Page 1

Afmælisrit skátanna

1

ÆVINTÝRI Í 100 ÁR AFMÆLISRIT BANDALAGS ÍSLENSKRA SKÁTA

ÆVINTÝRALEGUR SKÁTAANDI HEFUR SVIFIÐ YFIR ÍSLANDI Í HUNDRAÐ ÁR. Á DEGI HVERJUM TAKAST ÍSLENSKIR SKÁTAR Á VIÐ SPENNANDI ÁSKORANIR MEÐ ÞAÐ AÐ MARKMIÐI AÐ GERA HEIMINN ÖRLÍTIÐ BETRI. EN HVAÐ GERA SKÁTARNIR ANNAÐ EN AÐ KLÍFA FJÖLL OG BINDA HNÚTA? AFMÆLISRIT SKÁTANNA GEFUR ÞÉR INNSÝN Í FJÖLBREYTTAN OG TÖFRANDI HEIM SKÁTASTARFSINS.


Ævintýri í 100 ár

2

Breyttu dósunum þínum í káta skáta Allar dósir og flöskur sem við fáum breytum við í öflugan styrk við íslenska skáta og fjölbreytt skátastarf. Móttökustaðir okkar eru víða m.a. á öllum Sorpustöðvum og við marga stórmarkaði. Nánari upplýsingar færðu í síma 550 9800.

– við elskum dósir!


Afmælisrit skátanna

3

Skátastarf skemmtilegt ævintýri

með skýr uppeldismarkmið

Ævintýri og óformlegt reynslunám. Skátahreyfingin hefur það að markmiði sínu að þroska börn og ungt fólk til að verða sjálfstæðir, virkir og ábyrgir einstaklingar í samfélaginu. Ævintýri og óformlegt reynslunám Skátahreyfingin hefur það að markmiði sínu að þroska börn og ungt fólk til að verða sjálfstæðir, virkir og ábyrgir einstaklingar í samfélaginu. Börn og ungmenni sem taka þátt í skátastarfi upplifa ævintýri ásamt vinum sínum í skátaflokknum. Skátinn lærir að setja sér raunhæf markmið og takast á við persónulegar áskoranir. Þannig er skátastarf vettvangur þar sem skátinn þroskar með sér hæfileika á hinum ýmsu sviðum, án þess að vera mjög meðvitaður um það á meðan á því stendur. Nám skátans fer því fram í gengum leiki og samvinnu, ólíkt hefðbundnu, formlegu námi, en er um leið vel skipulagt, formað kerfi með skýrum gildagrunni, sem hver og einn á auðvelt með að tileinka sér á sinn eigin hátt. Því má segja að skátastarfið sé spennandi ævintýri fyrir börn og ungmenni, starf sem hefur skýr uppeldismarkmið sem fullorðnir foringjar kunna góð skil á hvernig best er að ná með skátaaðferðinni.

Leiðtogi í eigin lífi Skátastarf fer fram í smáum einingum sem kallast skátaflokkar. Flokkarnir byggjast upp á 5-8 manna teymi skáta á svipuðum aldri, þar sem hver skáti hefur sitt hlutverk og tekur virkan þátt í skipulagningu og ákvarðanatöku innan hópsins. Skátaflokkarnir öðlast aukið sjálfstæði eftir því sem skátarnir eldast, en þó er mikil áhersla lögð á

virka þátttöku þeirra allt frá unga aldri. Þegar ungmenni ljúka hefðbundnu skátastarfi um 22 ára aldur hafa þau fengið sérlega góð verkfæri og reynslu af notkun þeirra til að taka sjálf við sínu eigin uppeldi og verða leiðtogar í eigin lífi. Skátastarf stefnir að því að bæta heiminn með því að styrkja einstaklinginn og þjálfa hann til sjálfsnáms. Það er sérstaða þess. Afurð skátastarfs sjáum við í mörgum atkvæðamiklum einstaklingum víðs vegar í þjóðfélaginu. Hjálparsveitarfólk hefur oftar en ekki skátabakgrunn, fólk í framvarðarsveit ýmissa verkefna á sviði lýðræðis og mannréttinda, leiðsögumenn í ferðaþjónustu og svo mætti lengi telja. Allt er þetta fólk sem gerir samfélagi okkar oft og tíðum mikið gagn sökum frumkvæðis og ósérhlífni.

Lýðræði og mannréttindi Með sérstökum lýðræðisleikjum hafa skátarnir áhrif á verkefnaval flokksins síns og skátasveitarinnar og læra þannig um leið að þátttöku í ákvarðanatöku stærri hóps fylgir einnig ábyrgð. Af því að skátastarf er frábær vettvangur fyrir tilraunastarfsemi. Skátinn er sífellt að öðlast reynslu af einhverju sem hann hefur aldrei gert. Að auki vinna skátaflokkar þannig að skátarnir fá að spreyta sig á mismunandi hlutverkum innan flokksins auk þess að vera fulltrúar síns hóps í lýðræðislegum ákvörðunum með

öðrum flokkum. Skátarnir læra að færa rök fyrir hugmyndum sínum og skoðunum í flokknum og innan sveitarinnar sem flokkarnir mynda í hverju félagi. Þeir læra það í gegnum skemmtilega leiki og í hópi jafningja þar sem enginn er öðrum æðri í flokknum.

Stærsti vinahópur í heimi Önnur sérstaða skátastarfs er tenging þess við sterka alþjóðahreyfingu skáta. Stígandi skátaaðferðarinnar sem notuð er markvisst í skátastarfinu gerir ráð fyrir því að einstaklingurinn þrói með aldrinum með sér tenginu út fyrir föðurland sitt og hugsi um heiminn sem eina heild, heim sem kemur okkur öllum við. Á alþjóðavísu bjóðast, eftir því sem skátarnir verða eldri, sífellt fleiri tækifæri til að taka þátt í skemmtilegum verkefnum með skátum frá flestum löndum heims, með stuðningi alheimshreyfingarinnar. Með því að vera skáti má þannig segja að barnið verði hluti af stærsta vinahópi í heimi, þar sem hvar sem er í heiminum getur það átt von á að hitta jafnaldra sem hefur sama skátabakgrunn og sama gildagrunn. Reynslan sýnir að alþjóðlegt starf skátahreyfingarinnar hefur alið af sér vináttu milli þjóða, oft ævilanga. Slík vinátta er góður grunnur að því að bæta heiminn dag frá degi... Bætum heiminn alla ævi, eitt sinn skáti ávallt skáti!

U ll

a

rf a

tn

a

ð u

r

Til hamingju með 100 ára afmælið!

íú

ti vi

st

in

a

!

Stúlkurnar í fálkaskátasveitinni Rauðskinnum takast á við ýmis spennandi verkefni á skátafundum, en hér má sjá nokkrar stúlkur úr sveitinni með þæfð listaverk úr íslenskri ull.

SKÁTASVEIT Í FÓKUS

Indíánasiðir og ævintýri

Á Íslandi eru um 200 starfandi skátasveitir á mismunandi aldursbilum. Hér segir Una Guðlaug Sveinsdóttir frá starfi í fálkaskátasveitinni Rauðskinnum, en fálkaskátar eru á aldrinum 10 til 12 ára. Skátasveitin Rauðskinnur er rótgróin sveit í skátafélaginu Hraunbúum í Hafnarfirði, en sveitin er rúmlega 45 ára gömul. Starf sveitarinnar hefur í gegnum tíðina verið gríðarlega öflugt og þessi langa saga hennar felur vitaskuld í sér fjölmargar sveitarhefðir sem margar hverjar eru tengdar indíánum og þeirra siðum. Meðal annars fara allir meðlimir sveitarinnar í gegnum sérstaka „Rauðskinnuvígslu.“ Vígslan er að indíánasið, en að öðru leyti háleynileg. Í vetur starfa í Rauðskinnum 25 skátastúlkur á aldrinum 10-12 ára sem fást við spennandi verkefni af ýmsum toga. Í sumar tók sveitin þátt í landsmóti skáta og var þar hluti af því mörg þúsund manna tjaldbúðarsamfélagi sem reis á Úlfljótsvatni og stóð um tíu daga skeið. Brölt og bleyta í svonefndu „vatnasafarí“, víkingasmiðjur, siglingar, gönguferðir og söngvar voru á meðal þess sem gerði þessa daga ógleymanlega fyrir Rauðskinnur og alla aðra sem tóku þátt. Á hverjum degi báru skátarnir sjálfir ábyrgð á því að versla og elda hádegismatinn og lærðu sumir af því dýrmæta lexíu – til dæmis Rauðskinnuflokkurinn sem fór offari í beikon-innkaupum fyrsta daginn, en sýndi í framhaldinu

mikla útsjónarsemi til þess að feta sig í átt að heilbrigðara mataræði. Núna á haustmánuðum hafa Rauðskinnur meðal annars spreytt sig á ljósmyndamaraþoni og þæfingu, kynnt sér lífríki fjörunnar í Hafnarfirði og unnið verkefni um frið. Einnig fór sveitin í útilegu í skála sem heitir Hverahlíð og er staðsettur á svæði þar sem símasamband er af skornum skammti. Úrhellisrigning ákvað að taka þátt í gönguferð sveitarinnar en skátahetjurnar létu það ekki stöðva sig og héldu ótrauðar áfram. Þó er ekki hægt að neita því að kamínan góða í skálanum hafi verið vinsæl þegar snúið var til baka og tóku margar ákvörðun um að pakka fleiri sokkapörum í næstu ferð. Allt er breytingum háð og það á líka við um skátastarf. Með tíma og tækniframförum breytist eðli verkefna og samskipta, en þó erum við skátar svo lánsöm að vissir hlutir breytast seint. Fyrir 45 árum fóru Rauðskinnur líka í útilegu í skála sem heitir Hverahlíð. Þar var eflaust rigning og þar voru engir símar. Þar voru vissulega ævintýri, spenna, vinátta og skátar sem fengu að búa að sinni Rauðskinnureynslu um aldur og ævi.


Ævintýri í 100 ár

4

„...kyrrð og ró, en þó festa og þor...“ Það þykir með ólíkindum að aðeins hafi tekið skátahreyfinguna tæplega 5 ár að sigla yfir hið úfna Atlantshaf og til eyjunnar einangruðu í norðri. Guðrún Björg Ingimundardóttir fjallar um upphaf skátastarfs á Íslandi upp úr aldamótunum 1900. Fyrir rétt rúmum 100 árum, sumarið 1911, setti Ingvar Ólafsson fyrsta skátafundinn á Íslandi að fyrirmynd hershöfðingjans Sir Robert BadenPowell. Fundur sá var haldinn í Fjósinu svokallaða sem heyrir til húsakosts Menntaskólans í Reykjavík. Síðan þá hefur hið fornkveðna sannast, að mjór er mikils vísir. Fundurinn ól af sér fjölda annarra funda og markaði í raun upphafið að einum stærstu æskulýðssamtökum Íslands sem jafnframt hafa alið af sér fullgilda þátttakendur í alþjóðasamfélagi skátahreyfingarinnar. Ingvar Ólafsson, 16 ára unglingspiltur, var innblásinn af hugsjón Sir Baden-Powell sem fólst í því að gera unga drengi að virkum þjóðfélagsþegnum með því að efla hjá þeim sjálfstæða hugsun og sjálfsbjargarviðleitni. Sjálfur hafði Ingvar kynnt sér skátastarf í

Danmörku sem hann hafði að leiðarljósi þegar efnt var til fyrsta skátafundarins. Þrátt fyrir að Ingvar hafi snúið aftur til Danmerkur fljótlega eftir fundinn fræga í Fjósinu, héldu flokksmeðlimir hans áfram þar sem frá var horfið og stofnuðu Skátafélag Reykjavíkur þann 2. nóvember 1912. Árið 1914 höfðu myndast þrjár sveitir innan vébanda félagsins, allar leiddar af framámönnum úr íslensku íþróttahreyfingunni. Skátafélag Reykjavíkur naut liðsinnis Pálma Pálssonar, íslenskukennara við Menntaskólann í Reykjavík, við að íslenska úr frummálinu orðið „scout”. Á enskri tungu merkir orðið könnuður eða sporrekjandi, hverra hæfni þótti fýsileg í augum Sir Baden-Powell þegar kom að því að ala upp einstaklinga sem ætlað var vera ævinlega virkir í samfélagi sínu. Hins vegar, hvort sem forkólfar

skátahreyfingarinnar voru meðvitaðir um þá stefnu sem mörkuð var eður ei, skapaði íslenskt skátastarf sér óðum sérstöðu innan hinnar ört vaxandi alþjóðlegu skátahreyfingar, án þess þó að glata hinum upprunalegu gildum sem sett voru fram af Sir Baden-Powell í árdaga skátastarfs í heiminum.

