Page 1

Sjóræningjar í aldanna rás Laugalækjarskóli Birkir Örn Hafsteinsson og Hugrún Lind Hafsteinsdóttir


2

Inngangur Almennt er litið á úthöfin sem almenningseign. Ekkert ríki á betri eða meiri rétt að hafinu og þess vegna er það kjörinn staður fyrir glæpi. Það má vænta þess að sjóræningjar hafi verið til alveg frá því að menn fóru að sigla um höfin og elstu heimildir um þá eru frá um 2000 fyrir Krist. Sjóræningjar fremja ofbeldisverk eða rán sem eiga sér stað út á sjó. Glæpurinn getur einn-

ig verið framinn á landi, í lofti, í öðrum vötnum eða strönd en þeir sigldu alltaf á áfangastað. Víkingar frömdu slík rán og merkir orðið „víkingur“ sjóræningi í forníslensku. Þeir sjóræningjar sem við þekkjum best eru þó frá tíma sem er stundum kallaður Gullöld sjórána. Hún stóð frá árinu 1650 til ársins 1730.

Fólk heldur oft að tími sjóræningja sé liðin tíð en þeir eru enn uppi og nú halda þeir sig helst við strendur Sómalíu. Sjóræningjar fóru að vera vandamál á ný í kringum árið 1980 og árásum þeirra hefur farið fjölgandi síðan.

Gerðir sjóræningja Sjóræningjar

Búkanar (Buccaneers)

Fríbýtarar (Privateer)

Sjóræningi er einhver sem fremur rán eða ofbeldisverk úti á sjó.

Orðið búkani var notað yfir sjóræningja sem réðust á spænsk skip í Karíbahafi seint á 17.öldinni. Nú til dags er orðið aðallega notað sem samheiti yfir sjóræningja. Búkanahópar voru fjölmennari, líklegri til þess að ráðast á strandborgir og þeir voru staðbundnari Karíbahafinu en aðrir sjóræningjar.

Fríbýtarar voru einstaklingar eða skip heimiluð af yfirvöldum með leyfi til þess að ráðast að erlendum skipum á stríðstímum.

Víkingar Voru sjóræningjar frá Norðurlöndunum sem rændu og rupluðu frá áttundu öldinni til elleftu aldarinnar. Í ránsferðum þeirra rændu þeir varningi og fólki og brenndu niður heilu þorpin.


3

Víkingar Í forníslensku merkir hugtakið víkingur: „sjóræningi, maður sem stundar sjóhernað“ en orðið gat einnig þýtt „norrænn maður“. Orðið víkingaferð er tengt orðinu víkingur og ein merking þess er „herferð á sjó“. Þessar víkingaferðir voru blanda af verslunar- og ránsferðum. Fyrsta víkingaferðin sem er vitað um var þegar norrænir sjóræningjar réðust á klaustrið í Linsdisfarne árið 793 en samskonar ránsferðir hófust líklegast fyrr. Í þessum ferðum var brennt, drepið og rænt. Einnig tóku þeir gísla og seldu í þrældóm. Víkingarnir ferðuðust um á meistaralega gerðum skipum. Þeir voru snjallir skipasmiðir og hönnuðu skip sem þoldu langa siglingu. Víkingaskipin voru með kjöl sem gaf þeim staðfestu og talið er að víkingarnir hafi verið einir af þeim fyrstu til að notafæra sér hann. Það voru til tvær aðalgerðir af víkingaskipum, langskip og knerrir. Langskip eru mjó og hraðskreið og voru notuð til siglinga á innhöfum, ám, og fjörðum enda ristu þau grunnt. Knerrir voru hlutfallslega breiðari, dýpri og styttri en gátu borið mikinn þunga. Víkingarnir voru vopnaðir með höggeða stunguvopnum. Algeng höggvopn voru axir en spjót voru vinsæl stungu-

vopn en einnig voru notuð sverð sem menn báru í slíðri við mittisbelti sitt. Tæknilegri vopn þeirra voru bogar sem voru einu skotvopnin sem þekktust á víkingaöld. Víkingar notuðu líka eld sem vopn og notuðu hann til þess að hrekja fólk á flótta og tortíma því.


4

Sjóræningjar Sjórán er rán eða ofbeldisverk sem á sér stað út á sjó og sjóræningjar hafa verið uppi alveg síðan menn lærðu að sigla um höfin. Glæpurinn getur einnig verið framinn á landi, í lofti, í vötnum eða á strönd. Orðið hefur verið notað í tímanna rás til þess að til þess að skilgreina árásir í öðrum löndum af utanaðkomandi aðilum. Í upphafi héldu sjóræningjarnir sig við Grikkland og rændu ólífuolíu og korni frá rómönskum skipum. Þeir sjóræningjar sem voru uppi í Evrópu á miðöldum voru kallaðir víkingar. Þeir sjóræningjar sem við þekkjum best eru frá árunum 1650 til 1730. Þessi tími er kallaður „Gullöld sjórána“. Árið 1494 skipti páfinn Vesturheimi á milli Spánar og Portúgals. Evrópumenn voru ekki sáttir við það en þeir vildu eiga eitthvað í gullinu sem Spánverjar stálu af Aztekunum í Suður-Ameríku en átök við yfirvöld voru óhjákvæmileg. Á þessum tíma héldu sjóræningjar sig aðallega í Karíbahafinu. Árásir þeirra voru oft árangursríkar vegna þess að þeir voru með mun meiri áhöfn heldur en venjuleg skip af sömu stærð. Þeir breyttu skipum sínum þannig að þau gátu borið fleiri fallbyssur. Margar sögusagnir um hrottafeigan sjóræningjaárásir bárust á milli

