Page 1

48

Íslenskur vínbóndi í Sviss

Nýuppgert hús í Keflavík

Höskuldur Hauksson, vínbóndi í Sviss, leiddist út í vínræktog framleiðir vínið sem hann hefur brenn­andi áhuga á.

Heimsókn til hjóna í Keflavík sem hafa nostrað við gamalt og krúttlegt hús.

58

Kosningaspáin og líkur frambjóð­enda KOSNINGAR

12

Baldur Héðinsson útbýr kosningaspána í fjórða sinn fyrir alþingiskosningarnar.

HELGARBLAÐ

Október 2017

Halla Tómasdóttir ræðir óheiðarleika á Íslandi og nauðsyn þess að gera nýjan samfélagssáttmála til að byggja upp traustið sem glataðist.


aði fjölskyld­um sem telja fram söluhagnað vegna hluta­­bréfa um einungis 3,7 prósent í 3.682 alls. Fjölskyld­­ur á Íslandi voru um 197 þúsund í fyrra. Það þýðir að tæplega tvö prósent fjölskyldna landsins greiði fjármagnstekjuskatt vegna söluhagnaðar á hlutabréfum.

Misskipting hefur aukist FRÉTTASKÝRING

Misskipting auðs heldur áfram að aukast á Íslandi Ríkustu 20 þúsund fjölskyldur þjóðarinnar tóku til sín um helming þess eigin fjár sem varð til á Íslandi í fyrra. Hin 90 prósent þjóðarinnar skiptu með sér hinum helmingn­um. Tvær þjóðir búa saman í einu landi, lítill hópur sem á flestar eignirnar og restin sem vinnur hjá honum.

Misskipting hefur aukist umtalsvert á Íslandi á undanförnum árum. Árið 1997 átti efsta tíund þjóðarinnar 56,3 prósent af öllu eigin fé. Tíu ár­um síðar hafði eigið fé Íslendinga fjórfaldast, enda banka- og eigna­bóla þá þanin til hins ítrasta, og ríkustu tæplega 20 þúsund Íslend­ingarnir áttu 2,5 sinnum meira eigið fé en öll þjóðin hafði átt samanlagt tíu árum áður. Þá nam hlut­ deild þessarar rík­­ustu tíundar í heildar eigin fé Ís­­lendinga 62,8 prósentum. Eftir bankahrunið tapaði stór hluti landsmanna miklu af eignum sínum. Það átti sérstaklega við um þá sem áttu ekki mikið annað en t.d. eigið fé í húsnæði. Þótt ríkir Íslendingar hafi einnig tapað miklu áttu þeir enn mikið eigið fé í lok árs 2009. Alls lá 77,3 prósent alls eigin fjár hjá ríkustu tíund landsmanna á þeim tíma. Ríkasti fimmtungur landsmanna átti á þeim tíma 103 prósent af öllu eigin fé lands­manna.­Það þýðir að restin, 80 prósent landsmanna, var samanlagt með neikvætt eigið fé. Síðan hefur hlutfallsleg eign þeirra á eigin fé landsmanna dregist saman, sérstaklega samhliða mikilli aukn­ingu á eign allra hópa í fasteign­um sínum. Síðan hefur hlutfallsleg eign þeirra á eigin fé landsmanna dregist saman, sérstaklega samhliða mikilli aukningu á eign allra hópa í fasteignum sínum. Alls hefur eigið fé í fasteign­um Íslendinga aukist úr 1.146 millj­­örðum króna í 2.573 milljarða króna frá lokum árs 2010 og fram að síðustu áramótum. Nokkur hundruð milljarðar króna eru tilkomnir vegna skuldaniður­­­færslna sem áttu sér stað í gegn­um 110 prósent leið, sértæka skulda­­­­að­­lögun og svo 72,2 milljarða króna leiðréttingu sitjandi ríkisstjórnar. En meginþorri hinn­­ar bættu stöðu er vegna þess að fasteignaverð hefur hækkað gríðarlega hratt á örfáum árum, og langt umfram verðbólgu.

Eftir / Þórð Snæ Júlíusson Mynd / Birgir Þór

Og með þessum hætti, í gegnum hækkun á eigin fé í húsnæði vegna hækk­­ andi húsnæðisverðs, sem hefur alls hækkað um 93 prósent á höfuð­­borgar­­ svæðinu frá því í desember 2010.

Vantar földu eignirnar í s­ kattaskjólunum Inn í ofangreindar tölur vantar allar þær eignir sem Íslendingar eiga erlend­is, en hafa ekki verið taldar fram hérlendis. Í Pana­ma-skjöl­un­­­um var upp­ lýst að tæp­lega 600 Íslend­­ingar ættu um 800 félög sem Mossack Fonseca, lögfræðistofa sem sér­hæfir sig í „skatta­hag­ræði“ og í að fela eign­ir, sá um fyrir þá. Kjarninn, í samstarfi við Reykjavík Media og fleiri fjölmiðla, fjallaði ítarlega um þær upplýsingar sem birtust í skjölunum á síðasta ári. Ljóst er að aflands­fé­laga­eign Ís­­lend­inga er mun víð­tæk­ari en kom fram í þeirri umfjöllun vegna þess að Mossack Fonseca var ekki eina stofan sem þjón­­ustaði Íslend­inga. Vísbendingar um umfang þeirrar eignar komu fram í skýrslu um aflandseignir Íslendinga og skatta­­­undanskot vegna þeirra, sem var birt snemma í janúar eftir ítrekaðar fyrirspurnir Kjarnans um birtingu á skýrslunni. Hún hafði þá verið tilbúin í rúma þrjá mánuði, eða frá því fyrir kosningarnar 29. október 2016. Í skýrslunni kom fram að aflandsfélagavæðingin hafi haft tugi millj­­arða króna af íslenskum almenningi í vangoldnum skattgreiðslum og búið til gríðar­­­­ legan aðstöðumun þeirra sem hafa, bæði löglega og ólög­lega, getað fal­ ið fé í erlendum skatta­­skjólum þeg­ar illa árar í ís­lensku efnahagslífi en stýrt falið fé aftur heim til að kaupa eignir á brunaút­sölu í niðursveiflum.

Flestar nýjar krónur sem verða til á Íslandi á ári hverju fari til þess hóps sem á mestar eignirnar.

Þ

ær rúmlega 20 þúsund fjölskyldur sem tilheyra þeim tíu prósentum þjóð­­arinnar sem eiga mest eigið fé – eignir þegar skuld­­ir hafa verið dregnar frá – áttu 2.062 milljarða króna í hreinni eign um síðustu ára­­mót. Alls á þessi hópur 62 prósent af öllu eigin fé í landinu. Eigið fé hans jókst um 185 milljarða króna á síð­­asta ári. Eigið fé hinna 90 pró­­sent landsmanna jókst á sama tíma um 209 milljarða króna. Það þýðir að tæplega helmingur þeirrar hreinu eignar sem varð til á síðasta ári fór til tíu prósent efna­­mestu fram­­telj­­­end­­anna. Þegar eigið fé 20 prósent efnamestu fjölskyldna þjóð­­ar­­­inn­­ ar er skoðað kemur í ljós að sá hópur á 85 prósent af öllu eigið fé í landinu. Sá helming­ur þjóðarinnar sem á minnst er sam­­­­­­­anlagt með neikvætt eigið fé upp á 175,3 milljarða ­­króna. Þetta kemur fram í tölum um eigin­­fjár­­stöðu Ís­­lend­­ inga í lok árs 2016 sem birtar voru í síðustu viku.

Um 40 prósent allra nýrra króna hafa farið til þeirra ríkustu Frá árinu 2010 hefur eigið fé Íslend­­inga rúmlega tvöfald­ ast. Í lok þess árs var það 1.565 milljarðar króna en var 3.343 milljarðar króna um síðustu áramót. Ef horft er ein­ungis í krónutölur þá má sjá að eignir efstu tíundar þjóð­­arinnar hafa aukist úr 1.350 milljörðum króna í 2.062 millj­­­arða króna, eða um 712 millj­­arða króna. Því hefur 40 prósent af öll­­um krónum sem orðið hafa til í nýju eigin fé frá lokum árs 2010 og fram til loka síðasta árs orðið að eign þeirra tíu prósent fjölskyldna sem eiga mest á hverjum tíma fyrir sig. Ef aukning á hreinni eign 20 prósent ríkustu fjöl­skyldna landsins er talin saman kemur í ljós að hún jókst um 1.049 milljarða króna frá lokum árs 2010 til síðustu ára­­ móta. Því hafa 60 prósent eiginfjár sem orðið hefur til á tíma­­­bilinu farið til þessa hóps, um 40 þúsund fjölskyldna.

2

Helgarblað Október 2017

Eignirnar vanmetnar Virði eigna þessa hóps er reyndar vanmetinn. Þessi­ hópur á nefnilega nær öll verðbréf landsins, eða 86 pró­­sent slíkra. Í tölum Hagstof­­unn­­ar eru þau metin á nafn­­­verði, ekki markaðsvirði, sem er mun hærra. Alls á tíu prósent ríkasti hluti landsmanna verðbréf, m.a. hluta­­bréf í innlendum og erlendum hluta­­fé­­lögum eða skuldabréf, sem metin eru á 383,4 milljarða króna á nafn­virði. Hin 90 prósent þjóðarinnar eiga verðbréf sem metin eru á 62,2 milljarða króna að nafnvirði. Þessi skipting hefur haldist að mestu eins á undanförnum árum. Í lok árs 2010 átti efsta tíund landsmanna líka 86 prósent allra verðbréfa. Virði verðbréfa í eigu Íslend­inga hækkað um 23 millj­ arða króna að nafn­­virði á síðasta ári. Þar af hækk­­­­uðu bréf rík­ustu tíu prósent þjóð­­arinnar um 21,8 milljarða króna. Því fór um 95 prósent af allri virðis­­aukningu verðbréfa til ríkustu tíundar Íslendinga á árinu 2016. Verðbréf gera tvennt, þau hækka eða lækka í verði og þau búa til fjár­­magnstekjur sem eigendur þeirra fá greidd­­­­­ar út. Í tölum frá fjármála- og efnahagsráðuneyt­ inu vegna álagn­ingu opinberra gjalda á einstaklinga 2017 kom fram að tekjur einstaklinga af arði hafi verið 43,3 milljarðar króna í fyrra. Fjöldi þeirra sem töldu fram arð vegna ársins 2016 var 14.545 og fjölgaði um 685 milli ára, eða um tæplega fimm prósent.

Virði verðbréfa í eigu Íslend­inga hækkað um 23 milljarða króna að nafn­­virði á síðasta ári. Þar af hækk­­­­uðu bréf ríkustu tíu prósenta þjóð­­arinnar um 21,8 milljarða króna.

Styður þú frjálsa fjölmiðlun? kjarninn.is/vertu-med

Söluhagnaður jókst um 39,1 prósent milli ára þrátt fyrir að fjölskyldum sem töldu fram söluhagnað hafi einungis fjölgað um 5,4 prósent. Það bendir til þess að fámennur hópur sé að taka til sín þorra þess arðs sem verður til í ís­­lensku samfélagi. Söluhagnaður var alls 32,3 millj­­arðar króna í fyrra og þar af nam sala hlutabréfa 28,7 milljörðum króna og hækkaði um 38,3 prósent á milli ára. Á sama tíma fjölg­­

kjarninn.is


TOYOTA

ÍSLENSKA/SIA.IS/TOY 86105 10/17

Í FULLKOMNU FLÆÐI

Sá fyrsti sinnar tegundar

Toyota C-HR er fínslípaður demantur sem sker sig úr hvar sem hann kemur. Kröftug vél, einstakir aksturseiginleikar ásamt háþróuðu farþegarými sjá til þess að þú líðir um strætin í fullkomnu flæði. Komdu, taktu í stýrið og finndu hvernig Toyota C-HR skapar algjörlega ný viðmið. · 2 ára þjónustupakki fylgir með öllum Toyota C-HR · Kynntu þér Toyota FLEX, nýja leið til að eignast Toyota bifreið, á www.toyota.is VILDARPUNKTAR ICELANDAIR MEÐ ÖLLUM NÝJUM TOYOTUM

3+2 ÁBYRGÐ

2 ÁRA ÞJÓNUSTA

Toyota Kauptúni Kauptúni 6 Garðabæ Sími: 570-5070

Sjá nánar um Vildarpunktasöfnun á www.toyota.is Bíllinn í þessari auglýsingu endurspeglar ekki endilega þann búnað sem tilgreindur er. Allar upplýsingar eru birtar með fyrirvara um villur.

Toyota Akureyri Baldursnesi 1 Akureyri Sími: 460-4300

Toyota Reykjanesbæ Njarðarbraut 19 Reykjanesbæ Sími: 420-6600

Toyota Selfossi Fossnesi 14 Selfossi Sími: 480-8000


FRÉTTASKÝRING

Fasteignaverðið hækkar og hækkar ... hvað svo? Undanfarin ár hafa einkennst af nær fordæmalausum hækkunum á fasteigna­­markaði, sé litið til sögulegrar þróunar á Íslandi. Á undanförnum tólf mánuðum hefur fasteignaverðið á höfuð­borgar­svæðinu hækkað að meðaltali um rúmlega 19 prósent.

Eftir / Magnús Halldórsson

Airbnb og fleiri leigumiðlanir á netinu hafa haft mikil áhrif á þróun fasteignaverðs miðsvæðis í Reykjavík.

Uppbygging er víða á höfuðborgarsvæðinu. Gert er ráð fyrir því að allt að níu þúsund nýjar íbúðir komi á markaðinn á næstu fimm árum. Mynd: Birgir Þór Harðarson.

Þrjú aðalatriði

Viðskiptabankarnir hafa kvartað sáran undan þessu, og hafa sagt að mun­­urinn á vaxtakjörunum byggi á því að bankarnir þurfi að greiða skatta og gjöld sem lífeyrissjóðirnir þurfi ekki. Því sé samkeppnin skökk. En fyrir neytendur má segja að þetta sé frekar til góðs, þar sem fleiri og fjölbreyttari möguleikar eru í boði.

Mesta hækkunin hefur verið mið­­ svæðis í Reykjavík, og þar spilar inn í gríð­­arlegur uppgangur í ferða­­þjón­­ ustunni. Allt að þrjú þúsund íbúðir hafa horfið af markaði fyrir varan­ lega búsetu og verið nýttar í leigu til Airbnb og fleiri leigumiðlana fyrir ferða­­menn, samkvæmt nýlegum greiningum. Þessi mikli uppgangur ferðaþjón­­ ust­­­­unnar hefur ýtt undir hækkun fast­­­­­­­eignaverðins, en fleiri þættir koma þó til. Í einföldun sagt, má segja að þrjú atriði hafi skipt sköpum. Í fyrsta lagi var lítið sem ekkert byggt af húsnæði í næstum tvö og hálft ár frá miðju ári 2008 og fram undir lok árs 2010, og því mynd­ aðist misvægi á milli framboðs og eftirspurnar. Það einfaldlega vantaði eignir á mark­­aðinn til að mæta eftirspurninni sem var byrjuð að örvast eftir hrunið. Í öðru lagi má nefna mikinn efna­­­­­hagsuppgang. Hagvöxt­ur hefur verið á bilinu 4 til 7 pró­­sent á árinu, undanfarin fimm ár, og kaupmáttur hefur vaxið mikið hjá flest­um hópum. Aukin kaup­ geta, eftir að endurskipulagn­­ingu á efna­­hag fyrirtækja og heimila lauk, hefur ýtt enn frekar undir hækkun fasteignaverðs­ins. Verð­­

4

bólga hefur einnig haldist fyrir neðan 2,5 prósent verð­bólgu­ mark­­mið í á fjórða ár, en hún mæl­­ist nú 1,4 prósent. Í þriðja lagi er það síðan áhrif ferðaþjónustunnar á fasteigna­­ mark­­­­aðinn í heild, eins og áður segir. Ævintýralegur vöxtur ferða­­þjónustunnar hefur gjör­ breytt stöðu efnahags­mála til hins betra. Gert er ráð fyrir að 2,3 millj­­­­­ónir erlendra ferðamanna komi til landsins á þessu ári, en árið 2010 var fjöldinn undir 500 þúsund.

úr fjölda viðskipta í apríl. Þetta var meðal þess sem var gert að umtal­ sefni Tölur um fjölda viðskipta fyrir fjölbýli eru nú mun lægri en fyrir ári síðan. Fjöldi viðskipta með sérbýli er hins vegar ívið minni en fyrir ári og hefur minnkað stöðugt frá því í maí. Sé litið á meðaltal júní til ágúst hefur viðskiptum fækkað um 5% frá því í fyrra. Sé fjöldi viðskipta til lengri tíma skoðaður er nokkuð ljóst að tími samfellds vaxtar milli ára er lið­­inn, allavega í bili. Sé meðalfjöldi viðskipta á þessu ári borinn saman við sömu stærðir á síðustu árum má sjá að dregið hefur úr viðskiptum bæði með fjölbýli og sérbýli.

Aðeins hægt á markaðnum

Vextir lækka

Hækkanirnar á verðinu hafa hald­­ið áfram, en samkvæmt tölum Þjóð­­ skrár frá 20. september þá er hækk­ unin mun meiri á sérbýli heldur en fjölbýli. Þrátt fyrir að sumarmánuðir hafi verið rólegri en fyrstu mánuðir ársins, eru tölur um hækkanir á milli mánaða ennþá með allra hæsta móti. Í ágúst hækkaði verð á sérbýliseign­ um um 2,4 prósent, og á íbúðum í fjölbýli um 0,5 prósent. Horft yfir eitt ár hefur verð á sérbýli hækkað um rúmlega 20 prósent en verð á fjölbýli um 18,4 prósent.

Eitt af því sem nú vinnur með hækk­­un fasteignaverðs er áfram­ hald á lágri verðbólgu (1,4 prósent) og lágir vextir. Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur lækk­ að vexti að undanförnu, og nú í byrj­­­­un mánaðarins voru stýrivextir lækkaðir í 4,25 prósent. Það sem skiptir þó einna mestu máli, er að lánakjör lánveitenda hafa verið að batna mikið að undanförnu. Þar eru lífeyrissjóðir leiðandi, en vextir sem þeir bjóða á húsnæðislánum eru mun lægri en bankarnir hafa verið að bjóða. Á undanförnum mánuðum hafa lífeyrissjóðirnir verið að styrkja sig á húsnæðislánamarkaði og nema útlán þeirra um 130 milljörðum frá árinu 2015 þegar þeir hófu markvisst að auka hlutdeild sína á markaði.

Það sem helst bendir til þess að það sé að hægja á markaðnum, eru tölur um fjölda viðskipta. Sé litið á fjölda viðskipta má sjá að þróunin síðustu mánuði hefur verið breytileg hvað fjölbýli varðar eftir að verulega dró

Helgarblað Október 2017

Erfitt er að fullyrða um það, hvort fast­­eignaverð muni halda lengi áfram að hækka eða taki að ­lækka innan skamms. Það sem mestu

skiptir fyrir þá þróun, er hvort staða efna­­­­­hagsmála mun haldast góð áfram eða ekki. Ef það fer að bera á því að ferðaþjónustan missi byr í seglum þá gæti það til dæmis haft mikil margfeldisáhrif í hagkerfinu. En eins og jafnan er með fasteigna­ viðskipti, þá eru forsendur fólks fyrir kaupum og sölu breytilegar. Það sem er góður tími fyrir við­skipti hjá einum, geta verið slæm tímasetn­ing hjá öðrum.

kjarninn.is


Ekkert kjaftæði Þegar þú flokkar er mikilvægt að allt rati á réttan stað í SORPU. Verum á tánum og flokkum rétt. Allar nánari upplýsingar á flokkid.sorpa.is Gylfaflöt 5 | 112 Reykjavík | 520 2200 | sorpa@sorpa.is


PISTILL

Fæðuöryggisþrá hins þjáða borgara

Eftir / Auði Jónsdóttur

C

ostco er besti staðurinn fyrir ný­­­frá­­skilið fólk að vera, í svoleiðis sitúa­sjón eru stórmark­­ aðir miklu skemmtilegri en listasöfn, bless­ uð vertu, ég er búinn að skilja svo oft, sagði laxmaður móð­­ur minnar en hún hef­­ur skilið við þrjá sam­­býlismenn og af því að þau skildu svo vel hvað það væri að skilja, þá buðu þau mér nýfrá­skilinni ásamt syni mínum í sunnudagsbíltúr í Costco. Maður gleymir öllum prívat problemum meðan maður sjoppar, bætti laxmaðurinn við þegar hann parker­­­aði bíln­um, maður sjoppar alveg æðis­­gengið svona nýskilinn.

Í hauslausu landi Ég ýlfraði í aftursætinu með taugakerfið útþanið eftir síðasta nýskil­­­in-nú-skaltu-trítuð uppátæki vanda­­­ manna en æskuvinkona mín, verandi lögfræði­­mógúll, hafði þessa sömu helgi viljað gera vel við einstæðu móður­­ina og keypt ofan í mig kokkteila stanslaust í sjö klukku­stundir á Hótel 101 Reykja­vík. Ég hef ekki þjáðst svona af timburmönnum síðan níutíu og eitthvað, við höfðum drukkið ófá glösin af mjög svo örv­andi kaffikok­ keilum með þeim afleiðingum að fyrir rest minntum við á manninn í Trainspotting sem hvarf ofan í klósettið. Mér var skapi næst að lögsækja hana fyrir þessa líka að­­ för að mann­orði mínu (í krafti auðmagns) en þorði því ekki af því að hún er svo útsmoginn lögfræðingur. Við höfðum svallað þetta meðan Róm brann og nú sat ég þarna í bíln­­um í hauslausu landi án ríkisstjórn­ar, sjálf hauslaus, nýskilin, sonurinn búinn að eyða öllum kon­­ tökt­­um úr símanum mínum og veðrið úti óeðli­­lega hlýtt miðað við árstíma. Ég hef ekki fundið til svona mikils vanmátt­­ar síðan ég var með son minn nýfæddan á brjósti að horfa á söfn­un fyrir sveltandi börn á BBC og hringdi snöktandi í fjármála­stjóra Forlagsins til að biðja hann um að gefa eins og and­virði einnar metsölubókar í söfnun­ ina. Sem hann gerði glaður (djók).

Allt fólkið í Costco Laxmaður móður minnar var á spari­­skónum og hafði því ákveðið að geyma nauðsynleg bensínkaup þangað til við rynnum í hlaðið á Costco. Í nokkra mínútur var því útlit fyrir að við yrðum bensínlaus úti í vegarkanti. Allt var þetta farið að minna ískyggilega á raunsæja kvikmynd með gamansömu ívafi á Sundance-kvikmyndahátíðinni. Það var þó ekki fyrr en við vorum komin inn í Costco og mamma mín búin að rífa af mér fötu með ólífum með þeim orðum að einhleyp kona hefði ekkert að gera við svona stóra skammta að ég fylltist knýjandi þörf til að leggjast í gólfið og hjúfra mig upp að næsta frysti. Bara frjósa þar og horfa á fólkið sem tróðst hvert um annað með risastórar innkaupakerr­ur en samt eitthvað svo brjóst­­umkenn­anlegt í þessu ríkisstjórnarlausa landi. Mér varð hugsað til pistils eftir breska konu, Caitlin Moran, sem hafði velt fyrir sér hvernig ólíkir hópar í sam­­­­­­­­­­félaginu upplifðu það gjarnan misjafnt þegar skipt væri um ríkisstjórn, meðan efri milli­­­stétt­­in upplifði helst átök um hug­­myndafræði og smá núning gætu áherslur nýrrar ríkisstjórnar sett minnstu smáatriði í hversdeg­­ in­­­um úr jafn­vægi hjá viðkvæmari hópum. Óvissan um það sem koma skal verður svo mikil og reynir á. Segir sig sjálft, já, vissulega, en fékk mig samt til að finna til (taugaþan­inn­ ar) samúðar með öllu þessu allskonar fólki í Costco.

Hvað? spurði ég. Allt þetta stjórnmálarugl, sagði hún, annáluð rekstrar­­ mann­­eskja, og bætti háðsk við: Væri ágætt að vita hvort mað­­ur tapi peningunum sínum næstu árin í ­meiri­ ­­skatt­­­­­­­heimtu eða öðru hruni. Af hverju er ekki hægt að ­hafa bara smá kommon sens, af hverju þarf þetta að vera s­vona óstöðugt? Vinkona mín er ein af öllu þessu allskonar fólki, þó að hún hafi ekki verið í Costco um daginn, fólki sem maður hittir nú daglega og finnur til óöryggis, svartsýni og jafn­ vel ótta um sig og sína í pólitísku umbrota­­­ástandi. Við erum öll þetta fólk að einhverju leyti, allavega mörg. Kannski kemur eitthvað gott út úr þessu, sagði ég, minn­ ug kín­verska máltækis – eða er það kínverskt skrif­­­­tákn sem segir þetta – að ham­­­far­­ir séu framfarir (þó ákveðnar undantekningar á því). Hún horfði hugsi á mig og sagði: Kannski.

Sænska útgáfan af The Office Ég starði á fólkið í Costco hamstra vörur í risapakkn­ing­­ um eins og eng­inn væri morgundagurinn og velti fyrir mér hvort pólitískt upplausnar­ástand gæti mögulega valdið kaupfíkn eða þá jafnvel auknum hagvexti. Löng­ un­­in til að faðma frystinn gerð­ist æ kröftugri.

Til að þykjast vera eðlilegur gekk ­­ég áfram. Fínpússað úthverfafólkið með misk­­unnarlaust augnaráð læddist í kringum Mineral-vatnið. Dempað hljóð eins og í sirkus, eins og feimnisleg orgía reis af hillunum. Göngulag mitt reikult. Ég brotnaði saman við ostaborðið. Þar voru tvær gamlar konur sem héldu á sardínum. Sú fyrri sneri sér við og segir: Þetta er frekar sorglegt, maður á hans aldri. Þá sá ég fætur, varkára og stóra. Starfsmaður markaðarins greip til aðgerða. Fólk virtist furða sig á nýju skónum mínum. Að síðustu fann ég mig á skjön við allt.

Svo var það í síðustu viku að tveir vinir mínir kíktu í kaffi, annar ­ný­­­­­­kom­­inn frá Þýskalandi, hinn frá Frakk­­landi. Ég sagði þeim frá Costco-ferðinni og þessari skyndilegu löngun að leggjast í gólfið þar og bara ... vera.

NÝ VARA

Þetta er alþekkt fyrirbæri, sagði þá þessi sem var ný­­kom­­­ inn frá París. Allavega hef ég lesið um þetta, fólk gerir þetta í Frakklandi. Er það virkilega? spurði ég hissa. Það finnur öryggi í stórmörkuðum og vill helst ekki yfir­ gefa þá, sagði hann, nokkuð viss í sinni sök. Já, þetta er bara lógískt, sagði sá þýsk-íslenski. Þú hefur fundið til fæðuöryggis. Um leið og hann sagði þetta mundi ég eftir grein eftir Kristrúnu Heimisdóttur sem birtist, að mig minnir, hér í Kjarnanum fyrir einhverjum árum en við að lesa hana hafði í fyrst runnið almenni­ lega upp fyrir mér hversu tæpt íslenskt samfélag stóð á haustdögum 2008. Kannski er ég með áfallastreitu, kannski erum við öll ennþá með áfallastreitu, þrátt fyrir allt og allt, minnug þess hvern­ig hefði getað farið ... Við megum ekki við meiru. Við þráum fæðuöryggi. Annars neyðumst við til að borða bananaskjölin hans Sigmundar.

Ég held, meira að segja, að Michel Houellebecq hafi ort ljóð um niður­­­brot í stórmarkaði, sagði þýsk­­­-ís­­­­lenski vinur minn og gerði sér lítið fyrir, fann ljóðið, þýddi það og sendi mér til að birta hér í þessum pistli.

Birtíngur ehf Útgáfufélag Lyngási 17, 210 Garðabæ, s. 515 5500 Stjórnarformaður og ábyrgðarmaður: Gunnlaugur Árnason - Framkvæmdastjóri: Karl Steinar Óskarsson - Sölustjóri: Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir Umrot og hönnun: Ivan Burkni & Vala Þóra Sigurðardóttir - Umsjónarmenn: Þórður Snær Júlíusson, Sigríður Elín Ásmundsdóttir, Hanna Arnarsdóttir og Steingerður Steinarsdóttir Auglýsingar: auglysingar@birtingur.is - Prentun og dreifing: Landsprent ehf

Helgarblað Október 2017

Einhver tuðaði að ég væri að ­eyðileggja stemninguna.

Fæðuöryggisþrá

Um daginn sat önnur vinkona mín á svölunum hjá mér þegar við heyrð­­um óminn af mótmælum á Austur­­velli. Ég get þetta ekki lengur, sagði vinkona mín, þó að mað­­urinn henn­­ar væri einmitt staddur þar í þessum töluðu orðum.

6

Ég fór að gráta og fann fyrir svolítilli hræðslu.

Ég lagðist ofan í frystinn og fann langþráða værð færast yfir mig – kannski ekki alveg, en í huganum.

Á skjön við allt

I

Fyrst hrasaði ég í frystinum.

Veruleikinn var orðinn svo skrýt­inn. Það virtist svo stutt síðan ég sat heima hjá mér, þá í Berlín, og horfði á Sig­mund Davíð Gunnlaugsson í þýsku fréttunum í síendurteknu og óhemju vandræðalegu myndskeiði sem minnti helst á The Office en reyndist vera úr sænskum fréttaskýr­­ingaþætti. Þá hélt maður að stundin væri eins konar hápunktur undarlegs tímaskeiðs sem hófst með hruninu 2008. En nei, greinlega ekki.

Hamfarir eða framfarir

I

Og hér er þetta ljóð sem mér finnst lýsa ... allavega einhverju ástandi.

Laugavegi 182 og Smáralind

Sími 512 1300

epli.is

kjarninn.is


Við viljum halda ferðalaginu áfram Næstu áratugi verða allar þjóðir heims að leggja sitt af mörkum til að halda áhrifum mannsins á umhverfi og veðurfar í lágmarki. Við viljum halda áfram að gera nýja og spennandi hluti, ferðast, læra og njóta lífsins. Léttari farþegaþotur nota minna eldsneyti og skilja því minna eftir sig af CO2 í andrúmsloftinu. Í flugvélahönnun er unnið markvisst að því að nota ál í stað þyngri málma og plastefna til að létta samgöngur heimsins. Framlag Íslands er tæp 2% alls áls í heiminum: hreint hágæðaál, unnið með bestu tækni sem völ er á og með umhverfisvænni íslenskri orku.

Íslenskt ál um allan heim

nordural.is


SKOÐUN

Eftir / Þórð Snæ Júlíusson

Leiðtogar sem venjulegt fólk getur samsamað sig við

S Til að end­ur­heimta traust á þessum stofnunum þurfa stjórn­mála­menn­ irnir okkar, og aðrir leiðtogar í sam­­ félaginu, að sýna það í verki að þeir ætli að breyta um forgangsröðun.

íðustu vikur hafa verið þéttsetnar hneykslismálum sem hafa rifið aftur upp hið blæðandi sár sem íslenskt samfélag hefur burðast með síðastliðinn tæpa áratug. Öll eiga þau það sameiginlegt að hluti landsmanna hefur upplifað sig sem þolendur leyndarhyggju, sérhagsmunagæslu eða óheiðarleika. Annar hluti landsmanna upplifir síðan sömu aðstæður sem pólitískar ofsóknir gagnvart þeim sem hann telur raun­ verulegu fórnarlömbin, þá stjórnmálamenn sem eru til umfjöllunar. Og að gerendurnir séu óbilgjarnir fjölmiðlar eða pólitískir óvildarmenn. Halla Tómasdóttir gerir þessa stöðu – þetta blæðandi sár – að umtalsefni í viðtali hér í blaðinu. Þar segir hún að Ísland glími við forystukrísu, að við höfum svipt hulunni af miklum óheiðarleika á undanförnum árum og glatað því trausti sem nauðsynlegt er til þess að gildur samfélagssáttmáli sé til stað­­ ar. Orðrétt segir hún: „„En það sem okkur hefur ekki tekist að gera er að sýna fram á að heiðarlegt samfélag hafi tekið við af því óheiðarlega samfélagi sem við horfðumst svo grimmilega í augu við þegar allt hrundi. Það verkefni er flókið. En það er enginn að veita því verkefni forystu í samfélaginu.“ Halla hefur mikið til síns máls.

Margþættar ástæður fyrir skorti á trausti Viðfangsefnið, að endurheimta traust til að ná sátt í samfélaginu, er bæði menningarlegt og stofnanatengt. Það er menningarlegt vegna þess að til ­for­­ystu í samfélaginu okkar hefur valist fólk sem margt hvert getur vart farið út úr húsi nema að lenda í hagsmunaárekstri eða hneykslismálum. Og oftar en ekki skortir því auðmýkt til að geta tekist á við þær aðstæður með hætti sem eykur traust fremur en að draga úr því. Almenningur stendur stanslaust frammi fyrir vendingum sem eru þess ­eðlis að hann þarf að velta því fyrir sér hvort að leiðtogar okkar séu heiðarlegt fólk eða ekki. Og réttur leiðtogana til að njóta vafans án þess að hann hafi áhrif á kröfu þeirra til áhrifa virðist ætið vera settur ofar en réttur fólksins til að losna við þennan efa.

Með vísan í ofangreint þagnarskyldu­ ákvæði hefur Seðlabanki Íslands nei­ tað Kjarnanum, og fleiri fjöl­­miðl­um, um mikið magn sjálfsagðra upp­­ lýs­­inga sem almenningur á að eiga fullan rétt á að fá. Og vegna þessarar innbyggðu leyndarhyggju lagast ekki traustkrísan sem við erum að eiga við.

Hverju hefur þetta skilað okkur? Jú, að 22 prósent lands­­manna treysta almenningi. Að 22,5 prósent lands­­ manna styðja ríkisstjórnina. Að einungis 33 prósent treysta Seðla­ bankanum. Að 19 prósent treysta Fjármálaeftirlitinu og 14 prósent bankakerfinu.

Það hafa líka komið upp dæmi þar sem stjórnvöld hafa einfaldlega valið að upplýsa ekki fjölmiðla um efni sem þeir hafa spurt um án þess að vísa í neitt sérstakt. Eitt slíkt dæmi átti sé stað í mars 2015 þegar Kjarninn sendi fyrirspurn á upplýsingafulltrúa ríkisstjórnarinnar og óskaði eftir upplýsing­ um um hvort ráðherrar í ríkisstjórn Íslands, eða fjölskyldur þeirra, ættu eignir erlendis utan hafta. Upplýsingafulltrúinn vísaði fyrirspurninni til skrifstofustjóra sem neitaði að svara fyrirspurninni. Hann sagði það ekki í verkahring forsætisráðuneytisins að gera það og að lög krefðust þess ekki. Fyrirspurnin var þrátt fyrir þetta ítrekuð í nokkur skipti en án árangurs.

Til að end­ur­heimta traust á þessum stofnunum þurfa stjórn­mála­menn­ irnir okkar, og aðrir leiðtogar í sam­­ félaginu, að sýna það í verki að þeir ætli að breyta um forgangsröðun. Það þýðir ekki að kenna lát­unum á sam­­­­ fé­lags­miðlum eða karpi úr ræðu­stól Alþingis um. Það þýðir ekki alltaf að horfa út á við en sleppa því að horfa inn á við. Vana­lega er við­gerðin nefnilega nær­tæk­ari.

Það eru ekki bara stjórnmálamenn sem eru tregir til að upplýsa og skýla sér á bakvið vítt ákvæði í lögum til að neita fjölmiðlum um sjálfsagðar upplýsingar sem varða almenning. Í lögum um Seðlabanka Íslands er sérstakt ákvæði um þagnarskyldu bankans „um allt það sem varðar hagi viðskiptamanna bankans og málefni bankans sjálfs“. Nú hefur Seðlabanki Íslands verið miðpunktur þeirrar endurskipulagn­ ingar sem átt hefur sér stað hérlendis á árunum eftir hrun. Eignarhaldsfélag

Helgarblað Október 2017

ánægja með störf hans mælst á bil­ inu 45-64 pró­sent. Nýr for­seti kom úr allt annarri átt, ekki hefur verið efast um hvaða erinda hann gangi og ekki er talið lík­legt að hann rati í nokkra sýni­lega hags­muna­á­rekstra í starfi sínu. Nið­ur­staðan er sú að 85 pró­sent lands­manna eru ánægðir með nýja for­set­ann, en ein­ungis 2,8 pró­sent óánægð­ir. Pólitísk hugmyndafræði mun ekki leysa traustkrís­una sem við glímum við. Svörin liggja ekki í vinstri eða hægri. Þau liggja í því að leiðtogar, hvar sem þeir staðsetja sig á hinu pólitíska litrofi, séu réttsýnt fólk sem hinn almenni borgari getur sam­ samað sér við. Við þurfum leiðtoga sem almenn­ ingur þarf ekki alltaf að vera að velta fyrir sér hvort séu heiðarlegir eða ekki. Hvort þeir hafi misnotað aðstöðu sína eða ekki. Sem ráðast á fjölmiðla fyrir að upplýsa í stað þess að sýna auðmýkt og læra af eigin mistökum. Þá fyrst getum við undirritað nýjan samfélagssáttmála.

Vana­lega er við­gerðin ­nefnilega nær­tæk­ari

Þetta er stofnanalegt viðfangs­efni vegna þess að aðgengi fjölmiðla og almenn­ ings að upplýsingum er enn takmarkað og háð gerræðislegu mati stjórnmálaog embættismanna. Upplýsingalög eru til að mynda hér með þeim hætti að heimilt er að synja um aðgengi að gögnum teljist þau vinnu­gögn. Í lögunum segir að vinnugögn teljist „þau gögn sem stjórnvöld eða lögaðilar[...]hafa ritað eða útbúið til eigin nota við undirbúning ákvörðunar eða annarra lykta máls.“ Það má því segja að flokka megi nær öll gögn sem vinnugögn vilji sá sem ber ábyrgð á ákvörðuninni ekki afhenda þau.

Ári síðar opinberuðu Panama-skjölin að þrír ráðherr­ar tengdust aflandsfé­­ lögum. Og að einn þeirra væri kröfuhafi í bú fallina banka.

8

í hans eigu, Eignarsafn Seðlabanka Íslands, hefur tekið yfir og selt eign­­ ir fyrir hundruð milljarða króna. Gjald­­eyris­eftirlit bankans hefur tekið ákvarðanir um hverjir fá undanþágur frá mjög ströngum fjármagnshöftum sem hér voru við lýði árum saman og hverjir ekki og dæmi hafa komið upp þar sem ekki virðist hafa verið farið eftir almennum reglum hvað það varðar. Og bankinn bauð upp á sérstaklega leið, Fjárfestingaleið Seðlabanka Íslands, sem 794 efnaðir íslenskir einstaklingar eða lögaðilar nýttu sér til að ferja fé hingað til lands framhjá höftum. Þessi hópur fékk 17 milljarða króna í virðisauka á það fé sem hann kom með inn í landið eftir leiðinni.

Og það er hægt að end­ur­heimta traust ansi hratt. Við sáum það til að mynda þegar for­seti sem setið hafði í 20 ár, og mjög margir töldu að væri ekki með hags­muni almenn­ings að leið­ar­ljósi, hætti síð­asta sum­ar. Sá hafði verið veru­lega umdeildur og

Hverju hefur þetta skilað okkur? Jú, að 22 prósent lands­­manna treysta almenningi. Að 22,5 prósent lands­­manna styðja ríkisstjórn­ ina. Að einungis 33 prósent treysta Seðlabankanum kjarninn.is


BÆJARLIND 14 - 16 / KÓPAVOGI SÍMI 553 7100 / LINAN.IS / linanehf / linan.is


Lífið gjörbreytt eftir bílslys King lenti í bílslysi árið 1999 sem markaði djúp spor í líf hans. Hann var á gangi í bænum Lovell í Maine-fylki þegar bíll keyrði á hann svo að hann kastaðist fjóra metra í burtu. Afleiðingarnar voru hryllilegar: hægra lungað féll saman, hægri fót­­ur brotnaði á mörgum stöðum og fékk hann sár á höfði og mjaðmarbrotn­aði. Hann var með meðvitund þegar lögregla og sjúkraliðar komu á staðinn en þjáðist mikið. Til stóð að taka af honum hægri fótinn en komust læknar hjá því með því að framkvæma fimm aðgerðir á fætin­um á tíu daga tímabili.

KVIKMYNDIR

Eftir / Báru Huld Beck

Eftir slysið átti King erfitt með að skrifa og ákvað þremur árum eftir það að hætta því alfarið. Hann gat illa setið og skrifaði hægar en hann átti að venjast. Hann hætti þó ekki eins og til stóð og síðan þá hefur kom­ið út fjöldi bóka.