Örar þjóðfélagsbreytingar og óblíð náttúruöfl Íslenskt samfélag stóð á tímamótum um það leyti sem fyrstu skátarnir héldu galvaskir af stað í útilegur sínar. Áratugalöng sjálfstæðisbarátta virtist loks ætla vera að bera ávöxt, krafan um aukið frelsi og vægi kvenna varð æ háværari. Í upphafi tuttugustu aldarinnar urðu

straumhvörf í uppbyggingu og atvinnulífi þjóðarinnar er æ fleiri fluttu úr sveit í borg og lífsgæði margra jukust til mikilla muna. Ísland var loksins að takast á við þær þjóðfélagsbreytingar sem átt höfðu sér stað í Evrópu mörgum árum, jafnvel áratugum áður. Óhjákvæmilegt var að slíkar hræringar settu mark sitt á þá þá æskulýðshreyfingu er hafði sjálfstæði og framsækni að leiðarljósi. Bandalag íslenskra skáta, hið fyrsta í heiminum sem opið var bæði drengjum og stúlkum, var stofnað í sinni núverandi mynd árið 1944. Sama ár hlaut Ísland sjálfstæði sitt, svo engan skyldi undra að árin fyrir stofnun íslenska lýðveldisins hafi haft áhrif á íslenskt skátastarf á mótunarárum

þess. Sömuleiðis ber að hafa það í huga að á Íslandi hefur aldrei þekkst nokkuð sem hægt er að nefna her. Leiðtogar skátahreyfingarinnar á Íslandi í upphafi, s.s. Benedikt G. Waage og Helgi Jónasson, áttu uppruna sinn í íslensku íþróttasamfélagi eins og áður hefur komið fram. Meðal upphafsmanna hreyfingarinnar var einnig að finna mikla menntamenn og konur á borð við sr. Friðrik Friðriksson og Jakobínu Magnúsdóttur. Í sameiningu stuðluðu þessir fyrstu skátaforingjar með ráðum og dáð að eflingu heilbrigðrar sálar í hraustum líkama, e.t.v. undir öðrum formerkjum en hershöfðinginn Sir Robert Baden-Powell en án þess þó

Framrúður Hliðarrúður Afturrúður Bílrúðuviðgerðir Vinnum fyrir öll tryggingafélög Skeifan 2 - 108 Reykjavík ím eira e Sími 530 5900 - www.poulsen.is n 100 ár


Afmælisrit skátanna

Með markmið stofnandans að leiðarljósi Íslenskt skátastarf er um margt einstakt. Þær sérstöku aðstæður sem því voru búnar, í upphafi sem endranær, hafa skapað óviðjafnanleg tækifæri til að ögra einstaklingnum. Þessar aðstæður hafa jafnframt stuðlað að mótun skarpskyggnra einstaklinga með jákvæða og opna lífssýn, lífsýn sem þrífst og þroskast einna best í gegnum samvinnu og samskipti ólíkra hópa og

Nú flokkum við!

einstaklinga. Í engu skyldi þó hallmæla því göfuga starfi sem fram fer annars staðar í heiminum þó aðstæður kunni að vera aðrar. Skátahreyfingin á Íslandi hefur markmið Sir Baden-Powell enn að leiðarljósi og sækist stöðugt eftir meiri þekkingu frá skátastarfi úr öllum heimshornum til að styrkja starfið heimafyrir og búa í haginn fyrir æ hnattvæddari framtíð. Skátastarf tekur mið af umhverfi sínu hverju sinni og reisir tjaldbúðir og þjálfar meðlimi sína í samræmi við það. Þó miklar breytingar hafi orðið bæði hjá íslensku þjóðinni og íslensku skátahreyfingunni síðan Ingvar Ólafsson stofnaði fyrsta skátaflokkinn í Reykjavík, má fullyrða að sjálfstæðisbaráttan, herleysið og óbeisluð náttúran þá og nú séu enn styrkar stoðir við það öfluga starf sem fram fer í íslensku skátahreyfingunni, bæði heima og heiman.

Litrík, létt og lífleg lausn! 430.055 maggi@12og3.is

að vera eftirbátar hans þegar kom að aga, kjarki og úrræðasemi. Markmið Sir Baden-Powell var að losa unga drengi úr viðjum stórborganna og gefa þeim færi á að spreyta sig í villtri náttúru og læra mikilvægar lífslexíur af því að bjarga sér í óvæntum og hugsanlega óblíðum aðstæðum. Ljóst er að stórborgarglaumi var ekki fyrir að fara á Íslandi. Hið sérstaka samband sem íslenskir skátar mynda við náttúruna í leik og starfi er því nokkurs annars eðlis en tíðkaðist á Englandi eða í Danmörku. Samneyti íslenskra skáta við sitt nánasta umhverfi hefur ætíð litast af baráttu við náttúruöflin. Kennslustundir og æfingar í sjálfsbjargarviðleitni hafa því haft mun bókstaflegri merkingu fyrir íslensk ungmenni en sú reynsla sem breskir skátar, svo dæmi sé tekið, öðluðust og heimfærðu upp á sinn eigin raunveruleika í frumskógi bresks borgasamfélags. Augljóst dæmi um þetta eru íslenskar hjálparsveitir sem spruttu upp úr íslensku skátastarfi þegar líða tók á 20. öldina.

5

Ecodepo flokkunarbarirnir eru ódýrir og endingargóðir pokastandar þar sem mismunandi litir eru notaðir til að greina sundur úrgang og koma honum í réttan farveg. Þeim er víða hægt að koma fyrir og þeir fara vel í flestu umhverfi. Ecodepo hefur fengið fjölda verðlauna bæði fyrir hönnun og hve auðveldir þeir eru í allri umhirðu.

Upplýsingar í síma 535 2550 Hringhella 6 • 221 Hafnarfjörður • Sími: 535 2550 • info@hafnarbakki.is • www.hafnarbakki.is

ÁS sjúkraþjálfun Á S SJ Ú K R A Þ J Á L F U N Í HJAR TA ÁR B Æ

JAR

Á S s j ú k raþ j á l f un

Um blaðið Ritstjóri: Inga Auðbjörg Kristjánsdóttir Ábyrgðarmaður: Hermann Sigurðsson Umbrot: Baldur Árnason Ljósmyndir: Baldur Árnason Unnur Ósk Unnsteinsdóttir Zheko Georgiev og myndir úr safni BÍS

Hjá ÁS sjúkraþjálfun starfa 6 sérfræðingar sem hafa mikla reynslu í skoðun, greiningu og meðhöndlun stoðkerfisverkja hjá öllum aldurshópum.

Þ j ó nus ta Almenn sjúkraþjálfun Nálastungur Hnykkingar Í þróttasjúkraþjálfun Vinnuvernd F ræðsla

Höfundar efnis: Inga Auðbjörg Kristjánsdóttir Elín Esther Magnúsdóttir Guðrún Björg Ingimundardóttir Ingibjörg Hannesdóttir Una Guðlaug Sveinsdóttir Teikningar: Birkir Kristinsson Gefið út í nóvember 2012 á vegum Bandalags íslenskra skáta

Á

J

K

H

0

N ý r rey ns l ub o l ti í h ó pnum G unnar R . Sverrisson hefur bæst í hóp sjúkraþjálfara hjá ÁS sjúkraþjálfun. G unnar hefur áralanga reynslu af meðhöndlun íþróttamanna, bakvandamála og vinnuverndar. Viljum við bjóða hann velkominn til starfa hjá ÁS sjúkraþjálfun.

E KJ VÍK

.assjukra. om


Ævintýri í 100 ár

6

SKÁTAMÓT AF ÝMSUM STÆRÐUM OG GERÐUM

Tjaldstög og tillitsemi Andrúmsloftinu verður vart lýst með orðum. Að stíga inn á mótssvæðið er eins og að varpast inn í nýja veröld; -sérstætt samfélag sem byggir á bræðralagi barna, fremur en reglum fullorðinna. Skátamót eru vettvangur skáta til þess að koma saman og deila lífskjörum í nokkra daga eða jafnvel nokkrar vikur. Á skátamótum gista skátar yfirleitt í tjöldum, setja upp ýmsa nauðsynlega samfélagsinnviði og taka þátt í dagskrá sem miðar að því að læra að bjarga sér í náttúrunni, vinna í teymi og lenda í ævintýrum. Það var árið 1920 sem fyrsta heimsmót skáta var haldið í Englandi að undirlagi stofnanda Skátahreyfingarinnar, Sir Robert BadenPowell. Skátahöfðingi Grikklands, Konstantinos Melos, stakk síðar upp á því að heimsmót yrðu haldin á 4 ára fresti, líkt og Ólympíuleikar íþróttamanna, enda tilgangurinn hinn sami; að leiða saman skáta frá öllum heimshornum til að vinna verkefni í sameiningu. Íslenskir skátar hafa undanfarið sent stóra hópa á heimsmót, en síðasta heimsmót var haldið í Svíþjóð sumarið 2011. Það sóttu tæplega 300 íslenskir skátar og nú þegar hafa skátarnir hafið skipulagningu fyrir för íslenskra skáta á næsta heimsmót sem haldið verður í Japan 2015. Heimsmót eru ætluð 14-17 ára skátum en auk þeirra sækja mótið þúsundir fullorðinna sjálfboðaliða sem leiðbeina ungmennunum á meðan á mótinu stendur. Síðustu áratugi hefur fjöldi þátttakenda á heimsmótum skáta verið á bilinu 20-40 þúsund og því ljóst að um er að ræða allra stærstu viðburði sem haldnir eru á heimsvísu. Á aðeins örfáum vikum fyrir heimsmótin er risastórt mótssvæðið undirbúið þannig að það geti tekið við þeim mikla fjölda íbúa sem munu koma þar upp tjaldbúðum og verja öllum stundum á svæðinu í um hálfan mánuð. Á slíku mótssvæði þarf gífurlega samfélagsinnviði. Á meðan mótinu stendur eru starfrækt fjölmörg veitingahús, læknamiðstöðvar, apótek, bankar, kapellur og moskur, stórmarkaðir og jafnvel skemmtigarðar og stjörnuskoðunarmiðstöðvar.

Landsmót á Íslandi eru vinsæl á meðal erlendra skáta Íslenskir skátar sækja ekki aðeins stórmót á erlendri grundu heldur halda einnig sín eigin skátamót. Landsmót á Íslandi eru að jafnaði haldin á þriggja ára fresti, síðustu ár til skiptis við Úlfljótsvatn og á Akureyri. Landsmótin sækja nokkur þúsund skátar og af þeim er um helmingur erlendur. Á Íslandi tíðkast að auk dagskrár fyrir skátana sjálfa séu svokallaðar fjölskyldubúðir, þar sem foreldrum gefst kostur á að

kynna sér skátastarfið með beinum hætti. Landsmót á Íslandi eru títt rómuð af erlendum gestum, enda fer þar saman spennandi dagskrá, einstæð náttúrufegurð og fagleg skipulagning. Sérstakt hátíðarlandsmót var haldið við Úlfljótsvatn sl. sumar til að fagna 100 ára afmæli íslensku skátahreyfingarinnar. Mótið sóttu á sjötta þúsund manns þegar mest var, en það stóð í rúma viku. Yfirskrift mótsins var Ævintýrið heldur áfram og voru gömul mótsþemu nýtt sem innblástur í dagskrána. Skátarnir fengust við ýmislegt á meðan á mótinu stóð, s.s að semja tónlist,hanna tískufatnað úr plastpokum, fara í ævintýralegar hjólaferðir um Þingvallasveit, búa til litla vatnsmyllu til rafmagnsframleiðslu, heimsækja fornfálegt víkingaþorp og tileinka sér lifnaðarhætti íslenskra landnámsmanna. Skátarnir elduðu sjálfir matinn sinn eftir að hafa verslað hann fyrir sérstakar landsmótskrónur. Þannig lærðu ungmennin útsjónarsemi og hagsýni, auk þess að taka lýðræðislegar ákvarðanir og tileinka sér færni í matseld.

skátastarfi og vafalaust það sem stendur upp úr á skátaferli hvers skáta. Hvort sem um er að ræða 40 manna mót í þýsku dalverpi eða alþjóðlegt stórmót á Íslandi, þá er upplifun skátans ógleymanleg og á stóran sess í að þroska ungmennið til þess að verða, eins og leiðarljós Bandalags íslenskra skáta segir, „sjálfstæðir, virkir, hjálpsamir og ábyrgir einstaklingar í samfélaginu.”

Friðarsamfélag til fyrirmyndar Skátasöngurinn Ging-gang-gúllí-gúllí, sem íslenskur almenningur hefur jafnan tengt sterklega við skátahreyfinguna, var í upphafi samið af Baden-Powell sem söngur á tilbúnu tungumáli sem sameinað gæti allra þjóða skáta, óháð uppruna eða tungumálafærni. Skátamót eru einmitt friðsöm samfélög skáta sem búa saman í sátt og samlyndi, þar sem allir fá að njóta sín, þroska hæfileika sína og blómstra, óháð trúarbrögðum eða litarhætti. Vandamál eða glæpir eru óalgeng sjón á skátamótum, þvert á móti umgangast skátarnir hver annan með virðingu og forvitni að leiðarljósi. Víða má sjá skáta frá samliggjandi löndum sem hafa átt í deilum og stríði, sitja saman og spjalla yfir hádegisverði. Þannig stuðla skátamót að tengslamyndun ungmenna sem er brýnn þáttur í friðarmenningu framtíðarinnar. Skátamót er stór þáttur í

5 hlutir sem aðeins má sjá á skátamótum Unglingar að elda mat Á hverjum degi standa táningsskátar við prímusinn og keppast við að malla gúllassúpu eða steikja fisk.

Á heimsmóti í Svíþjóð í fyrrasumar mátti sjá uppblásna mosku til þess að mæta þörfum múhammeðstrúaðra skáta.

Uppblásin moska Allir eru velkomnir á skátamót, hverrar trúar sem þeir kunna að vera.

Útihátíð án áfengis Á landsmóti skáta skemmta allir sér án áfengis og eftir hátíðarkvöldvökur dansa

skátarnir fram á rauða nótt, án þessa að vín sjáist á nokkrum manni.

Palestínsk og ísraelsk börn í sömu tjaldbúð Skátastarf gerir ekki greinarmun á fólki eftir trú eða þjóðerni og það gera skátarnir sjálfir ekki heldur.

Skátar úr stríðandi fylkingum búa því í sátt og samlyndi enda erum við, þegar öllu er á botninn hvolft, öll bara manneskjur.

Ótrúleg umgengni Oft má sjá tjaldsvæði í skelfilegu ástandi eftir stórmót og útihátíðir. Skátar

skilja alltaf betur við svæðið en er þeir koma að því. Á skátamótum er allt gert til að draga úr neikvæðum áhrifum á umhverfið. Meðan á mótinu stendur leggja skátarnir vinnu í að græða upp mótsvæðið.


Afmælisrit skátanna

ÓMEÐHÖNDLUÐ

7

VIKA 4

VIKA 8

VIKA 12

Dregur úr húðblettum fyrir

jafnari og bjartari húð!