manna og því höfðu frægustu sjóræningjarnir ógnvekjandi orðspor og þeir auglýstu sig með hryllilegum fánum. Allir þessir hlutir urðu til þess að fórnarlömbin gáfust auðveldlega upp og stundum börðust þau ekkert á móti. Á þessum tíma voru einnig uppi fríbýtarar sem voru einstaklingar eða skip heimiluð af yfirvöldum með leyfi til þess að ráðast að erlendum skipum á stríðstímum. Fríbýtörun er leið ríkistjórnar til þess nota vopnuð skip og sjómenn í hernaðarlegum tilgangi án þess að missa búnað eða fólk. Fríbýtarar voru partur af sjóhernaði frá 16. öld til 19. aldar. Ekki er mikill munur á fríbýtara og sjóræningja en fríbýtarar hafa leyfi frá konungi til þess að stunda þessar árásir og þeir taka skipunum frá sjóher landsins sem þeir starfa undir. Líf sjóræningja var ekki alltaf stanslaus rommdrykkja og bardagar. Þeir gátu ekki fengið ferskan mat, borðað var saltað eða þurrkað kjöt, skonrok sem er hart kex sem var oft iðandi í ranabjöllum og ofan á þetta allt voru flestir sjóræningjar með skyrbjúg, vegna þess að þeir borðuðu ekki ávexti eða annað ferskmeti vegna þess að slík matvara geymdist ekki úti á sjó en árið 1753 uppgötvaði James Lin að

neysla tiltekinna ávaxta gat komið í veg fyrir sjúkdóminn. Erfitt var að sofa á skipum og vatn sullaðist neðanþilja, þar sem þeir sváfu. Örlög flestra sjóræningja voru einstaklega dapur. Mjög fáir fengu að njóta auðæfa sinna. Flestir dóu í bardaga, við almenn störf á skipum eða vegna veikinda. Ef þeir voru teknir höndum voru þeir myrtir á hrottafeigan hátt. Rómverjar negldu þá við krossa, sumir sjóræningjar voru hálshöggnir, aðrir hengdir og lík þeirra látin hanga úti í járnbúrum svo að fólk myndi ekki grafa bein þeirra. Flest allt við sjóræningjalífstílinn var ekki heillandi. Dánartíðnin var há, fólk fékk ekki ferskan mat, það gat misst útlimi og að lokum verið tekið af lífi og verið opinberlega niðurlægt. Sjóræningjar notuðu oft fána til þess að auglýsa að þeir væru sjóræningjar. Þeir voru ekki allir eins og sumir sjóræningjar bjuggu til sín eigin merki sem þeir saumuðu á fána sína til þess að einkenna sig. Frægasti sjóræningjafáninn er kallaður Jolly Roger. Margir sjóræninigjar notuðu hann og á honum er hauskúpa og tvö löng bein sem eru sett í kross.


5

Saga eyja í Karabíahafinu Santo Domigo, Puerto Rico Santo Domigo, höfuðborg Puerto Rico, er elsta borgin í Karíbahafinu þar sem búið hefur verið frá uppruna hennar sem var árið 1498. Árið 1586 kom sjóræninginn Sir Francis Drake til Santo Domigo og lagði borgina auðveldlega undir sig með hjálp 700 manna vegna þess að flestir flúðu borgina þegar að þeir fréttu að Drake kæmi innan skamms. Hann sat kyrr í borginni í mánuð en fór þaðan þegar hann fékk

25.000 dúkanta sem lausnargjald fyrir borgina.

Port Royal, Jamaica Port Royal er bær á suðurströnd Jamaica. Upprunalega voru Spánverjar þar en Englendingar náðu stjórn yfir Port Royal árið 1655. Fljótlega varð borgin gerð að griðastað fyrir sjóræningja og búkana. Ástæðan fyrir því að sjóræningjunum var boðið til borgarinnar var sú að yfirvöld borgarinnar

voru hrædd um að Spánverjar reyndu að taka borgina aftur. Að opna hana fyrir sjóræningjum þýddi að stöðugt flæði skipa og bardagareyndra manna var til borgarinnar. Það varð fljótlega ljóst að borgin var kjörinn staður fyrir sjóræningja. Hún var með frábæra djúpsjávarhöfn og hún var nálæg spænskum siglingaleiðum og höfnum svo ránsfengurinn var nægur og nálægur.