Enn trekkir sagnaheimur Stephens King að

Hann byrjaði á Dark Tower-serí­unni 1971 með einni línu: „The man in black fled across the desert and the gunslinger followed.“ Hann kláraði fyrstu bókina ekki fyrr en 1986 og seríuna ekki fyrr en 2004, eftir þetta svæsna bílslys. Óhappið notar hann í einni bók seríunnar en þar verður áreksturinn höf­­­­undinum að hvata til að klára meistaraverk sitt.

Á meðan konungur hrollvekjunnar fagnar sjötugsafmæli gengur sagan hans um trúðinn sem nærðist á ótta barna í endurnýjun lífdaga.

R

ithöfundurinn Stephen King átti stórafmæli á dögunum en hann varð sjötugur þann 21. sept­­­­ember síðastliðinn. Fáir rithöfundar hafa átt jafn mikilli velgengni að fagna en hann hef­­ ur gert það sem flesta rithöfunda dreymir um. Hann er sölu­­hæsti rit­­höfundur sögunnar en hann hefur skrif­­að fimmtíu og fjórar skáldsögur, hátt í tvö hundruð smá­­ sögur og fleiri verk sem ekki eru skáldverk. Sögur hans hafa tugum saman ratað á hvíta tjaldið og í sjónvarp og hafa fáir náð slíkum árangri. Hann hefur einnig unnið til fjölda verð­­launa og verið titlaður Konungur hrollvekjunnar.

It holdgervingur hræðslunnar Með vinsældum kvikmyndarinnar It og þáttanna Strange Things sem byggir að einhverju leyti á frásagn­arhefð King þá minnir hann enn og aftur á að hann eigi erindi til lesenda úti um allan heim. Þannig eru sögur hans endur­ skapaðar fyrir hverja kyn­­slóð á fætur annarri. Kvikmyndin It um skelfilega trúð­inn er búin að slá 44 ára gamalt met kvikmyndarinnar The Exorcist en hún fór yfir 500 milljóna dollara múrinn í lok september á heimsvísu. Það jafngildir 52 milljörðum króna en óvenju­­legt þykir að hryllings­mynd eigi slíkri velgengni að fagna. Sagan fjallar um trúð sem hræðir börn og nærist á ótta þeirra. Hún gerist á tveimur tímabilum og fjallar nýja kvikmyndin um það fyrra. Framhaldið um það síðara er vænt­anlegt í september 2019. Upprunalega sagan kom út árið 1986 en þá hafði King gefið út alls 21 bók og var gerð sjónvarps­mynd í tveimur hlutum fjórum árum seinna þar sem Tim Curry fór með aðalhlutverkið sem trúðurinn Penny­wise. Margir eiga eflaust minning­­ar af þess­um þáttum og er ímynd hrylli­­ lega trúðsins holdgervingur hræðslunnar í poppmenn­ ingunni.

Nýjasta sagan skrifuð með syninum Frásagnir King og sögur hafa alltaf verið vinsælar en svo virðist sem hann nái að fanga huga og hjarta lesenda sinna enn og aftur. Hann er frægur fyrir að skrifa sögu­ persónur sem virðast ljóslifandi lesendum. Hann skrifar mikið um börn og nær með natni inn í hugarheim þeirra. Síðasta skáldsaga hans kom út í lok september síðastlið­­ inn og nefnist hún Sleeping Beauties en hann skrif­aði hana með syni sínum, Owen King. Owen átti hugmynd­­ ina af sögu­­þræð­inum og sagði King hana vera of góða til að láta fram hjá sér fara. Sagan fjall­ar um hjón í smábæ í Bandaríkjunum sem þurfa að takast á við einkennilegan faraldur þar sem konur sofna djúpum svefni og leggjast í hýði.

King segir sjálfur að markmiðið hafi verið að fólk myndi ekki sjá hver skrifaði hvaða kafla. Mikilvægt væri að hún hefði sína eigin rödd. Bókinni hefur verið vel tekið af gagn­rýnend­um en enn þá er of snemmt að segja til um velgengni hennar.

Eiginkonan helsti samstarfsmaður hans Stephen Edwin King fæddist í bæn­­um Portland í Mainefylki árið 1947. Foreldrar hans voru Donald Edwin King og Nellie Ruth en faðir hans yfirgaf fjölskylduna þegar King var aðeins tveggja ára gamall. Móðir hans ól hann og systkini hans upp. Hann byrjaði ungur að skrifa og þegar hann var í miðskóla þá gaf hann út sögur og smá­­ sögur. Hann gaf fyrstu smásöguna út árið 1967 og ber hún heitið The Glass Floor. Hann útskrifaðist frá Háskólanum í Maine með B.A.gráðu í ensku 23 ára að aldri. Hann reyndi að fá starf sem kennari en brösuglega gekk að fá ráðn­ingu. Hann skri­ faði sögur og gaf út efni þangað til hann fékk kenn­ar­ astöðu í bænum Hampden. Hann hætti þ ó ekki að skrifa og undir­­bjó skáldsögur og gaf út smásögur í tímaritum. Hann giftist Tabitha Jane King árið 1971 en þau kynn­ tust í háskóla og eiga þau þrjú uppkomin börn og fjögur barnabörn. Hún hefur skrifað átta skáldsögur, smásögur og ljóð. Hún hefur verið King innan handar í skrifum hans, er óform­legur ritstjóri hans og alltaf fyrsta manne­ skjan til að lesa handritin.

Sagan fjall­ar um hjón í smábæ í Bandaríkjunum sem þurfa að takast á við einkennilegan farald­ ur þar sem konur sofna djúpum svefni og leggjast í hýði.

Kvikmyndin It um skelfilega trúðinn er búin að slá 44 ára gamalt met kvikmyndarinnar The Exorcist en hún fór yfir 500 milljóna dollara múrinn í lok september á heimsvísu.

Mundi ekki eftir að hafa skrifað Cujo King hefur glímt við alkóhólisma og fíkniefnavandamál til fjölda ára. Hann drakk mikið og neytti ýmissa efna, svo sem kókaíns, marijúana og lyfseðils­ skyldra lyfja. Neysla hans náði hápunkti á níunda áratugnum þar til fjöl­ skylda hans greip inn í og hefur hann ekki bragðað áfengi síðan. Hann greinir sjálfur frá því að hann hafi verið undir svo miklum áhrifum af kókaíni þegar hann skrifaði Cujo árið 1981 að hann mundi ekki eftir að hafa skrifað handritið. Hann fann það seinna og kannaðist ekki við að hafa skrifað það. Cujo var kvikmynd­uð tveimur árum síðar. Í ljósi þess hversu margir af skúrk­­­unum í sögum King eru trúar­­­of­­stækis­menn kemur það kannski sumum á óvart að trúin hafi hjálpað honum sjálfum að halda sér edrú. Hann segir frá því í viðtali við tíma­ritið Rolling Stone að hann sé trúaður en líti þó svo á að trúarbrögð séu hættulegt verkfæri sem sé misnotað af fjölda fólks. „Ég vel að trúa því að Guð sé til, og þess vegna get ég sagt: „Guð, ég get ekki gert þetta sjálfur. Hjálpaðu mér að sleppa því að drekka í dag. Hjálpaðu mér að sleppa því að taka eiturlyf í dag.“ Það virkar vel fyrir mig,“ segir hann.

Óánægður með The Shining Fyrsta skáldsagan hans, Carrie, kom út árið 1973 en eftir henni var gerð eftir­­minnileg kvikmynd þremur árum seinna. Leikstjórn var í hönd­­um Brian De Palma og Sissy Spacek lék aðalhlutverkið. Sagan fjallar um feimna skóla­stelpu sem lögð er í einelti og á mjög trúaða móður. Hún uppgötvar hjá sér yfirskilvit­lega hæfileika sem hefur hræðilegar afleiðingar í för með sér. Kvikmynd­in er löngu orðin klassísk og sagan með.

Loðna skrímslið segist aldrei ætla heim til sín aftur!

Minnst 66 kvikmyndir hafa verið gerðar eftir sögum Stephen King. Þær frægustu eru líklegast The Shawshank Redemption frá 1994 með Morgan Free­man og Tim Rob­ bins í aðalhlutverkum og The Shining frá 1980 með Jack Nicholson og Shelley Duvall í leikstjórn Stanley Kubrick.

Metsöluhöfundurinn Stephen King varð sjötugur í september síðastliðnum.

10

Helgarblað Október 2017

Frægt er orðið þegar King sagði út­gáfu Kubrick ekki vera sér að skapi en hann sagði kvikmyndina vera kalda. Í sögum hans sé ákveðin hlýja sem skil­aði sér alls ekki í kvikmynd­ina. Hann segir að hann vilji að les­andi eða áhorfandi sé með í upp­­lifuninni eða ferlinu. Honum hafi ekki fundist Kubrick takast að ná til áhorfenda á þann hátt. Hann hnýtir einnig í karakterinn henn­ar Shelley Duvall og telur hann að hún hafi einungis verið sett í kvikmyndina til að öskra. Þannig er myndin lituð af kv­ enfyrirlitningu, að hans mati.

LANDSINS MESTA ÚRVAL BÓKA Bókabúð Forlagsins | Fiskislóð 39 | www.forlagid.is Opið alla virka daga 10–18 | laugardaga 11–15

kjarninn.is


LÆKKAÐ VERÐ MEÐ MAGNINNK AUPUM GETUM VIÐ BOÐIÐ TVO AF OKK AR VINSÆLUSTU LEGSTEINUM Á FR ÁBÆRUM KJÖRUM

% 0 4 ur afslátt

NR. 2020 Shanxi black

ð r e v s ð Tilbo 00,9 . 6 3 2 . kr 6.900,-

kr. 39 ð r e v t Full 160.000 . R K R TTU AFSLÁ

NR. 2006 Shanxi black

INNIFALIÐ Í TILBOÐSVERÐI • LEGSTEINNINN • UPPSETNING LEGSTEINSINS* • ÁLETRUN

Tilboðs verð kr. 244.9 00,Fullt ve r AFSLÁTT

ð kr. 40 8.900,-

UR KR. 1 64.000

• ÍGR AFIN MYND • GR ANÍT LUKT • GR ANÍT VASI • BATTERÍSKERTI 250 KLST EÐA PÖKKUN OG SENDING Á LEGSTEININUM ÚT Á LAND MEÐ FLYTJANDA

MÖRKIN 4, REYKJAVÍK

SÍMI 555 3888 GR ANITHOLLIN.IS

Gæðagluggar á góðu verði

Trégluggar // Álklæddir gluggar Pvc gluggar // Hurðir // Sérsmíði

Mörkin 4, 108 Reykjavík S: 555 0760


KOSNINGAR

Eftir / Birgi Þór Harðarson

Kosningaspáin reiknar líkindi þess að einstaka frambjóð­endur nái kjöri Baldur Héðinsson útbýr kosningaspána í fjórða sinn fyrir alþingiskosningar

Í

aðdraganda síðustu kosninga á Íslandi hefur ­Kjar­­­­­­ninn birt kosningaspá Baldurs Héðins­ sonar. Þar eru fyrirliggjandi skoðanakann­ anir á fylgi framboða í kosningum vigtaðar og metnar með tilliti til oft falinna þátta sem hafa áhrif á nákvæmni skoðanakannanna. Kosningaspáin er unnin og birt á vef Kjarnans í fjórða sinn fyrir Alþingis­kosn­­ing­­arnar 28. október næstkomandi.

fram­bjóðendum ná kjöri.“ Spurður hvort frambjóðendur þurfi að skjálfa á bein­­­unum ef þingsætaspáin reikn­ar litl­ar líkur á því að þeir komist að bendir Baldur frambjóðendum á að bera sig saman við aðra frambjóðend­ur. „Ef ég væri frambjóðandi með tíu prósent líkur í þingmanna­spánni myndi í ég finna níu aðra þingmenn með svipaðar líkur og segja við sjálfan mig að eitt okkar muni líklega komast á þing.“

„Í fyrsta lagi tekur hún saman upplýsingar úr öll­um fyrirliggjandi skoð­­ anakönnunum á hverjum tímapunkti og ber þær saman til að gefa gott mat á núverandi stöðu.“

„Kosningaspáin býður upp á tvennt sem aðrir bjóða ekki uppá,“ segir Baldur Héð­insson stærðfræðingur og höfundur kosningaspár­ líkansins fyrir Ísland. „Í fyrsta lagi tekur hún saman upplýsingar úr öllum fyrirliggj­andi skoðanakönnunum á hverjum tímapunkti og veg­ur þær saman til að gefa gott mat á núver­ andi stöðu.“ „Í öðru lagi gefur þingmannaspáin mun betra mat á því hverjir möguleikar frambjóðenda eru á að komast inn á þing en nokkur annar miðill býður upp á.“

Þingmannaspáin mælir sénsinn Baldur hannaði viðbót við kosningaspána fyrir Alþingiskosningarnar í fyrra þar sem hverjum frambjóðanda fyrir sig voru gefnar líkur á því að ná kjöri, miðað við þær upplýsingar sem voru til taks. Þingmannaspáin verður gerð á ný fyrir kosn­ingarnar í ár. Baldur segir þingmannaspána hafa komið vel út í síðustu kosningum. Til þess að meta það hversu vel tókst til var gerður einfaldur sam­anburður. „Segjum að 10 fram­bjóð­endur hafi fengið líkur á bilinu 20 til 40 prósent og að meðallíkur þessara 10 frambjóðenda séu 30 prósent. Spáin mundi teljast hitta beint í mark ef þrír af þessum tíu

12

Mikið úrval húsgagna

Fyrirmyndin er bandarísk Kosningaspáin íslenska er byggð á erlendu líkani þar sem skoð­­ anakannanir eru vegnar miðað við fyrirfram ákveðnar forsend­ ur og niðurstöðurnar svo lagðar saman. Bandaríska vefsíðan fivethirtyeight.com hefur birt slíkar niðurstöður í um árabil. „Ég lagðist í mikla vinnu árið 2014 við að greina söguleg gögn um skoðanakann­anir og úrslit kosn­­inga og hóf svo að birta kosninga­ spár fyrir borgarstjórn­­ar­­kosn­ingar í samvinnu við Kjarnann sama ár,“ segir Baldur. Kosningaspáin hefur einnig verið unnin fyrir forseta­kosningarn­ ar 2016 og Alþingiskosningarnar 2016 og birt á vefnum.

Helgarblað Október 2017

Kosningaspána fyrir komandi kosningar má finna á vef Kjarnans, kjarninn.is/kosningar, eða á vef Baldurs, ­kosningaspá.is.

Síðumúla 30 - Reykjavík | Sími 533 3500 Hofsbót 4 - Akureyri | Sími 462 3504

kjarninn.is


HVAR SEM ER

PRÓTEINRÍKT – FITUL AUST

#iseyskyr


Val á flísum sem standast tímans tönn krefst útsjónarsemi og þekkingar. Flísar frá Ítalíu og Spáni, brenndar, rétt skornar og í fyrsta flokki, skipa sér þar með í flokk bestu fáanlegu flísa. Það skilur á milli framleiðenda þegar kröfurnar eru miklar. Kynntu þér flísarnar í verslun okkar Suðurlandsbraut 20.

Suðurlandsbraut 20

108 Reykjavík

Sími: 595 0500

www.egillarnason.is


GERÐU KRÖFUR

Opnunartímar: mán - fös kl. 9–18 og lau kl. 11–15


FÓLK

Eftir / Borgþór Arngrímsson

Endurnotkunarbylgjan

F

Skemmst er frá því að segja að reksturinn fór vel af stað, eng­inn skort­­ur var á sjálfboða­liðum til starfa og sömu sögu var að segja um vörurnar. Árósa­­bú­ar tóku því fagnandi að geta losað sig við allt mögulegt úr kjöllurum og geymslum og viðskiptavinir í versluninni sömuleiðis ánægðir með að geta gert góð kaup.

lestir kannast við að hafa gengið í fötum af eldri systkin­ um, fengið gamla eldhúsborðið sem mamma og pabbi voru búin að setja upp á háaloft og kommóðuna frá ömmu. Þetta eru dæmi um endurnýt­ingu sem kannski var tilkomin af praktískum ástæðum en ekki endilega af um­ hyggju við auð­lindir jarðarinnar. Verslanir með notuð föt, hús­ gögn og yfirleitt allt sem nöfn­um tjáir að nefna skjóta nú upp kollinum, nánast eins og gorkúlur víða um lönd. Í Danmörku eru 950 slíkar verslanir og fjölgar sífellt, þar voru á síðasta ári opnaðar 70 verslanir með notaðan varning.

Þau Ruth og Herluf lögðu mikla áherslu á að allar tekjur af versl­uninni skyldu renna óskipt­ar til Hjálparstofnunar kirkjunn­ ar, ekk­ert væri borgað fyrir þær vörur sem verslunin fengi frá almenningi, starfsfólk (sjálfboðaliðar) fengi engin laun og yrði sjálft að borga kaffi á vinnustaðnum o.s.frv.

Foreldrar dönsku endurnotkunar­verslananna

Endurnotapresturinn

Sumarið 1971 var Herluf Andersen prestur við Kristjánskirkj­ una í Árósum á ferð í Bretlandi, ásamt Ruth eiginkonu sinni. Klerkurinn var að kynna sér messusiði þarlendra, ekki síst hvaða sálmar væru sungnir við kirkju legar athafnir.

Prestshjónin létu ekki nægja að opna þessu einu verslun í Árósum og til að gera langa sögu stutta stóðu þau á bak við hvorki meira né minna en stofnun 80 endurnotaverslana víðs vegar í Danmörku. Hjálparstofnun kirkjunnar rekur nú 130 slíkar verslanir. Séra Herluf var kallaður „endurnotaprestur­

Í þessari heimsókn varð hjónunum gengið fram hjá verslun sem seldi not­aðan fatnað og ýmislegt fleira. Verslunin var í eigu hjálparsamtakanna Ox­fam, prestshjónin könnuðust við það nafn og ákváðu að kíkja inn, ekki þó til að versla. Eftir að þau höfðu skoðað sig um og rætt við starfs­fólkið, sem allt var sjálfboðaliðar, staðnæmd­ust þau á gangstéttinni fyrir framan verslun­ina, litu hvort á annað og Ruth sagði „get­ um við ekki gert svona heima í Árósum?“

skilningi bæri að greiða sölu­­­skatt af þessari „höndlan“ eins og það var orðað. Klerkur svaraði og benti á að samkvæmt sínum skilningi bæri ekki að greiða sölu­­skatt af þessari „höndlan“ ekki frekar en þegar maður „selur nágrannanum sófa.“ Ekki vildu tollheimtumennirnir sætta sig við þessa niðurstöðu en að lokum hafði klerkur betur, ríkið setti þó það skilyrði að eingöngu væru seldar í þessum endurnotaverslunum vörur sem einstaklingar eða fyrirtæki hefðu gefið. Í svarbréfi prests þar sem hann fagnaði niðurstöðunni sagði hann að það hefði verið legið fyrir, frá upphafi, að allt sem selt væri í endurnotabúðun­ um hefði verið gefið þangað.

950 endurnotaverslanir og svo allt hitt Þegar prestshjónin frá Árósum ákváðu fyrir 46 árum, á breskri gangstétt, að opna endurnota­verslun í Árósum hafa þau líklega ekki rennt grun í að árið 2017 yrðu 950 endurnotaversl­anir í Danmörku. Í raun eru þær þó miklu fleiri því í þessari tölu eru

Séra Herluf var kallaður „endurnotaprestur­inn“ og hann sagði einhverju sinni að þótt kannski væri hægt að misskilja þetta viður­nefni væri orðið í sínu tilviki hrós.

Prestur kinkaði kolli og þar með var það ákveðið. Hjónin voru ekki algjörir nýgræðingar í þessum efnum. Þau höfðu um árabil efnt til flóamarkaðar í Árósum þar sem þau seldu fatnað og ýmislegt fleira sem almenningur í borginni hafði gefið Kristjánskirkjunni. Ágóð­­inn rann til Hjálparstofn­ unar dönsku kirkj­­­­­unn­­ar. En að opna verslun hafði hjón­unum ekki dottið í hug fyrr en þau sáu Oxfam búðina í Bretlandi.

Fyrsta endurnotaverslunin opnuð Heimkomin frá Bretlandi hófust prestshjón­in handa við undir­ búning þess að koma verslun­inni á fót. Það var í mörg horn að líta en 1. september 1972 var allt til reiðu og fyrsta endurnota­ verslunin í Danmörku opnuð. Þessi verslun var, og er enn, til húsa á Gammel Munkegade 8 í Árósum, í húsnæði sem borgin lagði til.

inn“ og hann sagði einhverju sinni að þótt kannski væri hægt að misskilja þetta viður­nefni væri orðið í sínu tilviki hrós. Hann lagði líka ætíð mikla áherslu á að hlutur eigin­­­konunnar Ruth væri ekki síðri. Herluf Andersen var prest­ur við Kristjánskirkj­ una í Árósum í 43 ár, lést áttræður að aldri árið 2013. Árósaborg heiðraði minningu prestsins og lítið torg í námunda við Krist­ j­ánskirkjuna ber nú nafn hans, Herluf Andersens Plads. Ruth Andersen er 84 ára og ern, hún kemur daglega í verslunina á Gammel Munkegade 8 og sinnir þar ýmsum störfum. Margra ára deila við „hið opinbera“ Velgengni og vöxtur endurnotaverslananna fór ekki framhjá hinu sívökula auga innheimtumanna ríkisins. Séra Herluf fóru að berast bréf frá „hinu opinbera“ þar sem tollheimtumenn hins veraldlega valds í Danmörku bentu á að samkvæmt þeirra

eingöngu þær sem byggja starfsemina á gjöfum og láta allar tekjur renna til mannúðarmála. Þótt fatnaður sé fyrirferðar­ mestur í endurnotaverslununum er þar hægt að finna flest sem nöfnum tjáir að nefna, húsgögn, búsáhöld, raftæki o.fl. o.fl. Endurnotkun hefur stóraukist á síðustu árum Því fer fjarri að góðgerðasamtök sitji ein að end­urnotahitunni. Svonefndum antík verslunum (þar sem kaupmaðurinn kau­ pir og selur aftur) hefur fjölgað mikið, þær eru reknar á allt öðrum forsendum en verslanir Hjálparstofnunar kirkj­unnar og hliðstæðra samtaka. Flóamörkuðum fjölgar líka jafnt og þétt og aukin áhersla er á endurnotkun byggingarefnis (múrsteina, timburs o.fl.). Við þetta bætist svo endurvinnsla sem eykst sífellt en það er nú önnur saga.

Herluf Andersen, „endurnotapresturinn“, lést árið 2013, þá áttræður að aldri.

16

Helgarblað Október 2017

kjarninn.is


FRÉTTASKÝRING

Eftir / Odd Stefánsson

Fríverslunarviðræður í auknum mæli háðar stjórnmálalegri hagsmunagæslu Marghliða fríverslunarsamningar innan Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar (WTO) hafa fjarað út sem megindrifkraft­ur alþjóðavið­­skipta en fríverslunarviðræður fara í auknum mæli fram í tvíhliðasam­hengi á milli ríkja eða ríkjabandalaga. Þessi þróun hefur pólitískar og efnahagslegar afleiðingar, sérstaklega fyrir þróunar lönd. Fríverslunarviðræður eru í aukn­ um mæli háðar stjórnmála­legri hagsmunagæslu ríkja og endurspeglast það í að fríverslun, aðgengi að mörkuðum og viðskiptaþjónustu hafa fengið aukið vægi í hlutverki utanríkisþjónustu, einnig á Íslandi. íbúar ríkisins sem flytur inn vöruna frá landinu sem það hefur fríversl­un­ ar­­­­­samning við borga hærra verð fyrir hana en ella, og landið sem hefur ekki fríverslunarsamning getur ekki flutt vöruna út yfir höf­­uð. Skortur á sam­ræmi lýsir sér þannig að fríverslunarsamning­ar eru mismetnaðarfullir hvað varð­­ar ákvæði um umhverfisvernd, rétt­­indi og kjör vinnandi fólks, og ríkis­­styrki svo eitthvað sé nefnt. Þegar alþjóðaviðskipti einkennast af aragrúa af fríverslunarsamningum á milli ríkja og ríkjasambanda skortir samræmi í leikreglum og kröfum frí­­­verslunarinnar. Stærsti kostur tvíhliða fríversl­­un­­­­­ar­­­­­­samn­­­inga samanborið við marg­­­­­­­hliða er skilvirkni en auðveld­ara er að komast að samkomulagi þegar fjöldi aðila er minni og umfang samn­­­­ings­­ins er undir þeim sjálfum komið hverju sinni. Fyrirkomulagið gerir ríkjum kleift að leggja áherslu á samn­­ingagerð við mik­­ilvægustu útflutningsmarkaði sína og gefur þeim svigrúm til að halda pólitískt viðkvæma málaflokka utan samn­ingaviðræðnanna.

„Hagsmunagæsla í síbreyt­i­­legum heimi“ Í nýlegri skýrslu stýrihóps utan­ríkis­­­­­ráðuneytisins um framtíð ut­­­an­­ríkis­­­­­­­ þjónustunnar segir veita eigi „aukna áherslu á fríverslun og nýt­­ingu út­­ flutn­­­­ingstækifæra, bætta þjónustu við Íslendinga erlendis og aukna við­­skipta­­þjónustu og hagsmunagæslu á nýmörkuðum“ í starf­semi utanríkis­­ þjón­­­ust­unnar. Þessi markmið endurspegla nýjan raunveruleika alþjóða­­við­­ skipta í kjölfar stöðnun Dóha-lotunnar þar sem hlutverk utanríkisþjón­­­ ustu verður í auknum mæli fólgið í að greiða leið­ina fyrir aðgang innlendra fyrir­­tækja að erlendum mörkuðum. Eðlilegt verður að teljast að ríki sækist eftir því að stunda fríverslunarstefnu sína að mestu utan ramma WTO þegar Dóha-lotan hefur ekki borið árangur og pólitískur vilji er ekki til staðar til að rífa umfangsmiklar marghliða fríverslunarviðræður í gang aftur. Frjáls viðskipti með vörur milli landa eru að verða erfiðari en þau voru áður. Mynd: Pexels.com

Þ

egar viðskipta­­­ráð­­­herr­­um aðildarríkja WTO mistókst að endurstaðfesta ein­­­­róma stuðning við Dóha-fríverslun­ar­­ viðræðurnar (oft kall­­aðar „Dóha-lot­­an“) á fundi í Naíróbí fyrir jól árið 2015 batt það í raun enda á metn­­að­­ar­­fullt ferli í átt að nýjum marghliða fríversl­un­arsamningi og endurskilgreindi hlutverk stofn­­unarinnar. Það var þó löngu komið í ljós að lotan myndi ekki ná markmiðum sínum; þegar viðræðurnar hófust í Dóha, höfuðborg Katar, árið 2001 voru þær skírðar Dóha-þróun­ ardagskráin (e. Doha Development Agenda) og þeim ætlað að ljúka í síðasta lagi árið 2005. Dóha-lotan átti að kljást við mörg af erfiðustu fríverslunaratriðunum sem eftir voru, þar á meðal í landbúnaði og hugverkarétti, með það að leiðar­ljósi að stuðla að hagvexti og þróun í fátækum ríkjum.

síðUr

kökublaðið

súKKulaðiKöKur TerTur á MörguM hæðuM

6 MÁNAÐA ÁSKRIFT Á 8.995KR

jóla

- smákökur

- skreytinGar - krans

KöKur í pönnu hráKöKur

henT í KöKu MoKKaKöKur

súkkulaðitrufflur

● ● ● ●

Helgarblað Október 2017

Þá eru tveir höfuðvankantar á tví­­hliða frí­­­­ versl­­unarsamningum sam­­­­anborið við marg­­­­ hliða: afvega­viðskipti og skortur á sam­­ræmi. Afvegaviðskipti (e. trade diversion) lýsa stöðu þar sem óhagkvæm við­skipti eiga sér stað sem afleiðing af fríverslunarsamningi; ríki sem er best í stakk búið til að flytja út ákveðna vöru til annars ríkis nær ekki að njóta góðs af samkeppnis­hæfni sinni vegna frí­­verslunarsamn­ings á milli hins rík­­is­­ ins og þriðja ríkis. Niðurstaðan verður að

matur og vín

13. tbl. 2016, verð 2.295 kr.m.vsk.

kökur smákökur hrákökur rúllutertur Grænmetisveisla

18

____ TILBOÐ ____ 13. tbl. 2016

Ákvarðanataka í WTO-lotum krefst einróma samþykkis allra að­­ildarl­­anda og það reyndist erfitt í Dóha-lot­unni að komast að umfangsmiklum breytingum á pólitískt viðkvæmu málefni á borð við landbúnað. Bandaríkin og Evrópusambandið (ESB) töluðu fyrir að binda enda á Dóha-lotuna og marka nýja stefnu fyrir WTO þar sem áherslan myndi vera á smærri málaflokka. Sú ákvörð­un hefur ekki einungis valdið breyt­­ingum í starfsemi WTO heldur líka fært drifkraft alþjóðaviðskipta og frí­­verslunar úr höfuðstöðvum WTO í Genf og til höfuðborga einstakra ríkja.

Fyrir utan það að WTO hafi beðið hnekki sem meginvettvangur marg­hliða fríverslun­ar­ við­ræðna vegna úrvindu Dóha-lotunnar eru það þró­unarríki, sem flokkast ekki sem ört vaxandi ríki á borð við Kína og Indland, sem líða fyrir það að ekki hafi ræst úr þróunar­ markmiðum lotunnar. WTO gaf þess­um þróunarríkjum vettvang þar sem tekið var mark á hagsmunum og áherslum þeirra; mörg fátæk ríki eiga það sam­­­­eiginlegt að landbúnaður stend­ur fyrir tiltölulega stórum hluta hag­­kerfisins en viðskiptahindranir í þróuðum ríkjum gerir þeim erfitt fyrir að flytja út landbúnaðarafurðir. Tvíhliða fyrirkomu­ lagið sem nú er ráðandi í alþjóðaviðskiptum ­­ger­­­ir samn­­­­­ingsstöðu þeirra veikari; þró­­­­uð ríki eru ólíklegri til að semja við, og hvað þá gefa eftir í pólítiskt við­­­­­­­kvæmum málaflokk­ um, einstök þró­­­­­unarríki með lítil hagkerfi. Þá setja tvíhliða fríverslunarviðræður meira álag á stjórnsýslu hvers ríkis fyrir sig eftir því að viðræðunum fjölgar, verða margþættari og krefj­ast eftirfylgni hver fyrir sig. Stjórn­­sýslur margra þróunarríkja geta átt erfitt með að sinna fleiri slíkum ferlum í einu.

G e st Gj a f i n n

Meginástæða stöðnunarinnar voru deilur um afnám tolla og við­­­­­­­­­­­­­­ skipt­­­­­ahindr­­ana á landbúnaðar­a­­f­­urð­­um ásamt vaxandi mótþróa Banda­­­­ríkj­­­anna við að sinna forystu­­hlutverki í viðræðunum – vel­­ gengni fríverslunarviðræðna áður fyrr, bæði í WTO og forvera þess, Almenns samnings um tolla og viðskipti (GATT), nutu góðs af sterkri pólitískri for­­­ystu banda­­­rískra stjórnvalda. Í gróf­­um dráttum var ágrein­­­ing­­­urinn á milli þróaðra ríkja annars vegar og þró­­unarríkja hins vegar. Í upp­­hafi Dóha-lotunn­ar sýndu þróuð ríki vilja til að lækka tolla og við­­­skiptahindranir án þess að krefjast gagnkvæmrar lækkunar frá þró­­un­­arríkjum en eftir því sem út­­flutn­­ ing­ur hinna ört vaxandi þróunarríkja, með Kína í farar­broddi, jókst langt umfram innflutning á árunum eftir byrj­un viðræðnanna byrj­ uðu þróuðu ríkin að krefjast gagnkvæmni, þar á meðal í lækk­­un á niðurgreiðslu til landbún­­að­­ar, sem þróunarríkin sættu sig ekki við. Þessi ágreiningur varð að aðalviðfangsefni hvers fundar á fætur öðrum í Dóha-lotunni og urðu önnur mikilvæg viðfangsefni undir.

Þróunarmál og skilvirkni

Þó má ekki gleyma að fríverslunar­samningar gerast ekki í pólitísku tóma­­ rúmi; gerð þeirra kann að virð­­­­ast að mestu tæknilegs eðlis en afleið­­ingar þeirra geta verið gífur­leg­ar. Tollar og aðrar viðskiptahindranir í verslun á landbúnaðarvörum hjá þróuðum ríkjum hafa bein áhrif á út­­­flut­­ingsgetu þróunarríkja og fjar­­vera marghliða fríverslunar­við­­ræðna fyrir landbún­­að­­ ar­­vörur geta dregið úr hvatningu til umbóta í landbúnaðarstefnu þróaðra ríkja og þróunarríkja. Því fer fjarri að takmarkaður útflutningur þróunar­ ríkja á landbúnaðara furðum til þróaðra ríkja sé einungis viðskipta­­­hindr­­un­ um þeirra­­ síðarnefndu að kenna; sam­­kvæmt Efnahags- og framfara­stofnun Evrópu (OECD) eru það landbúnaðarumbæt­ur innanlands í þró­unar­­ríkjum sem myndu leiða til stærstu ávinninganna. Hins vegar hefur breyting alþjóðaviðskipta­kerfsins úr marghliða í tvíhliða fyrir­­komulag og stöðnun Dóha-lot­unnar fjarlægt mikilvægan vettvang til að stuðla að þýðingarmikl­­ um umbótum í aðgengi þróunarríkja að mörkuðum þróaðra ríkja.

Uppáhaldskaka bakarans

Þú færð 6 blöð en borgar fyrir 4!

píTsuKeppni

einfaldlega rúlluTerTur

Veisla á grænuM nóTuM

5 690691 160005

www.birtingur.is

kjarninn.is


Hágæða gólfefni 12 mm verð frá

1.390 kr. m2 2.480 kr. m2 2.990 kr. m2

Vínilparket:

5 mm verð

4.490 kr. m2

Undirlag:

Verð frá

Harðparket:

8 mm verð frá 10 mm verð frá

Reykjavík

Kletthálsi 7.

Opið virka daga kl. 8-18, laugard. 10-16

Reykjanesbær

Fuglavík 18.

Opið virka daga kl. 8-18, laugard. 10-14

Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is

120 kr. m2

Gott verð fyrir alla, alltaf !


SAGNFRÆÐI

Í þá tíð …

Fyrsti raðmorðinginn eða fórnarlamb samsæris Aðalsmaðurinn Gilles de Rais var stríðshetja í Hundrað ára stríðinu og barðist meðal annars við hlið Jóhönnu af Örk. Hann var hins vegar sakfelldur fyrir morð á 140 börn­um, en á seinni tímum hefur örlað á nokkrum vafa á sekt hans.

Eftir / Þorgils Jónsson

A

f einhverri ástæðu vekja frásagnir af illsku upp einkennilegar kenndir í fólki – illvirki eru á ein­ hvern illskýranlegan hátt heillandi og forvitnileg. Ein slík frásögn er sagan af franska aðalsmanningum Gilles de Rais, sem fæddist árið 1405 inn í auðuga ætt á Bretagneskaga.

De Rais játaði svo á sig þá glæpi sem hann var sakaður um en á bak við játninguna lá hótun um pyntingar, og það sem de Rais kveið ekki síður, bannfæringu.

Á þessum tíma hafði hið svokallaða Hundrað ára stríð milli Englands og Frakklands staðið frá árinu 1337. Piltur gat sér snemma gott orð fyrir herkænsku og vígfimi og fékk ungur boð um sæti við hirð ríkisarfans (síðar Karls VII). Frá árinu 1427 var hann stjórnandi við franska herinn. Þar vann hann sér ýmislegt til frægð­­­ar, en hann þótti fífldjarfur og ótta­­laus á velli – sem telst jafnan til kosta allt fram að því augnabliki að það gerir það bara alls ekki. Árið 1429 var hann svo skipaður til­­ sjónarmaður með táningsstúlku frá Orléans sem hafði fengið manna­ forráð í hernum, Jóhönnu af Örk, og var við hlið hennar þegar lið undir forystu Jóhönnu vann merka sigra. Eftir að Jóhanna af Örk og var brennd á báli fyrir villutrú árið 1431 dró de Rais að sig smátt og smátt til hlés í hernaði og varði mestum tíma heima í kastala sínum, Chateau Tiffauges, við að sólunda ættarauðn­ um í alls kyns prjál. Meðal annars lét hann reisa stærðarinnar kapellu, en leiddist líka út í fikt við dulspeki, gullgerð og fjölkynngi. Um þetta leyti fór að bera á sögum um að de Rais hefði sitthvað að gera með brotthvörf tuga barna í hér­­að­­

inu í kring. De Rais var tekinn hönd­ um fyrr og ákærður í fjölmörgum liðum, meðal annars fyrir villutrú, barnaníð og morð á 140 börnum. De Rais játaði svo á sig þá glæpi sem hann var sakaður um en á bak við játninguna lá hótun um pyntingar, og, það sem de Rais kveið ekki síður, bannfæringu. Skemmst frá að segja var de Rais sakfelldur og tekinn af lífi árið 1440 – hengdur og brenndur samtímis – og við tóku 550 ár þar sem fáir voru til að bera brigður á dóminn, þrátt fyrir að svo hafi viljað til að allar eignir de Rais hafi fallið dómurum sem kváðu upp dóminn, í skaut. Aukinheldur voru engin sönnun­ar­­ gögn í málinu sem hönd á festi, eng­ in alvöru vitni og engin lík fundust í eða við Tiffaugeskastala. Þegar komið var fram á tíunda ára­­ tug síðustu aldar spratt upp nokkur umræða um málið og í framhaldinu var skipaður eins konar gerðardóm­ ur, sem komst árið 1992 að þeirri niðurstöðu að de Rais hafi ekki verið sekur – eða altjent að þær sannanir sem fyrir lágu hafi ekki átt að nægja til að sakfella hann. Þarna hafi annað og fleira legið að baki, einna helst andúð kirkjunnar manna á honum og uppátækjum hans, og ekki síst græðgi dómaranna í að komast yfir eignir hans. Vangaveltur af þessu tagi gagnast de Rais sjálfum vitanlega ekki nokkuð og hann á enga afkomendur sem tala máli hans, en það er með þetta eins og mörg önnur óhugguleg mál. Það liggur svo skrambi áhugaverð saga þarna að baki.

. R K 0 4 6. 5 Á MÁNUÐI

G N I D N I B N I G N E EFTIR HVERJU ERTU AÐ BÍÐA? 6 stöðvar · 3 sundlaugar · reebokfitness.is

20

Helgarblað Október 2017

kjarninn.is


og væntingum sem við teljum að lífið eigi að hafa. En það er eins og hugtakið Less is More segi meira en langur texti. Til að ná þeim skilningi krefst æfingar á athygli og að dvelja í sjálfum sér. Ég tel að það sé aldrei til nein töfralausn á neinu, aðeins vinna og vilji sem ég tel að ég nálgist mjög vel fyrir lesandann í bókinni minni.“

FÓLK

Eftir / Hjördísi Ernu Sigurðardóttur

Hvernig er núvitundardagbókin uppbyggð?

Núvitundardagbókin mín

Anna Margrét byrjaði að stunda núvitundarhugleiðslu og æfingar fyrir um 12 árum. Áður hafði hún haft mikinn áhuga á búddisma og hugleiðslu, ásamt því að stunda hesta­­­­mennsku, fjallgöngur og langhlaup. Það var kyrrðin og yfirvegunin sem fylgdi skýrleika núvitundar sem heillaði hana meira og meira í þessari aðferð.

A

nna Margrét hefur unnið sem sálfræðingur og ráð­ gjafi á ýmsum stofnunum og stofum. Áhugi hennar á að skrifa þessa bók kom í kjölfar mikilla eftirspurnar frá skjólstæð­­­ ing­­um og einstaklingum sem höfðu leitað til hennar til meðferðar og á ýmiss námskeið sem hún hefur haldið síðustu ár, þ.á m. um núvit­ und og einnig hugleiðslunámskeið. Núvitundardagbókina hefur Anna Margrét unnið út frá áralangri reynslu af tækninúvitund í lífi og starfi. Dagbókin bíður upp á aðferðir til að skipu­­leggja daginn, mánuðinn og árið, ásamt því að aðstoða við að vinna úr hugsunum, tilfinningum og erfiðri sjálfsímynd. Til þess að koma bókinni í útgáfu hefur Anna Margrét ákveðið að setja bókina í hópfjármög­

nun hjá Karolina Fund og er hægt að heita á verkefnið hennar þar.