NÝTT Hefðbundnar formúlur meðhöndla litarbletti, brúna bletti og öldrunarbletti aðeins á yfirborðinu. Nýja EUCERIN EVEN BRIGHTER CLINICAL vinnur dýpra og minnkar húðbletti þar sem upptökin eru. EUCERIN EVEN BRIGHTER, með hinu áhrifaríka B-Resorinol, nær sjáanlega jafnari og bjartari húðtón jafnvel á 4 vikum og áhrifin aukast með lengri notkun. AFAR ÁHRIFARÍKT OG KLÍNÍSKT PRÓFAÐ.

Húðvísindi sem sjást


Ævintýri í 100 ár

8

Drekaskátar

Djarfir drekar og róttækir rekkar

Aldur: 7-9 ára Skátarnir: Auðunn og Kári Hartmannssynir Af því að það er svo skemmtilegt. Maður lærir fullt eins og að gera hnúta og fleira.

Skátastarf fer fram á fimm megin aldursbilum, þar sem skátar á svipuðum aldri starfa saman í skátasveitum og skátaflokkum. Skátinn telst svo fullnuma við 22 ára aldur og stundar þaðan í frá skátastarf með því að gegna ábyrgðarstöðum innan skátahreyfingarinnar. Hér er yfirlit yfir öll aldursbilin og örstutt viðtal við skáta á þeim aldri. Skátarnir svara hér spurningunni „Af hverju ert þú skáti?”

Fálkaskátar Aldur: 10-12 ára Skátinn: Anna Dögg Arnarsdóttir Þegar ég var yngri fór ég á útilífsnámskeið. Svo var ég heima og hafði ekkert að gera þannig að mamma spurði mig hvort mig langaði ekki að prufa skátana.

Dróttskátar

Aldur: 13-15 ára Skátinn: Andrea Dagbjört Pálsdóttir Upphaflega var það nú bara af því foreldrar mínir eru bæði skátar. En núna tek ég hins vegar þátt í skátastarfi af því mér finnst það skemmtilegt, krefjandi og gefandi allt á sama tíma.

I C E L A N D I C B U S C O M PA N Y

www.sba.is

Rekkaskátar

Róverskátar

Fullorðinn skáti

Aldur: 16-18 ára Skátinn: Maríanna Wathne Kristjánsdóttir Ég er í fyrsta lagi af því að þetta er frábær félagskapur og í öðru lagi því að við ferðumst og lærum svo ótrúlega mikið af nýjum hlutum.

Aldur: 19-22 ára Skátinn: Sigurgeir B. Þórisson Af því að skátastarf er frábær vettvangur fyrir tilraunastarfsemi. Skátinn er sífellt að öðlast reynslu af einhverju sem hann hefur aldrei gert áður. Það skiptir ekki máli hvort það er að taka þátt í stefnumótun, smíða hús, gista sex í þriggja manna tjaldi eða skoppa niður fjallshlíð í tunnu. Skátabúningurinn ætti því heldur að vera hvítur sloppur og öryggisgleraugu.

Aldur: 23+ ára Skátinn: Svanbjörg Ólafsdóttir Ég kynntist skátastarfinu í gegnum börnin mín og eftir að ég fór með þeim á landsmótið á Akureyri sumarið 2002 þá varð ekki aftur snúið. Félagsskapurinn, krafturinn og gleðin eru einfaldlega ávanabindandi!


Afmælisrit skátanna

9

Súkkulaðitilfinningar Margir hafa sterkar tilfinningar gagnvart súkkulaði enda hefur gæðasúkkulaði góð áhrif á sál og líkama. Nói Síríus hefur áratugum saman framleitt súkkulaði úr besta fáanlega hráefni, súkkulaði sem er jafngott hvort sem þú hitar það, bræðir, hjúpar með því, bakar úr því eða borðar það bara beint. Sættu þig ekki við málamiðlanir þegar súkkulaði er annars vegar, veldu Síríus súkkulaði – svo allt verði gott.

www.noi.is


Ævintýri í 100 ár

10

„Skátastarf á jafn mikið erindi við ungt fólk í dag eins og fyrir hundrað árum“ Á daginn rekur hann sína eigin lögfræðistofu á Suðurlandsbrautinni en kvöldunum, helgunum og vafalaust flestum hádegishléum ver hann í tómstundastarfið sem hann hefur eytt flestum frístundum sínum í síðastliðin 32 ár. Bragi Björnsson ber hina ýmsu titla, aðra en þann að vera lögfræðingur. Bragi er faðir, eiginmaður, Seltirningur, áhugaljósmyndari og mikill brandarakarl. Áhugaverðasti titillinn er þó vafalaust sá titill sem hann ber einn landsmanna; -Bragi Björnsson er skátahöfðingi Íslands! Skátahreyfingin stendur nú á tímamótum. Það er gaman að líta yfir farinn veg en engu minna spennandi að horfa til framtíðar þar sem ný ævintýri bíða. Ritstjóri afmælisritsins settist niður með skátahöfðingjanum rauðhærða og fékk hans sýn á stöðu hreyfingarinnar í dag og það sem bíður hennar á komandi árum. „Það er ekki sjálfgefið að sjálfsprottið æskulýðsstarf eins og skátahreyfingin hafi lifað í hundrað ár enda hefur fjöldi annarra æskulýðssamtaka og íþróttafélaga vissulega horfið af sjónarsviðinu á liðinni öld.“ Bragi segir skýringuna á því að skátastarf sé nú stærsta æskulýðshreyfingin í heiminum meðal annars vera þá að gildi skátahreyfingarinnar hafi staðið tímans tönn. „Skátastarf á alveg jafn mikið erindi við ungt fólk í dag eins og fyrir hundrað árum og munum eiga erindi við ungmenni um ókomna tíð.“ Bragi segir gaman fyrir þá sem hafa starfað lengi innan skátahreyfingarinnar að horfa til baka í ölduróti nútímans og skoða hvernig þjóðfélagsbreytingar hafa mótað skátastarfið. „Þeim bandalögum skáta sem hafa verið trú grunngildum skátastarfs hefur í raun farnast best. Þess vegna fórum við nýverið í endurskoðun á starfsgrunninum okkar og niðurstaðan á þeirri endurskoðun er að við hverfum aftur til framtíðar! Með öðrum orðum; við leitum til

upphafsins og sjáum að þannig erum við best í stakk búin til að mæta kröfum framtíðarinnar.“ „Skátahreyfingin var upphaflega stofnuð með það að leiðarljósi að breiða út boðskap um frið“ segir Bragi. Skátahreyfingin hélt nýverið alþjóðlega friðarráðstefnu í Hörpu þar sem húsið fylltist af ungum sem öldnum friðarsinnum sem sýndu frið í verki. Bragi segir eina leið til þess að fræða ungt fólk um frið vera að kynna þeim alþjóðastarf. „Með því að leyfa ungmennum að kynnast „framandi slóðum“ og gefa þeim færi á að kynnast öðru fólki, menningu og siðum, er hægt að eyða fordómum sem jafnan eru uppspretta ófriðar manna á milli. Það var einmitt sú leið sem stofnandi skátahreyfingarinnar, Sir Robert Baden-Powell, taldi besta til að stuðla að friði í heiminum.“

Fjölbreytt tækifæri fyrir fullorðið fólk Þær áskoranir sem skátastarf stendur frammi fyrir á þessum tímamótum eru í fyrsta lagi að mæta auknum kröfum samfélagins. Í dag krefjast bæði foreldrar og hið opinbera þess að vera vel upplýst um skátastarf og að eftirlit sé haft með starfinu. Enn fremur eru gerðar ríkari kröfur um óformlega menntun skátaforingja. Þessum kröfum vilja skátar mæta með því að fá fleiri fullorðna leiðbeinendur til þess að starfa með hreyfingunni og gefa um leið ungu fólki tækifæri til að stunda hefðbundið skátastarf mun lengur,

allt þar til

Í ljósi þess hve mikið ég, sem einstaklingur, hef grætt á skátastarfi, bæði í einkalífi og í minni vinnu, þá vil ég gera öðrum kleift að upplifa slíkt hið sama

það hefur náð 22 ára aldri. „Til þess að fá fullorðið fólk til starfa verðum við að bjóða upp á spennandi valkosti fyrir það , s.s. fræðslu og símenntun sem nýtist ekki bara í skátastarfi heldur líka í einkalífi.“ Bragi bætir við að einnig þurfi starfsumhverfið að vera áhugavert og verkefnin bæði fjölbreytt og krefjandi. „Það er engin launung á því að þetta kallar á aukinn kostnað. Þess vegna er mér efst í huga, á þessum tímamótum, sá mikli niðurskurður sem hefur verið á fjárlögum hins opinbera til skátastarfs. Framlög ríkissins hafa á engan hátt fylgt auknum kröfum og verðlagsþróun“. Bragi segir það dapurt að skátahreyfingin á Íslandi sé nauðbeygð til þess að skera niður starf sitt enda bitni það beint á börnunum sjálfum. „Allar rannsóknir sýna að þau samfélög sem standa best að vígi í kjölfar kreppu og annarra áfalla, s.s. náttúruhamfara, eru þau samfélög sem hafa hlúð að svo kölluðum þriðja geira, - þ.e.a.s. fjölbreyttum, frjálsum félagasamtökum. Því ættu stjórnvöld að kappkosta við að styðja vel við bakið á frjálsum félögum, því þau sinna ákveðnum verkefnum sem annars myndu lenda á herðum hins opinbera. Í því fellst sparnaður fyrir ríkið.

Fólki hættir til að horfa á stuðning við skátastarf sem nokkurs konar ölmusu og áttar sig ekki á þeim hag sem þjóðfélagið hefur af starfi skáta.“ Bragi bætir við að þar eigi hann ekki aðeins við óbeinan hag þjóðfélagsins heldur fjárhagslegan hagnað í beinhörðum peningum.“ Á undanförnum árum hafa nefnilega þúsundir erlendra skáta tekið þátt í alþjóðlegum viðburðum á vegum íslenskra skáta. Þetta hefur skapað mikil verðmæti í ferðaþjónustu. „Þó að flestir þeirra fari, líkt og hefðbundnir ferðamenn, í hvalaskoðun og vélsleðaferðir, þá er það líka einkenni þessara ferðamanna að þeir eru öðrum fremur til í að kanna ókunnar slóðir sem er einstaklega dýrmætt fyrir jaðarferðamennsku.“ Landsmót skáta eru að jafnaði haldin þriðja hvert ár og þar skipa erlendir skátar um helming þátttakenda. Ennfremur hefur íslenskum skátum verið treyst til þess að halda World Scout Moot 2017, -alþjóðlegt skátamót fyrir skáta á aldrinum 18-26 og telur Bragi að mótið muni verða einn stærsti alþjóðlegi viðburður sem haldinn hefur verið á Íslandi.

einstaklingur, hef grætt á skátastarfi, bæði í einkalífi og í minni vinnu, þá vil ég gera öðrum kleift að upplifa slíkt hið sama. Ég svara einfaldlega ákalli J.F. Kennedy sem sagði: „Ekki spyrja hvað landið getur gert fyrir þig, heldur hvað þú getur gert fyrir landið“. Þrátt fyrir að ég hafi starfað í skátahreyfingunni í ríflega þrjá áratugi, þá verða stöðugt nýjar áskoranir á vegi mínum.“ Bragi segir að þegar litið sé yfirfarinn veg, þá uppgötvi maður öll þau tækifæri sem skátastarfið hafi gefið manni. „Mikilvægasta tækifærið sem skátastarf gefur er vafalaust tækifærið til að stofna til vináttu við einstaklinga sem maður hefði annars aldrei kynnst.“ Bragi á góða vini í Chile sem hann kynntist á Heimsmóti skáta 1998 og heldur ennþá reglulegu sambandi við. „Minningarnar úr skátastarfi eru mér allar jafn mikilvægar enda spanna þær allt litróf lífsins. Maður lærir af upplifunum sínum, hvort sem þær eru að takast á við að mús komst í nestið manns í köldum skátaskála að vetrarlagi eða að skoða hollensk skátafélög með Svíakonung sér við hlið. Þetta eru tækifæri sem mér hefðu annars ekki boðist í mínu daglega lífi.“ Bragi sér fram á að stunda skátastarf um ókomna tíð. Hann telur að fullorðið fólk sem stundar skátastarf geri það líklega fyrst og fremst af því að það vilji hafa áhrif til góðs á sér yngri einstaklinga. „Endurgjaldið kemur þegar þú upplifir að þú hafir virkilega skipt máli í lífi einhvers. Þess vegna er ég skáti.“

Fólki hættir til að horfa á stuðning við skátastarf sem nokkurs konar ölmusu og átta sig ekki á þeim hag sem þjóðfélagið hefur af starfi skáta

Mýs eða sænskt kóngafólk „Þegar spurt er hvers vegna miðaldra, hvítur karlmaður sem rekur sína eigin lögmannsstofu, kýs að verja frítíma sínum í það að hlúa að annarra manna börnum, þá er því til að svara að tólf ára lofaði ég að gera skyldu mína við ættjörðina, -og í því felst að leggja mitt af mörkum til samfélagsins“ er svar Braga þegar hann er spurður hvers vegna hann taki enn svo virkan þátt í skátastarfi. „Í ljósi þess hve mikið ég, sem


11

VEISTU HVAÐ ÞÚ ÁTT?

Heimilið Líf- og heilsa Bíllinn Fyrirtækið

Einu sinni voru allir þessir hlutir með verðmiða. Eftir því sem hlutunum fjölgar renna þeir saman í eina stóra heild. Við gerum okkur því sjaldnast grein fyrir verðmæti þeirra fyrr en eitthvað kemur fyrir. Hvað er langt síðan þú gafst þér tíma til að velta því fyrir þér hversu mikil verðmæti leynast á þínu heimili, til dæmis í barnaherberginu? Hafðu samband við okkur og saman finnum við út hversu mikla tryggingavernd þú þarft. Reiknivélin á www.vordur.is hjálpar þér fyrstu skrefin.

VIÐ VILJUM KYNNAST ÞÉR BETUR.

