið og gætir eigin hreinlætis og þrifnaðar í kringum sig.

Fylgir fjölbreyttu, hollu og skynsamlegu mataræði.

Skiptir tímanum skynsamlega á milli ólíkra skyldustarfa, stundar tómstundaiðju við hæfi og

tekur tillit til forgangsröðunar.

Stundar útivist með öðru fólki og tekur þátt í athöfnum sem reyna á hreyfigetu líkamans.

Skátaaðferðin | Kjarni skátastarfs

25


Skynsemi og sköpunarþrá (vitsmunaþroski) •

Aflar sér nýrrar þekkingar á markvissan og skapandi hátt.

Sýnir snerpu við alls kyns aðstæður, þroskar með sér hæfileika til að hugsa skýrt, finnur upp

á nýjungum, beitir gagnrýnni hugsun og er á varðbergi gagnvart hvers konar rang-

hugmyndum og ofureinföldunum.

Sameinar fræðilega og hagnýta kunnáttu með því að beita verkkunnáttu og finna nýjar

lausnir.

Setur sér langtímamarkmið varðandi flókin viðfangsefni, metur þau, forgangsraðar og nýtir

niðurstöður til þess að þroska eigin dómgreind.

Tjáir skoðanir sínar og tilfinningar með fjölbreyttum miðlum, skapar þægilegt andrúmsloft í

kringum sig á heimili, í skóla eða á vinnustað til að auðvelda samskipti og auðga eigið líf og

annarra.

Metur samfélagslegt og siðferðilegt gildi vísinda og tækni við sköpun nýrrar þekkingar og við

lausn vandamála í þágu mannkyns, samfélaga og náttúrulegs umhverfis.

Vilji og persónuleiki (persónuþroski) •

Þekkir möguleika sína og takmarkanir, hefur raunsæjar hugmyndir um sjálfa(n) sig, sættir sig

við hvernig hann eða hún er og varðveitir sterka sjálfsmynd.

Veit um réttindi sín og líka að þeim fylgja skyldur, en tekur höfuðábyrgð á eigin þroska og

framförum og leitast við að standa sig alltaf með prýði.

Byggir lífsáform sín á gildum skátalaganna og skátaheitisins.

Fylgir staðfastlega þeim gildum sem veita honum eða henni innblástur.

Mætir lífinu og því sem það ber í skauti sér með glaðværð og kímni.

Gerir sér grein fyrir að í hópinn sem hún eða hann tilheyrir má sækja stuðning til

persónulegra framfara og þroska og til uppfyllingar lífsáforma.

Tilfinningar og skoðanir (tilfinningaþroski) •

Leitast við að öðlast og viðhalda innra frelsi, jafnvægi og tilfinningaþroska.

Er fylgin(n) sér og vingjarnleg(ur) við aðra án þess að vera þvingaður/þvinguð eða frek(ur).

Byggir persónulega hamingju á kærleika og væntumþykju, vinnur í þágu annarra án þess að

ætlast til umbunar og kann að meta fólk eins og það er.

Þekkir, viðurkennir og virðir kynhvöt sína og annarra sem tjáningu ástar og væntumþykju.

Skilur að fjölskyldan er hornsteinn þjóðfélagsins og sér til þess að kærleikur milli foreldra og

barna, bræðra og systra, ríki innan eigin fjölskyldu.

Vinir og samfélag (félagsþroski) •

Sameinar eigið frelsi og umhyggju fyrir öðrum, stendur á rétti sínum, uppfyllir skyldur sínar

og ver rétt annarra til að gera slíkt hið sama.

Viðurkennir og virðir lögmæt yfirvöld og fyrirmæli og beitir þeim í þágu annarra.

26

Kjarni skátastarfs | Skátaaðferðin


Virðir og stuðlar að auknum mannréttindum, en fylgir þó þeim reglum sem samfélagið hefur

sett, metur þær á ábyrgan hátt og ígrundar möguleikann á að breyta þeim ef þörf krefur.

Leggur á virkan hátt sitt af mörkum til nærsamfélagsins og tekur þátt í að skapa réttlátt

samfélag sem byggir á þátttöku og samvinnu. Getur greint mismunandi orsakir ágreinings,

þekkir leiðir til að minnka líkur á ágreiningi og til þess að leysa úr ágreiningi.

Tileinkar sér menningarleg gildi þjóðarinnar, en er samt opin(n) fyrir menningu annarra þjóða

og einstakra hópa.

Stuðlar að friði og gagnkvæmum skilningi einstaklinga og þjóða með því að hvetja til

alþjóðlegrar samvinnu og vináttu fólks um allan heim.

Skilur í hverju hugtakið sjálfbærni felst og leggur sitt af mörkum til sjálfbærrar þróunar í

nærumhverfi og nærsamfélagi, en líka í víðara vistfræðilegu, menningarlegu og efnahagslegu

hnattrænu samhengi.

Lífsgildi og tilgangur lífsins (andlegur þroski) •

Leitar dýpri viðmiða, bæði persónulega og samfélagslega, um tilveru mannkyns og

náttúrunnar í heild og tengir þau eigin lífsgildum.

Fylgir siðfræðilegri afstöðu sem tengist hugmyndum um tilgang lífsins utan eða innan

skipulegra trúarbragða.

Stundar íhugun og samræður við aðra um tilgang lífsins og mannlega breytni, þekkir og

getur útskýrt mikilvægi persónulegrar upplifunar.

Gerir siðaboðskap sem byggir á kennisetningum um tilgang lífsins og virðingu fyrir lífi yfirleitt

að hluta af daglegu lífi, bæði einkalífi og samfélagsþátttöku, og leitast við að hjálpa öðrum í

stóru og smáu.

Hefur samskipti við fólk burtséð frá trúarbrögðum þeirra, uppruna, litarhætti, kyni, kynhneigð

eða stjórnmálaskoðunum og leitast við að skapa opið, umburðarlynt og fordómalaust

samfélag.

Í skátastarfinu velur hver skáti áfangamarkmið sem eru miðuð við aldursstig hans. Skátinn setur sér persónulegar áskoranir og færist svo nær eigin áfangamarkmiðum, hver á sinn hátt og á sínum hraða. Fullorðnir sjálfboðaliðar, sveitarforingjar og aðstoðarsveitarforingjar, fylgjast með og taka tillit til allra þátta í sveitarstarfinu og stuðla að því að skátunum séu búin tækifæri til að vinna að markmiðum sínum. Áfangamarkmiðin og persónulegar áskoranir skátanna tengjast óbeint öllum verkefnum og skátastarfinu í heild.

Skátaaðferðin | Kjarni skátastarfs

27


Skátaflokkurinn Flokkakerfið er sá vettvangur þar sem skátarnir þroskast og læra að vinna saman. Vináttubönd myndast og hópurinn þróast. Skátarnir velja sér sjálfir flokk og ákjósanleg stærð hvers flokks er 5-8 skátar. Gæta þarf þess að flokkarnir fái nægt svigrúm í skátastarfinu og frelsi og sjálfstæði sem hæfir aldri skátanna. Í skátastarfi er lögð áhersla á að treysta skátunum og efla sjálfstraust þeirra með sjálfsnámi. Traustið er innsiglað með því að nota flokkakerfið og veita flokkunum svigrúm til að þróast á eigin spýtur og eflast í starfi sínu.

Frjálst val hvers skáta Skátarnir geta valið skátaflokk með samþykki hinna skátanna í flokknum. Ungt fólk vill helst umgangast þá sem það kann vel við og líður vel nálægt, til dæmis vini sem hafa svipuð áhugamál og allir ættu að vera í flokki þar sem þeim finnst þeir velkomnir og geta starfað óþvingað. Þetta þýðir líka að skátarnir skipta kannski um skátaflokk ef báðir flokkar eru samþykkir tilfærslunni. Skátaflokkar eru með öðrum orðum ekki alltaf fastskorðaðar eða formlegar einingar og skátaflokkar í hverri sveit eru iðulega misstórir og misöflugir. Sumir sveitarforingjar hafa ef til vill tilhneigingu til að reyna að jafna út flokkana og gera þá eins líka hver öðrum og hægt er. Slíkt stangast á við flokkakerfið. Það skiptir mestu máli að skátaflokkarnir séu raunverulegir vinahópar en ekki að skátasveitin líti út fyrir að vera „í jafnvægi“ eða sé skipt niður í jafnstóra og einsleita hópa. Við þurfum að læra að líta á skátasveitina sem bandalag ólíkra en innbyrðis tengdra skátaflokka.