Hvernig hefur núvitundaraðferðin nýst þér? „Í minni vinnu hefur það verið nokk­­uð þekkt að ég fer djúpt í vinnu með einstaklinga. Ég hef sérhæft mig mikið í að vinna með áfallastreitu og áföll. Ég hef frá 2005 unnið mikið með einstaklinga sem hafa verið á slæmum stað í lífinu, sem hafa leiðst út í afbrot eða neyslu. Einnig hef ég unn­ið með lífskrísur og allt upp í stjórnenda- og leiðtogaþjálfun. Bakgrunnurinn minn er réttarsál­ fræði, klínískri sálfræði og vinnu- og skipulagssálfræði. Ég hef í gegnum árin leitast eftir því að komast á hvert sérnámskeiðið á eftir öðru um

Mind­fulness og notað þá aðferð í gegnum lífið síðustu 12 ár. Ég hef unnið nokkuð á Indlandi síð­ ustu sjö ár, þá með ferðamennsku og sérhæft mig í ferðum á heilsustaði (retreats). Ég nota þar hótel sem eru byggð á grundvelli mannréttinda og samhæfast CSR-staðli.“

Hvers vegna telurðu að þú hafir heillast svona að núvitund?

„Dagbókin er byggð upp á þann veg að hún er sem ferðalag í gegn­ um árið. Árið byrjar á inngangi á núvitund og er notandinn leiddur í gegnum æfingar í núvitundarhug­ leiðslu og hvað það þýðir að nota yfirhugsunina (metacognition). Farið er í tæknilegar æfingar fyrir tengsl líkama og hugar þar sem ég tel lykilatriði að vera til staðar í sjálf­ um sér og líkama sínum. Bókinni er skipt upp eftir mánuðum og þemu eru fyrir hvern mánuð. Farið er í t.d. Mindful eating – Meðvitund um mat­arræði, Mindful Leadership – Leiðtogahæfni með núvitund, að skilja og aðgreina á milli líðan, til­finninga og hugsunar, hvernig hægt sé að vinna með streitu og álag. Punktar um áföll og úrvinnslu og hvernig þau hafa áhrif á líðan, betri svefn og jafnvægi. Má meðal annars nefna að einn mán­uð­ ur­inn er helgaður vinnu með betri

sam­skipti og að vera meðvitaður um sín samskipti. Jafnframt er dagbókin sett upp sem skipulagsdagbók til að halda utan um daginn, plön og sett markmið með tækni núvitundar að leiðarljósi. Ég legg mikla áherslu á bætta heilsu, heilbrigði, skýrleika og mátt eigin hugsana.“

Hverjum myndi bókin henta helst?­ „Ég tel bókina vera fyrir alla þá sem vilja ná betri yfirsýn og jafnvægi í lífi og starfi. Bókinni er skipt eftir mánuðum og er ákveðið þema fyrir hvern mánuð sem leiðir lesandann/ notandann í gegnum árið til betri heilsu og jafnvægis. Þegar ég fyrst byrjaði að læra um núvitund í gegnum Ástralíu var þessi aðferð lítið þekkt á Íslandi en áhugi minn á búddisma liggur frá unglings­ aldri. Þegar ég var 25 ára var ég mjög dugleg við að stunda þau fræði og vann mikið með varnarhætti, sjálf­saga, samkennd og samlíðan og hefur áhugi minn einungis aukist síðan þá. Ég get tvímælalaust sagt að vinna með sjálfan sig gefur aukinn skiln­­ing á öðrum og þroska til að takast á við lífið.“ Þeir sem vilja styðja við verkefnið og fá núvitundardagbók geta farið inn á hópfjármögnunarsíðuna Karolina Fund og fundið það undir verkefni.

„Það hefur verið mér að leiðarljósi í lífinu að gera eitthvað sem skiptir máli til lengri tíma litið. Langtíma­ hugsunin kemur með því að vera alltaf samkvæmur sjálfum sér. Oft getur það reynst mörgum erfitt að takast á við allt í lífinu eins og það kemur með öllum þeim hraða

Volkswagen Caddy fólksbíll

FJÖLSKYLDUVÆNN Nú kemur hinn vinsæli VW Caddy í fimm og sjö manna fjölskylduútfærslum. VW Caddy er fáanlegur með fjórhjóladrifi sem eykur enn við öryggi og aksturseiginleika bílsins og hentar einstaklega vel við íslenskar aðstæður. Volkswagen Caddy fólksbíll kostar frá

3.030.000 kr.

Við látum framtíðina rætast. www.volkswagen.is

22

HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · sími 590 5000 · hekla.is · umboðsmenn um land allt: Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæ

Helgarblað Október 2017

kjarninn.is


Frá kr.

6. nóvember í 9 nætur

197.895 m/morgunmat & hálfu fæði skv. ferðalýsingu

FÓLK

Eftir / Báru Huld Beck

„Við þurfum að vakna“

Jóga - Vellíðan - Sörf

LÍKAMI & SÁL Í MAROKKÓ

– almenningur tók við sér en enn er langur vegur fram undan Plastlaus september er nú liðinn undir lok en ætlunarverkinu er hvergi nærri lokið. Aðstand­ endur verk­efnisins vonast til að átakið muni leiða til minni plastnotkunar til frambúðar.

V

erkefnið Plastlaus sept­ em­­­ber var árvekniátak sem ætlað var að vekja fólk til umhugsunar um ofgnótt og skaðsemi plasts í um­ hverfinu og benda á leiðir til að draga úr notkun á einnota plasti. En þrátt fyrir að nú sé kominn október stend­ ur til að halda áfram að vekja athygli á málstaðnum.

Jóhanna Gísladóttir, formaður stjórn­­­ar félagsins í kringum ­­verk­­­­efn­ið og doktorsnemi í umhverfis- og auðlindafræði, segir að brýn þörf hafi rekið verkefnið af stað. „Við Íslendingar notum mjög mikið magn af einnota plasti og fáir pæla í því.

uðu að spjalla um þessa gegndarlausu plast­notkun í samfélaginu. Hug­­ mynd­­­in kom erlendis frá en átakinu Plastic Free July var hrundið af stað í Ástr­líu í júlímánuði. Þessum konum datt í hug í framhaldinu að fara út í slíkt átak á Íslandi. Þær þéttu hópinn og fengu fleiri konur með sér sem höfðu áhuga á málefninu. Þær sáu fljótlega að ekki gekk að hafa slíkt átak yfir sumarið og úr varð að hafa september plastlausan, enda haustið komið og skólarnir að byrja. „Sumarið fór að miklu leyti í að koma vefsíðunni í loftið og skipu­leggja starf á samfélags­miðlum,“ segir ­Jóhanna. Þær funduðu með Landvernd,

ingum til fólks og deildu myndbönd­ um og grein­um frá öðrum. Einnig var tilgangurinn að búa til samfélag í kringum verkefn­ið þar sem fólk gæti spjallað saman og skipst á ráðum. Þær voru á mörgum samfélagsmiðl­ um til þess að ná til sem flestra á öll­um aldri.

E

instök 9 nátta ferð þar sem farþegum gefst kostur á að njóta lífsins á einstaklega fallegum hótelum sem standa við strandlengju Marokkó. Á hótelunum er frábær aðstaða til að næra sál og líkama í fullkominni slökun, dekri og vellíðan - allt eftir því hvað hver og einn kýs.

Hópurinn vann sína vinnu að mestu leyti í sjálfboðastarfi og segir Jó­ hanna að þetta hafi verið skemmti­ legt starf. Þær hafi unnið mikið og segir hún að verkefnið hafi gengið vonum framar. „Viðtökurnar voru betri en við bjugg­umst við,“ segir hún. Fjölmiðlar hafa sýnt verkefninu áhuga og vatt það upp á sig í fram­

PARADIS PLAGE

ROYAL ATLAS

Flogið er beint til Agadir í Marokkó og dvalið fyrstu 6 næturnar á Paradis Plage Surf Yoga & Spa Resort og síðustu 3 næturnar á Hotel Royal Atlas Agadir. Á Paradise Plage Surf Yoga & Spa 4* er kjörið að njóta lífsins og alls hins besta sem hótelið hefur uppá að bjóða í mat, drykk og afþreyingu.

Jóhanna Gísladóttir, „Við Íslendingar notum mjög mikið magn af einnota plasti og fáir pæla í því. Þetta er því mjög stórt vandamál, eins og t.d. með örplastið og annað sem fer út í sjó í gífurlegu magni.“

Á vefsíðu átaksins www.plast­­ laus­­­s­eptember.is kemur fram að plast endist í þúsundir ára og sé því afar slæmur kostur fy rir einnota notkun. Plast brotnar niður á mjög löngum tíma og þá í örplast sem ekki er betra fyrir umhverfið. Plast er eingöngu hægt að endurvinna í annað plast sem er lélegt. Allt plast sem notað er og fer ekki í endurvinnslu safn­­ ast fyrir á urðunarstöðum eða í nátt­­úrunni og veldur þar skaða um ókomna tíð. Plast endar þannig allt of oft í nátt­­úr­unni og þá sérstaklega í ám, vötn­um og sjó. Plast dregur til sín ýmis mengunarefni og þegar það endar í vef lífvera geta efnin þar með endað í fæðu manna. Mjúk­ plast inniheldur stundum horm­­­ón­ araskandi efni, til að mynda þalöt sem eru skaðleg mannfólki.

Setja þarf fé í frekari rannsóknir Í byrjun sumars tóku fjórar nágranna­ konur í Fossvoginum sig til og byrj­­

24

haldinu. Þær fengu boð um að koma í framhaldsskóla og halda fyrirlestra á vinnustöðum en hún segir að þær hafi því miður ekki getað gert það vegna anna. Það sýni að almenn­ing­ ur hafi haft áhuga á átakinu.

Jóhanna telur að meira aðhald þurfi frá stjórnvöldum hvað þessi mál varð­ar. Setja þurfi skýrari reglur og þurfi stjórnvöld að setja fé í rann­­ sóknir á plastnotkun og hvað fari út í sjóinn við strendur Íslands. „Við þurfum að fara að vakna,“ segir hún og bætir við að hún sjálf hafi ekki verið nægilega meðvituð um plast­ notkun sína og afleiðingar hennar áður en hún fór af stað með verk­ efnið. „Þess vegna töldum við þörf á því að koma með árvekniátak og vekja athygli á þessu,“ segir hún.

Til stendur að halda áfram með verk­ efnið og gera viðburðinn ár­­leg­an. Jóhanna segir að best væri ef mann­ eskja fengist í hundrað prósent vinnu í september á næsta ári til að sinna öllu því sem þarf að sinna. Hún sér fyrir sér að hópurinn fari í frekara samstarf við stofnanir eða einstaklinga á næsta ári og að ýmsar hugmyndir gangi nú milli þeirra sem að átakinu komu og fólks sem tók þátt í því. Jóhanna segir að vitundarvakningin sé ekki búin þrátt fyrir að september sé það. Hún fagni öllum breytingum til batnaðar, hvort sem um hugarfarsbreytingu sé að ræða eða verklags­breytingu hjá fyrirtækjum eða sveitarfélögum. Hún bendir einn­ig á að áhugavert verði að sjá hver muni sitja í ríkis­stjórn eftir næstu kosningar, hver umhverf­is- og auðlindaráðherra verði og hvern­ig stefna verði tekin í umhverfi­s­málum sem þessum.

Plastlausar lausnir frekar en hræðsluáróður Hópurinn hélt úti fyrrnefndri vef­­ síðu þar sem hægt er að nálgast frekari upplýsingar um verkefnið. Jóhanna segir að þær hafi ekki viljað vera með hræðsluáróður heldur koma með lausnir eða tillögur að lausnum á jákvæðan hátt til að ná til fólks. Inn á síðunni benda þær á ýmsar plastlausar lausnir; hvað sé hægt að nota í staðinn fyrir plast við hinar ýmsu aðstæður. Þær voru einnig virkar á Facebook­­ -síðu átaksins þar sem þær birtu færslur á hverjum degi með ráðlegg­

Helgarblað Október 2017

JÓGA 12.500 /mann

JÓGA & DEKUR 23.000 /mann

BRIMBRETTI & JÓGA 23.000 /mann

ALLUR PAKKINN 36.000 /mann

Vitundarvakningu ekki lokið

Hún segist þreytt eftir mánuðinn en þó sátt og sæl. Hópurinn muni taka sér frí í október til að fá andrými en þrátt fyrir það séu þær hvergi nærri hættar. „Við erum að þessu af ástríðu og höfum allar brennandi áhuga á umhverfismálum almennt,“ segir hún. Hún segir að lokum að þær séu í þessu til frambúðar.

Birt með fyrirvara um prentvillur. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku. Ath. að verð getur breyst án fyrirvara.

Plast veldur skaða um ókomna tíð

­ m­­hverf­i s­stofnun og Reykjavíkurborg U til að kanna stöðu mála en Jóhanna ­segir að þær hafi lært mikið á þessu ferli. Hópurinn fann fyrir miklum meðbyr þrátt fyrir að fjölmiðlar hafi óvænt einbeitt sér að ríkisstjórnar­ slitum um miðjan september að sögn ­Jóhönnu. Það hafi ekki haft áhrif á áhuga eða þátttöku almennings.

Á Paradise Plage er boðið upp á jóga, nudd, tyrknesk böð og ýmsar heilsu- og nuddmeðferðir. Fyrir þá sem vilja sörfa en eru óvanir þá er hér í boði brimbrettakennsla. Unnt er að bæta við bókun á ferðinni dásamlegum 5 daga afþreyingarpökkum: Jóga með 5x90 mín. jógatímum. Jóga & Dekur með 5x75 mín. jógatímum, 2 arabískum böðum, 1 kornmaska og 2 slökunarnuddum 25/50 mín. Brimbrettaskóli með 5x90 mín. brimbrettatímum. Brimbretti & Jóga með 5x90 mín. brimbretta- og jógatímum. Brimbretti, jóga og dekur með 5x90 mín. brimbretta- og jógatímum ásamt 2 arabískum ilmolíuböðum, 2 arabískum gufuböðum og 2x25 mín. nuddum. Síðari hluta ferðarinnar er dvalið á Royal Atlas Agadir 4*+ í Agadir, sem er stærsti sólstrandarstaður Marokkó. Í Agadir er að finna gullna strandlengju eins langt og augað eygir en á þessum fallega stað skín sólin um 300 daga á ári.

Frá kr. 197.895 m/morgunmat & hálfu fæði skv. ferðalýsingu Netverð á mann frá kr.197.895 m.v. 2 í herbergi.

ENNEMM / SIA • NM83079

Þetta er því mjög stórt vandamál, eins og t.d. með örplastið og annað sem fer út í sjó í gífurlegu magni,“ segir hún. Hún telur að Íslendingar ættu að huga betur að umgengni við sjóinn og að frárennslismálum yfirhöfuð. Hún segir að kominn sé tími til að fólk losi sig við doðann sem fylgir afskiptaleysinu.

Innifalið: Flug, skattar, gisting í 6 nætur á Hotel Paradis Plage Surf Yoga & Spa Resort 4* m/hálfu fæði og 3 í nætur á Hótel Royal Atlas Agadir 4*+ m/morgunmat. Akstur til og frá flugvelli og á milli áfangastaða. Íslensk fararstjórn miðað við lágmarksþátttöku 20 manns.

– fáðu meira út úr fríinu

kjarninn.is


BIG AMERICAN AMERICAN BIG

• VI NS Æ

R TU AF

JÓLAHLAÐBOR A K ÐIÐ RÍS E SN AM ÝR A L

Njótið jólanna með fjölskyldu og vinum á veitingastaðnum Haust. Grasker í karamellu, sætkartöflukrem með sykurpúðum, kleinuhringjabar, jólahús fyrir börnin, heilgrillaður kalkúnn, nautafille, hunangsgljáð jólaskinka og margt fleira.

Verð:

Öll kvöld frá 17. nóvember til og með 6. janúar

9.900 kr.*

föstudags- og laugardagskvöld

7.900 kr.*

sunnudags- til fimmtudagskvöld

*Frítt fyrir 5 ára og yngri og hálft verð fyrir 6-12 ára

Bókaðu borð á haust@haustrestaurant.is eða í síma 531 9020 Sjá nánar á haustrestaurant.is/jol

Haust Restaurant | Fosshótel Reykjavík | Þórunnartúni 1

Frá og með 18. nóvember: Jólabrunch um helgar 4.950 kr*.

Hádegisverðarhlaðborð með jólaívafi alla virka daga 3.950 kr.*


LED. 8W, E27, 2700K.

596

kr.

54194572 Almennt verð: 795kr.

GITTER loftljós. Svart, E27, 17x25cm.

4.496

Öll verð eru birt með fyrirvara um prentvillur og/ eða myndabrengl. Tilboð gilda til 16.október eða á meðan birgðir endast.

kr.

25% 25% 52238125 Almennt verð: 5.995kr.

AFSLÁTTUR AF ÖLLU PARKETI

AFSLÁTTUR AF PERUM OG LJÓSUM

STATUS loftljós. Hvítt/plast, 5xE27, 41cm.

18.746

Til 16. október

kr.

52266087 Almennt verð: 24.995kr.

Til 16. október

LED snúin kertapera. 2W, E14, 2700K.

1.271

kr.

54194704 Almennt verð: 1.695kr.

MYGLUSVEPPAPRÓF

3.995

kr.

41132003

Alexeter’s IAQ Pro greiningarprófið er einfalt í notkun og gefur nákvæmar niðurstöður á 5 mínútum. Það greinir margar tegundir myglusveppa sem líklegt er að hafi slæm áhrif á heilsu fólks þegar þær vaxa innanhúss.

Tekur 5 mín

20% AFSLÁTTUR AF

FÁÐU AÐSTOÐ SÉRFRÆÐINGS Guðný Helgadóttir, frá umboðsaðila OSRAM á Íslandi, aðstoðar viðskiptavini við val á perum í BYKO GRANDA laugardaginn 14. október milli 12 og 16.

Til 16. október

LEYNIST MYGLA HJÁ ÞÉR? OVIXIR 750ml

1.495

kr.

41166004

Sótthreinsandi hreinsiefni. Oxivir drepur bakteríur, vírusa, myglusveppi og bakteríuspora. Staðfest með viðurkenndum prófunum. Auk öflugrar sótthreinsiverkunar er Oxivir mjög gott hreinsiefni sem nota má á flesta yfirborðsfleti, bæði harða og mjúka. Notist með varúð á fleti sem eru viðkvæmir fyrir sýru, s.s. marmara.

20%

Skoðaðu öll tilboðin í blaðinu á byko.is

AFSLÁTTUR AF

ICOPAL ÞAKRENNUM Til 16. október

www.byko.is


JKE Design er danskt vörumerki sem býður upp á einstaklega breiða línu í innréttingum í hæsta gæðaflokki. Innréttingarnar frá JKE hafa verið mjög vinsælar allt frá því þær komu fyrst á markaðinn árið 1970. JKE er með dreifingaraðila í Danmörku, Noregi, Svíþjóð og nú á Íslandi. Hólf & Gólf - BYKO BREIDD Þrívíddarmyndir af rýminu þínu

Örn Þórunn

Kristján Ásta

Við tökum vel á móti ykkur

Persónuleg ráðgjöf og alltaf heitt á könnunni

Nú færðu allt á einum stað til að breyta og bæta heimilið.

INNIHURÐIR

Þar á meðal er parket, flísar, innréttingar, innihurðir, hreinlætistæki, baðplötur og borðplötur. Þú getur notið þess að skoða sýnishorn í ró og næði og valið þinn stíl við bestu aðstæður í sýningarsalnum.


5

Ísland hefur tekið á móti 645 kvótaflótta­­mönnum frá árinu 1956. Á næsta ári munum við taka við 50 í við­­bót og höfum þá tekið við 695 á 62 árum, eða rúm­­lega tíu á ári að með­­al­tali. Út­gjöld til mót­­töku flótta­­ manna og hæl­­is­­leit­enda sem veitt er hæli hér á landi munu meira en tvö­­fald­­ast á næsta ári. Fer upp­­hæðin úr 150 millj­­ónum í 410 millj­­ón­ir króna.

FRÉTTASKÝRING

Tíu staðreyndir um útlendinga á Íslandi Eftir / Þórð Snæ Júlíusson

Útlendingar hérlendis hafa aldrei verið fleiri. Þeir eru af ýmsum toga. Sumir flokkast sem innflytjendur, aðrir komu hingað sem kvótaflóttamenn. Svo er stór hópur hælisleitenda. Hér eru tíu staðreyndir um þá.

6

Hæl­is­leit­endur eru þeir sem koma hingað til lands í leit að alþjóð­ legri vernd. Ástæður þess eru mis­mun­andi. Sumir flýja heima­land sitt vegna stríðs, átaka eða ofsókna. Aðrir eru ein­fald­lega í leit að betra lífi en þeim býðst í heima­landi sínu. Mikil aukn­ing hefur orðið á um­sóknum um hæli hér­lendis á síð­ustu árum. Umsóknir um hæli voru 51 árið 2010 en voru orðnar 355 árið 2015. Í fyrra þre­­föld­uð­ust umsóknir og voru 1.130, þau mál sem fengu efn­is­­með­­­ferð voru um helm­ingur þeirrar tölu. Um 80 pró­­sent þeirra umsókna sem afgreiddar voru í fyrra var synj­að. Það þýðir að þeir sem fengu vernd voru 110 tals­ins. Það sem af er þessu ári hafa 82 fengið vernd og umsækj­endur hafa verið 626. Haldi þró­unin áfram verður fjöldi þeirra sem sækja um hæli hér­­­­­lendis mjög svip­aður því sem hann var í fyrra. Flestar synj­ anir eru vegna þess að að umræddur hæl­is­leit­andi er frá landi sem Útlend­ inga­stofnun flokkar sem öruggt. Í ný­birtu upp­­­gjöri rík­­is­­sjóðs fyrir fyrstu sex mán­­­­­uði árs­ins kemur fram að hrein útgjöld vegna rétt­inda ein­stak­l­inga hafi verið 2,2 millj­­arðar króna sem var 1.251 millj­­ónum meira en áætlað var. Þar seg­ir: „Í fjár­­heim­ildum vegna árs­ins 2017 voru veru­­lega ­van­­­­á­ætl­­aðar í fjár­­laga­­gerð fyrir árið 2017 í ljósi for­­dæma­­lausrar fjölg­unar hæl­­is­um­­sókna á síð­­­ustu mán­uðum árs­ins 2016. Kostn­aður vegna þess­­ara umsókna hefur að mestu leyti fallið til á yfir­­stand­andi ári.“

7

Rauði kross­inn á Íslandi veitir hæl­is­leit­endur hér­lendis aðstoð sam­ kvæmt samn­ingi við inn­an­rík­is­ráðu­neyt­ið. Upp­lýs­inga­full­trúi Rauða kross­ins skrif­aði grein á Kjarn­ann í september vegna umræðu um hvað ein­stak­l­ingum sem hér óska alþjóð­­legrar verndar stend­ur til boða og hvað ekki. Þar kom m.a. fram að hæl­is­leit­endur sem komið hafa til Íslands fá þjón­­ ustu frá annað hvort sveit­­ar­­fé­lagi og/eða Útlend­inga­­stofn­un. Sveit­­ar­­fé­lögin sem veita hæl­­is­­leit­endum þjón­­ustu eru Reykja­vík, Reykja­­nes­­bær og Hafn­­ar­­ fjörð­­ur. Þessir aðilar útvega hæl­­is­­leit­endum búset­u­úr­ræði. Athugið að þau ganga undir nafn­inu búset­u­úr­ræði en ekki hús­næði, enda nær hús­næði ekki nógu vel utan um hvers kyns híbýli þetta eru. Búset­u­­úr­ræðin eru t.d. þannig að um 100 manns búa sam­an, um 30 her­bergi á gangi sem 2-3 deila eða jafn­­vel heil fjöl­­skylda saman í her­bergi, sem er hvorki stórt né íburð­­ar­­mik­ið.

8

Tann­lækna­þjón­usta sem hæl­­is­­­­leit­endur á Íslandi fá felst í tveimur val­­kost­­um. Ann­að­hvort taka verkja­lyf við tann­pínu eða láta draga úr sér tenn­­urn­­ar. Í und­an­­tekn­ing­­ar­til­vikum er gert við tennur í börnum þjá­ist þau af tann­pínu. Leig­u­bíla­­þjón­usta hefur ekki staðið hæl­­ is­­­leit­endum til boða nema í neyð­­ar­til­vikum þar sem um alvar­­leg veik­indi hefur ver­ið að ræða, en ekki svo alvar­­leg að sjúkra­bíl þyrfti til. Hluti hæl­­is­­­­ leit­enda hefur fengið strætókort. Ef umsækj­andi um alþjóð­­lega vernd fær stöðu sem flótta­­mað­­ur, sem fæstir þeir sem hingað koma fá, þarf hann að yfir­­­gefa þau búset­u­­­­úr­ræði sem honum hefur verið séð fyr­­ir.

9 Tann­lækna­þjón­usta sem hæl­­is­­­­leit­endur á Íslandi fá felst í tveimur val­­kost­­um. Ann­að­hvort taka verkja­lyf við tann­pínu eða láta draga úr sér tenn­­urn­­ar. Í und­an­­tekn­ing­­ar­til­vikum er gert við tennur í börnum þjá­ist þau af tann­pínu. Mynd: – EPA

1

Komu­fólki má skipta í þrjá hópa: inn­flytj­end­ur, kvóta­­­flótta­­­­­menn og hæl­is­leit­end­ur. Í árs­byrj­­un 2017 voru inn­flytj­endur tæp­lega 36 þús­und hér­lend­is, eða 10,6 pró­sent mann­fjöld­ans. ­Inn­­­­­flyt­j­­­­endur hafa aldrei verið fleiri. Pól­verjar eru lang­fjöl­menn­asti hópur inn­flytj­enda hér á landi ,eða 38,3 pró­sent. Sam­kvæmt mann­fjölda­spá sem Hag­stofa Íslands birti í júní 2016 verða Íslend­ingar 442 þús­und tals­ins árið 2065. Í spánni er gert ráð fyrir að inn­flytj­endur verði fjórð­ungur þjóð­ar­innar eftir hálfa öld, eða um 110 þús­und tals­ins.

2 Íslend­ingar hafa tekið á móti kvóta­ flótta­­mönnum frá 13 löndum: Ung­verja­ landi, Júgóslavíu, Víetnam, Pól­landi, Krajina, Kosovo, Kól­umbíu, Írak, Af­ ganistan, Simbab­ve, Úganda, Kamerún og Sýr­landi.

28

Lang­flestir útlend­ingar sem búa á Íslandi búa í höf­uð­­borg­inni Reykja­­­vík. Þar búa 12.990 erl­­endir rík­­is­­borg­­arar og eru þeir 10,5 ­pró­­sent íbúa henn­­ar. Flestir þeirra búa í Breið­holt­inu, en inn­­flytj­ end­ur eru 29,2 pró­­sent íbúa Efra-Breið­holts og 22,3 pró­­sent íbúa í Bakka­ hverf­i nu. Útlend­ingar eru hins vegar sjald­­séð­­ari í sumum bæj­­­ar­­fé­lögum en öðr­­um. Í Garða­bæ, þar sem búa t.d. 15.410 manns, eru ein­ungis 580 erlendir rík­­is­­borg­­ar­­ar. Það þýðir að 3,7 pró­­sent íbúa Garða­bæjar eru með erlent rík­­is­­fang.

3

Kvótaflótta­­menn eru þeir flótta­­menn sem Flótta­­manna­­stofnun Sam­­ein­uðu Þjóð­anna hefur óskað eftir að þjóðir heims taki á móti vegna stríðs­á­stands í heima­landi þeirra. Íslend­ingar hafa tekið á móti kvótaflótta­­mönnum frá 13 löndum: Ung­verja­landi, Júgóslavíu, Víetnam, Pól­landi, Krajina, Kosovo, Kól­umbíu, Írak, Afganistan, Simbab­ve, Úganda, Kamerún og Sýr­landi. 
Meðal íslenskra sveit­­ar­­fé­laga sem tekið hafa á móti flótta­­fólki eru Ísa­­fjörð­­ur, Horna­­fjörð­­ur, Blönd­u­ós, Fjarð­­ar­­byggð, Dal­vík, Siglu­­fjörð­­ur, Akur­eyri, Reykja­­nes­­bær, Akra­­nes, Hafn­­ar­­fjörð­­ur, Kópa­vogur og Reykja­­­vík.

Á sama tíma og komu­fólk (inn­flytj­end­ur, kvótaflótta­menn og hæl­is­­­ leit­end­ur) hafa aldrei verið fleiri hefur efna­hags­leg vel­sæld á Íslandi aldrei verið meiri og kaup­máttur lands­manna aldrei verið hærri. Á sama tíma hefur þeim heim­ilum sem þiggja fjár­­hags­að­­stoð frá sveit­­ar­­fé­ lögumfækkað á hverju ári frá 2013. Í fyrra fækk­­aði þeim um 16,3 pró­­sent og útgjöld sveit­­ar­­fé­laga vegna fjár­­hags­að­­stoðar lækk­­uðu um 792 millj­­ónir króna á milli 2015 og 2016, eða um 17,6 pró­­sent. Útgjöld ­rík­­is­­­­­­­sjóðs vegna greiðslu atvinn­u­­leys­is­­bóta lækk­­uðu að sama skapi um 1,5 millj­­­arða króna í fyrra og 2,5 millj­­­arða króna árið á und­­­an. Sam­­­kvæmt þessu er engin fylgni milli þess að útlend­ingum hér­­­­­lendis fjölgi og aukn­ing­u á fjár­­­hags­að­­­stoð hins opin­bera.

10

Í árs­­skýrslu lög­­regl­unnar á höf­uð­­­borg­­ar­­svæð­inu fyrir árið 2016 segir að brotum hafi fækkað í um­dæm­­inu á árinu. Þann­ig var til að mynda ekk­ert mann­dráps­­mál til rann­­sóknar hjá emb­ætt­inu á árinu 2016. Á sama tíma og inn­­flytj­end­­ur, flótta­­menn og hæl­­is­­leit­endur hafa aldrei verið fleiri.

Upplifir þú stjórnleysi gagnvart sætindum/mat og áthegðun? Einn helsti meðferðaraðili við matarfíkn og átröskunum mun stjórna meðferðarnámskeiði ásamt Esther Helgu frá MFM miðstöðinni dagana 22-27. október n.k. Hlíðardalssetri, Ölfusi. Philip Werdell MA. Hefur 30 ára reynslu í meðferðum við stjórnleysi gagnvart áti, þyngd og átröskun. 5 daga afeitrunar- og meðferðarnámskeið fyrir þá sem glíma við stjórnleysi í áti, verður haldið á Hlíðardalssetri, Ölfusi, 22-27.október n.k. Félagasamtökin Matarheill standa fyrir fundi í Voninni, Efstaleiti 7 laugardaginn 21.10.17. kl. 13-15 þar sem Philip Werdel mun halda fyrirlestur um málefnið. Þar verður einnig hægt að fá nánari kynningu á námskeiðinu.

4

Á Íslandi stendur kvótaflótta­­mönnum meðal ann­­ars til boða fjár­­ hags- og hús­næð­is­að­­stoð, heil­brigð­is­­þjón­usta, aðgangur að skóla­­­­ kerf­­­­i nu, túlka­þjón­usta og að­­stoð við atvinn­u­­leit. Þeir eru skyld­ugir að sækja nám­­skeið í ís­­­lensku, taka virkan þátt í atvinn­uleit ­­ og þiggja við­­töl hjá sál­fræð­ingi til að fara yfir reynsl­una af búsetu í upp­­runa­­­land­inu og af aðlög­un­inni í mót­­töku­land­inu. Fólkið getur fengið íslenskan rík­­is­­borg­­ara­ rétt eftir að hafa verið búsett hér á landi í fimm ár.


Helgarblað Október 2017

Nánari upplýsingar í síma 568-3868 eða esther@mfm.is kjarninn.is


Q picture

Q style

Q smart

SÍÐUmúla 9 · SÍmi 530 2900


Kristín heldur áfram og talar um bindingu: „Lítill sveigjanleiki vinnut­ íma, aukið álag vegna ónógrar afleysingar, löng viðvera.“ „Vinnudagurinn of langur. Ein pása yfir daginn.“

KJAFTÆÐI

„ Vantar veikindaafleysingu. Vant­ ar undirbúningsafleysingu.“

Eftir / Margréti Erlu Maack

K

Alvöruvinna

ærastinn minn vinnur á tveimur stöð­­um, sem báðir lúta að þjón­ ustu fólks með fatlanir. Vinnan er krefjandi og mikilvæg en ég öfunda hann stundum af því að geta skilið vinnuna eftir í vinnunni. Við höfum ekki verið lengi saman, svo ég er enn að fá spurningar um hann frá kunningjum og fjarskyldari ættingjum sem vilja vita ýmislegt um hann, sem eðlilegt er. Þá er að sjálfsögðu spurt: „Já og hvað gerir hann?“ Þegar í ljós kemur að þessi ungi maður í blóma lífsins vinni á dagvistun fyrir fólk með fatlanir, er iðulega spurt hvort hann ætli ekki aftur í skóla, klára eitthvað nám - og fá „betri“ vinnu; hvort þetta sé ekki agalega illa borgað og hvort þetta sé ekki baaaara tímabundið. Ætlar hann í alvöru að vinna við þetta? Honum líkar þetta stórvel, að öllu leyti nema þegar launaumslagið læðist inn um lúguna. Það virðist koma einhverjum í opna skjöldu að hann nýti þolinmæðina í „þetta starf“ en ekki í nám; að hann nýti félagsþroskann í að gefa af sér en ekki spila einhvern grautfúlan skrifstofupólitíkurleik; að hann noti krafta sína í að lyfta fólki í alls kyns tæki og aðstoða við dagsins amstur en ekki bara að p(r)umpa í World Class eftir kyrrsetuvinnu. Virðingu gagnvart fólki í umönnunarstörfum er ábótavant - ekki bara hvað varðar að fólki finnst allt of mikið í manninn minn spunnið til að vinna „svona vinnu“, heldur í því sem við notum því miður of oft sem mælistiku: Peningum. Launin eru ákveðið grín, miðað við þá ábyrgð sem er hvílir á hon­ um í vinnunni. Hann er í 100% starfi og ber ábyrgð á fólki, en þarf að vera í aukavinnu, kvöld- og helgarvökt­um í annari vinnu. Þrátt fyrir að taka 14 tíma vinnudaga tvisvar til þrisvar í viku er hann tekjulægri einstaklingurinn í sambandinu. Sem betur fer er hann ekki jafnkrumpaður og fyrri menn sem hafa farið í mínus yfir því að ég sé tekjuhærri. Peningar innan sambandsins fara í sömu hlutina eins og leigu, mat, dund og dútl, svo þetta jafnar sig allt út á endanum.

Aðrir halla þó undir flatt og segja „Æjjjj hvað hann er góður“. Vissu­ lega er hann góður, en ég efast um að konur í umönnunarstörfum fái þessi viðbrögð. Ekki verður góðmennsk­an í askana látin, og nú er svo komið að þeir alla tekjulægstu er einmitt þetta „góða fólk“.Kærastinn minn getur ekki skroppið frá í lengri hádegismat þó einhver eigi afmæli eða farið fyrr heim á föstudegi. Að bifast í að sækja um nýtt vegabréf á vinnutíma er púsl sem við erum að reyna að koma í gang. Að kíkja til tannlæknis? Já nei hahaha. Önnur störf sem eru gefandi en bind­­andi, kvennastörf og láglaunas­ törf lúta að því að hlúa að, kenna, mennta og skemmta börnum. Það er mannekla í leikskólum og frístunda­­ heimilum, svo ekki komast öll börn að. Mér líður stundum eins og þeir sem taki ákvarðanir og hafi völd til að breyta hlutunum þurfi ekki á þess­ari þjónustu að halda. Þeir komast frá vinnu, geta farið snemma heim á föstudegi eða komið bara

„Of mörg börn á deildum og í hópum. Vantar pásur til þess að ná að anda.“ (Tekið af laupur.is)

eftir hádegi á morgun - „Það er eitt­­hvað leikskólavesen“. Einhverjar deildir eru lokaðar einn dag í viku og það eru ekki allir foreldrar hentugri vinnu þegar manneklan lamar kisu­­ deild. Sérstaklega er það fólk sem vinnur á kisudeildum annars staðar sem einfaldlega kemst ekki frá. En af hverju stafar þessi mannekla? Mennta­kröfur leikskólakennara voru hækkaðar, námið lengt án þess að það hefði í för með sér sanngjarna launahækkun. Samkvæmt Kristínu Dýrfjörð sem hefur skrifað mikið um leikskóla­­mál eiga leikskólakenn­­ arar í mikilli hættu á að brenna út í starfi vegna álagsins. Eitt af því sem hún tilgreinir sem hluta af álagi er einmitt virðingarleysi: „Það vantar líka oft upp á skiln­ ing mennta­­málayfirvalda á því um hvað starfið okkar snýst og hvernig börn læra og þroskast. Mér finnst leikskóla­kennarar stöðugt þurfa að vera í harðri varnarstöðu fyrir frjálsan leik sem mikilvægustu námsleiðina.“

Ég starfaði einu sinni á frístunda­ heimili, tvisvar til þrisvar í viku því ég hafði heyrt að það væri fínt með háskólanámi. Það var vissulega ótrúlega gaman og gefandi, ný verk­ efni á hverjum degi og svo ótrúlega skemmtilegt þegar vel gekk - en að sama skapi frábær getnaðarvörn. En vinna með námi? Nei, alls ekki. Ég var svo búin á því eftir hálfan dag að ég gat ekki lært um kvöldið og er ég nú enginn aumingi. Fólk sem starfar við að hlúa að öðru fólki þarf að hvíla sig á milli vinnudaga - en ekki vera neytt til að taka að sér aukavinnu því launin eru svo ó.geðs.leg.a lág. Kunningi minn er aðstoðarmaður (kannski) fráfarandi ráðherra. Hann breiddi eitt sinn úr sér við bar eftir að hafa einmitt spurt hvað þessi nýi kærasti minn gerði og hnusaði eitthvað um hvort það væri einhver framtíð í því. Fyrirgefðu vinur, mér finnst hans aðstoðarmanna­ störf örlítið göfugri en þín. En það er bara ég, launaumslagið er kannski ósammála.

BÍLL ÁRSINS Á VERÐI ÁRSINS ŠKODA FABIA frá:

2.017.000 kr.

ŠKODA FABIA Á SÉRKJÖRUM Í TAKMARKAÐAN TÍMA. ŠKODA Fabia er margverðlaunaður bíll með marga kosti. Hann er lítill og lipur en stór að innan, vel útbúinn og ódýr í rekstri. Komdu og náðu þér í bíl ársins á frábæru verði og með fimm ára ábyrgð. HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.is Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæ

30

Helgarblað Október 2017

reddot design award

best of the best car design

www.skoda.is

kjarninn.is


SÉRHÖNNUÐ SJAMPÓ FRÁ NIVEA

F ÍNT

T G E L JU VEN

KT K Y Þ

ENDURNÝJA ÞURRT, SKEMMT HÁR ÁN ÞESS AÐ ÞYNGJA ÞAÐ. INNIHALDA NÁTTÚRULEG MJÓLKURPRÓTEIN OG EUCERIT®. NIVEA GERIR HÁRIÐ FALLEGT NIVEA.com


VIÐTAL

Íslendingar búa í lúxusgarði heimsins Eftir / Birgi Þór Harðarson

Ólafur Ragnar Grímsson setur fimmta þing Arctic Circle um norðurslóðir í Hörpu á morgun. Ólafur hefur lengi beitt sér fyrir aðgerðum gegn loftslagsbreytingum. Hann ræddi við blaðamann Kjarnans um Norðurslóðir, loftslagið, aðgerðir á Íslandi og tækifærin sem felast í loftslagsbreytingum.

Þ

að er orðið nokkuð langt síðan,“ svarar Ólaf­­ur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti Íslands og stjórn­­arformaður hins árlega Arctic Circle-þings, þegar hann er spurður hvenær áhugi hans á um­ hverfis- og loftslagsmálum kviknaði fyrst.