ÍSLENSKA SIA.IS VOR 58252 04/12

Afmælisrit skátanna


Ævintýri í 100 ár

12 CMYK

PANTONE

PANTONE

CMYK C5 M100 Y100 K0

C100 M60 Y0 K10

PANTONE 1797

PANTONE 661

Mörkinni 4 > 105 Reykjavík > Sími: 533 3500 Hofsbót 4 > 600 Akureyri > Sími: 462 3504

www.lystadun.is

rkinni 4 > 105 Reykjavík > Sími: 533 3500 > Hofsbót 4 > 600 Akureyri > Sími: 462 3504 > www.lystadun.is

PANTONE 194 C

Jarðböðin við Mývatn

Mývetningar og gestir þeirra hafa notið þess að stunda heit böð sér til heilsubótar um langan tíma. Heitar uppsprettur má finna í gjám og stígur heit vatnsgufa upp úr jörðinni víða. Margar fornminjar og sagnir eru til um skýli til gufubaða sem reist voru í Jarðbaðshólum og nágrenni. Voru þessi skýli reist yfir gufuholum og fóru menn þangað inn og svitnuðu ákaflega og fengu bót við gigt og öðrum kvillum. Enn þann dag í dag eru gufuböðin sótt reglulega af heimamönnum og öðrum gestum. Nú er rekinn glæsilegur baðstaður í Jarðbaðshólum, Jarðböðin við Mývatn. Allt frá opnun hafa Jarðböðin notið mikilla vinsælda jafnt hjá heimamönnum sem og ferðamönnum. Hefur gestafjöldi aukist á hverju ári en Jarðböðin eru opin allt árið. Þar er boðið upp á náttúruleg gufuböð, baðlón með hveravatni og heita potta. Öll aðstaða fyrir gesti er góð, búningsklefar og sturtur fyrir bæði kynin. Hægt er að leigja sundföt og handklæði í afgreiðslu. Jarðböðin eru fyrir alla sem vilja njóta þess að vera í beinni snertingu við náttúruna, slaka á og endurnæra líkama og sál í einstakri náttúrufegurð Mývatnssveitar. Kaffi Kvika er veitingastaður Jarðbaðanna. Hér geta gestir notið léttra veitinga í fallegu umhverfi og ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Í Kaffi Kviku eru sæti fyrir 80 gesti á jarðhæð ásamt skjólgóðu útisvæði með sæti fyrir um 40 gesti. Á annarri hæð er lítill hlýlegur salur fyrir 30 gesti með stórkostlegu útsýni yfir lónið, á Hverfjall og yfir Mývatn. Veitingasalurinn hentar einnig vel fyrir litla fundi og mannamót og er hægt að bóka hann fyrir sérhópa frá október fram til mars. Tekið er vel á móti hópum í Jarðböðin við Mývatn og ef hópar vilja koma í mat fyrir eða eftir bað þá endilega hringið eða sendið okkur tölvupóst um stærð hópsins og áætlaðan tíma. Þannig getum við undirbúið og tekið betur á móti hópnum. Verið velkomin!

Slökun Vellíðan Upplifun

Mývatn

Opnunartími: Sumar - 09:00-23:30 (Júní, Júlí, Ágúst)

Vetur - 2:00-21:30 (September til Maí)

Jarðböðin við Mývatn Jarðbaðshólar, 660 Mývatn Sími 464 4411 www.jardbodin.is


Afmælisrit skátanna

13

Útivistarráð úr skátastarfi

Útivist og fjallgöngur hafa notið aukinna vinsælda meðal Íslendinga á síðari árum. Það er ekki ofsögum sagt að þar séu skátarnir á heimavelli, enda hafa þeir þrammað um íslenskar óbyggðir í 100 ár. Elín Esther Magnúsdóttir, skáti, björgunarsveitarkona og höfundur bókarinnar Góða ferð gefur hér nokkur góð ráð. Í öllu starfi sínu læra skátar að gera áætlanir og vinna svo að verkefnum í sameiningu. Það er líka góðra skáta siður að bera umhyggju fyrir náttúru landsins og njóta hennar á þann hátt að sem minnst rask verði af. Af þessu getur allt útivistarfólk lært.

Áætlanagerð Mikilvægi þess að gera ferðaáætlun, hvort sem um lengri eða styttri ferðir er að ræða, verður seint ofmetið. Skrifaðu niður nákvæma leiðarlýsingu, hverjir eru með í för, hvernig þið eruð búin og hvenær þið ætlið að vera búin að skila ykkur aftur heim. Ferðaáætlunin er svo skilin eftir hjá einhverjum niðri í byggð sem hefur það hlutverk að

hafa samband við 112 ef hópurinn skilar sér ekki á réttum tíma og ekki næst samband við hann. Ferða áætlunin gefur þá leitarhópum góða vísbendingu um hvar skal byrja að leita og hverjum er verið að leita að. Það sparar þann tíma sem getur skipt sköpum. Eins og gefur að skilja er ferðaáætlunin lítils virði án öryggisfulltrúans í byggð. Því skal

velja hann af kostgæfni og tryggja að hann skilji hlutverk sitt.

Samvinna Það segir fátt af einum. Þess vegna ferðumst við fleiri saman og höldum hópinn. Þannig getum við fylgst með hvoru öðru, veitt stuðning og hjálp þegar við á og haft af hvoru öðru félagsskap. Ef í harðbakkann slær eru tvö höfuð betri en eitt, og átta höfuð jafnvel enn betri. Þurfi að skipta hópnum upp er mjög áríðandi að aldrei sé neinn einn á ferð. Þegar ferðast er í hóp opnast líka fyrir möguleikann á að dreifa sameiginlegum farangri á milli manna, til að létta öllum byrðar. Fimm manna gönguhópur þarf til dæmis ekki fimm prímusa, fimm tjöld eða fimm skóflur.

Að virða náttúruna Við búum í landi sem er heimsfrægt fyrir náttúru sína. Sú náttúra er viðkvæm og þarf á því að halda að þeir sem um hana fara beri hag hennar fyrir brjósti. „Skiljum ekkert eftir nema létt fótspor og tökum ekkert með okkur nema myndir og minningar,“ er stundum sagt. Víða um land er umgengni og átroðningur slíkur að umhverfið er orðið óþekkjanlegt og mengað og

hefur misst aðdráttarafl sitt. Slíkt kemur sér illa fyrir okkur öll og það ætti að vera kappsmál fyrir alla ferðalanga að halda náttúru landsins ósnortinni og fallegri. Við skulum muna að taka með okkur allt rusl, hreyfa ekki við gróðri og dýralífi að óþörfu og skilja ekki eftir okkur óþarfa ummerki. Við kveikjum ekki elda nema á tilætluðum stöðum, stillum umferð manna og dýra um viðkvæm svæði í hóf og tökum tillit til annarra ferðalanga. Reynslumiklir skátar hafa ýmislegt fleira í pokahorninu þegar kemur að útivist, en flestir eru þeir líklega sammála um eitt: Það allra mikilvægasta sem útivistarfólk þarf að muna, þegar það er statt fjarri mannabyggðum, er að staldra aðeins við og njóta þess að vera í hreinu, öruggu og stórfenglegu umhverfi. Það eru forréttindi að hafa aðgang að íslenskri náttúru allt árið um kring, Íslendingar ættu alltaf að vera þakklátir fyrir það.


Ævintýri í 100 ár

14

Framleiðum góðar hugmyndir Síðastliðin ár höfum við framleitt skátapeysur fyrir skátana. Það var góð hugmynd.

Bros - Gjafaver ı Norðlingabraut 14, 110 Reykjavík Sími 569 9000 ı sala@bros.is ı www.bros.is – með þínu merki

Sígræna jólatréð -eðaltré ár eftir ár!

Nældu þér í Sígræna jólatréð, jólatré í hæsta gæðaflokki Þú veist að þú getur ávallt treyst vörum frá skátunum!

Frábærir eiginleikar: • 10 ára ábyrgð • 12 stærðir (90-500 sm) • Stálfótur fylgir með • Ekkert barr að ryksuga • Veldur ekki ofnæmi • Eldtraust • Þarf ekki að vökva • Íslenskar leiðbeiningar

OPNUNARTÍMAR: Virkir dagar: 11-17 Laugardagar: 11-17 Sunnudagar: 13-17 Aðfangadagur 24. desember Lokað Sígræna jólatréð er selt í Skátamiðstöðinni Hraunbæ 123 í Reykjavík, sími: 550 9800 og á skátavefnum: www.skatar.is


Afmælisrit skátanna

15

ÚTILÍFSMIÐSTÖÐ SKÁTA VIÐ ÚLFLJÓTSVATN

Undraland við Úlfljótsvatnið blátt „Það er ósk mín og trú, að skátaskólinn á Úlfljótsvatni og Úlfljótsvatn eigi um langa tíð að verða miðstöð skátastarfseminnar á landinu. Hvernig starfsemin á að vera, er önnur saga. Aðalatriðið er, að starfsemin sé svo rúm og óbundin, að hún fullnægi þörfum hvers tímabils og leysi þau vandamál, sem mest aðkallandi eru á hverjum tíma. Hættulegt er að binda stofnun í of fastar skorður. Fjölbreytni og frjálsræði er grundvöllur hins lifandi starfs, undirstaða lýðræðis og menningar.“ Svo ritaði Jónas. B Jónasson, fyrrum skátahöfðingi, í Morgunblaðið árið 1950 og hafa orð þessi verið eins konar leiðarljós skáta við uppbyggingu Úlfljótsvatns til framtíðar. Starfsemi staðarins hefur vissulega breyst og tekið miklum stakkaskiptum á þeim rúmlega 70 árum sem skátar hafa fengið að njóta þess að dvelja í þessari einstæðu náttúruperlu sem Úlfljótsvatn er. Þó hefur starfsemi staðarins ævinlega byggst fyrst og fremst á því að veita íslenskum ungmennum færi á að kynnast náttúrunni og skátafræðum á ævintýralegan hátt.

Annað heimili hvers íslensks skáta Skátar landsins hafa oft orð á því að það sé eins og að koma heim þegar

maður kemur á Úlfljótsvatn, enda hafa flestir skátar landsins dvalið margsinnis við vatnið bláa og tekið þar þátt í námskeiðum, útilegum og stórmótum. Sumarbúðir sem reknar eru fyrir börn, á Úlfljótsvatni, gefa íslenskum krökkum tækifæri til að taka sín fyrstu skref í útivist og eignast nýja vini. Sumarbúðirnar skjóta þannig enn styrkari stoðum undir frekari uppbyggingu staðarins. Staðurinn hefur alla burði til þess að vera vettvangur fyrir mörg þúsund manna tjaldbúð, en Bandalag íslenskra skáta heldur þar reglulega stórmót af ýmsu tagi.

Fimm stjörnu tjaldsvæði Tjaldsvæðið við Úlfljótsvatn er opið almenningi yfir sumartímann og hefur notið einstakra vinsælda meðal fjölskyldufólks því þar er margvísleg afþreying og þjónusta í boði. Tjaldsvæðið getur hvort heldur sem er tekið við stórum hópum eða einstaklingum. Á svæðinu eru íþrótta- og leikjasvæði, þrautabrautir, klifurturn, bátaleiga og veiðiaðstaða. Úlfljótsvatn er örskammt frá mörgum þekktustu sögu- og náttúruperlum landsins og hentar staðsetningin því vel þeim sem þangað vilja sækja sér unun og upplifun.

J. Frank Michelsen úrsmíðameistari, stofnandi Michelsen úrsmiða, á kontór sínum á Sauðárkróki, ca. árið 1920.

Úrsmiðir síðan 1909 Í fjórar kynslóðir hafa Michelsen úrsmiðir þjónustað Íslendinga af þeirri sérþekkingu og hæfni sem reynslan hefur kennt þeim og gengið hefur áfram innan fjölskyldunnar, mann fram af manni, kynslóð eftir kynslóð. Í tilefni 100 ára afmælis Michelsen úrsmiða árið 2009 voru Michelsen úr endurvakin eftir 70 ára hlé.

Reykjavík 64°N/22°W. Á ári hverju stunda fjölmargir íslenskir skátar skátastarf á erlendri grundu og fá þannig tækifæri til að víkka sjóndeildarhringinn.

Vandað mekanískt sjálfvinduúrverk, 316L stálkassi með rispufríu safírgleri. Svört, steingrá eða silfurlit skífa og 15 mismunandi handgerðar leðurólar í boði. Úrin eru sérframleidd í númeruðu og takmörkuðu upplagi.

