Page 99

Efnahagsumhverfi kjarasamninga

5

Efnahagsstefnan

Efnahags-, atvinnu- og velferðarstefna stjórnvalda eru meðal mikilvægustu forsendna kjarasamninga. Aðilar vinnumarkaðarins hafa oftsinnis haft áhrif á stefnuna í veigamiklum málum og enn oftar gert kröfur þar um. Í þessu efni má sérstaklega nefna þjóðarsáttina í febrúar 1990, en einnig stöðugleikasáttmálann í júlí 2009 og kjarasamninga ársins 2011. 5.1

Peningastefna Seðlabankans

Yfirlýst markmið peningastefnu Seðlabankans er að stýra verðbólgu að verðbólgumarkmiði, 2,5%, og beita einkum til þess stýrivöxtum sínum. Á það er að líta að bankinn hefur, að best verður séð, fremur beitt vaxtatækinu með hliðsjón af gengisþróun undanfarin misseri og verðbólga verið yfir markmiði um langt árabil. Gengisþróunin ræðst þegar til lengdar lætur af framboði og eftirspurn á gjaldeyri, en Seðlabankinn getur gripið inn í markaðinn og haft áhrif á gengið til skemmri tíma. Þung greiðslubyrði af erlendum lánum er leiðandi fyrir eftirspurnina og útlit fyrir að svo verði áfram. Viðbúið er að greiðslur af erlendum lánum muni setja þrýsting á gengi krónunnar og hafa sjálfstæð áhrif á vaxtastefnu Seðlabankans. Í ljósi verðbólgumarkmiðs Seðlabankans fylgist bankinn grannt með kjarasamningum. Stafi að mati bankans aukin verðbólguhætta af samningunum mun hann vafalítið bregðast við með hækkun vaxta. Í yfirlýsingu peningastefnunefndar frá 2. október sl. segir: „Í ágústspá Seðlabankans var gert ráð fyrir launahækkunum í kjarasamningum sem eru umfram það sem samræmist verðbólgumarkmiðinu og var þá byggt á sögulegri reynslu. Verði launahækkanir í samræmi við spána er líklegt að nafnvextir bankans muni að óbreyttu hækka í framhaldinu, sérstaklega ef slakinn í þjóðarbúskapnum heldur áfram að minnka. Launahækkanir umfram það auka líkur á vaxtahækkunum enn frekar. Verði launahækkanir hins vegar í samræmi við verðbólgumarkmið mun verðbólga að öðru óbreyttu hjaðna hraðar en gert er ráð fyrir í spánni og vextir verða lægri en ella.“ 5.2

Opinber fjármál

5.2.1 Fjárlagafrumvarp fyrir árið 2014

Fyrstu aðgerðir nýrrar ríksstjórnar voru að lækka skatta, s.s. að hverfa frá hækkun á virðisaukaskatti á gistingu, og falla frá hækkun veiðigjalds. Þá er í stefnuyfirlýsingu stjórnarinnar gefin fyrirheit um aukin útgjöld, en einnig um lækkun skulda

99

Profile for Bandalag háskólamanna

Í aðdraganda kjarasaminga  

Skýrsla um efnahagsumhverfi og launaþróun

Í aðdraganda kjarasaminga  

Skýrsla um efnahagsumhverfi og launaþróun

Profile for bhmvefur
Advertisement