„Ég held að það séu rétt rúm 30 ár síðan við Al Gore áttum okkar fyrstu samræður um lofts­lagsmál. Samspil loftslagsmála og norðurslóða var eitt af því sem ég komst fljótlega að niðurstöðu um á mínum fyrstu árum sem forseti að þyrfti að verða meginmál og að það yrði ábyrgðar­­leysi að láta það vera jaðarmál áfram.“ Arctic Circle-þingið verður haldið í Hörpu um helgina, 13. til 15. október. Þetta er í fimmta sinn sem þing­­ið er haldið en það hefur ávallt vakið athygli áhrifa­fólks í um­ræðunni um mál­­efni norðurslóða og loftslag á jörðinni. Á því verður eng­­in breyting í ár og dagskráin er þétt. Ólafur Ragnar hefur staðið fyrir þinghaldinu bæði hér h ­ eima og í öðrum lönd­ um. Eftir að hann lét af forseta­em­­­­bætti 31. júlí 2016 hefur hann haldið áfram að fjalla um mál­­efni norðurslóða, eins og hann gerði lengst af sem forseti Íslands, og varið tíma sínum í kynningu og um­fjöll­­un á þeim vettvangi. Forsetinn fyrrverandi segir þingið hafa þróast miklu hrað­ar og orðið mun umfangsmeira en hann hafði órað fyrir. „Ef einhver hefði sagt mér fyrir fjór­ um árum að fimmta þingið yrði með 135 málstofur og yfir 600 ræðumenn þá hefði ég varla trúað því,“ segir hann og hlær. „Í fyrsta lagi kemur Patricia Espinosa, framkvæmda­stjóri Loftslagsstofnuna­r Sameinuðu þjóðanna, og flyt­­ur stefn­u­ræðu í upphafi þingsins. Það er í fyrsta sinn sem hún flytur slíka ræðu á þingi af þessu tagi eftir að Bandaríkjafor­seti tók sína ákvörðun um Parísarsamkomulagið,“ seg­ir Ólafur Ragnar og vísar þar í ákvörðun Donalds Trump síðan í júní um að segja Bandaríkin frá tíma­­móta­­­ samkomu­lagi ríkja heims um aðgerðir í loftslagsmálum. „Í öðru lagi kemur Patríarkinn af Konstantínópel, sem ásamt páfanum í Róm er einn af helstu leiðtogum hins kristna heims, og flytur aðra stefnuræðu um loftslagsbreyt­ingar og ábyrgð okkar gagnvart jörðinni. Svo erum við með lofts­lagsmálaráðherra Sameinuðu ara­bísku furstadæmanna sem mun halda ræðu um áherslur ara­­bísku furstadæmanna á að byggja upp hreina orku í stað olíunnar. Það hefðu einhvern tíma þótt tíðindi að fulltrúi hins auðuga olíu­ r­íkis teldi nauðsynlegt að mæta á norðurslóðaþing á Íslandi til að útskýra aðgerðir þeirra á sviði sólarorku, vindorku og annarra sviða auk stefnu þeirra um að stórauka hlutfall hreinnar orku,“ segir Ólafur Ragnar.

Umræðan er raunhæfari Fyrsta Arctic Circle-þingið var haldið hér á landi í október árið 2013. Ólafur Ragnar hafði þá unnið að stofnun Arctic Circle í töluverðan tíma. „Fljótlega eftir að ég var kosinn forseti fyrir rúmum 20 árum fór ég að glíma við spurning­ ar um hvaða þættir, málefni og breytingar m ­ yndu skipta Ísland miklu á

L-Mesitran Náttúruleg sáragræðsla með hunangi Hunangsplástur og sárakrem með hunangi. Hentar á allar tegundir sára. Plásturinn hentar vel á lítil yfirborðssár. Nauðsynlegur á sára hæla eftir göngur.

- Fæst í apótekum Eftir að hann lét af forseta­embætti 31. júlí 2016 hefur hann haldið áfram að fjalla um málefni norðurslóða, eins og hann gerði lengst af sem forseti Íslands, og varið tíma sínum í kynningu og umfjöllun á þeim vettvangi. Mynd: Birgi Þór Harðarson

32

Helgarblað Október 2017

www.wh.is

kjarninn.is


aðallega horft á ríkis­stjórnir og alþjóða­samn­­inga. En nú höfum við tækni og tæki sem gera það að verkum að hver og einn getur í raun og veru gert sig gild­andi,“ segir Ólafur.

nýrri öld,“ segir hann, spurður um hvern­ig Arctic Circle hafi orðið til. „Ég komst að þeirri niðurstöðu að þróunin á norður­­­slóðum myndi verða ein af þeim meginbreytingum sem myndu skipta sköpum fyrir Ísland, og ­reynd­ar fyrir heiminn allan, vegna þess að bráðnun íss og jökla á norð­­urslóðum er einn helsti þátturinn í loftslagsbreytingum í ver­­öldinni. Þegar ég komst að þess­­ari niður­stöðu varðandi norð­­ urslóðirnar þá voru umræður um þær ­algert jaðarmál.“

Eftir að ríkisstjórnin í Bandaríkjun­um ákvað að segja sig frá París­ar­samkomu­laginu um lofts­ lagsbreytingar var viðbragð einstakra ríkja innan Bandaríkj­anna, borga, fyrirtækja og áhrifamanna að lýsa yfir hollustu við sam­ komu­­­lagið, þvert á stefnu ríkisstjórnarinnar. Ólafur Ragnar seg­­ir, þegar hann er spurður

hvar honum finnist frum­­kvæði að aðgerðum í loftslagsmálum eiga að liggja, að það sé að breytast í grundvallar­atriðum. „Gamla sýnin var að einblína á alþjóðlega samn­inga. Nú eru fleiri kostir. Tæknibreytingar á sviði hreinnar orku og nánari greining á upp­sprettu meng­­ un­­­arinnar sem veldur loftslagsbreytingum hefur sýnt okkur að ein­­staka ríki, fylki, héruð, borgir, fyrirtæki eða jafnvel lítil samfélög gegna lykil­­hlut­­verki í því að okkur takist að koma í veg fyrir alvarlegar loftslagsbreytingar.“ Framhald á næstu opnu

„Fólk sem hefur upplifað þetta sjálft hefur meiri fullvissu um að það sé hægt að breyta heiminum jafnvel þótt einstaka ríkisstjórnir þvælist fyrir.“

Hugmyndin hafi svo þróast og gerjast í huga Ólafs og í samtölum við vísinda­menn og forystumenn á norður­slóðum. Það varð fljót­ lega ljóst að vandamálið sem þyrfti að leysa á vettvangi norðurslóða var að koma sem flest­um að sama borði, hvort sem það væru þjóðríki, hagsmunaaðilar, vísindastofn­­an­ ir, um­hverfisverndarsamtök eða áhugasamur almenningur. „Ég taldi að til þess að ná árangri á norðurslóðum þá yrðum við að vera lýð­ræðislegri, umræðan yrði að vera opin og á jafnréttisgrund­velli; allir hefðu sama sess,“ segir Ólafur. Þessar samræður lögðu grundvöll að Arctic Circle, árlegu þingi á Íslandi um málefni norðurslóða. „Það hefur breytt stöðu Íslands. Arctic Circle skapar tækifæri fyrir fræðasamfé­ lagið, íslensk stjórnvöld, viðskipta­ lífið og fleiri aðila. Það skiptir máli að litið sé á Ísland sem stað í veröld­ inni þar sem áhrifafólk kemur sam­ an árlega og ræðir loftslagsbreyt­ing­ ar og þróun norðurslóða.“

Öflug þjónusta við leigjendur

Þingið í Hörpu hefur einnig þróast í að verða mikilvægur vettvangur þeirra ríkja sem ekki eiga fulla aðild að Norðurskautsráðinu til að skýra vonir sínar og væntingar til áhrifa á norðurslóðum. Þar hafa ríki á borð við Kína, Kóreu og Japan gert sig gildandi, auk áhrifaríkja í Evrópu á borð við Frakkland og Þýskaland.

Almenna leigufélagið býður viðskiptavinum sínum upp á hátt þjónustustig, langtímaleigu og sveigjanleika. Þannig tökum við þátt í að byggja upp faglegan og traustan leigumarkað. Langtímaleiga

Hvernig finnst þér umræðan um málefni norðurslóða hafa breyst á ­þessum tíma?

Sveigjanleiki

„Ég held að Arctic Circle hafi stuðlað að því að gera umræðuna raunhæf­ ari og birta sannari mynd af því sem er að gerast á norðurslóðum,“ svarar Ólafur.

24/7 Þjónusta

„Umræðan um loftslagsbreyting­ ar hefur orðið jarðbundnari við það að nýta sér Arctic Circle sem vettvang vegna þess að alþjóðlega umræðan um lofts­­­lagsbreytingar er á köflum dálítið þokukennd. Loftslagsbreytingar eru fyrir­­bæri sem almenningur á oft erfitt með að tengja við stefnur og strauma, þró­­ un náttúrunnar er ekki pólitísk eða hugmyndafræðileg í eðli sínu. Hún er ekki abstract, heldur konkret. Ísinn og jöklarnir taka enga póli­ tíska afstöðu. Þeir eru hvorki til hægri né vinstri. Ísinn er einfald­ lega að bráðna, hvort sem það er hafísinn á íshafinu eða jöklarnir á Grænlandi og Íslandi.“

Nýtum tæknina Eitt helsta þemað á Arctic Circle­­ -þinginu í ár verður um samspil norðurslóða og loftslagsbreytinga. Ef rýnt er í dagskrá ráðstefn­unn­ ar má finna skýr dæmi um það. Ólafur nefnir sérstaklega einn ræðumann: „Lauren Jobs, ekkja Steve Jobs stofnanda Apple, mun ræða um það hvernig hægt sé að tryggja árangur í baráttunni gegn loftslagsbreytingum jafnvel þótt ríkisstjórnir hætti við að gegna forystuhlutverki.“

al.is

Samstarf Almenna leigufélagsins og Securitas tekur til allra íbúa félagsins.

„Það er í raun og veru ný sýn á hver­ nig við getum brugðist við þess­um mikla vanda því við höfum hingað til

Helgarblað Október 2017

33


VIÐTAL

Loftslagsmálin fá ekki nógu mikla athygli

hafa til þess að bregðast við þessum vanda á jákvæðan og skapandi hátt en fórna ekki bara höndum.“

Finnst þér loftslagsmálin fá nógu mikla athygli á Íslandi? „Nei, mér finnst það ekki. Kannski vegna þess að við búum ekki við sömu meng­­­­­un og hrjáir fjölda landa,“ svarar Ólafur Ragnar og rifjar upp dvöl sína í Peking, höfuðborg Kína, í desember í fyrra. „Mengunin var slík að eftir 20 mín­­­útur var maður orðinn líkamlega veikur. Við urðum að keyra eins og í niða­­­þoku sem var út af mengu­ narryki. Það var áhrifarík og ógnvekjandi reynsla.“ Dagleg reynsla Íslendinga minnir okkur þess vegna ekki á hvað barátta gegn loftslagsbreytingum er brýn. „Við þurfum að fara annað til þess að verða fyrir slíkri reynslu. Að því leyti má segja að við búum í lúxusgarði heims­­ins. Ef öll veröldin væri eins og Ísland þá værum við ekki að halda jafnmargar al­þjóð­­legar ráðstefnur um baráttuna gegn loftslagsbreytingum.“

Francois Hollande, þáverandi forseti Frakklands, flutti einu stefnuræðu sína fyrir París­ arráðstefnuna árið 2015 á Arctic Circle þinginu. Í heimsókninni bauð Ólafur Ragnar ­Hollande að ganga með sér að brún Sólheimajökuls í dag þaðan sem jökullinn var ­fæð­inga­rár Ólafs árið 1943. Mynd: Arctic Circle

Barátta fyrir umhverfið er orðin eðlileg Spurður hvað honum finnist um framgöngu íslensk­ ra stjórn­valda í loftslags­málum segir Ólafur Ragnar að ­margar jákvæðar breytingar hafi átt sér stað á undan­ förnum áratugum, t.d. síðan hann stóð ásamt öðrum í baráttunni fyrir að stofna umhverfisráðuneytið fyrir rúm­um aldarfjórðungi. „Það var mikil barátta á Alþingi að stofna umhverfisráðuneyti. Nú finnst öllum það sjálf­ sagt en það þótti mjög framandi á þeim tíma.“ „Ég held að önnur jákvæð breyting sé sú að ef forystumað­ur í stjórnmálum ákveður nú að helga sig um­ hverf­ismálum með afgerandi hætti, þá þykir það eðlilegt. Það væri auðvitað æskilegt ef fleiri gæfu þeim umræðum svig­rúm og sæju líka að í slíkum málflutn­ingi felst ekki bara skrá yfir vandamál heldur líka sýn á fjölmörg tækifæri sem við höfum bæði sem einstaklingar og þjóð.“

Aukin dagleg umfjöllun um loftslagsmál, hvort sem það er á vettvangi fjöl­­­­miðla, stjórnmálaflokka eða fyrirtækja, er nauðsynleg til þess að skilja lofts­­­­lags­­má­­in, að mati Ólafs. „Þá myndum við ekki aðeins átta okkur betur á vand­­a­­­n­­­um en við myndum líka skilja tækifærin sem bæði við og aðrir

Ólafur Ragnar setur fimmta þing Arctic Circle í Hörpu á morgun, föstudaginn 13. október.

„Ég hef stundum sagt við fólk – ef það hefur séð kvikmynd­ ina Social Network um hvernig Facebook varð til – að horfa á hana aftur og hugsa þá um á hvaða ári hún gerist. Hvaða ár voru þessir strákar að búa til forrit til að ná í stelpur í háskólanum?“

SUMARTILBOÐ SUMARTILBOÐ SUMARTILBOÐ SUMARTILBO SUMARTILB SUMARTI SUMAR SUMA SUMA SUM SU 10% 10% sumarafsláttur 10% sumarafsláttur 10% sumarafsláttur 10% sumarafsláttur 10% afsumarafsláttur öllum 10% afsumarafsláttu öllum 10% 10% afsumarafs öllum 10% af suma suma öllu 10 a su SUMARTILBOÐ SUMARTILBOÐ SUMARTILBOÐ SUMARTILBO SUMARTIL SUMART SUMA SUMA SUM SUM SUMARTILBOÐ SUMARTILBOÐ SUMARTILBOÐ SUMARTILBO SUMARTIL SUMART SUMAR SUMA SUM SUM 10% 10% sumarafsláttur 10% sumarafsláttur 10% sumarafsláttur 10% sumarafsláttur 10% af sumarafsláttur öllum 10% af sumarafslá öllum 10% 10% af sumara öllum 10% af sum sum GARÐHÚSUM GARÐHÚSUM GARÐHÚSUM GARÐHÚSUM GARÐHÚSUM GARÐHÚS GARÐH GAR GAR G 10% 10% sumarafsláttur 10% sumarafsláttur 10% sumarafsláttur 10% sumarafsláttur 10% af sumarafsláttur öllum 10% af sumarafslá öllum 10% 10% af sumara öllum 10% af sum sum öö GARÐHÚSUM GARÐHÚSUM GARÐHÚSUM GARÐHÚSUM GARÐHÚSU GARÐHÚ GARÐ GA GA G HAUST TILBOÐ SUMARTILBOÐ GARÐHÚSUM GARÐHÚSUM GARÐHÚSUM GARÐHÚSUM GARÐHÚSU GARÐHÚ GARÐ GA GA G SUMARTILBOÐ SUMARTILBOÐ 10% sumarafsláttur af öllum 10% sumarafsláttur af öllum10% sumarafsláttur af öllum GARÐHÚSUM SUMARTILBOÐ SUMARTILBOÐ SUMARTILBOÐ SUMARTILBO SUMARTILB SUMARTI SUMAR SUMA SUMA SUM SU GARÐHÚSUM GARÐHÚSUM

Ólafur Ragnar hefur tekið á móti mörgum áhrifamönnum í alþjóðamálum á Arctic Circle þinginu í Hörpu. Ban Ki-moon, þáverandi aðalritari Sameinuðu þjóðanna, heimsótti Ísland og ávarpaði þingið árið 2016. Mynd: Arctic Circle

Þess vegna sé mikilvægt að fólk úr nýsköpunargeiranum komi að umræð­ unni um loftslagsbreyt­ingar vegna þess að á tiltölulega skömmum tíma hafa tækninýjungar sprotafyrirtækja gjörbreytt heiminum. Nægir að nefna afurðir Google, Apple og Facebook í þeim efnum.

og Sky15-3 og Sky15-3 og Sky15-44 og Sky15-3 og Sky15-44 og gestahúsum og Sky15-3 Sky15-44 gestahúsum og og Sky15-3 afSky15-44 og gestahúsum verðunum Sky15-3 og af verðunum Sky15-44 og gestahúsum áSky15-3 ogaf heimasíðunni Sky15-44 og verðunum og gestahúsum áSky15-3 Sky15-3 og heimasíðunni afSky15-44 og verðunum gestahúsum áSky15-3 okkar ogheimasíðunni ogaf Sky15-44 Sky15-44 og gestahúsum verðunum okkar áSky15-3 ogheimasí afSky15 gesta verð ges okáo www.volundarhus.is www.volundarhus.is www.volundarhus.is www.volundarhus.is www.volundarhus.is www.volundarh www.volu www www og Sky15-3 og Sky15-3 og Sky15-44 og Sky15-3 og Sky15-44 og gestahúsum Sky15-3 og Sky15-44 gestahúsum og og Sky15-3 afSky15-44 og gestahúsum verðunum Sky15-3 og af verðunum Sky15-44 og gestahúsum áSky15-3 ogaf heimasíðunni Sky15-44 og verðunum og gestahúsum áSky15-3 Sky15-3 og heimasíðunni afSky15-44 og verðunum gestahúsum áSky15-3 okkar ogheimasíðun ogaf Sky15-44 Sky15-44 gestahú verðun okkar áoghei afS og Sky15-3 og Sky15-3 og Sky15-44 og Sky15-3 og Sky15-44 og gestahúsum Sky15-3 og Sky15-44 gestahúsum og og Sky15-3 afSky15-44 og gestahúsum verðunum Sky15-3 og af verðunum Sky15-44 og gestahúsum áSky15-3 ogaf heimasíðunni Sky15-44 og verðunum og gestahúsum áSky15-3 Sky15-3 og heimasíðunni afSky15-44 og verðunum gestahúsum áSky15-3 okkar ogheimasíðunn ogaf Sky15-44 Sky15-44 gestahú verðunu okkar áogheim afSkgv www.volundarhus.is www.volundarhus.is www.volundarhus.is www.volundarhus.is www.volundarhus www.volund www.v ww 50% afsláttur 50% afsláttur 50% afslá www.volundarhus.is www.volundarhus.is www.volundarhus.is www.volundarhus.is www.volundarhus. www.volunda www.vo ww w

„Ég hef stundum sagt við fólk – ef það hefur séð kvikmyndina Social Net­ work um hvernig Facebook varð til – að horfa á hana aftur og hugsa þá um á hvaða ári hún gerist. Hvaða ár voru þessir strákar að búa til forrit til að ná í stelpur í háskólanum?“

Sagan sem sögð er í kvikmyndinni hefst árið 2003, grípur blaðamaður fram í. „Já, það er þannig,“ segir Ólafur og hlær. „Fólk sem hefur upplifað þetta sjálft hefur meiri full­vissu um að það sé hægt að breyta heiminum jafnvel þótt einstaka ríkisstjórnir þvælist fyrir.“

af flutningi af flutningi á afáflutnin

GARÐHÚSUM GARÐHÚSUM og GARÐHÚSU og GESTAHÚSUM GESTAHÚSUM GESTAHÚ 50% afsláttur 50% afsláttur 50% VH/17- 01

VH/17- 01

VH/17- 01 VH/17- 01

VH/17- 01

VH/17- 01

VH/17- 01

www.volundarhus.is

VH/17- 01

VH/17- 01

VH/17- 01

VH/17- 01

GARÐHÚS 4,4m² og Sky15-3 og Sky15-44 gestahúsum af verðunum áöllum heimasíðunni okkar áöllum allar þjónustuallar þjónustuallar þjón 50% afsláttur 50% 50% afáflutningi afsuma flutningi ááafsláttur afáf 10% 10% sumarafsláttur 10% sumarafsláttur 10% sumarafsláttur 10% sumarafsláttur 10% afsumarafsláttur 10% afsumarafsláttu 10% 10% af sumarafs öllum 10% af suma öllu 10 a su og Sky15-3 og Sky15-44 gestahúsum af verðunum á heimasíðunni okkar stöðvar Flytjanda. stöðvar Flytjanda. stöðvar Flyt af flutningi af flutningi á og GARÐ af áflu GARÐHÚSUM GARÐHÚSUM os og Sky15-3 og Sky15-44 gestahúsum af verðunum á heimasíðunni okkar www.volundarhus.is GARÐHÚSUM GARÐHÚSUM og GARÐ og GESTAHÚSUM GESTAHÚSUM GES

„Þetta er boðskapur sem felur í sér mikla bjart­sýni. Ný tæknileg og lýð­­ræð­­ isleg sýn á hvað hægt er að gera verður skýrt stef í umræðum á þingi Arctic Circle. Það hefur verið mjög ánægjulegt fyrir mig, sérstaklega eftir að ég hætti sem forseti, að geta unnið náið með þessu fólki.“

www.volundarhus.is GARÐHÚSUM GARÐHÚSUM GARÐHÚSUM GARÐHÚSUM GARÐHÚSUM GARÐHÚS GARÐH GAR GAR G

34

Helgarblað Október 2017

VH/17- 01 VH/17- 01

VH/17- 01 VH/17- 01 VH/17- 01 VH/17- 01

VH/17- 01 VH/17- 01

VH/17- 01 VH/17- 01

VH/17- 01 VH/17- 01

VH/17- 01 VH/17- 01

VH/17- 01 VH/17- 01

VH/17- 01 VH/17- 01

Vel valið fyrir húsið þitt

Vel valið fyrir húsið þitt

volundarhus.is · Sími 864-2400

volundarhus.is · Sími 864-2400

VH/17- 01

VH/17- 01

VH/17- 01 VH/17- 01

VH/17- 01

VH/17- 01

VH/17- 01

VH/17- 01

VH/17- 01

VH/17- 01

og Sky15-3 og Sky15-3 og Sky15-44 og Sky15-3 og Sky15-44 og gestahúsum Sky15-3 og Sky15-44 gestahúsum og og Sky15-3 afSky15-44 og gestahúsum verðunum Sky15-3 og af verðunum Sky15-44 og gestahúsum áSky15-3 ogaf heimasíðunni Sky15-44 og verðunum og gestahúsum áSky15-3 Sky15-3 og heimasíðunni afSky15-44 og verðunum gestahúsum áSky15-3 okkar ogheimasíðunni ogaf Sky15-44 Sky15-44 og gestahúsum verðunum okkar áSky15-3 ogheimasí afSky15 gesta verð ges okáo www.volundarhus.is www.volundarhus.is www.volundarhus.is www.volundarhus.is www.volundarhus.is www.volundarh www.volu www www

VH/17- 01

VH/17- 01

VH/17- 01

VH/17- 01

því sem einkennir andann í Arctic Circle-þingunum er að allir eru meðvit­ aðir um að þetta er nýtt verkefni fyrir okkur öll og að við verðum að vanda volundarhus.is · Sími 864-2400 okkur Ef okkur mistekst varðandi framtíð norðurslóða þá kann að verða erfitt, jafnvel útilokað, að koma í veg fyrir afgerandi loftslagsbreytingar, sem umturna munu lífsskilyrðum alls staðar á jörðinni.“

VH/17- 01 VH/17- 01

áGESTAHÚSUM allar þjónustuáGESTAHÚSUM allar þjónustu áGEST alla ástöðvar allar þjónustuástöðvar allar þjónustuástöðv allar Flytjanda. Flytjand stöðvar Flytjanda. stöðvar Flytjanda stöðva GESTAHÚS GESTAHÚS og GESTAHÚ og Eftir að Ólafur Ragnar gerði málefni norðurslóða að einu helsta viðfangsefni 50% afsláttur 50% afsláttur forsetatíðar sinnar hefur mikið vatn runnið til sjávar. Vistvænni tækni hefur 50% GARÐHÚS GARÐHÚS GARÐH afafsláttur flutningi á af flutningi á fleytt fram og nákvæmari líkön af framtíðarloftslagi jarðarinnar hafa orðið til. af flutningi á sérhönnuð sérhönnuð fyrir sérhönnuð fyrir GARÐHÚSUM og GARÐHÚSUM og GARÐHÚSUM og aðstæður Þau hafa mörg undirstrikað mikilvægi Norðurslóða fyrir loftslag jarðarinnar. íslenskar aðstæður íslenskar íslenskarGES aðs GARÐHÚS 4,7m² GESTAHÚSUM GESTAHÚSUM GESTAHÚS GESTAHÚS og og GESTAHÚSUM á allar þjónustuÓlafur Ragnar segist hafa skynjað nána tengingu milli framtíðar norð­­ur­­slóða á allar þjónustuGESTAHÚS GESTAHÚS og GEST og GARÐHÚS GARÐHÚS G á allar þjónustustöðvar Flytjanda. og loftslagsbreytinga í veröldinni á sínum fyrstu árum sem forseti, þegar stöðvar Flytjanda. 44 mm bjálki 44 / Tvöföld mm bjálki nótun / Tvöföld 44 mm bjálki nótun/ Tvöföld 44 mmnótun bjálki / Tvöföld 44 mmnótun bjálki 44 / Tvöföld mm bjálki nótun / Tvöföld 44 mm bjálki nótun44 / Tvöföld 44 mm mm bjálki nótun bjálki / Tvöföld 44 / Tvöföld mm bjálki nótun nótun / Tvöföld 44 mm nótun bjálki / Tvöföld nótun GARÐHÚS GARÐHÚS GA sérhönnuð sérhönnuð fyrir sérh fyrir Flytjanda. GARÐHÚS GARÐHÚS 14,5 m² GARÐHÚS 14,5 m² stöðvar 14,5 GARÐHÚS m² GARÐHÚS 14,5 m² GARÐHÚ 14,5 m² vísindarannsóknir hafi leitt í ljós hve afdrifaríkar breytingarnar á norður­­ sérhönnuð sérhönnuð fyrir 50% sérhö fyrir aðstæður íslenskar aðstæð íslens 50%íslenskar afsláttur 50% afsláttur afslá slóð­­um yrðu fyrir heimsbyggðina. íslenskar aðstæður íslenskar aðstæðu íslensk af flutningi af flutningi áSjá fleiriafáflutnin Sjá fleiri Sjá flei „Smátt og smátt varð það skýrara í mínum huga að það væri hægt að sam­­eina GARÐHÚSUM GARÐHÚSUM og GARÐHÚSU og GESTAHÚS GESTAHÚS og GESTAHÚ og 44 mm bjálki 44 / Tvöföld mm bjálki nótun / Tvöföld 44 mm bjálki nótun/ Tvöföld 44 mm nótun bjálki / Tvöföld 44 mmnótun bjálki 44 / Tvöföld mm bjálki nótun / Tvöföld 44 mm bjálki nótun44 / Tvöföld 44 mm mm bjálki nótun bjálki / Tvöföld 44 / Tvöföld mm bjálki nótun nótun / Tvöföld nótun athafnasemi í málefnum norðurslóða og þátttöku í víðtækri baráttu gegn GARÐHÚS GARÐHÚS 14,5 GARÐHÚS 14,5 m² GARÐHÚS 14,5 m² 14,5 GARÐHÚS m² GA GESTAHÚS Nánari upplýsingar Nánari Nánari á / Tvöföld upplýsingar Nánari ám²44 upplýsingar Nánari áGESTAHÚSUM upplýsingar Nánari á/ Tvöföld upplýsinga Nánari á up Ná N1áG GESTAHÚSUM GESTAHÚ 44 mm bjálki 44 / Tvöföld mm bjálki nótun / Tvöföld 44og mm bjálki nótun/ Tvöföld 44 mm nótun bjálki / Tvöföld 44 mmnótun bjálki 44 /upplýsingar Tvöföld mm bjálki nótun 44 mm bjálki nótun / Tvöföld 44 mm mm bjálki nótun bjálki / Tvöföld 44 / Tvöföld mm bjálki nótun nótun nótun GARÐHÚS GARÐHÚS á tilboði GARÐHÚS á tilboði GESTAHÚS og og loftslagsbreytingum á áhrifaríkari hátt en við töldum fyrir um 20 árum,“ GESTAHÚS GARÐHÚS GARÐHÚS 14,5 m² GARÐHÚS 14,5ám² GARÐHÚS 14,5 m² 14,5 GARÐHÚS m² GAR 14 GARÐHÚS allar þjónustuááSjá allar þjónustuáSjá þjón heimasíðu heimasíðu okkar heimasíðu okkar heimasíðu okkar heimasíðu heimasíðu okkar heimasíðu okkar he hS áokkar heimasíðunni heimasíðunni áallar heimasíð fleiri fleiri GARÐHÚS segir Ólafur og segir þetta hafa skipt miklu máli fyrir Íslendinga. „Við tölum GARÐHÚS sérhönnuð fyrir stöðvar Flytjanda. stöðvar Flytjanda. stöðvar Flyt sérhönnuð fyrir Sjá fleiri Sjá fleiri volundarhus.is volundarhus.is volundarh GESTAHÚS GESTAHÚS og GES og um norðurslóðir dálítið eins og við tölum um Húnavatnssýslu og Þingeyja­­ volundarhus.is volundarhus.is volundarhus.is volundarhus.is volundarhus.is volundarhus.is volundarh vo vSs íslenskar aðstæður sérhönnuð fyrir GARÐHÚS 9,9 m² án gólfs á upplýsingar aðstæður Nánari upplýsingar Nánari upplýsingar Nánari Nánari á íslenskar upplýsingar Nánari á upplýsingar Nánari á upplýs Nána á GESTAHÚS GESTAHÚS og GEST og sýslu sem eitthvað takmarkað svæði. Við erum í raun og veru að tala um GARÐHÚS GARÐHÚS á tilboði GARÐ á tilbo íslenskar aðstæður og í Nánari síma og864-2400. íupplýsingar símaog 864-2400. í Nánari símaáog 864-2400. íNánari síma og 864-2400. í Nánari síma og864-2400. íupplýsingar síma og 864-2400 í Nánar síma og o8 Nánari upplýsingar upplýsingar á upplýsingar á Nánari á upplýsi á stóran hluta44jarðarkringlunnar sem gegnir lykilhlutverki fyrir veðurfar og Vel valið fyrir Vel húsið valið fyrir þitt Vel húsið valið þitt fyrir Vel húsið valið þitt fyrir Vel húsið valið þitt fyrir Vel húsið valið fyrir þitt Vel húsið valið þitt fyrir Vel Vel húsið valið valið fyrir þitt fyrir Vel húsið valið húsið þitt fyrir þitt Vel húsið valið þitt fyrir hús GARÐHÚS á átilboði GARÐH á tilbo heimasíðu heimasíðu okkar heimasíðu okkarheimasíðu okkar GARÐHÚS heimasíðu heimasíðu okkar heim áokkar heimasíðunni heimasíðunn áok he mm bjálki / Tvöföld nótun GARÐHÚS 14,5 m² 44 mm bjálki / Tvöföld nótun lofts­­lag – og reyndar efnahagsþróun líka – á 21. öldinni.“ heimasíðu heimasíðu okkar heimasíðu okkar heimasíðu okkar heimasíðu okkar heimasíðu okkar heima okk á heimasíðunni á heimasíðunni á heim volundarhus.is volundarhus.i volu GARÐHÚS 14,5 m² volundarhus.is volundarhus.is volundarhus.is volundarhus.is volundarhus.is volundarhus. volun 44 mm bjálki / Tvöföld nótun GARÐHÚS m²volundarhus.is Ólafur viðurkennir að honum þyki málefni norðurslóða erfið á vissan hátt fleiri volundarhus.is volundarhus.is · SímiSjá 864-2400 volundarhus.is · Sími 864-2400 volundarhus.is · Sími 864-2400 volundarhus.is · Sími 864-2400 volundarhus.is · Sími 864-2400 volundarhus.is ·14,5 Sími 864-2400 volundarhus.is · Sími 864-2400 volundarhus.is · Sími ·volundarhus.is Sími 864-2400 864-2400 volundarhus.is · volundarhus.is Sími 864-2400 ·volun Sími 8 volundarhus.is volundarhus.is volundarhus.is volundarhus.is volundarhus.is volundarhus.is volund GESTAHÚS GESTAHÚS og GESTAHÚ og og í síma og864-2400. í síma og 864-2400. í síma og 864-2400. í síma og 864-2400. í síma og 864-2400. í síma og 864 ís Sjá fleiri en að það geri þau einnig spennandi. Svæðið hafi verið nær óþekkt í hinum GESTAHÚS og Vel valið fyrir Vel húsið valið fyrir þittVelhúsið valiðþitt fyrirVel húsið valiðþitt fyrirVel húsið valið þittfyrir Vel húsið valið fyrir þittVelhúsið valiðþitt fyrir Vel Vel húsið valið valið fyrir þitt fyrir VelGARÐHÚS húsið valið húsið þitt fyrir þitt GARÐH húsið þit GARÐHÚS Sjá fleiri og í síma og 864-2400. í síma og 864-2400. í síma og 864-2400. í síma og 864-2400. í síma og 864-2400. í síma og 864-2 í sím GESTAHÚS og upplýsingar vestræna heimi þar til landkönnuðir hættu lífi sínu Nánari norður yfir heimskauts­ á GARÐHÚS á tilboði Vel valið fyrir Vel húsið valið fyrir þittVelhúsið valiðþitt fyrirVel húsið valiðþitt fyrir Vel húsið valið þittfyrir Vel húsið valið fyrir þittVelhúsið valiðþitt fyrir Vel Vel húsið valið valið fyrir þitt fyrir Vel húsið valið húsið þitt fyrir þittsérhönnuð húsið þitt sérhönnuð sérhönnuð fyrir fyrir Nánari upplýsingar á GARÐHÚS á tilboði GESTAHÚS og baug í upphafi 20. aldarinnar. Þá hafi verið ómögulegt að hafa samstarf heimasíðu okkarum á heimasíðunni volundarhus.is volundarhus.is · Sími 864-2400 volundarhus.is · Sími 864-2400 volundarhus.is · Nánari Sími 864-2400 volundarhus.is · Símiokkar 864-2400 volundarhus.is · Sími volundarhus.is · Sími 864-2400 volundarhus.is volundarhus.is ·áSími 864-2400 volundarhus.is · Sími · Sími 864-2400 864-2400 · Sími 864-24 íslenskar aðstæður íslenskar aðstæður íslenskar aðsí upplýsingar á864-2400 heimasíðu heimasíðunni GARÐHÚS á tilboði rannsóknir, nýtingu, umræðu og stefnumótun varðandi þetta stóra svæði volundarhus.is volundarhus.is volundarhus.is volundarhus.is · Sími 864-2400 volundarhus.is · Sími 864-2400 volundarhus.is · Sími 864-2400 volundarhus.is · Sími 864-2400 volundarhus.is · Sími 864-2400 volundarhus.is · Sími 864-2400 volundarhus.is volundarhus.is · volundarhus.is Sími 864-2400 volundarhus.is · Sími · Sími 864-2400 864-2400 · Sími 864-240 volundarhus.is heimasíðu okkar heimsins fyrr en að kalda stríðinu loknu fyrir tæpum 30 árum. „Það er ekki á heimasíðunni og í síma 864-2400. GARÐHÚS 9,7m² / Tvöföld mm bjálki nótun / Tvöföld 44 mm bjálki nótun/ Tvöföld 44 mm nótun bjálki / Tvöföld 44 mmínótun bjálki 44 / Tvöföld mm bjálki nótun / Tvöföld 44 mm bjálki nótun44 / Tvöföld 44 mm mm bjálki nótun bjálki / Tvöföld 44 / Tvöföld mmvolundarhus.is bjálki nótun nótun / Tvöföld 44 mm nótun bjálki / Tvöföld nótun oft sem fólk fær tækifæri aðhúsið taka þitt þátt í mótun nýrrar heimsmyndar. Eitt af 44 mm bjálki 44 Vel valið til fyrir og síma 864-2400. volundarhus.is GARÐHÚS GARÐHÚS 14,5 m² GARÐHÚS 14,5 m² GARÐHÚS 14,5 m² 14,5 GARÐHÚS m² GARÐHÚ 14,5 m²

Norðurslóðir eru stór hluti af jörðinni

og í síma 864-2400. Sjá fleiri Sjá fleiri Sjá flei www.volundarhus.is w GESTAHÚS GESTAHÚS og GESTAHÚ og Nánari upplýsingar Nánari upplýsingar Nánari á upplýsingar Nánari á upplýsingar Nánari á upplýsingar Nánari á upplýsinga Nánari á up Ná NáG GARÐHÚS GARÐHÚS á tilboði GARÐHÚS á tilboði heimasíðu heimasíðu okkar heimasíðu okkarheimasíðu okkar heimasíðu heimasíðu okkar heimasíðu he h áokkar heimasíðunni á heimasíðunni áokkar heimasíð volundarhus.is volundarhus.is volundarh volundarhus.is volundarhus.is volundarhus.is volundarhus.is volundarhus.is volundarhus.is volundarh vov kjarninn.is og í síma og864-2400. í símaog 864-2400. í símaog 864-2400. í símaog 864-2400. í síma og864-2400. í símaog 864-2400 í síma og o8

Vel valið fyrir Vel húsið valið fyrir þittVelhúsið valiðþitt fyrirVel húsið valiðþitt fyrirVel húsið valið þittfyrir Vel húsið valið fyrir þittVelhúsið valiðþitt fyrir Vel Vel húsið valið valið fyrir þitt fyrir Velhúsið valið húsið þitt fyrir þittVel húsið valiðþitt fyrir hús

volundarhus.is volundarhus.is · Sími 864-2400 volundarhus.is · Sími 864-2400 volundarhus.is · Sími 864-2400 volundarhus.is · Sími 864-2400 volundarhus.is · Sími 864-2400 volundarhus.is · Sími 864-2400 volundarhus.is volundarhus.is · Sími 864-2400 volundarhus.is · Sími · Sími 864-2400 864-2400 volundarhus.is · Sími 864-2400 · Sími 8


ÁHRIFAMIKIL HETJUSAGA „Bókin er feiknavel skrifuð, söguþráðurinn áhugaverður og lýsingar allar þannig að maður sér persónur og atburði ljóslifandi fyrir sér.“ (EMB um Vígroða)

Sjálfstætt framhald Auðar og Vígroða

Síðasta bókin í þríleiknum

LANDSINS MESTA ÚRVAL BÓKA Bókabúð Forlagsins | Fiskislóð 39 | Opið alla virka daga 10–18 | laugardaga 11–15 | www.forlagid.is


VIÐTAL

Það er forystukrísa á Íslandi Eftir / Þórð Snæ Júlíusson Myndir / Birgi Þór Harðarson

Þ

egar leið á forsetakosningarnar í fyrrasumar var ljóst að einn frambjóð­­andi var með meiri meðbyr en allir hinir. Sá hafði mælst með stuðning um tvö prósent þjóðarinnar í maí en næstu vikurnar jókst hann jafnt og þétt.

Tveimur vikum fyrir forsetakosningarnar var frambjóðandinn með um níu prósent fylgi og síðustu kannanirnar sem voru gerðar sýndu að fylgið var farið að nálgast 20 prósent. Þegar talið var upp úr kjörkössunum reyndist frambjóðandinn hafa fengið næst flest atkvæði allra, eða 27,8 prósent. Og könnun sem gerð var skömmu eftir kosningarnar sýndi að ef kosið væri milli Guðna Th. Jóhannessonar, sem kosinn var forseti lýðveldis­ ins, og frambjóðandans einvörðungu þá hefði Guðni rétt marið sigur með 52 prósent atkvæða gegn 48 prósent. Þessi frambjóð­ andi var Halla Tómasdóttir. Og hún hefur haldið sig að mestu utan sviðsljóssins síðan að forsetakosningunum lauk.

Halla Tómasdóttir segir að svipt hafi verið hulunni af miklum óheiðarleika á Íslandi á undanförn­­um árum. ­Til að ná að gera nýjan samfélagssáttmála þurfum við að byggja upp traust sem glataðist. Til þess þurfi auðmýkt, heiðarleika, góða samskiptahæfni og ástríðu eða hungur fyrir því að bæta heiminn og gera betur.