ALÞJÓÐAVÍDD Í SKÁTASTARFI

Í helgarferð til Singapúr Alþjóðastarf er stór þáttur í skátastarfi og á ári hverju fer fjöldinn allur af skátum til útlanda á skátamót og ráðstefnur af ýmsum stærðum og gerðum. Hvort sem um er að ræða alþjóðleg stórmót eða námskeið með nánum hópi skáta að nema skátafræðin, þá er upplifunin yfirleitt ógleymanleg fyrir þátttakendur. Áfangastaðirnir eru fjölmargir, allt frá norrænum nágrannalöndum til framandi slóða hinu megin á hnettinum. Til að mynda fóru fjórir skátar í helgarferð til Singapúr í vor, en þangað eru ríflega ellefu þúsund kílómetrar. „Okkur var boðið að fara út á vegum verkefnisins Boðberar friðar,“ segir Unnsteinn Jóhannsson,

26 ára skáti. „Námskeiðið var mjög alþjóðlegt, en það sóttu um 70 skátar frá 30 þjóðlöndum. Markmið námskeiðsins var að gera okkur að eins konar erindrekum verkefnisins og það var mikil áskorun að vinna með svo fjölþjóðlegum hópi skáta, því öll höfum við jú mismunandi hugmyndir um frið.“ Bandalag íslenskra skáta er aðili að tveimur alþjóðlegum samtökum skáta, WOSM og WAGGGS, en í þeim eru yfir 41 milljón félagar samtals. Hulda Sólrún Guðmundsdóttir, formaður alþjóðaráðs Bandalags íslenskra skáta, segir það mikilvægt fyrir skáta að fá tækifæri til þess að stunda

Laugavegi 15 - 101 Reykjavík - sími 511 1900 - www.michelsen.is

alþjóðastarf því það víkki sjóndeildarhringinn og þroski einstaklinginn. „Með því að taka þátt í alþjóðastarfi á skátinn auðveldara með að kynnast öðrum menningarheimum og lærir að setja sig í spor annarra. Þannig getur skátinn tileinkað sér tillitsemi og umburðarlyndi sem stuðlar að meiri skilningi manna á meðal.“ Hún bendir á að „skátar um allan heim tengist í gegnum sameiginleg gildi og sameiginlegan áhuga á útilífi, umhverfismálum, samfélagi heimsins og bræðralagi manna á milli. Það þroskar okkur sem virka og ábyrga einstaklinga og eflir sjálfstraust að taka þátt í alþjóðastarfi skátanna.“


Ævintýri í 100 ár

16

FRIÐARÞING SKÁTA 2012

Skátar eru boðberar friðar Fyrir um ári síðan settu heimssamtök skáta á fót verkefnið Boðberar friðar. Markmið þess er að hvetja skáta til þess að skuldbinda sig við að breyta heiminum. Skátarnir skipuleggja og framkvæma friðarverkefni að eigin frumkvæði og leggja þannig hönd á plóg við að gera jörðina að betri stað til að búa á. Íslenskir skátar tóku í október höndum saman um að halda Friðarþing skáta 2012, glæsilegustu ráðstefnu sem skátar á Íslandi hafa haldið til þessa. Tilgangur þingsins var að stefna saman einstaklingum úr öllum áttum og fá þá til að leggja á ráðin um hvernig heimsfriði verði komið á. Aðra helgina í október fylltist Harpa af ungum sem öldnum friðarsinnum í leit að innblæstri til góðra verka. Tuttugu fyrirlesarar fjölluðu um frið frá ýmsum sjónarhornum, svo sem frið og fyrirgefningu, hvernig hver einstaklingur getur haft áhrif og hvort friður sé skapandi ástand. Meðal fyrirlesara voru Magnús Scheving, sem fjallaði um hvernig maður gæti látið drauma sína rætast, Edda Björgvinsdóttir sem flutti fyrirlesturinn „Jákvæð samskipti – dauðans alvara“ og Dr. Eduard Vallory sem fjallaði um þátt skáta í friðarmynd heimsins. Á þinginu voru einnig tvær vinnusmiðjur; Dr. Ashley Deans fjallaði um áhrif hugleiðslu á skólastarf og samfélag og Christina Barruel stjórnaði vinnusmiðju um jafningjamálamiðlun í grunnskólum. Fjöldi góðgerðarsamtaka setti upp kynningarbása og á setningu og slitum þingsins voru pallborðsumræður. Þar ræddu friðarsinnar á borð við Ólaf Ragnar Grímsson forseta Íslands og Katrín Jakobsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra um frið og æskulýðsstarf. Um 700 manns tóku þátt í friðarþinginu með einum eða öðrum hætti.

Friðarleikur í Flóa Um 300 íslenskir skátar tóku á laugardeginum þátt í friðarleik sem gekk út á að þroska sig á hinum ýmsu sviðum persónulegra friðareiginleika, s.s. að þjálfa með sér alþjóðavitund og hæfni í ofbeldislausum samskiptum. Skátarnir, sem voru á öllum aldri, þurftu að hlaupa um Flóa, opið svæði í norðvesturhorni Hörpu, og leysa ýmis friðarverkefni. Sem dæmi um friðarverkefnin má nefna það að faðma ókunnuga og að læra að fara með jákvæð ummæli á öðrum tungumálum. Friðarleikurinn er afrakstur 10 daga friðarmóts skáta sem haldið var í Reykjavík vikuna fyrir friðarþingið. Mótið sóttu 60 skátar á aldrinum 16-25.

Þátttakendur úr öllum áttum Markmið friðarmótsins var að stefna saman skátum frá öllum heimshornum og fá þá til að kafa dýpra í hugtakið frið. Að þessu sinni tóku 8 lönd þátt í friðarmótinu. Þátttökulöndin voru Eistland, Palestína, Georgía, Danmörk, Austurríki, Lettland, Búlgaría auk Íslands. „Alþjóðavíddin á friðarmótinu var mjög mikilvæg, þar sem maður kynntist mismunandi menningu og lífstíl,“ segir hin unga Christina Mousa frá Ramallah í Palestínu og bætir við; „Ég skráði

mig á mótið til þess að hitta fólk frá öðrum löndum, þróa með mér dýpri skilning á orðinu „friður“ og takast á við upplifun sem ég gæti dregið lærdóm af.“

Appelsínan sem breytti lífinu „Ef ég á að segja alveg eins og er, þá man ég ekki eftir því að hafa nokkurn tíman hugsað sérstaklega um frið, fyrir Friðarþingið“, segir hinn búlgarski Zheko Georgiev. „Ég hugsaði alltaf um frið sem eitthvað óáþreifanlegt og fjarlægt. Eitthvað sem ekki væri hægt að ná fram; „Mission impossible“. Á friðarmótinu lékum við leik sem gekk út á að berjast um appelsínu. Í stað þess að setjast niður og ræða

málin fórum við strax að fljúgast á. Þá skildi ég loksins að friður er hugarástand og að allir ættu að leitast við að ástunda frið á alla vegu.“ Zheko er ekki sá eini sem telur friðarmótið hafa breytt sér. Félagi hans, Mohammed Abuzaid frá Palestínu bætir við: „Ég breyttist mikið við að fara á friðarþingið, því nú spyr ég mig, í hvaða aðstæðum sem ég lendi, hvað græði ég á því að ýta undir átökin eða skapa vandamál?“

Friðarfræjum sáð Það er von skipuleggjenda að bæði friðarþingið og friðarmótið hafi haft djúpstæð áhrif á þátttakendur og

leiði til þess að hver einstaklingur taki sig til og gerist boðberi friðar með sínum hætti. „Við sáðum friðarfræjum á meðan að mótinu stóð og nú er það okkar að sjá til þess að þau nái að vaxa og dafna,“ segir Anders Skøttegaard Hansen. Anna Íris Pétursdóttir, einn íslensku þátttakendanna í friðarmótinu sagði í ræðu sinni á þingslitununum: „Í þessum litla, 60 skáta hópi, er svo margt hæfileikaríkt fólk. Ef aðeins eitt þeirra kemst í þá stöðu í lífinu að geta haft áhrif á aðra, veit ég að friðarmótið verður í huga þess. Ég veit það mun breiða út þennan boðskap friðar og vináttu.“


Afmælisrit skátanna

17

GÍTARAR - FRÁBÆRT ÚRVAL

Seagull gítarar - skerpa skátalögin Gæða hljóðfæri Sérfræðiþekking Persónuleg þjónusta

Tónastöðin • Skipholti 50d • Reykjavík • sími 552 1185 / Strandgata 25 • Akureyri • sími 456 1185 • www.tonastodin.is


18

Skátastarf ...eitthvað fyrir alla!

Ævintýri í 100 ár

GUÐBJARTUR HANNESSON - VELFERÐARRÁÐHERRA

Sat uppi með heilt námskeið í áfalli

Kennari, tómstundafræðingur og stjórnamálamaður. Guðbjarti Hannessyni er ýmislegt til lista lagt. Ferill hans skartar ekki aðeins skólastjóra- og ráðherratitli, heldur hefur hann líka gegnt hinum ýmsu ábyrgðastöðum innan skátahreyfingarinnar.

Hvenær byrjaðir þú í skátastarfi? Ég byrjaði sem ylfingur og varð síðan skáti. Tók nýliðaprófið 11 eða 12 ára. Eftir að hafa svo gegnt flokksforingjastöðu hjá Farúlfum varð ég sveitarforingi yfir Frumbyggjasveitinni og tjaldbúðarstjóri á Botnsdalsmóti. Ég stundaði reyndar líka fótbolta, en skátastarf var samt aðalhobbíið. Í þá daga hétu allar dróttskátasveitir eftir stjörnumerkjum og höfðu sína eigin inntökusiði, svo ég gekk í dróttskátasveitina Óríon. Svo fór ég í

nám í Reykjavík og þá minnkaði starfið hjá mér.

Hættirðu þá alveg í skátastarfi? Nei, alls ekki. Ég var ráðinn hjá skátunum árið 1973, 23 ára gamall, sem erindreki og framkvæmdastjóri til tveggja ára. Starf mitt fólst meðal annars í því að stofna skátafélög og stjórna sveitarforingjanámskeiðum. Það er mér sérstaklega minnistætt þegar við vorum með flokksforingjanámskeið á Egilsstöðum og heimamenn settu upp svo svæsinn næturleik að við sátum uppi með heilt námskeið í áfalli. Það tók okkur marga tíma að vinna úr þessu, en það var áhugavert að sjá að óvæntasta fólk tók frumkvæði í þessum aðstæðum. Allt kennir þetta manni og ég myndi líklegast ekki gera þetta aftur í dag.

Eru einhver atvik í skátastarfi sem eru þér sérstaklega minnistæð? Það er erfitt að gera upp á milli minninganna, þær eru svo margar. Ég átti einsakar stundir á

sveitarforingjanámskeiði í Saltvík og svo má ekki gleyma Nordjamb 1975, en þar unnum við stórfengleg verkefni í bullandi hitanum. Skátahreyfingin hefur nefnilega gefið mér mikið sem alþjóðahreyfing. Það að sækja skátamót og ráðstefnur á alþjóðavettvangi opnaði augu mín fyrir því að raun væri þetta ein stór alheims- og friðarhreyfing með einstaklega góð gildi.

Hvernig hefur skátastarf nýst þér í þínu daglega lífi?

skátastarfi; að stýra hópi, taka ábyrgð, eiga samskipti við fólk og bregðast við ákveðnum aðstæðum. Skátastarf hefur líka haft áhrif á stjórnmálaferil minn, því í grunninn er þetta allt það sama; að treysta öðrum, nýta sér hópa og treysta því að fólk vinni þau verkefni sem maður felur þeim, enda gerir maður minnst af þessu sjálfur. Þetta snýst um að búa til gott starfsumhverfi, hvetja menn áfram og nýta hugmyndaflugið í að takast á við vandamál á nýstárlegan hátt. Svo hef ég nýtt þessa reynslu í starfi mínu sem velferðarráðherra. Þar þarf maður að geta hlustað og tekið ákvarðanir. Grunndvallarhugsjón skátastarfs

Skátastarf hefur líka haft áhrif á stjórnmálaferil minn, því í grunninn er þetta allt það sama; að treysta öðrum, nýta sér hópa og treysta því að fólk vinni þau verkefni sem maður felur þeim.

Skátastarfið nýttist mér heldur betur í kennaranáminu. Ég fór svo í eins konar tómstundarfræðinám í Danmörku eftir Kennaraháskólann, að miklu leyti einmitt af því að ég hafði haft svo gaman af skátastarfi. Ég hef tileinkað mér margt í

fellur líka vel að starfinu; allir eiga að vera jafnir, við flokkum ekki fólk eftir litarhætti eða hvaðan það kemur. Fólk er fólk, á sér hæfileika og við þurfum að hjálpa því að nýta það sem það kann og getur.

Af hverju telur þú að skátastarf sé enn við lýði, rúmum 100 árum eftir stofnun hreyfingarinnar? Vinsældir skátastarfs ganga vissulega í bylgjum en skátahreyfingin er með ákveðna sérstöðu, því hún fyllir alltaf ákveðið „tómarúm“. Hún gegnir skyldum og á sér hlutverk í samfélaginu sem er mikilvægt. Þessar skyldur hafa breyst í gegnum árin en margt af því sem við höfum barist fyrir er orðin almannaeign í dag, svo sem skyndihjálp og að læra að bjarga sér í náttúrunni. En þá finna skátarnir einfaldlega ný verkefni til að einbeita sér að og virkja samfélagið.

BJARGEY INGÓLFSDÓTTIR - LISTAMAÐUR

Öðlaðist sjálfstraust í skátastarfinu Bjargey Ingólfsdóttir er iðjuþjálfi, listakona og hönnuður. Hún býr til gagnlega og skemmtilega hluti úr ótrúlegasta efniviði. Hin hugmyndaríka Bjargey býr ásamt fjölskyldu sinni í Garðabænum auk þess sem hún rekur þar vinnustofu og gallerí. Regnið smellur á glæru plastþakinu á Garðatorgi, þar sem Bjargey rekur litla vinnustofu sem er full af undarlegum en dásamlega fallegum munum; -Allt frá hágæða heilsuvörum, til kræklóttra kvikinda úr vír og búsáhöldum.

Hvað hvatti þig til að ganga til liðs við skátahreyfinguna sem barn? Foreldrar mínir hvöttu mig til þess. Ég var feimin sem barn en naut mín í skátastarfinu við að gera það sem ég hafði áhuga á og fékk viðurkenningu fyrir það. Ég varð fljótt foringi og þar fékk ég útrás fyrir sköpunarþörfina; að skapa góða stemningu á kvöldvökum, búa til ævintýralega útileiki og þróa verkefni sem voru gefandi og skemmtileg og til þess fallin að efla hópinn.

Af hverju heldurðu að fólk taki að sér foringjastöður í skátahreyfingunni? Ég held að fólk almennt þrái að hafa áhrif á umhverfi sitt, sjá til þess að fólki líði vel, fái notið sín sem manneskjur og fái tækifæri til að þroskast með öðrum. Við erum saman í þessu þroskaferli og það er bæði ánægjulegt og gefandi.

Hvað þykir þér skátastarf hafa gefið þér? Skátastarf hefur gefið mér ótrúleg tækifæri. Ég hef alltaf verið mikið náttúrubarn og nýt þess að vera úti í náttúrunni. Útilegur og ferðalög um hálendi Íslands bæði að sumri og vetri eru ævintýri sem seint gleymast. Þegar ég var tvítug tók ég þátt í tveggja daga samkeppni þar sem reyndi á hæfileikann til að bjarga sér í náttúrunni og vinna með fólki. Verðlaunin voru að fá að taka þátt í

Operation Drake leiðangrinum sem var alþjóðlegt verkefni fyrir ungt fólk. Þannig komst ég í þriggja mánaða leiðangur til Keníu, þar sem við þurftum að bjarga okkur sjálf, búa í tjaldi og vinna ýmis rannsóknar- og þjónustuverkefni. Án bakgrunns í skátastarfi hefði ég aldrei komist í Drake-leiðangurinn, en það hafði mikil áhrif á mig sem manneskju að taka þátt í því ævintýri.