Jafningjahópur – árangursríkur lærdómsvettvangur Það væri misráðið af sveitarforingjum að endurskipuleggja og stokka upp skátaflokka að eigin frumkvæði. Slíkar aðgerðir hafa orðið til þess að eyðileggja flokkakerfið, af því að þær uppræta eiginleika jafningjahópsins og – það sem verra er með tilliti til markmiða skátahreyfingarinnar – hamla því að hann verði árangursríkur lærdómsvettvangur.

Samsetning skátaflokksins Flokkar eru ýmist kynjaskiptir eða blandaðir og eins geta skátarnir í hverjum flokki verið jafnaldrar eða úr nokkrum árgöngum. Hvort sem flokkar eru kynjaskiptir eða blandaðir má ekki láta það trufla eðlilega virkni jafningjahópsins, hafa áhrif á innri samstöðu eða bitna á hópnum sem lærdómssamfélagi. Skátarnir þurfa að vera nokkurn veginn á sama máli um grundvallargildi og markmið sameiginlegra verkefna og áhugamálin þurfa að vera svipuð. Ef þeir eru mjög ólíkir að þessu leyti getur það dregið úr samskiptum þeirra og flokkurinn nær ekki eins góðum árangri.

28

Kjarni skátastarfs | Skátaaðferðin


Reynslan hefur sýnt að enda þótt bakgrunnurinn sé ólíkur verða áhugamál, gildi og markmið mikið til þau sömu hjá skátunum í flokknum meðan á lærdómsferlinu stendur. Sjálfsmynd skátaflokksins byggist á því hvernig skátarnir upplifa sérkenni hans, sem aðgreina hann frá öðrum flokkum. Skátaflokkar þróa með sér venjur, skipta verkum á sinn hátt, og finna sér eitthvað sem einkennir þá.

Flokksþingið „Sveitarforinginn vinnur í gegnum flokksforingjana.“ „Til að ná fyrsta flokks árangri með flokkakerfið þurfið þið að veita ungu foringjunum raunverulega og óhefta ábyrgð.

Flokksþingið er vettvangur skátaflokksins til að taka ákvarðanir um flokksstarfið. Flokksþingið getur

Ef þið veitið bara takmarkaða ábyrgð, verður árangurinn líka takmarkaður.“

stjórn flokksforingjans, sem er einn úr jafningjahópnum. Flokksþing getur komið saman hvenær sem

Baden-Powell

verið hluti af dæmigerðum skátafundi, t.d. stundarfjórðungur í lok hans. Skátaflokkurinn vinnur ýmis verkefni, á eigin spýtur eða með öðrum flokkum í skátasveitinni. Flokksþingið er eini formlegi vettvangurinn til að taka nauðsynlegar ákvarðanir. Allir skátarnir í flokknum taka þátt í því undir skátaflokkurinn telur þörf á, þó ekki svo oft að það breytist í venjulega flokksfundi. Allar ákvarðanir flokksþings ætti að skrá í dagbók flokksins. Flokksþingið stuðlar að lýðræðisuppeldi skátanna.

Skátarnir deila með sér hlutverkum Skátarnir úthluta hver öðrum embættum eftir þeim leikreglum sem hafa þróast í flokknum. Flokksforingi og aðstoðarflokksforingi eru alltaf kosnir og eru fulltrúar flokksins í sveitarráðinu. Aftur á móti er valið í önnur embætti eftir nánari ákvörðun flokksins. Flokksforinginn er drifkrafturinn í starfi flokksins, stýrir áætlanagerð og skipulagningu verkefna. Þótt hann sé kosinn af skátunum og gegni mikilvægu forystuhlutverki er hann alltaf einn af hópnum. Aðstoðarflokksforinginn og hinir skátarnir geta líka tekið að sér forystuna þegar þörf er á. Önnur algeng embætti í skátaflokkum eru t.d. gjaldkeri, ritari, ljósmyndari, leikjastjóri, kynningarstjóri, matreiðslumeistari, sáttasemjari, varðeldastjóri, vefstjóri eða annað sem skátunum dettur í hug. Það er um að gera að hvetja þá til að finna upp ný embætti eftir þörfum og sleppa öðrum sem ekki henta. Skátarnir skiptast reglulega á um að gegna þessum embættum þótt þeir kunni að vera endurkjörnir ef flokksþingið samþykkir það. Á þennan hátt gefst tækifæri til að þroska ábyrgðartilfinningu, öðlast þekkingu, samhæfa viðhorf og tileinka sér leikni. Skátarnir verða smám saman virkari við að gegna þessum hlutverkum, endurmeta þau reglulega og halda áfram að þróa þau. Í verkefnavinnu flokksins skipta skátarnir með sér verkum tímabundið.

Gagnkvæmt traust Rannsóknir í félagsvísindum hafa leitt í ljós að reglur, byggðar á einlægni, tryggð og hollustu verða ríkjandi viðmið og stuðla að gagnkvæmu trausti hjá óformlegum jafningjahópum, meira að segja glæpagengjum. Það er auðvelt að sjá hvernig þetta gerist hjá skátaflokkum.

Skátaaðferðin | Kjarni skátastarfs

29


Skátasveitin Skátasveitin er stuðningskerfi flokkanna og er samsett úr öllum flokkunum sem eru á sama aldursstigi, ásamt fullorðnu sveitarforingjunum sem styðja við starf þeirra. Þegar margir skátar eru á hverju aldursstigi í skátafélagi eru stundum myndaðar fleiri en ein skátasveit. Helsta hlutverk skátasveitanna er að hafa umsjón með og styrkja flokkakerfið og styðja frjálsræði og sjálfstæði skátaflokkanna.

Hvers vegna skátasveit? Af hverju þurfum við skátasveit ef skátaflokkarnir geta starfað einir og sér? •

Vegna þess að flokkar þurfa á lágmarks skipulagsramma að halda til að uppfylla tvíþætt

hlutverk sitt, annars vegar sem hópur jafningja og hins vegar sem lærdómssamfélag.

Vegna þess að flokkar þurfa vettvang þar sem skátarnir geta haft áhrif hver á annan, verið

fyrirmyndir og metið sína eigin frammistöðu.

Vegna þess að leiðtogar lítilla hópa þurfa á lærdómssamfélagi að halda þar sem þeir geta

lært leiðtogafærni.

Vegna þess að flokkarnir þarfnast umhverfis þar sem hægt er að fá hvatningu frá fullorðnum,

án þess þó að þeir skipti sér beint af starfinu innan flokkanna.

Sveitarforingjarnir og aðrir fullorðnir sjálfboðaliðar verða að vera meðvitaðir um ábyrgð sína en gæta þess um leið að skipta sér ekki of mikið af starfi flokkanna. Skátasveitin má ekki taka yfir starfssvið flokksins eða skapa aðstæður sem hefta, takmarka eða draga úr sjálfstæði hans með beinum eða óbeinum hætti. Skátasveitin ber ábyrgð á að beita öllum þáttum Skátaaðferðarinnar á samræmdan hátt, með öðrum orðum að tryggja að börn, unglingar og ungmenni upplifi það sem við köllum skátastarf. Unga fólkið gerist ekki skátar til að „mennta sig“ heldur heillast fyrst og fremst af því ævintýri sem felst í að kanna ný svið og nema nýjar lendur með vina- og jafningjahópnum.

Stærð skátasveitarinnar Kjörstærð skátasveitar er 3-5 skátaflokkar – hver um sig með 5-8 skátum. Reynslan hefur sýnt að þrír til fimm flokkar í sveit er hagstæðasta fyrirkomulagið. Með því móti gefast góð tækifæri til samstarfs og sameiginlegu verkefnin verða áhugaverðari. Í skátasveit þar sem aðeins eru tveir flokkar eru gagnkvæm áhrif í lágmarki og sameiginleg verkefni ekki eins spennandi. Ef flokkarnir eru hins vegar fleiri en fimm þyngir það allt skipulag. Það minnkar möguleika á persónulegum stuðningi sveitarforingjanna við flokksforingjana, aðstoðarflokksforingjana og einstaka skáta.