öðlast þá trú að ég gæti starfað á grunni minna gilda og verið trú sjálfri mér. Ég hef vissulega mikinn áhuga á því að láta gott af mér leiða og gera gagn, en það eru fleiri leiðir til þess en þáttta­ ka í stjórnmálum.“ Halla segir að hugsanlega sé ástæðan fyrir því að það sé erfitt að staðsetja hana í pólitík vera þá að hún trúi meira á fólk heldur en flokka. „Ég hef alltaf reynt að nota fyrst og fremst mína eigin dómgreind og mat á aðstæðum og fólki. Ætli ég sé ekki of mikil prinsippmanneskja til að falla inn í einhvern einn stjórnmálaflokk. Þess vegna tók ég af skarið og bauð mig fram til forseta vegna þess að þar sá ég tækifæri til að einbeita

mér að því verkefni sem ég brenn fyrst og fremst fyrir, sem er að reyna að nýta þau tækifæri sem ég tel Ísland búa yfir til að skapa samfélag sem við getumt stolt afhent börnum okkar og barnabörnum. Ég trúi því að Ísland geti skipt virkilega miklu máli í þessum miklu umbreytingum sem eru að eiga sér stað í heiminum. Sýnt hvernig það er að búa til samfélag þar sem jafnrétti er í reynd. Þar sem sjálfbærni er leiðarljós í öllu sem við gerum, sýnt það hvernig það er að búa í landi sem hefur hugrekki til að endurskoða menntakerfið í tengslum við allar umbreytingarnar sem eru að eiga sér stað og gera það hratt og betur heldur en aðrir.“ Framhald á næstu opnu

Halla segir að hún hafi fyrst byrjað á því, eftir að kosningarnar voru yfirstaðnar, að gefa sjálfri sér og sínu nærumhverfi tíma og athygli. Síðan hafi hún farið að gera það aftur sem hún gerði áður en hún fór í framboð, að taka þátt í umræðunni alþjóðlega um jafnræði kynjanna og forystu. Í því felst að halda fyrirlestra, taka þátt í samtölum og sinna ráðgjafaverkefnum víða um heim. Halla er meðal annars að styðja við nokkrar konur sem ætla sér forystuhlutverk víða um heim, meðal annars eina sem ætlar sér í forsetaframboð í Bandaríkjunum innan nokkurra ára. Í mars segist Halla síðan hafa fengið eitt mest krefjandi verkefni sem hún hafi þurft að takast á við. Þá missti hún fótanna á ósýni­­­legum hálkubletti og mölvaði á sér legg og ökkla. Negla þurfti 13 nagla og festa tvær plötur í fót Höllu auk þess að sauma þurfti yfir fjörutíu spor í ökklann. „Ég var tólf vikur af fótum. Það er ein mesta þolraun sem ég hef þurft að ganga í gegnum hvað varðar þolinmæði og þrautseigju. En ef þetta verður erfið­­ asta verkefnið sem ég þarf að takast á við heilsufarslega þá er ég heppin kona. Ég var við það að taka við starfi erlendis þegar þetta slys gerðist. Líklega er annað plan til fyrir mig fyrst svona fór.“

Trúir meira á fólk en flokka Forsetakosningarnar eru sannarlega ekki þær einu sem farið hafa fram hérlendis á undanförnum árum. Næsta vor, þegar sveitastjórnarkosningar verða afstaðnar, þá hafa Íslendingar farið í kjörklefann fjórum sinnum á innan við tveimur árum. Nafn Höllu hefur verið nefnt í tengslum við framboð í Alþingis­ kosningunum sem fram fóru í fyrra, þeim sem fara fram eftir rúmar tvær vikur og sveitarstjórnarkosningunum á næsta ári. Eitthvað virðist almannarómurinn eiga erfitt með að staðsetja Höllu pólitískt þar sem að hún er orðuð við marga mismunandi flokka. Hún segist oft fá spurningar um hvort að hún ætli í framboð. „Ég hef því neyðst til að hugsa þetta. Auðvitað þykir mér vænt um traustið og trúna sem fólk sýnir mér og hvatninguna til að taka þátt. Eina leiðin sem ég sæi mér fært að taka þátt í stjórn­ málum er ef ég gæti gert það með því að vera áfram trú sjálfri mér og mínum gildum. Ég sé ekki þær aðstæður í íslenskum stjórnmálum eins og þau blasa við mér í dag. Þannig að svarið hefur verið nei hingað til og ef það breyttist þá yrði ég að hafa

Ef þetta verður erfið­­ asta verkefnið sem ég þarf að takast á við heilsufarslega þá er ég heppin kona.

36

Helgarblað Október 2017

„En það sem okkur hefur ekki tekist að gera er að sýna fram á að heiðarlegt samfélag hafi tekið við af því óheiðarlega samfélagi sem við horfðumst svo grimmilega í augu við þegar allt hrundi. Það verkefni er flókið. En það er enginn að veita því verkefni forystu í samfélaginu.“

kjarninn.is


„Það virðist vera að það séu til teflon-karlar en ekki teflon­-konur. Það þarf óskaplega lítið að gerast hjá þeim til að þær sjái sér ekki fært að starfa í því um­ hverfi eða í þeirri orðræðu sem stjórnmál og fjármálageirinn eru. Þær velji því að lifa lífinu sínu öðruvísi. Ef þú setur fullkomlega heilbrigða manneskju inn í ónýtt kerfi þá vinnur kerfið hvaða dag sem er.“

VIÐTAL

Traustið er lítið og forystukrísa blasir við

Snýst um gildismat, ekki karla gegn konum

Við bankahrunið haustið 2008 má segja að samfélagssáttmál­ inn hafi rofnað. Traust almennings gagnvart helstu stofnun­ um samfélagsins hrundi samhliða bönkunum og þrátt fyrir að níu ár séu liðin frá þessum atburðum hefur traustið ekki endurheimst. Þvert á móti má halda því fram að áframhaldandi órói, átök og hneykslismál hafi haldið áfram að grafa undan því fremur en hitt.

Að mati Höllu er of mikil áhersla lögð á samkeppni. Allt okkar samfélag virðist byggja á lögmálinu um að við séum að keppa um eina köku og að við þurfum öll að reyna að ná sem stærstum hluta af þessari köku til okkar. „Ég vil meina að við þurfum að breyta áherslunum í samfélaginu og koma með meira af um­ hyggju inn. Þá mun kakan stækka fyrir okkur öll. Við vitum það til að mynda að hagnaður fyrirtækja sem fólk treystir er um 25 prósent meiri en annarra. Ef við færum það yfir á samfélög þá vitum við að okkur mun ganga betur ef við náum að byggja upp traust á ný í samfélaginu, bæði efnahagslega en ekki síður samfélagslega.“

Höllu er mjög umhugað um traust og telur það vera þá undir­ stöðu sem samfélagsgerð verði að byggjast á. Þegar það vanti, líkt og augljóslega geri hérlendis, sé erfitt að byggja nokkuð annað upp. „Ég held að ástandið í stjórnmálunum segi allt sem segja þarf. Okkar stærsta vandamál er traustið. Eða skorturinn á því. Sumir myndu segja að krísan okkar, sem við höfum verið að ganga í gegnum á undanförnum tæpa áratug, sé traust-­ krísa því það hrundi vissulega traustið í samfélaginu. En þetta er ekki bara íslenskt. Þetta er að gerast út um allan heim eftir efnahagsáfallið 2008. Ástandið verður samt sem áður sérstak­ lega slæmt í svona litlu samfélagi eins og okkar. Persónulega myndi ég kalla þetta forystukrísu frekar en traustkrísu. Það er hlutverk leiðtoga, ekki síst stjórnmálaleiðtoga, að skapa traust í samfélaginu. Það er forsenda þess að það eigi sér stað framfarir og hagvöxtur. Að samfélagssáttmálinn hangi saman.“

Hulunni svipt af miklum óheiðarleika Halla tekur það sérstaklega fram að þegar hún talar um forystu þá eigi hún ekki við að ein manneskja eða einn stjórnmálaflokk­ ur veiti slíka. Þörf sé á breiðri forystu víða í samfélaginu til að endurheimta traust. Aðspurð um hvort að forystufólk í íslenskum stjórnmálum sé þá of átakasækið í stað þess að reyna að sætta ólík sjónarmið og freista þess að gera málamiðlanir segir Halla stöðuna tvímæla­ laust vera þannig. „Það er talað um að þrennt þurfi að koma til svo hægt sé að byggja upp traust. Í fyrsta lagi þurfum við að skynja að viðkomandi einstaklingur eða stofnun búi yfir hæfn­­ inni sem til þarf til að sinna vel því verkefni sem þarf að sinna. Í öðru lagi þurfum við að skynja að viðkomandi gangi gott eitt til. Að hann eða hún búi yfir góðvild og sé ekki sama um almenn­ing. Í þriðja lagi þurfum við að skynja að það sé heiðarleiki til staðar. Hrunið afhjúpaði óheiðarleika í samfélaginu okkar. Ég vil trúa því að í flestum stjórnmálaflokkum hafi hæft fólk boðið sig fram til starfa frá hruni. Og ég vil trúa því að flestum, kannski ekki öllum, en flestum gangi gott eitt til. En það sem okkur hefur ekki tekist að gera er að sýna fram á að heiðarlegt samfélag hafi tekið við af því óheiðarlega samfélagi sem við horfðumst svo grimmilega í augu við þegar allt hrundi. Það verkefni er flókið. En það er enginn að veita því verkefni forystu í samfélaginu.“ Tíminn sem liðinn er frá efnahagsáfallinu 2008 hefur ekki nýst nægilega vel til að byggja upp traust. Þvert á móti hefur almenn­ ingur reglulega orðið vitni af því að meiri óheiðarleiki hafi verið afhjúpaður og það virðist oft sem við höfum lítið lært.

Það er önnur breyta sem er líka mjög ráðandi í vestrænni sam­ félagsgerð, valdahlutföll í henni eru körlum mjög í vil. Kjarninn hefur til að mynda gert árlega úttekt á því hvernig kynjahlutföll þeirra sem stýra fjármagni á Íslandi eru. Niðurstaðan er sláandi. Rúmlega níu af hverjum tíu æðstu stjórnendum sem stýra peningum eru karlar. Litlar sem engar breytingar hafa orðið á hlutfallinu árum saman. Halla segir að viðskiptalífið þurfi nauðsynlega á því að halda að innleiða fleiri kvenlæg gildi. Rannsóknir sýni að þau fyrirtæki sem veiti konum frekar brautargengi hafi tilhneigingu til að ganga betur til lengri tíma litið. Á þetta hafi hún bent árum saman. „Þetta snýst ekki um konur gegn körlum heldur gildis­ mat. Ég veit um marga karla sem hafa þá sýn að við þurfum að stunda heilbrigðari viðskiptahætti og horfa til lengri tíma í fjármálageiranum, við þurfum að mæla fleira en fjárhags­ legan arð, við þurfum að horfa til áhrifa okkar á samfélagið og umhverfið og við þurfum bæði að setja okkur markmið í kringum það og mæla það. Þessi umræða er að fá mikinn byr, sérstaklega alþjóðlega. En staðreyndirnar tala sínu máli. Nokk­ urra ára gömul rannsókn sem gerð var í Bandaríkjunum tók saman hverjir stýra öllu stofnanafjármagninu. Þ.e. fjármagni lífeyrissjóða, tryggingafélaga og svo framvegis. Það voru 97,3 prósent hvítir karlar sem það gerðu. 2,7 prósent voru konur eða karlar úr minnihlutahópum. Þessi rannsókn var gerð fyrir nokkrum árum síðan en það virðist lítið hafa breyst, þrátt fyrir að rannsóknir sýni að ávöxtun sjóða í vörslu kvenna sé jafnvel betri en meðaltalsávöxtun í greininni. Vandinn er einsleitnin. Þegar allir hugsa eins og koma úr sama grunni þá er ekki þessi gagnrýna umræða og þessi víðari nálgun á málefnin sem verður þegar konur og karlar, og fleiri breytur í fjölbreytninni, eru saman í kringum borðið. „Það átti sér stað áhugavert dæmi nýverið í Bandaríkjunum, í Kísildalnum, þar sem konur sem voru að sækja sér fjár­magn fyrir hugmynd bættu við tilbúnum karlmanni í teymið sitt. Þá fengu þær loksins aðgengi og fjármagn . Það var eins og það þyrfti karl til að fá traust. Önnur rannsókn sem gerð var í Sví­ þjóð einbeitti sér að því að hlusta á þær spurningar sem stráka­-

teymin fengu annars vegar og þær sem stelpu-teymin fengu hins vegar. Það var sláandi að fjárfestar töluðu um karlana og sögðu þá vera með flott markmið og stórhuga, en um konurnar sögðu þeir að þær væru ekki búnar að hugsa þetta alla leið og væru með óraunhæfar áætlanir. Nálgunin og matið var allt öðruvísi.“

Konur verða að þora Þótt að umræða og meðvitund um misjafna stöðu karla og kvenna í valdastöðum samfélagsins sé sífellt að aukast segir Halla að það sé enn á brattann að sækja. „Fjármálamarkaðir eru allir skipulagðir í kringum mjög karlæga hugsun. En framtíðin er það ekki. Þess vegna er þetta svona alvarlegt. Þeir kostir sem eiga að vera til staðar í góðum leiðtoga eru auð­mýkt, sem ég sé oftar í fari kvenna en karla. Númer tvö er sérl­ega góð tilfinningagreind og samskiptahæfni. Í þriðja lagi ein­hverskonar ástríða eða hungur fyrir því að bæta heiminn eða gera betur. Við erum að fara í gegnum svo miklar umbreytingar í heimin­ um og því þurfum við þessa tegund af leiðtogum, svo kallaða umbreytingarleiðtoga. Auk þess eru ⅔ hluti allra þeirra sem eru að útskrifast úr háskólanum konur. Og það er bara vitlaus fjárfesting fyrir hvaða samfélag sem er að fjárfesta í menntun kvenna, en hleypa þeim síðan ekki til áhrifa. Þá skilar fjárfest­ ingin sem við setjum í menntun þeirra sér ekki til baka í nýjum hugmyndum eða nýrri nálgun.“ Halla segir að við höfum verið að reyna að taka á þessum málum með því að fjölga konum með til dæmis kynjakvótum. Að beita stjórnvaldsaðgerðum til að laga aðstæður sem augljós­lega endur­spegla ekki samfélagsgerðina. Það skiptir máli en hún telur það ekki nóg. „Konurnar verða líka að þora að vera þær sjálfar. Hafa hugrekki til þess að starfa á eigin gildum og kynna sínar hugmyndir. Þær þurfa að fá svigrúm fyrir það til að ná að hafa áhrif til að breyta fyrirtækja- og stjórnmálakúltúr. Það tekur langan tíma. Það er talað um að umbreyting á fyrirtækja­ menningu taki amk 10-15 ár. Ég held að þetta taki enn lengri tíma í samfélagi. Við erum enn mjög snemma í þessu ferli. Það virðist vera að það séu til teflon-karlar en ekki teflon­-­kon­ ur. Við virðumst tilbúnari til að horfa framhjá mis­­tökum karla en kvenna og mögulega eru konur einnig viðkvæmari fyrir því að vera á milli tannanna á fólki. Það þarf óskaplega lítið að gerast hjá konum til að þær sjái sér ekki fært að starfa í því umhverfi eða í þeirri orðræðu sem stjórnmál og jafnvel fjármálageirinn býður uppá. Þær velja því stundum að lifa lífinu sínu öðruvísi. Ef þú set­ur fullkomlega heilbrigða manneskju inn í ónýtt kerfi þá vinnur kerfið hvaða dag sem er. Þetta virðast vera vettvangar þar sem konur eiga einfaldlega erfitt uppdráttar nema að þær leiki karla. Við þurfum því að fá nægilega margar konur í áhrifa­ stöður til að breyta þessum kerfum, sem mér er til efs að þjóni hagsmun­um heildarinnar jafn vel og þau ættu að gera.“

Halla segir að nú sé ófrávíkjanleg krafa um aukið gegnsæi. „ Á Þjóðfundi 2009, árið eftir hrun, kom heiðarleiki svo skýrt fram sem það gildi sem samfélagið vildi byggja nýtt Ísland á. Okkar stærstu mistök eru að átta okkur ekki á að þegar samfélagssátt­ málinn okkar rofnar þá höfum við ekki talið að það verkefni að laga hann þurfi athygli og forystu heldur eingöngu efnahagslegi viðsnúningurinn. Þetta er ástæða þess að ég hef talað um að tilfinningakreppan muni áfram hrjá okkur. Hún er grunnurinn að þessum ítrekuðu stjórnarslitum. Við þurfum ekkert að ræða endilega af hverju síðasta ríkisstjórn sprakk, heldur miklu frek­ ar að ræða af hverju höfum við ekki náð saman um að það þurfi að byggja upp traust á grunni nýrra gilda til þess að það sé fært að vinna saman á öllum sviðum samfélagsins. Þetta er eins og blæðandi sár. Það kemur hrúður yfir það en svo gerist eitthvað og það fer að blæða aftur. Ég líki þessu stundum við hjónaband þar sem annar makinn fremur trún­­aðar­­brest. Þá sýður uppúr um stund en svo er e.t.v. tekin ákvörðun um að halda áfram, en ekki rætt um á hvaða forsendum það er, á hverju eigi að byggja upp traust að nýju, heldur er vandamálun­ um sópað undir teppið og haldið áfram. Svo einn daginn kemur makinn sem framdi trúnaðarbrestinn fimm mínútum of seint heim. Og það verður allt brjálað. Það er alveg sama hversu góðar skýringar hann getur gefið. Að umferðin hafi verið slæm. Að það hafi sprungið á dekki. Það skiptir engu máli hver útskýringin er. Í grunninn þá var ekki traust til staðar. Þetta er okkar stærsta áskorun.“

38

Helgarblað Október 2017

Vandinn er einsleitnin. Þegar allir hugsa eins og koma úr sama grunni þá er ekki þessi gagnrýna umræða og þessi víðari nálgun á málefnin sem verður þegar konur og karlar, og fleiri breytur í fjölbreytninni, eru saman í kringum borðið.

kjarninn.is


GERIR HÚÐ ÞINNI KLEIFT AÐ TAKA UPP

50% MEIRA SÚREFNI

*

NÝJUNG

GEFUR ÞREYTTRI HÚÐ ORKU OG MINNKAR FÍNAR LÍNUR NIVEA.co.uk

*prófað í tilraunaglasi


UPPSKRIFT

Moussaka þekkist í margvíslegum útgáfum í þeim löndum sem áður töldust til Ottomanveldisins, en allajafna er eggaldin í aðalhlutverki, þó svo að stund­­um séu notaðar kartöflur, kúrbítur eða jafnvel sveppir þess í stað.

Hitið u.þ.b. 4 msk. af olíu á pönnu við miðlungshita og steikið lauk þar til hann er mjúkur, u.þ.b. 5 mín. Bætið hvítlauk saman við og steikið áfram í nokkrar mín. Setjið kummin-duft saman við ásamt tómapúrru og steikið í 1-2 mín. Hækkið hitann á pönnunni og bætið lambahakki saman við, steikið þar til hakkið hefur brúnast fallega. Setjið rauðvín, kanilstöng, tómata, vatn, sykur og óreganó saman við og látið malla undir loki við vægan hita í u.þ.b. 40 mín. Takið lokið af þegar líða fer að lokum eldunartímans þannig að sósan verði ekki of þunn. Bragðbætið með salti og pipar eins og þarf.

1

Á meðan kjötið mallar eru eggaldinin elduð. Gott er að nota grill­pönnu eða grill sé það við höndina, annars má nota venju­ lega pönnu eða jafnvel grillið í ofninum. Penslið eggaldinsneiðarnar létt með olíu og stráið salti og pipar yfir. Brúnið á báðum hliðum á grill­­ pönnu eða grilli og látið liggja á eldhúspappír þar til rétturinn er settur saman. Útbúið hvítan jafning samkvæmt leiðbeiningum.

2

Klassíski rétturinn Moussaka

M

oussaka er afskaplega notalegur og góður rétt­­ ur sem á vel við þegar hausta tekur. Hefðbund­ ið er að nota lambahakk í réttinn og því er um að gera að verða sér úti um það nú þegar sláturtíðin stendur sem hæst. Ef erfitt reynist að nálgast lambahakk má notast við gott nauta­hakk eða jafnvel blanda saman

nauta­­hakki og svínahakki. Moussaka þekkist í margvíslegum útgáfum í þeim löndum sem áður töldust til Ottomanveldisins, en alla­jafna er eggaldin í aðalhlut­verki, þó svo að stund­­um séu notaðar kartöflur, kúrbítur eða jafnvel svepp­ir þess í stað. Rétt­­urinn er ýmist borinn fram heitur eða við stofu­­hita. Grískt mous­­saka er kannski það sem flestir

MOUSSAKA

Takið pottinn af hitanum, bætið eggjarauðu og u.þ.b. helmingn­ um af ostinum út í. Bragðbætið með múskati, salti og pipar. Hitið ofn í 200°C. Setjið eggaldin í botninn á eldföstu móti og dreifið kjötsósu yfir, endurtakið eins og þarf.

4

HVÍTUR JAFNINGUR

4-5 msk. olía til steikingar 2 laukar, fínt skornir 3-4 hvítlauksgeirar, fínt skornir 1 tsk. kummin-duft 1 msk. tómatpúrra 800 g-1 kg lambahakk 2 dl rauðvín 1 kanilstöng 1 dós niðursoðnir tómatar

40

kannast við, þar eru eggaldin notuð ásamt kjötsósu sem er síðan bakað undir lagi af béchamel-sósu (sem við köll­­um gjarnan hvítan jafning) og osti. Engu að síður eru útgáfurnar af þessum rétti fjölmargar á Grikklandi og finnst hann í ýmsum útgáfum þar líkt og annars staðar. Hér er hefð­­ bundin ú ­ tgáfa af Moussaka sem við get­­um mælt með.

Bræðið smjör í potti og bætið hveiti saman við, hrærið rösklega þann­ig að úr verði smjörbolla. Takið af hitanum og bætið mjólk sam­an við í litlum skömmtum og hrærið hraustlega saman á milli með písk. ­­Setjið pottinn aftur á helluna og hitið þar til sósan hefur þykknað, gætið þess að hræra stöðugt í.

3

1 dl vatn 1 tsk. sykur 2 tsk. þurrkað óreganó 3 eggaldin, skorin í þunnar sneiðar eftir endilöngu olía til penslunar gróft sjávarsalt nýmalaður svartur pipar

Helgarblað 12. október – 15. október

80 g smjör 80 g hveiti 6 dl mjólk 1 eggjarauða 100 g rifinn parmesanostur, ða annar bragðsterkur ostur örlítið múskat gróft sjávarsalt nýmalaður svartur pipar

Dreifið hvítum jafningi ofan á og síðan restinni af ostinum. Stráið ­örlitlu af múskati yfir ostinn. Bakið í u.þ.b. 30 mín. eða þar til r­ étturinn hefur tekið fallegan lit.

5


FAGMENNSKA FRAM Í FINGURGÓMA ALVÖRU ATVINNUGRÆJUR Í ELDHÚSIÐ ÞITT Fagþekking og reynsla eru lykilatriði í starfsemi Fastus - en þar starfa reyndir ráðgjafar á sölusviði sem tryggja réttar lausnir fyrir þínar þarfir.


UPPSKRIFT

Helgarpasta

TAGLIATELLE RAGÙ ALLA BOLOGNESE fyrir 4 1 msk. ólífuolía 4 sneiðar beikon 2 gulrætur, skornar gróft 1-2 stilkar sellerí, skornir gróft 1 lítill laukur, skorinn gróft 2 hvítlauksgeirar 250 g grísahakk 250 g nautahakk 1 ¼ dl rauðvín 4 msk. tómatpúrra 350 ml nautakraftur 1 lárviðarlauf endi af parmesanosti ásamt handfylli af rifnum parmesanosti sjávarsalt og nýmalaður svartur pipar 500 g tagliatelle-pasta

Hitið ólífuolíu og steikið beikon þar til það er stökkt. Setjið til hliðar. Setjið gulrætur, sellerí, lauk og hvítlauk í matvinnsluvél og fínsaxið. Setjið í pottinn og steikið í beikonfitunni í 8-10 mínútur eða þar til það er orðið fallega brúnt að lit. Bætið við hakki og eldið í gegn. Bætið því næst víninu við og látið það sjóða niður. Þegar vínið er næst­­­um gufað upp er tómat­­ púrru, nauta­­krafti, lár­­viðar­­­lauf­­­um, beikoni og end­­­­­­­an­um af parme­­san­­osti­num bætt við. Lækkið hitann og látið malla í 60-90 mín­­útur. Smakk­­­­ið til með salti og pipar. Sjóðið pastað í söltu vatni eftir leiðbeiningum á pakka. Hellið vatninu af og blandið pastanu við kjötsósuna. Berið fram með rifnum parme­­sanosti.

Ragù alla Bolognese, eða ragú, er ítalska heitið á klassískri kjötsósu frá Bologna. Samkvæmt hefðinni er sósan borin fram með taglia­­telle-, fettucini- eða pappardelle-pasta. Til að ná fram þéttu bragði er endinn af parmesanostinum skorinn af og látinn liggja í sósunni á meðan hún mallar. Þegar sósan er tilbúin er endinn tekinn úr og honum fleygt.

Súkkulaðikaka með jarðarberjafyllingu KLASSÍSK SÚKKULAÐIKAKA MEÐ JARÐARBERJAFYLLINGU SEM ER TILVALIN Í KLÚBBINN EÐA AFMÆLISVEISLUNA fyrir 10-12

BOTNAR 170 g mjúkt smjör 3 dl sykur 3 egg 2 msk. kirsuberjalíkjör eða annar berjalíkjör 3 ½ dl hveiti ⅔ dl kakó 1 tsk. matarsódi örlítið salt 2 ½ dl súrmjólk 100 g dökkt súkkulaði, brætt og kælt lítilleg

Hitið ofn í 175°C. Hrærið saman smjör og sykur þar til blandan verður létt og ljós. Bætið eggjum sam­an við einu í einu og hrærið vel á milli. Setjið líkjör saman við. Sigtið þurrefnin saman og bætið út í nokkrum skömmtum til skiptis við súrmjólkina. Hrærið þar til allt er vel samlagað. Notið sleikju til þess að skafa niður með skálinni þannig að allt bland­­ist vel. Setjið súkkulaði út í og hrærið var­lega saman við. Skiptið deiginu í tvö 24 cm laus­­­botna form sem hafa verið smurð vel með smjöri og gjarnan snið­­inn bökunarpapp­ír í botninn. Bakið í 25-30 mín. Látið botnana kólna áður en jarðar­­­berja­­­fyllingin er sett á milli og súkku­­laðikremið utan á.

JARÐARBERJAFYLLING 600 g jarðarber, má gjarnan nota frosin 2 dl sykur

3 msk. kirsuberjalíkjör eða annar berjalíkjör Setjið allt saman í pott og látið sjóða saman í 40-60 mín. eða eins og þarf þar til „sultan“ hefur soðið hæfilega mikið niður. Hún þarf að vera það þykk að hún leki ekki út af botninum þegar henni er dreift á milli. Látið kólna.

SÚKKULAÐIKREM 170 g rjómaostur, mjúkur 150 g smjör, mjúkt 5 dl flórsykur ⅔ dl kakó 300 g dökkt súkkulaði, brætt og kælt niður í stofuhita

42

Helgarblað Október 2017

Hrærið saman rjómaost og smjör þar til allt er vel sam­lagað. Sigtið flórsykur og kakó út í og hrærið vel. Bætið súkkulaðinu varlega saman við og hrærið áfram þar til allt er vel samlagað.

Gjarnan má nota önnur ber í fyllinguna, t.d. hindber eða kirsuber. Gott er að láta kökuna standa í kæli yfir nótt og skreyta hana síðan með ferskum berjum rétt áður en hún er borin fram. Til þess að flýta fyrir sér má gjarnan nota tilbúna sultu en okkur finnst ansi gott að hafa fyllinguna í súrara lagi.


HRÆRÐU TIL GÓÐS!

10.000 krónur af öllum seldum KitchenAid hrærivélum í október renna til Krabbameinsfélagsins.

BETRA BORGAR SIG Opið virka daga 10 – 18 | Laugardaga 11 – 16

Síðumúla 2-4 | 520 7900 | rafland.is


VÍN & DRYKKIR

Umsjón / Hanna Ingibjörg Arnarsdóttir

40 veitingastaðir skarta Michelin-stjörnu. Golden Gate-brúin var byggð á 4 árum. Það eru 4.448 veitingastaðir á San Francisco-svæðinu. Hitastigið í borginni fer sjaldan upp fyrir 21°C og niður fyrir 15°C. Í borginni eru skráð 223 hótel. Oakland Bay brúin er upplýst með 25.000 ledljósum sem blikka, en þó aldrei eins. 43 hæðir eru í San Francisco, sú hæsta og þekktasta heitir Twin Peaks. Árið 2014 heimsóttu 1,5 milljón ferðamanna Alkatraz.

Upplifðu San Francisco

S

an Francisco er vinsæll áfanga­stað­­ur ferðamanna og skal eng­­an undra því borgin er ein­­staklega falleg á sinn sérstaka hátt þar sem spor- og tog­­­­brautarvagn­ar liðast upp í hæstu hæðir og flóinn blasir við með sínum 12 eyjum sem tengjast með stór­­feng­­ legum brúm. Borgin er þétt­­­­­­býl með um 835 þúsund íbúa af mismun­andi uppruna og menningin er fjölskrúðug en stærsta Gay Pride í heiminum er einmitt haldið í San Francisco. And­­­­­ rúmsloftið er afar af­­­slapp­að og auð­­ velt er að ferðast um fót­­gangandi. San Francisco er paradís fyrir lífs­­ kúnstn­era sem vilja njóta og upplifa í mat og drykk en borg­­in er ein mesta sælkeraborg Bandaríkjanna á eftir New York, og þó, því árið 2015 var hún kos­in af Bon Appetit Magazine besta sælkera­borgin í landinu á undan stóra eplinu. Í Kaliforníu er gott aðgengi að fjölbreyttu hráefni og vínin úr fylkinu eru spenn­ andi. Óhætt er því að mæla með þessu svæði fyrir ferða­­áhugafólk og sæl­­kera, af nægu er að taka! San Francisco er nær en við höld­um sér­­­stak­­lega eftir að W OWair hóf beint áætl­un­arflug þangað. Flugið tekur um 8 tíma sem líða ótrúlega hratt enda fer vel um gesti í glæ­­nýrri risabreiðþotu félagsins þar sem sætabil­­ið er gott. Þess má geta að WOW air flýgur einn­ig til Los Angeles og því möguleiki á að fljúga til ann­­ arrar borgarinnar og heim frá hinni. Hér eru nokkrar spennandi ábend­­ ingar um áhugaverða hluti að gera og upplifa í borginni fyrir væntan­ lega ferðalanga. Bon voyage!

10 Hlutir sem þú verður að prófa!

1

Farðu yfir Golden Gate­­-brúna, hún er konfekt fyrir augað og flestir sem heim­­­sækja borg­ ina vilja líta hana aug­um. Hún er sennilega fræg­asta brú í heimi en á degi hverj­um fara um 120.000 bílar yfir hana.

2

Það ætti enginn að koma til San Francisco nema heim­­ sækja hið alræmda og þekkta fang­elsi Alkatraz sem er á sam­­

44

Helgarblað Október 2017

Borgin er þétt­­­­býl með um 835 þúsund íbúa af mismun­andi uppruna og menningin er fjölskrúðug en stærsta Gay Pride í heiminum er einmitt haldið í San Francisco.

nefndri eyju, þar hafa fræg­ust­u sakamenn Bandaríkj­anna dval­ið. Eyjan er á miðjum San Francisco­-flóa og útsýnið yfir borgina er einstaklega fal­­­legt. Farið er með ferju frá Pier 33 en nauðsynlegt er að panta aðgöngu­miða fyrir fram, alcatrazcruises.com.

3

Ferðastu um í spor- og tog­ braut­arvögnum sem setja sannarlega svip sinn á borg­ ina. Vagn­­­arnir eru eitt af sérkennum San Fran­­cisco en þeir hafa verið í notkun allt frá byrjun 20. aldar. Vagnarnir eru kallaðir Cable cars af borg­­­­ar­­­­bú­um, ­sfcablecar.com.

4

Fisherman´s Wharf, staðsett við Pier 39, er líflegt hafnar­ svæði þar sem allt iðar af mann­­­­­­­lífi. Þar eru verslanir og veit­­ingastaðir og sæ­­­ljón liggja á prömmum við sjóinn. Fisherman´s Warf er einn vinsælasti stað­­urinn meðal ­ferða­­manna.

5

Kínahverfið er á Grant Avenue og Bush street. Þar er tilkomumikið hlið sem

kallað er Drekahliðið eða „Dragon´s Gate“. Kínahverfið í San Francisco er það elsta og jafnframt eitt stærsta í Bandaríkjunum en það byrjaði að mynd­­ast í kringum 1840. Mesta lífið er á Grant Avenue sem er elsta gata borg­­ar­­­­innar. Þarna iðar allt af lífi, framandi búðir, veit­­ingastaðir, matar­­mark­­aðir, hof og lítil söfn eru meðal þess sem hægt er að upplifa í Kínahverfinu.

8

Ferjubyggingin eða Ferry Building Market­­place fékk ­andlitslyftingu árið 2003. Inni í bygg­ingunni er að finna sæl­­­kera­­búðir og veitinga­­staði. Á laugardögum er bænda­mark­­aður sem gaman er að heim­­sækja, þá koma bændur og ræktendur og selja uppskeru og afurðir. Veru­­ lega áhugavert svæði fyrir sælkera, ferry­­­build­­ingmarketplace.com.

6

9

7

10

Union Square er að finna í miðri borginni og þar get­­ur verið gott að gista, sér í lagi ef stopp­­að er stutt. Þeir sem ætla að versla ættu að koma við á Union Square því þar er að finna öll helstu vöruhúsin, hönn­­unar­­búðir og West­­fieldversl­­­­unar­­miðstöðina.

Nýlistasafnið Moma ­(Museum of Modern Art) ætti enginn áhugamaður um listir og menn­­ingu að láta fram hjá sér fara. Safnið er ein­­stak­­lega skemmtilega hannað og listaverkin eru fjölbreytt og áhugaverð, .sfmoma.org.

Heimsókn í Golden Gate-garð­­­­­ inn, eða Golden Gate Park, eins og hann heitir á frum­­­ mál­­­i­­nu er skemmtileg fyrir þá sem vilja slaka á og komast í tengsl við náttúruna. Hægt er að veiða, skoða vísunda, leigja hjól, spila golf eða bara fara í lautarferð t.d. með það sem keypt var á bænda­­­markaðnum í Ferju­byggingunni.

Allir sem koma til San Francisco verða að skoða Lombard Street en það er ein frægasta gatan í borginni og sú hlykkj­­óttasta í heimi. Gatan er gríðarlega brött og fallega skreytt blómum – sjón er sögu ríkari.


VÍN & DRYKKIR

San Francisco er paradís fyrir lífskúnstnera sem vilja njóta og upplifa í mat og drykk en borg­­in er ein mesta sælkeraborg Bandaríkjanna á eftir New York, og þó, því árið 2015 var hún kos­in af Bon Appetit Magazine besta s ælkera­borgin í landinu á undan stóra eplinu. Bar Tartine er skemmtilegur staður með svolitlum austur­­-evrópskum áhrif­­um í bland við kalifornísk. Stað­­­­ urinn er vinsæll meðal heimamanna sem gera kröfur, Bar Tartine er róm­ aður fyrir einstaklega góðan brunch. bartartine.com

Áhugaverðir barir í San Fracisco

Yank Sing flestum ber saman um að þessi staður bjóði upp á besta dim sum sem völ er á í borginni. Dim sum er samkvæmt hefð­inni borðað í hádeginu, oft þarf að bíða eftir borði og stundum myndast löng röð. yanksing.com

Spennandi matsölustaðir í San Francisco Lord Stanley sem er með eina Miche­lin-stjörnu var nýlega kos­­inn þriðji besti nýi mat­­sölu­­­staðurinn í Bandaríkjunum af Bon Appetittíma­­rit­inu. Um er að ræða fína en samt einfalda, evrópska matar­gerð. Staðurinn er á Polk Street á Russian Hill. Hér þarf að panta borð með fyrirvara. lordstanleysf.com

Mourad er verulega spenn­andi stað­­ur sem hlotið hefur Michelin-­ stjörnu. Mat­­­argerðin er marók­ kósk og fram­­sett á einstaklega fín­­legan máta, einföldustu réttir verða ein­hvern veginn að bragðs­ prengju. Hér er nauð­­­­synlegt að bóka borð og klæða sig upp. mouradsf.com

The Slanted door er einn af bestu víetnömsku stöðunum í San Fran­­ cisco. Þangað fara heimamenn til að borða ekta víetnamskan mat. Staðurinn er stór og hægt að sitja úti og horfa á hina stórfeng­­ legu Oakland Bay Bridge en The Slanted Door er staðsett­­ur í Ferjubygg­ingunni. Stað­­ur­­­inn er vinsæll og því viss­ara að panta borð.

flour+water er ítalskur staður sem opnaði árið 2009 og þar hefur nánast verið fullt út úr dyrum síðan, kannski ekki að furða því allt pasta þar er handgert og pítsurnar í anda Napoli. Þarna er þjónustan afslöppuð og umhverfið töff.

Whitechapel Gin Bar Einn heitasti barinn í borginni. Hann er hannaður eins og neðan­ jarðarlestarstöð í London og veggirnir eru skreyttir með glærum eimingartunnum, því stað­urinn framleiðir gin. Þetta gefur þessum geggj­aða stað skemmtilegt yfirbragð og eykur á víraða stemninguna sem er óhefluð svo ekki láta ykkur bregða! Þarna er hægt að fá léttan mat í kráarstíl sem er inn­­blásinn af Bangladesh- matargerð. ­ Boðið upp á hanastél úr gini. whitechapelsf.com

lourandwater.com Farallon er þekktur sjávarrétta­­stað­ ur staðsettur á Union Square í hjarta borgarinnar. Þar er hægt að fá sjávar­ réttabakka, ostrur og fleira sjávar­ fang. Farallon er fínn staður þar sem umhverfið er hluti af upplifuninni. Staðurinn er allur settur skrauti og loftið í hvelf­­ingum, stíllinn er svona „art nouveau, sjón er sögu ríkari. farallonrestaurant.com Foreign cinema er einstak­­lega skemmtilegur og róm­­an­­­tískur mat­­­ sölu­­staður og kvik­­mynda­­hús, já þar er borð­­­­­­að og horft á ­kvik­m­ynd. Skemmti­legur staður þar sem menning og matur koma saman. Áherslurn­ar í mat­­­ar­­­­­gerð­­inni eru frá Norð­­ur-Afríku og Miðj­­arðarhafi.

Akiko’s Restaurant & ­Sushi Bar er sennilega einn af bestu sushi-­stöð­­ unum í borginni. Hann getur verið erfitt að finna og auðvelt að ruglast á honum og öðrum stað með sama nafni rétt hjá. Akiko´s er vel falinn inn í sundi og er ekki með neina merkingu.

foreigncinema.com

akikosrestaurant.com

trounormandsf.com

Trou Normand er skemmtilegur staður þar sem hægt er að fá sælkera kjötplatta en allt kjötið er unnið og meðhöndl­að á staðn­­­um. Þarna er tilvalið að fara seint, fá sér drykk og eitthvað að narta í.

Buena vista Vinsæll og frægur bar. Hann er sérstaklega þekktur fyrir gott írskt kaffi (irish coffee) sem lagað er með miklum tilþrifum og sjónarspili, og jú það er mjög gott! Buena vista kynnti írskt kaffi fyrir Ameríkönum árið 1952 þegar blaðamaður einn var að ferðast frá Írlandi til Bandaríkjanna og prófaði drykkinn. Hann fékk síðar eiganda Buena vista til að reyna að finna út úr því hvernig hann var búinn til. Það tókst svo vel að ­margir koma langa leið til að fá sér írskt kaffi á staðnum. thebuenavista.com

Top of the Mark Þessi bar er fyrir þá sem vilja útsýni. Hann er staðsettur á eftstu hæð á Intercontinental hóteli Mark Hopkins á Nob Hill. Staðurinn var vinsæll meðal fína fólksins en Judy Garland, Elvis Presley, Charle de Gaulle og Elisabeth Taylor hafa verið meðal gesta. Barinn og umhverfið er í sjálfu sér ekki spennandi en útsýnið er guðdómlegt og því alveg þess virði að fá sér eitt hanastél þar. intercontinentalmarkhopkins.com

slanteddoor.com

Hér færðu góða hamborgara

Bellota opnaði nýlega dyr sín­­ar og er nú einn af heitustu stöð­­unum en þar er boðið upp á spænska rétti og drykki frá hin­um ýmsu héruðum með áherslu á paellu, sjávarfang og viðargrillaða rétti. Spenn­andi kostur fyrir sælkera. Við mæl­um með að panta borð með góð­um fyrirvara.

4505 Burgers & BBQ 705 Divisadero. (Grove St.), San Francisco, 94117 4505meats.com /4505-burgers-bbq Huxley 846 Geary St. San Francisco, CA 94109

bellotasf.com

huxleysf.com

Lolinda er argentískt steikhús þar sem einnig er hægt að fá smá­rétti. Stað­­urinn er vinsæll hjá yngri kyn­­­ slóðinni en gam­­an er að drekka hanastél úti á ver­öndinn þar sem út­­ sýnið er gott. Staðurinn er róm­­aður fyrir verulega góðar steikur. lolindasf.com

46

Helgarblað Október 2017

Gott´s Ferry Building, San Francisco, CA 9411 gotts.com

Akiko’s Restaurant & ­Sushi Bar er sennilega einn af bestu sushi-­stöðunum í borginni.

ABV 3174 16th St, San Francisco, CA 94103 abvsf.com


VÍN & DRYKKIR

Íslenskur vínbóndi í Sviss

Umsjón / Eymar Plédel Jónsson

Höskuldur Hauksson er vínbóndi í Sviss. Okkur langaði að vita meira um ástæður þess að hann leiddist út í vínrækt á þessum slóð­um. Það er sjaldgæft að Íslend­­­ing­­ar fari alla leið í vínáhuga sínum, sem sagt að framleiða vínið sem þeir hafa brenn­andi áhuga á.