Hvað ertu að skapa og framkvæma þessa dagana? Í dag rek ég hönnunarfyrirtækið bara og geri aðallega heilsu- og stuðningsvörur fyrir fólk með stoðkerfisvandamál í hálsi, herðum og baki, auk hjálpartækja fyrir mikið fatlaða einstaklinga. Svo bý ég til ljós og ýmsa innanstokksmuni sem oftar en ekki eru innblásnir af íslenskri náttúru og menningu.

Heldurðu að skátastarf hafi haft áhrif á það sem þú gerir í dag?

...þegar á móti blæs er alltaf gott að geta hugsað til baka í aðstæður úr skátastarfinu sem manni fundust vera fjandi erfiðar en maður græjaði samt.

Tvímælalaust! Í skátunum öðlaðist ég sjálfstraust sem ég hef svo sannarlega þurft á að halda í frumkvöðlastarfi sem þessu. Sem frumkvöðull er maður að skapa og móta sitt eigið fyrirtæki og þróa og finna lausnir. Í slíku starfi þarf maður að hafa kjark og þegar á móti blæs er alltaf gott að geta hugsað til baka í aðstæður úr skátastarfinu sem manni fundust vera fjandi erfiðar en maður græjaði samt. Það býr með manni að maður gafst ekki upp og hafði endalausa þrautseigju.

Hvað gerir skátastarf svona einstakt?

Sækirðu innblástur í skátastarfið?

Ég reyni það eftir fremsta megni. Það eru góð heilræði í skátagildunum og líka í mörgum skátasöngvum. Stundum þegar ég er ein og mjög stressuð og þarf að peppa mig upp í að brosa, anda rólega og hugsa jákvætt, þá syng ég einhvern af skátasöngvunum hans Tryggva Þorsteins og svei mér þá, -það bara virkar!

Í skátastarfi er rík áhersla á að hjálpa öðrum og það er einn af lykilþáttunum í minni hönnun að gera vörur sem bæta heilsu og líðan fólks. Það er ekkert betra en að sjá og heyra að það sem maður gerir sé öðrum til góðs. Þannig eflist hið góða.

Grunnstefið í skátagildunum er að stefna að því að verða betri manneskja og bera virðingu fyrir fólki hvaðan og hvernig sem það er. Umgengni og virðing fyrir náttúrunni skiptir líka miklu máli og allt lærist þetta í skemmtilegum leik og í starfi með öðrum. Í skátunum er ekki spurningin að vera bestur heldur gera sitt besta.

Lifirðu sjálf eftir gildunum í skátastarfi?


Afmælisrit skátanna

19

MARÍA ELLINGSEN - LEIKKONA

Eignaðist óteljandi vini

María Ellingsen er leikkona, mamma, náttúrubarn og hugsjónarkona sem átti þátt í að stofna Framtíðarlandið og skipuleggja Þjóðfundinn 2009. Þó að úti geysi hráslaglegt vetrarveður er hlýlegt um að litast á heimili Maríu við Vesturgötu þar sem hún leyfir kaffinu að malla í pressukönnunni á meðan hún teygir sig í konfekt úr háum hornskáp í eldhúsinu. Maríu Ellingsen þekkja margir af leiksviðinu og hvíta tjaldinu en færri átta sig kannski á að í henni slær skátahjarta, -og hefur gert síðan hún var 11 ára!

Hvað er þér minnisstæðast úr skátastarfinu þegar þú varst barn? Ég byrjaði í Haförnum daginn sem ég mátti byrja og var lengi búin að bíða spennt. Mér fannst ég strax alveg ofboðslega rík, því að það að hefja skátastarf er næstum eins og að fá vegabréf að heilu ríki. Ég tilheyrði strax risastóru samhengi þar sem ég eignaðist svo mikið bakland. Ég var ekki bara einhver 11 ára krakki, heldur partur af alheimshreyfingu skáta þar sem allir voru vinir. Þetta var í raun öflugra en þegar facebook kom fram á sjónarsviðið, allt í einu átti maður inni milljón vinabeiðnir.

að kynnast náttúru Íslands; þegar maður fór að lesa þetta land, labba um þetta land og eignast þetta land. Náttúran á Íslandi getur verið svo mögnuð að maður verður stundum við hræddur við kraftinn í henni. Í skátunum lærði maður að búa sig vel og rata, þannig að manni var óhætt að fara út og lenda í þeim ævintýrum sem náttúran bauð upp á. Þannig stækkaði í raun tilveran aftur. Fyrst eignaðist ég óteljandi vini og nú eignaðist ég allt þetta land. Þetta hvoru tveggja jók sjálfstraustið. Í skátastarfi fá allir að njóta sín á sínum eigin forsendum. Ef maður er með leiðtogahæfileika er maður gerður að foringja og ef manni finnst gaman að teikna er maður gerður að skrautskrifara. Þannig fá allir hlutverk við sitt hæfi og fá að njóta sín í verkefnum sem eru krefjandi sem maður ræður samt við.

Hvaða hlutverk var þér falið?

Hvaða ævintýri biðu þín í skátastarfinu? Mesta ævintýrið var tímælalaust að fá

Ég var snemma gerð að foringja. Ég er alveg rosalega góð í að halda utan um hóp, hafa yfirsýn, skipuleggja og stýra. Í skátunum fékk ég að þroska þann hæfileika. Þegar ég er að stjórna einhverju, hvort sem það er fundur, leikrit eða eitthvert verkefni, þá set ég mig í sömu spor og ég gerði

sem ungur skátaforingi. Ég set mig í spor leiðangursstjóra. Það er hópur sem vill fara eitthvað og maður leiðir hópinn í stað þess að skipa honum fyrir eða ráðskast með hann. Þetta er einfaldlega ferðalag, ég er með yfirsýnina og landakort í höndunum og passa upp á að allir komist sameiginlega frá A til B.

Hvað úr þínu skátastarfi nýtir þú þér í starfi þínu? Ævintýrin! Í skátunum bjó maður til ævintýri úr engu, sem er nákvæmlega það sem maður gerir í leikhúsinu. Svo eru hvers kyns hæfileikar sem maður tileinkaði sér í skátastarfi sem nýtast mér mikið í dag; að vera skapandi, úrræðagóður og sjá lausnir frekar en hindranir. Ég lærði líka að taka frumkvæði og

ábyrgð. Í staðinn fyrir að sitja og kvarta yfir ókostum í samfélagi og stjórnkerfi, þá reyni ég alltaf að hugsa: „Hvað get ég lagt af mörkum til að bæta samfélagið?“ -skrifa bréf, tala við einhvern, halda þjóðfund eða jafnvel stofna baráttusamtök. Það þýðir ekki að sitja aftast í rútunni og kvarta og kveina!

gildi eru djúp þá eru þau eilíf. Gildin sem ég tengi til að mynda mikið við er að bera virðingu fyrir öðrum og umhverfinu. Það að vera náttúruvinur hefur verið mér mjög hugleikið, því við byggjum lífið á náttúrunni og getum ekki skilið okkur frá henni. Ég nota mikið af mínum frítíma til þess að standa vörð um náttúruna annars vegar og vera út í náttúrunni hins vegar.

Í skátastarfi fá allir að njóta sín á sínum eigin forsendum

Hvað er það í skátastarfi sem höfðar svona til þín? Þessi sterku gildi. Það sem maður gerir verður að vera byggt á sönnum gildum. Ég held að gildin í skátastarfi komi til með að ná til ungs fólks um alla framtíð, því þegar

Af hverju ættu foreldrar að senda börnin sín í skátana? Því þetta er einfaldlega einstakt lífsleikni- og lífsgleði-prógramm!

Til hamingju skátabræður og -systur! Skátar eru ávallt viðbúnir með búnað frá Donnu ehf. Sáraumbúðir - brunaumbúðir - Travel John ferðaklósett - Blister-O-Ban bóluplástur á bólur spelkur - hálskragar - sjúkrabörur - sjúkratöskur hjartastuðtæki - endurlífgunarbúnaður o.fl

Sími 555 3100 www.donna.is


Ævintýri í 100 ár

20

Þakkir fá: Reykjavík

AB varahlutir ehf, Funahöfða 9 Aðalmálun sf, Bræðraborgarstíg 13 Afreksvörur Glæsibæ, Álfheimum 74 Almerking ehf, Dynskógum 3 Arkform, T.G.M. ráðgjöf, Ármúla 38 Arkís arkitektar ehf, Höfðatúni 2 ArkVerk, Skólavörðustíg 12 Atorka ehf verktakar og vélaleiga, Vættaborgum 117 Auður Capital ehf, Borgartúni 29 Augað gleraugnaverslun, Kringlunni 8-12 Austurlandahraðlestin ehf, veitingahús, Hverfisgötu 64a Álnabær ehf, verslun, Síðumúla 32 Árni Reynisson ehf, Skipholti 50d Ársól snyrtistofa, Efstalandi 26 B.M. Vallá ehf, Bíldshöfða 7 BabySam, Mörkinni 1 Barnalæknaþjónustan ehf, Domus Medica, Egilsgötu 3 Batik ehf, silkiprent og ísaumur, Bíldshöfða 16 Bifreiðasmiðja G & Ó sf, Funahöfða 3 Bifreiðaverkstæði Grafarvogs ehf sími 577 4477, Gylfaflöt 24-30 Bifreiðaverkstæði Svans ehf, Eirhöfða 11 Birtingur ehf, Stigahlíð 51 BílaGlerið ehf, Bílddhöfða 16 Bílaleigan Hertz, Reykjavíkurflugvelli Bílamálun Halldórs Þ Nikulássonar, Funahöfða 3 Bílasmiðurinn hf, Bíldshöfða 16 Bílaviðgerðir sf, Viðarhöfða 6 Blómabúðin Hlíðablóm, Háaleitisbraut 68 Borgarbílastöðin ehf, Skúlatúni 2 Bón Fús, Súðarvogi 32 Cavern ehf, Frakkastíg 8 Controlant ehf, Grensásvegi 7 Creditinfo, Höfðabakka 9 Danica sjávarafurðir ehf, Suðurgötu 10 Dental stál ehf, Hverfisgötu 105 Drafnarfell ehf, Stórhöfða 35 Dún- og fiður ehf, Laugavegi 87 E.T. ehf, Klettagörðum 11 Eignamiðlunin ehf, Síðumúla 21 Fagmálun - Litaval sf, Njálsgötu 2 Farfuglar, Borgartúni 6 Fiskkaup hf, Geirsgötu 11 Fjárfestingamiðlun Íslands ehf, Síðumúla 35 Flugfélag Íslands, www.flugfelag.is Flutningaþjónusta Arnars ehf, Þingási 46 Forum lögmenn ehf, Aðalstræti 6 Fönix ehf, heimilistækjaverslun, Hátúni 6a G.M. Einarsson, Viðarási 75 Gallabuxnabúðin Kringlunni, Kringlunni 4-12 Gallerí Fold, Rauðarárstíg 14-16 GB Tjónaviðgerðir ehf, Draghálsi 6-8 Geitafell ehf, Úlfarsbraut 30 Gigtarfélag Íslands, Ármúla 5 Gissur og Pálmi ehf, byggingafélag, Álfabakka 14a Gjögur hf, Kringlunni 7 Gluggahreinsun Loga, Funafold 4 Gluggasmiðjan hf, Viðarhöfða 3 GP-arkitektar ehf, Aðalstræti 11 Grandakaffi ehf, Grandagarði 101 Grund, dvalar- og hjúkrunarheimili, Hringbraut 50 Guðmundur Jónasson ehf, Borgartúni 34 Gullsmiðurinn í Mjódd, Álfabakka 14b Gunnar Eggertsson hf, Sundagörðum 6 Gæðabakstur, Lynghálsi 7 Hamborgarabúlla Tómasar, Geirsgötu 1 Hamraskóli, Dyrhömrum 9 Hárgreiðslustofa Hrafnhildar, Hraunbæ 119 Hársnyrtistofa Dóra, Langholtsvegi 128 Heilsubrunnurinn ehf, Kirkjuteigi 21 Henson hf, Brautarholti 24 Hjá Guðjónó ehf, Þverholti 13 Hjálpræðisherinn á Íslandi, Kirkjustræti 2 Hótel Cabin ehf, Borgartúni 32 Hótel Leifur Eiríksson ehf, Skólavörðustíg 45 Hótel Óðinsvé hf, Þórsgötu 1 Hreyfill, Fellsmúla 26 Hreysti ehf, Skeifunni 19 Hringrás ehf, Klettagörðum 9 HS pípulagnir ehf, Hraunbæ 78 Hús verslunarinnar sf, Kringlunni 7 Iceland Seafood ehf, Köllunarklettsvegi 2 Iðjuþjálfafélag Íslands, Borgartúni 6 Innnes ehf, Fossaleyni 21 ÍAV þjónusta ehf, Höfðabakka 9 Íslenska Gámafélagið ehf, Gufunesi Íslenskir fjallaleiðsögum ehf, Vagnhöfða 7 Ísmar - Radíómiðun hf, Síðumúla 28 Ís-spor ehf, Síðumúla 17 Íþróttabandalag Reykjavíkur, Engjavegi 6 Íþróttasamband fatlaðra, Engjavegi 6 Kjaran ehf, Síðumúla 12-14 Kjöthöllin ehf, Skipholti 70 og Háaleitisbraut 58-60 Knattborðsstofan Klöpp ehf, Faxafeni 12 Knattspyrnufélagið Fram, Safamýri 26 Knattspyrnusamband Íslands, Laugardal KOM almannatengsl, Höfðatorgi Kringlan, Kringlunni 4-12 Kvika ehf, Bjargarstíg 15 Kvikk Þjónustan ehf, Vagnhöfða 5 Landsnet hf, Gylfaflöt 9 Landssamtök lífeyrissjóða, Sætúni 1