Goðsagnir sjóræningja Grófu sjóræningjar fjarsjóði? Sumir sjóræningjar grófu fjarsjóð en langflestir sjóræningjar vildu fá sinn hlut fjarsjóðsins strax og eyddu honum oft fljótlega. Fjarsjóður sjóræningja var ekki aðeins silfur og gull eins og í ævintýrunum heldur var mest af honum almennar vörur eins og matur, viður, efni, leður og fleira. Að grafa þessa hluti myndi eyðileggja þá.

Létu sjóræningjar fólk ganga plankann?

Voru sjóræningjar með tréfætur, augnleppi og króka í stað handa?

Það eru til dæmi um sjóræningja sem létu fólk ganga plankann, þ.e. að láta fanga sína ganga eftir planka og út í hafið þar sem ekkert beið nema dauðinn, en langflestum sjóræningjum fannst það vera tímasóun. Það tekur mun styttri tíma að henda einhverjum útbyrðis heldur en að láta þá ganga plankann. Útkoma beggja aðferða er sú sama en það er mikið verra að neyða einhvern til þess að ganga til síns eigin dauða.

Sjóræningjar börðust með sverðum, byssum og fallbyssum. Það var mjög algengt að meiðast í bardaga og oftar en ekki töpuðu sjóræningjar útlim eða líffæri. Hægt var að bjarga því með tréfótum, augnleppum og krókum.


6

Siglingatæki sjóræningja járnsteinninn brátt heitið leiðarsteinn. Talið er að víkingar hafi notað leiðarsteina í siglingum sínum á 13.öld. Hægt væri að segja að leiðarsteininn væri frumstæður áttaviti.

Til þess að rata á hafinu þurfti fólk að nota ýmis tæki og tól. Víkingarnir voru mjög góðir siglingamenn og þeir notuðust við mikið af hjálpartækjum til þess að komast leiðar sinnar s.s. sólsteina, stjörnufræði og leiðarsteina. Leiðarsteinn uppgötvaðist 500 árum fyrir Krist í forngrísku borginni Magnesíu. Íbúar Magnesíu uppgötvuðu sérkennilegt berg sem dró til sín hluti úr járni. Grikkirnir nefndu bergtegundina magnetít, en á íslensku heitir hún seguljárnsteinn. Grikkirnir uppgötvuðu líka að ef lítill bútur af segulsteini er látinn hanga frjáls snýr steininn alltaf sömu hlið sinni í ákveðna átt. Hann sneri alltaf að tiltekinni stjörnu sem kölluð var leiðarstjarnan sem nú nefnist pólstjarnan og vegna þess hlaut segul-

Sólsteinar eru kristallar sem eru notaðir til þess að finna staðsetningu sólar í gegnum skýjaþykkni. Nýlegur fornleifauppgröftur á bresku herskipi frá 16. öld bendir til þess að íslenskt silfurberg hafi verið notað sem sólsteinn. Herskipin voru með fallbyssum úr járni sem getur valdið segulskekkju. Silfurberg er hreint afbrygði af kristölluðum kalkstein. Árið 1967 kom danski fornleifarfræðingurinn Thorskild Ramsou með þá kenningu að sólsteinn víkinga hafi verið kristall sem skautaði sólarljós. Ljós frá skýjunum er skautað og skautunin er breytileg eftir því hver nærri sólu er horft. Margar tegundir kristalla skauta ljós, þar á meðal kordíerít, sem er nokkuð algengt á norðurlöndunum. Rannsóknir þar sem silfurberg er notað sem sólsteinn hafa sannað að hægt er að nota það til að ákvarða

staðsetningu sólarinnar þegar skýjað er. Rannsóknirnar sýndu að skekkjan er þá um eða innan við fimm gráður. Þetta sýnir að það er mögulegt að víkingar hafi notað sólsteina sér til aðstoðar við siglingar. Bæði sólsteinar og leiðarsteinar eru hagnýt tól sem gerðu/gera mönnum kleift að nýta stjörnufræði við siglngar. Áttaviti er leiðsagnartæki sem bendir í átt til segulvirku pólanna. Áttavitar sjóræningjanna voru ekki mjög frábrugðnir áttavitum sem við notum nú til dags. Ytri skel áttavitans var oft úr beini eða tré en seinna, með uppfinningu brassins, var það notað sem skel áttavitans. Brassið þoldi mikið meira en tré og bein og það hafði ekki áhrif á hegðun segulnálarinnar. Áttavitar voru upprunalega með einfaldri járnstöng. Áttavitar á sextándu öldinni voru með járnvír sem var festur undir leiðsagnarspjald sem sýndi áttirnar. Járnvírinn var ekki lengi segulmagnaður og hvert skip þurfti að eiga góðan leiðarstein til þess að segulmagna hann á ný. Áttavitinn er enn eitt mikilvægasta tól skipstjórans.