30

Kjarni skátastarfs | Skátaaðferðin


Annað eða bæði kynin í sömu skátasveit? Eins og á við um flokkana eru skátasveitir ýmist blandaðar eða kynjaskiptar. Ákvörðun um samsetningu sveitarinnar er tekin af sveitarráði og hverjum skátaflokki fyrir sig á grundvelli hefða, reynslu og uppeldislegra möguleika. Í blandaðri skátasveit er mikilvægt að muna: •

Koma þarf eins fram við alla flokkana. Þeir hafa sömu réttindi og skyldur, sama hvernig þeir

eru samsettir og ekki má mismuna þeim á nokkurn hátt.

Verkefni sveitarinnar mega ekki ýta undir staðalímyndir kynjanna eins og þær birtast oft í

samfélaginu. Ekki skal gera neinn greinarmun á verkefnum stelpna og stráka. Ferlið við að

velja verkefni fyrir næsta dagskrárhring, sem er oftast 2-4 mánaða starfstímabil, hjálpar til

við að sporna gegn slíkri mismunun kynjanna þar sem að það býður hverjum flokki upp á

sjálfstætt verkefnaval.

Skátasveitin ætti að bæta vitund um kynjamun inn í uppeldisáætlun sína og leggja áherslu

á þá möguleika sem felast í því að vera karl eða kona.

Sveitarstarfið ætti að tryggja að kynin viðurkenni og þekki hvort annað og virði vináttu hvort

annars. Samstarf og samvinna flokkanna ætti að stuðla að því að kynin bæti hvort annað

upp.

Foringjaflokkurinn, sem samanstendur af sveitarforingja og aðstoðarsveitarforingjum, þarf að

vera blandaður og það er ráðlegt að sá sveitar- eða aðstoðarsveitarforingi hvers skáta sem er

honum innan handar við markmiðasetningu og endurmat sé af sama kyni og hann. Það gerir

skátunum bæði kleift að fylgjast með og læra af samvinnu fullorðnu sjálfboðaliðanna í

foringjaflokknum og að samsama sig fyrirmyndum af sama kyni.

Starfið í skátasveitinni Starfið í skátasveitinni er í rauninni allt það sem gerist í skátaflokkunum og sveitinni sem heild. Skátasveitin er lítið samfélag sem samanstendur af ungu fólki og fullorðnum sjálfboðaliðum. Þegar góður andi ríkir í sveitarstarfinu og tekið er tillit til þarfa og áhuga allra leggur hver og einn sitt af mörkum til að starfið gangi vel. Þegar markmiðin, verkefnin, sveitarstarfið og uppbygging sveitarinnar mynda samhæfða heild er mun meiri kraftur í skátastarfinu. „Lýðræði“ er mikilvægt málefni sem þarf að leggja áherslu á. Hæpið er að ungmenni þrói með sér lýðræðislega hugsun með því að leggja eingöngu áherslu á verkefni sem auka fyrirfram ákveðna þekkingu. Sveitarforingjarnir þurfa alltaf að spyrja sig eftirfarandi spurninga: •

Gefur val og framkvæmd verkefnisins tækifæri til að kynnast lýðræði?

Deila allir í hópnum með sér ábyrgð og leggja sitt af mörkum til þess að starfið gangi vel?

Hafa sveitarforinginn eða aðstoðarsveitarforingjarnir getu til að hlusta á unga fólkið og

bjóða því upp á tækifæri til að taka ábyrgð miðað við getu?

Til að draga þetta saman: Hverju er hægt að breyta í sveitarstarfinu, í tengslum fullorðnu sjálfboðaliðanna og skátanna, í verkefnunum sem skátarnir framkvæma, til þess að styðja betur við uppeldismarkmið skátastarfs?

Skátaaðferðin | Kjarni skátastarfs Skátaaðferðin | Kjarni skátastarfs

31 31


Uppbygging skátasveitarinnar Auk skátaflokkanna starfa í hverri skátasveit þrjár aðrar skipulagseiningar: •

Sveitarþingið

Sveitarráðið

Foringjaflokkurinn

Þær eru hluti af sveitinni og virka sem stuðningskerfi fyrir flokkakerfið.

Sveitarþingið Sveitarþing er fundur þar sem grunnreglur og markmið sveitarinnar eru ákveðin af skátunum. Sveitarþing getur verið hluti af dæmigerðum sveitarfundi, til dæmis eitt korter í upphafi hans þegar mikilvægar ákvarðanir liggja fyrir. Hver skáti tekur þátt í sveitarþingi sem einstaklingur en ekki sem fulltrúi flokks síns. Sveitarþingið fundar að minnsta kosti tvisvar í hverjum dagskrárhring (sem spannar oft 2-4 mánuði) eða oftar ef aðstæður krefjast þess. Sveitarþingi er stjórnað af skáta sem kosinn er til verksins við upphaf þess. Sveitarforingjarnir taka þátt í sveitarþingum þó að þeir hafi ekki atkvæðisrétt. Þar sem reglurnar sem samþykktar eru á sveitarþingi snerta alla fá allir skátarnir að segja álit sitt á þeim og taka þátt í ákvarðanatökunni. Sveitarþingið: •

Tekur árlega ákvörðun um markmið sveitarinnar eins og þau koma fram í áætlun hennar.

Með öðrum orðum, það skapar framtíðarsýnina.

Ákveður sameiginleg verkefni sem framkvæma á í hverjum dagskrárhring og samþykkir

sveitaráætlunina þegar hún hefur verið sett upp af sveitarráðinu.

Sveitarráðið Sveitarráð skátasveitar er samsett af sveitarforingjaflokki sveitarinnar, ásamt flokks- og aðstoðar­ flokksforingjum hvers flokks. Hlutverk þess er fyrst og fremst að skipuleggja sveitarstarfið, samhæfa viðburði og verkefni og stýra þjálfun flokks- og aðstoðarflokksforingjanna. Sveitarráðið fundar að minnsta kosti einu sinni í mánuði og er yfirleitt stjórnað af sveitar­ foringjanum, þó að aðstoðarsveitarforingjarnir geti gripið inn í þegar þarf. Þar sem allir flokks- og aðstoðarflokksforingjar eru í sveitarráðinu taka allir flokkarnir þátt í ákvarðanatöku um sameiginleg verkefni. Til þess að þetta fyrirkomulag skili árangri þurfa skátarnir að vita fyrirfram um það sem taka á fyrir á sveitarráðsfundi svo að þeir geti látið skoðanir sínar og flokksins síns í ljós. Allir skátarnir í sveitinni sýna einhug um þá ákvörðun sem tekin er hver svo sem þeirra persónulega skoðun kann að vera. Sveitarráðið stýrir samhæfingu viðburða og verkefna sveitarinnar og hefur því góða yfirsýn yfir samskipti og samvinnu flokkanna.

32

Kjarni skátastarfs | Skátaaðferðin


Foringjaflokkurinn Í sveitarforingjaflokknum, sem oftast er einfaldlega kallaður „foringjaflokkur“, eru fullorðnir sjálf­ boðaliðar hverrar skátasveitar, þ.e. sveitarforinginn og allir aðstoðarsveitarforingjarnir. Hann metur starf sveitarinnar og framfarir skátanna og veitir uppeldisfræðilega leiðsögn og stuðning. Æskilegt er að foringjaflokkur sveitarinnar samanstandi af einum sveitarforingja eða aðstoðar­ sveitarforingja fyrir hverja 8-10 skáta í sveitinni. Fjögurra flokka skátasveit með 20-28 ungum skátum þarf því þrjá til fjóra fullorðna sjálfboðaliða, einn sveitarforingja og tvo eða þrjá aðstoðar­ sveitarforingja. Það skiptir miklu máli að vinnan við stjórnun sveitarinnar leggist ekki öll á einn eða tvo einstaklinga. Ef það gerist er hætt við að fólk gefist upp og dragi sig í hlé. Foringjaflokkurinn hittist að jafnaði viku- til hálfsmánaðarlega og er stjórnað af sveitarforingjanum. Það er mikilvægt að starfið í foringjaflokknum sé skemmtilegt og gefandi. Félagslegri þörf sveitar­ foringjanna innan jafningjahóps þarf að sinna til þess að sveitarforingjastarfið verði áhugavert en ekki óþægileg byrði. Foringjastörfin með skátunum verða þá ánægjulegur afrakstur vandaðrar undirbúningsvinnu – nokkurs konar uppskeruhátíðir. Upplagt getur verið að vinahópur, jafnvel tvenn hjón eða sambýlisfólk, sæki leiðtogaþjálfun skátahreyfingarinnar og taki svo að sér að leiða skátasveit í tvö eða þrjú ár.