Landvernd, Skúlatúni 6 Lifandi vísindi, Klapparstíg 25 Litir og föndur - Handlist ehf, Skólavörðustíg 12 Loftlínur ehf, Rauðhömrum 8 Logoflex ehf, Smiðshöfða 9 Lyfis ehf, Grensásvegi 22 Lögmannafélag Íslands, Álftamýri 9 Lögmannsstofa Marteins Máss ehf, Lágmúla 7 Lögmenn Laugardal ehf, Síðumúla 9 Lögmenn Laugavegi 3 ehf, Laugavegi 3 Löndun ehf, Kjalarvogi 21 Melabúðin ehf, Hagamel 39 Melaskóli, Hagamel 1 Merkismenn ehf, Ármúla 36 Míla ehf, Stórhöfða 22-30 N1, www.n1.is MS Armann skipamiðlun ehf, Tryggvagötu 17 Nathan & Olsen ehf, Klettagörðum 19 NM ehf, Brautarholti 10 Nýi ökuskólinn ehf, Klettagörðum 11 Optima, Vínlandsleið 6-8 Ólafur Gíslason & Co hf Eldvarnarmiðstöðin, Sundaborg 7 Ósal ehf, Tangarhöfða 4 Páll V Einarsson slf, Suðurlandsbraut 10 PLT ehf, Sóltúni 20 Pipar og salt ehf, Klapparstíg 44 Prófílstál ehf, Smiðshöfða 15 Rafeindaiðjan, verkstæði, Tangarhöfða 2 Rafeindastofan ehf, Faxafeni 12 Rafstilling ehf, Dugguvogi 23 Rafsvið sf, Þorláksgeisla 100 Rangá sf, Skipasundi 56 Rannsóknarþjónustan Sýni ehf, Lynghálsi 3 Renniverkstæði Ægis ehf, Lynghálsi 11 Rikki Chan ehf, Kringlunni 4-12 Rue de Net Reykjavík ehf, Vesturgötu 3a Salon VEH, Kringlunni 7 Samtök atvinnulífsins, Borgartúni 35 Samtök starfsmanna fjármálafyrirtækja-SSF, Nethyl 2e Sálarrannsóknarfélag Reykjavíkur, Síðumúla 31 Setberg, bókaútgáfa, Freyjugötu 14 Silfurberg ehf, Suðurgötu 22 Silfurmúr ehf, Seljabraut 66 Skipaþjónusta Íslands ehf, Skógarvinnslan ehf, Súðarvogi 3-5 Skólavefurinn.is, Laugavegi 163 Skrifstofan ehf, Nönnugötu 16 Skúlason og Jónsson ehf, Skútuvogi 6 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins bs, Skógarhlíð 14 Sportbarinn ehf, Álfheimum 74 Starfsmannafélag Reykjavíkur, Grettisgötu 89 Stólpi ehf - alhliða viðgerðaþjónusta, Klettagörðum 5 Stórkaup, www.storkaup.is Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra, Háaleitisbraut 13 Suzuki umboðið ehf, Skeifunni 17 Sveinsbakarí, Arnarbakka 4-6 Sæblik ehf, Hraunbergi 4 Sægreifinn - Verbúð 8, við Geirsgötu Söngskólinn í Reykjavík, Snorrabraut 54 Tannlæknar Mjódd ehf, Þönglabakka 1 Tannlæknastofa Barkar Thoroddsen, Borgartúni 33 Teiknistofan Tröð ehf, Laugavegi 26 Timberland, Kringlunni og Laugavegi Tónskóli Sigursveins D. Kristinssonar, Engjateigi 1 Trésmiðjan Jari ehf, Funahöfða 3 Tróbeco ehf, Laugavegi 71 Túnþökuþjónustan ehf, Lindarvaði 2 Tækni ehf, Súðarvogi 9 Urðarapótek ehf, Vínlandsleið 16 Vagnasmiðjan ehf, Eldshöfða 21 Varahlutaverslunin Kistufell ehf, Brautarholti 16 Varma & Vélaverk ehf, Knarrarvogi 4 Varmi ehf, Laugavegi 168 VATH-Verkfræðistofa Aðalsteins sf, Fífuseli 27 Veiðikortið ehf, Kleifarseli 5 Veitingahúsið Caruso, Þingholtsstræti 1 Verkfræðistofan Skipatækni ehf, Lágmúla 5 Verkfræðistofan VIK ehf, Laugavegi 164 Verkfræðistofan Vista ehf, Höfðabakka 9 Verkfræðiþjónusta GGÞ slf, Rauðagerði 59 Verkfærasalan ehf, Síðumúla 11 Vernd,fangahjálp, Laugateigi 19 Verslunin Fríða frænka, Vesturgötu 3 Vélaviðgerðir hf, Fiskislóð 81 Vélfang ehf, Gylfaflöt 32 Vélsmiðjan Harka hf, Hamarshöfða 7 Vífilfell ehf, Stuðlahálsi 1 Vímulaus æska, Foreldrahús, Borgartúni 6 VSÓ Ráðgjöf ehf, Borgartúni 20 Wilson’s Pizza, Gnoðavogi 44

Seltjarnarnes

Seltjarnarneskirkja

Vogar

Selhöfði ehf, Jónsvör 7 V.P.vélaverkstæði ehf, Iðndal 6

Kópavogur

Allianz á Íslandi hf, Digranesvegi 1 AuðÁs ehf, Dalvegi 16c Ásborg slf, Smiðjuvegi 11 BB44 Gisting ehf, Borgarholtsbraut 44 Bifreiðastillingin ehf, Smiðjuvegi 40d Bílamálunin Varmi ehf, Auðbrekku 14 Bílaverkstæði Kjartans og Þorgeirs sf, Smiðjuvegi 48d Borgargarðar ehf - skrúðgarðaþjónusta, Vesturvör 24 Bókasafn Kópavogs, Hamraborg 6a Breiðablik, ungmennafélag, Dalsmára 5 Debenhams á Íslandi ehf, Hagasmára 1 Eyfeld ehf, Hlíðarsmára 13 Glerísetningaþjónustan ehf, Skógarhjalla 4 Guðjón Gíslason ehf, Ennishvarf i15b Hamraborg ehf, Lundi 92 Hefilverk ehf, Jörfalind 20 Hegas ehf, Smiðjuvegi 1 Hvellur - G. Tómasson ehf, Smiðjuvegi 30 Iðnaðartækni ehf, Akralind 2 Íslandsspil sf, Smiðjuvegi 11a Íslenskt sjávarfang ehf, Bakkabraut 2 Járnsmiðja Óðins ehf, Smiðjuvegi 4b K.S. Málun ehf, Fellahvarfi 5 Kópavogsbær Kópavogskirkja Laugin ehf, Smiðjuvegi 4 Léttfeti ehf - Sendibíll, Engihjalla 1 Litlaprent ehf, Skemmuvegi 4 Lín ehf heildverslun, Akralind 3 Ljósvakinn ehf, Vesturvör 30b Menn og mýs hf, hugbúnaðargerð, Hlíðasmára 15 Rafbreidd ehf heimilistækjaviðgerðir, Akralind 6 Rafgeisli ehf, Hamraborg 1-3 Rafmiðlun hf, Ögurhvarfi 8 Réttingaverkstæði Jóa ehf, Dalvegi 16a Sérverk ehf, Askalind 5 Sláttuvélamarkaðurinn Verklaginn, Smiðjuvegi 11e Sólarfilma ehf, Auðbrekku 2 Suðurverk hf, Hlíðarsmára 11 Söluturninn Smári, Dalvegi 16c Tannlæknastofa Tinnu Kristínar Snæland, Hamraborg 5 Tíbrá ehf, Asparhvarfi 1 Vaki fiskeldiskerfi hf, Akralind 4 Vegurinn, Smiðjuvegi 5 Veitingaþjónusta Lárusar Loftssonar, Nýbýlavegi 32

Garðabær

Geislatækni ehf - Laser-þjónustan, Suðurhrauni 12c Hannes Arnórsson ehf, Móaflöt 41 Hjallastefnan ehf, Manus ehf, Smiðsbúð 7 Rafboði, Skeiðarási 3 Raftækniþjónusta Trausta ehf, Lyngási 14 Silfursmári ehf, Birkihæð 1 Tæknistál ehf, Suðurhrauni 2 Val-Ás ehf, Suðurhrauni 2 Vörumerking ehf, Suðurhrauni 4a Öryggisgirðingar ehf, Suðurhrauni 2

Hafnarfjörður

Auglýsingastofa Guðrúnar Önnu ehf, Miðvangi 108 Barkasuða Guðmundar ehf, Hvaleyrarbraut 27 Byggingafélagið Sandfell ehf, Reykjavíkurvegi 66 DS lausnir ehf, Rauðhellu 5 Epoxy flex gólflagnir ehf, Brekkutröð 3 Fasteignasala Gunnars Ólafssonar, Reykjavíkurvegi 60 Fínpússning ehf, Rauðhellu 13 Flúrlampar ehf, Kaplahrauni 20 Hafnarfjarðarbær Hagstál ehf, Brekkutröð 1 Hársnyrtistofan Fagfólk ehf, Fjarðargötu 19 Hella ehf, málmsteypa, Kaplahrauni 5 Hvalur hf, Reykjavíkurvegi 48 Ican ehf, Fornubúðum 5 Lögmenn ehf, Strandgötu 25 Meta-Járnsmíði ehf, Dalshrauni 16 Mjólka ehf, Eyrartröð 2a Músik og Sport ehf, Reykjavíkurvegi 60 Opal Sjávarfang ehf, Grandatröð 8 Pappír hf, Kaplahrauni 13 Promens Tempra ehf, Íshellu 8 Rafeining ehf, Flatahrauni 5b Rafgeymasalan ehf, Dalshrauni 17 Saltkaup hf, Cuxhavengötu 1 Stálsmiðjan Málmey ehf, Reykjavíkurvegi 60 Steinmark, prentsmiðja, Dalshrauni 24 ThorShip, Selhellu 11 Tæki.is, Hjallahrauni 2 Umbúðamiðlun ehf, Fornubúðum 3 Útvík hf, Eyrartröð 7-9 Veislulist - Skútan, Hólshrauni 3 Verkalýðsfélagið Hlíf, Reykjavíkurvegi 64 Vélrás bifreiða- og vélaverkstæði, Álhellu 4 Víking björgunarbúnaður ehf, Íshellu 7 Þvottahúsið ehf, Hraunbrún 40 Þvottahúsið Faghreinsun, Reykjavíkurvegi 68

Álftanes

Dermis Zen slf, Miðskógum 1 Sveitarfélagið Álftanes, Bjarnastöðum

Reykjanesbær

Aflbinding - Járnverktakar ehf, Kliftröð 5 ÁÁ verktakar ehf, Fitjabraut 4 Bílaverkstæði Þóris ehf, Hafnarbraut 12a

Dacoda ehf, Hafnargötu 62 Efnalaugin Vík ehf, Baldursgötu 14 Fjölbrautaskóli Suðurnesja, Sunnubraut 36 Ice Group Ltd, Iðavöllum 7a IGS ehf - Keflavíkurflugvöllur, Fálkavellir 13 Ísfoss ehf, Hafnargötu 60 Millvúd Pípulagnir / Svítan gistiheimili, Túngötu 10 Neslagnir slf, Bergási 12 Paddys Irish pub, Hafnargötu 38 Pulsuvagninn Tjarnartorg ehf, Tjarnargötu 9 Reykjanesbær, Tjarnargötu 12 Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum, Skógarbraut 945 Samkaup hf, Krossmóa 4 Smur- og hjólbarðaþjónustan ehf, Framnesvegi 23 Snyrtistofan Dana, Hafnargötu 41 Suðurflug ehf, Keflavíkurflugvelli Toyota Reykjanesbæ, Njarðarbraut 19 Varmamót ehf, Framnesvegi 19 Verkfræðistofa Suðurnesja hf, Víkurbraut 13 Verslunarmannafélag Suðurnesja, Vatnsnesvegi 14 Víkurfréttir ehf, Krossmóa 4a Vökvatengi ehf, Fitjabraut 2 Ýmir ehf, Mávatjörn 20

Grindavík

Eldfjallaferðir ehf, Víkurbraut 2 Marver ehf, Stafholti Verkalýðsfélag Grindavíkur, Víkurbraut 46

Sandgerði

Flugfiskur hf, Holtsgötu 37 Slægingarþjónusta Suðurnesja ehf, Strandgötu 6 Vélsmiðja Sandgerðis ehf, Vitatorgi 5 Þensla ehf, Strandgötu 26

Garður

H Pétursson, Skálareykjum 12 Mosfellsbær Dalsbú ehf, Helgadal Fagverk verktakar sf, Spóahöfða 18 Hestaleigan Laxnesi, Laxnesi Ístex hf, Völuteigi 6 Kjósarhreppur www.kjos.is, Ásgarði Múr og meira ehf, Brekkutangi 38 Nonni litli ehf, Þverholti8 Parket Plús ehf, Hulduhlíð 30 Seljabrekka ehf, Seljabrekku Vélsmiðjan Orri ehf, Flugumýri 10

Akranes

Akraborg ehf, Kalmansvöllum 6 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18 Bifreiðastöð Þórðar Þ Þórðarsonar, Dalbraut 6 Brauða- og kökugerðin ehf, Suðurgötu 50a Glitmálun ehf, Einigrund 21 GT Tækni ehf, Grundartanga Markstofa ehf, Merkigerði 18 Rafnes sf, Heiðargerði 7 Runólfur Hallfreðsson ehf, Álmskógum 1 Steðji ehf vélsmiðja, Ægisbraut 17 Straumnes ehf, rafverktakar, Krókatúni 22-24 Viðskiptaþjónusta Akraness ehf, Kirkjubraut 28 Vignir G. Jónsson hf, Smiðjuvöllum 4