Sjóræningjaskip Sjóræningjar höfðu sjaldan efni á stórum skipum svo þeir stálu oft kaupskipum og gerðu þau sjóræningjahæf. Að gera skip sjóræningjahæft þýðir aðallega að þau voru styrkt til þess að skipin gætu borið meiri þyngd. Besta vopn sjóræningja var að geta farið hratt og komið andstæðingunum að óvörum. Búkanar á Karíbahafi gerðu sér grein fyrir því að ef þeir notuðu lítil og hraðskreið skip gátu þeir auðveldlega skákað þungum og hægfara galleónum, sama hve vel vopnuð þau voru. Skipin þurftu að vera mjög stór vegna þess að þau þurftu að rúma áhöfn,vopn, vistir og allt annað sem var nauðsynlegt.

Skip kapteins Kidd rúmaði 150 manns, 34 fallbyssur sem voru hver um sig 5,4 kg og skotfærageymslu sem gat rúmað 6 tonn af skotfærum. Þó að skipin væru vel vopnum búin voru herskip nútímans að þróast og með uppfinningu gufuvélarinnar urðu sjórán mikið erfiðari.

Um árið 1900 voru orrustuskip orðin mjög þróuð. Stálskip með gufuvélum áttu auðvelt með að finna og tortíma sjóræningjaskipum. Með tilkomu talstöðva náði armur laganna til flestra fjarlægra eyja og afskekktra svæða. Þetta gerði sjórán mikið erfiðari og vakti ótta í hjörtum sjóræningja.


7

Vopn sjóræningja Sjóræningjar höfðu mjög fjölbreytt vopnabúr. Notuð voru kastvopn, sverð, skyldir, handsprengjur og jafnvel byssur. Aðallega voru notuð beitt vopn sem voru ýmist notuð til þess að stinga eða skera. Mikið af tólum og tækjum voru ekki eingöngu vopn. T.d. voru axir bæði notaðar í hernaði en einnig til þess að skera á bönd, höggva niður möstur og til þess að tæta niður hvað sem stóð í veg fyrir þeim. Sjóræningjar notuðu reipi með krókum á endunum til þess að draga til sín skip. Caltrop eða krákufætur er mjög einfalt vopn sem samanstendur af járnbúti með fjórum oddum. Oddarnir voru þannig staðsettir að ef þeim var kastað

á jörðina stóð alltaf einn oddur upp. Sjóræningjar hentu krákufótunum um borð skipa sem þeir ætluðu að ráðast um borð í. Flestir sjóarar unnu berfættir svo að krákufæturnir gátu valdið miklum sársauka og óreiðu. Alls kyns sverð og hnífar voru notaðir í sjóhernaði. Rýtingar, smásverð og scimitarar voru vopn sem öll voru notuð úti á sjó. Rýtingar voru notaðir við matarborðið en líka í bardögum. Rýtingar voru stunguvopn en hjalt þeirra gerði þeim kleyft að verjast gegn smásverðum. Smásverð voru aðalvopn sjóarans vegna þess að þau voru fjölhæf. Hægt var að höggva í gegnum þykk reipi, segl og við. Sverðin voru einnig mjög auðveld í notkun og kröfðust minni

þjálfunar heldur en rýtingar. Scimitarar eru sveigð sverð sem eru mjög þung. Þyngd sverðanna gerði þau mjög kraftmikil en vegna þyngdarinnar voru sverðin oft erfið í stjórn og notkun úti á sjó. Vegna þessa hefur hönnun sverðsins tekið miklum breytingum gegnum árin en boganum á sverðinu hefur alltaf verið haldið. Sjóræningjar notuðust einnig við skotvopn og sprengjur. Margar gerðir af rifflum og skammbyssum voru notaðar og á sumum skipum voru notaðar handsprengjur. Einnig voru flest skip með fallbyssum sem voru notaðar til þess að berjast við önnur skip úti á sjó.

Lög sjóræningja Sjóræningjar voru með ákveðna regluskrá sem sagði frá reglum og ígildum þeirra. Þessi hugmynd var fyrst lögð fram á 17.öldinni af portúgalska búkananum Bartolomeu Português. Hver sjóræningjaáhöfn var með sína eigin regluskrá og þær fjölluðu vanalega um almennar hegðunar- og agareglur, meðferð og dreifingu ránsfengs og bætur fyrir slasaða sjóræningja. Hér fyrir neðan er dæmi um nokkrar sjóræningjareglur. Ef þessum reglum var ekki fylgt var reglubrjóturinn líklega hýddur eða jafnvel drepinn.

I. Every man has a vote in affairs of moment; has equal title to the fresh provisions, or strong liquors, at any time seized, and may use them at pleasure, unless a scarcity (not an uncommon thing among them) makes it necessary, for the good of all, to vote a retrenchment. III. No person to game at cards or dice for money. VII. Deserting the ship or their quarters in battle was punished with death or marooning.