Hlutverk sveitarforingjanna Sveitarforingjarnir eru fyrst og fremst í hlutverki óbeinna leiðbeinenda um uppeldi og menntun, bæði sem hópur og einstaklingar, með því að: •

Skapa aðstæður fyrir sveitarstarfið.

Hvetja skátana til dáða og hjálpa þeim að vaxa og þroskast.

Vekja athygli á markmiðum skátahreyfingarinnar og framtíðarsýn sveitarinnar.

Ganga úr skugga um að allir þættir Skátaaðferðarinnar séu nýttir í sveitarstarfinu og skapa

skilyrði fyrir lærdómsvettvang í flokkunum.

Vinna sem liðsheild, skynja áhættu og stýra forvörnum.

Undirbúa sveitarþing og sveitarráðsfundi og gæta þess að þar séu teknar ákvarðanir sem

hæfa þroska skátanna í sveitinni.

Fylgjast með og meta framfarir hvers skáta, gæta vel að persónuverndar sjónarmiðum og

vernda börn og ungmenni fyrir hvers kyns ofbeldi, einelti eða misbeitingu valds.

Stuðla að virku foreldrasamstarfi.

Sveitarforingjarnir skipta á milli sín verkum eftir persónuleika, reynslu, þekkingu og aðstæðum hvers og eins. Ef skátasveitin er kynjablönduð er mikilvægt að foringjaflokkurinn sé það líka.

Skátaaðferðin | Kjarni skátastarfs

33


Skátastarf á Íslandi Upphaf skátastarfs á Íslandi Skátahreyfingin barst til Íslands sumarið 1911 þegar hingað kom til sumardvalar frá Danmörku íslenskur drengur, Ingvar Ólafsson. Stofnaði hann fyrsta skátaflokkinn en vegna kunnáttuleysis varð lítið úr eiginlegu skátastarfi. Þegar Ingvar hélt utan á ný um haustið lagðist starfið alveg niður. Næsta sumar reyndi Ingvar að reisa starfið við á nýjan leik en varð lítið ágengt. Þó störfuðu nokkrir drengir áfram og var það meðal annars að þakka Pálma Pálssyni, kennara við Menntaskólann í Reykjavík, en hann lánaði ‚‚Fjósið‘‘, sem svo er nefnt, til fundahalda. Pálmi var einnig höfundur íslenska heitisins „skáti“ sem byggt er á enska orðinu scout og hinu danska spejder. Þó að erfiðlega gengi í byrjun gáfust skátadrengirnir ekki upp og þann 2. nóvember 1912 var Skátafélag Reykjavíkur stofnað. Fyrsti foringi þess var Sigurjón Pétursson glímukappi, síðar kenndur við Álafoss. Í fyrstu starfaði ein sveit innan félagsins en áður en langt um leið voru þær orðnar þrjár talsins. Sumardaginn fyrsta þann 23. apríl 1913 var skátafélagið Væringjar stofnað innan KFUM. Fyrsti foringi þess var séra Friðrik Friðriksson, stofnandi KFUM. Stúlkur stofnuðu Kvenskátafélag Reykjavíkur þann 7. júlí árið 1922 og voru fyrstu foringjar þess Jakobína Magnúsdóttir og Gertrud Hansen. Skátafélög risu svo víða um land á næstu árum og þann 6. júní 1924 stofnuðu nokkur skátafélög drengjaskáta með sér Bandalag íslenskra skáta. Kvenskátafélög landsins mynduðu með sér skátasamband árið 18 og við inngöngu kvenskáta í Bandalag íslenskra skáta árið 1944 urðu íslenskir skátar þeir fyrstu í heiminum til að mynda sameiginleg landssamtök drengja- og kvenskáta.

34

Kjarni skátastarfs | Skátastarf á Íslandi


Drekaskátar

Skipulag skátastarfs á Íslandi Skátar á aldrinum 7-22 ára starfa í skátafélögum. Algengast er að eitt skátafélag starfi í sveitar­ félagi þó ekkert banni að þau séu fleiri. Í Reykjavík eru til dæmis skátafélög starfandi hvert í sínu

Fálkaskátar

borgarhverfi. Skátastarf fer fram á fimm aldursstigum samkvæmt starfsgrunni sem gefinn er út af Bandalagi íslenskra skáta (BÍS).

Dróttskátar

Drekaskátar (7-9 ára)

Fálkaskátar (10-12 ára)

Dróttskátar (13-15 ára)

Rekkaskátar (16-18 ára)

Róverskátar (19-22 ára)

Skátarnir á hverju aldursstigi mynda skátasveit. Oft er ein skátasveit fyrir hvert aldursstig í hverju Rekkaskátar

skátafélagi, en ef skátarnir eru margir eru þær stundum fleiri. Hver skátasveit skiptist svo niður í skátaflokka, sem er grunneiningin í skátastarfi. Í hverjum flokki eru oftast 5-8 skátar. Rekka- og róverskátastarf er ekki virkt í öllum skátafélögum og í nokkrum tilvikum starfa t.d. róverskátar úr fleiri en einu skátafélagi saman í róverskátasveit.

Róverskátar

Starfsgrunnur skáta fyrir 7-22 ára börn og ungmenni sem samþykktur var árið 2010 byggist á þýðingu og staðfærslu á handbókum sem gefnar eru út af alþjóðasamtökum skáta (WOSM). Starfsgrunnurinn er útfærsla á grundvallargildum beggja heimsbandalaga skáta, hann lýsir því hvernig skátastarf þarf að vera til að standa undir því nafni.

Skátafélög Skátafélögum er stundum skipt upp í deildir og innan þeirra starfa svo skátasveitir fyrir ólík aldursstig (drekaskátar, fálkaskátar, dróttskátar o.s.frv.). Fullorðnir sjálfboðaliðar (sveitarforingjar og aðstoðarsveitarforingjar) stjórna og bera ábyrgð á starfinu í skátasveitunum. Drekaskátasveitir starfa sem einn hópur undir stjórn fullorðnu skátaforingjanna, en aðrar skátasveitir, fálkaskátar og eldri, skiptast í skátaflokka sem stjórnað er af flokksforingjum völdum af skátunum sjálfum úr jafningjahópnum, undir leiðsögn og stjórnun fullorðinna sveitarforingja. Flokkakerfið er einn af lykilþáttunum í uppeldis- og menntakerfi skátahreyfingarinnar og er sérstaklega áhrifarík aðferð við uppeldi unglinga og ungs fólks til að stuðla að því að þau verði sjálfstæðir, virkir og ábyrgir einstaklingar í samfélaginu. Skátaflokkurinn og skátasveitin eru grunneiningar skátastarfsins. Skátafélög eru stoðir sem skapa aðstæður fyrir starf skátasveita og skátaflokka. Oft starfa í skátafélögum svokölluð foringjaráð sem eru mynduð af sveitarforingjum allra skátasveita í félaginu ásamt öðrum fullorðnum sjálfboðaliðum, félagsstjórn og stundum fulltrúum foreldra skátanna.

Skátastarfá Íslandi | Kjarni skátastarfs

35


Bandalag íslenskra skáta Bandalag íslenskra skáta (BÍS) eru landssamtök skáta og skátafélaga á Íslandi. BÍS er formlegur aðili að báðum heimsbandalögum skáta, WAGGGS og WOSM, og ber þannig ábyrgð á að skátastarf á Íslandi sé í samræmi við grunngildi skátahreyfingarinnar. BÍS rekur Skátamiðstöðina sem staðsett er í Reykjavík og er þjónustumiðstöð fyrir skátafélögin í landinu, auk þess að vera aðalmálsvari skátahreyfingarinnar gagnvart erlendum og innlendum aðilum eins og stjórnvöldum, öðrum félagasamtökum og einstaklingum. Skátaþing er haldið árlega og kýs það sjö manna stjórn BÍS sem ber ábyrgð á starfi bandalagsins. Með stjórninni starfa fagráð sem einnig eru kosin á Skátaþingi. Auk fagráðanna starfa á vegum BÍS margir langtíma og skammtíma vinnuhópar, eins og Úlfljótsvatnsráð sem ber ábyrgð á starfsemi skáta á Úlfljótsvatni, Gilwell-teymi sem er ábyrgt fyrir leiðtogaþjálfun fullorðinna sjálfboðaliða og mótsstjórnir sem standa fyrir Landsmótum skáta á nokkurra ára fresti. BÍS stendur fyrir viðamikilli útgáfu- og fræðslustarfsemi auk margs konar viðburða fyrir starfandi skáta á ólíkum aldursstigum.