Borgarnes

Bókhalds- og tölvuþjónustan sf, Böðvarsgötu 11 Búvangur ehf, Brúarlandi Dýralæknaþjónusta Vesturlands ehf, Þórðargötu 24 Laugagerðisskóli Límtré Vírnet ehf, Borgarbraut 74 Ræktunarstöðin Lágafelli ehf, Syðra-Lágafelli Sigur-garðar sf, Laufskálum 2 Sprautu- og bifreiðaverkstæðið Borgarness sf, Sólbakka 5 Vatnsverk ehf, Guðjón og Árni ehf, Egilsgötu 17 Verkalýðsfélag Vesturlands, Sæunnargötu 2a Vélaverkstæði Kristjáns ehf, Brákarbraut 20

Stykkishólmur

Rannsóknarnefnd sjóslysa, Stykkishólmsflugvelli Stykkishólmsbær, Hafnargötu 3 Sæfell ehf, Hafnargötu 9

Grundarfjörður

Blossi ehf, Grundargötu 61 Kvenfélagið Gleym-mér-ei

Ólafsvík

Fiskmarkaður Íslands hf, Norðurtanga

Snæfellsbær

Hótel Búðir, Búðir

Hellissandur

Nónvarða ehf, Bárðarási 6 Sjávariðjan Rifi hf, Hafnargötu 8

Búðardalur

Dalabyggð, Miðbraut 11 K.M. þjónustan ehf, Vesturbraut 20

Reykhólahreppur

Þörungaverksmiðjan hf, Reykhólum

Ísafjörður

Bílaverið ehf, Sindragötu 14 Gámaþjónusta Vestfjarða ehf, Góuholti 14


Afmælisrit skátanna

Hafnarbúðin, Hafnarhúsinu Hamraborg ehf, Hafnarstræti 7 Orkubú Vestfjarða hf, Stakkanesi 1 Tækniþjónusta Vestfjarða ehf, Aðalstræti 26 Útgerðarfélagið Kjölur ehf, Urðarvegi 37 Vestfirskar ævintýraferðir ehf, Fjarðarstræti 57

Hnífsdalur

Verkstjórafélag Vestfjarða, Heiðarbraut 7

Bolungarvík

Bolungarvíkurkaupstaður, Aðalstræti 12 Fiskmarkaður Bolungarvíkur og Suðureyrar ehf, Árbæjarkanti 3 Ráðhús ehf, Miðstræti 1 Vélvirkinn sf, Hafnargötu 8

Súðavík

Súðavíkurhreppur, Víkurbúðin ehf, Grundarstræti 1-3

Flateyri

Sytra ehf, Ólafstúni 5

Patreksfjörður

Grunnslóð ehf, Neðri-Arnórsstöðum Heilbrigðisstofnunin Patreksfirði, Stekkum 1 Nanna ehf, við Höfnina Verslunin Albína, Aðalstræti 89 Vesturbyggð

Tálknafjörður

T.V. Verk ehf, Strandgötu 37

Hólmavík

Héraðssamband Strandamanna,HSS, Höfðagötu 3 Kaupfélag Steingrímsfjarðar, Höfðatúni 4

Drangsnes

Útgerðarfélagið Gummi ehf, Kvíabala 6

Árneshreppur

Hótel Djúpavík ehf, Árneshreppi Hvammstangi Húnaþing vestra, Hvammstangabraut 5

21

Siglufjörður

Þórshöfn

Akureyri

Egilsstaðir

Allinn, sportbar, Aðalgötu 30 Siglósport, Norðurtúni 11 Bókhaldsþjónusta Birgis Marinóssonar ehf, Gránufélagsgötu 4 Fasteignasalan Hvammur ehf, Hafnarstræti 99-101 Félag málmiðnaðarmanna Akureyri, Skipagötu 14 Framtal sf Kaupangi, Mýrarvegi Friðrik Páll Jónsson, háls-, nef- og eyrnalæknir, Austurberg Geisli Gleraugnaverslun, Mýrarvegi Grófargil ehf, Glerárgata 36 Hnýfill ehf, Óseyri 22 Keahótel ehf, Hafnarstræti 87-89 Kjarnafæði hf, Fjölnisgötu 1b Lostæti ehf, veislu- og veitingaþjónusta, Naustatanga 1 Malbikun KM ehf, Vörðutúni 4 Miðstöð ehf, Draupnisgötu 3g Möl og sandur, Súluvegi Nomaco sf, Laufásgötu 3 Norðurorka hf, Rangárvöllum Pípulagningaþjónusta Bjarna Fannberg Jónassonar ehf, Melateig 31 Rafeindaþjónustan Brúin ehf, Baldursnesi 4 Raftákn ehf, Glerárgötu 34 Samherji hf, Glerárgötu 30 Samvirkni ehf, Hafnarstræti 97 Sjómannafélag Eyjafjarðar, Skipagötu 14 Sjúkrahúsið á Akureyri, Eyrarlandsvegi Skútaberg ehf, Sunnuhlíð 4 Sólskógar ehf, Sómatúni 3 Steypustöð Akureyrar ehf, Sjafnarnesi 2-4 Steypusögun Norðurlands ehf, Víðivöllum 22 Sýslumaðurinn á Akureyri, Hafnarstræti 107 Trésmiðjan Ölur ehf, Óseyri 4 Útfararþjónusta kirkjugarða Akureyrar, Þórunnarstræti Höfða Þrif og ræstivörur ehf, Frostagötu 4c

Grenivík

Sænes ehf, Stórasvæði 8

Blönduós

Dalvík

Skagaströnd

Ólafsfjörður

Vilko ehf, Ægisbraut 1 Skagabyggð, Höfnum

Sauðárkrókur

Aldan - stéttarfélag, Borgarmýri 1 Héraðsbókasafn Skagfirðinga, Faxatorgi K-Tak ehf, Borgartúni 1 Lögreglustjórinn á Sauðárkróki, Suðurgötu 1 Sjávarleður hf, Borgarmýri 5 Skinnastöðin hf, Syðri-Ingveldarstöðum Steinull hf, Skarðseyri 5 Tannlæknastofa Ingimundar Guðjónssonar ehf, Sæmundargötu 3a Vörumiðlun ehf, Eyrarvegur 21

Varmahlíð

Ferðaþjónustan Bakkaflöt, www.bakkaflot.com Ferðaþjónustan Steinstöðum, Lambeyri

Hofsós

Íslenska fánasaumastofan ehf, Suðurbraut 8

Salka-Fiskmiðlun hf, Ráðhúsinu Árni Helgason ehf, Hlíðarvegi 54 Norlandia ehf, Múlavegur 3

Húsavík

Fjallasýn Rúnars Óskarssonar ehf, Smiðjuteigi 7 Heiðarbær, Reykjahverfi Trésmiðjan Rein ehf, Rein

Mývatn

Vogar, ferðaþjónusta, Vogum

Kópasker

Vökvaþjónusta Kópaskers ehf, Bakkagötu 6

Raufarhöfn

Hótel Norðurljós, Aðalbraut 2 -félagið, Skólabraut 3,1415

Geir ehf, Sunnuvegi 3 Langanesbyggð, Fjarðarvegi 3 Austfjarðaflutningar ehf, Kelduskógum 19 Bílamálun Egilsstöðum ehf, Fagradalsbraut 21-23 Dagskráin Austurlandi, Miðvangi 1 Egilsstaðaskóli, Fellabakstur ehf, Lagarfelli 4 Fljótsdalshérað, Lyngási 12 Skógar ehf, Dynskógum 4 Verkfræðistofa Austurlands ehf, Kaupvangi 5

Seyðisfjörður

Austfar ehf, Fjarðargötu 8 Seyðisfjarðarkaupstaður, Hafnargötu 44

Borgarfjörður eystri Álfacafé, Vörðubrún

Reyðarfjörður

Gagnheiði 74 Ræktunarsamband Flóa og Skeiða, Gagnheiði 35 S. G. Hús hf, Austurvegi 69 Sólheimar í Grímsnesi Stífluþjónusta Suðurlands, Miðtúni 14 Sveitarfélagið Árborg, Austurvegi 2

Hveragerði

Bíl-X ehf, bifreiðaverkstæði, Austurmörk 11 Litla kaffistofan, Svínahrauni Ökukennsla Eyvindar, Heiðarbrún 24

Þorlákshöfn

Eldhestar ehf, Völlum Fiskmark ehf, Hafnarskeiði 21 Garpar ehf, Reykjakoti 2 Sveitarfélagið Ölfus, Hafnarbergi 1 Ölfusgluggar ehf, Ferjukoti

Laugarvatn

Ásvélar ehf, Hrísholti 11

Tærgesen ehf, Búðargötu 4 Félag opinberra starfsmanna á Austurlandi, Stekkjarbrekku 8 Launafl ehf, Hrauni 3

Flúðir

Eskifjörður

Hella

Neskaupstaður

Hvolsvöllur

Egersund Ísland ehf, Hafnargötu 2 Fjarðaþrif ehf, Kirkjustíg 2 Bílaverkstæði Önundar ehf, Vindheimanausti 7c Rafgeisli Tómas R Zoéga ehf, Hafnarbraut 10 Síldarvinnslan hf, útgerð, Hafnarbraut 6

Fáskrúðsfjörður

Loðnuvinnslan hf, Skólavegi 59 Skúðrsverk ehf., Fáskrúðsfirði, Túngötu 1

Flúðajörfi ehf, Ljónastíg 1 Gröfutækni ehf, Iðjuslóð 1 Hrunamannahreppur Fannberg ehf, Þrúðvangi 18 Grunnskólinn Hellu, Útskálum 6-8 Eyrarbúið ehf, Þorvaldseyri Héraðsbókasafn Rangæinga, Vallarbraut 16 Krappi ehf, byggingaverktakar, Ormsvöllum 5

Vík

Hópferðabílar Suðurlands sf, Mánabraut 14

Kirkjubæjarklaustur

Stöðvarfjörður

Grillir ehf, Fjarðarbraut 64

Ferðaþjónustan Efri-Vík ehf, Efri-Vík Icelandair Hótel Klaustur, Klausturvegi 6 Ungmennafélagið Ármann, Skaftárvellir 6

Breiðdalsvík

Vestmannaeyjar

Breiðdalshreppur, Selnesi 25 Verslun Vinamót, Ásvegi 27

Djúpivogur

Hótel Framtíð ehf, Vogalandi 4

Höfn í Hornafirði

Jaspis ehf - hársnyrtistofa, Litlubrú 1 Skinney - Þinganes hf, Krossey Sveitafélagið Hornafjörður, Hafnarbraut 27 Vélsmiðja Hornafjarðar ehf, Álaugarvegi 2 Vélsmiðjan Foss ehf, Ófeigstanga 15

Selfoss

AB-skálinn ehf, Gagnheiði 11 Alvörubúðin, Eyravegi 23 Bláskógabyggð, Aratungu Flúðasveppir, Undirheimar Fossvélar ehf, Hellismýri 7 Framsóknarfélag Árnessýslu, Björnskoti, Skeiðum Garðyrkjustöðin Kvistar ehf, Lyngbraut 1 Grímsneshreppur og Grafningshreppur, Borg Jóhann Helgi og Co ehf, Vatnsholti 2 Renniverkstæði Björns Jensen ehf,

Áhaldaleigan ehf, Faxastíg 5 Bylgja VE 75 ehf, Illugagötu 4 Café María, Skólavegi 1 Grímur kokkur ehf, Eiði 14 Ísfélag Vestmannaeyja hf, Strandvegi 28 Pétursey ehf, Flötum 31 Prentsmiðjan Eyrún hf, Hlíðarvegi 7 Skýlið, Friðarhöfn Stígandi hf, útgerð, Básum Teiknistofa Páls Zóphóníassonar ehf, Kirkjuvegi 23 Vélaverkstæðið Þór ehf, Norðursundi 9 Vinnslustöðin hf, Hafnargötu 2 Vöruval ehf, Vesturvegi 18


22

Ævintýri í 100 ár


Afmælisrit skátanna

23

FYRIR FJÖLSKYLDUNA Umhverfisvænn innkaupapoki

Plast er gert úr olíu sem myndast á mörgþúsund árum, djúpt í jarðlögunum. Ef þú kaupir plastpoka í hvert sinn sem þú ferð í stórmarkaðinn og verslar í matinn ertu því ekki aðeins að eyða 20 krónum á hvern poka (160kr á viku, 8.320kr á ári) heldur einnig dýrðmætum auðlindum! Hér eru leiðbeiningar að því hvernig þú getur breytt gömlum, ónothæfum stuttermabol, í suddalega flottan innkaupapoka án þess að þurfa að taka upp nál og tvinna!

LITASAMKEPPNI SKÁTA

Á leið á landsmót

1. Taktu gamlan stuttermabol, til að mynda gamlan sumarbúðarbol sem barnið hefur vaxið upp úr.

2. Klipptu ermarnar og hálsmálið af, eins og sýnt er á myndinni.

Þessir skátar eru á leiðinni á skátamót og hlakka mikið til að lenda í alls kyns ævintýrum. Getur þú litað þau á skemmtilegan hátt? Sendu myndina þína með nafni og aldri í Skátamiðstöðina, Hraunbæ 123, 110 Reykjavík eða innskannaða á skatar@skatar.is fyrir 20. desember og þú gætir unnið glæsilega hettupeysu. Myndina má líka nálgast á www.skatar.is/litamynd ef fleiri á heimilinu vilja spreyta sig.

5. Þú hefur búið til einstakan innkaupapoka og komið fram af virðingu við náttúruna! 3. Klipptu um það bil 5 sm raufir upp í faldinn.

4. Hnýttu rembihnút á tvo og tvo enda.


Ævintýri í 100 ár

24

MIKILL RAKI FYRIR FERSKA OG GEISLANDI HÚÐ Meiri útgeislun. Nýtt NIVEA rakagefandi dagkrem með Hydra IQ gengur hratt inn í húðina. Eykur rakaflæðið og veitir raka djúpt í húðinni. Inniheldur sólarvörn 15.

www.NIVEA.com

Afmaelisblad  
Read more
Read more
Similar to
Popular now
Just for you