Garanoir.

Kerner.

Hvað fékk þig til að gerast vín­­­bóndi? Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á víngerð eða allt frá því að ég byrjaði að fikta við að brugga á skóla­­­árunum heima. Í gegn­­­­­­­um árin hef ég sóst eftir að heim­­­­­sækja framleiðendur og spjalla við at­­­vinnufólk í geir­­an­­­­­­um. Þegar við fjöls­­­kyldan fluttum til Sviss árið 2008 komst ég fljótt í gott sam­­band við nokkra fram­­­­­­leið­­­endur hérna og sumir þeirra hafa reynst mér góðir kenn­­­arar. Hvar byrjaðir þú og hvernig lærðirðu vínrækt? Ég byrjaði frekar smátt með mjög ein­­­föld tæki. Strax árið eftir ákvað ég að stækka við mig og keypti þá stál­­tanka, eikar­­­­tunnur, pumpu, pressu og filter sambærileg því sem að at­vinnu­­­mennirnir eru með. Sí­ðastliðin fjögur ár hef ég fram­­leitt á milli 1.000 og 2.000 flöskur á ári sem er svona „pró­­tótýpu“ stærð­­ar­­­ein­­ing. Frá og með þessu ári verð ég svo með 20-25 þús­­­­und flöskur á ári. Í byrjun keypti ég þrúgurnar en síðan sum­­arið 2015 hef ég verið með eig­ in vínekru. Ég hef lært mest af því að spjalla við at­­vinnu­­menn í geir­an­­um og svo að lesa mér til sjálfur. Síðan hef ég verið dug­­legur að gera tilraunir með ýmsar aðferðir og hef lært mikið í gegnum það. Ég hef t.d. prófað að þurrka hluta af berjunum svo að þau verði eins og rúsínur og bæta þeim síðan út í á meðan á gerj­­­un­ar­­­­­ferlinu stendur. Eins hef ég próf­­að mismunandi eikar­­tunn­­­­ur og jafnvel prófað að nota tunnu úr kast­­­a­­­­­­­­níuvið. Merlot 2015 er dæmi um vín þar sem þessum tveimur að­­­­­ferð­um er beitt. Hvar eru vínekrurnar þínar og hvað ræktar þú hvar?

Núna í vor tók ég svo við bú­­­­garði í þýsku­­­ mælandi hluta Sviss, í Remigen. Hann er tölu­­­­­­ vert stærri og þar er ég með pinot noir, riesling, müller-thurgau, kerner og garanoir. Fyrstu tvær teg­­­und­­­­­­­­irnar eru vel þekktar utan Sviss en hinar eru mjög ein­­­ kennandi fyrir sviss­­ nesk vín.

48

Müller Thurgau.

þeim mun meiri. Pinot noir er drottn­ingin í norð­­ur­hluta Sviss. Loftslagið er mild­ara sem hentar þess­­­ari þrúgu bet­ur. Við finn­­um fyrir því að jarð­­­kúlan er að hitna og veðurfarið sem ríkir hérna núna er svipað veðr­­­­inu sem var í Búrgúnd fyrir fáum ára­­tug­­um. Jarðvegurinn er að mestu gaml­­ir jök­­ul­­ruðn­­­­ingar með smávegis moldar­­lagi ofan á. Vínviður­inn stendur í aflíð­­­­andi brekk­­um sem halla á móti suðri. Hvernig er líf vínbóndans sem hefur eitt tæki­­­færi á ári til að sanna sig – en getur svo fengið hagl eða frost sem eyðileggur ársvinnu? Þetta er svona eins og að spila fót­­ bolta við náttúruna. Maður veit aldrei hvað gerist næst en þarf að vera við öllu búinn og hlaupa til þegar á þarf að halda. Í fyrra var vorið mjög blautt og afleiðingin af því voru sýkingar í vín­­­­viðn­­­­um fram eftir sumri. Árið í ár byrj­­aði með

þurrki og hita en svo kom skyndi­­ lega nætur­­­­­frost í vor sem eyðil­­agði allt að 40% af nýju sprot­­un­­um. Í sumar höf­­um við þurft að glíma við hagl bæði í Gorde­­mo og í Remigen. Haglél hérna eru oft með stór snjó­­­ korn og í þetta skipt­ið voru þau upp í 3 senti­­­­metrar í þvermál. Ég er samt sáttur við það sem hang­­ir á vín­­­viðn­­um núna. Berin líta mjög vel út og eru kom­­in lengra en í meðalári. Magn uppsker­unn­­ar verður undir meða­­l­­lagi en gæðin ættu að verða mjög mikil. Hvar er hægt að kaupa vínið þitt? Mar­­kaðssetningin hefur hingað til verið tiltölu­lega einföld, enda magn­ið ekki verið mikið. Eins og er vinn ég með ein­­um söluaðila hérna í Sviss og sel eitt­hvað smávegis beint sjálfur. Frá og með 2017-árganginum verður magnið töluvert meira og ég stefni á að koma með eitt­­­hvert vín heim til Íslands næsta sumar.

Fyrsta vínekran mín er í Gordemo, sem er lítill bær í ítölsku­­mæl­­­andi hluta Sviss. Ekran er í brattri brekku gegnt suðri með fallegt útsýni yfir Lago Maggi­ore-vatn­­ið. Þar hef ég aðal­­lega merlot-þrúgur en hef plantað einhverju af c­ abernet franc og cabernet sau­­­vig­non og vonast til að fá fyrstu upp­­­sker­­una frá þeim plöntum á næsta ári. Núna í vor tók ég svo við bú­­­­garði í þýsku­­­mælandi hluta Sviss, í Remigen. Hann er tölu­­­­­­vert stærri og þar er ég með pinot noir, riesling, müller-thurgau, kerner og garanoir. Fyrstu tvær teg­­­und­­­­­­­­irnar eru vel þekktar utan Sviss en hinar eru mjög ein­­­kennandi fyrir sviss­­nesk vín. Þú ert með blöndu af þrúg­­­­­­­­­um frá Mið-Evrópu og al­­­þjóð­­­­­leg­­um, hvað reyn­ist best hvar? Merlot- og caber­­net-teg­­­undirnar þurfa tví­mæla­­­laust að fá meiri sól og hita en hinar tegundirnar. Þeim líður því mjög vel í ítalska hluta Sviss. Jarðvegur­ inn sem er þar er bæði rýr og þurr sem þýðir að plönt­­urnar þurfa að hafa töluvert fyrir því að framleiða þrúg­urnar. Uppsker­­an er því lítil en gæðin

Helgarblað Október 2017

Ég er sáttur við það sem hangir á vín­­­viðnum núna. Berin líta mjög vel út og eru komin lengra en í meðalári.


MAROKKÓ AGADIR

MADEIRA

MADEIRA & KANARÍEYJAR LA PALMA

KARÍBAHAF

KÚBA

LANZAROTE

FUERTEVENTURA TENERIFE

vetur

Sólarferðir frá kr.

GRAN CANARIA

DÓMINÍSKA LÝÐVELDIÐ

Haust

66.695 Allt að

25.000 kr. afsláttur á mann til 16. okt.

&vor 2017-2018

BÓKAÐU FERÐ ALLUR PAKKINN

Íslensk fararstjórn, taska og handfarangur innifalið.

GRAN CANARIA

FUERTEVENTURA

LA PALMA

ENNEMM / SIA • NM84372

Jólaferð einnig bókanleg!

Birt með fyrirvara um prentvillur. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku. Ath. að verð getur breyst án fyrirvara.

í 7 nætur m/afslætti

LANZAROTE Páskaferð einnig bókanleg!

Jardin del Atlantico

Broncemar Beach Aparthotel

Hotel La Palma Princess

Costa Mar Aparthotel

Frá kr. 66.695 m/ekkert fæði innif.

Frá kr. 77.030 m/ekkert fæði innif.

Frá kr. 173.595 m/allt innifalið

Frá kr. 72.045 m/ekkert fæði innifalið

Netverð á mann frá kr. 66.695 m.v. 2 fullorðna og 1 barn í herbergi. Netverð á mann frá kr. 76.895 m.v. 2 fullorðna í herbergi. 6. febrúar í 7 nætur.

Netverð á mann frá kr. 77.030 m.v. 2 fullorðna og 1 barn í íbúð. Netverð á mann frá kr. 88.895 m.v. 2 fullorðna í íbúð. 1. janúar í 10 nætur.

Netverð á mann frá kr. 173.595 m.v. 2 fullorðna í herbergi. Netverð á mann frá kr. 206.575 m.v. 1 fullorðinn í herbergi. 22. febrúar í 10 nætur.

Netverð á mann frá kr. 72.045 m.v. 2 fullorðna og 2 börn í íbúð. Netverð á mann frá kr. 94.095 m.v. 2 fullorðna í íbúð. 15. mars í 9 nætur.

TENERIFE

DÓMINÍSKA LÝÐVELDIÐ AGADIR Í MAROKKÓ

MARRAKECH & AGADIR

Jólaferð einnig bókanleg!

Hotel Best Jacaranda

Puerto Plata Village

Golden Beach Apartment

Deildu dvölinni

Frá kr. 86.045 m/hálft fæði innif.

Frá kr. 150.970 m/allt innifalið

Frá kr. 108.065 m/ekkert fæði innif.

Frá kr. 131.595 m/hálft fæði innifalið

Netverð á mann frá kr. 86.045 m.v. 2 fullorðna og 2 börn í herbergi. Netverð á mann frá kr. 106.295 m.v. 2 fullorðna í herbergi. 31. janúar í 7 nætur.

Netverð á mann frá kr. 150.970 m.v. 2 fullorðna og 2 börn í herb. Netverð á mann frá kr. 161.895 m.v. 2 fullorðna í herbergi. 15. janúar í 10 nætur.

Netverð á mann frá kr. 108.065 m.v. 2 fullorðna og 1 barn í íbúð. Netverð á mann frá kr. 114.795 m.v. 2 fullorðna í íbúð. 6. nóvember í 9 nætur.

Gistu í 3 nætur í Marrakech og 6 nætur í Agadir. Netverð á mann frá kr. 131.595 m.v. 2 fullorðna í herbergi. 6. nóvember í 9 nætur.

595 1000

.

heimsferdir.is

.

Opið mán-fös 9-17 – fáðu meira út úr fríinu


UPPSKRIFT

Eldað með eplasíder

Umsjón / Kristín Dröfn Einarsdóttir

Epli eru óneitanlega hluti af haustuppskerunni þó svo að við búum við þann lúxus að hafa aðgang að eplum allan ársins hring, því er því tilvalið að leika sér með eplabragðið og hér er eplasíder í aðalhlutverki. Nú er hægt að nálgast margar mismunandi gerðir, óáfengur eplasíder er í matvörubúðum og síðan er hægt að fá þessa áfengu í áfengisverslunum. Í þessar uppskriftir var að mestu notast við áfengan eplasíder, hann er ekki alveg eins sætur og áfengið passar vel t.d. í kjötrétti. En auðvitað má nota óáfengan síder ef fólk kýs það heldur. ­ land­ið saman sykri og kanil og B stráið yfir. Bakið í 30-40 mín. eða þar til kakan hefur tekið falleg­ an lit og er bökuð í gegn. Berið gjarnan fram volga með þeyttum rjóma eða ís. HÆGELDAÐUR SVÍNA­­­ HNAKKI Í EPLASÍDER fyrir 4-6

EPLASKÚFFUKAKA 12-14 sneiðar Notaleg eplakaka sem er ekki síðri daginn eftir. Eplin halda henni mjúkri og góðri. 3 dl óáfengur eplasíder 3 græn epli, afhýdd og skorin í sneiðar 2 msk. sítrónusafi 70 g mjúkt smjör 2 ½ dl sykur 2 egg 5 dl hveiti 1 ½ tsk. lyftiduft ½ tsk. matarsódi ½ tsk. salt 1 dl rjómi ½ dl sykur 1 tsk. kanill

Hitið ofn í 170°C. Setjið síder í pott og sjóðið hann niður þar til u.þ.b. ½ dl er eftir af vökva. Látið kólna. Veltið eplasneiðum upp úr sítr­­ónusafa og setjið til hliðar. Hrærið saman smjör og sykur þar til bland­an er létt og ljós. Bætið eggj­um saman við einu í einu og hrærið vel á milli. Sigtið saman hveiti, lyftiduft, matarsóda og salt. Blandið eplasídersþykkninu saman við rjómann. Setjið þurrefnin til skiptis við rjómablandið saman við deigið og hrærið á milli. Klæðið skúffukökuform (u.þ.b. 35x25 cm) með bökunarpappír eða smyrjið það vel. Dreifið deiginu í formið og raðið eplasneiðunum ofan í.

50

Helgarblað Október 2017

Hér er best að nota þykkan pott­­­­­járns­­pott eða djúpa pönnu sem má fara inn í ofn. Séu slíkir gripir ekki við höndina má líka láta rétt­inn malla undir loki við vægan hita á hellu. 100 g beikon, skorið í bita u.þ.b. 1 kg svínahnakki, skorinn í stóra bita u.þ.b. 12 skalotlaukar, afhýddir 30 g smjör 1 rauðlaukur, saxaður 1 stór dós (500 ml) Somersby-eplasíder 1 teningur kjúklingakraftur 4-6 lauf fersk salvía, smátt söxuð 4-5 gulrætur, skornar í grófa strimla 1-2 stilkar sellerí, smátt sneiddir 2 msk. gróft sinnep 3-4 msk. sýrður rjómi gróft sjávarsalt nýmalaður svartur pipar

Hitið ofn í 140°C. Steikið beikon í þykkbotna potti sem þolir að fara í ofn. Veiðið beikonið upp úr fitunni og notið hana til þess að brúna kjötið vel á öllum


hliðum. Gott er að gera þetta í nokkrum skömmtum. Setjið kjötið til hliðar með beikoninu. Steikið þá skalotlaukana þar til þeir hafa einnig brúnast fallega og setjið til hliðar. Bætið olíu í pottinn ef þarf, lækkið hitann lítillega og steikið rauðlauk þar til hann verður mjúkur. Setjið beikon, svínakjöt, kjötkraft og salvíu út í pottinn, hellið síder yfir og lokið pottinum (bætið vatni út í ef síderinn nær ekki að fljóta nokkurn veginn yfir kjötið). Setjið pottinn inn í ofn og látið þetta malla í 1½ klst. Bæt­­ið selleríi og gul­­­­­rótum sam­­­an við ásamt steiktum ska­­l­ot­­­lauk­­unum. Látið réttinn malla áfram í u.þ.b. 20 mín. Bætið þá sinn­­epi og sýrð­­ um rjóma saman við og bragð­ bæt­ið með salti og pipar.

EPLASÍDERSBRAUÐ u.þ.b. 12 sneiðar 7 dl hveiti 1 msk. lyftiduft 1 ½ tsk. salt 4 msk. hlynsíróp 100 g smjör, brætt 1 flaska (330 ml) Somersby-eplasíder ½ dl vatn

frá. ­Bland­ið olíu, steinselju og sít­­rónusafa saman við kúskúsið og látið kólna. Setjið spínatkál í botn­­inn á djúp­­um diski eða skál og dreifið kúskúsi yfir. Raðið róf­­um, hnetum, döðl­­­­um og eplum ofan á ásamt gran­­ateplafræjum og dreypið vel af salatsósunni yfir. salatsósa:

KÚSKÚSSALAT MEÐ RÓFUM fyrir 1 2-3 msk. olía 1 msk. eplaedik ½ tsk. chili-flögur gróft salt 1 gulrófa, afhýdd og skorin í bita 100 g perlukúskús 1 stór dós (500 ml) Somersby-eplasíder 1 dl vatn 2 msk. jómfrúarólífuolía 1-2 msk. sítrónusafi hnefafylli fersk steinselja, smátt söxuð spínatkál 1 dl pekanhnetur, ristaðar og gróft saxaðar ½ dl gróft saxaðar döðlur ½ rautt epli, skorið í þunnar sneiðar ½ granatepli ½ gulrót, skorin í þunnar sneiðar

Hitið ofn í 220°C. Blandið saman olíu, eplaediki, chili-flögum og salti. Veltið rófubitunum upp úr blönd­­unni og bakið þá í ofni í 30-40 mín. eða þar til þeir eru mjúkir í gegn. Látið kólna. Setjið perlukúskús, eplasíder ­(geymið 2-3 msk. til þess að setja í salat­­­sós­­ una) og vatn saman í pott og látið sjóða í 11-12 mín. Sigtið vökvann

2-3 msk. eplasíder 3 msk. ólífuolía 2 msk. eplaedik 1 msk. dijon-sinnep 1 hvítlauksgeiri, fínt rifinn gróft sjávarsalt nýmalaður svartur pipar

Blandið öllu saman og bragð­­ bætið með salti og pipar. SVÍNALUND MEÐ EPLUM OG FENNÍKU fyrir 2-3 1 svínalund (500-600 g) 1 flaska (330 ml) Somersby-eplasíder 1 lárviðarlauf 2 msk. hunang 2-3 msk. púðursykur ½ tsk. chili-flögur nýmalaður svartur pipar gróft sjávarsalt olía til steikingar 2 msk. smjör 1 msk. sojasósa

Blandið öllu nema salti saman í skál eða rennilásapoka og látið svína­­lund­ina liggja í leginum í kæli yfir nótt. Takið lundina úr kæli a.m.k. 1 klst. áður en hafist er handa við að mat­­reiða hana þann­ig að hún sé við stofuhita þegar hún er elduð. Hitið ofn í 180°C. Takið lundina úr krydd­leg­­inum og setjið hann til hliðar. Hitið olíu á pönnu og brúnið lund­ina, gætið þess að hún brenni ekki. Setjið kjötið í

ofninn í 15-20 mín. eða þar til kjötið er eldað í gegn. Setjið það sem eftir er af kryddleg­inum í pott og látið sjóða niður í 5-10 mín. Fleytið froðuna sem myndast af og þegar sósan er orðin aðeins síróps­­kennd er smjöri og s­ ojasósu bætt saman við. Bragðbætið með salti og pipar ef þarf. Skerið lundina í sneiðar og raðið ofan á epla- og fenníkusalatið, dreifið sósu yfir og berið fram. steikt epla- og fenníkusalat: 2 msk. smjör ½ grænt epli, afhýtt og skorið í sneiðar 1 fenníka, þunnt sneidd safi úr ½ sítrónu salt og pipar

Bræðið smjör á pönnu og steikið epli og fenníku í nokkrar mínút­­ur. Kreistið sítrónusafa út í og bragð­­ bætið með salti og pipar. HÁTÍÐLEGUR EPLAKJÚKLINGUR fyrir 4 Hér er uppskrift að dásamlega góðum kjúklingi sem gaman er að gera t.d. um helgar eða þegar gesti ber að garði. Við setjum perlulauk og eplabita með honum í ofninn en til þess að fá smábit í meðlætið er gott að bíða með u.þ.b. helminginn af lauknum og eplunum og setja með þegar u.þ.b. 30 mín. eru eftir af eldunartímanum.

Hitið ofn í 190°C. Skolið kjúk­­­l­­ inginn vel að utan og innan og þerrið með eldhúspappír. Losið skinnið varlega frá bringunum og leggjun­um og setjið rjómaostafyllinguna undir skinnið eins mikið og hægt er án þess að rífa gat. Ef einhver afgangur er af fyllingunni er hún sett inn í fugl­ inn ásamt eplabitum sem hef­ur verið velt upp úr sítrónu­safa, látið einnig hvítlauksgeir­ana inn í fuglinn. Makið olíu utan á kjúklinginn og stráið ríflega af salti og pipar á hann. Ef tími er til er gott að láta kjúklinginn standa í kæli yfir nótt en þá er betra að sleppa saltinu þar til rétt áður en hann fer í ofninn. Notið grillpinna eða slát­urgarn til þess að loka fuglinum vel. Setjið hann í eldfast mót og raðið hluta af eplunum og laukn­um í kring. Eldið í 1 ½ klst. Setjið restina af eplunum og lauknum saman við síðustu 30 mínút­urn­ ar af eldunartíman­um. Penslið kjúklinginn með eplagljáanum þegar hann er tekin úr ofninum. rjómaosta- og hnetufylling: 1 dl valhnetur, saxaðar 150 g rjómaostur 50 g fetaostur, mulinn 2 msk. hunang 4-6 lauf fersk salvía, smátt söxuð lauf af 2 tímíangreinum

Blandið öllu vel saman. 1 stór kjúklingur rjómaosta- og hnetufylling (sjá uppskrift) 1 lítið epli, skorið í báta 2 msk. sítrónusafi 4-6 hvítlauksgeirar, afhýddir 1 msk. ólífuolía gróft sjávarsalt nýmalaður svartur pipar 1-2 epli skorin í grófa báta 10-12 rauðir perlulaukar, afhýddir

eplagljái: 1 flaska (330 ml) Somersby-eplasíder 1 msk. púðursykur

Setjið allt saman í pott og sjóðið þar til u.þ.b. ½ dl er eftir af vökvanum og blandan verður sírópskennd.

Hitið ofn í 190°C. Blandið saman hveiti, lyftidufti og salti. Takið 3-4 msk. af bræddu smjöri frá og bland­­ ið hlynsírópi saman við restina af smjörinu. Setjið smjörblönduna, eplasíder og vatn saman við hveiti­ blönduna og hrærið létt með sleif eða sleikju, ekki hræra of mikið, bara þannig að allt blandist vel. ­Setj­ið deigið í formkökuform sem hefur verið klætt með bökunarpapp­ ír og hellið smjörinu sem tek­ið var frá yfir brauðið. Bakið í 45-55 mín. eða þar til prjóni sem stungið er í miðjuna kemur hreinn út. Berið fram volgt og gjarnan með hlynsíróps­ smjöri. Einnig passar brennt smjör eða ­praline-smjör vel með þessu brauði. hlynsírópssmjör: 4-5 msk. mjúkt smjör 1 msk. hlynsíróp örlítið salt

Hrærið smjör og hlynsíróp saman þar til allt er vel samlagað. Bragbæt­ið með salti og pipar.

Hátíðlegur eplakjúklingur.

Til þess að sjá hvort kjúklingurinn er eldaður í gegn er gott ráð að stinga prjóni inn í hann á milli bringu og læris, ef vökvinn sem lekur út er glær ætti kjúklingurinn að vera fulleldaður. Svínalund með eplum og fenníku.

Helgarblað 12. október – 18. október

51


Viktor Örn töfrar fram lostæti úr

UPPSKRIFT

Umsjón / Hanna Ingibjörg Arnarsdóttir Myndir / Óli Magg

poussin-unghænu

OFNBAKAÐUR POUSSIN-KJÚKL­­ING­UR MEÐ GRÓFKORNASINN­­EPS- ­OG PARMESAN-HJÚP, BÖKUÐU RÓTARGRÆNMETI OG HOLLANDAISE-SÓSU

Viktor Örn Andrésson mat­­reiðslumeistari hefur leikið sér í eldhús­inu frá því hann var 14 ára. Hann byrjaði í bransanum á Kaffi Victor sem uppvaskari og aðstoðarmaður í eldhúsinu en komst svo 16 ára gamall á samning á Hótel Sögu.

V

iktor brást vel við þegar hann var beðinn um að töfra fram gómsæta rétti úr nýju og spennandi hráefni frá Holta sem kallast poussin, sem þýðir ungi á frönsku en er notað hér yfir unghænu. Afar auðvelt er að vinna með þetta hráefni þar sem það kemur í sérstökum pokum sem ung­­­hæn­­an er elduð í og því verður kjötið lungamjúkt og safaríkt. Þetta er skemmtileg nýjung á mark­aðn­­um sem verðskuldar athygli sælkera.

fyrir 2 1 pakkning poussin-kjúklingur 2-3 msk. grófkornasinnep 2-4 msk. parmesan-ostur nýmalaður svartur pipar salt

APPELSÍNUKJÚKLINGUR MEÐ ­KARTÖFLUMÚS ÚR SMÆLKI, GRÆN­KÁLI OG APPELSÍNUGLJÁA fyrir 2

bakað grænmeti:

1 pakkning poussin-kjúklingur

appelsínusósa:

5 stk. gulrætur 6-8 stk. gullauga kartöflur

Bakið í ofni samkvæmt leiðbeiningum og látið hann síðan á grillið í nokkr­ar mínútur til að fá gott grillbragð.

20 g gulrætur 50 g laukur 10 stk. piparkorn 1 stk. stjörnuanís 1 dl rauðvín börkur af appelsínu 2 dl appelsínusafi 2 dl villisoð 1 dl kjúklingasoð 30 g smjör nokkrir appelsínubátar

hunangsgljái fyrir gulrætur:

kartöflumús úr smælki: 200 g smælki 50 g smjör 1-2 msk. rjómi 2 msk. parmesan-ostur, rifinn salt pipar

Sjóðið kartöflurnar í létt­­söltu vatni, hellið því af og stappið k ­ artöflurn­ar niður með smjöri, rjóma og parmesan-osti. Smakkið til með salti og nýmöluðum hvítum pipar. grænkál: nokkur blöð grænkál, söxuð 2-3 msk. olía 1-2 msk. sítrónusafi

Blandið saman olíu og sítrónusafa og veltið saman við grænkálið.

52

Eldið fuglinn samkvæmt leiðbeiningum á ­pakka. Takið úr plastinu, smyrjið gróf­­­ korna­­­­sinnepi yfir hann og rífið parmesan­-ost yfir. Kryddið með svörtum pipar og salti. Látið undir grillið í ofninum í nokkrar mínútur eða þar til osturinn hefur bráðnað.

Helgarblað Október 2017

pikklaður perlulaukur: 100 g sykur 100 g edik að eigin vali 100 g vatn 8-10 perlulaukur

100 g smjör 25 g hunang

Setjið sykur, edik og vatn í pott, náið upp suðu, setjið til hliðar og kælið. Skrælið perlu­­­laukinn, skerið í tvennt og sjóðið í ­vatni í tvær mínútur, leggið síðan í klakavatn til að kæla og látið perlulaukinn síðast í ediks­­löginn.

hvítlaukssmjör fyrir kartöflur:

Hollandaise-sósa:

2 hvítlauksgeirar, smátt skornir 2 timíangreinar 2 msk. smjör

200 g smjör 2 eggjarauður 2 msk. edik sítrónusafi salt

Svitið gulrætur, lauk, piparkorn og anís vel í potti. Bætið rauðvíni út í ásamt ­appelsínuberki og sjóðið niður um ­helming. Setjið appelsínu­ safa saman við og látið sjóða niður um 2/3. Loks er soðinu bætt út í og látið sjóða niður um 1/3. ­Smakkið til með salti og pipar. Bætið smjöri við í lokin ásamt appelsínu­ bátum.

Bræðið smjörið í potti. Setjið eggjarauður og edik í skál og pískið vel saman yfir vatns­­baði, passið að hitinn þarf að vera mjög vægur. Pískið þar til áferðin er létt og loft­­­kennd, takið þá af hitanum og bætið smjör­­inu var­lega saman við í mjórri bunu á meðan pískað er. Þegar allt smjörið er komið saman við er sósan smökkuð til með salti og pipar. laukhringir: 1 lítill laukur, skorinn í sneiðar 100 g kartöflumjöl salt olía til að djúpsteikja

kryddjurtaolía: Setjið ­afgangskryddjurt­ir (t.d. dill, estra­­gon, ­graslauk, steinselju) í bland­­­ara með olíu og mauk­­ið þar til olían hitnar. Sigtið. Gott er að geyma olíuna í skömmtum í frysti.

Hitið ofninn í 180°C. Sjóðið gulræturn­­ar og kartöflurnar í söltu vatni þar til þær verða mjúkar og full soðnar. Látið gulræturnar inn í ofn ásamt hunangsgljáan­ um og bakið í u.þ.b. 20 mínútur. Steikið kartöflu­rnar á pönnu með smjöri, hvítlauk og timjan þar til þær verða gulllitaðar að utan.

Blandið saman í skál, kartöflumjöli og ­salti. Veltið laukhringjunum upp úr blönd­unni, dustið af allt aukakartöflumjöl og djúpsteikið hringina í olíu sem hefur náð 180°C hita. Raðið öllu sem er í réttin­ um upp á disk eins og á mynd. Ofnbakaður poussin-kjúkling­ur.


Afar auðvelt er að vinna með þetta hráefni þar sem það kemur í sérstökum pokum sem ung­­­hæn­­an er elduð í og því verður kjötið lungamjúkt og safaríkt. Þetta er skemmtileg nýjung á markaðn­um sem verðskuldar athygli sælkera.

PESTÓKRYDDLEGINN POUSSIN­-­KJÚKL­INGUR MEÐ ÍSLENSKU BYGGI Í JÓGÚRTKRYDDSÓSU fyrir 2 ­­­

1 pakkning poussin-kjúklingur

Bakið í ofni samkvæmt leiðbein­ ingum og látið hann síðan á grillið í nokkr­ar mínútur til að fá gott grillbragð. bygg með jógúrtdressingu: 100 g soðið bygg (soðið í um 10 mín. í vatni þar til byggið er soðið í gegn) 5 g steinselja 5 g dill 5 g fáfnisgras 5 g graslaukur 200 g hreint jógúrt salt sítrónusafi

við byggið. Kryddið til með salti og sítrónusafa. pestó: 30 g basilíka 150 g olía 50 g parmesan-ostur 30 g furuhnetur salt hvítur pipar

Ristið hneturnar í ofni við 160°C í u.þ.b. 4-5 mínútur. Blandið öllu saman í matvinnsluvél og smakkið til með salti og hvítum pipar. Berið pestóið fram með kjúklingnum.

Sigtið vatnið frá bygginu. Fínsaxið kryddjurt­irnar og blandið saman við jógúrtið og látið síðan saman POUSSIN-KJÚKLINGUR MEÐ ­VILLISVEPPA-RISOTTO, STEIKTUM VILLISVEPPUM OG KLETTASALATI Fyrir 2 1 pakkning poussin-kjúklingur

Bakið í ofni samkvæmt leiðbeiningum og látið hann síðan á grillið í nokkrar mínútur til að fá gott grillbragð. Einnig má setja kjúklinginn undir grillið í ofn­ inum í nokkrar mínútur. villisveppa-risotto: 1-2 msk. olía 1 msk. smjör 70 g villisveppir 50 g skalotlaukur, fínt saxaður 200 g arborio risotto-grjón 100 ml hvítvín 100 ml kjúklingasoð (vatn og kjúklingakraftur) 150 ml rjómi salt og pipar nokkrir dropar af truffluolíu (má sleppa) nýrifinn parmesan-ostur

Poussin-kjúklingur með ­villisveppa-risotto.

Hitið olíu og smjör í meðalstórum potti og steik­ið svepp­ ina, bætið svo skalotlauknum og ­arborio-grjónunum saman við og steikið í nokkr­ar mín­­útur. Bætið hvítvíni út í og sjóðið aðeins niður, setjið síðan kjúklinga­soð saman við og síðast rjóma. Gott er að eiga smávegis

hvítvín aukalega ef grjónin eru ekki alveg tilbúin. Þá er bara að bæta meiri vökva við og sjóða. Þeg­ar grjónin eru alveg að verða klár smakkið þá til með salti og pipar og skvettu af truffluolíu og nýrifnum parmesan-osti. steiktir sveppir: 100 g blandaðir villisveppir ­ (mæli með kantarellum eða ostrusveppum) 1-2 msk. olía 1-2 msk. smjör salt og pipar klettasalat

Gangið úr skugga um að sveppirnir séu hreinir og fínir. Rífið eða skerið þá niður í litla bita. Hitið pönnu og setjið olíuna út á og síðan sveppina saman við, bætið loks smjörinu út á pönnuna. Steikið þar til svepp­irnir verða gylltir og stökkir. Krydd­ið með salti og pipar. Setjið klettasalatið í kalt vatn með klaka í nokkrar mínútur og þerrið svo í salatvindu í nokkrar mínút­ur. Látið ­risotto­-ið á disk, kjúklinginn ofan á, skreytið með kletta­ salati og stráið parmesan-osti yfir ásamt Maldon-salti og gæða-vinigrette.

Helgarblað Október 2017

53


KYNNING

Falleg, vönduð & framúrskarandi hönnun í Hrím Vöruúrvalið og fjölbreytnin hefur aldrei verið meiri

Umsjón / Sjöfn Þórðardóttir Viðmælandi / Tinna Brá Baldvinsdóttir framkvæmdastjóri.

V

erslanirnar Hrím eru orðnar þrjár talsins, ein á Laugaveginum og tvær í Kringlunni. Nýjasta verslunin er á fyrstu hæð Kringlunnar þar sem Mýrin var áður. Framkvæmdastjóri Hrím, Tinna Brá Baldvinsdóttir er afar stolt af nýjustu versluninni og þeim fjölmörgu nýju vörum sem nú má finna í Hrím. ,,Við erum ótrúlega glöð að hafa loksins opnað stóra og góða verslun í Kringl­ unni þar sem við getum verið með breiðara vöruúrval eins og á Laugavegi 25 þar sem við erum nýverið búin að opna upp á aðra hæð. Eins og ávallt leggjum við mikið upp úr íslenskri hönnun og við erum mjög stolt af þeim nýju merkjum sem bæst hafa við nýlega í Kringlunni. Þar má meðal annars nefna vörur frá Feld, Farmers Market, OrraFInn og As we grow.” ,,Við leggjum mikla áherslu á að fólki finnist gaman að koma í Hrím og skoða fjölbreytta og skemmtilega hönnun­ ar­vöru. Að okkar mati snýst þetta um heildarupp­lifun viðskiptavinarins, við vöndum okkur við gluggaútstill­ ingar, veljum skemmti­­­lega tónlist í verslunum okkar, notum til að mynda sérhannaðan gjafapappír og svona mætti lengi telja. En mikilvægast af öllu er auðvitað persónuleg og góð þjónusta frá okkar frábæra starfsfólki.”

,, As we grow – Ný lína, falleg íslensk hönnun framleidd úr gæðaefni þar sem fág­uð snið er höfð að leið­ arljósi.”

54

Helgarblað Október 2017

,,Nýlega fórum við að hanna og framleiða nokkrar vörur í samstarfi við flott lista­ fólk. Þar má til dæmis nefna Regnpokann sem hefur heldur betur slegið í gegn. Að sama skapi erum við ótrúlega stolt af platkötunum okkar sem við köllum Jurtir by Hrím.”

,,Designletters svörtu bollarnir eru það heitasta í dag, ný lína nýkomin í verslanir.”


,,Jurtir by Hrím plaköt – Hrím framleiðir eftirfar­ andi plaköt í samstarfi við vin sinn en Tinnu langaði að gera plaköt af jurtum sem tengja hana við barnæskuna úti í náttúrunni í Stykkishólmi. Jurtir by Hrím verða með samtals tólf jurtum en ­þrjár nýjar eru væntan­ legar fyrir jól.

,,Regnpokann má fá í fjórum litum og er hann hannaður og framleiddur af Hrím. Regnpokinn er tilvalin tækifæris- og fyrirtækjagjöf. Þeir eru til í tveimur stærðum 10 lítra og 5 lítra og eru 100% vatnsheldir.“

Þ

essa vöru hannaði ég ásamt Bobby Breiðholt sem útfærði lógó-ið með mér. Regnpokinn hefur verið mjög vinsæll hjá okkur fyrir útivistarfólk og í veiðina í sumar. Svo er fólk líka bara að elska notkunarmöguleikana þeirra og notar þá dagsdaglega í íslensku veðráttunni. Í pokann passar lítill Macbook sem einstaklega hentugt fyrir skólafólk sem og útvistarfólk sem getur án hans verið. Þetta verður jólagjöfin í ár. Frábært verð á þeim.” Tinna Brá Baldvinsdóttir framkvæmdastjóri.

,,Thermo flöskurnar eru ómissandi á hvert heimili, ný komnar og rjúka út líkt og heitar lummur.” Helgarblað Október 2017

55


VANDAÐU VALIÐ HARÐPARKET Krókhálsi 4

56

Sími 567 1010

110 Helgarblað Reykjavík Október www.parket.is 2017

Opnunartímar: mán - fös kl. 9–18 og lau kl. 11–15


HEIMSÓKN

Nýuppgert hús í Keflavík Texti / Sigríður Elín Myndir / Aldís Pálsdóttir Eldhúsinnréttingin er frá innréttingafyrirtæki sem nú er hætt. Borðplatan er kvars steinn frá Rein.

Í

sól og blíðu brunuðum við til Keflavíkur til að hitta hjón sem þar búa í fallegu, gömlu húsi við Suðurtún. Eldrauð útidyrahurð blasti við okkur frá bílastæðinu og húsið sem hurðin til­­­heyrir er hvítmáluð með svörtu sjarmerandi þaki. Það er augljóslega búið að dekstra við þetta krúttlega hús í Keflavík, eig­­ endurnir eru úr bænum og kalla bæinn sinn ekkert annað en Keflavík.

Á haus í framkvæmdum Una Guðlaugsdóttir danskennari og flugfreyja og Eðvald Heimisson málarameistari tóku á móti okkur þennan sólríka dag, heimasætan Jóhanna, sem er 11 ára, var líka heima en sonur Unu sem einnig býr hjá þeim var ekki í húsi. Una segir okk­ur að hún hafi keypt húsið árið 2012, rétt áður en hún kynntist Eðvald, og að hún hafi þá ekki farið út í neinar stór­­vægileg­ar fram­­kvæmdir. Það var ekki fyrr en ­snemma á síðasta ári sem Una og Eðvald ákváðu að taka neðri hæðina í gegn: ,,Við gerðum neðri hæðina fokhelda og fluttum úr húsinu í nokkra mánuði á meðan við vorum að taka hana í gegn. Við fengum Báru Gunnlaugsdótt­­ur inn­­­­­­­anhússarkitekt og Freyju Árnadótt­ur sem einnig er innanhússarkitekt til að að­­stoða okk­­­ur við breytingarnar sem var alveg frá­­ bært. Þær komu með margar hugmyndir og hjálp­­­­­uðu okkur að ákveða hvernig væri best að útfæra eldhúsið, baðherbegið og svo voru þær líka með ákveðnar hugmyndir varðandi gólf­­­­­­efni; þær fundu þrjár týpur af fallegum flís­­um sem við völdum svo úr þannig að við þurft­­um ekki að fara og þræða allar flísabúðir í Reykja­­vík. Okkur fannst mjög gott að vinna með þeim og þær voru mjög hjálplegar að öllu leyti. Við gerðum mjög mikið sjálf en fengum rafvirkja og pípara til að gera það sem þeir

58

eru fagmenn í. Þegar við vorum búin að vera á haus í næstum þrjá mánuði vorum við alveg að verða búin að fá nóg af framkvæmdum en svo sáum við nú fyrir endann á þessu og erum alsæl í dag með að hafa drifið í þessu. Skipu­­ lagið á neðri hæðinni var allt öðruvísi, það er algjör óþarfi að vera með tvær litlar stofur, eins og skipulagið var áður, miklu hentugra að vera með bara eina stærri stofu og rýmið er allt miklu opnara en áður. Við stækkuðum líka baðherbergið sem var lítið og mjótt og minnk­­uðum hjónaherbergið á móti sem var allt í lagi því það var stórt fyrir. Við kláruðum svo framkvæmdirnar í maí, fluttum aftur inn og áttum því æðislegt sumar án framkvæmda í húsinu,” segir Eðvald og brosir. Stiginn í húsinu er upprunalegur, Una og Eðv­ald ákváðu að bíða með framkvæmdir á hon­­um. ,,Ég keypti húsið á sínum tíma af því mér fannst stiginn svo fallegur og rennihurð­­in sem var þar sem veggurinn á milli eldhúss­­ins og stofunnar er núna,” segir Una en renni­­ hurð­­­­­­inni var fórnað fyrir eldhúsvegg milli þess og stofunnar. ,,Við vitum ekki hvað er best að gera varðandi stigann. Hann er svo þröngur með handriðinu og þess vegna var það tekið niður og við höfum verið að velta fyrir okkur hvort við eigum að mála hann eða hvað við eig­­um að gera við hann því okkur finnst hann líka fallegur,” segir hún hugsi.