36 36

Kjarni Kjarni skátastarfs skátastarfs || Skátastarfá Skátastarfá Íslandi Íslandi


Fullorðnir sjálfboðaliðar í skátastarfi Mikilvægi sjálfboðaliða Skátahreyfingin þarf á fullorðnu fólki að halda til þess að markmiðum hennar verði náð. „Skátastarf er skemmtilegt ævintýri með skýr uppeldismarkmið.“ Það þarf fjölda fullorðinna sjálfboðaliða af báðum kynjum til þess að skátastarf fyrir börn, unglinga og ungt fólk geti gengið upp. Sumir vinna beint með skátunum sem sveitarforingjar og aðstoðarsveitarforingjar og er ákjósanlegt hlutfall einn fullorðinn fyrir hverja 8-10 skáta. Aðrir vinna að alls konar viðfangsefnum „baksviðs“ sem nauðsynleg eru til þess að skátastarf blómstri, t.d. stjórnarstörf og margs konar verkefnastjórnun í skátafélögum og hjá BÍS, störf tengd útgáfu, fræðslu- og fjármálum. Til að vinna að öðrum verkefnum þarf marga fullorðna sjálfboðaliða, m.a. með margs konar sérþekkingu um rekstur, kynningarmál, fræðslumál og mannauðsmál. Áætlað er að þörfin fyrir fullorðna sjálfboðaliða í skátastarf á Íslandi sé einn fullorðinn skáti á móti hverjum þremur starfandi skátum á aldrinum 7-18 ára. Í löndum þar sem skátastarf er í blóma er hlutfall fullorðinna skáta í líkingu við þessar tölur.

Eitt sinn skáti, ávallt skáti Einstaklingurinn heldur áfram að vera skáti þótt fullorðinsaldri sé náð. Sumir taka að sér leiðtoga­ störf fyrir skátahreyfinguna til að styðja við uppeldishlutverk hennar með beinni tengingu við börn eða ungmenni á aldrinum 7-22 ára. Aðrir taka að sér margs konar verkefni sem gagnast og styðja

Fullorðnir sjálfboðaliðar í skátastarfi | Kjarni skátastarfs

37


við skátastarf beint og óbeint – ýmist á vettvangi einstakra skátafélaga, héraðs- eða landssamtaka skáta eða fyrir Alþjóðasamtök skáta. Enn aðrir skátar starfa á vettvangi fullorðinna skáta, t.d. í hjálpar- og björgunarsveitum, í skátagildum og svo mætti lengi telja. Og enn aðrir skera á formleg tengsl við skátahreyfinguna – en halda áfram óformlegu skátastarfi í persónulegu lífi. „Sjálfboðastarf“ er í orðabókum skilgreint sem eitthvað sem innt er af hendi eða komið af stað af frjálsum vilja og án þvingunar. Þar sem skátahreyfingin er byggð upp af frjálsri þátttöku samþykkja sjálfboðaliðar í skátastarfi og ungu skátarnir tilboðið um uppeldismarkmiðin með því að taka þátt í starfinu af fúsum og frjálsum vilja. Það er hvorki skylda að byrja í skátastarfi eða að halda því áfram. Skátastarf er ekki eins og skólaganga, sem venjulega er skylda á ákveðnum aldri. Ungt fólk ákveður sjálft hvenær það gerist skáti og hvenær það hættir í skátastarfi. Sama gildir fyrir fullorðna sjálfboðaliða. Bandalag íslenskra skáta hefur markað sér stefnu um fjölgun fullorðinna sjálfboðaliða í skátastarfi, sem byggist á stefnu alþjóðasamtaka skáta og styðst við rannsóknir í félagsvísindum og reynslu skátabandalaga í öðrum löndum.

Engin þörf á að hafa verið skáti sem barn eða unglingur Það er alls ekki nauðsynlegt að hafa verið skáti áður en maður gerist fullorðinn sjálfboðaliði í skátastarfi. Fullorðnir sjálfboðaliðar í skátastarfi þurfa líka, eins og ungu skátarnir, að skilja og viðurkenna markmið skátahreyfingarinnar, grunngildin og Skátaaðferðina, þar sem hlutverk þeirra er að vera til staðar, beint eða óbeint, fyrir ungu skátana á þroskaleið þeirra. Þannig verða þeir „fullorðnir skátar“. Gilwell-leiðtogaþjálfun BÍS veitir nauðsynlega þekkingu og reynslu og stuðlar að þeim persónulega þroska sem þarf til að sinna starfinu. Auk þess hefur BÍS gefið út ítarlegar handbækur fyrir sveitar- og aðstoðarsveitarforingja hvers aldursstigs. Bækurnar eru upphaflega gefnar út af alþjóðasamtökum skáta (WOSM) – en þýddar og staðfærðar fyrir íslenskar aðstæður.

Fjölgun fullorðinna sjálfboðaliða Ein helsta áskorun allra skátafélaga og skátasveita er að finna nógu marga hæfa fullorðna sjálfboðaliða. Stundum finnum við þá ekki vegna þess að við leitum innan of þröngs hrings. Það er gott að víkka sjóndeildarhringinn og leita á nýjum stöðum, til dæmis meðal: •

Vina, samstarfsmanna og ættingja. Þeir gætu haft áhuga á skátastarfi í gegnum skátana sem

þeir þekkja.

Fyrrverandi skátaforingja.

Foreldra skátanna.

38

Kjarni skátastarfs | Fullorðnir sjálfboðaliðar í skátastarfi


Drengskaparheit skátaforingja

Kennara og annarra sérfræðinga í uppeldisstarfi barna og unglinga.

Ég heiti því að viðurlögðum drengskap mínum:

Háskólastúdenta, t.d. þeirra sem leggja stund á nám í uppeldisfræði, tómstundafræði eða

tengdum fögum.

að halda í heiðri skátaheitið, skátalög og landslög í öllu skátastarfi mínu og gæta heiðurs skátahreyfingarinnar jafnt í skátastörfum sem öðrum athöfnum.

Fólks sem vinnur hjá félags- og samfélagssamtökum, hjá hjálparstofnunum,

þjónustustofnunum, góðgerðarsamtökum eða fólks sem vinnur við uppeldisstörf.

Starfsmenn félags- og frístundamiðstöðva og frístundaheimila.

að rækja af trúmennsku og samviskusemi öll þau störf ég tek mér fyrir hendur sem skátaforingi. að ég hef ekki og mun ekki brjóta gegn andlegri eða líkamlegri heilsu þeirra skáta sem mér er treyst fyrir og halda í einu og öllu trúnað um það sem mér er treyst fyrir í skátastörfum mínum og leynt á að fara.

Það þarf að sjálfsögðu að tryggja að einstaklingar sem stunda einelti eða hvers konar ofbeldi komi aldrei nálægt skátastarfi. Bandalag íslenskra skáta gerir kröfur um að allir fullorðnir sjálfboðaliðar í skátastarfi (sveitarforingjar og aðrir) gefi skriflegt leyfi til að kanna sakaskrá viðkomandi. BÍS gefur út viðmið um forvarnir og gott verklag í skátastarfi ásamt viðbragðsáætlun um hvernig eigi að bregðast við ef eitthvað óeðlilegt kemur upp. BÍS er aðili að Æskulýðsvettvanginum ásamt UMFÍ, KFUM og K og Slysavarnafélaginu Landsbjörg.