8

Sjóræningjar nútímans

Margir halda að dagar sjóræningja séu liðnir en það er alls ekki rétt. Við strendur Austur-Afríku eru hópar sjóræningja, vopnaðir hríðskotabyssum og sprengiefnum. Þeir eru miskunnarlausir og treysta á að fólk sé ekki jafnvel vopnað og veikara en þeir. Að sögn IMB hafa sjóræningjaárásir þrefaldast frá árinu 1993 til 2003. Árið 2003 voru 445 árásir og 17 manns voru drepnir. Á fyrsta ársfjórðungi 2006 voru 61 sjóræningjaárásir en á sama tíma árið 2005 voru 56 árásir. Aðallega eru gerðar árásir á flutningaskip en það eru líka gerðar árásir á lítil veiðiskip og lystisnekkjur.

Ástæðurnar fyrir því að sjórán hafa aukist gríðarlega á stuttum tíma eru nokkrar: » Fjárhagslegar aðstæður hafa látið fólk taka til ólöglegra athæfa. » Sumir skipstjórar hafa ekki leitað til yfirvalda eftir sjóræningjaárásir vegna þess að það tekur tíma og getur leitt til tafa og kostnaðar. Í sumum tilfellum eru skipstjórarnir ekki vissir um heiðarleika og áhrif löggæslunnar á svæðinu.

Nútímasjóræningjar nota að sumu leyti sömu aðferðir og hefðbundnu sjóræningjarnir. Þeir nota króka eða reipi til þess að komust um borð á skipinu án þess að áhöfnin verði vör við þá fyrr en það er of seint. Þegar þeir eru komnir um borð eru þeir samt oftast á eftir eignum áhafnarinnar, ekki farmi skipsins. Oft er áhöfnin með dýrann rafmagnsbúnað, persónulega muni og aðrar vistir og sum skip geyma mikið magn peninga í öryggisskáp til þess að kaupa vistir. Peningaskápur skipsins getur verið freistandi fyrir sjóræningja.

» Sum fyrirtæki hafa ráðið færra fólk á skip sín til þess að spara peninga en þá eru þau veikari fyrir árásum.

Fórnarlömb sjóræningja Fjárhagslegar aðstæður hafa mikil áhrif á sjórán. Á 16. og 17.öldinni var mjög mikið um sjórán, vegna þess að skip fluttu mikið af dýrum hlutum frá Ameríku til Evrópu. Á öðrum tíma hefur lélegt efnahagslegt ástand leitt til aukningar í sjóránum, einnig skortur á löggæslu á höfunum.

Á gullöld sjórána voru sjóránin oft mjög úthugsuð. Sjóræningjarnir þurftu að afla sér upplýsinga fyrir ránin. Því meiri upplýsingar sem þeir öfluðu, því meiri líkur voru á því að ránið myndi ganga upp. Krár voru góðir staðir til þess að afla sér upplýsinga um farandi og komandi skip. Einnig var hægt að afla sér upplýsinga um hver stýrði

skipinu, hve margir menn voru um borð og hvað það bar. Oft voru sjóræningjaskip nálægt verslunarleiðum og réðust á hvaða skip sem stóð í vegi fyrir þeim. Stundum biðu þeir í dölum eða fjörðum til þess að koma skipum að óvörum.


9

Tyrkjaránið Þann 17. júlí árið 1627 sáu íbúar á Heimaey þrjú sérkennileg skip sigla að eyjunni. Þetta reyndust vera sjóræningjaskip sem lágu fyrir akkeri skammt frá landi. Þeir sáu einnig árabáta fulla af vopnuðum mönnum sem nálguðust landið. Sjóræningjarnir héldu til bæjarins og hafnarinnar og sáu til þess að enginn íbúanna kæmist undan. Séra Ólafur, prestur í Vestmannaeyjum, sem var hertekinn af sjóræningjunum ásamt konu sinni skrásetti seinna minningar sínar. Þar kemur fram að margir íbúanna reyndu að

flýja í klettana á eynni en þar var auðvelt að koma auga á þá og þeir komust hvergi. Sjóræningjar kveiktu í húsunum á eyjunni og lík lágu út um allt. Þeir söfnuðu föngum sínum saman við höfnina og ráku þá síðan í báta sína. Þeir sigldu síðan með fangana til Norður-Afríku. Talið er að sjóræningjarnir hafi komið alla leið norður til Íslands í leit að þrælum vegna þess að íbúar Miðjarðarhafsstranda voru alltaf viðbúnir og bæir þeirra voru oft vel varðir en á Íslandi gátu menn ekkert bjargað sér.

Ásta, kona séra Ólafs, fæddi barn um borð á þrælaskipinu. Hún fékk enga aðstoð og drengurinn var vafinn í tvær gamlar skyrtur og var skírður Jón. Hún fékk ekki að halda barninu, það var eign sjóræningjanna. Þegar skipið hafði siglt í mánuð náði það landi í höfuðborg Alsír. Þá komu borgarbúar niður á bryggju til þess að virða fyrir sér fangana sem voru fluttir á þrælamarkaðinn, Dejen. Fulltrúi Ottómanasoldáns og leiðtogi borgarbúa krafðist hluta fanganna í sinn hlut en hinum föngunum var skipt á milli áhafnarinnar og eiganda skipsins.

