Page 86

3.2.5 Viðskiptakjör

Blikur eru á lofti um verðþróun á helstu útflutningsafurðum þjóðarinnar. Álverð hefur lækkað skarpt frá vormánuðum 2011 og var verðið á tonni af áli í lok ágúst sl. um 1.820 USD, samanborið við 2.600 USD í apríl 2011. Seðlabankinn reiknar með að álverð lækki um 7% í ár en gerir ráð fyrir 3% hækkun á næstu tveimur árum. Í kafla 3.1.5. hér að framan er verðþróun sjávarafurða rakin. Seðlabankinn gerir ráð fyrir að meðalverð sjávarafurða lækki um 4% í ár og um 2% árið 2014. Á móti óhagstæðri þróun útflutningsverðs vegur að nokkru að olíuverð hefur farið lækkandi og reiknað er með að meðalverð á olíu lækki um 4,5% á þessu ári og lækki enn um 4% árið 2014. Seðlabankinn spáir því að viðskiptakjör vöru og þjónustu muni rýrna um 3% í ár og um 1-1,5% árlega 2014 og 2015. Samkvæmt spánni má gera ráð fyrir að viðskiptakjör verði 5½-6% lakari árið 2015 en árið 2012 Í spá Hagstofunnar er ekki dregin eins dökk mynd af horfum um viðskiptakjör og gerir hún ráð fyrir að viðskiptakjörin versni um 1,3% í ár og lítillega árið 2014 og haldist óbreytt næstu árin þar á eftir. Mynd 11. Vísitala viðskiptakjara vöru og þjónustu 2006-2015 Vísitala viðskiptakjara, 2006=100

105

Viðskiptakjör

100 95 90

85 80 75 2006

2007

2008

2009

2010

Spá Seðlabanki ƒƒ Heimild: Seðlabanki Íslands, Hagstofa Íslands.

86

2011

2012 2013 * 2014 * 2015 *

Spá Hagstofa

Profile for Bandalag háskólamanna

Í aðdraganda kjarasaminga  

Skýrsla um efnahagsumhverfi og launaþróun

Í aðdraganda kjarasaminga  

Skýrsla um efnahagsumhverfi og launaþróun

Profile for bhmvefur