Page 1

Áhrifaríkari kynningar – meiri áhrif ! Stjórnendur, sölumenn og aðrir starfsmenn þurfa að geta kynnt hugmyndir sínar og vörur fyrirtækisins með skilvirkum og áhrifaríkum hætti. Rannsóknir sýna að um 85% kynninga á ráðstefnum, fundum og námstefnum ná ekki athygli áheyrenda. Þekktur ræðumaður sagði eitt sinn að ”5 mínútna vel flutt kynning fyrir framan réttan hóp getur fært þér meiri árangur og velgengni en 5 ára vinna við skrifborðið”Of margir kunna ekki rétta notkun á ”powerpoint” og fjöldi mistaka er gerður við slíkar kynningar sem auðvelt væri að forðast. Á þessu þriggja tíma námskeiði er fjallað um helstu atriði sem hafa þarf í huga þegar ná á til áheyrenda með skilvirkum hætti. Allir þátttakendur halda stutta kynningu. Þeir fá svörun og leiðbeiningar sem leiða til áhrifaríkari og áheyrilegri kynninga, erinda og ræðuflutnings. Námskeiðið hentar öllum þeim sem flytja erindi, ræður eða fyrirlestra sem hluta af starfi sínu, sölumönnum sem fara í söluheimsóknir og stjórnendur almennt.

Markmið og efni námskeiðsins er:  Mikilvægi áhrifaríkra samskipta í stjórnun og sölustarfi.  Áhrifarík ræðumennska, kynningartækni og framsögn – helstu grunnatriði sem gera ræðumenn áheyrilega og skýra í framsögn.  Mikilvægi þess að ná athygli strax - trúverðugleiki !  Árangursrík kynning: Góð opnunin – skýr skilaboð – eftirminnileg lokun.  Markviss undirbúningur ræðuflutnings og kynninga.  Að ná athygli áheyrenda á markvissan hátt.  Áheyrileiki - hvernig tölum við með áhrifaríkum hætti?  Rétt notkun á glærum og ”powerpoint”.  Raddbeiting og líkamstjáning - æfingar og þjálfun.  Flutningur stuttrar kynningar, gagnrýni og leiðbeiningar. Áheyrileiki og skilvirk samskipti eru lykilatriði í starfi leiðtoga, stjórnenda og sölufólks. Fagleg framkoma, skýrar kynningar og áhrifaríkar ræður og erindi eru tækin sem nútímastjórnendur verða að kunna tökin á. Kannanir sýna að fólk óttast mest að halda ræður. Ástæðan er einföld: það hefur ekki hlotið þjálfun og æfingu í því að koma fram og tala sínu máli. Leiðbeinandinn á námskeiðinu hefur farið á fjölda námskeiða um kynningartækni hjá þekktum þjálfunarfyrirtækjum á þessu sviði. Þátttakendur eru því að fá brot af því besta á aðeins 2 klst námskeiði.

Leiðbeinandi er Thomas Möller. Hann er hagverkfræðingur með MBA próf frá HR. Thomas starfar sem framkvæmdastjóri Rýmis Ofnasmiðjunnar ehf. Thomas hefur haldið stjórnunarnámskeið í 15 ár.

Áhrifaríkari kynningar  

Stjórnendur, sölumenn og aðrir starfsmenn þurfa að geta kynnt hugmyndir sínar og vörur fyrirtækisins með skilvirkum og áhrifaríkum hætti. Ma...

Read more
Read more
Similar to
Popular now
Just for you