Page 78

sem sést á því verðmæti makrílaflans var um 12% af heildaraflaverðmæti árið 2011 og um 9% árið 2012. 3.1.5 Verð sjávarafurða

Verðlag sjávarafurða hefur verið hagstætt. Eins og mynd 2 sýnir hækkaði einkum verð uppsjávarafurða , eða sem nam um 75% á föstu gengi frá júlí 2009 til jafnlengdar 2013. Þekkt er að miklar sveiflur eru í mjöl- og lýsisverði og mun meiri en í botnfiskverði. Verð botnfiskafurða náði hámarki undir lok árs 2011 og hefur það heldur gefið eftir síðan þá. Í júlí sl. var verð sjávarafurða í erlendri mynt um 6% lægra en á sama tíma í fyrra og botnfiskverð 9% lægra. Skýringarnar liggja í þróun alþjóðlegs matvælaverðs og auknu framboði af þorski úr Barentshafi.

250 230 210 190 170 150 130 110 90 70

Botnfiskur

jan.13

maí13

sep.12

jan.12

maí12

sep.11

jan.11

maí11

maí10

sep.10

jan.10

sep.09

jan.09

maí09

sep.08

jan.08

Samtals

maí08

sep.07

jan.07

maí07

sep.06

jan.06

Verð sjávarafurða

maí06

Verðvísitölur, jan. 2006 = 100

Mynd 2. Verðvísitala sjávarafurða á föstu gengi.

Uppsjávarfiskur

ƒƒ Heimild: Seðlabanki Íslands.

3.1.6 Viðskiptajöfnuður og greiðslubyrði erlendra skulda

Þung greiðslubyrði erlendra lána á næstu árum er ógn við stöðugleika og framþróun þjóðarbúskaparins. Alls er um að ræða 930 ma.kr. afborganir sem eru á gjalddaga á næstu 7 árum eða að meðaltali 133 ma.kr. á ári. En til samanburðar var landsframleiðslan 2012 um 1.700 ma.kr. Engar líkur eru á að viðskiptaafgangur verði nægur fyrir þessum afborgunum og augljóst að endurfjármagna verður skuldir. Engu að síður gerir þessi staða ríkar kröfur um bætta samkeppnisstöðu þjóðarbúskaparins og um aukna útflutningsstarfsemi.

78

Profile for Bandalag háskólamanna

Í aðdraganda kjarasaminga  

Skýrsla um efnahagsumhverfi og launaþróun

Í aðdraganda kjarasaminga  

Skýrsla um efnahagsumhverfi og launaþróun

Profile for bhmvefur
Advertisement