Page 35

Launaþróun 2006-2013

3.

Verðbólga og kaupmáttarþróun

3.1

Vísitala neysluverðs

Vísitala neysluverðs hækkaði um 54,6% frá nóvember 2006 til maí 2013, eða um 6,9% á ári að jafnaði. Mynd 18. Vísitala neysluverðs og ársbreytingar

20

150

15

140 130

10

120

5

110 100

2006

2007

2008

2009

2010

2011

2012

2013*

Vísit.

100

105,2

123,2

133,9

137,4

144,5

151,1

154,6

Br. %

7,3

5,2

17,1

8,6

2,6

5,2

4,5

2,3

Verðbólga, %

Vísitölur, nóv. 2006=100

Verðbólga 160

0

ƒƒ Maí 2013

Þessu tímabili má skipta í þrennt; aðdragandi hruns (2006 og 2007), hrunið (2008-2010) og eftir hrun (2011-2013). Á fyrsta tímabilinu hækkaði húsnæðisverð að raungildi og ýtti undir verðbólgu, en hátt gengi krónunnar hélt niðri verðhækkunum á innfluttum neysluvörum. Gengi krónunnar féll mikið þegar á fyrri hluta árs 2008 og sú hrina stóð fram eftir ári 2009. Árin 2008 til 2009 voru verðhækkanir á innfluttum vörum leiðandi í verðbólgunni, en húsnæðisliðurinn vóg á móti árin 2009 og 2010. Verðbólgan fór í miklar hæðir, eða tæp 19% þegar mest var. Frá 2010 hafa innlendar vörur (án búvöru og grænmetis) hækkað um 13% og til muna meira en innfluttar vörur (án áfengis og tóbaks) sem hafa hækkað um 8,3%. Verðlækkun húsnæðis hefur einnig stöðvast og raunverð húsnæðis farið hækkandi það sem af er ári 2013.

35

Profile for Bandalag háskólamanna

Í aðdraganda kjarasaminga  

Skýrsla um efnahagsumhverfi og launaþróun

Í aðdraganda kjarasaminga  

Skýrsla um efnahagsumhverfi og launaþróun

Profile for bhmvefur
Advertisement