Af hverju velja fullorðnir að taka þátt í skátastarfi? Samkvæmt könnunum er langalgengasta ástæðan fyrir sjálfboðaliðastarfi fullorðinna áhuginn á að láta gott af sér leiða og taka þátt í að aðstoða börn og ungmenni við að þroskast og takast á við umhverfið. Vinnuhópar alþjóðasamtaka skáta og BÍS um fullorðna í skátastarfi hafa skilgreint nokkrar fleiri ástæður: •

Náin tengsl, vinskapur og samstaða sem myndast í hópum fullorðinna sem vinna saman.

Löngun til að hafa jákvæð áhrif á ungt fólk.

Stuðla að betra samfélagi.

Kynnast fólki á öllum aldri.

Hver og einn fær stuðning við að þroska nýja færni í öruggu umhverfi.

Leiðtogafærni eykst.

Löngun til að efla stjórnunar- og skipulagshæfileika.

Í skátastarfi þjálfar hver og einn hæfni í verkefnastjórnun, markaðssetningu, samskiptum og

fjármálastjórn.

Öll ný hæfni sem einstaklingur þroskar í skátastarfinu nýtist og eykur atvinnumöguleika og

tækifæri í lífinu.

Fullorðnir sjálfboðaliðar í skátastarfi | Kjarni skátastarfs

39


Leiðtogaþjálfun fyrir fullorðna sjálfboðaliða Fullorðnir skátar eru kjölfestan í góðu skátastarfi. Þeir eru ábyrgir fyrir uppeldishlutverki hreyfingarinnar. Gilwell-leiðtogaþjálfunin er persónuleg vegferð hinna fullorðnu til að halda áfram að þroskast og eflast í lífi og starfi. Í Gilwell-leiðtogaþjálfun BÍS fá þeir innsýn í hlutverk fullorðinna í skátastarfi og öðlast þekkingu og færni til að leiða starfið og þar með leggja sitt af mörkum til betra samfélags. Leiðtogaþjálfunin hjálpar þeim við að takast á við sjálfboðastarfið. Hún gefur þátttakendum líka tækifæri til að efla leiðtogahæfni sína almennt, en það veitir einstaklingum aukið sjálfstraust og nýtist bæði beint og óbeint í einka¬ og fjölskyldulífi og á vettvangi atvinnulífsins. Í hópum fullorðinna í skátastarfi er líka að finna fólk sem gaman er að deila geði við, vaxa með og þroskast af skemmtilegri glímu við margs konar viðfangsefni sem svo augljóslega gagnast ungu fólki á þroskaleið þeirra til að verða sjálfstæðir, virkir og ábyrgir samfélagsþegnar. Gilwell-leiðtogaþjálfunin er byggð á sömu grundvallarforsendum og samsvarandi þjálfun um allan heim þar sem skátahreyfingin starfar. Hún á rætur aftur til 1919 þegar fyrsta Gilwell-námskeiðið var haldið fyrir skátaforingja í Gilwell Park í London. Nafn leiðtogaþjálfunar skátahreyfingarinnar, Gilwell-leiðtogaþjálfun eða „Wood badge“ tengist alþjóðlegum uppruna og er í samræmi við samsvarandi þjálfun um allan heim. Þó að allir sem ljúka Gilwell-leiðtogaþjálfun fái sömu sýn á hugmynda- og aðferðafræði skátahreyfingarinnar, býðst hverjum og einum að velja um tvær námsleiðir, aðra fyrir þá sem vilja starfa sem sveitarforingjar eða aðstoðarsveitarforingjar með skátum á aldrinum 7-22 ára og hina fyrir þá sem hafa áhuga á að vinna skátahreyfingunni gagn með því að vinna ýmis stjórnunarstörf innan skátafélags eða á sameiginlegum vettvangi skátastarfs, t.d. á vegum skátasambands eða BÍS. Þessar tvær námsbrautir eru kallaðar sveitarforingjaleið og stjórnunarleið. Þeir sem velja sveitarforingjaleiðina geta valið sér tiltekið aldursstig til að vinna með, t.d. dreka-, fálka-, drótt-, rekka- eða róverskáta. Það er sameiginlegt viðfangsefni allra sem leggja af stað í þá vegferð sem Gilwell-leiðtogaþjálfunin er, að vaxa og þroskast sem manneskjur í samvinnu við aðra sem eru á sömu leið. Góður leiðtogi er ekki sá sem stjórnar eða leiðir aðra með skipunum. Góður leiðtogi getur unnið í teymi með öðrum og laðað fram það besta bæði hjá einstaklingum og hópum – og góður leiðtogi er líka „leiðtogi í eigin lífi“.

40 40

Kjarni skátastarfs | Fullorðnir sjálfboðaliðar í skátastarfi Kjarni skátastarfs | Fullorðnir sjálfboðaliðar í skátastarfi


Gilwell-grunnþjálfunin samanstendur af fimm „skrefum“ •

Fyrri hluti (skref 1 og 2) sem felst í tveimur dagslöngum námskeiðum um starfsgrunn

skáta, markmið og leiðir í skátastarfi. Að loknum fyrri hluta fá þátttakendur Gilwell-hnútinn.

Seinni hluti (skref 3-5) sem samanstendur af tveimur dagslöngum námskeiðum um

verkefni í skátastarfi, áætlanagerð, skipulagningu skátastarfs eða viðburðastjórnun og einu

helgarnámskeiði um leiðtogafræði þar sem þátttakendur fá m.a. tækifæri til sjálfsmats sem

gagnast við leiðtogastörf bæði í skátastarfi og á öðrum sviðum lífsins. Að loknum seinni

hluta fá þátttakendur Gilwell-einkennin, þ.e. leðureymina með tveimur „skógarperlum“ og

Gilwell-klútinn sem er einkenni alþjóðlegu Gilwell-sveitarinnar.

Stefnt er að því að bjóða námskeið fyrir hvert „skref“ í Gilwell-grunnþjálfuninni að minnsta kosti fjórum sinnum á ári. Þannig er m.a. reynt að koma til móts við ólíkar þarfir og aðstæður fólks. Því er beint til þátttakenda að ljúka fyrri hlutanum helst innan sex mánaða og öllum fimm skrefunum innan 12-18 mánaða. Gert er ráð fyrir að þeir sem ljúka Gilwell-leiðtogaþjálfun og bera Gilwell-einkennin hafi lokið námskeiði í „fyrstu hjálp“ frá viðurkenndum aðila auk námskeiðs um „einelti, ofbeldi og barnavernd“. Boðið er upp á raunfærnimat í samráði við þátttakendur. Unnið er að því í samvinnu við Bandalag ástralskra skáta, að unnt verði að ljúka hluta þjálfunarinnar í fjarnámi með netnámi (e-learning). Stefnt er að því að sem allra flestir fullorðnir sjálfboðaliðar í skátastarfi ljúki Gilwell-leiðtogaþjálfun.

Símenntun fyrir fullorðna sjálfboðaliða í skátastarfi Á vegum Gilwell-skólans er líka boðin framhaldsþjálfun og endurmenntun á ýmsum sviðum sem að gagni geta komið við ýmis konar leiðtogastörf innan skátahreyfingarinnar og utan. Með því að ljúka á fullnægjandi hátt nokkrum framhaldsnámskeiðum samkvæmt persónulegri áætlun og námssamningi fær viðkomandi Gilwell-skáti þriðju og jafnvel fjórðu „skógarperluna“ og þar með aðild að Gilwell-teyminu sem er ábyrgt fyrir Gilwell-leiðtogaþjálfuninni. Stefnt er að því að bjóða ekki færri en fjögur framhaldsnámskeið í símenntun sjálfboðaliða á ári og fleiri ef eftirspurn er nægjanleg eða þörf krefur.