Kvensjóræningjar Sjóræningjar trúðu því að það væri bölvun að fá konu um borð í skip. Samt sem áður voru til nokkrir kvenkyns sjóræningjar. Tveir frægustu kvensjóræningjarnir eru Anne Bonny og Mary Read. Þær þurftu að dulbúa sig sem karlmenn vegna þess að sjóræningjareglur leyfðu engar konur um borð. Þær voru báðar á skipi í Vestur-Indíum og börðust eins og hinir sjóræningjarnir en á

endanum náðist áhöfnin og þau voru öll dæmd til dauða. Þó að Anne og Mary hafi báðar verið dæmdar til dauða komust þær hjá dómnum með því að segja að þær hafi báðar verið ófrískar. Mary Read dó í fangelsi áður en hún fæddi barn sitt en ekki er vitað hvað kom fyrir Anne.


10

Frægir sjóræningjar

Henry Morgan Henry Morgan er einn frægasti sjóræningi allra tíma. Hann fæddist á sveitabæ í Wales en sagt er að hann hafi verið seldur sem þræll til Barbados. Þá réðu Spánverjar yfir eyjunum og stórum hluta Mið- og Suður-Ameríku. Þegar Morgan varð eldri settist hann að á Port Royal sem var af mörgum talin spilltasta borg á jarðríki. Þar voru fagrar byggingar og fjörugt athafnalíf og göturnar iðuðu af lífi. Talið er að ferill Morgans sem sjóræningi hafi byrjað eins og hjá flestum öðrum. Siglt var um í leit að verslunarskipi. Öðru hvoru var heppnin með þeim og þeir náðu einu eða fleiri skipum sem hlaðin voru varningi en varnarlaus og því auðveld bráð. Edward Mansfield „flotaforingi“ réði Morgan sem skipstjóra í lið sitt árið 1666 og þegar hann var drepinn tók Morgan við flotanum. Landstjórinn á Jamaica, sem var þá miðstöð þrælakaupmanna og sjóræningja, fól Morgan það verkefni að kanna hvort Spánverjar væru að undirbúa árás á eyjuna og hann gaf honum einnig leyfi til þess að ráðast á spænsk skip sem gerði hann að fríbýtara. Landstjórinn fékk senda tilkynningu frá Morgan um að Spánverjar væru langt komnir með undirbúning innrásar. Þá sigldi floti Morgans til Porto Bello í Panama. Eftir heiftarlegan bardaga var helsta vígið tekið og borg-

in svo rænd. Í skýrslu landstjórans til yfirvalda í London var Morgan talinn hafa farið út fyrir valdsvæði sitt en hann hafði leyfi til þess að ráðast á spænsk skip en ekki borgir. Morgan fagnaði sigrinum með drykkjuveislu á skipi sínu en það sprakk og rúmlega 300 manns fórust en Morgan slapp lifandi.

Svartskeggur Svartskeggur er einn frægasti og alræmdasti sjóræningi sögunnar. Hann fæddist í Englandi seint á 17. öld og hét raunverulega Edward Teach, stundum kallaður Thatch, en fékk seinna sjóræningjanafnið Svartskeggur vegna þess að hann var með gróskumikið svart skegg. Hann varð fríbýtari frá árin 1701 til ársins 1713 en varð sjóræningi árið 1716. Svartskeggur var talinn vera mjög ógnvekjandi og til að ýta undir ímynd sína batt hann kveikiþræði í hárið sitt sem var þykkt og flókið. Hann kveikti síðan í þeim í orrustum. Reykurinn sem umkringdi hann olli því að hann vakti enn meiri ótta heldur en hann gerði fyrir. Hann bar einnig tvö sverð við belti sitt og marga hnífa og byssur á bringu sinni. Þetta gerði hann til þess að hræða áhöfnina á skipinu sem hann ætlaði að ræna vegna þess að hræddir andstæðingar eru líklegri til þess að gefast upp án þess að berjast. Svartskeggur gerði mikið úr ímynd sinni og breiddi út margar hryllingssögur um sjálfan sig en það eru engar heimildir um að hann hafi nokkurn tím-

ann drepið einhvern sem ekki hafði reynt að drepa hann. Þegar áhöfnin á skipinu sem Svartskeggur réðst á gafst upp án bardaga tók hann aðeins nauðsynjar þeirra. Hann tók áttavita og önnur leiðsagnartæki þeirra, vopn og romm áður en hann leyfði þeim að sigla burt en ef þau börðust á móti skildi hann þau eftir bjargarlaus og brenndi skipin eftir að hann var búinn að ræna þau. Svartskeggur dó seint á árinu 1718 þegar hann lenti í blóðugum bardaga. Svartskeggur barðist af miklum krafti en hann var skorinn 20 sinnum með sverði og skotinn fimm sinnum áður en hann dó. Höfuð hans var skorið af þegar eftir dauða hans til þess að sanna að hann hafi verið drepinn. Höfðinu var síðan komið fyrir á bugspjóti skipsins sem hann átti í bardaga við.


