Page 84

3.2.3 Neysla

Til langframa ræðst einkaneysla fyrst og fremst af kaupmætti ráðstöfunartekna heimilanna og væntingum þeirra um þróun hans. Við núverandi aðstæður hafa skuldir heimilanna og þróun eignaverðs einnig umtalsverð áhrif. Heimilin urðu fyrir miklum búsifjum vegna verðbólguskots í kjölfar hruns gengis krónunnar og lækkun fasteignaverðs. Þótt nettó eignastaða heimilanna hafi batnað á undanförnum tveimur árum hamlar hún engu að síður einkaneyslu. Í stefnuyfirlýsingu nýrrar ríkisstjórnar eru gefin fyrirheit um verulega lækkun skulda heimilanna. Viðbúið er að slík aðgerð muni örva einkaneyslu og eignamarkaði, en vegna óvissu um tímasetningu og útfærslu virðast þau áform ekki rata inn í spár um einkaneyslu. Mynd 8. Helstu spár: Einkaneysla

Breyting f.f.ári, %

4

Einkaneysla

3 2

1 0 2013

Hagstofa ƒƒ

2014

Seðlabanki

ASÍ

Íslandsbanki

2015

AGS

Landsbanki

Heimild: Spáaðilar.

Afar hægan vöxt samneyslu er að finna í öllum spám, eða 0,5-1% á ári. 3.2.4 Utanríkisviðskipti

Spár um útflutning vöru og þjónustu eru nokkuð mismunandi eftir spáaðilum. Meðaltals vöxtur á ári er 2,9%, en umtalsverð frávik eru frá því. Spá ASÍ er sem fyrr langsvartsýnust, með aðeins 1,4% vöxt að jafnaði, en Landsbankinn og AGS spá mestum vexti, 4%.

84

Profile for Bandalag háskólamanna

Í aðdraganda kjarasaminga  

Skýrsla um efnahagsumhverfi og launaþróun

Í aðdraganda kjarasaminga  

Skýrsla um efnahagsumhverfi og launaþróun

Profile for bhmvefur
Advertisement