Myndir af berum konum inni í veggnum Una segir að Húsið sé síðan 1952 og að það hafi hér áður fyrr verið leigt út til bandarískra her­ manna: ,,Á þeim tíma voru herbergin í húsinu fleiri en þau eru í dag. Það er gaman að segja frá því að þegar ég var að brjóta niður vegg á neðri hæðinni fann ég gamlar slides-film­ur;

hálfgerðar dónamyndir sem voru faldar inni í veggnum og blöð frá klúbbi sem hefur verið til á þessum árum og sendi út fréttabréf og þessar slides-myndir líklega með. Þær þykja nú ekk­­ert grófar í dag en þóttu það eflaust á þeim tíma. Þetta var ótrúlega skemmtilegur fundur og okkur langar jafnvel að gera eitthvað meira með þessar slides-myndir, kannski við látum stækka eina þeirra upp og hengja hana svo upp hér í húsinu,” segir Una brosandi og sýnir blaðamanni og ljósmyndara myndirnar sem eru af hálfberum, íturvöxnum konum með ­fal­lega hárgreiðslur. Eðvald er málarameistari og er nýbyrjaður að vinna hjá Slippfélaginu, sem er með nýja búð í bænum, eftir að hafa starfað hjá Flugger í 17 ár. Það voru því hæg heimatökin þegar kom að því að mála húsið, en hvernig völdu þau réttu litina? ,,Elli blandaði ég veit ekki hvað marga liti til að finna þá réttu, bæði á eldhúsinnrétt­ inguna og veggina. Við vorum lengi að finna akkúrat litina sem við vildum en þessi sem er á allri neðri hæðinni nema hjónaherberginu er númer 48 hjá Flugger. Við kíkjum upp á efri hæð­ina, tökum gamla sjarmerandi stigann upp og þar er sjónvarpshol, tvö barnaherbergi, lítið baðherbergi sem þau eru alveg búin að gera upp og föndurhorn fyrir heimasætuna. ,,Þetta var bara köld geymsla áður,” segir Una. Í dag eyðir Jóhanna sem er 11 ára löngum stund­um þar og dundar sér við að gera alls konar origami-föndur og fleira. Gamaldags poppvél stendur á gólfinu en hún var keypt á Netinu. Ofnarnir í húsinu er upprunalegir og sjarmer­­­andi, sérstaklega af því að núna er búið að gera þá svo fína. ,,Já, við létum sandblása alla gömlu ofnana dökkgráa, mér finnst þeir svo æðisleg­­ir, þeir eru á fótum og alveg heilir. En af því að við viljum hafa gömlu fallega ofnana reynist okkur erfitt að finna gólfefni á

Framhald á næstu opnu

Helgarblað Október 2017


,Það var búið að vera yndislegt veður og sól mest allan maí og svo gerði bara versta veður sumarsins daginn sem við giftum okk­ur. Það var eiginlega óveður og við gátum ekkert not­að partítjaldið sem var úti í garði og því voru hundrað manns inni í húsinu, það var alveg stapp­­að en mjög skemmtilegt.

HEIMSÓKN

efri hæð­­­ina sem passar undir þá. Ef við setjum park­­et þarf að sníða það í kringum ofnana og þess vegna datt okkur í hug að setja dúk eða kork en við erum ekki búin að ákveða enn þá hvað verður en við verðum að gera eitthvað með gólfið,” segir Una.

Versta veður sumarsins á brúðkaupsdaginn Þar sem sólin skín úti opnar Eðvald út í garð, við kíkjum á garðinn og Jóhanna prílar upp í tré þar sem ljósmyndari blaðsins smellir af henni skemmtilegri mynd. ,,Eru þið búin að gera eitthvað fyrir garðinn?” Nei, ekki enn þá en við flotuðum samt yfir steypta pall­inn hérna beint fyrir utan húsið því steypan var svo illa farin og það kom miklu betur út en við þorðum að vona. Við giftum okkur nefnilega hérna heima síðasta sumar og ætluðum að hafa veisluna úti í garði líka,” segir Eðvald og Una bætir við að þetta hafi nú verið svolítið skondið því þau hafi boðið hundrað manns í brúðkaups­veislu og slegið upp veislutjaldi úti í garði þar sem veislan átti að vera úti og inni: ,,Það var búið að vera yndislegt veður og sól mest allan maí og svo gerði bara versta veður sumarsins daginn sem við giftum okk­ur. Það var eiginlega óveður og við gátum ekkert not­ að partítjaldið sem var úti í garði og því voru hundrað manns inni í húsinu, það var alveg stapp­­að en mjög skemmtilegt. Þetta var eigin­ lega bara svolítið fyndið því við áttum ekki von á óveðri eftir blíðuna sem á undan hafði verið,” segir Una og hlær að minningunni.

,,Ég var búin að taka tvær hæðir í gegn og átti bara kjall­ arann eftir þeg­­­ar við kynnumst. Una var þá nýbúin að kaupa þetta hús og við ákváðum í framhald­­­inu að selja húsið mitt og sameinast hér,” segir Eðvald.

60

Helgarblað Október 2017

Glugginn í borðstofunni heillandi Heimilið er notalegt, það er einhver ró yfir því og stíllinn hlýlegur en hvernig myndi Una sjálf lýsa stílnum á heimilinu þeirra? ,,Þetta er svona okkar stíll sem við erum búin að skapa okkur í sameiningu hér en áður en við kynnt­ umst átti ég íbúð og þar var ég með allt hvítt og háglans. Elli átti svo hús í gamla bænum hér í Keflavík, gamalt hús sem hann var að taka í gegn,” segir Una. ,,Ég var búin að taka tvær hæðir í gegn og átti bara kjallarann eftir þeg­­­ar við kynnumst. Una var þá nýbúin að kaupa þetta hús og við ákváðum í framhald­­­inu að selja húsið mitt og sameinast hér,” segir Eðvald og Una tekur und­ir og bætir við að þau hafi verið lengi að hugsa það hvernig þau ættu að breyta húsinu og gera það upp áður en þau réðust svo í fram­ kvæmdir. Við erum ótrúlega ánægð með eld­ húsið; að hafa fært það hingað inn því það var pínulítið en eftir breytingarn­­ar er það miklu stærra og opn­­ara,” segir Una og Jóhanna bætir sposk á svip við, ,,það var sérstak­lega hannað fyrir sörubakstur.” Una tekur undir það brosandi: ,,Núna höfum við nóg borðpláss til að gera sör­­ur, það þarf svo mikið pláss þegar við erum að dýfa þeim í súkku­­laðið.” Hún segir að fjöl­­skyld­­an borði oftast við eyjuna í eldhúsinu en við borðstofu­ borðið ef það eru fleiri í mat. ,,Borðstofu­borðið er hægt að stækka í báða enda og komast því margir fyrir við það. Ég keypti þetta borð í antíkbúð í Hafnarfirði og fékk svo þessa fallegu kolla sem eru við endana á því í Heimilum og hugmyndum. Glugginn í borðstof­unni finnst okkur svo alveg yndis­­lega fallegur, það er mjög notalegt að sitja við borðstofuborðið þegar það er fallegt veður og horfa út,” segir hún og við kaupum það alveg enda sérlega fallegur, sérstaklega þegar sólin skín eins og núna.

Plakatið fyrir ofan stigann er úr Nýja Bíói í Keflavík, þegar það var tekið í gegn fékk Eðvald að eiga bæði þetta plakat og það sem hangir niðri í stofu. Það plakat er jafngamalt húsinu, síðan 1952.

Eldrauð útidyrahurð blasti við okkur frá bílastæðinu og húsið sem hurðin til­­­heyrir er hvítmáluð með svörtu ­sjarmerandi þaki.


Við færum þér góðar gluggalausnir Gluggahöllin ehf. flytur inn og smíðar glugga og hurðir í öllum mögulegum stærðum. Allar vörur eru framleiddar úr hágæða efni sem þolir vel íslenska veðráttu. Leitaðu til ráðgjafa okkar til að fá nánari upplýsingar og tilboð, þér að kostnaðarlausu

Trégluggar // Álklæddir gluggar Pvc gluggar // Hurðir // Sérsmíði

Er í sama húsi og Graníthöllin www.gluggahollin.is Gluggahöllin ehf. Mörkin 4, 108 Reykjavík, S: 555 0760 info@gluggahollin.is


HÚSGÖGN

Korkurinn kemur sterkur inn árið 2017 Einfaldleikinn uppmálaður hjá Jasper Morrison hönnuði.

Texti / María Erla Myndir / Frá framleiðendum

Morrison hefur einnig hannað skó en þessa gerði hann fyrir Camper árið 2008.

Modular-sófinn er virkilega fallegur.

B

Glo-ball-ljósið.

retinn Jasper Morrison fæddist í London árið 1959 en hann er einn áhrifa­­ mesti iðnhönnuður á alþjóðlegum vettvangi í dag. Hann útskrifaðist úr London‘s Design frá Kingston-háskóla og fór í framhaldsnám í Royal College of Art og Hochschule der Künste (HDK) í Berlín. Árið 1986 setti hann svo upp hönnunarskrifstofu í London en í dag rekur hann einnig stofur í París og Tókýó. Morrison er þekktur fyrir einfaldleika í hönnun sinni, að hlutirnir sem hann hann­ ar séu stílhreinir, hafi fallega lögun og notagildi. Hann leggur jafnframt áherslu á að hlutirnir höfði til kaupenda og séu úr vönduðum efnum og ekki síst á góðu verði.

Jasper Morrison ásamt Monopod-stólnum í korkútgáfu.

Í upphafi voru viðskiptavinir Morrison flestir af heimaslóðum en það var húsgagna­fyrirtækið Sheridan Coakley í London sem var meðal fyrstu kaupenda að verkum hans. Þó að Morrison hafi byrjað feril sinn sem húgsagnahönnuður nær það sem hann fæst við í dag yfir afar fjölbreytt svið; allt frá húsgögnum og borðbúnaði til rafeindatækja, úra og skófatnaðar. Hann hannaði meðal annars Glo-Ball-ljósafjölskylduna fyrir Flos, staflanlegu Air-stólana fyrir Magis og ýmis­ legt fyrir Alessi, Cappellini og Rosenthal. Morrison hefur einnig hannað í gegnum tíðina ýmislegt fyrir Vitra, en þar má nefna hinn fjölnota Hal-stól, Rotary Traybakk­­­ann og nú síðast Soft Modular-sófann sem kom á markað á þessu ári en hann er hluti af „super­-normal“-húsgagnalínunni fyrir Vitra. Þá hannaði Morrison einnig Cork-fjölskyld­una vinsælu en hún samanstendur af þremur litlum og sterkbyggðum kollum úr gegn­­heilum korki. Kollana er einnig hægt að nota sem hliðarborð en korkur er náttúrulegt og sterkt efni og einkar umhverfis­ vænt. Síðast en ekki síst má nefna Monopod-stólinn frá árinu 2008, en hann fæst einnig í korki sem verður mjög áber­­andi innanhúss-trend árið 2017. Korkurinn bætir hlýju og fallegri áferð inn í rými sem hægt er að nýta með margvíslegum hætti.

62

Air-chair, hannaður fyrir Magis árið 2000.

Helgarblað Október 2017

Hal-stóllinn kemur í nokkrum útfærslum og var hannaður á árunum 2010-2011.

Cork-fjölskyldan samankomin.


BYSTED

VISUALLY COMPELLING. CAREFULLY ENGINEERED.

FALLEGT ÚTLIT VÖNDUÐ HÖNNUN

Heritage and craftsmanship combined with innovation. The new INSPIRATION™ collection and its tailored exterior, brings justice to an ingenious inside. Slow grown pine, natural latex, high thread-count cotton and our very own, original, spring cassette Hefðir, handverk og framþróun. Nýja Inspiration línan fallegt comfort og gæðalegt útlit system, with interlocked springs made from Swedish steel. Forhefur unparalleled and sleep.

í samraæmi við innri gæði. Hægvaxta fura, náttúrulegt latex, þéttofin bómull og okkar eigið ORIGINAL SINCE 1926 gormakerfi úr sænsku karbon stáliTHE gefur óviðjafnanleg þægindi og stuðlar að góðum svefni.

15% afsláttur af rúmum o g sérpöntunu m til 14. október

DUXIANA

dux.se

Ármúla 10 ) 568 9950 duxiana.is

Háþróaður svefnbúnaður


HÚSGÖGN

Marc Sadler

– hönnuður sem byggir á framtíðinni

Texti / María Erla Myndir / Frá framleiðendum

Beluga-ljós frá Fabbian.

Ljósið er frá Foscarini.

Sófinn og skemillinn eru frá Désirée.

Marc Sadler.

H Sadler hlaut verðlaun á þessu ári fyrir Nassau­-stólana. Fallegir og viðhaldsfríir! Fást meðal annars í Willamia.

Þessi stóll frá Gaber heitir Terasse.

önnuðurinn Marc Sadler er franskur ríkisborg­ ari, fæddur í Austurríki þann 4. desember 1946, nú búsett­­ur í Mílanó á Ítalíu. Sadler hefur búið og starfað í mörg ár í Evrópu, Norður-­Ameríku og Asíu en í dag starfar hann sem ráðgjafi fyr­ir fyrir­­­tæki sem ná yfir ýmis svið svo sem húsgögn, heimili­­tæki, lýs­ ingu, tækni­­lega há­­þróaðar vörur og vörur á sviði íþrótta. Á öllum þessum svið­­um hafa tilraunir með plast oft spilað stórt hlutverk sem og í verk­­um hans. Starfsferill Sadlers hófst í raun vegna óbilandi ástríðu hans fyrir tækni og tilraunum með ný efni en Sadler útskrifaðist úr iðnhönnun frá ENSAD-háskólanum í París árið 1968 og fjall­aði loka­ verkefni hans að miklu leyti um plast og notkun þess. Í upphafi áttunda áratugarins full­­komnaði Sadler fyrstu skíða­­skóna úr Thermo-plasti, eða harð­­plasti, sem síðar voru seldir af ítalska fyrir­­­­­tæk­­inu Caber (seinna þekkt sem Lotto). Þetta markaði upphafið að löngu og góðu sam­­starfi sem leiddi til einkaleyfis á þess­kon­ar skíðaskóm sem voru í mörg ár mest seldu skíða­­­skór í heimi. Þetta varð til þess að Sadler fór að sérhæfa sig í íþrótta­­hönnun sem leiddi af sér samstarf við mörg af stærstu, alþjóð­­­ legu íþrótta­­fyrirtækjunum í Bandaríkj­­unum, Asíu og Evrópu. Hann hefur hannað allt frá mótor­hjólabúnaði til skóbúnaðar en hann hannaði meðal annars sandala fyrir Nike, sem flestir ættu að kannast við, árið 1995. Marc Sadler hefur unnið náið með verkfræð­­­ingum og skapað ferli sem leitt hefur til mismunandi vara en hann leggur mikla áherslu á tækni og þá aðferðafræði sem liggur að baki sköpunarverk­um hans. Hann tekur þátt í að þróa og hanna fram­leiðsluferlið og fylgir því frá upphafi til enda. Á þann hátt hefur Sadler náð að brjóta upp og skapa nýjar að­­ferðir í iðnhönnun. Samhliða ástríðu hans fyrir verk­­fræði og ný­­­­­ sköpun skiptir fagurfræði, tilfinning fyrir verk­­inu og mark­­aðssetning hann miklu máli;

að varan sé aðlaðandi. Sadler hefur ekki aðeins fengist við vörur á sviði íþrótta því hann hefur einnig sérhæft sig í lýsingu og húsgagna­hönn­­­un. Það kemur skýrt fram í hönnun hans á Mite and Tite-lamp­­anum, sem hann hann­aði fyrir Foscarini, hvernig verkfræðin og fagurfræðin mætast. Það tók hann fjögur ár að þróa lamp­ann eftir mikla tilraunastarfsemi þar sem ýmsir tæknilegir þættir og að­ ferðir voru prófuð. Síðar vann Sadler Compasso D‘oroverðlaunin, eða Gyllta átta­vitann, árið 2000 en lampinn opnaði nýjar gáttir á sviði framleiðslutækni og hráefna sem Foscarini sýnir nú með stolti í sýn­ingarsal sínum. Sadler hélt áfram að sýna sig og sanna og árið 2006 kom Twiggy-lampinn á markað en hann sést á ófáum íslenskum heimilum í dag, sem og víðar. Twiggy-lampinn byggir á áralöngu sam­starfi Sadlers við Foscarini en upp­­haflega kom hug­­­mynd­in að Twiggy­-lampanum út frá veiðistöng að sögn Sadlers en hugsunin á bak við lamp­ann er sú að hann sé sveigj­­­­­an­­­­legur – líkt og veiðistöng. Lamp­­inn er einfald­ ur í hönn­­un en á sama tíma háþróuð vara sem setur sterk­­an svip á hvert það rými sem hann kemur inn í. Í kjölfar velgengni vörunnar hafa komið á markað nýjar viðbæt­ur við Twiggy-fjöl­­skyld­una, líkt og loftljós og leslampi. Marc Sadler hefur unnið á einkar mismunandi sviðum í gegnum hönn­­­unarferil sinn og gert tilraunir með mis­­ munandi aðferðir og tækni til þess að öðlast nýja sýn og áhrif í heimi hönnun­ar. Þannig nær hann að tvinna saman reynslu úr ólíkum áttum sem gerir hann að jafn einstök­­ um hönnuði og hann er en hann hefur unnið til fjölda alþjóð­­legra verðlauna fyrir hönnun sína og verk í gegnum árin. Þar á meðal hef­­­ur hann fjórum sinn­­um hlotið Gyllta átta­­vitann og nú síðast hlaut hann ­iF­-­­hönnun­arverðlaunin 2017 fyrir hönnun sína á Nassau-stólnum fyrir Metalmobil. Verk hans prýða nú meðal annars MOMA-safnið í New York og Beaubourg-safnið í París. ­

„Samhliða ástríðu hans fyrir verkfræði og nýsköpun skiptir fagurfræði, tilfinning fyrir verk­inu og markaðssetning hann miklu máli; að varan sé aðlaðandi.“

Sófinn heitir Monopoli og var hannaður fyrir Désirée.

64

Helgarblað Október 2017

Hér má sjá Twiggy-borðlampa.


1C

1N

1,5N

10W

2N

7W

3N

TRUE MATCH HÚÐIN ÞÍN HEFUR SÖGU AÐ SEGJA, VERTU HENNI TRÚ. MEÐ BREIÐARA LITAÚRVAL EN NOKKRU SINNI ÁÐUR BLANDAST TRUE MATCH FULLKOMLEGA VIÐ ÞINN HÚÐTÓN OG GEFUR NÁTTÚRULEGA ÁFERÐ. ALLS 21 LITUR AF EINSTAKRI FORMÚLU SEM PASSAR ÞÍNUM EINSTAKA HÚÐLIT. TRUE MATCH ER TRÚR ÞINNI HÚÐ – TRÚR ÞINNI SÖGU. VIÐ ERUM ÖLL ÞESS VIRÐI.

3C


KYNNING

Rafmagnaður Lífstíll Umsjón / Sjöfn Þórðardóttir Myndir / Aldís Pálsdóttir & Hákon Davíð Björnsson

Það er margt sem þarf að hafa í huga þegar kemur að bílakaupum. Hraði, snerpa, stærð og verð og síðast en ekki síst að hann sé umhverfisvænn, sparneytinn og sé búinn þægindum sem læt­ur þér líða eins og þú sért heima í stofu og huga að framtíðinni en hún er án útblásturs.

MINI COOPER KRAFTMIKILL OG SVALUR BORGARBÍLL VERÐUR HÁLF RAFKNÚINN

H Akstureiginleikar Mini Cooper, fágað útlit, glæsi­­leg innrétting sem og krafturinn eru helstu kostir þessa fáks að mínu mati. Einnig er hann sparneyt­inn og vistvænn sem hentar þeim sem vilja vera hagsýnir og umhverfis­­vænir, það er framtíðin.

66

ver man ekki eftir kvikmyndinni ,,The Itali­an Job 2003 ” sem skartaði stór leikurun­um Mark Wahlberg, Charlize Theron, Jason Statham og  Edward Norton. Í samnefndri kvikmynd spilar hinn djarfi Mini Cooper ansi stórt hlutverk í æsi spenn­­andi flótta nokkurra Mini Cooper bifreiða sem breiða úr sér um hraðbrautir og lestarkerfi ­Los Ange­ les þar sem kröftugt og einkennandi útlit Mini Cooper og einstakir aksturseiginleikar fléttast saman. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan og umtalsverð þróun hefur orðið hjá bílaframleið­end­ um síðan þá.

um helgar sem hentar mér fullkomlega. Plug in hybrid eða tengiltvinnbíll eru bifreiðar sem eru bæði með hefðbundnar vélar og ganga jafnframt fyrir rafmagni, en slíkir bifreiðar verða æ vinsælli þegar bifreiðaeigendur huga að vistvænni lífs­ máta. Rafdrægni bílsins er uppgefin 42 kílómetrar miðað við góðar aðstæður. Mini Cooper státar af lágri eyðslu og lítilli losun koltvísýrings (CO2). Meðal eyðsla er uppgefin 2,2 L miðað við raf­ magns/bensín akstur. Með því að hlaða bílinn á hraðhleðslustöðvum þá er hægt að fullhlaða bílinn á tveimur klukku­stundum og fimmtán mínútum en sé það gert heima í venjulegri 220 volta hleðslu á þremur klukkustundum og fimmtán mínútum.

DJARFUR EN VISTVÆNN LÍFSMÁTI

KRAFTMIKILL, REFFILEGUR OG SPARNEYTINN FÁKUR

Þessi djarfi og skemmtilegi bíll heillaði mig strax upp úr skónum því hann sameinar svo margt sem að mínu mati þarf að vera í bíl heimilisins og það sem stendur upp úr eru akst­­ureiginleikar hans, kraftur og snerpa. Auk þess að hann hrikalega svalur á götunum. MINI Cooper S E Country­ man ALL4 tengitvinn­bíl­inn framleiddur af BMW verk­­smiðjunum er fullkomið ökutæki fyrir þá sem vilja njóta góðs af eingöngu rafmagns­ akstri þegar ekið er á milli vinnu og heimilis en á sama tíma njóta góðs af ótakmörkuðum akstri

Helgarblað Október 2017

Akstureiginleikar Mini Cooper, fágað útlit, glæsi­­ leg innrétting sem og krafturinn eru helstu kostir þessa fáks að mínu mati. Einnig er hann sparneyt­ inn og vistvænn sem hentar þeim sem vilja vera hagsýnir og umhverfis­­vænir, það er framtíðin. Bíllinn er með 3 cyl bensín vél sem er 136 hö og raf­ mótorinn er 88 hö sem framleiða samtals 224 hö. Hægt er að ná hröðun frá kyrrstöðu upp að 100 km á 6,8 sek. Mini Cooperin skartar flottum álfelgum. Bíllinn er ekki bara svalur, það er bara einn Mini.

FJÓRHJÓLADRIFINN OG VEL BÚINN MINI Cooper S E Countryman ALL4 er bíll sem sameinar pláss og hagkvæmni sem eykur nota­­ gildið. Bíllinn er fjórhjóladrifinn sem getur komið sér vel á snjóþungum vetrardögum eða þegar skroppið er út fyrir malbikið sem mér finnst frábært. Bíllinn sem ég prófaði var vel búinn með lyklalausu aðgengi og sparkskynj­­ara sem mundi auðvelda mér að opna skottið á bílnum þegar ég er í innkaupaleiðangri með fullar hendur af pokum. Svo er það þessi frá­­bæri eiginleiki að hægt er að tímasetja miðstöðina í bílnum og forhita hann á köldum vetrar­­morgni fyrir kuldaskræfu eins og mig. Bíllinn er með eindæmum hljóðlátur þegar rafmótorinn knýr bílinn áfram og gerir það að verkum að það er mun meiri upplifun að aka bílnum. Tvískipt loftkæling, ýmsar aksturstillingar eru boði, sport eða sparnaðarakstur svo eitthvað sé nefnt. Ég gat ráðið því hvort ég vildi keyra á rafmagnsmótor og eða bensínmótor. Bak­­myndavél er staðalbúnaður og bílinn getur lagt sjálfur í stæði sem er mikill kostur.

MINI COOPER - TILBÚINN TIL FLUGTAKS Djörf hönnun á bílnum heillaði mig strax og svalt innanrými kom upp í hugann þegar ég setist inn í bílinn. Mini Cooper að innanverðu minnti mig aðeins á flugstjórnarklefa en fram­­úrstefnulegt mælaborð mætir þér þegar þú sest inn í bílinn með flottri lýsingu. Einnig er tengja snjallsímann við afþreyingarkerfið með bluetooth eða USB tengi og spila til dæmis Spotify tónlistarveituna og njóta akstursins líkt og á bleiku skýi í háloftunum.


NISSAN LEAF GLÆSILEIKINN Í FYRIRRÚMI Í DRAUMABÍL FJÖLSKYLDUNNAR Nissan Leaf er svalur fákur í fararbroddi sem uppfyllir alla drauma prinsessunnar á bauninni. Rýmið innandyra kom mér skemmtilega á óvart og er Nissan Leaf sérstaklega rúmgóður fjölskyldubíll með djúpu og góðu far­­ang­ urs­rými. Mótorinn er aflmikill og drægnin er góð eða allt að 250 kílómetra og Leaf býður upp á hraðhleðslu þar sem hægt er að setja hann í hraðhleðslustöð og ná 80% hleðslu á þrjátíu mínútum sem er mikill kostur þegar maður bregður sér út fyrir borgina. Tæknibúnaðurinn sem heillaði mig hvað mest var hitunartæknin og bara það að geta hitað bílinn áður en ég legg af stað á köldum vetrarmorgni gerir mig hamingjusama. Ég elska tæknina, ég get talað við bílinn í gegnum smáforrit á símanum. Þessi fákur er með tímastilltan forhitara á miðstöð sem gerir okkur kleift að stilla inn hvenær á morgnana við viljum að bíllinn verði orðinn heitur þannig að við komum ávallt inn í heitan bíl, ef það dugar ekki til er hann einnig með hita í sætum frammí og afturí ásamt hita í stýri. ­Dásemd­in ein fyrir kuldaskræfu eins og mig. Og ekki nóg með það, ég get líka sloppið við að skafa, því snjóhula bráðnar eins skot og það þarf heldur ekki að skafa. Nissan Leaf er búinn ríkulegum staðalbúnaði sem notenda­­ vænn og ég var mjög fljót að tileinka mér búnað sem honum fylgir. Rósin í hnappagatinu er síðan kostnaðurinn, það er svo miklu ódýrara að öllu leyti að vera á rafbíl auk þess sem við hugsum um umhverfið okkar um leið. Rekstra­­ kostn­aðurinn er um það bil 80% minni en á bensínbíl og við sinnum samfélagsábyrgð með því að vera á rafbíl.

RENAULT ZOE DEMANTURINN SEM ALLT KEMST Þessi fallegi straumlaga bíll er eins og demantur. Það er alveg magnað þegar að ég var ræsa bílinn fann ég ekkert fyrir því að hann væri kominn í gang þar sem mótorinn er ótrúlega hljóðlátur. Hann er einstaklega sprækur í akstri og hentar frábærlega í innanbæjarakstri. Það er auðvelt að leggja honum og það fer ekkert fyrir honum, fisléttur og skemmtilegur í akstri. Hann er í boði með 41kWh rafhlöðu þannig að hann er gefinn upp fyrir 400 km drægni og því með mestu drægnina af þessum bílum, fyrir utan ef maður ætlar að keyra BMW i3 á ljósavélinni. ZOE getur hlaðið á 22kW, það þýðir að ef maður er með heimahleðslustöð þá hleður maður ZOE úr 0 í 100% á 2,5 á klukkustund. Þægindin eru í fyrirrúmi og sætin í eru áberandi þægileg og miðstöðin er með varmadælu og svo lúxusinn fyrir konu eins og mig þá er tímastillir á miðstöðinni svo ég get hitað bílinn áður en ég legg af stað á köldum vetrarmorgnum. Jafnframt er bílinn búinn margmiðlunarbúnaði með 7” snertiskjá og bluetooth streymi fyrir síma og tónlist. Renault ZOE var einmitt mest seldi rafmagnsbíll í Evrópu árið 2016, þar á eftir kom BMW i3 og í 3. sæti Nissan Leaf.

HYUNDAI IONIQ EÐALFÁKUR TÖFRUM BÚINN – FRAMÚRSKARANDI TILFINNING Í AKSTRI Hyundai Ioniq er augnakonfekt, og hönnunin hefur fágað yfirbragð sem hreif mig strax. Útlitið er ekki bara það sem heillaði mig heldur er hann bæði dúnmjúkur og sprækur í innanbæjarakstri. Þessi einstaka blanda 100% rafknúins aksturs og orkunýtingar birtist í fíngerðum línum og jafnvegi í hönnun. Fákurinn skartar eftirtektar­ verðum LED dagsljósum á framstuðarnum og grillplatan rammar inn LED aðalljósin. Þessi gripur einstaklega vel búinn tækninýjungum, lyklalaust aðgengi og stafrænt umhverfi. Hann er með uppgefna drægni frá framleiðanda uppá 280 kílómetra sem er súper góð. Umfram allt eyðir hann engu, í raun er rekstrakostnaðurinn einungis 20% af því sem venjulegur bensín bíll eyðir. Ég fann takmarkað fyrir því að ég væri á rafmagnsbíl. Hann er breiður og langur sem gerir hann mjög stabílan á meiri hraða og þegar ég ók yfir hraðahindranir fann ég ekkert fyrir því. Einnig er hann mjög rúmgóður og búinn þægindum sem eru í mínu uppáhaldi, meðal annars hita í sætum frammí og afturí sem og í stýri. Svo er hann með þennan snilldar fídus sem heitir Active Cruise Control, sem virkar ­þann­ig að ef maður stillir Cruise Control á 90 kílómetra hraða og ef bíll fyrir framan mann hægir á sér þá gerir Hyundai Lonic það líka og heldur sama hraða og bíllinn fyrir framan. Hægt er að stilla hversu langt fyrir aftan næsta bíl maður vill vera og hann eltir þann bíl upp að stilltum hraða. Þvílík tækni og ávallt hægt að koma manni á óvart með nýjum möguleikum. Hann er því eins og hugur manns í akstri og ég naut þess að aka honum um þjóðveginn líkt og ég sæti um borð í hljóðfrárri þotu. Þetta er framtíðin og hún er án útblásturs.

BMW i3

alveg þá fer rafallinn á fullt í að hægja á bílnum og þannig nýta skriðþunga bílsins til að hlaða inn á rafhlöðuna, þannig nær hann að endur­­ vinna hluta orkunnar til baka frekar en að tapa henni í gegnum bremsukerfi bílsins, þetta eykur auðvitað líka endingu bremsubúnaðar­­ ins því það er lítið notað. Stafræna mælaborðið stend­ur fyrir sínu og eykur öll þægindi. Drauma­ bíllinn fyrir konu eins mig sem vill vera á töffara, sem er vistvænn, sparneytinn, með þægindum sem skipta máli við íslenskar aðstæður eins og hita í sætum, lyklalaust aðgengi og um leið ódýr í rekstri á allan hátt. Það sem vakti einnig athygli mína er að bíllinn er framleiddur allt að 95% endurvinn­an­legum efnum.

LANGDRÆGUR OG KRAFTMIKILL TÖFFARI Þessi framúrstefnulegi og vistvæni töffari heillaði mig alveg upp úr skónum eftir að hafa prófað hann. Bílinn var ótrúlega hljóðlátur og þýður á keyrslu. Þessi sportlegi og kraftmikli bíll minnti mig helst á veðhlaupahest sem blæs ekki út úr nös við að spretta út spori enda ekki nema 7,3 sekúndur að ná 100 kílómetra hraða g er 100% rafbíll með drægni er veæk,alaust aðgengim svo l ekkert fyrir honum, fislbil 80% minni en úr kyrrstöðu. BMW i3 rafbíll­ inn kom mér því þægilega á óvart og klárlega draumabíll fyrir konu eins og mig sem vill aka um á vistvænum og sparneytnum bíl, þar sem ný viðmið í hönnun eru höfð í fyrirrúmi. Þessi eðal gripur er framleiddur á mjög vistvænan hátt og það eru vistvænar lausnir innan sem utan. Bílinn er framleiddur að stórum hluta úr koltrefj­­um sem eru 50% léttari en stál. Bílinn er því fis­­­léttur (1245 KG) enda umhverfismál víða í brenni­­depli. BMW i3 er fáanlegur í tveimur útfærslum sem 100% rafbíll með drægni allt að 300 kílómetra og hins vegar sem tvíorkubíl með bensínhleðsluvél sem ræsir sig sjálf þegar bæta þarf rafmagni við á rafhlöðuna en þá dregur hann allt að 390 km. BMW i3 er rúmgóður og stútfullur af búnaði og tækninýj­ ungum sem nýtast konu eins og mér mjög vel. Óhætt er að segja að þarna sé kominn rafbíll sem uppfylli væntingar. Hann hefur líka þessa

­

eiginleika sem ég get hugsað mér, lipur og sprækur í innanbæjarakstri og mjög þægilegt að leggja honum. Síðan er þessi snilldar fídus að geta fengið hann með hleðsluvél fyrir þau tilfelli sem maður annaðhvort nennir ekki að hlaða eða hleðslustöð er ekki til staðar þá getur

maður keyrt hann og hleðsluvélin sem gengur fyrir bensíni sér til þess að maður komist nánast hvert sem er. BMW i3 er með öflugri mótorbremsu sem gerir það að verkum að maður geti nánast keyrt hann eingöngu með inngjöfinni því um leið og maður sleppir henni

Draumabíllinn fyrir konu eins mig sem vill vera á töffara, sem er vistvænn, sparneytinn, með þægindum sem skipta máli við íslenskar aðstæður eins og hita í sætum, lyklalaust aðgengi og um leið ódýr í rekstri á allan hátt.

Helgarblað Október 2017

67


l Lífsstíll BÆKUR

Texti / Steingerður Steinarsdóttir

Heillandi glæpir

Þessi saga, sem birtist í tímaritinu Graham’s Magazine árið 1841, er fyrsta dæmið um hinn snjalla leynilögreglu­ mann sem beitir athyglisgáfu sinni og snilld til að leysa málið og vinur hans og aðstoðarmaður fylgir honum eftir og segir söguna. Þetta er einnig fyrsta dæmi um þá frásagnaraðferð að leggja gátu fyrir les­and­­ann, segja frá rannsókninni og gefa lausnina áður en rakin er rök­­ semd­­­ar­­­færslan sem leiðir að niðurstöðunni. Arthur Con­­an Doyle, Agatha Christie og ótal fleiri glæpasagna­ höf­­­­undar hafa kosið að nota þessa aðferð í sínum bókum. Dupin kemur aftur fyrir í síðari sögum Poes, The Mystery of Marie Rogét og The Purloin­ed Letter.

Spæjarinn í ýmsum myndum

Allflestir miða upphaf glæpasagna sem bókmenntagreinar við árið 1844 þegar fyrsta saga Edgars Allan Poe um spæjarann C. Auguste Lupin kom út. Alls skrifaði Poe þrjár sögur um Lupin en margt bendir til að rætur glæpasögunnar liggi dýpra og víðar en hjá Poe.

Í

sögusafninu Þúsund og einni nótt eru saga sem flokka mætti undir glæpa­­sögu og er það elsta þekkta dæmi um þessa bókmenntagrein. Sagan heitir Eplin þrjú en í henni segir af fiski­manni sem finnur þunga, lokaða kistu í ánni Tígris. Hann selur kalífanum Harun Al Rashid hana en þegar hún er opnuð reynist hún inni­­­­halda sundurskorið lík ungrar konu. Harun skipar vesír sínum J’afar Ibhn Yahya að rannsaka málið og finna morðingjann innan þriggja daga eða verða hálshöggvinn takist það ekki. J’afar hefur í raun lítinn áhuga á að leysa málið og spennan byggist mest upp í kringum ýmiss konar flækjur í söguþræðinum og óvæntar uppákomur. Málið leysist nánast af sjálfu sér þegar morð­­­inginn játar glæp sinn en þá kemur í ljós að hann var fenginn til verksins af öðrum og aftur fær vesírinn J’afar það verk­ efni að finna hann innan þriggja daga eða láta lífið ella. Það tekst ekki en vegna þess að vesírinn finnur mikil­ væga vísbendingu sem bendir á sökudólginn sem leigði morðingjann sleppur hann við aftöku.

Önnur dæmi um slíkar hryllingssögu eru t.d. sögur Edgars Allan Poe, The Cask of Armon­tillado og The Fall of the House Usher. Sú fyrri fjallar um morð sem framið er í hefndarskyni á kjötkveðjuhátíð í ónefndri borg en sú síðari um mann sem svarar hjálpar­beiðni veiks vinar síns. Sá býr á afskekktu ættaróðali en hann trúir vini sín­­um fyrir því að hann haldi að draugar sveimi um húsið geri sig og tvíburasystur sína veik. Sagan endar með miklum hörmungum og það síðasta sem sögumaður sér þar sem hann flýr í skelfingu er að eldingu lýstur ofan í húsið og það kviknar í því. Í raun hverfist sagan um sektarkennd og sálarstríð óðalseigandans, Rodericks Usher en slíkar til­­finningar endurspeglast einnig í kvæði Poes The Beating Heart.

Hryllingurinn verður til Eplin þrjú fellur undir sakamálasögu af þeim ástæðum að hún snýst um ráðgátu, byggir upp spennu og þar er einstaklingur sem rannsak­­ar glæp. Fyrirrennarar hinnar hefðbundnu glæpa­­sögu eins og við þekkjum hana í dag má segja að hafi verið ýmsar hryllings- og draugasögur. Nefna má sögu danska höfund­arins Steen Steensen Blicher, Præsten i Vejlby, en hún er byggð á sönnum at­ burðum og segir sögu Eriks Sørensen. Hann gegnir lög­ gæslu- og dómara­hlutverki í umdæmi Vejlby. Hann er trúlofaður hinni fögru Mette, dóttur drykk­fellda prests­ ins Sørens Qvist. Þegar hinn ógeðfelldi þjónn prest­­sins, Niels Bruus, hverfur er Erik neyddur til að rannsaka sífellt áleitnari orðróm um að tilvonandi tengdafaðir hans hafi myrt hann. Þótt Søren muni ekkert eftir nein­ um átökum eða morði virðast öll sönnunargögn benda til sektar hans þannig að hann brotnar niður og játar. Erik er tilneyddur til að dæma í máli hans og refsingin við morði er aftaka. Søren er háls­höggv­inn og þau Mette og Erik ganga í hjóna­band. Skuggi hinna hörmulegu örlaga föður brúðarinnar hvílir þó yfir þeim og að lokum yfirgefur Mette mann sinn. Tuttugu árum síðar kemur umrenningur til Vejlby. Erik kemst fljótlega að því að þarna er hinn horfni Niels Bruus lifandi kominn og hvarfið var sviðsett af honum og frænda hans til að koma höggi á prestinn fyrir að hafa tekið fyrir að frændinn væri að stíga í vænginn við Mette. Við þetta bregður Erik svo að hann fær hjartaáfall og deyr. Hinn illi Niels Bruun finnst svo dauður á leiði Sørens Qvist daginn eftir.

Fyrirrennarar hinnar hefðbundnu glæpa­­sögu eins og við þekkjum hana í dag má segja að hafi verið ýmsar hryllings- og draugasögur.

68

C. Auguste Dupin er að því er vitað er fyrsta skáldsagna­­ persónan til að hafa rannsóknir glæpa­­mála að aðalstarfi. Hann er því fyrsti einkaspæjarinn og líklega sá sem legg­ur grunn­inn að því að sú starfsgrein varð til. Næstur kemur til sögunnar Sherlock Holmes en arftak­ar hans koma fram á sjónarsviðið á gullöld glæpasagnaritunar í Bretlandi og Bandaríkjun­um. Agatha Christie stígur fram á sjónarsvið­ið með Hercule Poirot og Hasting og Miss Marple og Dorothy L. Sayers með Lord Peter Wimsey. Þarna verða til svokallaðar hver gerði það-bækur, þ.e. saga sem hverfist um leit hins snjalla gáfumanns að kaldrifjuðum morðingja sem gerir sitt til að hylja slóð­ ina. Margir fleiri höfundar skrifuðu svipaðar bækur á sama tíma og má meðal annars nefna Margery Alling­ ham, Ngaio Marsh, John Dickson Carr (notaði líka höf­­ undarnafnið Carter Dickson), Rex Stout og S. Van Dine. Flestir þessara fyrstu spæjara eiga það sam­­eig­­inlegt að vera einir á báti. Ekki ber sér­­staklega á því að Miss Marple eða Hercule Poirot hafi verið einmana. Bæði eiga fjölda vina og virðast aldrei sakna þess að hafa ekki eignast maka eða börn. Lord Peter Wimsey hafði verið trú­­­­lofaður áður en hann hélt til Frakklands að berjast í fyrri heimsstyrjöldinni en sleit trúlof­un sinni til að stúlkan teldi sig ekki bundna honum ef ske kynni að hann kæmi ekki heim. Hann verður fyrir alvarlegu áfalli í stríðinu og stríðir upp frá því við áfallastreituröskun sem tekur sig reglulega upp. Hinn mjög svo trausti þjónn hans og fyrrum félagi úr hernum Bunter sér um hann og gætir hans þegar veikindin ná yfirhöndinni. Hinn sér­ lega furðulegi Nero Wolfe úr bókum Rex Stout þjáist af offitu og hreyfir sig helst aldrei upp úr stólnum. Aldrei er samt á honum að finna að hann vildi hafa lífið öðruvísi. Albert Campion í sögum Margery Allingham og Roderick Alleyn í bókum Ngaio Marsh eru undantekning­ar. Báðir eru hamingjusamlega kvæntir og eiga börn. Reyndar er Campion ein­­hleypur í byrjun og ákaflega dularfullur. Lítið er vitað um bakgrunn hans, hann virðist þó vera úr hástétt en með tengsl við undir­heima Lundúna­borgar. Þjónn hans, Lugg, er fyrrum inn­­­brots­­þjófur og þekking hans kemur Campion oft að not­­um. Eftir að Campion hittir Amöndu og verður ástfang­­inn af henni þroskast hann mikið tilfinningalega og verður áhugaverðari persóna. Margery Allingham lést úr krabba­­meini árið 1966 aðeins 64 ára að aldri. Eiginmaður hennar lauk við síðustu Campion-bókina, A Cargo of Eagles, að henn­ar beiðni og hún kom út árið 1968.