Dæmi um framhaldsámskeið og vinnusmiðjur: •

Viðburða- og verkefnastjórnun

Rekstur og rekstraráætlanir

Mannauðstjórnun

Fjölmenning í íslensku samfélagi

Gæðastjórnun og gæði skátastarfs

Tímastjórnun og persónuleg

Skipulagning náms og kennslu

markmiðasetning

Störf leiðbeinenda, ráðgjafa og

Börn og unglingar með sérþarfir

umræðustjórnenda (lóðsa)

Einelti, ofbeldi og barnavernd

Samskipti og lausn ágreiningsmála

Saga og þróun skátastarfs í heila öld

Starfsgrunnur skáta:

Skátahreyfingin er aþjóðleg

Reynslunám og skátastarf

friðarhreyfing

Fullorðnir sjálfboðaliðar í skátastarfi | Kjarni skátastarfs

41


Upphaf og saga skátastarfs Sagt er að Baden-Powell hafi verið stofnandi skátahreyfingarinnar. Það er satt best að segja sögulegur misskilningur. Hinn eiginlegi „stofnandi” skátahreyfingarinnar voru skátarnir sjálfir. Ótrúlegur fjöldi ungmenna, fyrst í Bretlandi og mjög fljótlega í fjölmörgum öðrum löndum, hreifst af skrifum Baden-Powells í bókinni Scouting for Boys. Baden-Powell var vissulega örlagavaldurinn, því að með skrifum sínum, lífssýn og lífsreynslu skapaði hann þann neista sem kveikti bálið, skátahreyfinguna eins og við þekkjum hana. Útilegan á Brownsea-eyju í ágúst 1907 var ekki beint „skátaútilega” því hreyfingin var þá ekki enn til sem slík, engin skátalög og ekkert skátaheit. Þar safnaði Baden-Powell hins vegar saman rúmlega tuttugu strákum með ólíkan félagslegan bakgrunn í þeim tilgangi að sannreyna kenningar sínar um skipulag og flokkakerfi, umgengni við náttúruna, virðingu, vináttu, jafnrétti og bræðralag sem uppeldislegt afl til alhliða þroska. Tilraunin heppnaðist afar vel og Baden-Powell dró af henni mikinn lærdóm. Útilegan á Brownseaeyju varð seinna sá atburður sem við miðum upphaf skátahreyfingarinnar við. Árið eftir tilraunina á Brownsea-eyju og útkomu Scouting for Boys skipulagði Baden-Powell raunverulega skátaútilegu í Humshaugh í Norður-Englandi þar sem hann kynnti skátahreyfinguna fyrir umheiminum. Þar með var skátahreyfingin orðin til með eigið skipulag, starfsaðferðir, skátaheit og skátalög – „Skátaaðferðin“ hafði séð dagsins ljós. Aðalatriðið í huga Baden-Powells var að virkja drengi – og síðar bæði drengi og stúlkur – sem gerendur í eigin uppeldi þannig að þeir yrðu sjálfstæðir, virkir og ábyrgir þátttakendur í samfélaginu. Allt small saman strax í upphafi, eiginleikar drengjanna, reynsla, sýn og kenningar Baden-Powells virkuðu vel og allir voru reiðubúnir. Eflaust höfðu einnig áhrif iðnbyltingin, ríkjandi stéttaskipting og annað ástand þjóðfélagsmála.

42

Kjarni skátastarfs | Upphaf og saga skátastarfs


Robert Baden-Powell Baden-Powell fæddist 22. febrúar 1857 í London og var nokkrum dögum seinna gefið nafnið Robert Stephenson Smyth Powell. Hann var sonur Henriettu Grace Smyth og prófessors BadenPowell sem voru virt og dugmikið yfirstéttarfólk, en þó ekki efnamikil. Þriggja ára gamall missti hann föður sinn. Eftir andlát föðurins bætti ástrík og umhyggjusöm móðir hans nafninu Baden við ættarnafnið til að heiðra minningu manns síns og föður barnanna. Hann bar því eftir það nafnið Robert Stephenson Smyth Baden-Powell. Í æsku var Baden-Powell mjög virkur og athafnasamur. Útilíf, útivera og tengsl við náttúru átti hug hans allan; veiðar, róðrar og náttúruskoðun. Jafnframt var hann listfengur og teiknaði mikið og varð seinna afar hæfur vatnslitamálari. Hann söng í kórum og spilaði á píanó auk þess sem hann þótti góður leikari og íhugaði meira að segja um tíma að gerast atvinnuleikari. Hann var líka mikill íþrótta- og keppnismaður. Baden-Powell hlaut hefðbundna skólagöngu í stéttskiptu þjóðfélagi eins og tíðkaðist í Englandi þess tíma. Í stað háskólanáms kaus hann að mennta sig frekar innan breska hersins og þar með var framtíð hans ráðin. Ferill hans í hernum hófst 1876 og leiddi hann um nýlendur Breta í Indlandi, Afganistan og Suður-Afríku. Störf hans í hernum voru um margt sérstök og virðast hafa byggt á eiginleikum þeim sem hann þróaði með sér í æsku og fylgdu honum alla tíð. Baden-Powell var ekki dæmigerður hermaður, verkefni hans beindust einkum að könnunar- og undanfarastörfum, landmælingum og kortagerð auk kennslu og þjálfunar. Hann hækkaði smám saman í tign og endaði feril sinn sem hershöfðingi. Mesta frægð í breska hernum hlaut Baden-Powell fyrir herstjórn sína í Búastríðinu við frækilega vörn Mafeking, lítillar borgar í Suður-Afríku 1899-1900. Þar varðist fámenn sveit breska hersins á kænskulegan hátt umsátri margalt fjölmennari hers hollenskra innflytjenda í Suður-Afríku sem kallaðir voru Búar. Her Búa hraktist undan þegar liðsauki Breta barst svo eftir 217 daga. Snemma á hermannsferli sínum kynntist Baden-Powell tveimur merkilegum mönnum sem áttu eftir að hafa mikil áhrif á hann. Annar þeirra var Ernest Thompson Seton, könnuður, náttúruunnandi og rithöfundur sem hafði kynnt sér vel menningu og lifnaðarhætti indíána Norður-Ameríku og bjó um tíma á meðal þeirra í Kanada. Hinn var rithöfundurinn og Nóbelskáldið Rudyard Kipling sem skrifaði m.a. bókina Dýrheima um „mannshvolpinn“ sem ólst upp með úlfum og fleiri dýrum í skógum Indlands. Það var yfirmaður og vinur Baden-Powell í hernum, Frederick S. Roberts, sem stefndi þessum þremur mönnum saman til að þeir gætu kynnst. Líklega sá Frederick að þeir áttu margt sameiginlegt. Það kom síðar í ljós þegar Baden-Powell sótti hugmyndir fyrir skátastarf í lífsverk og hugarheim þessara tveggja könnuða og vina sinna, annars vegar í frumbyggjastörf indíána og hins vegar í Dýrheima Kiplings. Hér er af mörgum talin liggja rótin að táknrænni umgjörð skátahreyfingarinnar. Baden-Powell leitaði í smiðju fleiri frumkvöðla og könnuða við mótun hugmyndafræði skáta­ starfsins. Áhrifa samtíðarfólks eins og ítalska uppeldisfræðingsins Mariu Montessori og bandaríska uppeldisfræðingsins John Dewey gætir mjög víða í skrifum hans og móta á margan hátt þá hugmynda- og aðferðafræði sem skátastarfið byggir á.