11

Kvikmyndasjóræningjar Frá byrjun kvikmyndaframleiðsu hafa sjóræningjar verið vinsælt kvikmyndaefni. Kvikmyndasjóræningjar eru oft með augnleppi, staurfætur og drekka romm. Kapteinn Krókur er með frægari bókaog kvikmyndasjóræninjum. Hann er persóna í sögunni um Pétur Pan. Pétur Pan er frægasta verk J.M Barrie. Hann skrifaði söguna fyrst sem leikrit árið 1904 en sagan kom síðan út sem bók árið 1911.

Pétur Pan er strákur sem býr í Hvergilandi. Þar stendur tíminn í stað þannig að Pétur eldist aldrei. Pétur er oft með litlum álfi sem heitir Skellibjalla og hann er leiðtogi hóps sem kallar sig Týndu strákana en þeir eiga engan að nema hann. Pétur getur flogið og þess vegna er auðvelt fyrir hann að ferðast til mannheima. Hann hittir Vöndu og bræður hennar í einni af ferðum sínum og hann flýgur með þau til Hvergilands. Þar lenda þau í baráttu við sjóræningja, þar á meðal Kaptein Krók. Kapteinn Krókur vildi hefna sín á Pétri fyrir að hafa skorið af honum vinstri höndina. Hann fékk seinna nafnið Kapteinn Krókur vegna þess að hann hafði sett krók í staðinn fyrir hendina sem hann hafði misst. Raunverulegir sjóræningjar reyndu oftast að bæta upp fyrir tapaða líkamsparta og krókar voru nokkuð algeng lausn á handamissi. Jack Sparrow er persóna í kvikmyndaseríunni Pirates Of the Carribien. Hann er sjóræningi í Karabíahafinu. Hann hafði verið skipstjóri á skipinu Svörtu Perlunni en hann var rekinn af skipinu og þurfti að bjarga sér einn á eyðieyju. Tíu árum seinna fann hann skipið aftur en það lá bölvun á áhöfninni. Bölvunin lýsti sér þannig að áhöfnin var ódauð-

leg og þegar sólin settist urðu þeir að beinagrindum. Jack vill heldur semja við andstæðinga sína heldur en að berjast við þá og margir töldu hann vera klikkaðan. Við komumst að því að kvikmyndasjóræningjar eru ekki ósvipaðir þeim sjóræningjum sem voru uppi á 17. og 18. öld. Þá var mikið um sjórán og sjóræningjarnir voru skrautlegir þannig að það er skiljanlegt að kvikmyndagerðarmenn leiti í þann tíma. Hvernig sjóræningjar eru í kvikmyndum hefur mikil áhrif á hvernig fólk sér sjóræningja og ímynd þeirra.

Sjávarsöngvar Tónlist var mjög mikilvægum um borð skipa. Taktföst lög sem eru þekkt sem sjávarsöngvar virkuðu bæði sem aukning á starfsanda og líka til þess að stjórna styrk sjómannanna í ýmsum verkum.

Kringum hornið Ó, kringum hornið förum við Kringum hornið, siglum! Ó, kringum hornið förum við Kringum hornið, siglum! Til ungfrú Sölku höldum við Kringum hornið, siglum! Til ungfrú Sölku höldum við Kringum hornið, siglum!

Til ungfrúnna sem við allir þekkjum Kringum hornið, siglum! Til ungfrúnna sem við allir þekkjum Kringum hornið, siglum! Ó vild‘ ég væri hjá ungfrú Sölku Kringum hornið, siglum! Ó vild‘ væri hjá ungfrú Sölku Kringum hornið, siglum! Þar við munum hvílast Kringum hornið, siglum! Þar við munum hvílast Kringum hornið, siglum!


12

Dönskustaðreyndir Á milli áranna 1993 og 2003 þrefölduðust árásir sjóræningja í Sómalíu.

Mellem 1993 og 2003 piratangreb trippled i Somalia.

Orðið víkingur merkir sjóræningi á forn-íslensku.

Ordet Viking betyder Pirate i oldtidens islandsk.

Sjóræningjar hafa verið uppi alveg frá því að menn lærðu að sigla höfin.

Pirater har levet lige siden mennesket lærte at sejle på havene.

Svartskeggur var skorinn 20 sinnum með sverði og var skotinn fimm sinnum í sama bardaganum áður en hann dó.

Blackbeard blev skåret 20 gange med et sværd og blev skudt fem gange i den samme kamp, før han døde.

Svartskeggur setti kveikiþræði í hár sitt til þess að vekja ótta í andstæðingum sínum.