Edgar Allan Poe var upphafsmaður glæpasagnaritunar.

Ráðgátan kemur til sögunnar Edgar Allan Poe varð fyrstur til að skrifa svo­­kallaða ráð­­­ gátusögu en smásagan The Murders in the Rue Morgue snýst um morð sem framin eru í læstu herbergi á fjórðu hæð. Nokkrar mikilvægar vísbendingar leiða C. Auguste Dupin að lausn gátunnar þar á meðal óvenjulegt hár sem finnst á morðstaðnum, sú staðreynd að vitni heyrðu raddir og töldu morðingjann tala erlent tungumál en enginn gerði sér grein fyrir hvaða mál það var og svo auðvitað hvernig hann komst inn í íbúðina. Morðinginn reynist vera órangútan sem slapp frá eiganda sínum en Dupin sýnir stórkostlega hæfni til rökhugsunar við lausn málsins.

Enn einn einkaspæjarann er vert að nefna en Ellery Queen var bæði höfundarnafn og nafn aðalsöguhetjunn­ ar í bókum frændanna, Fredric Dannay og Manfred Bennington­Lee. Ellery Queen er glæpasagnahöfundur sem aðstoðar föður sinn, háttsettan lögreglum­­ann hjá lög­regluliði New York-borgar, að leysa morðmál. Í fyrstu sögunum virðist hann snobbaður og hrokafullur og eiginlega of hreykinn af mennt­un sinni í Harvard. Um miðbik bókanna virðist hann ákaflega tilfinninganæm­ ur og leyfir til­finn­ingum sínum að þvælast fyrir lausn mála. Síðustu bækurnar um hann sýna hann aftur sem greindan mann sem beitir rökhugsun við að leysa gátuna en heldur hlutleysi sínu hvað sem á dynur. Ellery Queen er sagður kvæntur og faðir sonar í fyrstu bókunum en hvorki kona hans né barn koma nokkru sinni fram. Tvær konur eru í lífi hans, Nikki Porter, einkaritari hans, og síðar Paula Paris slúðurdálkahöfund­ur. Báðar hverfa úr Framhald á næstu opnu

Helgarblað Október 2017


HVÍTARA BROS

MEÐ HÁÞRÓAÐA

HVÍTTUNARPENNANUM OG BURSTANUM OKKAR

Það er einfalt að öðlast hvítt og fallegt bros:

BURSTAÐU

Notaðu eftirlætis tannkremið þitt og hvíttunarburstann okkar sem pússar tennurnar og fjarlægir bletti.

HVÍTTAÐU

Notaðu pennann til að bera hvíttunargelið beint á tennurnar. Engin bið og engin þörf á að skola.

NÝTT

KOMIÐ

Geymdu pennann inni í tannburstanum fram að næstu notkun.

TANNBURSTI + INNBYGGÐUR HVÍTTUNARPENNI


l Lífsstíll BÆKUR

„C. Auguste Dupin er að því er vitað er fyrsta skáldsagna­persónan til að hafa rannsóknir glæpamála að aðalstarfi. Hann er því fyrsti einkaspæjar­inn og líklega sá sem leggur grunninn að því að sú starfsgrein var til.“

Agatha Christie er einn frumlegasti og afkasta­­­mesti glæpasagnahöfundur sem um getur.

Dashiell Hammett skapaði hinn þögla einfara sem barðist við glæpamenn og gafst aldrei upp.

Kate Atkinson er þekkt fyrir sögur sínar um Jackson Brodie en þær eru frumlegar og skemmtilegar sakamálasögur.

Arnaldur Indriðason og Yrsa Sigurðardóttir eru þeir íslensku glæpasagnahöfund­­ar sem náð hafa mestri hylli og eru þekkt langt út fyrir landsteinana.

síðustu bókunum. Að sumu ­leyti er Ellery Queen eins og klofinn per­­­sónu­­leiki en helsta ástæðan fyrir undar­ lega krókótt­um æviferli hans er að karakterinn þróaðist einnig sem hetja sjónvarpsþátta og kvik­­mynda. Sumt af því sem varð til í ljósvaka­miðlunum slæddist síðar inn í bæk­­urnar, birtist og hvarf.

Hinn þögli töffari Þegar bannárin gengu í garð í Bandaríkjunum með vax­ andi völdum mafíunnar varð til annars konar einkaspæj­ ari, nokkurs konar andsvar við efri stéttar spæjaranum sem rannsakaði morð­­mál fína fólksins. Þá urðu til harð­ jaxlar á borð við Sam Spade í bókum Dashiells Hammett en hann gerði Humpfrey Bogart ódauðlegan í kvikmynd­ inni The Maltese Falcon og William Crane í bókum Jona­thans Latimers. Erle Stanley Gardner skrifaði á sama tíma um lögfræð­­inginn Perry Mason sem kafar ofan í mál skjól­­stæðinga sinna og leysir þau farsællega. Stíll þessara höfunda var kallaður harðsoðinn og í stað þess að sitja í setustofum betra fólks og leysa ráðgátur voru þeir í beinum samskipt­um við glæpona á götunni og iðulega í bráðri lífshættu. Raymond Chandler tekur við keflinu og skapar Philip Marlowe sem Humpfrey Bogart lék sömuleiðis í kvik­ myndaútgáfu af The Big Sleep en Robert Mitchum gerði síðar skil í Farewell My Lovely. Nokkrir fleiri skrifuðu í svipuðum stíl en þeir þekktustu voru James Hadley Chase, Ross McDonald og Michael Collins. Þessi nýja gerð spæjara átti það sam­­eiginlegt að þetta voru einfarar og lítið vitað um fortíð þeirra og einkalífið einkenndist af fáum skuldbindingum. Gagnrýnandi sagði ein­­hverju sinni um Lew Archer, spæjarann í bók­­um McDonalds, að ef menn sneru honum á hlið sæist hann ekki lengur, dýptin væri ekki meiri en svo. Í fyrstu voru fæstir glæpasagnahöfundar sér­staklega að binda sig við einn einkaspæj­ara ef Arthur Conan Doyle er undanskilinn. Hann kærði sig raunar aldrei um að

Arthur Conan Doyle tók við keflinu og skapaði Sherlock Holmes.

skrifa svo léttvægar bækur en gerði það vegna þess að hann vantaði peninga. Agatha Christie skrifaði um Tommy og Tuppence, þ.e. hjónin Thomas og Prudence Beresford en þau koma fyrir í fjórum bókum og einu smásagnasafni eftir hana. Miss Marple og Hercule Poirot njóta ein­­faldlega ­meiri vinsælda svo þau verða því meira áberandi. Campion er aukapersóna í einni bók Margery Allingham en vekur athygli banda­­rískra útgefenda hennar og það er að þeirra frumkvæði að hann verður aðal­­persóna ann­­arra bóka. Dashiell Hammett skrifaði einnig um Nick og Noru Charles og spæjarann sem rekur The Continental Opskrif­­stofuna en lesandinn veit aldrei hvað hann heitir. Hugsanlega er þetta fjöllyndi merki um hið stund­­­­­­­­­­­um flókna og erfiða samband höfundar við aðal­­per­­sónu sína. Conan Doyle reyndi að drepa Sherlock Holmes, svo leiður var hann á honum og Agatha Christie sagði einhvern tíma í viðtali að ef hún hefði vi­tað að Hercule Poirot ætti eftir að fylgja henni svona lengi hefði hún gert hann myndarlegri og skemmtilegri. Flestir að­­dá­endur Arnaldar Indriðasonar bíða þess í ofvæni þessa dagana að komast að því hvort Erlendur hafi raun­­­veru­­lega orðið úti austur á fjörðum eða hvort honum hafi verið bjargað á síð­ustu stundu. Líka á eftir að koma í ljós hvort hann kemst upp með morðið á sinni persónu en les­­­endur Arthurs Conan Doyle mótmæltu svo harðlega að hann var neyddur til að reisa Sherlock upp frá dauð­­um.

Formúlubækur og fleira gott Þegar leið á tuttugustu öldina þróuðust margs konar greinar og sprotar út frá glæpasögunni. Hryllingssögur tóku á sig mynd og snerust oftar en ekki um ráðgátur líka, eitthvað dularfullt og illt sem grafið var í fortíðinni. Sögur þar sem glæpamenn voru í aðalhlutverki ­spruttu fram, sálfræðitryllirinn þar sem leitast var við að gefa innsýn í hugarheim sjúkra morðingja og siðlausra ein­ stakl­inga og gáturnar tóku á sig ýmsar myndir. Allt

Norrænir glæpasagnahöf­­undar hafa verið að sækja í sig veðrið og nokkrir þeirra vakið mikla athygli víða um heim. Í þeirra hópi eru Adler Olsen, Joe Nesbø, Arnaldur Indriðason, Yrsa Sigurð­ ar­­­­­­dóttir, Camilla Läckberg, Stieg Larson, Åsa Larson, Henn­­­ing Mankell og margir fleiri.

70

Helgarblað Október 2017

var reynt. Agatha Christie var mikill frumkvöðull og ein­stak­­lega hug­myndarík. Hún er fyrst til að skrifa bók þar sem hópur fólks er lokaður inni og kemst ­hvorki lönd né strönd en morðingi leynist á meðal þeirra og hópur­inn tekur að týna tölunni. Hún kom einnig lesendum stórkostlega á óvart þegar sögumaður einnar bókarinnar reyndist morðinginn þegar upp var staðið. Aðrir höfund­ar reyndu að vera jafnfrumlegir og út komu bækur þar sem lesandinn vissi á fyrstu síðu hver morðinginn var en spennan snerist um það hvenær leynilögreglumaðurinn kveikti á perunni. Ótal flækjur í söguþræði komu til sögu, launbörn sem dúkkuðu upp og drápu blóðforeldri sitt, fólk sem tekið hafði yfir nöfn og líf systkina sinna og fleira. Því meiri flækjur því betra. Eftir stríð fór spennusagan síðan að snúast æ meira um kalt stríð, njósnir, nasista í felum og ill glæpasamtök sem unnu ötullega að heimsyfirráðum. Bond varð til en einnig Holly Martins í Þriðja manninum eftir Graham Green, Verloc í Leynierindrekanum eftir Joseph Conrad, Richard Hannay í Þrjátíu og níu skrefum eftir John ­Buchan, Ashenden í nokkrum sögum Somerset Maug­­ ham og George Smiley í bókum John Le Carré. Þetta var einnig byrjunin á „film noir“ og þessar sögur hentuðu sérlega vel því kvikmyndaformi. Smátt og smátt þróuðust formúlur að spenn­­­­­­­sögum sem allmargir höfundar víða um heim hafa mjög góðar tekjur af. Sammerkt með þessum bókum er að persónur þróast lítið eða ekkert, ávallt er við sömu tegund glæpa­­­ manna að eiga, samviskulausa, bráð­gáfaða óþokka og hetjan verð­ur að hafa sig alla við til að ráða niðurlögum þeirra. Í þessum hópi má nefna til dæmis Kay Scarpetta­­ -bækur Patriciu Cornwell og Alex Cross-sögur James Patterson. Fyrstu bækurnar eru spennandi, grípandi og áhugaverðar en þegar fólk hefur lesið þrjár slíkar fer efn­ ið að verða æ leiði­gjarnara, enda varla við því að búast að margir haldi athygli þegar aðalpersónurnar geta helst ekki rennt hýru auga til nokkurs án þess að það kosti þann einstakling næstum lífið. Fullorðni kenja­­krakkinn Lucy, systurdóttir Kay Scarpetta, verður einnig svo þreyt­­­­­­­andi til lengdar að aðeins umburðarlyndir dýrl­ing­ ar endast við slíkt.

Rjóminn flýtur ofan á Nú á dögum er úrvalið af glæpasögum og annarri af­­þrey­ ingu gríðarlega mikið. Norrænir glæpasagnahöf­­undar hafa verið að sækja í sig veðrið og nokkrir þeirra vakið mikla athygli víða um heim. Í þeirra hópi eru Adler Olsen, Joe Nesbø, Arnaldur Indriðason, Yrsa Sigurð­ ar­­­­­­­dóttir, Camilla Läckberg, Stieg Larson, Åsa Larson, Henn­­­ing Mankell og margir fleiri. Norrænir glæpasagna­­ höfundar eiga það flestir sammerkt að per­­­­­sónu­­sköp­­­unin er yfirleitt dýpri en hjá amerískum kollegum þeirra og flækjan úthugsuð og vel unnin. Hið sama gild­ir um vinsælustu bresku höfundana en þar er byggt á traustri hefð. Þeir áhugaverðustu í þeim hópi eru: Kate Atkin­ son, Ian Rankin, Martina Cole, Nicci French, P.D. James, Ruth Rendell og Lee Child. Spæjarar dagsins i dag eru í margvíslegum starfsgrein­ um, lögreglumenn, rithöfundar, lög­­fræðingar, réttar­­ lækn­ar, einkaspæjarar, félagsráðgjafar og fleira og fleira. Enn er þó þung­­lyndi einfarinn áberandi og ef marka má þessa tegund bókmennta eru flestir lögreglumenn alkóhólistar. Spennan er þó söm við sig og mesta furða hvað flestir halda athyglis­gáfu sinni og hæfni til rök­­ hugs­­­­­­­unar þrátt fyrir drykkjuna. En hvort sem menn bíða í ofvæni næstu sögu síns uppáhalds­höfundar eða kíkja aðeins af og til í glæpasögu er þetta vaxandi og fjöl­­breytt bókmenntagrein sem vert er að kynna sér.


ÍSLENSKA SVEITIN OG SS - FYRIR ÞIG

„Fyrir mig skipta gæði hráefnisins öllu máli. Það er frábært að vita að SS, fyrirtæki í eigu bændanna sjálfra, sækir gripina heim á bæ og tryggir gæði alla leið. Það gerir mína matseld enn betri.“

RAGNAR FREYR INGVARSSON

Systkinin í Efstadal eru hluti þeirra 900 bænda

LÆKNIRINN Í ELDHÚSINU

sem saman eiga SS.

ÁRNASYNIR

Gæði - alla leið!


f Fólk LÍFSREYNSLA

Ertu meðvirk

- eða bara hjálpsöm? Texti / Steingerður Steinarsdóttir

E

rtu svona rosalega meðvirk?“ sagði unglings­­stúlka við vinkonu sína á kaffi­­húsi nýlega. Ástæðan fyrir spurn­­­ ingunni var sú að vinkonan hafði beygt sig til að rétta þjónustustúlkunni hníf sem datt í gólfið. Í raun er spurningin út í hött og vonandi átta allir sig á að svo er. Meðvirkni er ástand sem skapast í samskiptum manna á milli, stundum ­vegna þess að brotinn ein­­ staklingur hefur ekki nægi­­legt sjálfstraust til að standa á sínu eða dregst inn í aðstæður sem hann ræður ekki við og bregst þess vegna við með því að reyna að stjórna þeim og ganga á sjálfan sig.

Meðvirkni er sjúkdómur sem veldur mikilli vanlíðan. Það virðist hins vegar vera að ekki allir geri sér grein fyrir hvað einkennir hann og sumir gera sér líklega alls ekki grein fyrir hvað meðvirkni er. Hjálpsemi og greiðvikni á nefnilega alls ekkert skylt við meðvirkni og sumir virðast meira að segja tengja orðið við roluhátt eða aumingjaskap. En það er allt önnur Ella.

Fyrir nokkru hitti ég konu sem sagði mér frá því að vinkona hennar væri langt leiddur alkó­­­­hólisti. Hún stríddi við alvarleg heilsu­ fars­­­­­vandamál og hafði að læknisráði farið inn á meðferðarstofnun. Nokkrum dögum síðar hringdi hún í vinkonuna og sú sótti hana, fór meira að segja í Vínbúðina fyrir hana á leiðinni og keypti bjór. Aðspurð hvernig í ósköpunum hún gæti kallað sig vin eftir að hafa á þennan hátt aðstoðað vinkonu sína við að drekka sig í hel svaraði hún: „Ef ég hefði ekki náð í hana hefði hún hringt í einhvern annan og keypt bjórinn sjálf.“ Samt var augljóst að vinkon­an var sakbitin yfir að hafa gert það sem hún var

beðin um. Þessi vinkona á ekki við áfengis­­ vanda­­mál að stríða en virðist ófær um að segja öðrum hvað henni finnst eða setja þeim mörk. Hún er meðvirk. Ef þú ert í meðvirku sambandi við ástvin, vin eða samstarfsmenn kemur æ oftar fyrir að þú fórnar eigin tíma, löngunum, þörfum og draum­­um til að tryggja vellíðan hinna. Það sem kemur á móti er hins vegar ekki í neinu samræmi við það sem þú leggur á þig. Maki alkóhólistans passar sig að tala ekki hátt, ­kvarta ekki, láta ekki í ljós áhyggjur sínar eða tala um vanlíðan sína. Allt þetta gæti jú leitt til þess að alkinn fengi sér sjúss. Sá sem er með­­­­ virk­­ur á vinnustað hlustar á og sér hvernig vinnu­staðabullan veður yfir allt og alla en þegir og fer með veggjum til að athyglin beinist ekki að honum sjálfum. Mjög algengt er að með­­­­virk­um einstaklingi finnst hann fastur í gildru og hafa litla stjórn á lífi sínu.

Hvaða áhrif hafa meðvirk sambönd á fólk? Smátt og smátt bælir hinn meðvirki eigin per­­­­­­sónuleika. Þarfir hans og sjálfsmynd vík­­ ur fyrir kröfum annarra og það hefur bæði skamm­­tíma og langvarandi áhrif. Flestir enda á því að brenna út. Þeir eru stöð­ugt þreyttir, finna sjaldan fyrir lífsgleði, áhuga og löngun til að gera eitthvað. Mikil streita fylg­ir þessu ástandi og getur leitt til sjúk­ dóma á borð við þunglyndi, kvíðaröskun, meltingar­­truflanir, vöðvabólgu og höf­ uðverk.

En hvernig eru meðvirk sam­bönd og hvað einkennir þau? Ein skilgreining sérfræðinga á meðvirku sam­­ bandi er að einstaklingi finnist hann háður við­urkenningu og velvilja annarra til að finnast hann einhvers virði og hann speglar sig ævin­ lega í öðrum áður en hann tekur ákvarðanir. Með öðrum orðum sjálfsvirðingin er háð við­­ brögðum og áliti annarra og viðkomandi getur sjaldnast tekið ákvörðun eða sagt skoðun sína nema vita fyrir fram hvernig hún mun falla í kramið hjá þeim sem hann umgengst. Oftast finnur meðvirkur einstaklingur tilgang lífs síns í gegnum sjálfsfórn. Hann sinnir þörf­ um annarra en lætur eigin þarfir ævinlega mæta afgangi. Viðkomandi er einnig ákaflega háður öðrum og hefur litla trú á eigin getu til að standa á eigin fótum, ná markmiðum eða vera sjálfbjarga á öllum sviðum. Í meðvirkum samböndum eru báðir aðilar háðir samþykki hins og hvorugur er fær um að rjúfa mynstrið. Allir geta orðið meðvirkir. Margir telja að upp­­­eldi, erfðir og persónuleiki skapi frjóan jarð­­veg fyrir meðvirkni eða forði fólki frá henni. Barn sem þarf stöðugt að leitast við að geðjast erfiðu foreldri lærir snemma að bæla eigin þarfir. Það kaupir athygli og umhyggju með því að gangast inn á kröfur sem því er ætlað að uppfylla. En þótt vissulega sé líklegra að ein­­staklingar með brotna sjálfsmynd þrói meðvirk sambönd getur sjálfstæðasta fólk með mikið sjálfstraust þróað slík sambönd. Þá er algengt að viðkomandi virki eða sé óbreyttur á einu sviði lífsins, t.d. í vinnu, en sé allur annar í einkalífi.

72

Framhald á næstu opnu

Helgarblað Október 2017


Í SAMSTARFI VIÐ

Í OKTÓBER OG NÓVEMBER 2017


f Fólk

Fáðu hjálp. Fyrsta skrefið út úr erfiðum aðstæðum er alltaf að fá hjálp.­Enginn rýfur vítahringinn einn.

LÍFSREYNSLA

Er hægt að breyta meðvirku sambandi? Já, góðu fréttirnar eru þær að hægt er að hætta að vera meðvirkur, breyta hegðunarmynstri sínu og stundum fylgja þá aðrir í kjölfarið og heilbrigðari samskipti skapast.

­­­­ eina lausnin að Það er ekki alltaf besta eða skilja. Það er hægt að skilgreina og setja mörk. Hjón geta unnið að því saman. Talað um það sem hefur farið úrskeiðis, sett sér markmið og rætt um hvernig þau vilja rækta sambandið. Einnig er mikilvægt að verja tíma með vin­­um, ættingjum og öðrum sem standa fólki nær. Gera þeim ljóst að hverju er verið að vinna og fá stuðning. Mikilvægt er að sá meðvirki finni sér tómstundagaman eða áhugamál sem hann getur stundað án hins og skapi sér þannig smátt og smátt sjálfstæða tilveru. Gott er að gera sér ljóst að ættingjar geta ýtt undir og jafn­vel viðhaldið meðvirku sambandi með því að hlusta alltaf gagnrýnislaust. Í stað þess er gott að grípa inn í og segja: „Já, svona er ástandið en hvaða lausn sérð þú? Hvað viltu gera?“ Þar með er vítahringurinn rofinn og hinn með­virki þarf að hugsa í lausnum. Lágt sjálfsmat er ein helsta ástæða þess að meðvirkni þróast og helst gangandi. Að byggja upp betri sjálfs­mynd er því mikilvægur hluti af ferlinum. Sumir virðast á yfirborðinu sterk­­ir og sjálfsánægðir en það er oft brynja sem hylur ein­­stakling sem undir niðri trúir að hann eigi ekkert gott skilið. Sektarkennd og skömm eru einnig iðu­­lega djúpt grafin í undirmeðvitundina. Til að byggja upp sjálfstraust Hættu strax að reyna að geðjast öllum. Það er mjög gott að vilja vera góður við þá sem þér þykir vænt um en það er alveg óhætt að segja nei. Hinn meðvirki segir nei af og til en líður ákaflega illa vegna þess og telur sig jafnvel hafa misst ást vina sinna og vandamanna. Æfðu það að segja nei og segðu það oftar en nauðsynlegt er til að venjast því og skynja að ekkert breytist við þetta þriggja stafa orð.

Hættu í afneituninni og horfstu í augu við sjálf­an þig. Það kostar hugrekki en mundu að enginn er fullkominn og mistök fortíðar eru til að læra af þeim. Viðurkenndu galla þína og annmarka. Næsta skref er að takast á við þá og lifa með þeim. Skapaðu nánd. Fólk með lágt sjálfsmat á erf­itt með að nálgast aðra og gera kröfur. Leyfðu þín­um nánustu að elska þig og vertu opinn um tilfinningar þínar og drauma. Það mun enginn dæma þig harðar en þú hefur sjálfur gert. Fáðu hjálp. Fyrsta skrefið út úr erfiðum að­­ stæðum er alltaf að fá hjálp. Enginn rýfur vítahringinn einn. Einkenni meðvirkni hafa skotið djúpum rótum í öllum lífsvenjum þín­ um. Þess vegna er nauðsynlegt að fá stuðning fagfólks. Gefðu þér tíma. Það er ekki hægt að breyta ára­­löngu mynstri á einni nóttu. Vertu viss um að þú gerir þér ekki of miklar væntingar í byrjun.

Uppskeran Flestir þeir sem hafa tekist á við meðvirkni og sigrað upplifa mikla frelsun og dýpri og nánari sambönd við aðra. Það er eðlilegt og náttúrulegt að sækja huggun til ástvina sinna, finna fyrir kvíða í erfiðum aðstæðum, sorg þegar okkur er hafnað og ótta þegar erfið vand­­mál blasa við. En léttara er að leysa allt ef við tölum um það og treystum öðrum til að veita okkur stuðning.

Settu mörk. Eitt það sem fólk með lágt sjálfs­ mat á erfiðast með er að setja öðrum mörk. Það verður fyrir því aftur og aftur að gengið er á rétt þess, það sært með ókurteisi eða óviðeig­ andi framkomu en skilur ekki af hverju. Það er vegna þess að fólk í umhverfinu gengur á lagið sé því ekki sett mörk. Enginn hefur rétt á að taka eigur þínar, snerta þig eða tala ókurteislega til þín. Gerðu þeim það ljóst. Hættu að hugsa um eða taka nærri þér við­­ brögð annarra. Stundum hafa þau ekkert með þig að gera og þú getur ekki stjórnað hvernig aðrir sjá þig. Umhyggja er góð en þú þarft ekki að sinna öllum eða taka inn á þig vandamál annarra. Þú getur ekki læknað aðra eða lagað líf þeirra. Hver er sinnar gæfu smiður, hættu þess vegna að reyna. Hættu að reyna að stjórna. Það kann að vera að hinum meðvirka finnist hann öruggur takist honum að stjórna öðrum með einum eða öðrum hætti. Það leiðir hins vegar aldrei til annars en vanlíðunar því enginn getur haft fullkomna stjórn á öllu. Segðu það sem þér finnst. Meðvirkt fólk á erfitt með að segja hreinskilnislega hvað því finnst eða standa við skoðanir sínar. Aðrir geta ekki vitað hvað þú vilt, hvernig þér líður eða hverjar þarfir þínar eru nema þú segir þeim það. Gerðu það hátt og skýrt.

74

Helgarblað Október 2017

HVERNIG VEISTU AÐ ÞÚ ERT MEÐVIRK? Spurðu þig hvort eftirfarandi eigi við um þig: Ert ófær um að finna til ánægju eða vel­­líð­ unar án þess að ein eða fleiri mann­­eskjur í lífi þínu séu það líka? Veistu að maki þinn, ástvinur eða vinur er á sjálfseyðingarbraut en stendur engu að síður með honum? Hefur þú stutt maka þinn, félaga eða vin í hegðun sinni þótt þér líði verulega illa vegna þess og jafnvel gengið nærri eigin andlegri og líkamlegri heilsu til að gera það? Ertu oft í tilfinningalegu uppnámi án þess að gera þér fulla grein fyrir hvers vegna eða hvernig þú getur bætt líðan þína? Er kvíðatilfinning viðvarandi hjá þér og óttast þú að missa tökin á tilverunni? Ef fleiri en einn vina þinna og vanda­ manna hefur sagt þér að hann telji að þú sért í meðvirku sambandi getur þú geng­­ið að því vísu að það er örugglega eitt­­­hvað til í því. Glöggt er gestsaugað.


Ð I E K S M Á N NÝ ENGIN BINDING

BIKINI BODY BLAST

HOT YOGA & GONG

NÝTT LÍF

STRONG IS THE NEW SK I N N Y

AFTUR Á BEINU BRAUTINA Snúðu við blaðinu og settu þér markmið. Ný námskeið að hefjast — skráðu þig núna! Sex stöðvar · Þrjár sundlaugar · reebokfitness.is

360 TOTAL BODY

HOT B A R R E BU R N

FITNESS BOX

MÖMMUTÍMAR

PREGNANCY FIT

T H E G LU T E WORKSHOP

TR AMP OLINE FIT

STRONG BODY BURN


f SAM­­­BÖND­­

Sambandsráðgjöf stjarnanna

Stjörnurnar í Hollywood hafa flestar mikla reynslu af ­am­­­­­­bönd­­um, enda oft og tíðum duglegar að skipta um maka. Þá er sam­­ bands­­ráð­gjöfin mismun­andi góð frá þeim, en inni á milli leynast ­fallegar ­perlur sem vert er að tileinka sér.

Hrúturinn

Ljónið

Bogmaðurinn

21. mars – 19. apríl

23. júlí – 22. ágúst

22. nóvember – 21. desember

Hrúturinn er fullur af sköpun og grósku um þessar mundir. Þú gleðst líka yfir því jafnvægi sem nú ríkir í flestum þátt­­­um lífs þíns. Það er nú samt alveg kominn tími til að gera eitt­hvað óvænt og skemmtilegt, kíkja aðeins út fyrir þæginda­hringinn og prófa eitthvað nýtt. Dragðu vini þína með þér, það gæti eflt hug­ rekki þitt og gert allt miklu skemmti­­legra. Ákvörðun sem tengist veraldlegum málum gæti reynst flókin.

Ó, Ljónið finnur fyrir svo miklum létti eftir að lausn erfiðs máls er komin í augsýn. Að minnsta kosti hefur ekki allt verið auðvelt hjá þér upp a síðkastið. Þú munt finna þó síðar verði hversu mikið álag þetta var og þeim mun ­bet­ur muntu kunna að meta þessi málalok. Þér mun í kjölfarið takast að ráðast til atlögu við vanda­mál sem þú hefur glímt við um hríð og leysa það. Þú færð væntanlega góða ­hjálp til þess.

Bogmaðurinn ætti að búa sig undir óvæntar annir; spennandi verkefni sem reynir heilmikið á rekur á fjörur hans. Ef þú gætir þess að hvíla þig vel á milli, á þér eftir að ganga einstaklega vel. Þú stendur frammi fyrir nokkuð erfiðri ákvörðun sem tengist hjartans málum á einhvern hátt og gerir það rétta, hvort sem það er í bili eða endanlegt. Minntu þig reglulega á hversu frábær manneskja þú ert, þú vanmetur þig stundum.

Happadagur: 16. október

Happadagur: 15. október Happatala: 5

Happatala: 3

Nautið

Meyjan 23. ágúst – 22. september

20. apríl – 20. maí

Angelina Jolie

Jennifer Aniston

„Ég efa það að einkvæni sé algerlega nauð­­­ syn­legt fyrir sambönd. Það er verra ef þú ferð úr sambandi og talar illa um fyrrver­ andi eftir sambandsslitin. Það hitnar í kolum heima ef hinn indæli Brad Pitt sér ekki hvað hann gerði af sér og er öfugsnúinn og þver. Þá verð ég svo reið að ég ríf bolinn utan af honum.“

„Hvers vegna kulnar rómantíkin í sam­­­ bönd­­­­um? Ég held það sé vegna leti, ég trúi því statt og stöðugt. Ég held að sambönd snúist um samvinnu, þannig verður þeim að vera háttað.“

Julia Roberts „Þú veist það er ást þegar það eina sem skipt­­ir þig máli er hamingja hans, jafnvel þó að þú sért ekki partur af þeirri hamingju.“

Madonna „Það þarfnast hugrekkis að elska ein­­­hvern skil­­yrðislaust, án þess að ætlast nokkurs í staðinn. Að gefa bara. Það þarfn­­­ast mikils hug­­rekkis því við viljum ekki opna okkur og verða særð.“

Nautið er nánast að springa úr hug­­­mynda­­ auðgi en á erfitt með að finna réttan farveg fyrir allt það sem því dettur í hug. Það væri margt vitlausara en að leita ráða hjá fólki sem hefur vit á málum, jafnvel fagfólki. Lík­lega verða ekki allir ást­vinir þínir sáttir við ákvarðanir þínar en þú lætur úrtölur ­þeirra ekki hafa áhrif á þig þótt þú hlust­ir á þau ráð sem þér finnast skyn­­­sam­­leg. Fjármál­in taka kipp og það upp á við. Happadagur: 13. október Happatala: 8

Channing Tatum Beyoncé Knowles „Mér finnst mikilvægt að fólk kynnist ­sjálfu sér, viti hvað það vill og verji tíma með sjálfu sér og sé stolt af sjálfu sér áður en það getur deilt lífi sínu með einhverjum öðrum.“ Lady Gaga „Sumar konur ákveða að elta karlmenn, aðrar elta draum­ ana sína. Ef þú ert í vafa hvernig þú átt að snúa þér þá skaltu muna að ferill þinn og draumastarf­ið mun aldrei vakna upp einn daginn og segja þér að það elski þig ekki lengur.“ Ashton Kutcher „Karlmönnum finnst ekki gaman þegar þeir eru sagðir almennilegir, sætir eða fallegir. Þannig að þeg­ar gæinn þinn prófar loksins að klæðast ein­ hverju sem þér finnst flott skaltu frekar segja að hann líkist James Bond eða einhverjum heitum gæja. Treystu mér, þá muntu ekki fá hann úr hel­vítis jakkafötun­um. Áður en þú veist af verður hann farinn að klæðast rándýrum jakkafötum á fótboltaleikjum hjá börnunum eða jafnvel í keilu.“

76

„Til þess að láta sambandið ganga verð­­ur þú að veita henni athygli. Þú verður að vera viss um að vita hvernig ­henni líður. Ég veit ef Jennu (eigin­kona Channing) dreymdi illa. Ég veit ef hún á eftir að vakna í góðu skapi. Ég bara veit það. Kannski af því að ég hef varið miklum tíma með henni. En takið eftir litlu hlutunum, strákar. Ef þið elskið manneskj­una, eigið þið bara að komast að því hvað veitir henni hamingju. Skrifið falleg skilaboð og skiljið eftir í íbúðinni. Gerið eitt­hvað út fyrir þæg­ inda­­­ramm­­ ann. Komið henni til að hlæja. Það er ekki erf­itt að sýna um­ hyggju.“

Helgarblað Október 2017

Brad Pitt „Veistu hvernig þú veist að þú ert að upp­­ lifa sanna ást? Þegar þú hefur meiri áhuga á hin­­um aðilanum en sjálfum þér. Þegar ást­in á betri helm­ ingnum, fjölskyld­ unni – börnunum, verður það mikil­ vægasta í þínu lífi. Þá nærirðu þá ást og verndar.“

Tvíburarnir

Happadagur: 19. október    Happatala: 2

Krabbinn

Steingeitin 22. desember – 19. janúar

Meyjan gæti fundið fyrir angurværð á næstunni þegar minning­ ar streyma til hennar. Þetta tím­­a­­­­bil bæði ­styrkir þig og eyk­­ur sköpunargáfu þína. Oft getur verið hollt að líta til baka og velta fyrir sér sigrum og mistökum, réttum og röng­­ um viðbrögðum og ýmsu sem þú telur vera lærdóms­ ríkt. Skynsem­in verður höfð í fyrsta sæti þegar kemur að fjárfestingum, stórum sem smá­­um. Þetta verður góð vika. Happadagur: 14. október   Happatala: 7

Vogin 23. september – 22. október

21. maí – 20. júní  Tvíburinn hreykir sér yfirleitt ekki af því að vera móðurlega týpan en á næstunni fyllist hann einhverri þörf fyrir að passa upp á sína nánustu og þá sem eiga erfitt, og gott verður að standa undir verndarvæng hans. Þú aðstoðar fólk með ýmsum hætti, gefur góð ráð og lætur verkin tala. Þótt fólkið sem fær hjálp þína geti kannski ekki launað þér beint, muntu sannar­lega fá þetta end­­ur­­goldið þótt síðar verði.

Happadagur: 14. október   Happatala: 5

Steingeitin þarf að passa vel upp á heilsuna því hún er svolítið gjörn á að grípa pestir um þessar mundir. Sitt af hverju óvænt og bráðskemmti­ legt rekur á fjörur þínar, sumt krefst meiri tíma af þér en annað svo þú verður að vanda valið á því sem þú kýst. Það lítur allt út fyrir að þú verðir svolítið á ferð og flugi, jafnvel bæði innanlands eða utan á næstu vikum og mánuðum. Þú nýtur þessa tíma til hins ýtrasta. Happadagur: 16. október   Happatala: 5

Vatnsberinn 20. janúar – 18. febrúar  

Vogin hrósar sigri í máli sem hefur valdið henni nokkrum áhyggjum. Það vekur þér mikla ánægju og léttir þinn verður nánast áþreifanlegur. Þú vilt hafa öryggi í kringum þig, án þess getur þú ekki blómstrað. Ást og rómantík verður í stóru hlutverki á næstunni, sérstak­lega hjá þeim ein­ hleypu en þeir lofuðu að fara ekki varhluta af henni heldur. Gott tímabil er fram undan, miklar annir en ekk­ ert sem þú ræður ekki við.

Vatnsberinn hefði ein­­ staklega gott af því að skipta um umhverfi fljótlega til að ná betur áttum og sjá það sem í gangi er í stærra samhengi. Þú átt vanalega ekki erfitt með að sjá stóru mynd­ ina en nú er margt sem ruglar þig, kannski of mikil nálægð við hlutina. Þú nýtur einhvers konar heppni og finnst eins og allir vilji allt fyrir þig gera. Kannski er það bara þannig. Jafnvægi kemst á í ástamálum og fjármálin verða einnig betri.

Happadagur: 16. október    Happatala: 6

Happadagur: 14. október   Happatala: 6  

Sporðdrekinn

Fiskarnir

23. október – 21. nóvember

19. febrúar – 20. mars

Orkan verður mikil í kringum Krabbann á næstunni og hann fer ekki var­ hluta af því. Þú kemur mörgu góðu af stað og þér nýtist vel reynslan sem þú hefur viðað að þér í gegnum árin. Bæði góð reynsla og erfið. Styrkur þinn er mikill og þú hefur fulla stjórn á lífi þínu. Það stefnir allt í rómantíska og skemmti­ lega helgi, bæði hjá ólofuðum Kröbbum og þeim sem þegar eru komnir í hnapphelduna. Fínasta vika.

Loksins nær Sporðdrek­ inn að sjá ávöxt erfiðis­ ins síns og þær breytingar sem hann hefur beðið eftir að geta framkvæmt, fara nú að verða sýnilegar. Þú þarft ekki að kvíða neinu en reyndu að temja þér jákvæðni til að þú komist yfir hindranir á sem auðveld­ ast­an máta. Búðu þig undir smávægileg vonbrigði varðandi eitt atriði. Þú hreinsar líka vel til á mikilvægu sviði og öðlast betra líf fyrir vikið.

Ef Fiskunum finnst eins og einhver reyni að stjórna þeim og hafa áhrif á ákvarð­­anir þeirra gæti verið eitthvað til í því. Alltaf gott að fá góð ráð en stundum henta ráðin þér ekki og þá er um að gera að fara ekki eftir þeim. Ef einhver nálægt þér reynir að troða þröngsýnum skoðunum sínum upp á þig ergir það þig en með kurteisi og ákveðni ætti þér að takast að stoppa þetta. Húmorinn bjargar líka miklu.

Happadagur: 17. október   Happatala: 6

Happadagur: 18. október Happatala: 9

Happadagur: 13. október Happatala: 8

21. júní – 22. júlí


VILTU ÚTVISTA UT REKSTRINUM? Við höfum góða reynslu af upplýsingatækni

Við höfum góða reynslu af framtíðinni NÝHERJI / BORGARTÚNI 37, MÁN.-FÖS. KL. 9-18 & LAU. KL. 11-15 / KAUPANGI AKUREYRI, MÁN.-FÖS. KL. 9-17 / NETVERSLUN.IS


KROSSGรTA

78

Helgarblaรฐ Oktรณber 2017


Borðstofuborð

220cm - stækkanlegt í 320cm

Tilboð: 467.920 Fullt verð: 584.900

Mikið úrval húsgagna

hetanker

hetanker

hetanker

Leðursófi

Hægindastóll með skemli

Hægindastóll

ARAGON

TIBERIUS - Hægindastólar úr leðri

PEGGY - Hægindastóll úr leðri

Verð: 554.900

Verð: 319.900

Verð: 265.900

hetanker

Gólflampi

Kopar skermur, hægt að stilla hæð

Verð: 51.900

Leðursófi

Veggskraut

Sófaborð

SENSE

COW HEAD CLOW

Verð: 453.900

Verð: 39.900

Verð: 59.900

hetanker

er nýtt hollenskt hágæða vörumerki hjá VOGUE. Stólar, hægindastólar, sófar ofl. Sjón er sögu ríkari.

Síðumúla 30 - Reykjavík | Sími 533 3500 Hofsbót 4 - Akureyri | Sími 462 3504

Tvö saman, gert úr stáli


NÝ VARA

NÝ VARA

32/64 GB Verð frá: 29.990.-

Væntanlegt í verslanir 18. okt.

NÝ VARA

38/42mm Verð frá: 59.990.-

Laugavegi 182 og Smáralind Sími 512 1300 epli.is

Mannlíf október 2017  
Mannlíf október 2017  
Advertisement