Upphaf og saga skátastarfs | Kjarni skátastarfs

43


Skátahreyfingin verður til Þegar Baden-Powell kom heim til Englands eftir Búastríðið 1903 var hann þekkt hetja breska heimsveldisins fyrir frammistöðuna í Mafeking. Flestir strákar þekktu nafn Baden-Powells og dáðust að afrekum hans. Hann gaf sér góðan tíma og íhugaði stöðu sína. Hermennskan hafði kennt þessum víðfræga hershöfðingja að einungis með sjálfstæðum, virkum og ábyrgum einstaklingum, friði og bræðralagi meðal manna og þjóða og virðingu fyrir náttúrunni ætti mannkynið sér möguleika á að búa saman á þessari jörð til framtíðar. Baden-Powell sá einnig að heilsteypt samfélag og friður meðal ólíkra þjóða kæmist best á með því að virkja æskufólkið. Baden Powell var á miðjum aldri árið 1907 en þá fyrst hófst ævistarf hans í þágu uppeldis og friðar – í þágu skátahreyfingarinnar. Baden-Powell hafði áður (1899) skrifað fræðslurit um könnunar- og njósnaferðir, Aids to Scouting, sem hann byggði á reynslu sinni og störfum í hernum. Fljótt kom í ljós að bókin naut mikilla vinsælda meðal unglinga og kennara. Hann sá að hér var frábær efniviður sem hann gat unnið betur með og látið þjóna nýju áhugamáli og lífsköllun. Baden-Powell tók því til við skriftir, viðfangsefnið var að skrifa Scouting for Boys (Könnunarstörf fyrir drengi). Hann tók sér stutt hlé í ágúst 1907 til að skipuleggja og stjórna útilegunni frægu á Brownsea-eyju sem sagt var frá hér að framan. Eftir útileguna hélt hann áfram með verkefnið og ritverkið Scouting for Boys varð til. Í fyrstu kom það út í nokkkrum heftum og kom það fyrsta út 15. janúar 1908 og síðan sex hefti á tveggja vikna fresti. Þau seldust vel og urðu óhemju vinsæl. Efnið var þá endurskrifað sem heildstæð bók og kom hún út 1908 í Englandi undir sama nafni. Á Íslandi kom bókin út í íslenskri þýðingu árið 1949 undir nafninu Skátahreyfingin. Við þessar aðstæður laust eftir aldamótin 1900 myndaðist jarðvegur fyrir þessa stærstu uppeldishreyfingu í heimi. Útgáfa Scouting for Boys hlaut óhemju miklar og áður óþekktar vinsældir. Boðskapur Baden-Powells virtist hitta í mark og drengir um allt Bretland hófu myndun hópa (skátaflokka) og byrjuðu að starfa samkvæmt leiðbeiningum bókarinnar og þeim gildum sem þar voru kynnt. Þúsundum og tugþúsundum saman skrifuðu þeir Baden-Powell til að spyrja hann ráða. Svar hans var: Hópist saman, stofnið flokka, kynnist öðrum skátaflokkum í nágrenninu og fáið fullorðna sveitarforingja með ykkur. Það er söguleg staðreynd að Baden-Powell hafði ekki sérstaka skipulags- eða stofnáætlun í huga. Allt spratt upp úr grasrótinni á þessum upphafsárum. Drengirnir stofnuðu skátaflokka og skátasveitir víðsvegar um landið og mjög fljótlega í öðrum löndum, þar á meðal á Íslandi árið 1912. Það er ekki hægt að benda á neinn skátaflokk sem fyrsta skátaflokkinn eða á ákveðna skátasveit sem fyrstu skátasveitina. Skátahreyfingin var stofnuð á mörgum stöðum í einu af drengjunum sjálfum og litlu síðar líka af fjölda stúlkna sem vildu taka þátt í ævintýrinu. Þessi nánast sjálfsprottna hreyfing óx með ótrúlegum hraða og Baden-Powell sá að ekki var um annað að ræða en að koma á skipulagi og stofna formlegan félagsskap – skátahreyfinguna. Það gerði hann seint á árinu 1908 og ári seinna voru höfuðstöðvar opnaðar í London. Vinir Baden-Powells hópuðust strax til starfa með honum og skátahreyfingin reis enn hærra. Svo fór að skátastarfið hreif á ótrúlega stuttum tíma með sér milljónir drengja og stúlkna, fyrst í Evrópu og í nýlendum Breta, síðar um allan heim. Hin alþjóðlega skátahreyfing var orðin að veruleika.

44

Kjarni skátastarfs | Upphaf og saga skátastarfs


Það var þó fyrst 1920 að alþjóðahreyfing skáta var formlega stofnuð. Baden-Powell hafði ætlað sér að kalla saman alþjóðaþing skáta 1918, en það dróst vegna fyrri heimstyrjaldarinnar. Með stofnun alþjóðahreyfingarinnar var lögð aukin áhersla á hlutverk skátahreyfingarinnar sem alþjóðlegrar friðarhreyfingar. Þjóðabandalagið (forveri Sameinuðu þjóðanna) var stofnað um sama leyti og að frumkvæði Baden-Powell urðu mikil tengsl milli þessara tveggja alþjóðlegu stofnana. Á okkar tímum hefur alþjóðahreyfing skáta mikið formlegt samstarf við stofnanir Sameiðu þjóðanna. Starfsgrunnur skáta samræmist Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna frá 1989 sem Alþingi lögfesti 20. febrúar 2013.

Skátahreyfingin um víða veröld Nú starfa yfir 40 milljónir skáta í meira en 160 löndum í skátahreyfingunni, stærstu uppeldis- og friðarhreyfingu í heiminum.

Skátahreyfingin er stærsta æskulýðshreyfing í heimi með yfir 40 milljónir skáta sem starfa í tveimur heimsbandalögum. WOSM er heimsbandalag skáta og er bæði fyrir drengi og stúlkur en WAGGGS er heimsbandalag kvenskáta og er einungis fyrir stúlkur. Bandalag íslenskra skáta er aðili að báðum heimsbandalögunum. Ástæða þess að heimsbandalögin eru tvö er eflaust sú að í sumum löndum heims mega drengir og stúlkur ekki vera í sama félagsskap og þar er þörf fyrir þessa aðgreiningu.  Víðast er þó mjög gott samstarf á milli drengja- og kvenskáta, til dæmis í Evrópu þar sem mörg skátabandalög eru blönduð eða starfa mjög mikið saman.

WOSM World Organization of the Scout Movement •

Stofnað 1920, höfuðstöðvar eru í dag í Genf og Kúala Lúmpúr

Vefsíða: www.scout.org

Um 30 milljónir skáta í um 160 löndum.

WOSM rekur í dag tvær alþjóðlegar skátamiðstöðvar; Cairo í Egyptalandi og Kandersteg í Swiss.

WAGGGS World Association of Girl Guides and Girl Scouts •

Stofnað 1928, höfuðstöðvar eru í dag í London

Vefsíða: www.wagggs.org

Um 10 milljónir kvenskáta í um 145 löndum.

WAGGGS á fjórar alþjóðlegar skátamiðstöðvar; Our Cabaña í Mexíkó, Our Chalet í Sviss, Sangam í Indlandi og Pax Lodge í Englandi. Á hverju ári er fjöldinn allur af skátamótum og viðburðum um heim allan sem skátar geta tekið þátt í til að komast í samband við skáta og skátaflokka alls staðar að úr heiminum.

Upphaf og saga skátastarfs | Kjarni skátastarfs

45


Lokaorð Þetta rit er skrifað fyrir fullorðið fólk sem hefur áhuga á að kynnast markmiðum skáta­ hreyfingarinnar og því uppeldis- og menntunarstarfi sem felst í skátastarfi. Markmiðið er að skapa ungu fólki tækifæri til sjálfsnáms og aukinnar samfélagsvitundar – til að verða sjálfstæðir, virkir og ábyrgir þjóðfélagsþegnar og til að láta gott af sér leiða í nærsamfélagi sem og í samfélagi mannkynsins í heild. Skátastarf snýst um uppeldi til lýðræðislegrar þátttöku og sjálfbærrar þróunar. Það eflir raunhæft sjálfsmat einstaklingsins og sjálfstraust – en jafnframt hæfileika til að vinna með öðrum. Skátastarf er leiðtogaþjálfun – ekki í þeim skilningi að í skátastarfi séu einstaklingarnir einungis þjálfaðir til að stjórna öðrum heldur til að vinna með öðrum að settu marki og ekki síst til að verða leiðtogar í eigin lífi.

46

Kjarni skátastarfs | Lokaorð


Lokaorรฐ | Kjarni skรกtastarfs

47


Ritið Kjarni skátastarfs er skrifað fyrir alla sem hafa áhuga á að kynna sér þá hugmynda- og aðferðafræði sem skátahreyfingin um víða veröld byggir á. Efnið á erindi við alla sem hafa áhuga á uppeldi og menntun ungs fólks og því hvernig lífsleikni og samfélagsvitund getur eflt einstaklinginn og bætt hvert samfélag. Skátahreyfingin er uppeldishreyfing sem stefnir að því að hver skáti læri smám saman, á þroskaferli sínum frá barnsaldri til fullorðinsára að verða sjálfstæður, virkur og ábyrgur og láta gott af sér leiða í samfélaginu. Skátastarf eflir raunhæft sjálfsmat og sjálfstraust og snýst um uppeldi til sjálfsnáms, lýðræðislegrar þátttöku og sjálfbærrar þróunar. Skátastarf er leiðtogaþjálfun – ekki í þeim skilningi að í skátastarfi séu einstaklingarnir einungis þjálfaðir til að stjórna öðrum heldur til að vinna með öðrum að settu marki og ekki síst til að verða leiðtogar í eigin lífi.

48

Kjarni skátastarfs | Lokaorð

Kjarni skátastarfs  
Read more
Read more
Similar to
Popular now
Just for you