Blackbeard anses for at være en af ​​de mest skræmmende pirater af alle tid, mens, er det ikke kendt, hvor meget af den anseelse, han fortjener på grund af ham at gøre op og spreder en masse skrækhistorier om sig selv.

Svartskeggur er talinn vera einn mest ógnvekjandi sjóræningi sinns tíma en ekki er vitað hversu mikið af því orðspori hann verðskuldar vegna þess að dreifði mikið af hryllingssögum um sjálfan sig.

Blackbeard satte sikringer i hans hår til at skabe frygt i sine modstandere.

Fríbýtari er einstaklingur sem starfar nákvæmlega eins og sjóræningi en hann hefur fengið leyfi frá yfirvöldum.

En privatkører er en person der opererer præcis som en pirat, men han har fået tilladelse fra myndighederne

Nokkrir kvenkynssjóræningjar voru til en þær þurftu að dulbúa sig sem karlmenn vegna þess að það boðaði ólán að hafa konu á skipi sínu og voru þær því bannaðar á sjóræningjaskipum.

Flere kvindelige pirater fandtes, men de måtte forklæde sig som mænd, fordi det var dårligt held at have en kvinde på et piratskib, og derfor kvinder blev forbudt på piratskibe.

Heimildaskrá Cordingly, D. (2011, May 7). Word and film. Retrieved

HMS. (2006, Apríl 4). Vísindavefurinn. Retrieved

Ossian, R. (n.d.). Thepirateking. Retrieved May 13,

May 13, 2013, from The Real Pirates of the Carib-

May 10, 2013, from http://visindavefur.hi.is/svar.

2013, from http://www.thepirateking.com/index.

bean: http://www.wordandfilm.com/2011/05/

asp?id=5798

htm

Jakobsson, S. (2001, 7 13). Visindarvefurinn. Retrie-

Rendsmark, M. (2002). Endurkoma sjóræningja.

ved 5 7, 2013, from http://visindavefur.hi.is/svar.

Lifandi Vísindi , 44-51.

the-real-pirates-of-the-caribbean-what-the-moviesgot-wrong/ Dean Hurd, E. B. (1998). Orka. Herts: Námsgangastofnun.

php?id=1789

Sigurðarsson, H. (2012, 1 15). vulkan.blog.is. Retrie-

Kirkpatrick, J. (n.d.). NationalGeographic. Retrieved

ved 5 10, 2013, from http://vulkan.blog.is/blog/

Ernest Eller, N. F. (2012, May 31). Encyclopædia

5 13, 2013, from Blackbeard: Pirates Terror at Sea:

vulkan/entry/1217396/

Brittanica. Retrieved May 14, 2013, from http://

http://www.nationalgeographic.com/pirates/

www.britannica.com/EBchecked/topic/406859/

bbeard.html

naval-ship/57414/Viking-vessels

Krystek, L. (1998). The UnMuseum. Retrieved May

Harrison, M. P. (2005). It happened on the outer

13, 2013, from http://www.unmuseum.org/pirate.

banks. Guilford: The Globe Pequot Press.

htm

Helgasson, Á. (2009, 5 5). Visindavefurinn. Retrie-

Lovgren, S. (2006, July 6). National Geographic.

ved 5 8, 2013, from http://visindavefur.hi.is/svar.

Retrieved May 10, 2013, from http://news.national-

php?id=31311

geographic.com/news/2006/07/060706-modern-

Helgasson, Þ. (2009, Febrúar 29). Visindavefurinn.

pirates.html

Retrieved May 6, 2013, from http://visindavefur.is/

Minister, C. (n.d.). Latin american history. Retrieved

svar.php?id=5743

May 15, 2013, from Pirates: Truth, facts, legends

Helgasson, Þ. (2006, May 28). Vísindavefurinn. Retrieved May 6, 2013, from http://visindavefur.hi. is/svar.php?id=5738

and myths.: http://latinamericanhistory.about.com/ od/TheGoldenAgeofPiracy1700-1725/p/PiratesTruth-Facts-Legends-And-Myths.htm

Steele, P. (1997). Sjóræningjar. Reykjavík: Mál og menning. Wikipedia. (2013, May 14). Retrieved May 4, 2013, from http://en.wikipedia.org/wiki/Piracy#Caribbean Wilson, T. V. (n.d.). Howstuffworks. Retrieved May 13, 2013, from http://people.howstuffworks.com/ pirate5.htm Þórarinnsdóttir, B. (n.d.). Islendingasogur. Retrieved May 9, 2013, from http://islendingasogur.is/?page_id=414 Öll, S. (2008). Sjóræningjar. Sagan Öll , 40-50.

Sjóræningjar í aldanna rás  

Lokaverkefni Laugalækjarskóla Birkir Örn Hafsteinsson Hugrún Lind Hafsteinsdóttir

Sjóræningjar í aldanna rás  

Lokaverkefni Laugalækjarskóla Birkir Örn Hafsteinsson Hugrún Lind Hafsteinsdóttir

Advertisement